Page 1

LIST Á VESTFJÖRÐUM Kynningarrit Félags vestfirskra listamanna 2012


• HAFKALK er náttúruleg steinefnablanda sem unnin er úr kalkþörungum úr Arnarfirði. • HAFKALK er til að fyrirbyggja beinþynningu • HAFKALK styrkir brjósk og bein og virðist draga úr liðverkjum vegna slitgigtar. • HAFKALK hefur góð áhrif á hár og neglur og virðist geta dregið úr fótaóeirð.

HAFKALK fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt.

Sindragata 14 400 Ísafirði Sími 456 4550

LISTMÁLARAVÖRUR Olíulitir Akryllitir Vatnslitir Þekjulitir Trélitir Vaxlitir Tússlitir Olíupastelkrítar OPNUNARTÍMI MÁN-FÖS Harðpastelkrítar 08:00-18:00 Trönur Lokað milli 12-13 í vetur LAU Blindrammar 10:00-13:00 Strigi Og margt fleira fæst hjá okkur.


Til hamingju, vestfirsku listamenn, listunnendur og vestfirskt samfélag. Það hefur komið í ljós að kynningarrit Félags vestfirskra listamanna „List á Vestfjörðum“ er gagnlegt fyrirbæri. Staðreyndin er sú að það sló í gegn á liðnu ári. Tölfræðin gefur vísbendingu, þar sem blaðið fór inn á öll vestfirsk heimili og vinnustaði og á fjölmarga aðra staði, vítt og breitt um landið. Alls voru þetta 4000 eintök og mátti ekki minna vera.

Það væri hægt að halda úti viðamikilli heimasíðu um list á Vestfjörðum. Það er hægt að halda þing og hátíðir og það er hægt að gefa út árlegt kynningarrit. Það vantar ekki efniviðinn. Það er okkar trú að betra sé að vinna saman en að hver sé að krukka í sínu horni. Listamenn þurfa að vita hverjir af öðrum og umheimurinn þarf að vita af þeim. Þess vegna er Félag vestfirskra listamanna til.

Helsta gleðiefnið er þó ekki sjálfur eintakafjöldinn, heldur hvernig hann nýttist. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Listamenn víða um land fylltust aðdáun eða öfund og þess mun trúlega ekki lengi að vænta að svipuð kynningarrit skjóti upp kollinum á fleiri menningarlegum stöðum landsins.

Almenningur lét í ljós undrun sína yfir listagróskunni. Stjórnvöld og þau öfl sem ráðstafa peningunum halda því blákalt fram að svona framtak, þar sem menningin er gerð sýnileg, geti skipt sköpum þegar kemur að því að útbýta þeim peningum sem til eru í landinu. Þegar allt þetta er haft í huga, má vera ljóst að með kynningarritinu „List á Vestfjörðum“ er Félag vestfirskra listamanna að vinna að markmiðum sínum. Megintilgangur og markmið félagsins er einmitt að kynna vestfirska listamenn og list þeirra. Auk útgáfu kynningarrits hefur starfsemi Félags vestfirskra listamanna falist í því að halda árviss listamannaþing. Í framtíðinni er ætlunin að auka starfsemina enn frekar.

Í fyrsta kynningarritinu var megináhersla lögð á að lýsa stóru listahátíðunum á Vestfjörðum. Í þessu riti er sjónum beint að þeim vestfirsku stöðum þar sem listamenn koma sér og list sinni á framfæri. Njótið vel. Stjórn Félags vestfirskra listamanna.

Bergmál: Að elska fjall Eiríkur Örn Norðdahl

Nýjasta bók höfundar, Illska, er væntanleg frá Máli og menningu.

Maður skrifar það sem maður hugsar. Hugsa ég. Að minnsta kosti sumt af því sem maður hugsar (það er óþarfi að skrifa það allt). Er hægt að skrifa eitthvað sem maður hefur ekki hugsað? Og hugsar maður eitthvað sem ekki er hægt að skrifa? Að hversu miklu leyti markast hugsun okkar af þeim orðum sem við eigum til að lýsa henni? Gefum okkur að til sé fjall sem enginn getur nefnt. Það heitir ekkert, hefur aldrei heitið neitt og allar tilraunir til þess að gefa því nafn hafa mistekist. Gefum okkur að við hliðina á fjallinu sé annað fjall sem sama gildir um. Gefum okkur að öll fjöll séu þess eðlis að heiti einfaldlega festist ekki við þau. Við bendum og segjum Ernir og Kubbi – eða bara fjall – en þeir sem heyra orð okkar og sjá bendandi fingurinn fara aldrei að leita að fjöllum. Þeir leita að arnapari eða LEGO kubbum. Hvernig skiljum við eitt fjall frá öðru? Við segjum: Nei, ég meina þarna ... Eigum við orð fyrir fjall? Hvað ef við eigum ekki orð fyrir fjall. Gefum okkur. Ég meina þarna þetta háa. Þú veist. Sem er einsog risastórt hús en samt ekki hús. Sem er einsog önnur pláneta, nema fast við jörðina. Þetta þarna. Sérðu það ekki. Við náum í blað og penna og teiknum fjallið. Þetta, segjum við. Svona. Sérðu ekki? Skilurðu ekki neitt? En það reynist ekkert gagnlegra að benda á teiknað fjallið á blaðinu

Ritið List á Vestfjörðum kemur nú út í annað skipti. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og því dreift inn á öll heimili á Vestfjörðum og víðar.

en alvöru fjallið handan við pollinn. Við getum ekki bent á það sem við eigum ekkert heiti yfir. Getum ekki afmarkað fjallið frá jörðinni sem það stendur upp af eða himninum sem það heldur uppi. Getum ekki skilið Mynd: Aino Huovio fjallið frá hvilftinni, gilinu, hjallanum, mölinni – vitum ekki hvar einu lýkur og annað hefst nema við eigum nafn. Eigum girðingu utan um hugtak. Bókmenntir hefjast þar sem orðunum lýkur, einmitt á þeim stað þar sem fjöllin eru ekki lengur fjöll og þar sem holtin heita ekki neitt. Þar sem viðtekin sannindi reynast gljúp kviksyndi, réttlætið er ranglæti og ranglætið réttlæti og allt byggt á sama misskilningnum. Þar sem tungumálið vegur salt við hugsunina og annað er ekki til án hins. Ekki beinlínis. Ekki einsog við þekkjum það. Kannski er hægt að benda á fjallið, kannski er hægt að klífa það og koma við það – þykja vænt um það – án þess að vita hvað það heitir eða eiga um það nafn. Kannski er hægt að elska fjall án þess að hafa heyrt á ástina minnst. Og kannski ekki. En hvað sem því líður – hver sem sannleikurinn er, hver sem við erum sem smíðum sannleikann í eigin mynd – byrjum við undantekningalaust alltaf á að hafa á því orð. Byrjum á að ræskja okkur og segja eitthvað upphátt. Og sá fyrsti til að svara er alltaf fjallið, alltaf endurómurinn af okkur sjálfum að heilsa, kynna sig. Segja til nafns. Bergmál: ég elska fjall.

Útgefandi: Félag vestfirskra listamanna
 Ábyrgðarmaður: Elfar Logi Hannesson Ritstjórn og efnisvinnsla: Sunna Dís Másdóttir


Ritnefnd: Anna Sigríður Ólafsdóttir, Elfar Logi Hannesson, Matthildur Helgadóttir Jónudóttir og Ómar Smári Kristinsson.

Umbrot og hönnun: Gunnar Bjarni. Forsíðumynd: Ágúst Atlason.
 Prentun: H-Prent.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 3

Ávarp stjórnar

Það er hvorki óhætt að lýsa þeim hugmyndum nákvæmlega né gefa nein loforð að svo stöddu. Hér verður látið nægja að gefa tvö stikkorð: gagnaöflun og heimasíða.


E N N E M M / S Í A / N M 5 4272

Forvarnir eru málið þegar tryggingar snúast um fólk! VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS


LIST Á VESTFJÖRÐUM 5

Dulmögnuð verk Laufeyjar

L

aufey eyþórsdóttir ólst upp á Ísafirði,

í faðmi fjallanna við hafið bláa og snjóþunga vetur. „Þessi nálægð við náttúruna og alla hennar vætti hefur alltaf haft mikil áhrif á listsköpun mína,“ segir Laufey. „Frelsið sem felst í því að búa á Ísafirði þýddi líka að ég varði æsku minni í fjörunni, í fjallshlíðunum, á skíðasvæðinu, í sundlauginni og á bókasafninu.“ Myndsköpun Laufeyjar ber sterkan keim af þeirri reynslu, enda er listakonan ekki vön því að fara troðnar slóðir. Laufey hefur stundað myndlist frá blautu barnsbeini, þar sem áhugi hennar á því að skapa myndverk beint á veggfleti skaut sterkum rótum sem enn eru óslitnar. Eftir að hafa prófað sig áfram með ýmsa myndlistartækni fönguðu pastelkrít og penni áhuga

Seiðkona í víkingastíl með verndartákn og Völuspá í bakgrunni

Laufeyjar, að hennar sögn vegna þess hve liturinn í þeim er sterkur og áferðin mjúk. Laufey stundaði síðar listnám við Kennaraháskóla Íslands, þar sem olíulitir öðluðust veigamikið hlutverk í list hennar. Málverk Laufeyjar hafa

jafnan haft yfir sér dulmagnaðan blæ, enda hafa þjóðsögur og galdrar ætíð höfðað sterkt til hennar og fangað ímyndunaraflið. Mörg verka hennar hafa vísanir í norræna goðafræði og íslenska þjóðtrú. Þetta árið hefur vinna Laufeyjar mest snúist um grafíkmyndir af húsum á Ísafirði. „Maður heillast af gömlu húsunum á Ísafirði, enda hafa mörg þeirra verið gerð upp og bæjarkjarninn býr yfir ákveðnum sjarma,“ segir Laufey. Blönduð tækni gæðir myndirnar lit og lífi, en hún notast við bæði vatnsliti og olíuliti í sambland við dúkristurnar. Myndlistarsýningar Laufeyjar hafa verið nokkrar, flestar þeirra á Ísafirði, en hún hefur einnig sýnt í Bolungarvík og Reykjavík. Sýning á nokkrum verkum Laufeyjar stendur nú yfir á Kaffi Ísól á Ísafirði. Amsterdam og Rómarborg við Sundstræti


Myndar líðandi stund

Á

LIST Á VESTFJÖRÐUM 6

gúst G. Atlason er menntaður

margmiðlunarhönnuður frá NoMA í Kolding í Danmörku. Hann hefur lagt stund á ljós­ myndun af alvöru frá árinu 1996 og leggur nú stund á nám í faginu við Medieskolerne í Viborg. Ágúst hefur lagt mikla áherslu á Vestfirði í ljósmyndun allt frá upphafi og beint linsu sinni að landslagi, fólki og menningu svæðisins við mýmörg tækifæri. Hann kom einnig að útgáfu matreiðslu- og menningarbókarinnar Boðið vestur. Bókin kom út síðastliðið sumar og inniheldur yfir 250 ljós­ myndir úr smiðju Ágústs.

Ágúst hefur ástríðu fyrir allri ljósmyndun, en að hans sögn má líklega rekja áhugann til æskuáranna, þegar hann fylgdist náið með áhuga­ljósmyndaranum afa sínum, Guðmundi Sveinssyni frá Góustöðum í Skutulsfirði. „Hann tók alltaf mikið af ljósmyndum og sá til þess að ég eignaðist mína fyrstu vél ungur að árum,“ segir Ágúst. Þeir íslensku ljósmyndarar sem Ágúst fylgist einna mest með eru Ísfirðingurinn Spessi Hallbjörnsson, Ragnar Axelsson eða RAX, og Jónatan Grétarsson. Einna mestan áhuga hefur Ágúst á svokallaðri „documentary style“ ljósmyndun. „Í því felst að taka myndir af líðandi stund og fólkinu sem lifir á okkar tímum. Að segja sögu nútímans með ljósmynd,“ útskýrir Ágúst. Honum þykir konseptljósmyndun þó ekki síður spennandi, þar sem unnið er með ákveðið verkefni og reynt að sviðsetja það á sem bestan hátt fyrir áhorfandann. Slík ljósmyndun er oftar en ekki kölluð auglýsingaljósmyndun,

Konseptmynd fyrir Mýrarboltann á Ísafirði

en segja má að hún eigi sér margar myndir. Þar getur verið um að ræða allt frá ferðaljósmyndum upp í konseptmyndir fyrir hina ýmsu aðila og samtök. Ágúst hefur til dæmis tekið að sér konseptmyndatökur fyrir Þjóðbúningafélag Vestfjarða, Kómedíuleikhúsið og Mýrarboltann á Ísafirði. Þá má ekki heldur gleyma landslagsljósmyndun, sem er vestfirska ljósmyndaranum líka afar hugleikin. „Það mætti segja að það að búa á Vestfjörðum sé eins og að vera alltaf með höndina ofan í sælgætiskrús, það er af svo miklu að taka. Það gefur mér mikið að taka landslagsmyndir; ekki bara það að ná myndinni sjálfri, heldur líka útiveran og heimsóknirnar á fallega og framandi staði sem fylgja landslagsmyndun. Mér finnst gott og gaman að geta sýnt öðrum fegurð Vestfjarða með myndunum mínum og jafnvel stuðlað að því að fleiri heimsæki

þetta stórkostlega landsvæði,“ segir Ágúst. Ágúst hefur haldið fjölda sýninga á myndum sínum á Vestfjörðum, nú síðast landslagsmyndasýninguna Galtarvita í Hamraborg sumarið 2012. Hann heldur úti ljósmyndasíðunni gusti.is, þar sem hægt er að skoða úrval mynda hans úr ýmsum áttum.

Landslagsmyndun er Ágústi hugleikin


Útrás Hemúlsins

S

trandamaðurinn Arnar Snæberg

Arnar á sér hins vegar að eigin sögn aðra og dekkri hlið sem ekki sést nema nokkrum sinnum á ári. Í dimmum hugarfylgsnum hans leynist hliðarsjálfið Hemúll. Þetta fyrirbæri er eins manns tölvuhljómsveit sem samanstendur af rödd Hemúlsins, ævafornri tölvu með stýrikerfinu Window NT og tónlistarforritinu GuitarPro 2.0 (frá 1997). Í gegnum þessa furðulegu blöndu flytur Hemúllinn boðskap sinn; pólitískar ádeilur, pirraðar rímur gegn seinagangi í hinum ýmsu málefnum og mótmæli gegn öllum sitjandi ríkisstjórnum og yfirvöldum. Við og við tekur hann þó málstað einstakra minnihlutahópa, t.d. Vestfirðinga, lögreglumanna og ofsatrúarmanna. Hemúllinn var stofnaður árið 2001, en hann hefur aldrei haldið fleiri en tvo tónleika á ári hverju. Á þessu mun þó verða breyting á komandi ári, en hljómsveitin stefnir á útrás með

Ferðaþjónustan Arnardal

LIST Á VESTFJÖRÐUM 7

Jónsson er ekki allur þar sem hann er séður. Hann hefur í mörg ár komið að alls konar menningar­ starfi; leikstýrt og leikið í fjölda uppsetninga hjá Leikfélagi Hólmavíkur, staðið fyrir viðamiklum spurninga­ keppnum, keppnum í furðuíþróttum og hrútaþukli og stýrt bæjarhátíðinni Hamingjudögum ásamt því að koma að fjölmörgu öðru menningarstarfi á Hólmavík. Hann er sem sagt einn af þessum hefðbundnu Vestfirðingum sem hafa gaman af því að starfa fyrir samfélagið sitt.

Hemúllinn er pönkað og pirrað hliðarsjálf Arnars Snæbergs Jónssonar

tónleikum á Hólmavík og Ísafirði. Þar ku hann eiga sér fylgismenn meðal sveitarstjórnarmanna sem íhuguðu eftir tónleika hans á Fjórðungssambands­ þingi árið 2010 að láta hann öskra pening út úr fjárlaganefnd. Hemúllinn veitir engin viðtöl við fjölmiðla sem hann hatast einlæglega við. Aðspurður segist Arnar eigandi hans lítið skilja í fyrirbærinu sem lifi fullkomlega sjálfstæðu lífi og geri jafnan það sem honum sýnist. Arnar hefur þó stöku sinnum aðstoðað Hemúlinn við textagerð, en textar

Árneshreppur

Bakarinn

þeirra félaga fjalla til dæmis um afleitt ástand á vegakerfinu á Barðaströnd, slælegt netsamband á Vestfjörðum, alltof hátt bensínverð og nauðsyn þess að almenningur sýni mönnum í einkennisbúningum tilhlýðilega virðingu. Af þessu öllu má ráða að Hemúllinn er margslungið og óútreiknanlegt fyrirbæri, rétt eins og aðrir listamenn á Vestfjörðum. Þeir sem vilja fræðast meira um hann geta kíkt á facebook. com/hemullinn og smellt á hann eins og einu læki. Það má.

Vestfirska forlagið


Óþrjótandi myndefni

H

LIST Á VESTFJÖRÐUM 8

lynur kristjánsson er fæddur 18.

nóvember árið 1981. Hann ólst upp á Flateyri við Önundar­ fjörð, en er búsettur á Ísafirði í dag.

Áhugi Hlyns á ljósmyndun er tiltölu­ lega nýtilkominn. Hann eignaðist sína fyrstu „alvöru“ myndavél, eins og hann kallar hana, fyrir um fjórum árum síðan, en hafði þá þegar gengið um með ljósmyndunarbakteríuna í blóðinu í nokkurn tíma. Hlynur er sjálf­ menntaður í ljósmynduninni, en hefur reynt að lesa sér til eftir fremsta megni. „Síður á borð við Youtube eru líka mjög góðir kennarar. Svo eru ljós­ myndarar reyndar nær undan­

tekningalaust frábærir menn og konur, sem virðast alltaf vera til í að segja þeim sem minna vita hvernig best sé að bera sig að,“ segir Hlynur. Hann kveðst þó vonast til að geta stúderað greinina af meiri alvöru í framtíðinni. Hlynur hefur tekið að sér ýmis verk­efni á ljósmyndunarferli sínum og til að mynda tekið fjölskyldumyndir og myndað brúðhjón og börn. Hann fæst hins vegar helst við lands­lags­ ljósmyndun og hefur sérstaka unun af því að mynda sólsetur og norðurljós. Vestfirðir skipa stóran sess í mynda­ safni Hlyns og munu eflaust gera áfram, enda segir hann vestfirska nátt­úru vera gefandi, margbreytilegt og

Norðurljós og sólsetur á Holtsbryggju í Önundarfirði

óþrjótandi myndefni. „Það virðist alltaf vera hægt að finna nýja staði eða ný sjónarhorn til að skoða. Það er einmitt það sem dregur mig út með vélina. Fyrir mér er náttúran og útiveran ekki síður mikilvægur hluti af ljósmynduninni en myndirnar sjálfar,“ segir Hlynur. Hlynur hefur ekki enn haldið sýningu á myndum sínum, en stefnir á að af því verði í allra nánustu framtíð. Hann heldur hins vegar úti flickr-síðu á slóðinni flickr.com/photos/hlynurkr.

vverk.is // sími: 456-6600


Að leik frá unga aldri

R

ík sköpunargáfa og tjáningarþörf

Þegar Ársæll var 19 ára flutti hann á Ísafjörð til að klára menntaskóla. Hann tók ríkan þátt í félagslífi skólans, lék í þremur Sólrisuleikritum og setti upp einleik, var menningarviti; formaður Sólrisunefndar, leikfélagsins og málfundarfélagsins. Að loknum menntaskóla eignaðist Ársæll barn og konu og svo lá leiðin til Kaupmannahafnar í leiklistarnám. Ársæll stundaði nám í The Commedia School á Austurbrú í tvö ár, en þar er lögð áhersla á líkamlegar leikhúslistir, svo sem trúðaleik, látbragð og fimleika. Fljótlega eftir að hann lauk námi fluttist Ársæll aftur heim til Íslands og fékk strax hlutverk í vestfirsku fjölskyldumyndinni Vaxandi tungl í leikstjórn Lýðs Árnasonar. Í kjölfarið hófst samstarf Ársæls við Kómedíuleikhúsið með þátttöku hans í leikritinu Síðustu dagar Sveins Skotta sem var samstarfsverkefni Kómedíuleikhússins og Lýðveldisleikhússins. Síðan hefur

LIST Á VESTFJÖRÐUM 9

Ársæls var ljós öllum sem þekktu hann sem barn. Hann var lítið fyrir boltasparkið eða aðra algenga leiki drengja, en vildi frekar lesa eða setja upp leikþætti. Frá því að hann var níu ára gamall var hann staðráðinn í að leggja leiklistina fyrir sig. Tækifærin á æskustöðvunum á Tálknafirði voru ekki mörg; árshátíðarskemmtanir grunnskólans og síðan ekki söguna meir. Eitt árið reyndi Ársæll að fá leigðan bílskúr í plássinu sem hann hugðist breyta í leikhús. Þegar samningaviðræður sigldu í strand fékk hann lánaðan tjaldvagn afa síns og setti þar upp nokkra leikþætti. Ættingjar og vinir höfðu frían aðgang og því var innkoman engin.

Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt í Norðurpólnum í október

Ársæll tekið þátt í fjölda sýninga Kómedíuleikhússins, bæði sem leikari og leikstjóri, auk þess að hafa kennt börnum og unglingum í Leiklistarskóla Kómedíuleikhússins. Fyrr á þessu ári tók Ársæll þátt í stofnun Kvikmyndafélagsins Glámu sem er um þessar mundir að leggja lokahönd á sína aðra stuttmynd, Kuml. Ársæll leikstýrir þeirri mynd, auk þess að leika þar lítið hlutverk og vera á meðal handritshöfunda. Í vor skrifaði Ársæll, ásamt Elfari Loga Hannessyni Kómedíuleikhússtjóra, einleikinn Ljósvíkingur – Skáldið á Þröm. Verkið byggir á dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar, en hann var alþýðuskáld og flökkumaður á Vestfjörðum um þar síðustu aldamót. Saga Magnúsar varð Halldóri Laxness mikill innblástur við skriftir

á bókinni Heimsljós. Ársæll fer með hlutverk Magnúsar í sýningunni en Elfar Logi leikstýrði. Sýningin var sýnd á Suðureyri í vor og sumar við gríðargóðar undirtektir og kemur hún fyrir sjónir höfuðborgarbúa í október, þegar Ársæll og Magnús verða á fjölum Norðurpólsins á Seltjarnarnesi. Þá má telja nokkuð öruggt að Ársæll komi enn frekar fyrir sjónir almennings á næstu misserum. Meðal verkefna sem hann tekur þátt í á næstunni eru þættirnir Ferðalok sem Vesturport framleiðir og sýndir verða á RÚV í lok árs. Ársæll, sem er 29 ára gamall, er um þessar mundir búsettur á Suðureyri ásamt konu sinni, Auði Birnu, og sonum þeirra tveimur. Þar starfar hann sem hótelstjóri meðfram leiklistinni.


Mörg járn í eldinum

D

LIST Á VESTFJÖRÐUM 10

agný Arnalds hefur verið búsett á

Flateyri frá árinu 2009, en hún er borin og barnfædd í Reykjavík. Þar stundaði hún píanónám frá unga aldri og lærði líka söng, enda úr afar tónelskri fjölskyldu. „Það var alltaf mikið sungið og spilað heima og það lá beint við að við systurnar lærðum á hljóðfæri,“ segir Dagný. Hún útskrifaðist af tónlistar- og nýmálabraut Menntaskólans við Hamrahlíð og stundaði því næst nám við píanókennaradeild Tón­listarskólans í Reykjavík. Hún lauk píanókennara­ prófi þaðan vorið 2002 en lagði jafnframt stund á söngnám við skólann. Dagný bjó í Frakklandi um hríð og stundaði þar tónlistarnám hjá Jacques Chapuis píanóleikara. Hún hefur numið lönd víðar en svo, því áður en hún fluttist til Vestfjarða starfaði hún sem píanókennari við Iniciativas Musi­cales tónlistarskólann í Granada á Spáni. „Það var ótrúlega hvetjandi og hressandi reynsla,“ segir Dagný, en það hafði verið langþráður draumur hennar að flytjast til Granada. „Þetta er svo

yndislegur staður og umhverfið svo fallegt og fjölbreytilegt. Í skólanum kynntist ég líka ólíkum kennslu­ aðferðum og hugmyndum og svo var frábært að kynnast fólki sem spilar tónlist sem er manni framandi, eins og flamenco,“ segir hún. Dagný hefur ýmis járn í eldinum þessa dagana. Hún er píanókennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar, organisti í Önundarfirði og á Suðureyri og er jafnframt stjórnandi Sunnukórsins á Ísafirði. „Kórinn er í rauninni alveg ótrúlegt hljóðfæri. Mannsröddin er svo stórkostleg og blæbrigðarík og söngur gerir öllum gott. Mér finnst hlutirnir oft falla í réttar skorður innra með mér ef ég syng aðeins. Maður getur ekki sungið og verið úrillur á sama tíma,“ segir Dagný. Undanfarin þrjú ár hefur Dagný stýrt tónlistarhátíðinni Við Djúpið ásamt Greipi Gíslasyni. „Það er alltaf gaman að koma að hátíðinni og ég er mjög ánægð með hvernig hún hefur þróast,“ segir hún. Hátíðin var upphaflega stofnuð með það að markmiði að gefa

ungum og upprennandi tónlistar­ mönnum tækifæri til þess að sækja námskeið hjá framúrskarandi tónlistarfólki og komu þátttakendur einnig fram á tónleikum. Þetta hefur alltaf verið útgangspunktur hátíðarinnar sem allt annað spinnst í kringum, en í áranna rás hafa bæst við ýmis verkefni og dagskrárliðir, nú síðast tónleikaröðin Söngvaskáld, sem Skúli mennski hefur umsjón með. Um þessar mundir leggur Dagný drög að tónlistarþætti sýningar Kómedíuleikhússins á verki um Sigvalda Kaldalóns, en það verður frumsýnt eftir áramót. „Ég hlakka mikið til að taka þátt í því verkefni, enda þykir mér svo óendanlega vænt um mörg laganna hans Sigvalda. Árin hans í Kaldalóni fela líka í sér mjög merkilega sögu og það verður gaman að kynna sér hana frekar,“ segir Dagný.

Súðavíkurhreppur

Kaldrananeshreppur


D

agný Þrastardóttir hefur tekið

virkan þátt í ísfirsku listalífi árum saman, bæði sem lista­ maður og eigandi Rammagerðar Ísafjarðar. Dagný er menntaður húsgagnasmiður og starfaði á árunum eftir útskrift við innréttingasmíði á verk­stæðum bæði í Reykjavík og á Ísafirði, auk þess að vinna ýmis önnur störf. Dagný festi kaup á Ramma­ gerðinni fyrir rúmum 20 árum og hefur verslunin vaxið og dafnað síðan. „Í minni eigu hefur Rammagerð Ísa­fjarðar verið á ýmsum stöðum í bænum, ég held ég hafi flutt hana níu sinnum. Ég var komin upp úr kjöll­urum og háaloftum árið 1995 og flutti með hana í Mánagötu 6. Þar var pláss fyrir verslun svo ég ákvað að freista gæfunnar með gallerí. Það gekk ekkert rosalega vel í byrjun að fá „alvöru“ listamenn til að selja hjá mér en með góðra manna hjálp fór boltinn að rúlla. Fyrst var ég með verk eftir um fjörutíu listamenn víðs vegar af landinu í um­boðs­sölu og með tímanum fór traustið vaxandi og fleiri bættust í hópinn,“ útskýrir Dagný. Starfsemin fluttist í núverandi húsnæði sitt að Aðalstræti árið 1997. Árið 2008 var fjöldi listamanna orðinn rúmlega 90.

Á svipuðum tíma og Dagný opnaði verslunina kynntist hún glerlistinni á námskeiði sem Ólöf Davíðsdóttir hélt á Ísafirði í samstarfi við Tiffany’s. „Þar lærði ég að skera niður listgler og tina það saman. Ég man að ég gerði jóla­svein og var svakalega stolt. Ég set hann enn í eldhúsgluggann á aðvent­unni. Snemma árs 1995 fór ég suður á annað námskeið í listglerjun og eftir það var ekki aftur snúið – ég keypti mér allar græjurnar og hellti mér í glerið. Á þessum tíma var ég með Ramma­gerðina í nokkuð rúmgóðu húsnæði í skipasmíðastöðinni. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja og þar blómstraði sköpunargleðin,“ segir Dagný. Í framhaldinu sótti hún fleiri námskeið og kynnti sér aðrar hliðar glerlistar­innar, svo sem glerbræðslu og vinnu með steint gler. Eftir að hafa setið námskeið í gler­bræðslu árið 1996 bættist gler­ bræðslu­­ofn í tækjakostinn á vinnustofu Dagnýjar á Ísafirði, sem varð þar með fullbúin til bræðslu og ýmiss konar vinnslu á gleri og speglum. Fjórum árum síðar festi hún kaup á stærri ofni, sem jók framleiðslu­mögu­leikana til muna. Dagný hefur sjálf haldið utan til að

mennta sig frekar í greininni; farið í sjálfsnámsferðir og sótt námskeið. Hún stundaði auk þess nám við Lista­há­ skólann í Edinborg á árunum 20052006. Dagný hefur jafnframt stuðlað að því að fá erlenda listamenn til Ísafjarðar, þar sem þeir hafa staðið fyrir nám­ skeiðum í samvinnu við Rammagerðina. Nytjalistin hefur alltaf heillað Dagnýju, sem hún segir eflaust mega rekja til þess að hún er handverksmenntuð. Hún hefur einnig sótt innblástur í önnur áhugamál sín, s.s. tónlist og söng. Tónlistaverkin hennar, gler­listaverk með nótum þekktra tón­listarverka, hafa vakið athygli bæði heima og erlendis. Um tilurð þeirra segir Dagný: „Mér hafa alltaf fundist nótur heillandi. Að geta lesið laglínur með uppröðuðum táknum, upphækk­unum og fermötum er alveg óskiljan­legt, en samt svo rökrétt og fallegt.“ Verk Dagnýjar hafa verið sýnd á samsýningum um land allt, í Skotlandi og Wales, en hún hefur þar að auki haldið fjölda einkasýninga, síðast sýninguna Tónar í gleri í Edinborgar­ húsinu árið 2008 og samsýninguna Þræðir á menningarnótt í Reykjavík 2009.

Tónlistaverk Dagnýjar hafa vakið mikla athygli

LIST Á VESTFJÖRÐUM 11

Sköpunargleðin blómstrar í gleri


Eftirminnilegur listviðburður

H

LIST Á VESTFJÖRÐUM 12

ljómþýð rödd tónlistarmannsins

Jóns Kr. Ólafssonar hefur glatt Íslendinga í áraraðir. Jón Kr. er fæddur og uppalinn á Bíldudal og steig sín fyrstu skref sem söngvari í kirkjunni á Bíldudal, undir handleiðslu sóknarprestsins séra Jóns Kr. Ísfeld. Jón sinnti í framhaldinu kórstarfi af alúð og ötulleik áratugum saman, eða allt fram undir aldamótin síðustu. Árið 1962 gekk Jón til liðs við hljóm­ sveitina Facon, sem hann starfaði með í ein sjö ár. Lag þeirra, Ég er frjáls, sló í gegn og nýtur enn mikilla vinsælda. Eftir að Jón Kr. sagði skilið við Facon fór hann til Reykjavíkur, þar sem hann kom fram á betri skemmtistöðum

Margmenni naut tónleikanna Sól signdu mín spor

Stórsöngvararnir Jón Kr. Ólafsson og Ragnar Bjarnason syngja saman á Bíldudal

borgarinnar, svo sem Hótel Borg og Hótel Sögu, og skemmti landsmönnum um nokkurra ára skeið. Árið 1983 gáfu SG-hljómplötur út einsöngsplötu Jóns, Ljúfþýtt lag, en þar syngur hann kunn íslensk einsöngslög. Jón hefur sjálfur gefið út diskana Kvöldkyrrð, frá árinu 1997, og Haustlauf, sem út kom árið 2003, auk þess að syngja inn á safnplötur.

Á löngum söngferli sínum kom Jón fram með, og kynntist náið, helstu stórsöngvurum þjóðarinnar. Á safninu Melódíur minninganna, sem hann rekur í húsi sínu á Bíldudal, heldur hann minningu þeirra og anda gullaldar íslenskrar tónlistar á lofti. Í tengslum við safnið hefur Jón líka staðið fyrir listviðburðum á Bíldudal. Hann minnist eins þeirra sérstaklega.

„Í júní 2011 var blásið til listviðburðar hér á lóðinni og munu hafa verið um 300 manns á þeim tónleikum, sem höfðu yfirskriftina Sól signdu mín spor. Hingað kom til Bíldudals með einkaflugvél hinn frábæri söngvari Ragnar Bjarnason og þegar allir tónlistarmennirnir höfðu stillt saman strengi sína, sem var gert á hálftíma, var allt sett á fullt. Ég er alveg viss um að þetta hefur ekki skeð hér á staðnum síðan á árunum 1951-1954, þegar hér voru mikil hátíðahöld. Sá sem þá stóð fyrir allri tónlist var einmitt faðir Ragga, Bjarni Böðvarsson hljómsveitarstjóri frá Hrafnseyri hér í Arnarfirði,“ segir Jón Kr. Ólafsson. Safn hans, til húsa að Reynimel á Bíldudal, er opið eftir samkomulagi yfir vetrartímann og hvetur Jón áhugasama til að hafa samband.


LIST Á VESTFJÖRÐUM 13

Atvinnuleikhús Vestfjarða

K

ómedíuleikhúsið er fyrsta

atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997 og er því 15 ára í ár. Leikhúsið hefur sett á svið fjölmörg og fjölbreytt leikverk sem eiga það flest eitt sameiginlegt að tengjast Vestfjörðum á einn eða annan hátt. Stofnandi Kómedíuleikhússins er Elfar Logi Hannesson, leikari, en kveikja þess var að hans sögn ástand sem flestir atvinnuleikarar þjóðarinnar ættu að kannast við: atvinnuleysi. „Mig vantaði vinnu og þurfti að láta vita af mér, svo ég stofnaði bara leikhús sjálfur. Saman höfum við svo þróast. Um aldamótin breyttist allt því þá flutti Kómedían vestur og þá fyrst byrjaði ævintýrið. Kómedían fékk fætur, þó það hafi tekið tíma að ná að ganga veg listarinnar, en fljótlega varð stefnan klár. Við skyldum einbeita okkur að einleikjalistinni og vinna úr okkar eigin sagnaarfi. Vestfirskur sagnabrunnur er stór og mikill og sífellt bætist í flóruna, svo verkefnaskortur ætti ekki að þurfa að hrjá okkur,“ segir Elfar Logi. Sú hugmynd Elfars Loga að flytja Kómedíuleikhúsið vestur á firði hlaut ekki alls staðar góðan hljómgrunn. „Það þótti náttúrulega helber vitleysa. En ég er þrjóskur og þá sérlega ef einhverjum líst ekki á mínar hugmyndir og pælingar. Þá finnst mér enn meira spennandi að sanna og sýna að hug­ myndin sé ekki alvitlaus. Vissulega hefur þetta verið mikill darraðardans. Kómedíuleikhúsið er jú fyrsta atvinnu­leikhús Vestfjarða og annað

Úr jólaleikritinu Bjálfansbarnið og bræður hans

tveggja utan höfuðborgarsvæðisins. Hinsvegar hafa Vestfirðingar allir, ekki bara þeir sem eiga hér lögheimili í dag, sýnt leikhúsinu mikinn áhuga. Ísafjarðarbær hefur lagt leikhúsinu lið með rausnarlegum hætti allt frá upphafi og Menningarráð Vestfjarða hefur líka stutt vel við bakið á okkur. Hinsvegar eru það mikil vonbrigði að Menntamálaráðuneyti þjóðarinnar hefur ekki sýnt leikhúsinu nokkurn áhuga. Þar á bæ virðist hvorki vera skilningur né áhugi á að efla atvinnulistir á landsbyggðinni. Nokkrir menntamálaráðherrar hafa setið síðan Kómedíuleikhúsið tók til starfa en stefna þeirra virðist öll vera sú sama þó flokkarnir séu misjafnir,“ segir hann. Leikárið 2012 – 2013 verður ævintýralegt og alvestfirskt að vanda, en fyrsta frumsýning leikársins er

ævintýraleikritið Búkolla – Ævin­ týraheimur Muggs. Þar er á ferðinni bráðfjörugt leikverk fyrir yngstu kyn­ slóðina þar sem í aðalhlutverki verða ævintýrin sem bílddælski listamaðurinn Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, túlkaði í verkum sínum. Á sínum stutta en gjöfula listamannsferli skapaði Muggur fjölda mynda við þjóðsögur og ævintýri sem í hugum margra eru nú tengdar sögunum órofa böndum. Öllum íslensku þjóðsögunum sem Muggur myndskreytti verður safnað saman og þær túlkaðar með töfrum leikhússins. Leikmyndin verður sannkölluð ævintýraveröld Muggs, samansett úr þjóðsagnamyndum hans. Leikhúsgestir fá þannig tækifæri til að skyggnast inn í ævintýralega sál listamannsins. Seinni frumsýning leikársins nefnist


LIST Á VESTFJÖRÐUM 14

Sigvaldi Kaldalóns. Doktorinn og tónskáldið ástsæla sem kenndi sig við Kaldalón starfaði sem læknir í einu afskekktasta læknishéraði landsins og víst var lífsbaráttan hörð. Þrátt fyrir það urðu helstu perlur tónskáldsins til á þessum tíma. Í leikverkinu fáum við að kynnast þessum einstaka tíma Sigvalda. Leikari túlkar tónskáldið en honum til fulltingis verður tónlistarmaður sem mun flytja Kaldalónslög Sigvalda.

Verkið Sigvaldi Kaldalóns er seinni frumsýning leikársins

Frá aldamótum hefur Kómedíu­leik­ húsið einbeitt sér að einleikjum sem margir hverjir hafa vakið athygli bæði á heimavelli sem og erlendis. Alls hefur leikhúsið frumsýnt hátt í 30 verk. Fyrsti einleikurinn var Leikur án orða eftir Samuel Beckett, en eftir það hafa allir leikirnir komið úr smiðju Kómedíuleikhússins. Þar á meðal eru einleikirnir Steinn Steinarr frá árinu 2003, verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson frá 2005, Dimmalimm, frá 2006, Jón Sigurðsson - strákur að vestan sem frumsýnt var á afmælisári forsetans

2011, og Náströnd – Skáldið á Þröm sem frumsýnt var nú á árinu 2012. Kómedíuleikhúsið hefur þó einnig sýnt tvíleiki. Má þar nefna ljóðaleikina Ég bið að heilsa frá árinu 2007, Búlúlala – Öldin hans Steins frá 2008 og Þorpið frá árinu 2009. Viðamesta uppfærsla Kómedíuleikhússins er án nokkurs vafa Síðasti dagur Sveins skotta frá árinu 2010. Kómedíuleikhúsið hefur einnig haslað sér völl á hinum íslenska hljóðbókamarkaði. Alls hafa verið gefnar út níu hljóðbækur sem allar eru sóttar í hinn þjóðlega sagnaarf Íslands, enda nefnist útgáfuröðin Þjóðlegar hljóðbækur. Leikhúsið mun halda áfram að gefa út Þjóðlegar hljóðbækur á leikárinu en rétt er að geta þess að hljóðbækurnar fást í verslunum um land allt. Nánari upplýsingar um Kómedíuleikhúsið er að finna á slóðinni komedia.is.


LIST Á VESTFJÖRÐUM 15

Finnur efnivið í fjörunni

H

andverkskonan og skartgripa­

hönnuðurinn Kristín Þórunn Helgadóttir hefur að eigin sögn alltaf verið mikið náttúrubarn. Kristín er frá Alviðru í Dýrafirði, dóttir hjónanna Helga Árnasonar og Jónu Bjarkar Kristjánsdóttur. Þó að henni hafi alltaf þótt gaman að teikna höfðaði handa­ vinna lítið til Kristínar sem barns, og þá sérstaklega ekki þegar henni var gert að fylgja uppskriftum í skólastofu. „Ég hef hins vegar alltaf verið hrifin af fjörunni. Sjórinn var alltaf að færa það að landi sem mér fannst vera gull. Ég var svo heilluð af fjölbreytileikanum í fjörunni; þar voru kuðungar, skeljar, rekaviður og svo þarinn. Allt er þetta fullkomin hönnun frá náttúrunnar hendi og litirnir líka,“ segir Kristín Þórunn. Kristín fór fyrst að höggva út í rekavið árið 1990, en hún sótti í framhaldinu námskeið í fínlegri útskurði hjá Bjarna Þór Kristjánssyni og síðar hjá Stefáni Hauki Erlingssyni. Kristín segir reka­viðinn einstaklega skemmtilegan efnivið, enda hafi hann á stundum sjálfstæðan vilja – það komi alls ekki alltaf úr drumbnum sem lagt var upp með. „Ég hef svo alltaf dáðst að þaranum. Mér fannst hann svo fallegur og ég var alltaf að hugsa um hvað væri hægt að gera úr honum þannig að hann héldi sínu náttúrulega útliti sem mest,“ segir Kristín. Upphafið að Fjöruperlum, skartgripalínu Kristínar, sem hún vinnur úr þurrkuðu klóþangi, var

Fjöruperlur eru gerðar úr þurrkuðu klóþangi

hálsmen sem hún gerði úr stakri þarakúlu fyrir sjálfa sig. Meninu skartaði hún oft og víða. Það var við eitt slíkt tækifæri sem grunnurinn að framleiðslu hennar í dag var lagður. Eftir að hafa setið til borðs með George Hollanders, eiganda leikfanga­ smiðjunnar Stubbs í Eyjafirði, í veislu á Akureyri þáði Kristín boð hans um að skoða vinnustofu hans í Eyjafirði. Hálsmenið góða vakti þar athygli George og konu hans, sem bentu Kristínu á að þar hefði hún í höndunum afar góða hugmynd. Hún sótti í kjölfarið um þátttöku á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2010, þar sem hún

sýndi skartið fyrst undir nafninu Fjöruperlur. Kristín sýndi næst á Handverkshátíðinni Hrafnagili og hefur síðan framleitt klóþangsskartið af krafti. „Vinnsluferlið er hins vegar seinlegt. Það þarf að þurrka þangið á vissan hátt og svo er mikil vinna að pússa það. Ég hef því ekki annað meiru en að hanna fyrir þessar stóru sýningar,“ segir Kristín. Fjöruperlur eru til sölu í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði og á Hótel Sandafelli á Þingeyri yfir sumartímann. Heimasíðan fjoruperlur.is er í vinnslu, en þar verður hægt að fræðast nánar um gripina.


LIST Á VESTFJÖRÐUM 16

Í leiktjöldum náttúrunnar

M

arsibil G. Kristjánsdóttir er einn

margra starfandi listamanna á Vestfjörðum. Henni þykir starfsumhverfið með eindæmum gott, enda sjái leiktjöld náttúrunnar skapandi huga sífellt fyrir nýjum efnivið. Síbreytileg leiktjöldin kveikja hugmyndir sem enda sem listaverk á striga Marsibil. Marsbil hefur haldið fjölmargar myndlistarsýningar um land allt, en hún hefur að miklu leyti sótt efnivið sinn í vestfirska sögu, byggingar og náttúru. Margar sýninga hennar hafa vakið athygli og umtal. Þar má nefna sýninguna Kirkjur á Vestfjörðum, þar sem Marsibil gerði kirkjubyggingum víðsvegar um Vestfirði skil í dúkristum. Sýningin fór víða um Vestfirðina og er í raun enn á ferð sinni um fjórðunginn.

Frá sýningunni Ein stök hús

Íslendingasögurnar hafa reynst mörgum listamönnum uppspretta innblásturs og fyrir nokkrum árum varð ein sú vinsælasta þeirra, Gísla saga Súrssonar, kveikja að sýningu Marsibil. Hún tók þá fyrir fleygar

Olíumálverk eftir Marsibil

setningar úr sögunni og túlkaði þær yfir á myndflötinn. Nú síðast gerði Marsibil myndir við ljóð nokkurra vestfirskra skálda, s.s. Steingerðar Guðmundsdóttur, Steins Steinarrs og Jóns úr Vör. Sýning á þeim verkum var opnuð í Bræðraborg á Ísafirði en flutti eftir það á Ljóðasetur Íslands. Næsti áfangastaður sýningarinnar er enn óráðinn. Síðast en ekki síst er rétt að geta sýningarinnar Ein stök hús. Hana vann Marsibil í samstarfi við ljósmyndarann Jóhannes Frank Jóhannesson, en þema samstarfsins var eyðibýli á Vestfjörðum. Lagði Marsibil til teikningar en Jóhannes ljósmyndir. Auk þess að sinna myndlistinni hefur Marsibil starfað mikið í leikhúsinu, aðallega fyrir Kómedíuleikhúsið. Hún hefur hannað fjölda leikmynda og búninga fyrir verk á borð við Gísla Súrsson, Auðun og ísbjörninn, Bjálfansbarnið og bræður hans, The Poet Comes Home og Dimmalimm. Einnig hefur hún leikstýrt nokkrum sýningum fyrir Kómedíuleikhúsið.


N

ína Ivanova á heima á Vest­

fjörðum, þar sem sjórinn er nálægur og skýin svífa yfir Snæfjallaströnd. Þannig var það ekki alltaf, því Nína er fædd og uppalin í Moskvu í Rússlandi, elst fimm systkina. Umhverfi Nínu var heimur tungumál­ sins. Allt var sett í orð og rætt fram og til baka. Það gaf ekki alltaf svör. Nína komst að því að mynd getur sagt það sem orð geta bara reynt að lýsa. Hún helgaði sig því myndlistinni. Í Moskvu fór Nína í textílháskóla. Snemma fór hún að vinna sjálfstætt að list sinni og fór í sýningarferðir til Vesturlanda þegar járntjaldið gliðnaði. Þar bætti hún við sig myndlistarnámi,

nánar tiltekið í Hannover í Þýskalandi og í Reykjavík á Íslandi, og getur nú flaggað löggildum BA-pappírum. Starfsferill Nínu hófst hins vegar löngu áður en námi lauk og hún hefur bæði haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Verk hennar eru inn­­setningar, hugmyndaverk, skúlp­ túrar, hlutir; ýmist áþreifanleg eða óáþreifanleg verk. Enda segir Nína að tæknin og efniviðurinn sé ekki það sem máli skiptir, heldur sé það hugsunin sem koma þarf á framfæri sem ákveði hvaða efni og aðferð verði fyrir valinu. „Verk er alltaf svar við spurningum. Það skiptir máli að spyrja rétt,“ segir hún. Eftir áratuga nám og starf í myndlist nýtur Nína þess að leika sér með hugmyndir. Efniviðurinn er allt um

Löðmundur á Landmannaafrétti

kring. Þegar hún uppgötvaði heim tölvunnar jukust möguleikarnir til mikilla muna. Auk þess að vera botn­laus brunnur efniviðar og möguleika fyrir skapandi eðli Nínu, reynist tölvan henni einnig notadrjúgt atvinnutæki. Lifibrauð sitt hefur Nína af grafískri hönnun, heimasíðugerð og hönnun og umbroti bóka. Þetta starf kallar á sífellt fagurfræðilegt mat, stöðugt nám og skapandi hugsun. Bilið á milli hinnar frjálsu, sjálfsprottnu myndlistar Nínu og verkefnanna sem hún tekur að sér fyrir aðra er enda stundum ansi mjótt.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 17

Að spyrja rétt


Eins og að byggja hús

T

LIST Á VESTFJÖRÐUM 18

ónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson hefur

komið víða við á ferli sínum. Hann lauk einleikara- og kennaraprófi í gítarleik frá Tónskóla Sigur­sveins D Krist­ inssonar árið 1989 og stundaði því næst framhaldsnám í klassískum gítar­leik við Tónlistarháskólann í Malmö í Svíþjóð. Hann stundaði jafn­framt nám við tónvísindadeild Lundarháskóla og lauk þaðan phil.kand. prófi árið 1993. Auk þess hefur Rúnar lokið mastersprófi í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Í dag starfar hann sem gítar­kennari samhliða öðrum verk­efnum. Fyrstu skref sín á tónlistar­ brautinni tók hann hins vegar sem rafmagnsgítar­leikari í rokkhljóm­sveit­ um, hverra Grafík er einna þekktust. „Ég var við það að hætta spilamennsku þegar Grafík kom til sögunnar. Það var mjög skemmtilegt tímabil og ég nærist ennþá á sköpunarþörfinni sem kviknaði á þessum tíma. Það sem skipti mestu máli fyrir mig var að við fluttum eigið efni og sáum lögin verða til, útsett og gefin út á plötu. Þannig fær maður útrás fyrir sköpunarþörfina og það er sköpun umfram öpun sem heldur mér ennþá við efnið,“ segir Rúnar. Samhliða Grafíkinni stundaði Rúnar klassískt gítarnám. „Rokkið dugði mér ekki að fullu og ég vildi ná meiri árangri á hljóðfærið. Klassíkin tók svo yfir um langa hríð, en það hefur verið frábært að geta unnið við fjölbreytt tónlistar­ verkefni,“ segir Rúnar. Hann hefur leikið á hinum ýmsu tónleikum og tónlistarhátíðum; Myrkum músik­ dögum, Iceland Airwaves og Listahátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Norrock í Danmörku og Nordischer Klang í Þýskalandi, svo dæmi séu nefnd. Rúnar hefur jafnframt

leikið í útvarpi, sjónvarpi og inn á geisladiska með Kammersveit Reykjavíkur, gítardúettinum Duo de mano og Grafík, svo dæmi séu nefnd. Rúnar nýtir þennan tvíþætta bakgrunn sinn á margvíslegan hátt. Á síðustu árum hefur rokkið aftur látið til sín taka, ekki síst á sólóplötum hans. Árið 2005 kom út diskurinn Ósögð orð og ekkert meir og árið 2010 diskurinn Fall, með lögum og textum eftir Rúnar. Hann hefur einnig samið og flutt tón­list fyrir leikhús og gert útsetningar fyrir strengi og blásturshljóðfæri fyrir aðra tónlistarmenn. Rúnar vinnur nú að þriðju sólóplötu sinni, en á henni verður sem fyrr að finna lög og texta eftir hann. Lögin eru öll samin sumarið 2011 en fínpússuð á liðnum vetri. „Í sumar fór ég svo ásamt Arnari Þór Gíslasyni trommuleikara og tengdasyni mínum og Guðna Finnssyni bassa­ leikara í Sigurrósarstúdíóið Sund­ laugina að taka upp grunna að lögum. Nú er ég að vinna þetta áfram og útsetja,“ segir Rúnar.

Hann segir lagasmíðar sínar vaxa fram á svipaðan hátt hverju sinni. „Þetta eru svona lítil frjókorn til að byrja með, ein lítil hugmynd sem verður síðar að lagi. Kannski eru þau bara eitthvert þrástef á gítarinn í upphafi. Svo bý ég eitthvað til í kringum það og þetta vex einhvern veginn. Yfirleitt enda ég svo á því að búa til sungnu laglínuna. L­ag­a­smíð er svona eins og að byggja hús. Fyrst kemur grunnur og svo verður húsið til smám saman. Textinn kemur oftast síðast, eins og innrétt­ingarnar. Það getur verið gríðarlega erfitt að semja texta, en ég legg samt mikla áherslu á þá, því textar og kon­sept skipta mig miklu máli. Þeir eiga og verða að endurspegla hugsun manns og líf einhvern veginn,“ segir hann.

Grafík á Aldrei fór ég suður 2011


Þræðir saman sögur

Sarah nam síðar mannfræði og varð ástríðuferðalangur og ljósmyndari. Hún lagði í framhaldinu stund á meistara­ nám í etnógrafískri kvikmyndagerð. Sarah hefur sýnt verk sín í Bretlandi og Kenýa og kvikmyndir hennar hafa verið sýndar á hátíðum um allan heim, þar á meðal á RIFF og á vestfirsku heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg. Ein þeirra kvikmyndahátíða sem hún hefur sótt heim með verk sín var haldin á Ísafirði, og þar hófst saga Söruh á Íslandi. Þeirri sögu er hvergi nærri lokið, en hún hefur hingað til meðal

LIST Á VESTFJÖRÐUM 19

ferðast víða á lífsferli sínum; allt frá miðbaug og að norðurheim­ skautsbaugi. Sarah er fædd í Englandi en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kenýa þegar hún var ellefu ára gömul. Þar óx hún úr grasi og kynntist þannig strax á unglingsárum fjölbreytileika lífsins og hversu margar mismunandi sögur það hefur upp á að bjóða þeim sem gefur þeim gaum.

annars getið af sér hús í Hnífsdal og eiginmann. Sarah hefur lengi heillast af sköpunar­ gáfu fólks sem býr við lítil lífsgæði, jafnvel við erfiðar aðstæður, en sem lifir í nánum tengslum við umhverfi sitt. Í nýjum heimkynnum sínum á Íslandi hefur hún haldið áfram að láta heillast af og safna sögum af fólki sem býr og starfar í sátt og samlyndi við náttúruna – nokkuð sem að mati Söruh er afar mikilvægt atriði á tímum hraðra og mikilla breytinga á heimsvísu. Auk þess að sinna sjónlistinni hannar Sarah skartgripi. Innblástur að hönnun þeirra og litavali sækir hún í alla þá staði sem hún hefur ferðast til og nærumhverfi sitt. Hún safnar perlum af öllum gerðum á ferðalögum sínum og því á hver perla sér sína sögu. „Í mínum huga er skartgripagerð ekki ósvipuð kvikmyndagerðinni. Hvor um sig felur í sér ferli þar sem maður þræðir saman sögur og liti til að búa til heildarverk. Það mun svo óhjá­kvæmi­lega hafa mismunandi merkingu fyrir hvern

Efnivið í skartgripina sækir Sarah um allan heim

áhorfanda eða notanda,“ segir hún. Sarah deilir nú tíma sínum á milli Hnífsdals og Bretlands. Hún selur skartgripi sína og ljósmyndir á hand­ verksmörkuðum og heiman frá sér í Hnífsdal og tekur að sér verkefni eftir pöntun. Hún tekur jafnframt að sér ýmis verkefni innan heimildar­mynda­ gerðar. Hafa má samband á netfangið sunthimoksha@yahoo.co.uk.

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, útibússtjóri á Ísafirði, hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnunfyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

ENNEMM / SÍA / NM53219

S

jónlistakonan Sarah Thomas hefur


LIST Á VESTFJÖRÐUM 20

Tekur tónlistina upp sjálfur

Þ

orsteinn Haukur Þorsteinsson hefur

verið búsettur í Súðavík í rúm átta ár, en þangað fluttist hann eftir að hafa starfað hjá Toll­ gæslunni í Reykjavík um árabil. Þar vann hann meðal annars að for­­varna- og fíkniefnafræðslu. Þor­ steinn Haukur fór víða í forvarnarstarfi sínu. Í fimm ár ferðaðist hann um landið ásamt fíkniefnahundinum Bassa og sinnti forvörnum meðal unglinga. Undanfarin ár hefur hann haldið slíkri fræðslu áfram á Vestfjörðum. Innan listalífsins er Þorsteinn Haukur hins vegar betur þekktur sem tónlistar­ maðurinn Skundi litli. Skundi litli hefur unnið að tónlist í einni eða annarri mynd í heilan aldar­­fjórðung. Á árum áður fékk sköpunarþörf hans útrás innan kirkj­ unnar, en hann tók virkan þátt í starfi hennar sem tónlistarmaður. Eftir margra ára starf innan kirkjunnar ákvað Skundi litli að ráðast í útgáfu síns fyrsta tónlistardisks. Hann fékk nafnið Lofgjörð til þín og kom út sumarið 2008.

Gisting Áslaugar Faktorshúsið í Hæstakaupstað Sími: 899-0742 netfang: gistias@snerpa.is

Diskinn vann Skundi litli í sam­starfi við Gospelkór Vestfjarða. Hann hefur haldið nánum tengslum við kórinn allar götur síðan, en félagar úr kórnum hafa til að mynda verið áberandi sem bakraddasöngvarar á tónleikum hans. Útgáfunni fylgdi Skundi litli eftir með tónleikaferð um landið, þar sem hann kom fram á fjórtán tónleikum á sex dögum. Árið 2010 gaf tónlistar­ maðurinn svo út tveggja diska sett, sem samanstendur af slökunardiskunum Stundin mín og Góða nótt. Þriðji diskur Skunda litla, Ljósberi, leit dagsins ljós í ágúst á þessu ári. Þar gætir öllu poppaðri áhrifa en á fyrri diskum tónlistarmannsins, sem kallar hann sjálfur rokk- og ballöðudisk. Platan er unnin í samstarfi við eigin­ konu Skunda litla, Lilju Kjartans­ dóttur, sem semur alla texta á henni, en þau hjón vinna gjarnan saman á þennan hátt. Fjölmargir aðrir lögðu hönd á plóginn við vinnslu plötunnar og syngja félagar úr Gospelkór Vestfjarða til að mynda bakraddir á disknum. Ljósberi er

Fyrsti diskur Skunda litla kom út árið 2008

önnur platan sem Skundi litli tekur að öllu leyti upp sjálfur í hljóðveri sínu, Stúdíó Rekavík. Í fríðum hópi annars samstarfsfólks á plötunni eru meðal annars þau Eggert og Michelle Nielson, en Skundi litli og Lilja mynda ásamt þeim einnig hljómsveitina Frá Súðavík. Formlegir útgáfutónleikar vegna útgáfu Ljósbera verða haldnir á Ísafirði seinnipartinn í október og verða þeir nánar auglýstir síðar.


S

ólveig Sigríður Magnúsdóttir er fædd og

uppalin í Reykjavík, en hefur varið bróðurparti ævi sinnar á Vestfjörðum. Árið 1973 fluttist hún til Suðureyrar við Súgandafjörð, þar sem hún dvaldist í tæpt ár. Í maí 1974 flutti Sólveig til Patreksfjarðar, þar sem hún var síðan búsett í ein 34 ár. Síðustu þrjú árin hefur hún hins vegar búið á Reykhólum. Sólveig á fjögur uppkomin börn og fimm barnabörn. Hún er menntaður sjúkraliði, nuddari og svæðanuddari og hefur unnið sem sjúkraliði og nú síðast sem matráður á dvalarheimilinu Barmahlíð. Sólveig heillaðist ung af heimi skáld­ skaparins. „Ég byrjaði mjög ung að lesa ljóðabækur. Fljótlega fór ég að setja saman vísur og búa til ljóð og skrifa litlar sögur. Uppáhalds ljóðskáldin mín voru og eru enn Steinn Steinarr, Davíð Stefánsson og Jón úr Vör,“ segir Sólveig. Hún gaf út sína fyrstu ljóðabók 1. október 2010. Hún hefur nú skrifað aðra ljóðabók og er að leggja lokahönd á barnabók sem stefnt er á að komi út um jólin. Sólveig hefur jafnframt skrifað tvö stutt leikrit sem sett hafa verið upp á Reykhólum, en vinnur nú að handriti að leikriti í fullri lengd, sem hún vonast til að verði tilbúið um mitt næsta ár. Náttúran er Sólveigu bæði innblástur og griðastaður. „Í sumar dvaldist ég hjá syni mínum í Efritungu í Örlygshöfn. Þar sat ég við skriftir og hafði nægan tíma til að skrifa. Ég fæ minn innblástur úr náttúrunni og elska að fara niður að sjó og hlusta á sjávarniðinn. Þegar heim er komið tekur þögnin við. Hún er yndisleg. Þá finnst mér gott að setjast niður og skrifa,“ segir Sólveig.

Ég vildi vera


 Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera koddinn sem þú faðmar sérhvert kvöld. geta faðmað þig og kysst í heila öld. vera hanskinn sem þú hefur hendi á. að þú færir aldrei oftar mér frá.Ég vildi vera hjartað sem slær í brjósti þínu. Ég vildi geta haft þig alltaf í fangi mínu. Á hverjum morgni vaknað og horft í augun þín. Og geta sagt þér frá því að þú sért eina ástin mín.
 Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera vera vera vera

tárið sem er í auga þínu. hárið sem vex þér höfði á. krossinn sem þú berð á brjósti þínu. brosið sem þú sendir þér frá.Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera geta vera vera

höndin sem þú hreyfir sérhvern dag. samið um þig fallegt ástarlag. konan sem þú hvíslar í eyrað á. konan sem þú færir aldrei frá.Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera geta vera vera

sængin sem þú faðmar sérhvert kvöld. faðmað þig og kysst í heila öld. koddinn sem þú grætur stundum í. taskan sem þú tekur með í frí.Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera vera vera vera

peysan sem þú klæðist sérhvern dag. vatnið sem þú setur í þitt bað. konan sem þú kætist við að sjá. konan sem þig langar mest að fá.Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera vera vera vera

elskuð vera hjá þér hverja stund. skýlan sem þú tekur með í sund. vatnið sem þú syndir ætíð í. konan sem þú tekur með í frí.Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera vera vera vera

grasið sem þú gengur stundum á. tárið sem að sest á þína kinn. konan sem þú þráðir mest að fá. konan sem er besti vinur þinn.Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera enda vera vera

konan ævina konan konan

Ég Ég Ég Ég

vildi vildi vildi vildi

vera vera vera vera

stjarnan sem þú horfir alltaf á. konan sem þú þráðir mest að fá. vindurinn sem blæs á þína kinn. ljósið sem lýsir veginn þinn.


sem þú skilur aldrei við. og deyja þér við hlið. sem fæddi börnin þín. sem þér fannst svo sæt og fín.LIST Á VESTFJÖRÐUM 21

Náttúran og þögnin vinna saman


LIST Á VESTFJÖRÐUM 22

Þorpið fer með þér alla leið Nýr dagur Það er alltaf nýtt líf, það eru alltaf ný tækifæri, það er eins víst og að það kemur nýr dagur. Þó hjartað bresti, þó sorgin nísti, þó tárin renni, þó ástin kveðji. Þó sólin setjist í kvöld þá kemur hún aftur upp að morgni. Þú skalt rísa með henni.

É

g er einn af þessum stoltu Vestfirðingum og var svo lánsamur að alast upp á menningarstaðnum Bíldudal, þar sem maður fékk þau skilaboð frá samfélaginu að það væri jafn sjálfsagt að standa á leiksviði eða spila á gítar og að mæta í vinnuna á morgnana. Listir og félagsstörf ýmiss konar voru órjúfanlegur hluti þess að vera til og fyrirmyndirnar allt í kring: á heimilinu, í skólanum, í frystihúsinu, kallinn á gröfunni, bifvélavirkinn og svo mætti áfram telja. Skilaboðin til mín voru ótvíræð: Það er allt hægt. Vilji er allt sem þarf!“ segir Þórarinn Hannesson.

Hið blómlega menningarumhverfi sem Þórarinn ólst upp í gat af sér dreng sem strax á barnsaldri var farinn að gefa út blöð, setja saman ljóð, halda ýmsar skemmtanir í skúrum og hjöllum og stofnaði sína fyrstu hljómsveit á fjórtánda ári. Þórarinn hefur aðallega helgað sig tveimur listgreinum; tónlist og ljóðlist, þó hann hafi jafnframt komið nálægt leiklist. Tónlistin hefur þó verið fyrirferðarmeiri, alveg frá því að Þórarinn kvað sér fyrst hljóðs á unglingsaldri. Hann hefur leikið og sungið með nokkrum hljómsveitum síðan, en lengst af með gleðisveitinni Græna bílnum hans Garðars sem gerði það gott á vestfirskum böllum seint á síðustu öld. „Upp úr tvítugu fór ég svo að fikta við setja saman lög og texta. Aðalhvatinn að baki þeim æfingum voru Vísna­ kvöldin sem haldin hafa verið árlega á Bíldudal allt frá árinu 1986. Þar flutti ég mín fyrstu lög,“ segir Þórarinn. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Þórarinn hefur komið fram sem söngvaskáld allt frá árinu 1990 auk

þess að koma fram með gítarinn á öldurhúsum víða um land. Hann hefur sent frá sér þrjár geislaplötur með frumsömdu efni og á lög og texta á ýmsum safnplötum. Græni bíllinn sendi auk þess frá sér plötu árið 2003. Þórarinn hefur verið búsettur á Siglufirði í tæpa tvo áratugi, þar sem hann starfar með tveimur sönghópum. Hann hefur jafnframt sungið með nokkrum siglfirskum hljómsveitum, tekið þátt í ýmiss konar samspili tónlistarmanna á staðnum og stigið á stokk með Leikfélagi Siglufjarðar. Undanfarin ár hefur ljóðlistin sífellt orðið fyrirferðarmeiri í listsköpun Þórarins. Um sinn fékk sköpunarþörf hans á því sviði útrás í textagerð, en í seinni tíð hefur hann tekið til við að yrkja ljóð á ný. Hann hefur nú sent frá sér tvær ljóðabækur, þar sem yrkisefnið er ljúf æskuárin á Vestfjörðum, og sú þriðja kom út síðastliðið sumar. Hún ber nafnið Nýr dagur og eru yrkisefnin þar af ýmsum toga. Auk þess að yrkja af nýjum krafti hefur Þórarinn beitt sér fyrir því að vinna ljóðinu stærri sess í nútímasamfélagi. „Ég byrjaði á mínu nærumhverfi og stóð fyrir ljóðakvöldum í nokkra vetur. Þau þróuðust síðan í þriggja daga ljóðahátíð sem ég hef haldið á Siglufirði árlega síðan 2007 og til að klára dæmið kom ég á fót Ljóðasetri Íslands þar sem þessum merka menningararfi okkar eru gerð skil með ýmsum hætti,“ segir Þórarinn. Frú Vigdís Finnbogadóttir vígði setrið formlega þann 8. júlí 2011 og hefur aðsókn að því yfir sumartímann verið mjög góð. Á veturna er tekið á móti skólahópum og öðrum áhugasömum samkvæmt samkomulagi.


Þ

röstur Jóhannesson er aðfluttur

Vest­firðingur og söngvaskáld. Hann hefur sent frá sér plöturnar Aðra sálma, sem út kom árið 2006 og Vorið góða sem leit dagsins ljós þremur árum síðar. Texta eftir Þröst er að finna á báðum plötum hans, enda leggur hann ekki síður mikið upp úr þeim en tónlistinni. Hann hefur jafnframt leitað í rann þjóð­ þekktra ljóðskálda og til að mynda samið lög við ljóð Jónasar Hallgríms­ sonar, Steins Steinarr, Bólu-Hjálmars og Steingríms Thorsteinssonar. Þröstur er einnig liðsmaður Hinna guðdómlegu Neanderdalsmanna sem gáfu í ár út plötuna Fagnaðarerindið. Hér á eftir fylgir grein um söngvaskáldið, rituð af góðvini Þrastar, Sóloni. Af Þresti Jóhannessyni Hann ætlaði ekki að gerast svo djarfur að túlka líf alþýðunnar í uppsveiflunni árið 2006 með plötunni Aðrir sálmar, vonaðist heldur eftir krúttlegu róman­ tísku afturhaldi og hélt á vit Jóns Kristófers Kadetts sem um var ort: „Syndin er lævís og lipur, og lætur ei standa á sér.“ En veður skipast skjótt í lofti og tímarnir breyttust allhressilega, þeir urðu fram úr hófi lævísir og liprir og allt klabbið hrundi. Ísland logaði stafna á milli og menn bárust á bana­­spjót. Syndin lét svo sannarlega ekki á sér standa - illur lækur rann og söngljóðin hans Steingríms Thorsteins­ sonar hljómuðu skringilega í ástandinu. „Skaltu vera glaður“ voru bannorð og áköll til æðri afla ekki í tísku. Platan seldist þó í bílförmum og lagið Jón Kristófer varð hittari á öldum ljós­ vakans. Á plötunni Vorið góða laut hið krúttlega rómantíska afturhald í gras að mestu og

ný rödd braust upp á yfir­borðið. Brennt barn forðast eldinn og áleitnari viðfangsefni voru tekin fyrir - nú söng Þröstur hástöfum í söngljóðinu Sagan af Axlar-Birni: Ég heiti Axlar-Björn, ég heiti AxlarBjörn, sautján lík í gulu tjörn og í flórnum geymi Örn og í flórnum geymi, Örn fjósamann….. Síðhærði plastpokamaðurinn sem mætti fyrir hæstarétt og hló, fær sína sneið í söngljóðinu um Jón á skolla­ buxunum: Jón á skollabuxum er, ræður yfir heilum her, ef eitthvað orð í eyra sker, slær eldingu í höfuð þér….. En maður sem Hank Williams hafði sett sitt mark á, hlaut að syngja um einmanaleikann. Í laginu Í árdaga mátti heyra hóstann úr aftursætinu - og gamlir draugar fóru á kreik. Dass af kristilegu hugarfari fékk að fljóta með í endann og von um himnaríki. Ó sú veröld sem ég man hvílíkt feigðarflan, ekki er fallið á hundaskítnum hátt, lítið var um gleði von og sátt Horfðu fram á við og þú finnur frið líður þér ekki miklu betur enginn kuldi, engin hríð og enginn vetur. Hverjum verður rótt að hugsa dag og nótt harmurinn verður bara stærri og stærri er ekki einhver guð hérna nærri. Vorið var gott og veðrið lék við hvurn sinn fingur. Nú hafði skáldið fundið nýjan streng í sínu hjarta: hornóttar hugleiðingar, háð og allra handa óþægilegt kvabb réði ríkjum. Eitt ljóða Bólu-Hjálmars, Kveðið í þungri legu, var svo punkturinn yfir i-ið í ofurraun­ sæinu. Borgaralegar hugsanir voru hvergi nærri og guði sjálfum næstum

því úthýst. Nú skildi appelsínan skorin til helminga, afhýdd og kreist í drep. En þá lauk kreppunni eins og hendi væri veifað. Ljónið sem stóð á þjóð­ veginum miðjum (á leið til Tálkna­ fjarðar, með gítar í hendi) og öskraði þurfti eina ferðina enn að athuga sinn gang. Þjóðin var komin á beinu braut­ina (með aðstoð smálána) og aftur var kominn tími á krúttlegt rómantískt afturhald. Þröstur hófst því strax handa (guðs lifandi feginn) við að safna saman krúttlegu afturhaldsrómönunum og hóf vinnslu á þriðju sólóplótu sinni. Var Þröstur meðal annars svo elskulegur að yrkja um nafna minn Sólon í Slunka­ ríki, ekki bara eitt ljóð heldur tvö. Sjálfur segist hann hafa frumflutt annað ljóðið á árshátíð Gamla baka­ ríisins og fengið afar sterk viðbrögð. Einn gestanna hafði til að mynda í hrifningu sinni lyft níðþungum trébekk á loft og stappað niður fótum í gríð og erg. Sá hinn sami mun víst einnig hafa tekið upp á þeim óskunda að hnýta bindi um ennið, en það er nú önnur saga. Þriðja plata Þrastar, Svo langt sem það nær, mun ennþá vera í vinnslu og varhugavert að slá nokkru föstu um hvenær hún kemur út. Hún mun þó vonandi líta dagsins ljós í fyllingu tímans. Hvort aðdáendur Þrastar eiga eftir að lyfta trébekk, eða einhverju öðru húsgagni, henni til heiðurs skal ósagt látið - en biðin eftir plötunni verður örugglega þess virði. Höfundur: Sólon.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 23

Aðrir sálmar Þrastar


LIST Á VESTFJÖRÐUM 24

Framúrskarandi hljómburður Tónlistarskóli Ísafjarðar er ein helsta menningarstofnun bæjarins og afar áberandi í öllu menningarlífi svæðisins. Það hljómar því eflaust einkennilega í eyrum margra að tónlistarskólinn eignaðist ekki þak yfir höfuðið fyrr en árið 1998, eftir hálfrar aldar starf. Eftir miklar endurbætur á Húsmæðra­ skóla­húsinu við Austurveg, sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni, hreiðraði tónlistarskólinn um sig þar. Ári eftir þessi tímamót í sögu skólans urðu önnur ekki síður merkileg; tónlistar­ salurinn Hamrar var tekinn í notkun í viðbyggingu við húsnæði tónlistar­ skólans. Salurinn var hannaður af Stefáni Einarssyni, verkfræðingi sem hefur sérhæft sig í hljómburði, og arkitektinum Vilhjálmi Hjálmarssyni. Tónlistarflutningur og hljómburður var hafður að leiðarljósi við hönnunar­ vinnuna, sem skilar sér í rými sem sinnir hlutverki sínu fullkomlega. Bylting í tónleikahaldi Með tilkomu Hamra gjörbreyttust að­ stæður tónlistarskólans, sem í hálfa öld hafði haldið tónleika á öðrum vettvangi; í sal Grunnskólans, í Frí­­­múrara­ salnum og víðar. Fyrir vikið fylgdi hverjum tónleikum talsvert umstang; tilfæringar og flutningur á hljóðfærum, auk þess sem aðstæður í sölunum voru mjög misgóðar. Hamrar fá hins vegar einróma lof þeirra sem þar hafa spilað. „Það er samdóma álit tónlistarmanna sem hingað koma að hljómburðurinn sé alveg einstaklega góður,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri tónlistar­ skólans. „Það var líka mikið fram­fara­ spor þegar Steinway-flygillinn var keyptur í Hamra árið 2006. Hann er í hæsta gæðaflokki og í fullri konser­t­ stærð. Píanóleikarar eru afar hrifnir af honum og ég man að þegar Jónas Ingimundarson lék á hann í fyrsta skipti á tónleikum hneigði hann sig sérstaklega fyrir flyglinum.“ Fleira hljómar vel í Hömrum en píanó­ leikur. Þar njóta sín jafn vel einleiks- og kammertónleikar og er sama hvort um er að ræða söng, píanó, harmóníku eða

Nordic Chamber Soloists leika á tónleikum í Hömrum á Við Djúpið 2010

önnur hljóðfæri. Gítartónlist hljómar sérstaklega vel í salnum, nokkuð sem öll þau söngva­skáld sem þar hafa spilað geta vottað. Djasstónlist nýtur sín ekki síður, en Sigríður segir hljómburðinn á stundum fullmikinn fyrir háværasta rokk. „Ég man samt eftir rokkhljóm­ sveitinni Sign í Hömrum og þeir voru bara ánægðir!“ bendir hún á. Hamrar er æfingahúsnæði Sunnu­ kórsins og salurinn hýsir reglulega kór­tónleika. Hann er líka góður til upptöku og karlakórinn Ernir tók til að mynda jólaplötu sína að mestu leyti upp þar fyrir nokkrum árum. Ekki má svo gleyma mikilvægum hópi tónlistarfólks sem reglulega kemur fram í salnum; nemendum Tónlistar­ skóla Ísafjarðar. Þeir kunna vel að meta Hamra. „Það er frábært fyrir nemendur að spila í salnum – það hljómar allt svo vel í honum að öllum finnst þeir vera heilmiklir listamenn þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Sigríður. Brúðkaup, leikur og ópera Þó að Hamrar séu sérsniðnir fyrir tónleikahald hefur salurinn hýst ýmsa aðra viðburði líka. Hann er reglulega notaður til funda- og ráðstefnuhalds, fyrir ýmis námskeið og kynningar og jafnvel veislur. Þar hefur meira að segja verið haldið brúðkaup, þar sem vígslan fór fram á sviðinu. Á hverju hausti heldur Listaháskóli Íslands námskeið fyrir tónlistarnema á 1. ári í salnum. Hann var aðalaðsetur leiklistarhátíðar­ innar Act alone á fyrstu árum hennar

og Kómedíuleikhúsið og leikhópurinn Morrinn halda líka reglulega sýningar í Hömrum. Óperuklúbburinn sem stofnaður var á Ísafirði í fyrra stendur svo fyrir óperukynningum, nokkurs konar óperubíói, í Hömrum. Flóra viðburða er því ansi fjölskrúðug. Sigríður segir illmögulegt að velja úr eftirminnilegum viðburðum af dagskrá Hamra. „Margir frábærir tónlistar­ menn hafa komið fram í Hömrum, innlendir sem erlendir. Mér verður þó strax hugsað til sérstaks velunnara Ísafjarðar, hins heimsþekkta selló­ leikara Erling Blöndal Bengtsson, sem hélt þar tvenna tónleika vorið 2006. Þeir fyrri voru haldnir í mars, í tilefni af 75 ára afmæli Erlings sem hann fagnaði hér með fjölskyldu og vinum, en þeir síðari í júní, á tónlistarhátíðinni Við Djúpið. Þeir voru sennilega síðustu tónleikar Erlings, sem varð fyrir áfalli örskömmu síðar og hefur ekki leikið á tónleikum síðan,“ segir Sigríður. „Mér er líka í fersku minni flutningur Kristins Sigmundssonar á Vetrarferð árið 2004, en hann flutti þennan stórkostlega ljóðaflokk Schuberts ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara,“ bætir hún við. Frekari upplýsingar um aðbúnað og leigu á Hömrum er að finna á heimasíðu Tónlistarskóla Ísafjarðar, tonis.is. Í salnum er lítið svið og góð baksviðsaðstaða, auk þess sem minni hópum standa til boða afnot af öðrum herbergjum í skólanum. Fyrirspurnum má beina á netfangið sigridur@tonis.is.


Merkt menningarhús Menningarsögulegt gildi Verslunarmenn í Edinborgarverslun, sem þá var með stærstu verslunar­ fyrirtækjum landsins, fengu úthlutað lóð við Pollinn á Ísafirði árið 1907 fyrir útibú sitt. Í desember sama ár var þar risið Edinborgarhúsið, teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, sem síðar varð húsameistari ríkisins. Húsið var enda lengi eitt mesta mannvirki á Ísafirði og þó víðar væri leitað. Edinborgarverslun lagði upp laupana áratug síðar, en í húsinu störfuðu í kjölfarið mörg helstu fyrirtæki svæðisins. Það varð til að mynda heimkynni verslunarinnar Karls & Jóhanns, hýsti Togarafélag Ísfirðinga og loks Kaupfélag Ísfirðinga í rösk 50 ár, þar til Samband íslenskra samvinnu­félaga tók yfir eignir félagsins. Edinborgarhúsið er því ekki eingöngu merkilegt fyrir þær sakir að hafa hýst fjöldann allan af listviðburðum í seinni tíð, heldur hefur það menningar­ sögulegt gildi í sjálfu sér. Með þessa sögu að leiðarljósi var stofnað félag um menningarmiðstöð í Edinborgarhúsinu árið 1992. Fimmtán árum síðar opnaði húsið loks fyrir almenningi eftir gagngerar endurbætur og við frábærar undirtektir bæjarbúa. Íbúar í Edinborg Í Edinborgarhúsinu hafa aðsetur Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar, nefndur eftir arkitekt hússins, Myndlistarfélagið á Ísafirði og Litli leikklúbburinn. Listaskólinn hefur það að markmiði að veita almenna fræðslu á sviði myndlistar, leiklistar, tónlistar og danslistar. Skólinn býður bæði upp á nám samkvæmt stundaskrá en jafnframt einstök námskeið. Litli leikklúbburinn var stofnaður árið

LIST Á VESTFJÖRÐUM 25

Edinborgarhúsið setur óneitanlega mikinn svip á bæjarmynd Ísafjarðar, svo erfitt væri að ímynda sér umhverfið án þess. Hið sama á við um listalífið. Húsið á sér líka merka sögu og hafði verið þungamiðja í bæjarlífinu áratugum saman áður en því var falið nýtt hlutverk.

Edinborgarhúsið á sér merka sögu og er nú ein öflugasta menningarmiðstöð landsins

1965 og hefur staðið fyrir fjölmörgum metnaðarfullum uppsetningum í áranna rás, en húsnæðisskortur hamlaði starfsseminni um skeið. Með tilkomu nýs salar í Edinborgarhúsinu, sem hæfir leiksýningum sérlega vel, varð mikil breyting til batnaðar á aðstæðum leikhópsins. Myndlistarfélagið á Ísafirði, stofnað 1985, starfrækti lengi sýningarsalinn Slunkaríki, þar sem settar voru upp á annað hundrað sýninga. Félagið stóð líka fyrir myndlistarnámskeiðum árum saman, eða þar til Listaskóli Rögn­ valdar Ólafssonar tók við því hlutverki. Félagið stendur nú reglulega fyrir myndlistarsýningum í Edin­borgar­ húsinu. Fjölbreytt dagskrá Edinborg rúmar þó margfalt meira en reglulega starfsemi hinna föstu íbúa hússins. Þar hafa verið haldnir marg­ víslegir menningarviðburðir af öllum stærðum og gerðum. Það er stjórn menningarmiðstöðvarinnar sem ákvarðar dagskrá hennar, en hana skipa fulltrúar eigenda hússins. Í húsinu eru fjórir salir. Edinborgar­ salur á jarðhæð er aðalsalur hússins og hentar einna best fyrir leiksýningar og tónleikahald, auk þess að hýsa reglulega fundi, málþing og fleira. Hann má stækka með því að sameina hann Bryggjusalnum, hliðarsal á jarðhæðinni, en hljóðeinangrandi fellihurð skilur á milli salanna. Rögnvaldarsalur er á

annarri hæð hússins, ásamt tveimur minni herbergjum. Hann er kennslusalur listaskólans, en hentar ekki síður undir ýmiss konar viðburði af smærri gerð. Loks eru á þriðju hæð hússins, í Risinu, tveir svipmiklir salir sem samtals mynda um 140 fermetra rými. Myndlistarsýningar hafa að auki verið haldnar á Ganginum, sem liggur í gegnum jarðhæð hússins, og á veitinga­ staðnum sem ber sama nafn og húsið sjálft. Til marks um fjölbreytta flóru listviðburða í Edinborg má nefna danshátíð sem haldin var í samstarfi við finnska listamenn nú í júní; sýninguna Phobophobia á hátíðinni Westfjord ArtFest sem fram fór um páskana, og stórtónleika með Mugison. Á döfinni eru svo djasstónleikar með Villa Valla, Ólafi Kristjánssyni og Magnúsi Reyni; frumsýning Litla leikklúbbsins á leikritinu Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk og á veturnóttum munu félagar úr Myndlistarfélaginu halda samsýningu á Ganginum. Upplýsingar um sali og viðburði í Edinborg er að finna á heimasíðu hússins, edinborg.is, en húsið er jafnframt með síðu á Facebook. Áhugasamir geta beint fyrirspurnum til verkefnastýrunnar Ólafar Dómhildar Jónsdóttur, á netfangið menning@ edinborg.is. Hún hvetur alla sem luma á hugmyndum að hvers kyns list- eða menningarviðburðum til að hafa samband.


LIST Á VESTFJÖRÐUM 26

SÝNINGARRÝMI Á VESTFJÖRÐUM Allir ættu að geta sammælst um að lífið væri fátæklegt án listar. Það væri líka dálítið litlausara ef listin og upplifun hennar fæli ekki svo oft í sér mannamót, skoðanaskipti, sameiginlega reynslu. Vissulega er gott að lesa bók í sínu horni eða hlusta á plötu, en tónleikarnir bæta enn við upplifunina – og um leið kryddi í hversdaginn. Hið sama má segja um upplestra, leiksýningar, myndlistar- og handverkssýningar og hvers kyns listrænt athæfi sem borið er á borð fyrir almenning. Í ár er þema þessa tímarits einmitt sýningarrými á Vestfjörðum, húsin og rýmin þar sem þessi listræna upplifun á sér stað. Lagt var upp með það að markmiði að búa til ýtarlegan lista yfir

Norðursvæði ÍSAFJÖRÐUR

Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7 s. 456 5444 netfang: menning@edinborg.is heimasíða: edinborg.is Sjá ýtarlegri kynningu

Hamrar, Austurvegi 11 s. 456 3925 netfang: sigridur@tonis.is heimasíða: tonis.is Sjá ýtarlegri kynningu

Bræðraborg, Aðalstræti 22b s. 456 3322 netfang: info@borea.is Bræðraborg er notalegt kaffihús, rekið af ferðaþjónustufrumkvöðlunum að baki ferðaskrifstofunnar Borea Adventures. Kaffihúsið opnaði á vormánuðum 2012 og hefur verið vel sótt af Ísfirðingum jafnt sem ferðamönnum í sumar. Salarkynni Bræðraborgar eru ekki stór og henta því einna helst fyrir tónleika á smáum skala eða upplestra. Hljóðkerfi er ekki til staðar en litlu kerfi má auðveldlega koma fyrir á staðnum. Ein myndlistarsýning hefur verið haldin í húsakynnunum frá því í vor. Þó að veggpláss sé ekki mikið eru rekstraraðilar opnir fyrir öllum hugmyndum og hvetja áhugasama listamenn til að hafa samband.

Búrið, Silfurtorgi s. 697 4833 netfang: lisbet.burid@gmail.com Búrið er minnsta listagallerí landsins, og

alla þá staði sem stæðu vestfirskum listamönnum til boða þegar þeir vilja koma fram og sýna sig eða list sína, í þeirri von að hann yrði þeim gagnlegt tæki. Fljótlega kom í ljós að hér var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Skráin sem hér birtist nær til yfir 70 staða, en það má telja næsta víst að einhverjir hafi orðið þar útundan þrátt fyrir góðan ásetning. Má segja að skorti á hugmyndaflugi sé þar um að kenna. Nánast er hægt að fletta vestfirskum hluta símaskrárinnar, benda í hana af handahófi og telja víst að valin manneskja eða stofnun taki vel í að hýsa myndlistarsýningu eða litla tónleika. Það er von aðstandenda blaðsins að skrá á borð við þá sem hér fer á eftir verði í framtíðinni aðgengileg í öðru formi en á prenti, svo auðvelt sé

að bæta við hana. Þess er enda mikil þörf, þar sem nýir staðir skjóta upp kollinum á ári hverju og bera vestfirskri grósku þannig vitni.

líklega með þeim minni í heimi. Búrið er í raun glerkassi, um einn fermetri að grunnfleti. Það er staðsett á Silfurtorgi á Ísafirði og er því „opið” allan sólarhringinn, allt árið. Búrið er hugarsmíði Lísbetar Harðardóttur, sem kom því á laggirnar árið 2009, en það hefur hýst fjölmargar sýningar síðan. Smæð gallerísins hefur reynst listamönnum innblástur frekar en fjötur um fót og er öllum áhugasömum frjálst að hafa samband við forstöðukonu varðandi sýningarpláss.

KK með stórbandi og hljómsveitina Vintage Caravan. Tónleikaröðin Söngvaskáld, hluti klassísku tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, fór til að mynda öll fram í Húsinu. Að svo stöddu er ekki hljóðkerfi í rýminu, en það stendur til bóta á næstunni. Í hluta rýmisins er möguleiki að halda litlar myndlistarsýningar.

Hamraborg, Hafnarstræti 7 s. 456 3166 netfang: hamraborg@heimsnet.is Verslunin Hamraborg er rómuð langt út fyrir Vestfjarðakjálkann, en þar er hægt að fá allt frá hamborgurum til trommukjuða og gítarstrengja. Veitingasalur verslunarinnar er nýttur sem listagallerí, en þar er sett upp ný myndlistarsýning í hverjum mánuði. Frá því að salurinn var tekinn í notkun árið 2007 hafa tugir listamanna sýnt verk sín í Hamraborg. Verslunareigendur hafa jafnframt staðið fyrir „open mic“ kvöldum, þar sem yngri kynslóðinni gefst kostur á að syngja og spila og þá hafa nemendur úr tónlistarskólum Ísafjarðar jafnframt komið fram í versluninni. Aðstandendur Hamraborgar eru opnir fyrir hvers kyns uppákomum.

Húsið, Hrannargötu 2 s. 456 5555 & 848 6048 & 860 2821 netfang: lovisa@snerpa.is Kaffihúsið og veitingastaðurinn Húsið opnaði skömmu fyrir páska árið 2012. Rýmið hentar vel fyrir tónleikahald og frá opnun þess hafa þar komið fram trúbadorar, tónlistarmenn og hljómsveitir á borð við Skúla mennska,

Rýmin sem hér eru talin upp eru alls konar og margslags, hvers kyns og ýmiss konar. Þó eru mörg ónefnd. Í skólum og íþróttahúsum í landsfjórðungnum eru salir sem oft má fá afnot af, og það sama má segja um kirkjur og safnaðarheimili. Eru þau hér óupptalin. Sé litið út fyrir húsveggina lengist listinn enn; því eru lítil takmörk sett sem gera má og sýna undir berum himni. Hallargarðurinn á Þingeyri, blómagarðurinn á Ísafirði og heilu þorpin hafa til dæmis brugðið sér í hlutverk sýningarrýma í gegnum árin. Möguleikarnir eru óþrjótandi.

Rammagerð Ísafjarðar, Aðalstræti 16 s. 456 3041 netfang: rammagerd@rammagerd.is. Rammagerð Ísafjarðar hefur í umboðssölu verk fjölda listamanna, vestfirskra sem annarra. Frá því að verslunin fluttist í núverandi húsnæði við Aðalstræti hefur þar líka verið haldinn fjöldi sýninga; myndlistarsýningar, ljósmyndasýningar og sýningar á handverki. Áhugasamir geta beint fyrirspurnum til Dagnýjar Þrastardóttur, eiganda Rammagerðarinnar.

Safnahúsið, Eyrartúni s. 450 8220 netfang: jona@isafjordur.is & listasafn@isafjordur.is Safnahúsið, eða Gamla sjúkrahúsið, hýsir söfn Ísafjarðarbæjar; bókasafnið, skjalasafnið, ljósmyndasafnið og listasafnið. Auk safnkostarins rúmar húsið utanaðkomandi sýningar sem flestar eru haldnar í sal Listasafns Ísafjarðar. Umsóknir um sýningar má senda forstöðumanni, Jónu Símoníu Bjarnadóttur. Yfirleitt liggur sýningardagskrá ársins fyrir í ársbyrjun. Fjöldi sýninga á ári hverju er misjafn eftir umfangi þeirra, en í salnum hafa verið haldnar myndlistarsýningar, ljósmyndasýningar, handverkssýningar og fleira.


Félagsheimilið, Aðalstræti 4 s. 456 8160 & 846 6397 & 867 9438 netfang: jonsiss@simnet.is heimasíða: freewebs.com/felagsting Félagsheimilið á Þingeyri hýsir stóra og smáa viðburði. Þar eru haldin þorrablót, böll, kóratónleikar, leiklistarsýningar, tónleikar og dansnámskeið auk þess sem í húsinu fara reglulega fram fundir og aðrir viðburðir. Starfsemi er í húsinu allt árið, en það er yfirleitt þéttbókað í kringum bæjarhátíðina Dýrafjarðardaga. Leigu á rýminu fylgir aðgangur að eldhúsi og í húsinu er netaðgangur og tjald til að varpa á. Mögulegt er að fá leigt lítið hljóðkerfi.

Gallerí Koltra, Vallargötu 1 s. 456 8304 Handverkshópurinn Koltra hefur aðsetur í Gallerí Koltru í Gamla kaupfélagshúsinu á Þingeyri. Húsið er eitt af elstu verslunarhúsum landsins, reist árið 1874. Þar sýna og selja verk sín félagar úr handverkshópnum. Ekki eru þó allir sýnendur bundnir félagsmenn, því handverksfólk af svæðinu og jafnvel brottfluttir Dýrfirðingar hafa líka verið með verk í Koltru. Galleríið er alla jafna opið frá 1. júní og út ágúst og vel sótt yfir sumarið.

Hótel Sandafell, Hafnarstræti 7 s. 456 1600 netfang: gisting@hotelsandafell.com Veglegur matsalur Hótels Sandafells hýsir reglulega sýningar af ýmsum toga. Yfirleitt er þar um að ræða um þrjár sýningar á sumri, sem opna oftar en ekki í tengslum við bæjarhátíðina Dýrafjarðardaga. Salurinn hentar vel fyrir ljósmyndasýningar og myndlistarsýningar og þar hefur jafnvel verið haldin skartgripasýning. Þar mætti þó eins vel hýsa tónlistarflutning og aðrar uppákomur og hvetur hótelstýra áhugasama til þess að hafa samband.

Simbahöllin, Fjarðargötu 5 s. 899 6659 netfang: simbahollin@gmail.com Kaffihúsið Simbahöllin hefur hýst fjölmarga viðburði síðan það opnaði fyrir fjórum sumrum síðan. Þar eru reglulega haldnir tónleikar en notalegt kaffihúsið rúmar líka myndlistarsýningar og er jafnvel vettvangur tangó- og bingókvölda. Simbahöllin er í dvala yfir vetrarmánuðina en eigendur hafa iðulega opnað í kringum jól og páska. Þau Janne og Wouter svara hvers kyns listrænum fyrirspurnum og hvetja jafnframt listafólk sem vill dveljast á Vestfjörðum við vinnu um hríð til að hafa samband, þar sem þau hafa yfir að ráða hentugri aðstöðu.

Sláturhúsið, Hafnarstræti 18 s. 893 1058 netfang: vidfjordinn@vidfjordinn.is Í Sláturhúsinu á Þingeyri má halda listviðburði og uppákomur af ýmsum toga. Húsið sjálft er 900 fermetrar, en hólfað niður í mörg og

ólík rými. Matsalurinn er til dæmis mjög vistlegur, en í húsinu er einnig að finna hrá rými sem henta kannski öðrum viðburðum betur. Í Sláturhúsinu hafa gjarnan hangið uppi myndlistarsýningar í tengslum við Dýrafjarðardaga og það hefur einnig verið nýtt til námskeiðahalds. Húsráðendur segja alla eiga að geta fundið einhvern flöt í húsinu við hæfi.

Veitingahornið, Hafnarstræti 2 s. 456 8170 & 456 8301 & 867 3626 netfang: dmh@simnet.is Á kaffihúsinu og veitingastaðnum Veitingahorninu er aðstaða fyrir alls kyns uppákomur. Þar eru tveir salir; sá stærri tekur um 100 manns í sæti en sá minni um 50. Á staðnum er pallur fyrir hljómsveitir, hljóðkerfi og skjávarpi og hefur Veitingahornið hýst allt frá leiklist og tónleikum til uppistands og hannyrðasýninga. Þar er fólk allt af vilja gert til að laga sig að þörfum listamanna. Veitingahornið er opið allt sumarið og reglulega yfir veturinn.

FLATEYRI

Félagsheimilið, Grundarstíg s. 859 2010 netfang: ivar@arcticfish.is Félagsheimilið á Flateyri rúmar allt að 175 manns. Þar er ágætt svið sem hentar ýmsum viðburðum og auðvelt að útvega hljóðkerfi ef með þarf. Í húsinu hafa reglulega verið haldnir tónleikar, þar hafa verið haldin dansnámskeið, framdir gjörningar og haldin kvikmyndasýning, svo eitthvað sé nefnt. Hafa má samband við Ívar Kristjánsson varðandi afnot af húsinu.

Gamla bókabúðin, Hafnarstræti 3 s. 456 7626 & 864 2943 netfang: bokabudinflateyri@gmail. com & johanna@snerpa.is Gamla bókabúðin, eða Verzlunin Bræðurnir Eyjólfsson, er hvoru tveggja; verslun og safn. Þar er opið sumarlangt. Öðrum megin í húsinu er bókaverslun, en hinum megin stendur íbúð kaupmannshjónanna óhreyfð. Það rými hefur verið nýtt fyrir litla viðburði, helst ljóðaflutning eða upplestur, sem eins mætti fara fram í verslunarhluta hússins. Húsið er í eigu Minjasjóðs Önundarfjarðar og svarar formaður hans, Jóhanna Kristjánsdóttir, fyrirspurnum.

Handverkshúsið Purka, Hafnarstræti 11 s. 866 4642 Handverkshúsið Purka hefur aðsetur í sama rými og Félags- og menningarmiðstöðin á Flateyri. Þar sýnir verk sín handverksfólk úr Önundarfirði eða ættað af þeim slóðum. Í Purku kennir ýmissa grasa; þar má sjá allt frá lopapeysum til glerlistaverka, með viðkomu í leir og prjónlesi. Á sumrin er opið alla daga frá 11 til 17 og eftir samkomulagi þess utan. Á veturna er opið alla sunnudaga, en annars eftir samkomulagi.

Vagninn, Hafnarstræti 19 s. 456 7751 & 694 7116 netfang: atlifoli@gmail.com Veitingastaðurinn og barinn Vagninn á sér langa sögu. Staðurinn rúmar um 80 manns í sæti en alls 160. Á Vagninum eru reglulega tónleikar og böll, þar hafa verið sýndar kvikmyndir, haldin brúðuleikhússýning og sýnd leikrit, svo eitthvað sé nefnt. Á staðnum er svið og hljóðkerfi, auk fullkomins hljóðupptökubúnaðar sem gerir mögulegt að taka upp tónleika eða aðra viðburði. Vagninn er opinn alla daga vikunnar á sumrin en á veturna er tækifærisopnun við lýði.

SUÐUREYRI

Á milli fjalla s. 456 6163 & 893 6910 netfang: sui@simnet.is Handverkshópurinn Á milli fjalla er skipaður konum úr Súgandafirði eða tengdum svæðinu. Hann sýnir og selur handverk sitt í samnefndri verslun í þorpinu, en hefur reyndar ekki fast aðsetur að svo stöddu. Til sölu er margs slags handverk; munir úr renndum leir, glermunir, prjón og hekl og gripir unnir úr mannshári og hrosshári.

Félagsheimili Súgfirðinga, Aðalgötu 15 s. 892 2482 netfang: odinn@icelandicsaga.is Félagsheimili Súgfirðinga á Suðureyri hefur nýlega fengið andlitslyftingu og aðhlynningu á vegum hollvinasamtaka þess, þar sem eldhúsaðstaðan var meðal annars bætt. Félagsheimilið getur hýst viðburði af ýmsum stærðum og gerðum; tónleika, böll, danssýningar, leiksýningar og fleira. Leiklistarhátíðin Act alone fékk meðal annars inni í félagsheimilinu á liðnu sumri. Hafa má samband árið um kring.

Talisman, Aðalgötu 16 s. 450 9000 netfang: fisherman@fisherman.is Á veitingastaðnum Talisman á Suðureyri má halda minni viðburði og uppákomur. Staðurinn, sem rúmar um 50 manns í sæti, er ekki búinn sviði en þar má haganlega koma fyrir litlum hljómsveitum. Á Talisman eru enda reglulega haldnir tónleikar. Talisman er opinn alla daga á sumrin en opnunartími yfir vetur er öllu óreglulegri. Þar eru þó haldnir ýmsir viðburðir og taka eigendur fyrirspurnum fagnandi.

HNÍFSDALUR

Félagsheimilið, Strandgötu 5 s. 897 8579 netfang: hilmarskuli@simnet.is Félagsheimilið í Hnífsdal er rekið af björgunarsveitinni Tindum. Salurinn rúmar allt að 200 manns í sæti og eldhúsaðstaða er mjög góð, þó að eldunaráhöld fylgi ekki húsinu. Í félagsheimilinu er stórt og gott svið sem hentar því sérlega vel undir stærri viðburði; stórar leiksýningar, mannmargar hljómsveitir og fleira.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 27

ÞINGEYRI


SÚÐAVÍK

LIST Á VESTFJÖRÐUM 28

Jón Indíafari, Grundarstræti 3 s. 861 2556 netfang: sudavik56@simnet.is Á veitingastaðnum og barnum Jóni Indíafara eru reglulega haldnir tónleikar. Staðurinn rúmar 55 manns í sæti og hentar vel undir viðburði á smærri skala – þó staðurinn rúmi líka níu manna hljómsveit, eins og sannaðist á bæjarhátíðinni Bláberjadögum nú í sumar. Opnunartími á veturna er ekki reglulegur, en áhugasamir eru hvattir til að hafa samband og munu eigendur koma til móts við þá eftir fremsta megni.

Melrakkasetrið, Eyrardalsbæ s. 456 4922 & 862 8219 netfang: melrakki@melrakki.is heimasíða: melrakki.is Melrakkasetrið hefur undanfarin sumur staðið fyrir leiksýningum, þar sem refurinn fer iðulega með stórt hlutverk, í samvinnu við ýmsa vestfirska listamenn. Í setrinu rúmast þó fleira en það sem tengist tófunni. Þar hefur verið haldinn sægur tónleika, setrið hefur staðið fyrir ólympíuleikum trúbadora og haldið handverks- og listsýningar. Veggirnir á Rebbakaffi standa listamönnum til boða og eins rúmar loftið ýmsa viðburði. Setrið verður opið daglega til reynslu í vetur, frá 10 til 18.

Samkomuhúsið s. 456 4912 netfang: sudavik@sudavik.is Samkomuhúsið í Súðavík hefur nýlega verið tekið í gegn bæði að innan sem utan. Súðavíkurhreppur ráðstafar húsinu, þar sem reglulega eru haldin böll og tónleikar. Þar hafa líka verið kvikmyndasýningar og dansnámskeið, svo dæmi séu nefnd. Húsinu fylgir eldhúsaðstaða og er það því oft nýtt fyrir stærri samkomur. Fyrirspurnum um húsnæðið má beina til skrifstofu Súðavíkurhrepps.

BOLUNGARVÍK

Einarshúsið, Hafnargötu 41 s. 456 7901 & 892 8811 netfang: info@einarshusid.is Harma- og hamingjusaga Einarshússins í Bolungarvík hefur getið af sér einleikinn Pétur og Einar, en sýningar á honum eru á meðal þeirra fjölmörgu viðburða sem haldnir hafa verið í húsinu frá því að þar opnaði veitingastaður, bar og nú gistiheimili, eftir miklar endurbætur. Barinn í kjallara hússins er reglulega vettvangur tónleika, en þar er lítið svið og hljóðkerfi. Í Einarshúsi hafa líka verið haldnar myndlistarsýningar og þá eru upplestrar úr nýútkomnum bókum fastur liður í desember. Vertarnir í Einarshúsi standa líka fyrir tónleikahátíðinni Þorskinum, en hún er haldin í bakgarðinum í tengslum við sjómannadaginn ár hvert. Opnunartími er minni yfir veturinn, en hafa má samband við verta allan ársins hring.

Félagsheimili Bolungarvíkur, Aðalstræti 24 s. 859 2930 netfang: felagsheimili@felagsheimili. is Félagsheimili Bolungarvíkur hefur nýlega verið gert upp og byggt við það nýr inngangur. Aðstaða þar er nú öll afar góð. Húsið rúmar margvíslega viðburði; leiksýningar, tónleika og böll auk fjölmargra annarra fastra liða í bæjarlífinu. Í húsinu er eldhúsaðstaða, gott svið og baksviðsaðstaða og geta listamenn fengið afnot af Steinwayflygli sem tilheyrir húsinu. Hljóðkerfi, ljósaborð og kastarar fylgja leigunni.

Handverkshúsið Drymla, Vitastíg 1 s. 456 5470 & 861 8415 Í handverkshúsinu Drymlu sýna og selja handverkskonur og –menn úr Víkinni verk sín, en þau eru af öllu tagi. Innan um prjónaflíkur og hekl eru glerlistaverk, leir og myndlistarverk, svo örfá dæmi séu nefnd. Á sumrin er handverkshúsið opið alla daga frá 12-18, en nokkuð stopulla yfir veturinn. Innangengt er úr Drymlu í glerlistasmiðju sem er opin þrisvar sinnum í viku yfir veturinn: á þriðjudagsmorgnum, fimmtudagskvöldum, og laugardögum frá 13-16. Á þessum tímum er Drymla sömuleiðis opin gestum, auk föstudaga frá 13-16. Frekari upplýsinga má afla á síðu Drymlu á Facebook.

Vaxon, Aðalstræti 9 s. 862 2221 netfang: haukur@vaxon.is Einn angi ferðaþjónustufyrirtækisins Vaxon í Bolungarvík er veitingastaðurinn og barinn vaXon.is. Sá hefur verið vettvangur tónleika af ýmsum stærðum og gerðum síðastliðin ár og þar koma fram allt frá söngvaskáldum til ballhljómsveita. Á staðnum er svið og hljóðkerfi. Þó hingað til hafi mest verið um tónlistarviðburði tekur vertinn öðrum uppástungum fagnandi, að því gefnu að rýmið henti. Enginn fastur opnunartími er í gildi yfir veturinn en hafa má samband hvenær sem er.

DREIFBÝLI

Dalbær, Snæfjallaströnd s. 898 9300 netfang: thruman@simnet.is Dalbær á Snæfjallaströnd er gamalt samkomuhús, en í því er rekin ferðaþjónusta yfir sumarmánuðina. Dalbær er fremur afskekktur og þar er engin starfsemi yfir vetrartímann, en þeim mun blómlegri á sumrin. Í sýningarsal Snjáfjallaseturs, í sama húsnæði og Dalbær, er gott svið og þar komast um 100 manns í sæti. Þar hafa verið haldnir tónleikar á hverju sumri og áformaðar eru leiksýningar á næstunni. Opið er frá maí til ágúst og hvetur staðarhaldari listamenn til að hafa samband, standi hugurinn til sýninga á Snæfjallaströnd.

Fjósið og Hlaðan, Arnardal s. 897 6760 & 864 0319 netfang: arnardalur@arnardalur.is Í Arnardal við Skutulsfjörð reka tvær kynslóðir ábúenda saman ferðaþjónustu. Þar er líka að finna góða aðstöðu fyrir hvers kyns viðburði en þar hafa til dæmis verið haldnir tónleikar og leiksýningar. Í veitingasalnum Fjósinu rúmast um 120 manns í sæti og þar er lítið, heimagert svið. Hlaðan er hrár salur og óupphitaður og hefur verið nýtt undir sveitaböll og aðra viðburði, þar sem gestir mæta vel klæddir. Í Hlöðunni er gott svið og á staðnum er lítið hljóðkerfi og skjávarpi. Staðarhaldarar geta reitt fram veitingar í tengslum við viðburði, á finnskum Muurikkapönnum eða á hefðbundnari hátt.

Galtarviti, Keflavík s. 898 0709 netfang: kapila101@gmail.com Galtarviti er kannski með afskekktustu sýningarrýmum landsins, en í Keflavík er eingöngu hægt að komast fótgangandi úr Skálavík eða sjóleiðina. Net-, símaog tímaleysi er aðall staðarins. Vitinn og vitahúsið hefur síðastliðin sumur verið vettvangur listsýninga. Sumarið 2011 fór þar fram samsýning fjölmargra myndlistarmanna sem tengjast vitanum á einn eða annan hátt og á liðnu sumri sýndi listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson í vitanum. Hann vann verk á og með staðnum sem enn er til sýnis. Ýmsir listamenn hafa dvalist og starfað í vitanum og geta áhugasamir um slíka dvöl eða listrænt samstarf haft samband við vitavörð.

Gíslastaðir, Haukadal s. 891 7025 netfang: billa@snerpa.is

Félagsheimilið Gíslastaðir í Haukadal hefur í seinni tíð verið vettvangur ýmissa listviðburða, einna helst leiksýninga. Kómedíuleikhúsið hefur sýnt þó nokkur verka sinna á Gíslastöðum, til að mynda einleikinn um manninn sem félagsheimilið dregur nafn sitt af: Gísla Súrsson. Fjölmargar myndlistarsýningar hafa verið á Gíslastöðum og einnig hafa verið haldnir þar tónleikar og jafnvel kvikmyndasýningar. Í félagsheimilinu er huggulegt svið og lítið hljóðkerfi á staðnum. Þar má halda viðburði af ýmsu tagi; sýna leiklist eða dans, myndlist, halda gjörninga, sýna kvikmyndir, lesa ljóð og svo framvegis.

Hótel Núpur, Dýrafirði s. 456 8235 netfang: info@hotelnupur.is Á Hótel Núpi, fyrrum heimavistarskóla, hafa síðastliðin ár verið haldnar veglegar myndlistarsýningar. Þá hefur einn myndlistarmaður sýnt á ári og verkin hangið uppi í matsalnum og anddyri yfir sumarið og jafnvel fram yfir jól, en á þeim tíma er töluvert líf í húsinu. Auk sýninganna hafa verið haldnir upplestrar, leiksýningar og uppistand á Núpi. Í matsalnum er svið og hljóðkerfi sem má


Hótel Reykjanes, Ísafjarðardjúpi S. 456 4844 Netfang: rnes@rnes.is Á Hótel Reykjanesi hafa hingað til verið haldnar ljómsyndasýningar og myndlistarsýningar, en staðarhaldarar útiloka ekki listræna viðburði af öðrum toga. Í húsinu eru tveir góðir salir þar sem vel mætti halda tónleika, leiksýningar og álíka uppákomur. Matsalur hótelsins rúmar um 100 manns, en ráðstefnusalurinn um 150. Opið er árið um kring.

Minnsta óperuhús í heimi, Vatnsfirði s. 772 4186 & 860 2032 netfang: brak@simnet.is Minnsta óperuhús í heimi er nú í uppbyggingu í Vatnsfirði. Það var áður þekkt sem samkomuhús ungmennafélagsins Vísis, en hefur staðið ónotað í hátt í tvo áratugi. Sem stendur er hvorki vatn né rafmagn í húsinu en verið er að gera það upp svo það geti hýst ýmislega viðburði í framtíðinni, jafnvel næsta sumar. Húsið er um 70 fermetrar að stærð og passar því vel fyrir leiksýningar og tónleika af minna taginu, auk myndlistarsýninga og annarra viðburða.

Samkomuhúsið í Ögri, Ísafjarðardjúpi s. 857 1840 netfang: ogur@ogurtravel.is Í gamla samkomuhúsinu í Ögri er í dag rekið veitingahús í tengslum við ferðaþjónustuna Ögur Travel. Í húsinu er haldið hið árlega Ögurball, en þar rúmast um 50 – 60 í sætum. Á veggjum salarins og anddyrisins er pláss fyrir myndlistarsýningar, ljósmyndasýningar og viðlíka, en gamla sviðið í salnum sjálfum hentar vel fyrir hvers kyns viðburði. Eigendur Ögur Travels eru áhugasamir um listræna samvinnu, þar sem boðið væri upp á veitingar og jafnvel ferðir í tengslum við viðburði. Hafa má samband allt árið, en mest er um að vera í Ögri á sumrin.

STRANDIR HÓLMAVÍK

Bragginn, Hólmavík s. 451 3567 & 897 9756 netfang: caferiis@caferiis.is Bragginn á Hólmavík er gamalt félagsheimili sem sinnti áður hlutverki kirkju; í honum hefur bæði verið gift og jarðsungið. Eftir að hafa fengið dálitla aðhlynningu hentar Bragginn nú undir allt frá dansleikjum til tónleikahalds, listsýninga og kvikmyndasýninga og undir flesta þá menningarviðburði sem fólki getur dottið í hug að efna til, hvenær árs sem er.

Café Riis, Hafnarbraut 39 s. 451 3567 & 897 9756 netfang: caferiis@caferiis.is Café Riis er veitingastaður og bar. Í húsinu eru þrír salir; matsalur, koníaksstofa og Pakkhúsið, grófari salur sem hentar sérlega vel undir hvers kyns viðburði. Hann rúmar um 50 manns í sæti, en húsið allt samtals um 100. Þar hafa verið haldnir tónleikar, dansleikir, smærri leiksýningar auk annarra viðburða, funda og fleira. Efnt er til viðburða allt árið.

Félagsheimilið á Hólmavík, Jakobínutúni S. 451 3465 & 451 3510 netfang: skrifstofa@strandabyggd.is Félagsheimilið á Hólmavík hentar sérstak– lega vel undir alla viðburði af stærra taginu; dansleiki, tónleika, leiksýningar, námskeiðahald, dans og jafnvel ljósmyndaog málverkasýningar til skemmri tíma. Þar má jafnframt halda fjölmenna fundi. Skrifstofustjóri Strandabyggðar svarar fyrirspurnum um félagsheimilið. Skjávarpi og hljóðkerfi fyrir fundi og minni viðburði fylgir húsinu og hægt er að leigja öflugt hljóðkerfi fyrir tónleika og stærri viðburði.

Galdrasýningin á Hólmavík, Höfðagötu 8 s. 451 3525 netfang: galdrasyning@holmavik.is Í húsnæði Galdrasýningar á Ströndum hafa verið settar upp margvíslegar sýningar frá því að húsið opnaði. Þar hafa verið haldnar ljósmynda- og málverkasýningar og ýmsar þemasýningar. Galdrasýningin er opin alla daga yfir veturinn og geta slíkar sýningar hangið uppi í allt að mánuð í senn. Í húsinu, sem býr yfir litlu hljóðkerfi, er einnig hægt að halda tónleika, halda fyrirlestra og námskeið, veislur og boð. Á Galdrasýningunni er rekinn veitingastaður.

Handverkshópurinn Strandakúnst s. 663 4097 netfang: igga@internet.is Handverkshópurinn Strandakúnst hafði síðastliðið sumar aðsetur í gömlu sjoppunni á Hólmavík. Þar er á ferðinni hópur hand– verksfólks af Ströndum sem selur og sýnir hvers kyns handverk; prjónavörur, trémuni, keramik og skart, svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn heldur reglulega tjaldmarkaði, kolaportsdaga og jólamarkaði.

Hnyðja, Höfðagötu 3 S. 451 3510 Netfang: strandabyggd@ strandabyggd.is Hnyðja er nýuppgerður salur af minni gerðinni, staðsettur á neðri hæð Þróunar– setursins á Hólmavík, þar sem Strandabyggð hefur jafnframt skrifstofur sínar. Hnyðja er frábær vettvangur undir margskonar listsýningar og aðra viðburði af smærri gerðinni; sér í lagi tónleika, upplestra, námskeiðahald eða fyrirlestra. Þar hefur einnig verið haldin ljósmyndasýning.

Kaupfélagið á Hólmavík, Höfðatúni 4 s. 455 3100 netfang: jon@ksholm.is Í rúmgóðum og björtum veitingasal Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík hafa verið haldnar málverka- og ljósmyndasýningar. Ekki hafa verið settar neinar reglur um sýningartíma. Jón Eðvald Halldórsson ráðstafar salnum. Jafnvel væri mögulegt að halda þar aðra viðburði. Áhugasamir geta beint fyrirspurnum til Jóns, sem tekur allar hugmyndir til skoðunar.

Drangsnes

Samkomuhúsið Baldur, Drangsnesi s. 844 8701 netfang: hjorturck@gmail.com Salarkynnin í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi líkjast þeim í hefðbundnum félagsheimilum. Þar er gott að halda tónleika, leiksýningar, dansleiki, veislur og margvíslegar samkomur aðrar. Í salnum er gott svið og eldhúsaðstaða.

DREIFBÝLI

Félagsheimilið Árnes, Trékyllisvík s. 451 4007 & 451 4001 netfang: arneshreppur@simnet.is Félagsheimilið í Trékyllisvík hýsir reglulega viðburði af ýmsum toga; allt frá skákmótum og tónleikum til leiksýninga og stórdansleikja. Það er oddviti Árneshrepps sem ráðstafar húsinu og svarar fyrirspurnum.

Hótel Djúpavík, Reykjarfirði s. 451 4037 netfang: djupavik@snerpa.is Á Hótel Djúpavík er fyrirtaksaðstaða fyrir hvers kyns listviðburði. Í matsal hótelsins hafa verið haldnir tónleikar, leik- og listsýningar, en auk þess hefur hótelið yfir að ráða afar skemmtilegu rými í gömlu síldarverksmiðjunni á staðnum. Þar er nokkuð hrárri salur sem hentar sérstaklega vel fyrir listsýningar af ýmsum toga. Þar hafa jafnframt verið haldnar leiksýningar og tónleikar, til að mynda með hljómsveitinni Sigur rós. Hótel Djúpavík er opið allt árið.

Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði s. 451 3380 netfang: laugarholl@laugarholl.is Í húsakynnum Hótels Laugarhóls var áður Klúkuskóli. Gamli íþróttasalurinn nýtist nú undir margvíslegar uppákomur og menningarviðburði. Þar eru reglulega haldnir tónleikar, dansleikir, námskeið, veislur og fleira. Hótelið er opið árið um kring.

Kaffi Norðurfjörður, Norðurfirði s. 451 4034 & 692 6096 netfang: kaffi@nordurfjordur.is Kaffi Norðurfjörður er opið sumarlangt. Veitingasalurinn tekur um 50 gesti í sæti og þar rúmast ýmsar uppákomur af minni gerð. Gjarnan hafa verið haldnir tónleikar á Kaffi Norðurfirði en vel má hugsa sér viðburði af

LIST Á VESTFJÖRÐUM 29

nýta í ýmislegt. Daglegri sumaropnun lýkur um miðjan september, en eftir það er opið fyrir hópa auk þess sem ýmsir viðburðir eru haldnir á hótelinu yfir veturinn. Hafa má samband við staðarhaldara vegna listrænna fyrirspurna hvenær árs sem er.


öðrum toga í rýminu. Vertarnir svara öllum fyrirspurnum þess efnis.

LIST Á VESTFJÖRÐUM 30

Kjörbúðin Óspakseyri, Bitrufirði s. 857 4800 netfang: kjorbudin@hotmail.com Kjörbúðin Óspakseyri opnaði síðsumars 2012, en þá var öld liðin frá því verslunarrekstur hófst á Óspakseyri. Kjörbúðin er nú hefðbundin nýlenduvöruverslun og en þar er meðal annars til sýnis og sölu vestfirskt handverk, sem rekstrarstýra vill gjarnan auka. Í versluninni væri einnig hægt að halda litlar ljósmyndasýningar, handverksýningar og fleira og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband. Í vetur verður opið á laugardögum, milli 13 og 18. Dagleg opnun hefst á ný í sumarbyrjun.

Minja- og handverkshúsið Kört, Árnesi s. 451 2025 & 841 2025 netfang: arnesey@gmail.com Í Minja- og handverkshúsinu Kört er bæði að finna minjasafn og handverksverslun, eins og nafnið gefur til kynna. Þar er til sýnis og sölu ýmiss konar handverk og listmunir úr smiðju fólks úr héraðinu eða tengdu því; allt frá skúlptúrum úr rekavið til textílverka, frá skartgripum til muna úr hvalbeini. Opið er daglega á sumrin en eftir samkomulagi á veturna.

Sauðfjársetur á Ströndum, Sævangi s. 451 3324 & 823 3324 netfang: saudfjarsetur@strandir.is Í Sævangi er fyrirtaks aðstaða til að setja upp ljósmynda- og málverkasýningar, innsetningar eða halda smærri leiksýningar og tónleika. Þar má líka halda upplestra og fyrirlestra, fundi, námskeið og margt fleira. Sé þess óskað má sameina viðburðina borðhaldi, þar sem kaffistofan Kaffi kind er starfrækt í húsinu.

Suðursvæði BÍLDUDALUR

Baldurshagi, Tjarnarbraut 4 s. 866 2128 netfang: bylta@vesturbyggd.is Félagsheimili þeirra Bílddælinga hefur hýst margs konar viðburði í gegnum tíðina. Þar rúmast vel stærri tónleikar og leiksýningar, enda er í húsinu gott svið. Í Baldurshaga hafa einnig verið haldnar myndlistarsýningar og rúmgott anddyrið má líka nýta í ýmislegt. Á staðnum er eldunaraðstaða. Hljóðkerfi má fá leigt hjá leikfélagi staðarins fyrir lítið.

Gallerí Dynjandi, Dalbraut 1 s. 894 1684 netfang: jon@bildudalur.is heimasíða: whybildudalur.is Frá því að listagalleríið Gallerí Dynjandi opnaði árið 1998 hafa þar verið haldnar fjölmargar listsýningar; allt frá einkasýningum vestfirskra listamanna til samsýninga með

þátttakendum víðsvegar að úr veröldinni. Aðstandendur gallerísins stuðla líka að því að fá listamenn til starfsdvalar á staðnum. Galleríið er opið allt árið. Fyrirspurnum um sýningarrými og starfsdvöl er svarað í gegnum heimasíðuna. Hægt er að framreiða kvöldverði í tengslum við sýningar.

Skrímslasetrið, Strandgötu 7 s. 456 6666 netfang: skrimsli@skrimsli.is Rúmgott anddyri Skrímslasetursins býður upp á ýmsa möguleika fyrir listamenn. Hljómburður þykir afar góður og því er staðurinn tilvalinn fyrir tónleikahald, upplestur, litla dansleiki eða aðrar samkomur. Eins er mögulegt að setja þar upp myndlistarsýningar yfir sumarmánuðina. Skrímslasetrið er opið daglega á sumrin en mögulegt er að opna sýninguna yfir vetrarmánuði ef um stóra hópa er að ræða. Forstöðumenn Skrímslasetursins taka vel í allar fyrirspurnir um listviðburði.

PATREKSFJÖRÐUR

Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107 s. 456 2380 & 849 5351 netfang: jona49@simnet.is Félagsheimili Patreksfjarðar rúmar viðburði af öllum stærðum og gerðum; allt frá litlum leiksýningum upp í böll og kórtónleika. Í húsinu eru tveir salir. Annar tekur ríflega 100 manns í sæti en hinn rúmar yfir 200 manns. Í stærri salnum er svið og í húsinu er góð eldhúsaðstaða. Hljóðkerfi fylgir ekki húsinu en það er auðvelt að útvega.

Skjaldborg, Aðalstræti 27 s. 895 4010 netfang: odinn@patro.is Bíóhúsið Skjaldborg er í lykilhlutverki á samnefndri heimildarmyndahátíð sem haldin er um hvítasunnuna ár hvert. Skjaldborg hentar einnig afar vel undir leiksýningar, tónleika og hvers kyns gjörninga, enda er gott svið í húsinu. Sveitarfélagið á og rekur Skjaldborg, en Lionsklúbbur Patreksfjarðar sér um framkvæmdahliðina. Ekki þarf að greiða fyrir afnot af húsinu, sem ná einnig til afnota af hljóðkerfi, kösturum, tjaldi og skjávarpa. Það skilyrði er sett að Lionsklúbburinn fái að sjá um popp- og kóksölu.

Sjóræningjahúsið, Vatneyri s. 456 1133 netfang: alda@sjoraeningjahusid.is Sjóræningjahúsið á Patreksfirði er orðið reglulegur viðkomustaður hljómsveita á leið um landið, enda er aðstaðan á kaffihúsinu þar afar hentug til tónleikahalds. Þar er til dæmis haldin tónlistarhátíðin Pönk á Patró en fjölmargir tónlistarmenn hafa stigið þar á stokk undanfarin sumur. Á veturna er hægt að leigja kaffihúsið fyrir viðburði af ýmsum toga, ýmist með eða án veitinga.

Stúkuhúsið, Aðalstræti 50 s. 456 1404 & 690 3610 Netfang: myrar@simnet.is Stúkuhúsið dregur nafn sitt af fyrra eignarhaldi, en það var í eigu stórstúku Góðtemplarareglunnar um tíma. Í vor opnaði þar lítið kaffihús á neðri hæðinni, en til stendur að stækka salarkynnin fyrir næsta sumar. Salurinn rúmar nú um 25 manns í sæti og er lítill og notalegur. Þar koma gjarnan fram trúbadorar, en erfitt væri að rúma plássfrekari hljómsveitir. Vertarnir sjá líka fyrir sér að upplestrar og ljóðaflutningur hæfi plássinu afar vel. Opnunartími er stopulli yfir veturinn en sumartímann, en þó er opið öll föstudags- og laugardagskvöld, á sunnudagseftirmiðdögum og í hádeginu flesta virka daga.

Veitingastofan Þorpið, Aðalstræti 73 s. 456 1295 & 894 1295 netfang: bjarkalundur@bjarkalundur.is Á Veitingastofunni Þorpinu má halda myndlistarsýningar og ljósmyndasýningar og eigendur geta vel hugsað sér að hýsa aðra viðburði af smærri gerð. Opnunartími staðarins styttist á haustin, þegar opið er í hádeginu og á kvöldin en lokað yfir miðjan daginn.

TÁLKNAFJÖRÐUR

Veitingastofan Tígull, Strandgötu 32 s. 893 2404 netfang: anna.kristina@internet.is Tígullinn á Tálknafirði er smár í sniðum. Veitingastofan rúmar um 25 manns í sæti og hentar því helst fyrir viðburði af sömu stærðargráðu; trúbadora, upplestra eða þvíumlíkt. Vertinn segir einnig mega leita til Tígulsins varðandi litlar myndlistarsýningar. Opið verður öll kvöld í vetur, frá 18-21.

Dunhagi, Tálknafirði s. 861 7077 netfang: krist.an@centrum.is Dunhagi var lengi vel félagsheimili Tálknfirðinga og hefur hýst ótal uppákomur í gegnum tíðina. Húsið er nú í eigu kvenfélagsins Hörpu og hentar vel undir minni viðburði; tónleika, litlar leiksýningar, upplestra og jafnvel myndlistarsýningar.

DREIFBÝLI

Félagsheimilið Birkimelur, Barðaströnd s. 450 2300 netfang: elsa@vesturbyggd.is Í félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd rúmast sýningar af ýmsum toga. Þar eru reglulega haldnar leiksýningar, tónleikar, fundir og fleiri viðburðir. Í salnum er lítið svið.

Handverkshúsið Gullhóll, Hænuvík s. 456 1574 & 841 8113 netfang: haenuvik@mi.is Handverkshúsið Gullhóll er rekið samhliða ferðaþjónustu í Hænuvík. Þar er til sölu


Hótel Breiðavík, Breiðavík s. 456 1575 netfang: breidavik@patro.is Hótel Breiðavík er í samnefndri vík, í næsta nágrenni við Látrabjarg. Þar er opið frá maíbyrjun til septemberloka. Hingað til hafa ekki verið haldnar sýningar á Hótel Breiðavík, en staðarhaldarar eru opnir fyrir því að svo verði í framtíðinni. Áhugasamir eru því hvattir til að hafa samband.

Hótel Flókalundur, Vatnsfirði s. 456 2011 netfang: flokalundur@flokalundur.is Á Hótel Flókalundi er rekin lítil minjagripaverslun þar sem lögð er áhersla á handverk úr héraði; glerlist, leirmuni og fjölmargt annað. Á hótelinu hafa einnig verið haldnar ýmsar myndlistarsýningar og mega áhugasamir um slíkt gjarnan leita til hóteleigenda. Flókalundur er sumarhótel og opið frá miðjum maí og fram í september ár hvert.

REYKHÓLAHREPPUR REYKHÓLAR

Báta- og hlunnindasýningin á

Reykhólum, Maríutröð s. 434 7830 netfang: info@reykholar.is Báta- og hlunnindasýningin er til húsa í gamla samkomuhúsinu á Reykhólum, í sama húsi er upplýsingamiðstöð ferðamannsins. Þar er góð aðstaða til myndlistarsýninga. Sýningin var í samstarfi við Dalir og Hólar árið 2012, með myndlistarsýningu frá nemendum Reykhólaskóla 2011 og stefnir á að halda áfram samstarfi við listamenn árið 2013. Einnig hafa verið haldin ljóðakvöld, kaffihúsakvöld, súpufundir, leiksýningar og fleira á sýningunni og eru aðstaðendur hennar opnir fyrir fleiri nýjungum. Opið er daglega yfir sumarið en lokað yfir veturinn.

Sjávarsmiðjan, Reykhólum s. 577 4800 netfang: sjavarsmidjan@ sjavarsmidjan.is Í Sjávarsmiðjunni á Reykhólum, sem fólk sækir helst heim til að stunda þaraböð, er lítið kaffihús sem vel má nýta undir listviðburði. Húsráðendur taka fyrirspurnum um myndlistarsýningar, tónleika í minni kantinum og jafnvel sýningar stærri verka á lóðinni fagnandi. Sem stendur er Sjávarsmiðjan lítið opin yfir veturinn, en áhugasamir eru hvattir til að hafa samband.

KRÓKSFJARÐARNES

Handverksfélagið Assa, Össusetri í Króksfjarðarnesi s. 894 1011 netfang: info@reykholar.is

markaði undir sama þaki; handverksmarkað, nytjamarkað og bókamarkað. Á handverks­ markaðnum fæst handunninn varningur úr héraði af ýmsu tagi; lopapeysur og prjónavörur, munir unnir úr tré og horni, skartgripir, leðurvörur og svo mætti lengi telja. Össusetur er opið daglega yfir sumartímann en stopulla yfir veturinn.

DREIFBÝLI

Hótel Bjarkalundur, Reykhólasveit s. 434 7762 & 894 1295 netfang: bjarkalundur@bjarkalundur.is Á Hótel Bjarkalundi hafa verið haldnar ýmsar sýningar á málverkum og fleiru. Þar er ágæt aðstaða til sýninga, enda eru tveir salir og setustofa á hótelinu. Í Bjarkalundi eru einnig reglulega haldnir tónleikar af ýmsum toga. Hótelið er opið frá byrjun maí og út október en lokað yfir háveturinn.

Hótel Flatey, Flatey s. 555 7788 netfang: info@hotelflatey.is Hótel Flatey er opið yfir sumarmánuðina þrjá. Í samkomuhúsinu, sem jafnframt er veitingasalur hótelsins, er svið sem nýtist vel undir tónleika og hvers kyns list- og menningarviðburði. Á hótelinu hafa einnig verið myndlistarsýningar, en miðað er við að þær tengist allar eynni. Hótel Flatey er afar vinsæll viðkomustaður tónlistarmanna og því alla jafna þéttbókað fram í tímann.

Handverksfélagið Assa starfrækir þrjá

Aukakrónur

L.is í nýjum búningi

Þú hefur gott yfirlit um Aukakrónuviðskipti þín, síðustu færslur, afsláttarkjör og staðsetningu fyrirtækja í Aukakrónuviðskiptum.

Hagnýtar upplýsingar Þú getur lesið fréttir á Landsbankavefnum, fengið upplýsingar um gengi gjaldmiðla og markaði.

Útibú og hraðbankar Þú getur fundið fljótt og vel staðsetningu allra útibúa og hraðbanka Landsbankans á gagnvirku korti ásamt leiðbeiningum um stystu leiðina í næsta útibú.

Nú er enn auðveldara en áður að komast í Landsbankann þegar þú ert á ferðinni. L.is farsímavefurinn er kominn í nýjan og glæsilegan búning með breyttri uppsetningu og auðveldara aðgengi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Gjafakort Landsbankans Þú getur flett upp inneign þinni á Gjafakorti Landsbankans með því að slá inn síðustu átta tölurnar í númeri kortsins.

Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is

LIST Á VESTFJÖRÐUM 31

ýmislegt handverk sem að mestu leyti er úr smiðju heimilisfólksins sjálfs; konurnar þrjár í Hænuvík prjóna helst, hekla og bródera, en heimilisfaðirinn rennir rekavið og tré úr Hallormsstaðaskógi. Aðstandendur Gullhóls segja handverksfólki velkomið að hafa samband varðandi mögulega sölu, en þau leggja þó mikla áherslu á íslenskan efnivið og handverk. Opið er allt árið.


List á Vestfjörðum  

Kynningarrit Félags Vestfirskra listamanna 2012

List á Vestfjörðum  

Kynningarrit Félags Vestfirskra listamanna 2012

Advertisement