Page 1

_______________________________________________________________________ Fréttabréf nr. 1 apríl 2004 _______________________________________________________________________

Aðalfundur SPOEX 15. apríl 2004 Aðalfundur SPOEX verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl á Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá fundarins Skýrsla formanns Valgerður Auðunsdóttir Venjuleg aðalfundarstörf Bláa Lónið - Ný húðlækningastöð fræðsla, meðferð, þekking, árangur Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar Bláa Lónsins Kaffiveitingar Áhrif húðsjúkdóma á kynlíf, hvað er til ráða Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur.

Félagsskírteini Félagsskírteini fyrir árið 2004 eru nú send öllum félagsmönnum. Við vonum að þeir félagsmenn sem einhverra hluta vegna hafa ekki greitt félagsgjöldin geri skil sem allra fyrst því rekstur félagsins byggist á góðum skilum félagsgjalda. Einnig minnum við á að jólakortin er eina fjáröflun félagsins og hefur því mikla þýðingu fyrir rekstur félagsins. Hægt er að leggja greiðsluna inn hjá Sparisjóði vélstjóra Borgartúni 18, 105 Reykjavík á reikning félagsins nr. 1175-26-7735.

Heimasíða SPOEX SPOEX opnaði 24. febrúar sl. nýja og glæsilega heimasíðu slóðin er www.psoriasis.is Gunnar Reyr Sigurðsson einn af félagsmönnum okkar sá alfarið um hönnun og uppbyggingu heimasíðunnar og gaf félaginu alla vinnu sína, við þökkum honum kærlega fyrir. Á heimasíðunni er hægt að nálgast allt það nýjasta sem er á döfinni hjá félaginu, nýjustu tilboð, allar upplýsingar um félagið, upplýsingar um psoriasis og exem og þau meðferðarúrræði sem í boði eru. Hægt er að lesa góðar greinar, fréttabréf félagsins og fræðsluefni. Upplýsingar eru um Göngudeild SPOEX, göngudeildir á landsbyggðinni og starfandi húðlækna. Heimasíðan er full af fróðleik og hagnýtum upplýsingum og vonumst við til að hún komi sem flestum til góða. Það er okkur ánægja að segja frá því að allmargir félagsmenn hafa bæst í hópinn eftir að heimasíðan komst í gagnið og er það jákvætt fyrir stafsemi félagsins. Við viljum bjóða nýja félagsmenn sérstaklega velkomna og vonumst til að enn fleiri bætist í hópinn.


Ferðatilboð Plúsferða vorferðir 2004 Við fögnum hækkandi sól og bjóðum upp á úrvals tilboð í sólarlandaferðir í vor. Veittur er 20.000 króna afsláttur á mann og hefur afslátturinn verið reiknaður inn í verðið hér að neðan. Miðað er við 2 í íbúð og eru fararstjórar með í för. Innifalið: akstur til og frá flugvelli og flugvallarskattar. Krít 25. apríl í 29 daga Tilboðsverð frá. 66.130

Mallorca 26. apríl í 24 daga Tilboðsverð frá. 57.530

Portúgal 24. apríl í 24 daga Tilboðsverð frá 62.030

Benidorm 25. apríl í 24 daga Tilboðsverð frá kr. 69.960

Costa del Sol 2. maí í 30 daga Tilboðsverð frá kr. 69.230.

Ferðatilboð Úrvals - Útsýnar vorferðir 2004 Vorferðir þar sem boðið er upp á aukna þjónustu og dagskrá. Fararstjórar, skemmtanastjóri og hjúkrunarfræðingur eru með í för.Veittur er 20.000 króna afsláttur á mann sem eru sömu kjör og eldriborgarar fá og hefur afslátturinn verið reiknaður í verðlista sumarsins. Innifalið: akstur til og frá flugvelli og flugvallarskattar. Mallorca 26. apríl í 24 daga

Portúgal 24. apríl í 24 daga

Krít 25. apríl í 29 daga

Costa

del Sol 2. maí í 30 daga

Allar nánari upplýsingar um ferðirnar eru veittar á skrifstofu Plúsferða s: 535-2100 og á skrifstofu Úrvals – Útsýnar í síma: 585-4100. Einnig er hægt er að sjá upplýsingar um ferðatilboðin á heimasíðu SPOEX.

Bláa Lónið – Heilbrigðisþjónusta fréttabréf     

SPOEX vill benda á að Bláa Lónið – Heilbrigðisþjónusta gefur út rafrænt fréttabréf sem kemur út á þriggja mánaða fresti. Allir þeir sem skrá netfang sitt fyrir 14. apríl verða settir í pott og munu 5 heppnir aðilar fá óvæntan glaðning frá Bláa Lóninu. Skráning fyrir fréttabréf er á netfangið medferd@bluelagoon.is Bláa Lónið – Heilbrigðisþjónusta meðferð Vegna fjölda fyrirspurna vill SPOEX benda á að til að komast í meðferð hjá Bláa Lóninu – Heilbrigðisþjónustu skal fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu leita til húðsjúkdómalækna en fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins til heimilislækna. Heilbrigðisyfirvöld greiða meðferðar- og gistikostnað innlendra meðferðargesta. Bláa Lónið – Heilbrigðisþjónusta er opin: Mánudaga 10:00-20:00 Föstudaga 10:0-15:00 Þriðjudaga 10:00-15:00 Laugardaga 09:00-14:00 Miðvikudaga 10:00-20:00 Sunnudaga Lokað Fimmtudaga 10:00-15:00 Rauða daga Lokað Sími 420-8815  Fax 420-8834  www.bluelagoon.is  medferd@bluelagoon.is

frettablod-april2004  

Aðalfundur SPOEX 15. apríl 2004 Dagskrá fundarins Aðalfundur SPOEX verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl á Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38....