Page 1

»4

»12-14

Ufsinn erfiðari núna en undafarin ár

»16-17

Að læra að gera mikið úr litlu

»22

Fiskvinnsla í dag er Fjörutíu ár frá komu hátæknimatvælaiðnaður Bjarts til Neskaupstaðar bl a ðsí ða 8»

útvegsblaðið Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

s

j

á

v

a

r

ú

t

v

e

g

s

i

n

Sjávarútvegur er okkur mikilvægur s

m a r s 201 3 »2.tölu b l a ð »1 4 . á rg a ng u r

Þrátt fyrir helmingi minni afla hafa verðmæti hans tvöfaldast:

Höfum stóraukið verðmæti aflans Ú

tflutningsverðmæti þorsks hefur aukist verulega á liðnum árum. Sem dæmi má taka að útflutningsverðætin voru um tvöfalt meiri árið 2011 en þau voru á árinu 1981. Og það þrátt fyrir að aflinn 2011 hafi einungis verið um fjörutíu prósent aflans 1981. Sigurjón Arason er yfirverkfræðingur hjá Matís. Hann segir tæknivæðingu í fiskvinnslu, bætta meðferð afla um borð í betri skipum og breytt hugarfar við veiðar, í kjölfar kvótakerfisins, vera helstu þættina í stórauknu útflutningsverðmæti íslenskra fiskafurða. Aukin markaðsvitund og sókn á nýja markaði með nýjar afurðir og fullnýting þess fisks sem að landi er færður hefur sömuleiðis mikið að segja. Breytingar sem höfðu mikil áhrif á árangur virðiskeðjunnar var afnám útflutningshindrana, fiskveiðistjórnunarkerfið og stofnun fiskmarkaða á Íslandi. Árið 1981 veiddu íslensk fiskiskip 460.579 tonn af þorski. Útflutningsverðmæti það ár nam tæplega einum milljarði á verðlagi þess árs, sem er nærri 37 milljörðum á núvirði. Árið 2011, eða þrjátíu árum síðar, var þorskaflinn 182.034 tonn. Útflutningsverðmæti ársins 2011 var rúmir 82 milljarðar, eða rösk-

Segja má að áður fyrr hafi verið ákveðin fjarlægð milli menntafólks og sjávarútvegsins, en ég held að mikið hafi breyst í þeim efnum, segir Kristín Anna Þórarinsdóttir doktor í verkun á saltfiski.

Breytingarnar á nýtingu þorsks á 30 árum

25%

1981 75%

23%

2011 77%

Í dag er útflutningsverðmæti hvers þorskkílós á Íslandi umtalsvert hærra en í öðrum löndum. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum.

lega 120 prósentum hærra en það var 1981. Gengi krónunnar gagnvart gjaldmiðlum útflutningslanda leikur auðvitað hlutverk í þessari þróun og því er best að skoða þróun útflutningsverðmætisins í erlendri mynt. Útflutningsverðmæti þorsksins árið 1981 var um 135 milljónir dala, sem jafngildir tæpum 340 milljörðum dala á núvirði. Því er sem

hvernig á málið er litið, aflinn hefur dregist saman sextíu prósent en verðmæti útflutnings hefur tvöfaldast. En hvað veldur þessu? Við nánari skoðun sést að heilfrystur fiskur og fryst flök voru um 75 prósent alls þorsks á árinu 1981 en þrjátíu árum síðar sköpuðu þessar afurðir innan við fjórðung aflaverðmætisins. Hver þorskur er betur nýttur nú en áður, vinnslan er fjölbreyttari og nýting því allt önnur og betri en hún var. Þá má telja víst að aukin áhersla á markaði og aukin tækni hafi átt drjúgan hlut að þessum miklu breytingum. „Í stuttu máli hefur nútímavæðing atvinnugreinarinnar spilað stærsta hlutverkið í auknu útflutningsverðmæti. Vafalítið hefur hvatinn til að nýta aflann orðið meiri með skertum aflaheimildum, þannig fór fram-

n Fryst flök og heilfrystur þorskur n Aðarar afurðir

leiðslan að snúast frekar um gæði en magn,“ segir Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, en hann vann útreikninga, sem hér er stuðst við, fyrir Útvegsblaðið. Hann segir fiskverkendur hafa þá byrjað að nýta hráefnið betur og til urðu verðmæti úr afurðum sem áður var fleygt. „Í dag er útflutningsverðmæti hvers þorskkílós á Íslandi umtalsvert hærra en í öðrum löndum og fjölbreytileiki og gæði afurðanna gera það að verkum að breytingar í heimsmarkaðsverðum hafa almennt minni áhrif hér en víða annarsstaðar,“ segir Haukur Már. » Nánar er á bls. 10 til 17.


2m a rs 2013

útvegsblaðið

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans:

65.5% »Þorskur

66.7% »Ýsa

n Aflamark: 161.885

n Aflamark: 30.795

n Afli t/ aflamarks: 106.021

n Afli t/ aflamarks: 20.550

53.4% »Ufsi

57.7% »Karfi

n Aflamark: 42.806

n Aflamark: 45.016

n Afli t/ aflamarks: 22.851

n Afli t/ aflamarks: 25.977

» Mikil ásókn er nú í veiðar á úthafsrækju enda eru þær utan kvóta. Kvótinn gæti hins vegar verið búinn tiltölulega snemma sumars verði hann ekki aukinn.

Á fjórðatug báta hafa landað um 3.600 tonnum á fiskveiðiárinu:

Herkúles t4 fjölnota toghlerar Húsi Sjávarklasans Grandagarði 16 Sími 568 50 80 Farsími 898 66 77 atlimarj@polardoors.com

www.polardoors.com

Goggur

útgáfufélag

Mikil sókn í rækjuna M

ikil sókn er nú í úthafsrækjuveiðar og eru nú mun fleiri bátar komnir á veiðarnar en á sama tíma í fyrra. Veiðarnar eru utan kvóta en hámark á heildarafla hefur verið sett við 5.000 tonn. Lítilsháttar veiðar eru leyfðar á innfjarðarækju í Arnarfirði og Skjálfanda og hafa gengið misvel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu var rækjuafli orðinn ríflega 3.600 tonn um miðja vikuna og er þá bæði um innfjarðarækju og úthafsrækju að ræða. Á fjórðatug báta hafa landað rækju það sem af er fiskveiðiárinu og er ljóst að þeir verði um 40 eða fleiri þegar upp verður staðið. Aflahæstu bátarnir eru Ísbjörn ÍS með 414 tonn, Gunnbjörn ÍS með 343 og Sigurborg SH með 330 tonn. „Menn eru svolítið áhyggjufullir yfir rækjunni þetta árið. Það var ekki gefinn út nema 5.000 tonna

úthafsrækjukvóti . Sóknin hefur aukist enda er rækjan utan kvóta og í sumar verða mörg skip á þessum veiðum, sem hafa ekki verið áður. Þetta gæti því orðið búið í júlí, en veiðin er aðallega fyrir Norðurlandi. Síðasta sumar var mjög góð veiði í Kolluál, en rækjan þar er í sér potti, ekki inni í 5.000 tonna pottinum. Miðað við hvernig þetta var í fyrra gæti allur haugurinn af bátunum verið þar í vor. Ég held að búið sé að veiða um 3.100 tonn nú þegar,“ segir Hjalti Hálfdánarson, skipstjóri á Jökli ÞH. Hann hefur stundað úthafsrækjuna undanfarin ár og er á leið á þær veiðar á næstunni. „Við höfum mest verið hérna fyrir norðan undanfarin ár, djúpt í Skjálfandanum og austur á Rifsbanka. Þannig var það aðallega síðasta sumar. Veiðin hefur verið alveg ágæt. Við vorum að taka um 20 tonn í túr, en svo erum við líka með fiskipoka á trollinu líka, svokallaðan

yfirpoka svo við tökum fiskinn líka. Þá er maður að sækjast eftir grálúðu og stórum þorski. Það er veruleg búbót á þessum rækjuveiðum að mega hirða það sem fer upp um gatið á skiljunni. Þeir, sem eru algjörlega kvótalausir hafa engan yfirpoka, hafa bara opið upp úr skiljunni og þá fer fiskurinn út. Við þurfum reyndar að gera það líka, þegar við komum nær landi,“ segir Hjalti. Rækjan fer í vinnslu hjá Ramma á Siglufirði. Hjalti segir að veiðin á innfjarðarækjunni í Skjálfandanum hafi verið mjög lítil í vetur. Menn hafi verið að fá um tonn upp í 1.400 kíló á dag. „Í fyrra var lokað um 50 fermílna svæði fyrir utan innfjarðalínuna til að vernda hagsmuni þeirra sem stunduðu veiðar á innfjarðarrækju á Skjálfanda. Það hefur greinilega litlu skilað, enda kallaði ég þetta valdníðslu hjá þeim sem stjórna rækjuveiðunum hjá Hafró,“ sagði Hjalti.

Útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. Sími 445 9000. Útgáfustjórar: Hildur Sif Kristborgardóttir ábyrgðarmaður og Sædís Eva Birgisdóttir. Vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. Tölvupóstur: goggur@goggur.is. Prentun: Landsprent.


auðveldar smásendingar

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín

FÍTON / SÍA

kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is


4m a rs 2013

útvegsblaðið

Hjalti á Jökli og áhöfn hans gerðu þaðbara gott á netunum í vetur , en oft þurfti bara hundrað fiska í hvert tonn:

Verðum seint ekki ríkir af þessu Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

H

eyrðu, þetta er bara mjög gott hjá okkur. Við erum að fá upp í 1.400 fiska í trossu, sem gerir um 10 tonn aðgert. Miðað við fisk upp úr sjó eru bara 100 fiskar í tonninu, svo við getum ekki kvartað,“ sagði Hjalti Hálfdánarson, skipstjóri á Jökli ÞH, þegar Útvegsblaðið sló á þráðinn til hans. „Við erum að klára fjórðu ferðina okkar hérna vestur á Breiðafjörðinn og höfum verið að taka um 20 tonn á dag og drögum netin þrisvar. Þá erum við komnir með um 60 tonn sem er það sem kemst í bátinn með góðu móti. Þetta er mjög góður fiskur, tæplega 10 kíló óaðgerður en 6,5 kíló eftir aðgerð að meðaltali. Við löndum þessu hjá GPG á Húsavík sem gerir bátinn út og þetta fer allt í salt. Mest höfum við verið á Flákanum en færðum okkur svo inn að Grundarfjarðarbrúninni vegna suðvestan brælu og erum þar núna. Hér er líka mjög góð veiði, en furðu fáir bátar á þessu. Ég var með Þórsnes II á Breiðafirðinum 2007 til 2010 og það er miklu meira af fiski hérna nú en þá,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur annars verið á ufsa í vetur. „Við byrjuðum á ufsanetunum í september, október í haust og vorum á þessum slóðum sem við höfum verið undanfarin ár, frá Grímsey og norður undir Kolbeinsey. Við leggjum netin á svona hólakolla, þar sem ufsinn heldur. Vorum yfirleitt með átta trossur og 12 net í trossu og vorum að fá um 10 tonn á dag, mest nærri hreinan ufsa,“ sagði Hjalti. Hann var allur flattur og saltaður núna, en undanfarin hefur hann verið settur í svokallaðar kótelettur og þurrkaður fyrir Nígeríumarkað. Það var ekki gert núna.

» Þeir á Jökli hafa verið að fiska vel í netin í vetur, fyrst á ufsa en síðan á þorski.

„Þetta gekk svo sem ágætlega, en reyndar var erfiðara að eiga við ufsann núna en undanfarin ár. Minna var af honum og svæðið viðkvæmara. Maður þurfti því að vera hreyfanlegur með netin. Þetta var ágætis ufsi, kringum 3,5 kíló slægður, en við erum bara með sex tommu möskva svo við erum ekki að fá mikið af stórum fiski. Hann var vel haldinn og mikil lifur í honum, en hann var greinilega mikið í átu. Við vorum í þessu út janúar, en þá var ekkert lengur að hafa og ákveðið að skipta yfir í átta tommu möskva og fara skreppa aðeins vetur í Breiðafjörð. Þetta var nánast hreinn ufsi, bara smávegis af þorski, kannski eitt kar eða svo í túr. Framan af vorum við þarna norðar og þar er skárri ufsi, en við vorum í svolitlum vandræðum með karfann þar. Hann er nú ekkert sérstakur í netin, það er bara viðbjóður að fá hann í netin og gengur ekkert að draga,Þetta er mjög góður fiskur, tæplega 10 kíló óaðgerður en 6,5 kíló eftir aðgerð að meðaltali. Hjalti Hálfdánarson, skipstjóri á Jökli ÞH.

» Kallinn í hólnum. Hjalti Hálfdánarson hefur góða reynslu af netaveiðum á ufsa.

allt löðrandi í þessum kvikindum. Við enduðum þetta svo suður við Grímsey og þar var þetta alveg karfafrítt og ágætisveiði í desember og janúar í ár, en undanfarin ár hefur karfinn annars verið að plaga okkur svolítið þar.“

Þið hafði ekkert verið á flótta undan þorskinum? „Nei, maður hafði haft af því áhyggjur að þarna væri orðið allt fullt af þorski, en það hefur ekki verið. Þetta fer ekkert saman þar sem við erum að veiða uppi á einhverjum hólakollum. Maður þarf að passa sig að lenda ekki með netin út af hólunum. Ég var fyrst með 15 neta trossur og þá lágu þau niður með hólunum og voru alltaf full af karfa til endanna. Þannig að ég stytti trossurnar til að halda þeim uppi á hólunum. Þarna er enginn þorskur, en samt hefur maður

Myndir/Þorgeir Baldursson

fengið það á sig að maður hafi bara verið að landa þorski, sé bara með ufsann ofan á í körunum. Svo er alls ekki málið og Fiskistofa hefur verið með okkur og þeir vita hið sanna í málinu.“ Hvernig var afkoman af þessu? „Ég held að enginn verði ríkur af þessum veiðiskap, en þetta er vinna og það er gott að hafa vinnu. Við höfum verið á föstu verði, 165 kall á kílóið af slægðu og við vorum bara mjög sáttir við það. Reyndar er ekkert orðið rosalegur munur á þessu og þorskverði í dag, þegar miðað er við Verðlagsstofuverðið. Mér sýnist að fyrir 6 til 6,5 kílóa þorsk sé verði bara í kringum 240 krónur eftir lækkun fyrsta febrúar. Við gerum bátinn út með þessum hætti, höfum verið á ufsa yfir veturinn, síðan farið á rækju og skroppið á makríl í smá tíma yfir sumarið. Við fórum í hann í júlí í fyrra og vorum níu daga höfn úr höfn að taka um 160 tonn.“

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Stjórn og gæslubúnaður til notkunar á sjó og landi Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórnog gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, spólulokum og fl.

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


BMW

Hrein akstursgleði

ENNEMM / SÍA / NM57168

www.bmw.is

BMW X5 M SPORT

Ekki sætta þig við málamiðlanir þegar þú getur fengið það besta. BMW X5 M SPORT fæst með með misaflmiklum vélum, 8 gíra sjálfskiptingu og veglegum búnaði. Komdu við og skoðaðu það nýjasta frá BMW.

BMW M Sport xDrive

30d, 245 hestöfl – 7,4 l / 100 km* – 7,6 sek. í hundrað 40d, 306 hestöfl – 7,5 l / 100 km* – 6,6 sek. í hundrað

Verð frá: 13.900 þús. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070


6m a rs 2013

útvegsblaðið

» Pólartogbúnaður, Thorice og 3X eru meðal fyrirtækjanna innan Green Marine Technology.

Green Marine Technology er verkefni innan Íslenska sjávarklasans:

Íslensk tækni í heimsklassa

G

Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

reen Marine Technology er afrakstur samstarfs tæknifyrirtækja innan Íslenska Sjávarklasans um þróun grænnar tækni fyrir veiðar og vinnslu en að því standa 3X Technology, Dis, Marport, Naust Marine, Navis, Pólar togbúnaður, Prómens, Samey, Thor Ice og Trefjar. Með þessu nýja verkefni er ætlunin að efla samstarf tæknifyrirtækja og um leið kynna framúrskarandi íslenska tækni fyrir alþjóðlegan sjávarútveg og vinnslu á markvissan hátt. Um leið er með verkefninu vakin athygli á forystu íslensks sjávarútvegs í gæðum í veiðum og vinnslu. Öll fyrirtækin sem standa að þessu verkefni bjóða lausnir á alþjóðamarkaði sem eru framúrskarandi í grænni tækni og stuðla að bættu umhverfi. Tæknilausnir fyrirtækjanna byggja á betri nýt-

ingu orkugjafa, minni olíunotkun búnaðar, betri nýtingu í vinnslu hráefni, o.s.frv. Sameiginlegt markaðsátak fyrirtækjanna undirstrikar þessa kosti og opnar nýja möguleika. Tæknilausnir fyrirtækjanna byggja m.a. stýranlegum toghlerum, fyrstir sinnar tegundar, sem vernda lífríki hafsbotnsins, kælitækni sem er umhverfisvæn og bætir gæði og geymsluþol afurða, rafknúnar togvindur sem leysa af hólmi glussatogvindur, hreinsitækni sem byggir að öllu leiti á umhverfisvænum hreinsiefnum og áfram mætti telja. Verkefnið gagnast m.a. til að auglýsa fyrirtækin erlendis og treysta ímynd þeirra. Þungamiðja verkefnisins er gagnvirk heimasíða sem Borgarmynd er að vinna en þar má sjá þátt fyrirtækjanna í auknum sparnaði og umhverfisvitund. Hugmyndin er að

Sala - varahlutir - viðgerðir

Alhliða þjónusta við flestar gerðir af vökvadælum og mótorum

Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi • Sími 580 5800 • www.landvelar.is

setja upp lifandi ferðalag þar sem hægt er að ferðast um og hafa áhrif á þjónustu/vörur sem fyrirtækin bjóða upp á. Alveg frá fiskveiðum úti á sjó, að höfninni og inn í fiskvinnsluna. Á myndinni er svipt hulunni af þeim orkusparnaði og hagræðingu sem fyrirtækin í Green Marine Technology veita fiskvinnsluiðnaðinum. Stefnan er að Green Marine Technology verði gæðastimpill sem fyrirtækin geta nýtt sér. Þótt hann sé ekki alþjóðlegur þá má finna á einfaldan hátt hvað hann stendur fyrir en öll fyrirtækin hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að vera leiðandi í grænni tækni fyrir sjávarútveg og tengda starsfemi og þróa og selja vörur sem eru gæðavörur sem stuðla að minni mengun og eru framleiddar í eins mikilli sátt við umhverfið og hægt er.


Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem þau þarfnast. Þekking sprettur af áhuga.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.


8m a rs 2013

útvegsblaðið

Kristín Anna Þórarinsdóttir er doktor í verkun á saltfiski og starfar hjá Marel:

Það kemur ekki allt af bókinni Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

Þ

ó sagt sé að lífið sé saltfiskur eru líklega fáir Íslendingar með doktorspróf í saltfiskverkun. Einn slíkur er nú að störfum hjá Marel. Það er Kristín Anna Þórarinsdóttir. En hver er þessi kona og hvers vegna þessi mikli áhugi á saltfiski? „Ég er matvælafræðingur og útskrifaðist frá HÍ með BS-próf árið 1998. Í framhaldi af því tók ég meistaranám hjá Matís, sem þá hét Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf). Því lauk ég árið 2000 og eftir það vann ég við rannsóknir hjá Matís og lauk svo doktorsprófi í matvælaverkfræði árið 2010, undir leiðsögn Sigurjóns Arasonar hjá Matís og Evu Tornberg við Háskólann í Lundi. Bæði meistaranámið og doktorsnámið snérust um saltfisk og hvernig auka megi stýringu á verkun hans. Meðal þess sem ég skoðaði var hvaða áhrif mismunandi söltunaraðferðir hafa á þær breytingar sem verða á próteinum og vatnsheldni vöðvans við söltun. Þessar breytur hafa aftur mikil áhrif á gæði og nýtingu saltaðra afurða. Samanburður var gerður á gömlu verkunaraðferðinni sem gengur út á að þurrsalta fiskinn eingöngu og nýrri ferlum sem geta falið í sér mismunandi forsöltunaraðferðir, eins og pæklun og sprautun. Þurrsöltun er enn hluti af söltun fisksins en hún á sér stað yfir mun styttri tíma en áður. Ávinningur forsöltunar felst í því að hægt er að stýra betur söltunarhraða og breytingum við verkun fisksins. Afurðir verða með ljósari blæ og flokkast þar með í hærri og verðmeiri gæðaflokka. Sprautun hefur þá kosti að saltið nær strax inn í þykkari hluta vöðvans og auka má vatnsheldni og þar með nýtingu, samanborið við aðrar aðferðir. Hafa ber í huga að sprautun er mjög viðkvæmt ferli, bæði með tilliti til örverumengunar og breytinga á fiskvöðva. Fiskur er mun viðkvæmari en kjöt og því má ekki nota of háan þrýsting eða sprauta of miklu magni af pækli inn í vöðvann. Ef það er gert, er hætt við því að vöðvinn rifni og vatnsheldni hans minnki. Fosfötin skoðuð

Áhrif fjölfosfata á nýtingu og gæði saltfiskafurða voru einnig skoðuð. Þegar sprautun er notuð sem fyrsta skref við í söltun, hafa fjölfosföt lítil sem engin áhrif á nýtingu. Þau koma meira inn á gæðin og þá með því draga úr þránun og viðhalda fallegri og upphaflegum litblæ á fisksins. Söltun hefur hvetjandi áhrif á þránun fitu, jafnvel í mögrum fiski eins og þorski. Þránun getur leitt til gulnunar og verðfalls á afurðum. Fjölsfosföt draga

» Kristín Anna Þórarinsdóttir segir að tækifæri fyrir ungt fólk innan sjávarútvegs séu margvísleg og hvetur það til að mennta sig til starfa innan atvinnugreinarinnar.

úr hættu á gulumyndun þar sem þau virka sem þráavarnarefni. Í þessu sambandi er þó vert að nefna að fosföt hafa ekki verið leyfð sem aukefni í saltfiskafurðum. Þau mál hafa þó verið í endurskoðun, enda notkun efnanna leyfð í mörgum matvælum, þar á meðal frystum fiski. Mikilvægt er að framleiðendur séu vel meðvitaðir um þær reglur sem gilda um góða framleiðsluhætti og samsetningu matvæla á þeim mörkuðum sem þeir framleiða fyrir og kröfur um merkingaskyldu séu uppfylltar til að traust kaupenda á íslenskum afurðum beri ekki hnekki.

an fisk eða léttsaltaðar afurðir. Þetta er í raun flókin framleiðsluaðferð, þó mörgum finnist það ekki í fljótu bragði. Margir þættir hafi áhrif á eiginleika afurða, allt frá veiðiaðferðum, meðhöndlun hráefnisins, vinnsluaðferðum og aðstæðum við söltun og verkun. Saltfiskur skipar enn stóran sess hjá neytendum bæði hér heima, og í Suður- Evrópu og Ameríku, þrátt fyrir að aðrar aðferðir eins og kæling og frysting hafi dregið úr vægi saltfiskverkunar til að geyma fisk, sem var upphaflegur tilgangur söltunar.“

Í raun flókin vinnsluaðferð

Þekking sem nýtist við þróun og hönnun

Fyrst og fremst miðuðust rannsóknirnar, við að geta haft meiri stjórn á ferlinu, bæði söltun og verkun fisksins. Vissulega má hafa meiri áhrif á efnainnihald og þar með talið vatn og salt með þeim ferlum sem skoðaðir voru samanborið við gömlu aðferðina sem fólst í stæðusöltun. Almennt viðmið er að vatnsfasi í fiskvöðva mettist af salti, sem þýðir að hlutfall salts í afurðum fer yfir 20%. Það þýðir að miklar breytingar verða, meðal annars á próteinum, sem ekki ganga til baka við útvötnun. Þrátt fyrir að söltunin sjálf nái yfir skemmra tímabil en áður fyrr, þurfa afurðirnar ætíð ákveðinn verkunartíma í framhaldi af sjálfri söltuninni, til að þroska sín sérstöku einkenni sem góður saltfiskur hefur til að bera. Bragð og áferð fisksins eru til að mynda mjög frábrugðin því sem gerist fyrir fersk-

Í hverju felst starf þitt hjá Marel? „Starf mitt hjá Marel felst í rannsóknum á fiski, eiginleikum hans og þeim breytingum sem verða við vinnslu hans. Viðfangsefnin taka mið af þörfum fiskiðnarins hverju sinni og hvernig hægt sé að auka verðmæti, gæði og nýtingu við framleiðslu fiskafurða. Meginmarkmiðið er að afla þekkingar sem nýtist við þróun og hönnun á tækjum fyrir greinina. Afrakstur þess getur verið bætt meðhöndlun við vinnslu, ný vinnslutækni, samfelldara flæði og aukin sjálfvirkni. Það sem er efst á baugi þessi misserin, er að þróa sjálfvirkar aðferðir til að fjarlægja beingarð úr hvítfiski og hækka hlutfall hráefnisins sem nýtist í verðmeiri afurðir, svo sem hnakkastykki.“ Áttu bakgrunn í sjávarútvegi eða hvernig datt þér í hug að fara út í þetta nám?

Almennt viðmið er að vatnsfasi í fiskvöðva mettist af salti, sem þýðir að hlutfall salts í afurðum fer yfir 20%. Það þýðir að miklar breytingar verða, meðal annars á próteinum, sem ekki ganga til baka við útvötnun. Kristín Anna Þórarinsdóttir, doktor hjá Marel.

„Nei, reyndar liggur bakgrunnur minn í landbúnaði. Lengi vel stefndi ég á nám í dýralækningum en ákvað að færa mig nær matvælunum. Áhuginn á sjávarútveginum kviknaði í náminu í matvælafræðinni, þar sem ég kynntist faginu í gegnum kennarana. Margir þeirra unnu á Rf og því voru eðlilega mörg verkefni í náminu tengd sjávarútvegi.“ Margvísleg tækifæri fyrir ungt fólk

Myndir þú ráðleggja ungu fólki að leita sér menntunar á sviði fiskiðnaðar og sjávarútvegs? „Já, það ég myndi alveg tvímælalaust gera. Sjávarútvegur er mikilvæg atvinnugrein hjá okkur Íslendingum og verður áfram. Góð þekking og menntun er undirstaða fyrir framþróun greinarinnar. Nám í matvælafræði við Háskóla Íslands er ein leið að því marki. Einnig má nefna sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og stutt er síðan að nýr skóli á sviði sjávarútvegs, Fisktækniskólinn, hóf starfsemi sína. Öll menntun á sviði matvælaframleiðslu og sjávarútvegs, eykur

skilning á því sem menn eru að fást við í gegnum virðiskeðjuna, allt frá veiðum og þar til afurðin er komin á borð neytandans. Þannig er hægt að gera góða hluti enn betri og halda okkur í fremstu röð í veiðum og vinnslu á fiskafurðum. Við eigum að vera í þeirri stöðu að geta sótt sem mest inn á þá markaði sem skila mestum verðmætum. Matvælafyrirtæki eru meðal stærstu fyrirtækja í heiminum og því víða tækifæri á þessu sviði. Mikil þörf er á matvælaþekkingu hjá stoðgreinum, eins og framleiðendum af tækjum og umbúðum, ásamt aðilum sem sjá um flutning og dreifingu á matvælum. Tækifæri fyrir ungt fólk innan sjávarútvegsins, eru margvísleg. Segja má að áður fyrr hafi verið ákveðin fjarlægð milli menntafólks og sjávarútvegsins, en ég held að mikið hafi breyst í þeim efnum. Í dag eru fyrirtæki farin að sjá ávinning í því að ráða til sín vel menntað fólk, en það er líka mikilvægt að hafa verið í snertingu við greinina, hafa unnið á gólfinu svo að segja. Það kemur ekki allt af bókinni,“ segir Kristín Anna Þórarinsdóttir.


Naust Marine & MP banki Viðskipti sem vinda upp á sig Naust Marine býður umhverfisvænar, sérhæfðar togvindur fyrir útgerðir um allan heim — byggðar á gömlu verkviti og reynslu. Engan glussa, takk! Þau vita sem er, að velgengni krefst reynslu og sveigjanleika.

Brandenburg

Þess vegna er Naust Marine í viðskiptum hjá okkur.

banki atvinnulífsins

Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is

“ Mikill munur” “Við höfum verið að nota Sagewash sótthreinsinn á færibönd og gólf og sjáum mikinn mun. Gólfin laus við slikju og samkvæmt mælingum þá eru svæðin hrein og sótthreinsuð. Mælum því hiklaust með þessari handhægu sótthreinsibyssu.” Anna S. Hjaltadóttir Framleiðslustjóri Vinnslustöðin Vestmannaeyjum

Frábær lausn sem hentar á alla staði þar sem sótthreinsunar er þörf Sérstaklega hentugt í skip og báta þar sem pláss er lítið. Einfaldur búnaður tryggir jafna blöndu af sótthreinsi sem drepur allar þekktar matvælabakteríur s.s. listeríu, salmonellu, e-coli, staphylococcus ofl.


10m a rs 2013

útvegsblaðið

Aukinn virðisauki hefur náðst í verði á sjávarafurðum á liðnum árum:

Helmingi minni afli, tvöfalt meira verðmæti Sædís Eva Birgisdóttir

Fluttar voru út afurðir úr þorskhausum fyrir 8 milljarða árið 2011. Útflutningur á lýsi fór úr 1800 tonnum í 3700 tonn, en verðmætið jókst þrefalt, úr 580 m.kr. í 1700 m.kr á núvirði.

seva@goggur.is

A

f öllum þeim fiskitegundum sem halda sig á íslenskum miðum hefur þorskurinn tvímælalaust skilað mestum verðmætum til þjóðarbúsins. Margir hafa nú áhyggjur af þeim áhrifum sem stórauknar aflaheimildir í Barentshafi kunna að hafa á alþjóðleg verð. Samanlagður kvóti Norðmanna og Rússa þar árið 2013 er ein milljón tonna, talsvert meira en 200.000 tonna áætlaður kvóti Íslendinga. Árið 1981 nam þorskafli íslenskra skipa þó rösklega 460.000 tonnum. Til samanburðar var sá afli um 180.000 tonn árið 2011 sem er 60% minna en þrjátíu árum áður. En hvernig skildi verðmæti aflans hafa þróast á þessu 30 ára tímabili? Auðvitað hefur útflutt verðmæti hvers þorskkílós aukist samfara tækniþróun síðustu áratuga en hve mikið? Árið 1981 veiddu íslensk fiskiskip samtals 460.579 tonn en útflutningsverðmæti þorsks það ár nam tæplega einum milljarði á verðlagi þess árs, eða um 37 milljörðum á núvirði. Árið 2011, eða 30 árum seinna var þorskaflinn svo 182.034 tonn. Útflutningsverðmætið hins vegar, á núvirði, var rúmir 82 milljarðar króna, rösklega 120% hærra en árið 1981. Gengi krónunnar gagnvart gjaldmiðlum útflutningslanda spilar auðvitað hlutverk í þessari þróun og því er ekki úr vegi að skoða þróun útflutningsverðmætisins í erlendri mynt. Útflutningsverðmæti þorsksins árið 1981 var um 135 milljónir dala, sem jafngildir tæpum 340 milljónum dala á núvirði. Árið 2011 var það svo um 680 dalir á núvirði sem er tvöföldun. Það gildir því einu hvernig á málið er horft, heildaraflinn rýrnaði um 60% en útflutningsverðmæti a.m.k. tvöfaldaðist. Þannig fór útflutningsverðmæti á hvert kílógramm í lönduðum afla ársins úr 0,7 dollurum í 3,8 sem er rúmlega fjórföldun.

» Útflutningsverðmæti þorsksins árið 1981 var um 135 milljónir dala, sem jafngildir tæpum 340 milljónum dala á núvirði. Árið 2011 var það svo um 680 dalir á núvirði sem er tvöföldun.

Ef nánar er rýnt í útflutningsgögn er glögglega hægt að sjá vísbendingar um orsakir þess. Vöruflokkarnir eru talsvert fleiri nú en

áður, vinnslan er orðin fjölbreyttari og afgangshráefni annað en flök er talsvert betur nýtt. Til dæmis skapaði heilfrystur

fiskur og fryst flök 3/4 af verðmætinu árið 1981. Þrjátíu árum síðar sköpuðu þessar afurðir tæpan fjórðung af verðmætinu.

Nýting aflans hefur aukist og því má þakka bættri vinnslutækni og stórfelldri aukningu í nýtingu aukaafurða. Fluttar voru út afurðir úr þorskhausum fyrir 8 milljarða árið 2011. Útflutningur á lýsi fór úr 1800 tonnum í 3700 tonn, en verðmætið jókst þrefalt, úr 580 m.kr. í 1700 m.kr á núvirði. Virðisauki í framleiðslu hefur aukist, í stað frystra afurða skapar ferskfiskur og saltfiskur stóran hluta verðmætisins. Ekki má gleyma því að alþjóðleg þorskverð hækkuðu á þessu tímabili auk þess sem staða íslenskra sjávarafurða hefur styrkst með markaðssetningu. Í stuttu máli sagt hefur nútímavæðing atvinnugreinarinnar spilað stærsta hlutverkið í því að auka útflutningsverðmæti. En vafalítið hefur hvatinn til þess að nýta aflann orðið meiri með skertum aflaheimildum. Þannig fór framleiðslan að snúast um gæði fremur en magn. Fiskverkendur nýttu hráefnið betur og fóru að sjá verðmæti í afurðum sem áður var að mestu leiti fleygt. Í dag er útflutningsverðmæti hvers þorskkílós á Íslandi umtalsvert hærra en í öðrum löndum og fjölbreytileiki og gæði afurðanna gera það að verkum að breytingar í heimsmarkaðsverðum hafa almennt minni áhrif hér en víða annarsstaðar. Þannig á það að vera og þannig er mikilvægt að halda því. En ef svo á að vera þarf nýsköpun í sjávarútvegi og tæknigreinum honum tengdum að hjarna verulega við.


12m a rs 2013

útvegsblaðið

Breyttir starfshættir og tækninýjungar 1970 Skuttogararnir byrja að koma til landsins og kassavæðingin hefst. (hvítu 50 kílóa kassarnir) 1978 kemur fyrsta rafeindavogin frá Póls á markað og í kjölfarið

kemur Marel og bylting í vigtun í fiskvinnslu, fyrst á landi og síðan á sjó. Flæðivogir og flæðilínur fylgja í kjölfarið. 1979 Frystihús Ísbjarnarins á Grandagarði tekið í notkun. Fullkomnasta fiskverkun við Atlantshafið á sínum tíma.

1980 Fiskikörin koma til sögunnar og þróast smám saman næstu áratugina. Meðferð á fiski stórbatnar. Sæplast þar í forystu. 1980 Þurrkun á hausum með jarðhita hefst

1982 Frystiskipin koma til sögunnar. Örvar HU 21 er fyrstur og síðan koma Hólmadrangur og Akureyrin.

gámar eru notaðir fyrir útflutning á ísuðum fiski og flutningar á ferskum fiski með flugi hefjast. Mjög hröð þróun á sér stað í kæliaðferðum í þessum flutningum og kemur þá til sögunnar svokölluð ofurkæling.

1982 Frystigámar koma til sögunnar og leysa frystiskipin af hólmi. Sömu

1984 Flæðilínur og ný hugsun

í fiskvinnslu ryður sér til rúms. Meka, Samey og fleiri fyrirtæki. 1984 Kvótakerfið tekur gildi. Ný hugsun í útgerð tekur við. Verðmæti í stað magns.

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá MATÍS um þróun á meðferð afla og vinnslu hans:

Að læra að gera mikið úr litlu Hjörtur Gíslason

Tilkoma hans hefur verið alger vítamínsprauta fyrir þróun í sjávarútvegi á síðustu árum og á sinn hátt stuðlað að velmegun í greininni.

hjortur@goggur.is

T

æknivæðing í fiskvinnslu, bætt meðferð afla um borð í betri skipum og breytt hugarfar við veiðar í kjölfar kvótakerfisins eru helstu þættirnir í stórauknu útflutningsverðmæti íslenskra fiskafurða. Aukin markaðsvitund og sókn á nýja markaði með nýjar afurðir og fullnýting þess fisks sem að landi er færður hefur sömuleiðis mikið að segja. Breytingar sem höfðu mikil áhrif á árangur virðiskeðjunnar var afnám útflutningshindrana, fiskveiðistjórnunarkerfið og stofnun fiskmarkaða á Íslandi. Útvegsblaðið ræddi þessa þróun við Sigurjón Arason, yfirverkfræðing hjá Matís, en hann hefur komið við sögu þessara mála í rúmlega þrjá áratugi.

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá MATÍS.

» Stærðin sem fyrst var þróuð var allt að 660 lítrar að stærð. Þau voru höfð 66 sentímetra djúp því samkvæmt reglugerð um fisk í stíum mátti fisklagið ekki vera þykkara en 60 sentímetrar og viðbótin á hæðina var ætluð fyrir ís.

tekinn niður og fluttur í fyrirtæki á Reykjanesi sem í dag heitir Haustak. Þar stendur gamli færibandaþurrkarinn sem var smíðaður 1980 með stuðningi ráðherra til að prófa nýja hugmynd. Sú hugmynd byggðist á því að nota plastfæribönd í stað stáls. Klefinn var á fimm hæðum og nú er búið að smíða eina átta slíka klefa, sem eru meðal annars á Laugum, í Fellabæ og annar hjá Haustaki og fjórir komnir til Færeyja. Útflutningur á hausum og afurðum úr þeim skilar yfir milljarði króna á ári.“

Það var í raun mikið lán að fara út í notkun á þessum kerum, meðal annars vegna hraðari löndunar úr skipunum, en ekki síst vegna þess að þá þurfum við ekki að fara út í að hausa fiskinn út á sjó til að hann kæmist betur í kassana eins og Norðmenn gera. Þá kemur hausinn ekki í land og miklum verðmætum því kastað á glæ. Þá verða gæði fisksins minni við hausun fyrir dauðastirðnun því þá kemst blóðvatn inn í hnakkann, holdið. Fyrir vikið nýtist fremsti hlutinn af hnakkanum ekki í vinnslu og nýtingin verður minni. Miklu munar um hausinn og þennan hluta hnakkastykkisins í framlegðinni og að auki verður saltfiskurinn mun fallegri og betri, þegar fiskurinn er hausaður eftir dauðastirðnun. Keravæðingin skipti verulegu máli á sínum tíma og nú á síðari tímum hafa kerin verð minnkuð/ lækkuð og taka aðeins um 300 kíló af fiski, sem fer miklu betur með hráefnið. Bætt aðstaða á vinnsludekkjum fiskiskipanna skiptir líka

Vinnsla í frystihúsum landsins tæknivæðist svo hratt á þessum árum, ekki satt? „Svo kemur öll tölvuvæðingin inn með Marel og Póls með með rafeindavogunum, og flæðilínur frá Meka komu í kjölfarið, fyrst hjá KASK á Hornafirði. Þróunarsetrið hjá ÍS vann einnig mikið í þessum málum. Flæðilínurnar voru alger bylting. Áður höfðu menn verið að prófa sig áfram með svokölluðum fullvinnslulínum, svo kom bakkalínan, sem var mjög áberandi. Slík lína var til dæmis í nýja Ísbirninum sem var eitthvert flottasta og fullkomnasta frystihús við Atlantshafið árið 1978. Með bökkunum var byggt á einstaklingsbónus, þar sem fiskurinn var veginn inn á hvern starfsmann og út aftur. Flæðilínan byggðist meira á hópbónus. 1992 kom svo til sögunnar kerfi sem kallað var einstaklingsnýtingarbónus. Þá var fiskurinn vigtaður af fólkinu og frá því aftur á flæðivogum, sem voru komnar inn í flæðilínurnar.

Skuttogarar og fiskikassar

„Vissulega eru margir þættir sem við sögu koma, þegar metið er hvað hefur haft mest áhrif í bættri meðferð sjávarafurða og vinnslu þeirra,“ segir Sigurjón. „Þar má kannski fyrst nefna skuttogarana og fiskikassavæðinguna sem hefst um eða upp úr 1970. Það var mikil framför að fara með fiskinn úr stíum og ísa hann í kassa, en þeir höfðu þá annmarka að vera litlir, tóku aðeins um 50 kíló og voru ekki nógu langir fyrir stærri fisk. Þegar ég kom til landsins 1978 eftir nám var eitt af því fyrsta verkefni sem mér var falið að skoða voru kassarnir og hvað væri hægt að gera í þeim málum. Þá fór maður að velta fyrir sér kerum, sem væru stærri og færu betur með fiskinn. Þetta var þróað í samvinnu margra manna og úr því verða þessi ker sem við erum að nota í dag. Stærðin sem fyrst var þróuð var allt að 660 lítrar að stærð. Þau voru höfð 66 sentímetra djúp því samkvæmt reglugerð um fisk í stíum mátti fisklagið ekki vera þykkara en 60 sentímetrar og viðbótin á hæðina var ætluð fyrir ís. Síðan voru kerin endurhönnuð til þess að fiskurinn raðaðist betur í þau, en þarna var Sæplast í fararbroddi í framleiðslu keranna.

gífurlega miklu máli. Betri aðstaða til aðgerðar og góð blæðing áður en fiskurinn fer í ísun og kælingu er lykill að góðum árangri,“ segir Sigurjón. Hausaþurrkun í stað prjónastofu

En það er ekki nóg að koma með fiskinn að landi, þar þarf finna leiðir til að vinna afurðirnar? „Um 1980 vorum við mikið að skoða nýtingu á jarðhita til þurrkunar og horfðum mikið til kolmunna sem hafði byrjað að veiðast nokkrum árum áður. Úr því varð sú tækni sem við sjáum í dag við þurrkun á þorskhausum og hryggjum. Þegar við vorum að skoða nýtingu á vannýttum tegundum eins og kolmunnanum nýttist það við þróun á vannýttu hráefni eins og hausum og hryggjum. Áður var hausinn í einhverjum mæli gellaður og kinnaður en þarna bættist við sá möguleiki að vinna skreið úr hausnum. Fyrst var þetta auðvitað hengt út en síðan fóru menn með

þurrkunina inn og það var Langeyri í Hafnarfirði sem reið á vaðið, Björgvin Ólafsson heitinn var þar ákveðinn frumkvöðull. Í kjölfarið kom til mín maður sem var vélstjóri á Hákoni ÞH. Hann vildi komast í land og bað mig um að hjálpa sér með einhverjar hugmyndir. Þetta var Þorsteinn Ingason og niðurstaðan varð hausaþurrkun. Hann fór að leitaði að húsnæði og endaði í húsi á Laugum í Reykjadal sem áður hafði hýst prjónastofu. Þannig hófst ævintýri sem enn í dag er í góðum gangi, Laugafiskur. Þurrkunin var svo þróuð áfram og 1980 var smíðaður færibandaþurrkari. Við fengum 100 milljónir í það verkefni fyrir forgöngu Björns Dagbjartssonar, sem þá var aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Kjartans Jóhannssonar. Aftur kom Langeyri til sögunnar og átti húsnæði í Hvergerði og þar var þurrkarinn settur upp í fyrirtæki sem fékk nafnið Hverá. Þetta var stór þurrkklefi sem síðan var

Tæknin tekur völdin


útvegsblaðið

m a rs 2013

1990 Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri tekur formlega til starfa. 1994 Fiskvinnslan tekur stöðugum framförum og ýmis fyrirtæki bjóða upp á heildarlausnir í vinnslunni. Má þar nefna Marel

13

og Póls, 3X, Skagann og fjölmörg minni fyrirtæki sem vinna að sérhæfðum lausnum. Þá eru komnar fram á sjónarsviðið vélar sem vinna fiskhausa eins og Kvikk og Mesa. 2000 AVS sjóðurinn stofnaður. Styrkir nýsköpun í sjávarútvegi.

2000 Með stórbættri tækni við vigtun, tölvusjón og nákvæmum skurði á flökum og snyrtingu þeirra tekur fiskvinnslan stórstígum framförum. Útflutningur á svokölluðum ferskum þorskhnökkum hefst. Þeir eru verðmætasti hluti flaksins.

vinnslu skilar sé í land í mjög fullkomin og afkastamikil fiskiðjuver. Þessi bætta meðferð skilar sér í veiðum og vinnslu á öðrum uppsjávartegundum eins og loðnu, síld og kolmunna. 2006 Makrílveiðar hefjast við Íslands og stóraukast á næstu árum. Í kjölfarið er meðferð aflans um borð bætt verulega. Betra hráefni til manneldis-

2013 Rafvæðing fiskimjölsverksmiðja er komin langt en hún skilar betra hráefni og er vistvænni brennsla á olíu.

» Sigurjón Arason hefur um árabil unnið að framþróun í íslenskri fiskvinnslu.

Það var Marel sem þróaði þetta kerfi og hugbúnað við það og þá var hægt að byggja upp bæði afkastabónus og gæðabónus.“ AVS sjóðurinn mikilvægur

Fyrir um áratug var rannsóknasjóðurinn AVS, aukið verðmæti sjávarfangs, settur á laggirnar. „Tilkoma hans hefur verið alger vítamínsprauta fyrir þróun í sjávarútvegi á síðustu árum og á sinn hátt stuðlað að velmegun í greininni. Til dæmis mætti nefna hvað varðar ferskfiskinn, öll kæliverkefnin sem farið hefur verið í hjá fjölmörgum fyrirtækjum og ekki síst verkefni í uppsjávarfiski eins og makríl. Saltfiskiðnaðurinn hefur þróast mikið með stuðningi frá AVS. AVS hefur einnig komið að verkefnum sem lúta að fiskeldi og líftækni. Þarna má líka nefna fyrirtæki eins og 3X, Skagann, Marorku, Völku, Marel o.fl. sem öll

hafa fengið styrki úr þessum sjóð Hringormurinn og verið mikil lyftistöng fyrir þau vinstri sinnaður enda hafa þau verið með miklar og Sigurjón heldur áfram: „Við vitum góðar hugmyndir. líka að hringormurinn er vinstriÖll þessi tæknivæðing leiddi sinnaður. Hann leggst í vinstri til þess að þörfin fyrir starfsfólk flökin en þau sem eru hægra megminnkaði verulega. Á þessum tíma in er með mikið færri orma. Það er var starfsfólk í sjávarútvegi talið vegna legu lifrarinnar sem hindrar um 15.000 manns, sem skiptist útbreiðslu ormsins. Hægramegin jafnt milli veiða og vinnslu. Í dag liggur lifrin alveg aftur að gotrauf, er þessi fjöldi um 8.000 og skiptist en vinstramegin nær hún ekki áfram nokkuð jafnt milli veiða og eins aftarlega. Með gegnumlýsingvinnslu. Afköst á manntíma eru artækjunum getum við séð hvar orðin miklu meiri með aukinni hringormurinn er í flakinu og hugsjálfvirkni og þar með hefur fram- búnaðurinn man það og veit hvar leiðni aukist. Þetta hefur náðst með hann á að leita í flakinu.“ mikilli þróun, þekkingu og samvinnu tækjaframleiðenda og fisk- Frystitogararnir voru bylting verkenda. Við vitum hvernig fiskur- „Þegar svo horft er á skipaflotann inn er uppbyggður og með vöktun verður mesta byltingin með frystiá því hvernig gallarnir koma fram togurunum, en þeir fyrstu voru Örvog greina þá, er hægt að beina göll- ar, Hólmadrangur og Akureyrin upp uðum flökum í snyrtingu meðan úr 1980. Örvar var fyrstur og niðurþau gallalausu fara framhjá,“ segir röðun og val á vinnslutækjum í þeim Sigurjón. næstu var nánast sú sama. Valið

um borð í Örvar réðst af því að fiskvinnslu á Skagaströnd var lokað og vélarnar úr henni einfaldlega settar um borð í skipið. Þar má nefna flökunarvélina Baader 189, sem skilar mjög góðri nýtingu yfir mikið stærðarbil á fiska. Þá voru menn með hausara frá Baader sem fóru hvorki vel með fiskinn né innyflin. Reyndar var nýtingin ekki beint í fyrirrúmi fyrst. Síðan hafa menn reynt að bæta hausunina til að fá meira út úr hnakkastykkinu og ná hreinni haus og eiga meiri möguleika á að nýta lifrina. Það þarf auðvitað að vera hagkvæmt að hirða þessar afurðir og svo er að verða með hækkandi verði á lifur til dæmis,“ segir Sigurjón. Vöðvi eins og blúndugardína

Breyttir útgerðarhættir á ísfisktogurunum, sérstaklega í kjölfar kvótakerfisisins, þegar verðmætavitund manna jókst með takmörkuðum aflaheimildum.

„Þá hættu menn að vera úti í 12 til 14 daga og hafa sjóferðirnar styst niður í fjóra til fimm sólarhringa eins og er í dag. Ég man eftir að hafa fengið dagbók frá vélstjóra á einum af Akureyrartogurunum yfir tvö samliggjandi ár. Fyrra árið voru túrarnir 24 en 48 það seinna. Það skiptir öllu máli, hvort sem talað er um ferskan fisk, frosinn eða saltaðan, að fiskurinn komi ferskur í land. Það sama á við línuskipin í dag, þau eru úti í fjóra til fimm daga. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að þegar þorskurinn er vel blæddur og kældur og settur í ker, er hann í tvo daga að fara í gegnum dauðastirðnun. Þetta ferli verður að ganga hægt fyrir sig, annars breytist flottur vöðvi í los, verður eins og blúndugardína. Hann þarf að fara rétt í gegnum dauðastirðnun áður en hann fer í vinnslu, annars er hann ekki að skila góðri vöru. Því passar þessi stutta útivist vel, hvort sem


14m a rs 2013

um er að ræða togara eða línuskip. Þegar komið er í land er byrjað að vinna fiskinn frá fyrsta degi veiðiferðarinnar og svo koll af kolli og því er fiskurinn alltaf búinn að fara í gegnum dauðastirðnuna fyrir vinnsluna. Þannig fæst besta hráefni sem til er í heiminum.“

Með kvótakerfinu kom hvatinn til hagræðingar í fiskiskipaflotanum, sem var orðinn of stór. Skipunum fækkaði og meiri hlutdeild kom til hvers og eins.

Hnakkastykkið dýrast

„Hausun á fiski er eitt af því sem skiptir mestu máli í fiskvinnslu, hvort sem er úti á sjó eða í landi. Hnakkastykkið á fiskinum er dýrasti hluti hans og er nauðsynlegt að sem minnst af því fylgi hausnum. Betri vélar skipa þarna miklu máli eins og frá Baader og íslensku framleiðendunum Vélfagi og Agli. Hjá fyrirtækjum eins og 3X og Skaganum hefur einnig verið gífurleg þróun í þá átt að auka sjálfvirkni og nýtingu. Þróun á búnaði og tölvukerfum hjá Marel hafa skipt hér miklu máli. Stóra stökkið er hráefnismeðferðin um borð í skipunum, en á henni byggist að miklu leyti góður árangur í útflutningi á ferskum flökum. Til að byrja með fluttum við fyrst og fremst út heil flök, en síðan var farið að skoða það í þorskinum að flytja út ákveðna flakabita. Með því að sjá hvað markaðurinn vildi og fara að óskum hans kom í ljós að það var hnakkastykkið sem var eftirsóttast. Þá fóru menn að skera hnakkastykkið frá og senda það út ferskt á þá markaði sem best borguðu og miðstykki og sporður fór annað, mest í lausfrystingu. Þetta byrjaði fyrir einum 10 árum og var ákveðin bylting, en þau fyrirtæki sem þar hafa náð bestum árangri hafa haft stöðugan aðgang að góðu hráefni. Það skiptir mjög miklu máli.“ Kælingin skiptir mestu máli

Enn og aftur skiptir kælingin öllu máli. Það var til dæmis mjög slæmt, segir Sigurjón Arason, að sjá að stór hluti þess afla sem kom inn á fiskmarkaði í fyrra var yfir fjögurra gráðu heitur. Það er varla ásættanlegt ef við ætlum okkur að vera fremstir í flokki þeirra sem bjóða ferskan fisk á mörkuðunum í Evrópu. „Við erum ekki að vinna á verði á þessum mörkuðum held-

útvegsblaðið

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá MATÍS.

» „Flæðilínan byggðist meira á hópbónus. 1992 kom svo til sögunnar kerfi sem kallað var einstaklingsnýtingarbónus. Þá var fiskurinn vigtaður af fólkinu og frá því aftur á flæðivogum, sem voru komnar inn í flæðilínurnar.“

ur gæðum. Ferskleikinn byrjar um borð í skipunum. Komi skip að landi eftir einn dag á veiðum með fisk sem er um og yfir 10 gráðu heitur, er geymsluþolið eins og sex daga gömlum vel kældum fiski hafi verið landað. Einn dagur við 10 gráðu hita jafngildir sex dögum við góða kælingu. Þá er geymsluþolið ekki 12 dagar heldur sex. Fyrsti dagurinn hefur því allt að segja. Ef fiskurinn er ekki kældur strax er geymsluþolið að miklu leyti þrotið og fiskurinn þolir ekki útflutning með skipi. Þetta á líka við um fisk sem frystur er um boð í frystitogurum. Ef hann er ekki kældur strax, hefur

TMP báta og hafnarkranar

Bjóðum gott úrval af vökvakrönum frá TMP hydraulic A/S. www.tmphydraulik.dk

Hjallahraun 2 220 Hafnarfjörður s. 562 3833 www.Asaa.is - Asaa@Asaa.is

þegar verið gengið á geymsluþolið þó hann sé frystur fljótlega.“ Það er athyglisvert að líta aftur til áranna eftir að við erum búin að vinna þorskastríðin. Erum einir um hituna í eigin lögsögu og förum upp í 461.000 tonn af þorski árið 1981. Svo kemur áfallið, um of er gengið á þorskstofninn og minnka verður veiðina niður fyrir 300.000 tonn og reyndar miklu meira seinna. Kvótakerfið kemur til sögunnar 1984 og þar sem hverju skipi er skammtað takmarkað magn og þá verða menn að læra að gera mikið úr litlu. Hvað sé hægt að gera meira úr hverju kílói sem á land kemur. „Með kvótakerfinu kom hvatinn til hagræðingar í fiskiskipaflotanum, sem var orðinn of stór. Skipunum fækkaði og meiri hlutdeild kom til hvers og eins. Fyrir vikið hefur útgerð þeirra orðið arðbærari og þau hafa verkefni mest allt árið. Þar má taka dæmi um skipin sem stunda veiðar á uppsjávarfiski. Þau hafa verkefni allt árið við veiðar á loðnu í upphafi árs, síðan kolmunna, makríl, kolmunna aftur, síld og svo loðnu aftur.“ Kraftaverk í makrílnum

„Með tilkomu makrílsins höfum við náð að tileinkað okkur mikla og góða breytingu í meðhöndlun á uppsjávarfiski. Öll helstu útgerðarfyrirtæki landsins endurskoðuðu meðhöndlun sína og ráðstöfun á uppsjávarfiski. Skipin eru nú fær um að kæla aflann niður á um klukkutíma niður í mínus eina gráðu. Þannig geta þau komið makrílnum í land í vinnsluhæfu ástandi á þeim tíma sem hann

er viðkvæmastur en þetta er hreinlega kraftaverk að okkur hafi tekist að koma makrílnum í vinnsluhæfu ástandi á þessum árstíma. Á þessum tíma er makríllinn að fara úr 5% fituinnihaldi í 25-30% og er því mjög vandmeðfarinn. Þetta hefur haft í för með sér mikil áhrif á meðferð annars uppsjávarfisks eins og síldar, loðnu og kolmunna. Nú er allur uppsjávarfiskur kældur um borð og því er bæði hægt að sigla lengra með hann til vinnslu í landi og skila betra hráefni í land. Þarna ræður líka úrslitum samhæfing veiða og vinnslu. Veiðunum er stýrt eftir vinnslugetu í landi og það skilar bestu afurðunum og um leið hæsta verðinu. Gæði ráða fiskverðinu, ekki bara úti á mörkuðunum heldur sömuleiðis upp úr sjó. Það má líka líta á fiskimjölið. Á sínum tíma voru hér 22 verksmiðjur, en eru núna innan við tuginn. Áður fyrr fór mikið af heilum fiski í bræðsluna, en nú er þetta meira orðið afskurður. Verksmiðjurnar eru flestar í nálægð við fiskiðjuver, sem eru að vinna uppsjávarfisk eða bolfisk. Flökin fara í vinnslu, hausar, hryggir og afskurður í bræðslu og hráefni til bræðslunnar er alltaf ferskt og í heildina er um fullvinnslu fisksins að ræða. Fyrir 20 árum voru verksmiðjurnar allar með eldþurrkara fyrir mjölið. Síðan var farið yfir í gufuþurrkara og loftþurrkara. Nú eru verksmiðjurnar með gufuþurrkara sem fyrsta stig.“ Aukin menntun í greininni

Sigurjón segir að aukin menntun í sjávarútvegi skipti einnig miklu

máli um þann árangur sem náðst hefur: „Menntunarþátturinn í greininni hefur aukist mjög mikið með tilkomu sjávarútvegsfræðinnar við Háskólann á Akureyri. Hann hefur verið gífurleg lyftistöng fyrir sjávarútveginn. Þar er um að ræða þverfaglegt nám fyrir sjávarútveginn. Nemendur sem hafa útskrifast þaðan eru alls staðar í greininni og að gera góða hluti. Háskóli Íslands hefur einnig verið með nám, sem tengist sjávarútveginum beint, fiskiðnaðartækni 1 og 2 í iðnaðarog vélaverkfræði og með tilkomu matvælafræðinnar við H.Í. rétt fyrir 1980 var miklu grettistaki lyft og hefur þessi námsgrein verið mjög mikilvæg fyrir sjávarútveg og annan matvælaiðnað. Menntunarstig starfsfólks í sjávarútvegi hefur hækkað verulega enda er sjávarútvegur hátækniiðnaður og matvælaiðnaður sem á að rækta sína gæða ímynd og tryggja að greinin skili eingöngu hágæða eftirsóttum afurðum á markað. Nú eru nemendur að vinna að tveimur mastersverkefnum í plötufrystum fyrir Skagann. Hér er einn doktorsnemandi og tveir mastersnemendur í makríl. Þetta þýðir að maður er á kafi í hringiðunni. Við erum í mjög nánu samstarfi við flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins og erum mikið að vinna úr fyrirspurnum sem okkur hafa borist frá þeim. Maður hefur ekki alltaf rétta svarið en getur nálgast það og oft nýtir maður nemendur til þess að vinna að lausn þessara mála áður en við tökum ákvörðun. Við höfum verið með hér hjá okkur um 20 doktorsnemendur með stuttu millibili í fræðum sem öll tengjast fiskinum. Núna eru tveir sem eru að hefja nám og einn sem er að klára. Því er komin mikil menntun inn á þetta svið og kannski er stóra byltingin í þessu að framhaldsnám er orðið umtalsvert. Nemendur í mastersfræðum hafa á vissan hátt rutt brautina fyrir okkur á þann hátt, að við stjórnendur hjá Matís höfum getað einbeitt okkar að því að aðstoða fyrirtækin, meðan verkefnin sem við vorum með í huganum og komumst ekki í, væru að gerjast hjá þessum nemendum. Þegar ég lít yfir farinn veg held ég að fjöldi mastersnemenda sé á bilinu 40 til 50 og héðan frá Matís er búið að úrskrifa 15 til 20 doktora og ég hef verið leiðbeinandi margra þeirra sem útskrifast hafa til þessa. Nú sér maður þetta fólk mjög víða úti í greininni þar sem það er að gera mjög góða hluti,“ segir Sigurjón Arason.


útvegsblaðið

m a rs 2013

15

» Eitt af vandamálunum í fiskveiðum Grænlendinga er mikill fjöldi smárra báta með litlar veiðiheimildir. Til dæmis eru um 800 smábátar með leyfi til grálúðuveiða.

Grænlendingar vinna að breytingum á stjórn fiskveiða og veiðigjaldi á allar fiskveiðar:

Arðbærari útvegur en færri störf Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

G

ert er ráð fyrir því að störfum innan sjávarútvegs á Grænlandi fækki um allt að þúsund á næstu árum vegna breytinga, sem verið er að undirbúa á fiskveiðilöggjöf landsins. Jafnframt er í undirbúningi upptaka veiðigjalds á allar veiðar. Með þessum breytingum er stefnt að því að sjávarútvegurinn verði arðbær og geti því skilað arði beint til samfélagsins. Þá liggur fyrir að framboð af öðrum störfum á Grænlandi, meðal annars námuvinnslu, verði meira en nægilegt til að taka við því fólki, sem kann að missa vinnuna í sjávarútveginum. Íslendingurinn Hilmar Ögmundsson er einn þeirra sem vinnur að þessum breytingum, en hann hefur um árabil unnið fyrir grænlensk stjórnvöld að ýmsum þjóðfélagslegum endurbótum. Í dag er einungis lagt veiðigjald á útflutning á rækju og grálúðu frá úthafsflotanum. Veiðigjald á rækjuna var lagt á fyrst árið 1981 og skilaði 62 milljónum dönskum krónum, 1,4 milljörðum íslenskra króna, í ríkiskassann árið 2012. Veiðigjald á grálúðu verður innheimt í fyrsta skiptið árið 2013. Grunngjaldið árið 2013 er 2,5 krónur danskar á kíló, 58 ískr. Áætlað er að veiðigjaldið á grálúðuna skili tæpum 28 milljónum dönskum krónum í tekjur til ríkisins árið 2013, 650 milljónum ískr.. Einnig greiða allir strandveiðibátar fast ársgjald og úthafsflotinn fast gjald á tonn af fiski sem ætlað er að standa undir kostnaði við stjórn fiskveiða og eftirlit.

erfitt að koma þessum breytingum í gegn.“ Í núverandi fiskveiðilöggjöf er hámark á stærð skipa sem má nota í strandveiðunum eftir grálúðu 31,99 brúttótonn. Það þarf því væntanlega að kanna hagkvæmni þess að leyfa stærri einingar en það með hliðsjón að aflinn sé landaður ferskur. Einnig þarf í þeim tengslum að reikna út hvort 5% hámarks kvótaeign sé nógu hátt hlutfall til að hægt sé að reka stærra skip á hagkvæman hátt. Munu þessar breytingar ekki hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér?

Gjaldið innheimt af hagnaði

„Það er ekki búið að taka endalega ákvörðun um hverskonar kerfi við leggjum til við álagningu veiðileyfagjalds í framtíðinni. Bæði fiskveiðinefnd frá 2009 og skatta- og velferðarnefndin lagði til að innheimta veiðigjald á allar fiskveiðitegundir. Þannig að ég reikna með að unnið verði út frá þeirri forsendu að greitt verði veiðigjald fyrir allar veiðar á öllum fiskveiðitegundum,“ segir Hilmar í samtali við Útvegsblaðið. „Það er mín ósk að hægt verði að leggja fyrir haustþingið 2013 tillögur um að veiðigjöld í náinni framíð verði innheimt sem hlutfall af hagnaði svipað og á Íslandi en þó lagað að grænlenskum aðstæðum. Til að hægt sé að útfæra slíkt kerfi í kringum veiðigjöldin þarf upplýsingaflæðið frá sjávarútveginum að vera gott. Við höfum því nú þegar lagt til með heimild í núverandi fiskveiðilöggjöf að unnin verði reglugerð sem skylda sjávarútvegsfyrirtæki að skila rekstrarupplýsingum á hverju ári til Hagstofu Grænlands. Einnig lögðum við til að fyrirtækin verði skylduð til að afhenda upplýsingar fjögur ár aftur í tímann. Við teljum það því ekki raunsætt að innleiða veiðigjöld sem reiknast af hagnaði fyrirtækjanna fyrr en í fyrsta lagi 2015 eða 2016,“ segir Hilmar. Til að hámarka samfélagslegan arð frá fiskveiðunum þarf sjávarútvegurinn að vera arðbær. Breytingar á fiskveiðilöggjöfinni þurfa því að hanga saman með því að innleiða nýtt kerfi um veiðigjald. „Það eru fyrst og fremst strandveiðar sem eru óarðbærar. Kvótinn í

Mikil fækkun starfa » Hilmar Ögmundsson hefur um árabil unnið að breytingum á stjórn fiskveiða á Grænlandi.

strandveiðum á rækju er framseljanlegur og hefur því skipum fækkað og útgerðin orðið arðbærari. Það hefur þó ekki dugað til þar sem mörg skip í strandveiðum á rækju ná varla endum samann. Ástæðan fyrir því er 100% löndunarskylda. Það heyrir einungis undantekningu til að rækjuskip í strandveiðum fái að frysta um borð og flytja beint út. Það er því ein af tillögum okkar á fiskveiðilöggjöfinni að leyfa öllum rækjuskipum bæði í strandog úthafsveiðum að framleiða allt að 75% aflans um borð. Við höfum ekki reiknað dæmið til enda en fyrstu útreikningar benda til að það muni auka heildararðsemi rækjuiðnaðarins. 800 bátar á grálúðu

Stærsta vandamálið liggur í strandveiðum á grálúðu. Arðsemin er lítil vegna þess að veiðarnar dreifast á gríðarlegan fjölda báta og skipa.

Einnig er 100% löndunarskylda á þesusm veiðum. Árið 2012 var ákveðið að innleiða framseljanlegan kvóta fyrir aðeins helminginn af heildar kvótanum, 21.400 tonn árið 2013, í strandveiðum á grálúðunni. Hámarks kvótaeign er samkvæmt lögum 5%. Hinn helmingurinn er heildarkvóti þar sem um það bil 800 bátar undir 6 metrum veiða eftir hugtakinu fyrstur kemur fyrstur fær. Við leggjum því til þær breytingar á fiskveiðilöggjöfinni til að auka arð í veiðunum að allur strandveiðikvótinn á grálúðu verði gerður framseljanlegur. Væntanleg áhrif verða að eigendur þeirra 800 smábáta í strandveiðunum muni fjárfesta í stærri og hagkvæmari einingum eða selja kvótann til þeirra sem geta hámarkað hagnað af veiðunum. Ég ekki von á því að við leggjum til að leyfilegt verði að framleiða eða frysta aflann í strandveiðum á grálúðu í þessari lotu. Það verður nógu

„Við að hrinda slíkum breytingum í framkvæmd væntum við þess að fram til ársins 2016 munu milli 8001.000 sjómenn og landvinnslufólk verða atvinnulaust. Með væntanlegri námuvinnslu er reiknað með að skapist milli 1.300 – 1.400 varanleg störf. Bara járnnáman í Nuukfirði sem við vonum að geti hafið rekstur árið 2016, ef áætlanir ganga eftir skapar 700 störf. Það er því núna sem er tækifærið til að gera róttækar breytingar á fiskiveiðilöggjöfinni samhliða því að innleiða nýtt kerfi á veiðileyfagjaldi. Það er klárt að það þarf að mennta fólk úr sjávarútveginum í námuvinnsluna. En tímasetningin gerir það að verkum að við getum mögulega aukið arð í sjávarútveginum án þess að auka varanlegt atvinnuleysi. Þetta krefst samvinnu og samræmingaraðgerða milli ráðuneyta. En það er jú þingið að lokum sem tekur endanlega ákvörðun hvort við ráðumst út í þessar umfangsmiklu breytingar,“ segir hagfræðingurinn Hilmar Ögmundsson.


16m a rs 2013

útvegsblaðið

Slóg, roð og bein verða að verðmætum afurðum í fullvinnslu í Grindavík:

Prótein í brauð, roð og bein í botox N

ú er unnið að því að í Grindavík verði bækistöð fyrir fullvinnslu á sjávarafurðum. Þar megi sjá hvað hægt er að gera mikið á þessu sviði til eftirbreytni fyrir aðra. Stefnt er að því að í Grindavík verði alls konar sprotafyrirtæki, sem vinni fyrir hvert annað og vinni saman undir nafninu Codland. Fyrir-

tækið Haustak, sem er í eigu sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis og Þorbjarnar, á Codland, sem verður einskonar regnhlíf yfir sprotafyrirtækin sem spretta upp í kringum þessa fullvinnslu. Fullvinnslan er vel á veg komin og meðal annars hefur verið framleitt prótein, sem notað hefur verið í brauð sem fæðubótarefni fyrir vaxtarræktar-

fólk, og ensím í snyrtivörur. Jafnframt kemur til greina að framleiða collagen úr fiskbeinum. Collagen er meðal annars notað í lýtaaðgerðir eins og botox. Betra hráefni í land

Einn þeirra sem eru í fararbroddi í fullvinnslunni er Einar Lárusson, en fjórir áratugir eru síðan hann byrjaði að vinna í sjávarútveginum. Niðursuðan var viðfangsefni hans til að byrja með, fyrst í Noregi en síðan í Grindavík. Viðfangsefni hans þar var niðurlagning á kavíar og niðursuða á rækju og lifur. „Við vorum að framleiða kavíar í glösum í milljóna tali og rækju í dósum og glösum um aldamótin 2000 en þá var starfsemin sameinuð Þorbirni við sameiningu Þorbjarnar og Fiskanes. Eftir sameininguna var starfsemin seld og ég réðst til Þorbjarnar og tók að mér þróunarstarf og eftirlitsstörf með fiskvinnslunni og er í því enn í dag,“ segir Einar í samtali við Útvegsblaðið. Ég byrjaði strax á því í Þorbirni að rýna í fiskinn ásamt Gunnari Tómassyni, framkvæmdarstjóra, og sáum við þá mjög fljótt hvað mætti betur fara, til dæmis að staðla yrði meðhöndlun aflans um borð í skipunum til að fá betra hráefni í land. Við skrifuðum reglur um hvernig staðið skyldi að verki og meðal annars var sú regla að ekki skyldu vera meira en 300 kíló af fiski í körum sem voru 460 lítrar að stærð. Ekki skyldi vera minna en 40 kíló af ís í hverju kari og hitastig í kari við löndun væri ekki mikið yfir einni gráðu. Fiskinum skyldi raðað í körin með búkinn niður þannig að ekki sæti vatn í kviðarholinu. Þetta gjörbreytti fiskinum, ekki þurfti lengur að rétta fiskinn fyrir flökun, nokkuð sem skapar los og með þessu móti vorum við alltaf með úrvals hráefni, sem skilaði sér í betri árangri í vinnslunni. Svo tók-

um við fyrir blóðgun og eitt ist út sem ferskur fiskur eða og annað settum auk þess saltaður. Þar eru líka unnar reglur um meðferð fiskins afurðir eins og þunnildi og í landi. afskurður sem er saltaður Við gerðum ýmsar tilog fer til Spánar. Í Grindaraunir til að bæta gæðin og vík er salthús og þar eru fá fiskinn hvítari, en það eingöngu söltuð þorskflök var nokkuð sem markaðurog lítilsháttar af flöttum fiski. Í frystihúsinu svokallinn fór fram á. Yngri neyt- » Einar endur vildu fá hvítan fisk. Lárusson. aða er vinnsla á ferskum Síðan fórum við líka að fiski til útflutnings . Þar er merja fiskholdið af þorskhryggj- líka verið að frysta löngu- og bláum og búa til protein isolat, sem lönguhrogn yfir vertíðina, en það er við sprautuðum svo aftur í fiskinn mjög dýr afurð og eftirsótt á Spáni. og reyndum þannig bæði að halda hvíta litnum og fá betri fisk. Þessa Markaðir fyrir allt aðferð keyptum við til Íslands frá „Allan tímann höfum við einbeitt Ameríku á móti Ísfiski í Kópavogi. okkur að því að nýta aflann sem Þessi aðferð er þróuð af Dr.Herði best og síðastliðin þrjú ár höfum við Kristinsyni. Við höfum verið að tekið alla hausa af frystitogurunþróa hana fram og til baka til dags- um þremur og þurrkað þá í þurrkins í dag og erum núna að gera til- verksmiðjunni Haustaki, sem Vísir raunir með að taka þetta prótein og Þorbjörn eiga saman, eða flutt isolat og þurrka það og mala til að hausana frysta utan til Asíu. Við nota sem fæðubótarefni, sem er um erum að reyna að gera ennþá bet95% ptótein.“ ur og nú er framundan að taka allt slóg frá bátum Þorbjarnar og Vísis og bræða það til að fá út prótein og Frysta lönguhrogn Þorbjörn er með þrjár megin olíur. Það er verið að reynslukeyra vinnslustöðvar. Í Vogunum er verið verksmiðjuna og þetta er bara að að vinna keilu og löngu og þorsk- bresta á. Þar með erum við búnir að hrogn. Keilan og langan fara þá ým- loka hringnum, það er ekkert sem við hendum nema slógið af frystitogurunum, en áður er búið að taka hrogn og lifur af línuskipunum og Við vorum að hrogn af frystiskipunum. En slógið framleiða kavíar í af frystitogrunum fer enn í hafið. glösum í milljóna tali Með þessu er verið að auka verðmætin úr því sem skilar sér á land. og rækju í dósum og Það er búið að fjárfesta í skipum og glösum um aldamótin veiðarfærum og eyða olíu til veið2000 en þá var starfanna og nú erum við að finna leiðir til að vinna úr öllum því sem úr semin sameinuð sjónum er dregið. Það eru markaðir Þorbirni við sameinfyrir þetta allt saman, þá þarf bara ingu Þorbjarnar og að finna og það er orðið auðveldara nú en áður var. Fiskanes. Markmiðið með þessu starfi er að gjörnýta fiskinn og þróa áfram það Einar Lárusson, sem fyrir er. Það er stöðugt verið starfsmaður hjá Þorbirni hf.


útvegsblaðið

m a rs 2013

17

» „Allan tímann höfum við einbeitt okkur að því að nýta aflann sem best og síðastliðin þrjú ár höfum við tekið alla hausa af frystitogurunum þremur og þurrkað þá í þurrkverksmiðjunni Haustaki, sem Vísir og Þorbjörn eiga saman, eða flutt hausana frysta utan til Asíu.“ Myndir/hausttak hf

» Afurðirnar úr slóginu verða tegundamerktar, dagmerktar og ísaðar.

að prófa sig áfram og reyna að finna betri tæki til að auka nýtingu úr fiskinum. Í þorskvinnslunni nýtum við allt. Við tökum þunnildin, hausinn, gellurnar, hrygginn , hrogn, slóg og roð. Ýmist fer hryggurinn í þurrkun eða framleiðslu á próteinum sem við ætlum að búa til tófú úr og fæðubótarefni fyrir vaxtarræktarfólk. Við getum líka notað það í brauð og höfum unnið verkefni með Jóa Fel þar sem próteinið er sett í brauð og hrökkbrauð, sem orkubót. Svo ræður markaðurinn því hvað af þessu verður ofan á. Ef við náum góðum árangri í próteinmjölinu eykst áhugi okkar á að koma að vinnslu á fleiri efnum. Við erum ennþá finna vinnsluaðferðir í þeim efnum. Við erum að velta þvi fyrir okkur að gera Collagen úr roði og beinum og alginat, undir merkjum Haustaks /Codlands. Collagen er til dæmis notað í botox. Þetta er bara að byrja núna. Við erum að koma þessu á koppinn, við erum búin að fá út úr slóginu lýsi og próteinmjöl og sjáum að þetta er hægt. Nú er verið að fínpússa græjurnar svo þetta gangi snuðrulaust fyrir sig og við getum byrjað af fullum krafti á næstu vikum og mánuðum. Við vitum ekki enn í hvað mjölið og lýsið fer en við erum með nokkra áhugasama kaupendur. Við reynum að vinna þetta í eins dýrar afurðir og við getum og komast eins nálægt markaðnum og hægt er. Þetta kost-

ar auðvitað allt sitt en verðmætasköpunin er ótvíræð. Saltið hreinsað og endurnýtt

Við tökum svo saltið sem við höfum notað á fiskinn, hreinsum það og seljum til vegagerðar, þannig að allt er nýtt. Þá er jafnvel hægt að vinna prótein úr saltpæklinum hreinsa hann enn betur. Við höfum svo gert miklar ráðstafanir til að koma í veg fyrir gulu í saltfiski. Allt salt sem við tökum inn í verksmiðjuna hreinsum við með segulbúnaði. Í saltinu eru alltaf ryð- og málmagnir frá tækjum og tólum af saltekrunum. Þessar málmagnir innihalda kopar sem veldur mengun í saltinu og gulu í fiskinum. Koparinn er bundinn málminum og tekur því segul, sem koparinn gerir ekki. Járnið er líka orsakavaldur en koparinn er skæðari. Það er mesta hættan á kopargulu í mánuðunum nóvember til janúar þegar fiskurinn er feitastur. Þetta var búnaður sem við létum smíða fyrir mikla peninga, en hann hefur sannarlega borgað sig. Við bætum stöðugt við þekkinguna og við getum seint sagt að við kunnum þetta allt. Við erum bæta umgengnina um auðlindina með þessu öllu og slógið munum við umgangast sem matvæli eins og fiskinn sjálfan enda verður slógverksmiðjan matvælavottuð. Slógið verður tegunda-

merkt, dagmerkt og ísað. Það er svolítið nýr vinkill á framleiðslunni að umgangast slóg eins og matvæli,“ segir Einar. Tímafrek þróun

En eitt er að hugsa leiðir til úrbóta, annað að framkvæma. Hvernig gengur svona þróunarvinna fyrir sig og er hún ekki tímafrek? „Fiskvinnsla í dag er ekkert annað en hátæknimatvælaiðnaður. Það eru tæki og tól, sem sinna mestu vinnunni í vinnslunni til að létta fólkinu vinnuna og gefa okkur auk þess betri afurðir. En það tekur tíma að hanna vélar til að svara þörfum vinnslunnar. Ég get til dæmis nefnt að fiskurinn fer nú allur í gegnum vinnsluna með þunnildin á, þau eru ekki skorin af í snyrtingunni. Þau er skorin frá flakinu með vél frá Marel eftir vinnslu, sem gerir það að verkum að þau eru slétt og fín og fyrir vikið eftirsóttari afurð, enda hafa þau fengið nákvæmlega sömu verkun og flakið. Annars verða verða þau krumpuð og ekki eins söluvænleg. Þegar við vorum að finna út hvernig bæta mætti verkunina á þunnildunum var ég að vinna að lausninni með Marel í um tvö ár áður en vélin var smíðuð og það voru gerðar margar tilraunavélar áður en rétta útfærslan fannst. Þá þurfti líka að færa vélina fram og til baka í vinnslunni til að finna út hvar í ferlinu hún væri best staðsett. Það tók líka

sinn tíma. Alltaf er verið að finna út hvað megi gera betur og hluti af því var að ná hausunum af frystitogurunum í land þannig að það skilaði hagnaði. Við byrjuðum á að kaupa vél til að kinna og gella hausana úti á sjó. Þetta gekk illa og áhöfnin sagði að þetta væri ekki hægt úti á sjó. Stýrimaðurinn var ekki sammála og sagði þið gerið þetta svona og fór sjálfur með hendina í vélina. Næsta skrefið með hausunina var að gera þetta í landi. Ég talaði við kaupendur í Afríku. Þeir sögðu mér að best væri að kljúfa hausana af togurunum sundur, en þó þannig að þeir hengju saman á gellunni. Við gerðum það og það leiddi til þess að við fengum lægra verð úti. Nú gerum við þetta þannig að við snyrtum hausana í landi og meðhöndlum eins og aðra hausa og skerum fram úr þeim að neðan og þurrkum þá þannig. Þá fáum við fínt verð fyrir þá, en þetta ferli tók tvö ár, frá því reynt var að vinna hausana um borð og þar til að viðunandi afurð fékkst með vinnslu í landi. Þetta er allt útspekúlerað frá a til ö og hvert prósent í bættri nýtingu og auknum verðmætum er tugir milljóna á ári.

vinnum frekar úr mjölinu og lýsinu úr slóginu. Nú er að rísa fiskeldi á Reykjanesi, þó ekki á okkar vegum, sem mun ala fisk sem heitir Senegal flúra og þá er spurning hvort þetta sé eitthvað sem hentar þeim í fóður til dæmis. Fiskeldið og Haustak geta þá líka farið að vinna saman seinna. Þannig getur verið hægt að þurrka fisk sem ekki passar í pakkningarnar eða uppfyllir ekki aðrar kröfur. Þessi fiskur er þekktur þurrkaður á mörkuðum í Afríku. Ég sé að tækifærin eru alls staðar, en lífið er ekki nógu langt til að nýta þau öll,“ segir Einar Lárusson.

CMYK 100c 57m 0y 2k Black

PANTONE Pantone 293 Black

RGB 0r 103g 177b 0r 0g 0b

Lífið er ekki nógu langt

Það er eins með allt sem við erum að gera. Við mætum alltaf einhverjum hindrunum á leiðinni, sem geta hvort sem er verið tæknilegar eða markaðslegar. Það þarf alltaf að yfirstíga svona hindranir og oft andlega sérvisku að auki. Þetta tekst allt að lokum og við vitum að þetta tekur sinn tíma. Ég er búinn að vinna að þessum málum nú í um 40 ár og það er ótrúlegt hve hratt tíminn hefur liðið enda er þetta skemmtilegt og gefandi viðfangsefni og alltaf nýjar áskoranir að fást við. Það verður líka gaman þegar við fikrum okkur yfir í það að finna út hvernig við

GRAYSCALE Black

CMYK 100c 57m 0y 2k

PANTONE Pantone 293


18m a rs 2013

útvegsblaðið

Áhrif makríls á vistkerfi hafsins við Ísland:

Makríll á íslensku hafsvæði Guðmundur J. Óskarsson Hafrannsóknastofnun

M

akríll er nýjasta nytjategundin við Ísland og jafnframt ein sú verðmætasta sem skýrist af miklum afla og mikilli makríllgengd inn á íslensk hafsvæði undanfarin ár. Svokölluð makríldeila sem mikið hefur verið rætt og ritað um er afleiðing þessa og snýst um skiptingu afla úr stofninum milli þjóða sem nýta hann. Þessi makrílgengd hefur hins vegar líka áhrif á vistkerfi hafsins í kringum Ísland sem þarf að gefa gaum að. Frá því að makríls varð fyrst vart í einhverju mæli innan íslenskrar lögsögu sumarið 2006, hefur magn hans aukist árlega samkvæmt niðurstöðum leiðangra Hafrannsóknastofnunarinnar og samkvæmt aflabrögðum fiskveiðflotans. Hlýnun sjávar við Ísland síðustu tvo áratugi er talin hafa gert makrílnum kleift að sækja fæðu hingað en aðrir þættir hafa mögulega einnig haft áhrif, svo sem stækkandi stofn sem þarf stærra beitarsvæði og minnkandi magn fæðu á hefðbundinni fæðuslóð hans austar í hafinu. Makríllinn sækir inn á íslensk hafsvæði til að éta og fita sig og er mjög virkur afræningi. Þegar tekið er tillit til þessa og þeirrar staðreyndar að hann er hér í mjög miklu magni má ætla að áhrif hans á vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu umtalsverð. Rannsóknir hafa verið í gangi á Hafrannsóknastofnunni til að meta þessi áhrif. Hér er greint frá frumniðurstöðum þeirrar vinnu eða mati á heildarfæðunámi makríls við Ísland og samanburði við fæðuval síldar sem er sennilega helsti keppinautur hans um fæðu. Árlegt heildarfæðunám makríls

Til að meta árlegt heildarfæðunám makríls á Íslensku hafsvæði voru notaðar upplýsingar um hversu mikið makrílinn bætir á sig í þyngd yfir sumarið, forsendur um fæðunýtingu sem segja til um magn fæðu sem þarf til að ná slíkri aukningu í

» Sýnataka í makrílleiðangri á rs Árna Friðriksyni. 

þyngd, svo og heildarmagn makríls á svæðinu. Árleg þyngdaraukning var ákvörðuð út frá sýnum úr afla fiskiskipa og rannsóknarleiðangrum sem mismunur á meðalþyngd eftir aldri í byrjun sumars og í lok sumars. Aukningin í þyngd yfir sumarið var breytileg eftir aldri en var að meðaltali 42% og 43%, árin 2010 og 2011. Upplýsingar um magn makríls á íslensku hafsvæði voru fengnar úr niðurstöðum makrílleiðangra Hafrannsóknastofnunarinnar í júlí-ágúst 2010 og 2011, sem eru hluti af samstarfsverkefni Færeyja, Íslands og Noregs. Þær niðurstöður bentu til þess að um 1,1 milljón tonn af makríl hafi verið í íslenskri lögsögu hvort sumarið í ætisleit. Þegar tekið er tillit til ofangreindra mælinga, lengdardreifingar makrílsins og forsenda sem byggðar eru á erlendum rannsóknum um að 15% fæðu makríls nýtist

Mynd: Guðmundur bjarnason

» Trollpokinn tæmdur um borð í rs Árna Friðriksyni í makrílleiðangri.

til þyngdaraukningar, þá fæst að makríll hafi étið um 2,2 milljónir tonna af fæðu á íslensku hafsvæði hvort sumarið. En hvað var makrílinn að éta og var hann að keppa við síld um fæðu?

Fæðuval makríls

Fæðuval makríls og síldarstofnanna tveggja við Ísland sumrin 2010 og 2011 var rannsakað á fimm mismunandi svæðum með greiningu á magasýnum sem safnað var

» Staðsetning magasýnatöku makríls (*), íslenskrar sumargotssíldar (O) og norsk-íslenskrar vorgotssíldar (Δ) í júlí-ágúst 2010 (hægri) og 2011 (vinstri), ásamt svæðaskiptingu. Rauðu línurnar afmarka efnahagslögsögur.

nálægt yfirborði í makrílleiðangrum Hafrannsóknastofnunarinnar (mynd 1). Innihald magasýnanna var greint á BIOICE-Rannsóknastöðinni í Sandgerði. Meðalþyngd fæðu makríls var mun meiri en síldar og þá var meðalþyngd fæðu makríls að öllu jöfnu hæst á SA og SV svæðunum á meðan meðalþyngd fæðu síldar var hæst á V, N og A svæðunum sem endurspeglar einnig að nokkru leyti dreifingu stofnanna. Þetta má túlka bæði sem svo að makríll sé afkastameiri og virkari afræningi en síld og eins að fæðuval og atferli makríls sé á einhvern hátt frábrugðið fæðuvali og atferli síldar þrátt fyrir að veiðast á sömu stöðum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við sambærilegar rannsóknir frá öðrum hafsvæðum þar sem þessar tvær tegundir finnast, til dæmis á norsku hafsvæði. Fæða makríls samanstóð að mestu leyti af krabbaflóm, á flestum svæðum, sumrin 2010 og 2011, eða frá 10-80% af þyngd fæðunnar (mynd 2). Rauðáta (Calanus finmarchicus) var lang fyrirferðamesta tegundin af krabbaflóm í flest öllum sýnanna. Krabbaflær, og þá rauðáta, sem eldri rannsóknir hafa sýnt vera helstu fæðu síldarinnar vógu hins vegar hlutfallslega mun minna af fæðu síldar þessi tvö sumur. Í stað krabbaflóa var ljósáta og sviflægar marflær fyrirferðamestar í fæðu síldar, þótt rétt sé að taka fram að mun hærra hlutfall af fæðu síldar voru ógreinanleg krabbadýr sem þrír fyrrnefndu hóparnir falla allir inn í. Fiskmeti var í hærra hlutfalli í makrílmög-


útvegsblaðið

m a rs 2013

19

Fæða makríls samanstóð að mestu leyti af krabbaflóm, á flestum svæðum, sumrin 2010 og 2011, eða frá 10-80% af þyngd fæðunnar. unum en í síld og var það hæst á N svæðinu þar sem loðna vóg mest. Á öðrum svæðum var fiskmeti makríls og síldar einkum norræna gulldepla, kolmunna ungviði, sandsíli og laxsíldar. Eins og við var að búast sýna niðurstöðurnar mikla skörun á fæðuvali makríls og síldar. En þær benda einnig til þess að fæðuval síldar sé annað en áður fyrr sem líklegast tengist breytingum á fæðuatferli þannig að hún sæki fæðu að öllu jöfnu dýpra í vatnssúluna. Þessar breytingar eru taldar vera svar síldarstofnanna við samkeppni um fæðu við hinn mun afkastameiri og virkari afræningja makríl. En hefur þessi ný tilkomna samkeppni við makríl mælanleg áhrif á afkomu og vöxt síldar? Áhrif á vistkerfið

Skoðað var hvort nýtilkomin fæðusamkeppni við makríl hafi

» Samanburður á hlutfallslegri þyngd fæðuhópa í mögum makríls (til vinstri) og síldar (til hægri) sumrin 2010 (efri) og 2011 (neðri) í kringum Ísland. Fjöldi skoðaðra maga er gefinn fyrir ofan súlurnar og eins hvaða síldarstofn um ræðir.

haft áhrif á langtíma breytileika í holdarfari fiska í síldarstofnunum tveimur hér við land nú síðustu ár. Íslenska sumargotssíldin hefur verið í góðum holdum síðustu ár og engin frávik hafa verið í vexti fiskanna sem bendir ekki til að það gæti áhrifa af völdum fæðusamkeppni. Holdarfar norsk-íslensku síldarinnar hefur hins vegar verið undir meðallagi síðustu ár og lengd eftir aldri farið lækkandi. Þessar

breytingar hafa verið tengdar sífellt minni átu á fæðuslóð síldarinnar í hafinu milli Íslands og Noregs síðustu 10 ár. Hvort ástæðan fyrir minna af átu sé minni frumframleiðni eða meira beit uppsjávarfiska þar (einkum síldar, makrílls og kolmunna) er ekki vitað en rannsóknir á því eru í gangi. Þá má loks geta þess að holdarfar makríls á íslensku hafsvæði hefur farið versnandi og var mun verra árin 2010

og 2011 en árin þar á undan. Það er vísbending um verra fæðuástand þau sumur en gæti einnig að hluta til skýrst af vestlægari útbreiðslu makríls þau ár. Hér hafa aðeins verið rannsakaðir fáeinir þættir í vistkerfinu við Ísland sem aukin fæðugengd makríls getur haft áhrif á. Margir aðrir þættir sem hann getur haft áhrif á eru enn óskoðaðir. Til dæmis hefur ástand sandsílastofna við Ísland

verið lélegt undanfarin ár og lítil nýliðun verið síðan 2005. Þótt það ástand hafi byrjað áður en makríll kom til sögunnar þá gæti makríllinn mögulega átt þátt í að viðhalda því ástandi í gegnum beint afrán og/ eða fæðusamkeppni. Þá hafa fæðurannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar að mestu leyti beinst að víðáttumestu svæðunum þar sem mest af makrílnum heldur sig en minna að fjörðum og grunnsævi þar sem einnig er makríl að finna. Á grunnsævi er ungviði ýmissa nytjastofna að finna svo sem þorsks, ýsu, ufsa og síldar og verða þau mögulega fyrir afráni makríls þar. Niðurstöður skoðunnar á sýnum sem safnað var í innanverðum Faxaflóa sumarið 2012 bentu reyndar til svipaðs fæðuvals og hjá makríl utar, þ.e.a.s. að hann éti aðallega rauðátu. Frekari rannsókna á þessu er þó þörf og er áætlað að gera átak í því sumarið 2013. Hér fyrir ofan hafa einungis verið nefnd neikvæð áhrif á vistkerfið tengd fæðugegnd makríls. Það er þó rétt að nefna að makrílgengdin getur hugsanlega einnig haft jákvæð áhrif á vistkerfið. Á öðrum hafsvæðum er afrán á makríl þekkt og eru stórtækastir afræningjar hvalategundir, stórir sjófuglar, ufsi, þorskur og túnfiskar. Þessar tegundir gætu einnig hagnast af tilkomu makríls á íslensk hafsvæði.


20m a rs 2013

útvegsblaðið

Spá því að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja dragist saman á næsta ári Hlynur Sigurðsson Forstöðumaður upplýsinga- og

Nettó fjárfestingar í rekstrarfjármunum

kynningamála hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna

S

tjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja spá því að fjárfesting dragist saman á næsta ári samkvæmt niðurstöðu könnunnar um framtíðarhorfur á Íslandi. Langflestir þeirra telja að horfur séu á að ástandið í efnahagslífinu eigi ekki eftir að batna á næstu 6 mánuðum og telja að framlegð fyrirtækja muni dragast verulega saman á sama tíma. Einungis 11% sjá fram á fjölgun starfa. Könnunin er gerð árlega af Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands og snýst um mat stærstu fyrirtækja landsins á framtíðarhorfum á Íslandi. Lítil fjárfesting minnkar enn

Í könnuninni kemur fram að 60% stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja að fjárfesting verði nokkuð eða miklu minni á árinu 2013 en árið á undan. Þar af telja 25,7% þeirra að fjárfesting verði miklu minni en 34,3% telja að hún verði nokkuð minni. 37,1% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja að fjárfestingar verði svipaðar árið 2013 og þær voru árið 2012 en aðeins 3% telja að fjárfestingar eigi eftir að aukast. Fjárfestingar í sjávarútvegi hafa síðustu ár minnkað verulega þrátt fyrir góða afkomu í greininni. Í slíku árferði ætti alla jafna að vera svigrúm til fjárfestinga en af henni hefur ekki orðið. Ástæðan er fyrst og fremst sú óvissa sem ríkt hefur í greininni bæði um skerðingar aflaheimilda sem og margföldun veiðigjaldsins sem mun gera litla fjárfestingu enn minni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur fjárfesting í greininni sem hlutfall af framlegð minnkað töluvert frá árinu 2008 og er kominn niður í 7% af framlegð árið 2010 og 8,8% árið 2011. Margföldun veiðigjaldsins drepur svo endan-

lega þá litlu fjárfestingu sem verið hefur síðustu ár samkvæmt könnuninni. Á hverjum bitnar minni fjárfesting

Varla þarf að fjölyrða um mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenskt hagkerfi. Sjávarafurðir standa undir um það bil 40% af vöruútflutningi. Útflutningsverðmæti sjávarútvegs nam rúmum 268 milljörðum árið 2012 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Atvinnugrein með slíka veltu skapar mikinn fjölda afleiddra starfa í samfélaginu, allt frá viðhaldi fiskiskipa til ýmiskonar þjónustu og tæknilausna fyrir útgerð og vinnslu. Fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa sprottið upp síðustu áratugi sem treysta á fjárfestingu íslensks sjávarútvegs. Nægir þar að nefna fyrirtæki á borð við 3X, TrackWell, Skagann og mörg fleiri. Þessi fyrirtæki skapa verðmæt störf í samfélaginu og hafa sprottið upp vegna fjárfestingagetu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, en stór hluti veltu þeirra kemur af sölu véla og tækja á innanlandsmarkað. Í grein sem birtist fyrir nokkru í Útveginum segir Jóhann Jóhanns-

Telur þú að fjárfestingar fyrirtækisins í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2013 verði meiri, svipaðar eða minni en árið 2012?

Telur þú að framlegð fyrirtækisins, það er EBITDA, muni aukast, standa í stað eða minnka á næstu 6 mánuðum?

0

0

3%

14. 3%

25.7%

5.7%

37.1%

34.3%

Mikilvægt að spyrna við fótum

34.3%

45.7%

n Aukist mikið

n Aukist mikið

n Aukast nokkuð

n Aukast nokkuð

n Standa í stað

n Standa í stað

n Minnka nokkuð

n Minnka nokkuð

n Minnka mikið

n Minnka mikið

arútvegsins fyrir nýsköpunarfyrirtækin. Þetta er kjarni málsins. Minni fjárfesting þýðir að íslenskur sjávarútvegur dregst aftur úr í samkeppninni við aðrar þjóðir. Umsvif fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi minnkar og þar með geta þeirra til að skapa verðmæti. Spá því að framlegð dragist verulega saman Í könnuninni er einnig spurt hvort stjórnendur telji að framlegð fyrirtækisins árið 2013 verði meiri, svipuð eða minni en árið 2012. Tæp 60% stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja að framlegð dragist saman milli ára. Þar af telja 14% að framlegð verði miklu minni en 46% telja hana verða nokkuð minni. 34% aðspurðra telja hana verða svipaða og fyrri ár en aðeins 6% telja að framlegð muni aukast. Þetta er nokkuð á skjön við spá forsvarsmanna annarra greina sem eru bjartsýnni á að framlegð þeirra fyrirtækja aukist. Þá spáðu aðeins 11% stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja því að starfsmönnum ætti eftir að fjölga á árinu 2013.

Almenn samstaða er um mikilvægi þess að auka fjárfestingu á Íslandi. Slíkt er undirstaða þess að fyrirtækin geti dafnað sem aftur skilar sér í fleiri og betri störfum og bættum hag ríkisins. Það er grafalvarlegt þegar óvissa um framtíðarskipan í sjávarútvegsmálum og margföldun veiðigjalda dregur enn úr fjárfestingu eins og könnun SA og Seðlabankans gefur til kynna.

Könnun SA og Seðlabankans

son, framkvæmdastjóri 3X Technology, frá reynslu sinni og vísar þar til þess hvernig sjávarútvegurinn brást við samdrætti í þorskkvóta

árið 2007, þegar sala á lausnum fyrirtækisins dróst verulega saman. Í greininni leggur Jóhann áherslu á mikilvægi fjárfestingagetu sjáv-

Landssamband íslenskra útvegsmanna


útvegsblaðið

m a rs 2013

21

Fiskveiðisamningar við Ísland og Rússland eru Færeyingum mjög mikilvægir:

Góð búbót að veiða við Ísland Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

S

taðan í færeyskum sjávarútvegi er misjöfn um þessar mundir. Í uppsjávarveiðum og vinnslu gengur sérstaklega vel og fyrirtækin eru að hagnast verulega. Verksmiðjuskipunum okkar sem stunda veiðar í Barentshafinu hefur einnig gengið vel. Þá hefur orðið viðsnúningur á afkomu við rækjuveiðar. Á síðasta ári gengu veiðarnar vel og afkoman var góð. » Jacob Afkoman við Westergaard. » Þrándur í Götu er eitt þeirra uppsjávarveiðiskipa sem hafa verið að gera það gott. Hér landar hann hjá Varðin á Suðbotnfiskveiðarn- urey, en þar hafa Skaginn og Kælismiðjan Frost byggt upp glæsilega verksmiðju fyrir uppsjávarfisk. ar við Færeyjar hefur hins vegar verið erfið. Staða þorsk- og ýsu- legan samning við Norðmenn, sem ar á þorski og ýsu eru í lámarki við og Íslendingar eru í nokkurn vegstofnanna er slök og erfiðlega hefur sögðu honum einhliða upp á síðasta eyjarnar er það góð búbót fyrir þá inn sömu stöðu í þessu máli og tala gengið að byggja þá upp aftur. Ufsa- ári vegna makríldeilunnar. Samn- að fá að veiða við Ísland.“ því saman um hana, þó við komum ekki fram sem sameiginlegur hagsveiðin hefur gengið betur. Þau skip ingurinn við Rússa skiptir Færeysem reiða sig á botnfiskveiðar við inga miklu máli, en hann heimilar Eigna sér allan makrílinn munaaðili. Ég held að samskipti ÍsFæreyjar eiga því í erfiðleikum. Á þeim að veiða 20.000 tonn af þorski Makríldeilan hefur sett sitt mark á lands og Færeyja á þessu sviði séu heildina litið er staðan því þokka- og 4.000 tonn af rækju í Barents- sjávarútveginn í Færeyjum eins og mjög góð. Sá munur er þó á stöðu lega, sumir hafa það verra en aðrir, hafi en láta á móti 70.000 tonn af uppsögn Norðmanna á fiskveiði- þjóðanna að Færeyjar voru áður en þannig gengur það venjulega. kolmunna og 14.000 tonn af makríl. samningnum sýnir. Westergaard aðili að samkomulagi um skiptingu Það eru alltaf sveiflur í sjávarútveg- „Þessi samningur hefur verið okk- segir að enginn sáttafundur sé veiðanna, með smávegis hlutdeild, inum,“ segir Jacob Westergaard, ur mjög mikilvægur síðustu árin,“ boðaður á næstunni. Nokkrar til- en það hafa Íslendingar ekki verið. sjávarútvegsráðherra Færeyja í segir Westergaard. raunir hafi verið gerðar til að ná Staða okkar gagnvart Noregi og samtali við Útvegsblaðið. Færeyingar og Íslendingar hafa samkomulagi í fyrra, án árangurs. ESB þó sú sama.“ Rækjuskipin hafa stundað sömuleiðis verið með gagnkvæma Of langt hafi verið á milli deilenda nokkrar veiðar á Flæmska hattin- fiskveiðisamninga undanfarin ár og til að komast að niðurstöðu um Fiskidagar í botnfiskinum um og við Svalbarða. Í fyrra fundu í þessari heimsókn Westergaards heildarafla og eðlileg skipti. „Það Fiskveiðum er stjórnað með nokkþau svo nokkuð gjöful mið í rúss- til Íslands var samningur síðasta er tilfinning okkar Færeyinga að uð öðrum hætti í Færeyjum en á neska hlutanum af Barentshafinu. árs framlengdur um eitt ár óbreytt- Norðmenn og Evrópusambandið Íslandi. Þar er svokallað fiskidagaReyndar eru bara tvö rækjuskip eft- ur eins og verið hefur að mestu leyti telji sig eiga allan makrílinn enda kerfi við lýði. „Við stjórnum veiðum undan farin ár. „Við höfum lengi átt úthluta þeir sjálfum sér yfir 90% á botnfiski við Færeyjar, þorski, ýsu ir en árið í fyrra var gott hjá þeim. gott samstarf við Íslendinga. Við af þeim heildarafla, sem lagt er til og ufsa, með útgáfu fiskidaga. Báthöfum þar leyfi til veiða á 5.000 að veiddur verði. Fyrir vikið er það unum er skipt upp í flokka og fær Þorskur og rækja úr tonnum af botnfiski og þar af 1.200 erfitt að koma á raunhæfum samn- hver flokkur ákveðinn fjölda daga Barentshafi Færeyingar byggja veiðar sínar upp tonn af þorski, en á móti geta Ís- ingaviðræðum, þegar þeir telja sig til að stunda veiðar og ekki er heimá veiðum og botnfiski og uppsjávar- lendingar veitt hluta af heimildum eiga allt. Þess vegna munum við ilt að flytja daga milli flokkanna. fiski innan eigin lögsögu, en stunda sínum í síld og kolmunna innan lög- setja okkur einhliða kvóta á svip- Dagafjöldinn ræðast að miklu leyti jafnfram veiðar á alþjóðlegum haf- sögu Færeyja. Þetta samkomulag uðum nótum og í fyrra, en auðvi- af stöðu viðkomandi fiskistofna svæðum. Þeir eru með gagnkvæm- er sérstaklega mikilvægt um þess- tað vonumst við til að þessu ljúki og ekki er hámark á afla hvers og an fiskveiðisamning við Rússa, sem ar mundir því það eru skipin sem öllu með samkomulagi þar sem við eins skips. Öllum öðrum veiðum, heimilar þeim veiðar í Barentshaf- veiða botnfisk við Færeyjar, sem fá og Íslendingar fáum eðlilega hlut- eins og veiðum á uppsjávarfiski, er inu. Þeir voru einnig með sambæri- kvótann við Ísland og þar sem veið- deild í heildarveiðinni. Færeyingar stjórnað með kvótakerfi. Skiptar

skoðanir hafa verið um ágæti fiskidagakerfisins. Við teljum þó að kerfið henti vel við veiðar í blönduðum fiskiskap á tiltölulega litlu hafsvæði eins og á við hjá okkur. Við slíkar aðstæður er mjög erfitt að einbeita sér að veiðum á tilteknum tegundum eins og til dæmis þorski. Veiðin verður allt blönduð og því teljum við dagakerfið henta betur en kvótakerfi með ákveðinni úthlutun í hverri tegund fyrir sig. Ótvíræður kostur við kerfið er sá að enginn hvati er til brottkasts. Sjómenn hafa leyfi til að koma með allan fisk að landi og fá fyrir hann verð. Á hinn bóginn má vera að dagakerfið dragi úr hvata til úreldingar og hagræðingar í flotanum, sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem nú ríkja. Því er staðan sú að skipin eru of mörg miðað við afkastagetu fiskistofnanna.“ Náttúran ekki hliðholl þorskinum

Nú hefur þorskstofninn við Færeyjar verið slakur í nokkuð mörg ár. Vita menn hver orsökin er? „Nei, það vitum við ekki en á því hafa menn auðvitað ýmsar skoðanir. Þar er vafalaust um samspil margra þátta að ræða, en þar ræður náttúran líklega mestu og hún hefur ekki verið okkur hagstæð. Það kom í ljós að hrygning gekk vel 2008 og allt benti til góðrar nýliðunar. Töluvert af seiðum komst á legg, en engu að síður skilaði þessi árgangur sér ekki inn í veiðina. Þetta kom bæði fiskifræðingum og sjómönnum á óvart og því bendir allt til þess að náttúruleg skilyrði hafi ekki verið þorskinum hagstæð. Svo er það spurningin hvort það hafi ekki líka mikil áhrif þegar svona gífurlegt magn af makríl heldur sig inni í lögsögunni yfir sumartímann. Hann étur gríðarlega mikið, en það hefur ekki verið vísindalega sannað hvort hann hefur verið að halda þorskstofninum niðri,“ segir Jacob Westergaard.


22m a rs 2013

útvegsblaðið

Magni Kristjánsson rifjar upp aðð 40 ár eru liðin frá því að fyrstu Japanstogararnir komu:

Samið um smíði Japanstogara E

ftirfarandi grein ritaði Magni Kristjánsson í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því að fyrstu Japanstogararnir komu til landsins. Bjartur NK er einn Japanstogaranna og Magni var fyrsti skipstjórinn á honum. 2. mars 1973 kom togarinn Bjartur NK til heimahafnar í Neskaupstað eftir 7 vikna siglingu frá Japan. Bjartur var 1 af 10 systurskipum sem smíðuð voru í þessu fjarlæga landi. En hví í ósköpunum að leita alla leið til Japan til að láta smíða þessi skip? Það þurfti að sigla þeim um hálfan hnöttinn heim til Íslands til að koma þeim til brúks. Við vissum að í Japan bjó mikið verkvit og að þeir voru góðir að búa til transistortæki og bíla. En skuttogara, þar var allt á huldu. En allt á sér aðdraganda og skýringar. Rennum huganum rúm 40 ár aftur í tímann og förum stuttlega yfir þann þátt. Árið 1971 hófst hin svokallaða skuttogaravæðing. Síldveiðar lögðust af 1968 eftir samfellt góðæri um alllanga hríð. Í hönd fóru erfiðir tímar. Talsverður hluti síldarflotans fór til síldveiða í Norðursjó og gerði það bærilegt og stundum gott. Öðrum var snúið til bolfiskveiða með ýmsum veiðarfærum. Tvö af skipum Síldarvinnslunnar fóru á togveiðar ásamt fleirum. En almennt höfðu menn ekki trú á þessu. Sumir töldu þetta jafnvel hið mesta óráð og bentu á dapurleg endalok gömlu síðutogaranna. Hafa ber í huga að á þessum árum voru höft og miðstýring á öllum sviðum, ekki síst í sjávarútvegi. Skipakaupum var að miklu leyti handstýrt, fiskverð var ákveðið af opinberum aðilum. Pólitíkusar voru allsstaðar með puttana. Gengið? Eitt í dag og annað á morgun. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér var tímabil gömlu síðutogaranna að líða undur lok en togveiðar nótabátanna, sem margir voru nýlegir, gengu vel. Til togveiða voru þeir auðvitað vanbúnir. Óeinangraðar lestar, snurpuspil þeirra veikburða til togveiða og vélaraflið var vægast sagt af skornum skammti. Annað var eftir því. En það var mikil fiskgengd. Ýmislegt annað var hagstætt, ekki síst að við áttum góða sjómenn sem höfðu sýnt að þeir áttu auðvelt með að aðlagast breyttum aðstæðum. Ég var búinn að vera nokkuð mikið á togurum og leit á þessar togveiðar á bátunum sem millileik. Okkur vantaði bara skuttogara. Ég var þeirrar skoðunar að skuttogarar væru framtíðarveiðiskip og útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar Jóhann Karl Sigurðsson, gamall togarajaxl, var sama sinnis. Meðan verið var að basla, oft með góðum árangri, við togveiðar á gamla Berki og Birtingi var útgerð SVN að líta í kringum sig. En það varð alltaf að bera allar hugmyndir undir þingmenn, ráðherra og bankastjóra

» Bjartur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað eftir 7 vikna siglingu frá Japan þann 2. mars 1973.

Sá fyrsti þeirra, sem fékk nafnið Barði NK-120, kom í hlut Síldarvinnslunnar og kom til Neskaupstaðar 14. desember 1970 og hélt til veiða 11. febrúar 1971. Magni Kristjánsson, fyrsti skipstjóri á Bjarti NK.

» Magni Kristjánsson er höfundur greinarinnar og hann var einnig fyrsti skipstjórinn á Bjarti.

(sem gjarnan voru fyrrverandi þingmenn eða ráðherrar). Þetta var þunglamalegt og óskilvirkt. En seinni hluta árs 1970 fékkst góðfúslegt leyfi og fyrirgreiðsla til að kaupa 3 litla, notaða skuttogara frá Frakklandi. Sá fyrsti þeirra, sem fékk nafnið Barði NK-120, kom í hlut Síldarvinnslunnar og kom til Neskaupstaðar 14. desember 1970 og hélt til veiða 11. febrúar 1971. Það gekk illa að fá áhöfn fyrstu túrana. Margir höfðu ekki trú á þessu, en það átti eftir að breytast. Undir vor kom forystugrein í einu dagblaðanna sem bar yfirskriftina „Gullskipin“. Þar var verið að býsnast yfir afla Barða og Hólmatinds, sem kom til Eskifjarðar skömmu eftir heimkomu Barða. Einnig þóttu launin há, en þá eins og nú var öfundast útaf launum sjómanna þegar vel gekk. Mannaráðningar urði ekki lengi vandamál. Undir vorið var orðið æði tímafrekt að svara óskum um pláss. Árin 1971 og 1972 varð hugarfarsbreyting og nánast bylting. Allir vildu fá skuttogara og það strax. Þegar leið fram á árið 1972 fór Síldarvinnslan að

horfa til þess að kaupa annað skip. En nú var margt orðið breytt. Það hafði losnað um höftin og bjartsýni og trú á framtíð skuttogaraútgerðar hafði aukist. Um margra ára bil höfðu Norðmenn smíðað obbann af þeim skipum sem keypt voru til landsins. Margir sem hugðu á skuttogarakaup höfðu snúið sér til norskra skipasmíðastöðva og nú varð skyndilega biðlisti. Bið eftir nýjum skipum frá Noregi varð 1 ½ ár og þaðan af meira. En margir vildu byggja togara fyrir Íslendinga. Íslenskir umboðsmenn erlendra fyrirtækja höfðu samband m.a. við útgerð Síldarvinnslunnar. Ég man að ég fylgdi Jóhanni útgerðarstjóra á milli ýmissa og stundum var Lúðvík Jósepsson með. Auk þess var talsvert nuddað í Siglingamálastofnun eða hvað opinbera apparatið sem þessi mál heyrðu undir hét nú á þessum árum. Af ýmsum ástæðum gekk hvorki né rak. En þá tóku þessi skipakaupamál óvænta stefnu. Asiaco hafði um langt árabil staðið að innflutningi frá Japan. Mest var um að ræða veiðarfæri. Eigandi og framkvæmdastjóri Asiaco var Kjartan heitinn Jóhannsson. Hugmyndaríkur eldhugi og fylginn sér. Kaup útgerðarmanna á veiðarfærum höfðu eðlilega minnkað samfara hruni síldveiðanna. En Kjart-

an hafði ýmis sambönd í Japan og því ekki að fá þá til að byggja og selja okkur nokkra skuttogara. Ég hygg að hann hafi fyrst borið þetta undir Jóa Redd, Jóhann útgerðarstjóra Síldarvinnslunnar. Fljótlega blönduðust í málið Kristinn Pálsson úr Vestmannaeyjum og Jóakim Pálsson frá Hnífsdal og síðan fleiri. Vitanlega var Kjartan búinn að kanna jarðveginn fyrir þessa hugmynd í Japan. Og nú fór boltinn að rúlla. Fljótlega komu til landsins fulltrúar skipasmiðaiðnaðar og viðskiptamógúlar. Auðvitað voru Japanir framarlega í skipasmíðum en svona skeljar höfðu þeir aldrei smíðað nema til heimabrúks og í allt öðrum klassa. En ég hef fyrir satt að hvatinn að áhuga Japana hafi verið að þeir sáu þetta fyrir sér sem stökkpall inn í hinn vestræna heim með smíði fiskiskipa. Allt sem Japanir gerðu á þessum árum virtist ganga upp, því ekki smíði fiskiskipa fyrir Vestur-Evrópu í stórum stíl? Útgerðaraðilarnir hér heima réðu ráðum sínum og Kjartan var í góðu sambandi við Japana þar austur frá. Þetta mjakaðist áfram og fór að taka á sig mynd. Næsta skref var að nokkrir Japanir komu hingað á klakann og þá var í alvöru farið að ræða verð, afhendingartíma og stærð og gerð skipanna í grófum dráttum. Allt var þetta í átt-

ina og á vinsamlegum nótum, en þó gjörólíkt því sem menn höfðu vanist áður. Venjulega bar skipakaup þannig að, að væntanlegur seljandi lagði fram tillögu og teikningar svo og verðhugmynd. En þetta var öðruvísi, útgangspunkturinn var að Japanir gætu smíðað réttu skipin á bestu verðum og það sem var mikil tálbeita; afhendingartíminn væri mjög skammur. Það færðist fljótt meiri alvara í leikinn, brátt urðu skrifstofur Asiaco allt of litlar. Allmörg samliggjandi herbergi voru tekin á leigu á Hótel Loftleiðum og þar hófst hin eiginlega vinna við hönnun skipanna. Hvað áttu þau að vera stór? Vélaraflið? Hvað var æskilegt lestarrými o.s.frv. Fyrst meginatriðin og síðan koll af kolli, allt til smæstu atriða. Auðvitað var gangurinn í þessu misjafn frá degi til dags og væntanlegur kaupendahópur stækkað smám saman. Allan tímann var óvissa um hvort af kaupunum yrði, það yrði ekki ljóst fyrr en í lokin. Tvö atriði höfðu mikla vigt og réðu í raun úrslitum. Allt í skipunum, m.a. öll tæki og vélbúnaður, varð að vera japanskt og í öðru lagi um allmörg skip yrði að ræða. Það fjölgaði hratt í hópnum á Loftleiðum, Japanir komu til landsins einn af öðrum, útgerðarmenn komu, sumir stoppuðu stutt, aðrir lengur og íslenskir sérfræðingar voru fengnir að verkinu. Ég man sérstaklega eftir Herði Frímannssyni rafmagnsverkfræðingi og Jóni Hafsteinssyni skipaverkfræðingi. Ég var víst þarna vegna þekkingar minnar á togurum og togveiðum, ekki síst á Barða NK-120, en þar hafði þessi skipagerð sannað ágæti sitt í tvö ár. Margt eftirminnilegt kom upp á í þessari törn á Loftleiðum. Við vorum vantrúaðir á að togspilin með öllum sínum rafbúnaði úti á dekki myndu endast. Sömuleiðis fannst mér óbærilegt að fá hvorki Simrad eða Atlastæki í brúna. Í samræmi við grunnhugmyndirnar varð allt að vera japanskt. Furuno skyldi það heita. Að lokum var þessi 30-40 manna hópur búinn að loka dæminu. Það var meira að segja búið að ákveða litinn á gardínunum. En þá var komið að stóru stundinni. Var verðið ásættanlegt. Spennuþrungin biðtími. Það var ekki laust við að þeir sem höfðu lokaorðið yrðu alvarlegri í framan en þeir höfðu verið en þegar leið að kveldi annars dags þessa óvissutíma komu úrslitin. Það var búið að reikna og telja. Samningur var í höfn! Um kvöldið var slegið upp heljarinnar veislu á veitingastaðnum Óðali. Þar ríkti taumlaus gleði langt fram á nótt. Við Íslendingarnir kyrjuðum „Hvað er svo glatt“..., en kapteinn Kanedasan dansaði og söng japönsk ættjarðarlög – eða kannski voru það stríðssöngvar. Tilþrifin voru mikil.


Erlendur Arnaldsson framleiðslustjóri UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

100.000 pakkningar sem auka verðmæti sjávarafurða

Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Prentun frá A til Ö


Ísafjörður Akureyri Grundartangi

Reyðarfjörður

Reykjavík

Vestmannaeyjar

Kollafjörður

Varberg

Aarhus

Immingham

ENNEMM / SÍA / NM56156

Cuxhaven Rotterdam

> Öflugri landsbyggð í alfaraleið Nú í mars urðu þáttaskil í sjóflutningum af landsbyggðinni þegar Samskip hófu siglingar á nýrri leið sem tengir Akureyri, Ísafjörð og Reyðarfjörð beint við markaði í Evrópu. Við erum stolt af því að geta boðið innlendum og erlendum viðskiptavinum okkar þann hraða, hagkvæmni og sparnað sem hlýst af greiðari leið vörunnar til viðskiptavinarins.

www.samskip.com

Saman náum við árangri

Profile for Goggur

Útvegsblaðið 2. tbl. 2013  

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

Útvegsblaðið 2. tbl. 2013  

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

Profile for goggurehf
Advertisement