Page 1

NORÐLINGASKÓLI VIÐMIÐ UM GÆSLU, FORFÖLL, LEYFI O.FL. SKÓLÁRIÐ 2011-2012 Inni í samkomulagi byggðu á grein 2.1.6.3 í kjarasamningi KÍ og LN frá 14. maí 2011 er gert ráð fyrir að kennari í fullu starfi:  sé að hámarki á gæslu í 70 mínútur á viku  geti tekið forföll að hámarki sem hér segir: A. 6 lotur á mánuði þar sem kennari er aukalega með nemendahóp B. 12 lotur á mánuði þar sem kennari er að kenna en tekur umsjón með öðrum nemendahópi á sama tíma (hér er miðað við að einn kennari leysi annan af eða að um sé að ræða 18 25 nem. í almennri kennslu og 12 nem. í listgreinum). Þess skal gætt að forföll verði ekki meiri á ársgrundvelli en sem nemendur 54 lotum alls skv. A-lið eða 108 lotur skv. B-lið án þessa að til komi greiðsla aukalega. Þá skal þess gætt að forföll dreifist sem jafnast á alla kennara skólans. Stjórnendur sjá til þess að halda mánaðarlega skráningu á mönnun forfalla þannig að kennarar geti fylgst sem best með. Kennarar skrá í vinnustund þau forföll sem þeir leysa af hendi skv. ósk stjórnenda. Hafa skal að viðmiði að kennurum séu ekki veitt önnur leyfi á launum en kjarasamningar segja til um. Óski kennarar eftir leyfi sérstaklega sækja þeir um slíkt á þar til gerðum eyðublöðum. Kennarateymi geta, með samþykki stjórnenda, komið sér saman um að sjá um forföll fyrir einstaka kennarar að hámarki tvo daga á vetri í viðkomandi teymi án þess að slík leyfi skerði laun og/eða þann tíma sem stjórnendur geta falið kennurum í almennri forfallaafleysingu. Við slíkar aðstæður sjá teymin sjálf um skipulag og utanumhald á forföllunum en upplýsa stjórnendur. Viðmið þessi voru samþykkt á kennarafundi 10. október 2011 Norðlingaskóli Reykjavík Netfang: nordlingaskoli@nordlingaskoli.is Sími: 411-7640 og Fax: 411-7641 Heimasíða skólans: http://www.nordlingaskoli.is

Viðmið um gæslu, forföll, leyfi o.fl.  

Viðmið um gæslu, forföll, leyfi o.fl.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you