Ársskýrsla GSÍ 2024

Page 1


EFNISYFIRLIT

Ávarp forseta

Gildi golfhreyfingarinnar

Hvað er félagagjald GSÍ?

Í hvað fer félagagjaldið?

Tekjustraumar Golfsambandsins frá aldamótum

Stjórn GSÍ 2023-2025

Nefndir

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum

Áhorfstölur RÚV á Íslandsmótið í golfi

Afreksmál

Heimslisti áhugakylfinga

Viðburðaríkt mótasumar

Golfhreyfingin á samfélagsmiðlum

Fjöldi GSÍ móta haldin frá aldamótum

Tölulegar upplýsingar

Sjálfbærnivegferð GSÍ

golf.is

Stafræn framtíð

Golf Iceland

Sjálfboðaliðakort

Stigskipting keppnisvalla

Ársreikningur 2024

Efnahagsreikningur

Rekstraráætlun 2025

Ávarp forseta

Kæru kylfingar,

Viðburðarríku golfsumri er þá lokið. Það má þó deila um það hvort sumarið hafi nokkuð komið yfir höfuð. Samkvæmt veðurfræðingum er þetta kaldasta sumar í manna minnum. Líkt og kylfingar urðu varir við var það óvenju kalt og blautt. Það bakka gögn Veðurstofunnar upp og Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 hreinlega falleinkunn.

Engu að síður varð aukning á kylfingum innan GSÍ, eða 9% aukning milli ára. Þar með eru skráðir kylfingar á Íslandi yfir 26.000. Jákvæðu fréttirnar í þeirri aukningu er að ungu fólki fjölgaði mest. Stefna hreyfingarinnar miðar við að fjölga börnum og unglingum í 20% hlutfall allra kylfinga og að hlutfall kvenna fari í 40% fyrir árið 2027. Í dag eru börn og unglingar komnir í 15% og konur í 34%.

Hvað markmið stefnunnar varðar er allt í rétta átt og hafa átaksverkefni og áherslur klúbbanna átt

þátt í því að við nálgumst markmiðin hægt og bítandi. Golfsambönd um allan heim keppast að því að ná í framtíðarkylfinga og breyta samsetningu iðkendahópa. Þar með breytist ímynd golfsins einnig úr því að vera íþrótt fyrir fáa útvalda í að verða að þeirri almenningsíþrótt sem golf er hér á landi. Það er því til mikils að vinna að ná þeim markmiðum sem stefna golf hreyfingarinnar miðar við.

Markvisst er unnið í fjölbreytni og inngildingu. Síðastliðinn vetur voru til dæmis haldnar æfingabúðir í samstarfi við EDGA (European Disabled Golf Association) og PGA á Íslandi, til að efla enn frekar

færni golfþjálfara til að vinna með ólíkar þarfir hjá kylfingum með fatlanir. Ánægjulegt er að segja frá því að í ár var í fyrsta sinn haldið golfmót fatlaðra sem hluti af Íslandsmótsvikunni.

Alþjóðlegar keppnir og

mótahald

Mótahald sumarsins var umfangsmikið og hélt Golfsamband Íslands 41 mót í sumar. Samtals eru það 152 dagar í mótahaldi og til að áfram sé hægt að halda úti jafn fjölbreyttu mótahaldi þurfa allir golfklúbbar landsins að leggjast á árarnar.

Margvíslegum sigrum ber auk þess að fagna og sigurvegurum okkar í Íslandsmótum sumarsins óska ég innilega til hamingju með sigra sína. Fleiri kylfingar frá Íslandi taka nú þátt í alþjóðlegu keppnishaldi og helst það í hendur við sífellt skýrari sýn í flokki afreksmála golfhreyfingarinnar. Um leið fjölgar kylfingum sem fara í háskólagolf í Bandaríkjunum og er afar ánægjulegt að sjá þá kylfinga ná sífellt betri árangri á þeim vettvangi.

Eftir sumarið stendur upp úr sá sögulegi árangur sem Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR náði er hún var valin, fyrst íslensk kvenna, í 12 manna úrvalslið

Mótahald sumarsins var umfangsmikið og hélt

Golfsamband Íslands 41 mót í sumar. Samtals eru það 152 dagar í mótahaldi og til að áfram sé hægt að halda úti jafn fjölbreyttu mótahaldi þurfa allir golfklúbbar landsins að leggjast á árarnar

Evrópu fyrir PING Junior Solheim bikarinn. Einnig ber að nefna árangur karlalandsliðsins í Evrópumóti landsliða þar sem þeir tryggðu sér sæti í efstu deild.

Þá vil ég að lokum óska Landsamtökum eldri kylfinga til hamingju með glæsilega framkvæmd á Evrópumóti karla (ESGA), en mótið var leikið í GR og GM og komu hingað til lands um 240 keppendur og fjöldinn allur af sjálfboðliðum á vegum LEK lagði sitt af mörkum.

Styrking í samfélagsábyrgð er skilgreining á sérstöðu

Golfsambandið hefur í auknum mæli bent á jákvæð áhrif golfs á samfélagið og nærumhverfið. Lagt hefur verið upp með að ná utanum mælanlega þætti, eða alla þrjá þætti. Hér er átt við efnhagslega, samfélagslega og umhverfislega þætti sem þarf að taka ábyrgð á og vinna markvisst.

Þetta eru hlutir svo sem öryggismál, jafnrétti, vinnustaðamenning, forvarnir í íþróttastarfi með börn og unglinga og fleira í þeim dúr. Með enn öflugri sjálfbærnivegferð sýnum við jafnframt fram á að við erum meðvituð um framlag okkar og þátttöku í samfélagi. Þannig er það líka tækifæri fyrir

golfhreyfinguna að opna faðminn og tryggja öryggi fólks sem fer um þau fallegu útivistarsvæði sem golfvellir eru.Til að golf á Íslandi fái verðskuldaða athygli í umræðu sveitafélaga og ríkis þarf að taka saman gögn og haldbærar upplýsingar, svo hægt sé að kynna þá gæða vinnu sem innt er af hendi. Golfsamband Íslands hefur undanfarin ár kynnt golfklúbbum hina alþjóðlegu GEO Certified® vottun og til að bæta enn í sjálfbærnivegferð GSÍ samdi sambandið árið 2021 við Klappir til að halda utan um sjálfbærnimælikvarða fyrir þá golfklúbba sambandsins sem voru tilbúnir í að stækka vegferðina í samfélags- og umhverfisábyrgð enn frekar. Í ár lítur sú vinna dagsins ljós. Með öflugri verkfæri og betri mælingum fá stjórnendur golfklúbba betri yfirsýn á þáttum sem skipta sífellt meira máli. Frekari útlistun á starfi nefnda sambandsins er hægt að nálgast í ársskýrslu okkar.

Ég vil að lokum þakka starfsfólki Golfsambandsins fyrir vel unnin störf, formönnum og stjórnum golfklúbbanna fyrir gott samstarf og svo að sjálfsögðu öllum þeim sjálfboðaliðum sem unnu ómæld og óeigingjörn störf fyrir hreyfinguna. Síðast en ekki síst vil ég þakka styrktar- og samstarfsaðilum sambandsins fyrir afar gott samstarf.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR er fyrsti íslenski kylfingurinn sem valin er í úrvalslið Evrópu á PING Junior Solheim Cup en þar mætast úrvalslið stúlkna frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Keppnin fór fram dagana 9.-10. september á Army Navy Country í Arlington í Virginíufylki. Leikmenn beggja liða gátu verið á aldrinum 12-18 ára. Bandaríska úrvalsliðið var með nokkra yfirburði í þessari keppni og sigraði.

Gildi golfhreyfingarinnar

Lífsgæði

Golfíþróttin sameinar útivist, heilbrigði, félagsskap og fjölskylduna. Hún er heilsubætandi og hefur jákvæð samfélagsáhrif.

Heiðarleiki

Golfíþróttin byggist á heiðarleika einstaklingsins, virðingu fyrir golfíþróttinni, reglunum og umhverfinu.

Jákvæðni

Golf er skemmtileg íþrótt, það á að vera gaman hjá og í kringum kylfinga.

Agi

Kylfingar sem ná árangri eru agaðir. Kylfingar skulu ávallt koma fram af heilindum við golfleik sinn og bera virðingu fyrir reglum íþróttarinnar.

Golfíþróttin er ólík flestum öðrum íþróttum sem gerir skipulag hennar flóknara:

Keppendur í golfíþróttinni eru á öllum aldri.

Keppendur og mótahald skiptast í tvo flokka: atvinnumennsku og áhugamennsku. Keppt er í íþróttinni með og án forgjafar.

Sérfjármögnun golfsambandsins, þ.e. aðrar tekjur en af félagagjöldum, er erfiðari í dag heldur en áður. Verkefnum hefur fjölgað undanfarin ár, sem hefur með núverandi aðföngum, falið í sér að ekki hefur reynst mögulegt að sinna mörgum þeirra nægilega vel og öðrum hreint ekki.

Til þess að GSÍ geti staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til sambandsins verður að forgangsraða verkefnum.

Lögbundið hlutverk GSÍ hefur lítið breyst frá stofnun þess. Á stofnfundi Golfsambandsins 14. ágúst árið 1942 var þetta sett í lög.

• Að vinna að fullkomnun golfíþróttarinnar og útbreiðslu hennar á Íslandi.

• Að hafa á hendi yfirstjórn golfmála á Íslandi og svara til þeirra mála út á við.

• Að samræma leikreglur og forgjafir og úrskurða um ágreining um þau atriði.

• Að koma á kappleikjum fyrir land allt.

Hlutverk Golfsambandsins 82 árum seinna í núverandi lög sem samþykkt voru af golfþingi í nóvember 2023 er eftirfarandi.

• Vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu hennar á Íslandi.

• Annast mat golfvalla vegna forgjafar.

• Hafa umsjón og eftirlit með forgjafarmálum.

• Stuðla að fræðslu og menntun dómara vegna golfreglna R&A Rules Limited.

• Annast þátttöku og val á keppendum sem keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum vettvangi.

• Sjá um framkvæmd Íslandsmóta í öllum aldursflokkum.

• Annast erlend samskipti.

Hvað er félagagjald GSÍ?

Allir golfklúbbar innan GSÍ greiða 6.400 kr. árgjald fyrir hvern virkan meðlim 16 ára og eldri til golfsambandsins. Árið 2025 verður félagagjaldið hækkað í 6.800 kr. En það er Golfþing hverju sinni sem ákveður gjaldið til næstu tveggja ára. Ef meðlimur golfklúbbs er skráður í fleiri en einn golfklúbb þá greiðir einungis sá klúbbur sem

Þróun á félagagjaldi GSÍ

8,000kr.

7,500kr

7,000kr

6,500kr

6,000kr.

5,500kr

5,000kr

4,500kr

4,000kr

3,500kr.

3,000kr

2,500kr

meðlimurinn velur sem sinn heimaklúbb. Golfklúbbar greiða ekkert félagagjald fyrir meðlimi sem eru 15 ára og yngri. Hér má sjá verðþróun á félagagjaldi frá aldamótum. Félagagjaldið hefur ekki hækkað í takt við verðlagsþróun samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands og er um 1.000 kr. á eftir þeim viðmiðum.

Félagagjald Verðlagsþróun

Í hvað fer félagsgjaldið?

Árið 2024 skilaði félagagjaldið Golfsambandinu tæplega 150 milljónum í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ upp á 80 milljónir og samstarfsaðilum upp á 20 milljónir. Tekjur sambandsins voru því tæplega

250 milljónir árið 2024. Nú spyrja sig margir í hvað fara þessir peningar? Hér til einföldunar má sjá hlufallslega skiptingu eftir verkefnum hjá Golfsambandinu..

Tekjustraumar frá aldamótum

Margt hefur breyst í umhverfi golfhreyfingarinnar og GSÍ frá aldamótum. Útgáfa á tímaritinu Golf á Íslandi var áhugaverður kostur fyrir samstarfsaðila en síðasta blaðið kom út árið 2020. Mótaraðir og einstök mót voru seld undir hatti mótaraðarinnar en í dag sér Golfsambandið einungis um Íslandsmót. Bankahrunið og heimsfaraldurs Covid-19 settu strik í reikninginn eins og hjá flestum öðrum íþróttagreinum.

Þróun á tekjustraumum GSÍ

Félagagjöld Styrkir og framlög Útgáfutekjur Samstarfsaðilar

Stjórn GSÍ 2023-2025

Hulda Bjarnadóttir Forseti

Jón S. Árnason

Gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar

Ólafur Arnarsson

Meðstjórnandi

Ragnar Baldursson

Varaforseti og formaður afreksnefndar

Hjördís Björnsdóttir

Meðstjórnandi og formaður markaðs- og kynningarnefndar

Jón B. Stefánsson

Meðstjórnandi og formaður þjónustunefndar

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson

Meðstjórnandi og formaður laganefndar

Hansína Þorkelsdóttir

Ritari og formaður sjálfbærninefndar

Elín Hrönn Ólafsdóttir

Meðstjórnandi og formaður upplýsingatækninefndar

Birgir Leifur Hafþórsson

Meðstjórnandi

Karen Sævarsdóttir

Meðstjórnandi og formaður mótanefndar

Nefndir

Endurskoðendur

Birna M. Rannversdóttir

Helga Harðardóttir

Áfrýjunardómstóll

Bergþóra Sigmundsdóttir

Garðar Svansson

Þórir Bragason

Dómstóll GSÍ

Gunnar Viðar

Stefán Þórarinn Ólafsson

Sólveig B. Gunnarsdóttir

Áhugamennskunefnd

Írunn Ketilsdóttir

Karl Ingi Vilbergsson

Helga Melkorka Óttarsdóttir

Aganefnd

Guðmundína Ragnarsdóttir

Sigurður Geirsson

Jónatan Ólafsson

Forgjafar- og

vallarmatsnefnd

Andrés I Guðmundsson

Guðrún Jónsdóttir

Arnar Geirsson

Dómaranefnd

Sigurður Hallbjörnsson

Bergsveinn Þórarinsson

Sigurður Geirsson

Kjörnefnd

Páll Sveinsson

Guðmundur Björnsson

Giovanna Steinvör Cuda

Ásbjörn Þ. Björgvinsson

Gunnar Árnason

Heiðursveitinganefnd

Guðbjörg E. Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir

Jón Ásgeir Eyjólfsson

Halldór Rafnsson

Guðmundur Oddsson

Trúnaðarlæknar

Sveinbjörn Brandsson

Valur Guðmundsson

Áhrifavaldar golfhreyfingarinnar á

1. Valdís Þóra Jónsdóttir

1.

2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

samfélagsmiðlum

3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir

4. Hulda

5.

4. Hulda Clara Gestsdóttir

5. Perla Sól Sigurbrandsdóttir

1. Birgir Leifur Hafþórsson

1. Birgir Leifur Hafþórsson

2. Hlynur Geir Hjartarson

Samfélagsmiðlar eru góð leið til að eiga markaðssamskipti og geta haft áhrif á ímynd golfhreyfingarinnar. Kylfingar nota samfélagsmiðla til þess að deila upplifun og skoðunum um mót og aðra starfsemi golfklúbba. Hér er listi yfir íslenska afrekskylfinga, golfklúbba og aðra áhrifavalda í golfhreyfingunni. Listinn er byggður á fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Listinn miðast við 15. október 2024.

2. Hlynur Geir Hjartarson

3. Andri Þór Björnsson

3. Andri Þór Björnsson

4. Birgir Björn

4. Birgir Björn Magnússon

5. Bjarki Pétursson

Golfklúbbar

5. Bjarki Pétursson

Golfklúbbar

Golfkennarar

Golfkennarar

1.

1. Ragnhildur Sigurðardóttir

1. Ragnhildur Sigurðardóttir

2. Hulda Birna Baldursdóttir

3.

Afrekskylfingar

Afrekskylfingar

2. Hulda Birna Baldursdóttir

3. Andrea Ásgrímsdóttir

4. Katrín Dögg Hilmarsdóttir

4. Katrín Dögg Hilmarsdóttir

5. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

1.

2.

5. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

1. Ívar Hauksson

2. Nick Carlson

3. Úlfar Jónsson

4. Birgir Björnsson

5.

Sérsambönd

Sérsambönd

Birgir Björn Magnússon

Golfkennarar

Golfkennarar

Golfkennarar

Golfkennarar

Golfkennarar

Áhorfstölur á Íslandsmótið í golfi

Það var 11% uppsafnað áhorf á Íslandsmótið í golfi á RÚV að þessu sinni og það gerir um 30 þúsund áhorfendur. Það voru fleiri konur en karlar sem horfðu eitthvað á útsendinguna en karlar horfðu lengur. 55 ára og eldri horfðu mest. Áhorfið var mun meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt gögnum þá eru um 1-2% að horfa á

Íslandsmótið á RÚV á hverri mínútu og nær það hápunkti á lokadeginum milli kl. 17-18 í rúmlega 4% áhorfi. Áhorfið í ár var nokkuð svipað og verið hefur síðustu þrjú ár. Horft var á Íslandsmótið 3.850 sinnum í spilara RÚV og meðaláhorf í mínútum var 33 mín.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.650 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf.

Rtg% = Meðaláhorf á hverja mínútu ÁHORF% (Rch%) = Uppsafnað áhorf

Afreksstarfið

Afreksstarfið gekk vel á árinu með árangursríkum æfingabúðum og góðum stuðningi til afrekskylfinga í fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum. Síðastliðinn vetur fóru fram regulegar landsliðsæfingabúðir og hæfileikamótun fyrir afrekskylfinga og framtíðarstjörnur. Mikil ánægja var með æfingabúðirnar en markmiðið var að skapa skemmtilega, hvetjandi og lærdómsríka umgjörð þar sem megináhersla snýr að fræðslu og keppnislíkum æfingum.

Landsliðs- og atvinnukylfingar nýttu sér æfingabækistöð íslenska landsliðsins á Spáni og hélt til að mynda 40 manna hópur í vel heppnaða æfingaferð 12.-19. janúar. Aðstaðan skiptir miklu máli fyrir okkar afrekskylfinga. Fyrir utan einfaldara skipulag, minni kostnað og meiri fyrirsjáanleika fá okkar kylfingar frábæran vettvang til að efla tengsl sín á milli, hvetja hvort annað áfram og keppa hvort við annað.

Okkar bestu áhugakylfingar léku á mörgum af bestu golfmótum heims. Mesta áherslan fór að vinna með kylfingum á einstaklingsgrundvelli. Áframhaldandi áhersla var lögð á að hlúa sérstaklega vel að okkar allra fremstu ungu kylfingum. Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék á fjölmörgum sterkum áhugamannamótum á árinu. Góður árangur hennar skilaði henni sæti í úrvalsliði Evrópu sem keppti á móti Bandaríkjunum á Jr. Solheim Cup en mótið fór fram samhliða Solheim Cup sem er eitt stærsta og vinsælasta golfmót í heimi. Perla Sól og Gunnlaugur Árni Sveinsson hafa bæði samið við LSU háskólann í Louisiana sem er einn allra sterkasti íþróttaskóli í Bandaríkjunum. Gunnlaugur hóf nám í ágúst og gerði sér lítið fyrir og sigraði sterkt háskólamót í október. Hann endaði jafnframt í 9. sæti á opna breska áhugamannamótinu í júní sem er eitt af allra sterkustu áhugamannamótum heims. Andrea

Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir sigruðu báðar á háskólamótum í Bandaríkjunum. Andrea vann langsterkasta sigur íslensks áhugakvenkylfings frá upphafi og var komin í 170. sæti á heimslista áhugakylfinga þegar hún gerðist atvinnukylfingur í ágúst. Veigar Heiðarsson, Skúli Gunnar Ágústsson og Markús Marelsson náðu frábærum árangri á opna breska áhugamannamótinu í piltaflokki. Þeir enduðu allir á meðal 10 efstu kylfinganna í höggleikshlutanum. Markús sigraði svo á tveimur Global Junior golfmótum í Danmörku í október og er nú búinn að sigra fjögur alþjóðleg mót á einu ári.

Atvinnukylfingingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson hafa leikið á fullu á Áskorendamótaröðinni í ár. Guðmundur hefur náð bestum árangri með því að lenda í 2. sæti í móti í Danmörku í maí. Haraldur er með takmarkaðan þátttökurétt á DP World mótaröðinni og náði hann best 33. sæti í Ástralíu undir lok síðasta árs. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir léku á LET Access mótaröðinni og náði Guðrún besta árangri með því að lenda í 4. sæti í tveimur mótum í september. Hún lenti í 21. sæti á stigalistanum og hefur tryggt sig inn á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í desember.

Besti árangur á EM einstaklinga

Karlar

Besti árangur karla á EM einstaklinga

5. 2021 Aron Júlíusson

T8. 2001 Ólafur Már Sigurðsson

T8. 2012 Axel Bóasson

16. 2003 Sigurpáll Sveinsson

T21. 2018 Bjarki Pétursson

T31. 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson

T44. 2016 Rúnar Arnórsson

T47. 2015 Guðmundur Ágúst Kristjánsson

T66. 2024 Dagbjar tur Sigurbrandsson

89. 2002 Sigurpáll Sveinsson

95. 2008 Ólafur B Loftsson

98. 2007 Sigmundur Einar Másson

MC 2004 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2005 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2006 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2010 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2011 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2014 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2019 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2022 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2023 Enginn komst í gegnum niðurskurð

MC 2017 Enginn komst í gegnum niðurskurð - 2001 Tókum ekki þátt - 2009 Tókum ekki þátt - 2020 Tókum ekki þátt

Konur

Besti árangur kvenna á EM einstaklinga

4. 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir

35. 2002 Kristín Elsa Erlendsdóttir

T36. 2024 Hulda Clara Gestsdóttir

56. 2006 Nína Björk Geirsdóttir

61. 2019 Ragnhildur Kristinsdóttir

T61. 2023 Perla Sól Sigurbrandsdóttir

63. 2003 Nína Björk Geirsdóttir

T69. 2000 Ólöf María Jónsdóttir

72. 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir

95. 2004 Nína Björk Geirsdóttir

MC 2007 Engin komst í gegnum niðurskurð

MC 2013 Engin komst í gegnum niðurskurð

MC 2021 Engin komst í gegnum niðurskurð

MC 2022 Engin komst í gegnum niðurskurð

2005 Tókum ekki þátt

2008 Tókum ekki þátt

2009 Tókum ekki þátt

2010 Tókum ekki þátt

2011 Tókum ekki þátt

2012 Tókum ekki þátt

2014 Tókum ekki þátt

2015 Tókum ekki þátt

2016 Tókum ekki þátt - 2018 Tókum ekki þátt - 2020 Tókum ekki þátt

Árangur landsliða á Evrópumótum

Sæti Ár Nafn
Sæti Ár Nafn

Heimslisti áhugamanna

Bandaríska Golfsambandið og R&A með aðsetur að St. Andrews í Skotlandi fara saman með stjórn golfleiks á heimsvísu, þar með talið ritun Golfreglna, Áhugamannareglna og Forgjafarreglna. Að auki standa þau í sameiningu fyrir heimslista áhugamanna sem er skammstafaður WAGR.

Kylfingar fá stig eftir árangri í golfmótum sem uppfylla ákveðin skilyrði og eru samþykkt af WAGR. Golfmót þurfa til að mynda að vera að lágmarki 54 holur og hafa að lágmarki 8 keppendur til að telja á WAGR. Heimslistinn er uppfærður í hádeginu alla miðvikudaga. Árangur yfir tveggja ára tímabil gildir hverju sinni til stiga á listanum þar sem nýlegur árangur hefur mest vægi. Kylfingar þurfa að öðlast

að minnsta kosti 4 stig í viðurkenndu WAGR móti yfir eins árs tímabil til að halda sér á listanum.

Konur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir 99. Vika 21, 2018

Andrea Bergsdóttir 170. Vika 33, 2024

Hulda Clara Gestsdóttir 197.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 222. Vika 39, 2014

Perla Sól Sigurbrandsdóttir 238.

Ragnhildur Kristinsdottir 299. Vika 29, 2024

Kylfingar þurfa að öðlast að minnsta kosti 6,5 stig í viðurkenndu WAGR móti til að komast inn á heimslistann. Í flestum viðurkenndu WAGR mótum sem eru haldin á Íslandi þurfa kylfingar að sigra til að komast inn. Mörg tækifæri opnast með góðri stöðu á heimslistanum. Mótshaldarar í alþjóðlegum áhugamannamótum byggja sín þátttökuskilyrði á stöðu kylfinga á listanum. Einnig getur verið einfaldara að komast að hjá háskólaliði í Bandaríkjunum þar sem heimslistinn gefur þjálfurum traust tól til að meta gæði kylfinga.

Valdís Jónsdóttir 310. Vika 49, 2013

Tinna Jóhannsdóttir 395. Vika 38, 2011

Konur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir 99. Vika 21, 2018

Andrea Bergsdóttir 170. Vika 33, 2024

Hulda Clara Gestsdóttir 197.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 222. Vika 39, 2014

Perla Sól Sigurbrandsdóttir 238.

Ragnhildur Kristinsdottir 299. Vika 29, 2024

Valdís Jónsdóttir 310. Vika 49, 2013

Tinna Jóhannsdóttir 395. Vika 38, 2011

Karlar

Kyl ngur

Gísli Sveinbergsson

Aron Snær Júlíusson

Ólafur Björn Loftsson

Haraldur Franklín Magnús

Axel Bóasson

Gunnlaugur Árni Sveinsson

Bjarki Petursson

Andri Þór Björnsson

Karlar

Konur Karlar

Gísli Sveinbergsson 99.

Aron Snær Júlíusson 108. Vika 29, 2024

Ólafur Björn Loftsson 110. Vika 36, 2012

Haraldur Franklín Magnús 136. Vika 09, 2017

Axel Bóasson 136. Vika 21, 2016

Gunnlaugur Árni Sveinsson 145.

Bjarki Petursson 156. Vika 06, 2020

Andri Þór Björnsson 161.

Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG hefur stokkið hátt upp listann á síðustu vikum.

Besti sæti á WAGR frá upphafi
Kyl ngur
Besta sæti Gerðist atvinnukyl ngur
Besti sæti á WAGR frá upphafi
Kyl ngur
Besta sæti Gerðist atvinnukyl ngur
Kyl ngur
Besta sæti Gerðist atvinnukyl ngur

Viðburðaríkt mótasumar

Golfsambandið hélt 23 Íslandsmót árið 2024. Farsælt og gott samstarf við golfklúbba í framkvæmd mótanna er ómetanlegt og færum við öllum golfklúbbum sem héldu Íslandsmót í ár okkar bestu þakkir. Í kjölfar Golfþings 2023 urðu áherslubreytingar á mótasviði þar sem lagt var upp með að aðlaga mótahaldið að þörfum mismunandi hópa. Breytingarnar tókust heilt yfir vel og mótanefnd samstillt í að bæta það sem betur mátti fara fyrir næsta ár.

sig öll fram við að mótið yrði sem glæsilegast. Við þökkum stjórn og starfsfólki Golfklúbbs Suðurnesja fyrir gott samstarf við framkvæmd mótsins. Íslandsmótið í holukeppni fór fram í tvennu lagi, kvennaflokkur keppti á Hlíðavelli hjá Golfvelli Mosfellsbæjar og karlaflokkur viku síðar á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Það verður spennandi að fylgjast með mótinu stækka næstu ár nú þegar fleiri kylfingar komast að í báðum flokkum.

Íslandsmeistarar í golfi 2024

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Fjöldi GSÍ móta haldin frá aldamótum

Frá aldamótum hafa golfklúbbar landsins haldið tæplega 700 GSÍ mót. Þá eru með talin unglingamót, stigamót, íslandsmót og öll þau mót sem golfsambandið hefur haft umsjón með. Fyrirkomulag móta og aldursflokkar hafa tekið mikllum breytingum og því óhætt að segja að ekkert ár hefur verið eins. Í ljósi þess að ráðist var í að breyta mótafyrirkomulaginu í ár þá er áhugavert að skoða hvar mótin hafa verið haldin á síðustu árum.

Golfhreyfingin á Íslandi í tölum

Golfsambandið tekur saman tölfræði og lykiltölur fyrir golfklúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur sýna umfang, þróun og samsetningu golfhreyfingarinnar á Íslandi. Eftirspurn í að leika golf á síðustu árum hefur verið mikil.

Aldurskipting 2024 5,500

Fjöldi

Karlar Aldursskipting 2024

Um 26.300 kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um landið árið 2024 sem var 9% aukning á milli ára. Þetta er aukning um 2.100 kylfinga frá fyrra ári. Golfsambandið er elsta og næst fjölmennasta íþróttasambandið með um 15% skráðra kylfinga sem börn og unglinga.

Konur

í golfhreyfingunni eru kvennkylfingar

ára er meðalaldur kvenna.

Karlar Konur

Sjálfbærnivegferð GSÍ

Golfsamband Íslands gefur út í fyrsta sinn sjálfbærniskýrslu fyrir golfhreyfinguna á Íslandi. Er það jafnframt í fyrsta sinn sem íþróttasamband á Íslandi gerir slíkt og er það von golfhreyfingarinnar að þetta verði hvatning fyrir önnur sérsambönd innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að gera slíkt hið sama. GSÍ ákvað því að afla upplýsinga sem tengjast stefnu GSÍ og hvernig unnið sé að sjálfbærni golfhreyfingarinnar. Aflað var tölulegra

Róbótavæðing sparaði peninga

Golfklúbbur Akureyrar fjárfesti í umtalsverðum fjölda lítilla, sjálfvirkra og rafknúinna sláttuvéla. Þær eru m.a. notaðar til að slá karga, eða röff, á níu holum af átján á Jaðarsvelli. Þessi orkuskipti, úr stórum ásetuvélum sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti, yfir í rafknúna róbota eða þjarka, hafa stuðlað að sparnaði og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

“Eldsneytisnotkun dróst saman um 2.250 lítra á ári, sem er ígildi 45 áfyllinga á venjulega röffsláttuvél,” segir Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri GA.

Steindór segir þessa fjárfestingu og orkuskipti hafa sparað meira en hálfa milljón króna á ári í eldsneytiskaup. “Einnig hafa vinnustundir starfsfólks,

gagna á grundvelli samnings við Klappir og sendar voru spurningar til klúbba tengt umhverfismálum. Þessar upplýsingar gefa mikilvægar upplýsingar og eru stöðumat. Þær eru jafnframt mjög góð hvatning fyrir klúbbanna til að halda áfram á þeirri sjálfbærni vegferð sem GSÍ hefur hafið. Sjálfbærniskýrslu golfhreyfingarinnar 2023 er hægt að lesa rafrænt og er aðgengileg á golf.is.

sem áður fóru í að sitja jafnvel daglangt á sláttuvél, nýst annars staðar á vellinum eða í starfi klúbbsins, í þágu þjónustuliða sem skila sér betur í ánægjuvog notenda okkar,” segir Steindór.

Kostnaður við alla vinnu í kringum róbotana segir Steindór nema um 10-15% af rekstrarkostnaði gömlu dísilvélanna. Kostnaður við raflagnir í hleðslustöðvar róbotana nam um einni og hálfri milljón króna. Róbotavæðing er ekki einskorðuð við grasslátt. Klúbburinn hefur einnig tekið sjálfvirka boltatínsluvél í notkun á æfingasvæðinu.

Golf er ein af þeim íþróttagreinum sem nýtur góðs af því hvað upplýsingatækninni fleygir hratt fram. Með tilkomu nýrra snjallforrita fyrir kylfinga og GolfBox tölvukerfisins hefur margt breyst. Vefsíðan golf.is var upphaflega tölvukerfi golfhreyfingarinnar en hefur í dag þann tilgang að vera upplýsingaveita og fréttavefur eingöngu. Það má segja að þessi vefur hafi alltaf verið vel sóttur þó vissulega hafi verið árstíðarsveifla í honum. Að meðaltali á 84% af umferð ársins sér stað maí til september og 92% frá apríl til október

Frá því að golfhreyfingin tók upp nýtt tölvukerfi þar sem utanumhald er um mót, rástíma og forgjöf hefur umferð á golf.is minnkað stöðugt. Náði þó hámarki þegar Covid19 sumarið var árið 2020. Þegar gögn eru skoðuð áratug aftur í tímann þá er að meðaltali 1,7 milljónir heimsóknir á vefinn. Góður gangur var árin 2013 til 2016. Flestir sem heimsækja vefinn gera það með beinum hætti, þ.e. skrifa golf.is

Umferð eftir árum

í vafrann eða velja slóðina úr geymdum slóðum (e. bookmarks) eða um tveir þriðju. Rúmur fjórðungur umferðarinnar kemur í gegnum leitarvélar (mest Google) og tæplega 6% í gegnum samfélagsmiðla (mest Facebook).

Af tilvísandi vefum eru það grgolf.is sem skilar flestum heimsóknum. Hátt hlutfall beinnar umferðar má túlka þannig að vefurinn sé vel þekktur hjá markhópnum en einnig þannig að fólk heimsæki hann frekar á eigin forsendum, þ.e. láti auglýsingar eða umfjöllun á samfélagsmiðlum síður hafa áhrif á sig.

Um helmingur þeirra sem heimsækja vefinn kjósa að skrá sig beint inn á GolfBox og staldra því stutt við á golf.is. Innskráningarhlutfallið er hæst á morgnana um kl. 9 og svo aftur eftir kvöldmat. Meðallengd heimsóknar toppar á sumrin og nær botni í desember.

Umferð eftir mánuðum

Mest lesnu fréttir á golf.is árið 2024

Stafræn framtíð golfhreyfingarinnar

Golfsamband Íslands hafði frumkvæði að því að athuga hvað væri hægt að gera til að bæta upplifun kylfinga af tveimur stafrænum lausnum, annars vegar Golfbox appinu og hins vegar Golf.is vefsíðunni.

Við fengum Júní stafræna stofu til að vinna spurningalista með okkur í ágúst á þessu ári. Í september var síðan send út könnun á kylfinga

sem miðaði af því að fá innsýn í upplifun af Golfbox lausninni sem notuð er til skráningar í rástíma, utanumhald yfir skor, forgjöf og annað.

Að auk voru spurningar um upplifun af frétta- og upplýsingasíðu GSÍ golf.is. 1.361 svar barst við spurningakönnuninni frá kylfingum skráðum í Golfklúbba um landið allt. Tæplega 80% svarenda býr á Höfuðborgarsvæðinu.

Hvernig metur þú upplifun þína af GolfBox almennt?

Mjög óánægð/ur Frekar óánægð/ur Hvorki ánægð/ur né óánægð/ur Frekar ánægð/ur Mjög ánægð/ur

Niðurstöður í stuttu máli

Gott að halda því til haga að yfir 400 manns skrifuðu opin svör og er það góð ábending um áhuga og stuðning kylfinga fyrir því að verið sé að vinna í þessum málum af heilum hug. Samantekt á yfir 2.000 opnum svörum voru flokkuð eftir helstu kerfisíhlutum. Gögnin sýndu mismunandi ánægjustig þar sem notendur bentu á sérstaka sársaukapunkta í notendaupplifun og virkni. Endurgjöfin bendir

til þess að þörf sé á úrbótum á notendaupplifun, sérstaklega í bókun og innskráningu á kerfið. Ef tekið yrði tillit til þessara upplifana og viðbætur yrðu innleiddar gæti Golfbox bætt upplifun sína verulega fyrir kylfinga á Íslandi. Niðurstöður verða notaðar áfram í stefnumótun og forgangsröðun verkefna sem snúa að stafrænni þróun golfhreyfingarinnar.

Erlendir kylfingar á íslenskum golfvöllum

Einstaka erlendir kylfingar hafa í reynd alltaf komið hingað að leika á íslenskum golfvöllum. Ekki var þó unnið skipulega að kynningu á þessari afþreyingu gagnvart erlendum kylfingum í áratugi. GSÍ

ákvað árið 2006 að kanna möguleika á samstarfi við ferðaþjónustuna um að kynna golf á Íslandi gagnvart erlendum ferðamönnum. Niðurstaða vinnu var stofnun samtakanna Golf Iceland 2008. Golf Iceland eru samtök golfklúbba,sem hafa ákveðið að gerast meðlimir og ákveðinna ferðaþjónustuaðila, sem hafa það að markmiði að kynna möguleika til golfs á Íslandi fyrir erlendum söluaðilum golfferða, almennum kylfingum og fjölmiðlum.

Samtökin vinna hefðbundið að kynningarstarfinu með bæklingaútgáfu, rekstri vefsíðu, þátttöku í ferðasýningum,með beinum auglýsingum auk fjölmiðlatengsla. Golf Iceland vinnur eðlilega fyrst og fremst að kynningu sinna meðlima gagnvart þessum aðilum og eru t.d. eingöngu þeir klúbbar

sem eru meðlimir kynntir í öllu kynningarefni, á vefnum svo og á ferðasýningum og víðar. Þá eru samtökin og golfvellir innan samtakanna meðlimir í alþjóðasamstökunum IAGTO, þar sem þau hafa aðgang að hundruðum söluaðila golfferða og koma sér þar á framfæri gagnvart þeim. Samtökin eru fjármögnuð með félagsgjöldum meðlima auk opinberra styrkja.

Þegar Golf Iceland hóf starfsemi var gert ráð fyrir að erlendir kylfingar léku nálægt 1.000 hringjum hér á landi á ári. Eins og sést á mynd 1 þá hefur orðið mikil aukning á komum erlendra kylfinga á íslenska velli. Þetta fór eðlilega niður í Covid, en árið 2023 léku erlendir kylfingar hér um 10.500 hringi á íslenskum golfvöllum. Langstærstur hluti þeirra viðskipta var við þá golfvelli,serm eru meðlimir í Golf Iceland enda aðrir ekki kynntir gagnvart erlendum kylfingum eða söluaðilum erlendis.

Fjöldi hringja erlendra kylfinga á íslenskum völlum

Fjöldi hringja erlendra kylfinga á íslenskum völlum

Gestir Heimsóknir

Lengd heimsóknar

Flettingar

Hvað varðar sumarið 2024 þá höfum við aðeins tölur frá þeim golfklúbbum sem halda utan um spil erlendra kyflinga. Okkur vantar enn niðurstöður úr árlegri könnun Ferðamálastofu um kaup erlendra ferðamanna á afþreyingu á árinu,þar sem kemur fram hve margir leika golf. En miðað við þær tölur sem við höfum má gera ráð fyrir að um ca. 10% færri hringir hafi verið seldir til erlendra kylfinga í ár en í fyrra.

Skýringarnar sem nefndar hafa verið eru að það séu tveir þættir aðallega sem valda þessu. Í fyrsta lagi er einfaldalega samdráttur í komum erlendra gesta miðað við síðasta ár. Í öðru lagi þá hefur veðrið haft þau áhrif að þeir erlendu gestir sem hér eru

sem almennir ferðamenn og hafa í vaxandi mæli á undanförnum árum keypt einn og einn golfhring á ferð sinni um landið skila sér ekki eins á þessu rigningarsumri. Eftir stendur auðvitað spurningin um hver áhrifin eru tekjulega fyrir golfklúbbana ef einhver þar sem þeir sem hópar sem eru að koma í skipulegar golfferðir og kaupa mikla þjónustu skila sér á vellina enda allt löngu skipulagt og selt óháð veðri.

Og hvað varðar „þjóðarbúið“ þá er ljóst að aukning í skipulögðum golfferðum er hrein viðbót við ferðaþjónustuna á meðan hinn „almenni“ ferðamaður,sem spilar einn hring og einn hring er kominn hingað fyrst og fremst í öðrum tilgangi en að spila golf.

Það er einmitt með þessum rökum um auknar tekjur þjóðarbúsins,sem Golf Iceland hefur notið opinberra styrkja frá upphafi vegna sinnar kynningarvinnu.

Þessir ca. 10.000 hringir sem erlendir gestir eru að spila á íslenskum golfvöllum í sumar eru líklega,með öllum fyrirvörum, að skila íslenskum golfklúbbum í brúttótekjur með kaupum á vallargjöldum (hæsta verð),leigu á settum,kerrum og bílum svo og með kaupum í golfverslunum og veitingasölu 130-160 milljónum í sumar. Þessar upplýsingar eru miðaðar við þær upplýsingar sem einstakir golfklúbbar hafa nefnt varðandi þeirra gesti og er hér þannig yfirfært á heildina.

Þannig að frá því að GSÍ fór að sinna kynningu og markaðssetningu erlendis með þeim klúbbum sem ákváðu að vera með hafa tekjur þeirra vegna viðskipta erlendra kylfinga farið úr ca. 13-16 milljónum á núvirði í 130-160 milljónir. Þessar tekjur eru í langflestum tilfellum hreinar viðbótartekjur fyrir viðkomandi klúbba.

Vefsíða samtakana er golficeland.org og þar má finna helstu upplýsingar um þá golfvelli og þjónustuaðila sem er í samtökunum. Í vefmælingum má sjá að flestir gestir velja Vestmannaeyjavöll, Hlíðavöll í Mosfellsbæ og Jaðarsvöll á Akureyri. Þar stuttu á eftir koma í réttri röð Brautarholtsvöllur, Hvaleyrarvöllur og Geysir.

Sjálfboðaliðakort

Framlag sjálfboðaliða hefur verið drifkrafturinn á bak við golfhreyfinguna. Það að vera sjálfboðaliði í golfhreyfingunni getur falið í sér margvísleg störf s.d í kringum mótahald, stjórnarsetu eða nefndarstörf svo eitthvað sé nefnt. Almenn skilgreining á sjálfboðaliða er sá aðili sem vinnur launalaust, að eigin frumkvæði og öðrum til hagnaðar. Fyrir flesta golfklúbba er þetta ómetanlegur þáttur í þeirra starfi.

Fjöldi sjálfboðaliðakorta getur aldrei verið mælikvarði á hvað margir sjálfboðaliðar eru í golfhreyfingunni. En hins vegar er það tala sem hægt er að horfa til að meta virði þeirra ef svo á við. Rannsókn sem Þórdís Lilja Gísladóttir dósent við Háskóla Íslands gerði fyrir íþróttahreyfinguna

árið 2006 sýndi fram á áætlað virði sjálfboðaliðans. Ef við notum hennar útreikninga og núvirði á

allt stjórnarfólk í golfklúbbum á landinu sem eru um tæplega 400 manns. Áætlað virði framlags stjórnarfólks væri því um 240 milljónir árlega fyrir golfhreyfinguna. Það skal þó varast að taka of mikið mark á tölum sem þessum þar sem þær segja einungis til um peningalegt virði starfsins og taka því ekki tillit til annarra hluta sem eru meira virði en peningar.

Á hverju ári getur golfklúbbur launað 14 sjálfboðaliðum stafrænum afslætti sem veitir sjálfboðaliða og hans gesti hvern leikinn golfhring á 3.500 kr. Afsláttinn getur sjálfboðaliði notað tvisvar sinnum á öllum golfvöllum landsins frá 15. maí til 15. september. Fyrir rúmum áratug var gerð ítarleg könnun á notkun á þessum afslætti. Þau sem notuðu afsláttinn voru að nota hann fjórum sinnum á ári.

Stigskipting keppnisvalla

Tilgangur stigskiptingar er tvíþætt. Fyrst og fremst hefur verið litið á stigskiptinguna sem verkfæri til að auka gæði golfvalla á Íslandi og tryggja að klúbbar hafi sameiginleg viðmið að styðjast við og geti þannig hagað framkvæmdum við velli sína í samræmi við eigin markmið um gæði og stærð þeirra móta sem þeir hafa áhuga á að halda. Stigskiptingunni hefur einnig ætlað að vera tól til að auðvelda val á völlum til að halda Íslandsmót GSÍ. Íslandsmót GSÍ eru 23 talsins og hafa mismunandi kröfur til vallanna sem hýsa þau. Með stigskiptingu keppnisvalla ætti að vera auðvelt að ákvarða hvaða vellir uppfylla skilyrði til þess að halda þessi Íslandsmót. Uppsetning stigskiptingar er sett fram með þeim hætti að völlum er skipt upp flokka.

A-VÖLLUR

18 holu völlur sem getur haldið öll mót á vegum GSÍ þar með talið Íslandsmótið í höggleik. Til að geta talist A völlur þarf völlur að uppfylla eftirfarandi skilyrði fyrir árin:

2027: GEO, menntaður vallarstjóri, sjálfvirkt vökvunarkerfi í öllum flötum vallarins, þ.m.t æfingaflötum. Golfskáli með veitingasölu sem uppfyllir reglugerðir.

2030: Æfingasvæði til að slá full golfhögg, Vökvunarkerfi í svuntum og teigum. Aðstaða fyrir vallarstarfsmenn sem uppfyllir reglugerðir .

2033: Klúbbhúsin - Búningsklefar - blaðamannaaðstaða og fleira. Aðstaða fyrir mótsstjórn og móttöku skorkorta í klúbbhúsi eða við klúbbhús

Lágmarkslengd keppnisvalla af öftustu teigum:

B-VÖLLUR

18 holu völlur sem getur haldið öll mót á vegum GSÍ utan Íslandsmóts í höggleik, s.s., Íslandsmót eldri kylfinga í höggleik og Íslandsmótið í holukeppni. Til að geta talist B völlur þarf völlur að uppfylla eftirfarandi skilyrði fyrir árin:

2027: GEO, Menntaður vallarstjóri.

2030: Vökvunarkerfi í flötum, Golfskáli með veitingasölu sem uppfyllir reglugerðir

2033: Vökvunarkerfi í svuntum og teigum. Aðstaða fyrir vallarstarfsmenn sem uppfyllir reglugerðir

C-VÖLLUR

9 holu völlur sem getur haldið hluta af mótum á vegum GSÍ, s.s. neðri deildarkeppni í Íslandsmóti golfklúbba og áskorendamót.

2027: GEO

2030: Menntaður vallarstjóri - Klúbbhús m/gildu starfsleyfi

2033: Vökvunarkerfi í flötum

D-VÖLLUR

9 holu völlur sem ekki nær C viðmiðum eða vellir með færri holur. Halda ekki GSÍ mót en önnur almenn mót.

Stigskiptingunni er ætlað að þjóna sem viðmið fyrir golfklúbbana og mótanefnd Golfsambandsins. Með stigskiptingunni er komið verkfæri fyrir golfklúbbana til að vinna að tilteknum markmiðum. Það er síðan hvers golfklúbbs að ákveða hvert skal stefna og stigskiptingin markar þá tiltekið markmið sem golfklúbbarnir geta reynt að ná.

Rekstrarreikningur

1.október 2023 - 30. september 2024

Rekstrartekjur

Árgjöld félaga............................................................

Styrkir og framlög...................................................

Samstarfsaðilar........................................................

Aðrar tekjur................................................................

Rekstrartekjur samtals

Rekstrargjöld

Laun og launatengd gjöld.......................................

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður..................

Útgáfa, markaðs-og kynningarmál...................

Upplýsingakerfi .......................................................

Afreksmál ..................................................................

Mótahald.....................................................................

Erlend samskipti.......................................................

Lýðheilsa og umhverfismál..................................

Annar rekstrarkostnaður.......................................

Afkoma fyrir fjármagnstekjur og gjöld

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Vaxtatekjur og gengismunur..............................

Vaxtagjöld og gengismunur................................

Rekstrargjöld samtals

Heildarafkoma

Allar fjárhæðir eru í þús. kr.

75,598 20,353 716 226,405 71,029 19,069 24,416 29,616 45,068 18,486 8,554 6,031 4,068 226,337 69 4,901 (68) 4,833 4,902

Efnahagsreikningur 30.september 2024

Eignir:

Veltufjármunir

Viðskiptakröfur............................................................

Fyrirframgreiddur kostnaður

Aðrar skammtímakröfur............................................

Handbært fé.................................................................

Veltufjármunir

Skuldir og eigið fé:

Eigið fé

Eignir alls

Eigið fé í upphafi árs.................................................

Aðrar breytingar á eigin fé.....................................

Afkoma ársins..............................................................

Eigið fé

Skammtímaskuldir

Viðskiptaskuldir..........................................................

Fyrirframinnheimtar tekjur.....................................

Ýmsar skuldir...............................................................

Skammtímaskuldir

Skuldir og eigið fé alls

Allar fjárhæðir eru í þús. kr.

Sundurliðanir

1. Styrkir og framlög

Afrekssjóður ÍSÍ...............................................

ÍSÍ, lottó...............................................................

Útbreiðslustyrkur ÍSÍ......................................

Opinberir styrkir..............................................

R&A...................................................................... Samtals

2.Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

Funda- og stjórnunarkostnaður...............

Skrifstofukostnaður......................................

Húsaleiga ÍSÍ....................................................

Starfsmannakostnaður................................ Samtals

3.Útgáfa, markaðs- og kynningarmál

Sjónvarpsútsendingar..................................

Golf á Íslandi....................................................

Fræðslustarfsemi...........................................

Auglýsingar og markaðssetning..............

Útbreiðsla íþróttarinnar...............................

Styrktarsjóður golfklúbba...........................

Annar kostnaður............................................. Samtals

4.Upplýsingakerfi

Golfbox -IT kerfi.............................................

Þróunarkostnaður (Players first).............

Vallarmat...........................................................

Tölvukostnaður............................................... Samtals

5.Afreksmál

Heimsmeistaramót........................................

Evrópumót.......................................................

Önnur mót IGF/EGA ofl..............................

Æfingabúðir.....................................................

Kostnaður afreksstjóra og starfsmanna.........

Búnaður leikmanna........................................

Styrkir og framlög..........................................

Annar kostnaður.............................................

6.Mótahald

Íslandsmót........................................................

Verðlaun............................................................

Mótsstjórn.........................................................

Vallarleiga ofl................................................... Samtals

7.Erlend samskipti

EGA - árgjald....................................................

Funda- og ferðakostnaður..........................

Móttaka erl. gesta........................................... Samtals

Rekstraráætlun 2025

Rekstrartekjur

Árgjöld félaga.......................................................

Styrkir og framlög...............................................

Samstarfsaðilar....................................................

Aðrar tekjur...........................................................

Rekstrartekjur samtals

Rekstrargjöld

Laun og launatengd gjöld................................

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður.............. Útgáfa, markaðs-og kynningarmál................

Upplýsingakerfi ..................................................

Afreksmál .............................................................

Mótahald.................................................................

Erlend samskipti..................................................

Lýðheilsa og umhverfismál.............................

Annar rekstrarkostnaður..................................

Rekstrartekjur samtals

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Vaxtatekjur og gengismunur..........................

Vaxtagjöld og gengismunur............................

Samtals

Heildarafkoma

Sundurliðanir

1. Styrkir og framlög

Afrekssjóður ÍSÍ............................................

ÍSÍ, lottó...........................................................

Útbreiðslustyrkur ÍSÍ...................................

Opinberir styrkir...........................................

R&A................................................................... Samtals

2.Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

Funda- og stjórnunarkostnaður.............

Skrifstofukostnaður....................................

Húsaleiga ÍSÍ..................................................

Starfsmannakostnaður.............................. Samtals

3.Útgáfa, markaðs- og kynningarmál

Sjónvarpsútsendingar................................

Golf á Íslandi..................................................

Fræðslustarfsemi.........................................

Auglýsingar og markaðssetning............ Útbreiðsla íþróttarinnar.............................

Styrktarsjóður golfklúbba.........................

Annar kostnaður........................................... Samtals

4.Upplýsingakerfi

Golfbox - IT kerfi..........................................

Þróunarkostnaður........................................

Vallarmat.........................................................

Tölvukostnaður............................................. Samtals

5.Afreksmál

Heimsmeistaramót......................................

Evrópumót.....................................................

Önnur mót IGF/EGA ofl............................

Æfingabúðir....................................................

Kostnaður afreksstjóra og starfsmanna...

Búnaður leikmanna......................................

Styrkir og framlög........................................

Annar kostnaður...........................................

6.Mótahald

Íslandsmót......................................................

Verðlaun..........................................................

Mótsstjórn.......................................................

Vallarleiga ofl................................................ Samtals

7.Erlend samskipti

EGA - árgjald.................................................

Funda- og ferðakostnaður.......................

Móttaka erl. gesta........................................

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.