Page 1

FRAMTÍÐARSÝN 2025 AFREKSSTEFNA


FRAMTÍÐARSÝN 2025 - YFIRLIT STEFNA

Að koma íslenskum kylfingum á verðlaunapall á alþjóðavettvangi

MARKMIÐ

FERLI

Sjá til þess að einstaklingar séu lausir við meiðsli, geti þroskað með sér persónulega hæfileika sína og hámarkað möguleika sína sem kylfingar

Aukin þáttaka á A/B/C stigi og viðburðum afreks-áhugamanna í Evrópu og Bandaríkjunum og á alþjóðlegum mótum

Að þjálfa upp atvinnuleikmenn, færa um að ná inná OWGR og Rolex heimslistana meðal 100 bestu og keppa á Ólympíuleikunum. Að þjálfa upp áhugaleikmenn, færa um að ná inn heimslista WAGR meðal fimmtíu bestu. Koma á fót liðum sem fær eru um að standa fyrir sínu í liðakeppnum og keppa við lið í tíu efstu sætum í EGA, á meistaramótum karla, kvenna, drengja og stúlkna. Þjálfa upp kylfinga, færa um að ná sæti á lista yfir 15 bestu kylfinga á Evrópu- og Heimsmeistaramótaröðum áhugamanna (Eisenhower Trophy og Espirito Santo Trophy) bæði í flokki einstaklinga og sem lið

Koma á fót viðurkenndum viðburði á Íslandi á alþjóðamælikvarða fyrir áhugamenn, bæði yngri kylfinga og afrekskylfinga Auka þátttökumöguleika íslenskra atvinnukylfinga Setja upp innanhúss æfingaaðstöðu fyrir leikmenn GSÍ

LYKILAÐILAR Team Iceland Pro: Forskot: Atvinnu- og áhugamenn með WAGR undir 200, líklegir til þess að stefna á þátttöku í Ólympíuleikunum. Team Iceland Tier 1: Afreksáhugamenn á heimslista WAGR á milli 201-1000, þátttakendur á heimsmeistaramótum og liða- og/eða einstaklings- meistaramótum í Evrópu.

Reglulegar æfingabúðir fyrir leikmenn staðsetta í Bandaríkjunum

Team Iceland Tier 2: Áhugaleikmenn sem stefna á velgengni á evrópskum vettvangi og sýna stöðuga framför og endurtekinn árangur á landsvísu. WAGR á milli 10011500.

Árlegt kynningarmót fyrir væntanlega háskólakylfinga í Bandaríkjunum (haldið seinni hluta febrúar)

Leikmenn yngri en 16 ára sem hafa sýnt verulegan árangur á landsvísu og eru samkeppnishæfir á alþjóðavettvangi, en eru ekki á lista WAGR.

Aðstoða við að mennta þjálfara á heimsmælikvarða og efla stuðningskerfi til þess að viðhalda framförum íslenskra leikmanna innan klúbbanna

Framþróun efnilegra yngri leikmanna er skilgreind samkvæmt mælikvarða klúbbsins fyrir utan WAGR 2000 listann.


FRAMTÍÐARSÝN 2025 - ÁÆTLUN FRAMTÍÐARSÝN “Að íslenskir kylfingar komist á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum”

VERKEFNI Að skapa umhverfi sem eflir frammistöðu íslenskra kylfinga til þess að ná árangri á alþjóðavettvangi. Þessu markmiði verður náð með því að fjárfesta í framþróun leikmanna og þjálfara og með því hlúa að hæfileikafólki. Lokamarkmiðið er að byggja upp betra fólk, betri íþróttamenn og betri kylfinga.

GILDI SAMSTAÐA Við erum kannski lítil þjóð, en við stöndum saman og erum stolt. Við munum styðja hvort annað. SEIGLA Við erum sterk í samkeppni og gefumst aldrei upp. Við erum óhrædd. ENGIN TAKMÖRK Við höfum trú á að við munum ná langt. Við erum staðráðin í að vera í stöðugri framför.

4

FRAMTÍÐARSÝN 2025


INNGANGUR

Núverandi afreksstefna hefur verið í gildi frá árinu 2012 og tekist hefur að ná einu helsta markmiði þeirrar stefnu, sem var að stuðla að því að leikmenn kæmust í keppni á hæsta þrepi í atvinnumennsku og náðist það markmið fyrir tímabilið 2017. Afreksstefna fyrir tímabilið 2012-2022 tók gildi 24.11.2011 og þar voru sett fram skýr markmið að stefna að. Vinnan var leidd af Úlfari Jónssyni og Theódóri Kristjánssyni og byggðist ásamt öðru á athugasemdum og hugmyndum frá íþróttastjórum golfklúbba landsins. Tilgangur þeirrar stefnumótunar sem lögð er til í þessu skjali, er að byggja á því góða starfi og þeim árangri sem náðst hefur nú þegar, og veita íslenskum kylfingum möguleikann á því að ná langt á alþjóðavettvangi. Annar lykilhluti stefnunnar er að skapa umhverfi þar sem fleiri leikmenn geta fetað í fótspor afreksleikmanna okkar. Aðalhlutverk GSÍ er að auðvelda leikmönnum að vaxa stig af stigi; frá því að ná árangri á landsvísu, til þess að ná Heims- og Evrópumeistaramóts staðli og komast áfram í atvinnumennsku og á Ólympíuleika. Öll aðstoð mun fyrst og fremst miðast að þörfum hvers og eins og veitt á einstaklings grundvelli, öfugt við hefðbundinn hópstuðning. Gagnvart atvinnumönnum Forskots mun hlutverk GSÍ einkum felast í að aðstoða atvinnuleikmenn við framþróun ferils þeirra sem og að sjá fyrir þjálfun, leiðbeiningu og aðstoð Fagteymis eftir þörfum.

FRAMTÍÐARSÝN

Framtíðarsýn 2025 er leið GSÍ til þess að gera íslenskum kylfingum kleift að komast á verðlaunapall á heimsvísu. Þetta mun okkur takast með góðri frammistöðu á Ólympíuleikum og atvinnumótaröðum, sem og góðu gengi á áhugamannamótum, Heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum.

MARKMIÐ (KVARÐI Á VELGENGNI) Undir núverandi stefnu hafa íslenskir kylfingar meðal annars náð eftirfarandi áföngum: nn Tveir kvenkyns atvinnuleikmenn kepptu á LPGA Tour og Ladies European Tour 2017 nn Einn karlkyns atvinnuleikmaður vann mót á European Challange Tour 2017 nn Einn karlkyns atvinnuleikmaður vann mót á Nordic League og varð efstur á stigalistanum (Order of Merit) nn Einn kvenkyns áhugaleikmaður varð í fjórða sæti í European Ladies Amateur Championship (einstaklingskeppni) á árinu 2017 nn Einn karlkyns og einn kvenkyns kylfingur tóku þátt í British Amateur Championship 2017.

6

FRAMTÍÐARSÝN 2025


Markmið nýju stefnunnar er að byggja á þessari velgengni og stefna á eftirfarandi: nn Tryggja að einstaklingar séu lausir við meiðsli, geti byggt upp sína persónulega færni og náð eins langt og mögulegt er sem kylfingar. nn Að þjálfa upp áhugaleikmenn sem hafa tök á að komast á topp 50 á heimslista WAGR. nn Að byggja upp atvinnuleikmenn sem komast ítrekað inná heimslista OWGR/ Rolex Rankings yfir 100 bestu kylfinga heims og eru færir um að keppa á Ólympíuleikunum. nn Byggja upp lið sem eru fær um að standa fyrir sínu keppnislega og geta keppt við lið sem eru í tíu efstu sætum í fyrstu deild EGA í liðakeppnum á karla-, kvenna-, drengja- og stúlknameistaramótum nn Þjálfa upp einstaklinga færa um að ná sæti á lista yfir 15 bestu kylfinga á Evrópu- og Heimsmeistaramótaröðum áhugamanna (Eisenhower Trophy og Espirito Santo Trophy) bæði í einstaklingskeppnum og liðakeppnum.

AÐFERÐIR TIL AÐ NÁ SETTUM MARKMIÐUM Til á ná þessum markmiðum mun GSÍ nýta sér eftirfarandi aðferðir og ráðstafanir: 1. Fjölga afrekskylfingum á Íslandi, sem eru færir um að keppa og ná langt í virtustu WAGR-mótunum á heimsvísu. 2. Koma á fót alþjóðlega viðurkenndu áhugamannamóti á Íslandi bæði fyrir yngri kylfinga og afrekskylfinga, og bæta stöðugt gæðastig á mótaröðum innanlands. 3. Auka þátttökumöguleika íslenskra atvinnukylfinga í gegnum Nordic League og/eða European Challenge Tour og Ladies European Tour. 4. Koma á laggirnar þjálfunaraðstöðu erlendis fyrir leikmenn GSÍ fyrir heilsársaðgengi. 5. Setja á fót kynningarviðburði fyrir tilvonandi NCAA leikmenn í Bandaríkjunum og sjá til þess að leikmenn búsettir í Bandaríkjunum komist í æfingabúðir. 6. Framþróa og betrumbæta þjálfunaraðstoð á heimsmælikvarða sem beinist að að velferð leikmanna og að brýna hæfileika þeirra. 7. Gera innviði afreksstefnu GSÍ að gagnsæju og auðfáanlegu úrræði á vefsíðu sambandsins. 8. ppfæra á ársfjórðungsfresti hvernig markmiðum og áætlunum miðar áfram.

FRAMTÍÐARSÝN 2025

7


ÁRANGURSSTAÐLAR OG LYKILMÓT Til skamms tíma 1. Fjöldi kylfinga sem nær árangri á einhverju af eftirtöldum atvinnumannamótum á hverju almanaksári: a. European Tour / LPGA Tour / Ladies European Tour b. Challenge Tour / Symetra Tour c. Mót fyrir verðandi atvinnumenn: Nordic League eða sambærilegt mót / LET Access Tour. 2. Fjöldi þátttakenda sem nær árangri á lykil-áhugamannamótum á hverju almanaksári: a. Eisenhower Trophy / Espirito Santo Trophy (haldið á tveggja ára fresti) b. European Amateur Championship c. British Amateur / British Ladies Amateur Championship d. British Boys / Girls Championship e. Duke of York / European Young Masters f. Elite - E WAGR-mót í flokki alþjóðlegra áhugamannamóta. Til 3. 4. 5.

meðal/langs tíma Fjöldi og sæti atvinnuleikmanna á heimslista OWGR og Rolex Rankings Fjöldi og sæti leikmanna á heimslista áhugamanna (WAGR) Fjöldi þeirra sem nær árangri á lykil-áhugamannamótum í liðakeppnum á hverju almanaksári, svo sem: a. European Team Championships í karla-, kvenna-, stúlkna- og drengjaflokki, (þegar frambærilegt og keppnishæft lið hefur tök á að taka þátt). b. Eisenhower Trophy / Espirito Santo Trophy (haldið á tveggja ára fresti) c. Ólympíuleikar ungmenna (haldið á fjögurra ára fresti) d. lympíuleikarnir (haldnir á fjögurra ára fresti) 6. Leikmenn sem ná tölfræðilega markverðum áföngum, sem gögn frá Shotstohole.com leggja að jöfnu. Tölfræðigreiningarverkfæri GSÍ er eftirfarandi: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1wf8ujqAHkTyymNAQ_ iogDsuFcOB2GeR1rL8rnoTEU24/edit#gid=0

8

FRAMTÍÐARSÝN 2025


ÞÁTTTAKA OG FRAMÞRÓUN HÆFILEIKAFÓLKS

Í skjalinu ,,Stefna Golfhreyfingarinnar á Íslandi 2013-2020” er nú þegar fjallað um vöxt golfíþróttarinnar á Íslandi á grundvelli þátttöku og framþróunar. Sú stefna hefur að leiðarljósi fjögur megingildi: Lífsgæði, heiðarleika, aga og jákvæðni. Stefnan var unnin í samstarfi við ÍSÍ og stendur til að endurskoða og betrumbæta stefnuna á árinu 2019. Þessari stefnu hefur verið hrint í framkvæmd með góðum árangri og sérstök áhersla er lögð á áríðandi viðfangsefni, svo sem að auka þátttöku stúlkna í íþróttinni. Helstu markmið stefnunnar eru sem hér segir: 1. Fjölga kylfingum á Íslandi af báðum kynjum og á öllum aldri. 2. Að gera Golfsambandið að samstarfsvettvangi allra samtaka innan golfhreyfingarinnar á Íslandi. 3. Að gera golfíþróttina að aðgengilegum og ákjósanlegum kosti fyrir alla fjölskylduna. Auka þátttöku barna og unglinga í íþróttinni. 4. Stuðla að því að golfklúbbar landsins verði sem mest sjálfbærir og gangi í gegnum umhverfisvottun. 5. Stuðla að því að íslenskir afrekskylfingar nái langt á alþjóðavísu. Til þess að fylgjast með þróuninni hvað varðar þátttöku og framför, skulu eftirfarandi viðmið notuð árlega: 7. Fjöldi afrekskylfinga og þeirra sem ekki eru afreksleikmenn: §§ Í hverjum klúbbi §§ hverjum flokki, skipt eftir kyni og aldri 8. Meðal forgjöf §§ Efstu 10 – karlar og konur §§ Efstu 25 – karlar og konur §§ Efstu 50 – karlar og konur §§ Efstu 100 – karlar og konur 9. Fjöldi ungmenna sem tekur þátt í Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni árlega, eftir kyni og aldri. 10. Fjöldi yngri leikmanna sem tekur þátt í klúbbastarfi og æfingum árlega. GSÍ mun vinna í samstarfi við R&A (Yfirstjórn golfs utan Bandaríkjanna) að því að efla þátttöku.

FRAMTÍÐARSÝN 2025

9


SKILGREINING OG ÚTLISTUN Á AFREKSLEIKMÖNNUM GSÍ (ÁHUGAMANNALIÐ SAMTALS: 35 LEIKMENN Á HVERJU ÁRI)

Team Iceland Professional Forskot Atvinnuleikmenn og áhugaleikmenn í sæti undir 200 á heimslista WAGR, líklegir til þess að stefna á þátttöku á Ólympíuleikunum og ná árangri á alþjóðavettvangi. Hafa að viðmiði forgjöf um +3.5 eða betri (karlar) og +2.0 eða betri (konur). GSÍ mun bjóða upp á þjálfun, leiðbeiningu og stuðning fyrir atvinnuleikmenn sem og þjónustu Fagteymis fyrir líkamlega og andlega eflingu. Áhugaleikmenn geta valið að taka þátt í starfsemi Atvinnuteymisins, samkvæmt eftirtöldum viðmiðum: Team Iceland Tier 1 (Heims-, Evrópumeistaramót) Afreks áhugaleikmenn í sæti á milli 201-1000 á heimslista WAGR (1. nóvember) sem stefna á að ná árangri á Heimsmeistaramóti og taka þátt í Evrópumótum í liðakeppni og/eða einstaklingskeppni. Hafa að viðmiði forgjöf um +2.0 eða betri (karlar) og 0.0 eða betri (konur). Þetta gildir einnig fyrir leikmenn undir 18 ára aldri sem sýna fram á verulega áframhaldandi velgengni á landsvísu sem og á alþjóðavettvangi og eru mögulegir þátttakendur á Ólympíuleikum ungemenna. GSÍ mun bjóða uppá stuðning við þjálfun, möguleika á að komast á mót og þjónustu Fagteymis fyrir líkamlega og andlega eflingu. Team Iceland Tier 2 (Árangur á landsmótum og á alþjóðamótum) & Ólympíuleikar ungmenna Áhugaleikmenn í sæti á milli 1001-1500 á heimslista WAGR (1. nóvember) sem stefna á velgengni í Evrópu og sýna stöðuga framför og ná endurteknum árangri á landsvísu. Hafa að viðmiði forgjöf um +1.0 eða betri (karlar) og 1.5 eða betri (konur). Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni í lok árs uppfylla sjálfkrafa öll skilyrði, óháð sæti á WAGR – nema að aðrar undantekningar eigi við og í þeim tilfellum fellur staðan til leikmannsins í næsta sæti. GSÍ mun bjóða uppá stuðning við þjálfun, möguleika á að komast á mót og þjónustu Fagteymis fyrir líkamlega og andlega eflingu. Framþróun efnilegra yngri leikmanna er skilgreind samkvæmt mælkvarða klúbbsins eins og fram kemur í þátttöku og framþróun hæfileikafólks. Aðrir GSÍ mun einnig styðja við þátttöku leikmanna/liða sem ekki falla undir ofangreinda flokka í Evrópu/ Heimsmeistaramótum, svo sem: nn nn nn nn

European European European European

Mid Amateur Championships Senior Ladies & Mens Championships Club Trophy Team Championship for Golfers with Disability

Í tengslum við framþróunarstefnuna mun áætlunin ‘Framtíðarsýn 2025’ beina athyglinni að allt að 6 yngri leikmönnum árlega, úr hverjum aldursflokki:

10

FRAMTÍÐARSÝN 2025


nn 14 ára og yngri, drengir og stúlkur nn 15-16 ára, drengir og stúlkur nn 17-18 ára, drengir og stúlkur Þeir leikmenn sem veljast eru þeir sem hafa fyrirliðastöðu í hverjum aldursflokki fyrir sig, sýna fram á jákvæða þróun í þá átt að uppfylla inntökuskilyrði áðurnefndra alþjóðlegra móta. Að auki mun persónulegur metnaður og vilji til að bæta sig skipta máli í valferlinu. Til viðbótar við þennan hóp hefur landsliðsþjálfari möguleika á því að velja efnilega leikmenn á grundvelli frammistöðu og framfara, með sérstakri áherslu á frammistöðu á alþjóðlegum og innanlands mótum. Þetta á einnig við um leikmenn sem gætu verið staðsettir utan Íslands. Gert er ráð fyrir að allir þeir leikmenn sem valdir verða muni skrifa undir leikmannssamning við GSÍ, sem skuldbindur báða aðila til ákveðinnar þjónustu, hegðunar og gildismats.

VEGUR LEIKMANNA GSÍ TIL ATVINNUMENNSKU

FRAMTÍÐARSÝN 2025

11


Ef íslenskur kylfingur kýs að verða atvinnuleikmaður, ætti sá hinn sami að hafa tekið þátt í þeim mótum sem lýst er í eftirfarandi töflu á viðeigandi aldri. Að auki ætti hann/hún að sýna fram á árangur á alþjóðlega vísu og vera í sæti á milli 50-100 á heimslista WAGR. Leikmaðurinn ætti einnig að hafa keppt í European Tour Qualifying School (Úrtökumóti evrópsku mótaraðarinnar) sem áhugamaður.

ÆFINGAAÐSTAÐA GSÍ

Eins og er hefur GSÍ ekki ákveðna æfingaaðstöðu eða golfvöll sérstaklega fyrir þjálfun landsliða og kylfinga. Æfingaarbúðir og æfingaaðstaða hafa verið nýttar hjá ýmsum klúbbum á Reykjavíkursvæðinu og víðar. Gert er ráð fyrir að þetta fyrirkomulag muni haldast óbreytt í náinni framtíð varðandi þjálfun og æfingar. GSÍ mun sækjast eftir að nýta sér aðstöðu hjá skrifstofum ÍSÍ fyrir námskeið og kúrsa. Til þess að sjá fyrir æfingum utandyra yfir vetrarmánuðina mun GSÍ koma á laggirnar aðstöðu til þess, víðsvegar á Spáni. Þar munu leikmenn geta nýtt sér æfingaaðstöðu, gistingu og mat á afslætti. Þessir staðir verða Costa Ballena, Novo Sancti Petri (Andalúsíu) og Lumine (Katalóníu). Skilmálar fyrir þessu fyrirkomulagi verða endurskoðaðir reglulega til þess að aðstæður nýtist bæði þjálfurum og leikmönnum sem best og séu sem hagstæðastar. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að auka þann tíma sem mögulegt er að æfa og spila golf utandyra á tímabilinu frá október til apríl. Einnig verður þessi aðstaða nýtt til þess að hýsa æfingabúðir fyrir leikmenn.

FAGTEYMI GSÍ

GSÍ hefur skipað í hóp sérfræðinga til að stuðla að því að ,,Framtíðarsýn 2025” áætlunin verði að veruleika. Þessi hópur fagmanna mun hafa umsjá með þjálfun, andlegum stuðningi og íþróttatengdum meiðslum. Eftirfarandi einstaklingar eru sérfræðingar á sínu sviði og og GSÍ mælir með að leitað sé til þeirra þegar leikmaður þarfnast sérþekkingar á sviði næringar, sálfræði, þjálfunar og meiðsla. Fagteymi hefur verið til staðar frá árinu 2012, en þátttaka þess hefur hingað til verið í lágmarki. Frá árinu 2018 mun Fagteymi verða ábyrgt fyrir velferð leikmanna samkvæmt eftirfarandi skilmálum: Aðalhlutverk Fagteymis er að aðstoða við framþróun leikmanna, þjálfara og starfsliðs á heimavelli til þess að skapa þjálfunarumhverfi á heimsmælikvarða Hingað til hefur að mestu verið unnið að líkamlegum og sálfræðilegum undirbúningi leikmanna innan klúbbanna, og mun sú vinna halda áfram. Skammtímamarkmið Fagteymisins er að kanna og greina núverandi ástand íþróttafólks okkar – bæði líkamlegt og andlegt ásigkomulag, sem og tæknilega færni og kunnáttu. Þessar upplýsingar verða notaðar til að þróa langtímaáætlun til að koma í veg fyrir meiðsli og leiðbeina klúbbum, þjálfurum og leikmönnum um viðeigandi framþróun. Þessari vinnu verður fylgt eftir með rannsóknaverkefnum sem nemendur Háskólans í Reykjavík verða fengnir til að vinna.

12

FRAMTÍÐARSÝN 2025


Verklag við meðhöndlun á meiðslum Eins og stendur hefur ekki legið fyrir ákveðið verklag til þess að styðja við leikmenn sem hafa orðið fyrir meiðslum. Með því að fylgja eftir stefnunni ,,Framtíðarsýn 2025” verður aðal vinnan fólgin í líkamsþjálfun með það að leiðarljósi að fyrirbyggja meiðsli, en hins vegar mun eftirfarandi ferli verða viðhaft ef meiðsli skyldu verða: nn Íþróttaiðkandinn/þjálfari/foreldri tilkynnir meiðslin til landsliðsþjálfara eða eins af meðlimum fagteymis. nn Yfirlæknir, sjúkraþjálfarar, landsliðsþjálfari og persónulegur þjálfunarhópur vinna saman að því að meta umfang meiðslanna og nauðsynlegra meðferða og prófana. nn Fagteymi, leikmaður, þjálfari og fagteymi sammælast um viðeigandi meðferð og meta hvort nauðsynlegt sé að breyta þjálfunaraðferðum. nn Meðferðaráætlunin er kynnt fyrir öllum í liðinu, þjálfara og fagteymi. nn Fylgst er með bata og ,,endurheimt til leiksins“ af yfirlækni, sjúkraþjálfara og leikmannahóp.

*Kraemer et al (2009) Recovery From Injury in Sport: Considerations in the Transition From Medical Care to Performance Care, Sports Physical Therapy

FRAMTÍÐARSÝN 2025

13


Fagteymi GSÍ mun vinna að því að þróa fyrirbyggjandi verklagsreglur sem leikmenn geta notfært sér. Markmiðið er að tryggja að líkamleg heilsa sé höfð í fyrirrúmi og að geta greint þau undirstöðuatriði sem geta valdið meiðslum, finna veikleika eða þau atriði sem geta haft neikvæð áhrif á leikmanninn frá líkamlegu og líffræðilegu sjónarmiði. Þessar verklagsreglur verða tilbúnar í júní 2018. Þjónustuaðilar GSÍ munu aðstoða við að sjá fyrir markvissri þjálfun og fræðslu hjá golfklúbbunum og fyrir útvalda hópa íþróttafólks með reglulegu millibili. Landsliðsþjálfari mun stefna að því að mæta þörfum æskulýðsnefnda þeirra klúbba sem ekki hafa þjálfara við störf. Fagteymi mun leitast við að vinna með því fagfólki sem er að störfum í klúbbunum og aðstoða við að samræma markmið klúbbanna að stefnu GSÍ. Landsliðsþjálfari mun einnig leitast við að ráðleggja leikmönnum, foreldrum og klúbbum þegar sækja á um námsstyrk og inngöngu í háskóla, bæði í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ráðgjöfin miðar að þörfum einstaklinga, þeim stofnunum sem mælt er með og ráðleggingum sérfræðinga sem veita þá þjónustu að aðstoða við að finna íþróttafólki stað við hæfi. Landsliðsþjálfari mun stefna að því að skipuleggja þjálfunarbúðir og mót í Bandaríkjunum til að kynna framsækna leikmenn. Þetta mun gefa erlendum þjálfurum möguleika á að sjá okkar leikmenn í verki og stuðla að því að koma okkar leikmönnum í hátt metnar íþrótta- og menntastofnanir. Atgervispróf á leikmönnum varðandi andlega og líkamlega hæfni verða framkvæmdar tvisvar á ári. Þar að auki verða 20 hóptímar í íþróttasálfræði á ári auk persónulegra funda þar sem þörf er á. Lífaflfræðileg greining verður framkvæmd af Háskóla Reykjavíkur tvisvar á ári fyrir Forskots leikmenn. Einnig verður 1:1 lífaflfræðileg athugun framkvæmd af Mark Bull og landsliðþjálfara í þjálfunarbúðum og á æfingum. Íþróttafræði og sálfræði nn Mark Bull (Bull 3D) lífaflsfræði nn Hafrún Kristjánsdóttir (Háskólinn í Reykjavík) íþróttasálfræði nn Ingi Þór Einarsson (Háskólinn í Reykjavík) íþróttafræði nn Magnús K. Gíslason (Háskólinn í Reykjavík) lífaflsfræði Heilsa nn Brynjólfur Mogensen yfirlæknir við LSÍ háskólasjúkrahús nn Bergur Konráðsson, Kírópraktorstöðin (kírópraktor) nn Pétur Jónsson Atlas endurhæfing (sjúkraþjálfari) nn Baldur Gunnbjörnsson; Styrkur (sjúkraþjálfari) Tölfræðileg aðstoð nn Stuart Leong (Shotstohole.com)

14

FRAMTÍÐARSÝN 2025


LYFJAEFTIRLIT

GSÍ fylgir lögum ÍSÍ í lyfjamálum, lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ sér um framkvæmd lyfjaeftirlits meðal íþróttafólks á Íslandi. Lyfjaeftirlitsnefndin starfar samkvæmt reglum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA. Alþjóðlegt lyfjaeftirlit er framkvæmt í samræmi við Alþjóða lyfjaeftirlitsreglurnar (World Anti Doping Code) og alþjóðlega staðla WADA um lyfjaeftirlit. Gott lyfjaeftirlit er afar mikilvægt – bæði fyrir íþróttamanninn og íþróttina.

AFREKSNEFND GSÍ

Afreksnefnd GSÍ gegnir því hlutverki að hafa umsjón með og yfirfara starfsemi íþróttastjóra og landsliðsþjálfara og jafnframt veita leiðsögn um stefnu. GSÍ mun í samstarfi við golfklúbba landsins leitast við að bæta skilyrði fyrir framþróunarstarf á Íslandi. Reglulegt eftirlit með hlutverki stefnunnar er undir Afreksnefnd GSÍ komið, og ber þeim að upplýsa stjórn GSÍ reglulega um gang verkefnisins og stöðuna á hverjum tíma. Úttekt á stöðunni verður einnig kynnt árlega á golfþingi og á formannsfundum. Afreksnefndin skal einnig sjá til þess að Afreksstarfið sé innan fjárhagsáætlunar og ber að tryggja að upplýsingar um málefni nefndarinnar séu gagnsæ og aðgengileg á vefsíðu sambandsins. Framkvæmd á innra starfi Afreksstefnunnar er á ábyrgð landsliðsþjálfara. Hann skal sitja á fundum Afreksnefndarinnar og taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar. Að auki er hlutverk þjálfara að: Leggja til verkefni fyrir komandi leiktíð og: nn Skipuleggja verkefni/keppnir erlendis fyrir landsliðið og einstaklinga í Afrekshópnum bæði fyrir áhuga- og atvinnuleikmenn nn Skipuleggja æfingabúðir, að hluta til eða að öllu leyti. nn Skipulegga æfingatímatöflur fyrir hópana nn Velja og tilkynna Afrekshópinn fyrir árið, og skipa úr þeim hópi einstaklinga til þess að spila í: §§ Einstaklingsviðburðum og liðakeppnum §§ Team Iceland Professional (Forskot) nn Vera ábyrgur fyrir opinberum tilkynningum og kynningum á vegum afreksstarfs GSÍ og koma fram fyrir hönd sambandsins vegna mála sem tengjast því starfi. nn Halda úti vefsíðu um afreksstarfið og alþjóðlegar liðakeppnir nn Vinna náið með þjálfara kylfinganna í afrekshópnum og leiðbeinendum í hverjum landshluta til að hjálpa leikmönnum við undirbúning, sem og hafa umsjón með æfingaáætlun, ef eftir því er óskað.

FRAMTÍÐARSÝN 2025

15


Í Afreksnefnd GSÍ sitja: nn Helgi Anton Eiríksson, formaður afreksnefndar GSÍ nn Jussi Pitkanen, afreksstjóri GSÍ nn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir nn Ragnar Baldursson nn Ottó Sigurðsson

SAMSTARF GSÍ OG PGA Á ÍSLANDI

Stöðugt og náið samband milli GSÍ og PGA þjálfara á Íslandi er mikilvægt fyrir árangur og framkvæmd stefnunnar ,,Framtíðarsýn 2025.” GSÍ mun starfa náið með PGA á eftirfarandi sviðum til þess að hámarka áhrif þjálfunar á Íslandi: nn Að sjá fyrir fræðslu í þjálfun á sviðum sem tengjast leikmannaþróun á klúbbog afreksstigi nn Uppfærslur og skýrslur um tölfræði og greiningu á frammistöðu nn Sameiginleg endurskoðun á birtingu PGA þjálfunaráætlunar til að tryggja að nýjustu upplýsingar nái til þjálfara nn Tækifæri til framþróunar einstaklinga og greiningu þjálfunarþarfa/gerð framfaraáætlun með landsliðsþjálfara Öll þjónusta, námskeið og fundir fyrir leikmenn mun einnig vera aðgengilegt fyrir alla PGA þjálfara, það er til þess að stuðla að framþróun hæfileika, færni og þekkingu hjá PGA þjálfurum. Þar að auki skal landsliðsþjálfari sem og aðrir þjálfarar vera með PGA menntun eða vera að vinna að því að fá PGA réttindi. Þeir eru einnig virkir þátttakendur í áframhaldandi þróun fagsins (CPD) og hvattir til að tileinka sér starfshætti Fagteymis. Markmiðið er að hafa þjálfara hjá PGA á Íslandi við störf árið 2020, sem ber ábyrgð á sérhverri ákvörðun er varðar golf í frammistöðuáætluninni (að undanskildri sálfræði) og getur skilað sínu á því sviði. Þetta felur í sér meðal annars þekkingu á lífaflsfræði, þrívíddarmælingu, stutta spilinu, tæknilega sérþekkingu og tölfræðilega greiningu og gæti leitt til að ráðnir yrðu fleiri þjálfarar í framtíðinni.

16

FRAMTÍÐARSÝN 2025


HLUTVERK GSÍ OG GOLFKLÚBBANNA

Við framþróun afreksleikmanna á Íslandi mun GSÍ leitast við að gera eftirfarandi: nn Sjá íslenskum leikmönnum fyrir keppnismöguleikum á alþjóðlegum viðburðum. nn Styðja leikmenn og þjálfara í því að ná árangursríkum framförum nn Aðstoða golfklúbba við að þróa þjálfunarverklag með hjálp landsliðþjálfara og Fagteymis, GSÍ mun ekki leitast við að breyta þjálfunaráætlun klúbbanna. Ætlast er til þess að golfklúbbar á Íslandi muni leggja til eftirfarandi atriði hvað varðar framþróunaráætlunina: nn Öruggt æfingasvæði fyrir leikmenn. nn Vel samsettar æfingaráætlanir, sniðna að þörfum leikmannsins. nn Að styðja leikmenn í að spila á alþjóðlegum mótum þegar tækifæri býðst og taka tillit til þess sem er best fyrir leikmanninn.

ÞJÁLFARATEYMI GSÍ

nn Jussi Pitkanen (afreksstjóri) nn Björgvin Sigurbergsson (aðstoðarþjálfari) nn Arnór Ingi Finnbjörnsson (gagnagreining)

LYKILSVIÐ FRAMÞRÓUNAR

Landsliðsþjálfari og Fagteymi munu aðstoða við að þróa áfram eftirfarandi svið í stefnu golfklúbbanna - og bæta enn frekar með afreksleikmönnum persónulega: nn Skýran skilning á veikleikum og styrkleikum með aðstoð tölfræðilegrar greiningar (ShotstoHole) nn Bæta golf færni: §§ Vipp innan við 100 metra §§ Færni í stutta spilinu (scrambling) §§ Hvernig á að forðast að þrí-pútta §§ Afkastagetu í hittni nn Líkamleg hreysti og heilsa §§ Hreyfigeta §§ Stöðugleiki §§ Styrkur: Leikmaður á aldrinum 13-15 ára geti slegið boltann í 160 km/klst hraða.

FRAMTÍÐARSÝN 2025

17


§§ §§ §§ §§

Orka Úthald: Nægjanlegur styrkur og úthald fyrir 6 daga golfmót og æfingu 4 daga í viku utan leiktíðar. Jafnvægi Líkamsbeiting: Líkaminn er heill og möguleiki á meiðslum sem minnstur

nn Andlegur undirbúningur §§ Sjálfsskilningur §§ Skipuleggja og setja sér markmi𠧧 Þrautseigja §§ Einbeiting og sjálfshvatning §§ Sjálfstjórn og athyglisbeiting nn Að auki er lífsstílsmótun (félagsleg) nauðsynleg fyrir leikmenn á öllum þroskastigum, til þess að forðast það að brenna út og til að viðhalda jafnvægi. GSÍ og landsliðsþjálfari munu leitast við að koma á tengslum við golfklúbba erlendis til að stuðla að samkeppni, félagslegum samskiptum og þróun hæfileika utan vallar. nn Leikmenn eru hvattir til að venja sig á nota Shots to Hole, sem er það tölfræðiverkfæri sem GSÍ hefur kosið að nota, til þess að fylgjast með áframhaldandi framförum og finna þau svið sem þarfnast frekari athygli. Kerfið verður notað til þess að greina veikleika/styrkleika, setja upp þjálfunaráætlanir, bera saman hæfni gegn alþjóðlegum mótherjum og til þess að velja í lið. Gögn leikmanna sem nota kerfið verða notuð til að koma á viðmiðum fyrir aðra íslenska leikmenn.

ÖRYGGI OG BARNAVERND

GSÍ skuldbindur sig heilshugar til vernda velferð leikmanna okkar, þjálfara, félagsmanna og starfsfólks. Í ungmennastarfi okkar er velferð og vellíðan í forgangsröð og við skuldbindum okkur til þess að skapa vettvang sem gerir íþróttaiðkendum keift að stunda sína íþrótt, lausa við einelti, ógn og mismunun. GSÍ mun fylgja þeim lagalegu kröfum sem ÍSÍ gerir um barnavernd og tryggja að allir sem vinna með leikmönnum okkar séu klárir á þeirri lagalegu ábyrgð sem þeir bera.

18

FRAMTÍÐARSÝN 2025


TILLÖGUR AÐ ÞJÁLFUNARTÍMUM OG ÁHERSLUM FYRIR LEIKMENN GSÍ *

*Adapted from: Dave Collins , Richard Bailey , Paul A. Ford , Áine MacNamara , Martin Toms & Gemma Pearce (2012) Three Worlds: new directions in participant development in sport and physical activity, Sport, Education and Society, 17:2, 225-243

FRAMTÍÐARSÝN 2025

19


DÆMI UM ATHAFNIR INNAN HVERS ÁHERSLUFLOKKS FRAMMISTÖÐUJÖFNUNNAR*: LÍKAMLEG

FÉLAGSLEG

SÁLRÆN

Sveiflan

Lífsstíll & jafnvægi

Sjálfsskilningur

Stutta spilið

Næring og mataræði

Markmiðasetning og skipulagning

Púttið

Vellíðan

Þrautseigja

Vippin

Fjölskylda og vinir

Einbeiting & sjálfshvatning

Líkamsbeiting

Samskiptahæfileikar

Sjálfstjórn

Hreyfigeta, jafnvægi & sveigjanleiki

Skipulagshæfni

Tölfræðigreining

Styrkur, orka & úthald

Yfirvegun & greining

Æfingaraðferðir: Block, breytileg, leikjamiðuð, vinna á hindrunum (Constraint Led)

Stöðugleiki & líkamsvitund

Áhugamál & aðrar íþróttir

Hugarfar

Tölfræðigreining

Tölfræðigreining

Andleg frammistaða

*Þessi tafla er einungis til viðmiðunar, fyrst og fremst skal taka tillit til þarfa einstaklingsins

20

FRAMTÍÐARSÝN 2025


FYRIR AFREKSLEIKMENN GÆTI DÆMIGERÐ ÆFINGAÁÆTLUN LITIÐ SVONA ÚT:

Taflan er sett upp miðað við þarfir leikmanns sem æfir mestmegnis á Íslandi og þess vegna fer áætlunin eftir því hvernær mögulegt er að æfa. Fyrir leikmann sem æfir mestmegnis í útlöndum, til dæmis háskólakylfingur í Bandaríkjunum, mun áherslan að sjálfsögðu breytast eftir því hvenær keppnistímabilið og æfingar eru.

FRAMTÍÐARSÝN 2025

21


Ofangreind tafla sýnir lágmarkskröfur fyrir afrekskylfinga. Líkur eru á að sumir afrekskylfingar æfi jafnvel ennþá meira og þá er mikilvægt að viðeigandi áætlun sé gerð í samvinnu við þjálfara.

22

FRAMTÍÐARSÝN 2025


VERKLAG VIÐ VAL Í LIÐ HJÁ GSÍ Tilgangur Að skilgreina viðmið og stefnu á vali á fulltrúum Íslands í lið fyrir eftirfarandi mót: nn nn nn nn nn

European Team Championships Duke of York Trophy European Young Masters World Amateur Team Championships European Individual Championships (kvenna og karla)

Hæfir valkostir fyrir alþjóðleg mót Til þess að koma til greina í lið sem fulltrúi Íslands, ætti leikmaður að hafa keppt reglulega í eftirfarandi mótum á undanfarandi ári fyrir val. nn

Eimskipsmótaröðinni og/eða Íslandsbankamótaröðinni

Leikmenn sem uppfylla ekki þessi viðmið verða einungis að teknir til greina í undantekningartilvikum. Þetta getur falið í sér, en er ekki takmarkað við, að leikmaður sé með fasta búsetu erlendis eða í fullu námi utan Íslands. Til að koma til greina við valið á íslensku liði þarf leikmaður að uppfylla eftirfarandi kröfur: nn Vera með íslenskan ríkisborgararétt nn Uppfylla kröfur um aldur og annað sem viðkomandi viðburður krefst. Sem gróf viðmiðun, ættu afreksleikmenn sem ætla sér að taka þátt í alþjóðlegum mótum að stefna á forgjöf eins og hér segir: ALDUR

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

Konur

10.0

7.0

4.2

2.8

1.8

1.0

0.0

+0.5

+1.0

+1.5

+2.0

Karlar

7.0

5.0

3.5

0.0

+0.8

+1.8

+2.0

+2.5

+2.6

+2.8

+2.8

FRAMTÍÐARSÝN 2025

23


Valferli og viðmiðanir nn European Team Championships §§ Leiðandi 3 leikmenn á heimslista WAGR þegar valið er* §§ Þrír valkostir í viðbót, valdir af íþróttastjóra og Afreksnefnd á grundvelli viðmiða sem lýst er hér fyrir neðan nn Duke of York Trophy §§ Núverandi U-18 Íslandsmeistarar í höggleik (1 karl, 1 kona) á árinu sem mótið er haldið og/eða sá sem er í efsta sæti á ÍSB 17-18 ára stigalistanum á árinu sem mótið er haldið, farið er eftir þeim degi sem færslan er skráð. Eða kylfingur sem efstur er á stigalista á jafngildum eða hærra metnum innanlandsmótaröðum í Evrópu. nn European Young Masters §§ Núverandi U-16 Íslandsmeistarar í höggleik (1 strákur og 1 stúlka) og/eða sá sem er í efsta sæti á ÍSB 15-16 ára stigalistanum á árinu sem mótið er haldið, farið er eftir þeim degi sem færslan er skráð. nn World Amateur Team Championships (Eisenhower & Espirito Santo Trophies) §§ Efstu 2 leikmenn (karl og kona) á heimslista WAGR á þeim degi sem valið er í liðið. §§ Að auki 1-2 leikmenn (karl og kona), farið er eftir sæti á heimslista WAGR, frammistöðu á alþjóðavettvangi og frammistöðu á innanlandsmótum á sama ári og mótið er haldið. nn European Individual Amateur Championships §§ Efstu 3 leikmenn á heimslista WAGR á þeim degi sem valið fer fram. nn British Amateur Championship (karlar, konur, drengir, stúlkur), Lytham Trophy §§ Efstu 3 leikmenn á heimslista WAGR á þeim degi sem valið fer fram, í hverjum flokki fyrir sig. nn St.Andrews Links Trophy §§ Efstu leikmenn á heimslista WAGR á þeim tíma sem valið fer fram. *Ef engir leikmenn, hæfir til þátttöku, eru á heimslista WAGR, þá skal velja úr þeim leikmönnum sem hafa sýnt bestu frammistöðuna á innanlands- og alþjóðlegum mótum á þeim tíma sem valið fer fram.

24

FRAMTÍÐARSÝN 2025


Viðbótarupplýsingar um valviðmið og atriði til umhugsunar Fyrir alla leikmenn á heimslista WAGR sem ekki komast sjálfkrafa í lið sem fulltrúar Íslands, skal íþróttastjóri GSÍ og Afreksnefnd velja hlutlaust lið eða einstaklinga til þátttöku í tiltekna viðburði, með því að nota eftirfarandi viðmiðanir, í engri sérstakri röð: nn nn nn nn nn

Sæti á heimslista WAGR Frammistaða á mótum í aðdraganda valsins Frammistaða í viðeigandi viðburðum (heima og erlendis) Meðaltal högga á keppnisárinu og tölfræðileg leitni fyrri ára Hæfni leikmannsins til þess að vera hluti að liði og stuðla að markmiðum liðsins og skila sínu í aðstæðunum. nn Leikmaður auðsýnir eftirsóknarverð persónueinkenni, svo sem vilja og skyldurækni, þrautseigju, sjálfstjórn, líkamlega hreysti, tímasetning mótsins hentar leikmanninum, hann sýnir gott viðmót og stuðning við liðsmenn sína. Þessi listi er leiðbeinandi og ekki tæmandi og er til þess hannaður að hjálpa við velja leikmenn í besta mögulega lið fyrir hvern viðburð, þannig að sem bestum árangri sé náð hverju sinni. Alþjóðleg áhugamannamót GSÍ getur og mun tilnefna leikmenn til að taka þátt í alþjóðlegum mótum á keppnistímabilinu. Ef mögulegt er, skal leikmaður hvattur til að taka þátt í hæstvirtustu heimsviðburðum, þó að tímasetningin stangist á við innlenda viðburði. Þetta er til þess að bæta stöðu leikmanna á heimslistum WAGR/OWGR/Rolex Ranking. Þegar slíkar ákvarðanir þarf að taka mun GSÍ fjármagna þátttöku leikmanna að fullu eða að hluta til við slíkar aðstæður, háð stöðu einstakra móta. Ferðasjóður fyrir alþjóðlega viðburði Íþróttastjóri GSÍ hefur til ráðstöfunar ferðasjóð fyrir íslenska leikmenn, sem er ætlaður til fjárhagsaðstoðar fyrir leikmenn sem sækjast eftir að taka þátt í alþjóðlegum mótum. Einstakur leikmaður getur fengið styrk úr þessum sjóði að hámarki ÞRISVAR á keppnistímabili, og munu fleiri umsóknir vera teknar til athugunar eftir verðleikum leikmannsins, ef aðstæður eru þannig að þurfi að gera undantekningu. Fjármögnun fyrir þátttöku á þeim alþjóðlegu mótum sem aðallega stefnt er að verður frágengin snemma á ári hverju. Aðrir viðburðir verða teknir til athugunar eftir atvikum. Siðareglur Miklar kröfur eru gerðar til leikmanna sem valdir eru til þess að vera fulltrúar GSÍ, kröfur sem tengjast hegðun á og utan golfvallarins. Leikmönnum er ætlað að vera til fyrirmyndar og gert er ráð fyrir að þeir séu agaðir, sýni háttvísi og framúrskarandi hegðun á öllum tímum í anda þeirra gilda sem golf er þekkt fyrir. NOC siðareglur gilda fyrir leikmenn GSÍ í Afrekshópnum sem og landsliðsþjálfara. Á meðan leikmaður tekur þátt í móti fyrir hönd GSÍ ætti hann/hún að hegða sér með þeim hætti að hægt er að vera stoltur af, sem fulltrúi Íslands, GSÍ og heimaklúbbsins. Þetta gildir á öllum ferðum á viðburðinn og

FRAMTÍÐARSÝN 2025

25


meðan á viðburðinum stendur. Öll notkun áfengis og tóbaks er bönnuð á meðan á ferðinni stendur. Nánari er fjallað um þessi mál í reglunum um keppnir fyrir hönd GSÍ. Atvik þar sem óviðeigandi hegðun er sýnd á meðan leikmaður er fulltrúi GSÍ heima eða erlendis, mun falla undir agabrot, jafnvel frávísun úr landsliðinu, allt eftir alvarleika atviksins. Endurskoðun Þessari nýju stefnu er ætlað að spanna næstu 8 árin, en mun verða endurskoðuð að fullu eftir 4 ár. Þar að auki mun árangurinn skoðaður á 6 mánaða fresti. Höfundar Eftirtaldir aðilar hafa komið að eða veitt ráðgjöf við mótun þessarar stefnu: Jussi Pitkanen

GSÍ - afreksstjóri

Brynjar Eldon Geirsson

GSÍ - framkvæmdastjóri

Helgi Eiríksson

GSÍ - formaður afreksnefndar

Ragnar Baldursson

GSÍ - afreksnefnd GSÍ

Ottó Sigurðsson

GSÍ - afreksnefnd GSÍ

Mark Bull

Bull 3D

Ingi Þór Einarsson

Háskólinn í Reykjavík

Hafrún Kristjánsdóttir

Háskólinn í Reykjavík

Andri Stefánsson

ÍSÍ

Arnór Ingi Finnbjörnsson

Aðstoðarþjálfari / tölfræðiúrvinnsla

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Afreksmaður / leikmaður

Bjarki Pétursson

Afreksmaður / leikmaður

26

FRAMTÍÐARSÝN 2025


FRAMTÍÐARSÝN 2025

27


Golfsamband Íslands Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími: 514 4050 • Fax: 514 4051 Vefpóstur: info@golf.is

golf.is

Afreksstefna Golfsambands Íslands  

Framtíðarsýn 2025 er að íslenskir kylfingar komist á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum.

Afreksstefna Golfsambands Íslands  

Framtíðarsýn 2025 er að íslenskir kylfingar komist á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum.