Page 1

Sumarstörf í álverunum vinsæl

Byltingarkennd rafskaut

Flytja út íslenskt hugvit

Yfir 2200 umsóknir bárust um auglýst sumarstörf hjá íslensku álverunum. Álverin réðu samanlagt í um 400 störf. »4

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, spáir miklum breytingum á framleiðslu áls í framtíðinni. »14

Marel gekk nýverið frá stærstu sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði í samvinnu við Skagann og 3X Technology. »10

Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

i

ð

n

a

ð

a

r

i

n

s

maí 2012 » 3. tölublað » 4. árgangur

Breytingar í Straumsvík Rio Tinto Alcan hefur frá árinu 2010 staðið í framkvæmdum við að auka framleiðslugetu álversins í Straumsvík úr 188 þúsund tonnum í 230 þúsund, breyta framleiðsluferli þess og endurnýja tækjabúnað. Um er að ræða fyrsta stórverkefnið sem Rio Tinto Alcan, einn stærsti álframleiðandi heims, setti af stað eftir að alþjóðlega fjármálakreppan skall á árið 2008. »10

Mynd: ame

Á l e r létta ra e n stá l o g þv í get u m v ið sp a rað e ld s ney t i , o g þ a n n i g d re g ið ú r út b læ st r i g ró ðu r hú s a lof tte g u nda . . . » 8

Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Lán til íbúðarkaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda

www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík
maí 2012

Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

i

ð

n

a

ð

a

r

i

n

s

Rússland: 4 milljónir tonna

Átta stærstu framleiðendur áls á árinu 2011:

leiðari

H

Kína: 18 milljónir tonna

Kanada: 3 milljónir tonna

Göngum í takt

álft fjórða ár er frá hruni. Útflutningsgreinar hafa bjargað miklu. Land sem býr við mikla framleiðslu á góða möguleika. Þess vegna er brýnt að útflutningsgreinar okkar Íslendinga fái notið sín sem best, það skilar þjóðinni mestum tekjum. Ekki veitir okkur af að afla gjaldeyris þar sem óþægilega mikið af tekjum okkar fer í að borga erlendar skuldir og vexti af þeim.

Á síðasta ári jókst heimsframleiðsla á áli um þrjár milljónir tonna:

Stefnir í 47 milljónir tonna á þessu ári

2011 2010 2009 2008 2007 2006

320.000 tonn

398.000 tonn

Álframleiðsla á Íslandi síðustu ár:

787.000 tonn

Heimsframleiðsla á áli nam 44 milljónum tonna á síðasta ári samkvæmt tölum frá bandarísku jarðfræðistofnuninni (United States Geological Survey). Álframleiðslan jókst um þrjár milljónir tonna frá árinu 2010 og líkt og fyrri ár voru Kínverjar afkastamestir. Gert er ráð fyrir að heimsframleiðslan nái 47 milljónum tonna á þessu ári. Kínverjar framleiddu 18 milljónir tonna, eða um 41% af heimsframleiðslu síðasta árs. Rússar komu þar á eftir með fjórar milljónir, síðan Kanadamenn með þrjár, og loks Bandaríkjamenn með um tvær milljónir. Þessi fjögur lönd hafa ásamt Ástralíu og Brasilíu verið stærstu framleiðendur áls í heiminum síðastliðin ár, og af þeim hefur Kína aukið hlutdeild sína mest í heildarframleiðslunni. Til samanburðar við það mikla magn sem framleitt er í þessum löndum má nefna að Íslendingar framleiddu 790.000 tonn árið 2011, eða tæpt 1,8% af heimsframleiðslu ársins. Heimsframleiðsla á áli hefur aukist síðastliðin tvö ár en framleiðslan dróst saman árið 2009 í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar þegar einungis 37 milljónir tonna voru framleidd. Þá höfðu minni eftirspurn og fallandi verð leitt til þess að álverum var lokað og framleiðslan dróst saman. Til marks um samdráttinn má nefna að Bandaríkjamenn höfðu það ár ekki framleitt minna af áli frá árinu 1961. Árið 2010 jókst heimsframleiðslan síðan um 11% frá fyrra ári, álver voru opnuð að nýju og álverð hækkaði aftur.

Heimsframleiðsla á áli í milljónum tonna:

785.000 tonn

haraldur@goggur.is

780.000 tonn

Haraldur Guðmundsson skrifar:

790.000 tonn

Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 445 9000 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Iðnaðarblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, verkfræðistofur, álverin og fleiri fyrirtækja. Iðnaðarblaðið kemur út ellefu sinnum á ári.

Ástralía: 1,9 milljónir tonna

Heimildir: Bandaríska jarðfræðistofnunin.

33 milljónir tonna

Sigurjón M. Egilsson

Indland: 1,7 milljónir tonna

38 milljónir tonna

Hálft fjórða ár er frá hruni. Enn er atvinnuleysi meira en við viljum búa við. Það á að vera forgangsverkefni að finna öllum sem vilja vinna atvinnu. Langtímaatvinnuleysi er böl sem engin þjóð getur sætt sig við. Alls ekki við Íslendingar sem eigum því ekki að venjast. Eðlileg uppbygging atvinnulífsins skiptir þar mestu. Til að allt fari á besta veg er vænlegast að henda kreddunum.

Brasilía: 1,4 milljónir tonna

39 milljónir tonna

Með því að líta, með sanngjörnum hætti, til þeirra sveitarfélaga þar sem stóriðja er sést að hún eykur atvinnu og skapar íbúunum betri lífskjör. Óumdeilt á að vera að með skynsemi er hægt að bæta kjör margra, og um leið þjóðarinnar allrar.

Sameinuðu arabísku furstadæmin: 1,8 milljónir tonna

37 milljónir tonna

Vitað er að miklir möguleikar eru til staðar. Víða þarf að auka atvinnu og gera hana fjölbreyttari. Til að sem best takist til þarf margt að koma til. Fyrst af öllu þarf að liggja fyrir með sanngjörnum og yfirveguðum hætti hvar á að virkja og hvar ekki. Og það þarf að vinna áfram samkvæmt þeim ákvörðunum sem þannig verða teknar.

Bandaríkin: 2 milljónir tonna

41 milljónir tonna

Stóriðjan er máttarstólpi í velferð þjóðarinnar. Hún er með fjölmenna vinnustaði og nærri eitt þúsund fyrirtæki hafa viðskipti við stóriðjufyrirtækin. Margfeldisáhrifin eru því mikil, jákvæð og uppbyggjandi. Það er varla orðum eyðandi á þá staðreynd að hluti þjóðarinnar telur stóriðju vera af hinu illa. Allar öfgar eru rangar, allar öfgar eru til hins verra. Það á við um takmarkalausar virkjanir, takmarkalausa uppbyggingu stóriðju og það á aldeilis við um takmarkalausa og oftast innihaldsrýra gagnrýni á stóriðju.

44 milljónir tonna

2

2011 2010 2009 2008 2007 2006

Kínverjar framleiddu 18 milljónir tonna, eða um 41% af heimsframleiðslu síðasta árs. Rússar komu þar á eftir með fjórar milljónir, síðan Kanadamenn með þrjár, og loks Bandaríkjamenn með um tvær milljónir.


4maí 2012

Álverin þurftu að hafna um 1800 umsóknum um sumarstörf:

Mikil ásókn í sumarstörf Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Yfir 2200 umsóknir bárust um auglýst sumarstörf hjá íslensku álverunum þremur. Álverin réðu samanlagt í um 400 störf og því er ljóst að fjölmörgum umsækjendum var hafnað. Flestir sóttu um starf í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík en fyrirtækinu bárust 1321 umsókn um sumarstörf. Undanfarin ár hefur fyrirtækið ráðið um 120 starfsmenn við sumarafleysingar í mismunandi deildir innan fyrirtækisins og ráðgert er að fjöldinn verði sá sami í ár. Starfsmenn Alcan á Íslandi eru að jafnaði um 450 talsins. 450 manns sóttu um sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli en fyrirtækið hefur nú ráðið 100 umsækjendur úr þeim hópi. „Um 40% af sumarstarfsmönnum síðasta árs skiluðu sér aftur til okkar og þar sem þeir hafa staðið sig mjög vel, voru þeir ráðnir aftur í sumar. Í kringum 60% þeirra sem sækja um sumarstörf hjá okkur eru að austan, eða eiga nákomna ættingja þar. Um 30% koma frá höfuðborgarsvæðinu eða frá Suðurlandi og 10% frá Norðurlandi,“ segir Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Fjarðaáli. Að hennar sögn gerir fyrirtækið kröfur um að sumarstarfsmenn hafi bílpróf, séu orðnir 18 ára og hafi

staðið sig vel á vinnumarkaðinum til þessa. Norðuráli á Grundartanga bárust um 500 umsóknir um sumarstörf en fyrirtækið réð í um 180 störf. „Í ár var aukinn áhugi kvenna á störfum og hlutfall þeirra meðal sumarstarfsmanna er hærra en áður. Einnig er

ánægjulegt að segja frá því að fleiri en 100 sumarstarfsmenn frá því í fyrra komu til baka sem þýðir að við erum að fá úrvalshóp starfsmanna sem er kominn með þekkingu, hæfni og skilning sem mun nýtast þeim vel í starfi í sumar,“ segir Ágúst Hafberg,

framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. Hann segir heimafólk almennt vera í miklum meirihluta í sumarstörfum. „Við valið lítum við einnig til atriða eins og reynslu, frammistöðu í annarri vinnu, mætingu í skóla, o.s.frv.“

» Um 40% af sumarstarfsmönnum síðasta árs skiluðu sér aftur til okkar og þar sem þeir hafa staðið sig mjög vel, voru þeir ráðnir aftur í sumar, segir Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Fjarðaáli.


HUGVIT Í VERKI

Frumhönnun - Þróun - Tilbúnar lausnir - Rafeindahönnun - Stjórn & mælibúnaður Sjálfvirkni - Vélahönnun - Stálsmíði - Iðnfartæki - Loft & vökvakerfi - Ráðgjöf Viðhaldsþjónusta - Alverktaki Vélaverkstæði - Rafhönnun Útflutningur - Sérverkefni Forsteyptar einingar Varahlutaþjónusta Lausnir fyrir stóriðju Verkfræðiþjónusta Mannvirkjagerð

XEINN VH 1204001

HUGVIT Í VERKI

VHE • Melabraut 27 • 220 Hafnarfjörður • Sími 575 9700 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • vhe@vhe.is


6maí 2012

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samál, segir Íslendinga eiga ónýtt tækifæri í áliðnaði:

Getum farið enn lengra Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýverið niðurstöður úr skýrslu sem unnin var fyrir Samtök álframleiðenda, Samál, um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins. Þar kom fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu er um 90 milljarðar á ári, eða um 6,6 - 8% af vergri landsframleiðslu. Á bakvið þessa mikilvægu atvinnugrein standa þrjú álfyrirtæki; Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði. Samanlagt framleiða þau um 800 þúsund tonn af áli á ári, sem skilaði útflutningsverðmætum upp á rúmlega 230 milljarða » Þorsteinn króna á síðasta ári, eða Víglundsson, fjórðungi af útflutningsframkvæmdaverðmætum landsins. stjóri Samál. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samál, segir horfur í áliðnaði, bæði hér á landi og erlendis, almennt góðar. Þrátt fyrir talsverðar sveiflur í álverði upp á síðkastið telur hann að álverð muni fara hækkandi á komandi árum og segir mikla möguleika fólgna í frekara samstarfi íslenskra fyrirtækja sem tengjast áliðnaðinum. Orkufrekur iðnaður á flótta frá Evrópu Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði í janúar á þessu ári eftir töluverðar lækkanir á síðustu mánuðum ársins 2011. Álverð stendur nú í 2100 dollurum á tonnið, samanborið við 1.992 dollara á tonn um síðustu áramót. „Hækkun á heimsmarkaðsverði má rekja til nokkurra mismunandi þátta. Í fyrsta lagi er mikil fylgni á milli álverðs og orkuverðs og hækkandi orkuverð í heiminum hefur haft talsvert að segja um núverandi heimsmarkaðsverð. Í öðru lagi hefur eftirspurnin einnig verið stigvaxandi og þar skiptir miklu máli aukin álnotkun í löndum á borð við Kína og Indland. Síðast en ekki síst er fólk að gera sér betur grein fyrir því að ál getur leikið stærra hlutverk í umhverfisvernd,“ segir Þorsteinn og bendir meðal annars á að aukin álnotkun við framleiðslu á ýmsum samgöngutækjum getur dregið verulega úr eldsneytisnotkun þar sem ál er töluvert léttari málmur en stál, sem annars er notað. Þorsteinn segir að á sama tíma og eftirspurn eykst sé álframleiðsla fyrir Evrópumarkað að færast frá meginlandi Evrópu. Ástæðan er sú að hátt raforkuverð í Evrópu hefur leitt til lokunar fjölmargra álvera. „Evrópusambandið er að reyna að grípa til aðgerða til að sporna gegn þessari þróun, en hið svokallaða ETS viðskiptakerfi með losunarheimildir hefur valdið mikilli hækkun á raforkuverði, sem aftur er að knýja orkufreka notendur eins og álfyrirtæki til að leita annað.“ Af þessum ástæðum segir Þorsteinn afar fróðlegt að fylgjast með þróun mála í Evrópu á næstu misserum en að hans sögn hafa menn verulegar áhyggjur af því að eft-

ir nokkur ár verði lítil sem engin frumframleiðsla á áli stunduð á meginlandi álfunnar. „Á sama tíma er að eiga sér stað mikil uppbygging í Mið-Austurlöndum, Kanada og Rússlandi. Við þurfum að standast samanburð við þessi svæði hvað varðar orkufrekan iðnað ef við ætlum að ná frekari árangri á því sviði.“ Klasasamstarf í íslenskum áliðnaði Álfyrirtækin þrjú keyptu vörur og þjónustu fyrir um 24 milljarða af 700 fyrirtækjum á síðasta ári. Í gegnum árin hafa sum þeirra náð að byggja upp aukið vöruframboð og þekkingu í vinnu sinni fyrir álverin, sem fyrirtækin flytja nú út til annarra landa. Verkfræðifyrirtækið HRV, sem hefur komið að stórum verkefnum fyrir íslensku álverin, gegndi til að mynda veigamiklu hlutverki í vinnu við endurnýjun á álveri Kubal í Svíþjóð. „Með fjölgun álvera hér á landi hefur verið skapaður traustur grundvöllur fyrir fyrirtæki sem þjóna áliðnaðinum. Þessi íslensku fyrirtæki fá þá tækifæri til að sanna sig á Íslandi og geta í kjölfarið fært sig til annarra landa.“ Sameiginlegir hagsmunir þessara ólíku fyrirtækja og vöxtur innan greinarinnar hafa leitt af sér hugmyndir um formlega klasamyndun í áliðnaði. „Hugmyndin er sú að slíkt klasasamstarf myndi efla samkeppnisfærni landssvæða og stuðla að frekari uppbyggingu í kringum áliðnaðinn,“ segir Þorsteinn og nefnir í þessu samhengi Íslenska jarðvarmaklasann og Íslenska sjávarklas-

ann, sem hálfgerðar fyrirmyndir að klasasamstarfi í áliðnaði. „Ég held að við eigum eftir að sjá mikla uppbyggingu í kringum áliðnaðinn og sú uppbygging gæti dafnað enn frekar innan klasasamstarfs.“ Meirihluti almennings jákvæður í garð álveranna Haustið 2010 gerði Samál könnun á viðhorfi almennings til álvera. Þá voru um 54% landsmanna jákvæðir gagnvart íslenskum áliðnaði. Samtökin vinna nú að gerð nýrrar könnunar sem væntanleg er seinna í vor. „Það verður fróðlegt að sjá niðurstöður þeirrar könnunar. Könnunin 2010 sýndi að hin opinbera umræða er oft ekki í takt við skoðanir meirihluta landsmanna, en í umræðunni er áliðnaðinum oft lýst sem umdeildri og óvinsælli grein.“ Þorsteinn segir könnunina hafa sýnt að íbúar á svæðum þar sem álver eru starfrækt eru jákvæðastir gagnvart álverunum. „Það er góð reynsla af iðnaðinum og hann hefur reynst vel í gegnum tíðina. Fyrirtækin leggja mikinn metnað í umhverfis-, samfélags- og öryggismál. Launastig er hátt og það endurspeglast greinilega í jákvæðu viðhorfi þeirra sem búa í nánd við álverin.“ Að mati Þorsteins eru mikil tækifæri í frekari uppbyggingu í áliðnaði hér á landi. „Áliðnaður er orðin öflug atvinnugrein sem skilar miklum virðisauka til þjóðarbúsins. Greinin skapar hátt í fimm þúsund störf hér á landi og búast má við því að afleidd starfsemi muni

» „Ég held að við eigum eftir að sjá mikla uppbyggingu í kringum áliðnaðinn og sú uppbygging gæti dafnað enn frekar innan klasasamstarfs.“

aukast umtalsvert á komandi árum. Hins vegar hefur mér alltaf þótt sérkennilegt hvernig talað er um að vægi áliðnaðar sé orðið of mikið. Vissulega er þetta orðin þungavigtaratvinnugrein hér á landi en við verðum að horfa raunsætt á það að samkeppnishæfni lítilla þjóða mun í komandi framtíð byggja á fáum þáttum. Við munum ekki geta byggt hér upp hlutfallslega samkeppnisyfirburði á mörgum sviðum og því eigum við að verja kröftum okkar þar sem samkeppnisstaða okkar er hvað sterkust og við höfum eitthvað sérstakt fram að færa, eins og vistvæna orkugjafa,“ segir Þorsteinn og vitnar í orð Michaels Porter, prófessors við Harvard Business School, sem hefur sagt að Íslendingar megi ekki vanrækja þau ýmsu tækifæri sem felast í vistvænum orkugjöfum hér á landi. „Áliðnaður er dæmi um atvinnugrein þar sem við höfum sterka samkeppnisstöðu og höfum þegar náð góðum árangri. Við höfum tækifæri til að gera enn betur og eigum að sjálfssögðu að nýta okkur það. Ég tel allar líkur á því að frekari uppbygging í áliðnaði hér á landi muni leiða af sér hlutfallslega meiri uppbyggingu í afleiddum greinum. Okkar næsta Marel gæti hæglega orðið til í tengslum við þjónustu við áliðnað, ef við höldum rétt á málum.“

Allt til rafsuðu Rafsuðutæki Rafsuðuvír Fylgihlutir Danfoss hf

Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is


Góðir hlutir gerast í réttu vinnuumhverfi Skrifborðsstólar 20% afsláttur af öllum blek- og dufthylkjum fyrir prentara

35%

HP, Canon, Kyocera, Mita, Brother o.fl.

afsláttur

20%

MedaPal, svartur

afsláttur

Verð áður: 129.900 kr.

Verð nú: 84.435 kr.

20%

20%

20%

afsláttur

afsláttur

Minnisbók A4 Oxford Office Svört eða blá

Verð nú: 2.799 kr.

afsláttur

Minnisbók A5

Oxford Office Svört eða blá

Verð nú: 1.699 kr.

My-self, svartur Verð áður: 87.450 kr.

Verð nú: 69.960 kr.

Sértilboð á ritföngum, prenturum og stólum fram til 14. maí. Starfsfólk Fyrirtækjasviðs Pennans veitir þér ráðgjöf og þjónustu varðandi val á vörum fyrir þitt fyrirtæki.

25% afsláttur

Kúlutússpenni 0,7 Energel X

Svartur, rauður, blár, grænn eða fjólublár

Verð nú: 299 kr.

www.eco-label.com

ISO 9706

Hlökkum til að sjá þig.

ISO 14001

Vinsæli Pennapappírinn

Pennapappírinn hentar í alla prentara og ljósritunarvélar og uppfyllir ströngustu gæða- og umhverfiskröfur. 500 blöð í pakka. 5 pakkar í einum kassa. Verð áður: 849 kr.

Verð nú: 679 kr.

www.penninn.is | sími 540 2050 | penninn@penninn.is

20% afsláttur

20% afsláttur

Dealer

Svartur eða blár Verð áður: 24.900 kr.

Verð nú: 19.920 kr.


8maí 2012

Hægt er að endurvinna ál óendanlega án þess að það missi eiginleika sína: » „Til að átta sig betur á umhverfisvænum kostum áls er gott að horfa á allan „lífsferil“ þess, allt frá framleiðslu og dreifingu, til sölu, og á endanum endurvinnslu,“ segir Rosa Garcia Pineiro.

„Ál er umhverfisvæn framtíðarlausn“ Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Rosa Garcia Pineiro, framkvæmdastjóri umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismála frumframleiðslu Alcoa í Evrópu, segir ál vera umhverfisvæna framtíðarlausn sem dragi meira úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda heldur en álframleiðsla mengar. Síðastliðin þrettán ár hefur hún unnið hjá Alcoa í Evrópu við ýmis verkefni sem tengjast sjálfbærni- og umhverfismálum og hefur í starfi sínu heimsótt nær öll álver fyrirtækisins í fimm heimsálfum. Hún var nýverið stödd hér á landi til að kynna sjálfbærni- og umhverfisstefnu Alcoa og heimsækja álver fyrirtækisins á Reyðarfirði. Blaðamaður Iðnaðarblaðsins hitti Rosu og fékk hana til að útskýra nánar hvernig ál getur stuðlað að bættu umhverfi og aðstoðað mannkynið við að mæta framtíðaráskorunum. Endurvinnanlegur kraftaverkamálmur „Aukin fólksfjölgun, þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingar hafa í för með sér áskoranir sem við jarðarbúar þurfum að bregðast við. Með fólksfjölgun eykst þörf fyrir nýjar byggingar, samgöngutæki og neytendavörur, og með aukinni þéttbýlismyndum fylgja frekari kröfur um uppbyggingu og orkuneysla eykst. Að lokum gera loftslagsbreytingar kröfur um betri eldsneytisnýtingu og skynsama stjórnun þegar kemur að umhverfismálum. Ál getur á margan hátt hjálpað okkur að mæta þessum áskorunum og stuðlað að bættu umhverfi,“ segir Rosa Garcia Pineiro og nefnir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings: „Ál er léttara en stál og því getum við sparað eldsneyti, og þannig dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, með því að nota meira ál við framleiðslu á fólksbílum, hópbifreiðum, flugvélum og öðrum samgöngutækjum. Og með því að nota ál í byggingar er hægt að spara orku og útblástur. Töluverður orkusparnaður felst meðal annars í því að nota sólarsellur, en í þær er notað töluvert af áli. Síðan má einnig benda á að flest nútíma raftæki eru fljót að verða úrelt og því er mikilvægt að þau séu að stórum hluta úr áli því það er auðveldara að endurvinna ál en flest önnur algeng efni.“ Þegar tal berst að endurvinnslu á áli nefnir Rosa þá merkilegu staðreynd að um 75% af öllu því áli sem framleitt hefur verið í heim-

inum eru enn í notkun „Þú getur endurunnið ál óendanlega án þess að það missi eiginleika sína og við segjum því oft að ál sé kraftaverkamálmur,“ segir Rosa. Með bestu heildareinkunnina „Til að átta sig betur á umhverfisvænum kostum áls er gott að horfa á allan „lífsferil“ þess, allt frá framleiðslu og dreifingu, til sölu, og á endanum endurvinnslu,“ segir Rosa og tekur sem dæmi feril lítillar kókdósar og ber hann saman við hefðbundnar gler- og plastflöskur. „Ál er eins og áður sagði léttara og því þarf minna eldsneyti á flutningabíla í að flytja dósirnar. Þegar dósin hefur misst notagildi sitt er síðan hægt að endurvinna álið og búa til nýja dós, en þegar þú endurvinnur plast þá missir það eiginleika sína og endurvinnsla á gleri kostar meiri orku. Að endurvinna ál tekur einungis fimm prósent af þeirri orku sem fer í að framleiða sama magn. Því skilur ál tvímælalaust eftir sig minna vistfræðilegt fótspor,“ segir Rosa og bætir þeirri merkilegu staðreynd við að rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að tímabilið frá því að gosdós er keypt í matvörubúð og þangað til sú sama dós er komin aftur í hillur matvörubúða, er einungis 60 dagar. „Að auki er ál hentugt við geymslu á matvælum því það geymir mat betur en flest önnur efni. Ekki þarf að horfa lengra en til hefðbundinnar mjólkurfernu, en hún er álhúðuð að innan, sem er lykilatriði í að mjólkin haldist óskemmd.“

Til að draga saman segir Rosa að þrátt fyrir að framleiðsla áls losi mikinn koltvísýring þá komi málmurinn, þegar allir fyrrnefndir þættir eru teknir með í reikninginn, í veg fyrir meiri útblástur gróðurhúsalofttegunda heldur en verði til við framleiðslu þess. „Því er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þegar á heildina er litið er ál umhverfisvæn framtíðarlausn.“

n Alcoa var stofnað árið 1888 skömmu eftir að rafgreiningaraðferðin, sem notuð er til framleiðslu áls, var fundin upp. n Fyrirtækið er í dag einn stærsti álframleiðandi í heimi, með starfsemi í yfir 30 löndum. n Um 49% af framleiðslu Alcoa eru seld í Bandaríkjunum og 27% í Evrópu. Samanlögð árleg sala fyrirtækisins í fyrra var upp á 25 milljarða dollara.

Ál er léttara en stál og því getum við sparað eldsneyti, og þannig dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, með því að nota meira ál við framleiðslu á fólksbílum, hópbifreiðum, flugvélum og öðrum samgöngutækjum. Heimsótti álverið á Reyðarfirði Fyrir stuttu fór Rosa í heimsókn á Reyðarfjörð og kynnti sér starfsemi álvers Fjarðaáls. „Ég fór í álverið, sem er á meðal bestu álvera í Evrópu þegar kemur að orkunýtingu og takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda og flúors, til að sjá hvernig hlutir sem tengjast sjálfbærni og umhverfismálum eru að þróast og varð ekki fyrir vonbrigðum. Starfsfólkið virðist almennt vera ánægt og samfélagið í Fjarðabyggð virðist hafa tekið álverinu með opnum örmum,“ segir hún og vitnar í könnun sem sýnir að um 82% af íbúum Austurlands, frá Stöðvarfirði norður til Borgarfjarðar eystra, telja álverið leggja mikið af mörkum til samfélagsins. „Sú niðurstaða var ánægjuleg því Alcoa Fjarðaál hefur lagt mikið upp úr því að styrkja ýmis samfélagsverkefni í landshlutanum. Við höfum frá upphafi gert okkur grein fyrir því að með byggingu álversins vorum við ekki einungis að skuldbinda okkur gagnvart umhverfinu, heldur einnig nærsamfélaginu.“ Sem dæmi um það hvernig Alcoa Fjarðaál hefur stutt við ýmis samfélagsverkefni nefnir hún að fyrirtækið styður starfsmenn sína í sjálfboðastörf af ýmsum toga í gegnum sérstakan sjóð fyrirtækisins í Bandaríkjunum sem er ætlað að styðja slík verkefni. „76% af okkar starfsmönnum hér á landi hafa stundað sjálfboðastörf innan samfélagsins á Austurlandi, sem er greinilega að falla í góðan jarðveg hjá íbúum þess,“ segir Rosa að lokum.


Iðnaður mannvirki og orka Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu. Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum, sveitarfélögum, verktökum, tæknifyrirtækjum, fjárfestum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og orkufyrirtækjum. Mannvit er með yfir 400 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum hér á landi og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.

Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is


10maí 2012

Alcan á Íslandi færir sig yfir í framleiðslu á álboltum í stað barra:

Framkvæmdir ganga vel Haraldur Guðmundsson skrifar:

Þetta er heilmikil fjárfesting og okkur hér í Straumsvík var falið að fara í þessa framleiðslu því við höfum staðið okkur vel í öryggis- og umhverfismálum og framleitt hágæðaafurðir í öll þessi ár.

haraldur@goggur.is

Rio Tinto Alcan hefur frá árinu 2010 staðið í framkvæmdum við að auka framleiðslugetu álversins í Straumsvík úr 188 þúsund tonnum í 230 þúsund og breyta framleiðsluferli þess, ásamt því að endurnýja ýmsan tækjabúnað. Áætlað er að verkefnið muni kosta um 60 milljarða króna, en í það fer samanlagður hagnaður álversins síðastliðin tíu ár. Framleiða álbolta í stað barra „Þetta er vissulega mikil fjárfesting en með henni erum við að breyta öllu okkar framleiðsluferli, auka framleiðslugetu og fjárfesta í nýjum búnaði. Við ætlum að hætta framleiðslu á svokölluðum börrum, sem við höfum framleitt undanfarin ár í yfir 200 vörunúmerum, og færa okkur í flóknari og verðmætari vörur, svonefnda álbolta, eða sívalar stangir. Álboltarnir eru notaðir í þrýstimótun til að framleiða prófíla í glugga og ýmislegt annað,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi. Hún segir ákvörðunina um að skipta um framleiðsluvöru vera rökrétta vegna þess að markaður fyrir boltana er vaxandi. „Þetta er heilmikil fjárfesting og okkur hér í Straumsvík var falið að fara í þessa framleiðslu því við höfum staðið okkur vel í öryggis- og umhverfismálum og framleitt hágæðaafurðir í öll þessi ár.“ Fyrir utan rask sem framkvæmdirnar valda hefur daglegur rekstur álversins verið óbreyttur þrátt fyrir þessar umfangsmiklu framkvæmdir. Þegar horft er til vinnustunda og mannafla má segja að álfyrirtækið hafi rekið tvö álver á lóðinni og bekkurinn því ansi þétt setinn. Áætlað er að klára stærsta hluta verkefnisins á þessu ári en það verður ekki fullklárað fyrr en árið 2014, þegar alfarið verður skipt yfir í framleiðslu á álboltunum. Hið nýja framleiðsluferli álversins mun að sögn Rannveigar krefjast flóknari og dýrari vélbúnaðar og öðruvísi þekkingar heldur en álverið hefur búið að hingað til. Því mun það fela í sér mikla breytingu á starfseminni. „Það verður spennandi að takast á við breytingarnar og þær munu reyna á starfsfólk okkar, sem ég hef fulla trú á að muni standa sig með prýði.“

ingur er um. „Það var mikill ágreiningur þegar við vildum byggja hinum megin við Reykjanesbrautina og þá voru fjölmiðlar duglegir við að fjalla um okkar áform. Einnig tel ég ástæðuna liggja í því hversu lítið er rætt um verklegar framkvæmdir hér á landi. Þeir sem hafa áhuga á tækni og iðnaði sjá ekki mikið um þau mál í fjölmiðlum og við eflum ekki nógu mikið og menntum tæknimenntað fólk. Helsta ástæðan fyrir lítilli athygli er þó að mínu mati sú að það eru ekki deilur um framkvæmdina,“ undirstrikar Rannveig. Hin litla fjölmiðlaathygli er einnig athyglisverð þegar horft er til þess að framkvæmdirnar í Straumsvík er fyrsta stórverkefnið sem Rio Tinto Alcan, einn stærsti álframleiðandi heims, setti af stað eftir að alþjóðlega fjármálakreppan skall á árið 2008. „Það er ákveðin traustsyfirlýsing við þetta land og ég hef trú á því að ef menn gerðu meira úr því þá gætu fleiri fyrirtæki fylgt í kjölfarið og fjárfest í tækifærum hér á landi. Verkefnið er ekki bara mikilvægt fyrir okkur því það skapar ýmsa möguleika á sókn erlendis fyrir íslensk verkfræðifyrirtæki sem starfa nú fyrir okkur að einu flóknasta verkefni í sögu íslensks áliðnaðar.“

» Alcan á Íslandi mun á næstunni færa sig alfarið yfir í framleiðslu á svokölluðum álboltum.

» „Það verður spennandi að takast á við breytingarnar og þær munu reyna á starfsfólk okkar, sem ég hef fulla trú á að muni standa sig með prýði,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi.

Mikil framkvæmd sem fær litla athygli Á Iðnþingi sem haldið var í mars síðastliðnum benti Rannveig á að þetta stóra fjárfestingarverkefni álfyrir-

tækisins hafi fengið fremur litla athygli í fjölmiðlum þegar miðað er við umfang þess. Að hennar mati er ástæðan sú að fjölmiðlar hafi lítinn áhuga á málum sem enginn ágrein-

90% innlent vinnuafl Um 90% af því vinnuafli sem kemur að framkvæmdinni er innlent og á annað hundrað íslenskir verkfræðingar hafa komið að verkefninu. „Þar komum við aftur inn á það hversu litla fjölmiðlaathygli verkefnið fær þrátt fyrir að skila miklu til samfélagsins. Á síðasta ári skilaði framkvæmdin 712 þúsund vinnustundum, sem tilsvarar 375 ársverkum, og innlendur kostnaður af verkefninu var 8,6 milljarðar.“ Á sama tíma hefur skortur á íslenskum málmiðnaðarmönnum neytt álfyrirtækið til að leita út fyrir landsteinana. „Það er skortur á málmiðnaðarmönnum í landinu og það verða öll fyrirtæki í þessum geira vör við. Við Íslendingar þurfum að taka okkur saman í andlitinu þegar kemur að því að efla iðnmenntun. Hér eru allir hvattir til að fara í langskólanám og það almennt talið fara á móti straumnum að velja iðnnám. Hér er of lítil áhersla á tækni- og iðnmenntun og það þarf að taka upp frekari umræðu um þessi mál.“ Aðspurð um hvort álfyrirtækið hafi nú fullnýtt lóðina í Straumsvík segir Rannveig að fyrirtækið hafi lítið hugsað út í það. „Við eigum fullt í fangi með að klára þetta verkefni og ég sé ekki fram á að við getum hækkað strauminn mikið meira því kerin okkar eru tiltölulega lítil. Við erum raunar ein best nýtta álverslóðin í heimi, með einna flest framleidd tonn á hvern fermetra. En við höfum ekki gefið upp vonina um að geta aukið umsvif okkar en við sjáum bara til hvort þau tækifæri gefast í framtíðinni.“


maí 201211

» „Þessar framkvæmdir hjá Ísal skipta verulegu máli fyrir alla sem þar starfa og alla sem þjóna verksmiðjunni því með þessari framkvæmd er tryggður áframhaldandi rekstur álversins til margra ára.“

Verkefnastjóri hjá HRV segir álframleiðslu hér á landi eiga góða möguleika á að vaxa enn frekar:

Með 140 starfsmenn í Straumsvík Áætlanir um umfang yfirstandandi framkvæmda við álverið í Straumsvík gera ráð fyrir að verktakavinna á svæðinu verði um 1.200.000 vinnustundir og heildarkostnaður verði 60 milljarðar króna. Verkfræðivinna, innkaup og stjórnun verkefnisins hefur að stórum hluta verið í höndum Íslendinga og er verkfræðifyrirtækið HRV þar í fararbroddi. Iðnaðarblaðið hafði samband við Jón Már Hall» Jón Már dórsson, verkefnastjóra Halldórsson, hjá HRV, til að forvitnast verkefnastjóri um aðkomu fyrirtækishjá HRV. ins að framkvæmdunum og þjóðhagslegt mikilvægi þeirra. Framkvæmdir sem skipta verulegu máli „Markmið framkvæmdanna er í raun fjórþætt, að auka afhendingaröryggi raforku fyrir rafgreiningu, hækka rafstrauminn í

kerjunum og auka þannig afköst verksmiðjunnar um 44.000 tonn á ári, setja upp ný hreinsivirki til að minnka útblástur frá verksmiðjunni og bygging nýs steypuskála og breyta þannig afurð verksmiðjunnar í samræmi við þarfir markaðarins,“ segir Jón Már Halldórsson, verkefnastjóri hjá HRV. Hann segir HRV nú vera með um 140 manns í vinnu við framkvæmdirnar. „Þessar framkvæmdir hjá Ísal skipta verulegu máli fyrir alla sem þar starfa og alla sem þjóna verksmiðjunni því með þessari framkvæmd er tryggður áframhaldandi rekstur álversins til margra ára,“ segir Jón og bendir á að álver eru hátæknifyrirtæki og starfsemi þeirra byggir upp tæknikunnáttu innanlands sem meðal annars gerir Íslensk tæknifyrirtæki samkeppnishæfari erlendis. Þjóðhagslegt mikilvægi og öryggismál „Álfyrirtækin eru þjóðhagslega mikilvæg þar sem þau skapa mikinn auð fyrir land og þjóð en útflutningur á áli er í dag um þriðjungur af útflutningsverðmætum landsins, eða svipað og sjávarútvegurinn. Því er erf-

itt að sjá hvernig við gætum verið án þeirra tekna í dag. Miðað við samkeppnisstöðu okkar í dag þá tel ég að álframleiðsla eigi góða möguleika á að vaxa enn frekar,“ segir Jón Már. Hann segir samkeppnisforskot Íslands aðallega stafa af aðgengi að orku á samkeppnishæfu verði. Að sjálfsögðu sé eðlilegt að seljendur raforku reyni að fá sem hæst verð en hafa verði í huga að aðrir samkeppnisþættir vinna á móti Íslendingum, eins og aðgengi að mikilvægum hráefnum. „Töluverð umræða hefur verið um lagningu sæstrengs til útlanda til að selja raforkuna á því sem við getum kallað heimsmarkaðsverð. Áður en í slíka framkvæmd verður farið þarf að gera á því þjóðfélagslega hagkvæmnikönnun. Gera þarf áhættumat á því hvort þetta hafi hugsanlega þau áhrif að við verðum ekki lengur samkeppnishæf um raforku til álvera og álverum verði lokað,“ segir Jón Már Halldórsson. Mikið hefur verið rætt um öryggismál varðandi þessar framkvæmdir, hvaða áherslu leggið þið á þau mál?

„Mjög mikið er lagt upp úr öryggismálum varðandi alla vinnu í álverinu og allir sem að framkvæmdunum koma verða áþreifanlega varir við hversu mikil áhersla er lögð á öryggismálin. Markmiðið er að allir sem þar vinna komi heilir heim að kvöldi og hefur því verið lagt í mikla fjárfestingu í fræðslu og undirbúningsvinnu fyrir hvern verkþátt sem unninn er. Enginn getur hafið störf á svæðinu fyrr en að undangengnum námskeiðum og ítarlegri tilsögn um þær reglur sem þar gilda. Markmið verkefnisins er að enginn slasist, og er fylgt svokallaðri „núll-slysastefnu“. Óhætt er að segja að mjög góður árangur hafi náðst í öryggismálum til þessa í verkefninu og íslenskir verktakar hafa tekið mjög vel undir þessa miklu áherslu sem er á öryggismálin. Það er ekki á neinn hallað þegar því er haldið fram að frá því að framkvæmdir hófust á Íslandi við byggingu álvera þá hafi sú mikla áhersla sem álverin leggja á öryggismál aukið mjög öryggisvitund verktaka á Íslandi og þessi öryggisvitund hefur smitað inn í aðra starfsemi þeirra.“

Leggja ríka áherslu á öryggis-, heilbrigðis-, og umhverfismál í starfsemi sinni:

Öryggismálin í öndvegi „Allt frá stofnun HRV árið 1996 hefur fyrirtækið lagt ríka áherslu á öryggismál þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini og vinnu við ýmis verkefni. Við höfum mótað skýra öryggis-, heilbrigðis-, og umhverfisstefnu, sem er hluti af gæðakerfi HRV, en eitt af markmiðum þess er að auka öryggisvitund starfsmanna,“ segir Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri HRV, aðspurður um hvernig öryggismálum er háttað hjá fyrirtækinu, en eins og áður segir eru um 140 starfsmenn fyrirtækisins að störfum við framkvæmdirnar í Straumsvík. „Það er stefna HRV að skapa öruggt, heilsusamlegt og umhverfisvænt vinnuumhverfi. Við skuldbindum okkur til að tryggja nauðsynlegt skipulag, búnað og þjálfun

til að uppfylla þessa stefnu. Starfsemin byggir á gildum HRV; Öryggi - Ánægja - Áreiðanleiki og Hugrekki, sem fylgt er eftir af metnaði til að vaxa og vera í fremstu röð,“ bætir Gunnar við. Virk þátttaka á öllum stigum nauðsynleg Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál eru að sögn Gunnars á ábyrgð hvers og eins starfsmanns HRV en stefnan er mótuð af framkvæmdastjórn og forstjóra. „Þannig næst virk þátttaka á öllum stigum starfseminnar sem er undirstaða þess að markmiðum fyrirtækisins um slysalaus verkefni verði náð. Öllum starfsmönnum HRV er skylt að tilkynna áhættusamar vinnuaðstæður þar sem þeir geta ekki

tryggt öryggi sjálfir og stöðva alla áhættusama vinnu.“ Gunnar segir HRV einnig leggja mikla áherslu á skráningu og rannsókn á öllum atvikum. „Starfsmenn okkar nota niðurstöður rannsókna til að læra af og gera nauðsynlegar breytingar, sem færa fyrirtækið nær settum markmiðum,“ segir hann.

» Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri HRV.

Markmið um engin óhöpp Að sögn Gunnars endurskoðar HRV reglulega heilsu-, öryggis- og umhverfisferla sína til að tryggja að þeir séu viðeigandi og fullnægjandi fyrir alla starfsemi fyrirtækisins. „Öryggis-, heilbrigðis-, og umhverfisstefnan er endurskoðuð árlega af stjórnendum og breyt-

ingar kynntar fyrir starfsfólki að því loknu. Fólkið okkar, þ.e. starfsmenn og aðrir sem að verkefnum koma, eru að okkar mati mikilvægasta auðlindin og það sem fyrirtækinu ber að hlúa að og því er okkar meginmarkmið að koma í veg fyrir óhöpp,“ segir hann. Aðspurður um hvort eitthvað döfinni í þessum málum segir

Gunnar að HRV stefni að vottun samkvæmt OHSAS 18001 staðlinum. „Staðallinn á meðal annars að tryggja að öryggis- og vinnuumhverfismál séu órjúfanlegur þáttur í mats- og ákvörðunarferli við fjárfestingar, framkvæmdir, rekstur, val á verktökum og kaup á vöru og þjónustu vegna starfsemi fyrirtækisins.“


12maí 2012

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar:

Sjálfbær íslensk tæknigrein

E

in er sú iðngrein sem fáir þekkja vel, en margir tjá sig hispurslaust um. Það er framleiðsla á léttmálminum áli. Álver eru hátækniverksmiðjur þar sem kynstrin öll af orku eru leidd inn í óralöng mannvirki. Þar stýrir starfsfólk með hjálma stórvirkum vinnuvélum og sýslar fumlaust með sjóðandi gljáa. Framleiðsla á áli hér á landi hófst árið 1969 þegar álverið í Straumsvík tók til starfa. Á árunum 1973-1995 var árlegur útflutningur rétt undir 100.000 tonnum en með fjölgun álvera og aukinni framleiðslugetu hefur útflutningur aukist í um 800.000 tonn. Í fyrra námu útflutningsverðmæti áliðnaðarins 245 milljörðum króna og hátt í fimm þúsund manns hafa atvinnu af starfseminni og tengdum greinum. Hagrannsóknir gefa til kynna að framlag greinarinnar og tengdrar starfsemi til landsframleiðslu hafi numið um 90 milljörðum króna árið 2010, tæplega 7% af landsframleiðslu. Þar af er um helmingur vegna virðisauka sem verður til í öðrum greinum en álverunum sjálfum. Þannig þrífst fjölbreytt atvinnustarfsemi í kring-

um áliðnaðinn, svo sem í orkufyrirtækjum, á verkfræðistofum, í vélsmiðjum og við flutningaþjónustu.

verðmæti áls um fjórðungi af heildarverðmæti alls útflutnings frá Íslandi. Í umræðu um skipulag atvinnulífs hér á landi Mikilvægt framlag er iðulega rætt um mikiltil velferðar vægi þess að auka fjölUppbygging áliðnaðar breytni – þannig megi og annarar stóriðju hér á styrkja stoðir atvinnulífs landi hefur umbreytt hag- » Orri Hauksson. og minnka næmi þjóðarkerfi landsins. Þannig hefbúsins fyrir sveiflum í einur tekist að draga úr hlutfallslegu stökum atvinnugreinum. Þetta er vægi annarra útflutningsgreina og göfugt markmið, einhæft atvinnulíf skjóta fleiri stoðum undir rekstur er ekki eftirsóknarvert. Hins vegar þjóðarbúsins. Tilkoma greinarinnar er nauðsynlegt að bregða máli á íshefur orðið til þess að dempa ýktar lenska hagkerfið og skrifa töluna hjá sveiflur í hagkerfinu og laða hingað sér. Hinn þekkti prófessor Michael eftirsóknarverða erlenda fjárfest- Porter úr Harvard Business School ingu. Raforkukerfi landsins er vegna hefur bent á að fjölbreytni atvinnuþessa iðnaðar langtum öflugra og lífs á Íslandi séu takmörk sett vegna öruggara en ella væri og orkuverð smæðar þjóðarinnar. Altént þurfi sem landsmenn greiða er lægra fyrir sókn í margslungnara atvinnulíf að vikið. Þekking landsmanna á orku- byggjast á raunsæi og vera í samnýtingu, hvort sem er í jarðvarma hengi við þá starfsemi sem fyrir er. eða vatnsafli, hefur tekið stórstíg- Atvinnugreinar þurfi að ná tilteknu um framförum vegna uppbyggingar lágmarksumfangi til að verða þróttstóriðju. Síðan á áttunda áratug síð- miklar og sjálfbærar, nærtækt sé því ustu aldar hefur hlutfall áls í vöru- að beina sjónum að þeim sviðum atútflutningi tæplega fimmfaldast vinnulífsins þar sem við búum yfir en hlutur sjávarútvegs nær helm- sérhæfingu og hlutfallslegum yfiringast. Árið 2011 námu útflutnings- burðum. Tækifærin til að auka fjöl-

Hvergi í heiminum er umhverfismálum betur sinnt í áliðnaði en þeim íslenska. Við ströngustu mengunar- og öryggiskröfur eru hér á landi nú framleidd 2% af því áli sem til verður í heiminum ár hvert. Eingöngu endurnýjanleg og hrein orka knýr starfsemina. Víðast hvar á jarðarkringlunni er þessu öfugt farið. Þar byggist álframleiðslan á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti. breytni í atvinnulífi og útflutningi byggjast ekki síst á að nýta grunnatvinnuvegi okkar, en áliðnaðurinn er orðinn einn af þeim, sem kjörlendi afleiddrar starfsemi. Má þar nefna hugverkaiðnað, umhverfisþjónustu og orkutækni. Góðu fréttirnar eru að sú keðjuverkun á sér einmitt stað um þessar mundir, án þess að nokkur nefnd hafi ákveðið það. Mannlífið getur verið skipulegt án þess að það sé skipulagt. Græn forysta Hvergi í heiminum er umhverfismálum betur sinnt í áliðnaði en þeim íslenska. Við ströngustu mengunarog öryggiskröfur eru hér á landi nú framleidd 2% af því áli sem til verður í heiminum ár hvert. Eingöngu endurnýjanleg og hrein orka knýr starfsemina. Víðast hvar á jarðarkringlunni er þessu öfugt farið. Þar byggist álframleiðslan á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti. Meðalút-

streymi af CO2-ígildum er þar sex til níu sinnum meira á hvert framleitt tonn af áli en hér heima. Sjálft álið hefur einnig margvíslega umhverfisvæna kosti. Ál er mjög léttur málmur og öll farartæki sem framleidd eru úr áli, frekar en t.d. stáli, útheimta minni orku en ella. Þá er afar einfalt að endurvinna ál en aðeins þarf um 5% þeirrar orku sem frumframleiðslan krefst. Endurvinnsla áls hefur því aukist jafnt og þétt. Um þriðjungur af árlegu heimsframboði af áli kemur úr endurvinnslu. Talið er að enn séu í notkun minnst tveir þriðju af því áli sem framleitt hefur verið frá upphafi þessa iðnaðar seint á 19. öld. Á 21. öldinnni eigum við því að fagna velgengni íslensks áliðnaðar og stuðla enn frekar að framgangi hans. Um leið eigum við að verða miðstöð sérfræði í arðbærri tengdri starfsemi, þ.e. í orkunýtingu, þekkingariðnaði og umhverfistækni.

Hafa skipað nefnd um lagningu raflína í jörð Oddný Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra hefur ásamt Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, skipað þriggja manna nefnd sem á að móta stefnu um lagningu raflína í jörð. Alþingi samþykkti fyrr í vor þingsályktunartillögu um mótun stefnu vegna lagningar raflína í jörð og var iðnaðarráðherra þá falið að skipa í nefndina. Í tilkynningu á heimasíðu iðnaðarráðuneytisins segir að nefndin hafi þegar tekið til starfa og að formaður hennar sé Gunnar Svarvarsson, fyrrverandi alþingismaður. Aðrir nefndarmenn eru þau Guðríður Þorvarðardóttir, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu og Ómar Örn Ingólfsson, verkfræðingur. Starfsmenn nefndarinnar eru þær Erla Sigríður Gestsdóttir, sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu og Erla Björk Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hjá Orkustofnun. Samkvæmt áðurnefndri þingsályktunartillögu á nefndin að skila niðurstöðum sínum til iðnaðarráðherra fyrir 20. september nk. og ráðherra að flytja skýrslu um störf nefndarinnar fyrir 1. október 2012.


ENNEMM / SÍA / NM51392

VERÐMÆTUR KRAFTUR Við viljum með ábyrgð og hagsýni að leiðarljósi hlúa að framtíð barnanna okkar. Við höfum trú á framtíðinni og tökum þátt í kraftmiklu samstarfi til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar á Íslandi.

Hagsýni - Liðsheild - Heilindi


14maí 2012

Forstjóri Alcoa á Íslandi spáir miklum breytingum á framleiðslu áls í framtíðinni:

Byltingarkennd rafskaut væntanleg Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

„Á meðal athyglisverðustu hugmynda sem nú er verið að þróa í framleiðsluferli áls er rafgreining með nýrri gerð rafskauta sem ekki eru gerð úr kolum líkt og hefðbundin rafskaut. Skautin eru úr málmog keramikefnum og endast mun lengur en kolaskautin. Útblástur frá álveri með þannig skautum yrði ekki koltvísýringur heldur súrefni, sem losnar við rafgreiningu súrálsins,“ sagði Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, á Nýsköpunarþingi 2012. Hann sagði umrædda aðferð hafa verið í þróun í yfir 20 ár og spáði því að á næstu tíu árum ætti heimurinn eftir að sjá kerskála þar sem þessi tækni verður notuð. Magnús benti einnig á aðra aðferð við framleiðslu áls sem nú er í þróun, en sú aðferð er ólík hefðbundinni rafgreiningu súráls og notar að hans sögn mun minna rafmagn. „Með þessari aðferð er álið framleitt í ljósbogaofni við hærra hitastig en við þekkjum í dag, eða við allt að tvö þúsund gráður á celsíus,“ sagði hann. „Alcoa stendur framarlega í þróun á báðum þessum framleiðsluferlum sem geta minnkað eða skapað jákvæð umhverfisáhrif við framleiðslu áls í framtíðinni. Alcoa mun halda áfram á vegferð nýsköpunar og fanga þessar byltingarkenndu nýjungar í áliðnaði.“

» Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi. „Útblástur frá álveri með þannig skautum yrði ekki koltvísýringur heldur súrefni, sem losnar við rafgreiningu súrálsins.“

Nýsköpun í áliðnaði Erindi Magnúsar á Nýsköpunarþinginu bar yfirskriftina „Nýsköpun í áliðnaði með stöðugum umbótum“ og þar rakti hann sögu Alcoa og hvernig fyrirtækið hefur ávallt skil-

KOMDU MEÐ HUGMYND WWW.UPPFAERUMISLAND.IS

Alcoa stendur framarlega í þróun á báðum þessum framleiðsluferlum sem geta minnkað eða skapað jákvæð umhverfisáhrif við framleiðslu áls í framtíðinni. Alcoa mun halda áfram á vegferð nýsköpunar og fanga þessar byltingarkenndu nýjungar í áliðnaði. greint sig sem framsækið nýsköpunarfyrirtæki. „Charles Martin Hall þróaði aðferðina við rafgreiningu og 1880 stofnaði hann Pittsburgh Reduction Company sem síðar varð Alcoa. Síðan þá hefur þróun verið mikil, bæði í framleiðsluferli áls og ekki síður í notkun efnisins á ýmsum sviðum. [...] Lykillinn að nýsköpun í aðferðum hjá Fjarðaáli eru stöðugar úrbætur með góðri þátttöku allra starfsmanna í hugmyndavinnu og úrvinnslu hugmynda. Með stöðugum úrbótum hefur virði framleiðslu Fjarðaáls verið aukið ár frá ári en einnig hafa öryggis- og umhverfisferli verið bætt með góðum árangri sem jafnframt hefur leitt til þess að önnur fyrirtæki á svæðinu hafa bætt sig.“ Magnús sagði hæft starfsfólk vera lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í áliðnaði. „Það er því áhyggjuefni hve mikil vöntun er á tæknimenntuðu starfsfólki hér á landi. Aukin fjárfesting í tæknimenntun er arðsöm fjárfesting sem stuðlar að nýsköpun í samfélaginu.“


Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.is

Saman náum við árangri


16maí 2012

Mynd: Þorkell Þorkelsson

Iðnaðarblaðið heimsótti álver Norðuráls á Grundartanga:

Mikill metnaður hjá Norðuráli Ég fylgist daglega með allri losun frá álverinu og því magni efnis sem kemur inn á svæðið og tek síðan saman mánaðarlegt yfirlit. Við höfum náð þeim markmiðum sem gert er ráð fyrir í starfsleyfi og reglugerðum og gerum betur en það.

Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Álver Norðuráls á Grundartanga framleiðir 280.000 tonn af áli á ári og starfsmenn eru 530 talsins, þar af á annað hundrað iðnaðarmenn, vélvirkjar, rafvirkjar, rafeindavirkjar og bifvélavirkjar. Hjá fyrirtækinu starfar einnig fjöldi sérfræðinga með háskólamenntun auk almennra starfsmanna. Jafnframt þjóna um 800 íslensk iðnaðar- og þjónustufyrirtæki álverinu á margvíslegan hátt enda kaupir Norðurál vörur og þjónustu af innlendum fyrirtækjum fyrir meira en 20 milljarða á ári. Stóriðjuskóli Norðuráls gengið vel Stóriðjuskóli Norðuráls tók til starfa um áramótin. Skólahaldið hefur að sögn fyrirtækisins gengið vel og munu liðlega 30 nemendur brautskrást vorið 2013. Ávinningurinn af náminu er margþættur, bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólkið. Viðkomandi einstaklingar eflast í starfi og hækka í launum auk þess sem námið er að hluta innlegg í almenna menntun þeirra og viðkurkennt af menntamálaráðuneytinu. Skólinn er um leið tákrænn fyrir þá þekkingarsköpun sem fylgir áliðnaðinum á Íslandi og þjónustu við hann en iðnfyrirtæki og verkfræðistofur flytja út slíka sérþekkingu fyrir stórar upphæðir árlega. Grundvöllurinn er í öllum tilvikum heimamarkaðurinn, þjónustan við álfyrirtækin hér heima. Öryggi og gæði Mikil vinna er í gangi við innri uppbyggingu Norðuráls. Verið að koma á ISO 9000 gæðakerfi og er stefnt að vottun í haust. Þá hefur verið unnið ötullega að eflingu öryggismenningar fyrirtækisins en verið er að innleiða svonefnt öruggt atferli (behaviour based safety). Þetta er jafningjafræðsla þar sem hver gætir annars í starfi og menn taka hver út vinnubrögð annars án aðkomu yfirmanna. Það er meðal annars athyglisvert við þessa aðferðafræði að verið er að taka út hve stór hluti hvers hóps um sig er að tileinka sér tiltekna öryggishegðun eins og notkun persónuhlífa. Verkefnið er byggt á mörgum hópum, t.d. hópum sem vinna við áltöku, skautskipti eða á ákveðnum svæðum í verksmiðjunni. Hver hópur setur sér ákveðin markmið í sambandi við öruggt atferli, s.s. að allir séu með sætisbeltin spennt í lyftara, að andlitshlífin sé alltaf niðri þegar skipt er um skaut o.s.frv. Síðan fylgist hópurinn með

» „Ég get fullyrt að álverið stendur sig mjög vel frá sjónarhóli umhverfismála og leggur kapp á að vera ábyrgur þegn í samfélaginu,“ segir Steinunn Dögg Steinsen, sérfræðingur Norðuráls í umhverfismálum.

sjálfum sér og birtir niðurstöðurnar daglega á línuriti. Áhersla á umhverfismál Steinunn Dögg Steinsen er sérfræðingur Norðuráls í umhverfismálum. Steinunn, sem kom til starfa hjá fyrirtækinu á síðasta ári, er með masterspróf í efnaverkfræði frá DTU tækniháskólanum í Danmörku. Að sögn Steinunnar er starf hennar tvíþætt. Annars vegar sér hún um rekstur og viðhald reykhreinsivirkja Norðuráls. Hins vegar annast hún mælingar á losun efna og umsjón með gagna- og skýrslugerð varðandi umhverfismál, fylgist grannt með því sem er að gerast og kemur með nýjar hugmyndir. „Ég get fullyrt að álverið stendur sig mjög vel frá sjónarhóli umhverfismála og leggur kapp á að vera ábyrgur þegn í samfélaginu,“ segir Steinunn og einbeitnin skín úr svipnum. „Ég fylgist daglega með allri losun frá álverinu og því magni efnis sem kemur inn á svæðið og tek síðan saman mánaðarlegt yfirlit. Við höfum náð þeim markmiðum sem gert er ráð fyrir í starfsleyfi og reglugerðum og gerum betur en það. Jafnframt framkvæmir óháður þriðji aðili árlega mælingar í lífríkinu í kringum álverið til þess að meta áhrifin á nærumhverfið. Í framhaldi af þeim mælingum erum við

hjá Norðuráli að setja af stað tvö áhugaverð verkefni. Annars vegar látum við gera loftdreifingarspá fyrir brennistein frá iðjuverunum á Grundartanga auk þess sem áhrif af umferð bíla og skipa verður metin. Jafnframt höfum við fengið Landbúnaðarháskólann til að gera viðamikla rannsókn á flúor í búfénaði, en meginmarkmið rannsóknarinnar er að meta áhrif flúors á heilsu sauðfjár og hrossa. Hingað til hefur flúorstyrkur í kjálkabeinum sauðfjár verið borinn saman við niðurstöður rannsóknar sem gerð var á dádýrum í Noregi. Ég hef unnið talsvert með Umhverfisstofnun vegna tilkomu nýs kerfis á vegum ESB varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Við þurftum t.d. að skila inn heilmiklu af sögulegum upplýsingum til þess að geta fengið úthlutað kvóta. Kvótinn er miðaður við frammistöðu þeirra álfyrirtækja sem best standa sig í losunaarmálum, þannig að ef fyrirtæki er rekið með ábyrgum hætti og nýjustu tækni, á það ekki að þurfa að fara yfir leyfileg losunarmörk. Íslensku álverin eru þarna í allra fremstu röð en skussarnir þurfa að borga og það er líka sanngjarnt,“ segir Steinunn. Alþjóðlegt samhengi Steinunn bendir á að vandinn við losun gróðurhúsalofttegunda er alþjóðlegur en ekki

staðbundinn enda virða þær engin landamæri. „Til að fullnægja þörfum neyslusamfélagsins á sviði byggingariðnaðar, samgangna, heilbrigðisþjónustu og matvælaiðnaðar þarf að framleiða tiltekið magn af áli á ári. Það er jákvætt að framleiða ál á Íslandi vegna hreinni orku og strangari krafna en í þeim löndum þar sem álver eru knúin jarðefnaeldsneyti sem mengar margfalt meira og miklu minni kröfur eru gerðar til mengunarvarna. Höfum hugfast að sjónarmið umhverfis skipta ekki bara máli í þessu sambandi heldur líka sjónarmið starfsmanna. Hér á landi er fólki tryggður eðlilegur vinnutími, hér eru sjónarmið öryggis og jafnréttis í fyrirrúmi, hér heldur löggjöfin utan um svo margt. Þannig er álið framlag okkar Íslendinga til ábyrgrar framleiðslu á vöru sem mikil spurn er eftir á aðlþjóðlegan mælikvarða. Í blámóðu fjarskans Heimurinn er gerður úr efnum og efni geta verið óæskileg í miklu magni eða styrk. Svokölluð sjónmengun er hins vegar ekki skaðleg, það hugtak snýst um hvað er fallegt eða ekki fallegt. Hugmyndin um að ef við sjáum það ekki, þá gerist það ekki, er mjög hættuleg. Fólk telur sér trú um að ef eitthvað gerist bara „hinum megin við fjallið“ þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Blekkingin er sú að ef atvinnustarfsemi, sem snertir neyslu okkar, er bara nógu langt í burtu úti í heimi, sé allt í lagi. Í rauninni er miklu betra að hafa starfsemina nær okkur þannig að við tökum eftir því sem er að gerast og áhrifum þess á lífríkið í kringum okkur og getum haft stjórn á þeim áhrifum. Víðsýni, hlutlægni og sanngirni eru að mínu mati forsendur árangurs í þessum mikilvæga málaflokki,“ segir Steinunn Dögg Steinsen, sérfræðingur Norðuráls í umhverfismálum.


Upplýsingatækni Véltækni

Áliðnaður Byggingariðnaður

Prentiðnaður

Málmtækni

Matvælaiðnaður Líftækni

Listiðnaður

IOZPZ IPMYVZ[PZ MHPZ MIPZ

/ = Ð ;(  / Ø : 0 ð  : Ð ( 

MNPZ MP]PZ MU]PZ MYHLPZ MZOPZ MZZPZ MZ\PZ M]HPZ OPPZ OYPZ PKHUPZ PKUZRVSPUUPZ RSHRPZ TPZHPZ TRPZ ZPTL`PZ [ZRVSPPZ \UHRPZ ]HPZ ]THPZ

2015 tækifæri 0óUHó\YPUUmYPó}ZRHYLM[PY]LSTLUU[\ó\M}SRP[PSZ[HYMH ÍU¤Z[\mY\T]LYóH]H_[HYZWYV[HYxZSLUZRZH[]PUU\SxMZ xmSPóUHóPI`NNPUNHYPóUHóPSPZ[PóUHóPSxM[¤RUP TH[]¤SHPóUHóPTmSTVN]tS[¤RUPWYLU[PóUHóP VN\WWSûZPUNH[¤RUP  5mTx]LYRTLUU[HZR}S\TOmZR}S\TVN€óY\T TLUU[HZ[VMU\U\TLYZR`UZHTSLNSLPó[PSHóI‚H ZPN\UKPYMQ€SIYL`[[[¤RPM¤YP

Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! Samtök iðnaðarins – www.si.is


18maí 2012

Markvissum aðgerðum verði beitt til að koma atvinnulífinu á skrið:

SA vilja rjúfa kyrrstöðuna ræði fyrir fjölda fyrirtækja, dregið úr fjárfestingargetu atvinnulífsins, alið á tortryggni í garð fjármálafyrirtækja og verið í sérstakri linnulausri herferð gegn sjávarútvegsfyrirtækjunum og starfsmönnum þeirra. Tilkynning SA síðastliðið haust um að samtökin myndu ekki eiga neitt frumkvæði að frekari samskiptum við ríkisstjórnina var því sjálfgefin,“ sagði Vilmundur Jósefsson.

Geir A. Guðsteinsson skrifar: geir@goggur.is

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins var haldinn fyrir skömmu og þar var Vilmundur Jósefsson endurkjörinn formaður með 92,6% greiddra atkvæða. Í skýrslu hans kom m.a. fram að Samtök atvinnulífsins hafa á liðnu starfsári lagt áherslu á að markvissum aðgerðum verði beitt til að koma atvinnulífinu á skrið. Vilmundur sagði það mjög aðkallandi og nauðsynlegt að mótuð verði efnahagsstefna til lengri tíma þar sem stöðugleiki, lág verðbólga, viðráðanlegt vaxtastig og raunhæft gengi væru lykilþættir. Afnám gjaldeyrishafta og trúverðug stefna í peningamálum ásamt því að stjórnvöld greiði fyrir fjárfestingu með öllum tiltækum ráðum væru einnig mikilvægir þættir til að hagvöxtur aukist, dragi úr atvinnuleysi og lífskjör batni. Dýrir kjarasamningar Í maíbyrjun 2011 undirrituðu SA kjarasamninga sem ætlað er að gilda til ársins 2014. Samningarnir eru með fyrirvara um þróun kaupmáttar, verðlags, gengis og um efndir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við samningana. ,,Kjarasamningarnir voru atvinnulífinu dýrir. Áætlað var að heildarkostnaðurinn við samningana hafi

» Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á aðalfundi SA. ,,Nauðsynlegt er að mótuð verði efnahagsstefna til lengri tíma þar sem stöðugleiki, lág verðbólga, viðráðanlegt vaxtastig og raunhæft gengi eru lykilþættir.“

numið 5% á árinu 2011 og rúmlega 13% á öllum samningstímanum. Kostnaðurinn var mun meiri fyrir þær atvinnugreinar sem greiddu laun nálægt gildandi kauptöxtum eins og í fiskvinnslu, iðnaði og verslun og þjónustu. Vandi atvinnulífsins er sá að gert var ráð fyrir að aukin umsvif í hagkerfinu myndu létta undir með fyrirtækjunum að standa undir kostnaðarhækkunum. Það hefur ekki orðið og fjárfestingar eru

til dæmis enn í algeru lágmarki og hættan er sú að hafið sé ferli víxlhækkana verðlags, launa og gengislækkana,“ sagði Vilmundur. Ríkisstjórnin hefur dregið úr fjárfestingargetu atvinnulífsins „Allt frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð hafa Samtök atvinnulífsins reynt fá hana til samstarfs um aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi, fjölga störfum og efla hagvöxt til að bæta

lífskjörin í landinu,“ sagði Vilmundur. „Sú saga hófst með stöðugleikasáttmálanum í júní 2009, frekari yfirlýsingum ríkisstjórnar undir lok þess árs og hélt svo áfram með yfirlýsingum um sátt í sjávarútvegsmálum. Þá gaf ríkisstjórnin út margra blaðsíðna yfirlýsingu í tengslum við kjarasamningana í maí. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur ríkisstjórnin ekki staðið við orð sín heldur hefur hún með aðgerðum sínum skapað margvísleg vand-

Meðalvinnutími lengdist milli ára Á aðalfundi SA var einnig rætt um stöðuna á vinnumarkaðinum og áréttað að á árinu 2011 voru að jafnaði 180.000 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar og fækkaði um 1.000 frá árinu 2010. Af þeim voru 167.300 starfandi og 12.700 í atvinnuleit. Fjöldi starfandi var óbreyttur á milli ára en starfandi í fullu starfi fjölgaði um 2.500 á kostnað starfandi í hlutastarfi. Einnig lengdist meðalvinnutími úr 39,5 í 40 stundir árið 2011, en árið 2010 mældist meðalvinnutími sá stysti frá upphafi mælinga Hagstofunnar árið 1991. SA áréttaði á fundinum að þau telja það verulegt áhyggjuefni að þrátt fyrir 3,1% hagvöxt á árinu 2011 var fjöldi starfa óbreyttur frá árinu 2010. Skýringanna sé að leita í sögulegu lágmarki fjárfestinga.


Milljón vinnustundir Í Straumsvík er unnið að stærsta fjárfestingarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi um langt skeið. Nú hafa verktakar og verkfræðistofur unnið eina milljón vinnustunda í verkefninu. Það jafngildir því að hafa um 500 manns í fullri vinnu í heilt ár. Afköst verða aukin um 20%, lofthreinsibúnaður efldur og framleiðslunni breytt í verðmætari afurðir. Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is

Fjárfestingin nemur tæplega 60 milljörðum króna sem samsvarar u.þ.b. öllum hagnaði álversins síðastliðin 10 ár.


20maí 2012

» Fjöldi manns sótti aðalfund SA.

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins:

Fjölga þarf verk- og tæknimenntuðum

» Cristoffer Taxell, formaður erlends sérfræðingahóps sem íslensk stjórnvöld fengu til að gera úttekt á menntakerfinu.

Geir A. Guðsteinsson skrifar: geir@goggur.is

Fjórir stjórnendur úr íslensku atvinnulífi fjölluðu um það á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica hvernig hægt er að uppfæra Ísland. Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar Matorku, Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis, Marín Magnúsdóttir, eigandi viðburða- og ferðaþjónustufyrirtækisins Practical og Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, ræddu hvert út frá sínum forsendum hvort tækifærin væru einhver, og þá hver. Edda Lilja Sveinsdóttir velti fyrir sér menntun almennt og varpaði fram þeirri spurningu til fundargesta, sem voru fjölmargir, fyrir hvern menntunarframboð í landinu væri. Edda Lilja sagði skoðanir sínar fyrst og fremst byggðar á fyrri störfum hennar í menntamálaráðuneytinu og Orkuskólanum REYST - þær væru hennar eigin - en ljóst væri að breyta þurfi menntakerfinu. Menntun sé fyrir okkur öll, menntastofnanir séu ekki til án atvinnulífsins og atvinnulífið þurfi á menntuðu starfsfólki að halda. Hún tók einnig undir tillögur SA í menntamálum sem voru lagðar fram á fundinum en sagði jafnframt ljóst að ekki þurfi fleiri skýrslur, úttektir eða álitsgerðir. Það liggi fyrir hvað þurfi að gera og mikilvægt sé að koma sér að verki. Fjölga þurfi útskrifuðu fólki með verk- og tæknimenntun og auka vægi raungreina í kennaramenntun. Edda Lilja varpaði fram þeirri hugmynd á fundinum að stofnaður yrði sérstakur Raungreinakennaraháskóli til að efla raungreinakennslu. Þangað myndu þeir sækja sem hefðu sérstakan áhuga á raungreinum alveg eins og þeir sem hafi áhuga á að kenna íþróttir sæki sitt nám í íþróttakennaraháskólann.

» Svana Helen Björnsdóttir, Ólafur Egilsson og Guðni Ágústsson spjölluðu saman eftir fundinn.

Bæta þarf tengsl háskóla og atvinnulífsins ,,Það er mikilvægt að bæta tengsl háskóla og atvinnulífsins. Það hefur stundum gerst að alið væri á tortryggni innan skólanna í garð þeirra sem vinna að framfaramálum með fyrirtækjum. Þessum viðhorfum þarf að breyta. Viðmiðum skólanna þarf einnig að breyta en háskólakerfið er m.a. drifið áfram af birtingum skrifaðra greina og bóka og tilvitnunum annarra í þær. Auka þarf hvata í starfi háskólanna og binda fjárveitingar til þeirra nýjum mælikvörðum. Það hlýtur að vera krafa atvinnulífsins að skólarnir fari í raunverulegt samstarf með fyrirtækum sem geti skilað miklu. Stjórnvöld ráða fjárveitingum til háskóla og geta, ef pólitískur vilji er til staðar, bundið þær mælikvörðum sem gagnast atvinnulífinu,“ sagði Edda Lilja Sveinsdóttir. Öflug menntun forsenda sterkra fyrirtækja og góðra lífskjara Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands, var gestur aðalfundar SA og fjallaði eins og Edda Lilja um mik-

ilvægi þess að efla menntun á Íslandi til hagsbóta fyrir atvinnulífið. Hann sagði að auka verði samvinnu menntastofnana og stjórnvalda við atvinnulífið við að móta áherslur í nýsköpun. Efling nýsköpunar eigi jafnframt að gera að sérstöku forgangsverkefni stjórnvalda og mikilvægt sé að skapa sameiginlega sýn um hvert stefna skuli. Christoffer hefur víðtæka reynslu úr finnskum stjórnmálum og athafnalífi en hann var formaður erlends sérfræðingahóps sem íslensk stjórnvöld fengu til að gera úttekt á menntakerfi, rannsóknum og nýsköpun í kjölfar bankahrunsins. Meginskilaboð hópsins birtust í skýrslu sem skilað var í maí 2009 og voru þau að tryggja yrði sem best fjármagn til menntunar á öllum stigum, endurskipuleggja þyrfti mennta- og rannsóknakerfið, leggja áherslu á nýsköpun og hrinda ákveðnum skipulagsbreytingum hratt í framkvæmd. Tveir háskólar Meðal fjölmargra tillagna má nefna að stefnt skyldi að því að háskólarnir yrðu einungis tveir og aukin áhersla yrði lögð á gæði og árang-

» Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Actavis. ,,Raunverulegt samstarf háskólanna við atvinnulífið getur skilað miklu.“

ur. Christoffer vísaði til skýrslunnar á aðalfundi SA en undirstrikaði sérstaklega að ekki mætti gleyma góðri grunnmenntun í allri nýsköpunar- og hátækniumræðunni því á henni byggðist i í raun allt. Christoffer Taxell fjallað einnig um reynslu Finna af því að ganga í gegnum djúpa kreppu á árunum eftir 1990 en atvinnuleysi í Finnlandi fór hæst í 18%. Eitt af þeim atriðum sem kom Finnlandi út úr kreppunni var umtalsverð fjárfesting í rannsóknum og þróunarstarfi sem lagði grunn að öflugum nýsköpunarfyrirtækjum. Þá fjallaði hann um stöðu efnahagsmála á alþjóðavettvangi og í gamni og alvöru benti hann fundargestum á þá staðreynd að enginn hafi í raun áhuga á efnahagsmálum smáþjóða nema þær sjálfar og það ætti bæði við Finnland og Ísland. Þau orð hans

vöktu talsverða athygli og marga til umhugsunar um efnahagsvandann hérlendis. Það kom greinilega fram í umræðum manna á meðal í lok fundarins. Því væri það í höndum okkar Íslendinga sjálfra að taka til hendinni og vinna okkur út úr efnahagsvandanum sem við er að etja í dag. Með góðri samvinnu stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana og sameiginlegri stefnumörkun þessara aðila, gæti smæð landsins hins vegar verið styrkur frekar en veikleiki. Christoffer Taxell óskaði Íslendingum góðs gengis við að uppfæra Ísland og sagðist hafa fulla trú á því að það tækist þó svo að verkefnin væru mörg og stór. Rétt er að geta þess að Samtök atvinnulífsins lögðu fram á fundinum tillögur að öflugra menntakerfi og sterkara atvinnulífi.


éPLVYHUNHIQL()/8 'yWWXURJKOXWGHLOGDUIpO|J

()/$BDOLèQDèXUBDSULOBBSUHQWLQGG
22maí 2012

Framtakssjóður vildi ekki styrkja uppbyggingu álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði:

Taldi verkefnið of áhættusamt Geir A. Guðsteinsson skrifar: geir@goggur.is

Forsætisráðuneytið ákvað árið 2008 að styðja við ýmsa vöruþróun tengda áliðnaði og í því sambandi yrði kannaðir möguleikar á samvinnu við aðila á Seyðisfirði og Fjarðaál. Þar með er talin hagkvæmni þess að setja upp verksmiðju á Seyðisfirði til að fullvinna álvír sem framleiddur er hjá Alcoa Fjarðaáli og byggja upp tengsl við erlenda úrvinnsluaðila sem hafa þekkingu á og reynslu af framleiðsluferlinu og aðgengi að sérhæfðum mörkuðum. Álvírar þessir eru seldir til fullvinnslu erlendis í dag og meðal annars búnir til úr þeim háspennuvírar. Ekkert hefur hins vegar orðið af efndum ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Sigfinnur Mikaelsson hjá fyrirtækinu Álköplum á Seyðisfirði segir að frá fyrsta degi hafi verið litið á þetta verkefni sem verulega atvinnuskapandi, enda ætti fyrirtækið að geta verið um 30 manna vinnustaður og því gríðarlega atvinnuskapandi á Seyðisfirði. ,,Á lokastigi verkefnisins kippti Framtakssjóður hins vegar að sér hendinni og þar með fengum við enga fjármögnun. Því var m.a. borið við að Seyðisfjörður væri jaðarsvæði og það skipti engu þótt búið væri að fjármagna dæmið að öðru leyti og erlendir aðilar búnir að veita samþykki sitt. Hugmyndin var að framleiða álkapla og kaupa verksmiðju í Noregi til þess, og með henni átti að fylgja tækniþekking og eignaraðild að Álköplum á Seyðisfirði. Við erum því aftur á byrjunarreit og þurfum að endurskipuleggja allt dæmið að nýju. Stofnað hefur verið nýtt fyrirtækitæki í Reykjavík, Alukap, sem hefur nýtt sér að einhverju leyti okkar forvinnu og ætlar að vera með vinnslu á Reyðarfirði. Ef það gengur eftir þá eru Austfirðirnir skyndilega ekki lengur jaðarsvæði,” segir Sigfinnur Mikaelsson. Hann segir að ekki verði lagðar árar í bát, leitað verði nýrra fjárfesta í verkefnið, og hann segist þolanlega bjartsýnn á að það takist. Ekki sé verjandi að leggja 5 ára vinnu á hilluna þótt á móti blási um tíma. Ekki eitt kíló af álframleiðslunni hérlendis fer til innlendrar vinnslu Framtakssjóður Íslands var stofnað-

Á lokastigi verkefnisins kippti Framtakssjóður hins vegar að sér hendinni og þar með fengum við enga fjármögnun. Því var m.a. borið við að Seyðisfjörður væri jaðarsvæði og það skipti engu þótt búið væri að fjármagna dæmið að öðru leyti og erlendir aðilar búnir að veita samþykki sitt. Hugmyndin var að framleiða álkapla og kaupa verksmiðju í Noregi til þess, og með henni átti að fylgja tækniþekking og eignaraðild að Álköplum á Seyðisfirði. ur í desember 2009 af sextán lífeyrissjóðum víðsvegar um landið sem ráða yfir um 64% af heildareignum lífeyrissjóða á Íslandi. Síðan hafa Landsbankinn og VÍS bæst í hóp eigenda sjóðsins. Stofnendur hafa skuldbundið sig til að leggja Framtakssjóði til um 54,4 milljarða króna

í hlutafé. Þátttaka annarra en lífeyrissjóðanna í fjárfestingu í FSÍ slhf. er möguleg með heimild FSÍ GP (General Partner) sem er ábyrgðaraðili sjóðsins. Heimilt er að hækka hlutafé FSÍ slhf. allt að 90 milljarða króna. Öðrum fagfjárfestum en lífeyrissjóðum er heimilt að gerast hluthafar í FSÍ slhf.

Samanlagður hlutur annarra fagfjárfesta skal þó aldrei verða meiri en 49% hlutafjár í FSÍ. ,,Byggðastofnun var tilbúin að lána þær 300 milljónir króna sem okkur vantaði til verkefnisins en til þess þurfti pólitískt samþykki ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur feng-

» Fjarðaál á Reyðarfirði framleiðir álvírana sem Sigfinnur Mikaelsson Mynd: alcoa vill fullvinna.

ist. Þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þorði ekki og erum við þó í hans kjördæmi. Auk þess að veita talsverða atvinnu væri álkaplaverksmiðja verulega gjaldeyrisskapandi. Á Íslandi er mesta álframleiðsla í heimi á hvern íbúa en ekki eitt kg. af þeirri framleiðslu fer til framleiðslu á vörum úr áli. Slík fyrirtæki gætu veitt hundruðum manna vinnu,” segir Sigfinnur Mikaelsson á Seyðisfirði.

Áldeilur í Ameríku Miðhellu 4 Hafnarfirði

ALLTAF HÁGÆÐA VÖRUR

Framleiðendur á álköplum og vírum í NorðurAmeríku hafa nú orðið að flytja inn álstangir í vaxandi mæli og þurfa að greiða fyrir þær hærra verð, en ella. Skýringin er framleiðsluvandi hjá álveri Rio Tinto Alcan, Alma í Quebec, og hjá Massena West, álveri Alcoa í New York ríki, samkvæmt frétt frá Reuters. Viðskiptavinir Alma álversins hafa nú sumir hverjir í fyrsta sinn orðið að flytja inn álstangir og frá svo fjarlægum stöðum eins Suðaustur-Asíu. Framleiðendur á álstöngum í Norður-Ameríku hafa litla möguleika á að auka framleiðslu sína til að fylla upp í 438.000 tonna gat í markaðnum, sem myndaðist þegar framleiðsla Alma féll um tvo þriðju fyrir þremur mánuðum. Skýringin eru vinnudeilur sem snúast um kröfur félagsbundinna verkamanna um að takmarka notkun verkamanna frá undirverktökum og að tryggja ákveðinn fjölda félagsbundinna verkamanna í verksmiðjunni. Álverið hefur sett verkbann á verkamennina og lýst yfir „force major“ vegna ástandsins, óviðráðanlegum aðstæðum. Fátt bendir til þess að deilan sé að leysast.

Innflutningur á álstöngum, börrum og prófílum til Bandaríkjanna jókst um 25% í febrúar. Þessi staða hefur leitt til þess að kaupendur álstanga fá ekki sömu gæðavöruna og Alma var að framleiða. Keppinautur Alcans í Norður-Ameríku, Alcoa hefur getað séð einhverjum viðskiptavinum Alma fyrir álstöngum, en lokun álvers Alcoa, Massena West, vegna bruna í lok mars hefur dregið úr þeim möguleikum. Auk þess er framleiðslugeta Massena aðeins um fjórðungur framleiðslugetu Alma.


Útflutningstekjur af áli

233 / = Ð ;(  / Ø : 0 ð  : Ð (  ¶        

milljarðar Árið 2011 námu tekjur af útflutningi áls 233 milljörðum króna. Þetta svarar til um það bil 25% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Drjúgum hluta þeirra var varið í kaup á innlendum aðföngum en innlend útgjöld íslensks áliðnaðar námu um 80 milljörðum króna á árinu. Það eru yfir 200 milljónir á degi hverjum. Það munar um minna.

HVb{a™H†b^/*,&*(%%™;Vm/*,&*(%&™lll#hVbVa#^h


24maĂ­ 2012

FinnbjĂśrn A. Hermannsson, formaĂ°ur SamiĂ°nar og ByggiĂ°nar - FĂŠlags byggingamanna, skrifar:

Og hann beiĂ° og hann beiĂ°.....

H

imnarnir hrundu yfir okkur Ă­ oktĂłber 2008. Fyrir nĂĄkvĂŚmlega 1300 dĂśgum. Ă einni nĂłttu stÜðvuĂ°ust allar byggingaframkvĂŚmdir og Þúsundir vinnufĂŚrra manna urĂ°u atvinnulausir. ByggingamarkaĂ°urinn hefur keyrt ĂĄ 70% afkastagetu sĂ­Ă°an. Margt hefur veriĂ° gert til aĂ° koma markaĂ°inum af staĂ°. Sumt hefur tekist, s.s. ĂĄtakiĂ° „Allir vinna“,

en annaĂ° gengiĂ° verr. AĂ°ilar vinnumarkaĂ°arins hafa Ă­ tvĂ­gang gert samninga viĂ° stjĂłrnvĂśld um aĂ° Ăžoka verklegum framkvĂŚmdum sem stjĂłrnvĂśld geta haft ĂĄhrif ĂĄ ĂĄfram. MĂĄ Ăžar nefna aĂ° koma „rammaĂĄĂŚtlun um vernd og nĂ˝tingu nĂĄttĂşrusvĂŚĂ°a“ Ă­ gegnum AlĂžingi. RammaĂĄĂŚtlun 1 var tilbĂşin 2003 og Þå var komin af staĂ° vinna viĂ° rammaĂĄĂŚtlun 2. HĂşn er bĂşin aĂ° vera Ă­ um 10 ĂĄr

í smíðum. Hún hefur verið unnin af fÌrustu sÊrfrÌðingum og reynt að taka tillit til allra sjónarmiða. Það er búið að hafa samband og óska eftir tillÜgum og afstÜðu allra aðila sem hugsanlega hafa hagsmuna að gÌta eða hafa skoðun å efni åÌtlunarinnar. Það hefur verið unnið mjÜg fagmannlega að Þessari åÌtlun. à stÌða Þess er að nå sem breiðastri sått um målið og auka líkurnar

3,3$5?7%:$f6Ă&#x;$f

Framtíð å góðum grunni

Byggingarefni frå BM Vallå eru sÊrhÜnnuð fyrir íslenskar aðstÌður. 65 åra reynsla og sÊrÞekking innan fyrirtÌkisins hefur skipað Því í fremstu rÜð framleiðslu- og ÞjónustufyrirtÌkja í byggingariðnaði å �slandi. Leitaðu til reynslumikilla fagaðila Þegar Þú leggur í framkvÌmdir.

BM VallĂĄ ehf. BreiĂ°hĂśfĂ°a 3 110 ReykjavĂ­k

BM VallĂĄ ehf. AustursĂ­Ă°u 2 603 Akureyri

SĂ­mi: 412 5050 sala@bmvalla.is

SĂ­mi: 412 5203 sala@bmvalla.is

bmvalla.is

Steinsteypa Flotefni MĂşrvĂśrur Hellur og hleĂ°sla GarĂ°einingar Ă l-/trĂŠgluggar Smellinn hĂşs Smellinn+

almenningur, gåtu komå að åÌtlunin nåi fram að ið sjónarmiðum sínum å ganga og sÊ til framtíðar og framfÌri auk Þess sem råðstandi pólitísk Üfgaveður herrar hafa alla mÜguleika af sÊr. Því olli Það miklum å að fylgjast með í ferlinu vonbrigðum að ríkisstjórnog hafa åhrif. in fÌri að krukka í Þå åÌtlAnnað verkefni sem við un sem unnið hafði verið að byggingamenn horfum til í svo langan tíma. Það er ekkert launer bygging nýs håtÌkniungamål að með afgreiðslu  FinnbjÜrn A. sjúkrahúss. Það mål hefur rammaåÌtlunar vonuðumst Hermannsson einnig fengið langa meðvið byggingamenn til að hafgÜngu. Þetta er í Þriðja sinn ist yrði handa við byggingu Þriggja sem Því måli er ýtt úr vÜr. Búið er vatnsaflsvirkjana í neðri hluta Þjórs- að kosta um milljarði í að undirbúa år. Eins og fram hefur komið í fjÜl- Það og teikna að Þessu sinni. Það miðlum í greinum frå starfsmÜnn- mål hefur einnig verið kynnt og farum Veiðimålastofnunar er Þetta eitt ið í alla lÜgformlega umsagnarferla rannsakaðasta svÌði landsins. Því sem lÜg og reglugerðir kveða å um. kemur Það okkur verulega å óvart Þrått fyrir að forsenda Þessa verkað lagt sÊ til að Þessum virkjunum efnis sÊ af heilsufarslegum toga sÊ kippt í biðflokk Þar sem rannsaka runnið, Þ.e. að við sem Þjóð erum Þurfi betur laxastofninn. Sagt er að að eldast og Þurfum å frekari viðekki sÊ búið að rannsaka til hlýtar gerðum að halda, sjåum við Þetta í lífslíkur og mÜguleika laxaseiða nið- byrjun sem byggingaframkvÌmdur åna. Ég vísa til åðurnefnda greina ir. FramkvÌmdir sem koma å besta Veiðimålastofnunar. Það er búið að tíma í atvinnuleysinu. En Þrått fyrir rannsaka allt sem Þarf og búið að að Þetta sÊ ÞjóðÞrifamål er ekki einleggja til mótvÌgisaðgerðir Þar sem ing um Það Þó mikill meirihluti styðji Þarf til. Það eina sem eftir er að gera framkvÌmdina. Því miður hefur verer að setja nÜfn å hvert seiði sem fer ið tekin sú åkvÜrðun að Þegar búið er niður. Það er með ólíkindum að stjórn- að få Üll tilskilin leyfi, búið að hanna målamenn Ìtli å síðasta sentimetra um 25% af verkinu og bjóða út, Þå fer Þessa måls að draga Þetta mål úr målið til endanlegrar afgreiðslu å AlmjÜg svo faglegum farvegi niður å Þingi. Miðað við vinnubrÜgð AlÞingis umrÌðuplan AlÞingis. Það var al- óttumst við að sama verði upp å tenveg vitað að einstakir hópar og ein- ingnum Þegar lokasvarið Þarf að takstaklingar voru å móti målinu å mis- ast. Menn fari að Þjóna lund sinni og munandi forsendum. En ef teknar slå um sig pólitískum keilum. eru umsagnir og athugasemdir í Üllu En af hverju er Êg svo svartsýnn ferlinu er líka ljóst að mikill meiri- å að svona fari? Af Því að við erum hluti er fylgjandi rammaåÌtluninni. búin að få fyrirheit um framkvÌmdÞví er mjÜg svo óåbyrgt að taka mål- ir, s.s. tvÜfÜldun Suðurlandsvegar, ið úr Þeim vandaða farvegi sem Það nýjar samgÜngumiðstÜðvar í Reykjavar í. Með Þessu er verið að leggja lín- vík og Akureyri, VaðlaheiðagÜng, ur til framtíðar að sama hve mål eru nýtt fangelsi og fleira og fleira. Allir vel undirbúin sem nå å Þjóðarsått flÌkjufÌtur Þessa lands hafa lagst å um, Þå skulu alltaf vera til stjórn- eitt og stoppað målin. målamenn sem Þurfa að Þjóna lund Ef Það er ekki framkvÌmdin Þå sinni eða småhópa og ekki taka til- er Það eignarformið og ef Það er í lagi lit til meirihlutans. Það er ekki verið Þå er Það umfangið og ef Það er í lagi að taka forrÌði af AlÞingi Þó unn- Þå er Það af Því bara. ið sÊ mål upp í hendur Þess ef undà byrgð felst ekki bara í að hafa irbúningsvinnan er í lagi eins og í daginn å morgun eins og gÌrdagÞessu måli. AlÞingismenn, jafnt sem inn.


Hammerfest Hammerfest Kirkenes Kirkenes Tromsø Tromsø

Murmansk Murmansk

Sortland Sortland Ísafjörður Grundartangi Reykjavík

Mosjøen Mosjøen

Vestmannaeyjar

Fuglafjörður Klakksvík Tórshavn

a ad an

Kristiansund Kristiansund Álasund Álasund Maaloy Bergen Fredrikstad Fredrikstad Egersund

Helsinki Helsinki St. St.Pétursborg Pétursborg

in

rc

ík

lA

nd

ar

ya

Aberdeen

Ba

Ro

Stavanger

/K

t ic

Li

ne

/G

nl

an

d

Nuuk

Akureyri Reyðarfjörður

Grimsby Immingham

Árósar Kaupmannahöfn

Ríga Ríga Moskva Moskva

Klaipeda Klaipeda Szczecin Szczecin

Velsen Hamborg Hamborg

Gatwick

St. Anthony

Helsingborg Helsingborg

Álaborg

Rotterdam Rotterdam Antwerpen

rt Po

Argentia

úg

al

/S

nn

St. John’s Harbour Grace

Genóva

Halifax Boston / Everett

Vigo

New York

Istanbul Istanbul

Porto Lissabon

Norfolk

Izmir Izmir

Aukin þjónusta Eimskips um Norður-Atlantshaf

Mersin Mersin

Skrifstofur Eimskips

Suðurleið

Tengileiðir

Frystihús Eimskips

Norðurleið

Leiðir samstarfsaðila

Vöruhús Eimskips

Austurleið

For- og áframflutningar

Frystihús samstarfsaðila

Ameríkuleið

Fulltrúar Eimskips

Noregsleið

Styttra á milli ferða – meiri flutningsgeta

FÍTON / SÍA

Eimskip hefur styrkt leiðakerfi sitt á Norður-Atlantshafi. Nýtt skip hefur bæst í flotann og eru nú tvö skip í siglingum til NorðurAmeríku í stað eins áður. Með þessu fjölgar ferðum og við bætast nýir áfangastaðir, sem bætir þjónustu enn frekar við viðskiptavini félagsins.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


26maí 2012

Marel hefur gengið frá stærstu sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði í samvinnu við Skagann og 3X Technology:

„Flytjum út íslenskt hugvit í sameiningu“ Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is

Marel gekk nýlega frá stærstu sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði með samningum við fiskframleiðanda í norðausturhluta Kína. Um er að ræða nýja flæðilínu fyrir hvítfisk sem verður sérstaklega sniðin að þörfum kínverskra fiskframleiðenda. Flæðilínan er meðal þess hátæknibúnaðar sem Marel sýndi á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku. Fjárhæð samningsins samsvarar 1-2% af ársveltu Marel. Kaupverðið og kaupandinn eru trúnaðarmál. „Aðstæður á vinnumarkaði og hækkandi framleiðslukostnaður í Kína hefur skapað aukna þörf fyrir sjálfvirkni í verksmiðjum þar í landi. Vöruframboð og lausnir Marel auka framleiðsluhraða, hráefnisnýtingu og -meðferð í fiskiðnaði auk þess sem Marel býður upp á hugbúnaðarlausnir til öflugri framleiðslustýringar,” segir um söluna á heimasíðu Marel. Sækjast í auknum mæli eftir sjálfvirkni Auk Marel komu íslensku fyrirtækin 3X Technology og Skaginn að því að gera þetta nýsköpunarverkefni að veruleika: „Þessar sérsniðnu flæðilínur voru hannaðar sérstaklega fyrir kínverskan markað,“ segir Kristmann Kristmannsson, söluráðgjafi Marel á heimasíðunni. „Kínverski markaðurinn er að breytast, fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir sjálfvirkum búnaði og tækjum í stað þess að vera með mikinn mannafla í framleiðslu. Við hjá Marel erum afskaplega ánægð með árangurinn og þær lausnir sem fyrirtækið hefur þróað í þessu samstarfi.“ „Sölusamningur sem þessi er til marks um þá stefnu sem Marel hefur fylgt á alþjóðlegum markaði, að leggja enn frekari áherslu á sókn á nýmörkuðum eins og Kína þar sem vöxtur er mikill. Fiskiðnaðarsetur Marel í Qingdao mun gegna lykilhlutverki við uppbyggingu á starfseminni í Kína þar sem miklu skiptir að viðskiptavinir Marel hafi aðgang að þjónustu nálægt sínu starfssvæði,“ segir enn fremur á síðunni.

» Henry Hsieh, forstöðumaður starfsemi Marel í Qingdao í Kína, og Kristmann Kristmannsson, söluráðgjafi hjá Marel, kynna flæðilínu fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni í Brussel.

Þetta er Maraþon, ekki spretthlaup Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri Marel fyrir fiskiðnað, segir í samtali við Iðnaðarblaðið að sambærilegt kerfi hafi í fyrra verið selt til Pacific Andes í Kína, sem sé eitt stærsta fyrirtæki í heiminum á sviði fiskiðnaðar og annað til Kosta Ríka í febrúar í ár. Hún segir mikla samkeppni ríkja og erfitt sé að komast með framleiðsluvörur inn í lönd eins og Kína og sunnanverða Ameríku. Þar ráði verðið mestu, en þá sé hætta á að gæðin sitji á hakanum. Marel standi hins vegar ekki þannig að málum. Gæðin séu í fyrirrúmi og jafnframt lögð á það áhersla að uppfylla þarfir fiskvinnslunnar á þessum svæðum.

sem fyrirtækin þrjú leggja saman sérþekkingu sína hvert á sínu sviði. Við erum í raun að flytja út íslenskt hugvit í sameiningu. Það flokkast ekki undir spretthlaup að komast inn á þessa markaði, heldur Maraþon. Við höfum fengið gott start og nú reynir á úthaldið að klára hlaupið,“ segir Stella Björg. Kerfið, sem er flæðilína tekur við fiskinum, þegar hann kemur til vinnslu inn í hús, og skilar honum fullunnum og pökkuðum út. Það nær því til allra þátta vinnslunnar svo sem flökunar, snyrtingar, pökkunar og frystingar.

» Tölvugerð mynd af kerfinu sem sett verður upp í Kína. Það tekur yfir alla þætti vinnslunnar fá því fiskurinn kemur í hús og þar til hann fer þaðan aftur frystur og pakkaður.

Til dæmis séu þessi kerfi sniðin að vinnslu á eldisfiski eins og tilapíu og pangasíus og svo alaskaufsa.

„Við höfum þróað þessi kerfi með markaðssvæðin í huga og í náinni samvinnu við önnur íslensk fyrirtæki, Skagann og 3X, þar

Primex hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 Fyrirtækið Primex hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 sem veitt voru á vel sóttu Nýsköpunarþingi 2012. Primex, sem er staðsett á Siglufirði, framleiðir efnin kítin og kítósan úr rækjuskeljum, en síðarnefnda efnið er eftirsótt erlendis og meðal annars notað við framleiðslu á fæðubótarefnum, sárameðferðarefnum, snyrtivörum og lausasölulyfjum. Að auki er það notað í vínframleiðslu og til að lengja geymsluþol matvæla. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla vegna verðlaunanna kom fram að allt frá því að framleiðsla Primex hófst árið 1999 hafi fyrirtækið verið í góðri markaðsstöðu í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, auk þess sem það hafi nýlega hafið sölu inn á markað í Rússlandi. Rúnar Marteinsson, framleiðslustjóri og Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex veittu verðlaununum viðtöku. Að þessu sinni var stjórnun nýsköpunar um-

Mynd: Arnaldur Halldórsson

fjöllunarefni Nýsköpunarþingsins og á meðal fyrirlesara voru Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins, Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og Davíð Helgason, forstjóri Unity Technologies.


maí 201227

H

eimsframleiðsla á hrástáli nam 132 milljónum tonna í marsmánuði samkvæmt nýbirtum tölum frá Samtökum alþjóðlegra stálframleiðenda. Stálframleiðslan jókst um fjögur milljón tonn frá sama mánuði í fyrra. Kínverjar framleiddu tæpar 62 milljónir tonna, eða um 46% af heimsframleiðslunni, og á eftir þeim komu Japanar með 9,3 milljónir tonna og Rússar með 6,4 milljónir.

H

agnaður Össurar á fyrsta ársfjórðungi nam tíu milljónum Bandaríkjadala, eða 1.268 milljónum króna. Um er ræða 22% aukningu frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 18 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18% af sölu samstæðunnar á tímabilinu. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í fréttatilkynningu að söluvöxtur fyrirtækisins væri góður og í takt við áætlanir fyrirtækisins fyrir árið í heild. „Eins og á undanförnum ársfjórðungum þá uxu öll landsvæði og vörumarkaðir, þar sem Evrópa sýndi sérstaklega góðan árangur.“

V

axtarsprotinn verður afhentur í Grasagarðinum í Laugardal föstudaginn 4. maí nk. Tilgangur Vaxtarsprotans, sem er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins/SSP, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknamiðstöðvar Íslands, er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja. Oddný Harðardóttir, iðnaðarráðherra, mun afhenda viðurkenningar og greina frá hvaða fyrirtæki hlýtur Vaxtasprotann 2012.

R

áðgjafafyrirtækið Sprettur heldur á morgun, 2. maí, ráðstefnuna „Lean Ísland 2012“ í Hörpu. Ráðstefnan mun fjalla um stjórnun og verður ein sú stærsta sinnar tegundar hér á landi á þessu ári. Í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar segir að úrval fyrirlesara verði með erindi

F þar sem aðaláherslan verður lögð á „Lean hugsun“, stjórnun og menningu. Á meðal fyrirlesara verður Dr. Jeffrey Liker, höfundur metsölubókarinnar The Toyota Way: 14 Management Principles from the World´s Greatest Manufacturer.

ramtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ) hefur falið fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingarbanka hf. að annast formlegt söluferli vegna fyrirhugaðrar sölu á öllu hlutafé Plastprents ehf. sem er í 100% eigu FSÍ. Í tilkynningu sem Framtakssjóður sendi á fjölmiðla segir að söluferlið sé opið öllum áhugasömum fjárfestum sem geta sýnt fram á fjárfestingagetu umfram 250 milljónir króna og búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu eða uppfylla skilyrði þess að geta talist

fagfjárfestar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.

H

átíðarhöld í tilefni af baráttudegi verkalýðsins verða haldin í dag undir slagorðinu „Vinna er velferð“ og verður hátíðarsamkomur og kaffisamsæti að finna á 37 stöðum á landinu. Í Reykjavík leggur kröfugangan af stað kl 13:30 frá Hlemmi undir öflugum lúðrablæstri Lúðrasveitar

verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svans. Útifundur hefst síðan á Ingólfstorgi að göngu lokinni kl 14:10. Stéttarfélögin bjóða flest til hefðbundins kaffisamsætis að göngu og útifundi loknum.


28 22maí 2012

Níu íslensk iðnfyrirtæki hafa tryggt sér danska hátæknivöru:

Nýr iðnaðarróbóti nemur land Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Danski róbótaframleiðandinn Universal Robots hefur hafið markaðssetningu á Íslandi á nýjum róbóta, eða þjark, sem nefnist UR10. Hann er að sögn framleiðanda í senn bæði sterkari og stærri en fyrri róbótar fyrirtækisins, en hann getur lyft allt að 10 kg. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Óðinsvéum í Danmörku, setti fyrsta róbóta sinn, UR5, á markað árið 2009 og er hann nú í notkun í 34 löndum, þar á meðal á Íslandi, en níu fyrirtæki í mjólkur- , lyfja- og sælgætisiðnaði hafa fjárfest í honum. „UR10 er hannaður eftir sömu forskrift og UR5, sem þýðir að hann er jafn sveigjanlegur og auðveldur í uppsetningu. Með honum er hægt að innleiða sjálfvirkni við verkefni sem fela í sér samsetningu eða tilflutning stærri og þyngri framleiðslueininga en áður. Sem dæmi má nefna hefur þýski bílaframleiðandinn BMW, sem hefur góða reynslu af notkun UR5, nú þegar tryggt sér fjölda UR10 róbóta og sama gildir um fjölmörg smá og meðalstór fyrirtæki í Evrópu,“ segir Stefán Þór Benediktsson, sölustjóri Plastco ehf. ,umboðsaðila Universal Robots á Íslandi. Að hans sögn fyllir UR10 ákveðið tómarúm á markaðinum en hann á það sameiginlegt með UR5 að ekki

er þörf á að skerma hann af á vinnustaðnum og því tekur hann lítið pláss í vinnslulínum iðnfyrirtækja. „Bæði UR5 og UR10 henta smáum

og meðalstórum fyrirtækjum í íslenskum iðnaði sem vilja nýta róbóta til að auka afköst og skilvirkni í framleiðslunni. Fyrirtækin þurfa þá

ekki að ráða til sín sérhæft starfsfólk til að stjórna róbótanum því mjög auðvelt er að stjórna þeim,” segir Stefán.

» „UR10 er hannaður eftir sömu forskrift og UR5, sem þýðir að hann er jafn sveigjanlegur og auðveldur í uppsetningu.“

KYNNING

Ferro Zink rekur starfsemi á Akureyri og í Hafnarfirði:

50 ára reynsla úr íslenskum málmiðnaði Fyrirtækið Sandblástur og Málmhúðun sf. var stofnað á Akureyri í febrúar 1960 af bræðrunum Jóhanni og Aðalgeiri Guðmundssonum. Fyrstu árin var fyrirtækið til húsa í gömlum leigubragga við Sjávargötu og þar voru helstu verkefnin sandblástur og sprautuzinkhúðun. Árið 1965 var fyrirtækið flutt í nýtt húsnæði við Árstíg 6 á Akureyri þar sem það er staðsett í dag. Eftir flutningana var framleiðslu bætt við starfsemina og var smíði ljósastaura stærsti hluti hennar, en sú smíði er enn veigamikill þáttur í starfsemi fyrirtækisins. „Uppbygging fyrirtækisins hélt síðan áfram þegar húsnæðið var stækkað um helming árið 1972 með byggingu kerskála þar sem heitzinkhúðun fer fram, en hann var síðan stækkaður árið 1988,“ segir Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Innflutningur á stáli hefst Árið 1989 hóf fyrirtækið innflutning á stáli og skömmu síðar var byggt lagerhúsnæði og nýr sandblástursklefi á lóðinni. „Lagerhúsnæðið var síðan stækkað um helming árið 1998 og þar fór fram heildsala og smásala með stál og ýmsar vörur tengdar málmiðnaði. Með kaupum á íþróttaskemmu sem stóð á aðliggjandi lóð, árið 1999, bætti fyrirtækið við verslun með ýmsar rekstrarvörur á Akur-

» Ferro Zink opnaði nýja verslun í mars síðastliðnum að Álfhellu í Hafnarfirði.

vegar í Hafnarfirði, í 2.500 fermetra húsnæði á 10.000 fermetra lóð að Álfhellu 12-14.

eyri. Í því húsnæði er einnig núverandi aðalskrifstofa fyrirtækisins, auk lagers fyrir ál og ryðfrítt stál,“ segir Helgi. Ferro Zink kemur til sögunnar Árið 1991 stofnuðu eigendur fyrirtækisins, í samvinnu við aðra að-

ila, heildsölufyrirtækið Ferro Zink hf. í Hafnarfirði, sem hefur frá upphafi einbeitt sér að innflutningi og sölu á stáli á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrirtækið Damstahl hf. var síðan keypt og sameinað rekstri Ferro Zink árið 2001. Þegar Ferro Zink var að fullu komið í

eigu Sandblásturs og Málmhúðunar hf. voru fyrirtækin sameinuð í ársbyrjun 2008 undir nafni Ferro Zink hf.“ Í dag fer starfsemi fyrirtækisins annars vegar fram í 3.500 fermetra húsnæði á 20.000 fermetra lóð að Árstíg 6 á Akureyri og hins

Opnuðu verslun með rekstrarvörur í Hafnarfirði „Um miðjan opnuðum við nýja verslun í húsnæði okkar að Álfhellu í Hafnarfirði. Í verslunum okkar á Akureyri og í Hafnarfirði er fjölbreytt úrval af ýmsum vörum fyrir iðnaðarmenn, og megináhersla lögð á málmiðnaðinn. Helstu vörur sem nefna mætti eru festingarvörur (boltar, rær, snittteinar, skrúfur, o.fl.), ýmsar rekstrarvörur, rafsuðuvörur, ýmis vinnufatnaður, verkfæri og margt fleira,“ segir Helgi að lokum.


SÁTT zebra

Sátt launafólks og atvinnurekenda er – og á að vera – verkefni sem aldrei lýkur. Saman stöndum við vörð um verðmætasköpun rekstursins og aðbúnað og kjör starfsfólksins. Sáttin er jafnvægislist sem byggir á fagmennsku beggja. Öflug samtök launafólks eru forsenda slíkrar sáttar. Sterk staða atvinnulífsins er það líka. Samstarf og samningar snúast um réttlæti, heiðarleika og traust. Við látum 1. maí ár hvert minna okkur á þann aflvaka sem fólginn er í samstöðu launamanna og varðstöðu þeirra um réttindi sín. Elkem Ísland sendir verkafólki um land allt baráttukveðjur í tilefni dagsins.

Elkem Ísland | Grundartanga | 301 Akranes | elkem@elkem.is | elkem.is


30maí 2012

Nemendur fá lista af verkefnum sem þeir þurfa að ljúka á hverri önn:

Verkefnabundið nám innleitt Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Vinna í olíuiðnaði freistar margra Vinna innan ólíuiðnaðarins í Noregi freistar stöðugt fleiri ungmenna. Það eru þá helst störf sem krefjast mikillar menntunar sem unga fólkið sækir í. Nýjustu tölur frá þessu ári sýna til dæmis að 25% fleiri sækjast eftir því að stunda nám í verkfræði og öðrum greinum sem gefa kost á vinnu við olíuna. Norska blaðið Aftenposten segir frá því að fjöldi þeirra sem sækjast eftir menntun sem nýtist innan olíuiðnaðarins hafi á þremur árum aukist um 61%. Farið úr 4.859 í 7.859. Hins vegar komast ekki allir að sem vilja, því skólarnir ráða ekki við þessa miklu ásókn. Staðreyndin er sú að það eru sex sinnum fleiri sem sækja um að komast í nám af þessu tagi, en komast að. Formaður félags tæknimenntaðs fólks, Marinne Harg, segir í samtali við norska útvarpið, NRK, að mikilvægt sé að auka tækifæri til náms sem tengist olíuiðnaðinum. Hún telur að eftirsókn eftir námi af þessu tagi skýrist af því að þar sé um mjög áhugaverð störf að ræða og þörf sé fyrir menntað starfsfólk á þessu sviði. Nú, þegar olíuleit kann að fara að hefjast á Drekasvæðinu, gæti sama þróun átt sér stað hér á landi.

Talsverðar breytingar verða á kennslufyrirkomulagi Raftækniskólans í haust þegar skólinn mun láta nemendur vinna að verkefnabundnu námi í stað þess að notast við hefðbundnar kennsluaðferðir. Í Raftækniskólanum eru kennd rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafvéla og rafveituvirkjun, ásamt grunnnámi rafiðna. „Í stuttu máli þýða breytingarnar að nemendur mæta í skólann og fá ákveðinn lista af verkefnum sem þarf að ljúka á hverri önn. Þá er ekki notast við hefðbundnar stundatöflur heldur verður skólinn að hálfgerðum vinnustað. Nemendur geta þá hagað framvindu sinni eftir hentugleika og reynslan hefur sýnt mönnum að þegar nemendur vinna að vel uppsettum og skipulögðum verkefnum þá gengur þeim yfirleitt betur að tileinka sér þau vinnubrögð sem nauðsynleg eru í þessum greinum,“ segir Valdemar Gísli Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans. Að hans sögn mun starfsfólk Raftækniskólans fara í breytingarnar nú í sumar og áætlað er að breyta húsnæði skólans í takt við nýjar áherslur. „Við erum í raun og veru að fylgja nýju framhaldsskólalögunum. Þegar þau voru gefin út fórum við starfsmenn Raftækniskólans að gera okkar skólanámskrá og í henni fylgdum við þeim lokamarkmiðum sem Starfsgreinaráð hafði sett fyrir sveinspróf í rafiðngreinum. Við leyfðum okkur að hugsa út fyrir rammann og ætlum að gera töluverðar breytingar á kennslufyrirkomulaginu.“ » Nemendur Raftækniskólans verða bráðlega lausir við stundatöflur.

Valdemar undirstrikar hins vegar að skólinn ætli að innleiða breytingarnar í smáum skrefum. Næstkomandi haust verður byrjað á nemendum á fimmtu önn í faggreinunum, rafvirkjun og rafeindavirkjun, og síðan verður öll kennsla eftir nýja fyrirkomulaginu innleidd á næstu tveimur árum. „Við erum eini skólinn af undirskólum Tækniskólans sem ætlar alla leið með þetta núna. Hins vegar þurfum við að vinna úr ýmsum málum áður en þetta gengur alveg í gegn. Þetta er allt á byrjunarreit og við erum ekki búin að reka okkur á allar hindranirnar, en við ætlum að láta reyna á þetta. Þegar upp verður

Þá er ekki notast við hefðbundnar stundatöflur heldur verður skólinn að hálfgerðum vinnustað. Nemendur geta þá hagað framvindu sinni eftir hentugleika. staðið verður hér kennsla þar sem nemendur vinna stór verkefni sem reyna á marga þætti námsins í stað þess að vera með margar aðskildar námsgreinar.“

i ðna ðarma ðu rinn : H ilmar Högnason, skó smí ðameistari :

Skósmiður frá 1974 » Hver er saga fyrirtækisins í stuttu máli? Við byrjuðum árið 1981 og höfum verið á fjórum stöðum síðan þá. » Hversu lengi hefur þú starfað í greininni? Frá árinu 1974. » Hefur fyrirtækið breyst mikið síðan það var stofnað? Já, fyrirtækið hefur vissulega breyst með komu nýrra efna og breyttra tíma. » Telur þú staðsetninguna í Smáralindinni vera góða? Já, alveg prýðisgóða.

» Hvað ertu með marga starfsmenn? Hér eru þrír starfsmenn í fullu starfi og einn í hlutastarfi » Hvernig gengur að reka lítið fyrirtæki á Íslandi í dag? Það er frekar erfitt. En við horfum samt með björtum augum til framtíðar. » Ertu með marga fastakúnna? Já mjög marga og skemmtilegt að segja frá því að þeir koma úr mjög breiðum aldurshópi. » Hafa viðskiptin aukist eftir hrun? Já, en af sama skapi hefur verið mikil uppsöfnun á skóm. En fólk passar betur upp á skóna sína og er tilbúið að eyða meira í þá í staðinn fyrir að kaupa nýja.

» Skóvinnustofan Skómeistarinn í Smáralind.


ÍSLENSKA/SIA.IS ALC 59485 04/12

Fyrir umhverfið

Létt, sterkt og náttúruvænt Ál gefur okkur einstaka möguleika þegar kemur að hönnun mannvirkja. Sem byggingarefni býður það upp á nýjar leiðir við að nýta dagsbirtu og samspil ljóss og skugga. Segja má að í álinu sameinist notagildi og glæsileiki. Burðarvirki úr áli koma sér vel þegar byggingar þurfa að falla vel að umhverfinu. Slík hönnun opnar jafnframt ýmsar leiðir til bættrar orkunýtingar. Ekki má gleyma því að ál er endurvinnanlegt og hægt að byggja úr því aftur og aftur.

www.alcoa.is

Fyrir samfélagið, umhverfið og komandi kynslóðir.


Iðnaðarblaðið 3. tbl. 2012  

Þjónustumiðill iðnaðarins

Advertisement