Page 1

Seltjarnarnes Samfylkingin á Seltjarnarnesi

Okkar áherslur eiga erindi við Seltirninga

Kosningablað 2010

Samfylkingin á Seltjarnarnesi býður fram í fyrsta skipti til sveitarstjórnarkosninga 4–5 2

Mig langar að kaupa mína fyrstu íbúð á Seltjarnarnesi

3

3

Lykilatriði að íbúar hafi sem mest að segja um nærumhverfi sitt

Ættum að vera í farabroddi umhverfismálum

7 6

Hvað finnst rithöfundinum, myndlistarmanninum og aðstoðarlandlækni mest sjarmerandi við Seltjarnarnesið?

Seltjarnarnes er gott samfélag en í núverandi efnahagsþrengingum reynir verulega á samheldni og samstöðu í bæjarfélaginu


|2

Skiptir höfuðmáli að standa vörð um velferð íbúa Seltjarnarness • Margrét Lind er gift Jóhanni Pétri Reyndal • Börn: Ólafur Alexander, stúdent 20 ára, Tómas Gauti nemi í MH 17 ára og Daði Már 8 ára nemi í Mýrarhúsakóla • Nám: Mýró, Való. Kvennaskólinn í Reykjavík, BA í uppeldis- og menntunafræði, BA og MA í boðskiptafræði frá Álaborgarháskóla. • Spilaði handbolta með Gróttu og Val. • Félagsmálastörf: ritnefnd kvennó, meðstjórnandi Kvennó, stjórn félags uppeldis- og menntunarfræðinema, námsnefnd í Félagsráðgjöf. Ritnefnd íslendingablaðsins í Álaborg. Ritenefnd í Rudolf Steiner skólanum í Álaborg. Bekkjarfulltrúi í Mýró og Való.

Margrét Lind Ólafsdóttir, sem skipar efsta sætið á lista Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesinu fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, er 42 ára gömul og fædd og uppalin í bænum. „Það var reyndar svo lítið byggt þegar ég var að alast upp að ein af aðalgötunum var Melabrautin, sem ég ólst upp í, og keyrði strætó í gegnum hana. Eftir menntaskólaárin flutti ég í Vesturbæinn og bjó þar ásamt manni mínum og tveimur sonum á meðan ég var við nám í HÍ. Við fjölskyldan fluttumst svo til Álaborgar í Danmörku í frekara nám og bjuggum þar í fimm ár. Í Álaborg bjuggum við í mjög barnog umhverfisvænu umhverfi þar sem bílum var bannað að aka niður í íbúðarhverfið nema ef um stórflutninga væri að ræða til að vernda börnin. Þá voru einnig öskutunnur bannaðar við húsin þar sem þetta var skilgreint sem grænt umhverfisvænt svæði og okkur íbúum gert að vera með allsherjar flokkun á öllum úrgangi. En aðstæður voru allar til fyrirmyndar og var hægt að ganga með rusl, dagblöð osfrv. í endurvinnslustöðvar á svæðinu. Þegar við vorum að ljúka námi veltum við því mikið fyrir okkur hvar við ættum að festa rætur á Íslandi. Við vorum mjög gagnrýnin, enda bjuggum við í fjölskylduvænu umhverfi þar sem drengirnir okkar þurftu aldrei að fara yfir götu og hjólastígar voru útum allt. Við skoðuðum víða húsnæði á Íslandi, m.a. Í Mosfellsbæ en á endanum varð svo að Seltjarnarnesið yrði fyrir valinu. Það var ekki síst fyrir tengingu skólans og Gróttu, smæðarinnar, hversu stutt er í náttúruna, nálægðina við miðbæinn og svo auðvitað tengslanetið við fjölskylduna sem skiptir jú gríðarlega miklu máli þegar maður er með börn og ætlar að sökkva sér í vinnu.”

Af hverju Samfylking á Seltjarnarnesinu? „Samfylkingin á erindi við íbúa Seltjarnarness. Þau gildi sem flokkurinn byggir á eiga fullt erindi við íbúa Seltjarnarness í dag. Nú skiptir gríðarlega miklu máli að við stöndum vörð um velferð, jöfnuð, réttlæti, jafnrétti og frelsi. Að það sé vel hugsað um alla íbúa okkar samfélags og þeir fái að njóta þeirra þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Við erum að ganga í gegnum tímabil sem krefst mikils af okkur öllum og þá skiptir mestu máli að vel sé haldið á spilunum og að ekki sé skorið niður í þeim málaflokkum sem kemur niður á einstaklingnum. Við þurfum að hagræða á skynsamlegan hátt með velferð íbúana í huga. Það er einnig krafa í dag að gagnsæi í vinnubrögðum séu höfð að leiðarljósi og við viljum að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í stjórnsýslunni allri. Það treystum við okkur að gera og þess vegna eiga okkar gildi erindi við Seltjarnarnesbúa í dag.”

Hverjar eru þínar áherslur núna? „Ég tel að það skipti höfuðmáli að standa vörð um velferð íbúa Seltjarnarness. Ég tel einnig mikilvægt að við finnum skynsamar leiðir þegar að niðurskurði kemur. Dæmin hafa sýnt að niðurskurður á velferðarkerfi kemur samfélögum í koll síðar meir sem er svo ekki hægt að bæta. Það er ekki lausn að fækka kennurum, fjölga nemendum í bekkjum, minnka stoðþjónustu og sameina leikskóla nema að skýr og fagleg markmið liggi þar á bakvið og komi ekki niður á notendum þjónustunnar. Það er einnig mjög hættulegt

• Atvinna: Forstöðumaður mæðraheimilisins. Verkefnastjóri: Íslenska vefstofan. Verkefnastjóri í upplýsinga- og kynningarmálum: ASÍ. Verkefnisstjóri: Kaupþing. Upplýsinga-og kynningarfulltúi: Barnaheill. Ráðgjafi: Ungt fólk til athafna/Vinnumálastofnun að skera niður í félagslegri þjónustu á svona tímum þar sem einstaklingar standa höllum fæti og hafa ekki sömu tækifæri og aðrir. Með því á ég við að við verðum að standa vörð um þá þjónustu og reyna að efla hana á skynsaman hátt. Við erum öll þátttakendur í þessu samfélagi og það má ekki bitna á þeim sem síst skyldi hvernig ástandið er.”

Hver er framtíðarsýn þín fyrir hönd Nessins? „Við þurfum ávalt að hafa í huga að þjónusta þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Þá á ég við skólana, eldri borgara, fatlaða og þá sem þurfa á félagslegri þjónustu að halda. Við verðum að hugsa til framtíðar á Seltjarnenesi og það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Ég sé fyrir mér að Seltjarnarnes geti verið heilsulind höfuðborgarsvæðisins. Þar sem við leggjum rækt við hreyfingu, útivist og þessa miklu nálægð við náttúruna. Á Seltjarnesi er hlaupahópurinn frábært dæmi um vel heppnaða hugmynd sem byrjaði í grasrótinni og er nú ómissandi hluti af ímynd bæjarins. Við erum með Landlæknisembættið hér sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi í öllu sem viðkemur heilsu, forvörnum, rannsóknum og framþróun á sviði heilsufarslega málefna. Við erum með Lækningaminjasafnið sem er algjör auðlind fyrir okkur sem við þurfum að nýta á jákvæðan hátt. Þar er verið að útbúa urtagarð sem við ættum að nýta okkur. Við gætum til dæmis gengið lengra með urtagarðinn og þróað það enn betur og nýtt sem tækifæri fyrir okkur. Við vitum að við erum ekki að fara að opna verslunarmiðstöð og eigum því að ganga algjörlega í hina áttina og gefa okkur út fyrir að vera heilsusamfélag sem leggur rækt við heilbrigt líferni í boði fyrir alla. Við höfum allt til alls varðandi það. Það væri frábært að fá fleiri heilsufyrirtæki í

Margt er lærdómsríkt í náttúru Seltjarnarness Vistfræðileg úttekt á Bakkatjörn sýnir að hún er óvenjulegt vistkerfi. Þar er meðal annars þéttur hornsílastofn sem fáir þekktu til. Fiskurinn þyngjist mjög hratt vegna góðs viðurværis en grænir smáþörungar eru undirstaða fæðuframleiðslunnar sem hefur ekki mælst meiri annarsstaðar í grunnum tjörnum hér á landi. Hitastigið verður mest um og yfir 20 stig. Tjörnin er fersk en ekki ísölt eins og haldið var og um 5 cm setlag er í dýpri hluta hennar en þar undir er sjávarmöl og mór víðast. Útrás Bakkatjarnar var lokað 1962 en fram að þeim tíma hefur sjávaráhrifa gætt í ríkum mæli . Fuglalífið á vestursvæðunum er fjölskrúðugt. Í gönguferð meðfram Bakkatjörn að Daltjörn í Suðurnesi áttu von á að sjá um 20 tegundir á góðum degi. Bestu ætisfjörur fugla á Seltjarnarnesi eru í Bakkavík og við Suðurnes í Seltjörn. Í Bakkavík er fjörumór útbreiddur sem elur fjölbreytt smádýralíf.

Óðinshaninn kemur síðastur farfugla á svæðið um 20 maí, nema hann verði óvenju snemma á ferðinni í ár. Hann er líklega að koma sunnan úr Persaflóa. Gaman er að njóta lífsins með honum á hressingargöngu um vestursvæðið. Skerjafjörður er talinn hlýjasti fjörður landsins. Hann er á náttúruverndaráætlun alþingis vegna fugla sem við hann búa. Fjörur frá Bakka að Bygggörðum eru á opinberri náttúruminjaskrá landsins. Dílaskarfar minna á sig kvölds og morgna árið um kring. Þeir fljúga yfir Nesið í veiðiferðum sínum til og frá eyjum Kollafjarðar, en fara gjarnan í lágflugi fyrir Gróttu í norðanátt svo hundruðum skiptir.

bæinn okkar sem myndi laða að fólk úr öllum áttum. Við þurfum einnig að huga að börnunum og gera útiveru áhugaverða fyrir þann hóp. Við eigum að vera með góð og spennandi útivistarsvæði fyrir börn og unglinga og þau eiga ekki að þurfa að ganga langar leiðir til að geta stundað útivist. Við vitum að það bara letur en ekki hvetur. Við eigum til dæmis Vallarbrautarvöll sem hægt væri að setja útihandboltavöll á sumrin sem er mjög vinsælt á Norðurlöndunum og hægt væri að breyta í skautasvell yfir

Ég sé fyrir mér að " Seltjarnarnes geti verið heilsulind höfuðborgarsvæðisins. Þar sem við leggjum rækt við hreyfingu, útivist og þessa miklu nálægð við náttúruna."

vetratímann. Síðan væri hægt að útbúa ævintýraþrautabrautir sem allir hefðu gagn og gaman að. Við þurfum að skapa umhverfi sem gerir eftirsóknarvert að nota aðstöðuna. Svo í framhaldi af þessu eiga að vera almennilegir körfuboltavellir sem vekja áhuga. Það er í raun skammarlegt hvernig hefur verið staðið að málum við Valhúsaskóla en það er ekkert sem hvetur börnin til að fara út og hreyfa sig. Mér finnst í raun aðdáunarvert hvernig þau hafa reynt að nota ónýta körfuboltaaðstöðu í frímínútum sem er engum skóla sæmandi. Það er mér óskiljanlegt að ekkert hefur gerst í mörg ár varðandi útiaðstöðu nemenda í Valhúsaskóla. Öllum bæjarfélögum er nauðsynlegt að hafa miðbjæjarkjarna – þar sem hjartað slær. Við vitum öll að Eiðistorgið hefur ekki getað verið í því hlutverki og það er algjörlega nauðynlegt að bregðast við því . Við hljótum að vilja að Seltirningar hafi sinn samastað – sitt hjarta og ég tel að með góðum hugmyndum getum við breytt því. Fyrsta skrefið er viljinn til að hafa áhuga á að breyta. Ég veit að öll fyrirtæki á Eiðistorgi væru svo sannarlega tilbúin í þá vinnu. Spurninigin er hvort við séum sammála um að Eiðistorgið verði okkar miðbæjarkjarni.”

Hvenig er hefðbundinn dagur í lífi þínu á Nesinu? „Daði Már yngsti drengurinn fær aðstoð við að koma sér af stað í skólann en hann gengur eða hjólar. Ég keyri síðan Tómas Gauta í MH þar sem hann stundar nám og held svo áfram í vinnuna en ég starfa nú sem ráðgjafi við ákaflega spennandi og gefandi verkefni á vegum Vinnumálastofnunar sem heitir Ungt fólk til athafna. Í vinnunni er mikið líf og nóg um að vera og hitti ég mikið af ungu fólki sem sækir námskeið. Það eru algjör forréttindi að fá að vinna að þessu

verkefni og samstarfshópurinn er alveg einstakur og gaman að upplifa hvað allir leggjast á eitt að sinna þessu frábæra verkefni. Eftir vinnu er haldið heim á leið og komið við í Gróttu þar sem örverpið bíður eftir mér, en hann var of þreyttur að ganga heim. Eftir að heim er komið þarf að næra liðið, setja í þvottavél og huga að heimalærdómi. Daði Már er nú fljótur að rjúka út í fótbolta, enda alveg hreint frábær fótboltaaðstaða rétt hjá okkur og þarf ég nú yfirleitt að draga hann inn með þetta líka skemmtilega gúmmí sem fylgir gervigrasinu og virðist smjúga út um allt. Þá er náttúrulega bara að skella sér í sund og slaka á og leika við soninn í grunnu og djúpu. Það er hefð hjá okkur á föstudögum að baka pizzu og það er gert og horft á sjónvarpsdagskrána á meðan.”

Hver er þinn uppáhaldsstaður á Seltjarnarnesinu? „Valhúsahæðin er einn af mínum uppáhaldsstöðum og í raun svolítið gleymd náttúruperla. Þar getur maður gengið um í ósnortinni náttúrunni, horft til allra átta og notið útýnisins. Æft sig í flugukasti og flugdrekinn fer alltaf á loft. Þar er einnig hægt að sjá störnuhrap á dimmum kvöldum og njóta norðurljósanna. Síðan þegar maður er næstum frosinn í hel lætur maður sig fjúka heim í hlýjuna úr mjög stuttri fjarlægð.”

Hvernig lítur Ísland framtíðarinnar út í þínum augum? „Ísland er að fara í gegnum mikið uppgjörstímabil eftir efnahagshrunið. Ég vona að við nýtum þetta tímabil til að finna hvað raunverulega skiptir okkur máli og hvaða leikreglur við viljum hafa. Ég tel að ef við höldum rétt á spilunum getum við nýtt okkur þetta til góðs og kannski svolítið endurstillt okkur. Hins vegar er það algjörlega ljóst að við verðum í dag fyrst og fremst að leysa þau mál sem eru brýnust og það eru atvinnumálin og málefni heimilanna og þá sem standa höllum fæti, áður en haldið er áfram. Við þurfum að tryggja grunninn. Ég tel að við búum yfir fjölmörgum tækifærum sem ég vona að við getum komið í framkvæmd, við höfum kraftinn. Í dag heyrum við oft minnst á gagnrýna hugsun í tengslum við efnahagshrunið og þann skort sem hefur verið á gagnrýnni hugsun undanfarin ár. Ég tel lykilatriði að við beitum okkur fyrir kennslu á gagnrýnni hugsun og praktiserum hana, í skólum, í vinnu og ekki síst hjá fjölmiðlum. Samhliða þessu þurfum við að fara að kenna siðfræði og siðferðileg gildi og gefa út þau skilaboð að skoðanir allra eiga rétt á sér og að við stöldrum við og hugsum á gagnrýninn hátt. Við þurfum að búa til umhverfi þar sem við getum tekið afstöðu til málefna á málefnalegan hátt – stjórnun bæjarfélags er þar ekki undanskilinn.”


3|

Vonast til að Seltjarnarnes verði fyrirmynd annara sveitarfélaga Jón Magnús Kristjánsson, 36 ára, skipar þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Jón er kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugsdóttir, lögfræðingi og jógakennara. Þau hafa búið á Seltjarnarnesi í rúmt ár og eiga þrjú börn á aldrinum þriggja til 14 ára. Jón hefur lokið sérnámi í lyflækningum, og slysa- og bráðalækningum og starfar sem sérfræðilæknir á slysa- og bráðadeild Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi og sem yfirlæknir utanspítalaþjónustu spítalans. Hann er formaður Félags slysa- og bráðalækna og hefur gengt trúnarstörfum fyrir félag ungra lækna og Læknafélag Íslands. Jón hefur starfað við björgunarstörf ýmiss konar og er nú umsjónarlæknir alþjóða rústabjörgunarsveitar Landsbjargar. Jón er formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. „Sjálfstætt framboð Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi er að mínu mati nauðsynlegt sem trúverðugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn í þeim niðurskurði sem framundan er í sveitarfélaginu. Það er mín eindregna skoðun að við eigum að takast á við þær breytingar með hugmyndafræði sem byggir á félagshyggju og samkennd á sama tíma og hvatt er til nýsköpunar. Ég vil leggja áherslu á að Seltjarnanes sé sveitarfélag fyrir alla óháð efnahag og að ákvarðarnir bæjarstjórnar, nefnda og stofnana bæjarins séu teknar með hagsmuni bæjarbúa en ekki ákveðinna hagsmunahópa. Ég tel það lykilatriði að íbúar hafi sem mest að segja um nærumhverfi sitt. Ég vonast til að Seltjarnarnes verði fyrirmynd

annara sveitarfélaga í þátttöku íbúa í ákvarðaferlum bæjarins. Sjálfur sæki ég stærsta hluta þjónustu hér á Nesinu, börnin mín eru í skóla og leikskóla og stunda íþróttir með Gróttu. Ég sæki verslun og bankaþjónustu á Eiðistorg og stunda líkamsrækt í World Class og á útivistarsvæðum bæjarins.” „Uppáhaldsstaður minn á Seltjarnarnesi eru gönguleiðirnar meðfram sjónum þar sem ég kemst í nánari snertingu við náttúru, hef óhindrað útsýni á Reykjanes, Snæfellsjökul og Esjuna. Þar fylgist ég með árstíðunum koma og fara og finn hvíld í amstri hversdagsins.” „Sú kreppa sem Ísland hefur gengið í gegnum á undanförnu misserum hefur

Ég vil leggja áherslu á að " Seltjaranes sé sveitarfélag fyrir alla óháð efnahag og að ákvarðarnir bæjarstjórnar, nefnda og stofnana bæjarins séu teknar með hagsmuni bæjarbúa en ekki ákveðinna hagsmunahópa."

snert flest fyrirtæki og heimili í landinu djúpt á fjárhagslegum nótum. Við höfum fengið sífellt meiri innsýn inn í þá spillingu og eiginhagsmunagæslu sem virðist hafa verið mjög útbreidd á góðæristímanum. Við höfum orðið

reið, svekkt og sár yfir þeim fjölmörgu einstaklingum í ábyrgðarstöðum, bæði í einkageira og innan hins opinbera sem brugðust trausti okkar. Við höfum þannig að stórum hluta misst trúna á bæði stjórnamálamenn, stjórnmálaflokka og jafnvel stjórnsýslu almennt. Kreppan hefur orðið enn erfiðari þar sem hún hefur verið hugmyndafræðileg ekki síður en efnahagsleg og engin afgerandi leiðtogi hefur komið fram sem við höfum getað sameinast um að fylgja. Mín framtíðarvon er að við náum að endurskapa traust í íslensku samfélagi. Ég tel að til að svo geti orðið þurfi sem mesta endurnýjun þeirra sem vinna að stjórnmálum og að sem flestir þurfi þar að leggja hönd á plóginn.”

Mig langar að kaupa mína fyrstu íbúð á Seltjarnarnesi

Á síðustu árum hefur verið " veðjað á rangan hest í skipulagsmálum bæjarins. Í stað þess að byggja íbúðir fyrir ungt fólk á viðráðanlegu verði var ráðist í byggingu á lúxus íbúðum sem nú standa tómar. Finna þarf góða lausn í húsnæðismálum fyrir ungt fólk og hafa það í forgangi í skipulagsmálum."

-en eins og staðan er í dag þá sé ég það ekki verða að veruleika

Ég er Seltirningur og er stolt af því, hér vil ég búa í framtíðinni. Seltjarnarnes býður upp á flest það sem ég vil hafa í mínu nærumhverfi. Hér er mikil náttúrufegurð, góð svæði til útivistar, frábær sundlaug, góð líkamsrækt, flott íþróttafélag, gott fólk og svona mætti lengi telja. En alltaf má gott bæta. Samfylkingin býður nú fram í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi. Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla. Mín ósk er sú að í framtíðinni verði hagur barnafjölskyldna á Seltjarnarnesi eins og best gerist annars staðar. Seltjarnarnes verði bæjarfélag þar sem fólk á öllum aldri hefur tækifæri til þess að búa. Börnum hefur fækkað mikið á Seltjarnarnesi á síðustu árum og tel ég nauðsynlegt að snúa þeirri þróun við og stuðla að fjölbreyttari íbúasamsetningu. Til að þessi ósk rætist er mikilvægt að auka stuðning samfélagsins við börn og barnafjölskyldur, þannig búum við í haginn fyrir betra samfélag til frambúðar. Á Seltjarnarnesi þarf að finna lausn á húsnæðismálum fyrir ungt fólk. Mig

langar að kaupa mína fyrstu íbúð á Seltjarnarnesi en eins og staðan er í dag þá sé ég það ekki verða að veruleika. Á síðustu árum hefur verið veðjað á rangan hest í skipulagsmálum bæjarins. Í stað þess að byggja íbúðir fyrir ungt fólk á viðráðanlegu verði var ráðist í byggingu á lúxus íbúðum sem nú standa tómar. Finna þarf góða lausn í húsnæðismálum fyrir ungt fólk og hafa það í forgangi í skipulagsmálum. Þátttaka í íþróttum og öðru tómstundastarfi hefur mikið forvarnargildi. Leggja ber áherslu á að efla slíkt starf í samvinnu við menntastofnanir, ungmennafélög og önnur félagasamtök. Mikilvægt er að svara ólíkum þörfum ungmenna sem og þeirra sem eldri eru.

Mikilvægt er að gefa ungmennaráði skipuðu ungu fólki meira vægi. Ungmennaráðið getur verið sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks og leitast skal við að efla umfjöllun í yfirstjórnum sveitarfélaga um málefni barna og unglinga. Hvernig sjá þau framtíð Seltjarnarness fyrir sér? Ég tel það löngu tímabært að flytja Félagsmiðstöðina Selið á betri stað. Það er ekki viðunandi að láta ungmenni á Seltjarnarnesi húka í loftlausum kjallara. Það er forgangsmál að finna betri aðstöðu fyrir þau. Útivistarsvæðin eiga að vera sniðin að þörfum barna og unglinga og ég tel það forgangsverkefni að ljúka við gerð göngu- og reiðhjólastígs

Vissir þú að ... • Valhúsahæð, Seltjarnarnesfjörur og Suðurnes hafa verið á Náttúruminjaskrá síðan 1981. • Valhúsahæð er friðlýst náttúruvætti frá 1998. Á Valhúsahæð er rákað berg eftir ísaldarjökul. Hæðin ber nafn sitt af húsum sem fyrr á öldum geymdu veiðifálka Danakonungs. Valhúsahæð er hæsti staður á Seltjarnarnesi í 31 m hæð yfir sjó. • Bakkatjörn og nánasta umhverfi hennar hefur verið friðlýst síðan 2000 vegna landslags, gróðurfars og fuglalífs sem mikilvægt er að varðveita. • Nesstofa er eitt elstu steinhúsa landsins, byggt á árunum 1761-63 fyrir fyrsta landlækninn, Bjarna Pálsson. • Sést hafa fleiri en 100 mismunandi fuglategundir á Nesinu en að staðaldri verpa þar um 23 fuglategundir.

innan Seltjarnarness. Klára þarf gerð göngustíga hringinn í kringum Seltjarnarnes. Í dag þarf maður að hætta sér út á Nesveginn þar sem er mikil umferð. Ég vona að mín ósk rætist og ég geti búið á Seltjarnarnesi í framtíðinni. Það þarf að gera ýmsar breytingar í stjórnun bæjarins og umhverfissjónarmið og félagshyggja eiga að ráð för þegar mikilvægar ákvarðanir sem varða daglegt líf almennings eru teknar.

Höfundur greinar, Eva Margrét Kristinsdóttir, er í ungmennaráði Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi og skipar fjórða sæti listans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Forsíðumyndin er af verki Ólafar Nordal, Bollasteinn – Kvika, og er staðsett við Kisulappir á Seltjarnarnesi. Náttúruverk úr grágrýti ásamt því að hafa notagildi sem fótalaug. Ljósmyndir: Haraldur Guðjónsson - HAG myndir


|4

Eitt samfélag fyrir alla Samfylkingin á Seltjarnarnesi býður nú fram í fyrsta skipti til sveitarstjórnarkosninga. Við bjóðum fram undir merkjum jöfnuðar, réttlætis og samhjálpar.

Seltjarnarnes er gott samfélag en í núverandi efnahagsþrengingum reynir verulega á samheldni og samstöðu í bæjarfélaginu. Velferð fjölskyldunnar, barna, aldraðra og annarra sem eiga undir högg að sækja er eitt mikilvægasta verkefnið við þessar aðstæður. Afar brýnt en um leið vandasamt er að tryggja þessa viðkvæmu hagsmuni nú á þeim tímum þegar sparnaður og hagræðing eru óhjákvæmileg. Við viljum fara vel með fjármuni bæjarfélagsins en um leið vinna út frá réttlátri forgangsröðun og gæta þess að niðurskurður bitni ekki of harkalega á þeim sem síst skyldi. Jafnframt þarf að standa vörð um mikilvæga þjónustu sem byggð hefur verið upp á undanförnum árum. Fækkað hefur í sveitarfélaginu á kjörtímabilinu. Góð tækifæri til uppbyggingar hafa ekki verið nýtt eins og Hrólfskálamelur er gott dæmi um. Samfylkingin vill að sveitarstjórnin móti skýra framtíðarstefnu í skipulagsmálum, velferðarþjónustu og fjármálum svo ungar fjölskyldur vilji og geti búið í bæjarfélaginu. Skipulags- og umhverfismál eiga að auka lífsgæði og stuðla að fjölbreyttri íbúasamsetningu, góðum bæjarbrag og sjálfbærni samfélagsins. Markvisst þarf að vinna að framtíðarverkefnum í nýsköpun og atvinnu.


5|

Samfylkingin á Seltjarnarnesi vill eitt samfélag fyrir alla: • Við viljum að hagræðingu, endurmati og forgangsröðun í anda jafnréttis og jöfnuðar verði beitt í rekstri til að mæta minni tekjum bæjarfélagsins • Við viljum ná fram sparnaði með því að endurskoða yfirbyggingu og stjórnkerfi bæjarins og færa nær því sem eðlilegt er miðað við stærð • Við viljum að gjaldskrár bæjarins hækki ekki umfram verðlagshækkanir

• Við viljum að umönnun aldraðra verði styrkt með samtvinnun heima- og félagsþjónustu • Við viljum standa vörð um menntun barnanna í leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla bæjarins • Við viljum að íþróttamannvirki bæjarins og útivistarsvæði nýtist öllum bæjarbúum til íþróttaiðkunar og heilsubótar

• Við viljum að framkvæmdir bæjarins séu atvinnuskapandi verkefni

• Við viljum að Seltirningar sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir úrlausn

• Við viljum að leitað verði allra leiða til að snúa við íbúaþróun á Seltjarnarnesi með lausnum í húsnæðismálum ungra fjölskyldna

• Við viljum að Seltirningar af erlendum uppruna hafi jafnan aðgang að upplýsingum um þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir

• Við viljum að strax verði gengið til samninga við ríkið um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða sem ekki geta búið heima

• Við viljum að bæjarfélagið styðji með fjölbreyttum hætti við menningarlíf bæjarbúa

• Við viljum vernda náttúruperlur og menningarminjar Seltjarnarness – enga byggð eða röskun á Vestursvæðunum • Við viljum efla verulega samvinnu við önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu um byggðaþróun, samgöngur og umhverfismál • Við viljum að lýðræðisleg vinnubrögð, gagnsæi og samráð við íbúa einkenni stjórnsýslu bæjarins • Við viljum að tekin verði upp ný vinnubrögð í skipulagsmálum sem byggist á nánu samráði við íbúa og samfellu í vinnu frá hugmynd til mótaðrar tillögu • Við teljum tímabært að nýr meirihluti komi að stjórn bæjarfélagsins


|6 Rætt við Sunnevu Hafsteinsdóttur bæjarfulltrúa

Sameining skólanna var erfiðasta málið á öllum mínum ferli Hún er innfæddur Seltirningur, langafi og langamma hennar bjuggu í Nesi, og afi og amma í Bollagörðum. Hún lauk háskólaprófi sem textílkennari 1980, starfaði á Grænlandi um skeið, að hönnun fyrir ullariðnaðinn á Akureyri og sl. 11 ár hefur hún verið framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar sem vinnur að framgangi handverks og listiðnaðar á Íslandi. Sunneva var varabæjarfulltrúi 1994 – 1998, og tók sæti í bæjarstjórn 1998 sem fulltrúi Neslistans, og hefur verið það í 12 ár. Sunneva sat í félagsmálaráði frá 1990 – 1998, og í skólanefnd frá 1998 – 2006. Hún hefur setið í stjórn Lækningaminjasafns Seltjarnarness frá 2008. Sunneva hefur verið félagi í Samfylkingunni frá stofnun og setið í stjórn félagsins á Seltjarnarnesi í 6 ár. Hún skipar nú heiðurssætið á framboðslista flokksins á Seltjarnarnesi. Við finnum spor hennar víða í plöggum bæjarins, vandaðar tillögur, efnismiklar athugasemdir og viðvaranir og lifandi áhuga á málefnum bæjarins.

Nú ert þú fædd og uppalin á Nesinu , hvernig var að alast upp á Seltjarnarnesi? „Þetta var algjör sveit þegar ég var að alast upp. Á Seltjarnarnesi héldu menn kindur, kýr, hænur, endur og hesta og sóttu sjóinn. Sjórinn var mikil hluti af tilveru minni og þegar aðrir fóru í bíltúra þá fór ég oft á sjó með fjölskyldunni, stundum út í eyjar, Akurey, Engey og stundum Viðey. Fjölskyldan var líka með net bæði grásleppu og rauðmaganet. Fyrsta launaða vinnan mín var hjá Skúla á Snoppu við að breiða út saltfisk. Þá var ég trúlega 6 ára”

Hvernig finnst þér samfélagið hér á Nesinu hafa þróast ? „Seltjarnarnesið hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratugina. Hér þrífst á margan hátt sérstætt samfélag. Þetta er merkileg blanda, smábær

með sínum sérkennum en miðbær Reykjavíkur er samt aðeins í 3 km fjarlægð. Skipulagsmál drógu mig til afskipta af bæjarmálum. Hugmyndir um stórfelldar nýbyggingar á vestursvæðinu voru í bígerð, en ég gat ekki sætt mig við þær hugmyndir. Undirskriftasöfnun gegn byggð á vestursvæðinu sem þá fór í gang skilaði góðum árangri, en þá söfnuðust yfir eitt þúsund undirskriftir á nokkrum dögum. Vestursvæðið er dýrmætt og fallegasta útivistarsvæðið á Reykjavíkursvæðinu. Mér finnst vera nóg af skipulögðum útivistarsvæðum og finnst þetta svæði eiga að vera svolítið villt og sjálfbært. Bygggarðasvæðið er nú til umræðu og þar var reynt að setja niður 160 íbúða byggð, sem er algjörlega fáránlegt. Í nágrenninu er lágreist byggð sem taka ætti mið af. Ef við viljum viðhalda lífsgæðum á Seltjarnarnesi verðum við að virða náttúruna sem er okkar sérstaða.”

Nú er íbúðaverð hátt á Seltjarnarnesi og íbúum fækkar ? Hvað er til ráða? „Hátt íbúðaverð hamlar því að ungt fólk geti hafið búskap á Nesinu og lítið af húsnæði stendur því til boða. Bygging fjölbýlishúsa á Hrólfsskálamel fór fram í þenslu og við mjög hátt lóðaverð, sem bærinn græddi að vísu á, en íbúðirnar eru dýrar og seljast ekki. Hátt fasteignaverð leiðir til hárra fasteignaskatta og annarra gjalda. Fasteignaskattur er ekki tekjutengdur og því ósanngjarn og ýmsum mjög erfiður. Minnihlutinn hefur talað

Þriðja augað Rithöfundurinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir bjó á Seltjarnarnesi á árunum 1960-‘68, til 10 ára aldurs og þekkir því alla króka og kima á Nesinu.

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir býr og starfar á Seltjarnarnesi enda Nesið svo lánsamt að hýsa Landlæknisembættið.

Hver finnst þér vera mesti sjarminn við Seltjarnarnesið?

„Valhúsahæðin og Grótta, - og fótalaugin er krúttleg.

„Það besta við að búa á Nesinu er nálægð sjávarins, þetta fallega útsýni og fjallasýnin. Ég tala nú ekki um þegar maður sér Snæfellsjökul í fjarska eða sólarlagið fallega. Vinnustaðurinn minn, Landlæknisembættið, er í göngufjarlægð. Fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson, bjó hér fyrir nær 250 árum og í Nesstofu má greina þyt sögunnar. Hér eru góðir göngustígar og svo hægt að fara í World Class þegar ekki viðrar til útiveru. Við búum í Bollagörðum 3 og eigum frábæranágranna, en hún Ásgerður á nr. 1 mætti þó íhuga að skipta um flokk.”

Gömlu húsin og naustin tengja líka við gamla tíma, og ýmislegur fróðleikur á staurum. Einsog Básendaflóðið, vúúú... Svo er auðvitað sundlaugin, og verslunarmiðstöðin, bókasafnið merkilegt. Og bifvélaverkstæðið.”

Hvað mætti betur fara á Nesinu? „Það mætti styrkja leikhúsið í Norðurpólnum.”

Við erum með góða þjónustu fyrir barnafjölskyldur, en vegna hás fasteignaverðs og einsleitrar íbúðagerðar er Seltirningum að fækka. Það er því miður engin einföld lausn á þessu vandamáli.”

Hvað mætti betur fara á Nesinu? „Það sem betur mætti fara tengist mest veðurfarinu. Ég held næstum að ég myndi kjósa þann flokk sem gæti breytt því og lægt vindinn. Annað er röddin sem segir við mann á ensku í World Class „you have been identified”. Væri ekki hægt að láta röddina segja „ég veit á þér deili” eða eitthvað í þá áttina?”

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2009 Eftirfarandi upplýsingar eru úr ársreikningi Seltjarnarness og eru upplýsandi um þær breytingar sem urðu á árinu 2009 og á hvaða leið bæjarsjóður er. Helstu niðurstöður: •

Tekjur dragast saman um 6.4% frá 2008 í A og B hluta bæjarsjóðs, en rekstrarkostnaður samtals án afskrifta stendur í stað á milli ára. Laun hækka en annar rekstrarkostnaður lækkar nokkuð.

Rekstrarhalli af reglulegri starfsemi A hluta (án óvenjulegra liða- niðurfærsla) varð 310 miljónir, en af B hluta (fyrirtækjum bæjarins) var hallinn 380 miljónir.

Varúðarniðurfærsla langtímakrafna er 349 miljónir vegna óvissu um innheimtu á seldum byggingarrétti.

Skuldir aukast sem nemur peningalegum taprekstri og handbært fé lækkar verulega annað árið í röð.

Handbært fé frá rekstri er neikvætt um 212 milljónir. Fjárfestingar eru nettó 215 miljónir og afborganir lána 61 miljón sem gerir neikvætt sjóðstreymi um 488 miljónir. Þetta virðist fjármagnað með skammtíma lánum (186 miljónir)og úttekt úr sjóði sem til varð við sölu byggingarlands á Hrólfsskálamel og við Bygggarða (302 miljónir).

Skammtímaskuldir Seltjarnarnesbæjar nema nú 817.059.000 kr. og jukust á árinu um 166.131.000 kr. vegna rekstrar (A hluta) og um 24 miljónir vegna fyrirtækja bæjarins (B hluta).

Nú hefur þú setið í skólanefnd í 8 ár og líka í félagsmálaráði, er eitthvað sem er sérstaklega minnistætt? „Það hefur tekist að koma á góðri samvinnu á milli aðila sem koma að uppeldi barna á Nesinu þ.e. leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla íþróttafélags og fleiri aðila. Þar njóta sérkenni okkar litla bæjarfélags sín vel. Ég hef verið ósátt við hvernig meirihlutinn hefur haldið á skólamálum undanfarin ár. Rökin fyrir sameiningu skólanna voru léttvæg og vanhugsuð og fyrirkomulagið ekki reynst vel. Aðferðin var skelfileg og ef orkan sem fór í það mál allt hefði verið notuð í þágu skólans værum við betur stödd. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og leggur sig fram og er til fyrirmyndar. Ég tel að réttast væri að endurskoða þessa umdeildu breytingu. Ég held að ásamt deilunum um Vestursvæðið hafi sameining skólanna verið erfiðasta málið á öllum mínum ferli bæði í skólanefnd og bæjarstjórn.” Við kveðjum Sunnevu Hafsteinsdóttur og þökkum henni árvekni og dugnað í störfum bæjarfulltrúa sl. 12 ár.

Hvað finnst rithöfundinum, myndlistarmanninum og aðstoðarlandlækni mest sjarmerandi við Seltjarnarnesið?

Hver finnst þér vera mesti sjarminn við Seltjarnarnesið?

En dulúð og goðsagnir ráða ríkjum á Valhúsahæðinni og útí Gróttu og auðvitað átakanlegt hvernig biti er klipinn af náttúrunni, fuglalíf, fjara, víðátta og hið endalausa póstkort Snæfellsjökuls þarsem hann birtir sólarlagið fyrir hungraða aðdáendur. En svo er líka dögun sem færri vita af.

fyrir lækkun hans í bæjarstjórn en án árangurs.

Hvert stefnir í fjármálum bæjarins?

Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður er frá Akureyri en hefur búið á Seltjarnarnesi frá því í mars 2004 og unir sér vel.

Hver finnst þér vera mesti sjarminn við Seltjarnarnesið? „Mesti sjarminn við að búa á Nesinu er nálægðin við sjóinn og ósnortna náttúru.Möguleikinnáaðfásérgóðangöngutúr fjarri búsetu fólks og í tengslum við náttúruöflin.”

Hvað mætti betur fara á Nesinu? „Virkja mætti Eiðistorg betur. Sú staðreynd að þakið yfir torginu sígur niður, fyrir utan eilíf lekavandamál, koma algerlega í veg fyrir notalegt andrúmsloft og möguleika á torgstemningu í húsinu, eitthvað sem sárlega vantar. Burt með þakið og svo á koma upp kaffihúsi á torginu með stólum úti, þ.e. samt inni í verslunarmiðstöðinni. Mætti með einhverjum leiðum líka reyna að minnka bergmál. Halda svo endilega áfram að styrkja bæjarbrag á jákvæðum nótum. Þar kæmi skemmtilegra torg sterkt inn...”

Það er rekstrarhallinn, hátt hlutfall rekstrarkostnaðar og skammtímaskuldirnar sem vekja mesta athygli í þessum tölum. Fjarfestingar eru litlar og því ætti reksturinn að standa undir sér og gott betur. Fjárhagslegt svigrúm hraðminnkar og það gengur hratt á sjóðinn sem geymir landsöluféð.

FRAMBJÓÐANDINN Af hverju býð ég mig fram fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi? Magnús Dalberg „Ég legg áherslu á baráttu gegn einelti á Seltjarnarnesi, auknum búsetuúrræðum fyrir aldraða og fjölgun íbúa þannig að ungu fólki sé gert kleift að flytja á Seltjarnarnesið. Ég legg áherslu á að auka verulega aðhald í rekstri bæjarfélagsins með það markmið í huga, að við fáum fjárhagslega sjálfbært samfélag án skattahækkana.”

Helga Sigurjónsdóttir „Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera Seltjarnarnes að opnu og fjölbreyttu samfélagi fyrir alla. Ég er umhverfissinni og vil standa vörð um einstakt umhverfi og náttúru Seltjarnarness og gera Seltjarnarnes að fyrirmynd annarra sveitarfélaga í umhverfismálum.” Rafn Benedikt Rafnsson „Ég vil stuðla að faglegri og lýðræðislegum vinnubrögðum við ákvarðanatöku og við stjórn bæjarfélagsins. Umhverfis- og skipulagsmál ásamt skólamálum eru mér sérstaklega hugleikin og mun ég leggja mitt af mörkum við að standa vörð um sérkenni Seltjarnaness sem m.a. felast í einstakri náttúru og einstökum útivistarsvæðum ásamt því að stuðla að frekari eflingu leik og grunnskóla Seltjarnarness.”

Sigrún Ásgeirsdóttir „Ég vil standa standa vörð um náttúruperlur og útivistarsvæði Seltjarnarness og legg mikla áherslu skólamálin og að þau séu ávalt í forgangi við alla ákvarðanatöku.”

Stefán Bergmann „Ég tel að á Seltjarnarnesi bíði stór verkefni í skóla-, skipulags- og félagsmálum, auk úrbóta í samskipta og lýðræðismálum.”


7|

Við ættum að vera í farabroddi umhverfismálum og gera bæinn okkar grænan Sigurþóra Bergsdóttir nemi og deildarstjóri skipar annað sætið á lista Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Gaman er að segja frá því að hún er uppalin í Vesturbænum við sömu götu og hún býr við núna, en bara á hinum endanum sem tilheyrir Seltjarnarnesinu. • Sigurþóra er trúlofuð Rúnari Unnþórssyni forstöðumanni hjá Orku og tækniskóla Keilis. • Börn: Bergur Snær 13 ára í Valhúsaskóla, Margrét Rán 7 ára í Mýrahúsaskóla, Eyjólfur Felix 3 ára á Mánabrekku. • Nám: Með BA próf í sálfræði og stundar mastersnám í félags- og vinnusálfræði um þessar stundir. • Helstu störf: Verkefnisstjóri hjá Skref fyrir Skref, forstöðumaður á sambýli fatlaðra á Egilsstöðum, deildarstjóri Upplýsingaveita Símans (118 og 1818) og fylgdi þeim yfir í nýtt fyrirtæki Já. Núverandi starf er deildarstjóri þjónustuvers Reykjavíkurborgar, hefur verið í námsleyfi en snýr aftur til þeirra starfa 1. júní. Hefur líka unnið mikið með börnum og unglingum, á leikskóla, í félagsmiðstöð og með sumarnámskeið. „Ég hef búið á svipuðum slóðum alla ævi fyrir utan 2 ár þegar ég bjó á Egilsstöðum og starfaði í málefnum fatlaðra sem var mjög lærdómsríkur tími enda var gríðarmikil gróska í þeim málum fyrir austan. Eftir að ég flutti aftur til Reykjavíkur keyptum við okkar fyrstu íbúð á Hjarðarhaganum. Þegar að því kom að við þyrftum að stækka við okkur byrjuðum við á því að leita í kringum okkur. Fyrir okkur var Seltjarnarnes ekki í boði þar sem ímynd Nessins var að venjulegt fólk eins og við gætum ekki eignast stærri eignir þar. Sumarið 2006 „datt” þetta hús bara upp í hendurnar á okkur og frá fyrst degi leið okkur eins og við hefðum aldrei verið annars staðar. Fyrir mig er mjög gaman að vera aftur komin á þetta svæði þar sem ég var mikið á Tjarnarstígnum sem barn en þar bjuggu amma mín og afi. Ég sé einmitt húsið þeirra út um stofugluggann hjá mér sem mér finnst notalegt. Að búa í svo miklu návígi við sjóinn og náttúruna er fyrir okkur algjör forréttindi.”

Jafnarðarmaður í eðli mínu „Við fyrstu umhugsun taldi ég ekki miklu breyta að koma yfir „landamærin” frá Vesturbænum en það reyndist þó svo vera. Það er ótrúlega mikil og jákvæð þorpsmenning í þessum bæ og við höfum eignast mikið af góðum kunningjum í gegnum búsetu og börnin okkar. Það er sérkennilegt hversu miklu nokkrir metrar skipta. Allt í einu hætti maður að fara í Melabúðina og Vesturbæjarsundlaug heldur eru Seltjarnarnesluag og Eiðistorg okkar hverfisstaðir. Við vissum að skólar og þjónusta væri góð hér en ýmislegt kom á óvart eins og samfelldni í skóladegi og hversu vel er haldið utan um börnin okkar. Sérstaklega er Mánabrekka leikskóli á heimsmælikvarða og hefur börnunum okkar liði það sérstaklega vel. Ég er jafnaðarmaður í eðli mínu og trúi á þá hugmyndafræði sem bestu leið þar sem samábyrgð, umhyggja fyrir náunganum og jöfnuður á meðal fólks er leiðarljósið en einnig frelsi til lífs og athafna.”

Af hverju Samfylking á Seltjarnarnesinu? „Ég tel að nú sé einmitt rétti tímapunkturinn fyrir okkur að bjóða fram á Nesinu þar sem valkostirnir voru orðnir of einsleitir. Með því að bjóða fram núna fær nýtt og kraftmikið fólk tækifæri til að koma með áherslu jöfnuðar og jafnréttis (fyrir alla) í samfélaginu okkar. Við viljum leggja áherslu á að Seltjarnarnes er fyrir alla óháð bakgrunni, aldri og efnahag. Oft

er talað um að Seltjarnarnes sé einsleitt samfélag en ég held að það sé mun fjölbreyttara en fólk áttar sig á. Það er eru t.d. ekki margir sem vita að rúm 4% íbúa eru af erlendum uppruna.”

Hverjar eru þínar áherslur núna? „Nú þegar við skoðum næstu ár er ljóst að tekjur bæjarins hafa minnkað um leið og kostnaður jókst mikið. Því tel ég mikilvægt að bærinn marki sér stefnu í því hvernig og hvar við ætlum að ná sparnaði því ekki má reka bæinn með halla. Mín áherslumál núna eru þessi: Í fyrsta lagi ættum við ekki að hækka gjaldsrkrár meira en orðið er þar sem slíkar hækkanir lenda verst á þeim sem hafa mest útjgöld fyrir. Í öðru lagi ættum við að ákveða að skerða ekki grunnþjónustuna. Það er að ákveða að við ætlum ekki að lækka kostnað þar heldur að halda í horfinu. Með grunnþjónustu meina ég félagslega þjónustu, og skólana okkar og stoðþjónustu tengda þeim. Við þurfum að vernda þennan grunn okkar og passa upp á alla sem gætu hugsanlega lent á jaðrinum. Hvað varðar sameiningu leikskólanna get ég ekki séð að verið sé að sýna fram á nægilegan ávinning miðað við raskið og breytingarnar sem það veldur á frábærri starfsemi. Þar höfum við misst frábæra starfsmenn sem auðguðu líf barnanna okkar fyrir óljósan ávinning. Í þriðja lagi held á að við ættum að skoða samband bæjaryfirvalda við bæjarbúa. Í samtölum mínum við fólk og út frá eigin reynslu virðist sem ákvarðanir séu illa kynntar og koma fólki í opna skjöldu sem veldur úlfúð og leiðindum í samfélaginu. Það þarf að bæta. Einnig gætum við haft meira samráð við íbúa og leitað samþykkis fyrir stærri málum með atkvæðagreiðslum. Í fjórða lagi eru umhverfið og skipulagsmál mér ofarlega í huga. Þar eru fjöldamörg verkefni, ég nefni sem dæmi gönguleiðir hér um suðurströndina þar sem Nesveginum mætti breyta til að koma betur til móts við þann fjölda fólks sem fer um hann skokkandi, hjólandi, gangandi á hverjum degi. Einnig þurfum við að skoða Eiðistorg sem er eins og sár í bæjarlandinu eins og staðan er núna. Við þurfum að leysa vandann við aðgengið að skólunum og umferðaröngþveitið sem þar skapast með tilheyrandi hættu á hverjum morgni. Einnig er mikill skortur á góðum leiksvæðum þar sem börn og fullorðnir vilja vera og njóta. Það er margt fleira sem brennur á mér en læt þetta nægja í bili.”

Hver er framtíðarsýn þín fyrir hönd Nessins? „Það er ljóst að þróun bæjarins er ekki bara undir bæjaryfirvöldum komin. Það er ekki eitthvað sem kemur sem forskrift að ofan sem er troðið í fólk. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að veita rammann og hvatningu með okkar gjörðum til að íbúar sjálfir, grasrótin skapi tækifærin. Sem dæmi um slíka starfsemi nefni ég Trimmklúbb Seltjarnarness, þar sem bærinn stóð við bakið á litlum hóp með hugmynd sem svo hefur vaxið af sjálfu sér og viðhaldist öll þessi ár. Ég sé fyrir mér að Eiðistorg verði okkar kjarni eins og til stóð. Það gerum við með því að fá fyrirtækin, félagasamtök í bænum og íbúa til að koma að þróuninni með okkur. Við munum ekki byggja upp nýja Kringlu en kjarna þar sem hægt er að leita til og fá þjónustu og gera torgið að lifandi stað. Efniviðurinn er til staðar við þurfum bara að skapa réttu tækifærin.

Við þurfum að leysa " vandann við aðgengið að skólunum og umferðaröngþveitið sem þar skapast með tilheyrandi hættu á hverjum morgni. Einnig er mikill skortur á góðum leiksvæðum þar sem börn og fullorðnir vilja vera og njóta."

Á Seltjarnarnesi verður góð þjónustu fyrir alla sem þess þurfa, framsæknir skólar og gott aðgengi að íþróttum fyrir alla. Við mættum útvíkka hugmyndina um íþróttir þannig að ungmenni sem ekki finna sig í keppnisíþróttum hafi einnig aðgengi að Gróttu. Að við búum líka til tækifærin í umhverfinu okkar með því að búa til betri almenningsvelli þar sem hægt er að koma saman á vetrum og sumrum í mismunandi hreyfingu. Ég myndi vilja sjá útvíkkun á listalífinu til að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Við erum með frábæran tónlistarskóla en mættum kannski hvetja til að leiklist og myndlist fái stað í bænum okkar. Við getum sett okkur að laða að skapandi fólk með því að bjóða upp á ódýra aðstöðu eins og nú er vísir að í Bygggörðum.

Við eigum að nýta okkur þann vísi sem nú er kominn að heilsubæ þar sem Landlæknisembættið og Læknaminjasafnið er hér ásamt hinum nýja urtagarði. Við gætum unnið að því að laða að smáfyrirtæki sem vinna í þessum geira og vilja fá stað í heilsubænum með fuglalífið og náttúruna í bakgarðinum. Við ættum að vera í farabroddi í umhverfismálum og gera bæinn okkar grænan. Þannig sé ég Seltjarnarnes sem grænan heilsubæ með ánægðum íbúum sem vilja vinna að hag bæjarins og fá aðgengi og tækifæri til þess.”

Hvenig er hefðbundinn dagur í lífi þínu á Nesinu? „Í vetur hef ég verið í námi svo lífið er ekki eins fast skorðað eins og þegar maður er í vinnu allan daginn. Dagurinn hefst á því að vekja alla og koma á fætur, finna föt, flétta hár og gefa mat og koma öllum út í bíl þegar veturinn er, eða út að labba nú þegar sumarið nálgast. Við höfum hjólað af stað nokkra síðustu morgna . Þá hjóla ég með þeim, þessari 7 ára og með 3 ára á hjólastólnum en Bergur fer á línuskautunum. Ég skila börnum í alla skóla og fer svo heim og bý til kaffi og hef lesturinn. Það hefur orðið að hefð hjá okkur á fimmtudögum (ef veður er gott og kvef í lágmarki) að ég sæki Eyjólf Felix í leikskólann og við löbbum saman að tónlistarskólanum að sækja Margréti klukkan hálffjögur og förum saman í sund. Eftir sundið er gott að koma við í Hagkaup og kaupa í matinn, eða þá að skella sér á Rauða ljónið, boða stóru drengina þangað og borða saman pizzu. Það finnst okkur öllum alveg sérstaklega skemmtilegt.” Sigurþóra telur að það sé grundvöllur fyrir því að hafa meiri þjónustu og verslun á Nesinu. „ Ég myndi vilja fá lágvöruverslun aftur á Nesið.

Einnig sakna ég mjög blómabúðar og smávöruverslunar, það mætti jafnvel setja upp litla slíka á miðju Eiðistorgi líkt og er í Kringlunni. Gott kaffi væri líka eitthvað sem ég vildi geta keypt á Nesinu en það stendur víst til bóta með kaffihúsi í læknaminjasafni.”

Hver er uppháldsstaður þinn á Seltjarnarnesinu? „Ég verð að segja bakgarðurinn okkar. Hér sitjum við öll sumur og borðum úti og eigum samskipti við nágrannanna. Besta útsýnið fyrir flugeldanna á gamlárskvöld og sumarkvöldin við sjóinn eru yndisleg. Annars er það göngustígurinn meðfram sjónum við frá Bakkatjörn að Gróttu. Það er töfrandi svæði. “

Hvernig lítur Ísland framtíðarinnar út í þínum augum? „Næstu ár verða ár uppgjörs og að finna okkur aftur. Ísland hefur allt til að ná sér aftur upp og geta staðið sterkt sem þjóðfélag. Við þurfum að skoða það sem mistókst, sækja seka til sakar og finna svo sátt og fyrirgefningu til að halda áfram. Við byggjum ekki upp nýtt þjóðfélag byggt á hatri og vantrausti. Ísland framtíðar er jákvætt og fólk er komið upp úr skotgröfunum. Skoðanaskipti byggja á gagnkvæmri virðingu og þolinmæði gagnvart því að við erum ekki öll eins og með sömu skoðanir. Lykilþáttur í því að byggja aftur upp öflugt Ísland er að byggja upp atvinnu og tel ég að við eigum að leggja áherslu á nýtingu mannauðs og sérþekkingar okkar. Við þurfum að sjá til þess að tækifæri til mennta séu góð og einnig að innviðir samfélagsins verði traustir og að fólk upplifi tækifæri til að skapa sér eigin framtíð. Fyrir mér er Ísland framtíðarinnar land velferðar, jöfnuðar.”

Af hverju býð ég mig fram fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi? Guðmundur Kristjánsson „Ég býð mig fram til starfa að íþrótta-, tómstunda-, og æskulýðsmálum. Ég hef einnig áhuga á skipulagsmálum, jafnrétti og réttlæti í öllum ákvörðunum sem lúta að hag bæjarbúa og vil að störf stjórnsýslunnar séu opin og gagnsæ.”


|8

Okkar fólk á Seltjarnarnesi Frambjóðendur Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi eru fjölbreyttur hópur karla og kvenna á ýmsum aldri. Í þessu hópi sameinast reynsla og ferskleiki. Þar er að finna þann uppbyggilega kraft sem þarf til að rjúfa kyrrstöðuna sem ríkir í bæjarfélaginu, setja mikilvæg mál á dagskrá og blása til nýrrar sóknar.

Íbúar á Seltjarnarnesi af 38 þjóðernum Samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands 1. janúar 2010 eru Seltirningar nú 4395. Óhætt er að segja að þeir séu af fjölmörgum þjóðernum. Hér að neðan má sjá fjölda innflytjenda sem nú býr á Seltjarnarnesinu og hversu margir eru frá hverju landi. Áhugavert er að greina frá því að um aldamótin síðustu var fjöldi innflytjenda á Nesinu 106, en í dag, 10 árum síðar, eru þeir samtals 201 af 38 þjóðernum: Austurríki

3

Bandaríkin

10

Brasilía

3

Bretland

7

Margrét Lind Ólafsdóttir

Sigurþóra Bergsdóttir

Jón Magnús Kristjánsson

Eva Margrét Kristinsdóttir

Ráðgjafi

Deildarstjóri og meistaranemi

Læknir

Laganemi

Danmörk

7

Dóminíska lýðveldið

2

Guðmundur Kristjánsson

Helga Ólafs

Ívar Már Ottason

Helga Sigurjónsdóttir

Eistland

1

Framkvæmdastjóri

Doktorsnemi

Laganemi

Tölvunarfræðingur

Filippseyjar

3

Finnland

1

Frakkland

7

Grikkland

1

Holland

2

Indónesía

1

Írland

1

Ísland

4194

Rafn B. Rafnsson

Sigrún Ásgeirsdóttir

Magnús R. Dalberg

Jakob Þór Einarsson

Framkvæmdastjóri,

Kennari

Viðskiptafræðingur

Leikari

Ítalía

2

Japan

1

Kanada

4

Kína

4

Króatía

1

Kúba

1

Lettland

1

Litháen

12

Noregur

2

Kjörstaður er í Valhúsaskóla. Hvert atkvæði skiptir máli!

Perú

1

Przypominamy o wyboarch w sobote, 29.maja.

Portúgal

7

Pólland

74

Lokal wyborczy bedzie znajdowal sie w Valhúsaskóla. Kazdy glos na znaczenie!

Rúmenía

1

Rússland

5

Spánn

4

Sviss

1

Svíþjóð

3

Taíland 8 Ungverjaland

4

Úganda

1

Úkraína

3

Venezúela

1

Þýskaland

11

Samtals

4395

Útgefandi: Samfylkingin á Seltjarnarnesi Ábyrgðarmaður: Jón Magnús Kristjánsson, formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi.

Munið að kjósa laugardaginn 29. maí.

Don’t forget to vote on Saturday, the 29th of May. The voting station is at Valhúsaskoli. Each vote is important!

Stefán Bergmann

Sunneva Hafsteindóttir

Dósent

Bæjarfulltrúi

Vissir þú að ... • rúmlega þriðji hver íbúi fluttist til bæjarins á kjörtímabilinu • börnum og unglingum fer stöðugt fækkandi og eldri borgurum bæjarins fer stöðugt fjölgandi • 21% íbúa Seltjarnarness eru 16 ára og yngri og 12% íbúa 67 ára og eldri. • búar Seltjarnarness eru 4.395 og þeim hefur fækkað nánast á

hverju ári frá 1999. Fækkunin samsvarar því að 63 fjögurra manna fjölskyldur hafi flutt í burtu elsti íbúi bæjarins er 97 ára. • „Með heita fætur streymir blóðið um kroppinn, líkamleg og andleg skynjun vex, næmi fyrir umhverfinu vaknar og tengsl við náttúruöflin myndast.” Ólöf Nordal myndlistarmaður um eigið verk, Kviku – fótalaugina við Kisulappir á Nesinu.

Kosningablað Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi 2010  
Kosningablað Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi 2010  
Advertisement