Page 1

Www.skatar.is/jamboree2011

3. tbl desember 2010

Helstu dagsetningar 2011

Flakkarinn - fréttabréf jamboree fara á alheimsmót skáta í Svíþjóð 2011

Fararstjórn jamboree fara á alheimsmót skáta í Svíþjóð 2011 óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við óskum þess að jamboree farar og fjölskyldur þeirra njóti hátíðanna.

22. feb - Skátadagurinn 10. - 13. júní - Vormót Hraunbúa í Krýsuvík 23. - 26. júní - Landnemamót í Viðey 27. júlí - flogið til Kaupmannahafnar 27. júlí - 1. ágúst - Ferð eldri skáta á Jamboree 28. júlí - Setning mótsins 6. ágúst - Slit mótsins 11. ágúst - Heimkoma


Flakkarinn - fréttabréf jamboree fara á alheimsmót skáta í

Bls 2

Hraðnámskeið í sænskri matargerð og sænskri tungu -Upplifun íslenskra skáta á Scout 2001 sem haldið var á sama stað og Jamboree verður nú haldið.Flakkarinn - fréttabréf jamboree fara á alheimsmót skáta í Svíþjóð 2011

Við sitjum í lestinni á leiðinni til Rynkaby. Þetta er mín fyrsta lestarferð í lífinu, en lestin stendur kyrr og járnvagninn virkar eins og hraðsuðuketill undir funheitum geislum sólarinnar. Svitinn drýpur af hverju andliti þar sem við sitjum föst. En skátar halda ávallt skátalögin og þá sér í lagi 2. greinina: Skáti er glaðvær. Sveitt og vönkuð tökum við upp gítarinn og hefjum upp raust okkar. Fljótlega er útlenska skáta farið að drífa að úr öðrum lestarvögnum til að syngja með eða bara til að hlusta. Loks kemst lestin á leiðarenda og við stígum inn á tjaldsvæði, ef tjaldsvæði skyldi kalla. Inn á milli trjánna breiða gígantískar tjaldflatirnar sig út, huldar af marglitum tjöldum, eldandi skátum og misháum fánastöngum. Eins og agnarsmá krækiber í risastórum hraunfláka sitjum við, Álftneskir skátar, innan um tugþúsundir skáta og hlýðum á sænskan skáta bjóða okkur velkomin á skánsku. Við skiljum ekki mikið, en skiljum þó að sænskir félagar okkar eru frávita af spenningi yfir að sitja aðeins um 5 metra frá Karli Gústaf, Svíakonungi og verndara sænsku skátahreyfingarinnar. Löng röð sænskra stórskáta messar yfir okkur á þjóðtungunni sinni, -þótt við skiljum ekki neitt er upplifunin stórfengleg. Og eftir að hafa eldað, spilað, sungið, dansað og leikið við hin sænsku skátasystkin okkar í rúma viku skiljum við allt sem fram fer á mótsslitunum.

Breskir skátar í heimagistingu á Íslandi! Það er gaman að segja frá því að breskir skátar leituðu sérstaklega til okkar Íslendinga með að fá heimagistingu fyrir hluta af sínum skátum hér á landi eftir mótið í Svíþjóð. Það varð úr að hingað koma tvær breskar jamboreesveitir strax að móti loknu og dvelja á íslenskum heimilum í nokkra daga. Á sama tíma munu íslenskir jamboreefarar vera í heimagistingu í mið-Svíþjóð. Sveitirnar sem hingað koma eru annars vegar frá Cheshire og hins vegar frá vestur-Wales. Þetta er spennandi verkefni og verður gaman fyrir þá sem heima eru að fá með þessum hætti tækifæri til að taka þátt í því ævintýri sem alheimsmót er. Fyrirfram þökkum við þeim íslensku skátafjölskyldum og skátafélögum sem ætla að taka á móti bresku skátunum.


Bls 3

3. tbl desember 2010

Hefðbundinn sænskur jólamatur Á Hefðbundnu sænsku jólaborði er t.d. síld, jólaskinka og kjötbollur og eflaust fleira góðgæti

100 g smjör eða smjörlíki, má nota fljótandi smjör

í boði. Baksturinn er hins vegar sænskt lúsíubrauð eða "lussekatter" en það borða Svíar í tengslum við Lúsíudaginn 13. desember. Þetta brauð og piparkökurnar tákna byrjun jólanna hjá Svíum og uppskriftirnar "Lúsíukettirnir" eru mótaðir eftir ákveðinni forskrift, fyrst í lengjur sem síðan er rúllað upp þannig að úr verði nokkurs konar S. Guli liturinn á saffraninu á að tákna birtuna og daginn sem fer að lengja eftir jólinn. Samkvæmt gömlu tímatali var 13. desember stysti dagur ársins og jólahátíðin byrjaði þá. Lúsíubrauð (Lussekatter)

250 g kesella, nota má rjómaost eða mascarpone í staðinn

1 g saffran 1 sykurmoli 5 dl mjólk

50 g ger, pressuger

1/2 tsk salt 1 1/2 dl sykur 17 dl hveiti rúsínur, til skreytingar 1 egg, til penslunar Bræðið smjör eða smjörlíki í potti. Hellið mjólkinni út í og hitið að 37°C, svo vökvinn sé fingurvolgur. Ef notað er fljótandi smjörlíki, hitið þá eingöngu mjólkina. Steytið saffron og sykurmola í mortéli þannig að það verði mjög fínt. Hellið örlítilli mjólk út í mortélið og blandið við saffranið. Myljið gerið og hrærið það út með hluta af saffranmjólkurblöndunni. Blandið afganginum af henni, ásamt fljótandi smjör-

líki ef það er notað, osti, salti og sykri, saman við. Bætið við mestum hluta hveitisins og hnoðið í mjúkt deig, geymið svolítið til að hnoða úr. Látið hefast undir klút í 30-40 mínútur. Hnoðið deigið á hveitistráðu borði. Skiptið því í tvo hluta og mótið lengjur. Skiptið hvorri lengju í u.þ.b. 20 hluta. Rúllið þeim upp í litlar lengjur, u.þ.b. 25 cm langar. Einfaldur lúsíuköttur: Rúllið endunum hvorum í sína átt þannig að lengjan verði eins og S í laginu. Tvöfaldur lúsíuköttur: Notið tvær lengjur, leggið þær í kross og rúllið hvorri um sig upp í S. Strákur: Kljúfið lengjuna frá miðju og snúið endunum saman, þeir eiga að vera fætur. Leggið brauðin á smurðar plötur eða bökunarpappír. Látið hefast undir klút í 30-40 mínútur. Penslið með eggi og skreytið svo með rúsínum. Bakið í miðjum ofni í 5-10 mínútur við 225°C. Látið kólna á grind undir klút. Ef ekki á að borða brauðið strax er gott að frysta það á meðan það er enn volgt. Ef þetta reynist of flókið þá er tilvalið að renna inn í Garðabæ. Velja sér gott bílastæði við IKEA hina eðal sænsku verslun. Ganga inn í búðina og finna kökurhornið (við stigann niðri á leið inn í eldhúsdeildina.) fá sér smakk og jafnvel splæsa í nokkrar til að taka með sér heim

Gleðilega sænska jólahátíð jú og íslenska auðvitað líka.

Það er alveg pottþétt að þessir jólasveinar séu í skátunum!

Forsetahjónin kíktu í heimsókn á síðasta Jamboree í Englandi

“Er þín sveit virk á Facebook? Finndu út í hvaða hóp þú átt að vera á Facebook og reyndu að kynnast þeim sem verða með þér í sveit í Svíþjóð á næsta ári “

Hefur þú kíkt í Skátabúðina. Það kemur skemmtilega á óvart úrvalið sem þar er hægt að finna.


Nokkur sænsk orð Færðu ekki póstinn frá okkur?? Sendu okkur e-mail á jamboree2011@skatar.is og athugaðu hvort að við séum ekki með rétt netfang skráð hjá okkur.

Flicka - stelpa Pojke - strákur Gumma - kerling Gubbe - karl Korv - pylsa Glass - ís Läsk - gos Mugg - bolli Kissa - pissa brasa - varðeldur Kängor - gönguskór Tändstickor - eldspýtur Ficklampa - vasaljós Rum - herbergi Säng - rúm Täkke - sæng Ficka - vasi (á t.d. fötum) Fika - nesti Paraply - regnhlíf

Bandalag íslenskra skáta

Simply scouting

Skátamiðstöðin Hraunbær 123 111 Reykjavík Sími: 550 9800 www.skatar.is/jamboree2011 jamboree2011@skatar.is

og svo segi ég bara.... God jul och gott nytt år.

Merki mótsins

Flakkarinn jóla  

Fréttabréf fararstjórnar