Meðaldalsvöllur er í 5. km. fjarlægð frá Þingeyri og er útsýnið frá vellinum stórkostlegt yfir Dýrafjörð. Hér er horft niður eftir 9. braut og yfir á 8. flöt.
Vallarstæðið í Meðaldal er ákaflega skemmtilegt. Völlurinn er í fjölbreyttu landslagi og krefjandi holur víðsvegar á vellinum sem er níu holur og rétt um 5.100 metra langur af aftari teigum en 4.160 metrar af fremri teigum. Jóhannes Kristinn Ingimarsson er formaður Golfklúbbsins Glámu sem var stofnaður árið 1991. Í bókinni Golf á Íslandi, eftir Steinar J. Lúðvíksson og Gullveigu Sæmundsdóttur, segir að Þröstur Sigtryggsson, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hafi verið verið einn af aðalhvatamönnum að stofnun golfklúbbsins. Meðaldalsvöllur er í um 5 km fjarlægð frá Þingeyri og er ekið framhjá flugvellinum til þess að komast að vellinum sem er einstakur á sinn hátt. Jóhannes formaður segir í samtali við Golf á Íslandi að mikil vinna sé á fáum herðum við að halda starfsemi Glámu gangandi en hann bætir því við að það sé töluvert af kylfingum sem heimsæki Meðaldalsvöll. „Við fáum mest af heimsóknum á vorin og á haustin. Vallarstæðið og veðurfarið hér í Dýrafirði gerir það að verkum að við getum opnað mun fyrr á vorin en vellirnir hér fyrir norðan. Áköfustu kylfingarnir koma því til
okkar á vorin þegar ekki er búið að opna vellina fyrir norðan okkur,“ segir Jóhannes.
Glæsilegt vallarstæði: Hér er horft upp eftir 9. braut og yfir Meðaldalsvöll en bærinn Meðaldalur er í einkaeigu en var áður klúbbhús Glámu.
56
GOLF.IS
Starfsemi Glámu hefur oft verið kraftmeiri og segir formaðurinn að frumherjarnir sem hafi staðið að uppbyggingu klúbbsins séu margir hverjir hættir að leika golf sökum aldurs og margir þeirra séu fallnir frá. „Við erum ekki mörg sem höldum utan um klúbbinn og það þarf fleiri félagsmenn og endurnýjun. Leigusamningur Glámu við landeigendur sem gerður var árið 1995 er að renna út en það er velvilji hjá land eigendum að hér verði áfram golfvöllur,“ segir Jóhannes. Ekkert klúbbhús er á svæðinu en gamli sveitabærinn í Meðaldal er í dag í notkun hjá landeigendum. Áður var klúbburinn með aðstöðu á neðri hæð hússins. „Okkur skortir sárlega aðstöðu og það eru ýmsar hugmyndir uppi í því samhengi. Það vantar einnig að bæta vélakostinn, þetta kostar allt saman peninga og tíma en vonandi tekst okkur að búa svo um hnútana að hér verði áfram skemmtilegur golfvöllur og virk starfsemi í Glámu,“ sagði Jóhannes Kristinn.
Jóhannes Kristinnn Ingimarsson er formaður Golfklúbbsins Glámu en hann eyðir mestum af frítíma sínum í að halda golf vellinum í horfi í sjálfboðavinnu. Formaðurinn var að sjálfsögðu í vinnufatnaði þegar Golf á Íslandi hitti hann á vellinum í haust