Golf á Íslandi - 5. tbl. 2016

Page 58

Masters-mótið: 1958, 1960, 1962, 1964. Opna bandaríska meistaramótið: 1960. Opna breska meistaramótið: 1961, 1962. Palmer lék sex sinnum með bandaríska Ryder-liðinu, 1961, 1963, 1965, 1967, 1971, og 1973. Árið 1963 var hann bæði leikmaður og fyrirliði en það var í síðasta sinn sem sá háttur var hafður á. Hann var fyrirliði árið 1975. Á 19 ára tímabili (19551973) sigraði Palmer á 62 atvinnumótum á PGA-mótaröðinni og er hann fimmti sigursælasti kylfingur allra tíma á PGAmótaröðinni. Palmer byggði upp mikið ríkidæmi á ferlinum með ýmsum hætti. Heildareignir hans voru metnar á um 60 milljarða króna á árinu 2016. Palmer var með einkaflugmannsréttindi og flaug oft sjálfur á milli keppnisstaða og í viðskiptaerindum. Árið 1976 sett Palmer hraðamet í flugi með því að fljúga umhverfis jörðina á 57 klst, 25 mín og 42 sek. Hann var í fremstu röð í hönnun á golfvöllum víðsvegar um veröldina og var frumkvöðull í viðskiptum þar sem hann notaði sjálfan sig sem vörumerki. Alls eru 13 götur nefndar eftir Arnold Palmer víðsvegar um Bandaríkin.

Arnold Palmer ræðir hér við Tiger Woods.

Palmer var í Wake Forest háskólanum þar sem hann lék með skólaliðinu en hann hætti árið 1950 eftir að vinur hans lést í bílslysi. Í kjölfarið starfaði hann við strandgæslu og sölu á málningu í þrjú ár og lék ekkert golf á þeim tíma.

Palmer setti á laggirnar barnaspítala í Orlando á Flórída sem ber nafnið Arnold Palmer Hospital for Children. Spítalinn var reistur með fjárframlögum úr góðgerðasjóðum sem Palmer setti á laggirnar.

Arnold Palmer horfir hér yfir Jack Nicklaus á þeim árum þegar þeir voru upp á sitt besta.

V H

L

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Kyndilberi, goðsögn og frumherji golfsins“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.