Jólabærinn Hafnarfjörður 2019

Page 1

Jรณlabรฆrinn Hafnarfjรถrรฐur2019Velkomin heim í Hafnarfjörð þar sem hlýleiki ræður ríkjum

Við Hafnfirðingar höfum náð að skapa saman notalega stemningu í bænum okkar í aðdraganda jóla undanfarin ár, þar sem mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi matur, fallegar vörur og blómstrandi menning setja svip sinn á jólabæinn Hafnarfjörð. Jólaþorpið í hjarta miðbæjarins dregur sífellt fleiri gesti til sín enda andrúmsloftið vinalegt og einstakt. Besti undirbúningur jólanna er í mínum huga að gefa sér tíma til að njóta þessara gæða í afslappaðri stemningu og rölta um á milli veitingastaða, menningarstofnana og fallegra verslana, upplifa skemmtan í jólaþorpinu með fjölskyldunni, hitta vini og kunningja og fanga þennan ljúfa jólaanda fjarri ys og þys. Í ár verður meira en nokkru sinni lagt upp úr góðri stemningu á aðventunni. Jólaþorpið eflist og stækkar, skemmtilegum viðburðum fjölgar í samstarfi bæjarins og einkaaðila og enn hefur bæst í fjölbreytta flóru verslana- og veitingahúsa. Við Hafnfirðingar erum sérstaklega stolt af þeim hönnunarverslunum sem hafa fest sig í sessi í bænum okkar og draga fjölda fólks að, og ekki síður af menningarstofnunum bæjarins sem bjóða jafnan upp á afar metnaðarfulla dagskrá og aðlaðandi kaffi- og veitingahúsunum þar sem alltaf er gott að setjast inn. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin heim í Hafnarfjörð til að njóta ljúfs og hlýlegs jólaanda á aðventunni. Jólakveðja Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar

Jólablað Hafnarfjarðar hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir íbúum og vinum Hafnarfjarðar. Í blaðinu er að finna upplýsingar um einstaka staði, sérstöðu bæjarins, fólkið sem bæinn byggir, gómsætar uppskriftir og skemmtidagskrá.


Saga og gamlir siðir Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er líf og fjör á aðventunni. Safnið stendur fyrir jóladagskrá þar sem leikskólabörn fá tækifæri til að hitta rammíslenskan jólasvein auk þess sem þeim er sagt frá gömlum jólasiðum. Gamaldags jólaútstilling í glugga Beggubúðar kallar fram notalega nostalgíu. Safnið býður upp á metnaðarfullar sýningar, ratleiki og fyrirlestra.

Í hjarta Hafnarfjarðar

Gunnar Júl.

Bæjarbíó var stofnað 1945 og er elsta starfandi kvikmyndahús landsins. Í dag þjónar Bæjarbíó fjölbreyttum tilgangi sem menningarhús Hafnarfjarðar og hefur gjörbreytt menningarlífi miðbæjarins. Fjölsóttir tónleikar og viðburðir hafa glætt húsið lífi á ný og nýjasta perlan er Mathiesenstofan. Fjölbreytt dagskrá á aðventunni.

Bækur og bolli

Andleg hressing

Bókasafn Hafnarfjarðar, sem staðsett er í hjarta miðbæjarins, býr yfir notalegri aðstöðu fyrir íbúa og vini Hafnarfjarðar til að slaka á í amstri dagsins, fá sér kaffisopa og kíkja í bækur, blöð og tímarit. Afþreying og fróðleikur eru alltumlykjandi og mun andi jólanna svífa yfir safninu í desember.

Í Hafnarborg stendur yfir sýning á verkum Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Ein bygginga hans, apótekið við Strandgötu 34, frá árinu 1920, myndar einkennandi hluta af sýningarrými safnsins. Í Sverrissal stendur yfir sýningin Fangelsi, úrvinnsla á verki sem unnið var fyrir fangelsið á Hólmsheiði.

Aðgangur að söfnum Hafnarfjarðarbæjar er ókeypis og allir velkomnir.


Kósí kaffihús

Í Hafnarfirði eru mörg skemmtilega ólík kaffihús og bakarí. Öll hafa þau sinn persónulega sjarma, áherslur og sögu. Eigendur þjónusta gestina oft sjálfir og heimabakaðar kræsingar eru á boðstólum, ásamt súpum og öðru léttmeti, auk mikils úrvals heitra og kaldra drykkja.


Hið eina sanna jólaþorp Jólaþorpið í Hafnarfirði verður fullt af lífi og fjöri á aðventunni og eru litlu jólahúsin orðin landsþekktur söluvettvangur handverks og hönnunar sem tilvalið er að setja í jólapakkann. Jólaþorpið verður opnað föstudaginn 29. nóvember og er opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13 – 18 og til kl. 22 á Þorláksmessu. Ljósin á jólatrénu á Thorsplani verða tendruð á opnunardegi jólaþorpsins, 29. nóvember.

Jólaævintýrið hefst í Hafnarfirði Jólasveinar og Grýla verða á vappi um miðbæinn flestar aðventuhelgarnar, skemmtun og söngur mun óma af sviði auk þess sem fjöldi annarra viðburða og tónleika verður í boði um allan bæ. Jólaþorpið hefur náð að heilla landsmenn og erlenda ferðamenn upp úr jólaskónum. Hafnfirðingar sjálfir nýta tækifærið og bjóða heim á aðventunni með viðkomu í jólaþorpinu. Þannig hópast heilu fjölskyldurnar og vinahóparnir í miðbæ Hafnarfjarðar til að njóta góðra veitinga og búa til huggulegar minningar og hefðir. Sjáumst í Jólaþorpinu í Hafnarfirði!


í Hafnarfirði

Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 Föstudagurinn 29. nóvember, opið til kl. 20:00 18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar 18:15 Karlakórinn Þrestir 18:30 Ljósin tendruð á Cuxhaven-jólatrénu 18:40 Björgvin Halldórsson og Auður

Sunnudagurinn 8. desember 14:00 Vigga og Sjonni leika jóladjass 14:30 Mosfellskórinn 15:00 Jólaball með leikhópnum Lottu 16:00 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna

Laugardagurinn 21. desember 14:00 Söngvasyrpa frá leikhópnum Lottu 15:00 Þorri og Þura 15:30 Nemendur úr Tónkvísl flytja jólatónlist 16:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Laugardagurinn 30. nóvember 14:00 Söngvasyrpa frá leikhópnum Lottu 14:30 Jólasveinarnir úr Dimmuborgum bregða á leik 15:00 Tónafljóð með ævintýralega jólaskemmtun 15:30 Guðrún Árný

Fimmtudagurinn 12. desember, opið til kl. 22:00 19:00 Magga Arnar með nikkuna 20:00 Hnallþórujól Björgvins Franz og Estherar Jökuls 20:45 Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirs

Sunnudagurinn 22. desember 14:00 Jólasaga Skröggs 14:30 Vigga og Sjonni leika jóladjass 15:00 Jólaball með Siggu Beinteins og Grétari 16:00 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna

Sunnudagurinn 1. desember 14:00 Barnakór Ástjarnarkirkju og Barnaog unglingakór Hafnarfjarðarkirkju 14:30 Skoppa og Skrítla 15:00 Jólaball með Heiðari úr Pollapönki og Þresti 16:00 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna Laugardagurinn 7. desember 14:00 Kvennakór Hafnarfjarðar 14:15 Barnakór Víðistaðakirkju 14:30 Jólabjöllurnar 15:00 Jól í Latabæ - Íþróttaálfurinn mætir 15:30 Nemendur úr Tónkvísl flytja jólatónlist 16:00 TANYA og Dans Dívurnar

Birt með fyrirvara um breytingar

Laugardagurinn 14. desember 13:30 Skólahljómsveit Víðistaðaskóla leikur jólalög 14:00 Atriði úr söngleik Víðistaðaskóla 14:30 Kór Öldutúnsskóla 15:00 Það og Hvað reyna að skilja hvað jólin ganga út á 15:30 Hátíðardjass

Sunnudagurinn 15. desember 11:00 Jólaball Fríkirkjunnar 13:30 Fanný og Márus bandarísk jólalög 14:00 Söngvasyrpa frá leikhópnum Lottu 14:30 Geir Ólafsson 15:00 Jólaball með Sigga Hlö og alvöru jólasveinum 16:00 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna

Þorláksmessa 23. desember 14:00 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna 15:00 Jólaball með Langlegg og Skjóðu 16:00 Úrslit í jólaskreytingakeppni 19:00 Jólaganga frá Hörðuvöllum 19:00 Jólabjöllurnar 19:30 Jón Jónsson

Nánar á jolathorpid.is


Eitt af þeim elstu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo búa í fallegu húsi við Suðurgötu 9 og er húsið þeirra, Blöndudalshús, með þeim eldri í Hafnarfirði, byggt árið 1884. Saman reka þau heimilisvörufyrirtækið og hönnunarstúdíóið, Reykjavík Trading Co.

100 ára jólatré

Hulin hafnfirsk perla Heimili þeirra og bakgarður er hulin hafnfirsk perla. Nýlega opnuðu þau The Shed, vinalegt og ævintýrlegt vinnustúdíó og verslun, í því sem áður var bílskúr. Þar selja þau handgerðar gæðavörur, bæði eigin hönnun og annarra. Í haust fengu þau viðurkenningu Snyrtileikans fyrir framtak sitt í að fegra umhverfið enda framtak þeirra og garðurinn til fyrirmyndar. Garðinn nýta þau til samveru og til að rækta grænmeti fyrir verkefni og viðburði.

Anthony er mikið jólabarn og fékk styrk frá bænum sínum til að skreyta 24 metra hátt grenitré við garðinn þeirra. Tréð sést víða að og mun gleðja marga á aðventunni. Tendrun ljósa á tré verður fyrsta sunnudag aðventu. The Shed er yfirleitt opið eftir samkomulagi en verður með fasta opnunartíma í desember.


Himneskt gómgæti Hafnfirsku mæðgurnar, Solla Eiríks og Hildur Ársælsdóttir, hafa báðar brennandi áhuga á matargerð og umhverfisvernd. Saman hafa þær fundið sköpunargleði og hugsjónum sínum góðan farveg í eldhúsinu. Hér deila þær með okkur einfaldri og ljúffengri uppskrift að marsípanmolum. · 150 g lífrænar möndlur eða heslihnetur · 1 ¼ dl ekta hlynsíróp frá Himnesku · 1 dl lífræn kókosolía, fljótandi · ½ – 1 tsk möndludropar · 1 tsk vanilla · ¼ tsk sjávarsalt · 200 g dökkt súkkulaði, lífrænt & fairtrade

Aðferð Malið möndlurnar eða heslihneturnar, bætið við öllum öðrum hráefnum (ekki súkkulaðinu) og blandið vel saman. Setjið marsípanið í frysti í 15–30 mín. svo það stífni. Búið til kúlur úr marsípaninu. Gott er að geyma kúlurnar í frysti á meðan súkkulaðið er brætt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði á lágum hita en þá fær konfektið fallegan gljáa. Notið gaffal til að dýfa kúlunum í súkkulaðið og leggið á bökunarpappír til að láta þær stífna. Molarnir geymast best í kæli/frysti og eru ljómandi góðir beint úr kælinum. Njótið!


Verslun og þjónusta

Strandgata er verslunargata sem liggur í gegnum miðbæinn, hjarta Hafnarfjarðar. Líflegt mannlíf og menning blómstrar við götuna auk þess sem verslanir á svæðinu bjóða upp á íslenska hönnun og handverk og fjölbreyttar vörur og varning. Auðvelt er að gleyma sér á rölti um miðbæinn og kíkja í búðir og á kaffihús.Aukin umhverfisvitund Gunnella Hólmarsdóttir er tveggja barna móðir í Kinnunum sem leggur áherslu á að finna leiðir og lausnir til að umgangast umhverfi og auðlindir af meiri ábyrgð og virðingu. Hagnýtum ráðum deilir hún með áhugasömum á Hreinsum jörðina á Instagram, áður Hreinsum Hafnarfjörð.

10 ráð sem draga úr kolefnisspori jólanna: 1. Gefa upplifun eða samveru, s.s. óvissuferð, matarboð, leikhús, tónleika 2. Gefa heimagerða gjöf, s.s. sultur, marmelaði, pestó eða snúða 3. Kaupa notað. Oft hægt að finna margt mjög fallegt 4. Velja íslenskt og lífrænt, og versla í nærumhverfi 5. Gefa startpakka sem hvetur til umhverfisvæns lífsstíls 6. Nota morgunkornspakka, dagblöð, tímarit eða pappírspoka sem pappír 7. Gera viðburðadagatal fyrir fjölskylduna úr grein með miðum 8. Spara merkimiða og skrifa beint á pakkann eða búa til merkimiða 9. Kaupa lífrænt tré af þeim sem gróðursetja nýtt í staðinn 10. Efni í kransa og skraut er auðvelt að finna í göngutúr í náttúrunni


Vinsæll samverustaður Sundlaugar í heilsubænum Hafnarfirði eru þrjár talsins og hafa þær allar sín sérkenni og sjarma þannig að auðvelt er að finna laug við hæfi. Sundlaugarnar eru vinsælir samverustaðir fólks á öllum aldri allt árið um kring. Árrisulir bæjarbúar mæta snemma í laugarnar og ræða þjóðmálin eftir góðan sundsprett. Hægt verður að skella sér bæði í jólasund og áramótasund þessi jólin!

Rólegt andrúmsloft Sundhöll Hafnarfjarðar, sú elsta í bænum, er mikið notuð af eldra fólki og íbúum í nágrenni laugarinnar. Hún státar af 25 metra innilaug og tveimur rúmgóðum útipottum með nuddtæki sem nýtur mikilla vinsælda auk þess sem gufuböðin þykja einstök og öðruvísi. Sundhöllin er þekkt fyrir hið rólega andrúmsloft sitt á meðan fjörið er aðeins meira í hinum tveimur laugunum.

Heitur salur og rennibrautir Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug eru sérstaklega vinsælar meðal fjölskyldufólks og eftir því sem börnin eru yngri verður Ásvallalaug, sem hýsir fjölbreyttar innilaugar og potta, oftar fyrir valinu og þá sér í lagi yfir vetrartímann. Báðar laugarnar státa af rennibraut og grunnum barnvænum vaðlaugum. Göngustígur umlykur sundlaugargarðinn við Suðurbæjarlaug, sem opnar á skemmtilegar áskoranir sem fela í sér bæði snjó og kulda.


Heilsa | Samfélag | Sköpun

Hin sögufræga bygging sem hýsti starfsemi St. Jósefsspítala í 85 ár fékk nýtt hlutverk þegar Lífsgæðasetur St. Jó opnaði á 93 ára vígsluafmælisdegi spítalans. Lífsgæðasetur er skapandi samfélag fyrirtækja sem eiga það öll sameiginlegt að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með áherslu á heilsu, samfélag og nýsköpun. Grunnur þeirra byggir m.a. á jóga, markþjálfun, sálfræðiþjónustu, ráðgjöf, heilsueflandi þjónustu fyrir eldri borgara og stuðningi við syrgjendur.

Hvíld | Endurnæring | Slökun

Yogahúsið, eitt af fyrirtækjunum í lífsgæðasetri St. Jó, sér um slökunarstundir í Suðurbæjarlaug öll fimmtudagskvöld í vetur. Flot í kyrrð er slökun og heilun í þyngdarleysi vatnsins undir handleiðslu leiðbeinenda. Heilandi stund í ljúfu og öruggu umhverfi sem hefur jákvæð áhrif á m.a. streitu, kvíða, vöðvaspennu og svefnleysi. Yogahúsið, Saga – Story House og fleiri fyrirtæki bjóða upp á jóga og aðra andlega upplyftingu í St. Jó á aðventunni.


Créme brûlée 250 ml mjólk 500 ml rjómi 190 g sykur 250 g eggjarauður 5 stk. limelauf 4 stk. kardimommur 100 g hrásykur

Aðferð Mjólk, rjóma, sykri, stjörnuanís og rósmaríni blandað saman í pott og hitað að suðumarki. Rjómablöndunni er blandað varlega við eggjarauðurnar og þeytt á sama tíma. Blandan er sett í pott, á lágan hita, með sleikju og strjúka þarf botninn á pottinum á meðan. Þegar blandan er orðin aðeins þykkari og heit er hún sigtuð og sett í eldföst form. Hún er bökuð í vatnsbaði á 160 gràðum í ca 30 mín eða þar til búðingur er tilbúinn. Gott er að kæla í a.m.k. klukkutíma áður en hrásykur er settur yfir og brenndur með gasbrennara. Borið fram með kakómulningi og sítrónusorbet. Njótið! Kristjana Þura @ VON mathús&barHátíðarkveðjur Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar


Wellington nautalund 1,4 kg nautalund Smjördeig Olía (til steikingar) 1000 g sveppir, saxaðir 3 dl saxaður skalottlaukur 250 ml púrtvín Sjávarsalt og nýmalaður pipar 2 egg (til penslunar) 3 msk ólívuolía 1 stk. hvítlauksgeiri 6 sneiðar skinka Einn stilkur ferskt timjan ½ til 1 dl ljóst rasp

Aðferð Byrjið á því að steikja sveppina á pönnu í 3–4 mínútur, setjið þá laukinn og hvítlaukinn saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur. Hellið púrtvíni á pönnuna og sjóðið vel niður. Bætið að lokum raspi saman við og kryddið til, kælið síðan. Steikið nautalundina vel á öllum hliðum, kryddið með sjávarsalti og nýmöluðum pipar og kælið. Takið smjördeigið og fletjið það út í hæfilega þykkt, smyrjið sveppamauki á miðju deigsins og leggið lundina ofan á, setjið einnig sveppamauk ofan á lundina og pakkið síðan lundinni inn í deigið, penslið samskeyti með eggjum. Penslið allt deigið með eggjum og bakið í ofni við 190–200 °c í 20–30 mín, eða þar til kjarnhitamælir sýnir í 52° í kjarna. Látið síðan standa í ca 10 mínútur áður en skorið er.

Villisveppasósa 20 g villisveppir þurrkaðir 350 ml vatn (heitt) 500 ml rjómi (matreiðslurjómi) 30 g smjör Ferskt timjan (bara lítið) 1 stk. laukur saxaður Sjávarsalt og nýmalaður pipar Nautakjötkraftur

Aðferð Sveppirnir eru settir í skál og heitu vatni hellt yfir, látið standa í ca hálftíma. Vatninu er hellt af sveppunum og það geymt og sveppirnir saxaðir gróft. Smjörið er hitað á pönnu og laukurinn látinn krauma í ca 3-4 mínútur. Sveppunum bætt við, kryddað með sjávarsalti, fersku timjan, nýmöluðum pipar og kjötkrafti. Rjómanum er bætt við og látið sjóða í ca 10–15 mínútur. Njótið! Jón Örn @ Kjötkompaní


Jól á nýjum stað Borghildur Sverrisdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Jóhanni Bj. Kjartanssyni, og börnunum þeirra þremur í nýtt og fjölskylduvænt íbúðahverfi í Skarðshlíð í sumar. Þar hafa þau komið sér vel fyrir í fallegu húsi sem þau hönnuðu með Kára Eiríkssyni arkitekt. Fjölskyldan heldur sín fyrstu jól í nýju húsi í ár og hyggst halda í einhverjar hefðir þrátt fyrir að umgjörðin og umhverfið sé annað en áður.

Góðar fjölskylduhefðir Fjölskyldan hefur alltaf haldið jólin heima hjá sér og hyggst halda því áfram. Engar sterkar hefðir einkenna fjölskyldulífið en piparkökur og -hússkreytingar eru ómissandi á aðventunni auk smákökubaksturs, og nú í stærra eldhúsi en áður, sem opnar á ýmsa möguleika. Í fyrsta skipti mun lifandi jólatré prýða heimilið og tilhlökkun yfir vali og skreytingum mikil. Þá útbýr Borghildur heimatilbúna jólakörfu fyrir nánustu vini með gómsætu góðgæti til að narta í, s.s. sykurhúðaðar möndlur, sultaðan lauk, lagköku að hætti húsbóndans og smákökur.

Skarðshlíð í framtíðinni @ONNO

Upplandið er bakgarðurinn Fjölskyldan er meðal frumbyggja í hverfinu en uppbygging er mikil á svæðinu. Börnin ganga í Skarðshlíðarskóla og -leikskóla, sem stendur rétt við húsdyrnar. Handan Skarðshlíðar blasir uppland Hafnarfjarðar við í allri sinni fegurð og með öllum sínum möguleikum til samveru og útivistar. Hamingja og heilsa er fjölskyldunni hugleikin og staðsetningin því fullkomin.


Hönnun og handverk

Listir og menning blómstra í Hafnarfirði. Fjölmargir og ólíkir hönnuðir skapa verk sín í námunda við sjávarilminn og smábátamergðina í Flensborgarhöfn, í húsnæði fyrrum verbúða við Fornubúðir og í Íshúsi Hafnarfjarðar. Öðru hverju eru opin hús hjá hönnuðunum eða breyttur opnunartími fyrir áhugasama listunnendur og þá myndast skemmtileg og lifandi stemning við höfnina.


Einstök verslun Fjölskyldufyrirtækið Fjarðarkaup trónir á toppi lista MMR yfir þau íslensku fyrirtæki sem Íslendingar mæla helst með. Þessi hafnfirska verslun, sem starfrækt hefur verið síðan 1982, tekur vel á móti viðskiptavinum sínum með góðu vöruúrvali og léttu andrúmslofti og höfðar þannig á sinn einstaka hátt til viðskiptavina. Sérkenni Fjarðarkaupa eru m.a. lítil starfsmannavelta, hærri meðalaldur starfsmanna, persónuleg þjónusta og mikil starfsánægja.


Veitingastaðir

Mikil vinátta og eining er meðal eigenda veitingastaða í Hafnarfirði, sem hika ekki við að benda hver á annan þegar allt er uppbókað. Ást og metnaður liggur að baki matseðlum, hráefni, umhverfi og þjónustu með það fyrir augum að viðskiptavinir upplifi sem notalegasta stund með sínu fólki.


Slökun á aðventunni

Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur fólk á öllum aldri til að gefa sér tíma í dagsins önn til að þjálfa og kyrra hugann. Markviss núvitundarþjálfun er líkleg til að auka vellíðan, seiglu, einbeitingu og tilfinningastjórn. Hugleiðsla og núvitund í skólastarfi er tilraunaverkefni í Hafnarfirði og er upplifun nemenda og starfsfólks mjög jákvæð.

Að anda rólega

Æfing úr Ró, fjölskyldubók um frið og ró, eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. · Leggstu á bakið og komdu þér þægilega fyrir. · Dragðu djúpt andann; inn um nefið og alla leið niður í maga. · Hafðu axlirnar slakar. · Teldu upp að þremur á meðan þú andar inn. · Andaðu síðan rólega frá þér út um munninn og tæmdu lungun alveg. Teldu upp að sex þegar þú andar frá þér. · Endurtaktu þessa æfingu þrisvar sinnum. · Hvernig líður þér núna?


Bær manna og hulduvera Bryndís Björgvinsdóttir er rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur sem hefur rannsakað álfatrú og álfabyggðir. Hún hefur m.a. fjallað um íslenskar álfasögur í bókum sínum og hvernig þær hafa haft áhrif á menningu og borgarlandslag. Að margra dómi er Hafnarfjörður bær manna og hulduvera og leynist ýmislegt í Hafnarfjarðarhrauni sem ekki er öllum gefið að sjá.

Matargjafir

Álfar og jólasveinar Bryndís bendir á að samkvæmt sumum þjóðsögnum sé sjálfur Leppalúði af kyni álfa. Það þýðir kannski að jólasveinarnir séu þá að hálfu tröll og að hálfu álfar? Jólasveinarnir eiga reyndar margt sameiginlegt með álfum. Þeir refsa fyrir slæma hegðun á sama tíma og þeir sem gera vel njóta gjafmildi þeirra. Þetta er einnig vinsælt stef í álfasögum, þessi gjafmildi og refsigleði álfanna. Í íslenskri þjóðtrú eru álfar gjarnan kristnir, eiga sínar eigin kirkjur og presta og halda álfamessur. Til er saga um álfamessu í Hamrinum í Hafnarfirði, sem Gunnar bóndi í Hamarskoti tók eitt sinn þátt í, þegar hann fann dyr á klettunum.

Bryndís segir að álfar fari á kreik um jól. Þeir flytji búferlum, halda jafnvel inn á bæi þegar fólkið sjálft er í burtu eða reyna að fá mannfólk til að ganga til liðs við sig. Fyrr á tímum tíðkuðust matargjafir til hulduheima um jól og á nýársnótt. Algengt var að gefa álfum til dæmis smjör eða rjóma. Sums staðar tíðkast einnig að kveikja á kertum til að vísa álfum veginn.


Fjörður

Vinalega verslunarmiðstöðin Fjörður fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Segja má að Fjörður sé hjarta verslunar, þjónustu og samgangna í Hafnarfirði. Um 1 milljón viðskiptavina fer um Fjörð árlega, enda má finna þar alla helstu þjónustu sem bæjarbúar þurfa, eins og heilsugæslu, pósthús, bakarí, hverfisverslun og fleira. Fyrirtækin eru lítil og oftar en ekki eru eigendur sjálfir við afgreiðsluborðin og veita persónulega og þægilega þjónustu.


Desember í Hafnarfirði Dæmi um fjölbreytta aðventudagskrá um allan Hafnarfjörð

Mán

Sun 1

2 Jólaball í Jólaþorpinu kl. 15

8

HAF yoga í Suðurbæjarlaug kl. 19:45

9

Guðrún Árný Jólatónleikar í Víðistaðakirkju kl. 20

Þorláksmessutónleikaröð Bubba í Bæjarbíó

15

16

Friðrik Dór og Jón Jónsson í Bæjarbíó kl. 14 og 16

22

Jólaball með Siggu Beinteins í Jólaþorpinu kl. 15

29

Þri

Mið

Hádegistónleikar í Hafnarborg kl. 12

Komdu að læra LATIN dansa hjá DÍH kl. 20

3

10

Resin Art námskeið í Föndurlist kl. 18

17

4

Fim 5

11

Bókmenntaklúbbur Bókasafnsins kl. 19

18

Mandarínujól Kvennakórs Hafnarfjarðar kl. 20

12 Fróðleiksmolar Byggðasafnsins kl. 20

19

Jólabíó í Bókasafni Hafnarfjarðar kl. 16:30

Djúpslökun Yoga Nidra í St. Jó kl. 18:15

Jól sko! Dúkkulísurnar í Bæjarbíó kl. 20:30

Flot í kyrrð í Suðurbæjarlaug kl. 20:15

23

24

25

26

Jólaganga í Jólaþorpið kl. 19

30

Aðfangadagur

31 Áramótabrenna á Ásvöllum kl. 20

Jóladagur

Annar í jólum

Fös 6

7

XMAS 2019 í Bæjarbíó kl. 20

Syngjandi jól í Hafnarborg kl. 10-16

13

14

Hátíðardjass í Fríkirkjunni kl. 20

Jólaævintýrið í Hellisgerði kl. 18

20

21

Opið til kl. 22 í Firði

27

Íþrótta- og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar

Nánari upplýsingar um einstaka viðburði er að finna á hafnarfjordur.is og Facebook

Útgefandi: Björt útgáfa ehf. í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ Ritstjórn: Árdís Ármannsdóttir og Olga Björt Þórðardóttir Ábyrgðarmaður: Sigurjón Ólafsson Hönnun og umbrot: Hjörleifur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

Lau

KK og Ellen í Bæjarbíó kl. 20:30

28 Prjón- og heklsamsæti í handprjon.isNjรณtum aรฐventunnar