Page 1

norðlingaskóli

Pizzasmiðja í 3. og 4. bekk vorið 2011

Kennarar í smiðjunni: Hjördís, Oddný, Þórey, Elvar og Selma.


Verkefni 1 ATVINNUAUGLÝSING Undirbúningur: Kennarar sömdu atvinnuauglýsingu og lásu hana fyrir nemendur. Þar kemur fram að til standi að opna nýjan pizzastað í nágreninu og nú sé verið að auglýsa eftir starfsfólki. Efni og gögn: Harður pappír fyrir persónuna, blaðaúrklippur, pappír fyrir persónulýsingu, litir, skæri og lím. Vinna nemenda: Hver og einn býr til sína persónu sem ætlar að sækja um starf á pizzastaðnum. Nemendur kippa út búk og útlimi og teikna svo höfuð og bakgrunn á myndina. Nemendur skrifa einnig persónlýsingu sem passar við persónuna þeirra. Þetta verkefni var unnið á foreldraskóladegi sem kom vel út.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 2 VÖRUMERKI Undirbúningur: Kennarar skiptu nemendahópnum í minni hópa þannig að hver kennari var með 18 - 20 nemendur. Nemendur fengu nokkuð frjálsar hendur með að raða sér í hópa þegar þeir voru komnir til smiðjukennarans. Þannig voru 3 til 5 vinnuhópar hjá hverjum kennara. Efni og gögn: Blöð til að gera uppkast af merki staðarins. Blað til að teikna merki staðarins á. Trélitir og tússlitir. Hver hópur fékk að auki einn pizzakassa til að safna verkefnum sínum í á meðan á smiðjunni stóð. Vinna nemanda: Hver vinnuhópur settist saman til að finna nafn og vörumerki á pizzastaðinn sinn. Vörumerkin voru teiknum upp á A3 blað.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 3 MATSEÐILL Undirbúningur: Hver tími byrjaði á því að hóparnir kynntu pizzastaðinn sinn og þá starfsmenn sem þar starfa fyrir hinum hópunum. Kynningin fór fram í upphafi hvers tíma. Verkefni dagsins var að gera metseðil. Nemendur áttu sumir hverjir erfitt með að skipuleggja þessa vinnu og í þeim tilfellum er gott fyrir kennarann að deila niður verkefnum þannig að einn nemandi geri pizzamatseðilinn, annar gerir drykkina og eitt verkefni gæti verið að gera eftirréttamatseðil. Efni og gögn: Pappír í matseðla, málingalímband til að líma blaðsíðurnar í matseðlinum saman. Skriffæri. Vinna nemenda: Þegar verkaskiptingin var orðin klár voru nemendur duglegir að finna sér verkefni. Nokkrir gerðu barnamatseðil og tilboð fyrir hópa. Einnig voru gerðir símar, pizzubílar og tölvur til að afgreiða pizzurnar.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 4 AFGREIÐSLA PANTANA VINNA MEÐ VERÐ Á MATSEÐLINUM Undirbúningur: Útbúnar pantanir sem nemendur vinna úr. Pantanahefti útbúið fyrir hvern nemanda, þ.e. lituð forsíða með 4 hvítum blöðum. Heft saman og brotið. Efni og gögn: Pantanahefti, skriffæri og vasareiknir. Vinna nemenda: Nemendurnir hjálpuðust að en hver og einn átti að skrá útreikninga sína í bókina. Það var misjafnt hversu margar pantanir hver nemandi skráði og því gott fyrir kennarann að setja einhverjar kröfur, t.d. að hver nemandi skrái 4 pantanir. Þegar nemendur höfðu unnið með tilbúnar pantanir fóru þeir í hópum um skólann með matseðlana sína og tóku niður pantanir hjá starfsfólki skólans og reiknuðu út hvað pöntunin kostaði. Það var gaman að fylgjast með misjöfnum áherslum hjá nemendum í þessu verkefni. Nemendur náðu að aðlaga pantanirnar að sínum matseðli og mæltu með tilboðum sem pössuðu við pöntunina. Nemendur gáfu afslátt ef pizzan var sótt eða rukkuðu aukagjald ef viðkomandi vildi fá pizzuna senda heim. Sumir nemendur svöruðu hverri pöntun eins og um leikþátt væri að ræða. Öðrum fannst mikilvægt að taka niður símanúmer hjá öllum sem sem þeir afgreiddu.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 5 PIZZUR ÚR PAPPÍR Undirbúningur: Umræður í heimakrók um girnilegar pizzur með ýmiss konar áleggjum. Hringlaga skapalón gert til að spora eftir þegar pizzan var teiknuð á karton sem nemendur fengu. Efni og gögn: Hver nemandi fékk eitt karton í ljósbrúnum lit. Pappír og efni sem hægt var að nota sem álegg. Litir, skæri og lím. Aðgangur að ljósritunarvél, bæði lit og svart hvít. Vinna nemanda: Nemendur byrjuðu á því að fletja út deigið sem þeir fá (ljósbrúnt karton), spora svo stóran hring á kartonið og búa til uppáhaldspizzuna sína. Nemendur notuðu til þess rauðan trélit (sósan), klipptu og límdu álegg á pizzuna. Síðan voru pizzurnar ljósritaðar tvisvar sinnum. Gaman var að fylgjast með hamingjusömum nemendum þegar þeir tóku á móti volgum pizzum út úr ljósritunarvélinni. Allar pizzurnar voru klipptar út.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 6 STÆRÐFRÆÐIBROT Undirbúningur: Kennari fjallaði um brot í stærðfræði. Unnið var með hálfan, þriðju hluta, fjórðu hluta, sjöttu hluta og áttundu hluta. Klippa þarf niður hvít spjöld til að merkja stærðina á pizzasneiðunum. Efni og gögn: Skæri og skriffæri. Stærðfræðibækur nemendanna. Vinna nemenda: Nemendur taka þátt í umræðum. Nemendahóparnir skoða ljósritin sín og ákveða hvernig á að skipta pizzunum. Hver hópur þarf að ná öllum brotunum sem kennarinn lagði upp með. Ljósritin eru kippt niður og merkt með hvítum miðum. Að því loknu finnur hver og einn brotablaðsíður í stærðfræðibókunum sínum til að vinna.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 7 BÚA TIL KLUKKU Undirbúningur: Kennari talaði við nemendur um tímann og rifjaði upp og kenndi nemendum á klukku. Finna þarf til hvítan pappír sem nemendur nota í verkefninu. Efni og gögn: Nokkrar ólíkar gerðir af klukkum til að hafa við hendina í umræðunum og til að teikna eftir. Hvítur pappír til að teikna klukku á. Tússlitir. Stærðfræðibækur nemendanna. Vinna nemenda: Nemendur taka þátt í umræðum. Þeir teikna klukku á blað eins nákvæma og þeir geta.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 8 AFGREIÐA PANTANIR Undirbúningur: Útbúnar pantanir sem nemendur vinna úr þar sem reynir á tímaútreikninga. Vinna nemenda: Nemendur reikna út hve langan tíma það tekur að afgreiða pizzur. Nemendur vinna með pantanirnar eins og þeir gerðu í upphafi smiðjunnar. Þeir eiga að hjálpast að en hver og einn skráir niðurstöður í pantanaheftið sitt.

Verkefni 9 MUNNLEG KÖNNUN HJÁ KENNARA Undirbúningur: Kennarar sömdu spurningar til að nota í munnlegri könnun. Til að finna tíma til að ná öllum nemendum á smiðjutíma var spiladagur hjá nemendum þar sem þeir komu með spil að heiman. Gott er að tala við allan hópinn í einu þegar verið var að ræða um samvinnu hópsins en þegar kemur að stærðfræðihlutanum er betra að hafa tvo nemendur í einu. Notaðar eru stærðfræðibækurnar Sprota í þessari könnun. Vinna nemenda: Nemendur útskýra hvernig samvinna hópsins var og færa rök fyrir sínum þætti þar að lútandi. Sýna fram á þekkingu á stærðfræðihluta smiðjunnar. Dæmi um námsmat frá kennara: NN var í fjögra manna hóp þar sem samvinnan gekk vel. Hann var hugmyndaríkur og tók virkan þátt í hópavinnunni. NN var áhugasamur og lét til sín taka í ákvarðanatökum hópsins. Hann gat fundið út verð á matseðlinum með því að nota samlagningu. Í munnlegri könnun átti NN auðvelt með að vinna með stærðfræðibrot. Hann var öruggur þegar að hann las af skífuog tölvuklukku.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 10 HÁTÍÐ Undirbúningur: Farið í innkaupaleiðangur til að kaupa pizzabotna, pizzasósu, pepperóní, skinku, rauða papriku, ananas og ost. Finna til hanska, ofnplötur, smjörpappír, bretti og hnífa. Reiknað er með að fjórir til fimm séu um hverja pizzu. Hita ofna til að baka allar pizzurnar. Vinna nemenda: Nemendur þurftu að laga hópana aðeins til þannig að þeir væru fjórir til fimm saman. Nemendur skáru niður álegg og bjuggu til sínar pizzu sem þeir borðuðu í stofunni sinni. Þannig var til pizzahátíð í smiðjulok.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.


Verkefni 11 VATNSLITAMYNDIR Í LISTUM Í LUNDI Á smiðjutímabilinu gerðu nemendur eitt verkefni í Listum í Lundi sem tengja má við pizzasmiðjuna. Þar fengu þeir fyrirmæli um að teikna uppáhalds matinn sinn. Úr því kom skemmtileg viðbót þar sem margir nemendur teiknuðu pizzur.

Unnið af kennurum í 3. og 4. bekk Norðlingaskóla skólaárið 2010 - 2011.

Pizzasmiðja  
Pizzasmiðja  

pizzasmidja

Advertisement