Page 1

Nýr

Hyundai i10


2


Ekki stór en stórkostlegur. Nýr i10 er bíll sem rýfur allar hefðir fyrir bíla í samsvarandi flokki. Hann sker sig úr, er rúmgóður, skemmtilegur í akstri, hlaðinn búnaði og mjög vel tengdur. Hér fer gangandi sönnun þess að stærðin er ekki allt.

3


4


Afgerandi útlit. Klassískt útlit i10 hefur fengið sportlegt yfirbragð sem fangar augað. Endurhannaður framstuðari umlykur stallað grillið og afgerandi LED-dagljósin. Nýjar felgur, skrautlisti á afturstuðara og endurhannaðar afturljósasamstæður fullkomna myndina.

Stallað grill. Einstök lögun grillsins undirstrikar útgeislun i10.

LED-dagljós. Ný kringlótt LED-dagljós veita framhluta i10 sportlegra yfirbragð.

Nýjar felgur. Hægt er að velja úr ferns konar felguhönnun til að kalla fram afgerandi útlit i10, þar á meðal sportlegar 14” álfelgur.

5


6


Fullkomið upphaf í hverri ferð. i10 býr yfir áður óþekktum tengimöguleikum fyrir bíla í þessum flokki. Nýr 7” skjár með mikilli upplausn býður upp á einfalt viðmót með nýju leiðsögukerfi, Apple CarPlay™* og Android Auto™*. Á þessari mynd má sjá rauða klæðningu á innréttingu.

* Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

7


8


Vel tengdur bíll. Framúrskarandi tengimöguleikar eru aðeins einn af kostum i10 sem gera hann að leiðandi bíl í flokki sambærilegra bíla. Auk þeirra ber að nefna nýtt leiðsögukerfi með LIVE Services, Apple CarPlay™ til að tengja við iPhone-síma og Android Auto™ til að tengja við samhæfa Androidsnjallsíma. Þú ert alltaf með nýjustu upplýsingarnar, samskipti og afþreyingu við höndina.

Apple CarPlay™* og Android Auto™*. 7” snertiskjárinn býður upp á öruggustu leiðina til að nota iPhone-símann þinn eða samhæfan Android-snjallsíma þegar þú ert á ferðinni.

Hleðslukví fyrir snjallsíma. Örugg festing sem er fullkomlega staðsett fyrir leiðsögn eða spilun tónlistar á meðan rafhlaðan hleðst. Leiðsögn LIVE Services. Vegaleiðsögninni fylgja umferðarupplýsingar í rauntíma, viðvaranir um hraðamyndavélar**, veður og upplýsingar um áhugaverða staði.

*Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc. **Þar sem lög leyfa

9


10


Vektu veginn. Fágaðar vélar og skiptingar bjóða upp á þau afköst sem þú leitar eftir með framúrskarandi sparneytni og lítilli mengun í útblæstri. Hægt er að velja á milli 66 HÖ 1,0 l, þriggja strokka bensínvélar, 87 Hö 1,25 l, fjögurra strokka vélar og 67 HÖ LPG-útgáfu af 1,0 l vélinni. Vélarnar fást annaðhvort með nákvæmri fimm gíra beinskiptingu eða mjúkri fjögurra gíra sjálfskiptingu. Gírstöngin situr hátt þar sem auðveldara er að ná í hana.

Fimm gíra beinskipting. Nákvæmar beinskiptingar bjóða upp á mikla akstursánægju, sérstaklega á sveitavegum.

Fjögurra gíra sjálfskipting. Mjúk sjálfskiptingin léttir þér lífið í borgarakstrinum.

11


12


Allt það pláss sem þú þarfnast. i10 er alveg ótrúlega rúmgóður. Farangursrýmið er eitt það stærsta í flokki sambærilegra bíla en samt sem áður er yfirdrifið pláss fyrir fimm farþega. Hiti í stýri, sjálfvirk loftkæling, hiti í framsætum og fjöldi hagnýtra geymsluhólfa gerir i10 að einum best búna bílnum í sínum flokki.

Hnappur til að gangsetja / drepa á vél. Þegar þú sest inn með snjalllykilinn í vasanum eða töskunni geturðu ýtt á hnappinn til að gangsetja vélina.

Rafdrifnar rúður að aftan. Rafdrifnar rúður í afturhurðum sem skrúfa má upp og niður með því að ýta á hnapp eru ekki algengur búnaður í bílum í þessum flokki.

Hljómtæki með DAB-útvarpi. Nýju hljómtækin eru einnig búin stafrænu DAB-útvarpi (Digital Audio Broadcasting) með kristaltærum hljómgæðum. Pláss í farangursrými. i10 er leiðandi í flokki sambærilegra bíla bæði þegar kemur að farþegarými og farangursrými. Hægt er að stækka 252 lítra farangursrýmið upp í heila 1046 lítra með því að leggja aftursætin niður.

13


14


Eykur öryggi í borginni. Hvert sem þú ferð, hvort sem ökuferðin er stutt eða löng, er öryggi þitt alltaf tryggt með háþróuðum öryggisbúnaði, ákeyrsluviðvörun að framan, akreinaskynjara, hraðastillingu með hraðatakmörkun, eftirliti með loftþrýstingi í hjólbörðum, neyðarstöðvunarmerki, rafrænu stöðugleikakerfi og aðstoð við að taka af stað í brekku.

Akreinaskynjarakerfi. Lætur þig vita með hljóðmerki og sjónrænum viðvörunum þegar fjölnotamyndavélin greinir að bíllinn er óviljandi að aka út úr akrein.

Ákeyrsluviðvörun að framan. Ákeyrsluviðvörun að framan veitir þér hugarró með því að vara þig við ef hætta er á að þú keyrir á bílinn fyrir framan.

15


16


Mikilfengleiki í litlum umbúðum. Nýjasti i10-bíllinn, með sitt afgerandi útlit og framúrskarandi tengimöguleika, sýnir að stærðin skiptir ekki alltaf máli.

17


Þitt er valið. Veldu lit á yfirbyggingu, felgur og áklæði í innanrými til að sníða i10 að þínum smekk.

18

Hvítur (gegnheill)

Silfraður (sanseraður)

Svartur (perlugljái)

Blár (sanseraður)

Brúnn (sanseraður)

Appelsínugulur (perlugljái)

Grár (sanseraður)

Rauður (perlugljái)


Innréttingar

Svart og rautt

Svart og appelsínugult

Svart og blátt

Svart og drapplitað

Svart og dökkgrátt

Felgur

13“ með átta örmum hjólkoppur (silfraður)

14“ með fimm tvöföldum örmum hjólkoppur (grásanseraður)

14“ með átta örmum álfelga (grásanseruð)

15“ með fjórum tvöföldum örmum álfelga (grásanseruð)

1500 mm

Mál

2385 mm 3665 mm

1660 mm

19


Kauptúni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is Hyundai / BL ehf.

Hyundai Motor Europe www.hyundai.com/eu Höfundarréttur © 2017 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn. ESB. LHD 0915 ENG

Upplýsingarnar í þessari handbók eru til bráðabirgða, þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir á bílum kunna að vera aðrir á myndum en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að vera búnir aukabúnaði sem borga þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Profile for BL ehf.

Hyundai i10 bæklingur  

Hyundai i10 bæklingur  

Profile for hallih