Page 1

Seltjarnarnes Samfylkingin á Seltjarnarnesi

Kosningablað 2014

Gæði þjónustunnar skipta máli Nýjar lausnir í húsnæðismálum ungs fólks

Allir eiga að fá tækifæri til að njóta sín

Samfylkingin á Seltjarnarnesi vill „Eitt samfélag og jöfn tækifæri fyrir alla!"

Ungir jafnaðarmenn hafa skýra framtíðarsýn fyrir Nesið


Gæði þjónustunnar skipta máli Viðtal við Margréti Lind Ólafsdóttur Margrét Lind Ólafsdóttir skipar efsta sæti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún er nú að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili sem bæjarfulltrúi. Hún starfar sem sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, er með B.A. próf í Uppeldis- og menntunarfræði og lauk B.A. og mastersprófi frá Álaborgarháskóla í boðskiptafræði. Þá er hún varaformaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Lærdómsríkt og gefandi Þetta er búið að vera lærdómsríkur og gefandi tími segir Margrét Lind aðspurð um setu sína í bæjarstjórn. Mjög fjölbreytt verkefni koma inn á borð bæjarstjórnar og það hefur verið spennandi að takast á við þau. Samstarf meiri- og minnihluta hefur verið gott um ýmis málefni enda bæjarmálefnin þess eðlis að við erum að vinna að sameiginlegum hagsmunum bæjarbúa. Ég er ekki fyrir átakapólitík, held að hún skili ekki miklu. Ég fagnaði mjög þegar skref var stigið í byrjun kjörtímabilsins að vinna sameiginlega að gerð fjárhagsáætlunar. Ég hefði samt verið til í að sjá enn meira samstarf og kannski meiri umræðu um málefni sem brenna á bænum. Nefndarfundum var fækkað á kjörtímabilinu vegna niðurskurðar og kemur það niður á faglegu starfi nefndanna, það skiptir mjög miklu máli að nefndirnar séu öflugar og virkar og hafi tækifæri á að taka faglega á þeim málum sem þær eru að fást við. Nú þarf að huga að uppbyggingu Eftir mikinn niðurskurð og hagræðingar eftirhrunsáranna er nauðsynlegt fyrir okkur að hlúa að innviðunum. Nú er tími til uppbyggingar. Margrét Lind segir að Samfylkingin leggi mikla áherslu á menntamál. „Við eigum að vera með skóla þar sem allir fá nám við hæfi þar sem tekið er tillit til þarfa einstaklingsins til þroska og góðrar menntunar. Skólarnir eiga að vera eftirsóttir vinnustaðir þar sem starfsfólk er metið að verðleikum og að öll umgjörð sé til fyrirmyndar þar með talinn tækjakostur. Fjölbreyttir kennsluhættir og skapandi skólastarf einkenna góðan skóla og skólarnir eiga að vera í stöðugri þróun. Ég vil að ákvarðanir sem teknar eru

í skólum og leikskólum séu alltaf byggðar á faglegum forsendum. Nú hefur verið fjölgað í bekkjum og þeim fækkað en á móti þá fara nemendur meira úr bekkjum í staðinn. Er þetta að skila sér? Líður nemendum vel með þessa ákvörðun? Þetta eru t.d. spurningar sem við verðum að velta fyrir okkur. Þjónusta við bæjarbúa er það sem skiptir máli. Það er fjárfesting til framtíðar, það er það sem fólk hugsar um þegar það velur sér búsetu. Þetta á við þjónustu við alla, hvort sem um er að ræða unga sem aldna. Ég nefndi skólamálin, en þetta á einnig við um þjónustu við aldraða og t.d. félagsstarf eldri borgara en mjög brýnt er að laga aðstöðu þeirra.

„Skólarnir eiga að vera eftirsóttir vinnustaðir þar sem starfsfólk er metið að verðleikum og að öll umgjörð sé til fyrirmyndar þar með talinn tækjakostur." Dapurt hver staðan er á hjúkrunarheimilinu Bygging hjúkrunarheimilis er Margréti einnig hugleikin. Þetta er mál sem ekki er hægt að bíða með lengur, en umræða um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur staðið í þrjá áratugi og samningur varðandi byggingu hjúkrunarheimilis var undirritaður í desember 2010. ,,Mér finnst dapurleg niðurstaða að við erum eiginlega enn og aftur komin á byrjunarreit varðandi byggingu hjúkrunarheimilis, en heimilið átti að vera tilbúið seinni hluta árs 2013. Í heilt kjörtímabil hefur málefni hjúkrunarheimilis verið mjög á reiki, fyrst var það lóðin en óeðlilega langur tími fór í að úrskurða um að ekki væri hægt að byggja á Kirkjubrautinni. Þá þurfti að finna heimilinu nýja staðsetningu og tók það óratíma sem á eftir að fara í gegnum deiliskipulag. Tíminn hefur ekki unnið með okkur og hefði verið mun hagstæðara fyrir bæjarfélagið að hefja framkvæmdir fyrr og haldið þannig byggingarkostnaði í lágmarki. Við misstum í raun af gullnu tækifæri því allur kostnaður er nú mun hærri. Þegar ég kem í bæjarstjórn er búið að samþykkja staðsetningu og

teikningar af heimilinu en nú næstum því heilu kjörtímabili seinna liggur fyrir að það þurfi að teikna húsið upp á nýtt vegna nýrrar staðsetningr og skv. minni vitund er lítið að gerast í málinu. Á sama tíma sýndu mörg sveitarfélög forsjálni og hafa fjölmörg hjúkrunarheimili risið á þessu kjörtímabili. Það er í mínum huga óskiljanlegt hversu langan tíma þetta hefur tekið. Við þurfum jafnframt að gera okkur grein fyrir því að sveitarfélagið er skuldbundið ríkinu um að reisa hjúkrunarheimi. Margrét Lind segir það mikilvægt að setja ferlið í faglegan farveg. Þá er ekki hægt annað en minnast á málefni Lækningaminjasafnsins sem hefur verið í algjöru uppnámi og skýrsla Ríkisendurskoðunar er því miður vitnisburður um ófagleg vinnubrögð og mikill áfellisdómur yfir meirihluta Seltjarnarnesbæjar. Við í minnihlutanum höfum gagnrýnt harðlega hvernig meirihlutinn hefur staðið að þeim og liggur fyrir að Seltjarnarnesbær verði krafinn um endurgreiðslu og það eru háar fjárhæðir sem liggja þar undir. Hyggilegra hefði verið að fara yfir málið í heild sinni og reynt að ná samningum.

„Við misstum í raun af gullnu tækifæri því allur kostnaður er nú mun hærri. Þegar ég kem í bæjarstjórn er búið að samþykkja staðsetningu og teikningar af heimilinu en nú næstum því heilu kjörtímabili seinna liggur fyrir að það þurfi að teikna húsið upp á nýtt" Umhverfismál og skipulagsmál Mikið er rætt um í dag búsetuform og sérstaklega skort á íbúðarhúsnæði fyrir ungt fólk. ,,Við höfum haldið þessu á lofti allt kjörímabilið hversu miklu máli skiptir að við vöndum okkur í skipulagsmálum og hugsum til framtíðar. Fólk hefur verið að flytjast burt vegna þess að það eru engar íbúðir sem henta því á Seltjarnarnesi. Námsfólk og ungt fólk sem er að stofna til fjölskyldu byrjar ekki á því að kaupa einbýlishús.


Við þurfum á fjölbreytninni að halda. Ég held að við séum öll sammála um þetta og vonandi snýst þessi þróun við með byggingunni á Iðunnarreitnum. “ En skipulagsmálin eru alltaf viðkvæm, við eigum lítið land eftir til byggingar og það eru margar tilfinningar sem eru með í spilinu. Margrét Lind telur að umhverfismálin séu málefni framtíðarinnar. ,,Umhverfismálin skipta okkur öll miklu máli, hvernig við göngum um náttúruru landsins og tökum tillit til hennar. Seltjarnarnes er þar ekkert undanskilið. Þess vegna skiptir svo miklu máli þegar farið er í aðgerðir eins og grjótflutninga í fjöru, haugsetningar ofl. að það sé ávallt náttúruran sem njóti vafans. Þá er flokkun sorps framtíðarmál og tel ég við á Seltjarnarnesi eigum að ganga alla leið og flokka allt okkar sorp.

Það má alveg breyta Margrét Lind telur einnig að við megum ekki vera hrædd við að gera breytingar. ,,Við þurfum stundum að hugsa hlutina upp á nýtt. Ég er þeirrar skoðunar að farsælast væri fyrir bæjarfélagið að hafa faglegan og ópólitískan bæjarstjóra. Þar á ég við að bæjarstjóri sé ekki jafnframt bæjarfulltrúi. Ég held að margir telji að víða í stjórnsýslunni sé þörf fyrir meiri fagmennsku og minni pólitík. Ég tel heppilegra að bæjarstjórinn sé fulltrúi allra íbúa og gæti fyrst og fremst almannahagsmuna. Seltjarnarnes er að góður bær að búa í. Þar er að finna fjölbreytni bæði í mannlífinu og í náttúrunni. Við þurfum að stefna að meiri fjölbreytni í bæjarfélaginu því við teljum fjölbreytnina skapa heilbrigðara samfélag. Það er verkefni sem við þurfum að vinna að – að búa í haginn fyrir þá sem vilja búa á Seltjarnarnesi,“ segir Margrét Lind.

Ungir jafnaðarmenn á Seltjarnarnesi hafa skýra sýn hvað varðar framtíð bæjarins Aðalfundur Bjarts, félags ungra jafnaðarmanna Bjartur, félag ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi, hélt aðalfund í frumkvöðlasetrinu á Eiðistorgi 15. maí sl. Ungir Seltirningar fjölmenntu á fundinn og greinilegt að ungt fólk lætur sig málefni framtíðar Seltjarnarness varða en yfirskrift fundarins var „Hvernig vilt þú sjá Seltjarnarnes eftir 10 ár“. Húsnæðismál ungs fólks á Seltjarnarnesi var mál málanna en ungir jafnaðarmenn vilja að byggt verði húsnæði fyrir ungt fólk á hagstæðu verði út í Bygggörðum, bensínstöðvarplaninu á Austurströnd og bílastæðinu við Eiðistorg.

Frábær hópur

Enn fremur vilja ungir jafnaðarmenn að íbúaþróun á Seltjarnarnesi verði snúið við, klárað verði að leggja göngu- og hjólastíg allan hringinn á Seltjarnarnesi, að bærinn verði leiðandi í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, að Félagsheimili Seltjarnarness verði betur nýtt, meira menningarlíf í bæinn, aukin flokkun sorps svo eitthvað sé nefnt. Á fundinum var kosin ný stjórn Bjarts en stjórnina skipa Anna Lilja Björnsdóttir, Tómas Gauti Jóhannsson, Sunna María Helgadóttir, Eva Rún, Nanna Árnadóttir og Gissur Ari Kristinsson.

Kynning á hópavinnu um húsnæðismál ungs fólks

Formaður Bjarts Gissur Ari Kristinsson

Þemað í veitingunum var „barnaafmæli"


Nýjar lausnir í húsnæðismálum ungs fólks Viðtal við Guðmund Ara Sigurjónsson Langaði til að vera virkur bæjarbúi Guðmundur Ari Sigurjónsson skipar annað sæti á framboðslista Samfylkingarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem hann býður sig fram. Ari eins og hann er alltaf kallaður er 25 ára tómstundaog félagsmálafræðingur. Hann starfar sem verkefnastjóri í félagsmiðstöðinni Selinu og ungmennahúsinu Skelinni ásamt því að vera umsjónarmaður og einn af stofnendum Ungmennaráðs Seltjarnarness. Ari er fæddur og uppalinn á Nesinu og æfir knattspyrnu með Goldboys deild Gróttu.

Setja íbúana í fyrsta sætið Aðspurður hverjar hans helstu áherslur í bæjarmálunum væru svaraði Ari: „Ég hugsa að yfirskriftin á minni nálgun á bæjarmálin sé að setja íbúana í fyrsta sætið. Bæjarstjórnin er skipuð fulltrúum bæjarbúa og eiga ákvarðanir að taka mið af þörfum og vilja bæjarbúana. Nýlega unnu bæjarbúar íþrótta- og tómstundastefnu bæjarins og er hún frábært dæmi um að bæjarbúar eru þeir sem eru hvað hæfastir við að móta stefnu og taka ákvarðanir fyrir hönd bæjarins. Ég mundi vilja sjá vinnu sem þessa í auknum mæli og færa hana í nútímalegra form með vef í anda betrireykjavík.is þar sem bæjarbúar geta komið með hugmyndir og kosið um verkefni sem þeir vilja að bærinn fari í."

Þessir einstaklingar neyðast þá til að flytja í önnur hverfi og setjast að þar. Börnin byrja í skóla annars staðar og algengt er að þau klári grunnskólagöngu sína á þeim stað sem þeir hófu hana á og þá geta ungu Seltirningarnir sem ekki eru neitt sérstaklega ungir ennþá farið að huga að því að flytja aftur á Nesið. Þessi staða leiðir að því að nemendafjöldi í grunnskólanum fer sífellt minnkandi sem bitnar á allri grunnþjónustu bæjarins ásamt íþróttafélaginu.

Nýjar lausnir í húsnæðismálum ungs fólks Bjartur, félag ungra jafnaðarmanna á Langaði til að vera virkur bæjarbúi Seltjarnarnesi, hélt á dögunum fund Nú hafa rannsóknir sýnt að undir yfirskriftinni „Seltjarnarnes eftir 10 kosningaþátttaka ungs fólks er í sögulegu ár" en á þeim fundi voru húsnæðismálin lágmarki og því liggur beinast við að ofarlega á baugi. Ein hugmynd sem þar byrja á að spyrja Ara af hverju hann fór að kom fram var að bærinn færi í samstarf skipta sér af pólítík og hvað varð til þess við húsnæðissamvinnufélagið Búseta „yfirskriftin á minni nálgun á að hann ákvað að fara í framboð? „Ég hef við byggingu á nýjum íbúðum á Nesinu. bæjarmálin sé að setja íbúana nú lengi haft áhuga á skipulagsmálum Búseti eru frjáls félagasamtök sem ekki í fyrsta sætið. Bæjarstjórnin er á Seltjarnarnesi eða í raun bara öllum eru rekin í hagnaðarskyni. Einstaklingar skipuð fulltrúum bæjarbúa og málum sem snerta Seltjarnarnes yfir höfuð. geta keypt sér búseturétt í Búsetaíbúðum eiga ákvarðanir að taka mið af Ég hafði þó alltaf litið svo á að pólítík ætti en búsetugjaldið ávaxtast með íbúðinni ekki við mig enda var mér alltaf meinilla þörfum og vilja bæjarbúana." og fær einstaklingurinn það endurgreitt við að staðsetja mig á einhverjum fyrirfram þegar hann segir upp leigusamningnum. ákveðnum skölum hægri og vinstri og Húsnæðisvandi ungra Seltirninga Í Búsetaíbúð getur einstaklingurinn búið leiðist þegar fólk talar um stjórnmálaflokka Dæmi um mál þar sem bæjaryfirvöld eins lengi og hann vill og þarf hann því eins og fótboltalið þar sem staðreyndir hafa ekki tekið mið af þörfum bæjarbúa ekki að hafa áhyggjur af því að íbúðin fari í og árangur skiptir engu máli, þú heldur eru húsnæðismálin en Seltirningar hafa sölu eða að frændi eigandans vilji fá hana. bara alltaf með þínu liði. Ég tók þó kallað eftir húsnæði fyrir ungt fólk í mörg Leiguverð á Búsetaíbúðum er talsvert ákvörðun fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári að ár en ekkert gerist í þeim málunum nema í undir almennu leiguverði og hækkar taka virkan þátt í nærsamfélagi mínu því heilsíðu auglýsingum stjórnmálaflokkanna leigan ekki eftir geðþóttaákvörðunum það er það sem ég er alltaf að hvetja unga í kringum kosningar. Staðan sem við eigandans. Þessi lausn mætir þörfum fólkið okkar til að gera, hvort sem það er glímum við hérna á Seltjarnarnesi er ungra fjölskyldna sem eru að setjast að í gegnum nemendafélag Valhúsaskóla einföld þó lausnir á henni séu kannski með börnin sín með því að brúa bilið á eða ungmennaráð Seltjarnarness. Mér flóknari. Þegar ungir Seltirningar flytja út milli leigumarkaðarins og þess að kaupa fannst það vera hálfgerð hræsni að vera frá foreldrum sínum þá flytja þeir af Nesinu sér sína fyrstu íbúð. ekki virkur bæjarbúi sjálfur. Ég fann það þar sem lítið af leiguhúsnæði er í boði á þó um leið og ég byrjaði að mæta á Nesinu. Það er ólíklegt að Seltjarnarnes „mætir þörfum ungra fjölskyldna fundi að ég hafði brennandi áhuga á muni einhvern tímann keppast um þennan sem eru að setjast að með börnin öllum þeim málefnum sem bæjarmálin hóp við miðbæinn og stúdentagarðana, sín með því að brúa bilið á milli snúa að og að oft vantaði nýja og ferskari flestum líkar þetta fyrirkomulag líka bara leigumarkaðarins og þess að nálgun á málefnin. Einnig fann ég fyrir ágætlega. Það er hins vegar þegar þessir kaupa sér sína fyrstu íbúð." sterkri ábyrgðartilfinningu þegar ég ungu Seltirningar eru komnir með maka eignaðist mitt fyrsta barn fyrir rétt rúmu og jafnvel barn á leiðinni að þeir vilja flytja ári síðan gagnvart því að stuðla að því aftur á Nesið og gefa afkomendum sínum Finnum lausnirnar í sameiningu Það eru til lausnir á öllum vandamálum en að skólarnir og allt bæjarumhverfið væri tækifæri á að alast upp í sama umhverfi eins og það gerist best. Ég vildi leggja allt og þeir sjálfir nutu góðs af. Þá eru góð ráð við þurfum aðeins að hafa viljann til þess að leysa þau og þora að fara aðrar leiðir mitt að mörkum til að stuðla að bættum dýr því allt of lítið er til af húsnæði sem en þær sem komu okkur í vandræðin. lífsgæðum fyrir börnin á Nesinu." hentar undir fyrstu kaup á Seltjarnarnesi.


Eitt samfélag og jöfn tækifæri fyrir alla Stefna Samfylkingarinnar 2014-2018

Samfylkingin býður fram til sveitarstjórnar 31. maí 2014 undir merkjum jöfnuðar, réttlætis og samhjálpar. Samfylkingin vill velferðarsamfélag þar sem áhersla er lögð á jafnrétti, jöfn tækifæri til náms og þroska, heiðarleg samskipti og lýðræðisleg vinnubrögð. Samfylkingin á Seltjarnarnesi lætur sig varða um samfélagið og setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti. Eftir niðurskurð undanfarinna ára er kominn tími á að huga að innviðum samfélagsins og nýjum áherslum. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á eftirtalin þrjú svið: ÞJÓNUSTA við börn, fjölskyldur og heldri borgara. Þjónusta er lykill farsællar íbúaþróunar og búsetu. SKÓLA- OG UPPELDISMÁL sem varða velferð einstaklingsins, menntun, fjölskylduna, forvarnir, tómstundir.

SKIPULAG- OG UMHVERFI sem eiga að auka lífsgæði, stuðla að fjölbreyttri íbúasamsetningu, góðum bæjarbrag og sjálfbærni til framtíðar. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á lýðræðislega og vandaða stjórnsýslu, virka þátttöku bæjarbúa, gagnsæi, ábyrga fjármálastjórn og samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til sóknar.

Helstu áherslur Bæta þjónustu við íbúa -- Við viljum snúa við íbúaþróun á Nesinu með nýjum lausnum í húsnæðismálum ungra fjölskyldna -- Við viljum að farið verði strax í byggingu hjúkrunarheimilis -- Við viljum hækka tómstundastyrki í 50.000 kr.

Bætt skipulag í góðu umhverfi -- Við viljum bætt vinnubrögð í skipulagsmálum, sem byggjast á nánu samstarfi við íbúa og samfellu í vinnu frá hugmynd til mótaðrar tillögu -- Við viljum vernda náttúruperlur og menningarog söguminjar Seltjarnarness, enga byggð eða röskun á Vestursvæðunum

Efla skóla- og uppeldismál Ýmis mál -- Við viljum skóla þar sem eru bestu kennararnir, -- Við viljum að ráðinn verði ópólitískur besti aðbúnaðurinn og ánægðustu bæjarstjóri nemendurnir -- Við viljum að lýðræðisleg vinnubrögð, -- Við viljum efla samstarf á milli skólastiga til að gagnsæi og samráð við íbúa einkenni mæta þroska einstaklingsins stjórnsýslu bæjarins


Allir eiga fá tækifæri til að njóta sín Viðtal við Evu Margréti Kristinsdóttur Eva Margrét skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Eva Margrét hefur setið í íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness síðustu fjögur ár. Hún starfar sem lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, er með B.A próf og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún fór í skiptinám í Háskólana í Kaupmannahöfn og Árósum. Eva Margrét syngur í Kvennakórnum Kötlu, er meðlimur í Hjálparsveit skáta í Reykjavík auk þess sem hún æfir nú fyrir sitt annað heila maraþon sem hún ætlar að hlaupa í Amsterdam í haust. Eva Margrét spilaði handbolta í mörg ár með Gróttu, íslenska landsliðinu auk þess sem hún spilaði sem atvinnumaður í Noregi. Góðar minningar úr Gróttu Hvaðan kemur þessi mikli áhugi á íþróttaog tómstundamálum? „Ég átti mínar bestu stundir í handboltanum, kynntist mörgum af mínum bestu vinum í gegnum boltann auk þess sem ég ferðaðist mikið, bjó erlendis og tók út mikinn þroska. Handboltinn kenndi mér margt sem ég bý að alla ævi. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp á Seltjarnarnesi og æfa handbolta með Gróttu í öll þessi ár. Samstaðan í félaginu var einstök og ég get aldrei þakkað þeim nóg sem lögðu á sig ómælda vinnu í sjálfboðastarfi bara svo við gætum æft við sem bestu aðstæður. Það var með ólíkindum hvað foreldrar og aðrir aðstandendur voru ávallt boðnir og búnir að hjálpa til. Ég tel mjög mikilvægt að börn og unglingar fái faglega og góða þjónustu þegar kemur að íþróttum eða öðrum tómstundum og því grundvallaratriði að gæði og umgjörð skóla-, íþrótta- eða annars tómstundastarfs sé með besta móti.“ Skýrari stefnu í húsnæðis-, skóla- og skipulagsmálum „Ég tel að sveitarstjórnarpólitík fjalli um það eitt að vilja hafa góð áhrif á nærumhverfi sitt“ segir Eva Margrét aðspurð af hverju hún hafi ákveðið að taka þátt í sveitarstjórnarpólitík „við erum öll að stefna að sama markmiðinu, að Seltjarnarnes verði góður staður að búa fyrir alla fjölskylduna en við erum ekki

alltaf sammála um bestu leiðirnar að markmiðinu. Ég vil leggja mitt að mörkum til þess að Seltjarnarnes verði bæjarfélag þar sem allir hafa möguleika að búa og njóta við sem bestu aðstæður. Til þess að markmiðinu verði náð er nauðsynlegt að finna skýrar og góðar lausnir í húsnæðismálum ungs fólks. Mitt helsta baráttumál er að ungt fólk og ungar barnafjölskyldur geti fjárfest í húsnæði á viðráðanlegu verði á Seltjarnarnesi. Það er hagur hvers sveitarfélags að samsetning íbúa sé sem fjölbreyttust og því mikilvægt að marka betri og skýrari stefnu í húsnæðis-, skóla- og skipulagsmálum“. Eva Margrét telur það vera eitt mikilvægasta verkefni bæjarins að marka sterka og skýra framtíðarsýn með það að markmiði að bærinn verði eftirsóttur og raunhæfur valmöguleiki fyrir ungt fólk. „Ungt fólk vill búa á Seltjarnarnesi en of margir hafa þurft að flytjast á brott vegna skorts á húsnæði sem hentar ungu fólki eða ungum barnafjölskyldum. Mikilvægt er að skipulagsmál bæjarfélagsins séu unnin með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Stefnu skortir um vægi lítilla og meðalstórra íbúða í uppbyggingu húsnæðis enda hafa þær löngum gleymst og afleiðingarnar að koma fram“. Húsnæðismálin eru Evu Margréti hugleikin. „Það er nauðsynlegt að leggja áherslu á ný vinnubrögð í skipulagsmálum á Seltjarnarnesi. Mikilvægt er að áhersla sé lögð á lýðræðisleg og fagleg vinnubrögð, gagnsæi og samráð við íbúa við ákvarðanatökur ekki síst þegar stefna bæjarins er mótuð og ákvarðanir teknar um nærumhverfi íbúa“. Ungt fólk á Seltjarnarnesi Þá segir Eva Margrét mikilvægt að raddir ungs fólks heyrist þegar kemur að því að að móta framtíðarstefnu Seltjarnarness. „Líta þarf til þarfa unga fólksins sem er framtíðin og ljóst er að ungir Seltirningar láta sig málefni framtíðar Seltjarnarness varða. Ég tel að Seltjarnarnes hafi alla burði til að vera leiðandi bæjarfélag þegar kemur að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og veita eigi barnafjölskyldum á Seltjarnarnesi framúrskarandi þjónustu. Ljóst er að

þegar foreldrar huga að framtíðarbúsetu fjölskyldu sinnar þá skipta gæði leik- og grunnskóla miklu máli. Seltjarnarnes á að geta boðið upp á skóla í fremstu röð þar sem er að finna bestu kennarana, ánægðustu nemendurna og besta aðbúnaðinn.“ Allir eiga að hafa tækifæri á að njóta sín Talið berst aftur að íþrótta- og tómstundamálum „Það er mikilvægt að létta undir með barnafjölskyldum auk þess sem öll börn eiga að hafa tækifæri til að leggja stund á íþróttir og/eða tómstundir við hæfi óháð efnahag. Nauðsynlegt er að tómstundastyrkir verði hækkaðir í 50.000 kr. auk þess sem mikilvægt er að auðvelda aðgengi að tómstundastyrkjum og þeir auglýstir betur. Einnig þurfum við að stuðla að eflingu og aukningu faglegs félags- og tómstundastarfs allra kynslóða, allt frá börnum á leikskólaaldri til eldri borgara. Mér finnst mikilvægt að við leggjum áherslu á gæði starfsins og að hlúð sé að hverjum og einum einstakling og leyfa honum þannig að nýta sína styrkleika. Allir eiga að hafa tækifæri á að njóta sín“. Ljúka við gerð göngu- og hjólreiðastíga Á Seltjarnarnesi hefur ekki enn verið lokið við gerð göngu- og hjólreiðarstíga innan bæjarins en um er að ræða grundvallarmál hvað varðar aðgang almennings að náttúruperlum, betri samgöngur Seltirninga auk umferðaröryggis. Einnig þurfum við að tryggja aðstöðu fyrir alhliða og fjölbreytta heilsurækt og gott aðgengi að náttúruperlum og opnum svæðum á Seltjarnarnesi. Á dögunum skilaði íþróttaog tómstundanefnd Seltjarnarness af sér íþrótta-, lýðheilsu- og tómstundastefnu. Það voru forréttindi að fá að koma að gerð þessarar stefnu sem ég tel mjög vel heppnaða. Í upphafi vinnunnar var haldinn íbúafundur um málefnið og íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness vann stefnuna út frá hugmyndum og ábendingum sem þar komu fram. Ég vona að ég geti fengið tækifæri til að starfa áfram að íþrótta- og tómstundamálum á Seltjarnarnesi og tekið þátt í að koma þessari stefnu í framkvæmd.


Veiturnar, lífsgæðin og bætt búsetuskilyrði Viðtal við Magnús Dalberg Magnús Dalberg skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar. Hann er viðskiptafræðingur og endurskoðandi. Á þessu kjörtímabili sat hann í veitustjórn, sem er yfir hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu bæjarins. Þú ert reynslunni ríkari Magnús? Ég hef leitast við að fá sem skýrasta mynd af rekstri og stöðu þessara mikilvægu fyrirtækja. Svörin hafa ekki alltaf legið á lausu og ég hef leitað túlkunar innanríkisráðuneytisins á reglum um álagningu þjónustugjalda hjá opinberum stofnunum. Megin niðurstaðan er að aðgreining í rekstri á milli fyrirtækjanna og bæjarsjóðs er óljós. Illa rökstuddir reikningar falla á hitaveituna, auk þess sem hún greiðir 50 milljónir á ári í bæjarsjóð sem arð og leigugjald vatnsréttinda. Hitaveitan safnar ekki í sjóði og er sum árin rekin með tapi (10 milljónir 2012). Ég vil hætta öllum þessum millifærslum frá veitunum yfir í bæjarsjóð, enda er bæjarsjóður með góðar tekjur og er reyndar með þriðja hæsta útsvarið á Íslandi á íbúa í krónum talið og há fasteignagjöld, sérstaklega vatnsskatturinn. Hvernig vilt þú taka á málum? Bókhaldið þarf að vera opið og skýrt svo ekkert fari á milli mála. Betri þjónusta við bæjarbúa og bætt búsetuskilyrði á Seltjarnarnesi ættu að vera markmið Veitustjórnar. Hitaveitan ætti að sjá um að þjónusta varmaskipta hjá hverjum og einum viðskiptavini (þeir eru um 1200) og sjá um viðhald og endurnýjun þeirra. Hitaveitan er skattskyldur lögaðili

með 7% útskatt og má því innskatta alla varmaskipta og allt pípulagnaefni (25,5%) auk þess sem hún gæti náð góðum magnafslætti (e.t.v. um 20%). Þannig sparast um 40% af innkaupsverði varmaskiptanna til hagsbóta fyrir alla Seltirninga. Bætt búsetuskilyrði felast m.a. í að þurfa ekki að hafa áhyggjur af varmaskiptabilunum og þeim kostnaði sem til fellur reglulega hjá okkur Seltirningum. Hvað einkennir helst stöðu Fráveitunnar og Vatnsveitunnar? Fráveita Seltjarnarness er í raun gjaldþrota með 335 milljónir króna í neikvætt eigið fé 31. desember 2013, en nýtur verndar bæjarsjóðs. Endurskoðandi bæjarins hefur gert ítrekaðar athugasemdir varðandi fjárhagsstöðuna. Framkvæmdum við safnræsi sem átti að ljúka 31. desember 2005 er enn ekki lokið. Fráveitan okkar fékk verulega hækkun á fráveitugjaldi í fasteignagjaldspakkanum 2014. Hér þarf bæjarsjóður að hætta millifærslum yfir í bæjarsjóð, skuldajafna og koma Fráveitunni í plús.

„Fráveita Seltjarnarness er í raun gjaldþrota með 335 milljónir króna í neikvætt eigið fé, en nýtur verndar bæjarsjóðs" Vatnsveita Seltjarnarness seldi skv. ársreikningi 2013 vatn fyrir um 88 miljónir mest með innheimtu vatnsgjalds í fasteignagjöldum.

Kaup Vatnsveitunnar á köldu vatni samkvæmt mæli var um 19 miljónir og rekstur dreifikerfis um 12 miljónir. Millifærðar voru í bæjarsjóð kr.15 miljónir í arð og kr. 35 miljónir undir liðnum sameiginlegur kostnaður (að mínu mati tilbúnir og tilhæfulausir reikningar). Þannig voru árið 2013 um 50 miljónir millifærðar úr Vatnsveitunni yfir í bæjarsjóð. Lækka mætti vatnsgjaldið í fasteignagjöldunum sennilega um helming. Hvernig má það vera að svo sé staðið að verki? Sjálfsagt má leggja saman tvo og tvo, en mikilvægast er að almenningur átti sig á málum. Kalli fram allar upplýsingar og ræði stefnumótun. Þögn verður að linna og blekkingaleik. Er kannski verið hækka hitaveitugjöldin, vatnskattinn og fráveitugjaldið til þess að lækka útsvarsprósentuna? Hver veit?

Sóknarfæri í skólunum

Grein eftir Sigurþóru Bergsdóttir fulltrúa í skólanefnd Þegar rætt er við fólk á förnum vegi á Seltjarnesi um hvað á þeim brennur eru skólamálin alltaf meðal topp málefna. Það er ekkert skrítið þar sem mikið er í húfi og íbúar á Seltjarnarnesi hafa mikinn metnað fyrir hönd barnanna okkar allra. Síðustu sex ár hafa einkennst af varnarbaráttu þar sem fækkun barna í skólanum kallaði á aðhaldsaðgerðir, uppsagnir kennara og mikið aðhald í starfi skólans á öllum sviðum. Leikskólar voru sameinaðir sem má segja að hafi út frá stjónarmiði rekstrar verið skynsamlegt en því miður virðist sem þessi sameining hafi bitnað á faglegu starfi skólans og hefur hann ekki en náð þeim krafti sem var í tveimur leikskólum áður. Þar hefur verið gríðarlegur samdráttur í öllu sem viðkemur aðstöðu og innkaupum á aðföngum og starfsmannafjölda haldið í lágmarki sem hefur valdið ómanneskjulegu álagi á starfsfólk þegar flensur geisa.

Til sóknar Hinsvegar er margt jákvætt í okkar umhverfi sem við getum nýtt okkur til sóknar. Við búum vel að því að vera með góða kennara á báðum skólastigum og mikinn auð í jákvæðum og viljugum foreldrum sem vilja taka þátt í starfi skólanna. Sóknarfæri felast líka í því að við erum bara með einn skóla og einn leikskóla. Þetta gefur okkur færi á öflugra samstarfi á milli skólastiga. Dæmi um hvernig skólarnir hafa náð að vinna saman með árangursríkum hætti er flutningur leikskólabarna á sínu síðasta ári til Mýró í ágúst áður en þau byrja í 1. bekk. Hægt er að auka samstarfið til muna og nýta styrkleika beggja skólastiga út frá einstaklingsbundinni nálgun. Tillögur hafa komið fram sem ekki hafa verið unnar áfram og bíða því nýrrar skólanefndar og bæjarstjórnar. Á Nesinu er einnig sterk hefð fyrir miklu íþróttastarfi hjá börnum sem er frábært en við verðum líka að geta komið til móts við þau börn sem ekki þrífast í íþróttum einhverra hluta vegna með fjölbreyttara tómstundastarfi.

Ennfremur má benda á málefni barna af erlendum uppruna en í grunnskóla Seltjarnarness eru 44 börn sem teljast með annað móðurmál en íslensku og tala þau samtals 14 tungumál. Við ættum að veita þessum nemendum meiri athygli og tryggja að þau fái móðurmálskennslu. Sóknarfærin eru mörg – við eigum að hafa metnað til þess að á Seltjarnarnesi verði besti aðbúnaðurinn, ánægðir nemendur og frjótt og uppbyggilegt skólastarf í öllu tilliti.


Framboðslisti Samfylkingarinnar 2014-2018

Margrét Lind Ólafsdóttir Sérfræðingur

Guðmundur Ari Sigurjónsson Tómstunda- og félagsmálafræðingur

Eva Margrét Kristinsdóttir Lögfræðingur

Magnús Dalberg Viðskiptafræðingur

Sigurþóra Bergsdóttir Ráðgjafi

Jakob Þór Einarsson Leikari og ráðgjafi

Laufey Gissurardóttir Þroskaþjálfi

Stefán Bergmann Líffræðingur

Hrafnhildur Stefánsdóttir Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Guðrún Lilja Kvaran Meistaranemi

Sladjana Valdís Radinovic Skólaliði

Gunnlaugur Ástgeirsson Kennari

Kalla Björg Karlsdóttir Framkvæmdastjóri

Ágúst Einarsson Prófessor

Kosningablað Samfylkingarinnar 2014  

Kosningablað Samfylkingar Seltirninga 2014

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you