Page 1

Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Litla Feimna Mauraætan


Í litlum kofa, langt inni í skógi býr mauraæta. Hún er engin venjuleg mauraæta heldur er hún lítil og feimin mauraæta og þess vegna heitir hún Litla Feimna Mauraætan. Í dag er Litla Feimna Mauraætan að fara í fyrsta skipti í skóla og hlakkar mikið til en kvíðir líka svolítið fyrir. Mamma og pabbi Litlu Feimnu Mauraætunnar hlakka líka mikið til og ætla að labba með henni í skólann.


Þegar mauraætan kemur í skólann kveður hún mömmu sína og pabba. Hún sér mikið af skrítnum krökkum sem hana langar að kynnast.


Litla Feimna Mauraætan stendur sig mjög vel í skólanum og fær hrós frá kennaranum. Ring ring! bjallan hringir. Það er komið nesti segir kennarinn, og Litla Feimna Mauraætan tekur upp litla og krúttlega eplið sem hún fékk með sér í nesti og japlar á því. Hún sér krakka vera að leika sér, hún sest hjá þeim og spyr hvort hún megi leika.


„Hver ert þú eiginlega?“ spyr Broddi broddgöltur. „Ég er bara lítil saklaus mauraæta“ segir Litla feimna Mauraætan. Vinir hans Brodda fara að hlæja að mauraætunni og segja að hún sé skrýtin og að þeir vilji ekki leika við hana. Litla Feimna Mauraætan fór að gráta.


Þetta sem Broddi og vinir hans sögðu gerðu Litlu Feimnu Mauraætuna rosalega leiða og hún stóð sig ekki jafn vel í skólanum og hún gerði fyrir nesti. Broddi sá hvað henni leið illa og þá fékk hann samviskubit af því að honum fannst hún alveg líta út fyrir að vera skemmtileg mauraæta. Skólinn er búinn í dag og Litla Feimna Mauraætan er alveg örþreytt. Hún labbar í skóginum leiðina heim til sín í litla kofann. Skyndilega heyrir hún í einhverjum vera að labba fyrir aftan sig, hún lítur aftur fyrir sig og sér Brodda og félaga. Hún vildi ekki hitta Brodda af því að hann stríddi henni áðan og hún vildi ekki að hann myndi stríða henni aftur.


Litla Feimna Mauraætan sér tré og ætlar að fela sig á bakvið það, en það var of seint. Broddi var búinn að sjá hana. Broddi hleypur í átt til hennar og segir: „fyrirgefðu að ég stríddi þér áðan ég er ekki vondur broddgöltur, viltu verða vinkona mín?“. Broddi býður Litlu Feimnu Mauraætunni heim til sín að leika með honum og félaga sínum Nonna Íkorna.


Núna voru Broddi og Litla Feimna Mauraætan mjög góðir vinir og stóðu alltaf saman í öllu. Og pössuðu að engum væri strítt. ENDIR


Litla Feimna Mauraætan er skemmtileg saga fyrir unga og fjöruga krakka. Litla Ljóta mauraætan er mjög spennt hún er nefnilega að byrja í skólanum, þetta er fyrsti dagurinn hennar. Litla Feimna Mauraætan vonar að hún eigi eftir að eignast vini í skólanum.

Litla feimna maurætan halldóra  
Litla feimna maurætan halldóra  
Advertisement