Landsskipulagsstefna 2015-2026 - Umsögn um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu

Page 20

Anna Dóra Sæþórsdóttir vekur athygli á því að ef markmiðið er að vernda víðerni þá þurfi að breyta eða skerpa á ýmsum atriðum í tillögunni og nefnir hún máli sínu til stuðnings rannsóknir á þessu sviði sem hafi sýnt að virði víðerna fyrir ferðamennsku er meira eftir því sem landslagsheildirnar eru stærri. Þess vegna sé mikilvægt að skipuleggja víðernin sem heildstæða auðlind en ekki sem aðgreind landsvæði. Því sé æskilegt að horfa á miðhálendi Íslands sem eina heild og forðast öll mannvirki sem skerða þessa heild. Því náttúrulegra eða frumstæðara (e. primitiveness) og því óaðgengilegra (e. remoteness) sem svæði er, þeim mun meiri séu gæði víðernanna. Til þess að ná fram markmiði um verndum víðerna þá ættu öll önnur markmið landsskipulagsstefnunnar að vera sett fram með hliðsjón af fyrrnefndum atriðum. Í svæðisskipulagi fyrir miðhálendi 2015 sé sagt með skýrum hætti að ekki megi byggja á svæðum sem hafa ekki verið skilgreind sem áfangastaðir fyrir ferðamenn. Í tillögu Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu sé hins vegar ekki sagt hvar megi byggja aðstöðu fyrir ferðamenn og hvar ekki og hér sé ekki nógu fast kveðið að orði þar sem ekki komi fram með skýrum hætti hvar megi byggja og hvar ekki. Nauðsynlegt sé að þetta liggi ljóst fyrir sem stefna fyrir miðhálendið þ.a. einstök sveitarfélög fari ekki að veita leyfi fyrir byggingum á nýjum svæðum. Grundvallaratriði í verndun víðerna og lítt spilltra náttúrusvæða, og grundvöllur þess að stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra fyrir ferðamennsku, sé að það sé ekki leyft að byggja á nýjum svæðum. Því ætti megináhersla á uppbyggingu ferðamannaaðstöðu að vera á jaðarsvæðum hálendisins. Landvernd og Vatnajökulsþjóðgarður leggja til breytingar á grein 1.1.1 til samræmis við markmið um að viðhalda sérkennum og náttúrugæðum miðhálendisins: „Við skipulagsgerð sveitarfélaga verði þess gætt að mannvirki og umferð um hálendið skerði ekki víðerni hálendisins sem minnst. ...“ Landvernd gerir athugasemdir við síðustu setninguna í grein 1.1.1, en að mati samtakanna á mannvirkjagerð (önnur en gönguskálar, vegslóðar, göngu- og reiðleiðir eins og segir í tillögunni) ekki heima á víðernum og gerð er eftirfarandi tillaga: „Umfangsmeiri mannvirkjagerð verði því beint að svæðum utan eða sem næst jaðri miðhálendisins.“ Landsvirkjun vísar til texta í skýringum við markmið 1.1 þar sem segir að miðhálendið sé eitt stærsta svæði í Evrópu þar sem ekki er föst búseta og telur ástæðu til geta um heimild fyrir þeirri fullyrðingu.

Skipulagsstofnun tekur undir athugasemd um miðhálendið sem eina skipulagheild og vísar til umfjöllunar að framan um það. Hvað varðar athugasemd um að í tillögunni sé ekki sagt um hvar megi byggja aðstöðu fyrir ferðamenn er vísað til umsagnar um grein 1.2 og meðfylgjandi aðgerðir. Tekið er undir athugasemdir um að megináherslan á uppbyggingu ferðamannaaðstöðu ætti að vera á jaðarsvæðum miðhálendisins.

Skipulagsstofnun telur ekki vera til staðar forsendur til að útiloka, ef nauðsyn ber til, að framkvæmdir skerði víðerni. Að mati stofnunarinnar þarf ákvörðun um slíkar framkvæmdir að fara í gegnum vandað ferli, svo sem umhverfismat áætlana og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Í slíku ferli geta komið til álita mótvægisaðgerðir, til dæmis að endurheimta víðerni og náttúrugæði í stað þess sem skerðist. Skipulagsstofnun telur áherslu á að beina mannvirkjagerð að jaðri hálendisins felast í orðalagi greinarinnar eins og hún stendur.

Upplýsingarnar eru fengnar úr skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur frá árinu 2012, Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Staða og spá um framtíðarhorfur, en hún vísar í eftirfarandi heimild:

18


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.