Page 1

MISSERISHÓPUR K

Íslensk olíuvinnsla. Hver yrðu möguleg umhverfisáhrif við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon Valdez, yrði innan íslenskrar landhelgi?

Arnar Sigurðarson Friðrik Þór Gestsson Guðrún Lilja Magnúsdóttir Gunnar Jökull Karlsson Óskar Vídalín Kristjánsson Þórhildur Þórarinsdóttir Háskólinn á Bifröst – Vorönn - 2014


Staðfesting um misserisverkefni

Í lok haust- og vorannar vinna nemendur Háskólans á Bifröst umfangsmikið verkefni, misserisverkefni, oft í tengslum við aðila í atvinnulífinu, til að hagnýta þá þekkingu og þjálfun sem þeir hafa öðlast í námi sínu.

Misserisverkefni er sjálfstætt hópverkefni og ákveður hver nemendahópur viðfangsefni sitt. Misserisverkefni er unnið samkvæmt ákveðnum leiðbeiningum og reglum og því er ætlað að standast kröfur skólans.

Háskólinn á Bifröst þakkar öllum þeim sem greiða götu nemenda við undirbúning og vinnslu verkefna og vonar að hvert verkefni sé skerfur til úrbóta og framþróunar fyrir alla þá sem málið varðar hverju sinni.

Kennarar Háskólans á Bifröst hafa fjallað um lokaverkefnið og metið það samkvæmt reglum hans. Titill verkefnis: „Íslensk olíuvinnsla. Hver yrðu möguleg umhverfisáhrif við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon Valdez, yrði innan íslenskrar landhelgi?“

Háskólinn á Bifröst, 21. apríl 2014 Einkunn:

Háskólinn á Bifröst


Þakkir

,,Íslensk olíuvinnsla. Hver yrðu möguleg umhverfisáhrif við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon Valdez, yrði innan íslenskrar landhelgi?“

Misserishópur K Arnar Sigurðarson Friðrik Þór Gestsson Guðrún Lilja Magnúsdóttir Gunnar Jökull Karlsson Óskar Vídalín Kristjánsson Þórhildur Þórarinsdóttir


Þakkir Þakkir Höfundar vilja koma á framfæri þökkum til þeirra sem aðstoðuðu við gerð verkefnisins á einn eða annan hátt.

Kærar þakkir fá Bjarni Harðarson, Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir og Þór Indriðason fyrir framúrskarandi yfirlestraraðstoð, regluleg hvatningarorð og dyggan stuðning við vinnslu verkefnisins. Einnig færum við Auði Ingólfsdóttur þakkir fyrir góða leiðsögn og hvatningarorð.


Vorönn – 2014

Þakkir Yfirlýsing höfunda

Við undirrituð höfum unnið misserisverkefni þetta í sameiningu og er framlag hvers og eins jafn mikið. Verkefni þetta er að öllu leyti okkar eigið verk og skilmerkilega er vísað til heimilda þar sem vitnað er í verk annarra. Í því efni höfum við fylgt reglum skólans eftir bestu getu.

Bifröst, 21.apríl 2014

Arnar Sigurðarson

Friðrik Þór Gestsson

Guðrún Lilja Magnúsdóttir

Gunnar Jökull Karlsson

Óskar Vídalín Kristjánsson

Þórhildur Þórarinsdóttir

3 Misserishópur K


Þakkir

“Íslensk olíuvinnsla. Hver yrðu möguleg umhverfisáhrif við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon Valdez, yrði innan íslenskrar landhelgi?“

4 Misserishópur K


Þakkir Ágrip Árið 1989 varð alvarlegt olíuslys við strendur Alaska, nánar tiltekið við Prince William sund. Afleiðingarnar urðu gríðarlegar og sér ekki fyrir endann á þeim enn þann dag í dag. Unnið var mikið þrekvirki til að lágmarka þann skaða sem slysið olli, en veður og aðstæður voru erfiðar. Þar sem slíkt slys hafði ekki orðið áður á þessum slóðum var unnið hálfgert frumkvöðlastarf. Árið 2005 voru gefin út leyfi af hálfu íslenskra stjórnvalda til leitar að olíu á Drekasvæðinu. Með því brutu Íslendingar blað í sögu þjóðarinnar og ætla að blanda sér í iðnað sem engin fordæmi eru fyrir hér á Íslandi. Misserishópur K ákvað að skoða hverjar afleiðingarnar gætu orðið ef olíuslys yrði við strendur Íslands. Ákveðið var að skoða afleiðingar slyssins í Alaska og heimfæra það á íslenskar aðstæður. Missersishópur K komst að þeirri niðurstöðu að beinar og ekki síst óbeinar afleiðingarnar yrðu alvarlegar fyrir land og þjóð, jafnvel óbætanlegar.

5 Misserishópur K


Þakkir Efnisyfirlit

1

Inngangur ................................................................................................................................. 9

2

Aðferðafræði .......................................................................................................................... 10

3

Olía: eiginleikar, veðrun og áhrif ........................................................................................... 13

4

5

3.1

Mældir eiginleikar olíu .................................................................................................. 13

3.2

Umbreyting olíunnar í sjó .............................................................................................. 13

3.3

Olíutegundir ................................................................................................................... 14

3.4

Loftslag, veðurfar og árstíðir ......................................................................................... 14

3.5

Áhrif olíumengunar á umhverfið ................................................................................... 15

Exxon Valdez ......................................................................................................................... 17 4.1

Orsakir slyssins .............................................................................................................. 17

4.2

Umhverfisáhrif ............................................................................................................... 18

4.3

Bein áhrif á lífríki........................................................................................................... 19

4.4

Óbein áhrif á lífríki ........................................................................................................ 19

4.4.1

Fiskveiðar ............................................................................................................... 19

4.4.2

Lífsviðurværi .......................................................................................................... 20

4.4.3

Ferðaþjónusta.......................................................................................................... 20

4.4.4

Óvirk notkun ........................................................................................................... 20

4.5

Viðbragðs- og hreinsunarsjóður ..................................................................................... 21

4.6

Hreinsunaraðgerðir á landi og áhrif þeirra ..................................................................... 21

4.7

Hreinsunaraðgerðir á hafi og áhrif þeirra....................................................................... 23

4.8

Nánar um Corexit........................................................................................................... 24

Ísland sem olíuríki.................................................................................................................. 26 6 Misserishópur K


5.1

Veður- og sjávarfar ........................................................................................................ 27

Þakkir 5.2 Upplýsingar um veðurfar við Ísland og á Drekasvæðinu .............................................. 27 5.2.1

Vindafar og áhrif þess á hafstrauma ....................................................................... 27

5.2.2

Úrkoma ................................................................................................................... 28

5.2.3

Ísing, þoka og slysahætta ........................................................................................ 28

5.2.4

Hitafar á landi og í sjó ............................................................................................ 28

5.3

Mikilvægi veðurfars í tengslum við olíuvinnslu og veðrun olíu.................................... 29

5.4

Upplýsingar um sjávarfar við Ísland .............................................................................. 30

5.4.1 5.5

Ölduhæð og hafstraumar við Ísland........................................................................ 30

Fiskistofnar og lífríki ..................................................................................................... 32

5.5.1

Loðna ...................................................................................................................... 32

5.5.2

Síld .......................................................................................................................... 32

5.5.3

Hvalir ...................................................................................................................... 33

5.5.4

Botndýr og botnfiskar ............................................................................................. 33

5.5.5

Dýrasvif .................................................................................................................. 34

5.5.6

Selir og ísbirnir ....................................................................................................... 34

5.6

Fuglalíf: .......................................................................................................................... 34

5.7

Hugsanleg áhrif olíuslyss á lífríkið við Ísland ............................................................... 35

5.7.1

Áhrif við Norður- og Austurland ............................................................................ 36

5.7.2

Áhrif við Suður- og Suðvesturland ......................................................................... 36

5.8

Hugsanleg áhrif olíuslyss á íslenskt hagkerfi................................................................. 36

5.8.1

Margfeldisáhrif ....................................................................................................... 37

5.8.2

Sjávarútvegurinn ..................................................................................................... 37

5.8.3

Fiskeldi ................................................................................................................... 39

5.8.4

Hvalveiðar .............................................................................................................. 40

5.8.5

Ferðaþjónusta.......................................................................................................... 40

5.8.6

Annar iðnaður. ........................................................................................................ 41 7

Misserishópur K


6

Niðurstöður ............................................................................................................................ 42

7

Þakkir Lokaorð .................................................................................................................................. 44

8

Heimildaskrá .......................................................................................................................... 45

9

Hugtaka- og efnisorðaskrá ..................................................................................................... 51

8 Misserishópur K


Misserisverkefni Inngangur

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

1 Inngangur Ríkisstjórn Íslands samþykkti vorið 2005 tillögu iðnaðarráðherra, um að hefja undirbúning fyrir útgáfu leyfa til rannsóknar og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæðinu. Drekasvæðið er við Jan Mayen hrygg og hafa niðurstöður olíuleitar gefið til kynna um að þar sé hægt að finna olíu og gas. Hvorki tæknilegar takmarkanir né hindranir virðast hamla olíu- og eða gasvinnslu, séu slíkar auðlindir þar.

Sitt sýnist hverjum um hvort skynsamlegt sé fyrir Íslendinga að fara út í þann iðnað sem olíuleit og vinnsla er. Ekki verður fjallað um kosti þess og galla í þeirri samantekt sem hér fer á eftir. Orkustofnun Íslands gaf út skýrslu árið 2007 þar sem farið er yfir bæði mögulegan ávinning annars vegar og þá áhættuþætti sem fylgja því að gefa út leyfi til olíurannsóknar hins vegar. Niðurstaðan var sú að æskilegt væri að hefja frekari rannsóknir á Drekasvæðinu.

Sökum þeirra áhættuþátta sem fylgir olíuvinnslu á sjó og þeirra olíuslysa sem hafa orðið víðsvegar um heiminn, ákvað misserishópur K að kanna hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir Íslendinga, ef slíkt slys yrði í landhelgi landsins. Ákveðið var að fjalla um Exxon Valdez olíuslysið sem varð við strönd Alaska 1989. Rýnt verður í hvaða beinu og óbeinu umhverfisáhrif urðu þar og reynt að heimfæra þær afleiðingar á íslenskar aðstæður. Tilgangur þess er að skoða möguleg áhrif slíks slys af svipaðri stærðargráðu og hvaða áhrif það hefði á umhverfi og lífríki innan íslenskrar landhelgi. Rannsóknarspurning misserishópsins er því eftirfarandi: „Íslensk olíuvinnsla: Hver yrðu möguleg umhverfisáhrif við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon Valdez, yrði innan íslenskrar landhelgi?“

9 Misserishópur K


Misserisverkefni Aðferðafræði

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

2 Aðferðafræði Heimildarýni er aðferð sem notast hefur verið við í heimildavinnslu og rannsóknir í sagnfræði. Heimildir eru metnar eftir aldri og áreiðanleika. Þær eru flokkaðar í frumheimildir og eftirheimildir. Því yngri sem heimild er, því áreiðanlegri telst hún (Hermann Óskarsson, 2000).

Þessi aðferð félagsvísinda hentar vel þessu verkefni sem misserishópur K ákvað að taka fyrir, því mikið magn rannsókna á efninu er aðgengilegt almenningi. Til þess að svara spurningu verkefnisins voru ritaðar heimildir nýttar, skoðaðar skýrslur og fræðigreinar. Niðurstöður þeirra athuganna voru síðan notaðar til að komast að niðurstöðu. Hafist var handa við að afla heimilda og flokka þær eftir áreiðanleika. Gögnum var forgangsraðað eftir mikilvægi þeirra.

Til að byrja með var slysið við Alaska skoðað, tildrög þess og afleiðingar. Skoðaðar voru heimildir um aðstæður á slysstað og bornar saman við aðstæður á Íslandi. Einnig var lagt mat á hvaða afleiðingar það hefði fyrir Íslendinga, ef sambærilegt slys yrði innan íslenskrar lögsögu. Lífríkið við strendur Alaska var borið saman við lífríkið við strendur Íslands. Með það að markmiði að meta hugsanlegar afleiðingar á lífríkið, ef álíka olíuslys yrði innan íslenskrar landhelgi.

Við meðferð heimilda og úrvinnslu þeirra var stuðst við bók Hermanns Óskarssonar, Aðferðarfræði félagsvísinda. Í gegnum tíðina hafa hugmyndasmiðjur1 náð útbreiðslu til stefnumótunar, markaðsrannsókna og hinna ýmsu rannsókna á ófyrirsjáanlegum aðstæðum. Sem dæmi um þær stofnanir, sem hafa nýtt sér hugmyndasmiðjur, má nefna t.d PLA2 (Bates & Mulvenon, 2002), UN3 (Stokstad, 2001) en einnig hefur EU4 nýtt sér þær til stefnumótunar (Sherrington, 2000).

Til þess að ná að svara rannsóknarspurningunni með skynsömum hætti þá setti misserishópur K upp hugmyndasmiðju og nýtti sér aðferð sviðsmyndagreininga5. Hugmyndasmiðjur eru nýttar til að skoða viðfangsefni frá mismunandi sjónarhornum og greina þau, ásamt því að marka stefnu 1

Think tank The People´s Liberation Army (Kínverski herinn) 3 United Nations 4 European Union 5 Scenario analysis 2

Misserishópur K

10


Misserisverkefni Aðferðafræði

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

eða fá nýja sýn á viðfangsefnið (Börjeson, Höjer, Dreborg, Ekvall & Finnveden, 2006). Þar sem að viðfangsefni þessarar greinargerðar, byggist á því sem gæti gerst þarf að leggja fram greiningu á mögulegum aðstæðum og þá hverjar þær gætu orðið. Til þess var notuð sviðsmyndagreining. Sviðsmyndagreiningin virkar þannig að sérfróður hópur gefur álit sem byggir á því sem gæti mögulega gerst, því sem væri líklegt að myndi gerast og því sem væri fremur ákjósanlegt að myndi gerast6.

Í tilfelli misserishóps K var viðfangsefninu skipt niður á alla meðlimi hópsins, hver og einn kynnti sér hluta viðfangsefnisins þannig að sá aðili væri orðinn sérfróður um þau atriði. Þá gat hópurinn framkvæmt sviðsmyndagreiningu út frá því hver væru möguleg umhverfisáhrif ef olíuslys, svipað og Exxon Valdez, ætti sér stað innan íslenskrar landhelgi. Sviðsmyndagreiningin skilaði þannig niðurstöðum sem lágu á bilinu frá því sem gæti gerst og til þess að væri ákjósanlegast að myndi gerast. Út frá niðurstöðum sviðsmyndagreiningarinnar var svo hægt að svara rannsóknarspurningunni með eins mikilli vissu og hægt er (Amara,1991).

Misserishópur K lagði svo fram spurningar sem snéru allar að mismunandi hlutum rannsóknarinnar. Spurningunum var síðan svarað í samræmi við þær heimildarrannsóknir sem komu í hlut hvers og eins úr hópnum. Niðurstöður spurninganna voru allar byggðar á sviðsmyndagreiningunni, þannig að saman gætu þær svarað rannsóknarspurningunni sem lögð var fram í upphafi.

6

Possible, probable and preferable

Misserishópur K

11


Misserisverkefni Aðferðafræði

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Miðað var við ríkjandi aðstæður þegar Exxon Valdez olíuslysið varð, hvernig staða samfélagsins, umhverfisins og lífríkis er í dag og hversu mikið sambærilegt olíuslys gæti mögulega skaðað íslenskt umhverfi. Í kjölfar þeirrar greiningar var leitast við að tengja fræðilega umfjöllun við mögulega framtíðarspá um afleiðingar olíuslyss í íslenskri lögsögu samkvæmt ákveðinni sviðsmynd. Nýttar voru skýrslur sem gerðar voru eftir slysið í Alaska og afleiðingar þess heimfærðar á íslenskar aðstæður.

12 Misserishópur K


Misserisverkefni Olía: eiginleikar, veðrun og áhrif

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

3 Olía: eiginleikar, veðrun og áhrif Í þessum kafla verður í grófum dráttum gerð grein fyrir olíutegundum, olíueiginleikum og hvaða þættir hafa áhrif á niðurbrot hennar auk þeirra áhrifa sem hún almennt hefur á umhverfi og lífríki, sérstaklega á ströndum. Þær heimildir sem byggt var á er skýrslan „Short- and long-term effects of accidental oil pollution in waters of the Nordic countries“ sem gefin var út af Norrænu ráðherranefndinni árið 2007.

3.1 Mældir eiginleikar olíu Til eru ýmsar ólíkar gerðir af olíu sem búnar eru til úr hundruðum stórra efnasambanda og þúsundum smárra. Þar sem efnasamsetning þeirra er ólík, þá býr hver tegund olíu eða olíuafurðar yfir ólíkum einkennum og efnaeiginleikum. Þessir eiginleikar stýra því hvernig olían hagar sér þegar hún lendir í sjó og ákvarðar hvaða áhrif hún hefur á lífríkið þar (Nordic Council of Ministers, 2007). Mældir eðliseiginleikar olíu eru seigja hennar, eðlismassi, leysni, suðumark, flæðimark, eimingarhlutfall, yfirborðspenna og gufuþrýstingur. Þeir eiginleikar sem skipta hvað mestu máli hvað snertir afdrif olíunnar og áhrif á umhverfi eru seigja og eðlismassi hennar. Seigjan lýsir mótstöðu gagnvart flæði í vökva, því lægri sem seigjan er þeim mun betur flæðir vökvinn. Þessi eiginleiki olíunnar er að mestu ákvarðaður af hlutfalli léttra og þungra hlutaeinda sem hún inniheldur. Eðlismassi olíu er þyngd ákveðins rúmmáls hennar og skiptir gríðarlegu máli þar sem eðlisþyngdin er sá eiginleiki sem gefur til kynna hvort umrædd olía sekkur eða flýtur (Nordic Council of Ministers, 2007).

3.2 Umbreyting olíunnar í sjó Þegar olía lendir í sjó hefst umbreytingarferill hennar sem greina má í tvennt. Annars vegar á sér stað veðrun, þar sem eðlis- og efnaeiginleikar olíunnar breytast. Hins vegar verður breyting sem tengist hreyfingu olíunnar í umhverfinu. Hreyfingu olíunnar má greina eftir því hversu mikilli dreyfingu hún nær yfir sjávarflötinn og hversu vel hún nær að sökkva. Veðrun olíunnar má greina í sex hluta; uppgufun7, náttúrulega dreifingu8, kekkjun9, lífrænt niðurbrot10, set11 og oxun12 vegna sólarljóss.

7

Evaporation Natural dispersion 9 Emulsification 10 Biodegradation 11 Sedimentation 12 Photooxidation 8

Misserishópur K

13


Misserisverkefni Olía: eiginleikar, veðrun og áhrif

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Uppgufun er yfirleitt mikilvægasti þátturinn í veðrunarferlinu, og hefur mest áhrif á hversu mikið magn af olíu er eftir í sjónum eftir leka. Uppgufunarhraði ræðst að mestu af efnasamsetningu olíunnar, þar sem uppgufunarhraði og magn sem gufar upp er meira eftir því sem olían inniheldur meira af óstöðugum efnasamböndum. Annar veðrunarþáttur er náttúruleg dreifing sem á sér stað þegar örlitlir olíudropar dreifast um vatnssúluna. Andstæða við þessa dreifingu er kekkjun. Þá dreifast ördropar af vatni um olíuna þannig að hún kekkjast og flýtur um þar til hana rekur á land. Lífrænt niðurbrot á sér stað þegar örverur brjóta niður kolvetni olíunnar en setmyndun verður þegar olían nær að setjast á sjávarbotninn og myndar þar setlag. Þá getur oxun af völdum sólarljóss breytt efnasamsetningu olíunnar þannig að ný efnasambönd myndast (Nordic Council of Ministers, 2007).

3.3 Olíutegundir Eins og áður sagði þá eru olíur afar ólíkar að efnisgerð og eiginleikum. Þegar olían er komin í sjóinn þá er eðli þeirra yfirleitt ólíkt og breytist þegar olían veðrast. Vanalega verður olían seigari og minna eitruð eftir því sem tíminn líður og óstöðug efnasambönd hafa gufað upp. Hins vegar getur samsetning olíunnar breyst þegar hún verður fyrir oxunaráhrifum af völdum sólarljóss (Nordic Council of Ministers, 2007).

Eiturvirkni óhreinna og hreinsaðra olíuafurða eru afar mismunandi. Tilraunir á plöntum og dýrum hafa sýnt fram á alvarleg eitrunaráhrif tengdum olíublöndum með lágt suðumark, sérstaklega þá rokgjarnar olíublöndur. Mesti skaðinn hefur verið af völdum léttrar olíu, sérstaklega ef mengunaráhrifa gætir á smáum og innilokuðum svæðum. Þetta er hins vegar afar sjaldgæft þar sem léttar olíublöndur gufa yfirleitt hratt upp. Sem dæmi þá hefur bensín gríðarlega eiturvirkni, en það gufar upp innan nokkurra klukkustunda við venjuleg veðurskilyrði. Óhrein olía hefur mun meiri eitrunaráhrif á strandlífríki ef henni skolar fljótt á land, heldur en ef hún fær tíma til að veðrast úti á hafi í nokkra daga áður en það gerist. Þungar olíur geta myndað þykkt lag og ef þeim skolar á land, kæfir þykka olíulagið allar lífverur undir sér. Slík áhrif geta þó vart talist til eiturvirkni olíunnar (Nordic Council of Ministers, 2007).

3.4 Loftslag, veðurfar og árstíðir Hátt hitastig og aukinn vindhraði auka veðrunaráhrif, þar sem hiti eykur uppgufun og hefur áhrif á seigju. Hitastig ásamt súrefni og framboði næringarefna ákvarða lífrænt niðurbrot olíunnar sem 14 Misserishópur K


Misserisverkefni Olía: eiginleikar, veðrun og áhrif

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

að lokum ræður niðurlotum hennar í umhverfinu. Þá geta vindhraði eða vindstraumar verið áhrifamiklir þættir í náttúrulegri dreifingu olíunnar (Nordic Council of Ministers, 2007).

3.5 Áhrif olíumengunar á umhverfið Fyrstu áhrif olíu á lífríki sjávar og stranda geta verið lítil sem engin þar sem leki á sér stað á opnu hafi. Áhrifin geta líka verið allt að því gjöreyðandi fyrir lífríki sem verður fyrir olíumenguninni, eins og í tilfelli skjólgóðra strandsvæða. Slík strandsvæði eru sérstakt áhyggjuefni þar sem þau geta auðveldlega fangað olíuflekki. Þetta á sérstaklega við um skjólgóðar leirur og votlendi þar sem lífríki er mikið og fjölbreytt. Þau svæði verða oft illa leikin af olíumengun sem kæfir bæði gróður og dýralíf í orðsins fyllstu merkingu (Nordic Council of Ministers, 2007).

Olíumengun hefur ýmis skaðleg áhrif á umhverfið. Sum þeirra verðum við vör við eins og þegar fuglar farast af völdum olíukápu sem hefur læst sig í fjaðrirnar. Önnur síður áberandi en afskaplega skaðleg áhrif er dauði plöntusvifs og annarra smárra lífvera. Þessi áhrif eru mismunandi og stýrast af mörgum ólíkum þáttum. Eituráhrif eru flokkuð sem bráða eituráhrif og langvarandi eituráhrif. Bráða eituráhrif verða þegar lífvera verður fyrir skammvinum eituráhrifum í samanburði við líflengd hennar, á meðan langvarandi áhrif vísa til þess að lífveran glímir við afleiðingar eitrunar hlutfallslega stóran hluta æviskeiðs sín, vanalega um eða yfir 10% af æviskeiði hennar. Langvarandi eituráhrif eru yfirleitt tengd breytingum á efnaskiptum, vexti, æxlunargetu, eða lífsgetu lífverunnar (Nordic Council of Ministers, 2007).

Lega lands og sjávar skiptir miklu máli, þar sem það er eins konar þumalputtaregla að olían nær mikilli dreifingu á stórum haffleti, og það er ein ástæða þess að mörg stórslys hafa ekki valdið meira tjóni en raun bar vitni. Sé olíuflekkurinn hins vegar nálægt ströndu, þá er skaðinn mun meiri þar sem olían dreifist yfir smærri flöt og nær mun meiri styrkleika en úti á miðju hafi. Uppsöfnun olíu eykur líkur á að olían grafi sig í setlög og þar með aukast líkur á að olíumassi sem blandast steinum og möl myndi tiltölulega þrálátt lag. Þessi lög eru einna langlífust á efri hluta strandlengju þar sem þau hindra landnám gróðurs, t.d. grastegunda og runna (Nordic Council of Ministers, 2007).

15 Misserishópur K


Misserisverkefni Olía: eiginleikar, veðrun og áhrif

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Möguleg afdrif og áhrif olíu á ströndum er tengd tveim þáttum: Sjávargangi13 og tegund undirlags14. Með auknu skjóli frá sjávargangi aukast líkur á að olían fái að sitja þar óáreitt, þá eykur lífmassi þörunga enn á seiglu olíunnar þar sem hann fangar olíuna. Þær strendur sem eru í mestu skjóli fyrir sjávargangi eru yfirleitt setlagsstrendur. Slík gróin svæði búa yfir fjölbreyttu lífríki en eru einnig verstu olíugildrurnar og þar af leiðandi mikið áhyggjuefni í kjölfar olíuleka. Mælanleg fylgni er á milli sjávargangs á ströndum og þess tíma sem það tekur lífríki á ströndinni að jafna sig eftir mengunaráhrifin. Ef olía seytlar ofan í setlag, er líklegt að tíminn sem það tekur fyrir olíuna að hverfa úr umhverfinu lengist. Á ströndum sem verða fyrir ákveðnu magni sjávargangs mynda sandur, möl eða steinar hálfgert gatasigti sem olían streymir greiðlega í gegnum. Ef olíumagnið sem um ræðir er mikið og veðrun á sér stað þannig að olían verður seig, þá getur hún legið í setlaginu í mörg ár. Hins vegar eru minni líkur á að olían nái að síast ofan í jarðveg sem er þéttur eins og moldsvörður eða vatnsþéttur sandur (Nordic Council of Ministers, 2007).

Jarðgöng orma, lindýra og krabba, sem og stöngul og rótarkerfi jurta skapa eins konar farveg sem olían streymir eftir. Þessir farvegir myndu undir eðlilegum kringumstæðum veita súrefni niður í jarðvegslög sem væru annars loftfirrt. Það sem gerist þegar olían finnur þennan farveg er að lífveran sem bjó þar fyrir drepst og jarðvegur verður á nýjan leik loftfirrtur. Það þýðir einfaldlega að það hægist umtalsvert á niðurbroti olíunnar og nýjum lífverum verður nær ómögulegt að nema land innan um eitraða olíuna (Nordic Council of Ministers, 2007).

13 14

Shore energy levels Substratum type

Misserishópur K

16


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

4 Exxon Valdez Þann 24. Mars 1989 strandaði olíuflutningaskipið Exxon Valdez á skeri á Prince William-sundi í Alaska. Í tönkum skipsins voru tæplega 201 miljón lítra15 af hráolíu, en af þeim láku 41 miljón lítra16 í hafið. Í tólf ár fyrir slysið höfðu olíuflutningaskip farið fleiri en 8.700 ferðir um þetta svæði án alvarlegra óhappa, þó að nokkrar minni uppákomur hafi orðið sem teljast ekki til slysa. Af þessum ástæðum voru rekstrar- og eftirlitsaðilar orðnir kærulausir að vissu marki vegna þess hve vel kerfið virkaði og hversu öruggt það virtist vera. Þótt ótrúlegt megi virðast varð manntjón ekkert í slysinu sjálfu, þrátt fyrir það hversu harkalegur áreksturinn var (Brogan & Lindbeck, 1990).

4.1 Orsakir slyssins Orsakir slyssins má rekja til þess hversu erfið siglingaleiðin var ásamt mannlegum mistökum sem í raun hefðu ekki átt að eiga sér stað. Á þeim tíma sem Exxon Valdez strandaði var nokkuð mikill hafís á siglingaleiðinni og í stað þess að vera sjálfur í brúnni ákvað skipstjórinn, Joe Hazelwood, að láta þriðja stýrimanni skipsins eftir stjórnina. Skipstjórinn gaf áhöfninni skýr fyrirmæli um að stefna skipinu aftur inn á almennar siglingaleiðir á ákveðnum punkti, en einhverra hluta vegna var það ekki gert. Brúin var undirmönnuð og þeir sem stóðu vaktina voru ekki nærri jafn reyndir og skipstjórinn og annar stýrimaður sem í raun átti að vera á vaktinni. Þriðji stýrimaður ákvað að kalla hann ekki út þegar leið að vaktaskiptum, þar sem annar stýrimaður átti að baki langa vakt fyrr um daginn (Brogan & Lindbeck, 1990).

Auk þessara atriða var viðvörunarbúnaður skipsins í ólagi og hafði ekki fengist vilyrði fyrir viðgerðum á honum. Þannig virkuðu til að mynda þau kerfi sem vara við nálægð við sker og landgrynningar ekki sem skyldi, sem leiddi til þess að í raun var orðið of seint að bregðast við þegar loks varð vart við skerið17 sem skipið strandaði á (Brogan & Lindbeck, 1990). Athygli vakti að stýrimaðurinn brást rangt við og réði ekki við að koma skipinu á rétta leið. Var því talið að um mistök af hálfu skipstjórans væri að ræða, þar sem að hann hafði tiltölulega reynslulítinn mann við stjórnvölinn og sá ekki til þess að vaktin væri almennilega mönnuð (Brogan & Lindbeck, 1990). 15

53.094.510 US gallon. 1 US gallon jafngildir 3,7854 lítrum.

16

10.800.000 US gallon

17

Bligh Reef

17 Misserishópur K


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Þess ber að geta að aðrir utanaðkomandi þættir höfðu gríðarleg áhrif á þessa atburðarás. Fyrir það fyrsta var þeirri þjónustu sem sneri að hafnsögu og leiðsögu verulega ábótavant á svæðinu, þar sem ekki voru nægilega margir leiðsögumenn við störf. Af þeim sökum fékk þriðji stýrimaður Exxon Valdez ekki nægilega góðar upplýsingar um siglingaleiðina. Exxon olíufyrirtækið brást þegar kom að því að manna skipið nægilega vel, en aðeins voru 19 manns í áhöfn þessa feykistóra skips sem var talið of fátt (Brogan & Lindbeck, 1990).

Það vakti sérstaka athygli að Hazelwood skipstjóri hafði sést á bar áður en skipið lagði úr höfn og mældist áfengi í blóði hans mörgum klukkustundum eftir að skipið strandaði. Hazelwood var sýknaður af ákæru er laut að því að stýra skipi undir áhrifum áfengis, en þurfti hinsvegar að greiða 50.000 dala sekt og inna af hendi 1.000 klukkustundir í samfélagsþjónustu fyrir kæruleysislega losun olíu18 (State of Alaska v. Hazewood, nr 4034). Exxon olíufyrirtækið var dæmt til að greiða 5 milljarða dala í skaðabætur, en eftir röð áfrýjana var sú upphæð lækkuð í 507 milljónir dala (University of Colorado Boulder, 2014).

Það var því röð mistaka og atvika tengdum þeim sem urðu til þess að Exxon Valdez strandaði þann 24. mars 1989, allt frá kæruleysislegum ákvörðunum til bilaðs búnaðar og skorts á þjónustu. Því fór sem fór og eftir standa þau náttúruspjöll sem urðu af slysinu.

4.2 Umhverfisáhrif Olían sem fór í hafið í Exxon Valdez slysinu hafði gríðarleg umhverfisáhrif á svæðinu. Fyrstu dagana myndaði olían stóran flekk, en dreifðist svo víða í kjölfar óveðurs sem brast á þremur dögum eftir slysið. Við það varð olían froðukennd og breyttist einnig í tjörukúlur19, en þetta tvennt dreifðist á fáeinum dögum eftir strandlengju Alaska og skolaði á land. Alls urðu um 1.300 mílur20 af strandlengjunni fyrir beinum áhrifum olíunnar sem raskaði verulega lífríki svæðisins (Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council, e.d.), en heildardreifing olíunnar var um 28.500 km² að flatarmáli (Piper, 1993). Enn þann dag í dag gætir áhrifa á umhverfi og dýraríki og ekki er enn vitað hvort eða hvenær umhverfið nær fullum bata.

18

Negligent discharge of oil Veðruð olía sem myndar kúlur (Office of Response and Restoration, e.d.) 20 2.092 kílómetrar 19

Misserishópur K

18


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

4.3 Bein áhrif á lífríki Áhrif olíunnar á lífríki svæðisins voru gríðarleg, en fiskistofnar, fuglar og spendýr urðu illa úti slysinu. Talsverð rýrnun varð í ýmsum dýrastofnum, til að mynda laxastofnum svæðisins, en laxaganga er töluvert minni nú en fyrir slysið. Hámarksganga á árunum 1984 til 1988 var 23.500.000 fiskar og lágmarkið var 2.100.000, en hámarkið eftir olíuslysið var 17.000.000 árið 2005 og lágmarkið datt niður í 1.300.000 árið 2002. Talið er að um 250.000 langvíur hafi drepist vegna olíunnar, þó að aðeins 21.000 hræ hafi fundist, en um er að ræða u.þ.b. 40% stofnsins á svæðinu. Af þeim 36 háhyrningum sem áttu heimkynni á svæðinu hurfu 14 á árunum 1989 og 1990, en aftur á móti fundust engin hræ í því tilfelli. Þess ber að geta að aðeins er um mat að ræða og erfitt er að segja nákvæmlega til um þann skaða sem varð, þar sem að litlar sem engar rannsóknir voru gerðar á svæðinu áður en slysið varð (Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council, 1993).

Í skýrslu Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council frá árinu 2010 er farið yfir stöðu dýrastofna og atvinnuvega á svæðinu til að áætla stöðu þeirra. Af þeim 27 dýrategundum sem eiga heimkynni á svæðinu eru 20 þeirra taldar hafa náð sér að hluta eða fullu, ástand fjögurra stofna er óþekkt og þrír sýna engin batamerki. Síðastnefndu stofnarnir eru háhyrningar, svartfugl og Kyrrahafssíld. Stofnarnir sýna nánast engin batamerki, þar sem lítil sem engin fjölgun hafi orðið í stofnunum eftir slysið. Þeir stofnar sem taldir eru hafa náð sér að hluta hafa stækkað eitthvað frá slysinu, en ekki náð þeim fjölda sem þeir voru í fyrir 1989 (Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council, 2010).

4.4 Óbein áhrif á lífríki Exxon Valdez slysið hafði ekki aðeins bein umhverfisáhrif heldur einnig óbein, þ.e. áhrif á atvinnuvegi og líf íbúa svæðisins. Þessir atvinnuvegir samanstanda af fiskveiðum í atvinnuskyni og ferðaþjónustu. Einnig má nefna að áhrifin á óvirka notkun svæðisins og lífsviðurværi frumbyggja voru einnig umtalsverð (Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council, e.d.)

4.4.1 Fiskveiðar Árið 1989 var víðtækt bann við fiskveiðum í gildi á Prince William sundi og nær liggjandi svæðum vegna olíumengunar. Tekjutap vegna þessa var gríðarlegt og hafði áhrif á fjölda heimila og fyrirtækja. Áhrifa slyssins á fiskveiðar gætir enn á svæðinu, en þar eru einnig aðrir þættir sem spila inn í, eins og lægra fiskverð á heimsmarkaði, aukið framboð á fiski frá öðrum svæðum og aðrar efnahagslegar breytingar. Þar sem að síldarstofninn hefur ekki náð sér á strik eru veiðar á 19 Misserishópur K


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

henni í algjöru lágmarki og tekjumissirinn eftir því. Fiskveiðar eru hinsvegar taldar á uppleið og hafa aukist árlega frá árinu 1990 (Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council, e.d.)

4.4.2 Lífsviðurværi Um 2.200 frumbyggjar og 13.000 aðrir aðilar misstu þar mikilvægan fæðustofn og þeirra áhrifa gætir enn vegna ótta við neyslu á menguðum fiski, þó þau fari minnkandi. Hér er um að ræða einskonar nauðþurftabúskap en frumbyggjar svæðisins hafa treyst á fiskveiðar til að draga fram lífið. Batamerki sjást í þessum flokki og uppskeru- og veiðitölur á svæðinu eru sambærilegar öðrum í Alaskaríki. (Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council, e.d.).

4.4.3 Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta á slysasvæðinu beið skaða líkt og aðrar atvinnugreinar, þar sem að straumur ferðamanna dróst mikið saman í kjölfar slyssins. Veiðisvæðum var lokað eða aðgangur að þeim í það minnsta takmarkaður frá því sem verið hafði, sem gerði það að verkum að ferðamenn leituðu á önnur svæði. Ágangur á þeim svæðum sem opin voru, jókst talsvert eftir því sem þeim ferðamönnum sem heimsóttu svæðið var beint frá olíumenguðum ströndum. Þó að ferðaþjónustan sýni batamerki, má telja að hún ekki hafa náð því stigi sem hún var í fyrir slysið og er ekki enn útséð með hvenær það verður. Ferðaþjónusta er stór atvinnugrein í Alaska, en árið 2003 voru um 26.000 störf í ferðaþjónustu í fylkinu sem skilaði 1,5 milljörðum 21 dala í tekjur (Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council, e.d.).

4.4.4 Óvirk notkun Óvirk notkun22 er það gildi sem svæðið hefur að mati almennings sem ósnortin náttúra. Eftir slysið var mikil breyting á skoðunum almennings á svæðinu, þar sem ímynd þess sem ósnortin náttúruperla beið verulega hnekki. Talið er að fjárhagslegt tap í þessu efni hafi verið um 2,8 milljarðar dala23. Þessi þáttur er talinn sýna batamerki en fullur bati næst ekki fyrr en áhrifa slyssins gætir ekki lengur og svæðið telst aftur ósnortið í huga almennings (Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council, e.d.)

21

167.350.000.000 ISK miðað við gengið 111,59. 16.apríl. 2014. Passive use 23 324.520.000.000 ISK miðað við gengið 111,59. 16. Apríl 2014. Upphæðin er fengin með könnunum og er hún meðaltal þeirra upphæða sem þátttakendur töldu ásættanlegar til að koma í veg fyrir fleiri slys af sömu stærðargráðu og Exxon Valdez. 22

20

Misserishópur K


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

4.5 Viðbragðs- og hreinsunarsjóður Einu og hálfu ári eftir Exxon Valdez slysið var skipuð rannsóknarþingnefnd24 til að fara yfir þau atriði sem snéru að viðbúnaði og hreinsunarstörfum. Í Bandaríkjunum voru í gildi lög sem ætlað var að koma í veg fyrir olíuslys af þessu tagi, veita þeim stofnunum sem áttu að sjá um málaflokkinn aðhald og sjá til þess að þær væru ávallt viðbúnar. Lögin snúast í stuttu máli um: 

Að af hverri tunnu sem flutt er inn af olíu þá fara 5 sent í sjóð, til að kosta forvarnarstarf og viðbragðsáætlanir.

Fjármögnun á búnaði til hreinsunar eftir olíuslys.

Kaup á eftirliti með þeim skipum sem flytja olíu við strendur Bandaríkjanna.

Fimm senta gjaldtakan átti að fjármagna strandgæsluna25 og þann búnað sem nauðsynlegur var til hreinsunarstarfa. Sjóðurinn var þó nýttur til þess að rétta af fjárlagahalla Bandaríkjanna, sem var talsverður á þeim tíma. Þingmaðurinn Billy Tauzin hafði orð á þessari staðreynd við nefndina og óskaði eftir því að sjóðurinn yrði einungis notaður í þeim tilgangi sem til var ætlast. Vegna þessa voru viðbragðsáætlanir og búnaður til að bregðast við olíuslysum af skornum skammti og voru viðbrögð við Exxon Valdez slysinu því ekki eins kröftug og þau hefðu átt að vera. Niðurskurður fjármagns til strandgæslunnar, hafði þau áhrif að hreinsunarstarfið gekk hægt og gat þingnefndin lítið gert nema fara yfir stöðuna og endurskoða verkferlana er lutu að olíuslysum (Dietrick, L. 1990) .

4.6 Hreinsunaraðgerðir á landi og áhrif þeirra Ýmsar leiðir voru reyndar til að hreinsa olíuna, en virkni þeirra var mismikil og góð. Aðferðirnar spönnuðu allt frá heitu vatni til leysiefna og kemískra hreinsiefna (Alaska Department of Environment Conservation, 1993). 

Heitt vatn og háþrýstingur: Sú aðferð sem notuð var til að hreinsa þau svæði strandlengjunnar sem urðu hvað verst úti var að dæla 60 til 71 gráðu heitu vatni úr háþrýstislöngum til að hreinsa olíuna. Þrátt fyrir aðvaranir sem komu fram snemma í hreinsunarferlinu, var þessi aðferð notuð og afleiðingarnar voru vægast sagt ekki góðar. Í vistfræði er heitt vatn talið afar slæmt í aðgerðir sem þessar, þar sem að vatnið fer illa með gróður og dýralíf þar sem það er notað. Árið 1990 bentu niðurstöður rannsókna til

24 25

The Subcommittee hearing and testimony US Coast Guard

Misserishópur K

21


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

þess að notkun heita vatnsins myndi í raun skaða umhverfið meira en olían sem það var notað til að hreinsa af strandlengjunni (Alaska Department of Environment Conservation, 1993). 

Leysiefni og kemísk hreinsiefni: Corexit 9580 var það hreinsiefni sem Exxon olíufyrirtækið vildi nota til að hreinsa upp olíuna, en efnið hafði í raun aldrei verið prófað eða rannsakað almennilega og var því lítið vitað um áhrif þessa á umhverfi og lífríki. Af þessum ástæðum voru ekki allir aðilar sem komu að málinu sáttir við að efnið yrði notað. Efnið virkaði ágætlega til að ná olíu af strandlengjunni. Það sem hins vegar brást, var geta starfsmanna Exxon til að hreinsa upp þá blöndu sem myndaðist við það, sem samanstóð af vatni, olíu og Corexit. Eins lék vafi á að hreinsunaraðgerðir með Corexit, bæru meiri árangur en háþrýstihreinsanir (Alaska Department of Environment Conservation, 1993). Virkni Corexit versnar töluvert þegar það rignir eða snjóar, sem er afar veigamikið atriði ef litið er til þess hversu norðarlega slysið átti sér stað. Eftir prófanir með Corexit varð niðurstaðan sú að efnið væri ekki sú lausn sem leitað var að. Óvissuþættir voru of margir, erfitt var að safna saman þeim afgangsefnum sem Corexit skildi eftir sig, litlar sem engar upplýsingar voru til um langtímaáhrif þess og því var notkun hætt (Alaska Department of Environment Conservation, 1993).

Líftæknilegar úrbætur: Líftæknilegar úrbætur ganga út á það að nota einhverskonar hvata, oftar en ekki hvata sem búnir eru til á rannsóknarstofum, til að brjóta niður olíuna og hreinsa hana þannig upp. Í þessu tilfelli voru notaðar örverur sem áttu að brjóta olíuna niður, ásamt því að dreifa áburði á svæðin til að auka magn köfnunarefnis og fosfórs, sem átti að virka vaxtarhvetjandi á örverurnar. Þessi aðferð var þó ekki gallalaus, en lausnin var að blanda efnin þannig að þau hefðu hámarksvirkni en myndu hafa lágmarksáhrif á lífríki og umhverfi, eða með öðrum orðum að gera blönduna veikari. Þessi aðferð virkaði miðað við þau gögn sem sett voru fram. Þó að deilt sé um hversu góð virknin var og hvort hún virkaði jafn vel á öllum svæðum sem hún var notuð. Athuganir sýndu allt frá engri breytingu á niðurbrotshraða olíunnar til 3-5 sinnum hraðara niðurbrots. Í þessu tilfelli virkaði að ráðast í þessar úrbætur, en þó er varað við því að hér sé ekki um töfralausn að ræða (Alaska Department of Environment Conservation, 1993).

Notkun vinnuvéla: Vinnuvélar voru notaðar til að hreinsa strandlengjuna, aðallega í þeim tilgangi að hreinsa upp olíu sem síast hafði niður í jarðveginn. Einnig voru þær

nýttar til að búa svæði undir líftæknilegar úrbótaaðgerðir og náttúrulega veðrun sem 22 Misserishópur K


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

einnig brýtur niður olíuna. Reynt var eftir megni að nota þessa aðferð þar sem mögulegt var og er hún almennt talin hafa gefið góða raun (Alaska Department of Environment Conservation, 1993). Þær aðgerðir sem ráðist var í virkuðu þannig misvel, en flestar virðast þær hafa borið einhvern árangur. Langtímaáhrif þeirra eru þó ekki enn komin í ljós að fullu, og því er erfitt að segja til um hvort umhverfið komi til með að bera varanlegan skaða af slysinu.

4.7 Hreinsunaraðgerðir á hafi og áhrif þeirra Auk hreinsunar á landi voru viðamiklar aðgerðir á hafi til að hreinsa upp þá olíu sem þar var. Vegna staðsetningar þurfti að nota aðferðir sem voru töluvert frábrugðnar þeim sem notast var við á landi, t.d. flotgirðingar, bruna, dreifiefni og fleytarar sem eru tæki notuð til hreinsunar olíu eða froðu af yfirborði vatns (Piper, 1993). 

Flotgirðingar: Flotgirðingar eru hannaðar til að virka við yfirborð vatns eða sjávar. Þær geta virkað sem varnargirðingar eða safnþró fyrir þá olíu sem hreinsa þarf úr sjó. Virkni þessara girðinga veltur á ýmsum þáttum eins og aðstæðum og þjálfun þeirra sem meðhöndla þær, en ekki síður á sjávarföllum, vindum, straumum og öldugangi. Helstu gallarnir við þessa aðferð var hversu mikinn mannafla þarf til að viðhalda girðingunum og hversu stutt þær endast áður en viðgerða er þörf. Fjöldi tegunda var notaður við hreinsunina en það dró heldur úr virkni aðgerðanna, þar sem að þær voru misáhrifaríkar. Flotgirðingarnar voru þó mikilvægt verkfæri til að halda aftur af frekari dreifingu olíunnar og einnig til að safna henni saman, til að mynda til að brenna hana (Piper, 1993).

Fleytarar: Fleytarar eru bátar sem búnir eru tækjum til að fleyta olíu af vatni, eða öllu heldur hreinsa hana úr sjó. Aðferð þessi er takmörkuð líkt og aðrar, en gagnsemin veltur á svipuðum þáttum og þeim er eiga við flotgirðingar. Auk þess eiga tækin það til að stíflast ef mikið er um úrgang eða rusl í þeim flekkjum sem á að hreinsa. Helstu vandkvæðin við notkun aðferðarinnar i kjölfar Exxon Valdez slyssins voru meðal annars veðurfar og það hversu fáir fleytarar voru á svæðinu. Leiðbeina þarf áhöfnum bátanna úr lofti, en fáar flugvélar voru á svæðinu í fyrstu, auk þess sem veður og þoka settu strik í reikninginn. Eftir því sem leið á bættust við fleiri bátar og flugvélar, en mest taldi bátaflotinn um 260 báta og voru allt að 50 þeirra að störfum á hverjum tímapunkti. Hreinsunarstarf bátanna gekk þó ekki alltaf að óskum þar sem þeir gátu aðeins geymt takmarkað magn olíu og oft þurfti að draga þá langar leiðir til viðgerða og tæmingar. 23

Misserishópur K


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Lagalegar flækjur gerðu það að verkum að þeir bátar sem komu frá erlendum ríkjum fóru ekki strax í notkun, enda var lagalegt umhverfi varðandi starfsemi erlendra skipa í bandarískri landhelgi afar flókið. Á endanum var bátunum skipt út fyrir aðrar aðferðir sem þóttu þægilegri og ódýrari (Piper, 1993). 

Bruni: Til að hægt sé að nota bruna til að hreinsa upp olíu þarf að bregðast fljótt við. Hráolía, lík þeirri sem lak í hafið í Exxon Valdez slysinu, hefur tiltölulega þröngan tímaglugga til bruna, eða 12-72 klukkustundir, en eftir það er megnið af því eldfima gasi sem olían gefur frá sér gufuð upp sem gerir íkveikju mjög erfiða viðfangs. Bruni hefur ákveðna annmarka sem hreinsunaraðferð, bæði vegna loftmengunar sem af honum hlýst og eins vegna þess að olían myndar ekki alltaf einn samfelldan flöt, heldur getur hún auðveldlega dreifst, sé mikil hreyfing á vatninu. Eins getur of mikið vatnsmagn gert það að verkum að ekki tekst að brenna olíuna nema að takmörkuðu leyti. Þótt aðferðin sem slík, hafi oft gagnast vel voru áhrifin takmörkuð í þessu slysi. Vegna stærðar lekans og mikillar vatnsblöndunar mistókst að brenna meira magn, auk þess sem veðuraðstæður hömluðu frekari tilraunum. Aðferðin skilaði því afar litlum árangri í þessu tilfelli (Piper, 1993).

Dreifiefni: Dreifiefni eru notuð til að brjóta upp stærri olíuflekki í minni einingar. Þannig getur hreinsunarstarf orðið auðveldara, það er þó ekki tryggt að notkun slíkra efna hafi tilætlaða virkni. Til þess að ná hámarksvirkni verður að vera hreyfing á vatninu til að dreifiefnin nái að blandast olíunni. Í þeim prófunum sem gerðar voru í Alaska gekk notkun þessara efna illa og veður hamlaði einnig frekari notkun þeirra. Einnig var ekki vitað með vissu hver áhrif á umhverfi og lífríki yrðu. Skortur á efnum, ófyrirsjáanlegt veður og bilanir í dreifibúnaði varð til þess að notkun var hætt (Piper, 1993).

4.8 Nánar um Corexit Það hreinsiefni sem mest var notað, Corexit 9580, reyndist verulega eitrað og hættulegt lífverum. Efnið virkaði að mörgu leyti líkt og búist var við. Það olli mikilli ertingu á húð og í öndunarfærum meðal þeirra starfsmanna sem unnu að dreifingu þess. (Hazardous Materials Response and Assessment Division, 1992).

Árið 2001 voru birtar niðurstöður langtímarannsóknar sem gerð var á Corexit 9580, en þær sýndu að efnið virkaði vel til að breyta olíu í einskonar hlaup sem á að auðvelda hreinsun. Einnig kemur þar fram að Corexit hefur verulega skerta virkni falli hitastig undir 15° á 24 Misserishópur K


Misserisverkefni Exxon Valdez

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Celsiusskalanum. Það gæti útskýrt þau vandkvæði sem fylgdu notkun þess í Alaska og það leiðir til þess að mun meira magn þarf til að ná sömu virkni falli hitastig undir þessi mörk. Efnið bindur saman öreindirnar í olíunni og þyngir hana um 30 til 53% sem veldur því að olían verður þyngri en sjór og sekkur til botns. Hugmyndin er að koma í veg fyrir að olían berist á land sem og viðkvæman landgrunn þar sem dýralíf gæti hlotið skaða af (Braddock & fl. 2001). Framleiðendur efnisins, fyrirtækið Nalco – Environmental Solutions LLC segja í sérstakri umfjöllun á heimasíðu sinni um Corexit að það sé í raun ekkert eitraðara en vatnið úr uppþvottavélum. Fyrirtækið sýnir fram á tilskilin leyfi frá EPA 26 og að efnið hafi verið prófað í þaula og sannað sig sem góð og öflug lausn til hreinsunar olíu úr sjó (Nalco, 2010). Fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á Corexit. Í greininni „Synergistic toxicity of Macondo crude oil and dispersant Corexit 9500A® to the Brachionus plicatilis species complex (Rotifera)“ sem birtist í tímaritinu Environmental Pollution í febrúar 2013 er Corexit athugað sem sjálfstæð eining og einnig þegar það hefur blandast hráolíu. Rannsóknin leiddi í ljós að Corexit er álíka eitrað og hráolía og er ekki líkleg til að valda skaða á nema takmörkuðum hluta af sjávarríkinu og dýralífinu við strendur. Sé það hinsvegar blandað hráolíu þá hækkar eitrunarstuðulinn um 52 einingar, eða 52-faldast. Þessi blanda Corexit og hráolíu er því mun skaðlegri lífverum í sjó en hráolía ein og sér. Rannsóknin sýnir að þegar efninu er dreift yfir olíu í sjó í nægjanlegu magni til að binda olíuna, þá magnast eitrunaráhrifin. Eini ávinningurinn af notkun Corexit er að olían er ekki lengur sýnileg þar sem hún sekkur til botns og er ávinningurinn því í raun aðeins sjónrænn. Sýnt er fram á að fullyrðingar framleiðanda um að olía í bundnu formi sé fljótari að brotna niður í umhverfinu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, heldur er niðurbrotstíminn þvert á móti mun lengri. Auk þess verður líklegra að þessi blanda Corexit og olíu eigi greiðari leið inn í fæðukeðjuna og sé þar með hættulegri mengunarvaldur en hráolían sjálf (RicoMartinez & fl. 2013).

26

US Environmental Protection Agency

25 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

5 Ísland sem olíuríki Erum við Íslendingar í stakk búnir til að takast á við olíuslys? Eða erum við meðvituð um þær afleiðingar sem hlotist geta af slíku slysi? Náttúrufræðistofnun Íslands benti á það í áliti sem unnið var að beiðni Umhverfisráðuneytisins að rannsóknum á lífríki Drekasvæðisins sé ábótavant. Náttúrufræðistofnun bendir á mikilvægi þess að íslenska ríkið taki af skarið og leggist í þær nauðsynlegu rannsóknir sem þarf til að gera sér grein fyrir þeim skaða sem getur hlotist af olíuleit og olíuvinnslu (Náttúrufræðistofnun, 2012).

Mynd 1: Ísland og Drekasvæðið. Hafa ber í huga að það er ekki eingöngu olíuleit og olíuvinnsla innan íslenskrar landhelgi sem ógnar lífríki hafsins og dýralífs við strendur Íslands. Gríðarlegt magn af olíu og eldsneytisolíu er flutt til Íslands ár hvert, en auk þess bera vöruflutningaskip mikið magn eldsneytisolíu (Utanríkisráðuneytið, 2009). Mikilvægar hrygningarstöðvar fiskistofna á borð við þorsks, ýsu, loðnu og síldar eru á svipuðum slóðum og þessar siglingaleiðir, við suður og suðvesturströnd Íslands (Sigling.is, e.d.)

Hér á eftir verður skoðað hver yrðu hugsanleg umhverfisáhrif í íslenskri landhelgi, ef stórt olíuslys á borð við Exxon Valdez yrði við Íslands strendur, með beinum eða óbeinum hætti. Í kafla fimm verður fjallað um fiskistofna, lífríki, fuglalíf og almennt dýralíf við strendur Íslands. Auk þess verður rætt um veðurfar og hafstrauma við Ísland. Að lokum verður fjallað um hver hugsanleg áhrif yrðu á lífríkið við landið og hver yrðu hugsanleg áhrif á íslenskt hagkerfi.

26 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

5.1 Veður- og sjávarfar Ef olíuslys yrði innan íslenskrar lögsögu þá skiptir veðurfar, hafstraumar, sjávarfallastraumar og vindstraumar miklu máli til að geta spáð fyrir um afdrif og möguleg bein umhverfisáhrif af völdum olíunnar. Af þeim sökum verður í grófum dráttum reynt að greina frá almennum upplýsingum um veður- og sjávarfar við Íslandsstrendur. Þessar upplýsingar eru ekki tæmandi, til þess þyrfti meiri tíma og fleiri blaðsíður. Hins vegar er vonast til að lesandi tengi þessar upplýsingar við umfjöllun um olíueiginleika og veðrun sem fjallað var um í fyrri kafla um olíu.

5.2 Upplýsingar um veðurfar við Ísland og á Drekasvæðinu Þær upplýsingar um sjávarástand og veðurfar sem þetta verkefni byggir á er að nálgast á vefsíðu Veðurstofu Íslands, bókinni „Hafið“ eftir Unnstein Stefánsson, og einnig í sérfræðiskýrslu Ásdísar Auðunsdóttur, Guðmundar Hafsteinssonar og Trausta Jónssonar sem gefin var út af Veðurstofu Íslands árið 2007. Sérfræðiskýrslan er sérstaklega ætluð til notkunar við gerð umhverfismats í skýrslu sem Iðnaðarráðuneyti birti um olíuleit á Drekasvæðinu og er frá árinu 2007. Upplýsingar um veðurfar á Drekasvæðinu eru af skornum skammti og að mestu fengnar með óbeinum mælingum frá landi sem gefa grófa og ansi óskýra mynd af veðri, sjávarhita, sjólagi og hafís á svæðinu. Til að fá skýrari mynd og upplýsingar sem öruggara er að byggja á. Lögðu höfundar skýrslunnar til að mæliduflum yrði komið fyrir á svæðinu sem fyrst til að mæla sjávarhita, lofthita og loftþrýsting. Til að fá upplýsingar um aðra ekki síður mikilvæga veðurþætti töldu höfundar skýrslunnar það einnig nauðsynlegt að mælinga- og rannsóknarskip á svæðinu sendi frá sér tíðar og vandaðar veðurathuganir sem fylgja ströngum reglum og kröfum (Ásdís Auðunsdóttir o.fl. 2007).

5.2.1 Vindafar og áhrif þess á hafstrauma Ísland er afar vindasamt land og þegar meta skal vindafar þarf að hafa í huga breytingar milli tíma, þá einkum árstíða. Hitamismunur milli tempruðu svæða norðurhvels og heimskautasvæða eykst að vetri til og knýr fram aukinn og öflugri lægðagang. Vetrarlægðir eru misstórar og krappar en mestu hvassviðri á Íslandi eru þeim tengdar. Á sumrin er minna um lægðagang. Þá er vindhraði yfir sjó alla jafna meiri en yfir landi vegna þess að lítið er um fyrirstöðu úti á opnu hafi. (Veðurstofa Íslands, 2012)

27 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Áhrif vinda á sjávarfar er í fyrsta lagi að þeir koma yfirborðssjónum á hreyfingu og í öðru lagi breyta þeir eðlisþyngdardreifingunni og valda svokölluðum eðlisþyngdarstraumi. Blási vindur stöðugt úr sömu átt, þá getur vindstraumurinn flutt sjó langa vegu (Unnsteinn Stefánsson, 1999) og þar með olíuflekk sömuleiðis. Á norðlægum hafsvæðum, eins og hér, nær vindstraumurinn niður á u.þ.b. 40 metra dýpi í 3-4 vindstigum blási vindur samfleytt í einn sólarhring. Vindstraumurinn liggur 45°til hægri við vindstefnuna og gleikkar eftir því sem hann nær niður á meira dýpi (Unnsteinn Stefánsson, 1999).

5.2.2 Úrkoma Eins og áður sagði þá eru litlar upplýsingar til um meðalársúrkomu á Drekasvæðinu. Sérfræðiskýrslan sem áður var vitnað í byggir á upplýsingum sem fengnar voru úr greiningu nokkurri þar sem meðalársúrkoma mældist um 700 mm (Ásdís Auðunsdóttir o.fl. 2007), en til samanburðar þá er meðalársúrkoma í Reykjavík um 800 mm (Vedur.is, 2014). Þá er úrkoma á norðanverðu Drekasvæðinu tíð, sérstaklega yfir haust og vetrarmánuði. Úrkomudreifing yfir árið er svipuð og á strandsvæðum Jan Mayen og á Austfjörðum. Að vetrarlagi er úrkoma töluvert mikil í lægðarkerfum og fellur bæði sem rigning, snjór og slydda (Ásdís Auðunsdóttir o.fl. 2007).

5.2.3 Ísing, þoka og slysahætta Hætta er á myndun ísingar sé hiti nálægt frostmarki. Ísingartíðni eykst mikið norðvestast á Drekasvæðinu og þar vestur af en vandinn er einkum bundinn við vetrarmánuði. Áhrif árstíðaskipta á tíðni er mikil og er aukning ísingar aðallega tengd hafísárum. Búast má við mikilli ísingu vegna særoks í hvössum, norðlægum vindi. Slíkt gæti hindrað samgöngur þyrla landhelgisgæslunnar til svæðisins og einnig sett vinnu á svæðinu sjálfu skorður þar sem það skapar slysahættu. Þoka er algengasti skyggnisspillir á norðanverðu Drekasvæðinu og er hún er tíðust yfir sumarlag. Úrkoma, sérstaklega í formi snjós, er aðalástæða fyrir slæmu skyggni yfir vetrarmánuði (Ásdís Auðundsdóttir o.fl. 2007).

5.2.4 Hitafar á landi og í sjó Lofthitamælingar sem gerðar hafa verið af Veðurstofu Íslands frá árinu 1961 til 1990 sýna að meðalhiti janúarmánaðar er frá -16°C til 2°C þar sem kaldast er inn til landsins og á hálendinu en hlýjast meðfram ströndum og við sjóinn. Meðalhiti fyrir sama árabil í aprílmánuði er -14°C til 4°C þar sem hlýjast er meðfram ströndum og inn með dölum en kaldast er inn til landsins og á 28 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

hálendi. Í júlímánuði er meðalhitinn frá -2°C til 12°C þar sem kaldast er yfir jöklum á hálendi en hlýjast meðfram sjónum suður og suðvestur á landinu. Í október er hitinn svo í kringum -10°C til 6°C þar sem hlýjast er meðfram ströndum við sjó en kaldast inn til landsins og á hálendinu. (Vedur.is, e.d.).

Þrátt fyrir að beinar upplýsingar um veðurfar á Drekasvæðinu séu af skornum skammti þá er hægt að fullyrða að þar ríki kalt úthafsloftslag, en þar er meðalhiti undir 10°C yfir allt árið. Kaldast er frá janúar til mars með meðalhita á bilinu -2°C til 0°C, en hlýjast er í ágúst með meðalhita á bilinu 7°C til 8°C (Ásdís Auðunsdóttir o.fl. 2007). Þetta er ekki ósvipað hitastiginu þegar Exxon Valdez olíuslysið varð, en hitinn var þá 33 F eða 0,6°C (Exxon Valdez Oil Trustee Council, 1990).

Sjávarhiti á miðum Íslands er afar breytilegur og töluvert hærri sunnanlands en norðanlands eða að meðaltali 5-6°C. Síðla vors er hitamunurinn kringum 4-5°C, yfir hásumar 3-5°C og að haustlagi 3-4°C. Norðan heimskautabaugs þar sem svalsjávar gætir og oft pólsjávar eftir því sem norðar dregur, er hitinn bæði á sumrin og veturnar 6-8°C lægri en fyrir sunnan Ísland. Að setja þetta í samhengi við olíuslys þá skiptir máli hvar og hvenær slysið verður, þar sem kuldi hægir á veðrun og niðurbroti olíunnar. (Unnsteinn Stefánsson, 1999). Hins vegar valda lægðakerfi því að náttúruleg dreifing olíunnar eykst.

5.3 Mikilvægi veðurfars í tengslum við olíuvinnslu og veðrun olíu Eins og áður var tekið fram þá skiptir þekking á veðurfari gríðarlegu máli í viðleitni til að takmarka slysahættu í kringum hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu í framtíðinni. Mikill vindhraði, ísing og þoka auka hvað mest hættu á slysum og tjóni. Þá geta slæm veðurfarsskilyrði sett mengunarvarnaraðgerðum skorður, þar sem erfitt getur verið að meta umfang og afleiðingar mengunar, fylgjast með dreifingu hennar og áhrifum og bregðast við eða draga úr henni. Hanna þarf mengunarvarnarbúnað með tilliti til veðurskilyrða á svæðinu. Þá skiptir þekking á veðurskilyrðum og hafstraumum sköpum þegar spá skal fyrir um dreifingu olíubrákar. Sjávarhiti, öldufar og hafstraumar hafa einnig mikið að segja hvað snertir veðrun, afdrif og mögulegar alvarlegar afleiðingar olíubrákar (Ásdís Auðundsóttir o.fl. 2007).

29 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

5.4 Upplýsingar um sjávarfar við Ísland Upplýsingar um hafstrauma voru fengnar úr bók Unnsteins Stefánssonar, sem áður var getið. Auk þess sem frekari upplýsingar um hafstrauma á Drekasvæðinu voru sóttar í skýrslu Héðins Valdimarssonar undir ritstjórn Karls Gunnarssonar sem gefin var út af Hafrannsóknarstofnun árið

2007.

Höfundar

skýrslunnar

segja

nauðsynlegt

framkvæma

staðbundnar

straumsjármælingar í að minnsta kosti eitt ár til að fá skýrari mynd af hafstraumum á svæðinu. Þar að auki var lagt til að gerðar yrðu þrjár sniðmælingar með skipi meðfram og þvert á Jan Mayen hrygginn, samtímis og mælidufl yrði sett niður og tekið upp og einu sinni þess á milli (Karl Gunnarsson, 2007). Einnig var byggt á upplýsingum í skýrslu Gísla Viggóssonar, Ingunnar Ernu Jónsdóttur og Eysteins Más Sigurðssonar um öldufar á Drekasvæðinu sem gefin var út af Siglingarstofnun árið 2007.

5.4.1 Ölduhæð og hafstraumar við Ísland Yfirborðsstraumar umhverfis Ísland eru nokkurn veginn eins og mynd 1 sýnir, þegar þurrkuð er út skammtímaóregla vegna vinda, loftþrýstingsbreytinga og sjávarfallastrauma.

Mynd 2: Yfirborðsstraumar í hafinu umhverfis Ísland. Grein úr Golfstraumnum sem ber með sér hlýjan og selturíkan sjó norður (NorðurAtlantshafsstraumurinn) veldur því að veðrátta er mild hér við land, sérstaklega á veturna, þrátt fyrir að landið sé í námunda við heimskautsbaug (Unnsteinn Stefánsson, 1999) . 30 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Það er því hlýr straumur Atlantssjávar sem leikur um suður- og vesturströnd landsins (rauður litur). Þessi hlýi straumur greinist síðar í tvennt við Íslands-Grænlandshrygginn og er það vegna lögunar sjávarbotns sem er þess valdur að stærri greinin tekur stefnu til vesturs og suðvesturs og myndar rangsælis hringrás í Grænlandshafi. Smærri straumkvíslin sem nefnist Irmingerstraumur berst aftur á móti austur meðfram Norðurlandinu. Sá straumur blandast í mismunandi mæli við svalari sjógerðir og hlutdeild hans fer því minnkandi er færist austur á bóginn. Irmingerstraumurinn nær ekki lengra en svo að þegar komið er á Austfjarðarsvæðið þá nýtur hans ekki lengur við. Skörp skil eru milli kaldrar og hlýrrar sjógerðar á suðausturhorni landsins. Skarpari hitaskil eru hins vegar norðvestur af landinu milli Atlantssjávar og pólsjávarins en öflugur íshafsstraumur ber kaldan og seltulítin sjó suður með austurströnd Grænlands (blár litur). Grein af pólsjónum blandast hins vegar hlýjum Irmingerstraumnum eins og áður sagði og myndar svalsjó Austur-Íslandsstraumsins (grænn litur). Það er einmitt þessi blöndun pólsjávar og hlýs og saltríks sjós sem streymir norðvestur úr Noregshafi sem myndar veikan andsælis hringstraum á Drekasvæðinu. Hlutdeild pólsjávar í Austur-Íslandsstraumnum hefur mikið um að segja hvort hlýveðurskeið eða kuldaskeið verða og þá einnig hvort hafís verður við vart. Venjulega er hlutdeild pólsjávarins það lítil að hafís berst sjaldan inná Norðurlandssvæðið og Drekasvæðið. Heildarútkoma straumakerfisins í nágrenni íslands veldur því að straumarnir ganga réttsælis umhverfis landið. Svokallaður Strandstraumur sem einnig gengur réttsælis um landið er knúinn áfram af rennsli ferskvatns frá landi á innanvert landgrunnssvæðið sem blandast sjónum og myndar strandsjó (gulur litur) (Unnsteinn Stefánsson, 1999).

Rangsælis hringstraum er að finna á svæðinu hjá Jan Mayen-hryggnum og er Drekasvæðið staðsett nyrst á þessu hringstreymi. Úr norðvestri streymir kaldur sjór úr AusturGrændlandsstraumi og hlýr sjór úr Atlantssjó úr suðri eða suðaustri sem streymir inní þennan hringstraum (Karl Gunnarsson, 2007). Þar sem þetta er hins vegar ekki eina straumkerfið á þessum slóðum, þá vantar gögn til að geta spáð fyrir um dreifingu olíunnar ef slys yrði á þessum slóðum. Almennt er talið að botnstraumur sé hægur og suðlægur en um það skortir einnig gögn (Karl Gunnarsson, 2007). Ölduhæð á norðanverðu Drekasvæðinu virðist vera minni en við sunnan og vestanvert Ísland og meðfram strönd Noregs. Á svæðinu er 100 ára aldan í kringum 12 metrar sem er sambærilegt og við norðausturströnd Íslands. Hins vegar er hún 16-17 metrar suður og vestur af Íslandi (Eysteinn Már Sigurðsson o.fl. 2007).

31 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

5.5 Fiskistofnar og lífríki Í þessum kafla verður fjallað um fiskistofna og lífríki sem finnast á Jan Mayen svæðinu. Á þessu svæði á Norðurlandi eru þrír stórir uppsjáfarstofnar, loðna, síld og kolmunni. Loðnan og síldin fara líklega um svæðið þar sem olíuleit og vinnsla er fyrirhuguð en kolmuninn hefur haldið sig sunnan við það. Af þeirri ástæðu verður ekki fjallað um hann hér. Á svæðinu við Jan Mayen er einnig töluvert fjölbreyttir hvalastofnar sem fjallað verður um, ásamt fjölbreytilegu lífríki á hafsbotni. Einnig er þar að finna seli og einstaka ísbirni. Stutt kynning verður á því fuglalífi sem finnst á Drekasvæðinu. Að lokum verður rýnt í álit Náttúrufræðistofnunnar Íslands varðandi fyrirhugaðar rannsóknir á Drekasvæðinu vegna olíuleitar.

5.5.1 Loðna Á níunda áratugnum hélt loðnan sig nærri Jan Mayen. Á þeim tíma var hún veidd þar sem nú eru fyrirætlanir um olíuvinnslu. Margt bendir þó til þess að útbreiðsla og göngur loðnunnar hafi breyst, en nú heldur hún sig nú nær vesturhluta Íslandshafs og í Grænlandssundi, fjarri olíuleitar svæðinu. Ómögulegt er að segja til um hvort að þessi ganga og útbreiðsla hennar sé varanleg, eða hvort hún komi til með að breytast. Þegar gögn síðastliðinna ára eru skoðuð sést að stofninn er gjarn á að færa til búsetu sína. Því er ekki ólíklegt að stofninn færi sig aftur á Drekasvæðið, þar sem hann var á seinni hluta 20. aldarinnar. Loðnan er mjög mikilvæg vistkerfi sjávar við Ísland. Stofninn er ein aðalfæða þorsks og margra hvalastofna, ásamt því að flest allir fiskar sem nýta aðra fiska sem fæðu lifa á henni einhvern hluta ævi sinnar (Hafrannsóknarstofnun, 2007). Fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar að: „Loðnan hefur, að minnsta kosti til skamms tíma, verið langmikilvægasti nytjastofn Íslendinga í Íslandshafi og einnig í nágrenni við fyrirhugað olíuleitarsvæði sunnan við Jan Mayen. Við skipulagningu olíuleitar og vinnslu á svæðinu þarf því sérstaklega að huga að og fyrirbyggja eins og unnt er mögulega röskun á lífskilyrðum loðnunnar og nytjum á henni“ (Hafrannsóknarstofnun, 2007).

5.5.2 Síld Norsk-íslenska síldin hefur um árabil haldið sig nálægt olíuleitarsvæðinu við Jan Mayen. Þetta er fullorðin síld í fæðuleit sem leitar inn á svæðið, ekki eru ungfiskar, seiði eða lirfur á svæðinu. Áhyggjuefni varðandi síldina eru tvö, annarsvegar bergmálsmælingar og hinsvegar afleiðingar olíu á yfirborði verði olíuslys (Hafrannsóknarstofnun, 2007). 32 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Engin gögn eru til sem segja til um að bergmálsmælingar hafi skaðleg áhrif á síld. Yfirborðsolía hefur vissulega skaðleg áhrif á lífríki og þannig hugsanlega fæðu síldarinnar. En engin gögn eru hinsvegar til sem benda til þess að yfirborðsolía hafi áhrif á fullorðna síld. Ólíklegt er miðað við núverandi rannsóknir að olíuvinnsla á Jan Mayen komi ekki til með að hafa nein áhrif á síldarstofninn (Hafrannsóknarstofnun, 2007).

5.5.3 Hvalir Svæðið í kringum Jan Mayen er ríkt af hvölum einkum að sumarlagi. Upplýsingar um búsetu stofna að vetrarlagi eru takmarkaðar. Algengustu tegundir eru andnefja, langreyður og háhyrningar (Hafrannsóknarstofnun, 2007).

Töluverður skortur er á rannsóknum og gögnum um áhrif olíuleitar og vinnslu á hvali. Ólíklegt er að bein áhrif olíuslyss á hvali verði mikil, en óbein áhrif eins og samdráttur fæðustofna annars vegar og mengun þeirra hins vegar eru ekki ljós. Ljóst er þó að verði olíuslys sem hefur mikil áhrif á fæðu hvala kemur það til með að endurspeglast í hvalastofninum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hljóðmengun hefur áhrif á hvali, til að mynda geta loftbyssur sem notaðar eru við olíuleit og borun haft fælandi áhrif á þá í allt að 20 km radíus. Engar rannsóknir benda þó til að hljóðmengun hafi varanleg skaðleg áhrif, né valdi skemmdum á heyrn eða skynfærum þeirra. Sérstaklega vel þarf að fylgjast með svæðum sem eru mikilvæg afkomu sjaldgæfra og friðaðra hvalategunda. Til að varpa ljósi á þann þátt þarf að efla talningu hvala við Jan Mayen til að auka þekkingu á útbreiðslu, stofngerð og búsetu hvala og hvernig olíuleit og vinnsla hefur áhrif á þá (Hafrannsóknarstofnun, 2007).

5.5.4 Botndýr og botnfiskar Engar upplýsingar eru um botnfiska á svæðinu. Það er hinsvegar líklegt að finna megi afmarkaða stofna ekki ósvipaða og finnast við suður- og vesturströnd Íslands. Þó svo að upplýsingar um botnfiskstofna á svæðinu séu af skornum skammti er ekki þar með sagt að þeir séu ekki til staðar. Til að mynda er karfi í veiðanlegu magni skammt austan við Jan Mayen, sem bendir til þess að karfa gæti einnig verið að finna á Drekasvæðinu. Nokkur sýni af botndýrum á Drekasvæðinu benda til þess að fjölbreytt dýralíf sé til staðar, þar á meðal margar viðkvæmar dýrategundir. Hverskonar röskun á svæðinu getur haft alvarlegar beinar afleiðingar á samfélög

33 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

og lífríki þessara dýra (Hafrannsóknarstofnun, 2007, bls. 8). Þetta á við um lagningu leiðslanna, uppbyggingu neðansjávarmannvirkja, borholur og dælustöðvar (Iðnaðarráðuneyti, 2007).

5.5.5 Dýrasvif Líklega er mikilvægasti hlekkurinn í lífríki svæðisins dýrasvif. Dýrasvif eru uppistöðufæða uppsjávarstofnanna. Flestar dýrasvifstegundir hafa mjög takmarkaða hæfileika til að færa sig úr stað af eigin mætti og eru nánast alfarið háð hafstraumum. Staðbundin áhrif mengunar vegna olíuslyss gætu því verið mikil, á meðan erfitt er að meta hver áhrifin yrðu utan þess tiltekna svæðis (Hafrannsóknarstofnun, 2007).

Rannsóknir hafa bent til þess að flestar dýrasvifstegundir eru gríðarlega viðkvæmar fyrir olíumengun. Dýrin innbyrða efnin beint úr sjónum sem uppleyst efni eða éta agnir sem þau telja vera fæðu. Áhrif mengunarinnar geta komið fram í breyttri hegðun, efnaskiptum, þroska, æxlun og líftíma, en í sumum tilfellum drepast dýrin (Hafrannsóknarstofnun, 2007).

Þar sem svifdýr eru ein helsta fæðutegund loðnunnar getur mengun borist hratt í loðnustofninn komi til olíuslyss á svæðinu, sem gæti haft mjög slæmar afleiðingar fyrir fæðukeðjuna.

5.5.6 Selir og ísbirnir Fjöldi og dreifing sela og ísbjarna á Drekasvæðinu er alfarið háð tilvist hafíss. Vitað er til þess að hafísströndin við austanvert Grænland getur náð vel austur fyrir Jan Mayen, en hefur þó legið vel vestan við Drekasvæðið síðastliðna áratugi. Á svæðinu finnast þrjár tegundir sela, vöðuselur, blöðruselur og hringanóri og þeir ferðast árstíðabundið norður og suður með ísröndinni. Fæða selanna er fyrst og fremst dýrasvif auk fisks, svo sem loðnu, karfa, grálúðu og þorsks (Iðnaðarráðuneyti, 2007). Selurinn er svo mikilvægasta fæða ísbjarna sem eru á og við austurströnd Grænlands. En þeir elta selina meðfram ísröndinni á sumrin (Iðnaðarráðuneyti, 2007).

5.6 Fuglalíf: Telja má að fjölskrúðugt fuglalíf finnist á Drekasvæðinu, sérstaklega ef litið er á árið í heild sinni. Þar eru töluvert margar sjófuglategundir sem yrðu í hættu ef mengunarslys af völdum olíu yrði á Drekasvæðinu. Fjöldi þeirra tegunda sem væru í hættu er þó háð árstíma. Það fer nefnilega eftir árstíð, eftir fæðuháttum og hvar fæðuna er að finna, hve lengi sjófuglategundirnar halda sig 34 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

á svæðinu. Minnstu áhrifin yrðu að sumarlagi vegna fábreytts fuglalífs. Mestu áhrifin eru þá á vorin og haustin þegar farfuglar fara um Drekasvæðið (Iðnaðarráðuneyti, 2007).

Miðað við rannsóknir eru algengustu fuglategundirnar sem halda sig á fyrirhuguðu olíuleitar svæði eftirtaldar: Rita, fýll, stuttnefja, langvía, álka, lundi og haftyrðill. Þetta eru með allra algengustu sjófuglategundum í Norður-Atlantshafi. Ekki er ólíklegt að sjaldséðari tegundir fari einnig um Drekasvæðið, hvort sem það eru vetrargestir, fargestir eða flækingsfuglar hér við land. Einnig skal nefna þær fuglategundir sem halda sig frekar sunnar við landið, eins og súlu og skúm, sem leita jafnvel inn á fyrirhugað olíuleitarsvæði til fæðuöflunar á vissum árstímum (Iðnaðarráðuneyti, 2007).

5.7 Hugsanleg áhrif olíuslyss á lífríkið við Ísland Umhverfisráðuneytið óskaði eftir áliti Náttúrufræðistofnunnar Íslands árið 2012 vegna þriggja sérleyfisumsókna um rannsóknir á Drekasvæðinu vegna olíuleitar. Í áliti Náttúrfræðistofnunnar kemur fram að upplýsingar um lífríki á Drekasvæðinu eru af skornum skammti. Af þessum ástæðum leggur Náttúrufræðistofnun mikla áherslu á að íslensk stjórnvöld verði búin að kortleggja hvaða þætti þurfi að hafa í huga í ljósi fyrirhugaðrar olíuvinnslu. Þætti eins og lífríki, strauma og samspil mismunandi umhverfisþátta, þá sérstaklega með tilliti til mengunarslysa. Sökum kulda og útaf verulega viðkvæmu lífríki á norðurslóðum almennt, geta mengunarslys haft mjög alvarleg áhrif. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á mikilvægi þessa og hvetur íslenska ríkið að nýta tímann vel þangað til tilraunaboranir hefjast og framkvæma þær rannsóknir sem nauðsynlegar eru á lífríkinu við Jan Mayen (Náttúrufræðistofnun, 2012).

Þegar árið 2000 fóru 128 innlend og erlend olíuflutningaskip um siglingarleiðir sunnan Íslands, með um 800.000 tonn af olíu innanborðs (Sigling.is, e.d.). Um 80 olíuflutningaskip flytja olíu til Íslands á ári hverju með um 30.000 tonn af olíu hvert. Þá sigla auk þess um 1.000 vöruflutningaskip með um 1.500 tonn af eldsneytisolíu hvert til landsins (Utanríkisráðuneyti, 2009). Hefjist olíuframleiðsla á og við Ísland mun þessar tölur að öllum líkindum margfaldast.

Á Íslandi eru engar viðbragðsáætlanir til að takast á við stórt olíuslys. Til að mynda er ekkert íslenskt skip sem getur dregið 100.000 tonna olíuflutningaskip, strandi það eða bili. Sá búnaður sem Umhverfisstofnun býr yfir er eingöngu nothæfur í að takast á við lítil og meðalstór olíuslys sem verða nærri landi. Ísland er þannig ekki í stakk búið að takast á við stór slys á hafi úti og 35 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

þyrfti þess vegna að leita sér utanaðkomandi hjálpar, til að mynda frá Norðurlöndum og Evrópusambandið (ESB) (Utanríkisráðuneytið, 2009). Þetta veldur því að viðbragðstími er langur og útbreiðsla og áhrif olíuleka gætu orðið mikil.

5.7.1 Áhrif við Norður- og Austurland Eins og fram kemur í kaflanum hér að ofan er mjög ríkt og fjölbreytt lífríki norðan og austan Íslands. Komist mikið magn olíu í sjóinn norðan eða austan lands, til að mynda vegna neðansjávarleka í borholu, olíuleiðslu eða vegna slyss í olíuflutningaskipi, gætu afleiðingarnar verið miklar á lífríkið.

5.7.2 Áhrif við Suður- og Suðvesturland Við suður- og suðvesturströnd Íslands eru margar mikilvægar hrygningarstöðvar fiskistofna. Nefna má ýsu, þorsks, loðnu, ufsa og síldar. Ef að olíuslys yrði á þessu svæði gæti það haft mikil áhrif á allt vistkerfi þessa stofna. Sé til að mynda horft til þorsks og ýsu er mikilvægasta tímabil fyrir endurnýjun stofnsins að vori til þegar hann hrygnir. Hrognin og seiðin lifa í efstu 30 m sjávar og reka með straumum frá suðurströndum, vestur eftir inná Faxaflóa og norður með Vesturlandi. Olía vegna slyss við suður eða vesturströnd landsins gæti fljótt borist í þetta vistkerfi og fylgt sömu straumum og hrognin gera. Hafstraumarnir á þessu svæði gætu breitt olíunni um stórt svæði á mjög skömmum tíma. Þetta gæti valdið truflun á hrygningu þessara stofna og einnig mengað veiðanlegan hluta þeirra. Olíuslys á þessu svæði hefði þá einnig áhrif á veiðisvæði Faxaflóans og Reykjanesskagans, en þar hefur veiðst þorskur og loðna ásamt öðrum tegundum síðan á landnámsöld (Sigling.is, e.d.)

Surtsey og Eldey auk hafsvæða kringum þær stafar einnig mikil hætta af olíuslysi á þessu svæði. Sjófuglar, einkum ungfuglar gætu orðið fyrir verulegum skaða, en Eldey talin vera stærsta súlubyggð heims. Vegna þess hve viðkvæmt svæðið er þá hefur það verið friðlýst (Sigling.is, e.d.)

5.8 Hugsanleg áhrif olíuslyss á íslenskt hagkerfi Eins og áður hefur komið fram í verkefninu getur olíuslys við strendur Íslands haft gríðarleg áhrif á lífríkið. Efnahagur Íslands hefur síðan á landnámsöld verið mjög háður þessu lífríki og byggja grunnstoðir hagkerfisins á farsælum og nýtanlegum fiskmiðum við landið. Í þessum kafla

36 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

munu rannsakendur skoða hver hugsanleg áhrif olíuslyss á stærð við Exxon Valdez gæti haft á íslenskan efnahag.

5.8.1 Margfeldisáhrif Margfeldisáhrif lýsa staðbundnum efnahagslegum áhrifum útflutningsgreina. Þeim má skipta upp í bein og óbein áhrif, þessi áhrif geta verið bæði jákvæð og neikvæð. Neikvæðu áhrifin eru einnig kölluð ruðningsáhrif. Ruðningsáhrif eru fólgin í því að grein eða fyrirtæki ryðji annarri atvinnustarfsemi eða fjárfestingu úr vegi í vexti eða skerði hana við samdrátt (Gunnar Karlsson, 2007).

Sjávarútvegur, þar með taldar hvalveiðar, eru almennt taldar grunnatvinnugreinar á Íslandi. Vöxtur eða samdráttur í þessum greinum getur haft margbreytileg, bein og óbein áhrif á aðra hluta hagkerfisins. Til að skilja hver áhrif þessara greina eru á hagkerfið í heild eru notaðir svokallaðir starfa- og framleiðslumargfaldarar. Framleiðslumargfaldarinn lýsir því hversu mikið heildarframleiðsla í hagkerfinu eykst, ef framleiðsla í geiranum eykst um eina krónu. Starfamargfaldarinn lýsir því hversu mörg störf í hagkerfinu öllu tengjast hverju starfi í geiranum Til að skilja áhrif þessa greina á hagkerfið í heild, er mikilvægt að taka mið af þessum áhrifum (HHÍ, 2010).

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum áhrifum hvalveiða, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur metið þessa margfaldara fyrir sjávarútveg og landbúnað á Íslandi. Það gefur til kynna að starfamargfaldari þessa greina sé 2,7 og framleiðslumargfaldarinn 2,5. Aukist þannig eftirspurn í sjávarútvegi um 1 kr eykst eftirspurnin í hagkerfinu um 1,5 kr og hvert starf í sjávarútvegi er tengt 1,7 störfum annarstaðar í hagkerfinu (HHÍ, 2010).

5.8.2 Sjávarútvegurinn Sjávarútvegurinn hefur síðan á landnámsöld verið mjög mikilvægur afkomu Íslendinga. Efnahagslögsaga Íslands býr yfir einum auðugustu fiskimiðum Norður-Atlantshafsins. Þessi mið eru grunnstoðir í íslenskum efnahag og hafa verið það í áratugi. Sjávarafurðir eru auk þess uppspretta aðalfæðu Íslendinga en meðalneysla fiskafurða er 88 kg á íbúa á ári sem er sú hæsta í heimi, eða rúmlega fimmföld meðalneysla á heimsvísu (Íslandsbanki, 2013). Öll stórvægileg röskun á þessari auðlind kæmi augljóslega til með að hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag, bæði efnahags- og félagslega. 37 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Íslenski sjávarútvegurinn var með um 11,5% beint framlag til vergrar landsframleiðslu árið 2012 og meðaltal síðastliðins áratugar hefur verið um 8-9% (Íslandsbanki, 2013 bls. 6 og HHÍ, 2007). Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 269 milljarðar króna 2012 sem samsvarar 42% af heildar vöruútflutningsverðmætum landsins eða um 27% af heildar vöru- og þjónustuútflutningi og svipaða sögu má segja af síðastliðnum áratugum, en hluturinn hefur verið allt að 50% af vöruútflutning (Íslandsbanki, 2013 og Hagstofa Íslands, 2014).

Stór hluti þjóðarinnar starfar einnig á beinan hátt við sjávarútveg. Segja má að 9.000 manns eða um 5,3% af heildar vinnuafli Íslands starfaði í sjávarútvegi 2012. Sjávarútvegurinn er landsbyggðinni

auk

þess

mjög

mikilvægur,

82%

vinnuafls

hans

er

búsett

utan

höfuðborgarsvæðisins og sér hann á beinan hátt 12% fólks þar fyrir atvinnu. Þegar litið er til óbeinnar tengingar við sjávarútveg kemur upp önnur mynd, en talið er að allt að 25.000 til 35.000 manns starfi á beinan og óbeinan hátt við sjávarútveg á Íslandi (Íslandsbanki, 2013). Ef að rýnt er nánar í óbeinan þátt sjávarútvegsins í atvinnulífinu verður það enn skýrara hversu mikilvægur hann er íslensku efnahagslífi. Mikilvægi hans er í raun mun meira en þjóðhagsreikningar gefa til kynna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands áætlaði að árið 1997 hefði hann átt þátt í 30% allra starfa í landinu og um 28% af landsframleiðslunni mætti rekja beint og óbeint til fiskveiða og vinnslu á tímabilinu 1963-2004 (HHÍ, 2007).

Eins og fram hefur komið í köflum þessa verkefnis eru margir fiskistofnar sem gætu orðið fyrir hvað mestum áhrifum ef stórt olíuslys yrði innan íslenskrar landhelgi. Einna helst væru það þorskur, loðna, síld og ýsa við suður og suðvesturhluta landsins. Á tilvonandi olíuleitarsvæði við Jan Mayen og á Norðurlandi væri það hinsvegar loðna og síld sem væru í hvað mestri hættu. Þessir stofnar eru mjög mikilvægir íslenskum sjávarútvegi, samanlagt standa þeir fyrir um 57% af heildarvirði aflans og samanlagt útflutningsverðmæti þessa stofna árið 2012 voru 155,4 milljarðar króna (Íslandsbanki, 2009). Eins og fram kom í kaflanum um Exxon-Valdez slysið getur olíuslys af þessari stærðargráðu haft gríðarlega slæm áhrif á lífríki sjávar. Rýrnun varð í nánast öllum fiskistofnum og tók það þá meira en áratug að ná fyrri stöðu.

Árið 2012 var heildarútflutningur Íslendinga 1.009 milljarðar. Þeir fiskistofnar sem væru í hvað mestri hættu eru tæplega 16% af þessum útflutningi (Hagstofa Íslands, 2014). Ef að þessir 38 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

stofnar raskast eða yrðu óveiðanlegir vegna olíuslyss, kæmi það til með að hafa gríðarleg áhrif á íslenskt efnahagslíf. Ekki yrðu það einungis bein áhrif af töpuðum útflutningstekjum, heldur yrðu óbeinu áhrifin á hagkerfið og samfélagið einnig mikil vegna margfeldisáhrifanna. Ætla má að ef röskun yrði mikil komi, þá verður landsbyggðin fyrir hvað mestum hlutfallslegum tekjumissi. Þar með kæmi atvinnuleysi til með að hækka umtalsvert á landsbygginni. Til að mynda eru 24 sveitarfélög á landsvísu þar sem bein og óbein atvinna af sjávarútvegsgreininni er yfir 40% og í 40 sveitarfélögum er það yfir 25% (HHÍ, 2007). Staðbundnu ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg á þessum svæðum. Í byggðarlögum þar sem efnahagur og atvinnulíf er að stórum hluta eða eingöngu háð rekstri sjávarútvegsfyrirtækja er ekki ólíklegt að miklir fólksflutningar og atvinnuleysi myndi skapast ef að samdráttur yrði í greininni.

Röskunin yrði þó að öllum líkindum mun víðtækari en einungis á landsbyggðinni. Samdráttur í útflutningstekjum kæmi til með að valda samdrætti í vergri landsframleiðslu og þar með hafa áhrif á hagkerfið í heild. Viðskiptahalli kæmi til með að aukast með minnkuðum útflutningstekjum sem gæti einnig haft áhrif á gengi krónunnar. Eins og nefnt var hér að ofan er, beint og óbeint, stór hluti Íslendinga háður sjárvarútvegnum vegna atvinnu. Samdráttur í greininni kæmi þannig til með að valda aukningu atvinnuleysis á landsvísu.

Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvernig þessi áhrif yrðu á hagkerfið í heild eða á einstaka þætti þess. Einnig er ómögulegt að segja til um hvernig þróun og eðli hagkerfisins gæti verið á þeim tíma sem slys ætti sér stað, eða hvert eðli slyssins væri. En eins og hagkerfið er í dag er það nokkuð augljóst að ef þessir stofnar yrðu fyrir mikilli röskun vegna olíuslyss hefði það gríðarleg áhrif á eina aðalatvinnugrein Íslands og þar með allt hagkerfið.

5.8.3 Fiskeldi Fiskeldi er önnur atvinnugrein sem gæti raskast vegna olíuslyss, einkum ef það hefur áhrif á strandlínu landsins. Fiskeldi er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Árið 2012 var 7.800 tonnum af eldisfisk slátrað samanborið við 5.000 tonn árið áður. Áætlað er að vöxturinn haldi áfram, sem má fyrst og fremst rekja til laxeldis. Útflutningsverðmæti greinarinnar 2012 eru 4,9 milljarðar og búist er við hækkun á þeirri tölu á næstu árum. Fiskeldi á sér stað víðsvegar á landinu, einna mest á Vestfjörðum og Austurlandi, en einnig á Norðurlandi og Reykjanesinu (Íslandsbanki, 2013).

39 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Fiskeldi er ekki mjög stór grein í íslensku atvinnulífi og stendur einungis fyrir tæpu hálfu prósenti af útflutningstekjum landsins (Hagstofa Íslands, 2014). Fiskeldisstöðvarnar eru mjög dreifðar um landið, hluti þeirra er á föstu landi eða djúpt inn í fjörðum og ekki er ómögulegt að færa þær milli landshluta komi til mengunar vegna olíubrákar. Ef horft er til þess er hægt að áætla að langtímaáhrif á hagkerfið eða staðbundin áhrif yrðu mjög lítil ef röskun yrði í greininni vegna olíuslyss.

5.8.4 Hvalveiðar Fram kom áður í þessu verkefni að óvíst er enn með áhrif olíuvinnslu á hvali, einnig eru bein áhrif af olíuslysi talin vera lítil. Enn skortir þó markvissar rannsóknir til að geta með vissu áætlað hver áhrifin yrðu. Fram kom þó að áhrifin á fæðu hvalastofna gætu orðið mikil og út frá því er hægt að áætla að áhrifin á hvalina yrðu í það minnsta einhver.

Hvalir skila íslenska hagkerfinu tekjum á tvo vegu, annarsvegar í ferðaþjónustu með hvalaskoðun og hinsvegar vegna hvalveiða. Í þessum hluta verður fjallað um mikilvægi hvalveiða í hagkerfinu og hvernig að röskun stofnsins vegna olíuslyss gæti haft áhrif. Á árunum 1973-1985 var hlutfall hvalveiða og vinnslu 0,07% af vergri landsframleiðslu, 1986-1989 var lagt bann á hvalveiðar í atvinnuskyni og eftir 1989 liggja ekki fyrir upplýsingar um hlut greinarinnar í vergri landsframleiðslu (HHÍ, 2010). Frá árinu 1948 til 1990 var hlutur hvalveiða í heildarútflutning á vörum Íslands 1,2%. Litlar upplýsingar liggja fyrir um mikilvægi greinarinnar fyrir landframleiðslu í dag en áætlað er að um 65 til 80 ársverk skapist af veiðinni sem skilar um einum milljarði í virðisauka til þjóðarbúsins. Þær tölur eru áætlaðar út frá upplýsingum frá Hvali hf. miðað við veiði á 150 langreyðum og 150 hrefnum (HHÍ, 2010). Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur að ekki sé hægt að gera ráð fyrir varanlegum samdrætti í hagkerfinu leggist greinin af.

Mjög erfitt er að segja til um hver bein eða óbein áhrif af olíuslysi yrði á atvinnugreinina, en telja má út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir að ekki yrðu marktæk áhrif til lengri tíma á íslenskt hagkerfi ef hvalveiðar raskast eða leggjast af. 5.8.5

Ferðaþjónusta

Þegar litið er á þau áhrif sem Exxon olíuslysið í Alaska hafði á ferðaþjónustuna þar, eins og kemur fram í kafla 4.4.3 hér að ofan, má ætla að áhrifin á ferðaþjónustuna á Íslandi yrðu 40 Misserishópur K


Misserisverkefni Ísland sem olíuríki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

gríðarleg, ef álíka slys yrði við Ísland. Ferðaþjónusta er eins og í Alaska, mjög stór atvinnugrein á Íslandi og atvinnulíf mjög blómlegt í sumum íslenskum sjávarþorpum sökum hennar. Sjóstangveiði er meðal annars mjög vaxandi atvinnugrein víða um land og áhugi ferðamanna mikill. Hvalaskoðun er til að mynda atvinnugrein sem gæti raskast töluvert. Árið 2010 voru 10 fyrirtæki sem störfuðu við hvalaskoðun og um 200.000 manns fara í hvalaskoðun árlega (Rannveig Grétarsdóttir, 2013). Hagnaður þessara fyrirtækja er áætlaður á milli 200-300 milljónir árlega, og virðisaukaskattur tengdur þeim um 300-500 milljónir (HHÍ, 2010). Afleiddar tekjur af hvalaskoðun eru hinsvegar áætlaðar á þriðja milljarð króna (Rannveig Grétarsdóttir, 2013). Áætlað er að um 200 manns vinni við hvalaskoðun yfir háannatímann og um 70 árið um kring (Rannveig Grétarsdóttir, 2013). Ferðaþjónustufyrirtæki sem gera út á ferðamenn í sjávarþorpum, eins og á Norður- og Norðausturlandi, væru sennilega í mestri hættu vegna áhrifa olíuslyss, sökum nálægðar við Drekasvæðið. Skaðinn myndi bitna á fyrirtækjum sem reiða sig á heilbrigt sjávar- og dýralíf, svo sem fyrirtækjum í hvalaskoðun, sjóstangveiði, fuglaskoðun, gönguferðum um strandlengjur og fjöru, selaskoðun og fuglaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Þessi fyrirtæki þyrftu hugsanlega að hætta starfsemi og það tæki langan tíma fyrir ferðaþjónustuiðnaðinn að jafna sig á svo stóru áfalli. Fyrirtæki í annarri ferðaþjónustu en nefnd er hér að ofan gætu einnig orðið fyrir áfalli. Til að mynda ef að ímynd Íslands um óspillta náttúru hlyti skaða af. Óspillt náttúra er sennilega ein helsta söluvara íslenskrar ferðaþjónustu.

5.8.6 Annar iðnaður. Margar iðnaðaðar- og atvinnugreinar sem ekki er fjallað um í þessu verkefni gætu einnig orðið fyrir beinum áhrifum. Þar má nefna sem dæmi svo sem æðadúnstínslu, eggjatínslu, stangveiði í ám, ýmis iðnaður sem nýtir sjávarþang, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess eru margvíslegur iðnaðaður sem gætu orðið fyrir stórtækum óbeinum áhrifum vegna skerðingar til að mynda í sjávarútvegi (HHÍ, 2007). Ætlun rannsakenda er ekki að skoða allan þann iðnað, enda yrði þá umfang verkefnisins of mikið, heldur að benda á hugsanleg áhrif í efnahagslífinu sem heild.

41 Misserishópur K


Misserisverkefni Niðurstöður

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

6 Niðurstöður Olíuslys af svipaðri stærðargráðu og Exxon Valdez myndi alltaf hafa alvarleg áhrif innan íslenskrar lögsögu. Það er samt mat misserishóps K að áhrifin væru nokkuð breytileg eftir staðsetningu slyssins og viðbrögðum. Olíuslys við strendur landsins þar sem aðstæður gætu verið erfiðar og því erfitt að bregðast við, gæti haft langvarandi og slæmar afleiðingar fyrir Ísland. Fæðukeðjur fiskistofna væru í hættu sem og allt dýralíf við strendur. Efnahagsáhrifin yrðu mjög alvarleg þar sem ferðamannaiðnaður og sjávarútvegur eru helstu atvinnugreinar Íslendinga og væri þeim hætta búin við olíuslys. Ef viðbragðsáætlanir væru góðar og aðstæður til hreinsunar eins og best væri á kosið, væri líklega hægt koma í veg fyrir stórtjón. Áhrif á efnahag yrðu þá minni og mögulegt væri að koma í veg fyrir alvarlega röskun fæðukeðjunnar. Einhverjar dýrategundir myndu verða fyrir verulegu tjóni í slíku slysi, en með réttri forgangsröðun við hreinsunarstörf væri mögulegt að bjarga viðkvæmustu fuglategundunum. Matið byggir þó á því að reglur gagnvart hreinsunum og siglingaleiðum séu undir ströngu eftirliti og viðbragðsáætlanir séu góðar.

200 milljónir lítra af olíu er hinsvegar gríðarlegt magn og ólíklegt er að áhrifin yrðu lítil á lífríki sjávar í íslenskri landhelgi. Í íslenskri lögsögu er fjöldi fisktegunda sem nýttar eru til manneldis og skapa veiðar á þeim miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. Olíuslys í lögsögunni gæti því haft svipuð áhrif og í Alaska, þar sem fiskstofnar minnkuðu verulega og hafa sumir þeirra ekki enn náð fyrri hæðum, með tilheyrandi tekjutapi. Umhverfisáhrif af slíku slysi ná ekki eingöngu til fiskistofna heldur einnig til annars dýralífs á landi og í sjó. Í Alaska drápust hundruð þúsunda fugla vegna olíumengunar, auk þess sem hvalastofn svæðisins minnkaði úr 36 í 22 dýr á einu ári. Hið fjölbreytta dýralíf sem þrífst við strendur Íslands myndi líklega fara illa út úr slysi af þessari stærðargráðu. Auk þess eru slík umhverfisáhrif keðjuverkandi þar sem að fæðukeðjan sem slík myndi raskast verulega. Verði hrun í einhverjum fiskistofni, er líklegt að það hafi áhrif á fæðuöflun hinna fiskistofnanna og minnki af þeim orsökum, eða jafnvel drepist. Ástæðan er að fæða þeirra mengast af olíu eða jafnvel þeim efnum sem notuð væru til að hreinsa upp olíuna. Slys sem ætti sér stað undir bestu mögulegu kringumstæðum hvað varðar strauma og veður þar sem viðbragðsáætlanir eru í lagi og búnaður til staðar væri hægt að hreinsa að megninu til upp án alvarlegra áhrifa á Íslenst efnahagslíf eða umhverfi til langtíma.

42 Misserishópur K


Misserisverkefni Niðurstöður

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Það er því skoðun misserishóps K að umhverfisáhrif olíuslyss á borð við Exxon Valdez innan íslenskrar lögsögu hafi líklegast alvarlegar afleiðingar, en ekki endilega til langs tíma. Skoðun hópsins byggir á því að íslensk stjórnvöld haldi uppi sterku eftirliti og öflugum viðbragðsáætlunum vegna vinnslu og flutninga á olíu. Með tilliti til þessa er svar misserhóps K við spurningunni „Hver yrðu möguleg umhverfisáhrif við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon Valdez, yrði innan íslenskrar landhelgi?“ eftirfarandi: Möguleg umhverfisáhrif við Ísland í kjölfar olíuslyss á borð við Exxon Valdez yrðu bæði neikvæð og mikil, ekki síst vegna hættunnar á því að fiskistofnar, dýr og annað lífríki væri í mikilli hættu vegna þeirrar mengunar sem olíuslys geta haft í för með sér. Þau óbeinu áhrif sem slíkt slys gæti haft í för með sér eru ekki síður alvarleg, en áhrifin á atvinnuvegi eins og fiskveiðar og ferðaþjónustu væru líklega þau verstu. Olíuslys í íslenskri landhelgi myndi því alltaf hafa slæm bein og óbein umhverfisáhrif, og tjón af völdum þess yrði seint bætt að fullu. Með öflugu eftirliti og góðum viðbragðsáætlunum væri þó mögulega hægt að takmarka alvarlegar langtímaafleiðingar.

43 Misserishópur K


Misserisverkefni Lokaorð

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

7 Lokaorð Það er varla hægt að ítreka nógu oft mikilvægi þess að íhuga gaumgæfilega alla möguleika og forsendur olíuvinnslu innan íslenskrar lögsögu, sem og þær áhættur sem henni fylgja. Í þessari ritgerð leituðu nemendur eftir því að svara þeirri spurningu um hverjar beinar og óbeinar umhverfisafleiðingar olíuslyss af stærðargráðu á borð við Exxon Valdez yrðu. Ef til vill stýrði ekki aðeins áhugi, heldur einnig ábyrgðartilfinning vali okkar á rannsóknarspurningu, þar sem enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er ef til vill hlutskipti okkar sem hrunkynslóð að búa yfir efasemdum um verðgildi veraldlegs auðs og hverfulleika, þar sem ekki er allt gull sem glóir.

Í ljósi útgáfu nýrrar loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem dregin er upp grafalvarleg mynd af afleiðingum af völdum kolefnislosunar, þá má velta fyrir sér hvort það geti talist skynsamlegt að ætla ráðast í olíuleitarævintýri ef eftir 50 ár verði áherslur á hreina orkugjafa veigameiri og þrengt að þeim sem brenna olíu eða losa koldíoxíð út í andrúmsloftið. Með breyttri framtíð fylgja breyttar áherslur og breyttar forsendur. Ef til vill er ráðlegra að beina sjónum að öðrum auðlindum sem þetta land er ríkt af, en það eru hugleiðingar sem gætu vel verið efniviður í aðra rannsóknarspurningu.

44 Misserishópur K


Misserisverkefni Heimildaskrá

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

8 Heimildaskrá Alaska Department of Environment Conservation. ( 1993, júní). Shoreline Treatment Techniques. Í The Exxon Valdez Oil Spil: Final Report, State of Alaska Response (2.kafli). Sótt 4. apríl 2014 af http://www.evostc.state.ak.us/static/PDFs/ deccleanuptechniques.pdf

Amara, R. (1991). Views on futures research methodology. ScienceDirect vol. 23, nr. 6. bls 645649. Sótt þann 6. apríl 2014 http://www.sciencedirect.com/science/article/ pii/001632879190085G

Ásdís Auðunsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson, Trausti Jónsson. (2007, febrúar). Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg). Veðurstofa Íslands. Sótt þann 10.apríl 2014 af: http://www.orkustofnun.is/media/olia/Greindargerd_um_vedurfar_og_hafis_a_Drekasvae di.pdf Bates, G. & Mulvenon, J. (30. september, 2002). Chinese Military-Related Think Tanks and Research Institutions. The China Quarterly, Vol. 171, bls 617-624. Sótt þann 3.apríl 2014 af http://journals.cambridge.org/action/displayAbstract?fromPage=online&aid=122423

Björjeson, L., Höjer, M., Dreborg, K.H., Ekvall, T. & Finnveden, G.(7.september 2006). Scenario types and techniques: Towards a user´s guide. ScienceDirect, vol 38, nr. 7. Bls. 723-739. Sótt þann 5. apríl 2014 af http://www.sciencedirect.com /science/article/pii/S0016328705002132

Braddock, J., Daniel, F., Davies, L. & Swannell,R. (2001, mars). Biodegradability of Chemically-Dispersed Oil. Minerals Management Service (MMS), Alaska Department of Einvironmental Conservation (ADEC) & United States Coast Guard (USCG). Sótt þann 4. apríl 2014 af http://dec.alaska.gov/spar/perp/r_d/aeat.pdf

45 Misserishópur K


Misserisverkefni Heimildaskrá

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Brogan, J. & Lindbeck, S. (1990, Febrúar). Spill: The Wreck of the Exxon Valdez – Implications for Safe Transportation of Oil. Alaska Oil Spill Commision, Final report. Sótt 3. apríl 2014 af http://www.arlis.org/docs/vol1/B/33339870.pdf

Dietrick, L. (leikstjóri). (1990, 22. mars). Exxon Valdez: One Year Later. [viðtal]. House Natural Resources. Sótt þann 4. apríl 2014 af https://archive.org/details/org.c-span.11637-1

Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council. (2010, 14. maí). Exxon Valdez Oil Spill Restoration Plan: 2010 update, injured resources and services. Sótt þann 5. apríl 2014 af http://www.evostc.state.ak.us/static/PDFs/2010IRSUpdate.pdf

Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council. (e.d.) Questions and Answers. Sótt þann 5. apríl 2014 af http://www.evostc.state.ak.us/index.cfm?FA=facts.QA

Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council. (2009). Legacy or an Oil Spill: 20 years later: Exxon Valdez, 2009 Status Report. Sótt þann 6. apríl 2014 af http://docs.lib.noaa.gov/noaa_documents/NOAA_related_docs/oil_spills/2009%20Status %20Report%20(Low-Res).pdf

Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council. (e.d.). Passive Use. Sótt þann 4. apríl 2014 af http://www.evostc.state.ak.us/index.cfm?FA=status.human_passive

Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council. (e.d.). Recreation & Tourism. Sótt þann 4. apríl 2014 af http://www.evostc.state.ak.us/index.cfm?FA=status.human_recreation

Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council. (e.d.). Status of Injured Resources & Services. Sótt þann 4. apríl 2014 af http://www.evostc.state.ak.us/index.cfm?FA=status.injured

Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council. (e.d.). Subsistence. Sótt þann 4. apríl 2014 af http://www.evostc.state.ak.us/index.cfm?FA=status.human_subsistence

46 Misserishópur K


Misserisverkefni Heimildaskrá

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Final Report, Alaska Oil Spill Commission: Published February 1990 by the State of Alaska. (e.d.). Exxon Valdez Oil Spill Trustee Council. Sótt þann 10.apríl 2014 af: http://www.evostc.state.ak.us/index.cfm?FA=facts.details

Gísli Viggósson, Ingunn Erna Jónsdóttir og Eysteinn Már Sigurðsson. (2007, janúar). Öldufar við olíuleit á Drekasvæðinu: Skýrsla um ölduhæðarrannsóknir fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Siglingarstofnun. Sótt þann 10. apríl 2014 af: http://www.orkustofnun.is/media/olia/Oldufar_Jan_Mayen-hryggur.pdf

Hafrannsóknarstofnun. (2007). Sjór, lífríki og fiskistofnar á olíuleitarsvæðinu við Jan Mayen. Sótt þann 2.apríl 2014 af http://www.orkustofnun.is/media/olia/Sjor_fiskar_Jan_Mayenhryggur.pdf

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. (HHÍ). (2010). Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Háskóli Íslands; skýrsla nr; C10:02. Sótt 15.apríl 2014 af

http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-

Series/2010/C10_02.pdf

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. (HHÍ), (2007). Hlutur sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum; skýrsla til Landssambands Íslenskra Sjávarútvegsmanna. Háskóli Íslands. Skýrsla nr; C07:05. Sótt 14.apríl 2014 af http://www.liu.is/files/%7B4A9784EF-1158-4A4B-B0C861DDCED00C66%7D_LIU_skyrsla_lokagerd.pdf

Hagstofa Íslands. (2014). Þjóðhagsreikningar og opinber fjármál. Sótt 15.apríl 2014 af: http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Thjodhagsreikningar/Thjodhagsreikningar

Hazardous Materials Response and Assessment Divison. ( 1992, september). Oil Spill, case histories 1967-1991: Summaries of Significant U.S. and International Spills. Seattle, Washington. Sótt þann 4. apríl 2014 af http://response.restoration.noaa.gov/sites/default/files/Oil_Spill_Case_Histories.pdf

Hermann Óskarsson. (2000). Aðferðafræði félagsvísinda: undirbúningur rannsókna, framkvæmd og skýrslugerð. Reykjavík: Iðnú. 47 Misserishópur K


Misserisverkefni Heimildaskrá

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Iðnaðarráðuneyti. (2009, janúar). Olíuleit á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg: Greinargerð um umsagnir um olíuleitarskýrsluna og viðbrögð iðnaðarráðuneytis við þeim umsögnum. Sótt þann 10. apríl 2014 af: http://www.orkustofnun.is/media/utbod 2009/Umhverfisskyrsla_2007_umsagnir_og_svor.pdf

Iðnaðarráðuneyti. (2007). Olíuleit á Drekasvæði við Jan Mayen hrygg. Sótt þann 15.apríl 2014 af http://www.orkustofnun.is/media/utbod2009/Umhverfisskyrsla_2007.pdf

Iðnaðarráðuneyti. (e.d.). Umsagnir um olíuleitarskýrslu iðnaðarráðuneytisins. Sótt þann 10.apríl 2014 af: http://www.orkustofnun.is/media/utbod2009/Umhverfisskyrsla_ 2007_umsagnir.pdf

Íslandsbanki.

(2013).

Íslenski

sjávarútvegurinn.

Sótt

15.

apríl

2014

af

http://www.islandsbanki.is/library/Skrar/Seafood-Reports/sjavarutvegsskyrslaLowres2.pdf

Karl Gunnarsson (ritstjóri). (2007, janúar). Sjór, lífríki og fiskistofnar á olíuleitarsvæðinu við Jan Mayen. Hafrannsóknarstofnunin. Sótt þann 10.apríl 2014 af: http://www.orkustofnun.is/media/olia/Sjor_fiskar_Jan_Mayen-hryggur.pdf

Nalco, Evironmental Solutions LLC. (2010, apríl). Seven facts about COREXIT 9500 Oil Dispersant. Sótt þann 4 apríl 2014 af http://www.nalcoesllc.com/nes/1601.htm

Náttúrufræðistofnun. (2012, 30. ágúst. ) Skjal nr. 21:30:0 Sótt þann 3.apríl 2014 af http://www.orkustofnun.is/media/2013/Umsogn-Umhverfisraduneytis.pdf

Nordic Council of Ministers. (2007). Short- and long-term effects of accidental oil pollution in waters of the Nordic countries. Sótt þann 15. apríl 2014 af: http://norden.divaportal.org/smash/get/diva2:701466/FULLTEXT01.pdf

Office of Response and Restoration. (e.d.) Tarballs. Sótt þann 2. apríl 2014 af http://response.restoration.noaa.gov/oil-and-chemical-spills/oilspills/resources/tarballs.html 48 Misserishópur K


Misserisverkefni Heimildaskrá

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Piper, E. (1993, júní). The Exxon Valdez Oil Spill: Final Report, State of Alaska Response. Alaska: Alaska Department of Environmental Conservation. Sótt þann 4. apríl 2014 af http://www.arlis.org/docs/vol1/B/30000994.pdf

Rannveig Grétarsdóttir. (2013). Hvalaskoðun í skugga hvalveiða. Sótt 18. apríl 2014 af: http://www.sjavarutvegsradstefnan.is/files/Rannveig.pdf

Rico-Martinez, R., Shearer, T.L. & Snell, T.W. (2013, febrúar). Synergistic toxicity of Macondo crude oil and dispersant Corexit 9500A® to Brachionus plicatilis species complex (Rotifera). Environmental Pollution vol. 173 bls 5-10. Sótt þann 4. apríl 2014 af http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0269749112004344?np=y

Sherrington, P. (2000). Shaping the Policy Agenda: Think Tank Activity in the European Union. Global

Society, vol

14, nr. 2, bls

173-189. Sótt

þann 2.apríl

2014 af

http://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/13600820050008430?journalCode=cgsj20# .U1EG8VV_uT0 short

Sigling.is. (e.d). Niðurstöður nefndar um takmörkun siglinga skipa við suðvesturströnd Íslands. Skýrsla

nefndar

til

samgönguráðherra.

Sótt

13.

apríl

2014

af:

http://www.sigling.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1749

Stokstad, E. (23. Mars, 2001). U.N. Report Suggests Slowed Forest Losses. Science, vol. 291, no 5512,

bls

2294.

Sótt

þann

10

apríl

2014

af

http://www.sciencemag.org/content/291/5512/2294. University of Colorado Boulder. (2014, 21. mars). Exxon Valdez oil spill – 25 years later. Í Be Boulder. Sótt þann 3. apríl 2014 af http://www.colorado.edu/news/features/exxon-valdezoil-spill-%E2%80%93-25-years-later

Unnsteinn Stefánsson. (1999). Hafið. Reykjavík: Háskólaútgáfan 49 Misserishópur K


Misserisverkefni Heimildaskrá

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Utanríkisráðuneytið. (2009). Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland Hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir. Sótt 15. apríl 2014 af http://www.utanrikisraduneyti.is/media /Skyrslur/Skyrsla_um_ahattumat_fyrir_Island_a.pdf

Veðurstofa Íslands. (2014, 15. janúar). Tíðarfar ársins 2013. Sótt þann 10.apríl 2014 af: http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/2816

Vífill Karlsson. (2007). Staðbundin margfeldisáhirf, Yfirlit kenninga og rannsókna. Háskólinn á Bifröst, Bifröst Journal of Social Science 1/2007.

Dómar

State of Alaska v. Hazelwood nr 4034 Sótt 4.apríl 2014 af http://touchngo.com/sp/html/sp4034.htm

Myndaskrá.

Forsíðumynd er tekin úr skýrslu Business/Corporate Responsibility. (2011, 17. Október). Sótt þann 19. apríl 2014 af http://www.treehugger.com/corporate-responsibility/exxonemstillem-trying-to-get-out-of-paying-for-valdez-oil-spill-clean-up.html

Mynd 1 er fengin af vef Ríkisútvarpsins, ruv.is. Sótt þann 20. apríl 2014 af http://www.ruv.is /files/imagecache/frmynd-stor-624x351/myndir/olia_kort.jpg Mynd 2 er fengin úr bókinni Hafið e. Unnsteinn Stefánsson, bls 383

50 Misserishópur K


Misserisverkefni Hugtaka- og efnisorðaskrá

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

9 Hugtaka- og efnisorðaskrá Olía Exxon Valdez Umhverfisáhrif Olíuslys Íslensk landhelgi Alaska Veðurfar Lífríki Corexit Hafstraumar Think tank

51 Misserishópur K


Misserisverkefni Viðauki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

10 Viðauki Vinna Think Tank hópsins Misserishópur K lagði svo fram spurningar sem snéru allar að mismunandi hlutum rannsóknarinnar og svöruðu þeim svo í samræmi við þær heimildarrannsóknir sem komu í hlut hvers

og

eins

úr

hópnum.

Niðurstöður

spurninganna

voru

allar

byggðar

á

sviðsmyndagreiningunni þannig að saman þá gætu þær svarað rannsóknarspurningunni sem lögð var fram í upphafi.

Gæti olíuslys á borð við Exxon Valdez átt sér stað í landhelgi Íslands ? Mögulegar niðurstöður: Það er alltaf möguleiki á olíuslysi af þessari stærðargráðu í íslenskri landhelgi, ef olíuvinnsla á Drekasvæðinu og flutningar tengdir henni verða að raunveruleika. Með aukinni skipaumferð og ófyrirsjánlegum veðuraðstæðum geta líkurnar á því aukist þónokkuð. Eins er erfitt að sjá fyrir hversu reynslumiklar áhafnir skipanna væru og hver viðbrögð þeirra yrðu ef eitthvað kæmi upp á. Í slíku tilfelli gæti hreinsunarstarf orðið erfitt vegna veðurs og eins er mögulegt að það væri vandkvæðum háð að koma hreinsunarbúnaði á staðinn/staðina á stuttum tíma. Áhrifin gætu verið meiriháttar á lífríki og atvinnuvegi. Líklegar niðurstöður: Gera má ráð fyrir að minniháttar óhöpp myndu eiga sér stað, til að mynda minni olíulekar og álíka óhöpp. Olíuslys af sömu stærðargráðu og Exxon Valdez eru ekki svo algeng sem slík, en minniháttar lekar eru mun tíðari. Áhrif þessa væru mun minni og ólíklegt að þau myndu hafa teljandi áhrif á lífríki eða atvinnuvegi. Hreinsunarstarf vegna slíkra óhappa ætti að vera mun auðveldara og krefjast minni mannafla og tækjabúnaðar, gerist hreinsunar þörf. Fremur ákjósanlegar niðurstöður: Dregið væri verulega úr möguleikanum á slíku slysi í íslenskri landhelgi með sterku reglugerða- og lagaumhverfi. Siglingar nálægt ströndum landsins og á viðkvæmum hrygningasvæðum yrðu takmarkaðar verulega þar sem mögulegt er og viðbragðs- og hreinsunarsjóður væri notaður til þess að hafa allar viðbragðáætlanir og búnað í toppstandi. Siglingaleiðir skipanna yrðu í einhverja lágmarksfjarlægð til að minnka möguleikann á því að þau geti strandað eða rekist á sker. Eftirlit með skipum, áhöfnum og öðru tengdu vinnslu og flutningum væri öflugt og allt gert til að tryggja að þessu fylgi alger lágmarksáhætta á slysi. Hver voru umhverfisáhrifin af Exxon Valdez slysinu til langstíma, bæði á dýralíf, fiskistofna og strandlengjuna ? 52 Misserishópur K


Misserisverkefni Viðauki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Mögulegar niðurstöður: Þar sem 20 af þeim 27 dýrategundum sem eiga heimkynni í Prince Williams sundinu hafa sýnt merki um bata þá er mögulegt að það séu ekki fleiri stofnar sem munu ná bata eftir slysið. Þar sem enn má auðveldlega greina olíu í jarðvegi strandlengjunnar sem varð fyrir olíumengun þá má vel búast við að það taki verulega langan tíma fyrir olíuna að brotna endanlega niður og hverfa alveg úr jarðveginum. Því er mögulegt að strandlengjan sem var fyrir olíumengunninni sé varanlega skemmd og þar verði aldrei aftur sama dýralíf og fiskistofnar aftur. Líklegar niðurstöður: Þar sem 20 af 27 dýrategundum sem eiga heimkynni í Prince Williams sundinu hafa náð bata þá gætu alveg 1 – 2 til viðbótar náð bata þar eftir nokkur ár. Þá á það sérstaklega við um endurgöngu háhyrninga í sundið og mögulega fjölgun Kyrrahafssíldar þegar sundið nær sér af mengunaráhrifunum. Það verða þó líklega alltaf einhverjar dýrategundir sem ekki koma aftur í sundið og hafa færst fyrir fullt og allt eða dáið út. Strandlengjan sem var hvað vest úti í slysinu verður lengi að jafna sig að fullu en strax og olíumengunin hefur sokkið nægjanlega djúpt í jarðveginn svo dýr á ströndinni verði ekki lengur fyrir áhrifum þá ætti ströndin að ná aftur yfirborðsgróðri að mestu. Þar sem nú eru komin 25 ár frá slysinu þá er líklegt að mengunin af slysinu muni minnka hraðar á komandi árum en hefur verið hingað til. Fremur ákjósanlegar niðurstöður: Þar sem 20 af 27 dýrategundum hafa nú þegar byrjað að sína bata þá væri það óskandi að hinar 7 skili sér aftur í sundið þegar fæðukeðjan nær sér að nýju. Möguleikinn á því að röskunin á fæðukeðjunni skili nýjum tegundum í sundið sem nái að stækka og dafna gæti átt sér stað en þá mjög hægt. Strandlengjan sem varð hvað verst úti í slysinu mun halda áfram að brjóta niður olíumengunina og ná sér að fullu á komandi árum. Þegar það hefur gerst þá ætti eðlilegt dýralíf að skila sér aftur í sundið og á ströndina líkt og var áður en slysið átti sér stað. Hvernig gæti dreifingin á olíunni orðið ef um slys líkt og Exxon Valdez væri að ræða í íslenskri lögsögu ? Mögulegar niðurstöður Þar sem hafstraumar, vindstraumar og veðrátta og sjávarfallastrauma eru einna mest ráðandi í dreifingu olíubrákar í sjó, þá fer það allt eftir tíma, árstíð og veðurspá hver dreifingin verður. Þá eru engin svæði heilög og olían getur bæði dreifst um lítil og stór svæði. Ef lítið er um vind og vindstraum á því svæði og tímabili sem slysið verður, þá ræðst dreifingin af ráðandi hafstraumum á hverju svæði. Sjávarfallastraumar geta einnig haft áhrif á dreifingu olíunnar en þeir ganga í sömu átt og hafstraumar í kringum landið, þ.e. réttsælis. Ef um slys vegna skipreks er að ræða þá gengur olían tiltölulega fljótt á land með viðeigandi vandkvæðum sem því fylgja. 53 Misserishópur K


Misserisverkefni Viðauki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Líklegar niðurstöður Erfitt er að segja til um líklega dreifingu þar sem sterkir vindstraumar gætu vel mögulega dreift olíunni þvert á stefnu ráðandi hafstrauma. Þá eru vetrarlægðirnar sterkastar og líklegt er að vindstraumar séu sterkari á þeim tíma og óútreiknanleiki meiri þar sem draga verður með í reikninginn áhrif lægðagangs á slysasvæðinu. Ef hins vegar slysið verðu vegna þess að skip strandar eða rekur á land þá væri líklegast að olíuna ræki tiltölulega fljótt á land, áhrif á strandumhverfi og lífríki yrðu meiri vegna lítillar veðrunar fyrir og hreinsunarstarf gæti orðið erfitt, sérstaklega á skjólgóðum ströndum. Fremur ákjósanlegar niðurstöður Ákjósanlegast væri að slys að slíkri stærðargráðu yrði á opnu hafi og á staðbundnu svæði. Sumar er besti tíminn þar sem niðurbrot olíunnar er þá talsvert meira vegna hærra hitastigs og niðurbrotsáhrifum sólarljóss. Þá eru sumarlægðirnar skárri en vetrarlægðirnar því þær eru mildari og olíurekið því minna. Þá væri styrkleiki olíunnar á hvern rúmmetra minni á opnu hafi en ef olíuna ræki a land og eitrunaráhrifin mildari eftir því. Hver yrðu áhrifin á fiskistofna og dýralíf í kringum Ísland ef um slys líkt og Exxon Valdez ætti sér stað ? Mögulegar niðurstöður: Afleiðingarnar af svona stóru olíuslysi gætu orðið mjög alvarlegar. Við Íslands er að finna þá fiskistofna sem einna verst urðu úti í slysinu við Alaska, og hafa ekki jafnað sig ennþá þó tuttugu og fimm ár séu liðinn og má þar nefna Kyrrahafssíldina sem dæmi. Síld, loðna og kolmunni eru þær uppsjávarfiskitegundir sem eru nýttar við Ísland, og má þá leiða líkum að því að olíuslys á borð við Exxon hefði mikil og alvarleg áhrif á þessa fiskistofna, og þá aðallega vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem yrðu á dýrasvif við Ísland. Dýrasvif er líklega mikilvægasti hlekkurinn í sjávarlífríkinu og er uppistöðufæða uppsjávarfiskistofnanna. Þannig myndast eiginlega keðjuverkun sem gæti haft mjög alvarleg áhrif á aðra fiskistofna við Ísland, fiskistofna sem lifa á uppsjávarfiskistofnunum eins og loðnu. Svona keðjuverkun hefði jafnvel þau áhrif að stórir og mikilvægir stofnar eins og þorskstofninn myndi hugsanlega hverfa og það tæki mjög langan tíma að endurheimta hann. Fuglalífið hefur ekki náð sér á strik við Alaska eftir slysið. Svartfuglstegund á borð við langvíu hefur ekki náð sér upp eftir slysið. Það má því leiða líkum á því að áhrifin yrðu þau sömu á svartfugl og aðrar þær fuglategundir sem lifa á fæðu úr sjó finnast við Ísland. Exxon slysið hafði einnig mjög mikil áhrif á hvalastofninn við Alaska og sérstaklega háhyrninga. Þeim fækkaði mikið og hafa ekki náð neinum bata. Það væri hægt að heimfæra þessar afleiðingar á til dæmis svæðið við Jan Mayen þar sem finnast háhyrningar og aðrar hvalategundir. Ekki hefur verið rannsakað mikið þau áhrif sem hvalastofninn yrði fyrir, en líklegast má telja að þeim myndi fækka eins og í Alaska, einkum vegna fæðuskorts. 54 Misserishópur K


Misserisverkefni Viðauki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Líklegar niðurstöður: Líklegast má telja að áhrifin yrðu þau sömu og í Alaska. Þar sem olían dreifðist um strandlengjuna með víðtækum áhrifum á fiskistofna og dýralíf. Það sem skiptir einnig miklu máli þegar meta skal umhverfisáhrif eftir olíuslys af þessari stærðargráðu, að viðbragðsáætlun stjórnvalda sé til staðar. Það væri æskilegt að íslensk stjórnvöld myndu í samráði við þau norsku, sem hafa mikla reynslu af olíuvinnslu og flutningum. Semja þarf raunverulega viðbragsáætlun sem fyrst og koma sér upp þeim búnaði sem nauðsynlegur er við mengunarslysi sem þessu. Afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar fyrir Ísland, ef fiski- og dýrastofnar við landið yrðu fyrir viðlíka tjóni og fiskistofnanir við Alaska. Kosta þarf miklu til að fyrirbyggja það. Fremur ákjósanlegar niðurstöður: Staðsetning olíuslyssins skiptir miklu máli. Það væri æskilegast ef við horfum eingöngu á áhrifin á fiskistofnana og dýralíf, að olíuslys á borð við Exxon yrði ekki nálægt mikilvægum svæðum í fæðukeðju þessara dýrastofna. Dýrasvif og sandsíli eru helstu fæðutegundir uppsjávarfiskistofna á borð við loðnu. Einnig er dýrasvif fæðutegund margra hvalategunda líka. Sandsíli er helsta fæðutegund svartfuglsins eins og lunda. Æskilegast væri að olíulekinn yrði staðbundinn og myndi af sökum hafstrauma halda sig á ákveðnu svæði, en ekki dreifast um strandlengjur Íslands með alvarlegum afleiðingum. Hvernig gætu strandlengjur Íslands skaðast til langtíma ef þær yrðu fyrir olíu líkt og strendurnar í Alaska eftir Exxon Valdez ? Mögulegar niðurstöður: Miðað við Exxon Valdez slysið þá má enn 25 árum eftir slysið greina olíu í jarðvegnum og þar sem hitastig er ekki mikið hærra hér að meðaltali en í Alaska þá væri mögulegt að um 75% af þeim strandsvæðum á Íslandi sem yrðu fyrir olíumengun myndi skaðast til langs tíma. Slíkur skaði gæti haft talsverð áhrif á fæðukeðju þeirra fiskstofna sem ganga í ár og sækja sér fæðu upp að landi. Í Alaska lagðist olía yfir um 2000km af strandlengju sem er 30,7% af heldar strandlengju Íslands. Ef 30% af strandlengju landsins yrði fyrir langtíma skaða þá bæri Ísland þess varla bætur. Líklegar niðurstöður: Sé tekið mið að Exxon Valdez slysinu þá eru það einna helst sandstrendur sem draga í sig olíumengunina. Klettastrendur og grjótstrendur eiga auðveldara með að verja sig þar sem olían brotnar hraðar niður í öldurótinu á klettum en í sandi. Vegna þessa þá má búast við að þær strandlengjur sem eru þaktar sandi myndi bíða langtíma skaða og væri erfitt að hreinsa að fullu en þær strendur sem eru þaktar grjóti eða klettum væru fljótari að hreinsa af sér. Langtíma skaði strandlengjunnar væri því alltaf líklegur þar sem ströndin dregur vel í sig. Vegna þess að Ísland er eyja en ekki sund þá væri ekki víst að olían myndi dreifast eins mikið og í Alaska, því væri líklegt að ekki eins stór hluti strandarinnar yrði fyrir olíu eins og í Alaska. 55 Misserishópur K


Misserisverkefni Viðauki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

Fremur ákjósanlegar niðurstöður: Vegna þess hvað það rignir mikið á Íslandi og sjógangur er mikill þá væri það óskandi að strendur Íslands myndu ekki bíða langtímaskaða nema í mjög litlum mæli. Þeir djúpfirðir sem yrðu fyrir olíumengun væru líklegri til að bíða skaða vegna minna ölduróts en þar væru hreinsunaraðgerðir auðvendari með flotveggjum. Skaði til langtíma væri því lítill og staðbundinn. Hverjir gætu efnahagslegu þættirnir orðið ef olíuslys ætti sér stað í lögsögu Íslands? Ef að olíuslys yrði af svipaðri stærðargráðu og Exxon-Valdez innan íslenskrar lögsögu og hefði víðtæk raskandi áhrif á nytjastofna fisks við Ísland yrðu afleiðingarnar gríðarlegar. Efnahagsleg áhrif þess að einn eða fleiri af stóru nytjastofnunum yrði á mjög skömmum tíma ónýtanlegur kæmi það til með að hafa áhrif á nánast öllum stigum efnahags og atvinnulífs. Möguleg niðurstaða: Verði slysið af svipaðri stærðargráðu og Exxon-Valdez, að er líklegt efnahagir sjávarþorpa og bæja á landsbyggðinni, sem háð eru velgengni í sjávarútvegi, hrynji sem afleiðing þess að veiði leggist að miklu leyti af. Þessir bæjir kæmu þá til með að berjast við mikið atvinnuleysi, sem hefði áhrif á allt efnahagslíf þeirra og að öllum líkindum nágrannabæja líka. Þetta gæti ollið miklum fólksflótta frá þessum bæjum og ekki er óhugsanlegt að einhver minni bæjarfélög leggist nánast í eyði. Tekjutap sveitarfélaganna yrði þá mikið sem kæmi til með að raska þjónustu og fjárfestingum á stærra svæði, sem gæti ýtt enn frekar undir fólksflutninga. Líkleg niðurstaða: Ef að stóru útgerðirnar verða fyrir miklu tekjutapi hefði það áhrif á gríðarlega mörg störf víðsvegar um landið, það myndi minnka skatt- og virðisaukatekjur ríkisins, auk þess að innlendar fjárfestingar myndu dragast saman. Þetta kæmi til með að hafa neikvæð áhrif á hagvöxt sem myndi endurspeglast í öllu hagkerfinu. Ef að slysið yrði það stórt að fleiri en einn stór nytjastofn yrðu fyrir miklum langtímaáhrifum, sem hefði neikvæð áhrif á nýtingu han,. væri ekki óhugsanlegt að þau áhrif yrðu það víðtæk að efnahagurinn yrði fyrir kreppuáhrifum. Til að mynda ef að íslenska útgerðin yrði fyrir það miklu tekjutapi vegna samdráttar veiðanlegs kvóta gæti hún neyðst til að segja upp fjölda starfsfólks. Ekki eingöngu sjómönnum, heldur fiskvinnslufólki og þjónustufólki einnig. Þessi starfamissir í sjávarútvegi hefði svo ruðningsáhrif út í efnahagslífið sem myndi skila sér í auknu atvinnuleysi í mörgum greinum samfélagsins. Það myndi minnka skatt- og virðisaukatekjur ríkisins, auk þess að innlendar fjárfestingar myndu dragast saman. Ef slysið gerist á tíma þar sem engar aðrar tekjur gætu fyllt í skarðið og örvað hagvöxt og atvinnulíf, svo sem olíuvinnsla eða aðrar greina, er ekki ólíklegt að það hafi víðtæk áhrif svo sem fólksflutninga frá landinu. Samdráttur í útflutning kæmi til með að minnka verulega tekjur í erlendum gjaldeyri og þar með minnka eftirspurn eftir 56 Misserishópur K


Misserisverkefni Viðauki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

krónum á erlendum mörkuðum. Þetta kæmi til með að valda hruni á íslensku krónunni og hefði þá enn frekari neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag. Einn stór óvissuþáttur er hver myndi greiða kostnaðinn af upphreinsuninni. Ef að megnið af þeim kostnaði félli á ríkið, kæmi það að öllum líkindum til með að auka á skuldir þess, sem væri einnig verra fyrir efnahaginn. Annar áhrifaþáttur væri ferðaþjónusta, þar sem hún er nú mikilvæg grein efnahagsins bæði í atvinnusköpun og gjaldeyristekjum, kæmi öll röskun á henni einnig til með að hafa neikvæð áhrif á efnahag og atvinnu í landinu. Olíuslys kæmi til með að spilla náttúru landsins sem er ein helsta söluvara ferðaþjónustunnar. Fremur ákjósanleg niðurstaða: Væri að slysið yrði annaðhvort á þannig stað eða af þeirri stærðargráðu að engin olía komist í vistkerfið og raski þá hvorki veiðanlegum fiskistofnum né svæðum sem mikilvæg eru ferðamannaiðnaði hér á landi. Áhrifin í efnahagslífinu yrðu þá lítil og vonandi engin.

Sameinaðar niðurstöður úr sviðsmyndagreiningunni Mögulegar niðurstöður: Ef olíuslys ætti sér stað innan landhelgi Íslands þá væri möguleiki á því ef sjógangur væri óhagstæður og veðurfar vont að hreinsunaraðgerðir gengu mjög illa. Viðbragð stjórnvalda og búnaður til staðar skiptir hér höfuð máli því án viðbúnaðar er hreinsun mun seinlegri og erfiðari. Reglur og eftirlit geta skipt miklu máli um hvar slys geta átt sér stað og hvort um bein mannleg mistök geti verið að ræða. Ef regluverk er lélegt og eftirlit lítið þá getur átt sér stað stórt olíuslys nálagt landi þannig að stór hluti stranda á þeim hluta landsins þar sem slysið á sér stað verður þakin olíu. Það myndi valda langtíma skaða við Ísland á öllu dýralífi við strendur, fuglalífi og raska fæðukeðju megin fiskstofnanna sem eru veiddir við Ísland. Slíkt hefði í kjölfarið alvarlegar efnahagslegar afleiðingar sem myndu leggja sjávarpláss í eyði og valda haghjöðnun á árunum á eftir. Slíkt myndi orsaka kreppu og fólksflótta frá landinu. Á um 25 árum mætti svo búast við að um 75% af dýrategundunum sem verst yrðu úti í slysinu væru farin að sýna bata en um fjórðungur myndi deyja út eða leitaði annað. Þetta myndi einnig valda alverlegum skaða á ferðamannaiðnaðinum sem að miklu leiti gengur út á að selja hreint land. Mögulega gæti Ísland þannig beðið alvarlegan langtíma skaða af slíku slysi. Líklegar niðurstöður: Ef olíuslys ætti sér stað við Ísland og viðbúnaður væri ásættanlegur og góðar viðbragðsáætlanir tilbúnar þá mætti búast við að hægt væri að koma í veg fyrir stóran hluta skaðans sem ætti sér stað. Einhverjar dýrategundir við stendur yrðu illa úti en líklega bara á takmörkuðum stöðum. Hrygningarstaðir væru varðir í fremsta forgang og dýrasvif yrði bjargað 57 Misserishópur K


Misserisverkefni Viðauki

Vor-2014 Íslensk olíuvinnsla

að mestu þannig ekki myndu fæðukeðjur mikilvægustu veiðistofnanna raskast mikið. Þá væri allt gert sem hægt væri til að hreinsa sem best upp og þá væri samstarf við nágrannaþjóðir líkt og Norðmenn eftirsótt. Afleiðingar slíks slyss væru því ekki til langtíma nema að litlu leiti og einungis lítill hluti dýrategundanna við strendur landsins væru í alverlegri hættu. Efnahagslegur skaði landsins væri því takmarkaður en samt alvarlegur, sérstaklega ef eitthvað af fiskveiðistofnum myndu skaddast. Straumar og veður geta þó alltaf gert hreinsun erfiðari og dreifingu olíunnar meiri, en eins og flestir vita við Ísland þá er erfitt að spá fyrir um veðrið. Fremur ákjósanlegar niðurstöður: Ef olíuslys yrði innan íslenskrar landhelgi þá gæti það gerst það langt frá landi og í þannig straumum að olían myndi ekki berast að landi. Ef verðurskilyrði væru hentug og viðbúnaður góður þá væri hægt að halda olíunni innan flotgirðinga og hreinsa stærstan hluta hennar upp aftur. Annars myndi olían líka veðrast hraðar ef hitastig væri hentugt og nægt sólarljós næði að skína. Stórt slys sem ætti sér stað við slíkar aðstæður væri því ekki líklegt til að skilja eftir sig neinn langtíma skaða og myndi ekki hafa alverleg teljandi áhrif á efnahaginn. Ímynd Íslands gæti orðið fyrir einhverjum skaða en slíkt væri ekki til langtíma heldur. Ferðamannaiðnaðurinn ætti því ekki að hljóta langtíma skaða en einhver munur á ferðamannastraum væri óhjákvæmilegur.

58 Misserishópur K

Íslensk olíuvinnsla  
Íslensk olíuvinnsla  
Advertisement