Page 1

Nr. 2

Skólaárið 2012 - 2013 25. september

Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA

SAMRÁÐSDAGUR 5.október Samráðsdagur verður í Norðlingaskóla 5. október nk. Þá koma nemendur og foreldrar í samráð til starfsfólks skólans þar sem farið er yfir starfið það sem af er skólaárinu, matssamtöl og væntingar ræddar fyrir önnina. Tímasetningar samráðstíma verða sendar heim í tölvu- og töskupósti. Kæru nemendur, foreldrar og aðrir sem áhuga hafið á starfi í Norðlingaskóla. Þá er hafið áttunda starfsár Norðlingaskóla og lífið farið að ganga sinn vanagang. Sá merki áfangi í sögu skólans náðist á fyrsta skóladegi haustsins að allir nemendur skólans gátu verið INNI, en fram að þessu hafa húsnæðismál skólans alltaf verið þannig í upphafi skólaárs að einhver hluti nemenda, ef ekki allir, hafa orðið að vera annars staðar en inni í skólanum. Þetta þykir okkur Norðlingum nánast sögulegt. Glæsilegt skólahúsið er svo óðum að verða tilbúið og eins og sjá má eru framkvæmdir við lóð skólans í fullum gangi og er það mál manna að skemmtilegri og frumlegri skólalóð sé vandfundin.

Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is

Í skólanum eru núna um 440 nemendur og gerum við ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn á skólaárinu eins og venja er. Starfsmenn eru núna um 80 talsins. Ég vil bjóða sérstaklega velkomna í hópinn nýja nemendur og starfsmenn sem og alla þá sem hér eru orðnir heimavanir. Þær vikur sem liðnar eru af skólaárinu höfum við notað til að læra hvert á annað, bætt nöfnum og andlitum í minnið og áttað okkur á breyttum aðstæðum, t.d. eru sumir hér einu ári eldri en í fyrra. Mikið fjör, glens og kátína, ys og þys alla daga gefa vísbendingu um að flestum sé farið að líða nokkuð vel en vellíðan og vinnugleði er lykillinn að góðu og gjöfulu skólastarfi. Þessir fyrstu dagar hafa gefið tóninn að því sem koma skal í vetur og erum við full eftirvæntingar. Ég vil hvetja foreldra til að líta inn og þiggja kaffisopa þegar þeir eiga leið um skólalóðina. Þá minni ég að lokum á heimasíðu skólans www.nordlingaskoli.is sem er full af fróðleik um skólann. Með bestu kveðjum og tilhlökkun til samstarfsins í vetur, Sif skólastýra.

UNDIRBÚNINGSDAGUR 8. október Mánudaginn 8. október nk. er undirbúningsdagur í skólanum. Starfsfólk skólans mun nota daginn til undirbúnings og skipulags. Þetta er leyfisdagur nemenda og því engin kennsla. ATHUGIÐ! Klapparholt er opið á samráðsdegi og undirbúningsdegi. Þeir foreldrar sem nýta sér þjónustu þess eru beðnir að hafa samband við frístundarheimilið og láta skrá á hvaða tíma eða hvort barn þeirra verður í Klapparholti þennan dag í síma 664-7624.

VETRARLEYFI Vetrarleyfi haustannar verður dagana 19., 22. og 23. október. Þessa daga liggur allt starf skólans niðri. Klapparholt er einnig lokað þessa daga.

SPENNANDI SMIÐJUR Smiðjur hefjast í þessari viku og verða mörg spennandi verkefni tekin fyrir. Í 1. og 2. bekk verður unnið með fjölbreytt verkefni sem tengjast haustinu. Í 3. og 4. bekk verður lögð áhersla á vináttu og samskipti. 5. - 7. bekkir taka fyrir lífríki í sjó og sjómenn. Unglingadeildin ætlar að kafa ofan í söguna og lesa (,,gúgla“) um norræna goðafræði.

NÁTTFATA- OG BANGSADAGUR verður í Norðlingaskóla miðvikudaginn 26. september. Þá mæta ALLIR í náttfötum með uppáhalds bangsann sinn.

, Með bestu kveðjum a fólk Norðlingaskól skólastjóri og starfs


FYRSTU KENNSLUDAGARNIR Fyrsti kennsludagur vetrarins var þriðjudagurinn 23. ágúst og var það fyrsti skóladagur 59 nemenda sem eru að hefja skólagöngu. Eldri nemendur tóku þeim afar vel og fer vetrarstarfið mjög vel af stað. FRÍSTUNDAHEIMILIÐ KLAPPARHOLT Í Klapparholti eru nú 134 börn og enginn á biðlista. Er þetta gífurleg aukning á milli ára. Starfið í frístundaheimilinu er fjörugt og fjölbreytt. Áhersla er lögð á að í boði séu ólíkir klúbbar daglega til að velja um. Jafnframt geta börnin valið sér frjálsan leik á ákveðnum svæðum. Listakonan Inga Rósa býður upp á listaklúbb, Pétur úr Bláum Ópal hefur verið með tónlistarklúbb, prjónaklúbbur Karenar er löngu búinn að sprengja öll aðsóknarmet og Birkir víkingur og Aðal-nörd er sívinsæll með víkingaklúbb og teikniklúbb. Ótaldir eru margir aðrir klúbbar sem eru í gangi og enn fleiri í mótun.

Ábyrgðamenn fréttabréfs: Sif Vígþórsdóttir og Helgi Rafn Jósteinsson

Starfið í 3. – 4. bekk er í mikilli framþróun. Þeim er boðið að velja sér klúbba fjórum sinnum í viku sem eru einungis í boði fyrir þann aldursflokk. Meðal annars er þeim boðið að fara í sund á mánudögum og á fimmtudögum er þeim boðið í óvissuferð. Við leggjum ríka áherslu á að þetta sé frítími barnanna og þau hafi frjálst val um hvað þau vilja gera, innan þess ramma öryggis og væntumþykju sem við sköpum þeim. SAMRÆMD KÖNNUNARPRÓF Nemendur í 4., 7. og 10. bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í síðustliðinni viku og gekk það mjög vel. Niðurstaðna er síðan að vænta í lok október. Nemendur í 10. bekk gerðu sér dagamun í tilefni prófloka og skipulögðu bekkjarkvöld með gistingu í skólanum. Þau bökuðu pizzur, horfðu á mynd, leystu ýmsar þrautir og spiluðu spil. Þetta hefði auðvitað aldrei verið hægt ef foreldrar hefðu ekki verið viljugir að hjálpa til og eru þeim færðar sérstakar þakkir. NÁMSEFNISKYNNINGAR Námsefniskynningar hafa nú verið haldnar í öllum námshópum fyrir foreldra og forráðamenn. Á fundunum var farið yfir helstu námsmarkmið, kennsluaðferðir og námsefni námshópa. Voru kynningarnar mjög vel sóttar.

Norðlingaskóli hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu Göngum í skólann sem verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Við hvetjum ALLA til að taka þátt.

ÖRFRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFINU Nú er mánuður liðinn frá því að skólinn var settur og skólastarfið komið í fullan gang og mikið um að vera í öllum bekkjum. Í 1. og 2. bekk er megináherslan lögð á byrjendalæsi og útikennslu í Björnslundi. Unnið er með fjölbreytt verkefni á stöðvum út frá bókunum Asnaskóli og Ég vil fá fisk. Í útikennslunni hafa nemendur m.a safnað laufum og könglum til stafagerðar og sett upp leikþætti á útisviðinu. Tove Krogh prófið var lagt fyrir í 1. bekk og Læsi fyrir í 2. bekk. Fjölmargt hefur verið unnið í 3. og 4. bekk en það sem stendur upp úr er velheppnuð Viðeyjarferð 3. bekkjar og samræmd könnunarpróf í 4. bekk. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði í próftökunni. Allir sátu hljóðir, unnu af kappi og voru tillitssamir. Áherslur í 5. - 7. bekk hafa m.a. snúist um skipulagningu og áætlanagerð nemenda. Þá gengu allir nemendur á Esjuna og stóðu sig mjög vel. Nemendur í 5. og 6. bekk fóru í heimsókn í Vísindasmiðju Háskólans og í Þjóðminjasafnið meðan 7. bekkur tók samræmt könnunarpróf. Úr starfi unglingardeildar má m.a. nefna samræmd könnunarpróf í 10. bekk og vel heppnað gistikvöld í skólanum. Áfram er unnin spennandi þróunarvinna við Ipad verkefnið sem byrjaði í 9. bekk í fyrra og hefur mælst vel fyrir. Ásgeir Borgþór rithöfundur flutti fyrirlestur um smásagnagerð og Eygló Harðardóttir kom og fræddi nemendur um störf Alþingis. Að lokum má nefna að nemendur 9. bekkjar verða alla þessa viku á Laugum í Sælingsdal.

LEIKSKÓLINN TEKUR TIL STARFA Í NÝJA HÚSNÆÐINU Framkvæmdir við skólann ganga vel og sl. mánudag hóf leikskólinn Rauðhóll starfsemi sína í skólahúsinu en þar eru nú þrjár deildir með elstu nemendum leikskólans. Með komu leikskólans í hús opnast margir spennandi möguleikar í tengslum við enn frekara samstarf og samvinnu.

SPEKI FRÉTTABRÉFSINS

Besti dagur ævi þinnar er dagurinn í dag, ef þú notar hann rétt. Ókunnur höfundur

Fréttabréf Norðlingaskóla  

frettabref nordlingaskoli

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you