Leiðarvísir fyrir golfklúbba

Page 49

2015-2016

GOLFSAMBAND ÍSLANDS

Grunnatriði og sérhæfing í golftækni Skipulag þjálfunar og kennslu hjá kylfingum á þessum aldri felst í því að auka færni í grunnatriðum og sérhæfingu í slætti, púttum, háum og lágum vippum, glompuhöggum sem og öðrum nauðsynlegum höggum. Tæknilegri færni er viðhaldið og bætt er ofan á það sem áður var lært.

Þjálfun í golfi Hvað langar kylfingnum að gera? Hver eru markmið hans í golfinu? Mikilvægt er að hefja undirbúning að einstaklingsþjálfun. Talaðu við viðkomandi um þjálfun hans. Komdu kylfingi í skilning um til hvers er ætlast af honum við þjálfun, hver eiga að vera áhrif þjálfunar, hversu oft í viku á að æfa, hvernig og hvers vegna. • Æfingar eru fjölbreytilegar og stuðla að bættum hreyfiþroska, t.d varðandi styrk, stöðugleika, hraða, liðleika og samhæfingu. • Tímabilaskipting, keppnisáætlun og æfingaáætlanir. • Kylfingurinn veit muninn á tækniþjálfun og stefnuþjálfun. • Æfingaferðir á vorin. • Æfingahringir með þjálfara fyrir GSÍ mót.

Upphitun Ýmsum hreyfingum og teygjum, sem koma þeim til góða í golfleiknum, er viðhaldið. Krökkunum er kennd mikilvægi upphitunar fyrir æfingar eða keppnir og mikilvægi þess að vera með niðurlag í lok æfinga eða keppni.

Að leika á golfvelli Leiknar eru 9-36 holur á dag til þess að æfa betur þau atriði sem farið hefur verið í á æfingum. Að bæta eigið met á vellinum og lækka forgjöf skiptir máli. Leikskilningur hefur aukist. Mikilvægt er fyrir kylfinginn að skilja að boltinn á að enda í holunni á sem fæstum höggum.

GOLFSAMBAND ÍSLANDS

LEIÐARVÍSIR KÓK

"49


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Leiðarvísir fyrir golfklúbba by Golfsamband Íslands - Issuu