Mótaröð þeirra bestu - Framtíðarsýn

Page 7

Helstu ástæður tillagnanna eru: a. Samhliða breytingum á Eimskipsmótaröðinni með fjölgun móta og verulegum niðurskurði á leikmannafjölda í tveimur síðustu mótunum þarf að gæta að því að skera ekki of mikið niður keppendafjöldann á miðju sumri. Að öðrum kosti er hætta á að mótaröðin missi marks hjá miklum fjölda keppenda. Einkum á þetta við í karlaflokki. Er því lagt til að keppendur í karlaflokki verði 64 í stað 32. b. Hin hliðin á þessum sama peningi er að fjöldi kylfinga leika mikið erlendis. Fjölgun móta á haustin og vorin með tilheyrandi fjölgun stiga í pottinum getur gert mörgum þeirra erfitt fyrir að vinna sér þátttökurétt í mótinu. Það verður auðveldara fyrir þessa kylfinga að vinna sér keppnisrétt með fjölgun keppenda. c. Undanfarin ár hefur reynst erfitt að fá 32 konur til að keppa í mótinu til að fylla í riðlana. Hins vegar voru alls 40 konur sem reyndu fyrir sér á mótaröðinni árið 2015 og um 25 voru virkir keppendur. Þá verður tiltölulega stór árgangur á síðasta ári í unglingaflokkum árið 2016. Er því lagt til að fjöldi keppenda í kvennaflokki verði 24. Með sömu rökum og nefnd eru í a.- og b.-liðum hér að ofan þykir of lítið að vera með 16 keppendur í kvennaflokki. Stefnt skal að því að fjölga keppendum í 32 á komandi árum þegar virkir keppendur á mótaröðinni eru komnir yfir þá tölu. d. Auðvelda þarf íslenskum kylfingum sem eru mikið við keppni erlendis að öðlast þátttökurétt í mótinu til að tryggja að bestu íslensku kylfingarnir eigi kost á að leika í því.

Sveitakeppni GSÍ Sveitakeppni GSÍ er eitt af stærstu mótum sumarsins á hverju keppnistímabili. Mótið er feikilega vinsælt meðal keppenda. Það er einróma álit starfshópsins að auka megi veg þessarar keppni verulega og um leið auka áhuga bæði almennra kylfinga og fjölmiðla á mótinu. Sú hefð hefur skapast að leikið sé í Sveitakeppni GSÍ aðra helgi í ágústmánuði. Það jákvæða vandamál hefur komið upp að sífellt fleiri íslenskir karlkylfingar hafa áunnið sér keppnisrétt í Evrópumóti einstaklinga á undanförnum misserum sem skarast á við Sveitakeppni GSÍ. Það kallar á breytingar á tímasetningu Sveitakeppninnar þannig að allir okkar bestu kylfingar nái að taka þátt í þessari frábæru keppni. Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á Sveitakeppni GSÍ: 1. Nafni keppninnar verði breytt. Núverandi nafn er gamaldags og ekki söluvænlegt. 2. Gerðar verði breytingar á tímasetningu keppninnar og er lagt til að leikið verði í öllum deildum karla og kvenna fjórðu helgi júnímánaðar. Sveitakeppni eldri kylfinga og unglinga fari fram aðra helgi ágústmánaðar.

7


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.