Page 1

Gunnar J贸nsson 2009 - 2012


Contact: Gunnar Jónsson Bjarg, 400 Ísafjörður s. 4564543 / 8654525 gunnarjons.tumblr.com Á heimasíðunni má finna vídeóverk.


Ég flæði áfram eins langt og ég kemst 2009 Vatnslitamyndir, stöpull með vatni og hljóð

Innsetning þar sem unnið var með tengsl milli framsækni mannsins og stöðugsstreymis vatns. Vatnslitamyndirnar sýna árfarveg á hálendinu, stöpullinn var með iðandi vatni og úr honum barst manngerður vatnskliður.


Sjónsekúndurhringur 2010 litað gifs 600cm x 1 cm

Útbúin var kalklína úr gifsi og pigmenti. Henni var síðan strekkt á vegginn og litnum skotið á. Liturinn var valin út frá litgreiningu á sjóndeildarhringnum sem sást frá glugganum á móti í rýminu.


Leiðir 2010 Tré, Spegilgler

Innsetning í rými þar sem sköpuð var endurtekningin sem myndast þegar speglar mæta hvor öðrum, tréskúlptúr var komið fyrir í herberginu, notaður sem hálfgerður leiðarvísir í óendanleika spegilsins.


Rétt utan við afleggjarann til hægri þegar ekið er að sunnan, eftir Þingvallavegi, ofan við Leirvogsvatn, á móti Pétursmel, nærri Bugðaflóa. 2010 Gjörningur

Gjörningur þar er ég að vann með hugmyndina um staði og hvernig manneskjan eignar sér hlut í náttúrunni. Ég byrjaði verkið með því að gefa staðnum tilvist með orðlýsingum, og stýra fólki að honum. Síðan gróf ég þar holu og eignaði mér hann. Síðan nefndi ég hann Frosthæðir, og gaf honum endanlega tilvist.


Frosthæðir (26.10.2010 - ) 2010 Vídeó, skófla, haki

Innsetning unnin útfrá gjörningi, þar sem ég hróflaði við náttúrunni og gróf holu, síðan gaf ég staðnum örnefni. Ég tók verkfærin sem ég notaði til þess að búa til holuna, á Frosthæðum og stillti upp fyrir framan, myndbandsupptöku sem ég tók af staðnum tvem vikum eftir sköpun hans. Með þessu var ég að staðfesta tilvist staðarins.


Lengi tekur hafið við 2011 Videó 20 mín. loop

Vídjó þar sem stillt er saman tveimur ólíkum vídjóum. Annars vegar vídjói af þvottavél sem þvær með paprikuduft innborðis og hinsvegar af náttúrulegri hreyfingu sjóndeildarhringsins.


Nú geng ég í sjóinn 2011 Videó 56 sekúndur

Vídeó þar sem ég hóf göngu á haf út. Synti í átt til sólar og sökk á kaf.


Líðandi Stund 2011 Vídeó 13 mín.

Vídeó tekið úr flugvél þar sem flogið er inní og útúr sólarupprás.


Karrý-Hvítt 2011 Vídeó, Silkiþrykk og teikningar


Verkið er innsetning samansett af fjórum sjálfstæðum verkum sem saman skapa sterka heild. Samtalið má lesa sem nokkurs konar hringrás líkt. Myndböndunum voru varpað á veggi á móti hvoru öðru í rýminu. Í þeim mátti sjá hvernig öfl náttúrunnar vega á móti manneskjunni. Í öðru vídeóinu rennur karrý niður og í hinu er hvítt klæði fast í endalausri hringiðu. Teikningarnar og silkiþrykkið eru unnin út frá myndböndunum, í teikningunni með því að skoða röskunina á náttúrunni, og í þrykkinu með því að sjá hvernig myndböndin mætast. Teikingin og þrykkið voru hengd upp á móti hvort öðru. Rýmið varð því sjálft að nokkurskonar hringrás.


Hringsól 3 og Hringsól 4 2012 Vídeó og hljóðverk 13 mín. vídeó loop 26 mín hljóð

Hljóð og vídeó innsetning sem samanstendur af tveimur mismunandi verkum sem eru hugmyndalega nátengd og með samskonar stemningu. Hringsól 3 er hljóðverk með hljóðupptöku þar sem leikari les rómantískan texta sem gæti verið skrifaður af sjómanni með hugleiðingum um bát sinn. Hljóðið er með tíðum þögnum á milli upplesturs og ferðast í pörum á milli fjögurra hátalara sem eru staðsettir í hornum rýmisins. Hringsól 4 er þrettán mínútna vídeó loop sem sýnir fiskibáti sem siglir sífellt í hring úti á miðju hafi, sem skilur eftir sig hringteikningu í hafið.


....öldurnar börðust við síðuna í hvert sinn sem við lyftumst upp, ég sá ekkert fyrir framan mig nema óbrotinn sjóndeildarhringinn, með landið mér á hægri hönd svo fjarlægt að ógjörningur var að greina í sundur land og haf. Sólin stakk mig í augun en ég vissi sem var að ekki liði á löngu þar til hún myndi vera sokkin niður fyrir hafröndina og myrkrið myndi skella á. Um leið og sólin sest varpar hún frá sér grænni birtu og minnir á siglingarljós sem vísar okkur leiðina. Með lækkandi sól fann ég hvernig öldugangurinn hægðist aftur og við ultum um á hafinu eins og tvær manneskjur í faðmlögum í vatnsrúmi. Myrkrið læddist yfir okkur og það eina sem greinilegt var voru þessi þrjú ljós sem varpa lit á okkar einsleitu tilveru. Meðan stefnið lyftist upp og niður á hægri ferð fann ég hvernig hreyfingar okkar virkuðu svæfandi og ég lagðist í koju og svaf vært við rólegt gutl hafsins. Morgunninn eftir við nýja sólarupprás fór ég á fætur og tók stefnu þína..... .... saltbragðið uppí mér minnti mig á saltfiskinn sem haldið hefur mér á floti. Ætli saltfiskur sé á boðstólnum í næsta lífi? Ég horfi niður fyrir mig og finn hverja einustu hreyfingu hafsins á stíminu. Þrátt fyrir gífurlega nærveru við hafið, þá hef ég enga vitneskju um það sem býr þar fyrir neðan, nema það eitt að lífið þar bragðast einstaklega vel, saltað og sólþurrkað. Það er ekkert jafn fallegt og að fylgjast með fisktorfunum synda hérna fyrir neðan okkur, í stöðugri endurtekningu, þar sem ekkert virðist breytast nema staðsetningin og tíminn. Ekki ósvipað ferðalagi okkar, þar sem stefnið lyftist upp og svo aftur niður á hægri ferð, - ekkert truflar okkur nema einstaka kvak í einstaka múkka. Það er alveg sama hversu langt að heiman ég fer eða hversu nálægt ég er heimilinu, - aldrei skeikar stefnunni neitt. Ég virðist skrölta áfram í stöðugri hringrás lífsins. Þegar ég ranka við mér er ég allur veðurbarinn og það er byrjað að rigna. Þegar líða tekur að lokum tel ég mjög líklegt að maður gleymi sér í þögninni og fari ómeðvitað að undirbúa sig fyrir upphafið. Það var sama hversu oft ég hreinsa munninn af saltinu, - það var jafnóðum komið aftur... ... samspil stöðugs vélarkliðs og titrings í takti við hrynjandi öldugangsins róar mig. Best finnst mér þó að gramsa niðri í lúkar rétt eftir kaffi svo að kaffibragðið blandast saman við smurolíulyktina. Meðan ég les tölurnar, og snerti stamt yfirborð gúmmídúksins, finn ég staðsetningu mína. Það er eins og yfirborð dúksins veiti mér sömu tilfinningu og ég væri með báða fætur á föstu landi. Staður og stund hafa undirtökin og ég upplifi ekkert nema það sem er. Fætur mínir ná aldrei þessari staðfestu þegar þeir stíga niður í landlegum, enda má segja að mín jörð sé hafið. Stöðugleiki minn byggist ekki á eðlisþyngd jarðar heldur á minni eigin. Á þessu langa ferðalagi okkar, sem er ekki aðeins endirinn heldur líka upphafið, óttast ég ekki endilega breytingarnar sem bíða mín því ég veit að þó kaffið sé nýtt verður smurolíulyktin alltaf jafn megn. Rétt eins og þú og ég hefur smurolíunnar mekanikk þann eina tilgang að malla stefnufast til eilífðar. Hvort sem við liggjum við bryggju með sólina í augum eða upplifum mikilfengleika náttúrunnar í ljósaskiptunum....

….ég get mjakað þér með ótrúlega mjúkum hreyfingum miðað við þyngd og stærð inn á milli ættingja þinna, nákominna sem fjarskyldra. Þú skýtur þér inní þvöguna, hljóðlátt og með auðmýkt. Ég finn hvernig reipið, þrátt fyrir mjúka áferð, er kalt og sleipt. Því tekst samt að brenna á mér lófana þegar ég toga ákveðið. Krafturinn er í raun enginn en einhverskonar samtenging verður til í vöðvum mínum og hreyfingu þinni, þannig að minnsta hreyfing brjóstvöðva minna hefur áhrif á hver stefna þín er. Þrátt fyrir mikilvægi þess að hafa kyrfilega fótfestu, finn ég að við hvern metra losnað eitthvað úr læðingi. Þú rekur skutinn í mig og bíður þess að ég stökkvi um borð. Þegar þangað er komið er eftirleikurinn auðveldur því hér í þessu umhverfi er ekkert annað sem kemur til greina en brottför. Í rauninni finn ég ekki hvatann að því að fara fyrr en skuturinn og stefnið, fótfestan við fasta landið sameina þig og mig.... ….hvert skipti þegar fjarlægðin er í nákvæmlega sama skurðpunkti hellist yfir mig þessi tilfinningin þar sem ég veit að bráðum leggjumst við að bryggju. Þó það sé enn óralangt og vart megi greina land með berum augum segir lífsklukkan mín mér þetta. Ekki það að ég eigi endilega bágt með að þola þennan ótta – en ég þarf samt smá tíma til þess að takast á við hann. Í hvert sinn þegar stefnan er tekin að næstu höfn fer af stað í huga mínum einhver óróleiki og hann eykur hraðann. Og ég finn hvernig vöðvar mínir búa sig undir það að mæta fasta landinu. En það breytir því ekki að í hvert sinn sem við smeygjum okkur mjúklega framhjá eða læðumst inn í þvöguna í skjóli myrkurs, ég legg þér og hnýti landfestar, upplifi ég það að ég er ekki breyttur og þú ert ekki heldur breytt, - við bara snúumst, hring eftir hring í ólgusjó hins órólega hafs og ekkert getur breytt okkur og okkar eðli…

Textinn úr Hringsól 3


Hringsól 1 2012 Digital Ljósmynd

Ljósmyndir teknar á tökustað við gerð á vídeóverkinu Hringsól 4


Hringsól 2 2012 Digital Ljósmynd

Ljósmyndir teknar á tökustað við gerð á vídeóverkinu Hringsól 4


Ferilmappa Gunnar  
Ferilmappa Gunnar  

Ferilmappa Gunnars Jónssonar úr listaháskóla íslands

Advertisement