Page 1

Sjálfsbjargarfréttir

Fréttablað Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, 33. árg. 1. tbl. 2012

Nauðsynlegt að rjúfa einveru

Bjarta ljósið er hópur á Facebook

Að finna hagnýtar upplýsingar


Sjálfsbjargarfréttir

pistill

Formanns

Ásta Dís Guðjónsdóttir formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu

Það er mér ljúft og skylt sem nýjum formanni félagsins að stinga niður penna og þakka fyrir ánægjulegt sumar. Eins og flestir vita fellur hið fjölbreytta félagsstarf hjá Sjálfsbjörg niður yfir sumartímann en þá tekur sjálfboðaliðahópur Krika við keflinu og ég er stolt af því að hafa tilheyrt þeim góða hópi enda áttum við frábært, sólríkt og eftirminnilegt Krikasumar. Salurinn okkar fékk upplyftingu í sumar þegar hann var stækkaður um geymsluna í enda salarins, fékk nýja klæðningu á austurhlið, nýja glugga og um leið bjartara yfirbragð. Vegna þessa varð svolítil röskun á starfinu og vona ég að það hafi ekki komið að sök, en vil um leið nota tækifærið og þakka öllum sem að þessu verkefni komu og starfsfólkinu okkar fyrir dugnað og að standa sig með prýði þrátt fyrir aukið álag. Við misstum nokkra félaga á árinu og er þeirra saknað. En um leið kveðjum við með vinsemd og þökk fyrir samstarf og samveru liðinna ára. Þá höfum við

Sjálfsbjargarfréttir – 33. árg. 1. tbl. 2012 Útgefandi: Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, 104 Reykjavík, sími: 551 7868, netfang: rfelag@sjalfsbjorg.is. Forsíðumyndina tók Guðlaug M. Christensen af haustlitunum í Þingvallasveitinni. Umsjón með útgáfu: Gunnar Kr. Sigurjónsson. Umbrot og hönnun: G10 ehf. – umbrot og hönnun | gunnar@10.is Prentun: Litlaprent ehf., Skemmuvegi 4, Kópavogi. Ritnefnd: Ásta Dís Guðjónsdóttir (ábm.), Hilmar Guðmundsson, Jóna Marvinsdóttir. Ljósmyndir: Hössi H. (Höskuldur Þór Höskuldsson), Ásta Dís Guðjónsdóttir, Gunnar Kr. Sigurjónsson o.fl., m.a. úr einkasafni einstaklinga.

2

fengið til liðs við okkur nýja félagsmenn sem hafa nú þegar sýnt og sannað að þeir bera gæfu til að vera félaginu styrkur inn í framtíðina og vil ég bjóða þá velkomna til starfs og leiks. Það er einlæg ósk mín að með því að fá til liðs við félagið fleira ungt, fatlað fólk megi endurskoða stefnur og strauma félagsins frá fyrri árum og jafnvel finna nýjar leiðir til að takast á við það sem á okkur brennur og skýra þá braut sem við veljum okkur í baráttunni sem framundan er. Ég held nefnilega að í hönd fari sá tími sem við þurfum að standa saman sem aldrei fyrr. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlaða hefur enn ekki verið lögfestur og skerðingar frá árinu 2009 eru enn að íþyngja okkur þrátt fyrir loforð um að þær yrðu eingöngu tímabundnar á meðan illa áraði. Á meðan megum við horfa upp á ráðamenn þjóðarinnar hygla sjálfum sér og öðrum háttsettum með auknum lífeyrisréttindum, beinum launahækkunum, hærri greiðslum fyrir nefndasetur og auknum sporslum á meðan þeir halda áfram að skera niður hjá þeim sem síst mega við því. Enn er skorin niður þjónusta í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfun og forvarnir nýtast ekki vegna mikils kostnaðar, bensínstyrkir og styrkir til bifreiðakaupa og breytinga bifreiða fyrir fatlaða ökumenn, eru ekki í neinu samræmi við raunverð. Ferðaþjónustan er boðin út án tillits til hagsmuna þeirra fötluðu, greiðslur hafa lækkað til flestrar þjónustu við fatlaða og enn er ýmsu ábótavant í húsnæðismálunum. Við þurfum

að skoða hug okkar til margs eins og staðan er nú á árinu 2012 og ákveða hverju viljum við breyta, hvaða slag við eigum að taka og hvar er komið gott. Ég vil á þessum tímamótum minna á að við getum horft stolt til baka. Arfleifð félagsins er mikil og góð og við höfum oft látið til okkar taka þegar þess hefur þurft. Þjónustumiðstöðin er dæmi um nýlegt verkefni félagsins sem sýnir að við höfum ekki enn lagt upp laupana og bygging Sjálfsbjargarheimilisins á sínum tíma var ekkert minna en hreint stórvirki. Er það ekki einmitt svo að „sameinaðir stöndunum vér, sundraðir föllum vér“? Ég vil hér að lokum minna á Súpu og samveru, sem hefur verið á þriðjudögum undanfarið en verður í vetur bæði á þriðjudögum og á fimmtudögum. Við vonumst til þess að nýr tími á fimmtudögum verði til þess að félagsheimilið nýtist betur til samveru að degi til og er meiningin að koma af stað hópastarfi s.s. prjónahópi, föndurhópi, spilahópi o.s.frv. ef þátttaka næst. Við verðum með öflugt félagsstarf í vetur eins og sjá má á dagskránni en allt félagsstarf er rekið í sjálfboðavinnu og fyrir velvild bæjarfélaga, aðildarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem styrkja okkar góða starf af mikilli óeigingirni og þakka ég þeim hér með fyrir hönd félagsins. Ég hlakka til samstarfsins og er viss um að saman eigum við Sjálfsbjargarfélagar bjarta framtíð á komandi árum.


rjúfa einveru og hitta fólk,“

Sjálfsbjargarfréttir

„Nauðsynlegt að

segir Jóna Marvinsdóttir, sem er í forsvari fyrir Súpu og samveru í Hátúni 12 Á hverjum þriðjudegi og hverjum fimmtudegi í vetur, verður boðið upp á svokallaða Súpu og samveru í Sjálfsbjargarsalnum í Hátúni 12. Þetta er þriðji veturinn sem Jóna er í forsvari fyrir starfsemina og nýtur dyggrar aðstoðar Þórunnar Elíasdóttur og Önnu Sigríðar Antonsdóttur. Alltaf er boðið upp á góða og matarmikla súpu, brauð og álegg, auk þess sem gestir geta iðulega fengið með sér brauð- og grænmeti á þriðjudögum. „Ég er ættuð að vestan,“ segir Jóna, „en flutti 1968 til Reykjavíkur. Þegar ég var rétt að verða 15 ára var ég í leikfimi í skóla, að gera æfingu, þegar ég missti jafnvægið, fékk hnykk á hálsinn og það blæddi inn á mænuna. Þetta orsakaði lömun og ég hef verið öryrki eftir þetta slys. Ég hef starfað við allt mögulegt og ómögulegt í gegnum tíðina, en eftir að ég missti vinnuna hef ég komið hingað og séð um súpuna og það hefur gefið mér heilmikið og um nóg er að hugsa.“ Jóna segir að á þriðjudögum sé iðulega boðið upp á grænmeti, sem fólk geti fengið heim með sér, en það fær Sjálfsbjörg að gjöf frá Sölufélagi garðyrkjumanna. „Svo fáum við líka alls konar brauð frá Reyni bakara á Dalvegi og Sveinsbakaríi í Arnarbakka. Þetta er ómetanlegur stuðningur sem við kunnum vel að meta. Við höfum líka fengið styrki frá Pokasjóði og sóttum nýverið um styrk frá Reykjavíkurborg.“

– Og hvað kosta herlegheitin? „Súpan, ásamt meðlæti, kostar 300,- kr. í hvert skipti, en svo er hægt að kaupa kort fyrir 3.000,kr., en það eru 11 miðar á kortinu. Þetta er eins ódýrt og hægt er að hafa það. Auk þess eru fimmtudagarnir komnir sterkt inn. Þá bjóðum við upp á lengri samveru, konurnar hafa prjónað eða unnið við aðra handavinnu og karlarnir oft tekið í spil og ýmislegt fleira. Hugmyndin er líka að reyna að bjóða upp á utanaðkomandi skemmtiatriði, svo sem söng, hljóðfæraleik, dans, upplestur o.fl. Á hverju vori er farið í dagsferð og á sumrin flyst starfsemin upp í Krika. Ég hef eldað kjötsúpu

1–2 sinnum á ári, sem hefur verið mjög vinsæl, og er hún seld gestum og gangandi til styrktar Krika. Við viljum gjarnan fá tillögur frá fólki, hvað það vill sjá og hvað það vill gera hér í Súpu og samveru. Í desember hefur svo verið jólamatur og þá höfum við alltaf fengið góðan afslátt hjá Ásbirni Ólafssyni. Við höfum fengið um 60 manns í matinn og allir himinlifandi glaðir. Það er nauðsynlegt að rjúfa einveru og hitta fólk. Þetta er einmitt vettvangurinn til þess, mjög gefandi og fólk eignast góða vini,“ segir Jóna að lokum. GKS

Þær sjá um Súpu og samveru, Jóna Marvinsdóttir, Þórunn Elíasdóttir og Anna Sigríður Antonsdóttir.

3


Sjálfsbjargarfréttir

Kristín R. Magnúsdóttir umsjónarmaður Krika, við Elliðavatn

4

Gott sumar í Krika Hvað er Kriki? Hann er paradís Sjálfsbjargar og það vita allmargir nú þegar. Gestakomum fjölgar ár frá ári. Á nýliðnu sumri voru fleiri viðburðir en árin áður og það hafði sitt að segja. Sumarið var einstaklega gott, nánast sól upp á hvern dag og sólpallurinn oftast þétt setinn. Fastir liðir voru: Vöfflubakstur á sunnudögum, grillaðar pylsur á föstudögum og smurt brauð með kaffinu á þriðjudögum. Hinn vinsæli Bátadagur í ágúst og Haladagar í júní og júlí og Prjónadagar og kjötsúpudagur. En alltaf er það blessuð sólin og góða veðrið sem draga mest að eins og vera ber. Út og suður– hópurinn (40 ára+) og Klúbburinn Geysir, koma á hverju sumri. Það kom einn bekkur yngri barna úr Vatnsendaskóla, ásamt kennurum og unglingahópur frá CP–félaginu. Einnig

komu nokkrir aðrir hópar, bæði fatlaðra og ófatlaðra. Sumir pöntuðu vöfflur með kaffinu, en flestir leigðu grillið og grilluðu sjálfir handa sínu fólki. Á bakvið hús er kominn vísir að garði, með rifsberjarunnum, rabarbara og myntu. Sjálfboðaliðar höfðu opið alla daga vikunnar frá maí og fram í september, þó var aðeins opið á sunnudögum í september.

Ég þakka samverkafólki mínu, svo og gestum, fyrir frábært sumar. Megi næsta sumar einnig verða okkur gott. Kristín Kriki

Leiga á salnum

Salur félagsins að Hátúni 12, er til leigu fyrir veislur og fundarhöld. Hann er tilvalinn fyrir fermingarveislur, afmæli, útskriftarveislur, brúðkaup, erfidrykkjur og ýmsa mannfagnaði. Upplýsingar í síma 551-7868. Netfang: rfelag@sjalfsbjorg.is og annakristin@sjalfsbjorg.is Leiguverð: 20.000,- kr. fyrir félagsmenn 40.000,- kr. fyrir aðra.


Sjálfsbjargarfréttir

Þekkingarmiðstöðin

Guðbjörg Kristín (Didda), Rannveig, Guðný, Sigurbjörg og Andri, fyrir utan þekkingarmiðstöðina í Hátúni 12.

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar var opnuð formlega 8. júní síðastliðinn. Í dag starfa þar 5 ráðgjafar í 3,75% stöðugildum. Þekkingarmiðstöðin er opin frá 10–16 alla virka daga og er hægt að koma við hjá okkur á þeim tíma í Hátúni 12, þar er alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir. Þú getur líka hringt til okkar í síma 5 500 118. Þekkingarmiðstöðin er á Face­ book og Twitter, við komum með nýjar upplýsingar á Face­ book daglega og erum þakklát fyrir aðstoð við að deila síðunni og hvetjum fólk til að „líka við“ síðuna. Hlutverk Þekkingarmiðstöðvarinnar er m.a. að safna og miðla upplýsingum sem gagnast hreyfi­ hömluðu fólki um allt land. Þar sem markmið Þekking­ar­mið­ stöðv­ar­inn­ar er að vera hlut­laus og óháð taka ráð­gjaf­ar henn­ar ekki þátt í hags­muna­bar­áttu né

fylla út umsóknir fyrir einstaklinga. Á vefsíðu Þekkingarmiðstöðvarinnar www.thekkingarmidstod.is

er að finna hagnýtar upplýsingar um flest allt sem gagnast fötluðu fólki í daglegu lífi svo sem um aðgengi, reynslu fólks af gistingu innanlands og erlendis, þjónustu sveitarfélaganna og hjálpartæki. Ef spurningar vakna við skoðun vefsíðunnar er t.d. hægt að hafa samband við okkur í gegnum svarbox á síðunni frá klukkan 10–16. Einnig viljum við hvetja fólk til að senda okkur upplýsingar af eigin reynslu t.d. af ferðalögum innanlands. Þessar upplýsingar er mikilvægt að hafa á vefsíðunni. Á vefnum finnur þú líka upplýsingar um öll námskeið sem eru á döfunni og tengjast á einn eða annan hátt daglegu lífi hreyfihamlaðs fólks. Ef þú hefur hugmynd um námskeið hafðu þá samband við Þekkingarmiðstöðina. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Sjálfsbjargarfréttir

Rannveig Bjarnadóttir hjá Þekking­ ar­miðstöðinni í Hátúni 12


Sjálfsbjargarfréttir

Hilmar Guðmundsson er í varastjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu

Tekjur öryrkja Að fjalla um tekjur öryrkja eða afkomu getur verið flókið mál, því fólk hefur tekjur úr mismunandi áttum, þess vegna ætla ég aðeins að tala út frá TR. Tekjur frá TR eftir skatt eða það sem kemur í budduna því það er eina sem skiptir máli. Dæmi: Öryrki sem býr með öðrum og hefur enga aðrar tekjur en frá TR er með 156.153 kr. á mánuði eða 1.906.721 kr. á ári og á litla sem enga möguleika á að auka tekjur sínar því skerðingarákvæðin eru svo þröng. Þá kemur að því hvernig á að bæta afkomuna. Það sem liggur fyrir er að berjast þar fyrir hækkun á skattleysismörkum því það er það eina sem er til bóta. Að fara fram á launahækkanir er alveg tilgangslaust því þegar aurarnir koma í veskið er búið að hækka allar vörur og þjónustu

Tvennir tvíburar níræðir í ár

Á þessu ári vill svo skemmtilega til að tvennir tvíburar, sem tengjast Sjálfsbjörg, eiga níræðisafmæli. Það eru þær Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir og Svanhildur Snæbjörnsdóttir, en þær urðu níræðar nú 14. október. Hinar tvíburasysturnar eru Ólöf Ríkarðsdóttir og Ásdís Ríkarðsdóttir, sem urðu níræðar 14. júní. sl. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu óskar þeim innilega til hamingju með afmælið og í leiðinni er rétt að senda öllum sem hafa og munu eiga afmæli á árinu 2012 afmæliskveðjur. 6

sem við þurfum að nota, auk þess fer tæp 40% af hverri krónu beint til Ríkisins aftur að viðbættum vask sem hækkar þar sem vara og þjónusta hækkar. Í apríl á næsta ári eru kosningar til Alþingis og verðum við að nota tímann fram að því til þess að hamra á þingmönnum og ráðherrum til að lagfæra okkar kjör og greiða það til baka sem af okkur var haft frá árinu 2008 til dagsins í dag með því að fara ekki að lögum og hækka samkvæmt neyslu og/eða framfærsluvísitölu, það getur haft verulegar hækkanir í för með sér til okkar. Ef einhver er með tekjur annarstaðar frá eða aðrar bætur frá TR nema barnameðlög þá skerðast bætur hans um krónu á móti krónu, þannig að mjög erfitt er að auka tekjur sínar.

Jólabasar 1. desember

Jólahappdrætti og kaffisala Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu verður haldin laugardaginn 1. desember kl. 14:00, í félagsheimilinu Hátúni 12. Fjöldi góðra vinninga. Mætum öll og eigum saman ánægjulegan dag.

Minningarkort Sjálfsbjargar

Minningarkort Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu eru seld á skrifstofu félagsins. Einnig er hægt að hringja og panta eða senda tölvupóst. Sími á skrifstofu er: 551-7868. Netföng: rfelag@sjalfsbjorg.is og annakristin@sjalfsbjorg.is

Sundkort

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu gefur út sundkort gegn framvísun örorkuskírteinis, umönnunarkorts eða endurhæfingarskírteinis frá TR. Kortin eru afgreidd til 70 ára aldurs. Verð 1.200,- og 2.000,- kr. með hjálparmanni. Sundkortin gilda almanaksárið. Kortin eru útbúin á skrifstofu félagsins að Hátúni 12.


Bjarta ljósið er á Facebook Samtökin Bjarta ljósið voru stofnuð þegar Sunna Rós Baxter var að vinna í sjálfri sér og henni fannst tilfinnanlega vanta samtök, félag eða hóp fyrir fólk sem upplifði að það passaði ekki alls staðar inn, en vildi gjarnan vera í kringum fólk sem myndi skilja hvert annað. „Ég vildi ekki hóp sem var fyrir einhvern ákveðinn aldur eða þar sem allir eru með sama vandamálið eins og alkólisma eða eitthvað slíkt,“ sagði Sunna. „Ég vildi hafa þetta dreift á alla mögulega vegu, þannig að við gætum lært eitthvað nýtt, þar sem allir gætu hjálpað öllum, sama hvert vandamálið er, svona í flestum tilfellum. Það eru tæplega 600 manns í hópnum núna, af báðum kynjum, og er mikið um að fólk hittist og eins er spjallað á netinu. Nú á að fara vinna að nýrri heimasíðu, því eins og er erum við aðeins á Facebook. Þar verður spjall, hægt að taka allskonar próf og lesa um ýmiss konar einkenni, sjá hvenær fólk mun hittast og margt fleira. Þetta verður síða með mjög fjölbreyttu efni og upplýsingum fyrir fólk til að athuga hvort eitthvað gæti verið að þeim og hvernig hægt sé að leita sér aðstoðar. Árangurinn fram að þessu hefur verið mjög góður. Margir eru farnir að opna sig og deila reynslusögum, eitthvað sem fólk hefur ekki gert áður og eins leita margir sér persónulegrar hjálpar. Sumir hafa deilt inni á síðunni að þeim finnist þeir vera á lokapuntkinum og við gerum allt sem við getum til að hjálpa þeim upp aftur.

Sjálfsbjargarfréttir

Sunna Rós vill nota tækifærið hér í blaði Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, til þess að hvetja alla þá sem hafa áhuga á að kynnast Bjarta ljósinu Facebook–síðan er lokuð, betur, endilega að hafa Sunna Rós Baxter. þannig að sækja þarf um samband við sig. aðgang, en innan hennar er allt Þú getur t.d. sent Sunnu Rós mjög opið og frjálslegt, flest leyfi- skilaboð á Facebook og kynnt legt, svo framarlega sem borin er þér hvort þessi hópur, Bjarta virðing fyrir náunganum. Fólkið ljósið, sé eitthvað fyrir þig. Eins boðar sjálft til viðburða, hvenær ef þú þekkir einhvern sem á í og hvar á að hittast og allir eru sálarkreppu í augnablikinu, þá velkomnir. Sumir skrifa skilaboð á gætirðu bent honum/henni á síðuna, aðrir fylgjast bara með og hópinn og lagt þitt af mörkum lesa það sem þar er að finna. Það er fyrir viðkomandi einstakling. algjörlega undir hverjum og einum Það kostar ekkert að hafa samkomið á hvaða hraða viðkomandi band og fá nánari upplýsingar, vill taka þetta og hvað hver einstak- en ekki bíða með það, hafðu lingur er tilbúinn að gera. Sumt fólk samband strax í dag. hefur bara samband við mig, vegna þess að því finnst það nóg sem Veffang hópsins er: facebook.com/groups/bjartaljosid fyrsta skref og það bara gott mál.“ GKS

Fólk hefur verið mjög þakklátt fyrir þennan vettvang og sagt að þetta hafi hjálpað sér gríðaralega mikið.

7


Sjálfsbjargarfréttir

„Mikilvægast var að koma skilgreiningu

aðgengi fy

segja tvíburasysturnar Ólöf og Ásdís Ríkarðsdætur, en þær urðu níræ Tvíburasysturnar Ólöf og Ásdís Ríkarðsdætur urðu níræðar um miðbik júní sl. en Ólöf hefur starfað ötullega fyrir Sjálfsbjörg um áraraðir.

Ásdís og Ólöf Þær eru dætur hjónanna Maríu Ríkarðsdætur sitja á bekk sem Ólafsdóttur, saumakonu, frá Ríkarður faðir Dallandi í Borgarfirði eystra og þeirra skar út. Ríkarðs Jónssonar, myndhöggv-

ara og myndskera, sem fæddist í Tungu í Fáskrúðsfirði, en hann ólst upp á Strýtu við Hamarsfjörð. Þau kynntust í Danmörku, þar sem Ríkarður var í myndlistarnámi en María vann þar við fatasaum. Þau komu heim til Íslands 1913 og bjuggu sér fyrst 8

heimili í Reykjavík en síðar á Djúpavogi þar sem systurnar eru fæddar. „Síðar fór pabbi til frekara náms í Rómarborg og var meðal annars samtíða Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. Það var þá sem Davíð orti meðal annars ljóðið um Caprí Catarínu og pabbi skrifaði jafnharðan það sem Davíð þuldi upp, annars er óvíst að textinn hefði varðveist.“ Ólöf fékk mænuveiki þegar hún var tveggja ára gömul og fór hún fjórar ferðir til Danmerkur, tvær með föður sínum og tvær með móður sinni, til að leita lækninga. Eftir það gat hún gengið við tvo stafi. „Og pabba dreymdi fyrir þessu,“ segir Ásdís. „Í draumnum var hann á gangi með okkur börnin og allt í einu vantaði Ólöfu. Svo fann hann hana og þá var hún sokkin í pitt upp að mitti.“ „Þegar ég veiktist voru aðstæður mínar betri en margra annarra sem veiktust,“ segir Ólöf. „Það var farið með mig út til Danmerkur að fá spelkur og ég man að mamma mátti ekki koma inn til mín á sjúkrastofuna og þurfti að kíkja inn um dyragættina,“ sagði hún. „Þannig var tíðarandinn, en ég vildi auðvitað fá hana inn til mín. Eftir dvölina þar var eins og ég gleymdi íslenskunni um tíma og ég talaði

bara dönsku, því allir töluðu dönsku í kringum mig. Þegar ég kom heim sagði barn í næsta húsi að annar tvíburinn væri danskur og hinn íslenskur. Það var keypt handa mér þríhjól sem var drifið áfram með handafli. Pabbi og bróðir minn, sem var arkitekt, hönnuðu síðar handknúinn hjólastól, til útinotkunar, sem ég notaði í 25 ár til að komast um á þar til ég fékk mér bíl.“ Ásdís fór til píanónáms í Tónlistarskólanum og svo í framhaldsnám sem tón­mennta­kenn­­ari og Ólöf hélt í Sam­­vinnu­­skólann. Þrátt fyrir að Verzl­­un­­ar­­skól­inn væri við hlið heimilis þeirra á Grundarstíg, kom ekki til greina að hún færi í hann. „Pólitíkin var þannig þá, því pabbi var svo mikill vinstrimaður, en íhaldsmenn réðu ríkjum í Verzlunarskólanum. Því þurfti ég að fara í Samvinnuskólann við Sölvhólsgötu og fara stigana á hverjum degi upp á fjórðu hæð, en þá gekk ég við tvo stafi. Síðar vann ég við skrifstofustörf hjá KRON uppi á fjórðu hæð í 25 ár þar sem ekki var heldur lyfta,“ segir Ólöf. „Árið 1959 voru fyrstu fundirnir haldnir heima, þegar lögð voru drög að stofnun félags fyrir fatlaða, sem síðar varð Sjálfsbjörg. Fljótlega voru stofnaðar deildir um allt land og þegar mest


Sjálfsbjargarfréttir

á

rir fatlaða

æðar á árinu.

í byggingareglugerðir á Íslandi,“

var voru 17 félög starfandi. Það mikilvægasta sem félagið áorkaði, að mínu mati, var að koma því til leiðar að aðgengi fyrir fatlaða er nú skilgreint í byggingareglugerðum. Það hefði ekki tekist svo snemma ef ekki hefði verið fyrir Sjálfsbjörg og starf þeirra sem lögðu félaginu lið, þetta lyfti Grettistaki,“ segir Ólöf. Og þar sem Ólöf var svo vel að sér í dönsku, nýttust kraftar hennar vel í norrænu samstarfi, sem var bæði mikið og skemmtilegt að hennar sögn. „Þar kynntist ég því hvernig byggingarlöggjöf hinna Norðurlandanna var og við komum þessu í gegnum Alþingi hér. Hin löndin voru svo miklu framar í að jafna réttindi fatlaðra.“ Þær sögðu að fyrsti hjólastóllinn hafi komið á vegum félagsins upp úr 1960, en áður hafi verið eins og ekki væri ætlast til að fatlaðir færu ferða sinna. Til dæmis mundu þær systur eftir stúlku um tvítugt, sem hafði fengið lömunarveiki, en þurfti að skríða um á gólfinu til að færa sig til.

fund Jóhönnu Sigurðardóttur og með hennar hjálp tókst okkur að koma í veg fyrir þetta. Það stóð tæpt, en tókst samt. Á sama tíma komu einnig fram einstaklingar sem vildu breyta um nafn á landssambandinu, bara til að breyta, en það náði ekki fram, sagði Ólöf “ Ásdís og Ólöf sögðust mjög ánægðar með með starfsemi Halaleikhópsins og vildu gjarnan nefna hið frábæra starf þeirra í þeim tilgangi að fleiri vissu af starf­semi leikhópsins.

um árin, þá er full þörf á svona félagi í dag, segja þær systur, því Ólöf og Ásdís aldrei má láta deigan síga. á heimili sínu í „Sífellt þarf að viðhalda bar- Reykjavík. áttunni og nauðsynlegt er að forysta félaganna sé sterk og alltaf á varðbergi,“ segja þær Ólöf og Ásdís að lokum. GKS

Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í réttindabaráttu fatlaðra í gegn-

Ólöf sagði það hafa verið mikið gæfuspor fyrir félagið að eignast gott húsnæði fyrir starfsemi sína og félaga. „Svo fyrir hrun lék grunur á að til stæði bjóða Sjálfsbjargarhúsið til sölu og koma því í hendur „athafnamanna“, en ég fékk Gylfa heitinn Baldursson með mér á 9


Sjálfsbjargarfréttir

Dagskrá félagsstarfsins

haust 2012 og vor 2013

Mánudaga – Bridge: kl. 18:00. Annan hvern þriðjudag – Bingó: kl 19:30. Annan hvern þriðjudag – UNO: kl. 19:30. Miðvikudaga – Félagsvist: kl. 19:00. Fimmtudaga – Skák: kl. 18:30. Alla þriðjudaga og fimmtudaga – opið hús /Súpa og samvera frá kl 11:30–13:00. Ath. Á fimmtudögum verður boðið uppá lengri viðveru og ýmsa afþreyingu.

Artice maintenance ehf

• Karaoke–kvöld /skemmtikvöld föstudaginn 26. október. • Félagsfundur þriðjudaginn 30. október. • Karaoke–kvöld / skemmtikvöld föstudaginn 23. nóvember. • Jólahlutavelta / kaffisala laugardaginn 1. desember kl: 14:00. • Jólabingó þriðjudaginn 4. desember. • Síðasti dagur félagsstarfs fyrir jólafrí er 12. desember. • Félagsstarfið hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar 2013 með hefðbundinn dagskrá. • Bingó þriðjudaginn 8. janúar 2013 • Þorrablót laugardaginn 9. febrúar nánar auglýst síðar.

styrktaraðilar

Aðal Sjálfsbjargar

félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu

Strandgötu 16, Akureyri

Knattspyrnufélagið Þróttur

Kópavogsbær

Færum við þeim okkar bestu þakkir, og einnig þeim fjölmörgu sem hafa styrkt okkur, bæjarfélögum, einstaklingum og fyrirtækjum. Styrkir ykkar eru okkur mikilvægir. 10


S j á l f s b j ö r g á h ö f u ð b o r g a r s v æ ð i n u þ a k ka r e f t i r t ö l d u m a ð i l u m v e i t t a n s t u ð n i n g Reykjavík: Aðalbjörg, Fiskislóð 53 Aðalblikk ehf, Vagnhöfða 19 Allrahanda hópferðarbílar, Höfðatúni 12 Argos ehf arkitektar, Eyjaslóð 9 Arkform ehf, Ármúla 38 Ask arkitektar, Geirsgötu 9 Augað Gleraugnaverslun, Kringlunni 8-12 Áltak ehf, Stórhöfða 33 Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b Bananar ehf, Súðavogi 2 Bandlag háskólamanna, Borgartúni 6 Best Western-Hótel Reykjavík, Rauðarárst. 37 Betri Bílar ehf, Skeifunni 5c Bifreiðastilling Nicolai, Faxafeni 12 Bílamálun Halldórs, Funahöfða 3 Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16 Bíll.is Bílasala, Malarhöfða 2 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Bókhalds og tölvuþjónustan, Böðvarsgötu 11 Bókhaldsstofa Ingimundar, Ármúla 15 Bókhaldsþjónustan Viðvik, Skeifunni 4 BSRB, Grettisgötu 89 Búr ehf, Bæjarflöt 2 Efling, Sætúni 1 Eldhús sælkerans, Lynghálsi 3 ENN EMM, Brautarholti 10-14 Ernst og Young, Ármúla 6 Fanntafól hf, Bíldshöfða 12 Faxaflóahafnir, Tryggvagötu 17 Fást ehf heildverslun, Köllunarklettsvegi 4 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22 Félagsbúðstaðir, Hallveigarstíg Fjármálaeftirlitið, Suðurlandsbraut 32 Fröken Júlía ehf, Mjódd Fönix, Hátúni 6a Garðsapótek, Sogavegi 1108 Garður Fasteignasala, Skipholti 5 Geiri ehf, Bíldshöfða 16 Gistihús Bínu, Bugðulæk Gjögur hf, Kringlunni 7 Glófaxi ehf, Ármúla 42 Gluggahreinsun Loga, Funafold 4 Grandaskóli, Keilugranda Guðmundur Arason ehf, Skútuvogi 4 Guðmundur Jónasson, Borgartúni 34 Gullborg leikskóli, Rekagranda 14 Gullkistan, Frakkastíg 10 Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14 Gunnar Eggertsson hf, Sundagörðum 6 Hafgæði sf, Fiskislóð 28 Hagall, Box 1166 Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 4 Hamraskóli, Dyrmömrum 9 Harka ehf, Hamarshöfða 7 Hágæði ehf, Fálkakletti 25 Hárgreiðslustofa Höllu, Miðleiti 7 Hárgreiðslustofan hjá Hönnu, Baughúsum 9 Háskólabíó, v/Hagatörg Helena Hólm Hárgreiðslustofa, Barðastöðum 1

Hjá Jóa Fel, Kleppsvegi 152 Hjálparstarf kirkjunnar, Laugavegi 31 Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2 Hótel Leifs Eiríkssonar, Skólavörðustíg 45 Hreyfimyndasmiðjan, Garðsenda 21 Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11 Iceland Seafood, Köllunarklettsvegi Innx innréttingar ehf, Fákafeni 11 Íslandsmarkaður, Iðavöllum 7 Ísleifur Jónsson, Draghálsi 14-16 Íslensk Endurskoðun, Grensásvegi 16 Íslensk Erfðagreining, Sturlugötu 8 J.S. Gunnarsson, Fossaleyni 10 Jón Ásbjörnsson hf, Geirsgötu 11 Jónsson og Lemacks ehf, Vesturgötu 10a K Pétursson, Kristnibraut 29 Keiluhöllin ehf, Box 8500 Kistufell ehf, Brautarholti 16 Kjötborg, Ásvallagötu 19 Klettaskóli, v/Suðurhlíð KOM Almannatengsl, Borgartúni 20 Kone ehf, Box 8710 Kraftur hf, Vagnhöfða 1-3 Kríunes ehf, Kríunesi Landbúnaðarháskólinn, Keldnaholti Landsnet, Gylfaflöt 9 Laugardalslaug, Laugardal Lásahúsið ehf, Bíldshöfða 16 Leðurprent, Dugguvogi 12 Lionsumdæmið á Íslandi, Sóltúni 2a Litir og föndur, Skóalvörðustíg 1 Lífland, Korngörðum 5 Loftstokkahreinsun, Garðhúsum 6 Löndun ehf, Kjalarvogi 21 Margmiðlun Jóhannesar, Frostafold 20 Málarmeistarinn, Logafold 188 Merkismenn, Ármúla 36 Nesbrú ehf, Frostafold 3 Olíudreyfing, Gelgjutanga Orkusalan, Bíldshöfða 9 Orkuvirkni ehf, Tunguhálsi 3 Ósal ehf, Tangarhöfða 4 Paralogis, Krókhálsi 14 Pixel ehf, Brautarholti 10-14 Píanóskóli Þorsteins, Box 8540 Plúsmarkaðurinn, Hátúni 10b Prenstmiðjan Oddi, Höfðabakka 3-7 Prentmet, Lynghálsi 1 Pökkun og Flutningar, Smiðshöfða 1 Rafha ehf, Suðurlandsbraut Rafsól ehf, Skipholti 33 Rafstilling, Dugguvogi 23 Rafsvið hf, Haukshólum 9 Raförninn ehf, Suðurhlíð 35 Rarik, Bíldshöfða 9 Ráðlagður Jasskammtur, Álfheimum 2 Rimaapótek, Langarima 21 Rimaskóli, Rósarima 11 Seljakirkja, Hagaseli 40 Sigurður S Snorrason, Grundargerði 20 Sigurjón og Thor, Lágmúla 7

SÍBS, Síðumúla 6 Sjóvá Almennar, Kringlunni 6 Sjúkraliðafélag Íslands, Grensásvegi 16 Skóverslunin Bossanova, Kringlunni 8-12 Skúlason Jónsson ehf, Skútuvogi 12h SP Tannréttingar, Álfabakka 14 Sportbarinn ehf, Álfheimum 74 Sportís, Mörkinni 6 Sportlíf, Álfheimum 79 SSF, Nethyl 2e Stéttarfélag Verkfræðinga, Engjateig 9 Stórkaup, Faxafeni 8 Suzuki bílar, Skeifunni 12 Talnakönnun, Borgartúni 23 Tannlæknastofa Friðgerðar, Laugavegi 163 Tannlæknastofa Guðrúnar Ólafsdóttur, Snorrabraut 29 Tark, Brautarholti 6 Tölvar ehf, Síðumúla 1 Umslag ehf, Lágmúla 5 Útfarastofa Íslands, Suðurhlíð 35 Útfarastofa Rúnars, Fjarðarási 25 Valhöll fasteingnasala, Síðumúla 27 Veislusetrið veisluþjónusta, Borgartúni 5 Verbréfaskráning Íslands, Laugavegi 182 Verslunin Brynja, Laugavegi 29 Verslunin Fríða Frænka, Vesturgötu 3 Vélvík ehf, Höfðabraut 1 Vinaminni leikskóli, Asparfelli 10 Vífilfell, Stuðlahálsi 1 Víking Hús, Ármúla 32 VR, Kringlunni 7 VSÓ ráðgjöf, Borgartúni 20 Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 15 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41 Ölgerðin, Grjóthálsi 7-11 Örn Þór sf, Suðurlandsbraut 6 Örninn Hjól, Skeifunni 11 Seltjarnarnes: About Fish, Austurströnd 3 Nesskip hf, Austurströnd 1 Kópavogur: Axis húsgögn ehf, Smiðjuvegi 9 Barki ehf, Nýbýlavegi 22 Bílaverkstæðið Toppur ehf, Skemmuvegi ehf Blikksmiðjan Vík, Skemmuvegi 42 Bókun og endurskoðun, Hamraborg 1 DK Hugbúnaður ehf, Hlíðarsmára 17 Fagsmíði ehf, Kársnesbraut 98 Goddi ehf, Auðbrekku 19 Hellur og Garðar ehf, Kjarrhólma 34 Hexa ehf, Smiðjuvegi 10 Hilmar Bjarnason, Daltúni 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella, Einhleypingi 1 Húseik ehf, Brattatungu 4 Innviðir Valberg, Smiðjuvegi 36 Íslandsspil, Smiðjuvegi 11a Íslenskt Marfang ehf, Bæjarlind 6 Járnsmiðja Óðins ehf, Smiðjuvegi 2b

Kópavogsbær, Fannborg 2 Litlaprent, Skemmuvegi 4 Lögmannsstofa SS, Hamraborg 10 Pasto Ark ehf, Smiðjuvegi 38 Pottagaldrar, Laufbrekku 18 Rafmiðlun ehf, Ögurhvarfi 8 Raftækjavinnustofan, Kársnesbraut 106 Skógrækt Ríkisins, Miðvangi Smárinn söluturn, Dalvegi 16c Stífluþjónustan ehf, Kársnesbraut 5 Vaki DNG, Akralind 4 Verkfræðist. VSI öryggishönnun, Hamraborg 11 Garðabær: Auglýsingastofa E.B., Garðaflöt 16-18 Árvík hf, Garðatorgi Bókasafn Garðarbæjar, Garðatorgi 7 Framtak Blossi, Vesturhrauni 1 Garðabær, Garðatorgi 7 Hafnarsandur hf, Birkiási 36 Héðinn Schindler lyftur, Lyngási 8 Ikea, Kauptúni 4 Íspan, Smiðjuvegi 7 Nýbarði, Lyngási 8 Reykjakot leikskóli, Krókabyggð 2 Samhentir, Austurhrauni 7 Sámur verksmiðja, Lyngási 11 Suðurverk hf, Hlíðasmára 11 Toyota, Kauptúni 6 Vefur ehf, Hagaflöt 2 Hafnarfjörður: Atlantsolía, Lónsbraut 2 Ás fasteignasala, Fjarðargötu 17 Barkasuða Guðmundar, Hvaleyrarbraut 27 Batteríið ehf, Trönuhrauni 1 Bílverk ehf, Kaplahrauni 10 Bæjarbakarí hf, Bæjarlind 2 DS Lausnir, Rauðhellu 5 Efnalaugin Glæsir, Bæjarhrauni 4 Ferskfiskur ehf, Bæjarhrauni 8 Fínpússning ehf, Rauðhellu 13 Fjarðargrjót, Furuhlíð 4 Geymsla 1 ehf, Steinhellu 15 Hagstál ehf, Brekkutröð 1 Hagtak ehf, Fjarðargötu 13-15 Harald og Sigurður ehf, Stangarhyl 13-15 Haukar knattspyrnufélag, Árvöllum Hlaðbær Colas, Marbakka 1 HljóðX, Hjallabraut 4 Hreingerningarfélagið Hólm, Vesturholti 3 Hörður V Sigmarsson, Reykjavíkurvegi 60 Naust Marine hf, Miðhellu 4 Pétur O Nikuláson, Melabraut 23 Rafgeymslan ehf, Dalshrauni 17 Rafholt ehf, Blómvöllum 6 Reykjalundur, Reykjalundi Skálatúnsheimilið, Skálatúni Spennubreytar ehf, Trönuhrauni 5 Stálorka ehf, Hvaleyrarbraut 3 Tannlæknastofa Ágústs, Reykjavíkurvegi 66


Sjálfsbjargarfréttir

Hvað er

Þorbera Fjölnisdóttir og

Ásta Dís Guðjónsdóttir, en þær sitja báðar í stjórn EAPN á Íslandi

12

EAPN?

EAPN stendur fyrir Europian Anti Poverty Network og eru samtök gegn fátækt í Evrópu. EAPN er ekki hluti af Evrópusambandinu en samtökin njóta stuðnings framkvæmdastjórnar þess. Samtökin EAPN, eru ekki rekin í ágóðaskyni en þau eru mynduð af frjálsum félaga- og hjálparsamtökum og voru upphaflega stofnuð 1992. Höfuðstöðvar þeirra eru í Bruss­el en stofnuð hafa verið EAPN félög í yfir 30 löndum í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Félagið á Íslandi var stofnað 2011 og að því standa: Hjálparstofnun kirkjunnar, Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörg, Félag einstæðra foreldra, Geðhjálp, Bót, Velferðarvakt Suðurnesja, Samhjálp, Hjálpræðisherinn og Kærleiksþjónusta kirkjunnar. Helstu markmið samtakanna eru að berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun, að verja hagsmuni þeirra sem búa við fátækt gagnvart stefnu Evrópusambandsins, veita stjórnvöldum aðhald og stuðla að valdeflingu einstaklingsins. Starf EAPN í hverju aðildarlandi er í raun tvíþætt. Annars vegar er unnið á heimavelli, m.a. með því að reyna að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda til að draga úr fátækt og hins vegar vinna aðildarlönd EAPN saman að því markmiði að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins til að vinna gegn fátækt.

Meðlimir EAPN eru þeir sem tilheyra fyrrgreindum félögum og geta þeir tekið virkan þátt í starfi EAPN hafi þeir áhuga á því. Það eru mikil tengsl við höfuð-

stöðvarnar í Brussel og þar eru reglulega fundir og fyrirlestrar fyrir bæði stjórnarmenn og einnig fyrir virka félaga í EAPN og svo má reikna með að hluti af starfi félagsins hér á landi komi til með að felast í svokölluðum „lobbýisma“ eða kynningar fyrir stjórnmálamenn, til áhrifa gegn fátækt, þannig að það er til nokkurs að vinna. EAPN lítur svo á að fátækt og félagsleg einangrun séu brot á grundavallarmannréttindum og fólki sé þannig ekki gert kleift að lifa með reisn. Orsakavaldar fátæktar er flókið samspil margra ólíkra þátta og því þarf að ráðast gegn þeim á réttum grundvelli. Virk þátttaka fólks sem lifir í fátækt er nauðsynleg svo hægt

Frá alþjóðlegri EAPN-ráðstefnu

sé að vinna á réttum grundvelli gegn fátækt og félagslegri einangrun. EAPN á Íslandi eru ung samtök og það er enn verið að vinna að stefnumótun þess en til að tryggja að við fyndum bestu lausnirnar til uppbyggingar á starfi þess hér á landi voru settar upp vinnubúðir síðastliðið vor þar sem farið var yfir hin ýmsu mál sem snúa að fátækt á Íslandi og þangað fengum við m.a. ýmsa aðila úr aðildarsamtökunum, Rauða krossinum og félagsráðgjafa. Einnig fengum við í lið með okkur tvo prófessora í félagsráðgjöf úr Háskólanum til að vinna úr niðurstöðunum og verða þær birtar nú í byrjun október. Þá verður mörkuð sú stefna sem félagið kemur til með að fylgja í baráttunni og í kjölfarið verður starfsemi félagsins kynnt nánar fyrir ykkur félögunum og vonandi finna flestir sér þá einhvern farveg innan þess til að bæta stöðu sína og/eða efla sjálfan sig og aðra til dáða.


S j á l f s b j ö r g á h ö f u ð b o r g a r s v æ ð i n u þ a k ka r e f t i r t ö l d u m a ð i l u m v e i t t a n s t u ð n i n g Tækni og Stál ehf, Eyrartröð 8 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 VSB Verkfræðistofa, Bæjarhrauni 20 Reykjanesbær: Bjarni G Bjarnason, Skólabraut 1 Bókasafn Reykjanes, Hafnargötu 57 Bókhaldsstofa Geirs, Brekkustíg 33a Brynhildur KE 083, Vatnsholti 5b Delotte Keflavík, Hafnargötu 9 Depla kolaportinu, Austurgötu 21 DMM lausnir, Iðavöllum 9b Fasteignasalan Ásberg, Hafnargötu 27 Fiskval, Iðavöllum 13 Fjölbrautarskóli Suðurnesja, Sunnubraut 8 Ice group, Iðavöllum 7a Ísafold, Iðavöllum 7a Kaffi Duus, Dusgötu 10 Kaplavæðing ehf, Hólmgarði 2c Málverk sf, Skólavegi 36 Plastgerð Suðurnesja, Framnesvegi 21 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Reykjaneshöfn, Víkurbraut 11 Varmamót ehf, Framnesvegi 19 Verkalýðs og sjómannafélagið, Krossmóa 4a Verkfræðistofa Suðurlands, Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Vignir G Jónsson ehf, Smiðjuvöllum 4 Grindavík: EP Verk ehf, Vörðusund 5 Síldarvinnslan, Hafnarbraut 6 Vísir hf, Hafnargötu 16 Sandgerði: Fiskverkun K og G, Hafnargötu 9 Garður: Afa Fiskur, Ósabraut 6 Mosfellsbær: Anna Kjartansdóttir, Arkarholti 17 Glertækni ehf, Völuteig 21 Heilsuefling Mosfellsbæjar, Urðarholti 2 Hengill, Varmadal 2 Kjósarhreppur, Félagsgarði Nýblóm, Háholti 13 Sveinn ehf vélsmiðja, Flugumýri 6 Akranes: Akraborg, Karlsmannsvöllum Bifreiðastöð Þórðar, Dalbraut 6 Bílver sf, Akurbraut 11 Blikksmiðjan GJH, Akursbraut 11 Smurstöð Akraness, Smiðjuvöllum 2 Steðji ehf vélsmiðja, Vogabraut 28 Straumnes ehf, Jörundarholti 101

Hvammstangi: Leirhús Grétu, Litla ósi

Sólrún ehf, Sjávargötu 2 Vélvirki ehf, Hafnarbraut 7

Blönduós: Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Ólafsfjörður: Sjómannfélag Ólafsfjarðar, Brekkugötu 6 Hrísey: Einangrunarmiðstöðin Hrísey, Kríunesi

Grundarfjörður: Farsæll útgerð, Eyrarvegi 16 Fjölbrautarkóli Snæfellsnes, Grundargötu 44

Sauðárkrókur: Árskóli, Box 60 Bílaverkstæði KS, Hesteyri 2 Bókhaldsstofan Kom ehf, Víðihlíð 10 Fisk Seafood, Eyrarvegi 18 Fjölbrautarskóli Norðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Mjólkursamlag Skagfirðinga, Skagfirðingabraut Sauðaskinn ehf, Borgarmýri Video Sport, Aðalgötu 15

Ólafsvík: Fiskmarkaður Íslands, Norðurtanga 6 Hótel Búðir, Búðum Tannlæknastofa Ara, Engihlíð 28

Varmahlíð: Akrahreppur, Miklibæ Broddi Björnsson, Framnesi Fræðslusetrið, Löngumýuri

Laugar: Norðurpóll ehf, Laugarbrekkum Jarðböðin, Mývatn

Hellissandur: Breiðavík, Háarifi 53

Hofsós: Grafarrós ehf, Austurgötu 22

Króksfjarðarnes: Glæðir blómaáburður, Hellisbraut 18

Siglufjörður: Fiskmarkaður Siglufjarðar, Mánagötu 4-7 Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, v/Hvanneyrarbraut

Borgarnes: Félagsbúið Miðhrauni, Miðhrauni Grunnskóli Borgarness, v/Gunnlaugsgötu Samtök Sveitafélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8 Útfarastofa Borgarness, Böðvarsgötu 17 Vegamót þjónustumiðstöð, Snæfellsnesi Vélaverkstæði Kristjáns, Brákarbraut 20 Stykkishólmur: Bjarnarhöfn Ferðaþjónusta, Bjarnarhöfn Sæfell ehf, Hafnargötu 9

Ísafjörður: Bakarinn hf, Silfurtúni 11 Eiríkur og Einar Valur hf, Hafraholti 54 Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Hjólbarðaverkstæðið, Sindragötu 14 Tréver sf, Hafraholti 34 Vélsmiðjan Þristur, Sindragötu 8 Bolungarvík: Bolungarvíkurhreppur, Aðalstræti 2 Grunnskóli Bolungarvíkur, Höfðastíg 3-5 Jakob Valgeir ehf, Grundarstíg 6 Sigurgeir G Jóhannsson, Hafnargötu 16-23 Súðavík: Súðavíkurhreppur, Grundarstíg 1-3 Suðureyri: Hótel Framnesi, Nesvegi 8 Patreksfjörður: Bjarni S Hákonarsson, Haga Flakkarinn ehf, Brjánslæk Tálknafjörður: Bókhaldsstofan, Strandgötu Eik hf Trésmiðja, Strandgötu 37 Sterkur ehf, Miðtúni 18 Norðurfjörður: Hótel Djúpavík, Árneshreppi

Akureyri: Baugsbót ehf, Frostagötu 1b Betra Brauð, Fjölnisgötu 4 Brekkuskóli Akureyri, V/Laugalæk Brúin ehf, Hjalteyrarbraut 20 Efnalaugin Hreint út, Tryggvabraut Eining Iðja, Skipagötu 14 Endurskoðun ehf, Hafnarstræti 62 Félag málmiðnaðarmanna, Skipagötu 14 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi Flúðir stangaveiðifélag, Box 381 Gróðrastöðin Réttarhöfn, Smáratúni Hártískan sf, Kaupvangi Hnýfill ehf, Óseyri 22 Íþróttamiðstöð Glerárskóla, V/Höfðahlíð J.M.J., Gránufélagsgötu Kælismiðjan Frost ehf, Fjölnisgötu 4b Miðstöðin ehf, Draupnisgötu 3 Plastiðjan Bjarg, Furuvöllum 1 Raftákn hf, Glerárgötu 34 Skóhúsið, Brekkugötu 1a Sundlaug Akureyrar, Þingvallastræti 21 Tannlæknastofa Árna Páls, Kaupvangi 1 Trésmiðjan Örk, Furulundi 15 Úrsmíðaverkstæði, Glerártorgi Vélsmiðjan Ásverk ehf, Grímseyjargötu Dalvík: Dalvíkurskóli, Ráðhúsinu Ferðaþjónustan Ytri Vík, Ytri Vík Kvenfélagið, Hlíðarbrekku Promens Dalvík, Gunnarsbraut 12

Húsavík: Bílaleiga Húsavíkur, Garðarsbraut 66 Ferðþjónustan, Aðaldal Heiðarbær, Skógum 2 Rúnar Óskarsson ehf, Hrísateig 5 Skóbúð Húsavíkur, Garðsbraut 1 Sorpsamlag Þingeyja, Víðimóum

Kópasker: Ágúst Guðröðvarsson, Sauðanesi Hótel Norðurljós, Aðalbraut 2 Þórshöfn: Edda Jóhannsdóttir, Langanesvegi 14 Ferðaþjónusta bænda, Ytri Álandi Langnesbyggð, Fjarðarvegi 7 Vopnafjörður: Ferðaþjónustan Syðri Vík, Syðri Vík Haraldur Jónsson, Ásbrandsstöðum Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Egilsstaðir: Fellabakarí, Lagarfelli 4 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Reyðarfjörður: Verkstjórnarfélagið, Búðareyri 15 Þvottabjörn ehf, Búðareyri 25 Eskifjörður: Eskja, Strandagötu 39 Fjarðarþrif, Strandgötu 46b Breiðdalsvík: Grunnskóli Breiðdalsvíkur, Staðarborg Hérðasdýralæknir, Ásvegi 31 Hótel Bláfell, Sólvöllum 14 Höfn í Hornafirði: Farfuglaheimilið Vatnsstaðir, Vagnstöðum Ferðaþjónusta bænda, Lóni Menningarmiðstöð, Hafnarbraut 36 Skinney Þinganes, Krossey Vatnajökull Travel, Bugðulæk 3 Ögmundur, Skólabrú 4


Sjálfsbjargarfréttir

Að lifa

Freyja Haraldsdóttir, frkvst. NPAmiðstöðvarinnar – freyja@npa.is

14

sjálfstæðu með notendastýrðri lífi persónulegri aðstoð

Nú í haust fór af stað tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) en kveðið er á um það í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 53/1992. Sveitarfélög hafa val um að taka þátt í verkefninu og felst það í að bjóða upp á þjónustu þar sem fatlað fólk fær greiðslur frá sveitarfélagi sínu sem það getur ráðstafað sjálft til þess að ráða sitt eigið aðstoðarfólk. Kallast það NPA-samningur. Greiðslurnar skiptast upp í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru það laun og launatengd gjöld aðstoðarfólks en það eru 85% af upphæðinni sem úthlutuð er til hvers og eins. 10% er svokallaður umsýslukostnaður en hann má nýta til að borga umsýsluaðila, eins og t.d. NPA miðstöðinni, samvinnufélagi fatlaðs fólks, fyrir að sjá um launagreiðslur til aðstoðarfólks, veita ráðgjöf til fatlaðs fólks í hlutverki sínu sem yfirmenn aðstoðarfólks og bjóða upp á námskeið fyrir fatlað fólk og aðstoðarfólk um NPA og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf. Að lokum fara svo 5% af greiðslunum í útlagðan kostnað vegna aðstoðarfólks, t.d. vegna auka bíómiða, fæðis og flugmiða. NPA byggir á hugmyndafræði baráttuhreyfinga fatlaðs fólks um sjálfstætt líf og felst í að fatlað fólk ráði það aðstoðarfólk sem það kýs sjálft. Aðstoðarfólk vinnur samkvæmt starfslýsingu sem fatlað fólk semur og samræmist lífstíl og kröfum þess með það að markmiði að fatlað fólk geti lifað

lífi sínu og haft sömu möguleika og ófatlað fólk. Það er jafnframt markmiðið að fatlað fólk öðlist hámarks stjórn á hvernig eigin aðstoð er skipulögð og hönnuð. Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf grundvallast á að allar manneskjur óháð, eðli og alvarleika skerðingar, geta tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Þar að auki að allar manneskjur hafii rétt á að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi og taka þátt á öllum sviðum þess með það að markmiði að valdið færist frá þjónustukerfinu til fatlaðs fólks. Hugmyndafræðin leggur mikla áherslu á nýjan skilning á hug­­tak­inu sjálfstæði. Hinn nýji skiln­ingur byggir á að sjálfstæði sé fólg­ið í því að hafa stjórn, val og mögu­leika til fullrar þátttöku og til sjálfstæðs lífs með persónu­ legri aðstoð á öllum sviðum lífsins. Í því samhengi hefur fatlað fólk lagt þunga áherslu á að það að einhver þurfi aðstoð við athafnir daglegs lífs þýði ekki hjálparleysi. Ennfremur að með því að hafa frelsi til athafna og stjórn á eigin lífi með persónulegri aðstoð getur fatlað fólk uppfyllt hlutverk sín og ábyrgð í samfélaginu – líkt og aðrir borgarar. Hægt er að lesa sér til um tilraunaverkefnið um NPA inn á heimasíðu Velferðarráðuneytisins www.velferdarraduneyti.is/npa og um notendastýrða persónulega aðstoð á heimasíðu NPA miðstöðvarinnar www.npa.is.

hugbúnaðarfyrirtæki


Sjálfsbjargarfréttir

S j á l f s b j ö r g á h ö f u ð b o r g a r s v æ ð i n u þ a k ka r e f t i r t ö l d u m a ð i l u m v e i t t a n s t u ð n i n g Selfoss: AB Skálinn, Gagnheiði Bílaleiga J.G., Eyrarvegi 15 Bílasala Suðurlands, Fossnesi 14 Björn Harðarsson, Holti 1 Dýragarðurinn Slakka, Biskupstungum Fossvélar hf, Hrísmýri 4 Grunnskóli Kerhólf, Borg Guðnabakarí, Austurvegi 31b Ísgát ehf, Lónsbakka 2 Jötunvélar ehf, Austurvegi 69 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði Set ehf, Eyrarvegi 41-49

Súluholt ehf, Súluholti 1 www.efstidalur.is, Efstidal 2

Flúðir: Flúðasveppir, Undirheimum

Hveragerði: Básinn, Efstadal Bókasafnið Hveragerði, Hafnarbergi 1 Eldhestar ehf, Völlum Heislustofnun NLFÍ, Grænumörk 10 Litla Kaffistofan, Svínahrauni

Hella: Ólafur Helgason, Ártúni 2

Ölfus: Ben Medía, Akurgerði

Kirkjubæjarklaustur: Icelandair Hótel Klaustur, Klausturvegi 6

Hvolsvöllur: Árni Valdimarsson, Akri Búaðföng, Stórólfsvöllum

Vestmannaeyjar: Bókasafn Vestmannaeyja, Box 20 Delotte, Bárugötu 15 Eyjatölvur, Strandvegi 52 Ferðaskrifstofan Víking Tour, Tjarnargötu 7 Frár ehf, Hásteinsvegi 49 Ísfélag Vestmannaeyja, Strandvegi 28 Karl Kristmannsson, Ofanleiti 15-19 Skýlið, Friðarhöfn Útvarp Vestmannaeyjar, Brekkugötu 1 Verslunin Vöruval, Vesturvegi 18 Vélaverkstæði Þór, Norðursundi 9

stafarugl

Verðlauna Í kassanum hér til neðst á síðunni eru 20 nöfn á íslenskum plöntum. Þau eru ýmist skrifuð frá vinstri, frá hægri, upp, niður eða á ská, í hvaða átt sem er. Orðin sem þarf að finna eru: Baldursbrá Fjörukál Túnfífill Einir Hundasúra Holtasóley Lambagras Túlípani Njóli Bláklukka Skriðsóley Sortulyng Vorbrúða Ætihvönn Umfeðmingur Maríustakkur Ilmbjörk Gullmura Alaskalúpína Gleymmérei Þrautin felst í að finna öll orðin. Þau eru öll skrifuð hvert fyrir sig og leggjast ekki yfir hvort annað, nema á einum stað, en þar er að finna einn bókstaf sem tilheyrir fjórum mismunandi orðum og þessi einstaki bókstafur er lausnin á getrauninni. Þegar þú hefur fundið þennan eina bókstaf, sendu hann þá á netfangið: stafarugl@holabok.is. Einnig má senda svarið í pósti með hefðbundnum hætti á: Bókaútgáfan HÓLAR, Hagaseli 14, 109 Reykjavík fyrir 15. desember 2012.

Í verðlaun eru 7 skemmtilegar bækur, Pétrísk–íslensk orðabók, Lán í óláni, Spurningabókin 2012, Bestu barnabrandararnir, Vísnagátur, og KenKen–talnaþrautir 1 og 2. Þær verða sendar sigurvegaranum. Nú er um að gera að spreyta sig og senda lausnina inn. Vefsíða Hóla er: www.holabok.is

Á B F R H D A L A S K A L Ú P Í N A F T Ð A Æ L I O P N D F Y E L Ó S A T L O H X L M A R Í U S T A K K U R Ú Ð D Z E Y Y D R E I N I R V A Y F A T Á N V A L P E U H T L A P A Y Ð T P Ð S J Ý P L A K L R A U Ú E M U U D R C N Ó Þ D U T M Y Ó S K I E L D G S L E N L B N Æ L P B B S B K V M D Í V L N L I S N B T Æ N A L Ð R U Á F V K P Ö H M I O M N I S D G Æ I Á L X N P J B A K V R F E V H A L R D R L K L P Ð H R S N D T P Í D V Þ H A E K K Á O E R E B A P I Ú R I F Ö U R S H S A L P A T S M U M F E Ð M I N G U R N F G B E G U L L M U R A E S D N Ú H V U A Ð Ú R B R O V L T Æ É B A O Ö R T A I S S I L M B J Ö R K S M S J I V J C S E Y V J A F O D E R E D Ú J K R S D M K D M Æ N Þ C P Þ P Y B R S K L Æ B P R G A S O R T U L Y N G A G L E Y M M É R E I 15


Spennist frá gólfi upp í loft

á Læsing bili 45° milli

Sturtustólar

Stuðningssúla

Vandaðar vörur fyrir bað og snyrtingu

Eingöngu viðurkennd ar vörur

Þægileg snyrtiáhöld

Baðbretti

Salernisstoðir

Sturtukollar Fótabursti með sogskálum

Salernishækkanir Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is

Sjálfsbjargarfréttir 1. tbl. 2012  

Fréttablað Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, 33. árg. 1. tbl. 2012