Page 1

Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is

9

Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA Skólaárið 2011 - 2012

21. nóvember - bréf nr. 3

Foreldraskóladagur

Þann 23. nóvember er boðið til foreldraskóladags í Norðlingaskóla. Eins og nafnið ber með sér er foreldrum boðið sérstaklega að heimsækja skólann og kynnast skólastarfinu þennan dag og skoða nýja húsnæðið. Þar hafa á síðustu dögum bæst við góðir áfangar eins og t.d. íþróttasalurinn og óðum styttist í að heimilisfræði– og tónlistaraðstaðan verði tekin í notkun. Kl. 08:15 gefst sérstakt tækifæri til að vera með í íþróttahússfögnuði. Kennarar námshópa munu senda foreldrum nánari tímasetningar um Foreldraskóladaginn í gegnum Mentor.

Fjáraflanir 7. og 10. bekkja Bekkjaráð 7. og 10. bekkja eru í miklum sóknarhug þessa dagana því 7. bekkingar stefna á skólabúðaferð að Reykjum í Hrútafirði 16. – 20 janúar og 10. bekkir stefna út fyrir landsteinana í vor. Framundan eru því fjáraflanir þessara nemenda og vænta þeir þess, ásamt bekkjaráðum foreldra, að íbúar Norðlingaholts veiti stuðning eftir því sem við verður komið. Á Foreldraskóladegi 23. nóvember munu bekkjafulltrúar og nemendur 12 ára verða með kökusölu í skólanum til fjáröflunar vegna skólabúðaferðarinnar. Gera má góð kaup í kökum en greiða verður með reiðufé (peningum).

Öfugsnúinn dagur 22. nóvember Næsta þriðjudag er lagt til að nemendur og starfsfólk skólans mæti í fatnaði sem það klæðist ekki á hefðbundinn hátt heldur snúi því aftur sem snúa á fram, og upp því sem á að snúa niður, röngunni út og réttunni inn eða þannig sko.... og svo framvegis. Gerum daginn skemmtilegan í anda okkar Norðlinga.

Skrekkur Unglingarnir okkar stóðu sig frábærlega í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. Þeir komust í úrslit keppninnar og eru því í beinni útsendingu MÁNUDAGINN 21.nóv - í kvöld - á Skjá Einum Einum.. Hópurinn á heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu og er óskað alls hins besta á úrslitakvöldinu.

Áfram Norðlingaskóli!!!

Jólaföndur - Jólastund Foreldrafélag skólans efnir til jólaföndurs í skólanum laugardaginn 26. nóvember frá kl. 10:00 - 12:00. Foeldrar, nemendur og allir velunnarar skólans eru hvattir til að mæta og eiga saman ljúfa stund.

Hádegi í skóla - foreldramáltíð

Í Morgunskrafi á dögunum kom fram ágæt hugmynd að skemmtilegt væri ef skólinn gæti boðið foreldrum að koma einu sinni eða tvisvar á skólaárinu og kaupa sér mat og borða með börnum sínum. Stjórnendum og starfsfólki leist vel á hugmyndina og matreiðslumaður skólans og hans fólk var tilbúið. Í dreifibréfi til foreldra hefur “foreldramáltíðin” verið sérstaklega kynnt, en sú fyrsta verður þann 24. nóvember. Góð þátttaka yrði sérstakt ánægjuefni og dýrmæt upplifun fyrir þá foreldra sem geta tekið þátt. 24.11.

8., 9. og 10.b.

12:40 – 13:00

01.12.

5., 6. og 7.b.

12:20 – 12:40

8. 12.

3. og 4.b.

12:00 – 12:20

15. 12

1. og 2.b.

11:40 – 12:00

Kjúklingapottréttur í karrýsósu með hrísgrjónum og salati Ofnsteiktur fiskur með mildri sinnepssósu og grænmeti Lagsagne með heimabökuðu brauði og salati Plokkfiskur með rúgbrauði

Verð „foreldramáltíðar” er 350.- krónur. Tilkynna verður skrifstofu skólans í síma 4117640 með minnst tveggja daga fyrirvara hvort foreldrar ætli að nýta sér tilboðið.

Skólapúlsinn Niðurstöður nýjustu mælinga Skólapúlsins eru ánægjulegar og virðast vera skólanum í hag á flestum sviðum. Gleðilegt er að sjá að mælingar varðandi vanlíðan, kvíða og einelti sýna jákvæða þróun miðað við mælingu í maí og þar er um marktækan mun að ræða miðað við landsmeðaltal.


3. og 4. bekkir: Söngur á jólamarkaði

Umgengni í anddyri - ÁTAK!

Átak er í gangi í anddyri skólans. Það gengur út á það að örlög skófatnaðar og yfirhafna verði ekki þau að dreifast um öll gólf heldur fái þessi fatnaður verðugan stað í skóhillum og á snögum. Þeim nemendum fjölgar jafnt og þétt sem eru svo sannanlega með umgengnina í

Laugardaginn 26. nóvember nk. munu nemendur úr 3. og 4. bekk syngja við opnun Jólamarkaðarins við Elliðavatn, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Í fyrra sungu nemendur skólans við sama tilefni og voru beðnir að endurtaka leikinn nú. Nemendur hefja upp raust sína kl.12:00 undir stjórn Þráins, tónmenntakennara skólans.

Ábyrgðamenn fréttabréfs: Sif Vígþórsdóttir og Ellert Borgar

Íslenskuverðlaun SFR

Á annað hundrað grunnskólanemar í Reykjavík, á aldrinum 8-15 ára, tóku á Degi íslenskrar tungu við íslenskuverðlaunum skóla- og frístundaráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. Allir verðlaunahafar fengu til eignar veglegan verðlaunagrip, þröstinn góða, sem hannaður er af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur. Þrír nemendur Norðlingaskóla voru meðal verðlaunahafa. Það voru þær Andrea Rakel Ásgeirsdóttir 4.b., Sigurbjörg Halldórsdóttir 7.b. og Guðrún Dís Emilsdóttir 9.b. sem því miður var fjarverandi þegar myndatakan fór fram. Til hamingju með verðlaunin allar saman.

Jónasarvaka í Þjóðmenningarhúsinu Á árlegri Jónasarvöku í Bókasal Þjóðmenningarhússins á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember, lásu börn úr grunnskólum höfuðborgarsvæðisins sjálfvalin ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Norðlingaskóli átti fulltrúa á vökunni sem var Maciej Stanislaw Kudla nemandi í 3. bekk. Las hann ljóðið Sáuð þið hana systur mína og gerði það vel!

LÍFSSPEKI : Lífsgleði njóttu!

anddyrinu á hreinu og dæmi eru þess að einstaka nemendur veiti félögum sínum ókeypis ráðgjöf við frágang fatnaðarins og jafnvel aðstoði þá.

Spurt og svarað Hvaða matur bragðast best í mötuneytinu? Kjötsúpa

Dagur íslenskrar tungu

Það var ánægjuleg stund á sal skólans á Degi íslenskrar tungu. Nemendur fluttu dagskrá í tali og tónum í tilefni dagsins og hvert atriði var innsiglað með kröftugum fjöldasöng. Foreldrar fjölmenntu á sal og innsigluðu skemmtilegan blæ þessarar morgunstundar. Nemendur sem fram komu og þeir sem voru á sal stóðu sig með mikilli prýði.

Hrafnhildur

Fiskur í raspi Svanur

Spagetti og hakk Mercedes

Grjónagrautur og slátur Valdimar

Kjötsúpa

Ellert

Grjónagrautur og slátur

Sara

Fréttabréf 21. nóvember  
Fréttabréf 21. nóvember  

frettabref, november, 2011

Advertisement