__MAIN_TEXT__

Page 1

Glænýr

Hyundai i30


Aktu. Í nýjum bíl við allra hæfi. Sjaldgæft er að í nýjum bíl sameinist svona fallegt útlit og svona nútímalegt yfirbragð og eiginleikar. Glænýr Hyundai i30 hefur þetta til að bera og meira til. Hann höfðar til allra – einhleypra, fjölskyldna, ungs fólks og þeirra sem varðveitt hafa ungæðið í sér. Sígild hönnun, ítarlegir tengimöguleikar og fjölbreytt öryggistækni frá Hyundai auka enn við aðdráttaraflið. Þess vegna er hér kominn nýr bíll við allra hæfi.

2


3


4


Aktu í sígildum stíl. Traustvekjandi hönnun nýs i30 geislar frá hverju einasta smáatriði. Nákvæm lögun yfirborðs, aflíðandi hliðarsvipur og lífleg hönnun smáatriða skapa rennilega en einfalda fágun. Nýtt stallað grillið er hannað eftir hugmynd um flæði bráðins stáls og hefur yfir sér ímynd styrks og hreyfanleika. Björt LED-aðalljós og eftirtektarverð LED-dagljós fullkomna myndina.

5


6


Aktu í aflmiklum bíl. Nýjar bensínvélar með forþjöppu gefa nýja i30-bílnum aukinn kraft. Þar ber helst að nefna nýju vélina 1,4 T-GDI sem skilar 140 hö. á aðeins 1500 sn./mín. Einnig eru í boði 120 ha. 1,0 T-GDI og 1,6 dísilvél með forþjöppu, sem fæst í þremur aflútfærslum: 95, 110 eða 136 hö. Bættu við þetta sjö gíra tveggja kúplinga skiptingu, viðbragðsbetra stýri og aukinni lipurð og niðurstaðan er einstaklega gefandi akstursupplifun.

Eldsneytisnotkun í l/100 km í glænýju Hyundai i30-línunni: Blandaður akstur 3,4–5,6 l/100 km, losun koltvísýrings 89–130 g/km.

7


8


Aktu í betra sambandi. Í glænýjum i30 nýturðu hnökralauss aðgangs að samþættum tengimöguleikum, leiðsögn og upplýsinga- og afþreyingarkerfum á 8" snertiskjá. Eiginleikarnir LIVE Services, Apple CarPlay™ og Android Auto™ tryggja þér samband við umheiminn, upplýsingar og afþreyingu hvert sem ferðinni er haldið. Allt er þetta borið fram í fáguðum stíl og gæðum sem undirstrika sígilt yfirbragð nýja i30-bílsins.

Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

Apple CarPlay™

8" snertiskjár

Þráðlaus hleðsla snjallsíma* *Nota þarf millistykki fyrir þráðlausa hleðslu með ósamhæfum snjallsímum.

9


10


Aktu í afslöppuðum þægindum. Afslöppuð fágun farþegarýmisins kallar fram tilfinningu fyrir glæsileika, gæðum og góðu rými. Staðreyndin er sú að nýr i30 er á meðal rúmbestu bíla í þessum flokki. Stórt sólþakið ýtir enn frekar undir þessa tilfinningu og rafræn handbremsa með hnappi skapar meira pláss á milli framsætanna, sem hægt er að fá afhent með loftræstingu og hita.

Hiti í framsætum

Tveggja svæða hita- og loftstýring

11


12


Aktu í öruggri ró. Sjaldan hafa farþegar bíls notið akstursins jafnáhyggjulausir. Nýr i30 er fyrsti bíllinn frá Hyundai sem er búinn DAA-viðvörunarkerfi fyrir ökumann. Kerfið greinir hvort ökumaðurinn er farinn að missa einbeitingu við aksturinn. Annar hugvitssamlegur akstursöryggisbúnaður er meðal annars sjálfvirk neyðarhemlun og ASCC-snjallhraðastilling.

Blindsvæðisgreining varar við ökutækjum á blinda svæðinu með hljóðmerki og sjónrænum viðvörunum.

DAA-viðvörunarkerfi fyrir ökumann greinir þreytumerki hjá ökumanni og gefur frá sér bæði hljóðviðvörun og sjónræna viðvörun.

ASCC-snjallhraðastilling heldur forstilltri fjarlægð frá næsta bíl á undan með því að minnka og auka hraðann sjálfkrafa.

Sjálfvirk neyðarhemlun með viðvörun fyrir gangandi vegfarendur beitir sjálfkrafa nægum eða fullum hemlunarkrafti ef árekstur er yfirvofandi.

13


14


Aktu í sparneytnum bíl. Minni þyngd eykur bæði afkastagetu og eldsneytisnýtingu. Þess vegna hannaði Hyundai yfirbyggingu glænýja i30-bílsins úrsérstaklega sterku stáli. Í ofanálag hafa nýjar vélar með forþjöppu verið hannaðar til að bjóða bæði upp á aukið viðbragð við inngjöf og tog við lágan snúning og litla þyngd. Nýja 1,4 T-GDI-vélin er 14 kg léttari en fyrirrennarinn.

Meiri styrkur, minni þyngd. 53% yfirbyggingarinnar eru úr sérstaklega sterku stáli. Sé miðað við fyrirrennarann er yfirbygging nýs i30 28 kg léttari.

15


16


Aktu af stað. Tíminn flýgur. Allt er breytingum undirorpið. Og í þínu tilviki eiga gamlar reglur ekki lengur við. Þetta var notað sem grundvallarhugmyndin að hönnun glænýja i30-bílsins. Hér fer bíll sem fellur fullkomlega að þínum lífsstíl þar sem hann hefur allt það að bjóða sem þig vantar. Aktu í nýjum bíl við allra hæfi – nýjum i30.

17


Felgur

15“ með fimm tvöföldum örmum hjólkoppur (grásanseraður)

16“ með fimm tvöföldum örmum álfelga (grásanseruð)

17“ með fimm tvöföldum örmum álfelga (grásanseruð)

18

Vélar

Nýjasta tækni

Stór sóllúga

Val á akstursstillingu

Bakkmyndavél

7 gíra Dual Clutch sjálfskipting.

Hiti í stýri

Rafstýrð handbremsa

Loftræsting í framsætum

Hnappur til að gangsetja/drepa á

1.0l T-GDI með 120 hö.

1.4l T-GDI með 140 hö.

1.6l CRDI með 95/110/136 hö.


Litir

Svart

Tvílitt svart/grátt

Tvílitt svart/blátt

Hvítur (mattur)

Platínusilfraður (sanseraður)

Grár (perlugljái)

Dökkbrúnn (sanseraður)

Svartur (perlugljái)

Sandhvítur (sanseraður)

Koparlitaður (sanseraður)

Kaffibrúnn (sanseraður)

Dökkblár (sanseraður)

Himinblár (sanseraður)

Rauður (mattur)

Vínrauður (perlugljái)

1455 mm

Mál

2650 mm 4340 mm

Nánari tækniupplýsingar og búnaðarlýsing er að finna í verðlista og á vefsíðunni www.hyundai.is

1795 mm

19


Kauptúni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is Hyundai / BL ehf.

Hyundai Motor Europe www.hyundai.com/eu Höfundarréttur © 2016 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn. ESB. LHD 0915 ENG

Upplýsingarnar í þessari handbók eru til bráðabirgða, þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir á bílum kunna að vera aðrir á myndum en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að vera búnir aukabúnaði sem borga þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Profile for BL ehf.

Hyundai i30 bæklingur  

Hyundai i30 bæklingur  

Profile for hallih