Page 1

1. tbl. 14. árg. 2008. STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Börn með krabbamein - 1


HU G S A ÐU V EL U M H Ú Ð IN A

EFNISYFIRLIT Gaman í Gautaborg

BLS. 5

Krabbamein í börnum og unglingum

BLS. 8 Aðalfundur SKB

BLS. 10

Berglind á námskeiði

BLS. 13

• Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu þurra húð.

Danmerkurferð ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI

Einungis 100% hreinar náttúruvörur fyrir barnið þitt Vörur sem eru hvorki ofnæmisvaldandi né ertandi og innihalda íslenskar, handtíndar lækningajurtir Nærandi Morgunfrúarolía Einstaklega mild og góð líkamsolía fyrir börn og fullorðna. Viðheldur réttu rakastigi, dregur úr kláða og ertingu og veitir vellíðan. Má nota eftir þörfum. Inniheldur m.a. morgunfrú, myrru, baldursbrá, blágresi, jasmín og lofnarblóm.

Undrakrem Milt, fjölvirkt krem sem kemur jafnvægi á húðina. Gott á þurra og viðkvæma húð, brunasár, psoriasis, exem og mörg önnur húðvandamál. Má nota á andlit og líkama eins oft og þurfa þykir. Inniheldur m.a. vallhumal, morgunfrú, rauðsmára og hlaðkollu. Að sjálfsögðu eru vörur Purity Herbs án allra aukaefna (ss. Paraben, litarefna og ilmefna).

Furuvöllum 5, 600 Akureyri, sími 462 3028 2 - Börn með krabbamein

www.purityherbs.is

Þú færð vörurnar frá Purity Herbs í Heilsuhúsunum, Blómaval, Heilsubúðinni Hfj. , apótekum og sölustöðum um land allt.

BLS. 14

Tónleikar

BLS. 16 Stuðningshópar SKB

BLS. 19 Lúlli

BLS. 28 Til fé­lags­manna: Hér með er ósk­að eft­ir því að fé­lags­menn, ung­ir sem gaml­ir, sendi blað­inu efni. Einnig eru all­ar ábend­ing­ar um efni vel þegn­ar. Haf­ið sam­band við skrif­stof­una að Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi. Sím­inn er 588 7555. Opið alla virka daga kl. 8-16. ÚT­GEF­ANDI: Styrkt­ar­fé­lag krabba­meins­sjúkra barna, Hlíðasmári 14 201 Kópavogur, Sími 588 7555, Fax 588 7272, Netfang: skb@skb.is, Heimasíða: http://www.skb.is, ISSN 1670-245X. RIT­STJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Óskar Örn Guðbrandsson. RITNEFND: Helgi Þór Gunnarsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir. STJÓRN SKB: Gunnar Ragnarsson formaður, Bryndís Hjartardóttir, Benedikt Gunnarsson, Gréta Ingþórsdóttir og Hrafnhildur Stefánsdóttir. VARA­STJÓRN: Einar Þór Jónsson, Stefán Ólafsson, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir og Erlendur Kristinsson. Ritnefnd: Gréta Ingþórsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir. Myndir: Óskar Örn Guðbrandsson, Gunnar Jónsson, Jón Yngvason, Hjörtur Guðnason, Gamanmyndir – Kristín Couch, myndasafn Morgunblaðsins – Friðrik Tryggvason og myndasafn SKB. FORSÍÐUMYND: Páll Stefánsson. UMBROT: A-fjórir - Hjörtur Guðnason. PRENT­UN: THINK á Íslandi ehf.

KÆRI LESANDI Starf SKB hefur verið einstaklega öflugt síðastliðið ár eins og glögglega sést á efni þess blaðs sem þú hefur nú í höndum. Félagslegi hluti starfsins hefur vaxið stöðugt og hefur starf unglingahópsins verið þar einna fyrirferðarmest. Í vetur hefur starf foreldrahóps um síðbúnar afleiðingar verið mjög öflugt. Vinnuhópur um þau mál hefur fundað að jafnaði einu sinni í mánuði og hefur hópurinn haldið tvö vel heppnuð fræðslukvöld í vetur. Ljóst er að þau mál sem tengjast síðbúnum afleiðingum eru að verða eitt af stærstu baráttumálum SKB og er mikill hugur í forsvarsmönnum félagsins að vinna þau mál með eins markvissum hætti og mögulegt er. Starf vinnuhópsins hefur verið leitt af Þorsteini Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, og hefur hann nýlega skilað stjórn þess skýrslu um starf hópsins. Sú skýrsla verður stjórninni dýrmætt veganesti í þeirri baráttu sem framundan er í þessum málum. Vil ég færa Þorsteini sem og öðrum í vinnuhópnum kærar þakkir fyrir greinargóða skýrslu með von um að áframhald verði á því góða starfi sem hópurinn hefur unnið fram að þessu. Annað stórt baráttumál hjá SKB eru skólamál langveikra barna og er unnið að þeim í samstarfi við stjórn Umhyggju og skólanefnd Umhyggju. Skólamálunum verða gerð ítarleg skil í næsta félagsblaði SKB. Í vetur hefur starfsemi skrifstofunnar litast nokkuð af breytingum sem ráðist var í á húsnæði félagsins í Hlíðasmára 14. Framkvæmdum er nú að ljúka og hefur starfsemin þegar verið flutt aftur í nýja og glæsilega aðstöðu. Er það von okkar að félagsmenn og velunnarar félagsins komi í heimsókn til okkar á opnu húsi þegar framkvæmdum verður endanlega lokið og að sjálfsögðu eru allir velkomnir í heimsókn á almennum opnunartíma skrifstofunnar. Miklar breytingar urðu á stjórn félagsins á aðalfundi í febrúar sl. og er gerð grein fyrir þeim hér í blaðinu. Mig langar til að þakka sérstaklega fráfarandi stjórnarmönnum fyrir gott samstarf og góð kynni. Ljósmyndir eru fyrirferðamiklar í blaðinu að venju. Tvær frábærar uppákomur ber hæst, annarsvegar árshátíðarferð unglingahóps og hinsvegar árlega skemmtiferð félagsmanna með Icelandair. Undirbúningur sumarhátíðar SKB er nú í fullum gangi og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna á hátíðina sem verður í Smáratúni í Fljótshlíð 25.-27. júlí nk. Góðar stundir, Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri SKB.

Börn með krabbamein - 3


Gaman í Liseberg 17. maí sl. fóru um 190 félagsmenn úr SKB í skemmtiferð til Liseberg í Gautaborg með Icelandair. Icelandair stendur að baki Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, meðal annars með því að skipuleggja og standa straum af kostnaði við árlega skemmtiferð Tæplega eitthundrað krabbameinssjúk börn, auk nánustu aðstandenda, læknis og hjúkrunarfræðings, eða samtals um 190 manns, heimsóttu þennan stærsta skemmtigarð Norðurlanda í árlegri skemmtiferð Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Icelandair laugardaginn 17 maí. Börnin sem fóru í ferðina eru á bilinu hálfs árs til átján ára en flest eru er á aldrinum fimm til tíu ára. Hópurinn lagði í hann eldsnemma á laugardagsmorgni og kom til Gautaborgar snemma dags. Boeing 757 flugvél Icelandair beið a flugvellinum á meðan börnin og fjölskyldur þeirra skemmtu sér í garðinum og var hópurinn

kominn aftur heim til Íslands klukkan átta um kvöldið. „Það er afar dýrmætt fyrir börnin og fjölskyldur þeirra að finna að þau eru ekki ein í baráttunni. Mörg þessara barna eru nýkomin úr krabbameinsmeðferð eða eru enn í mjög strembinni meðferð. Svona ferð gefur þeim möguleika á því að skipta um umhverfi, gleyma sér og hugsa um eitthvað allt annað en sjúkdóminn í einn dag,” segir Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, um ferðina í skemmtigarðinn Liseberg. Tvöhundruð og þrjátíu fjölskyldur eru í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og segir Óskar félagið fyrst og fremst vera fjölskyldufélag. „Það sterkasta við SKB er að fólk sem er í svipuðum aðstæðum kynnist og fær stuðning hvert hjá öðru. Fyrir okkur er mjög dýrmætt að finna fyrir svona áþreifanlegum stuðningi eins og við gerðum í þessari ferð.

Við þökkum fólkinu hjá Icelandair sem skipulagði ferðina og flutti okkur að heiman og heim. Einnig viljum við þakka Nóa Síríusi, Vífilfelli, Innnesi, Stöð 2, Saga Film, Myndformi og Odda en þessi fyrirtæki gáfu krökkunum litabækur og sælgæti og lögðu til skemmtiefni í ferðinni. Þetta gekk allt rosalega vel. Krakkarnir skemmtu sér vel og voru brosandi alla leiðina heim,“ segir Óskar. Liseberg-skemmtigarðurinn var opnaður árið 1923. Hann er stærstur slíkra garða á Norðurlöndum og hefur verið kosinn einn af tíu bestu skemmtigörðum heims. Þrjár milljónir manna heimsækja garðinn árlega og er eitt aðalaðdráttaraflið þar á bæ rússíbaninn Baldur, stærsti viðarrússíbani heims. Teitur Þorkelsson, Icelandair.

Gautaborgar „Eigum við að fara í þetta tæki?“ Anna Þórdís, Sigrún og Berglind velta málum fyrir sér.

Ljósmyndir: Kristín Couch frá Gamanmyndum - www.gamanmyndir.is

SKB krakkar fengu að skoða flugstjórnarklefann á leiðinni til Gautaborgar. Elsebeth og Kristín Ísold nýttu tækifærið og höfðu gaman af.

4 - Börn með krabbamein

Skemmtiferð til

Sigrún og Berglind Jónsdætur létu sig vaða…

Börn með krabbamein - 5


Þessi litli tígrisdrengur var sofnaður einni mínútu eftir þessa myndatöku.

Mæðginin Kristín og Birgir.

Jón, Margrét, Jón Dan og Arnar Freyr.

Erna, Kári Örn, Hinrik og Halla Margrét voru ánægð með daginn. Bryndís, Dagur Þór og Helgi Þór gáfu sér tíma fyrir myndatöku.

Einar fararstjóri með ránsfenginn.

6 - Börn með krabbamein

Börn með krabbamein - 7


Margar tegundir krabbameinslyfja

Krabbamein í börnum og unglingum

Krabbameinslyfjameðferð Krabbameinslyfjameðferð felst í því að barninu eru gefin frumueyðandi 8 - Börn með krabbamein

lyf. Þau hafa mest áhrif á frumur í vexti. Frumurnar deyja eða þær missa hæfileikann til að skipta sér og fjölga sér, vegna þess að truflun verður á frumumynduninni. Lyfin berast með blóðrásinni um líkamann, hvort sem þau eru gefin í æð, vöðva eða í töfluformi. Þess vegna hafa þau ekki einungis áhrif á krabbameinsfrumurnar, heldur einnig á aðrar frumur í líkamanum. Þetta á aðallega við um frumur sem skipta sér ört, t.d. frumur í beinmerg, í slímhúð meltingarvegarins, í kynkirtlum eða hársverði. Áhrifin á þessar frumur eru tímabundin, þar sem þær munu síðar endurnýja sig. Til eru margar tegundir krabbameinslyfja sem vinna á mismunandi hátt á krabbameinsfrumunum. Þess vegna getur reynst nauðsynlegt að gefa fleiri en eitt lyf í einu. Lyfin eru notuð á mismunandi hátt, eftir því hvaða krabbamein er verið að meðhöndla. Algengast er að

gefa lyfin í æð en stundum eru teknar töflur, sprautað í vöðva, undir húð eða í vökvarýmið umhverfis mænuna. Í sumum tilvikum eru fleiri en ein leið notaðar. Einstaklingsbundið er hversu oft og hve lengi lyfin eru gefin og hversu langur tími líður á milli lyfjagjafa. Hver lyfjagjöf getur staðið í nokkrar mínútur, klukkustundir eða nokkra daga í einu. Algengt er að gefa lyfin með 3–4 vikna millibili frá 3 mánuðum upp í 2 ár, eftir sjúkdómi. Oftast er byrjað á meðferðinni á legudeild en síðan er hægt að koma á dagdeild eða á göngudeild. Sigrún Þóroddsdóttir, hjúkrunarfræðingur krabbameinsteymis á Barnaspítala Hringsins. Ljósmynd: Hjörtur Guðnason

Á Íslandi greinast 10-12 börn undir 18 ára aldri með krabbamein árlega og er það svipað hlutfall og annars staðar á Vesturlöndum. Ef frá eru talin slys þá er krabbamein algengasta dánarorsök barna á Vesturlöndum. Algengustu krabbamein í börnum eru hvítblæði og heilaæxli en þessar tvær tegundir ná yfir rúmlega helming allra krabbameinstilfella í börnum. Aðrar krabbameinstegundir sem finnast í börnum eru t.d. eitlaæxli, beinæxli og fósturvefsæxli. Meðhöndlun krabbameins í börnum og unglingum felst fyrst og fremst í lyfjameðferð, skurðaðgerðum og geislameðferð. Hægt er að meðhöndla með þessum aðferðum hverri fyrir sig eða saman. Algengast er að nota lyfjameðferð.

Börn með krabbamein - 9


Aðalfundur

Aðalfundur Aðalfundur SKB var haldinn 28. febrúar sl. í Holtasmára 1. Góður andi var á fundinum og ljóst af skýrslu formanns, sem var ítarleg og greinargóð, að starfsemi félagsins er í góðum farvegi. Í upphafi máls síns bað formaður fólk um að rísa úr sætum og minnast þeirra barna sem létust úr krabbameini á árinu með mínútu þögn. Í skýrslu formanns kom m.a. fram að alls greindust 18 börn með krabbamein á síðasta ári, að meðtöldum endurgreiningum. Í meðalári greinast 10-12 börn. Að meðaltali látast 1-2 börn á ári vegna krabbameins en á árinu 2007 létust 5 börn. Formaðurinn minntist einnig á útgáfumál SKB þar sem m.a. kom fram að á undanförum misserum hefur verið unnið að þýðingu á bók sem er nokkurs konar handbók fyrir unglinga með krabbamein og heitir „Kökur og krabbamein“. Hún er skrifuð af 14 ára breskri stúlku sem gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð. Bókin er mjög áhugaverð og von er á útgáfu hennar á næstu vikum. Í lok máls síns sagði formaður SKB: „Ég sé ekki betur en að félagið okkar sé í góðum farvegi og framtíð þess björt. En ef ekki kæmi til velvild þjóðarinnar gæti SKB ekki staðið undir því sem það gerir og framkvæmir fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra í dag. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að starfi SKB og vil ég þakka þeim öllum fyrir þeirra störf. Að lokum vil ég þakka Óskari, Jóhönnu og Elísu, starfsfólki á skrifstofu SKB, fyrir þeirra starf. Þeim Alberti Sævari, Helga Jónsyni, Sverri Kaaber og Ingibjörgu Óðinsdóttur, 10 - Börn með krabbamein

vil ég einnig þakka fyrir setu í stjórn félagsins og einnig því nefndarfólki sem hefur ákveðið að taka sér frí frá nefndarstörfum.“ Ingibjörg Óðinsdóttir, fráfarandi gjaldkeri, gerði á aðalfundinum grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir án athugasemda. Mikil vinna hefur verið lögð í það undanfarið ár að færa ýmsa hluti er tengjast fjármálum félagsins í nútímalegra horf og ber þar hæst innleiðingu innheimtukerfis sem hefur stórbætt skil á greiðslum fyrirtækja fyrir styrktarlínur í blað félagsins. SKB hefur ekki lagt út í stórar fjáraflanir á undanförnum árum utan þeirra sem eru árlegar; svo sem félagsblöð, jóla- og minningakort. Gunnar Ragnarsson sem hefur verið formaður félagsins frá árinu 2005 gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Staðfestu fundarmenn umboð hans með lófaklappi og risu allir úr sætum honum til heiðurs. Alls ákváðu fjórir einstaklingar að láta af stjórnarstörfum að þessu sinni en það voru þau Ingibjörg Óðinsdóttir, Sævar Guðmundsson, Helgi Þór Gunnarsson og Sverrir Kaaber. Þeim eru þökkuð góð störf í þágu félagsins. Átta voru í framboði til aðalstjórnar en þar sitja fjórir auk formanns. Eftirtaldir voru efstir í kjörinu og taka því sæti í aðalstjórn: Benedikt Gunnarsson, Bryndís Hjartardóttir, Gréta Ingþórsdóttir og Hrafnhildur Stefánsdóttir. Aðrir sem voru í kjöri taka sæti í varastjórn en það eru Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir, Erlendur Kristinsson og Stefán Ólafsson. Auk þeirra gaf Einar Þór Jónsson kost á sér í varastjórn og var sjálfkjörinn.

Fundarstjóri á fundinum var Einar Þór Jónsson og fundarritari Sverrir Kaaber. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn þriðjudaginn 4. mars þar sem m.a. var tekin ákvörðun um verkaskiptingu stjórnar. Gunnar Ragnarsson var kjörinn formaður á aðalfundinum en að öðru leyti ákvað stjórn að skipta með sér verkum sem hér segir: Varaformaður: Bryndís Hjartardóttir Gjaldkeri: Benedikt Gunnarsson Ritari: Gréta Ingþórsdóttir Meðstjórnandi: Hrafnhildur Stefánsdóttir Nú er í fyrsta skipti í sögu félagsins jafnt kynjahlutfall í aðal- og varastjórn var því fagnað sérstaklega á fundinum. Á þessum fyrsta fundi nýrrar stjórnar var einnig skipað í starfsnefndir innan stjórnar og ákveðið að þrjár nefndir yrðu settar af stað nú þegar og stefnt á að þær yrðu virkar allt starfsárið, auk þess sem framkvæmdastjórn starfi með sama hætti og undanfarið ár. Nefndirnar sem hófu störf strax í mars voru skipaðar sem hér segir: Fjármál, lög og reglugerðir Benedikt Gunnarsson (formaður nefndar) Dagný Guðmundsdóttir Stefán Ólafsson Félags- og þjónustumál: Bryndís Hjartardóttir (formaður nefndar) Anna Þórdís Guðmundsdóttir Einar Þór Jónsson Spítala- og réttindamál: Gréta Ingþórsdóttir (formaður nefndar) Erlendur Kristinsson Hrafnhildur Stefánsdóttir Framkvæmdastjórn: Gunnar Ragnarsson Benedikt Gunnarsson Óskar Örn Guðbrandsson

SKB

Stjórn SKB að loknum aðalfundi í febrúar 2008. F.v. Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Benedikt Gunnarsson, Bryndís Hjartardóttir, Einar Þór Jónsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Erlendur Kristinsson, Dagný Guðmundsdóttir, Gunnar Ragnarsson og Stefán Ólafsson. Gréta Ingþórsdóttir er einnig í stjórn.

Börn með krabbamein - 11


Gjafir til Barnaspítalans Í tilefni af alþjóðadegi krabbameinssjúkra barna, sem er 15. febrúar ár hvert, hefur SKB fært Barnaspítala Hringsins ýmislegt fyrir veik börn sem þar dvelja, foreldra þeirra og aðra aðstandendur. Félagið hefur m.a. gefið fullkominn fjarkennslubúnað, hægindastóla og húsgögn í foreldraherbergi.  Ávallt er reynt að líta til þess hvað vantar hverju sinni og samstarf haft við starfsfólk spítalans um hver þörfin er.   Í fyrra var ákveðið að gefa spítalanum 5 veggsjónvörp og 5 DVD-spilara og voru þau tæki sett upp í einstaklingsstofum á deild 22E en það er einmitt á þeirri deild sem flest krabbameinssjúk börn dveljast meðan á meðferð þeirra stendur.  Í ár var ákveðið að klára að nútímavæða sjónvarpskost deildarinnar og voru gefin 8 veggsjónvörp og 8 DVD-spilarar, tvö sett á hverja tvímenningsstofu. Gunnar Ragnarsson, formaður SKB, afhenti Snjólaugu Sigurbjörnsdóttur

deildarstjóra á 22E tækin og voru hjúkrunarfræðingar og læknar deildarinnar viðstaddir. Árlega greinast um 250 þúsund börn í heiminum með krabbamein. Árangri meðferðar hefur fleygt fram á undanförnum árum og þar sem árangur er bestur má ætla að 70-80% barnanna læknist af sjúkdóminum og meðferð. Slíkur árangur næst þó ekki í öllum löndum. Á Íslandi greinast að meðaltali 10-12 börn árlega með krabbamein. Ísland hefur tekið þátt í norrænu samstarfi um meðferð og rannsóknir á krabbameinsveikum börnum. Árangur meðferðar á Íslandi er mjög góður og fyllilega sambærilegur við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar, þökk sé vel menntuðu og hæfu fagfólki, læknum og hjúkrunarfólki.

Framkvæmdir á skrifstofu SKB

Gunnar Ragnarsson og Snjólaug Sigurbjörnsdóttir.

Mömmuhópur SKB Þegar börn eru í krabbameinsmeðferð gefst foreldrum oft lítill tími til að spjalla við foreldra annarra barna í sömu sporum. Þeir mætast á göngum spítalans, oftast á hlaupum, og hafa sjaldan tækifæri til að tala saman. Það

var einmitt á göngum spítalans sem hugmyndin að mömmuhópi SKB varð til. Ákveðið var að senda tölvupóst til mæðra barna í meðferð og boða þær á fund á skrifstofu félagsins. Fyrsti fundurinn var haldinn haustið

Mömmuhópur SKB sá um skipulagningu vetrarfagnaðar.

2005 og mættu nokkrar mömmur sem þá voru með börn í meðferð. Síðan er búið að halda fundi fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar allt árið um kring. Ekki er nein formleg dagskrá á fundunum, markmiðið er að eiga notalega kvöldstund saman. Starfsemi hefur verið að þróast og hefur nú verið ákveðið að gefa öllum mömmum innan félagsins kost á að vera með. Um leið og húsnæði SKB verður tilbúið verður boðað til þess fundar. Með kveðju, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, gsm: 6991128 og Kristín Gyða Njálsdóttir gsm: 8973883.

12 - Börn með krabbamein

Sjónvarpshornið á skrifstofu SKB verður án ef vel nýtt af unglingahópi félagsins

Á haustdögum 2007 tók þáverandi stjórn SKB ákvörðun um að leggja í umfangsmiklar breytingar á skrifstofu félagsins. Félagið flutti inn í núverandi skrifstofuhúsnæði sitt í Hlíðasmára á árinu 2001 og hafði viðhald verið í lágmarki þar til nú og því var orðið mjög aðkallandi að laga húsnæðið að breyttum og nútímalegri þörfum. Arkitektastofan Úti Inni með Jón Þór Þorvaldsson arkitekt í broddi fylkingar var fengin til að koma með tillögur um úrbætur. Framkvæmdir hófust í febrúar sl. og flutti félagið þá starfsemi skrifstofunnar yfir í Holtasmára 1 (hús Hjartaverndar). Byggingastjóri var fenginn til verksins og hefur Jóhann Hauksson trésmiður sinnt því verki af

einstakri prýði og haldið frábærlega vel utan um það. Þessa dagana er framkvæmdum að ljúka og hafa starfsmenn skrifstofunnar unnið að því síðustu vikur að koma sér fyrir við nýjar og glæsilegar aðstæður í Hlíðasmáranum. Stefnt er á að endurbótunum ljúki endanlega í júní og verður formleg opnun skrifstofunnar auglýst vel á meðal félagsmanna um leið og framkvæmdum lýkur. Eitt af því sem lagt var upp með við undirbúning breytinganna var að ná sem bestri nýtingu út úr því góða rými sem til staðar var og telja forsvarsmenn félagsins að þeim markmiðum hafi verið náð fullkomlega. Aðstaðan fyrir félagsfundi og aðrar samkomur félagsins

er nú til fyrirmyndar og hefur aðstaðan fyrir kvöldvökur unglingahóps til að mynda batnað til muna. Einnig er nú í húsnæðinu sérstakt viðtalsherbergi sem fyrst og fremst er hugsað til að mæta þörf fyrir lokað rými einkaviðtala félagsmanna, t.d. við félagsráðgjafann okkar. Það er von starfsmanna og stjórnarmanna félagsins að sá góði andi sem verið hefur í Hlíðasmáranum haldist og eflist enn frekar og viljum við hvetja félagsmenn til að kíkja í kaffi og líta um leið á þessa frábæru aðstöðu sem félagið hefur nú skapað sér. Þeim sem það gera er bent á að nú er gengið inn vestanmegin, þ.e. á þeirri hlið hússins sem er fjær Reykjanesbrautinni. Börn með krabbamein - 13


Gaman í Köben

Það var eldsnemma í morgunsárið mánudaginn 14. apríl sl. að allir mættu á BSÍ til að taka rútuna út á flugvöll. Mikil spenna var í hópnum og mikill ferðahugur í krökkunum og foreldrum sem fóru með sem fararstjórar. Ferðinni var heitið til kóngsins Kaupmannahafnar í árshátíðarferð Unglingahóps SKB. Samtals voru í hópnum 15 unglingar og 5 foreldrar, ásamt hjúkrunarfræðingi. Lent var í Kaupmannahöfn um hádegisbilið þar sem Dögg, Dagný og Hulda, umsjónarmenn hópsins, tóku á móti honum og við tók viðburðaríkur dagur. Haldið var upp á hótel til að koma sér fyrir og síðan var farið í skoðunarferð um borgina. Einar, pabbi hans Óla, leiddi hluta hópsins í skoðunarferð og var meðal annars farið á “Believe it or not”-safnið og rölt um söguleg stræti Kaupmannahafnar. Sumir voru áhugasamari en aðrir að fara að versla og fóru þeir í Fields, RISASTÓRA verslunarmiðstöð út á Kastrup með öllu tilheyrandi. Hópurinn borðaði saman um kvöldið á Jensen´s Bøfhus, sem er í grennd við Tívolíið. Þar var farið yfir viðburði dagsins og allir fóru síðan snemma í háttinn til að vera vel út hvíldir fyrir næsta dag.

Daginn eftir rann upp stóri dagurinn. Þá vöknuðu allir og borðuðu dýrindis morgunverð á hótelinu áður en haldið var í Tívolíið. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í Danmörku bauð Unglingahópnum að koma í Tívolíið og skemmta sér með dönskum krökkum daginn fyrir opnunardag garðsins en það er árlegur viðburður þar. Hópurinn skemmti sér konunglega. Hlaupið var á milli tækja, enda frítt í flest þeirra. Stóri kínverski rússíbaninn vakti sérstaka lukku og ekki má gleyma gyllta fallturninum þar sem maður sér yfir alla borgina. Eftir skemmtilega tívolíferð var farið í “Build a bear” þar sem hægt er að búa til sinn eigin bangsa. Margir nýttu sér það og fóru heim með bangsa eða kanínur í margs konar útfærslum. Um kvöldið var farið út að borða á ítalskan veitingastað sem heitir Italianos þar sem var búið að dekka upp langborð fyrir hópinn. Þar var snædd þríréttuð máltíð, enda var þetta árshátíðardagurinn okkar. Eftir matinn var haldin skemmtileg kvöldvaka heima á hótelinu. Þar var hverjum og einum afhent viðurkenning fyrir frammistöðuna í vetur. Síðan voru krakkarnir með skemmtiatriði sem þau

höfðu undirbúið sjálf. Þau skemmtu sér vel og var mikið hlegið. Allir fóru sáttir og glaðir að sofa eftir frábæran dag. Síðasti dagurinn í ferðinni rann upp bjartur og fagur, miðvikudagurinn 16. apríl. Fyrir höndum var flugið heim seinnipart dagsins en áður ætluðu allir að nota tímann til að versla lítið eitt. Sumir fóru á Strikið en aðrir í verslunarmiðstöðina Fields. Allir þurftu að vera komnir út á flugvöll tveimur til þremur tímum fyrir brottför. Lent var heima á Íslandi á níunda tímanum um kvöldið og voru allir glaðir vera komnir heim á Klakann heilu og höldnu. Ferðin var vel heppnuð í alla staði og gekk mjög vel fyrir sig. Unglingarnir voru hæstánægðir með ferðina sem hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna áhuga og dugnaðar þeirra sjálfra. Fararstjórarnir stóðu sig með mikilli prýði og leystu öll þau vandamál sem upp komu fljótt og vel. Umsjónarmenn Unglingahópsins þakka innilega fyrir skemmtilega ferð og frábært samstarf í vetur. Sjáumst á sumarhátíðinni. ÁFRAM UNGLINGAHÓPURINN! Með kærri kveðju, Dögg, Dagný og Hulda.

Alexander, Ólafur, Þórir og Auður á leið upp í óvissuna.

14 - Börn með krabbamein

Danmerkurferð Unglingahóps

Hulda Hjálmarsdóttir, Dagný Gunnarsdóttir og Dögg Gunnarsdóttir eru umsjónarmenn unglingastarfs SKB.

Unglingahópur SKB fyrir utan Tívolí í Kaupmannahöfn.

Alexander Lárusson, Jóhann Bjarni Þorsteinsson og Páll Axel Gunnarsson prúðbúnir á árshátíðarkvöldverði í Kaupmannahöfn.

Börn með krabbamein - 15


Alltaf sama stuðið…

Tónleikar í Háskólabíói Árlegir tónleikar til styrktar SKB voru haldnir í Háskólabíói í 20. janúar sl. Fyrir tónleikana höfðu alls safnast 22 milljónir króna á fyrri tónleikum. Á tónleikunum nú bættust svo við 2,4 milljónir og samtals eru þetta því um 24,4 milljónir sem safnast hafa á 9 árum. Daginn fyrir tónleikana í janúar fékk Einar Bárðarson, skipuleggjandi þeirra, svo skemmtilegt símtal frá velunnara SKB sem bætti 600.000 krónum við og náði heildarupphæðin þar með 25 milljónum króna. Þar að auki fékk SKB afhenta ávísun frá hljómsveitinni Klaufunum en greiðsluna höfðu þeir fengið frá RÚV eftir ágreining um þóknun fyrir tónleikahald. Það er orðinn árviss viðburður að framvarðasveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og stilli saman strengi til stuðnings Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Tónleikarnir voru fyrst haldnir árið 1998 og var þá stórkaupmaðurinn Jóhannes Jónsson kynnir. Sömu styrktaraðilar hafa unnið að málinu frá upphafi en það eru Bylgjan, Stöð 2, EB hljóðkerfi og Concert. Stefnt er að því að næstu tónleikar verði enn veglegri en áður og er Einar Bárðarson þegar byrjaður að skipuleggja þá til að það markmið náist með glæsilegum hætti.

Nylon-flokkurinn hefur ávalt verið öflugur stuðningsaðili SKB.

Birgitta, Jogvan og Friðrik Ómar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.

Ljósmyndir: Friðrik Tryggvason/MBL. Hara systur í góðum fíling á tónleikunum

16 - Börn með krabbamein

Börn með krabbamein - 17


Unglinganámskeið

Angi, unglingahópurinn, mömmuhópurinn.

Námskeið hjá Dale Carnegie SKB gerði í vetur samkomulag við Dale Carnegie um að bjóða ungu fólki úr félaginu að taka þátt í námskeiðum fyrirtækisins. Annars vegar er um að ræða svokölluð ungmennanámskeið fyrir 13-22 ára og hins vegar almenn námskeið fyrir þá sem hafa náð 22 ára aldri. Stjórn félagsins ákvað að fara í þetta verkefni með myndarlegum hætti og greiða allt námskeiðsgjaldið fyrir sína félagsmenn en það var þó bundið við þá félagsmenn sem höfðu fengið krabbamein sem börn. Hátt í 15 félagsmenn úr SKB tóku boðinu fagnandi og fengu frábæra þjálfun hjá þessu góða fyrirtæki, þjálfun sem mun án efa hjálpa viðkomandi

einstaklingum að fóta sig í lífinu eftir erfiða veikindabaráttu. Dagný Guðmundsdóttir ræddi við Berglindi Jónsdóttur, 17 ára, sem sótti unglinganámskeiðið. Nú hefur þú nýlokið námskeiði hjá Dale Carnegie. Ertu snjöll í mannlegum samskiptum? Já, ég er betri. Hvað þarf maður að kunna til að vera góður í mannlegum samskiptum? Vera umfram allt skemmtileg. Er Dale Carnegie ekki bara skyndilausn svona eins og andlegur megrunarkúr?

Nei, alls ekki. Maður lærir að læra. Ég held að ég hefi þroskast við þetta. Ef ég léti þig hafa töfrasprota. Hverju myndir þú breyta í fari fólks? Ég myndi gera alla jákvæðari. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera til? Geta notið þess að vera með vinum og fjölskyldunni minni. Þetta blað er lesið af þúsundum Íslendinga. Hvað viltu segja við lesendur að lokum? Taka meiri áhættu í lífinu. Þá verður allt skemmtilegra.

SKB Stuðningshópar

Berglind Jónsdóttir félagsmaður í SKB tók þátt í námskeiði hjá Dale Carnegie. Frá upphafi hefur starf Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna m.a. byggst á öflugum félagslegum stuðningi þar sem stuðningshópar hafa gegnt veigamiklu hlutverki. Fátt er eins mikilvægt, þegar fólk lendir í þeirri stöðu að vera með mikið veikt barn, og að hafa aðgang að öðrum sem hafa reynt það sama – að upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Á undanförnum misserum hefur stjórn SKB lagt nokkra vinnu í að skilgreina hlutverk stuðningshópa félagsins með skýrum hætti og er þeirri vinnu ekki enn lokið. Þó er ljóst að um starf slíkra hópa þurfa að vera eins fáar og skýrar reglur og mögulegt er og að markmið þeirra sé fyrst og fremst að veita félagsmönnum stuðning í sem fjölbreyttustu formi, bæði á jafnréttisgrundvelli, þar sem fólk miðlar af eigin reynslu, sem og með aðkomu fagaðila. Á undanförum árum hafa þrír stuðningshópar fyrst og fremst fest sig í sessi meðal félagsmanna en það eru mömmuhópurinn, unglingahópurinn og Angi – stuðningshópur foreldra sem misst hafa börn úr krabbameini. 18 - Börn með krabbamein

Síðastliðið ár hefur foreldrahópur um síðbúnar afleiðingar verið mjög öflugur í starfi sínu þar sem lagðar hafa verið línur fyrir þau baráttumál sem einna efst eru á baugi hjá SKB í dag. Nú þarf hinsvegar að skoða það hvort ekki sé ástæða til að gera tilraunir með að hafa samkomur, með sama hætti og gert er í mömmuhópi, þar sem foreldrar barna sem glíma við síðbúnar afleiðingar geti komið saman og borið saman bækur sínar. Einnig hefur umræða um fleiri stuðningshópa eins og pabbahóp, systkinahóp og jafnvel ættingjahóp (þar sem afar, ömmur og aðrir nákomnir fá fræðslu) af og til skotið upp kollinum og verður það skoðað næsta vetur að koma slíkum hópum af stað. Starf Anga hefur verið með minna móti síðastliðin tvö ár en þó er ljóst að þörfin á slíkum stuðningshópi er mikil og er stjórn félagsins nú að leggja í vinnu við að koma þessum hluta starfsins í skikkanlegt horf. Þrír einstaklingar úr stjórn félagsins hafa tekið að sér að leiða starf Anga í samstarfi við Elísu Halldórsdóttur félagsráðgjafa. Í byrjun

júní var haldin samverustund þar sem lögð var áhersla á að ná til foreldra sem misst hafa börn úr krabbameini sl. 7 ár. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi flutti erindi og spjallaði við fundarmenn. Lögð verður áhersla á að félagsmenn myndi net þar sem hver styður annan og foreldrar miðla af reynslu sinni. Athyglin mun beinast að þeim sem nýlegast hafa misst hverju sinni og eru að læra að lifa með missinum. Smám saman færast þeir inn í „bakhjarlahópinn“, sem bæði gefur og þiggur, og taka þar þátt í að styðja nýja foreldra sem bætast í hópinn. Þegar þetta er ritað er í undirbúningi samverustund þar sem lögð verður sérstök áhersla á að ná til foreldra sem misst hafa börn sín úr krabbameini síðastliðin 7 ár Starfi þeirra tveggja hópa sem hafa verið hvað öflugastir síðastliðin ár, mömmuhóps og unglingahóps, verða gerð skil síðar hér í blaðinu.

Börn með krabbamein - 19


Sumarhátíð SKB 25.-27. júlí.

Skemmtiatriði, grillveislur, útsýnisflug, varðeldur, hestaferðir, leikir.

Tilkynna þarf þátttöku með tölvupósti á skb@skb.is eða í síma 588-7555 fyrir 1. júlí.

Upplýsingar um gistiaðstöðu á www.smaratun.is

20 - Börn með krabbamein

Ljósmynd: Hjörtur Guðnason

Nauðsynlegt að panta gistingu fyrir 1. júlí – fyrstir koma, fyrstir fá!

Börn 21 Börn með með krabbamein krabbamein --15


Tölvugjafir EJS Í aðdraganda síðustu jóla undirrituðu Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri SKB, og Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsfulltrúi hjá EJS, samning um áframhaldandi samstarf. Stuðningur EJS við SKB felst í tölvugjöfum til allra barna 10-18 ára sem greinast með krabbamein.  Samningurinn, sem er til tveggja ára,

Uppákomur SKB í vetur

er framlenging á fyrri samningi þessara aðila og voru fulltrúar beggja sammála um ágæti verkefnisins. Samningur þessi er einstaklega dýrmætur fyrir SKB og auðveldar félaginu að sinna skyldum sínum gagnvart félagsmönnum með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Óskar Örn Guðbrandsson og Berglind Ósk Ólafsdóttir.

Jólatrjáasalan Landakot Eins og undanfarin ár var Jólatrjáasalan Landakot með sölu á jólatrjám til styrktar SKB fyrir jólin. Salan var staðsett á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Landakotskirkju og við IKEA í Garðabæ.  Að þessu sinni söfnuðust 200.000 krónur og afhenti Baldur Freyr Gústafsson, forsvarsmaður Jólatrjáasölunnar, afraksturinn Óskari Erni, framkvæmdastjóra SKB, sem tók við honum með þökkum fyrir hönd félagsins.

Baldur Freyr Gústafsson og Óskar Örn Guðbrandsson.

Bílasalan Bílás Bílasalan Bílás á Akranesi opnaði nýjan sýningarsal laugardaginn 26. janúar í nýju og glæsilegu húsi við Smiðjuvelli 17.  Í tilefni þess og að Bílás er 25 ára á þessu ári vildu eigendur fyrirtækisins, bræðurnir Ólafur og Magnús Óskarssynir, láta gott af sér leiða og ákváðu að styrkja SKB um 3.000 krónur fyrir hvern nýjan bíl sem þar verður seldur á þessu ári.  Fyrirtækið heitir því jafnframt að stuðningurinn við SKB á þessu ári verði ekki undir 400.000 krónum. Félagið þakkar þeim bræðrum stuðninginn og hvetur félagsmenn að sjálfsögðu til að beina viðskiptum til þeirra.

Stærsta uppákoma SKB í vetur var án efa jólastundin sem var haldin 20. desember eins og hefð er fyrir. 20. desember var valinn fyrir jólastund félagsins til að heiðra minningu Sigurbjargar Sighvatsdóttur sem fæddist 20. desember 1927 en hún ánafnaði félaginu allar eigur sínar er hún lést 25. júní 1994. Hennar er ávallt minnst á jólastund SKB. Líkt og venja er voru léttar veitingar á boðstólum og að sjálfsögðu komu jólasveinarnir í heimsókn.  Sr. Pálmi Matthíasson spjallaði við börnin og eins og á öllum góðum jólasamkomum var dansað í kringum jólatréð, undir dyggri stjórn Magnúsar Kjartanssonar og Helgu Möller.  Ágætis mæting var á jólastundina og nutu félagsmenn umfram allt góðs félagsskapar hver annars. Ólafur Magnússon stórsöngvari og mjólkurbóndi hefur ávallt lagt SKB lið við framkvæmd jólastundarinnar og hafa skemmtikraftar jafnan verið á hans vegum og einnig hefur hann aðstoðað við að leiðbeina jólasveinum til okkar. Önnur stór uppákoma í vetur var ný af nálinni en það var vetrarfagnaðurinn sem haldinn var í febrúar. Mömmuhópur félagsins sá um skipulagningu fagnaðarins sem tókst með eindæmum vel, þótt þátttaka hafi verið undir væntingum. Vetrarfagnaðurinn er gott tækifæri fyrir félagsmenn til að koma saman og létta aðeins lundina og má klárlega gera ráð fyrir því að aftur verði til hans efnt á næsta ári.

Pálmi Matthíasson fræðir börnin um tilgang jólanna. Jólasveinarnir voru í miklu stuði og fengu börnin með sér í skemmtilega leiki.

Helga Möller og Magnús Kjartansson sungu af mikilli innlifun á jólaballi SKB.

Ólafur Óskarsson, Óskar Örn Guðbrandsson og Magnús Óskarsson. 22 - Börn með krabbamein

Börn með krabbamein - 23


Lyfjadrengurinn Lúlli

leikum okkur með Lúlla

Snati í göngutúr Hvaða neðri hluti passar við þann efri?

Það var gaman í Liseberg Lúlla fannst gaman að fara til Svíþjóðar og fara í skemmtigarðinn Liseberg. Hér til hægri eru tvær myndir sem virðast í fljótu bragði alveg eins en þó eru 5 atriði sem eru ekki eins. Hjálpaðu Lúlla að finna hvað það er.

Rétta leiðin

Muuuuuuu...

Hjálpaðu Lúlla að finna réttu leiðina!

Hvaða tvær kusur eru alveg eins?

Ekki alveg eins Í fljótu bragði virðast þessar myndir alveg eins. Þær eru það þó ekki. Það eru sjö atriði sem eru ekki eins. Getur þú hjálpað Lúlla að finna þau?

Tóti trúður Hjálpaðu Lúlla að lita trúðinn!

24 28--Börn Börnmeð meðkrabbamein krabbamein

Börn Börn með með krabbamein krabbamein -- 25 29


Við þökkum stuðninginn Reykjavík 100 bílar ehf, Funahöfða 1 101 Reykjavík fasteignasala ehf, Laugav. 66 12 tónar ehf, Skólavörðustíg 15 A. Wendel ehf, Tangarhöfða 1 AB varahlutir ehf, Bíldshöfða 18 About Fish Íslandi ehf, Tryggvagötu 16 Adagio, hársnyrtistofa, Síðumúla 34 Aðalblikk ehf, Vagnhöfða 19 Aðalvík ehf, Seiðakvísl 15 Afltækni ehf, Barónsstíg 5 Afreksvörur, Síðumúla 13 Allir krakkar, barnavöruverslun, Ingólfsst. 5 Almenna bílaverkstæðið ehf, Skeifunni 5 Annað veldi ehf, Klapparstíg 25-27 Annata ehf, Mörkinni 4 Antik-bólstrun, Langholtsvegi 128 Antikhúsið, Skólavörðustíg 21 Arctic rafting, Þorláksgeisla 46 Arkform, T.G.M. ráðgjöf, Ármúla 38 Arkitektastofan OG ehf, Sóltúni 1 ARKO sf, Langholtsvegi 109 Asía ehf,veitingahús, Laugavegi 10 ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9 Augasteinn sf, Súðavogi 7 Auglýsingastofan Dagsverk, Tryggvagötu 11 Álfabjarg ehf, Holtsgötu 17 Áltak ehf, Stórhöfða 33 Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 102b Árni Reynisson ehf, Laugavegi 170 Ársól snyrtistofa, Efstalandi 26 Ásfell ehf, Fremristekk 11 B. Waage ehf, Hrafnhólum 4 B.B.bílaréttingar ehf, Viðarhöfða 6 B.K.flutningar ehf, Krosshömrum 2 Ballettskóli Sigríðar Armann ehf, Skipholti 35 Barry - Rammi ehf, Seljavegi 2 Basta hf, Háaleitisbraut 68 Básfell ehf, Jakaseli 23 Belís heilsuvörur ehf, Esjugrund 43 Bergís ehf, Skútuvogur 1 Berserkir ehf, Heiðargerði 16 Betra líf ehf, Kringlunni 8 Bifreiðaverkst. Grafarvogi ehf, Gylfaflöt 24-30 Bifreiðaverkstæði H.P. ehf, Hamarshöfða 6 Bifreiðaverstæðið, Skeifan 17 Birna Concep shop ehf, Skólavörðustíg 25 Birtingur, útgáfufélag ehf, Lynghálsi 5 Bílahöllin-Bílaryðvörn hf, Bíldshöfða 5 Bílaleigan AKA, Vagnhöfða 25 Bílalind ehf, Vagnhöfða 9 Bílamálun Sigursveins Sigurðs., Hyrjarhöfða 4 Bílar. og bílaspr. Sævars ehf, Skútuvog 12h Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16 Bílasprautun SMS ehf, Smiðshöfða 12 Bílastillingar Björns Steffensen, Hamarsh. 6 Bíóhljóð ehf BJ endurskoðunarstofa ehf, Síðumúla 21 Björnsbakarí ehf, Klapparstíg 3 Blaða- og innheimtuþjónustan sf, Kríuh. 4 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Blikksmiðurinn hf, Malarhöfða 8 Bor ehf, Bíldshöfða 14 Borgarbílastöðin ehf, Nýlendugata 26 Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf, Hjarðarh. 54 Bókhaldsst. Ingimundar T Magnúss., Árm. 15 Bókhaldsþj. Arnar Ingólfssonar ehf, Nethyl 2 Bóksala kennaranema, Kennaraháskólanum 26 - Börn með krabbamein

Brauðhúsið ehf, Efstalandi 26 Breiðholtsblóm ehf, Álfabakka 14 Breiðholtskirkja, Þangbakka 5 Brimrún ehf, Hólmaslóð 4 Brúðarkjólaleiga Línu og Lilju ehf, Stórh. 17 Brúskur Hárstofa ehf, Höfðabakka 1 Brynjólfur Eyvindsson hdl., Kringlunni 7 BSR ehf, Skógarhlíð 18 BSRB, Grettisgötu 89 Búsáhöld og gjafavörur, Kringlunni 8-12 Búseti hsf, Skeifunni 19 Byggingaf. Gylfa og Gunnars ehf, Borgartúni 31 Café Bleu, Kringlunni 4-12 Capital ehf, Kringlunni 6 Carmax.is, Hyrjarhöfða 2 CÁJ veitingar ehf, Borgartúni 6 Coma ehf, Kirkjustétt 15 Comfort Snyrtistofa ehf, Álfheimum 6 Congress Reykjavík - Engjateigi 5 Conís ehf, Hlíðarsmára 11 Cosmo ehf, Kringlunni 8-12 Dalsmíði ehf, Arahólum 2 Danica sjávarafurðir ehf, Laugavegi 44 Daníel Ólafsson ehf, Skútuvogi 3 Dental stál ehf, Hverfisgötu 105 DHL Á ÍSLANDI, Skútuvogi 1d Drífa - þvottahús ehf, Hringbraut 119 Dýragarðurinn gæludýraverslun, Síðumúla 10 Dýralæknaþjónustan SISVET ehf, Ármúla 17a E.T. ehf, Klettagörðum 11 Edda - útgáfa hf, Síðumúla 28 Eðalflutningar ehf, Jónsgeisla 47 Effect hársnyrtistofa, Bergstaðastræti 10a Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Efnalaug Árbæjar ehf, Hraunbæ 102 Efnalaugin Björg, Háaleitisbraut 58-60 Egilshöllin, Fossaleyni 1 Eignamiðlunin ehf, Síðumúla 21 Eignaumboðið ehf, Faxafeni 10 Einn, tveir og þrír ehf, Skipholti 29a Eiríkur Björnsson tannlæknast., Þangbakka 8 Eirvík-heimilistæki ehf, Suðurlandsbraut 20 Endurskoðendaþjónustan ehf, Skipholti 50d Endurskoðun Hjartar Pjeturs ehf, Súðarvogi 7 Endurskoðun og reiknishald, Bíldshöfða 12 Englabörnin ehf, Laugavegi 51 Ernst & Young hf, Borgartúni 30 European Cons Partners Ísl ehf, Akurgerði 31 Evíta,hárgreiðslustofa, Starmýri 2 Eyjólfur Rósmundsson ehf, Jöldugróf 12 Eyrir fjárfestingafélag ehf, Skólavörðustíg 13 Faglagnir ehf, Funahöfða 17a Fagmálun -Litaval sf, Njálsgötu 2 Faktoria ehf, Eldshöfða 17d Farice ehf, Skógarhlíð 12 Fasteignamarkaðurinn ehf, Óðinsgötu 4 Fasteignasalan Fasteign.is ehf, Borgart. 22 Fasteignasalan Garður ehf, Skipholti 5 Fasteignasalan Gimli ehf, Þórsgötu 26 Fasteignir og þjónusta ehf, Síðumúla 35 Faxaflóahafnir sf, Hafnarhúsinu Tryggvag. 17 Ferð og Saga ehf, Grandavegi 36 Ferðamálastofa, Lækjargötu 3 Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn, Lágmúla 4 Ferskar kjötvörur hf, Síðumúla 34 Félag einstæðra foreldra, Tjarnargötu 10d Félag iðn- og tæknigreina, Borgartúni 30 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga,

Suðurlandsbraut 22 Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1 Finnbogi Helgason, tannsmiður, Klapparst. 16 Fiskbúðin, Freyjugötu 1 Fiskkaup hf, Geirsgötu 11 Fjarhitun hf, Suðurlandsbraut 4 Fjárfestingaf. Gaumur ehf, Suðurlandsbr. 48 Fjármálaeftirlitið, Suðurlandsbraut 32 Fjölhönnun hf, verkfræðistofa, Stórhöfða 27 Fjöltækniskóli Íslands - Flugskóli Íslands. Flísalagnir Afrims ehf, Torfufelli 30 Forsjá Fyrirtækjaþjónusta ehf, Skógarhlíð 12 Fótbolti ehf, Ármúla 38 Fótóval ehf, Skipholti 50b Framsækni ehf, Bankastræti 11 Friðrik Pálsson, Vesturbrún 18 Frístundahús ehf, Fosshálsi 27 Fröken Júlía ehf, Mjódd FS Flutningar ehf, Giljalandi 9 FS Motor ehf, Vesturlandsbraut Mæri Fuglar ehf, Skeifunni 19 G Hannesson ehf, Borgartúni 23 G. Arnarson slf, Karfavogi 35 G.Á. verktakar sf, Austurfold 7 G.M Einarsson ehf, Viðarási 75 G.S.varahlutir ehf, Bíldshöfða 14 G-5 Kranagreiðslan ehf, Fiskislóð 135a Gagnaeyðing ehf, Bæjarflöt 4 Gallabuxnabúðin Kringlunni, Kringlunni 4-12 Garðs Apótek ehf, Sogavegi 108 Gasco ehf, Malarhöfða 8 Gastec ehf, Bíldshöfða 14 GB Tjónaviðgerðir ehf, Draghálsi 6-8 Geotek ehf, Álftamýri 69 Gestamóttakan ehf - Þingholtsstræti 6 Gísli Hjartarson, Neshamrar 7 Gjögur hf, Kringlunni 7 Glitnir banki ehf, Háaleitisútibú, Háaleitisb. 58 Glitur ehf, Suðurlandsbraut 16 Gló www.glo.is, Engjateigi 17-19 Glóey ehf, Ármúla 19 Gluggahreinsun Loga, Funafold 4 Gnýr sf, Stallaseli 3 GP arkitektar ehf, Austurstræti 6 Grásteinn ehf, Grímshaga 3 Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66 Gró ehf, Skútuvogi 10b Grund, dvalar- og hjúkrunarh., Hringbraut 50 Guðjón Guðmundsson ehf, Víðihlíð 34 Guðmundur Arason ehf - Skútuvogi 4 Guðrún Óladóttir, reikimeistari, Tungub. 28 Gull og silfur ehf, Laugavegi 52 Gullmúr ehf, Seljavegi 66 Gullsmiðjan í Mjódd, Álfabakka 14b Gullsmíðav. Hjálmars Torfasonar, Laugav. 71 GuSt ehf, Laugavegi 70 Gústaf Þór Tryggvason, Tjarnargötu 10d Gæðafæði ehf, Bíldshöfða 14 Hafgæði sf, Fiskislóð 47 Hagaskóli, Fornhaga 1 Hagbót ehf, Grensásvegi 8 Hallargarðurinn ehf, Austurstræti 9 Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11 Hamraskóli, Dyrhömrum 9 Harald og Sigurður ehf, Stangarhyl 6 Harley Davidson á íslandi ehf, Grensásvegi 16 Hár og heilsa ehf, Bergstaðastræti 13 Hárgreiðslustofa Höllu Magnúsdóttur, Miðl. 7

Hárgreiðslustofan Valhöll, Óðinsgötu 2 Hársnyrtistofan Dalbraut efh, Dalbraut 1 Hársnyrtistofan Höfuðlausnir, Hverfold 1-3 Heilsubrunnurinn ehf, Kirkjuteigi 21 Heilsuverndarstöðin ehf, Barónsstíg 47 Heimili og skóli, Suðurlandsbraut 24, 4. hæð Helgi Björnsson Henson, Brautarholti 24 HGK ehf, Laugavegi 13 Hilti ehf, Stórhöfða 37 HJ bílar ehf, Berjarima 35 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Garðastræti 38 HM Bókhald ehf, Kringlunni 7 Hollt og gott ehf, Fosshálsi 1 Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5 Hreysti ehf, Skeifunni 19 HS pípulagnir ehf, Hraunbæ 78 Hugmót ehf, Skipholti 29 Hundaræktarfélag Íslands, Síðumúla 15 Hús og ráðgjöf ehf, Skúlagötu 63 Hús og skipulag ehf, Bolholti 8 Húsafriðunarnefnd, Suðurgötu 39 Húsaklæðning ehf, Ingólfsstræti 3 Húsalagnir ehf, Súðarvogi 7 Húsun ehf, Hamarshöfða 6 Húsvirki hf, verktaki, Lágmúli 5 Hvalaskoðun Reykjavík ehf, Ægisgarði 7 HVH Verk ehf, Suðurlandsbraut 46 Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11 Iana, ítölsk barnaföt, Laugavegi 53 IBK-heimili og hugmyndir ehf, Suðurlandsbr. 8 Ice Consult ehf, Mörkinni 6 Iðntré ehf, Draghálsi 10 Ingibjörg ehf, Hraunbæ 60 Ingileifur Jónsson ehf, Funahöfða 6 Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9 IO ehf, Skipholti 50d ISS Ísland ehf, Ármúla 40 Ísgraf ehf, Laugavegi 13 Íslensk endurskoðun ehf, Bogahlíð 4 Íslenska lögregluforlagið ehf, Brautarh. 30 Ísmar - Radíómiðun hf, Grandagarði 5-9 Ístækni ehf, Nethyl 2 Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6 J. Eiríksson ehf, Tangarhöfða 5 J. S. Gunnarsson hf, Fossaleyni 10 JJ Group ehf, Dugguvogi 17-19 JK Bílasmiðja ehf, Eldshöfða 19 JP Lögmenn ehf, Lágmúla 5 K. H. G. Þjónustan ehf, Eirhöfða 14 Kandís, heildverslun, Borgartúni 29 Karl K. Karlsson hf, Skútuvogi 5 Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hávallagötu 14-16 Kj Kjartansson hf, Skipholti 35 Kjarni Byggingafélag ehf, Hátúni 6a Kjartan Gylfason tannlæknir ehf, Hveraf. 1-3 Kjálkar ehf, Laugavegi 163 Kjörgarður, Laugarvegi 59 Kjöthöllin ehf, Skipholti 70 og Háaleitisb. Klapparholt ehf, Esjugrund 68 Klif ehf, Grandagarði 13 Klipphúsið sf, Bíldshöfða 18 Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 26 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal KOM almannatengsl, Borgartúni 20 Kópsson - Bílaþrif, Hyrjarhöfða 4 KPMG hf, Borgartúni 27 Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8 Kraftvélaleigan ehf, Lækjarmel 1 Kraum - íslensk hönnun, Aðalstræti 10 Kringlan, Kringlunni 4-12 Kristján G. Gíslason ehf, Hverfisgötu 6a Kron ehf, Laugavegi 48 Krýna ehf, Grensásvegi 48

Kveikur ehf, Bíldshöfða 18 Lagnagæði ehf, Flúðaseli 94 Land og Saga ehf, Nýlendugötu 21 Landakotsskóli ses, Túngötu Landsamband eldri borgara, Langholtsv. 111 Landssamband hestamannafélaga, Engjav. 6 Lausn hugbúnaður, hýsing og ráðgjöf ehf, Þorláksgeisla 64 Legis ehf, Holtavegi 10 Leiguval ehf, Kleppsmýrarvegi 8 Leiko ehf, Ármúla 23 Lerkitré ehf, Smárarima 13 Leturprent ehf, Síðumúla 22 Lindin, kristið útvarp FM 102,9, Krókhálsi 4 List og saga ehf, Engjaseli 41 Listasafn Hótel Holt ehf, Bergstaðastræti 37 Lital Bílasalan ehf, Eirhöfða 11 Líf, snyrtistofa, Álfabakka 12 Ljósmyndavörur efh, Skipholti 31 Loftleiðir-Icelandic ehf, Reykjavíkurflugvelli Loftmyndir ehf, Laugavegi 13 Lumene snyrtivörur Læknasetrið ehf, Þönglabakka 6 Lögfræðiþj. Ingólfs Hjartarsonar, Bíldsh. 18 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Lögmannastofan Skipholti sf, Bolholti 6 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Lögþing ehf, lögfræðiskrifstofa, Kringl. 4-12 Löndun ehf, Kjalarvogi 21 Magnús og Steingrímur ehf, Bíldshöfða 12 Margt smátt, Guðríðarstíg 6-8 Marport ehf, Fiskisljóð 16 Matborðið ehf, Bíldshöfða 18 Matfugl ehf, Völuteigi 2 Matthías ehf, Vesturfold 40 Málarameistarinn ehf, Logafold 188 Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4 Mentis hf, Borgartún 29 Mentor ehf, Síðumúla 13 Merkismenn ehf, Ármúla 36 Merlo ehf, Þykkvabæ 4 Meter verkfræðistofa ehf, Síðumúla 1 Miðbæjarhársnyrtistofan, Tryggvagötu 24 Mótás hf, Stangarhyl 5 Mörkin Lögmannsstofa hf, Suðurlandsbraut 4 Nautica ehf, Hraunteigi 28 Námsgagnastofnun, Laugavegi 166 Neskirkja, Hagatorgi Netbókhald.is ehf, Suðurlandsbraut 46 NM ehf, Brautarholti 10 Nobex ehf, Skútuvogi 1 b Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegi 3 Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11 Nýja sendibílastöðin hf, Knarrarvogi 2 Nýja teiknistofan ehf, Síðumúla 20 Olíudreifing ehf, Gelgjutanga Onno ehf, Skúlagötu 61a, 3.hæð Oral ehf, Síðumúla 25 Orka ehf, Stórhöfða 37 Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3 Ólafur Hans Grétarsson, tannlæknir, Faxaf. 5 Ólafur Þorsteinsson ehf, Vatnagörðum 4 Ósal ehf, Tangarhöfða 4 P.S. rétting ehf, bílaverkstæði, Súðavogi 52 Papyrus innrömmun, Brautarholti 16 Parket ehf, Síðumúla 25 Parlogis hf - Lyfjadreifing ehf, Krókhálsi 14 Páll V. Einarsson ehf, Víðimel 31 Pegasus ehf, Sóltúni 24 Pétursbúð, Ránargötu 15 Pipar og salt ehf, Klapparstíg 44 Pixel ehf, Brautarholti 10-14 Pípulagnaverktakar ehf, Langholtsvegi 109 Pjakkus Prelátus ehf, Ármúla 42

PK-Arkitektar ehf, Höfðatúni 12 Plúsmarkaðurinn, Hátúni 18b Prentlausnir ehf, Ármúla 15 Prikið ehf, Bankastræti 12 Prima Donna hárgreiðslustofa ehf, Grensásv. 50 PROMA ehf, Kringlunni 4-12 Pökkun og flutningar ehf, Smiðshöfða 1 Rafás, rafverktaki, Fjarðarási 3 Rafco ehf, Skeifunni 3 Rafeindastofan ehf, Faxafeni 12 Rafey ehf, Hamrahlíð 33a Rafmagn ehf, Síðumúla 33 Rafmiðlun hf, Dugguvogi 2 Rafskoðun, Hólmaslóð 4 Rafstilling ehf, Dugguvogi 23 Rafstjórn ehf, Stangarhyl 1a Rafsvið sf, Haukshólum 9 Rafteikning hf, Suðurlandsbraut 4 Raftæknistofan hf, Grensásvegi 3 Ragnar V. Sigurðsson ehf, Reynimel 65 Rannsóknarþjónustan Sýni ehf, Lynghálsi 3 Rauðhetta og úlfurinn ehf, Tryggvagötu 4-6 Ráðgarður, skiparáðgjöf ehf, Grensásvegi 16 Ráðgjafar ehf, Garðastræti 36 Ráðhús Reykjavíkur, Ráðhúsinu Reykjavíkurborg / Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Þangbakka 5 Réttingaverkstæði Bjarna og Gunnars ehf, Bíldshöfða 14 Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 Rimaskóli, Rósarima 11 RÍ verslun, Hamarshöfða 1 Ríkiskaup, Borgartúni 7 Ríkislögreglustjórinn, Skúlagötu 21 Rolf Johansen & Co ehf, Skútuvogi 10a Rope Yoga Setrið ehf, Engjateigi 19 RS - járnabinding ehf, Rauðhömrum 3 Rými Ofnasmiðjan hf, Háteigsvegi 7 Röggi ehf, Vallarhúsum 38 Rögn ehf, Ármúla 17a Röntgen Domus Medica, Egilsgötu 3 S.B.S. innréttingar, trésmiðja, Hyrjarhöfða 3 S.K.bólstrun ehf, Langholtsvegi 82 S.S. Hellulagnir ehf, Þórðarsveig 34 Salli ehf, Vesturbergi 41 Samhjálp, Stangarhyl 3a Samson eignarhaldsfélag ehf, Sigtúni 42 Saumsprettan ehf, Aðalstræti 7 Saxhóll ehf, Nóatúni 17 Seljakirkja, Hagaseli 40 Sérefni ehf, Lágmúla 7 SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisg 89 Sighvatur Bjarnason, Aðalstræti 6 Sigríður Lovísa Arnarsdóttir, Skólavörðus. 12 Sigurður Rúnar Sæmunds., tannl., Einholti 2 Sigurður Stefánsson ehf, Gautavík 5 Sigurjónsson og Thor ehf, Lágmúla 7 SÍBS, Síðumúla 6 Sínus ehf, Grandagarði 1a Sjófiskur ehf, Eyjarslóð 7 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu Sjótak ehf, Hólmaslóð 4 Sjóvá - Almennar hf, Kringlunni 5 Sjúkraþjálfun Styrkur ehf, Stangarhyl 7 Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða sf, Stórhöfða 17 Skartgripaverslun Kornelíusar, Bankastræti 6 Skipulag og stjórnun ehf, Fannafold 134 Skolphreinsun Ásgeirs sf, Unufelli 13 Skorri ehf, Bíldshöfða 12 Skógarbær, hjúkrunarheimili, Árskógum 2 Skúlason og Jónsson ehf, Skútuvogi 6 Skýrslur og skil ehf, Súðavogi 7 Slippfélagið í Reykjavík hf, Dugguvogi 4 Slökkvilið höfuðborgarsv. bs, Skógarhlíð 14 Börn með krabbamein - 27


Smith og Norland hf, Nóatúni 4 Smur- og viðgerðarþjónustan ehf, Hyrjarhöfða 8 SORPA, Gufunesi SP Tannréttingar ehf, Álfabakka 14 Sprettur þróun ehf, Klapparstíg 28 Sprinkler pípulagnir ehf, Bíldshöfða 18 Stangveiðifélag Hofsá ehf, Skildinganesi 52 Stansverk ehf, Hamarshöfða 7 Staukur ehf, Skipholti 56 Stálbyggingar ehf, Hvammsgerði 5 Stálsmiðjan ehf, Mýrargötu 10-12 Stefán Ólafsson ehf, Heiðarseli 5 Steindór Jónsson ehf, Kirkjuteig 23 Stigar og gólf ehf, Kristnibraut 79 Stimplagerðin ehf, Síðumúla 21 Stjórnahættir ehf, Lækjargötu 4 Stólpi ehf, Klettagörðum 5 Strætó bs, Þönglabakka 4 Studio V ehf, Laugavegi 59 Suzuki bílar hf, Skeifunni 17 Svanur Ingimundarson málari, Fiskakvísl 13 Svarta Kaffið, Laugavegi 54 Sýningakerfi hf, Sóltúni 20 Sæmark-Sjávarafurðir ehf, Austurstræti 6 Sökkull ehf, Funahöfða 9 T. ark Teiknistofan ehf, Brautarholti 6 Tandur hf, Hesthálsi 12 Tanngo ehf - Tannlæknastofan Gunnars Rósarsonar, Vegmúla 2 Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1 Tannlæknast. Björns Þorvaldssonar, Síðum. 25 Tannlæknastofa Friðgerðar Samúelsdóttur, Laugavegi 163 Tannlæknastofa Guðmundar Árnasonar, Þingholtsstræti 11 Tannlæknastofa Guðrúnar Haraldsdóttur, Laugavegi 163 Tannlæknastofa Kjartans Arnars Þorgeirssonar, Skipholti 33 Tannlæknastofa Lúðvíks Kristins Helgasona, Þarabakka 8 -10 Tannlæknast Ólafs Páls Jónssonar, Faxafeni 5 Tannlæknast Sigurðar Rósarssonar, Síðumúla 15 Tannlæknastofa Sigurjóns Arnlaugssonar, Skólavörðustíg 14 Tannréttingar sf, Snorrabraut 29 Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35 Tannsmíðaverkstæðið ehf, Síðumúla 29 Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar, Ingólfsstræti 3 Teiknistofan Form + Rými ehf, Ármúla 24 Teiknivangur, teiknistofa, Kleppsmýrarvegi 8 Terra Export ehf, Ljósuvík 38 Thai matstofan ehf, Suðurlandsbraut 52 Think á Íslandi ehf, Faxafeni 14 Timberland, Kringlunni, Kringlunni 4-12 Tímadjásn, Grímsbæ Tjaldstæðið Laugardal, sími 568-6944, reykjavikcampsite.is Topplagnir ehf, Gvendargeisla 68 Tónastöðin ehf, Skipholti 50d Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19 Trésmiðja Magnúsar F Jónssonar, Súðarv. 54 Trésmiðjan Jari ehf, Funahöfða 3 Trinity ehf, Laugavegi 66 Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114 Túnverk ehf, Jónsgeisla 45 Túnþökuþjónustan sími: 897 6651, Reykási 43 Tæknigarður hf, Dunhaga 5 Tæknivangur, Kirkjustétt 26 Tæknivélar sf, Tunguhálsi 5 Tækniþjónusta Péturs Sigurðs sf, Funafold 48 Tölvar ehf, Síðumúla 1 Umslag ehf, Lágmúla 5 (bakhús) 28 - Börn með krabbamein

Útflutningsráð Íslands, Borgartúni 35 Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27 V.R., Kringlunni 7 VA arkitektar ehf, Borgartúni 6 Vagnasmiðjan - Húsvagnar ehf, Eldshöfða 21 Valhúsgögn ehf, Ármúla 8 Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarh. 16 Vatnsvirkni ehf, Hverfisgötu 103 Vaxta ehf-verðbréfamiðlun, Þjórsárgötu 9 VDO verslun og verkstæði, Borgartúni 36 Vectura ehf, Tryggvagötu 11 Veiðivon, Mörkinni 6 Veigur ehf, Langagerði 26 Veislulausnir ehf, Lynghálsi 5 Veitingahúsið Caruso, Þingholtsstræti 1 Veitingastaðurinn Vegamót, Vegamótastíg 4 Verðbréfaskráning Íslands hf, Laugavegi 182 Verðlistinn Laugalæk, Lauganesvegi 74a Verið, sængurfataverslun hf, Álfheimum 74 Verkfræðistofan VIK ehf, Laugavegi 164 Verkfræðiþjónusta Guðmundar G. Þórarinssonar ehf, Rauðagerði 59 Verkstjórafélagið Þór, Miðtúni 21 Verksýn ehf, Ármúla 32 Verkvík ehf, Stangarhyl 7 Verslunartækni ehf, Draghálsi 4 Verslunin Brynja ehf, Laugavegi 29 Verslunin Fríða frænka, Vesturgötu 3 Verslunin Þingholt ehf, Grundarstíg 2a Vestmann ehf Fjöltæknilausnir - Lögg. rafverktakar, Fagrabæ 14 Vesturborg ehf, Ásvallagötu 19 Vélar og verkfæri ehf, Skútuvogi 1c Vélaviðgerðir hf, Fiskislóð 81 Vélskóflan ehf, Leiðhömrum 32 Vélsmiðja Einars Guðbrandss. sf, Funah. 14 Véltækni hf, Stórhöfða 35 Við og Við sf, Gylfaflöt 3 Viðlagatrygging Íslands, Laugavegi 162 Viðskiptahúsið ehf, Skúlagötu 17 Viðskiptanetið hf, Tangarhöfði 6 Vilberg kranaleiga ehf, Fannafold 139 Vilhjálmsson sf, Sundaborg 1 Vinnumálastofnun, Tryggvagötu 17 Víkurvagnar ehf, Dvergshöfða 27 Vínbarinn ehf, Kirkjutorgi 4 VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20 www.femin.is, Ármúla 36 XL verktakar ehf, Faxafeni 12 Xylitol.is ehf, Sóleyjarrima 17 Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 15 Yrki arkitektar ehf, Hverfisgata 76 ÞK verk ehf, Maríubaugi 121 Þórshamar ehf, Bárugötu 40 Þórtak ehf, Brúnastöðum 73 Þrif og sláttur ehf, Gvendargeisla 17 Þúsund þjalir ehf, umboðsskrifstofa listamanna, Urðarstíg 4 Þverfell ehf bókhald og ráðgjöf, Þarabakka 3 Þýðingaþjónusta Boga Arnars, Engjaseli 43 Ögurvík hf, Týsgötu 1 Ökuskólinn í Mjódd, Þarabakka 3 Öryrkjabandalag Íslands, Hátúni 10 Seltjarnarnes Bókasafn Seltjarnarness, Eiðistorgi 11 Elvar Ingason ehf, Unnarbraut 12 Hreyfiland ehf, Valhúsabraut 37 Prentsmiðjan Nes ehf, Hrólfsskálavör 14 Rafþing, rafverktaki, Bollagörðum 43 Seltjarnarnesbær, Austurströnd 2 Seltjarnarneskirkja, Kirkjubraut 2 Tannlæknastofa Ragnars Ó Steinarssonar ehf, Eiðistorgi 15

Vökvatækni ehf, Bygggörðum 5 Önn ehf, verkfræðistofa, Eiðistorgi 15 Vogar Hársnyrtistofa Hrannar, Vogagerði 14 Kópavogur G & K Seafood ehf, Bæjarlind 12 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18 Allt mögulegt ehf, Auðbrekku 26 Allt-af ehf, Baugkór 30 Anna sf, prjónastofa, Kársnesbraut 51a AP varahlutir ehf, Smiðjuvegi 4 Arctic Trading Company ehf,Kóp, Nýbýlav. 30 Arkus, tannlæknastofan, Núpalind 1 Axis-húsgögn ehf, Smiðjuvegi 9d Á Guðmundsson, Bæjarlind 8-10 Áliðjan ehf, Bakkabraut 16 Barki ehf, Nýbýlavegi 22 BB ehf, Vesturvör 30c Bébé Vöruhús ehf, Vesturvör 30c Bianco ehf, Smáralind Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf, Smiðjuvegi 22 Bifreiðaverkstæðið Toppur ehf, Skemmuv. 34 Bílaklæðningar hf, Kársnesbraut 100 Bílamálunin Varmi ehf, Auðbrekku 14 Bílaþvottastöðin Löður ehf, Bæjarlind 2 Bílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60 Bílstál ehf, Askalind 3 Bílvogur ehf, Auðbrekku 17 Björg ehf, Bryggjuvör 1 Bliki bílamálun / réttingar ehf, Smiðjuv. 38e Bókun sf endurskoðun, Hamraborg 1 Byggðaþjónustan ehf, Auðbrekku 22 Dalvegur 30 ehf, Dalvegi 10-14 Debenhams á Íslandi ehf, Hagasmára 1 Delíla og Samson sf, Grænatúni 1 Deloitte hf, Smáratorgi 3 dk hugbúnaður ehf, Hlíðasmára 17 Dúnhreinsunin ehf, Digranesvegi 70 Eignarhaldsfélag Brunabótafélag Íslands, Hlíðasmára 8 Einar Beinteins ehf - Dúklagningameistari, Grófarsmára 8 Eyborg ehf, Fjallalind 10 Ég C gleraugnaverslun, Hamraborg 10 og, Smáratorgi Fagsmíði ehf, Kársnesbraut 98 Fagtækni ehf, Akralind 6 Ferðaþjónusta Þ.I.Þ. ehf, Álfaheiði 22 Ferli ehf, Hlíðasmára 8 Fisco ehf, Dalvegi 16a Fiskó, gæludýraverslun, Dalvegi 16a Fjölvirki ehf, Digranesvegi 32 Gallery13.is, Lindarhvammi 13 Glerskálinn ehf, Smiðjuvegi 42 Glófi ehf, Auðbrekka 21 Goddi ehf, Auðbrekku 19 Gólflagnir ehf, Smiðjuvegi 72 Gólfþjónusta Íslands ehf, Dalvegi 24 Gunnar Leifsson ehf, Bæjarlind 6 Gunnarshólmi grasavinafélag ehf, Gunnarshólma Gæðaflutningar ehf, Krossalind 19 Hagblikk ehf, Smiðjuvegi 4c Hagbær ehf, Akurhvarfi 14 Hárný ehf, Nýbýlavegi 28 Hársmiðjan, hársnyrtistofa ehf, Smiðjuvegi 4 Helga Þórdís Gunnarsdóttir, tannlæknir, Hlíðasmára 14 Hellur og garðar ehf, Kjarrhólma 34 Hexa ehf, Smiðjuvegi 10 Heyrn ehf, Hlíðarsmára 11

Hilmar Bjarnason ehf,rafverktak, Daltúni 1 Hit innréttingar ehf, Askalind 7 Hreint og klárt ehf, Nýbýlavegi 26 Hringás ehf, Skemmuvegi 10 Hrímfaxi ehf, Heimsenda 3 Hrói Höttur ehf, Smiðjuvegi 2 Hörðuból ehf, Huldubraut 52 Iðnaðartækni ehf, Akralind 2 Iðnprent ehf, Akralind 7 Ingimundur Einarsson ehf málari, Trönuhj. 1 Ísfiskur ehf, Hafnarbraut 27 Járngerði ehf, Hlégerði 7 Járnsmiðja Óðins ehf, Smiðjuvegi 4b JB byggingarfélag ehf, Hlíðarsmára 6 Jón Eldon múrari K.J. hönnun ehf, Bæjarlind 14-16 K.S. Málun ehf, Fellahvarfi 5 KB Ráðgjöf, Hlíðasmára 17 Keops ehf, Hlíðarsmára 11 Kjöthúsið ehf sími 557-8820, Smiðjuvegi 24d Klippistofa Jörgens ehf, Fjallalind 98 Klukkan, verslun, Hamraborg 10 Knattspyrnudeild Breiðabliks, Dalsmára 5 Kópavogsbær, Fannborg 2 Kraftvélar ehf, Dalvegi 6-8 Kynnisferðir ehf, Vesturvör 34 Köfunarþjónusta Árna Kópsonar ehf, Hafnarbraut 10 Lakkskemman ehf, Skemmuvegi 30 Léttfeti ehf, Engihjalla 1 Lindabakarí ehf, Bæjarlind 1-3 Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4 Lyfja hf, Bæjarlind 2 Lögmannsstofa Loga Egilssonar ehf, Hlíðasm. 8 Lögmannsstofa SS ehf, Hamraborg 10 Marás ehf, Akralind 2 Margrét Hilmarsdóttir, Grænutungu 1 Miðjan ehf, Hlíðasmára 17 Múrver ehf, Skógarhjalla 8 Náttúrulækningabúðin www.ullogsilki.is, Hlíðarsmára 14 Nýblóm ehf, Nýbýlavegi 14 Nýmót ehf, Lómasölum 1 Oxus heildverslun, Akralind 6 Pétur Stefánsson ehf, Vatnsstíg 15 Pottagaldrar mannrækt í matargerð, Laufbr. 18 Púst ehf, Smiðjuvegi 50 Rafax ehf, Fífuhjalla 1 Rafport ehf, Nýbýlavegi 14 Rafvirkni ehf, Akralind 9 Rafvörur ehf, Dalvegi 16c Réttingarverkstæði Trausta, Smiðjuvegi 18 Réttingaverkstæði Jóa ehf, Dalvegi 16a RVR control ehf, Nýbýlavegi 14 Rörmenn Íslands ehf, Ársölum 1 S.Guðjónsson ehf, Auðbrekku 9-11 S.S. Gólf ehf, Borgarholtsbraut 59 S.S. Verktak ehf, Holtagerði 51 Smáralind Smárinn, bókhald og ráðgjöf ehf, Grófars. 15 Smiðjan sf, Smiðjuvegi 52d - rauð gata Snyrtiakademían, Hjallabrekku 1 Snælandsskóli, Víðigrund Stífluþjónustan ehf, Kársnesbraut 57 Stjörnublikk ehf, Smiðjuvegi 2 Strókur ehf, Dimmuhvarfi 27 Sævar Pétursson, tannlæknir, Hlíðasmára 17 Tannbjörg ehf, Hlíðarsmára 14 Tannlæknastofa Láru Ólafsdóttur, Hamrab. 9 Tannlæknast. Sif Matthíasdóttir, Hamrab. 11 TÁP Sjúkraþjálfun, Hlíðasmára 14 Teiknistofan Storð ehf, Akralind 6 Tengi ehf, Smiðjuvegi 76 Tískuverslunin Ríta ehf, Bæjarlind 6 og

Eddufelli 2 Tónlistarskóli Kópavogs, Hamraborg 6 Vaki fiskeldiskerfi hf, Akralind 4 Vatnsvirkjar ehf, almenn pípulögn og þjónusta, Háulind 26 Vaxa ehf, Askalind 6 Verkfræðistofa Erlends Birgissonar ehf, Bæjalind 4 Verkfræðistofa Snorra Ingimarssonar ehf, Hamraborg 11 Versa ehf, Hamraborg 9 Verslunin Rúmgott, Smiðjuvegi 36 Vetrarsól, Askalind 4 Vélaverkstæði G. Jónassonar ehf, Hjallabr. 32 Vörukaup ehf, Dalvegi 16a Þokki ehf, Forsölum 1 Öreind sf, Auðbrekku 3 Garðabær Álheimar ehf, Vesturhrauni 3 Endurskoðun og ráðgjöf ehf, Garðatorgi 7 Engilbert ÓH Snorrason tannlæknastofa sf, Garðatorgi 3 Fagval ehf, Smiðsbúð 4 Fagþjónustan ehf, Ásbúð 23 Flotgólf ehf, Miðhrauni 13 Garðabær, Garðatorgi 7 Garðaflug ehf, Holtsbúð 43 Garðasókn, Kirkjuhvoli Geislatækni ehf Laser-þjónus., Suðurhr. 12c H.Filipsson sf, Miðhrauni 22 Hafnasandur sf, Birkiási 36 Haraldur Böðvarsson og co ehf, Birkihæð 1 Héðinn Schindler lyftur hf, Lyngási 8 Hitakerfi ehf, Eskiholti 21 Hjallastefnan ehf, Vífilstaðavegur 123 Hurðaborg ehf, Sunnuflöt 45 Ísafoldarprentsmiðja ehf, Suðurhrauni 1 Íslensku Vigtarráðgjafarnir ehf, Hrísmóum 4 Kjarnavörur hf, Miðhrauni 16 Kökubankinn ehf, Iðnbúð 2 Loftorka Reykjavík hf, verktaki, Miðhrauni 10 Rafboði Garðabæ ehf, Skeiðarási 3 Raftækniþjónusta Trausta ehf, Lyngási 14 Ríp ehf, Bæjargili 127 Smíðaverk ehf, Lyngási 18 Tannatak ehf, Arnarási 11 Tannhjól ehf, Gilsbúð 3 Tannlæknastofa Úlfhildar Leifsdóttur, Garðatorgi 7 TM Mosfell ehf, Holtsbúð ehf Tónlistarskóli Garðabæjar, Kirkjulundi 11 Uppstreymi ehf verkfræðiþjónusta, Einil. 8 Verslunin 10 - 11, Lyngási 17 Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5 Hafnarfjörður Airbrush Sól sf, Dalshrauni 11 Alcan á Íslandi hf, Straumsvík Amani ehf, Miðvangi 41 Atlas hf, Hvaleyrarbraut 2 Ás, fasteignasala ehf, Fjarðargötu 17 Ásklif ehf, Eskivellir 7 Batteríið ehf, Trönuhrauni 1 Betri stofan ehf, Fálkahrauni 9 Bílamálun Alberts ehf, Stapahrauni 1 Bílaverk ehf, Kaplahrauni 10 Björt sf, hárgreiðslustofa, Bæjarhrauni 2 Blátún ehf, Grandatröð 4 Blikksmíði ehf, Melabraut 28 Blær ehf sandspörtlun og almenn málningarvinna, Gauksás 35 Byggingafélagið Kambur ehf, Hólshrauni 2 Byggingaf. Sandfell ehf, Reykjavíkurv. 66

E. Pétursson ehf, Kaplahrauni 11 E.S. vinnuvélar ehf, Ölduslóð 32 Eignaskoðun Íslands ehf, Skálaberg 4 Eiríkur og Einar Valur hf, Breiðvangi 4 Enjo - Clean Trend, Reykjavíkurvegi 64 Feðgar ehf, Brekkutröð 1 Fiskbúð Norðurbæjar ehf, Miðvangi 41 Fiskvinnslan Útvík ehf, Eyrartröð 7-9 Fínpússning ehf, Rauðhellu 13 Fjarðarkaup ehf, Hólshrauni 1 Fjarðarmót ehf, Bæjarhrauni 8 Fjörukráin - Hótel Víking, Strandgötu 55 Fura málmendurvinnslan ehf, Hringhellu 3 G.S. múrverk ehf, Hvassabergi 4 Gaflarar ehf Rafverktakar, Lónsbraut 2 Garðafell ehf, Stórhöfða v/Krísuvíkurveg Geymslusvæðið ehf, Hraungörðum Gjafafélagið ehf, Strandgötu 25 Gröfumenn ehf, Rauðhellu 1 Guðmundur T. Magnússon ehf, Þrúðvangi 5 Hafnarfjarðarbær, Strandgötu 6 Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4 Hagtak hf, Fjarðargötu 13-15 Heiðar Jónsson, járnsmíði, Skútahrauni 9 Hella ehf, málmsteypa, Kaplahrauni 5 Hjólbarðaþjónusta Hafnarfjarðar ehf, Skútahrauni 9 Hlaðbær-Colas hf, malbikunarstöð, Gullh. 1 Hlýri HF-034 Hótel Hafnarfjörður, Reykjavíkurvegi 72 Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10 Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 Íssegl hf, Stapahrauni 2 J.K. Lagnir ehf, Skipalón 25 Kerfi ehf, Flatahrauni 5b Kjartan Guðjónsson, tannlæknir, Bæjarhr. 2 Kofri ehf, Skútahrauni 3 Krossborg ehf, Stekkjarhvammi 12 Lerkiverktakar ehf, Skúlaskeiði 26 Lúxus Veisluþjónustan ehf, Reykjavíkurv. 72 Lyng ehf, Strandgötu 43 Mál og tal,áhugamannafélag, Melabraut 29 Myndform ehf, Trönuhrauni 1 NOKK ehf, Spóaási 4 Nonni Gull, Strandgötu 37, Strandgötu 37 Nýsir hf, Reykjavíkurvegi 74 Ocean Direct ehf, Bæjarhrauni 2 PON-Pétur O Nikulásson ehf, Melabraut 23 Rafholt ehf, Blómvöllum 6 Rafrún ehf, Gjótuhrauni 8 Raftækjavinnustofa Sigurjón Guðmundsson ehf, Dalshrauni 18 Raf-X ehf, Hvaleyrarbraut 29 Reebok Ísland ehf, Drangahrauni 4 Seafood - Fisksöluskrifstofa ehf, Eyrartröð 11 Sign ehf, Klettabyggð 2 Sigyn ehf, Kaplahrauni 20 Síló ehf, steypusala, Teigabyggð 3 Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Skúlaskeiði 32 Ský ehf, Norðurbraut 35a Smári ehf, Norðurvangi 34 Snittvélin ehf, Brekkutröð 3 Stál - Orka ehf, Hvaleyrarbraut 37 Suðurverk hf, Drangahrauni 7 Suzuki umboðið ehf, Kapalhrauni 1 Sýningaljós slf, Klettagötu 12 Tannlæknastofa Ágústs J Gunnarssonar sf, Reykjavíkurvegi 66 Tannlæknastofa Harðar V Sigmarssonar sf, Reykjavíkurvegi 60 Tannlæknastofa Jóns Björgvinssonar, Reykjavíkurvegi 60 Tjaldur RE 96 Útvík hf, Eyrartröð 7-9 Börn með krabbamein - 29


Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Verkþjónusta Kristjáns ehf, Reykjavíkurv. 68 Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sf, Helluhr. 20 Viðhaldsvirkni ehf, Fossháls 25 Viðreisn ehf, Drekavöllum 26 www.gardyrkjan.is, Helluhrauni 4 Bessastaðahreppur Dúddi ehf, Vesturbrún 51a Útgerðarfélagið Berg ehf, Túngötu 7 Reykjanesbær A. Óskarsson ehf, Heiðargarði 8 Arey ehf, Bakkastíg 16 A-stöðin ehf, Hafnargötu 86 ÁÁ verktakar ehf, Starmóa 13 B & B Guesthouse, Hringbraut 92 Bílasprautun Suðurnesja ehf, Smiðjuvöllum 6 Blikksmiðja Ágústs Guðjónsson ehf, Vesturbr 14 Bókhald og skattur ehf, Iðavöllum 9 Brautarnesti ehf, Hringbraut 93b Brunavarnir Suðurnesja, Hringbraut 125 DMM Lausnir ehf, Iðavöllum 9b Dýralæknastofa Suðurnesja ehf, Hringbr. 92a Efnalaug Suðurnesja - BK-hreinsun ehf, Iðavöllum 11b Ellert Skúlason hf, Fitjabraut 2 Fame ehf, Hafnargötu 34 Fasteignasalan Ásberg ehf, Hafnargötu 27 Fitjavík ehf, Fitjum Flutningaþjónusta Gumma Ármanns ehf, Bragavöllum 2 Geimsteinn ehf, Skólavegi 12 Grágás, prentsmiðja, Smiðjuvöllum 6 Grímsnes ehf, Háseyla 36 Happasæll ehf, Sóltúni 16 Hjalti Guðmundsson ehf, Iðavöllum 1 Ice Bike ehf, Iðavöllum 10 Ísfoss ehf, Hafnargötu 60 Íslenska félagið ehf, Iðavellir 7a Ístek ehf, Hólagötu 31 Keflavíkurkirkja, Kirkjuvegi 25 Kvist og Kvast ehf, Réttarvegi 10 Ljósmyndastofan Nýmynd, Hafnargötu 90 Málningarþjónustan Stroka ehf, Norðurv. 6 Merkiprent ehf, Iðavöllum 5 Mitchell ehf, Kirkjubraut 25 Nesraf ehf, Grófin 18a Nestré ehf, Heiðarbraut 12 Netaverkstæði Suðurnesja ehf, Brekkustíg 41 Persóna fataverslun, Hafnargötu 29 Plastgerð Suðurnesja ehf, Framnesvegi 21 Rafbrú sf, Holtsgötu 4 Rafiðn ehf, Víkurbraut 1 Rafverkstæði I.B. ehf, Fitjabakka 1a Ráin, veitingasala, Hafnargötu 19 Reiknistofa fiskmarkaða hf, Iðavöllum 7 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12 Sjúkraþjálfun Suðurnesja, Hafnargötu 15 Skattsýslan sf, Brekkustíg 39 Skipting ehf, Grófinni 19 Sorpeyðingastöð Suðurnesja, Fitjum Starfsmannafélag Suðurnesja, Hafnargötu 15 Tannlæknast Einars Magnúss ehf, Skólavegi 10 TAS ehf, Brekkustíg 38 Tjarnartorg, Norðurvöllum 32 Toyota, Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19 Trausti Már Traustason, múraram., Gónhól 15 Tréborg sf, Efstaleiti 28 Tæknivík ehf, Grófinni 14b Varmamót ehf, Framnesvegi 19 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Hafnargötu 80 30 - Börn með krabbamein

Verkfræðistofa Suðurnesja hf, Víkurbraut 13 Verslunarmannaf Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Víðisbretti ehf, Básvegi 10 Víkurás ehf, Iðavöllum 6 www.ork.is, Frístundar og heilsárshús Keflavíkurflugvöllur Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli, Flugstöð Leifs Eiríkssonar Suðurflug ehf, Keflavíkurflugvelli Grindavík Árni í Teigi GK 1, Vesturhóp 30 Benóný Þórhallsson, Baðsvöllum 7 Bílaþjónustan Bíllinn ehf, Tangasundi 1c Eldhamar ehf, Suðurhóp 10 Farsæll ehf, Verbraut 3a Grindverk ehf, Baðsvöllum Guðmundur L Pálsson, tannlæknir, Víkurbr. 62 Gunnar Vilbergsson, Víkurbraut 46 Jón og Margeir ehf, Seljabót 12 Kaffi Grindavík ehf, Hópsheiði 2 Selháls ehf, Ásabraut 12 Sjómanna-og vélstjórafélag Grindavíkur, Hafnargötu 9 Skátinn ehf, Staðarvör 6 Smiðshöggið ehf, Túngötu 16 Stakkavík ehf, Bakkalág 15b TG raf ehf, Staðarsundi 7 Ungmennafélag Grindavíkur Verkalýðsfélag Grindavíkur, Víkurbraut 46 Vélsmiðja Grindavíkur ehf, Seljabót 3 Vísir hf, Hafnargötu 16 Þorbjörn hf, Hafnargötu 12 Sandgerði Gróðrarstöðin Glitbrá Sandgerði, Norðurtún 5 Hvalsnessókn Sandgerðisbær, Miðnestorgi 3 Sjávarmál ehf, Ásabraut 10 Umbúðir & Ráðgjöf ehf, Holtsgötu 38 Garður Gröfuþjónusta Tryggva Einar ehf, Lyngbraut 7 Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4 Mosfellsbær AD Raflagnir ehf, Blikahöfða 2 Álafossbúðin, Álafossvegi 23 Dalsgarður ehf, Dalsgarði 1 Dælutækni ehf, Spóahöfða 10 Elektrus - löggiltir rafverktakar, Bröttuhlíð 1 Fasteignasala Mosfellsbæjar ehf, Þverholti 2 Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Global - tæki ehf, Flugumýri 14 Guðmundur S Borgarsson ehf, Skeljatanga 4 Halldór og Hinrik sf, Hamarsteigi 6 Icefitness ehf / Skólahreysti, Fellsási 12 Ingimundur Magnússon ehf, Breiðafit Ísfugl ehf, Reykjavegi 36 Kjósarhreppur www.kjos.is Kvenfélag Lágafellssóknar Múrgæði ehf, Flugumýri 30 Nonni litli ehf, Þverholt 8 Nýja bílasmiðjan hf, Flugumýri 20 Rafís ehf, Blikastöðum 1 Rétt hjá Jóa ehf, Flugumýri 16d SM kvótaþing ehf, Þverholti 2 Stálsveipur ehf, Flugumýri 4 Sögumiðlunin ehf, Borgarhóli Umbi sf, kvikmyndafélag Vélsmiðjan Orri ehf, Flugumýri 10 Vélsmiðjan Sveinn ehf, Flugumýri 6 VGH-Mosfellsbæ ehf, Flugumýri 36

ÖJ-Arnarson ehf

www. trukkur.is, Flugum. 8

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórðarsonar, Dalbraut 6 Bjarmar ehf vélaleiga, Hólmaflöt 2 Brautin ehf, Dalbraut 16 Byggðarsafn að Görðum, Akranesi Fasteignasalan Hákot, Kirkjubraut 12 Fortuna veisluþjónusta, Mánabraut 20 GT Tækni ehf, Grundartanga Heiðarskóli, Leirársveit Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf, Einigr 21 JÁ sf, Ásabraut 19 Litla Búðin ehf, Vesturgötu 147 Model ehf, Stillholti 16-18 Rafnes sf, Heiðargerði 7 Sjónglerið ehf, Skólabraut 25 Sjúkraþjálfun Georgs Janussonar, Kirkjubr. 28 Skattstofa Vesturlandsumdæmis, Stillh. 16-18 Smurstöð Akraness sf, Smiðjuvöllum 2 Steðji ehf vélsmiðja, Vogabraut 28 Straumnes ehf, rafverktakar, Krókatúni 22-24 Verkalýðsfélag Akraness, www.akranes.sgs.is Verslunin Bjarg ehf, Stillholti 14 Vesturleiðir ehf - hópferðabílar, Suðurgötu 42 Viðskiptaþjónusta Akraness ehf, Stillholti 23 Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4 Borgarnes Blómaborg ehf, Borgarbraut 58-60 Borgarbyggð, Borgarbraut 14 Bókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsg. 11 Búvangur ehf, Brúarlandi ENSKU HÚSIN GISTIHEIMILI, Litlu Brekku Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofstaðir Ferðaþjónustan Húsafelli ehf, Húsafelli 3 Félagsbúið Mófellsstöðum sf, Mófellsstöðum Framköllunarþjónustan ehf, Brúartorgi 4 Golfklúbbur Borgarness, Hamri Kvenfélag Stafholtstungna Laugaland hf, Laugalandi Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Sjúkraþjálfun Hilmars ehf, Kjartansgötu 20 Skorradalshreppur, Grund Skógræktarfélag Borgfirðinga, Brúarlandi Stórlax ehf, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf, Brákarey Tannlæknastofa Hilmis ehf, Berugötu 12 UMÍS Umhverfisráðgjöf Ísl ehf, Þórðargötu 12 Vélaverkstæði Kristjáns ehf, Brákarbraut 20 VV flutningar ehf, Engjaási 2 Reykholt Fararheill ehf, Sturlureykjum 3 Garðyrkjustöðin Varmalandi, Reykholtsdal Stykkishólmur Bókhalds-/rekstrarþjónustan sf, Aðalgötu 20 Dekk og smur ehf, Nesvegi 5 Ilmur, blómaverslun, Lágholti 21 Málflutningsstofa Snæfellsness ehf, Aðalg. 2 Narfeyri ehf, Ásklifi 10 Rauði kross Íslands Stykkishólmsdeild, Sundabakka 1 Tindur ehf, Hjallatanga 10 Verkstjórafélag Snæfellsness, Silfurgötu 36 Þ.B.Borg ehf, Silfurgötu 36 Grundarfjörður Ferðaþjónustan Áning Kverná, Eyrarsveit Haukaberg, Hamrahlíð 1

Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf, Bankastræti 1 Hrund sf, gjafavöruverslun, Ólafsbraut 55 Litlalón ehf, Skipholti 8 Steinunn ehf, Bankastræti 3 TS Vélaleiga ehf, Stekkjarholti 11 Útgerðarfélagið Dvergur hf, Grundarbraut 26 Útgerðarfélagið Guðmundur ehf, Brautarh. 18

Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Súðavíkurkirkja, Holtagötu 6

Snæfellsbær Bárður SH 81 ehf, Staðarbakka Hótel Hellnar ehf., Hellnum, Snæfellsbæ, Brekkubæ Hellnum

Suðureyri Fiskvinnslan Íslandssaga hf, Freyjugötu 2

Hellissandur Hjallasandur ehf, Helluhóli 3 Hraðfrystihús Hellissands hf, Hafnarbakka 1 KG Fiskverkun ehf, Melnesi 1 Nónvarða ehf, Bárðarási 6 Sjávariðjan Rifi hf, Hafnargötu 8 Skarðsvík ehf, Munaðarhóli 10 Þorgeir Árnason ehf, Háarifi 27 Þorsteinn SH 145 Búðardalur Dalabyggð, Miðbraut 11 Trésmiðja Kára Lárusson ehf, Tjaldanesi 1 Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a Steinver sf, Reykhólum, Reykhólahreppi Ísafjörður BK bílasprautun og réttingar ehf, Seljalandsvegi 86 Bæjar- og héraðsbókasafnið, Eyratúni Bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Hafnarst. 1 Eyfaraf ehf, Sigtúni 4 Ferðaþjónustan í Heydal, Mjóafjörður Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Hafnarstræti 6 Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7 Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ, Torfnesi Ís 47 ehf, Fagraholti 3 Kjölur ehf, Urðarvegi 37 KNH ehf, Grænagarði Kvenfélagið Hlíf, Ísafirði, Pósthólf 124 Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Hafnarstræti 9-13 Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum hf, Aðalstræti 24 Lögsýn ehf, Aðalstræti 24 Rauðakrossdeild Vestfjarða, Árnagötu 2 Tannlæknastofan á Torfanesi, Ísafjörður Tréver sf, Hafraholti 34 Þristur - Ormson, Sindragötu 8 Þröstur Marsellíusson ehf, Hnífsdalsvegi 27 Hnífsdalur Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf, Hnífsdalsbryggju Verkstjórafélag Vestfjarða, Heiðarbraut 7 Bolungarvík Endurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19 Fjalla Eyvindur ehf, Móholti 8 Jakob Valgeir ehf, Grundarstíg 5 Klúka ehf, Holtabrún 6 Ráðhús ehf, Miðstræti 1 Rekavík ehf, Hafnargötu 80-96 Sigurgeir G. Jóhannsson ehf, Hafnargötu 17 Útgerðarfélag Bolungavíkur ehf, Traðarstíg 13 Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Hafnargötu 37 Vélvirkinn sf, Hafnargötu 8

Flateyri Lionsklúbbur Önundarfjarðar, Grundarstíg 22 Rautt og blátt ehf, Hafnarstræti 13 Sjávargæði ehf, Eyrarvegi 11

Patreksfjörður Albína verslun, Aðalstræti 89 Árni Magnússon, Túngötu 18 Ferðaþjónustan í Örlygshöfn ehf s: 456-1596, Hnjóti Flakkarinn ehf, Brjánslæk Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði, Stekkum 1 Hótel Flókalundur, Vatnsfirði Nanna ehf, v/Höfnina Tjaldur BA 68, Arnórsstöðum neðri Tálknafjörður Allt í járnum ehf, Móatúni 6 Bjarmi BA 326 Bókhaldsstofan Tálknafirði, Strandgötu 40 Eik hf, trésmiðja, Strandgötu 37 Gistiheimilið Bjarmalandi ehf, Túngötu 42 Tálknafjarðarhreppur, Miðtúni 1 Þórberg hf, Strandgötu Bíldudalur Hvestuveita ehf, Fremstu-Hvestu Þingeyri Bibbi Jóns ehf, Brekkugötu 31 Brautin sf, Vallargöru 8 Skjólskógar á Vestfjörðum, Aðalstræti 26 Tengill, rafverktaki, Sjávargötu 14 Staður Allinn, veitingahús, Gránufélagsgötu 10 Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Höfðagötu 3 Thorp ehf, Borgarbraut 27 Norðurfjörður Árneshreppur, Norðurfirði Árnesskirkja Hvammstangi B. Ástvaldur Benediktsson ehf, Melavegi 2 Brauð- og kökugerðin ehf, Hvammstangabraut 13a Hársnyrtistofa Sveinu Ragnarsdóttur, Höfðabraut 6 Heilbrigðisstofn Hvammstanga, Spítalastíg 1 Kvenfélagið Freyja Kvenfélagið Iðja Kvennabandið V-Hún Selasetur Íslands ehf, Brekkugötu 2 Skrúðvangur ehf, Gilsbakka 5 Sláturhús KVH ehf, Norðurbraut 24 Stýrihópur um forvarnir Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Villi Valli ehf, Hvammstangabraut 33 Blönduós Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps, Hvammi Búnaðarþing Húnaþings og Stranda, Húnabr 13 Hársnyrtistofan Flix ehf, Skúlabraut 9 Heiðar Kr. ehf, Holtabraut 14 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Kvenfélag Svínavatnshrepps Léttitækni ehf, Efstubraut 2 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverh 1 Vélsmiðja Alla ehf, Efstabraut 2 Skagaströnd Kvenfélagið Hekla Marska ehf, Höfða Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3 Söluskálinn Skagaströnd, Oddagötu Thomsen ehf, Höfða Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandgötu 30 Sauðárkrókur Blóma og gjafabúðin ehf, Aðalgötu 6 Bókhaldsþjónusta KOM ehf, Víðihlíð 10 Friðrik Jónsson ehf, Borgarröst 8 Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarflöt 1 Hlíðarkaup, Akurhlíð 1 Hólalax hf, Hólum 1 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Kaupþing, Faxatorgi 1 Kvenfélag Skefilstaðahrepps, Ketu á Skaga Kvenfélag Staðarhrepps Skagafjarðar Kvenfélagið Framför KÞ lagnir ehf, Gilstúni 30 Leiðbeiningamiðstöðin, Aðalgötu 21 Verkfræðistofan Stoð ehf, Aðalgötu 21 Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Borgarm 1 Víðimelsbræður ehf, Hólmagrund 6 Vörumiðlun ehf, Eyrarvegur 21 Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði Skógræktarfélag Skagfirðinga, Marbæli Hofsós Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8 Fljót Kvenfélagið Framtíðin, Ökrum Siglufjörður Egilssíld ehf, Gránugötu 27 Ferðaþjónusta Siglufjarðar ehf, Hverfisg. 5a Fjallabyggð, Gránugötu 24 Heilbrigðisstofn Siglufirði, Hvanneyrarbr 37-39 Siglufjarðarkirkja Skattstofa Norðurlands umdæmis, Túngötu 3 Akureyri AGGH ehf, Kotárgerði 16 Akureyrarbær, Geislagötu 9 Akureyrarhöfn, Óseyri 16 Akureyrarkirkja, Eyrarlandsvegi Amber hárstofa ehf, Hafnarstræti 92 B. Hreiðarsson ehf, Þrastarlundi Baugsbót sf, bifreiðaverkstæði, Frostagötu 1b Bautinn og Smiðjan, Hafnarstræti 92 Bessi Skírnisson ehf, Kaupangi Mýrarvegi Bifreiðaverkst Bjarnhéðins ehf, Fjölnisgötu 2a Blikkrás ehf, Óseyri 16 Búnaðarsamband Eyjafjarðar, Óseyri 2 Bútur ehf, Njarðarnesi 9 Daglegt brauð ehf, Frostagötu 1a Do Re Mi, Glerártorgi, Glerártorgi Eggjabúið Gerði ehf, Þórsmörk Elsa Jónsdóttir, Bjarmastíg 4 Eyjafjarðarsveit, Syðra-Laugalandi Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ráðhústorgi 3 Félag byggingamanna Eyjafirði, Skipagötu 14 Félag málmiðnaðarm. Akureyri, Skipag. 14 Félagsbúið Hallgilsstöðum, Hallgilsstöðum Finnur ehf, Fornagil 15 Börn með krabbamein - 31


Form ráðgjöf ehf, Eyrarvegi 4 Friðrik Páll Jónsson, háls, nef og eyrnalæknir, Tryggvabraut 22 G. Pálsson ehf, Hafnarstræti 99 G. V. Gröfur ehf, Frostagötu 4a Garðaverk ehf, Réttarhvammi Gistiheimilið, Byggðarvegi 97 Gróðrarstöðin Réttarhóll, Svalbarðseyri Grófargil ehf, Hafnarstræti 91-95 Hlíð hf, Kotárgerði 30 Húsprýði sf, Múlasíðu 48 India karry kofi ehf, Brekkugötu 7b Ísgát ehf, Lónsbakka Kaffi Amor ehf, Ráðhústorgi 9 Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b Klói ehf, Fjölnisgötu 4b Ljósco ehf, Laufásgötu 9 Lögmannshlíðarsókn, Bugðusíðu 3, Glerárkirkja Menntaskólinn á Akureyri, Eyrarlandsvegi 28 Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g Netkerfi og tölvur ehf, Steinahlíð 7c NPS Umbúðalausnir hf, Köllunarklettsvegi PA byggingarverktaki ehf, Draupnisgötu 7m Passion ehf, Hafnarstræti 88 Rafeyri ehf, Norðurtanga 5 Samherji hf, Glerárgötu 30 SJBald ehf, Grýtubakka 1 Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagötu 14 Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi Skartgripir ehf, Brekkugötu 5 Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu Teikn á lofti ehf teiknistofa, Skipagötu 12 Tikk Takk, Strandgötu 6 Timbra ehf,byggingarverktaki, Barrlundi 1 Tískuverslun Steinunnar, Hafnarstræti 97 Trétak ehf, Klettaborg 13 Tölvís sf, Kaupangi við Mýrarveg Uppsetning á stálgrindahúsum B.Þ Verktakar ehf, Klettatúni 10 Varnir ehf, Rifkelsstöðum 3 Vaxtarræktin ehf, Skólastíg Íþróttahöll Verkmenntaskólinn á Akureyri, Eyrarlandsholti Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis, Skipagötu 14 Virkni ehf, Lyngholti 28 Ösp sf, trésmiðja, Furulundi 15f Grenivík Darri ehf, Hafnargötu 1 Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu Pharmarctica ehf, Lundabraut 2 Stuðlaberg útgerð ehf, Ægissíðu 11 Grímsey Sigurbjörn ehf, útgerð, Öldutúni 4 Dalvík Bárubúð, Goðabraut 3 BHS, bíla- og vélaverkstæði, Fossbrún 2 Daltré ehf, Sunnubraut 12 Fagrihvammur sf, Hólavegi 1 G.Ben útgerðarfélag ehf, Ægisgötu 3 Gunnar Níelsson sf, Aðalgötu 15 Katla ehf, byggingafélag, Melbrún 2 Níels Jónsson ehf, Hauganesi O Jakobsson ehf Dalvík, Ránarbraut 4 Sólrún hf, Sjávargötu 2 Tréverk ehf, Dalvík, Grundargötu 8-10 Vélvirki ehf, verkstæði, Hafnarbraut 7 Ólafsfjörður Dvalarheimilið og Heilsugæsla Ólafsfjarðar Freymundur ÓF-006 Óskar Gíslason, Hornbrekkuvegi 7 32 - Börn með krabbamein

Sjómannafélag Ólafsfjarðar, Brekkugötu 9 Sparisjóður Ólafsfjarðar, Aðalgötu 14 Húsavík Aðalsteinn Karlsson, Baughóli 25 Alverk ehf, Klömbur Bílaleiga Húsavíkur ehf, Garðarsbraut 66 Bílaþjónustan ehf, Garðarsbraut 52 Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garðarsbraut 9 Fatahreinsun Húsavíkur sf, Túngötu 1 Félagsbú, Fagranesi Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf, Hrísateigi 5 G.P.G. fiskverkun ehf, Suðurgarði Hera í Höfða ehf, Baughóli 25 Húsavíkurkirkja, Urðargerði 6 Höfðavélar ehf, Höfða 1 Lindi ehf, Ketilsbraut 13 Málningarþjónusta Húsavíkur ehf, Grundarg 4 Norðursigling ehf, Hafnarstétt 9, Gamli Baukur Rikka ehf, Sólbrekku 13 Sigurjón Benediktsson, tannlæknir, Auðbr 4 Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóar 2 Tóninn ehf, Garðarsbraut 50 Val ehf, Höfða 5c Laugar Kvenfélag Reykdæla, Narfastöðum Norðurpóll ehf, Laugabrekku Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna Mývatn Ferðaþjónusta bænda, Skútustöðum II Kvenfélag Mývatnssveitar Mývatnsmarkaður ehf, Hellu Kópasker Röndin ehf, Röndinni 5 Raufarhöfn Hótel Norðurljós, Aðalbraut 2 Kristján M Önundarson, Hamraborg Önundur ehf, Aðalbraut 41a Þórshöfn Ferðaþjónusta bænda, Ytra-Álandi Geir ehf, Sunnuvegi 3 Haki ehf, Langanesvegi 29 Langanesbyggð v/Nausts, Fjarðarvegi 3 Svalbarðshreppur, Ytra Álandi Verkalýðsfélag Þórshafnar, Langanesvegi 18 Bakkafjörður Hraungerði ehf, Hraunstíg 1 Skeggjastaðakirkja Vopnafjörður Bílar og vélar ehf, Hafnarbyggð 14a Sláturfélag Vopnfirðinga hf, Hafnarbyggð 6 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Vopnafjarðarhöfn, Hamrahlíð 15 Egilsstaðir Austfjarðaflutningar ehf, Kelduskógum 19 Barri hf, Tumastöðum í Fljótshlíð, Valgerðarstaðir 4 Birkitré sf, Lyngási 12 Bókráð,bókhald og ráðgjöf, Tjarnarlöndum 18 Caró hársnyrtistofa ehf, Einbúablá 29 Dagskráin Austurlandi, Miðvangi 1 Egilsstaðakirkja, Laugavöllum 19 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Gistihúsið Egilsstöðum Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Laufskógum 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella Einhleypingi 1

Hraðbúð ESSO www.khb.is, Kaupvangi 6 Miðás hf (Brúnás innréttingar), Miðási 9 Myllan ehf s: 470-1700, Miðási 12 Rafey ehf, á Egilsstöðum Rafholt Austurlandi ehf, Kaupvangi 23b Skógar ehf, Dynskógum 4 Skrifstofuþjón Austurlands, Fagradalsbraut 11 Verkfræðistofa Austurlands ehf, Kaupvangi 5 Véltækni hf, Lyngási 6-8 Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Seyðisfjarðarkirkja, Bjólfsgötu 10 Tækniminjasafn Austurlands, Hafnargötu 44 Borgarfjörður Fiskverkun Kalla Sveins ehf, Vörðubrún Reyðarfjörður Hólmar, húsgagnaverslun ehf, Austurvegi 29 Rafmagnsverkstæði Árna ehf, Austurvegi 21 Sjávarborg ehf, Heiðarvegur 23c Skólaskrifstofa Austurlands, Búðareyri 4 Umbi-austmann ehf, Eyrarstígur 1 Eskifjörður Eskja hf, Strandgötu 39 Fiskimið ehf, Strandgötu 39 Fjarðarþrif ehf, Kirkjustíg 2 Rafkul ehf, Brekkubarði 3 Rafmagnsverkstæði Andrésar ehf, Fífub. 10 Slökkvitækjaþjónusta Austurlands ehf, Strandgötu 13a Tanni ferðaþjónusta ehf, Strandgötu 14 Tannlæknastofa Guðna Óskarssonar, Hólsv. 3a Ökuskóli Austfjarða ehf, Bleiksárhlíð 55 Neskaupstaður Fjarðalagnir ehf, Nesbakka 14 Rafgeisli Tómas R Zoéga ehf, Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf, útgerð, Hafnarbraut 6 Fáskrúðsfjörður Fáskrúðsfjarðarkirkja Litli Tindur ehf, Skólavegi 105 Loðnuvinnslan hf, Skólavegi 59 Stöðvarfjörður Lukka ehf, Fjarðarbraut 11 Breiðdalsvík Breiðdalshreppur, Ásvegi 32 Héraðsdýralæknir Austurlandsumdæmis syðra, Ásvegi 31 Höfn í Hornafirði Auðunn SF-48 ehf Árnanes gistihús Best Fiskur ehf, Ófeigstanga 9 Búnaðarsamband A-Skaftafellssýslu, Litlub. 2, Nýheimum Erpur ehf, Norðurbraut 9 Funi ehf, Ártúni Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Víkurb. 31 Heilsa og útlit ehf, Kirkjubraut 8 Hvanney SF 51 Jökulfell ehf, Svínafell Króm og hvítt ehf, Álaleiru 7 Litlahorn ehf, Horni Mikael ehf, Norðurbraut 7 Skinney - Þinganes hf, Krossey Sveitafélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Þrastarhóll ehf, Kirkjubraut 10 Ögmund ehf, Skólabrú 4

Öræfum Félagsbúið Hnappavöllum 4, Hnappavöllum 4 Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi Selfoss AB-skálinn ehf, Gagnheiði 11 ÁR flutningar ehf s: 853-3305, Birkigrund 15 Árvirkinn ehf, Eyravegi 32 Bakkaverk ehf, Dverghólum 20 Bes ehf, Gagnheiði 1 Bifreiðastöð Árborgar ehf, Lyngheiði 13 Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf, Hrísmýri 3 Bisk-verk ehf, Bjarkarbraut 3, Reykholt Bílasprautun Selfoss, Breiðumýri 1 Björgunarfélag Árborgar, Austurvegi 54 Búnaðarfélag Biskupstungna, Dalbraut 1 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Búnaðarfélag Villingaholtshrepps, Hurðabaki Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Efnalaug Suðurlands ehf, Austurvegi 56 Esekiel ehf, Borgarbraut 16 Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Flóahreppur, Þingborg Fossvélar ehf, Hrísmýri 4 Framsóknarfélag Árnessýslu, Heiði Grímsneshreppur og Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg Guðmundur Tyrfingsson ehf, Fossnesi C Gufuhlíð ehf, Gufuhlíð Hitaveitan Árnesi, Árnesi félagsheimili Hrói Höttur, Austurvegi 22 I.G. þrif ehf, Dverghólum 11 Icecool á Íslandi ehf, Lóurima 12 Jeppasmiðjan ehf, Ljónsstöðum Jötunn vélar ehf, Austurvegi 69 K.Þ Verktakar ehf, Stærribæ 2 Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Vorsabæjarhjáleigu Kvenfélag Gnúpverja Kvenfélag Hraungerðishrepps Minni Borgir ehf, Minni Borg Múr og smiði ehf, Langholti 1b Múrfag ehf, Starmóa 3 Nesey ehf, Suðurbraut 7 Gnúpverjahreppi Pípulagnir Helga ehf, Baugstjörn 17 Plastiðjan ehf, Gagnheiði 17 Plastmótun ehf, Læk Pylsuvagninn Selfossi, Besti bitinn í bænum Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnh. 35 S. G. Hús hf, Austurvegi 69 Selós ehf, Eyravegi 51 Set ehf, röraverksmiðja, Eyravegi 41 Sigríður Sverrisdóttir, tannlæknastofa, Austurvegi 44 Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur, Árnesi Smíðandi ehf, Eyravegi 32 Sælkeravinnslan ehf, Gagnheiði 45 Tannlæknastofa Halldórs Sigþórssonar, Austurvegi 44 TAP ehf, Eyrarvegi 55 Tindaborgir ehf, Gagnaheiði 55 Toyota á Selfossi, Fossnesi 14 Túnþökusala Þorvaldar Guðmundssonar ehf, Engjavegi 89 Veiðisport ehf, Miðengi 7 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8 Þjónustumiðstöðin, Þingvöllum Hveragerði Bílaverkstæði Jóhanns ehf, Austurmörk 13 BP Skrúðgarðar ehf, Kambahrauni 53 Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Garðyrkjustöð Ingibjargar, Heiðmörk 38 Hamrar ehf, plastiðnaður, Austurmörk 11

Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði www.hnlfi.is, Grænumörk 10 Hveragerðiskirkja, Bröttuhlíð 5 Kjörís ehf, Austurmörk 15 Litla kaffistofan, Svínahrauni Sport-Tæki ehf, Austurmörk 4 Tannlæknastofa Þórðar B ehf, Breiðumörk 18 Þorlákshöfn Fagus ehf, Unubakka 18-20 Frostfiskur ehf, Hafnarskeiði 6 Fölvir ehf, Óseyrarbraut Steinsteypusögun Snæfelds ehf, Egilsbraut 10 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Trésmiðja Sæmundar ehf, Unubakka 15a Eyrarbakki Sólvellir heimili aldraðra, Eyrargötu 26 Stokkseyri Hásteinn ehf, Stjörnusteinum 12

Flugfélag Vestmannaeyja ehf, Hrauntúni 57 Grunnskólinn Vestmannaeyjum, Skólav. 38-40 Guðmunda ehf, Suðurgerði 4 Heimaey ehf - þjónustuver, Ásavegi 26 HH útgerð ehf, Stóragerði 10 Hvítasunnukirkjan Vestmannaeyjum, Kirkjuv 22 Karl Kristmanns, umboðs- og heildverslun, Ofanleitisvegi 15-19 Miðbær sf, Miðstræti 14 Net ehf, Hlíðarvegi 5 Nethamar ehf, Flötum 31 Pétursey ehf, Flötum 31 Siglingatækni ehf, Illugagötu 52b Sjómannafélagið Jötunn, Skólavegi 21b Stígandi hf, útgerð, Básaskersbryggju 3 Tvisturinn ehf, Faxastíg 36 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu Vélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9 Vinnslustöðin hf, Hafnargötu 2 Vöruval ehf, Vesturvegi 18

Laugarvatn Ásvélar ehf, Hrísholti 11 Byggingafélag Laugarvatns ehf, Lindarg. 10 Flúðir Fögrusteinar ehf, Birtingaholti 4 Hrunaprestakall, Hruna Íslenskt grænmeti ehf, Melum Hella Árhús ehf, Rangárbökkum Heflun ehf, Lyngholti Kjartan Magnússon, Hjallanesi 2 Kvenfélagið Sigurvon Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti Rangárþing - Ytra, Suðurlandsvegi 1 Sólfugl ehf, Heiðvangi 6 Vörufell ehf, við Suðurlandsveg Þvottahúsið Rauðalæk ehf, Rauðalæk Hvolsvöllur Búaðföng, Stórólfsvelli Byggðarsafnið í Skógum, Skógum Fylkir, vörubílstjórafélag, Eystri-Torfastöðum Gallery Pizza ehf, Hvolsvegi 29 Hárskör sf, Austurvegi 15 Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Kaupverk ehf, Velli 1 Krappi ehf, byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Bergþóra, Vestur Landeyjum Rauði kross Íslands, Rangárvallasýsludeild Vík B.V.T. ehf, Austurvegi 15 Hrafnatindur efh, Smiðjuvegi 13 Kvenfélag Hvammshrepps Mýrdalshreppur, Austurvegi 17 Mýrdælingur ehf, Suðurvíkurvegi 2 Kirkjubæjarklaustur Búval ehf - Kirkjubæjarklaustur, Iðjuvöllum 3 Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf, Hunkubökkum Hótel Laki s: 487-4694, Efri-Vík Tjaldstæðið Kirkjubæ 2, Vestur Skaftafellssýslu Ungmennafélagið Ármann, Skaftárvellir 6 Vestmannaeyjar Bergur ehf, Pósthólf 236 Efnalaugin Straumur, Flötum 22 Eyjablikk ehf, Flötum 27 Eyjasýn ehf, Strandvegi 47 Börn með krabbamein - 33


$XJOíVLQJDVWRID,QJyOIVVWU WL5H\NMDYtN

B I S T R O

&

B A R

B I S T R O & B A R Haukur gullsmiður

B I S T R O

&

B A R

Document1 21.11.2003 10:53 Page 1

Markmið lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline er að gera fólki kleift að áorka meiru, líða betur og lifa lengur.

Vörðuteigi 21, 270 Mosfellsbær

34 - Börn með krabbamein

Börn með krabbamein - 35


RafSuð ehf

Suðurvíkurvegi 6 - 870 Vík sími : 487 1425

.RNNXU

0DWXUHUPDQQVJDPDQ

551 7474

36 - Börn með krabbamein

551 7478

Börn með krabbamein - 37


Viðar og Óskar ehf Yðar óskir í við Eyrarbraut 9 825 Stokkseyri s: 896 8203

F

L

Í

S

A

V

E

R

Z

L

U

N

Bæjarlind 4 - 201 Kópavogur S:554-6800 Fax:554-6801 Njarðarnesi 9 - 603 Akureyri S:466-3600 Fax: 466-3601

www.vidd.is

www.tk.is

KRINGLUNNI - Sími: 568 9955

Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is

versus@simnet.is

38 - Börn með krabbamein

Börn með krabbamein - 39


eða

eða

Gefðu frekar Gjafakortið

Gjafakort Kaupþings

Gjafakort Kaupþings er fullgilt greiðslukort sem gildir hvar sem er í heiminum og einnig á vefnum. Gefðu Gjafakort með upphæð að eigin vali.

* Skv. gjaldskrá Kaupþings.

40 - Börn með krabbamein

Þú getur keypt Gjafakortið í næsta útibúi Kaupþings.*

asdf  

asdf asdf asdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you