Page 1

skolabladid skinfaxi


Skรณlablaรฐiรฐ Skinfaxi 2013 - 2014


Skólablaðið Skinfaxi 4. árgangur 116. árgangur Skinfaxa 89. árgangur Skólablaðsins Útgefandi Málfundafélagið Framtíðin Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík Ritstjórn Andrea Gestsdóttir - Markaðsstjóri og Gjaldkeri Anton Óli Richter Kristrún Ragnarsdóttir - Ritstjóri Þóranna Dís Bender Þórhildur Tinna Sigurðardóttir Ábyrgðarmenn Birna Ketilsdóttir Schram Lilja Dögg Gísladóttir Prófarkarlestur Árný Jóhannesdóttir Erna Arngrímsdóttir Gunnar Thor Örnólfsson Hringur Ásgeir Sigurðarson Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir Kristín Björg Bergþórsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Ólöf Björk Ingólfsdóttir Hönnun og umbrot Gísli Örn Guðbrandsson www.gisliorn.com Ljósmyndarar Hörður Sveinsson // hordursveinsson.com Emil Örn Kristjánsson Ljósmyndarar Framtíðarinnar Ljósmyndafélag Skólafélagsins Prentun Litróf Upplag 500 eintök Pappír Magno Satin 120 gr Munken Polar 300 gr Leturgerðir Courier New Futura LT Book

4


Efnisyfirlit

Leiðari Markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa Skiptinemagrein Rithöfundaskóli Biskops Arnö Lafði McBeth Sónar Iceland Airwaves Extreme Chill Keflavík Music Festival Sokkaballið Busaball Viðtal við Háskælinga Hildur Lilliendahl Busadagur Jólaball Árshátíðarvika Skólafélagsins Árshátíð Skólafélagsins Myndasögur Lífið eftir MR Gangatíska Hilmar vs Siggipalli Bls. 67 Leiktu Betur Sumarferð Hugleikur Dagsson

Ávarp Ritstjórnar

7

Skólafélagið Ávarp Inspectors Annáll Scribu Uppgjör Quaestors

8 10 11 14

Framtíðin Ávarp Forseta Annáll Ritara Uppgjör Gjaldkera

17 18 19 22

Bls. 78 Sindri í Zürich Feminismi MR - ví Lokaball Bls.89 Söngkeppni Skólafélagsins Ritdeilur Myndaþáttur Skálmöld Playlistar Londonferð Málabrautar Júbilantaball MORFÍs Gullkorn Orrinn x Listavika Gettu Betur Títus Fiðluballið Efnilegir MR-ingar Kíkt í fataskáp Berlínarferð 5. bekkjar Bekkjamyndir Þakkir

25 26 27 28 29 30 32 34 36 38 40 42 44 50 52 54 57 58 60 63 64 67 69 70 72

5

78 80 82 84 86 89 90 94 99 112 120 122 124 128 130 134 136 140 142 148 150 152 154 177


Anton Óli Richter

Þóranna Dís Bender

Kristrún Ragnarsdóttir

Andrea Gestsdóttir

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir

Kæri lesandi,

Ávarp ritstjórnar

Við í ritstjórn höfum unnið hörðum höndum að þessu blaði í allt of langan tíma. Nema nei. Við komum fram við þennan blaðsnepil eins og íslenskan stíl. Allt gert á síðustu mínútu í algjörri ringulreið með blóði, svita og tárum. Okkur hefur svo sannarlega tekist að afsanna þá kenningu að ekki sé hægt að gera íslenskan stíl nóttina fyrir skil. Við viljum þakka þeim ótalmörgu einstaklingum sem hafa komið okkur til hjálpar við vinnslu þessa blaðs því öruggt er að líkja þessu ferli við gamlan og ískrandi rússíbana. Á þessu langa og strembna ferðalagi hafa nokkrir í ritstjórn fallið útbyrðis en við byrjuðum sjö, misstum fjóra, fengum tvo nýliða og stöndum nú fimm eftir. Við skeyttum ekki um hvenær siður væri að gefa út blaðið heldur völdum okkar eigin dagsetningu. Dagsetninguna í dag. Þetta blað, kæri lesandi, er sumargjöf til þín frá okkur sem vonandi mun reynast þér traustur vinur og skemmta þér í gegnum íslenska- sem og erlenda sumardaga.

7


8


Ávörp Skólafélagsstjórnar

9


Ávarp Inspectors Kæru MR-ingar. Skólaárið 2013-2014 hefur óneitanlega verið eftirminnilegt. Þetta var í annað skiptið í sögu Menntaskólans sem stelpur sátu sem inspector scholae og forseti Framtíðarinnar á sama tíma, í haust mótmæltu nemendur Menntaskólans lágum fjárveitingum til skólans sem varð til þess að samþykkt var að auka framlög til MR og nú, þegar undirrituð skrifar þetta ávarp, er skollið á verkfall framhaldsskólakennara. Auðvitað er það óþægilegt að verða fyrir barðinu á kjaradeilu en mikilvægt er að við höldum okkar striki og látum ekki deigan síga. Óhætt er að segja að á minni fjögurra ára göngu í MR hefur félagslífið aldrei verið jafnöflugt og nú. Við höfum haldið sturluð skólaböll með helstu tónlistarmönnum landsins, stórglæsilega söngkeppni í Austurbæjarbíói þar sem hvert atriðið stóð öðru framar, ógnvænlega leiksýningu með framúrskarandi leikurum og svo mætti lengi telja. En hvað er það sem stendur mest upp úr? Talandi fyrir mig sjálfa eru það samnemendurnir, allt þetta fjallmyndarlega, bráðgáfaða, fyndna og hugmyndaríka fólk sem ég hef fengið að kynnast í skólanum. Það er þetta fólk sem er dýrmætast af öllu. Þetta eru vinirnir sem munu fylgja okkur alla ævi. Ég vil óska ritstjórn og öllum þeim sem komu að vinnslu blaðsins til hamingju með Skólablaðið Skinfaxa. Birna Ketilsdóttir Schram inspector scholae

10


Annáll scribu

Starfsár Skólafélagsins gert upp Skólaárið 2013 – 2014 hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Skólafélaginu. Markmið Skólafélagsstjórnar voru að gera félagslífið enn öflugra, hvetja nemendur til þátttöku í félagslífinu og leggja meiri áherslu á alla útgáfustarfsemi, sérstaklega myndbönd og auglýsingar. Jafnframt að auka fjölmiðlaumfjöllun um skólann, upplýsingaflæði til nemenda og bæta aðstöðuna á Amtmannsstíg og í Cösukjallara. Skólafélagsstjórn hefur lagt góðan grunn að þessum markmiðum og vonandi heldur félagslífið áfram að þróast á jákvæðan hátt næstu árin. Því miður urðu meðlimir Skólafélagsins að takast á við ýmis óviðbúin fjárútlát vegna aragrúa ógreiddra reikninga Skólafélagsstjórna síðustu ára. Þetta setti að sjálfsögðu strik í reikninginn hjá Skólafélaginu í ár og hafði þær afleiðingar að Skólafélagið náði ekki að framkvæma allt sem fyrirhugað var. Skólafélagið hefur þó unnið hörðum höndum þetta árið og er meginmarkmiðið að skilja vel við félagið og búa svo um að ný stjórn geti haldið áfram að efla og bæta félagslíf Menntaskólans! Föstudaginn 22. mars 2013 voru úrslit kosninga í embætti Skólafélagsins og Framtíðarinnar fyrir skólaárið 2013 – 2014 tilkynnt. Andrúmsloftið var spennuþrungið í stóra salnum á Grand hótel en það voru fimm einstaklingar sem mynduðu nýja stjórn. Kjörnir voru eftirfarandi embættismenn: Birna Ketilsdóttir Schram sem inspector scholae, Rakel Björk Björnsdóttir, undirrituð, sem scriba scholaris, Aldís Mjöll Geirsdóttir sem quaestor scholaris, Jón Ingvar Þorgeirsson sem collega og Ólafur Kári Ragnarsson sem collega. Birna er því tíundi kveninspectorinn í meira en hundrað ára sögu Menntaskólans en forseti Framtíðarinnar er einnig kvenkyns, Lilja Dögg Gísladóttir. Þetta er einungis í annað skipti sem stelpur gegna æðstu embættum skólans samtímis og því má segja að þetta sé sögulegur áfangi í jafnréttisbarráttu kvenna. Undirrituð vill benda á að kynjahlutföllin í stjórnum nemendafélaganna voru jöfn í ár sem er frábær þróun. Laugardaginn 23. mars var lokaviðureign Gettu betur haldin í Háskólabíói. Lið MR mætti liði MH og bar sigur úr býtum í æsispennandi keppni. Hljóðneminn var því á sínum stað skólaárið 2013 – 2014. MR-ingar lentu í öðru sæti í MORFÍs og komust í úrslit í Söngkeppni framhaldsskólanna 2013. Þann 24. apríl dimmiteruðu 6. bekkingar og hin nýmyndaða Skólafélagsstjórn tók formlega við. Stjórnin hófst strax handa við að skipuleggja næsta skólaár og voru allir meðlimir stjórnarinnar fullir eftirvæntingar. Skólafélagsstjórn varð þess heiðurs aðhljótandi að fá að halda lokaball og fagna próflokunum með stæl. Ballið var haldið þann 22. maí á Rúbín, eingöngu fyrir MR-inga, í samstarfi við FlassBack. Síðastliðið sumar fór í mikla skipulagsvinnu! Stjórnin kom á fót öflugri markaðsnefnd og réði markaðsstjóra. Þau hafa sinnt markaðsmálum í samvinnu við Skólafélagið í allan vetur. Þetta fyrirkomulag er nýtt og er Skólafélagsstjórn mjög sátt við útkomuna. Undirrituð vann hörðum höndum við gerð Morkinskinnu allt síðastliðið sumar og var hver einasti dagur nýttur í það verkefni. Það var virkilega strembið en engu að síður mjög lærdómsríkt. Gunnar Birnir Ólafsson hannaði glæsilega forsíðu á bókina, auk þess sem hún er stútfull af ýmsum nýjungum og er undirrituð hæstánægð með afraksturinn. 11


Hin árlega sumarferð Skólafélagsins var haldin 6. 7. júlí á tjaldstæðinu við Hótel Brú í Borgarnesi. Grillaðar pylsur og kók voru á boðstólum og var tjúttað fram á rauða nótt. Skólafélagsstjórn tók Amtmannsstíg heldur betur í gegn. Meðal verkefna voru óteljandi ferðir á sorpu, þrif á gólfum og veggjum og endurbætur á húsgögnum. Einnig fékk Cösukjallari dágóð þrif. Umgengnin á Amtmannsstíg var algjörlega til skammar og vona stjórnarmeðlimir Skólafélagsins og Framtíðarinnar að hún verði betri héðan í frá. Fimmtudaginn 22. ágúst var Menntaskólinn í Reykavík settur í 168. sinn í Dómkirkjunni. Skólasetning var að þessu sinni við óvenjulegar aðstæður þar sem 6. bekkingar voru „strandaglópar á Krít“ en sú fyrirsögn skartaði helstu veftímarit landsins. Í skólann voru skráðir 898 nemendur. Aðeins tvisvar áður hafa fleiri nemendur verið í einsetnum skóla. Yngvi Pétursson rektor ávarpaði nemendur og kynnti skólastarfið. Rektor minntist Heimis Þorleifssonar sagnfræðikennara sem látist hafði um sumarið. Rektor þakkaði þeim nemendum sem tóku þátt í Ólympíukeppni í raungreinum um sumarið og þeim kennurum sem stóðu að undirbúningi og framkvæmd hennar. Hlaupadrottningunni Anítu Hinriksdóttur var óskað til hamingju með heimsmeistara-, Evrópumeistaraog Norðurlandatitil í 800 m hlaupi um sumarið. Að lokum hvatti Yngvi nemendur til að sinna náminu vel og að ganga glöð og bjartsýn til móts við námið og veturinn framundan. Skólaárið byrjaði kröftuglega. Busavikan gekk rosalega vel fyrir sig. Þann 3. september mættu nýnemar í Iðnó á busakynningu. Þar kynntu undirfélögin starfsemi sína en einnig frumsýndi Skólafélagið virkilega flott kynningarmyndband sem var upphaf nýrrar stefnu Skólafélagsins. Skólafélagsstjórn setti sér það markmið að auglýsa MR út á við, auka fjölmiðlaumfjöllun um skólann og gera félagslífið meira áberandi og með því móti hvetja MR-inga sem og aðra til þátttöku í félagslífinu. Meira fjármagn var sett í myndbönd sem gefin voru út þetta skólaárið. Skólafélagsstjórn vann tvö mjög vel gerð myndbönd, kynningarmyndband Skólafélagsins og auglýsingu fyrir árshátíð Skólafélagsins, í samstarfi við Erlend Sveinsson leiksstjóra. Skemmtiþættir Bingó voru mjög vandaðir skólaárið 2013 – 2014. Jafnframt var heimasíða Skólafélagsins og Framtíðarinnar endurnýjuð og Skólafélagið skráði sig á instagram, #skologram. Margmiðlunarnefnd Skólafélagsins hóf einnig gerð MR-appsins sem er vonandi væntanlegt fyrir næsta skólaár. Busavígslan var haldin fimmtudaginn 6. september og vakti mikla athygli fjölmiðla, ferðamanna og annarra gangandi vegfarenda. Busarnir voru tolleraðir að vanda og fengu köku og mjólk að vígslunni lokinni. Busaballið, RAVE-ballið fræga, var ógleymanlegt en það var haldið í Vodafonehöllinni þann sama

12

dag. Salurinn var klæddur að innan, sviðið staðsett í miðjunni, ljósadýrðin klikkuð og 1200 trylltir menntaskólanemar á dansgólfinu! Listamennirnir sem sáu um að skemmta lýðnum voru DJ Glimmer, DJ Margeir, DJ Pedro Pilatus og B-Ruff og DJ-Bissý. Helgina 13. - 15. september fóru meðlimir Skólafélagsins og Framtíðarinnar ásamt nýnemum á Flúðir þar sem gist var í eina nótt. Hér er á ferð virkilega hress og skemmtilegur árgangur sem tók virkan þátt í félagslífinu í vetur. Í september var haldin Herranæturvika og íþróttavika og voru þær skemmtilegar og vel skipulagðar. Þátttaka á Herranæturnámskeiðin var mjög góð og samkeppni um að komast í leikhóp mikil. Skólafélagið ákvað í samstarfi við skólastjórnendur að Gettu betur forprófin yrðu lögð fyrir alla nemendur. Markmiðið var að hvetja fleiri stelpur til þátttöku. Menntaskólinn í Reykjavík var einn af þeim skólum sem samþykkti tillögu um kynjakvóta í Gettu betur en fáar stúlkur hafa átt sæti í liðum skólanna í gegnum tíðina. Meðlimir Skólafélagsins sáu um að fara yfir prófin og vegna góðrar þátttöku tók það ansi langar og strangar 10 klukkustundir. Sveinbjargarmyndirnar voru með öðru sniði í ár. Mismunandi bakgrunnslitir voru notaðir fyrir hvern árgang. Þetta var tilraunaverkefni sem Skólafélagsmeðlimum fannst heppnast vel. Þó hefðu fleiri þurft að koma að úrvinnslu myndanna því þetta var ærið verk. Árshátíðarvika Skólafélagsins er án efa ein skemmtilegasta og flottasta vikan sem Skólafélagið sér um í samstarfi við skemmti-, árshátíðar- og skreytinganefnd. Skemmtinefnd hefur verið algjörlega ómissandi fyrir Skólafélagið í vetur og veitt dyggilega aðstoð við að skipuleggja stóra viðburði á vegum þess. Undirbúningur fyrir árshátíðina hófst strax eftir að busavikunni lauk. Cösukjallari var glæsilega skreyttur og var þemað í ár virkilega vel heppnað og „fancy“: The Great Gatsby. Vikan hófst með opnun Cösu þar sem alls kyns kræsingar voru á boðstólum og með sýningu á The Great Gatsby um kvöldið. Hjartaknúsarinn Jón Jónsson hélt tónleika, Dóri DNA og Ari Eldjárn voru með uppistand, frægir og nokkrir MR-ingar kepptu í Leiktu betur og var Georg Gylfason valinn fyndnasti MR-ingurinn! Árshátíðardagskráin var haldin í Gullhömrum, 17. október, þar sem Einar Lövdahl, fyrrum MR-ingur, sá um veislustjórn. Ljúffeng þriggja rétta máltíð var borin fram. Arnór Kristmundsson og Björgvin Ragnar Hjálmarsson léku létta jazztóna. Árshátíðarmyndin var sýnd auk þess sem Valur Einarsson, leikari, flutti hátíðarræðu kvöldsins. Dansleikurinn var haldinn á sama stað en þar spiluðu DJ Ennifer


Lopez, Stórsveit Reykjavíkur ásamt Agli Ólafssyni og Kristjönu Stefánsdóttur og Friðrik Dór. Listavikan var haldin 11. – 15. nóvember og sá Listafélagið um að skipuleggja skemmtilega viðburði. Skemmtinefnd hélt stelpukvöld í sömu viku þar sem Kristín Tómasdóttir flutti fyrirlestur um styrkingu á sjálfsmynd ungra kvenna. Á fimmtudeginum 14. nóvember var tónsmíðakeppnin Orrinn haldin í Gamla bíói þar sem María og Bandið stóðu uppi sem sigurvegarar. Þann 25. nóvember fylktu nemendur skólans liði að menntamálaráðuneytinu þar sem þeir mótmæltu skertum framlögum til skólans á fjárlögum ársins 2014. MR fær lægri fjárframlög á hvern nemanda en aðrir sambærilegir skólar. Mótmælin voru friðsamleg og þögul og afhentu stjórnarmeðlimir Skólafélagsins og Framtíðarinnar ráðuneytinu undirskriftalista nemenda sem rituðu undir eftirfarandi lýsingu: „Ég, undirrituð/aður, krefst þess að ég, sem nemandi Menntaskólans í Reykjavík, verði metin/nn til jafns við nemendur sambærilegra framhaldsskóla á Íslandi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju framlög ríkisins til Menntaskólans í Reykjavík eru mun lægri en til sambærilegra framhaldsskóla á landinu. Ég krefst þess að þessi munur verði leiðréttur á fjárlögum ársins 2014.“ Með þessum aðgerðum vildu skólastjórnendur og nemendur Menntaskólans benda á þetta óréttlæti og vonast til að þessi munur verði að fullu leiðréttur á næstu árum. Jóla- og leynivinavikan var haldin í lok nóvember. 5. X sigraði í jólaskreytingakeppni Skólafélagsins en allir veggir stofunnar voru þaktir skreytingum. Nemendur bekkjarins léku jólaálfa, dönsuðu í kringum jólatré og buðu gestum upp á heitt súkkulaði í hádeginu. Stelpurnar í 5. A fylgdu þeim þó fast á eftir. Þann 19. desember eftir að jólaprófum var lokið fögnuðu MR-ingar í Gullhömrum, á jólaballi Skólafélagsins. MR-ingar voru augljóslega tilbúnir að fagna rækilega því uppselt var á ballið strax á fyrsta degi miðasölu og komust færri að en vildu. DJ-Noreflex, Hermigervill og Retro Stefson skemmtu gestum. MR-ingar mættu endurnærðir í skólann eftir gott jólafrí og byrjaði árið með látum. Framtíðin og Skólafélagið sameinuðu krafta sína og fögnuðu nýju ári með MR-ingum. Undirbúningur fyrir Söngkeppni Skólafélagsins stóð yfir allan janúar. 26 atriði tóku þátt í forprufum fyrir Söngkeppnina en aðeins 16 atriði fengu að stíga á svið í Austurbæ. Skólafélagsstjórn vill þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og MR-ingum fyrir góða mætingu á keppnina. Söngkeppnisvikan var stórglæsileg. Á

dagskrá voru meðal annars Djúpa laugin, SingStar, snillingarnir Björn Bragi og Bergur Ebbi voru með uppistand og Jón Jónsson skemmti með frábærum söng. Það var virkilega vel mætt á Söngkeppnina í Austurbæ og stóðu keppendur sig frábærlega og er alveg ljóst að í MR finnast fjölmargir hæfileikaríkir nemendur. Sigurvegari kvöldsins var herrakvartettinn Barbari en hann skipa þeir Gunnar Thor Örnólfsson, Páll Sólmundur Eydal, Pétur Björnsson og Stefán Þór Þorgeirsson. Óskar undirrituð þeim góðs gengis í Söngkeppni framhaldsskólanna 2014. Aldís Mjöll Geirsdóttir, Hanna Björt Kristjánsdóttir og Oddur Atlason voru kynnar á keppninni og kitluðu hláturtaugar áhorfenda. Söngkeppniskvöldið var einstaklega skemmtilegt og þykir mörgum það afar minnisstætt. Herranótt frumsýndi verkið Títus eftir William Shakespeare í leikstjórn Orra Hugins Ágústssonar í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði þann 28. febrúar. Verkið er óhuggulegt og blóðugt. Hefndarþorsti, þjáning, sorg, úrræðaleysi, spenna, ást og hatur eru þau orð sem undirrituð telur eiga best við verkið. Leikhópurinn og allir sem að sýningunni komu stóðu sig með mikilli prýði. Atli Freyr Þorvaldsson, Grétar Guðmundur Sæmundsson og Jón Kristinn Einarsson kepptu fyrir hönd skólans í Gettu betur skólaárið 2013 – 2014. Þeir stóðu sig afskaplega vel og komust í undanúrslit þar sem þeir kepptu á móti Menntaskólanum við Hamrahlíð. Því miður höfðu MH-ingar betur í þetta sinn og sendu MR-ingar Hljóðnemann í árslangt skiptinám í Hamrahlíðina. MR þarf nú líka að leyfa öðrum skólum að vera með stöku sinnum. Skólafélagsstjórn er afar stolt af okkar liði og vill óska þeim til hamingju með frábæra frammistöðu í keppninni. Hér hefur einungis verið imprað á helstu atburðum í félagslífi nemenda og er annállinn því alls ekki tæmandi. Menntskælingar hafa verið með eindæmum duglegir að sinna félagsstörfum í vetur og þyrfti að gefa út sérrit til að telja upp allt sem nemendur Menntaskólans hafa áorkað á því sviði. Skólafélagsstjórn vill því fyrst og fremst þakka MR-ingum fyrir frábært skólaár! Félagslíf skólans heldur vonandi áfram að þróast og aukast á komandi árum. Undirrituð hvetur næstu stjórnir Skólafélagsins og Framtíðarinnar til þess að halda áfram að bæta aðstöðuna á Amtmannsstíg og í Cösukjallara, vera skynsöm, jákvæð, nota ímyndunaraflið og vinna saman að því að gera skólaárið 2014 – 2015 að ógleymanlegu skólaári. Með þakklæti og gleði, Rakel Björk Björnsdóttir scriba scholaris

13


Uppgjör Quaestors Elsku MR-ingar. Mér þykir afar fjarstæðukennt að sitja hér við þessi skrif í tómarúmi verkfalls með alla þá óvissu sem ríkir um lok skólaársins á herðum mér þegar skólaárið hefur liðið jafnhratt og það hefur gert og verið jafnyndislegt. Eins og sagt er: „time flies when you’re having fun!“. Árið hefur verið viðburðaríkt, lærdómsríkt og skemmtileg reynsla í alla staði. Við í Skólafélagsstjórn höfum farið ótroðnar slóðir. Við höfum haft það að markmiði að þjóna nemendum eftir bestu getu og ég get með fullvissu sagt að allir hafi lagt sig 100% fram í verkið. Í sumar var samið við tækjaleigu, gosframleiðendur, símafyrirtæki og fleiri. Með þessum samningum hefur okkur tekist að gera ótrúlegustu hluti og sparað í leiðinni stórar fjárhæðir. Við í Skólafélagsstjórn byrjuðum með trompi en okkar fyrsta verkefni var viðburður haldinn á síðasta skólaári sem var lokaballið. Það er ekki á hverju ári sem haldið er lokaball en við vorum svo heppin að fá tækifæri til þess á síðasta ári. Ballið kostaði samtals 1.010.000 kr. og var hagnaður af því um 150.000 kr.. Sitjandi stjórn fékk þó ekki að njóta góðs af þeim peningum en þeir fóru í reikninga fyrri stjórnar. Strax síðasta sumar ákváðum við í Skólafélagsstjórn að bæta aðstöðuna á Amtmannsstíg en skref í þá átt var stigið með kaupum á ljósmyndabúnaði. Við keyptum „green-screen“, stand og tjald fyrir Almenninginn. Samtals kostaði þetta 53.119 kr. en Framtíðin greiddi helminginn. Skólafélagið borgaði því 26.560 kr.. Okkur fannst einnig vera kominn tími á endurbætt símakerfi á Amtmannsstíg og fjárfestum við því í sérstöku þriggja línu símakerfi sem kostaði 92.350 kr.. Nú geta þrír hringt í t.d. fyrirtæki í markaðserindum á sama tíma. Fjölsóttasta og vinsælasta menntaskólaballið, BusaRAVE-ball Skólafélagsins, var án efa það veglegasta og flottasta sem haldið hefur verið. Ekkert var til sparað en tónlistarmenn voru margir og uppsetning ballsins frumleg þó hún hafi kostað sitt. Ballið var vel sótt og miðar seldust strax upp. Kostnaður við ballið var samtals 3.446.672 kr. en hagnaður af því var 816.728 kr.. Mikið af hagnaðnum fór því miður í skuldir fyrri stjórnar vegna vanskila á ógreiddum reikningum eða u.þ.b. 500.000 kr.. Árshátíð Skólafélagsins var vikulöng veisla. Vikan var troðfull af uppákomum og var Casa skreytt prýðilega í þema The Great Gatsby. Aðeins innra rými Cösukjallara var skreytt og tókst það með eindæmum vel. Hvergi var þar til sparað enda eiga MRingar eins flotta árshátíð og mögulegt er skilda. Með þetta að leiðarljósi var kostnaður vikunnar 7.154.108 kr. og tapið 2.150.418 kr.. Árshátíðardagskráin hefur aldrei verið jafnvel sótt en það á mestan þátt í tapinu þar sem Skólafélagið niðurgreiðir hvern seldan miða á dagskrána til að koma til móts við MR-inga. Glæsilegt auglýsingamyndband, The Great Gatsby og ísskúlptúr voru á vörum margra MR-inga eftir þessa árshátíð. Við í Skólafélagsstjórn erum virkilega stolt af skemmtilegri og veglegri útkomu.

14


Listafélagið hélt glæsilega listaviku sem innihélt meðal annars tónsmíðakeppnina Orrann. Orrinn kom virkilega vel út í Gamla bíói og á Listafélagsstjórn hrós skilið fyrir frábær störf. Kostnaður við listavikuna var 203.060 kr. og tapið af henni 29.612 kr.. Listavikan hefur aldrei kostað jafnmikið og tapið hefur yfirleitt verið meira. Það var öllum ljóst að MR-ingar, ásamt nemendum annarra skóla, voru tilbúnir að fagna jólapróflokum þar sem uppselt varð á jólaballið samdægurs. Retro Stefson, Hermigervill og DJ No-reflex skemmtu gestum. Kostnaður við ballið var 2.667.072 kr. og hagnaður af því 23.365 kr..

Markaðsnefndum hefur reynst erfitt að safna auglýsingastyrkjum fyrir útgáfu Menntaskólatíðinda og hefur Skólafélagið því þurft að veita fjárhagslega aðstoð. Var tap af útgáfu fyrstu tveggja tölublaðanna um 70.000 kr.. Óvíst er með stöðu blaðanna eftir áramót en þegar þessi orð eru rituð á enn eftir að senda eitt tölublað í prentun. Vonar undirrituð að það tölublað komi út í hagnaði.

Söngkeppni Skólafélagsins var haldin í Austurbæ og var hún glæsileg. Í söngkeppnisvikunni var ýmislegt um að vera en við fengum til að mynda Björn Braga og Berg Ebba til að vera með uppistand og Jón Jónsson til að flytja nokkur lög í Cösu. Kostnaðurinn við vikuna var 932.163 kr. og skilaði söngkeppnin 117.837 kr. hagnaði. Þetta er virkilega góður árangur borið saman við síðustu ár en þá skilaði söngkeppnin engum hagnaði.

Skólablaðið Skinfaxi mun að öllum líkum kosta um 2.000.000 kr. og er þar með talið prentun þess og uppsetning. Blaðið mun vera fjármagnað af auglýsingum. Hér að ofan hef ég stiklað á helstu útgjaldaliðum Skólafélagsins en að sjálfsögðu eru aðrir smærri liðir eins og til dæmis símreikningar og netreikningar sem berast í hverjum mánuði.

Leikfélagið Herranótt fékk 800.000 kr. frá Skólafélaginu í uppsetningu þeirra á verkinu Títusi Andrónikusi.

Þetta skólaár höfum við í Skólafélagsstjórn þurft að glíma við ýmis fjárhagsleg vandamál. Má þar nefna ógreidda reikninga fyrri stjórna en þeir elstu eru frá árinu 2010. Þar sem helstu viðburðir Skólafélagsins eru liðnir er lítið eftir en að klára að innheimta- og greiða þá reikninga sem eftir eru. Ég sé ekki fram á annað en að við í sitjandi stjórn getum skilað af okkur með bros á vör enda allar líkur á að við skilum á jöfnu. Mig langar að þakka þeim fjölmörgu einstaklingum sem tóku þátt í að gera skólaárið 2013-2014 að því besta hingað til fyrir samstarfið.

Í þjálfun Gettu betur-liðsins fóru 500.000 kr. sem skiptust jafnt á milli tveggja þjálfara liðsins. Í ár fékk Skólafélagið greiddar 333.330 kr. fyrir þátttöku liðsins í sjónvarpinu frá RÚV. Morkinskinna, skóladagbók okkar MR-inga, kostaði 1.131.898 kr. í prentun og 140.000 kr. í uppsetningu en auglýsingatekjur af henni voru 1.310.000 kr.. Þannig voru tekjur umfram kostnað 38.102 kr..

quaestor scholaris, Aldís Mjöll Geirsdóttir

15


16


Ávörp Framtíðarstjórnar

17


Ávarp Forseta Takk kærlega fyrir árið kæru MRingar! Alltaf verður maður jafnhissa á því hversu hratt tíminn flýgur áfram og hvað þá núna þegar farið er að sjá fyrir endann á skólagöngu okkar í 6. bekk hér í Lærða skólanum. Þessi fjögur ár hafa heldur betur verið viðburðarík, skólagangan hefur kennt manni ýmislegt um lífið og tilveruna, það að fá -12 á fyrsta stafsetningarprófinu er enginn heimsendir og þetta tekst allt að lokum með dugnaði og vinnusemi. Mitt fyrsta ár í MR sat ég tíma í öllum byggingum skólaþorpsins en fyrir áramót var ég í flökkubekk og eftir áramót vorum við í 3. I færð í lúxuslífið í Fjósinu. Það að vera í flökkubekk neyddi okkur í bekknum til að kynnast hvort öðru strax á fyrstu dögunum í MR og urðum við fljótt góðir vinir. Auk þess lærðum við líklega fyrr en flestir á völundarhúsið sem MR getur verið þegar farið er í nýja stofu en það var þó ákveðinn léttir að fá að setjast að í Fjósinu eftir áramót. Skólaárin fjögur hafa öll verið glæsileg þegar litið er til félagslífsins og hefur árið í ár alls ekki verið nein undantekning á því. Eftir að hafa kvatt Framtíðarstjórn 20122013 með trega og tárum síðasta vor tókum ég: Sigmar Aron, Rúna, Gissur Atli og Oddur við stjórn Framtíðarinnar fyrir skólaárið 2013-2014 en betri samstarfsfélaga hefði ég ekki getað beðið um. Skráningarnar gengu enn á ný vonum framar þegar 94% MRinga skráðu sig í Framtíðina og við gátum því hafið árið áhyggjulaus og full af hugmyndum um hvað mætti gera til að árið yrði sem glæsilegast. Ýmsir nýir viðburðir litu dagsins ljós í vetur en til að stikla á stóru má nefna sundlaugarpartýin, árshátíðardagskrána á Hilton og það að hefðbundnu þemaskreytingunum var sleppt í árshátíðarvikunni og Casa þess í stað sett í árshátíðarbúning með blöðrum, dúkum og blómum. Málfundur fyrr á önninni hafði ályktað svo að betra væri að nýta peningana í annað en skreytingarnar í Cösu og hægt væri að setja Cösu í árshátíðarbúning án þess að kostnaðurinn hlypi á mörgum tugum þúsunda. Ég veit að það eru ekki margir sem lesa ávörpin og annálana spjaldanna á milli en ég hvet ykkur eindregið til að gefa ykkur tíma til að líta um öxl og lesa yfir annálinn hans Sigmars til að rifja upp hvað skólaárið í ár hefur verið stórglæsilegt. Mig langar að þakka öllum fyrir gleðileg fjögur ár hér í MR og um leið hvetja ykkur sem eigið enn ár, tvö eða þrjú til stefnu að nýta tímann ykkar vel og taka þátt í félagsog skólalífinu eins mikið og þið getið. Félagsstörf gefa manni endalausa reynslu af skipulagningu á tíma og vinnu fyrir utan allt það ómetanlega góða fólk sem maður kynnist og vinirnir sem maður eignast. Til hamingju með blaðið ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa! Innilegar þakkir til allra fyrir samstarfið á árinu. Lilja Dögg Gísladóttir Forseti Framtíðarinnar

18


Annáll Ritara Kæru MR-ingar! Nú þegar skólaárinu er senn að ljúka er fátt meira við hæfi en að líta um öxl og fara yfir viðburði ársins. Þetta hófst allt á kosningavökunni á Grand Hótel þann 22. mars 2013. Eftir skemmtilega kosningaviku mættu frambjóðendur og aðrir spenntir í salinn og biðu úrslitanna. Lilja Dögg Gísladóttir var kosin forseti Framtíðarinnar og ásamt undirrituðum voru Rúna Halldórsdóttir, Oddur Atlason og Gissur Atli Sigurðarson kosin í stjórn. Eftir kosningavökuna hittist nýskipuð stjórn og embætti innan hennar ákveðin. Undirritaður varð ritari og varaforseti, Rúna gjaldkeri, Oddur meðstjórnandi og umsjónarmaður Sólbjarts og Gissur meðstjórnandi og umsjónarmaður kynningarmála. Nýir stjórnarmeðlimir tóku svo við embættum sínum á aðalfundi Framtíðarinnar að vori. Í ljósi þess að MORFÍs liðið beið í lægri hlut fyrir liði Verzlunarskólans í undanúrslitum, voru engin stór verkefni sem biðu nýrrar stjórnar á skólaárinu sem þá var að ljúka. Sumrinu var svo vel varið í skipulagningu komandi árs og öflun afslátta fyrir framtíðarmeðlimi. Alls náðist að semja við 48 fyrirtæki um að veita tilvonandi framtíðarmeðlimum afslætti af vörum og þjónustu. Þegar sumarið var loks á enda og menntskælingar settust á skólabekk að nýju (þeir sem ekki vou fastir á Krít) hófst félagslífið að sjálfsögðu með trompi. Opnunarkvöld félagslífsins var haldið þann 30. ágúst. Þar keppti úrval MR-inga í ræðumennsku og var umræðuefni kvöldsins „Kveikjum í MR“. Vikan eftir var tileinkuð nýnemum skólans og þeir boðnir velkomnir með hefðbundnum hætti. Að lokinni busavikunni tók fyrsta megavika Framtíðarinnar við. Þá hófust skráningar í Framtíðina en hvorki meira né minna en 94% MR-inga höfðu skráð sig í lok vikunnar. Skráningin var 99,9% í 3. bekk, 98% í 4. bekk, 96% í 5. bekk og 80% í 6. bekk. Ofurbekkir urðu alls 27 og tilheyrðu því 71% MR-inga ofurbekk þegar uppi var staðið. Vikan var hin glæsilegasta en það var enginn annar en Raggi Bjarna sem opnaði hana með söng, gríni og glens eins og honum einum er lagið. Einnig kom Ólafía Hrönn í Masa Nova, Bjarni töframaður lék listir sínar, Bergur Ebbi kítlaði hláturtaugarnar og hljómsveitin Macaya tróð upp. Aðalfundur Framtíðarinnar að hausti fór fram seinni part miðvikudagsins en þar var kosið í þau embætti sem ekki bárust framboð í að vori. Síðast en ekki síst var nýr viðburður kynntur til sögunnar: Sundlaugarpartý Framtíðarinnar! Á fimmtudagskvöldið fjölmenntu MR-ingar í Sundlaug Kópavogs þar sem þeir skemmtu sér konunglega undir taktföstum tónum B14 á bakkanum. Næsta verkefni Framtíðarinnar var svo MR-ví. Í vikunni fóru fram hinar ýmsu undankeppnir þar sem hæfustu skákmenn, sjómenn, pokahlauparar, handstöðulabbarar, sápukúlubandíleikmenn og kappátvögl skólans voru valin. Loks rann MR-ví dagurinn upp og MR-ingar fjölmenntu í Hljómskálagarðinn, ekki fór mikið fyrir Verzlingum. Keppnirnar í Hljómskálagarðinum voru æsispennandi og stóðu MR-ingar sig með mikilli prýði. Að þeim loknum voru skólarnir jafnir að stigum. Nýrri keppni var hleypt af stokkunum en hún fólst í að safna sem mestum pening til góðgerðamála. Alls söfnuðust í skólunum tveimur rúmlega 120.000 kr. sem runnu til Mæðrastyksnefndar. Formaður hennar tók á móti fulltrúum Framtíðarinnar og Málfundafélags NFVÍ og kom á framfæri þökkum 19


til nemenda skólanna. Um kvöldið var að sjálfsögðu ræðukeppni til að skera úr um sigurvegara vikunnar. Ræðulið okkar MR-inga var splunkunýtt en það skipuðu þau Aldís Mjöll Geirsdóttir, liðsstjóri, Leifur Þorbjarnarson, frummælandi, Árni Beinteinn Árnason, meðmælandi og Elín María Árnadóttir, stuðningsmaður. Þjálfun liðsins var í höndum Kristínar Ólafsdóttur og Arnórs Gunnars Gunnarssonar. Umræðuefnið var „Peningar kaupa hamingju“ og mæltu MR-ingar á móti. Eftir hörkukeppni voru það að sjálfsögðu við MR-ingar sem fórum heim með bikarinn. Því var fagnað með viðeigandi hætti um kvöldið.Önnur megavika Framtíðarinnar var haldin í lok október. Meðal viðburða má nefna bíókvöld í Cösu þar sem horft var á Pulp Fiction, Masa Nova með kennurum úr skólanum, pizzuveislu fyrir ofurbekki, haustþing Vísindafélagsins, spilakvöld og jazzhádegi með Tómasi R. Einarssyni og Gunnari Gunnarssyni sem vakti mikla lukku. Í vikunni fór einnig fram Orator Minor, einstaklingsræðukeppni Framtíðarinnar. Titilinn „Orator Minor“ hlaut Friðrik Árni Halldórsson, 5. Z, en þetta var annað árið í röð sem hann sigraði þessa geysiskemmtilegu keppni. Vikan 4. – 8. nóvember var tileinkuð góðum verkum og gjafmildi MR-inga en þá var góðgerðavikan haldin með pompi og prakt. Fyrirkomulag vikunnar var annað en áður hefur verið. Hver árgangur fékk eitt hádegishlé til að standa fyrir söfnun og keppni var milli bekkja um að safna sem mestu. Föstudagshádegið var svo tileinkað einstaklingsáheitum og þá var m.a. hægt að borga fyrir að kasta blautum svömpum í meðlimi Framtíðarstjórnar. Ófáir nýttu sér þetta tækifæri til að fá útrás á stjórnarmeðlimum. Þetta nýja fyrirkomulag varð til þess að mun meira safnaðist í ár en undanfarin ár, eða alls 631.154 kr. Þessi upphæð rann óskipt til tækjakaupa á Landspítalanum. Í lok nóvember var frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 lagt fram en þar kom í ljós að enn og aftur átti MR að fá lægstu framlög allra framhaldsskóla á landinu. Vegna þessa fundaði skólanefnd og í kjölfarið var efnt til málfundar í hádegishléi. Þar mættu skólastjórnendur ásamt formanni skólanefndar og kynntu nemendum stöðuna. Ljóst var að fjárhagsstaða skólans væri erfið og að skólastarfinu væri stefnt í hættu með þeim tillögum sem fram komu í fjárlögum. Stjórnir Framtíðarinnar og Skólafélagsins ákváðu að standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem kröfum nemenda væri komið á framfæri. Einnig var opið bréf sent til fulltrúa allsherjar- og menntamálanefndar og fjárlaganefndar Alþingis til að ítreka þessar kröfur. Bréfið hlaut töluverða fjölmiðlaathygli og var birt á öllum helstu netmiðlum. Mánudaginn 25. nóvember fylktu svo mörg hundruð MR-ingar liði að menntaog menningarmálaráðuneytinu til að afhenda Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, undriskriftalistann. Að því loknu funduðu stjórnir Framtíðarinnar og Skólafélagsins með ráðherranum og embættismönnum úr ráðuneytinu. Mómælin vöktu mikla athygli og rötuðu m.a. í kvöldfréttir RÚV og Stöðvar 2. Í miðjum jólaprófum héldu svo fulltrúar Framtíðarinnar og Skólafélagsins ásamt skólanefndarfulltrúa á fund allsherjarog menntamálanefndar Alþingis. Fundurinn var góður og gátu fulltrúar nemenda komið sjónarmiðum sínum vel á framfæri við þingmenn nefndarinnar. Í kjölfarið hófst önnur umræða um málið á þingi og þar komu fram breytingatillögur sem reyndust MR í hag. Að lokum var 97 milljóna króna aukafjárveiting til skólans samþykkt. Stórsigur fyrir MR-inga! Um miðjan janúar var komið að fyrstu MORFÍs viðureigninni. Þar mætti glæsilegt lið okkar liði Tækniskólans. Umræðuefni keppninnar var „Penninn er máttugri en sverðið“ og mæltu MRingar á móti. Keppnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík og var hin skemmtilegasta. Þau Aldís, Leifur, Árni og Elín gjörsigruðu lið Tækniskólans en stigamunur var 380 stig og var þátttaka í átta liða úrslitum því tryggð. Ræðumaður kvöldsins var engin önnur en Elín María Árnadóttir. Þess má geta að breyting varð á þjálfarateyminu en vegna ferðalaga Arnórs tók Guðmundur Jóhann Guðmundsson, Mummi, við stöðu hans sem þjálfari.

Vikuna eftir fyrstu MORFÍs keppni vetrarins var svo komið að þriðju megaviku Framtíðarinnar. Að venju var dagskrá vikunnar þétt en meðal viðburða má nefna sjóðheit hraðstefnumót Framtíðarinnar, Masa Nova með Sögu Garðars, heimsókn frá Þorsteini Guðmundssyni, bíókvöld, spilakvöld og ljóðakvöld Zkáldzkaparfélagzinz. Að auki kom ungstirnið og fyrrverandi MR-ingurinn Steinar og tróð #up og ofurbekkir fengu skemmtilegan glaðning í hádegi fimmtudagsins. Þ.e. allir ofurbekkir nema 5. S, þeir fengu sinn glaðning á föstudeginum. Að lokinni þessari flottu megaviku tók árshátíðarundirbúningur við. Hann hafði reyndar hafist töluvert áður. Þegar þarna var komið við sögu fór Framtíðarstjórn ásamt meðlimum nýstofnaðs skrallfélags og árshátíðarnefndar Framtíðarinnar hins vegar á fullt við skipulagningu þessa stærsta og jafnframt glæsilegasta viðburðar Framtíðarinnar. Föstudaginn 14. febrúar tóku þau Álfur Birkir Bjarnason og Karólína Jóhannsdóttir þátt í keppninni „Mælskasti menntskælingurinn“ fyrir hönd MR. Mælskasti menntskælingurinn er einstaklingsræðukeppni milli MR, MH, Versló og Kvennó en þetta var í fyrsta skipti sem hún hefur verið haldin. Keppnin tókst mjög vel og var hin skemmtilegasta. Tveir keppendur tóku þátt frá hverjum skóla. Álfur og Karólína komust bæði í aðra umferð ásamt fulltrúum MH og að henni lokinni stóðu þau ein eftir í úrslitum. Það var því ljóst að MR-ingar myndu vinna keppnina. Eftir æsispennandi úrslitaviðureign sigraði Karólína og hlaut tiltilinn „Mælskasti menntskælingurinn“, fyrst allra. Árshátíðarvika Framtíðarinnar hófst mánudaginn 17. febrúar með opnun Cösu. Í kjölfar málfundar í Cösu um skreytingar í árshátíðarvikunni var ákveðið að breyta fyrirkomulagi þeirra. Við fylltum loftið af blöðrum, settum rauðan dregil á gólfið, dúka og blóm á borðin og létum prenta stærsta plakat sem sett hefur verið upp í MR. Með þessu móti var hægt að skreyta Cösu með mun minni kostnaði en fyrri ár. Opnunin var venju samkvæmt stútfull af ókeypis mat og sælgæti sem MR-ingar gúffuðu í sig með bestu lyst. Á mánudagskvöldið var sundlaugarpartý í Sundhöll Reykjavíkur. Þá áttum við Sundhöllina fyrir okkur, vorum með DJ á bakkanum og ljós frá Luxor til að skapa skemmtilega stemningu. Gaman verður að fylgjast með þessum viðburði þróast og vaxa í Framtíðinni.

20


Á þriðjudeginum kom Helga Braga í Cösukjallara og skemmti nemendum með uppistandi. Hún kláraði svo hléið á að kenna magadans og gaman var að fylgjast með MR-ingum dilla sér í takt við austurlenska tóna. Á þriðjudagskvöldinu var svo komið að nýjum viðburði hjá Framtíðinni, Árshátíðardagskrá Framtíðarinnar. Hún var haldin á Hilton Reykjavík Nordica en fram komu Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, hljómsveitin Lilly of the Valley, kvartettinn Barbari, Þorsteinn Guðmundsson var með uppistand, árshátíðardansinn var sýndur og nýjasti þáttur Bingó var frumsýndur. Að auki var tískusýning þar sem MR-ingar sýndu föt frá fyrirtækjum sem veittu afslætti í árshátíðarvikunni. Dagskráin tókst mjög vel og vonandi verður þeta að föstum lið hjá Framtíðinni. Í hádegi miðvikudagsins var svokallað básahádegi. Þá var hægt að læra að binda bindishnúta og slaufur, fá kennslu í hárgreiðslu og förðun auk þess sem boðið var upp á kaffi og vöfflur. Tómas R. Einarsson og Gunnar Gunnarsson spiluðu ljúfa djasstóna undir og sköpuðu huggulega stemningu í Cösu. Loks rann upp sjálfur árshátíðardagurinn, fimmtudagurinn 20. febrúar. Í hádeginu kom stórleikarinn og meistarinn Ólafur Darri Ólafsson í Masa Nova. Hann ræddi um lífið og tilveruna og feril sinn sem leikari. Prúðbúnir menntskælingar mættu að kvöldi fimmtudagsins upp í Gullhamra og á móti þeim tók rauður dregill og fánaborgir prýddar fána Framtíðarinnar. Í aðalsalnum komu fram Samúel Jón Samúelsson með stórsveit sinni og eftir þeim FM Belfast. Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af húsinu þegar sveitirnar léku hvern slagarann á fætur öðrum. Í hliðarsalnum var það DJ Gay Latino Man sem sá um að halda uppi stuðinu. Að balli loknu fóru allir sáttir og sælir til síns heima. MORFÍs liðið okkar mætti liði Verzlunarskólans í undanúrslitum MORFÍs miðvikudaginn 5. mars á Bláa sal. Umræðuefni kvöldsins var Rússland og mæltu MR-ingar með en Verzlingar á móti. Keppnin var gríðarlega spennandi og fóru ræðumenn Menntaskólans á kostum í ræðum sínum.

Það fór þó svo að lokum að dómarar kvöldsins dæmdu Verzlingum sigur og var Sigurður Kristinsson ræðumaður kvöldsins. Þar með lauk þátttöku MR í MORFÍs þennan veturinn. Ég vil nýta tækifærið og óska þeim Aldísi, Leifi, Árna og Elínu innilega til hamingju með árangurinn. Fjórða og síðasta megavika Framtíðarinnar þetta skólaárið fór fram vikuna 10. – 14. mars. Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti var ákveðið að bjóða fulltrúum þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík til fundar við MR-inga. Fulltrúar Framsóknarflokksins og Vinstri Grænna komu á þriðjudeginum, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar á miðvikudeginum og Samfylkingarinnar á fimmtudeginum. Fulltrúar Pírata sem boðuðu komu sína á fimmtudeginum mættu ekki en það útskýrir hvers vegna Samfylkingin var ein. Rétt er að taka fram að Dögun tilkynnti framboð sitt eftir að dagskrá vikunnar var ákveðin og því komu fulltrúar þeirra ekki til okkar. Skemmtilegar og líflegar umræður mynduðust um borgarmálin og er það von okkar að þetta hafi orðið til að stuðla enn frekar að upplýstri ákvarðanatöku MR-inga í komandi kosningum. Á mánudeginum var „Kósý mánudagur“ en þá komu þau Anna Sóley Ásmundsdóttir og Mikael Máni Ásmundsson og léku ljúfa djasstóna á meðan nemendur gæddu sér á heitum vöfflum. Föstudagurinn var svo síðasti dagur fyrir verkfall, sem enn stendur þegar þetta er skrifað. Þá var „Fansý föstudagur“ með tilheyrandi klassískri tónlist í flutningi Sólveigar Steinþórsdóttur, kexi, ostum og vínberjum. Nú þegar þetta er skrifað eru enn nokkrir viðburðir eftir. Þar ber líklega hæst grímuball Framtíðarinnar en verkfall gæti hugsanlega sett strik í reikninginn hvað það varðar. Við verðum að bíða og sjá hvað verður. Sólbjartur hefur gengið vel í vetur og aðeins örfáar viðureignir eru eftir. Útlit er fyrir að þær klárist fyrir skólalok. Í heildina litið hefur skólaárið verið mjög viðburðaríkt og skemmtilegt og ég vona að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég vil þakka kærlega fyrir að hafa fengið tækifæri til að leggja mitt af mörkum við skipulagningu á félagslífi skólans. Einnig vil ég þakka samstarfið við undirfélög og nefndir og ekki síst nemendum skólans fyrir að gera félagslífið jafn einstakt og öflugt og raun ber vitni. Bestu kveðjur, Sigmar Aron Ómarsson Ritari og varaforseti Framtíðarinnar

21


Elsku MR-ingar! Ég á bágt með að trúa því að þetta skólaár sé senn á enda. En það er víst gangur mála þegar gaman er. Það hefur verið mikill heiður að fá að vinna með öllu þessu frábæra fólki sem er tilbúið að leggja allt í undir til að stuðla að okkar undusama félagslífi. Skráning nemenda var 94 % þetta skólaárið. Því ber að fagna því góð skráning er undirstaða þess að félagslíf nemenda fái að blómstra. Ég vil þakka fyrri stjórn fyrir vel unnin störf, við tökum við góðu búi. Við byrjuðum því skólaárið með u.þ.b þrjár milljónir í ráðstöfunarfé. Nú ætla ég að telja upp helstu kostnaðarliði skólaársins 20132014. Samt sem áður má ekki gleyma því að vorönnin er ekki búin og gætu útgjöld breyst. Þið megið því enn búast við fullt af skemmtilegu frá Framtíðinni.

Uppgjör Gjaldkera

Morfís MORFÍs lið MR – inga stóð sig frábærlega að venju. Dugnaður og jákvæðni skein af liðinu sem heild. MORFÍs er stór gjaldaliður í rekstri Framtíðarinnar og var kostnaður við hann 519.000 kr. á þessu skólaári. Má þar helst nefna kostnað vegna þjálfaralauna. MR-ví Metnaður var mikill að venju og ekkert til sparað. Allt gekk þetta vonum framar og skilaði okkur í sigri. Dagurinn kostaði Framtíðina u.þ.b. 66.831 kr. Megavikur Framtíðin hélt tvær megavikur á hvorri önn og voru þær ekki af verri endanum. Þessar vikur kostuðu 333.920 kr. Inn í þessa upphæð er reiknuð ýmis fríðndi sem Framtíðin bauð nemendum skólans upp á. Til að mynda pizzu, nammi, snakk og gos fyrir ofurbekki, osta og vöfflur í hádegishléum svo eitthvað sé nefnt. Loki Laufeyjarson Loki Laufeyjarson hefur verið í nokkuð góðum málum þetta skólaárið. Ritstjórnir og markaðsnefndir hafa unnið hörðum höndum við að safna auglýsingum. Þessi vinna hefur skilað sér í góðum og þykkum blöðum. Þau hafa öll nema eitt komið út á sléttu eða rúmlega það og var því tap í lágmarki. Árshátíðarvikan Þann 20. febrúar var árshátíð Framtíðarinnar haldin við mikinn fögnuð í Gullhömrum. Mikil vinna var lögð í að hafa árshátíðarvikuna sem glæsilegasta, látið var reyna á nýjan viðburð, Hátíðardagskrá sem gekk vonum framar. Heildarútgjöld við árshátíðarvikuna voru um 3.927431 kr. Inni í þeirri upphæð er t.d. skreytó= 122.616 kr. Gæslan= 254.012 kr. Rauði krossinn (sem er á öllum böllum)= 25.000 kr., árshátíðarútvarp= 88.300 kr., tónlistarmenn= 1.100.000 kr., skemmtiatriði= 100.000 kr., hljóðstjórn= 84.500 kr., matur í vikunni sjálfri= 191.499 kr. Gróðinn af miðasölu var u.þ.b. 2.638.004 kr. en ljóst er að árshátíðin og vikan sem henni fylgdi kostuðu Framtíðina að venju mikið. Þessir kostnaðarliðir ásamt smærri kostnaðarliðum – sem vega samt sem áður mikið þar sem margt smátt gerir eitt stórt eins og til dæmis síma- og netreikningar – gera það að verkum að Framtíðin mun að öllum líkindum koma út í plús. Nú þegar þessi annáll er skrifaður er grímuballið eftir og því ekki alveg hægt að segja til um nákvæma tölu. Ég vona svo innilega að þið elsku MR – ingar hafið notið þessa skólaárs jafn vel og við í Framtíðarstjórn. Það eru einmitt þið skráðuð ykkur í Framtíðina sem gáfu okkur þann möguleika á að gera þetta skólaár að veruleika. Peningurinn ykkar mun skila sér í enn betri Framtíð á næsta ári.

22

Takk fyrir æðislegt skólaár og til hamingju með Skólablaðið! Rúna Halldórsdóttir, Gjaldkeri Framtíðarinnar.


23


24


Leiðari „Menntaskólárin eru bestu ár lífs þíns“ er frasi sem allir fengu að heyra ótal sinnum sem börn. Fullorðna fólkið virtist álíta þessi ár einhvers konar blómatíma ævi sinnar. Ég skildi hins vegar aldrei hvað væri svona spennandi og hrífandi við menntaskóla. Ég ímyndaði mér að það væri mun skemmtilegra að vera fullorðinn með vinnu og börn, að geta gert hvað sem ég vildi. Ég hafði rangt fyrir mér! Eftir að hafa setið þrjú ár í menntaskóla veit ég fátt ef nokkuð getur slegið við tímanum í menntaskóla. Menntaskólaárin snúast nefnilega ekki einungis um námið eins og ég hélt í fyrstu. Ég er sannfærð um að þeir hlutir sem helst munu fylgja mér út í lífið séu ekki hvernig á að þýða sögu Díkaiópólisar frá forngrísku yfir á íslensku eða hvernig ég eigi að höndla þriðja stigs algebrujöfnur. Í rauninni er það sem maður tileinkar sér í náminu aðeins lítill partur af þeirri reynslu sem maður öðlast á menntaskólaárunum. Sem dæmi um ómetanlega þekkingu má nefna að hafa lært að setja ekki fæturna upp á borð í návist Hannesar portners, að velja nægilega góðan felustað þegar maður kyssir samnemendur á böllum til að fá næði frá sleikmyndahungruðum ljósmyndurum og að það sé ekki sniðug hugmynd að segja forvarnafulltrúum frá sínum dýpstu leyndarmálum grátandi á balli. Ó, hvað vinir geta kennt manni margt. Menntaskólaárin eru hins vegar ekki bara líf og fjör, maður þarf einnig að læra að standa á eigin fótum. Maður getur ekki lengur farið grátandi til pabba og mömmu hvert sinn sem eitthvað fer úrskeiðis. Fyrst á menntaskólaárunum þarf maður að læra að taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Það þýðir hins vegar ekki að aldrei megi gefa sér lausan tauminn. Menntaskólaárin eru einmitt rétti tíminn til að gera mistök og til að læra af þeim. Það munu óhjákvæmilega koma hæðir og lægðir í lífinu og það hvernig maður lærir að takast á við þær mun móta mann til frambúðar. Til mistaka á menntaskólaárunum mun maður hugsa til einn daginn og hlæja yfir því hvað maður var ungur og vitlaus. Á menntaskólaárunum mun maður eignast fjölda vina og jafnvel missa nokkra en eftir munu standa vinir sem fylgja þér alla ævi. Ég er sérlega þakklát fyrir þann tíma sem ég hef þegar fengið að njóta innan veggja Menntaskólans í Reykjavík með því frábæra fólki sem þar er. Þessi ár hafa verið þau skemmtilegustu og lærdómsríkustu til þessa. Njótum þeirra á meðan við getum því að þau munu fljótt líða hjá. Carpe diem! Kristrún Ragnarsdóttir Ritstjóri Skólablaðsins Skinfaxa 2013 - 2014

25


Markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa Markaðsnefndina í ár skipuðu nokkrar ungar snótir. Margir eru því sammála að þetta hafi verið ein atorkusamasta markaðsnefnd sem Menntaskólinn í Reykjavík hefur séð. Þær höfðu lítinn tíma en stóðu sig eins og hetjur. Þeim tókst að safna gríðarlegri upphæð á þessum stutta tíma sem þær fengu. Án erfiðisvinnu þeirra og dugnaðar hefði blaðið ekki komið út. Við gætum ekki verið ánægðari með þær.

26


“So, hvernig finnst þig Ísland?” -Allir, alls staðar, allan tímann

When I first arrived in Iceland, I was shocked. This country has trees, normallooking houses, modern cars, and Doritos. Out of all the things I thought Iceland might be, American-looking was not one of them. It might be easier to see it from my point of view if you consider that literally every single thing that comes from Iceland to the American media is either surreal or just plain bizarre. Björk, Eyjafjallajökull, an app that makes sure you’re not incesting, ponies wearing lopapeysur, and rotten shark are definitely the highlights of the world’s impression of Iceland It was such a surprise for me to arrive here and be surrounded by exactly what I’d been surrounded by before. But over time, I began to notice the little differences. No shoes inside, breaks in between movies, and you know, the language is a little bit different. I’m now halfway through my stay in Iceland, and in the past few months, these have been the wild highlights of being here: Starting school at MR was a little strange for me because it’s a little similar to my school in the states: small and old, but the Icelandic version of my school, so a little bit different in every way imaginable. Skólafélagid and Framtíðin are on freaking point. In my schools very emotional little club back home, it took us a month to theme and format a Great Gatsby-themed issue of a magazine we publish two times a year. In MR, they made Árshátíð Skólafélagsins with a choreographed dance and a movie with the Gatsby theme. Wow. Since I’ve gotten here, MR has had 3 more dances than my school in the states has every year. School here is kind of hard but for me it’s never really not been, so I’m used to it. I think the greatest thing about MR is everyone’s really commitment to fun, and the community that comes from every class, even though every class definitely has a different kind of feel. Pretty wild.

Every exchange student in Iceland has to try at least some traditional Icelandic food. So far, in the category of strange meats, I’ve tried skata, hreindýr, hestur, hangikjöt, and lifrarpylsa, and out of these hangikjöt is a clear winner. I’ve been chased down in Kolaportið with hákarl, but I’m pretty stubborn when it comes to anything rotten. Not all Icelandic food is super weird though, like skyr, pylsur, and rúgbrauð are pretty good, and laufabrauð is really fun to make. Pretty wild. One of the things I’ve had to get used to as an exchange student are directions. Without a car, I am apparently 100% useless when it comes to knowing my way around. I’ve gotten lost trying to find my way home a total of 3 times, once on the same street, and once taking the same bus 3 times in a row because I forgot the name of the stop. Either Kópavogur is a freaking maze or I just have no idea where I am all of the time. Pret-tyy willlld. The biggest highlight of all from the past few months has been all the wonderful people I’ve met and friends I’ve made. There are only 30-something high school exchange students in Iceland right now, and with this small of a community, it’s been great to get to know each other and have a team of people who know exactly how it feels at the moment. I’m so grateful for the support of AFS volunteers and resident nice people for making the whole thing possible, and for friendly people everywhere. Pret-t-tyyy willlllld. Deciding to be an exchange student is literally the best decision I’ve ever made. A mere 6 months ago, I never imagined I would ever drag a sheep by the ears, but here I am. This has been the most exciting and rewarding experience of my life to date, and I’m so grateful for all of the people I’ve met and the adventures I’ve had these past five months. Kind of wild. Julia Castner 4.M

27


Rithöfundaskólinn Biskops Arnö Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og hófst snemma á morgnana. Á hverjum degi var unnið með ákveðið fyrirbæri sem átti að nálgast út frá ritlist. Einn daginn unnum við til dæmis með hljóð. Fyrst fengum við kennslu um hljóð og hljóðræna ljóðlist inni í skólastofu, síðan fór hver og einn út með blað og blýant, settist niður undir tré í nágrenninu, hlustaði gaumgæfilega á hljóðin sem hann heyrði og skrifaði um þau. Svo notuðum við þetta efni í að búa til heilsteypta frásögn. Við unnum í hópum sem voru skiptir eftir löndum. Í hópunum lásum við verkin fyrir hvert annað og allir komu með gagnrýni, bæði kennarinn og hinir nemendurnir. Á hverjum degi var þetta oftast lokastöðin í ritunarferlinu, þ.e. að lesa fyrir samlanda sína. Á kvöldin hittist svo allur hópurinn og þá var ýmist á dagskrá lestur í boði kennara, ritunaræfingar eða leikir. Kennslan var fjölbreytt, fræðandi og oft á tíðum fáránleg (á góðan hátt)! Eyjan var ekki aðeins áhugaverð, hún var dásamleg! Unaðslega falleg og uppfull af skemmtilegu fólki, kennurum jafnt sem nemendum. Krakkar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, og allir stórskemmtilegir! Íslendingarnir höfðu búist við grámóskulegri alvöru, líkt og þau voru vön á Íslandi. Svo var ekki. Ó, nei! Hafnabolti, skák (með taflmönnum í mannsstærð!), hugleiðsla, hljóðljóð, dansiball og sænskir kanilsnúðar! Mmmm, nammi namm. Á aðeins fimm dögum urðu til ótal vináttur, slatti af kækjum, ómótstæðilegur einkahúmor og jafnvel pör. Úff! Það gerist nú ekki á hverjum degi. Það gerist á bestu dögum og þannig var ferðin. Það voru ófá tár sem féllu á kveðjustund, enginn vildi fara né kveðja en allir neyddust til þess. Við lærðum svo ótrúlega margt sem mun nýtast okkur til frambúðar. Alveg frá því að við komum heim í ágúst höfum við skrifað reglulega og á námskeiðinu öðluðumst við mikla reynslu í ritlist. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir alla sem hafa gaman af að skrifa og við bendum þeim MR-ingum sem eru 18 ára og yngri að sækja um nú í ár. En þrátt fyrir alla frábæru kennsluna sem við fengum er það fólkið sem við kynntumst í Biskops Arnö sem stendur upp úr. Við eignuðumst marga yndislega vini sem við höldum miklu sambandi við. Þessi ferð var sannkölluð endurfæðing og lífsreynsla sem mun aldrei gleymast.

Þið hafið áreiðanlega heyrt um endurfæðingar. Hindúar trúa því að eftir dauðann vöknum við aftur hress og glöð í nýjum líkama, hvers gæði fara eftir fyrrum lifnaðarháttum okkar. Það er allt gott og blessað en sú „endurfæðing“ sem ég hef í huga felst í því að líf þitt taki stakkaskiptum. Breytist fyrir fullt og allt. Að eilífu! Já, sú var raunin sumarið 2013 þegar sjö ungir Íslendingar héldu til eyjarinnar Biskops Arnö. Þar lærðu þau að skrifa, pæla og skemmta sér betur en nokkurn hefði getað órað fyrir. En, eins og þið hugsið efalaust núna, ágætu lesendur, hvað kom til? Fyrir um það bil ári síðan kynntu íslenskukennarar í MR fyrir nemendum rithöfundanámskeið sem færi fram í ágúst í Svíþjóð. Það sem fyrst vakti athygli flestra var sennilega að námskeiðið var ókeypis og þar með talið ferðalagið til og frá Svíþjóð. Ímyndið ykkur! Frí ferð til Svíþjóðar, veitingar og húsnæði innifalið! Þvílíkt og annað eins! Sá var þó hængurinn á að það þyrfti að senda inn ritgerð og aðeins nokkrir væru valdir fyrir námskeiðið. Við undirrituð sóttum um. Þó svo að ókeypis ferð til útlanda hljómaði vel, þá var fleira sem spilaði inn í þá ákvörðun, þar á meðal gamall rithöfundadraumur í maganum og ritlist sem áhugamál. Nokkrum mánuðum síðar fengu þeir einstaklingar sem komust inn svar. Á listanum voru sjö Íslendingar, þar á meðal við undirrituð. Við Íslendingarnir settum okkur í samband við hvert annað með því að stofna Facebook hóp og 27. júlí skelltum við okkur í ferð. Við vorum svo sniðug að næla okkur í tvo aukadaga sem við eyddum í Stokkhólmi (þó á okkar kostnað). Eftir þessa tvo ágætis daga sáum við ekki fyrir okkur að það gæti verið nokkuð varið í þetta námskeið. Ó, hve rangt við höfðum fyrir okkur! Þegar við stigum út úr bílnum í Biskops Arnö blasti við stórt, gult hús og annað hvítt. Þarna voru líka litlir, brúnir kofar sem litu út eins og sumarbústaðir. Rétt hjá var stórt stöðuvatn. Þetta var sænskur draumur eins og þeir gerast bestir. Við komum okkur fyrir í kofunum, í hverjum þeirra voru fjögur einstaklingsherbergi. Innan skamms söfnuðust allir nemendur og kennarar saman og kynntu sig fyrir hópnum. Þetta voru ungmenni frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi, 5-7 nemendur frá hverju landi. Auk þess var einn kennari frá hverju landi fyrir sig. Kennarinn okkar á námskeiðinu var rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl.

Guðrún Brjánsdóttir 5.A Oddur Snorrason 5.B

28


Lafði Macbeth í Hagkaup: Sönn saga Fyrir tæpu ári stóð menntaskólasnót (á tímamótum) á Bókhlöðustíg íklædd Sjálfstæðisbláum síðkjól með uppsett hárið (ég). Eini dagurinn í lífi hennar þar sem henni leið eins og karakter í Gossip Girl. Hún lifði sig inn í hlutverkið og fitlaði annars hugar við perlufestina meðan hún talaði. Hakan upp. Beint bak. Risastór pels og hanskar. Útkoman var foringi rússnesks glæpagengis sem sá sjálfur um skítverkin. Dansleikurinn sjálfur var stórfenglegur. Skólafélagar hennar litu út eins og keppendur í raunveruleikaþættinum the Swan. Þar sem keppendurnir fóru í nokkrar lýtaaðgerðir og „make-over“ áður en þeir keppa í fegurðarsamkeppni. Strákarnir voru sveittir í lófunum og stelpurnar byrjaðar að fá blöðrur á hælana. Enginn möguleiki á ballsleik því að ljósin voru kveikt. Á þessu fágaðasta kvöldi skólaársins átti menntaskólasnótinni að líða eins og drottningu. Að dansleiknum loknum hrasaði hún inn um dyrnar á eftirpartýinu og hélt rakleiðis á klósettið til þess að æla (matareitrun?). Þegar hún hafði endurtekið leikinn í portinu og jafnframt fleygt sér á strák var henni farið að líða meira eins og lafði Macbeth en Grace Kelly. Best að flýja af vettvangi. Það var að partýinu loknu sem hún komst fyrst í kynni við hinn spænska Carlos. Hún myndi aldrei gleyma nafni hans eða hvernig hann hélt utan um hana. Hvernig hún féll í arma hans og gat ekki með nokkru móti slitið sig lausa. Mjúkhenti og vandvirki Carlos. Höfðinu hærri en hún og byggður eins og grískur guð. Carlos var öryggisvörðurinn í Hagkaupum í Garðabæ og hafði gripið hana glóðvolga við þjófnað. Lóa Björk Björnsdóttir

29


Ég byrjaði kvöldið á Introbeats sem spilaði í anddyrinu. Hann var auðvitað svellkaldur eins og vanalega og virtist hann eiga sér stóran aðdáendahóp. Næst tók við Muted í Kaldalónssalnum. Ég heyrði um Muted fyrst fyrr sama dag og leist vel á tónlistina þannig að ég ákvað að skella mér. Þar var sitjandi stemning, góð hip hop tónlist og dáleiðandi myndskeið af alls konar graffi og götulist. Sé alls ekki eftir því að hafa gefið þessum lítið þekkta tónlistarmanni tækifæri. Eftir Muted skottaðist ég beint á Hermigervil sem var í anddyrinu. Mér fannst allt of lítið af fólki á tónleikunum miðað við hversu skemmtilegur Hermigervill er. Hann sá þó um að halda uppi stuðinu og ég efast um að nokkur maður hafi orðið fyrir vonbrigðum.

Helgina 13. til 15. febrúar var haldin í Hörpu tónlistarhátíðin Sónar í annað skipti í Reykjavík. Hátíðin er alþjóðleg og hefur verið haldin víða um heim og er lögð áhersla á raftónlist. Íslenska hátíðin bauð upp á ýmislegt annað en raftónlist, eflaust vegna þess að ekki er nógu stór markhópur á litla landinu okkar sem færi á tónlistarhátíð eingöngu tileinkaðri raftónlist. Á hátíðinni spilaði fjöldinn allur af tónlistarmönnum í hinum ýmsu sölum Hörpu og gat því hver og einn með vali á tónleikum gert hátíðina einstaka fyrir sig. Hátíðin hófst á fimmtudegi og var mikil tilhlökkun í loftinu. Flestir voru með dagskrána meðferðis og búnir að merkja inn þá tónleika sem þeir hygðust sækja.

30


Major Lazer kom mér skemmtilega á óvart. Ég bjóst ekki við miklu þar sem tónlistin þeirra er ekki beint minn tebolli en tónleikarnir voru samt sem áður mjög skemmtilegir og fullir af konfetti, ljósum, fánum og annarri skemmtun. Það sem er mér minnisstæðast er þegar einn þeirra dýfði sér í áhorfendaskarann í stórri plastkúlu. Ég var alls ekki svikin af Sónar og ég held að flestir hafi skemmt sér mætavel. Hátíðin bauð upp á eitthvað fyrir alla, sama hvort sem þeir vildu heldur sækja rólega sitjandi tónleika eða klikkað bílakjallararave. Miðinn var þó nokkuð dýr en því fyrr sem þið nælið ykkur í miða fyrir Sónar 2015 því ódýrari verður hann!

Þegar föstudagurinn gekk í garð hélt ég að ég myndi springa úr spenningi því von var á Bonobo sjálfum í Silfurbergi. Það eina sem ég hef út á tónleikana hans að setja er hversu stuttir þeir voru. Bonobo hefur gefið út allt of mikið af góðri tónlist fyrir rúmlega klukkutíma langa tónleika. Stuðið hélt þó áfram í Silfurbergi og var það að mínu mati staðurinn til að vera á á föstudeginum því Gluteus Maximus og Jon Hopkins spiluðu þar út í nóttina. Á laugardeginum fór ég beint niður í bílakjallara þar sem án efa mesta dansstemning hátíðarinnar var. Ég brenndi ábyggilega öllum þeim kaloríum sem ég innbyrði þann daginn dansandi við Diplo í góðan klukkutíma. Stærsta nafn hátíðarinnar í ár var Major Lazer og spilaði hann í Silfurbergi á miðnætti.

Fríða Þorkelsdóttir 31


Iceland Airwaves er mörgum kunnug. Hún hefur verið haldin í miðbænum síðustu 15 ár og er því erfitt að láta hana fram hjá sér fara. Stemningin þessi fáu kvöld er engri lík og fólk kemur víða að til að fá bragð af þessari einstöku upplifun. Tekur hátíðin sér stað á hinum ýmsu stöðum í miðbænum meðal annars listasöfnum, bíóhúsum, kaffihúsum, börum og ekki síst í mikilfenglegum tónleikarsölum. Tónlistarmennirnir eru eins fjölbreyttir og staðsetingarnar, við heyrum raftónlist, reggae, rokk, indie popp og margar fleiri tónlistartegundir óma um miðbæinn. Af því má leiða að hver sem er ætti að geta skemmt sér á hátíðinni og fundið sér tónlist að sínu hæfi. Hér eru þrjú atriði sem stóðu upp úr að okkar mati! Mykki Blanco er ljóðskáld, gjörningalistakona og rappari frá New York. Hún mætti á sviðið í Listasafni Reykjavíkur með ljósa hárkollu, ber að ofan með geirvörtudúska og tryllta orku í eftirdragi. Hún hoppaði um sviðið eins og í dáleiðslu og heillaði salinn með grjóthörðu textunum sínum.

32

Omar Souleyman er sýrlenskur tónlistarmaður sem spilar hraða, arabíska techno tónlist. Samkvæmt þýðingunum sem við fundum á netinu eru flest lögin hans ástarlög og er hann mjög vinsæll í brúðkaupum. Omar hefur unnið í samstarfi með Björk og settið hans í Silfurbergi kom 500 manns til að dilla sér. Samaris spilar draumkennda trip-hop tónlist í anda Portishead og Massive Attack. Í hljómsveitinni eru Áslaug Rún Magnúsdóttir, Þórður Kári Steinþórsson og Jófríður Ákadóttir. Þau spiluðu í Silfurbergi í Hörpunni við mikinn fögnuð. Margir aðrir listamenn fengu mjög góðar móttökur eins og Gold Panda, Kraftverk, Savages, Ghostigital. Allir eru vinir á Airwaves ekki vera feimin við að láta sjá ykkur. Sjáumst næsta nóvember! Katrín Anna og Þórhildur Tinna 5. B


33


[ Extreme Chill ] Undir jรถkli 2013

34


Hátíðin er raftónlistarhátíð og þar stíga íslenskir sem og erlendir tónlistarmenn á svið og eru þeir hver öðrum betri, áhugaverðari og frumlegri. Hátíðin er haldin undir jökli, 3 tíma keyrsla frá borginni og teljum við það vera skylda allra áhugamanna um raftónlist að næla sér í miða á þessa einstöku raftónlistarhátíð undir jökli. Yfir 20 tónlistarmenn tóku þátt í fyrrasumar. Lineuppið innhélt tónlistarmenn á borð við Samaris(IS), Mixmaster Morris (UK), Mimetic(CH), Mikael Lind (SE) og Le Sherifs (EG). Maður fær að hlusta á þessa frábæru raftónlistarmenn og fleiri sýna listir sínar. Þessi hátíð spannar vítt svið raftónlistar, allt frá djúpum tónum sem sefa hjartarætur til tryllandi takta sem láta líkamann dansa. Þar sem hátíðin er haldin á Hellisandi, sem er hið týpíska íslenska þorp, hús á víð og dreif, eru miklar líkur á að maður komist í náin kynni við marga af tónlistarmönnunum. Hátíðin er þar af leiðandi einstök og persónulegri en aðrar. Sumir láta það stoppa sig að þurfa að komast þessa vegalengd. En landsmenn flykkjast að til að berja tónlistarmenn augum á sumri hverju, og er þetta ein af þeim sem þú vilt alls ekki missa af. Tjaldsvæðið bókstaflega iðar af lífi. Um leið og stigið er inn á tónleikana er skemmtunin hafin. Dansinn dunar stanslaust í eina helgi við misróandi raftóna í venjulegum félagsheimilissal sem orsakar nánast súrrealíska stemningu. Fólk hefur farið svo langt að kalla þetta orgasmíska upplifun. Fyrir alla þá sem ákveða að fara mun raftónlist verða að hjartslætti lífs þeirra eftir hátíðina. Eitt er víst, við mælum hiklaust með Extreme Chill Festival. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir Karólína Jóhannsdóttir

35


Keflavík Music Festival

Þann 5.-9. júní var haldin tónlistarhátíð í Keflavík. Þrátt fyrir hræðilega staðsetningu og hræðilegan skipuleggjanda tókum við okkur sex saman og keyptum okkur miða. Þann 3. júní var endurtökupróf í latínu tekið með trompi og á fimmtudeginum 5. komu niðurstöðurnar í ljós og var þeim fagnað með frábærum tónleikum í Reykjaneshöllinni í Keflavík. Fyrstur á svið var hinn æðislegi Ásgeir Trausti sem hitaði upp fyrir allt kvöldið, fagmaður. Næstir voru dönsk/austurlensku strákarnir sem mynda hljómsveitina Outlandish. Þeir eiga meðal annars heiðurinn að tímalausa laginu “Aicha” og hinu frábæra “Warrior/Worrier”. Þessir strákar voru ótrúlega góðir og ætlaði þakið af rifna af húsinu. Á eftir þeim komu breska hljómsveitin Rudimental, sem allir ættu nú að þekkja eftir þrotlausa spilun íslenskra útvarpsstöðva. Lög eins og “Not Giving In”, “Waiting All Night” og “Feel The Love” eru öllum kunn og heppnin var með tónleikagestum þar sem hin ótrúlega hæfileikaríka Ella Eyre, sem er fædd 1994, og hinn frábæri John Newman sungu með hljómsveitinni. Undirrituð voru meira að segja svo heppin að fá að vera alveg við sviðið og eru ekki frá því að Newman hafi blikkað sig. Lokahljómsveit kvöldsins var hin ástralska Temper Trap sem kláraði þetta fimmtudagskvöld með ljúfum tónum. Söngvarinn Dougy Mandagi, sem er með einhverja albestu rödd okkar tíma að mínu (jamm) mati, tók lög á borð við “Fader”, “Love Lost” og “Sweet Disposition” og þeir fáu sem eftir voru í salnum voru gjörsamlega gagnteknir. Að okkar mati var Temper Trap ein af betri hljómsveitum hátíðarinnar og við vorkennum þeim sem héldu heim eftir Rudimental og misstu af þessari snilld. Eftir svakalegan fimmtudag var ágætis föstudagskvöld. Hljómsveitir kvöldsins voru flest allar íslenskar, fyrir utan hina amerísku Far East Movement, sem er meðal annars þekkt fyrir lögin “Live Your Life” og “Like A G6”. En með ógurlegri sviðsframkomu náðu þeir að rífa upp stemmninguna, þrátt fyrir slæm ummæli fjölmiðla um misheppnaða tónlistarhátið.

Eftir dagskrána í Reykjaneshöllinni héldum við á Manhattan þar sem Emmsjé Gauti, Gísli Pálmi (GP $WAG) og Úlfur Úlfur léku listir sínar. Þess má geta að undirrituð fékk mynd af sér og GP og heldur mikið upp á hana. Mikill spenningur var í loftinu fyrir laugardagskvöldinu. Tinie Tempah, Iggy Azalea (fyrir nokkra meðlimi litla hópsins) og Nicky Romero áttu öll að koma fram og átti að klára hátíðina með hvelli. En þegar komið var á staðinn kom í ljós að Iggy Azalea kæmi ekki fram, ein af fjölmörgum sem töldu skipuleggjendur hátíðarinnar ekki standa við skilmála. Þess í stað voru Friðrik Dór og Nicky Romero færðir af sínum sviðum á stóra sviðið og var gert gott úr þessu öllu. Friðrik Dór hélt uppi stemmningunni sem myndaðist eftir XXX Rottweiler hunda og á eftir honum kom hinn breski Tinie Tempah sem meðal annars er þekktur fyrir lög á borð við “Written In The Stars”, “Pass Out” og “Earthquake”. Það ætlaði allt að keyra um koll þegar Tinie Tempah hóf leik með laginu Frisky eftir þó nokkra bið. Með honum var hinn mikli meistari DJ Charlesy, en saman náðu þeir að keyra upp magnaða stemningu. Allir voru sammála um að Tinie féll í hóp bestu atriða helgarinnar. Það er kannski ekki hægt að segja að allir hafi verið að missa sig í spenningi fyrir Nicky Romero en við ákváðum að færa okkur frá fremstu línu og fara aftar í salinn. Þar gátum við dansað við þvílík “remix” og dúndrandi bassa og höfðum ekkert smá gaman að. Nicky var með þvílíka ljósasýningu og stemningin var frábær. Eftir dagskrána ákváðum við að kíkja á Manhattan og hlusta á undurfagra tóna Blazroca og Bent. Þrátt fyrir lélega umfjöllun og mikil forföll sem ollu þó nokkrum vonbrigðum skemmtum við okkur mjög vel og þökkum fyrir frábæra helgi. Kristinn Logi Auðunsson Sandra Smáradóttir 5.B

36


37


Sokkaball Hinu árlega sokkaballi fyrir 4. bekkinga í Menntaskólanum í Reykjavík var sko heldur betur ekki sleppt í ár og var það haldið föstudaginn 1. nóvember á Flúðum. Á sokkaballinu er hefð að dressa sig upp í lopapeysu og skella lopahosum á lappirnar á sér. Svo má ekki gleyma brosinu nema þú viljir vera eitthvað sérstaklega fierce á þessu blessaða balli. Ferðin byrjaði með rútuferð frá Menntaskólanum að Flúðum. Eftir spennuþrungna rútuferð var áfangastað loksins náð. Úti var dimmt og adrenalínið var byrjað að flæða undir peysunum alveg niður í hosur. Bekkjarráðsmenn ætluðu greinilega ekki að láta sitt fólk svelta og keyptu meira en nóg af dýrindis pulsum sem var hent á grillið. Þær voru síðan étnar af bestu lyst og skolað niður með kóki. Þá var sko komið að því að dansa. Æstir unglingarnir æddu á dansgólfið með fullan maga og tóku sveittan snúning. Andrúmsloftið angaði af losta og ullarfötum. Eftir taktfastar hreyfingar við undurfagurt harmonikkuspil var ferðinni heitið í sundlaugina. Þar var flexað og slúðrað í heitu pottunum, og aðrir brugðu sér á leik með bolta. Eftir að allir voru búnir að baða sig var haldið heim eftir vel heppnað ball. Ég held að allir séu sammála um að þetta ball hafi kennt okkur að hæfileikar geri mann ekki að góðum dansara heldur gleðin í hjarta mannsins.

Sandra Lilja 4. A

38


39


TOGA+GLOWSTICKS+BUS AGREY+ÞAMB=BUSABALL Busaballsumfjallanir

Toppi dagsins var náð. Búin að þurrka af mér busatárin og blóðið og komin í sparitogann. Í fyrirpartýinu var eftirvæntingin mikil og allir skemmtu sér brjálað vel ― sumir kannski aðeins of vel, hehe. Rúta niður í Vodafone og þar tók sturlunin við. Dansinn dunaði og margir fundu 10 mínútna-sálufélagana sína á dansgólfinu. Hátindurinn var samt þegar BINGÓ-krakkarnir tóku lagið ― hellað. En annars var þetta flott ball skipulagt af flottu fólki! „O.m.g.“ hvað þetta var skemmtilegt ― minnir mig. Gef því 4 stjörnur af 5. -Hanna Björt Kristjánsdóttir, 6. U

Eftir vel heppnað fyrirpartý hjá sjötta bekk var haldið á busaballið. Busaballið var toppurinn á busadeginum hjá mér. Mér fannst „rave-þemað“ frábær hugmynd og stemningin var þokkalega góð. Ég skemmti mér mjög vel og held að aðrir hafi gert það líka. Miklar væntingar voru fyrir ballinu og ég held að það hafi staðist þær allar. 4 stjörnur af 5. -Hafdís Erla Gunnarsdóttir, 3. J Mér fannst busaballið fáránlega skemmtilegt! Mjög góð staðsetning og það kom mjög vel út að hafa sviðið í miðjunni. Ótúlega gaman þegar Bingó fór uppá svið og flutti þamb, þamb. Geggjað fjör og geggjuð stemning, 5 stórar stjörnur! -Kristín Björg Björnsdóttir, 4. B

Bekkurinn hittist klukkan 6 öll klædd tóga (sem er ótrúlega þægilegt), kveikt á „strobe“ljósinu og biðin eftir busunum hafin. Þeir týndust inn einn og einn og voru teknir í „rave“- og lífskennslustund. Allt fór að sjálfsögðu friðsamlega fram. Á ballinu var virkilega gaman. Hringsviðið virkaði vel og „fistbumpdansstemningin“ í hámarki. 4,5 af 5 stjörnum. -Tryggvi Skarphéðinsson, 6. Y

Busaballið, eða það sem ég man af því, var frábært. Þar var góð stemning og margt fólk. Það er alltaf gaman á „rave-i“ og ég hlakka mikið til busaballsins á næsta ári. 4+½ stjarna. -Tómas Viðar Sverrisson, 4. M Busaballið stóð svo sannarlega undir væntingum í ár. Það var virkilega skemmtileg tilbreyting að hafa sviðið í miðjunni sem gerði það að verkum að svæðið nýttist einstaklega vel og nóg pláss fyrir dans. Ég man lítið eftir tónlistinni en þó því að hún hélt uppi frábærri stemningu. Klárlega ball sem ég væri til í að fara aftur á! Ballið fær 5 stjörnur af 5 frá mér. -Rannveig Dóra Baldursdóttir, 5. U Til þess að meta hve frábært busaballið var nota ég kunnáttu mína í lesinni stærðfræði. Sönnun: Athugum að skv. reglu Guðna Ágústssonar um tvö tré gildir: „Þar sem tvær manneskjur koma saman, þar er partý.“ Einnig sést af busaballs-„eventinu“ á Facebook að 1000 manns hafi farið á ballið en þetta tvennt gefur: 1000manns = 500partý = ball sem fær fjóra og hálfa af fimm mögulegum. Q.e.d. -Páll Ársæll Hafstað, 5. S

40


41


Viðtöl við háskælinga 1. Fullt nafn Birgir Marteinsson. 2. Hjúskaparstaða Í farsælli sambúð með meðleigjanda mínum, en á lausu. 3. Atvinna Hef unnið hjá Sýslumanninum í Kópavogi í skólahléum síðustu ár auk þess sem ég er varaformaður FSHA. 4. Í hvaða menntaskóla varstu? Ég lauk stúdentsprófi frá mínum kæra MR vorið 2007. 5. Hvað ertu að læra uppi í háskóla? Ég er að ljúka þriðja ári í lögfræði nú í vor. 6. Hvernig er félagslífið í HA? Hvar á ég að byrja? Í HA er öflugt félagslíf. Hér starfa sex aðildarfélög auk FSHA sem er félag stúdenta við HA. Hlutverk félaganna er m.a. að halda uppi kröftugu félagslífi yfir veturinn. Haustið byrjar með þrusu nýnemaviku þar sem tekið er vel á móti nýnemum og svo rúllar boltinn yfir veturinn og segja má að á Akureyri sé aldrei dauð stund. Fastir liðir eru Sprellmót skólans, Ólympíuleikar, vísindaferðir, Stóra vísindaferðin til Reykjavíkur og svona mætti áfram telja. Þétt tengslanet nemenda myndast strax á fyrstu vikum skólagöngunnar sem gerir það að verkum að háskólanemar verða áberandi þáttur í bæjarmenningunni, hvort sem er á kaffihúsum, tónleikum, í Hlíðarfjalli eða á skemmtistöðum bæjarins. 7. Er námið mjög frábrugðið náminu í menntaskóla? Ég útskrifaðist af náttúrufræðideild frá MR og námið í MR er töluvert frábrugðið lögfræðináminu. Það er t.d. óalgengt að kennsludagar séu skipulagðir þannig að kennsla standi yfir allan daginn. Háskólanámið er þannig uppbyggt að nemendur hafa ágætan tíma til að sinna náminu og undirbúa sig fyrir næsta kennsludag. Námið í MR hefur þó nýst mér vel þar sem kröfurnar sem gerðar eru í MR eru sambærilegar við háskólanámið. Þegar ég lít til baka má segja að það sem var dýrmætast við námið i MR hafi verið að þar „lærði ég að læra” ef svo má að orði komast og hefur það komið sér vel í háskólanáminu. 8. Fylgja háskólanáminu einhver fríðindi? Ef svo er hver eru þau? Háskólanemar við HA njóta margskonar fríðinda hjá ýmsum fyrirtækjum, kaffihúsum og skemmtistöðum bæjarins. Þetta hefur oft komið sér vel þegar buddan er í léttari kantinum. 9. Hvernig mun háskólanámið hjálpa þér í framtíðinni? Þar sem ég er í lögfræði er námið forsenda fyrir að ég fái starf í þeim geira. Þá býður námið hér einnig upp á að nemendur fari erlendis í frekara nám. Námið og þau þéttu tengslanet sem myndast á Akureyri mun eflaust verða til þess að opna fyrir mann allar heimsins dyr að námi loknu. 10. Lýstu hinni týpísku háskólagöngu með einni setningu. Háskólagangan er eins og lostafullur kokteill. Sitt lítið af súru, bitru, einföldu og flóknu með sætu eftirbragði - svona eins og lífið sjálft.

42


1. Fullt nafn Ingibjörg Ósk Jónsdóttir 2. Hjúskaparstaða Í sambandi 3. Atvinna Ég vinn á tveimur frístundaheimilum fyrir fötluð börn þar sem ég sé um iPad kennslu. 4. Í hvaða menntaskóla varstu? Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 2012. 5. Hvað ertu að læra uppi í háskóla? Hugbúnaðarverkfræði 6. Hvernig er félagslífið í HR? Félagslífið er frábært! Nemendafélag tölvunarfræðideildarinnar, Tvíund, er mjög öflugt þrátt fyrir lágt hlutfall af stelpum. Síðasta haust stofnuðu ég og þrjár aðrar stelpur félagið /sys/ tur sem er félag fyrir stelpur innan tölvunarfræðideildar HR. Við höldum /sys/tra/kvöld einu sinni til tvisvar í mánuði þar sem við höfum annað hvort fyrirlestrarkvöld eða vinnustofu. Á síðasta /sys/tra/kvöldi fengum við fimm flottar konur úr Startup bransanum til þess að deila með okkur reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki. Á síðustu vinnustofu kynntum við okkur litlu forritanlegu tölvuna Raspberry Pi. Verkefnin okkar með Raspberry Pi og tæknilegó-róbotið Krúttmund kynntum við síðan á UT messunni í febrúar. Þess er vert að geta að allir sem hafa áhuga eru velkomnir á /sys/tra/kvöld. Þið getið fylgst með viðburðum á síðunni okkar á facebook, RU /sys/tur.

8. Fylgja háskólanáminu einhver fríðindi? Ef svo er, hver eru þau? Það er ekki skyldumæting sem er frekar næs. Síðan eru allir tímarnir í tölvunarfræðideildinni teknir upp og sendir út í beinni á Google Hangout þannig það gerir ekkert til þó þú sofir örlítið yfir þig. Eftir tímann eru fyrirlestrarnir síðan aðgengilegir á netinu sem er mjög þægilegt ef maður vill horfa aftur á þá. 9. Hvernig mun háskólanámið hjálpa þér í framtíðinni? Mér eru allir vegir færir eftir þetta nám. Ég get í raun og veru valið mér við hvað ég vil vinna því tæknin er jú alls staðar. Markmiðið mitt er að stofna fyrirtæki og búa til smáforrit sem nýtast til kennslu. Ég hef mikinn áhuga á að efla tækniþekkingu í grunnskólum landsins og koma fleiri stelpum inn í tæknigeirann.

7. Er námið mjög frábrugðið náminu í menntaskóla? Ég útskrifaðist af eðlisfræðibraut í MR þannig að ég var mjög vel undirbúin fyrir háskólann. Ég byrjaði í heilbrigðisverkfræði í HR og fyrsta önnin var í raun bara upprifjun úr MR fyrir utan einn áfanga, Hagnýta forritun. Ég hafði aldrei forritað áður og vissi í raun ekkert hvað í því fælist en þessi áfangi opnaði alveg nýjan heim fyrir mér. Háskólanámið er öðruvísi að því leiti að nú finnst mér ég vera að læra eitthvað sem ég mun koma til með að vinna við og þar að leiðandi langar mig til þess að læra og kunna hlutina almennilega. Námið í HR er krefjandi og ég er yfirleitt í skólanum frá morgni og fram á kvöld en samt styttra um helgar. Ég er samt alltaf spennt að fara í skólann því þarna eru bestu vinir mínir og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. Það eru ekki jafn mörg hlutapróf yfir önnina eins og voru í MR en á móti koma fullt af verkefnum. Mörg verkefnanna eru hópavinnuverkefni sem hjálpa manni að kynnast nýju fólki og undirbýr mann vel fyrir atvinnulífið. Ég mæli með því að finna sér góðan lærdómsfélaga í háskólanum því það gerir námið miklu skemmtilegra. Í HR býðst manni að taka sjálfstætt verkefni sem valgrein. Síðasta haust vann ég að slíku verkefni með vinkonu minni. Okkur datt í hug að búa til námsgagn fyrir iPad kennslu í grunnskólum og við fengum samþykki hjá deildinni um leið. Þetta var mjög skemmtilegt og við fengum alveg að ráða ferðinni. Við kenndum 2. og 3. bekk í Kelduskóla á iPad einu sinni í viku og blogguðum eftir hvern tíma á vefsíðuna okkar Appland.is sem er upplýsingaog fræðsluvefur um notkun á smáforritum í skólastarfi.

10.Lýstu hinni týpísku háskólagöngu í einni setningu. Háskólagangan er besti tími lífs þíns þar sem þú færð að þroskast á vitsmunalegu stigi, mynda tengslanet og verða snillingur í því sem þú hefur virkilega áhuga á.

43


Við hvað starfarðu?

Við gengum inn á Bravó klukkan fimm á gráum miðvikudegi og þar sat hún Hildur Lilliendahl að sötra á einum ísköldum í rólegheitunum. Flestir vita hver Hildur er þar sem hún er þjóðþekktur femínisti sem er ekki feimin við að láta skoðanir sínar í ljós á veraldarvefnum (við misgóðar undirtektir). Hildur er kvenskörungur sem er meðal annars með blogg-síðunna KarlarSemHataKonur.tumblr.com þar sem hún birtir viðurstyggileg kvenfyrirlitingarummæli sem karlmenn láta flakka á hinum ýmsu vefmiðlum. Hildur hefur verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði vegna ákveðins bland.is-máls þar sem hún lét ákveðin ummæli falla. Þetta viðtal var tekið áður en það mál leit dagsins ljós og því verður ekki rætt um það. Við ræddum hinsvegar við hana um lífið, femínismann og hvort við mættum kalla hana Hillu Lill

Ég er verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar í Ráðhúsinu og er búin að vera þar síðan 2008. Stærsta verkefnið í mínu starfi eru allar almennar kosningar sem eru haldnar á Íslandi. Ég verkefnastýri þeim fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Þetta er mjög umfangsmikið verkefni en alla jafna á milli kosninga þá er tölvuog vefmál hjá skrifstofunni stærsta verkefnið mitt. Hvað er á döfinni hjá þér á næstunni? Það er svo sem ekkert sérstakt. Ég er bara svona go with the flow femínisti sem tekur alltaf mjög spontant og oft vanhugsaðar ákvarðanir út frá einhverju drasli sem ég rekst á og fer í taugarnar á mér. Það er eiginlega bara þannig sem ég hef kosið að rúlla í allri minni baráttu. Taka einn dag í einu og tækla þau vandamál sem ég rekst á.

Í hvaða menntaskóla varstu? Ég var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á nýmálabraut sem var að flestu leyti frábært.

Hvað er, í þínum eigin orðum, femínismi?

Fórstu í eitthvert framhaldsnám?

Femínisminn er sú hugmyndafræði sem liggur að baki baráttunar fyrir jafnrétti kynjanna. Hann er auðvitað ofboðslega breiður og fjölbreyttur og alls konar. Mér finnst full ástæða til að fagna því að fólk sé að berjast á sínum sviðum, láti sín hugarefni og áhugamál ráða för. Hann gengur auðvitað fyrst og fremst út á það að átta sig á og horfast í augu við það að karlar og konur búa ekki við sömu skilyrði og það er ekki í lagi. Við verðum að reyna að uppræta það með öllum tiltækum ráðum.

Já, ég fór í Háskólann og byrjaði í sálfræði strax eftir FB. Ég entist í um mánuð, mér fannst alveg óendanlega leiðinlegt svo ég skipti strax um námsleið eftir áramót. Ég lærði kynjafræði sem aukagrein í 2 ár í fullu námi en ég náði ekki að klára. Ég fór að vinna sem endaði með því að ég gafst upp á þessum skóla. Núna er ég eiginlega að bíða eftir því að það verði hægt að læra kynjafræði sem aðalgrein. K: Er verið að vinna í því? Örugglega ekki. Ég hef amk hitt starfsfólk uppi í Háskóla sem segir mér að þess verði langt að bíða. K: Hvernig finnst þér kynjafræðin vera kennd uppi í Háskóla? Í fyrstu fannst mér hún ofboðslega merkileg og spennandi. Mér fannst þetta vera svona rosalega mikill eye-opener. Ég áttaði mig á rosalega mörgum kerfislægum vandamálum sem ég hafði bara ekki séð. Svo þegar fór að líða á námið fannst mér hún í borgaralegri kantinum. Mér fannst ekki nógu mikið tekist á við vandamál sem mér finnst vera grunnurinn og kjarninn, vandamálin sem snúa að mjög djúpstæðum og rótgrónum hugsunarhætti hjá okkur sem samfélagi. Ofbeldishneigðinni og valdabaráttunni. Mér fannst vera fókuserað óþarflega mikið á afleiðingarnar af þessum vandamálum sem er það sama og mér hefur fundist mega kvarta undan hjá kvennabaráttunni almennt á Íslandi. Mér hefur fundist vera fókus á að gera konur að kraftmeiri þátttakendum í feðraveldinu og kapítalismanum, kerfunum sem halda þeim niðri, í stað þess að ráðast á rót vandans

Hver finnst þér vera helsti galli við feminismahreyfinguna? Svipað og með kynjafræðina í Háskólanum finnst mér þessi barátta svo borgaraleg. Hún gengur svo mikið út á að koma konum í stjórnunarstöður og hækka launin þeirra og einhvern veginn karlgera þær, gera þær að meiri körlum og færa þeim meiri völd innan þessa kerfis. Ég er bara ekki nógu mikill kapítalisti til að geta tekið undir þá hugmyndafræði. Ég vil bara brjóta niður kerfið, ég vil bara að við lærum að hugsa upp á nýtt og endurskoðum þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að okkur finnst karlar vera hæfari og frekar þess virði að þeim sé treyst fyrir völdum og öllum ítökum í samfélaginu. K: Mér finnst maður sjá þetta mjög mikið í því að allar konur sem eru í stjórnunarstöðum til dæmis klæða sig til mjög karlmannlega… Þær eru það og þær hafa líka algjörlega tekið á sig alla hegðun karlanna í kringum sig og þær snerta ekki jafnréttisbaráttuna með litla fingri, þú sérð aldrei femínista í stjórnunarstöðu. 44


45


Ekki á einkamarkaði, það er bara ekki til í dæminu vegna þess að konurnar sem ná svona langt á einkamarkaði hafa komist þangað með því að haga sér eins og karlar, með því að taka á sig karlega kyngervið og vera með í strákaleiknum og það er bara femínismi sem mér hugnast ekki rassgat. Mér finnst hann bara ömurlegur. Hvenær varðstu, eða uppgötvaðir að þú værir femínisti? Aldrei. Ég er fæddur og uppalinn femínisti. Þegar ég kláraði 10. bekk var gerð árbók í bekknum mínum og vinkonur mínar skrifuðu texta um mig og þar stóð “Hildur er mikill kvenréttindafrömuður.” Þetta hefur alltaf fylgt mér. En hins vegar, við það að byrja í kynjafræðinni í Háskólanum lærði ég alveg ótrúlega merkilega hluti. Ég lærði að endurskoða hluti sem mér hafði fundist algjörlega sjálfsagðir, alls konar ranghugmyndir sem ég hafði sem ég var bara alin upp við algjörlega frá grunni. Það sem er mér minnisstæðast í því er þegar vinkona mín, sem var að læra kynjafræði, spurði mig hvort það gæti verið að þessi munur sem ég vildi meina að væri á kynjunum, væri bara misskilningur. Og ég sagði bara “Ha? Hvað meinarðu? Það er í líkamlegu eðli karla að vera líkamlega sterkari en konur?” Og hún sagði “Ókei, en hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvort það sé bara þróun sem hefur átt sér stað öldum saman vegna þess að konum hefur verið haldið heima en karlarnir hafa farið út?”

46

Ég fékk bara svona ákveðið clarity-moment þar sem ég áttaði mig á því að kannski vissi samfélagið ekki allt, kannski væri mikið af því sem við tökum bara sem sjálfsögðum hlutum byggt á einhverjum misskilningi. Finnst þér vera einhver grundvallarmunur jafnréttissinni og femínisti?

á

vera

Já, algjörlega. Eða mér finnst í sjálfu sér ekki vera neinn munur á að vera jafnréttissinni og femínisti nema að jafnrétti spannar yfir víðara svið en bara kynjajafnrétti. Hins vegar finnst mér vera mjög skýr og klár munur á fólkinu sem kallar sig jafnréttissinna og þeim sem kalla sig femínista og það er iðulega þannig að fólkið sem vill ekki kenna sig við femínisma og vill ekki kalla sig femínista, það einmitt eru ekkert femínistar. Það er ekki fólk sem raunverulega vill taka þátt í baráttunni og finnst vera einhver meiriháttar vandamál sem hafa ástæður til að það sé tekið á þeim. Þannig að mér finnst þessi aðgreining ekkert klaga upp á mig að margt fólk vilji frekar vera jafnréttissinnar. Þá er bara meira pláss í femínismanum fyrir þá sem vilja taka slaginn.


Hvernig tekurðu gagnrýninni sem þú færð frá samfélaginu á veraldarvefnum? Bara eins og hverju öðru hundsbiti. Ég er orðin ansi sjóuð í því að taka ekkert nærri mér, eða svona nánast engu, nema það verði persónulegt eða fari eitthvað út í heimilislífið mitt. Yfirleitt er þessi gagnrýni bara áminning um það að ég sé í rétta liðinu af því að fólkið sem segir ljótustu hlutina um mig er svo hálfvitalegt. Það er svo auðvelt að afskrifa það. Og mér finnst svo oft sú umræða sem ég verð vitni að og hef aðgang að á netinu um femínisma vera ágætis fávitasía. Allt þetta fólk sem er gargandi um þessa “helvítis femínista” eða þessa “helvítis Hildi Lilliendahl sem er að eyðileggja femínisma”, þetta er bara ljómandi fínt. Það eru rosalega skýr skil milli þess fólks og þeirra sem tala fyrir femínisma því þeir sem tala fyrir femínisma tala aldrei á þessum nótum. Þetta eru aldrei vel ígrunduð eða vel framsett rök hjá hálfvitunum og það segir mér allt sem segja þarf. K: Er það ekki þannig að fólki finnst óþægilegt að heyra staðreyndir um kynjajafnrétti og bregst við á ógeðfelldan hátt? Já, það bregst við með einhvers konar ofbeldi, vegna þess að það er verið að koma við eitthvað sem er óþægilegt og þá fara klærnar út og fólk verður ofboðslega reitt og því verður heitt í hamsi og það segir mér að ég sé að gera eitthvað rétt, ég er að hitta á einhvern punkt sem skiptir máli. Er eitthvað sérstakt sem þér finnst að femínismi sem hreyfing ætti að leggja mesta áherslu á? Þ.e. hvað finnst þér mikilvægast að berjast fyrir? Mér finnst að femínistar ættu að berjast fyrir að koma einhvers konar femínískri menntun inn á öll skólastig, byrja í leikskólum. Koma henni inn í kennaranám ekki síðar en í gær. Ég held að lausnin á þessu vandamáli sé að ala upp betri kynslóðir. Fæða af okkur betri börn sem geta getið af sér betri börn sem fæðast inn í aðeins betra samfélag o.s.frv. Það sem mér finnst líka mikilvægt að femístar hafi í huga og séu meðvitaðir um öllum stundum er að hvítu, íslensku millistéttarfemínistarnir njóta alveg ofboðslega mikilla forréttinda. Ég nýt brjálæðislega mikilla forréttinda á heimsvísu. Ég, sem hvít kona á Íslandi sem á þak yfir höfuðið, mörg pör af skóm, þvottavél og rennandi vatn og hef meira að segja það umfram margar kynsystur mínar á Íslandi að ég hef aðgang að fjölmiðlum, ég hef rödd og völd. Ég er með yfir 400.000 krónur í mánaðarlaun. Svo er ég gagnkynhneigð í þokkabót. Ég er ófötluð. Ég er bara komin helvíti nálægt toppnum. Allt þetta færir mig ofar, allir þessir hlutir eru eins konar þrep í forréttindastiganum. Ef ég ætti einhverja alvörupeninga eða meiri völd eða væri karlmaður þá væri ég komin á toppinn. Þá væri ég komin eins hátt og hægt er að komast í forréttindastiganum. Ég held að við getum ekki skilið misrétti sem við sjáum í samfélaginu eða verðum fyrir sjálf nema við gerum okkur grein fyrir forréttindunum sem við höfum. Mér finnst það brjálæðislega mikilvægt að við höfum það öll í huga hvaða forréttinda við njótum. Eins og t.d. með stráka, að þeir átti sig á því hvaða forréttindi það færir þeim bara að vera strákur, hvað þeir hafa mikið forskot bara vegna þess. Ég get auðvitað sagt ég hef aldrei fengið að njóta þess að vera hvít, en ég er að njóta þess í öllu mínu daglega lífi, alltaf. Ég hef alltaf forskot vegna þess að ég sé hvít.

47

Ég held að strákar, sérstaklega þeim sem hefur ekki gengið neitt svakalega vel í lífinu eða hafa ekkert mikla möguleika, ég held að þeir hafi rosalega mikla tilhneigingu að grípa til þessa, eins og einhvers vopns, þetta “ég hef aldrei fengið að njóta þess að vera karlkyns, ég hef aldrei fengið neitt upp í hendurnar vegna þess að ég er karlmaður.” Það sýnir bara hversu rótgróið þetta viðhorf er. K: Ég hef einmitt lesið mikið um þetta. Þetta er ein helsta gagnrýnin á femínismann, þá sérstaklega frá fólki af öðrum kynþætti en hvítum, það vantar “intersectionality” í femínismann. Einmitt., það er á rosalega mikilli hreyfingu í útlöndum núna. Hérna eru náttúrulega langflestir hvítir og allir í sömu millistéttarpælingunum. En þetta er alltaf að verða háværara erlendis. Svo koma konur á Íslandi eins og Freyja Haraldsdóttir og pína okkur til að horfast í augu við ableism (fordómar gagnvart líkamlega eða andlega fötluðum einstaklingum), hvað það gefur okkur ótrúlega mikið forskot að vera ófötluð og það er alveg stórkostlegt hjá henni. Við erum á réttri leið í intersectionality, það er alveg ljóst. Við erum að læra. Nú hafa rannsóknir sýnt að það sé best að vera kona á Íslandi á heimsvísu. Þá segja svo margir „Helvítis femínistar, er þetta ekki bara komið gott? Geta þær ekki bara hætt að væla?“ Er komið nóg af jafnrétti á Íslandi? Bara nei. Þetta er ekki nóg. Við erum ennþá á lægri launum, okkur er ennþá nauðgað og okkur er úthúðað allsvakalega fyrir það eitt að vera með skoðanir á internetinu. Þetta er bara engan veginn nóg, það er bara galið viðhorf. Á meðan við búum í samfélagi þar sem konur líta á það sem einhver sjálfgefin meðfædd réttindi að þær fái forræði yfir börnum eftir skilnað, þar er bara eitthvað verulega mikið að. Þar sem stór hluti kvenna og karla lítur svo á að konur séu hæfari uppalendur en karlar vegna kyns síns, það er bara eitthvað að, það er bara ekkert í lagi. Það er ekkert í eggjastokkunum sem gerir konur að betri foreldrum. K: Þetta er mjög heftandi hugsunarháttur, að konur séu betri mæður. Þetta gerir það að verkum að þær “eiga” að vera meira heima og eru minna úti á vinnumarkaði. Þetta verður allt saman á endanum til þess að konum er haldið niðri í launum, karlar ná framar á atvinnumarkaði og konur eru þar af leiðandi mun líklegri til að vera meira heima. Þær taka lengra fæðingarorlof. Foreldrar hafa þrjá mánuði hvor í fæðingarorlofi og svo þrjá mánuði til að skipta á milli sín og þeir mánuðir fara iðulega til móðurinnar þar sem fórnarkostnaðurinn er meiri fyrir föðurinn því hann hefur oftast hærri laun og þá missa þau meiri tekjur ef hann tekur sér þriggja mánaða frí heldur en ef móðirin gerir það.


Hver er þín afstaða til kynjakvóta? Þó að það sé auðvitað hægt að breyta þeim á misgáfulegan hátt finnst mér þeir vera fín verkfæri til að leiðrétta kerfisbundinn mismun sem er augljóslega til staðar. Mér finnst oft gleymast, þegar talað er um kynjakvóta, að þó að hann sé oftast settur til að lyfta konum upp þá er hann settur vegna þess að fyrir er óorðaður kynjakvóti sem er körlum í hag. Ég meina, karlar komast áfram á typpinu, sagan sýnir okkur það. Kynjakvóti með lagasetningu er bara eins og pínulítil mótspyrna gegn þessum karllæga óorðaða kynjakvóta sem er til staðar. A: Þú sagðir hérna áðan að það sem þér fyndist mest að femínisma væri að það væri verið að reyna að aðlaga konur að þessum karlaheimi. Hvernig heldurðu að það væri hægt að gera það án kynjakvóta? Ég ímynda mér að það verði helst gert með uppeldi nýrra kynslóða. Bara að uppræta hugsunarháttinn sem er við lýði. Það er eitthvað sem gerist alls ekki á einum degi, þess vegna geta kynjakvótar verið ofboðslega heppilegt verkfæri því þar með verða til fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir af konum í ábyrgðarstöðum og valdastöðum, konur sem eiga tiltölulega greiðan aðgang að því að gera jafnspennandi hluti og karlar eru að gera. Við búum í samfélagi þar sem í venjulegum fjölmiðlum eru konur að gera um það bil 30% af því sem þykir fréttnæmt í veröldinni. Karlarnir eiga þessi 70%. Maður tekur bara handahófskennt dagblað og gerir hausatalningu og þetta er yfirleitt niðurstaðan. Konurnar eru oftar en ekki milli 20 og 30 prósentanna. Á meðan staðan er svoleiðis þá eru ekki nógu margar fyrirmyndir. Fjölmiðlum er stjórnað af körlum sem taka viðtöl við karla, hnippa í karlavini sína til að fá álit á hinu og þessu og skrifa um það sem karlavinir þeirra eru að gera skemmtilegt í heiminum. Auðvitað er það ekki þannig að konur gera einungis 30% af því sem fréttnæmt þykir. Þetta er í kringum 50/50. En einhvern veginn er þetta kerfi þannig að fjölmiðlarnir hafa áhuga á því sem karlar gera. K: Myndir þú persónulega vilja hljóta starf eða embætti einungis á þeim forsendum að þú sért kona þ.e.a.s. ef það væri karlmaður hæfari en þú? Nei, ekki hæfari. En það er heldur engin lagasetning sem gerir ráð fyrir neinu slíku. Í jafnréttislögum kveður á um að það skuli ráða manneskju af því kyni sem hallar á í störf og stöður ef tveir umsækjendur eru jafnhæfir. Það er aldrei þannig að maður eigi að kjósa einhvern vanhæfan yfir einhvern hæfari. Hvernig fékkstu hugmyndina að blogginu þínu Karlar Sem Hata Konur? Þetta var eiginlega bara þannig að ég hafði séð nokkuð margar athugasemdir á stuttum tíma á netinu sem fóru í taugarnar á mér. Þær voru grófur óhróður um konur og í nokkrum tilfellum frá nafntoguðum körlum í valdastöðum, einn var blaðamaður, annar var þingmaður. Ég var bara þreytt á þessu. Ég hafði náttúrulega gert alls kyns litla femíníska gjörninga á blogginu mínu og Facebook og hér og þar árum saman. Það hafði aldrei neinn verið að veita því neina brjálæðislega athygli. En svo skellti ég í þetta litla albúm á Facebook og blés upp.

Það hefur verið mikið rætt um að femínismi “gleymi” réttindum karla. Eins og með kynferðisafbrotamál með karlkynsfórnarlömbum. Að í þeim málum hafi þeir ekki rödd, að það sé niðurlægjandi fyrir þá að koma fram með sínar raunir og að þarna eigi femínsiminn að koma inn og aðstoða karlmenn. Hvað finnst þér um það? Ég er algjörlega sammála því. Ég held að femínisminn miði einmitt að því að gefa körlum svigrúm til að vera þolendur og bara almennt til að sýna hafa tilfinningar og að hafa félagslegt frelsi til að segja bara “mér líður illa”, “mér finnst þetta yndislegt” eða “mikið er þessi maður fallegur”. Allir þessir hlutir eru það sem karlar mega ekki gera vegna þess að við búum við feðraveldi. Það er kúgandi og vont fyrir nánast alla í heiminum að búa við það. Að frelsa okkur undan þessu kerfi þýðir líka að frelsa okkur undan því að karlar geta ekki tjáð sig um að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Stór hluti af því að karlar geta ekki tjáð sig um kynferðisofbeldi er ofboðslega rótgróin homófóbía sem þarf nauðsynlega að uppræta. Ef þú værir karlmaður í einn dag hvað myndiru gera? Vááá… ég hugsa að ég myndi ekki gera neitt annað en það sem ég geri sem kona. A: Þú myndir semsagt ekki fara inn í karlasundklefann? Nee, veistu ég hef enga sérstaka þörf fyrir það, ég hef séð mörg typpi og veit hvernig þau líta út þannig að ég er bara góð. En ég hugsa að ég myndi prófa að labba inn á fund, kaffihús, inn í opinber rými og finna muninn á hvernig mér væri tekið. Því sá munur er til staðar. Það eru til dæmis transkonur sem tala opinskátt um að þær sjái eftir aðgerðinni vegna þess að í gamla daga þegar þær voru með líkama karlmanns var borin meiri virðing fyrir þeim. Fólk hlustaði á þær. Þannig að ég hugsa að ég myndi reyna að vera þátttakandi í starfi þar sem það eru svona miðaldra karlakarlar að koma saman, og gá hvort þeir myndu hlusta þegar ég opna munninn því ég hef svo oft upplifað að þeir geri það ekki. K: Þú yrðir örugglega ekki kölluð elskan jafn oft. Nei, nákvæmlega, ég held það væri spennandi að upplifa það. Svo held ég að ég myndi ræða umdeildu málin sem Hildur Lilliendahl segir og gerir, og fylgjast með viðbrögðunum. Ég man t.d. eftir því núna eftir áramót í kjölfar áramótaskaupsins þegar einhver sem minntist á að það hefði verið frekar lítið um konur í þessu skaupi. Vísir hafði samband við Steinunni Rögnvaldsdóttur, talskonu Femínistafélags Íslands, og spurði hvaða skoðun hún hefði á þessu. Hún svaraði á rosalega almennum nótum og gætti sín á að fara ekki út í neina harða gagnrýni. Hún sagði að þetta væri eitthvað sem allir þyrftu að hafa hugfast og yrðu að taka tillit til. Rosalega fínt svar en mjög passasamt og hógvært. Ragnar Þór Pétursson skrifaði svo bloggfærslu þar sem hann hakkaði Skaupið í sig. Tók hvert atriði fyrir sig og taldi upp fjölda kvenna í þeim. Svo talaði hann um að konurnar í þessu Skaupi hefðu ekki haft neina rödd og voru fæstar nafngreindar að þær þjónuðu bara þeim tilgangi að vera eiginkona eða móðir eða eitthvað svoleiðis. Hans gagnrýni var sett fram á mun harkalegri hátt.

48


„Bylting er aldrei hljóðlát, kurteis eða þægileg.“

Verðurðu einhvern tímann fyrir einhverju áreiti eða aðkasti í daglegu lífi, t.d. á djamminu?

Ummælin á Vísi snerust um að Steinunn væri hálfviti og ætti að halda kjafti og að konur hefðu það svo gott á Íslandi og hvers konar yfirstéttarvæl þetta væri. Ummælin hjá Ragnari snerust um hvað það væri frábært hjá honum að benda á þetta, hvað hann væri ógeðslega flottur og hvað allir voru honum þakklátir. Það var áhugavert að fylgjast með þessu. Sérstaklega í ljósi þess að sami maðurinn kommentaði á báðar greinar, hann sagði við Steinunni að hún ætti að halda kjafti og eitthvað en kommentaði svo hjá Ragnari: “Ég verð að þakka þér fyrir algjörlega mögnuð skrif.” Þetta er svo blatant að maður bara gapir. Ég hugsaði bara heyrirðu ekkert í sjálfum þér, maður? Þetta er ekkert annað en kvenhatur. Það er bara þannig. Þess vegna held ég að ég myndi segja hlutina sem Hildur Lilliendahl segir sem karl. Og svo bara baða mig í dýrðarljómanum. K: Það væri reyndar mjög áhugaverður gjörningur að stofna tvö blogg, eitt sem karlmaður og annað sem kona og skrifa svo það sama bara til að sjá muninn á ummælunum. [hlær] Mig hefur lengi dreymt um að gera það. A: Ég styð það, ég segi að þú gerir það. K: En þetta er einmitt svona, og þetta er sérstaklega áberandi í menntaskóla að þegar stelpur eru femínistar er fólk bara “ugh” en þegar strákar eru femínistar þá eru þeir bara helvítis meistarar. Nákvæmlega, þá eru þeir bara í einhverri guðatölu.

Já, stundum á djamminu. En það heyrir til algerra undantekninga að ég nenni að vera niðri í bæ eftir miðnætti. Það gerist stundum að ég er kannski á einhverjum bar með vini mínum að drekka bjór löngu fyrir miðnætti og það kemur einhver ógeðslega fullur að ræða við mig. Síðast þegar það gerðist þá bað ég hann að bíða aðeins á meðan ég tók upp símann og byrjaði að taka hann upp, bara því mér fannst það ógeðslega fyndið. Hann var bara eitthvað: [talar á þvoglumæltan og sljóvgan hátt]“Hildur ég ætla bara að segja þér að vvdgvgvvv”. Hefurðu eitthvað að segja við fólkið vill ekki skilgreina sig sem femínista eða þorir því ekki? Já, þetta er náttúrulega tvennt ólíkt. Fólkið sem vill ekki skilgreina sig sem femínista má kannski bara prófa að kynna sér hann á einhvern mjög aðgengilegan hátt. Það er til síða sem heitir Feminism 101 þar sem er FAQ (Frequently Asked Questions) síða þar sem þú getur farið í gegnum algengar spurningar og áttað þig á því að allt sem þú ert alveg að fara að segja við þessa femínista á internetinu eru milljón manns búnir að gera það á undan þér og það er búið að svara þeim mjög skýrt og skilmerkilega. Áður en þér dettur í hug að varpa fram lítt ígrunduðu gagnrýninni þinni geturðu kíkt þangað. Hins vegar við fólkið sem þorir ekki að skilgreina sig sem femínista myndi ég vilja segja eitthvað allt annað. Mig langar að setjast niður með þeim og taka í hendurnar þeirra og segja bara: “Come on. Við verðum að standa í þessu saman, það vantar fleiri raddir og fleiri hnefa á loft. Það vantar fleira fólk í þennan slag og það þurfa ekki allir að gera það eins og ég geri það. Það þurfa ekki allir að gera sig viljandi að skotmarki eins og ég hef gert. Það er hægt að stunda þessa baráttu á alls konar hátt. Það er mjög skiljanlegt að mín leið sé ekki fyrir alla. Það þarf rosalega breitt bak og sterk bein til þess að gera það en ég veit að ég þoli það og þá finnst mér ég bera siðferðislega skyldu að gera það. En það eru alls konar leiðir og hver femínisti þarf bara að finna sína eigin.

Hver eru þín uppáhalds eða eftirminnilegustu ummæli sem þú hefur fengið á netinu? Úúú.. mér finnst ógeðslega skemmtilegur strákurinn sem ætlaði að skrifa “get a life” en skrifaði það “get alive” og svo ógeðslega mörg upphrópunarmerki. Ég er alveg búin að hlæja að því ógeðslega lengi, ég átti einhvern veginn að fá mér lifandi. En það er eitt sem ég get ekki sagt að sé uppáhalds en situr mjög fast í mér, mér líður enn illa yfir því meira en ári seinna. Þá var sem sagt strákur sem kommentaði á bloggið mitt: “Ég væri til í að facef***a þig, Hildur, og löðrunga þig á meðan br*** mitt leysist upp í kokinu á þér.” Eitthvað svona mega mega ógeðslegt. Þá fór ég bara heim í sturtu að grenja, mér leið bara ömurlega. Svo var annar strákur sem kommentaði á Vísi sem Vísir pikkaði upp og setti í sjónvarpsfrétt á Stöð 2 daginn eftir þar sem hann sagði að honum fyndist að það ætti að lemja mig í framan með sleggju úr bíl á 500km hraða. Mjög málefnaleg ummæli.

Viðtal tekið þann 5. febrúar 2014 af Karólínu Jóhannsdóttur og Antoni Óla Richter.

49


Busadagur MR er ríkur af hefðum og busadagurinn hefur verið verið haldinn með sama hætti um aldir. Við upplifum hann alveg eins og langömmur okkar, Ingólfur Arnarson og Jesús. Dagurinn byrjaði líkt og hver annar dagur. Ég vaknaði, klæddi mig í bláar gallabuxur og hvítan bol og rölti út í strætóskýli. Stóra gula flykkið var róandi eins og venjulega og spýtti mér út fyrir utan Menntaskólann. Ég gekk inn í stofu og rakst á bekkjarfélaga mína sem höfðu af einhverjum ástæðum líka klætt sig í hvítan bol og bláar gallabuxur. Inn brutust kynjaverur sem létu okkur gera hin ýmsu óþægilegu verkefni líkt og að dansa með því að snúa mjaðmagrindinni á tvíræðan hátt. Eftir það hljómaði rödd Le Pré um ganga skólans. Þá brugðu 6. bekkingar upp á því að hlaupa alblóðugir í hringi kringum skólann líkt og flogaveikir smáhundar. Síðan hringdi bjallan tólf sinnum og við vorum látin skríða út úr skólahúsinu. Grasflötin fyrir utan skólann var full af nemendum á öllum aldri, maður gæti haldið að Kim Larsen hafi verið í opinberri heimsókn. Ég var leiddur í einhverja hópa þar sem ég átti að gera undarlega hluti enn og aftur. Síðan var allt í einu búið að kasta mér upp í loftið. Tolleringin er aldagömul hefð sem talin er eiga uppruna sinn í myrkustu kimum gyðingatrúarinnar. Þá átti gamall ísraelskur úlfaldabóndi að hafa kastað syni sínum upp í loftið til að fagna góðri hveitiuppskeru en fyrir það hlutu þeir báðir bölvun og létust. Síðar barst þessi hefð til Íslands eftir misskilning Leifs Eiríkssonar um að þetta væri manndómsvígsla. Þessi dagur einkenndist af ánægju, óvissu og lífshræðslu. Eftir það gekk ég og tók í höndina á inspectornum og forseta Framtíðarinnar. Síðan endaði þessi dagur á skúffuköku og mjólk fyrir utan Cösu. Amen. Hlynur Snær Andrason. 3. J

50


51


52


Jólaballið 2013 Að fara á jólaballið var pínu svona eins og að fara í Bónus í hádeginu. Það var fullt af fólki, maður endaði með því að eyða meiru en maður vildi og svo var maður alltaf að týna vinum sínum. Samt sem áður var alveg geðveikt gaman, frábær stemmari og góð tónlist sem gerðu þetta ball skemmtilegra en ég hafði búist við. Af 5 mögulegum stjörnum fær þetta ball alveg solid 4, ekki það besta sem ég hef farið á en pottþétt í betri kantinum.  Gunnar Þór Dagsson 3.F

Ég skemmti mér konunglega á jólaballinu. Tónlistin var framúrskarandi og þar kom Hermigervill mér sérstaklega á óvart. Retro Stefson náðu líka að rífa upp stemninguna, enda aldrei leiðinlegt þegar þeir eru á staðnum. Með skemmtilegri böllum sem ég hef farið á, en þó ekki í 1. sæti á mínum lista.  Ingibjörg Helga Steingrímsdóttir 5.A

Jólaballið, hvað á maður að segja? Margfalt betra en Hot Chip! Auðvitað var byrjað á rólegu fyrirpartýi hjá Gissuri (211), en það endaði í 100 manna orgíu (ákveðin sturta lifði ekki af kvöldið). Þegar á ballið var komið tók við danskennsla að hætti Palla pabba, undir hörku beat frá King Kanye. Tilgangurinn var, jú, að geta tekið skrefið og dansað með einhverri af þeim mörgu fögru stelpum sem mættu á þetta ball. Afrakstrinum verður ekki deilt hér. Frábært ball sem endaði “ekki” með ferð upp á slysó.  Krister Blær Jónsson 5.U

Stefson að skila sínu, flott tónlist í hliðarherberginu og fullt af sætum MR-ingum. Blanda sem getur ekki klikkað.  Sigurður Þráinn Geirsson 5.B

Jólin eru að koma og þú ert búin/n í prófum. Þrír dagar liðnir og þú ert endurhlaðin/n. Þér finnst þungu fargi af þér létt og að lífið verði varla mikið betra. Tindi lífsins er náð. Nei bíddu, þetta er ekki toppurinn. Við getum enn bætt við MR-balli. Þó er markmiðinu enn ekki náð. Þegar þú nálgast tindinn sérðu glitta í eitthvað. Á hæsta punkti tróna Hermigervill og Retro Stefson. Þú ert komin/n. Til hamingju með áfangann og njóttu útsýnisins. 

Ég skemmti mér vel á jólaballinu og varð alls ekki fyrir vonbrigðum með frammistöðu Retro Stefson frekar en venjulega. Ég missti reyndar af Hermigervli en heilt yfir var þetta skemmtilegt ball og allir í feikna stuði.  Gyða Katrín Guðnadóttir 6.T

Anna Rún 3. H

53


Áður en ég byrja að tala um virku daga árshátíðarvikunnar langar mig að minnast á árshátíðarútvarpið, en þar áttu nokkrir nemendur skólans skemmtilega þætti og ber þar helst á góma #þátturin, #víðir, #314ka og ýmislegt annað. Hófst það á sunnudeginum og vöktu nemendur fram á rauða nótt til að hlusta á samnemendur sína. Nóg um það, víkjum okkur að opnun árshátíðarvikunnar. Klukkan er 11:09. Nemendur Menntaskólans sitja í angist í sætum sínum, horfandi á klukkuna, nagandi neglurnar og bíðandi bjöllunnar. Klukkan slær. Bjallan hringir. Ringulreið er allsráðandi í Menntaskólanum núna. Já, baráttan um að verða sem fyrstur í Casam [rétt fallbeyging á latínu] til að fylgjast með opnun árshátíðarvikunnar er vígaleg. Ég tala núna bara fyrir sjálfan mig en ég man að ég hugsaði: ,,hvers vegna?”. Eftir að hafa beðið í röð í dágóðan tíma komst ég loks að því ,,hvers vegna” nemendur skólans börðust með kjafti og klóm um að komast í Casam. Snakkpokar, flatbökur, hamborgarar, ís og ýmislegt fleira úti um allt! Að sjálfsögðu vildu nemendur Menntaskólans fá sér. Ég mætti því miður allt of seinn. Ég var með þeim síðustu og þegar í Casam var komið var flatbakan orðin köld, hamborgararnir búnir og ekkert eftir af ís. Ég ákvað að hugsa sem minnst um þetta og reyndi einungis að njóta umhverfisins, en Casa var svo fallega skreytt að það mætti halda að skreytinganefndin væri öll menntuð í innanhússarkitektúr. Þemað var, líkt og nemendur skólans komust að, The Great Gatsby og voru þátttakendur opnunarinnar listilega klæddir þemanu samkvæmt. En skemmtuninni varð því miður að ljúka og fóru (langflestir) nemendur skólans saddir í sínar heimastofur. Nema J bekkurinn. Hann fór eitthvað. Mikið var að gera dagana í árshátíðarvikunni og sem dæmi má nefna þegar nemendur kúrðu og horfðu

Ýmislegt um árshátíðarvikuna og tímann 54

saman á The Great Gatsby og rétt er að taka fram að myndin sú er einkar falleg. Í vikunni var líka keppt um titilinn ,,Fyndnasta MR-ingurinn”. Var sigurvegarinn Georg Gylfason og hann er örugglega alveg fyndinn gaur. Þá er dagurinn loksins runninn upp. Ég veit ekki með ykkur en ég vaknaði eins og margir aðrir, allt of snemma (kl 11:00 stundvíslega), og dreif mig í svokallaðan “brunch” (morgunverður með hádegisívafi) með bekknum. Það var hreint út sagt yndislegt að fá að njóta þess að snæða með bekknum og á meðan við hámuðum í okkur gómsætar kræsingar horfðum við á árshátíðarsjónvarpið í rólegri stemningu. Lítill tími gafst til að fara heim í fínu fötin en þeir sem fóru á árshátíðardagskrána höfðu aðeins u.þ.b. 4 klst. til að klæða sig og koma sér upp í Gullhamra sem, eins og allir vita, er allt of lítill tími. Þar fengu krakkarnir sem ekki eru grænmetisætur humarsúpu, nautasteik og mjúka súkkulaðiköku að borða og skemmtu ýmsir aðilar MRingum svo mikið að maturinn hrökk niður í kok og sumir þurftu jafnvel skyndihjálp (t.d. Oddur Atlason, sá strákur hlær eins og ég veit ekki hvað, mjög dúlló samt ;*). Skemmtunin varð einhvers staðar að taka enda og héldu MR-ingar nú í svokallað kökuboð þar sem nokkuð margir Menntskælingar drukku mjólk og átu köku. Aðrir drukku bara laktósafría mjólk og fengu sér hrökkbrauð. Þegar krökkunum var síðan farið að líða illa af öllum kökunum og mjólkinni fóru þeir aftur á Gullhamra til þess að gera aðeins einn hlut: skemmta sér eins og þeir ættu lífið að leysa! Það gerðu krakkarnir svo sannarlega, hver sleikurinn á fætur öðrum og og fengu allir að hlusta á gaulið í Friðriki Dór og hans líkum. Það skipti sem betur fer engu máli þar sem allir voru of sælir og glaðir af kökuáti til að átta sig á gaulinu. Þegar ballið var síðan búið fórum við afi út og sóttum okkur stjörnur og fiska. Breki Þórðarson


55


56


Árshátíð Skólafélagsins Árshátíðarvikan var flott og vel að henni staðið, ég fékk fullt af fríum mat á mánudeginum og Casa var vel skreytt. Morgunpartýið var í hnotskurn: mikið beikon, 10 mínútur af árshátíðarsjónvarpi og 20 mínútur af pepsi max tónlist. Ballið var frekar hefðbundið, fullir unglingar í sleik, Friðrik Dór að vera skrítinn og öllum slétt um DJ frænda þinn í hliðarherberginu. Það var einna helst Egill Ólafsson og hinn meinti ísskúlptúr sem stóðu upp úr. Semi stúss. 

Enn einn fimmtudagur rennur í hlað, nei bíddu, það er árshátíð í kvöld. Enginn skóli og brunch með bekknum. Ég vaknaði klukkan 10:00 því það má. Skottaðist út í bíl, rúntaði um bæinn eins og ég ætti hann. Ferðinni var heitið út í bakarí þar sem mér var treyst fyrir því verkefni að kaupa vínarbrauð, henti einni berlínarbollu með. Kópavogurinn var áfangastaðurinn þar sem bekkurinn beið, glorhungraður, eftir vínarbrauðinu. Þegar bekkurinn var mættur, drifu allir í því að háma girnilegheitin, sem í boði voru, í sig. Eftir fyndið en stutt árshátíðarsjónvarp var komið að því, stóra stundin, koma sér heim og gmt-a sig í gang. Uppúr 17:00 voru menn mættir fyrir utan Gullhamra. Þar fékk ég mér sæti og gúffaði í mig alla réttina og meira til (stal frá öðrum). Þegar liðið var búið að segja það sem þurfti var ég mættur út, tilbúinn fyrir árshátíðina sjálfa. Minn bekkur og annar höfðu ákveðið að hafa samkomu í flottustu íbúð sem ég hef komið í. Þar var dansað, spilaður brids og aðrir léttir borðleikir. Í boði var mjólk og skittles og margir gæddu sér á því. Eftir mörg glös af mjólk og nokkur skittles bauð MORFÍs meistari mér far og ég tók því fagnandi. Gullhamrar var staðurinn til að vera á þetta kvöld. Mættir um 23:00 leytið, ekki langt í lokun. Ég staulaðist af stað inn á árshátíðina. Þegar þangað var komið gat ég ekki beðið, henti frá mér jakkanum og dansaði mjólkina af mér. Ekki leið á löngu þar til strákurinn lenti í einni fallegri. Tíminn flaug, og strax var Frikki Dór mættur upp á svið að taka sín helstu lög. Kvöldinu lauk á hin ágætasta veg og kossar flugu á kinnar til að þakka fyrir sig. Fólk var samt ekki búið, því eftirsamkomur voru í boði fyrir þá sem vildu. Þar var boðið upp á hina ýmsu leiki, eins og ólsenólsen og veiðimann, en þá aðalega þessa klassísku, félagsvist og brids. Undirritaður varð hins vegar að afþakka boðin, því strákurinn var að fara í flug um morguninn. Þakka fyrir mig og vel heppnaða árshátíð, þær verða betri og betri. 

Jón Kristinn Einarsson 4.A

Fyrsta menntaskóla árshátíðin mín var í einu orði frábær. Þó ég hafi ekki borðað mikið af matnum, þar sem ég er matvandasta manneskjan á okkar yndislegu litlu eyju, var ballið samt það skemmtilegasta sem ég hef farið á og ég bíð spenntur eftir því næsta!  Þórður Ingi Oddgeirsson 3.A

Árshátíð Skólafélagsins var virkilega vel heppnuð og stóð undir öllum mínum helstu væntingum. Hátíðardagskráin var vel skipulögð og skemmtileg. Ballið var frábært, fólk gjörsamlega tapaði sér í gleðinni og voru til að mynda tveir bekkjarsleikir í 4.B...  Vera Jónsdóttir 4.B

Gunnar Reynir Einarsson, 4. Z

57


58


59


M R ef tir Líf ið

Mér finnst lífið eftir MR svolítið skrýtið. Þegar eitthvað svona stórt sjálfsidentiteit (sletta) hverfur eins og hendi sé veifað er kannski ekki nema von að maður sé hálfruglaður. Kannski er það bara svoleiðis í mínu tilfelli, kannski finna aðrir minna fyrir þessu þar sem þeir halda í sama fólkið með sama grínið og sama ég-var-í-MR-við-erum-best stimpilinn. Eða tóku að sér að þjálfa Morfís og Gettu betur og stefna að því að vera ódauðlegar figuren (sletta) innan skólans (skot á ýmsa vini mína). Ég flutti til Amsterdam síðastliðið haust. Það var löngu ákveðið og ég hafði stefnt að því frá því að ég var pínulítil. Útskriftarsumarið mitt hvarf í tungumála- og inntökupróf og flandur fram og til baka. Það er í raun ótrúlegt hversu flókið svona umsóknarferli getur verið, og hversu erfitt kerfið gerir manni fyrir. (Pro tip: eigið vinkonu innanhúss í viðkomandi stofnun. Það hjálpar heilmikið að hafa einhvern sem veit hvert á að skila hlutum; fyrir hvaða dag, í hve mörgum eintökum og hvaða letur á að nota). Amsterdam er geggjuð. Hún er stórborg, en samt geturðu hjólað enda hennar á milli á klukkutíma. Í borginni er mikið af vötnum, hjólum, rigningu, risastórum almenningsgörðum og góðu fólki. Þegar þetta er skrifað (það er mikill snjór á Íslandi skv. Instagram) stefnir í 16 stiga hita um helgina og í gær sá ég mann úti að hjóla með fuglinn sinn í búri. Skólinn minn er mjög fínn. Það hljómar frekar óspennandi og það er það líka. Ég er í sálfræði og það er alltaf ógeðslega mikið að gera. Allt er á hollensku og allt mjög mjög mjög áhugavert. Krakkarnir eru líka skemmtilegir en það er stundum erfitt að troða sér inn í samræður um frægt hollenskt fólk, hollenska skólakerfið eða hollenska sjónvarpsþætti. Þar sem ég veit minna en ekki neitt um þetta enda ég oftast sem gellan sem byrjar allar setningar á: “Já sko á Íslandi er þetta þannig að...” - Frekar glötuð týpa semsagt. Djammið er mjög fyndið hérna. Aðalmálið er að fara á fyrirfram auglýst DJ-kvöld sem heita t.d. LEVENSGEVAAR eða Next Monday’s Hangover og eru haldin á risastórum klúbbum niðri í bæ. Ég er einstaklega fordómafull þegar kemur að þessum kvöldum því þau minna mig öll á Dirty Night á Players í Kópavogi. Hið fyrrum trausta MR-sjálfs-identiteit mitt stendur í raun á brauðfótum þessa dagana. Ég veit ekkert hver ég er lengur, eða hvaða hópi ég tilheyri sem er mjög skrýtin tilfinning en á sama tíma rosalega frelsandi. Ókei, áður en ég geng of langt með þessa melancholiek (sletta) ætla ég að slútta þessu með rosalegri tölfræði: Vinsælasti hollenski sjónvarpsþátturinn hefur um þrjár milljónir áhorfenda. Það eru fáránlega mörg Íslönd. Það sem er enn fáránlegra er að þetta er raunveruleikaþáttur sem heitir Boer zoekt vrouw, eða Bóndi leitar sér að konu - og fjallar einmitt um það. Anna Lotta

60


Djöfull var ógeðslega næs að klára menntaskóla og segja bless við stofnanalíf, heimalærdóm og ballsleiksljósmyndir. Núna gat maður loksins farið að gera eitthvað í alvörunni af viti, eða eins og Kaninn segir: “I’mma do me”. Núna gæti ég sagt eitthvað djúpt og hrífandi um hvernig allt lífið blasti við mér en.. fokk datt. Of vemmilegt. Eftir drullunæs sumar á Íslandi þar sem ég vann eitthvað smotterí á DV fór ég til New York til að spila á fyrstu tónleikunum mínum erlendis. Það var sérstaklega mikill heiður af því að ég var að spila á tónleikum með listamönnum sem ég hafði hlustað mikið á og dáðst af í gegnum tíðina – rappsveitinni dälek, og fleirum. Eftir New York fór ég ásamt Vesturbæjarvinahópnum til Berlínar til að sletta rækilega úr klaufunum. Eftir þá ferð var haldið til Amsterdam meðal annars til slökunar og til að heimsækja vini okkar í Rietveldt háskólanum. Þau eru þekkt sem “Íslenska parið” og eru sögð vera bestu nemendurnir í skólanum. Þjóðernisrembingur FTW. Á milli loka sumars og veturs lá ég yfir tölvunni á vinnustofu mömmu og æfði mig fyrir Airwaves tónleikana í hálfgerðu limbói þar sem allir bestu vinir mínir voru fluttir af landi. Airwaves gekk ótrúlega vel, ég eignaðist vini og sambönd, var skammaður af dyravörðunum á Harlem fyrir að fleygja Lord Pusswhip seðlum út um allt og svo var skrifað vel um tónleikana í breska tónlistartímaritinu NME. Ég las í einhverri dönskubók í 4. bekk í MR að eftir menntaskóla tækju margir sér það sem kallaðist sabbatsár, og færu svo í háskóla. Eftir eitt ár af tjilli, tónlistargerð og teitum var því tilvalið að ég hypjaði mig til Danmerkur í lýðháskóla. Engelsholm Højskole á Jótlandi varð fyrir valinu en ég er að læra raftónlist í barokkkastala frá miðöldunum. Þannig er nú það. Og já, munið krakkar: Þið eruð bara einu sinni í menntaskóla, þannig ekki hlusta á mömmu og pabba allt of mikið. Pís Þórður Ingi Jónsson

61


Núna þegar þetta er skrifað þá eru bara tvær vikur í að ég fari í þriggja mánaða Asíureisu, en ég hef eytt síðustu tíu mánuðum frá útskrift í að safna fyrir henni. Í vetur hafa mjög mörg kvöld hafa farið í að undirbúa ferðina, en ég er meðal annars búinn að panta fallhlífarstökk í Dubai, köfunarnámskeið í Thailandi og surfnámskeið á Balí. Næstu þrír mánuðir verða því örugglega viðburðarríkari en síðustu tíu, þótt það hafi verið nóg að gera hjá mér. Núna er ég skráður í fjögur störf og er auk þess í starfsþjálfun fyrir sumarstarfið mitt. Á virkum dögum er ég stuðningsfulltrúi í Sjálandsskóla í Garðabæ og vinn líka á frístundaheimilinu þar. Um helgar tek ég svo oft að mér helgarvaktir í Reykjadal sem eru sumarbúðir fyrir fatlaða krakka og unglinga en einnig er ég líka með strák með CP fötlun í liðveislu. Fyrir utan það að vera búinn að vinna drullumikið þá hef ég reynt að gera eins mikið úr þessu skólalausu ári og ég mögulega get. Ég hljóp maraþon í fyrsta og örugglega eina skiptið á ævinni seinasta sumar, og svo er ég búinn að undirbúa mig andlega fyrir Asíureisuna mína með því að safna hári og læra á ukulele. Ég er mjög sáttur með að hafa tekið mér ársfrí og mæli hiklaust með því fyrir þá sem eru ekki vissir um hvort þeir vilji byrja að læra strax. Mér finnst það allavega meira heillandi en að demba sér í nám af hálfum hug og missa af góðu tækifæri til að ferðast um heiminn.

Eftir MR hélt ég út í læknisfræði til Slóvakíu. Já Slóvakíu. Núna bý ég í litlum dúllulegum Austur-Evrópskum bæ sem heitir Martin. Ég bý með tveimur Norskum strákum og það er voða gaman hjá okkur, sérstaklega á threesome thursdays. Námið er krefjandi eins og við var að búast en afar skemmtilegt og fáum við meðal annars að kryfja lík. Allla föstudaga er haldið til Vegas og þaðan farið á Strojar á diskótek með 50 diskókúlum. Ég mæli eindregið með þessu námi! Anney Ýr Geirsdóttir

Jónas Atli Gunnarsson

62


GangatĂ­ska

63


Hilmar

Fullt nafn? Uuu.... Hilmar Guðlaugsson. Hjúskaparstaða? Uu samkvæmt lögum er ég víst einhleypur. Hvað hugsarðu um þegar þú ert einn í bílnum þínum? Ég á ekki bíl. Ertu með bílpróf? Jaaaá, en ég á reyndar ekki svona ökuskírteini. Hvað hugsarðu um þegar þú ert einn? Dauðann. Hvað er alltaf inni í ískápnum þínum? Öööö möndlumjólk, hún endist mjög lengi og er bara mjög góð. Ef við myndum koma til þín í kvöldmat, hvað myndirðu elda, hvaða kokteil myndirðu blanda og hvaða tónlist myndirðu setja á fóninn? Ég veit nú ekki með kokteil.. ég.... bara pass á það... ég veit það ekki kannski marínerað tófú... er þetta kvöldmatur eða hádegismatur?..... Ég myndi spila kannski Rachmaninoff.. Miles Davis líka. Þú ert að kenna og allt í einu gengur inn mörgæs með sombrero-hatt. Hvað er hún að gera þarna og hvað segir hún? Ööö á hvað ertu að horfa og hún fær sér sæti. Hún er bara nemandi. Ef það væri frétt um þig í dagblaðinu hver væri fyrirsögnin? Ööööö „ættaður úr Grundarfirði en endaði á Kvíabryggju“. Ég er hvítflybbaglæpamaður. Hvort myndirðu frekar vilja: að prumpa alltaf poppkorni eða hafa óritskoðaða ævisögu þína opna öllum á netinu? Prumpa poppkorni... það er óþægilegt.. ætli ég myndi ekki velja óritskoðaða ævisögu. Hvort myndirðu frekar sofa hjá Sigga Palla eða nemanda? Sigga Palla. Hvaða lag myndi lýsa þér best við störf? Sheena Easton sem átti að heita 9 to 5, þarna Money Train held ég að það heiti. Hver er þinn helsti veikleiki? Ahhahahahha ég er of góður. Lokasvar. Hvort myndirðu frekar vilja horfa á foreldra þína stunda kynlíf á hverjum degi í eitt ár eða joina þau einu sinni til að láta það hætta? Jiih.... jaaaá.. það kæmi mér gífurlega á óvart ef foreldrar mínir færu að stunda kynlíf þar sem þau hættu saman á 9. áratugnum...eh...Þetta er erfitt.. Ætli ég myndi ekki frekar vilja horfa á frekar en að joina...það væri frekar viðbjóðslegt að joina. Eruð þið Siggi Palli bestu vinir? Uuu það fer eftir því hvernig þú skilgreinir bestu vinir.. jaa við erum ágætis vinir. Ef þú ættir gullfisk hvað myndi hann heita? Gullfiskur. Hvað heldurðu að þú hafir verið í fyrra lífi? Öööö... ég veit það ekki.. kannski snákur. Hvernig færðu skeggið þitt til að skína svona mikið? Skín það eitthvað sérstaklega mikið? Þetta er möndlumjólkin. Hvort myndirðu frekar hafa samfarir með geit og enginn vissi af því eða að hafa ekki samfarir með geit en allir héldu að þú hafir gert það? Jaaaá...þetta er erfitt... ég held ég myndi velja það seinna, að allir héldu að ég hafi gert það.... ég gæti lifað með því útaf þá myndi ég vita það sjálfur.. það er það eina sem skiptir máli. Ég veit hver ég er. Það skiptir ekki máli þó aðrir haldi það, ég gæti alla vega sofnað eðlilega með góða samvisku að hafa ekki nauðgað geit eða eitthvað.

64


Siggi Palli

Fullt nafn: Sigurður Páll Guðbjartsson Hjúskaparstaða? Í sambúð Hvað hugsarðu um þegar þú ert einn í bílnum þínum? Ekki neitt, yfirleitt þegar ég er í bílnum mínum er ég að hlusta á This American Life þannig að.. Hvað er alltaf inni í ísskápnum þínum? Það er alltaf inn í ísskápnum mínum létt AB mjólk og appelsínusafi. Ef við myndum koma til þín í kvöldmat, hvað myndirðu elda, hvaða kokteil myndirðu blanda og hvaða tónlist myndirðu setja á fóninn? Uuu ég myndi annaðhvort elda lasagna eða lambalæri, ég er ekki mikið fyrir kokteila, ég myndi bjarga mér með svona virgin Shirley Temple , svona handa unglingunum. Uuuu oft þegar ég er með matarboð spila ég lög með hljómsveitinni Paris Combo.. það er svona dinner music. Ef þú værir að kenna og allt í einu gengur inn mörgæs með sombrerohatt. Hvað er hún að gera þarna og hvað segir hún? Pass Ef það væri frétt um þig í dagblaðinu hver væri fyrirsögnin? Mér dettur ekkert í hug sem ég gæti gert sem væri fréttnæmt. Já ég held að þetta myndi vera svona human interest story um mig og my pet raven. Mig hefur alltaf langað í hrafn. Hrafnar eru svo áhugaverð dýr, rosa klárir og svona, maður getur kennt einhverri týpu af þeim að tala. Hugsið ykkur að hafa hrafn sem fylgir þér bara, en þeir eru friðaðir, það má ekki fanga þá. Hvort myndirðu frekar vilja alltaf prumpa poppkorni eða hafa óritskoðaða ævisögu þína opna öllum á netinu? Haa? Ég myndi vilja óritskoðaða ævisögu. Hvort myndirðu frekar sofa hjá Hilmari eða nemanda? Já, jújú klárlega Hilmari, hitt væri siðferðilega rangt, ha, þið sjáið það. Hvaða lag myndi lýsa þér best við störf? Uuu, sko ég er að reyna að hugsa eitthvað svona sniðugt, það gengur ekki neitt, haa, ætli ég segi ekki bara Another Brick In The Wall er það ekki ágætt. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég hrósa ekki nóg. Grínlaust ég er ekki góður að hrósa, hvorki nemendum né öðrum.. Hvort myndirðu frekar vilja horfa á foreldra þína stunda kynlíf á hverjum degi í eitt ár eða joina þau einu sinni til að láta það hætta? Þetta er kjánalegt, en já ég kýs fyrri kostinn. Eruð þið Hilmar bestu vinir? Nei. Ef þú ættir gullfisk hvað myndi hann heita? Gulli gullfiskur. Hvað heldurðu að þú hafir verið í fyrra lífi? Ég held, já, geimhundurinn Laika. Hvernig færðu skeggið þitt til að skína svona mikið? Ha, okei. Ég skil ekki. Hvort myndirðu frekar stunda samfarir með geit og enginn vissi af því, eða ekki stunda samfarir með geit en allir héldu að þú hafir gert það? Já, sko seinni valkosturinn hefur þann kost að maður þarf ekki að stunda samfarir með geit. Já ég myndi velja að stunda ekki samfarir með geit.

65


Það hefur verið venja frá árinu 1999 að hafa mynd af nemanda á blaðsíðu 67. Oftast prýðir drengur blaðsíðu 67 en þó hafa stúlkur einnig gert það. Hefðin hófst á því að ljósmyndari Skólablaðsins ‘99 krafðist þess að ákveðin mynd yrði að vera í blaðinu. Enginn staður var hinsvegar fundinn fyrir þessa mynd. Þá var tekið upp á því að skella henni á blaðsíðu 67. 67 strákurinn í ár er: Hlynur Snær Andrason, 3.J

66


67


68


1.2 Guðjón fer niður í Cösu ráðvilltur, Arnór er hvergi sjáanlegur. Melkorka og Sóley sitja við borð. Melkorka: Guðjón, ert þú að fara að keppa í leiktu betur? Guðjón: Já, ég og Arnór en ég veit ekki hvar hann er. Guðjón hringir í Arnór. Guðjón: Arnór er í strætó. Keppni hefst. Þrjú lið hafa skráð sig til leiks. Enn er beðið eftir Arnóri. Guðjón hringir í Arnór. Sóley: Hvar er Arnór, er hann á leiðinni? Guðjón: Hann er fyrir utan. Arnór kemur og hefst þá æsispennandi spunakeppni. Apaglingur vinnur með naumum sigri á Herranæturstjórn. Dómari: Nú mæli ég með því að þið kynnist geðveikt vel og verðið bestu vinir. Allir: Já, við ætlum að verða bestu vinir. 2.1 Á Kaffitári. Adolf Smári situr við Borð. Sóley og Melkorka ganga inn. Melkorka: Dolli! Adolf: Hey, hæ Dolli er í mislituðum sokkum, með trefil. Melkorka: Við vorum að vinna Leiktu betur og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þú gætir verið þjálfarinn okkar? Adolf: Fyndið, ég var einmitt að fá SMS (stafrænt smáskilaboð). En til hamingju og já, ég get þjálfað ykkur. Samræður eiga sér stað. Allir fara nema Adolf, hann klárar kaffibollann sinn. 3.1 Í Hagaskóla, bakvið luktar dyr. Æfðir eru mismunandi spunastílar. Hróp og köll, hlátur og Grátur. Þjálfarar, Adolf Smári Unnarsson og Vigdís Perla Maack horfast í augu og snúa sér samtímis í átt að leikhópnum. Vigdís og Adolf, samtímis: Þið eruð tilbúin! 4.1 Í Tjarnarbíói. Sex skólar hafa skráð sig til leiks. Keppni er undirbúin og hefst svo stuttu síðar. Lið Menntaskólans í Reykjavík er fyrst á Svið. Feiknaspennandi fyrsta umferð hefst. Þrjú lið Berjast um eitt laust sæti í annarri umferð. Eftir tvo bráðabanaspuna er það ljóst að Lið Menntaskólans kemst áfram. Lið Menntaskólans í Reykjavík keppir á liði Menntaskólans við Hamrahlíð. Menntaskólinn við Hamrahlíð hlýtur glæstan sigur. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð kemst í úrslit. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð keppir við lið Menntaskólans á Akureyri. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð Sigrar. 4.2 Afsíðis í Tjarnarbíói. Lið Menntaskólans í Reykjavík hefur lokið keppni. Allir: Vá, við erum sko bestu vinir! Guðjón Bergmann 4.Z

69

Betur

Leiktu

1.1 Það er 1. nóvember, 2013. Í skólastofunni, í lok dags. Krakkarnir eru að taka saman dótið sitt. Arnór: Viltu vera með mér í liði, í Leiktu Betur? Guðjón: Já, klukkan hvað er það? Arnór: Eftir skóla. Guðjón: Fokk já, snilld, tala við þig eftir skóla.


Sumarferðin

Ah, sumarferðin. Þvílíkt ævintýr. Margar sögusagnir og ótal orðrómar ganga enn um þennan margbrotna atburð. Hjörtu MR-inga ýmist blossuðu eða brotnuðu, flöskur voru tæmdar, söngvar sungnir, og margt tjaldið var reist við í miklum flýti og miklu hálfkáki. Sumir svefnpokar geymdu jafnvel fleiri en einn einstakling að morgninum til, eftir kröftugt gærkvöld. Örfáir gleðipinnar nældu sér í stuttlífa en kraftmikla ælupest um miðja nóttina. Hvernig þetta gerist á næstum hverjum einasta viðburði er ráðgáta – illa lyktandi og ógeðsleg ráðgáta. Sumir gistu í bifreiðum sínum – þar á meðal undirritaður – og sjaldan hefur sala á sveittum hamborgurum hjá N1 í Borgarnesi blómstrað svo undursamlega eins og morguninn eftir villt svall menntaskólanemanna. Ferðin var haldin dagana 6. – 7. júlí rétt utan við Borgarnes – og lukkaðist mætavel. Ef þú sást þér fært að mæta tímanlega á tjaldsvæðið, sem var beint fyrir neðan Hótel Brú, gastu séð ótal nema skoppa um og strembast við að setja upp gríðarstórt tjútttjald, eins konar miðstöð fyrir tjaldsvæðið. Í ljós kom að það tjald var ekki gæðavaran sem Skátafélaginu hafði verið greitt fyrir – tjaldið rifnaði svo erfitt var úr því að bæta. Þessu gleymum við seint, skátaræflar. Kvöldið hófst. Það byrjaði sem ofurlítill snjóbolti á fjallstindi. Er boltinn rúllaði niður hlíðar fjallsins hlóðst snjórinn utan á hann og hann stækkaði að rúmmáli og varð þyngri og harðari. Sömu áhrif hafði tíminn á atburðarás kvöldsins. Hún varð villtari og ruglaðri og undarlegri með hverri mínútunni sem leið – og hélst taktfast í hendur við fjölda tæmdra flaskna. Ótal lítrar alls kyns drykkja voru innbyrtir, fleiri kílógrömm snakks gleypt, hlátrasköllin ómuðu og gleðistraumarnir réðu algjörlega ríkjum á tjaldsvæðinu sem var okkar í eina nótt. Daginn eftir vöknuðu MR-ingar á víð og dreif um tjaldsvæðið, ýmist innan tjalda eða utan. Þú varst heppinn ef þú vaknaðir ekki með magnaðan höfuðverk, ef þú vaknaðir í tiltölulega hreinum fötum, ef þú vaknaðir við hliðina á einhverjum sem þú þekktir. Það var líkt og Guð almáttugur hefði spilað Yahtzee með líkama okkar – hrist okkur upp og fleygt okkur á víð og dreif. Allir byrja einum það í

hófust handa við að taka saman föggur sínar, hægt og luralega til að með, en líf færðist í hópinn innan skamms. Skyldusamlega eins og þeim er lagið gengu nemar Menntaskólans frá öllu tjaldsvæðinu, og skildu við sama ástandi og þegar að því var komið.

Þaðan hélt þorri nemenda niður í Borgarnes. Skyndibitastaðir bæjarins tóku alls óvæntan sölukipp þennan morgun er glorsoltnir námsmenn hámuðu í sig hamborgara og ofsaltaðar franskar. Greinarhöfundur fór raunar á Landnámssetrið með góðum félaga og snæddi þar hestasteik – hið prýðilegasta móteitur gegn gærkvöldinu – og ekki skemmdi fyrir að það var alvöru matur. Bíltúrinn heim var harkalegri fyrir suma en aðra, og sérstaklega þegar bílalestin kom aftur til hraðahindranafjalllendisins sem götur Reykjavíkurborgar eru. Sumarferðin var tær snilld. Allir skemmtu sér, við áttum nóttina, og vináttan og velmegunin ómaði í fjallshlíðunum. Karl Ólafur Hallbjörnsson

70


71


Við í Skólablaðinu Skinfaxa vorum himinlifandi þegar Hugleikur samþykkti að koma í viðtal til okkar. Hugleikur, eða „Hulli“ eins og margir kalla hann, er íslenskur listamaður. Hann kláraði stúdentspróf í Kvennaskólanum og er með B.A. gráðu úr LHÍ. Sumir gætu þekkt hann fyrir vinnu sína í útvarpi fyrir svolitlu síðan. Hefur verið með umfjallanir á kvikmyndum meðal annars tók hann á þjóðfélagsmálum af ýmsu tagi. Án vafa er hann þó þekktastur fyrir uppistand, bókaútgáfu og skopteikningar sínar sem hafa vakið mikla athygli. Sagt er að hann sé einn af betri teiknimyndasagnahöfundum Íslands og dansi skemmtilega á gráu svæði kaldhæðninnar. Fyrir þá sem kannast ekki við verk Hugleiks mætti lýsa þeim þannig að þær sjokkeri, veki umræðu og kynni lesendum fyrir grófum bröndurum. Ekkert er bannað. Allt er leyfilegt. Varstu mikið í félagslífinu á menntaskólaárum? Nei, bara alveg þveröfugt. Ég var meira það sem kallast „wallflower“. Ég var í skreytingarnefnd í að minnsta kosti eitt ár. Það var eini klúbburinn sem ég var í. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að gera teiknimyndasögur? Ég held ég hafi verið 6 ára þegar ég gerði fyrst myndasögu. Ég var einmitt að finna eitthvað sem ég gerði í sex ára bekk, í gær. Ég var í Vesturbæjarskóla og komst að því frekar nýlega að það er víst bara svolítið hippalegur skóli vegna þess að þar voru ekki neinar einkunnir. Einkunnaleysið er ógeðslega fínt. Ég vissi ekki að einkunnir væru til fyrr en ég byrjaði í Hagaskóla. Í Vesturbæjarskóla gastu valið hvað þú gerðir hálfan daginn, þú gast t.d. valið stærðfræðibraut en ég valdi eitthvað sem hét atburðablað. Það sem þú áttir að gera var að teikna mynd og skrifa síðan texta við myndina. Þau voru að kenna mér að gera myndasögu án þess að þau vissu af því. Ég lærði það þar og byrjaði að stunda það mikið eftir það. Svo var ég búinn að vera að fikta í því svolítið lengi og þegar ég var svona átta til tólf ára þá var ég að teikna og hefta saman einhverjar ofurhetjumyndasögur sem ég teiknaði sjálfur. Mig langaði ofsalega til að gera það þegar ég væri orðinn stór en svo fattaði ég frekar fljótt að ég myndi ekki lifa á því hérlendis. Eftir Kvennó fór ég í LHÍ. Þar byrjaði ég að hætta að reyna að vanda mig. Ég hafði ekki þolinmæðina í að verða jafngóður og uppáhaldsteiknararnir mínir. Þar áttaði ég mig á því að ég gæti farið öfuga leið og orðið spítukallateiknari. Eru einhverjar af teiknisögunum þínum byggðar á þinni eigin lífsreynslu? Ekki mjög, nei. Ekkert almennilega. Kannski, þú veist, maður tekur svona þætti úr veruleikanum eins og hvernig fólk talar. Það mun helst vera úr mínu lífi. Ég hef ekki átt jafnhræðilegt líf og flestar persónurnar sem ég teikna.

72


73


Hvað varstu gamall þegar eitthvað eftir þig var gefið út?

náttúrulega eitthvað dónalegt... Hvert gæti maður stungið þessari flösku? (Hlátur). Einu sinni var ég með kveikt á Omega yfir heila nótt á meðan ég var að teikna og þá fékk ég ógeðslega mikið af hugmyndum. Það voru ekki einhverjir svona kristilegir brandarar heldur bara vegna þess að það var eitthvað vitlaust fólk að þvaðra. Það var bara svona skrúfað frá einhverjum heimskukrana rétt hjá mér. Það er bæði það að þú safnar upp, það kemur til þín hér og þar og síðan er það líka bara pressa sem getur skapað manni rosalega mikið.

Það fyrsta sem kom út eftir mig held ég að hljóti að hafa verið myndasaga sem ég gerði fyrir tímarit sem heitir Blek. Það kom út frekar óreglulega. Ég var kannski 21 eða 20 ára þegar ég teiknaði myndasögu sem birtist í því. Hún hét Kvótómata og hvíta skrímslið og fjallaði um geimfara sem hét Kvótómata. Svo var það held ég ekki fyrr en árið sem ég útskrifaðist úr LHÍ sem var 2002. Þá var ég búinn að gera samansafn af svona spýtukallasögum, á þriðja ári meira og minna, sem ég heftaði saman og gaf síðan sjálfur út. Ég seldi þær bara nánast úti á götu, fór með þær í einhverjar búðir og einhvern tímann seldum við þær í röð á skemmtistað bara til að geta haft efni á bjór þegar við komum inn.

Hvað er á döfinni hjá þér núna? Ég þarf að vera búinn að skila núna einni bók sem ég held að muni heita Best Sellers. Svona eins og Dægurlaga- nema hvað það eru bókatitlar sem ég tek fyrir. Ég þarf að skila henni um næstu mánaðarmót og svo þar næstu mánaðarmót þarf ég að skila þriðju þýðingunni af Söfnuðu dóti eftir mig... Ég er reyndar núna að taka 1000 brandara og fækka þeim niður í 666 og svo aftur niður í þrjár bækur sem hafa 222 brandara í hverri. Það er búið að gefa út tvær þeirra. Sú fyrsta hét Dolphins, önnur hét My Pussy is Hungry og ég á eftir að finna titilinn á þriðju bókinni. Samkvæmt útgáfusamningunum vinnur heitið Lick my Dolphin Pussy og hún á að koma út þarnæstu mánaðamót. Síðan held ég að ég eigi að skila um mánaðamótin apríl-maí bók sem heitir Hvar er Guð; svona eins og Hvar er Valli. Þannig að ég hef fulla síðu af litlum köllum að gera eitthvað hræðilegt og svo áttu að reyna að finna Guð. Síðan seinna í ár þarf ég að gefa út dagatal og bók númer þrjú í myndasögubálki sem heitir Endir. Þar sem ég skrifa söguna og annar sem er teiknari teiknar. Í þetta skiptið verður það teiknarinn Sigmundur Breiðfjörð. Það er svona myndasögubálkur þar sem ég hef einn heimsendi í hverri bók. Allan tímann á meðan ég er að gera þetta er ég líka að skrifa aðra séríu af Hulla ásamt skrifhópnum sem ég geri það með sem eru Fögru blómin, Lóa Halldórssdóttir og Árni Vignisson. Svo fer ég á standup tour í næsta mánuði í Finnlandi ásamt Ara í eina viku. Já, það er meira og minna það sem ég er að gera í ár.

Hvaða myndasaga myndirðu segja að væri grófasta myndasaga sem þú hefur gert? Það er bara svo mikið af viðbjóði það er eiginlega svolítið svona sem vaggar á milli hvað manni finnst grófast. Mér dettur í hug ein nýleg þar sem karl og kona eru að sofa saman og hann segir „ég er alveg að koma“ og hún segir „nei, bíddu“. Svo stendur fyrir neðan: „Bíddu pabbi bíddu mín“. Það er heil saga þarna sem maður getur ímyndað sér á bak við, hún er svolítið svona rík af röngu. Maður þarf að spyrja alla listamenn að þessu, en ertu með eitthvað svona ferli eða kemur þetta bara til þín? Þeir verða til á mismunandi hátt þessir brandarar. Það sem ég geri er að ég er eiginlega alltaf með vasabók á mér og ef mér dettur eitthvað í hug sem gæti verið góður brandari þá skrifa ég það niður. Þá safnast kannski upp yfir eitt ár svona 100 brandarar. Svo þarf ég að skila bók; segjum sem svo að það eigi að vera 200 brandarar í bókinni. Þá nota ég síðustu vikuna fyrir skil til þess að semja þessa hina 100. Þá sest ég bara niður, lít í kringum mig og finn eitthvað. Eins og hérna er flaska þá reyni ég að láta mér detta í hug eitthvað í sambandi við það og þá er það

74


Veistu hvað bækurnar þínar og allt sem þú gerir er gefið út á mörgum tungumálum?

,,Húmor er ekki það að benda á einhvern og segja haha gott á þig. Húmor er einhversskonar umræða til þess að greiða úr hlutum sem maður skilur ekki’’

Ég er ekki alveg með töluna á hreinu. Þetta eru kannski í kringum 20 tungumál. Flestar af þessum þjóðum hafa bara gefið út eina af mínum bókum. Finnar eru búnir að gefa út allt sem hægt er að þýða. 3 hafa verið gefnar út í Bretlandi og svo held ég að Tékkland, Ungverjaland og eitthvað af þessum Austantjaldslöndum hafi gefið út 2-3 bækur. Viltu segja okkur eitthvað skemmtilegt á meðan þú dundar þér við þessa mynd?

Þannig að þú varst barinn fyrir að vera eins og MR-ingur? Já. Svo ég get kannski teiknað það, bara þessa lífsreynslu. Þú ert nú ekkert ólíkur svona staðalímyndinni af MR-ingi núna. Nei, kannski ekki. Ég veit ekki hvernig staðalímyndin er. Eru það bara gleraugu og að vera svona eins og er kallað kúristi. Kúristi er gamla orðið yfir nörd held ég.

Ég get sagt ykkur eina sögu sem tengist MR. Ég bý á Laugaveginum og einu sinni voru einhverjir unglingar, svona menntskælingar, með læti fyrir utan. Þetta var helgarkvöld og þá eru mjög oft læti fyrir utan; maður er bara vanur því. Svo stöldruðu þeir bara við fyrir utan hurðina mína og ég heyrði þá bara tala. Þetta var eitthvað geðveikt trúnó. 5 vinir, 2 þeirra voru greinilega reiðir hvor út í annan út af einhverri stelpu. Einn segir „hey slakið á strákar, þið eruð vinir munið það, ekki láta einhverja stelpu skemma fyrir ykkur“ og annar segir „þegiðu“. Ég var bara svona farinn að vita aðeins of mikið um þeirra líf. Svo sé ég út um gluggann að einn tekur hjól þáverandi kærustu minnar og fleygir út í næsta garð. Svona einn þeirra sem hefur ekki neitt að gera - á meðan hinir eru að rífast þá ákveður hann bara að taka upp hjól og svona fleygja því í næsta garð. Þá snappa ég, fer út og segi „hey hálfviti nennirðu að taka þetta hjól og setja aftur á sinn stað?“ Hann bara „já, slakaðu á, slakaðu á“. Síðan sagði ég „nenniði kannski að fara? Það er port hérna beint á móti, nenniði kannski að fara í það port og halda áfram með þetta persónulega drama vegna þess að ég er að horfa hérna á mynd sem er ekki með neinum texta?“. Ég var að horfa á mynd með Tom Hardy sem heitir Bronson. Það var ekki neinn texti og hann talar með cockney hreim svo það var mjög erfitt á meðan þeir voru að rífast fyrir utan. Svo ég var eitthvað „ég er að horfa á hérna cockney mynd“ og þeir eitthvað svona „slakaðu á, slakaðu á“ og eru að reyna að tala mig til um að fara bara aftur inn. Ég stend þarna eins og hálfviti á náttbuxunum mínum og segi „nei, ég ætla bara að bíða eftir að þið farið“. Amk tveim þeirra var mjög heitt í hamsi og fannst glatað að það væri kominn einhver gaur að trufla þeirra drama. Þeir bara svona „á ég að drepa?“ og hinn svona „nei, nei, nei ég tala við hann“. Þeir eru allir komnir til mín svona og ég segi „hvað ætliði að gera? Berja mig?“. Mér fannst það ofsalega fáránlegt, eins og enginn sé nokkurn tímann barinn. Þá segir einhver þeirra „heyrðu félagi, ætlar þú bara að standa hérna nettur á kantinum?“ Og ég bara „nettur á kantinum, góður orðaforði“. Þá segir einn þeirra „fokking MR“ og byrjar síðan að lemja mig. Svo bara byrja þeir allir að lemja mig og ég hleyp inn. Það síðasta sem ég heyrði var bara „fokking MR hálfvitar“. Þetta var fyrir mjög stuttu síðan svo ég var kannski svona 34 ára. Um leið og ég byrja að leiðrétta orðaforða þeirra þá var ég þú veist MR-ingur sem mér fannst ógeðslega fyndið af því að ég fór bara inn og var ógeðslega heitt í hamsi sjálfum en gat ekkert gert. Ég fór ekki aftur út, þetta nægði til að láta þá fara. Um leið og þeir byrjuðu að lemja mig skildu að þeir að þeir voru að gera eitthvað af sér og flúðu.

Þú hefur kannski ekki haft hlýjar tilfinningar til MR-inga eftir að hafa verið barinn fyrir misvísandi staðalímyndir? Nei, nei, ég hef bara mjög hlýjar tilfinningar. Sérstaklega ef þeir eru barðir reglulega fyrir það eitt að vera MR-ingar. Ertu í miklu samstarfi við aðra listamenn? Já, já. Flestir vinir mínir eru starfandi listamenn. Góður vinur minn, Davíð Örn Halldórsson, er verðlaunamálari. Maður er umkringdur, maður kemst ekkert hjá því sko. Ég byrjaði á uppistandi vegna þess að hann Ari Eldjárn byrjaði á því og hann hvatti mig til þess. Ég hélt ekkert að það væri eitthvað hægt að gera uppistand á Íslandi. Ég stóð í þeirri trú að íslenska tungumálið væri ekki alveg til þess fallið að geta verið svona fyndinn uppi á sviði. En síðan komu þeir þarna strákarnir og svolítið afsönnuðu það. Ég hugsaði „hey ég get alveg gert þetta“ en ekki fræðilegur möguleiki að ég væri að fara að þora því. Svo gerðist það einhvern tímann að þeir voru að halda uppistandskvöld á stað sem hét þá Organ. Þá hringdi Ari í mig og sagði að einn þeirra væri að forfallast. Þetta var bara svona kvöldið áður. Ég var búinn að segja honum að ég væri alveg hugsanlega með eitthvað efni og sagði bara „ókei, ég skal hlaupa í skarðið“. Ég hefði líklega ekki gert það hefði ekki verið svona lítill fyrirvari. Ef það hefði verið viku fyrirvari þá hefði ég sagt nei vegna þess að ég hefði ekki nennt að vera stressaður í heila viku. Það er eiginlega það versta við þetta, stressið. Magaverkur, kvíði og mjög óþægileg tilfinning sem kemur áður en maður fer upp á svið. Maður er skíthræddur. Svo tekst þetta alltaf ofsa vel. Maður er samt eiginlega alltaf skíthræddur. Á meðan maður er þarna uppi á sviði þá er þetta eiginlega besta tilfinning í heimi. Ég var mjög heppinn að þetta skuli hafa tekist svona vel í fyrsta skiptið. Þá var ég eiginlega húkkt og byrjaði að semja ógeðslega mikið sko. Ég er ekki vanasti uppistandarinn en ég held að ég sé bara byrjaður að nota það sem hluta af showinu. Ég er eiginlega bara svolítið óskipulagður og hikandi. Ég held að það sé bara einhvern veginn hluti af minni sviðspersónu.

75


Myndirðu segja að þú værir með jafngrófan húmor í uppistandinu og í myndasögunum? Mér finnst að í myndasögunum sé hann í raun og veru svona myrkari. Fer meira út í hluti sem eru næstum því bara sorglegir. Sumir brandararnir í bókunum eru ekkert rosalega fyndnir. Það er allt í lagi, þeir eru bara einhvern veginn hræðilegir. Ég vinn meira með virkilega dark hluti eins og barnadauða og sjúkdóma og svoleiðis í myndasögunum. Það er erfiðara að vera uppi á sviði og segja bara „talandi um barnadauða“. Þú getur farið inn á svoleiðis svæði en maður getur ekki stoppað þar lengi. Maður þarf síðan að fara aftur einhvern veginn í fíflaskap. Það þarf svolítið að stjórna salnum. Það er meiri meðvirkni og fólk er komið til að hlæja. Það væri vissulega mikil áskorun að reyna að halda uppi heilu uppistandi þar sem ég tala bara um það versta í heiminum. En þá mundi ég vera ennþá meira stressaður. Að gera sjálfum sér það. Það er eitthvað sem ég er ekki alveg tilbúinn í. Það er aldrei að vita, kannski einn daginn. Þannig að uppistandið mitt er miklu meira sóðalegt en hræðilegt. Þannig að þú hefur aldrei tekið eitt kvöld bara og tekið Jimmy Carr uppistand? Nei. Það eru náttúrulega svo rosalega mismunandi stílar sem þú getur gert. Honum tekst einhvern veginn að réttlæta allar leiðir sem hann fer vegna þess að þetta eru allt einhvern veginn bara svona stuttir brandarar. Hann getur haft bara svona 2-3 setningar og svo er hann alltaf bara svo mikill dandí og svona vel klæddur. Vatnsgreiddur og lítur út eins og MR-ingur jafnvel. Þannig að það sem kemur upp úr honum er eiginlega bara svona hluti af brandaranum. Þessi svona dannaði maður er að segja alla þessa hræðilegu hluti. Svo er annar sem heitir Anthony Jeselnik sem er eiginlega miklu ógeðslegri. Hann er í rauninni bandaríska útgáfan af Jimmy Carr sem gerir þetta sama og hann er bara með svona stutta brandara, alla í röð. Hann er bara svona svipaður. Stendur kjurr við míkrafóninn nema hvað hann er með eitthvað svona smáglott. Svo var ég að hlusta á viðtal við hann og það sem hann gerir er að hann ímyndar sér eiginlega hálfpartinn að hann sé djöfullinn. Þegar hann er uppi á sviði. Það kemur frá honum svona einhver djöfulleg meinfýsni. Það er svona einbeittur brotavilji. Ef einhver segir við hann „þetta var mjög ógeðslegt“ þá getur hann bara sagt „ég veit“ og brosað. Það eru bara svona sumar leiðir til þess að nálgast það. Hjá mér þá fer ég sjálfkrafa í svona einhvern saklausan gaur. Svona „ha, hvað er að gerast? Þetta er nú meira ruglið þarna með klámið“. Ég nálgast þetta svolítið út frá þessu, að ég skilji í rauninni ekki af hverju heimurinn er svona. Nálgast þetta mest svona út frá einhverju barnslegu sakleysi. Þannig upplifi ég mig amk uppi á sviði. Þetta er ákveðin tækni. Það eru margar leiðir til þess að gera þetta.

76


Nú eru sumar teiknimyndasögurnar þínar í grófari kantinum. Hefur einhver einhvern tímann sagt við þig að þetta sé of langt gengið og bara of gróft? Ekki við mig nei. Ég hef fengið voða lítið kvart sjálfur sko. Það hefur aldrei neinn sagt það face to face við mig. Ég man þegar ég var að byrja þá var einhver prestur í Vestmannaeyjum sem kvartaði. Þá voru auglýsingar á mbl.is sem voru með bröndurunum mínum. Þá var búið að ritskoða. Settur svartur kassi yfir talblöðrurnar. Það var ekkert verri auglýsing fyrir bækurnar. Svo var þarna ein fyrirsögn í Bretlandi sem var „Ban this sick book“ frá dagblaðinu The Sun. The Sun er svo mikið æsifréttablað. Ég er viss um að þeir svona skrifuðu greinina en var alveg sama. Voru bara að reyna að búa til einhverja frétt. Ég held að það sé reynslan hjá teiknurum sem nota svipað viðfangsefni og ég að þeir sem kvarta yfir því að það sé verið að grínast með þetta er fólk sem... Ef ég geri brandara t.d. um heimilisofbeldi þá eru þeir sem móðgast yfir því aldrei fólk sem hefur lent í heimilisofbeldi, sömuleiðis misnotkun og svoleiðis. Fólk sem hefur lent í heimilsofbeldi eða verið misnotað í æsku sinni það hefur þakkað mér fyrir. Þeir hafa bara komið til mín og bara „já manstu brandarinn sem þú gerðir þarna þar sem stelpa segir við pabba sinn „nennirðu ekki að misnota mig strax? Friends er að byrja, nennirðu að misnota mig þegar það er búið?“ Mér finnst það ógeðslega fyndinn brandari því það var nákvæmlega það sem kom fyrir mig. Ég var alltaf að segja við pabba minn, nennirðu að misnota mig eftir ákveðinn sjónvarpsþátt, ég var alltaf að tefja það’’. Ég bara „já og fannst þér það fyndið?“ „Geðveikt fyndið því það er svo satt“. Það í rauninni vermir svolítið hjarta mitt að vita það að þetta tali þá amk til þeirra. Húmor er ekki það að benda á einhvern og segja haha gott á þig. Húmor er einhvers konar umræða til þess að greiða úr hlutum sem maður skilur ekki. Ég er með fullt af stöðvum heima og horfi stundum á eitthvað sem heitir Fashion Police. Svona eitthvað fólk sem er að gagnrýna kjóla fræga fólksins. Eitthvað svona „djöfull hún lítur út eins og vændiskona frá sjöunda áratugnum í þessum fötum“. Bara það að einhver gagnrýni kjóla og segir „djöfull ertu ljót í þessum kjól“, mér finnst það miklu verri brandari en brandararnir sem ég segi. Ef einhver er tekinn fyrir og gert grín að honum vegna þess að hann er ljótur eða feitur, einhver svona ákveðin persónuárás í rauninni, það finnst mér bara ekki fyndið. Það er þá orðinn svona úrkynjaður húmor vegna þess að það er búið að smita hann af svona bully dæmi. Ég hef ekkert mikið lent í því sko. Það var ekki nema þegar Gillz varð fyrir hvað mestri gagnrýni. Þá voru þeir sem voru að verja Gillz mikið í því að segja af hverju má Hugleikur þá gera það lalala. Já, ég gerði nauðgunarbrandara um spýtukalla, Gillz gerði nauðgunarbrandara um fólk sem er til í sama landi og hann. Hann minntist á nafn og lýsti hvernig átti að nauðga þeim. Ég held að þar sé aðalmunurinn.

77


78


Samtökin ‘78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Okkur finnst mjög mikilvægt að sýna þessum samtökum stuðning sem hefur nú barist fyrir réttindum hinsegin fólks á Íslandi í 36 ár. Þetta er okkar framlag til samtakanna. 78 einstaklingurinn í ár er: Þórður Ingi Oddgeirsson, 3.A.


Sindri í Zürich Eftir þriggja klukkutíma bið á Kastrup var ég enn þá í móki. Annar flugvöllur, önnur flugvél, aðrir tveir tímar og þá var ég kominn til Zürich. Ég stóð við baggage claim færibandið klæddur í hinn stórglæsilega Rótarý skiptinemajakka þegar ég tók eftir litlum strák starandi á mig í gegnum lítinn glugga. Ég veifaði en hann hljóp í burtu. Fimm mínútum seinna stóðu þau fimm í þessum litla glugga, öll starandi á mig. Ég hugsaði með mér að annað hvort hefðu þau aldrei séð Íslending áður eða þá að þetta væri nýja fjölskyldan mín. Á endanum komst ég yfir til þeirra. Við kynntum okkur og án þess að vita alveg hvernig við áttum að haga okkur þá byrjuðum við á byrjuninni. Vandræðalegu “small talk-i”. Tveir mánuðir af því að tala við tölvuna mína í gegnum internettungumálanámskeið skiluðu sér loksins...„Guten Tag. Ich heisse Sindri. Mir geht es gut...Das Pferd ist gross“. Næstu þrjár vikur voru undirbúningstímabil. Á daginn fór ég í tungumálaskóla með hóp af öðrum skiptinemum hvaðanæva úr heiminum og á kvöldin var ég heima með fjölskyldunni sem talaði liggur við enga ensku svo það var þýska eða þögn (pro tip: danska með þýskum hreim klikkar ekki) Þetta var í ágúst, það var sól allar þrjár vikurnar, hitinn fór ekki undir 20°, ég eignaðist vini frá öllum heimsálfum, við svona reglulega notkun stórbatnaði þýskan mjög fljótt, og um helgar ferðuðumst við skiptinemarnir saman í hópum um landið (í Sviss fær hver einasti skiptinemi með Rótarý gefins kort fyrir almeningssamgöngur sem eru með þeim bestu í heiminum í Sviss, það þýðir að maður getur farið hvert sem er, hvenær sem er). Þessar þrjár vikur liðu hinsvegar hratt, og svo byrjaði næsti hluti: Skólinn.

Fyrir næstum 4 árum stóð ég við kveðjuhliðið hjá öryggisskoðuninni á Flugstöð Leifs Eiríksonar með fjölskyldunni minni. Mamma og systur mínar grátandi, pabbi hálfvandræðalegur og ég, á hinu stórkostlega 15. aldursári, mjög vandræðalegur. Þetta var daginn sem Eyrún systir mín hóf sitt árslanga skiptinám í Mexíkó. Ég var ekki sorgmæddur. Í sannleika sagt var ég eiginlega bara mjög glaður með allt nýja plássið sem ég fengi að njóta næsta heila árið! (ég myndi líka segja athygli en hún er miðjubarn svo ég meina…). Næsta árið var merkilegt. Ég fékk smjörþefinn af því hvernig skiptinámið er. Bæði í gegnum systur mína og öllu því sem hún sagði mér frá og líka í gegnum bandaríska stelpu sem bjó heima hjá mér í 6 mánuði af sínu skiptinámi. Í gegnum upplifanir þeirra beggja komst ég í tæri við þá lífsreynslu sem skiptinámið er. Árið leið og systir mín kom til baka stórbreytt manneskja. Hugmyndin var farin að mótast hjá mér. Gæti ég? Ætti ég? Fyrir næstum því 8 mánuðum stóð ég við kveðjuhliðið hjá öryggisskoðuninni á Flugstöð Leifs Eiríkssonar með fjölskyldunni minni. Mamma grét, systur mínar og pabbi voru hálfvandræðaleg og ég, á hinu töluvert betra 18. aldursári, var syfjaður. Þetta var daginn sem ég hóf mitt árslanga skiptinám í Sviss. Í þetta skiptið var ég heldur ekki sorgmæddur né spenntur. Þetta var allt svo fjarlægt. Eftir heilt ár af vinnu, undirbúningi, stressi og veseni þá gat ég ekki trúað því að þetta væri í alvörunni að gerast. Það kom aldrei þetta SJOKK sem ég hafði búist við. Ég komst heill á húfi í gegnum flugvöllinn, upp í vél, í loftið og alla leið til Danmerkur þar sem ég þurfti að millilenda. 80


Ég endaði á að „vera sendur“ til Sviss til að læra þýsku, í landi þar sem venjuleg þýska er ekki einu sinni töluð. Ég fékk bakþanka. Ég hugsaði með mér að þetta yrði ekki sú reynsla sem ég sóttist eftir, allt yrði of líkt og heima, þýska væri bara alvöru ljótt tungumál (lítið breyst þar, en ég meina svissþýska er kúl). Svo kom ég út...og allt það gleymdist. Eitt ár af sjálfstæði, nýjum upplifunum og reynslum, gamani og lærdómi. Það skiptir minna máli hvert maður fer en ég hélt í fyrstu. Skiptinám verður alltaf einstök, ógleymanleg reynsla, og svo lengi sem maður reynir að njóta hennar með opnum huga, þolinmæði og áræðni, þá ætti hún að verða góð! Stundum er þetta skrýtið. Maður fylgist með hlutum sem eru að gerast á Íslandi og finnst skrýtið að vera ekki hluti af þeim. Þegar ég fór út bjó öll fjölskyldan ennþá heima, núna eru báðar eldri systur mínar fluttar út og ég verð einkabarn. Það getur margt breyst á einu ári, þó að það líði hratt. Þegar ég skrifa þetta eru nákvæmlega 4 mánuðir í að ég komi heim. Ég mun aldrei gleyma vinunum sem ég hef eignast hérna, en þeir munu dreifast út um allan heim og flesta sé ég líklega aldrei aftur. Þrátt fyrir það hefur þetta ár verið besta ár lífs míns. Þó svo að venjulega lífið taki aftur við þegar ég kem til baka, þá mun ég aldrei sjá eftir þessu ári. Kidz...Skiptinám is da shiz.

Ég lenti í skóla í hjarta Zürich. Hinum stórkostlega viðskiptaskóla Kantonsschule Enge. Nýtt tímabil hófst. Skyndilega er bara þýska, alls staðar, allan daginn, og það svissneska mállýskan af þýsku...sem er annað tungumál. Í stað annarra skiptinema eru bara Svissneskir krakkar, sem eiga það til að vera álíka opnir og spenntir fyrir ókunnugum og verzlingur fyrir latínusöngvum. Það kom hins vegar snemma í ljós að í skólanum var lítið ætlast til af útlendingnum. Svo áhyggjur voru óþarfar. Í undantekningartilfellum klikkar „Hä? Ich verstehe‘s leider nicht :/“ sjaldan. Samt var ég stöðugt að læra. Nýjir skiptinemar, og vinir, komu, og gamlir fóru, aftur heim, langt í burtu. Ég kynntist fjölskyldunni sífellt betur...í 4 mánuði, svo þurfti ég að skipta og þá hófst nýtt tímabil, ný fjölskylda á nýjum stað. Og eftir minna en mánuð skipti ég aftur (með skiptinámsprógrammi Rótarý á maður að búa hjá 3 fjölskyldum yfir árið). Jólin komu og fóru, ég fann fyrir heimþrá í fyrsta skipti, og ég upplifi ennþá stöðugt nýja hluti. Skiptinám er heilt ár gjörsamlega án rútínu, hjá mér (og líklega flestum öðrum) skiptist það í tvo hluta: „Ég er nýkominn og allt er nýtt og spennandi“ og svo yfirnóttu breytist það yfir í: „djöfulsinsfuckingscheisse þetta er alveg að verða búið...égverðaðgeraalltsjáalltkynnastöllumlæraalltnúnastrax“. Tíminn leið...hratt, og því lengur sem hann líður, því meira virðist hann flýta sér að því. Áður en ég tók sénsinn og lagði í það sjálfur hafði ég heyrt margt um skiptinám. Samt vissi ég ekki við hverju ég ætti að búast. Upphaflega langaði mig að fara til Ítalíu, Spánar, eða S-Ameríku. Mig langaði að læra spænsku og vera í sól og hita.

Sindri Engilbertsson

81


Jafnréttisstefna er almennt hugtak yfir alla jafnréttisbaráttu. Femínismi er ein tegund af jafnréttisbaráttu, sá hluti hennar sem berst sérstaklega fyrir jafnrétti kynjanna. Stefnan kallast femínismi einfaldlega vegna þess að í öllum þekktum samfélögum í heiminum hallar á konur. Við lifum í feðraveldi. Feðraveldi vísar til þess að karlmenn hafi betri stöðu í samfélaginu en konur. Feðraveldið er ekki karlmönnum að kenna heldur er það einfaldlega félagslegt kerfi sem breytist ekki fyrr en við gerum okkur grein fyrir tilvist þess og vinnum á móti því óréttlæti sem kerfið stuðlar að. Feðraveldið birtist okkur á alls kyns máta, t.d. í launamismuni kynjanna sem er vandamál í öllum löndum heimsins, ofbeldi gegn konum, lágu hlutfalli kvenna í valdastöðum o.s.frv. Ein af hverjum þremur konum er nauðgað eða barin til óbóta á lífsleið sinni og algengasta dánarorsök kvenna á aldrinum 16-44 ára í Evrópu er heimilisofbeldi. Konur fá lægri laun fyrir nákvæmlega sömu vinnu og karlmenn, þeim er mismunað á vinnustöðum og eiga oft erfitt uppdráttar fyrir það eitt að vera konur. Um 20% kvenna búa í landi þar sem ofbeldi gegn þeim er ekki ólöglegt og í 27 löndum eru stelpur umskornar svo að þær geti ekki notið kynlífs. Nú hvet ég ykkur til að setja t.d. orðið gyðingar, eða aðra minnihlutahópa inn í staðinn fyrir konur. Við eigum oft erfiðara með að greina misrétti gegn konum en minnihlutahópum. Þegar talað er um „eðli” gyðinga eða svertingja skynjum við frekar fordómana en þegar talað er um „kvenlegt eðli”. Aðstæður kvenna eru nefnilega afar ólíkar aðstæðum annarra minnihlutahópa vegna þess að konur eru ekki líffræðilega eins og karlmenn. Út frá þeirri forsendu hefur verið hægt að skapa hið „kvenlega eðli” sem er þó frekar huglægt en líffræðilegt. Vandamálið við hið huglæga „kvenlega eðli” er að það var skapað af samfélaginu fyrir konur til að fylgja - í stað þess að vera eiginleikar kvenna er það eitthvað sem konur ættu að tileinka sér. Kvenlegir eiginleikar eru m.a. auðmýkt, hógværð, blíða, sakleysi, samviskusemi og þolinmæði. Stelpur eru almennt mun neikvæðari gagnvart hver annarri en strákar: „Ég hata hana af því að hún er svo falleg.”, „Ekki hafa áhyggjur, þú ert miklu fallegri en hún.”, „Hún er svo fake.” Hvaða stelpa hefur ekki sagt þessi orð, heyrt þessi orð eða hugsað þau?

Stelpur fá þau skilaboð að þær eigi að sjá hver aðra sem samkeppni um hylli stráka. Þær sjá því aðrar stelpur oft sem keppinauta í staðinn fyrir samherja. Persónulega varð ég miklu jákvæðari gagnvart stelpum þegar ég fór að pæla í femínisma og í raun jákvæðari gagnvart báðum kynjum. Orðræðan gagnvart konum getur verið gríðarlega neikvæð. Ég þekki það af eigin reynslu því hún endurspeglar að mörgu leyti þá fordóma sem ég hafði gagnvart konum fyrir aðeins nokkrum árum: „Miðaldra konur verða oft svo bitrar.” „Af hverju nöldra konur svona mikið?” og svona mætti áfram telja. Oft er talað um að karlmenn séu „whipped” af mökum sínum og að þær séu með þá í „járnklóm”. Aðilar í sambandi þurfa að bera ákveðið tillit hvor til annars en það er oft séð sem frelsisskerðing fyrir karlmanninn, en ekki konuna. Hollywood ýtir einnig alveg gífurlega undir þessa fordóma, sérstaklega gamanmyndir sem draga upp sorglega mynd af konum. Eiginkonurnar eru oftar en ekki nöldrandi harðstjórar sem gera karlmönnunum lífið leitt, t.d. eiginkona Stu í Hangover. Slíkar myndir enda oft þannig að maðurinn finnur nýja, yngri og fjörugri konu sem ögrar honum ekki á neinn hátt. Hvaða skilaboð er verið að senda okkur? Karlmönnum eru einnig settar skorður innan feðraveldisins. Samfélagið segir strákum að þeir eigi að kunna, geta og vita meira en stelpur og af því leiðir að strákum stafar oft ógn af sterkum stelpum. Ef kona skarar fram úr þeim að einhverju leyti hafa þeir brugðist sem karlmenn. Konur sem ná langt eru því iðulega rifnar niður út frá kynferði sínu. Konur sem hafa völd eru gagnrýndar út frá útliti, klæðavali og ef þær eru ósáttar eru þær stimplaðar frekjur. Strákum er kennt að margar tilfinningar séu ekki mannlegar heldur kvenlegar. Þeir byrgja því frekar tilfinningar sínar inni. Þetta stuðlar að því að þeir finni þeim annan farveg, t.d. í gegnum ofbeldi. Á unglingsárum eru strákar sjö sinnum líklegri en stelpur til að svipta sig lífi og rannsóknir hafa sýnt að karlmenn leita sér síður hjálpar þegar þeir þurfa á henni að halda. Þöggunin hjá karlmönnum er gífurleg og auka þarf umræðuna um ofbeldi gegn karlmönnum.

82


Hlutgerving kvenna og klámvæðingin Hlutgerving er tækni sem notuð er í stríði, en þá er andstæðingurinn hlutgerður (e. dehumanized) til þess að réttlæta ofbeldi gegn honum. Hlutgerving er iðulega fyrsta skrefið í ofsóknum og ofbeldi gegn hópum af fólki. Á áróðursplaggötum Göbbels voru gyðingar gerðir að hálfum manni og hálfri rottu. Stríðshlutgerving er ekki alltaf svona áberandi en hún byggir á því að gefa í skyn að andófsmenn séu á einhvern hátt minna virði. Eftir því sem konur fá meiri réttindi, þá harðnar andstaðan gegn þeim. Það er hvergi jafn áberandi og í fjölmiðlum. Ofbeldi gegn konum er upphafið og er það gert bæði eftirsóknarvert og kynþokkafullt. Konur eru hlutgerðar þar sem þær verða oft bókstaflega að söluvörunni. Líkami kvenna verður t.d. jafnvirði bjórdósar (sbr. mynd). Niðurstöður rannsókna eru ótvíræðar: Sú mynd sem fjölmiðlar draga upp af konum ýtir undir neikvætt viðhorf gagnvart þeim og neikvætt viðhorf gagnvart konum ýtir undir ofbeldi gegn þeim. Sumir vilja meina að klámvæðingin sé frelsun kvenna undan þeim tepruskap sem ríkti áður fyrr og fólst í því að bæla niður kynvitund kvenna í þöggun. Ég skil það viðhorf en ég er því ÓSAMMÁLA. Ég fagna því að umræða um þrár kvenna hefur aukist en klámvæðingin fellur ekki í þann flokk. Birtingarmyndir kvenna hafa einfaldlega farið frá einni tegund af kúgun yfir í aðra. Hvernig getur hlutgerving verið frelsun? Hvernig getur það talist frelsun að ofbeldi gegn konum sé upphafið? Hlutgerving kvenna stuðlar ekki einungis að ofbeldi gegn þeim heldur einnig að sjálfshlutgervingu. American Psychological Association hefur vakið athygli á því að sjálfshlutgerving stelpna í Bandaríkjunum sé landlægur vandi. Stelpur sem hlutgera sig sjálfar eru í stöðugri sjálfsvöktun þar sem þær sjá sig sífellt utan frá. Stelpur sem hlutgera sig eiga í mikilli hættu á að þróa með sér átraskanir, þunglyndi og aðra fylgikvilla. Sjálfshlutgerving er ekki frelsun heldur prísund. Sumir vilja meina að tónlistarmyndbönd kvenna í dag séu uppreisn gegn tepruskap og valdi áfalli því þau sýna konur í snertingu við sína innri kynveru. Uppreisn er þegar brotið er í bága við normið og því geta mynbönd sem sýna ögrandi konur ekki talist uppreisn gegn ríkjandi ástandi. Fullklædd kona í tónlistarmyndbandi gæti frekar talist uppreisn en að sjá konu klámvædda. Annað sem ég hef tekið eftir er að þessi mynbönd sína í raun ekki kynvitund kvenna; þvert á móti. Erfitt er að aðgreina tónlistarmyndbönd karla og kvenna. Í dæmigerðu tónlistarmyndbandi karlkyns tónlistarmanns væri hann fullklæddur að láta sig dreyma um fáklæddar og tælandi konur. Tónlistarmynbönd kvenna sýna einnig fáklæddar tælandi konur. Ef betur er að gáð eru bæði mynböndin í raun um þrár karlmanna. Tökum Partition sem dæmi. Þar situr Beyoncé og lætur sig dreyma um sjálfa sig fáklædda í ögrandi stellingum. Textinn segir: „He’s so horny, he want to fuck” og „I just want to be the girl you like” - í raun koma hennar þrár ekkert fyrir, hvorki í myndbandinu né textanum. Myndbandið og textinn eru um þrár karlmanns sem hún þráir að uppfylla. Karlkyns tónlistarmenn segja: „You’re the girl I want” en kvenkyns tónlistarmenn segja: “I want to be the girl you want” og því fá þrár kvenna enn lítið vægi. Þær þrá að vera þráðar og að fá að uppfylla þrár annarra á meðan karlmenn vilja uppfylla sínar eigin þrár. Ef þið vitið ekki hvert ég er að fara getið þið ímyndað ykkur myndband þar sem karlkynstónlistarmaður lætur sig einungis dreyma um sjálfan sig, hálfnakinn og olíuborinn, að lyfta einhverju þungu svo vöðvar tútna út og að sú ímynd geri hann alveg spólgraðann.

83

Hvað er til ráða? Karlmenn og konur upplifa heiminn ekki eins og á meðan karlmenn sitja einir við æðstu völd í fjölmiðlum og öðrum helstu stofnunum sjáum við heiminn út frá aðeins helmingi mannkynsins. Kynjakvótinn er stórt skref í átt að jafnrétti og brýtur þann vítahring sem hefur ríkt í samfélaginu. Ég hvet sem flesta til að styðja aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna og bættu samfélagi. Eins klisjukennt og það hljómar þá byrjar breytingin hins vegar hjá okkur sjálfum. Vertu gagnrýnin(n) á hugsanir þínar og þína eigin fordóma. Leiðréttu þá sem segja nauðgunarbrandara eða annað sem stuðlar að þöggun og fordómum í samfélaginu. Karlmenn eiga það til að upplifa umræðuna, um að kynbundið ofbeldi sé ekki vandamál kvenna heldur karla, sem árás á sig, en það er fjarri lagi. Fæstir karlmenn eru ofbeldismenn. Kynbundið ofbeldi er samt samfélagsmein. Karlmenn ættu að taka virkan þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, rétt eins og ég tel það vera hlutverk mitt sem hvít kona að tala gegn rasisma, þótt ég sé sjálf ekki rasisti. Femínismi er ekki kynjastríð enda ættu ekki að vera stríðandi fylkingar. Við ættum öll að standa saman í því að berjast fyrir heimi þar sem einstaklingum er ekki mismunað út frá kyni, kynhneigð eða kynþætti. Stella Rún Guðmundsdóttir


MR-ví Magnþrunginn dagur. Rjómi íslensku akademíunnar mætir lúðunum handan hæðarinnar. Austurvöllur breytist í bardagasvæði. Sveittir líkamar þeytast um. Mannfjöldinn æpir. Barnsleg hegðun verslinga. Augljósir yfirburðir Menntaskólans. Vígvöllurinn ummyndast. Andrúmsloftið einkennist af dýrslegum þorsta. Sigurþráin skín í augum viðstaddra. Liðið okkar talar af einskærri innlifun. Við sigrum. Hrokinn kristallast. Beiskleikinn titrar í andardrætti aumingjanna. Örlögin hafa ráðið. Við erum best.

84


85


Lokaballið 2013 „Það var ekkert lokaball í 3. bekk hjá mér svo ég vissi ekki við hverju ég átti að búast á Rúbín. Eftir áhugavert fyrirpartý í “klassapleisinu” Kafaraskálanum og frekar þokukenndan göngutúr upp á Rúbín þá byrjaði ballið. Nema samt svona eiginlega ekki. Staðurinn sjálfur var alveg fínn en asnalega fáir sem mættu og FlassBack DJ-inn ekkert nema vonbrigði. Hápunktur frammistöðu hans var þegar Barbie Girl kom á fóninn, alltaf sterkur leikur. Í heild alveg fun kvöld en stóðst ekki væntingar.”  Sindri Engilbertsson 4.S „Stemningin á lokaballinu var geggjuð! Eðaltónlist hélt uppi fjörinu og fólk dansaði af sér vitið. Smá leiðinlegt að 6.bekkur skyldi ekki mega vera með…”  Freyja Ingadóttir 4.A „Mér fannst þetta frekar slappt ball, fílaði ekki DJ-inn.”  Sigurður Darri Björnsson 3.G

„Fun tónlist, rosa stuð, allir hressir og góður endir á skólaárinu!”  Harpa Guðrún Hreinsdóttir 3.C

86


87


89 Margar hefðir hafa myndast við vinnslu blaðsins í gegnum árin. Þar sem okkur í ritstjórn finnst leiðinlegt að annað hvort drengur eða stúlka þurfi að prýða blaðssíðu 67 þá tókum við upp á því að stúlka skuli vera á blaðsíðu 89. 89 stúlkan í ár er: Steinunn Helgadóttir, 4.Z.


89


Söngkeppni Skólafélagsins 2014 Í ár var Söngkeppni Skólafélagins haldin í Austurbæjarbíói þann 31. janúar. Keppnin var stórglæsileg að vanda og var gjörsamlega troðið í salnum svo margir þurftu að fylgjast með standandi. Skemmtinefndin stóð sig frábærlega og vann hörðum höndum að því að gefa okkur MR-ingum eins stóra og flotta keppni og mögulegt var. Líkt og í fyrra voru haldnar áheyrnarprufur fyrir keppnina þar sem hljómsveitin dæmdi misgóð atriðin. Alls voru 30 atriði sem tóku þátt en aðeins 16 komust áfram í Austurbæjarbíó. Keppnin byrjaði með látum og voru það kynnarnir og samnemendur okkar þau Oddur Atlason, Hanna Björt Kristjánsdóttir og Aldís Mjöll Geirsdóttir sem sáu um að skemmta áhorfendum frá upphafi til enda á milli atriða. Ætla mætti að salurinn hafi verið fullur af hláturgasi þegar þau stigu upp á svið en þríeykið stóð sig frábærlega í alla staði. Meðal annars komu þau fram í búningum sem brúðarhjón og kóreskar unglingsstelpur. Um það bil 15 mínútna hlé var gert þegar helmingur atriða hafði stigið fram á svið. Margir notuðu tímann í klósettferð á meðan aðrir fengu sér kók og prins póló í sjoppunni eða fóru út að fá sér frískt loft. Eftir hlé var rennslinu síðan haldið áfram og var seinni hlutinn síður en svo verri en sá fyrri. Þegar öll 16 atriðin höfðu verið flutt hófst annað hlé kvöldsins, dómarahléið, þar sem landsfrægu dómararnir settust niður með pizzu og gos og dæmdu frammistöðu keppenda, en það voru þau Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir söngkona, Gunnar í Gunna og Felix, tónskáldið Ólafur Arnalds og Ásdís María sem sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra. Á meðan var gestum skemmt með sýnishorni úr nýjasta Bingó þættinum (starring María Björk) sem allir nemendur MR biðu spenntir eftir. Eftir langa bið stigu dómarar loks á svið og tilkynntu úrslitin. Gunnar vildi veita sérstök verðlaun fyrir frumsamið lag og stórkostlegan söng sem hann veitti Jóhönnu Elísu (5.U) fyrir lagið „Engu get breytt“. Verðlaun fyrir vinsælasta atriðið hlaut Arngrímur Einarsson (5.Z) fyrir frábæra frammistöðu með víðfræga laginu „Angels“ eftir Robbie Williams. Því næst tilkynnti Ólafur Arnalds að Karólína Jóhannsdóttir (4.B) væri í 3. sæti fyrir frumlegt og gríðarlega flott atriði en hún söng lagið „Wildfire“ með SBTRKT. Stórstjarnan Jóhanna Guðrún steig næst á svið og veitti Evu Björk Davíðsdóttur (6.T) 2. sætið fyrir glæsilegan flutning á laginu „Gravity“ sem hún átti svo sannarlega skilið. Að lokum steig Ásdís María á svið til að krýna sigurvegara kvöldsins og voru það fjallmyndarlegu og hæfileikaríku strákarnir í herrakvartettnum Barbari sem hrepptu þann titil. Þeir munu keppa fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík í Söngkeppni framhaldsskólanna 2014 með laginu „God Only Knows“. Eftir keppnina hélt skemmtunin áfram og fóru krakkar ýmist heim í náttfatapartý eða í teboð þar sem teið rann í glös líkt og þau væru botnlaus. Eins og áður hefur komið fram þá stóðu Skemmtinefndarfimmeykið sig með prýði í samstarfi við Skólafélagið og stóðu fyrir flottustu söngkeppninni hingað til. Við MR-ingar megum vera stoltir af samnemendum okkar og einstaka hæfileika þeirra sem fengu að njóta sín þetta kvöld. Andrea Gestsdóttir 5.A

90


91


92 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 9 3 1


93


Ritdeilur: Verkfallið // Með Síðan 2002 hefur launabilið milli kennara, stjórnenda, náms- og starfsráðgjafa í ríkisreknum framhaldsskólum annars vegar og meðallauna félagsmanna í BHM (Bandalagi háskólamanna) hins vegar aukist til muna og er orðið um 17%. Það er skýrt að krafa framhaldsskólakennara er í raun um launaleiðréttingu. Það sem barátta KÍ (Kennarasambands Íslands) snýst um núna er að: A) Laun og önnur starfskjör kennara, náms- og starfsráðgjafa standist ávallt samanburð við kjör annarra sérfræðinga á vinnumarkaðnum. B) Laun og önnur starfskjör stjórnenda skóla standist ávallt samanburð við kjör annarra stjórnenda á vinnumarkaði. Það er vissulega laukrétt að verkfallið bitnar einna helst á framhaldsskólanemum en það réttlætir þó ekki að nemendur reiðist kennurum og skammist út í þá á þeim forsendum að þeir séu að eyðileggja námsmöguleika sína. Kjör kennara eru skammarlega lág. Það ættu að vera nógu góð rök í þessari umræðu að kjör annarra með sams konar menntun séu 17% hærri en kennara og hver sem er hlýtur að geta séð óréttlætið og stutt kennara í sinni baráttu. Ég var hins vegar fenginn til að skrifa mun lengri grein og ætla því að nöldra lengur. Fram kemur í skýrslu KÍ og SNR (Samninganefndar ríkisins), sem gefin var út 5. febrúar síðastliðinn, að laun og kjör meðal íslenskra kennara séu 30% lægri en meðallaun kennara í ríkjum innan OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar). Þau eru aukinheldur 42% lægri en meðallaun kennara á Norðurlöndunum. Ef litið er til kennara með meiri starfsreynslu eða betri menntun þá hafa tölurnar hækkað: kennarar á Norðurlöndunum hafa þá 63% hærri laun og meðallaun kennara í OECD-ríkjunum eru þá 53% hærri laun en þeir íslensku. Munurinn er jafnvel enn meiri ef við berum okkur einungis saman við Danmörku. Þar eru laun venjulegra kennara 83% hærri en hér. Þessar tölur eru sláandi. Sumir vilja fela sig á bak við að kennarar á Íslandi fái lengra sumarfrí en á móti því kemur að þeir kenna lengur í venjulegri vinnuviku. Barátta framhaldsskólakennara byrjaði fyrir löngu síðan og samningaviðræður hófust fyrir meira en ári. Síðasta ríkisstjórn hafði áætlun um hvaðan fjármunir til þess að bæta kjör kennara gætu komið. Eftir ríkisstjórnarskipti var þeirri áætlun hins vegar ýtt til hliðar. Ráðstöfun ríkisfjármuna í verkefni á borð við lækkun veiðigjaldsins og skuldaniðurfellinguna fékk ríkari hljómgrunn hjá ríkisstjórninni og urðu þau að hennar forgangsmálum. Við getum sett það í það samhengi að tekjur vegna sérstaka veiðigjaldsins hefðu dugað til þess að leiðrétta laun kennara þrisvar sinnum. Það er ótrúlegt. Sú ákvarðanataka að veita útgerðarmönnum vegleg sumarlaun vitandi af því að láglaunastétt framhaldsskólakennara væri á barmi verkfalls er alveg snargalin. Þó að flestir vissu að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði seint talin vinna fyrir þau launalægstu þá stóðu vonir til að ef til vill bæri hún hag framhaldsskólanema og framtíð Íslands fyrir brjósti. En svo virðist ekki vera. Sú staðhæfing að ríkisstjórnin græði á verkfallinu er ekki alvitlaus en ekki alveg rétt heldur. Ríkisstjórnin græðir að vissu leyti á verkfallinu þar eð hún greiðir kennurum ekki laun á meðan verkfalli stendur og hagnast þannig. Á móti kemur að allt stefnir í að kennarar fái launahækkun sem greiðist að sjálfsögðu úr ríkissjóði. Þó svo að þau rök verði þá notuð að ríkisstjórnin græði á því að tefja samningaviðræður þá getur varla talist hagstætt fyrir hana að fá alla stéttina enn frekar upp á móti sér. Til lengri tíma litið mun verkfallið hafa slæmar afleiðingar fyrir alla. Meira að segja ríkisstjórnina. Ég hef núna þrasað nægilega lengi að mínu mati en þetta átti nú að vera lengri ritdeila svo ég ætla að halda áfram. Dæmisaga væri kjörin að svo komnu máli. Þess vegna ætla ég að segja söguna af kennaranum Sven.

94


Sven hefur verið sögukennari frá árinu 2000 í Framhaldsskólanum við Kringluna (sem ég veit alveg að er ekki til en Helgi Ingólfs skrifaði skáldsögu um FK sem var skondin og svo má líka hugsa um hann sem vesló). Sven og Ólafur sambýlismaður hans áttu heima í snotru húsi í Hlíðunum ásamt hundinum Kristófer. Árið 2006 var kaupmáttur launa hjá kennarum 6% hærri en hann er nú og litla fjölskyldan hafði það náðugt. Eftir hrun hafði kaupmátturinn skerst, launin lækkað og launamunurinn milli kennara og annara innan BHM var orðin mikill. Sven og Ólafur, sem var í BHM en ekki kennari, áttu í smávægilegum deilum vegna þess að Ólafur kippti sér ekki upp við muninn. Þegar samninganefnd kennara var kjörin þá var Sven valinn ásamt Elsu og Önnu. Sven sá þetta sem tækifæri til þess að berjast fyrir rétti sínum og ætlaði sko ekki að gefa tommu eftir við samninganefnd ríkisins. Þegar að viðræðunum kom þá var Sven með tilbúna ræðu um að öreigar allra landa skyldu sameinast og að ríkið myndi ekki komast upp með neitt kjaftæði. Þegar Hans formaður SNR kom inn í samningaherbergið skein sjarminn af honum - hann drap alla með glæsimennsku sinni, eins og skáldið hefði sagt. Allur kjarkur fauk úr Sven og tillögur ríkisins hljómuðu sem hin fagrasta músík komandi frá samningasjarmörnum Hans. Sven kom heim eftir viðtal á RÚV þar sem hann hafði sagt að það sæist til lands í viðræðum og allt væri að þokast áfram. Ólafur varð hinn fegnasti og spurði Sven hvort þeim hefði verið boðin 17% launaleiðrétting. Sven svaraði „Nei reyndar ekki, aðeins 2,8%. En okkur voru boðin frí sms, kennari í kennara.“ Ólafur sá að ekki var allt með felldu. Hann stappaði stálinu í Sven en hann hafði kynnt sér launamál kennara vegna ástar sinnar á Sven og loks uppgötvað hversu ósanngjarnt launabilið væri. Sven mætti tvíefldur til leiks næsta dag en allt kom fyrir ekki. Sjarmi Hans töfraði þau öll upp úr skónum og Anna formaður Sambands framhaldsskólakennara vildi undirrita samningana strax. Elsa var þó aðeins efins og því var ekki skrifað undir en Anna sagði í viðtali við Vísi að þau væru kortéri í að skrifa undir. Aftur kom Sven heim og sama sagan endurtók sig. Ólafur þurfti aftur að koma vitinu fyrir hann. Með ást sína á Ólafi að vopni fór Sven aftur til viðræðna við sjarmasamningamanninn Hans og kumpána hans. Hann hlustaði hvorki á ljúfa hjalið í Hans né orðhengilsháttinn. Að lokum fengu kennarar bæði launaleiðréttingu og ókeypis sms sín á milli vegna baráttu Sven og ástar þeirra Ólafs. Þessi dæmisaga er frekar léleg og eiginlega bara hálfglötuð en samt falleg. Hún kennir okkur nefnilega að kennarar eiga sama rétt og aðrir til að marsera á vit verkfallsörlaganna og rísa upp sem rödd öreiga þessa lands. Ég ætla ekki að mótmæla því að verkfall kennara hafi slæm áhrif á nemendur og að sjálfsögðu á að bera þeirra hag fyrir brjósti. Ég held að við Kjartan séum eiginlega á sama máli nema að hann vilji meina að kennarar séu á fínum launum og eigi ekki að kvarta. Það væri hreinlega slæm sýn á veruleikann. Það verður þó að hafa í huga að það er kennara að veita nemendum þá kennslu sem þeir eiga rétt á. Bara ekki á lúsarlaunum. Það er ekki kennaranna að hugsa eingöngu um hagsmuni nemenda. Það er frekar starf ríkisins. Kennarar þurfa líka að hugsa um sig og sína nánustu. það virðist skrýtið að segja það en kennarar þurfa stundum að vera eigingjarnir og fá sínu framgengt. Verkfallsvopnið er ekki notað af léttúð heldur sem baráttutæki og er mikilvæg réttindi hvers verkamanns. Ragnar Auðun Árnason 6.B

95


Ritdeilur: Verkfallið // Á Móti Ég geri mér fulla grein fyrir kjörum kennara. Þau geta vart talist annað en bág, enda endurspegla þau ekki raunvirði vörunnar sem kennarar framleiða, þ.e. kennslu. Ástæðan er augljóslega sú að kennarar semja við ríkið um laun, þar sem þeir eru jú ríkisstarfsmenn. Flestar starfsstéttir starfa sem einkaaðilar og þar með ráðast laun af framboði og eftirspurn. Sem dæmi má nefna að eftirspurn eftir starfi bifvélavirkja er mikil og þar með rukka þeir hátt tímakaup, því þeir geta það. Svona virkar markaðurinn. Kennarar standa utan þessa. Gríðarlega hörku þyrfti af hendi kennara til að halda í við rýrnun gjaldmiðilsins, á þann hátt að alltaf þyrfti að semja um hækkun með tilliti til verðbólgu. Verði 2% verðbólga skyldi þá hækkun launa vera 2% en aðeins þó til að halda í við. Fáir taka tillit til þessa og hafa því kennarar dregist afturúr. Rétt er að benda á að íslenska krónan hefur rýrnað um 99,99% síðustu 50 ár. Verðbólga er þó ekki eina ástæða þess að kennarar hafa dregist afturúr, stærsta ástæðan er sú að þeir þurfi yfir höfuð að semja við ríkið sem heil stétt um eigin laun. Meira um það síðar í greininni. Kennarar sjá væntanlega að þeir fá ekki borgað rétt verð fyrir vöruna sem þeir selja, kennslu. Þeirra lausn er hins vegar hér að fara í verkfall. Greinum nú eðli þessa verkfalls af heilindum. Verkfallinu er ætlað að ná fram kjarabótum með því að kúga ríkið til samvinnu. Á meðan greiðir ríkið kennurum engin laun og sparar þar með 30 milljónir á dag í launakostnað. Á meðan fá 20.000 nemendur enga kennslu. Á meðan má enginn kenna framhaldsskólanemendum, skv. KÍ. Er þetta ekki bogið? Verkfallið bitnar á okkur viðskiptavinunum og ríkið, sem deiluaðili, sparar. Er þetta í lagi? Ég tel þetta svik við okkur viðskiptavini og gríðarlegan forsendubrest sem líkast til fæst engin leiðrétting á. Eina heildstæða lausnin á þessu gríðarlega vandamáli sem kennarar standa fyrir er einkavæðing, að færa þá undir lögmál markaðarins og úr krumlu ríkisins. Við það fengist aukin skilvirkni og fyrst og fremst fengist það á hreint að við nemendur erum viðskiptavinir, ekki e.k. kýr á básum eða álíka. Einkavætt menntakerfi væri aðeins til staðar fyrir okkur og því yrði þjónustan notendavænni. Nemendur og foreldrar gætu valið skóla eftir þörfum, þar sem fjölbreytni yrði, enda víða tækifæri til að gera mismunandi nemendum til geðs. Sumir skólar yrðu ódýrir, sumir dýrir, en alstaðar eitthvað fyrir alla. Kennarar gætu ennfremur sagt upp og leitað í aðra skóla væru þeir ósáttir, og skólar gætu sagt kennurum upp sinntu þeir starfi sínu ekki vel, sem er ekki hægt í dag, enda eru þeir ríkisstarfsmenn. Hér hef ég dregið upp mynd af vandamálinu og lausninni án þess að fara sérstaklega út í siðferðið. Verkföll tel ég fyrst og fremst fáránleg, af ástæðum sem má lesa úr öllu því sem ég hef þegar ritað. Að grípa þurfi til þeirra er eitt og sér nógu fáránlegt fyrir heila grein. Hvers vegna finnst kennurum í lagi að sniðganga mig og 20.000 aðra til að pína ríkið? Ha? Ef við horfum á þetta af skynsemi sjáum við að það er að mörgu leyti siðlaust að blanda okkur í þetta, sérstaklega á þennan hátt. Jafnan þegar starfsmenn eru ósáttir við laun semja þeir við vinnuveitandann og hann kemst ekki upp með að sniðganga einn eða neinn viðskiptavin, nema þegar hann er ríkið, því þá getur hann tekið alla þá peninga fyrir hvaða þjónustu sem honum sýnist. Það er fáránlegt. Sem viðskiptavinur vil ég fá völdin sem allajafna felast í því að kaupa þjónustu. Ég á að geta dregið til baka mína aðild að viðskiptunum ef þau fullnægja ekki mínum þörfum og leitað annað. Í lokin snýst þetta alltaf um val, sem er flestu öðru mikilvægara. Kjartan Magnússon 5.B

96


97


98


90s

Ljósmyndari Emil Örn Kristjánsson

Módel Aron Freyr Kristjánsdóttir Bjarni Páll Linnet Runólfsson Bragi Arnarsson Bryndís Thelma Jónasdóttir Brynja Steinþórsdóttir Dagur Tómas Ásgeirsson Edda Lárusdóttir Elísa Schram Emil Sölvi Ágústsson Freyja Ingadóttir Fríða Þorkelsdóttir Harpa Ósk Björnsdóttir Hrefna Namfa Finnsdóttir Hugi Hólm Guðbjörnsson Ingeborg Andersen Kristín Margrét Kristjánsdóttir Kristófer Bjarmi Schram Matthías Tryggvi Haraldsson Nils A Nowenstein Mathey Sólbjört Sigurðardóttir Tinna Reynisdóttir Unnur Birna Backman Unnur Lilja Þórðardóttir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Þórunn Jóhannesdóttir Fatnaður og skart Fatamarkaðurinn Nostalgía Þakkir Smekkleysa Sólon Einarsbrunnur Hókus Pókus Markús Kjartansson

99


100


101


102


103


104


105


106


107


108


109


„Fjármál eru hluti af lífi flestra og í framtíðinni vil ég taka þátt í því að gæta hagsmuna og bæta lífskjör fólks. Að grunnnáminu loknu stefni ég á framhaldsnám við háskóla í Englandi.“ Tómas Arnar Guðmundsson Nemi í fjármálaverkfræði Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 2010

VELKOMIN Í HR 110


111


112


Baldur Ragnarsson

„Það má ekki gleyma því að líf manns er ekki normal lífið, það er jafn mismunandi og staðirnir eru margir.“ Í hvaða menntaskóla varstu?

Hvað er framundan hjá þér?

Framhaldsskólanum á Húsavík og svo fór ég í Iðnskólann í Reykjavík. Ég kláraði þar grafíska miðlun sem ég hef ekki nýtt mér rassgat en var voða fínt að klára. Ég er að skoða það hvort ég eigi að fara í ljósmyndun því ég hef ekki lært neitt þannig. Ég er byrjaður að taka fullt af myndum og finnst það óskaplega gaman, sérstaklega upp á síðkastið. Ég veit alveg hvað mér finnst flott og hvað mér finnst gaman að gera en ef ég er að brjóta reglur þá veit ég ekki af því og af hverju. Maður verður bara að fara og ná sér í þekkinguna og þá getur maður farið að leika sér meira með hana.

Dætrasynir eru með rólegra mótinu. Það var meira svona að koma þessari plötu frá okkur til að hafa gert það. Hálfvitarnir eru í fullu fjöri en við erum orðnir svolítið latir, við erum níu í hljómsveitinni og allir að gera eitthvað annað. Þetta er samt enn þá ógeðslega gaman, við erum alveg að fara að semja meira og svo bara gefum við út plötu. Það er bara það sem við gerum. Þetta tekur sinn tíma en við erum ekkert stressaðir því það liggur ekkert á, það er alltaf yndislegt að spila með Hálfvitunum. Í Skálmöld erum við að semja á fullu, við æfum mikið og erum að semja mikið og ætlum að taka upp í maí. Það er von á plötu seinna á árinu, við erum bara á fullu og erum mjög ánægðir með það sem komið er. Við erum líka með sýningu í Borgarleikhúsinu með mjög flottum hópi og gríðarlega sterkt bakland sem Borgarleikhúsið er að færa okkur, maður finnur vel fyrir því að þar er mikill áhugi. Við í Innvortis gáfum út plötu hitt í fyrra og það var það fyrsta sem hafði komið út síðan 2001 og svo þar á undan árið 1995. Við æfum yfirleitt tvisvar á ári og spilum á Eistnaflugi og ætlum að halda áfram að gera það held ég því það er ógeðslega gaman. Skemmtilegt að Bibbi bróðir spilar á bassa í Skálmöld og ég á gítar en þetta er öfugt í Innvortis. Það er mjög gaman.

Hvenær byrjaðir þú að hafa svona mikinn áhuga á tónlist? Ég byrjaði ofboðslega snemma. Pabbi var tónlistarkennari alla sína tíð og þegar ég fæddist var hann tónlistarskólastjóri á Laugum í Reykjadal og ég man ekki eftir því að hafa ekki verið tónlistarunnandi. Á þeim tíma var mamma að kenna á blokkflautu þannig að það var alltaf tónlist á heimilinu og ég man ekki eftir mér öðruvísi en að reyna að spila eitthvað. Í hvaða tónlistarskóla fórstu?

Hvað eru þið bræðurnir saman í mörgum hljómsveitum?

Í fyrstu fór ég í Tónlistarskólann á Húsavík en lærði þar mjög stutt. Ég byrjaði að blása í blokkflautu í fyrsta bekk því flestir þurftu að byrja svo leiðis. Síðan lærði ég aðeins á kornett, klarinett, sílafón og smá upptökufræði. Þetta var allt í frekar stuttan tíma því ég áttaði mig á því að mér fannst ofboðslega leiðinlegt að læra tónlist þannig að ég fór bara að gera hana. Ég les ekki nótur í dag, þetta er allt saman eftir eyranu sem hefur sína kosti og galla. Ég er samt alls ekki að mæla með því yfirleitt. Það virkar alveg en maður finnur samt að stundum væri rosalega gott að kunna að skrifa þær niður. Þetta er eins og að læra að tala. Fyrst fikrar þú þig áfram, lærir að nota það sem þú hefur heyrt og svo að skrifa það út. Upplýsingaflæði varðandi tónlist, bæði sem þú gefur frá þér og tekur við, er auðveldara ef þú lest nótur. En svo kemur alltaf aftur að því að mér finnst svo djöfull leiðinlegt að læra tónfræðina.

Við Bibbi erum saman í Skálmöld, Hálfvitum, Bófum, Innvortis, Danshljómsveitinni Hommar þegar hún var uppi á sitt besta og örugglega eitthvað meira. Við höfum líka samið mikið af leikhústónlis, við erum mjög mikið í þessu saman.

Hver var fyrsta platan sem þú gafst út? Við gáfum út litla spólu þegar við vorum í fjórða bekk. Þá tókum við hana upp og fengum 100 eintök sem við seldum sjálfir. Það var algjört listaverk. Við kölluðum okkur Gojs en það vorum við fjórir félagar saman frá Húsavík. Þar á meðal Þórir Georg sem er að gefa út plötu núna og er búinn að spila með milljón böndum. Við erum æskuvinir og höfum spilað mikið saman. Við héldum áfram að spila fullt af hardcore pönki eftir það. En fyrsta raunútgáfan var sennilega þegar ég spilaði tónlistina í Stundinni Okkar 2005/2006 tímabilið. Svo var fyrsta Ljótu Hálfvita platan árið eftir það.

Hver er minnisstæðasta hljómsveitin sem þú hefur verið í? Sennilega band sem heitir Everything starts here sem ég, Þórir og tveir félagar okkar, þeir Árni og Gústi, vorum í. Það var hardcore pönk, algjör gredda alla leið. Við bjuggum á Húsavík og það var ekkert að gera svo við æfðum bara alla daga í marga klukkutíma. Það er mest æfða band sem ég hef verið í fyrir utan Skálmöld. Við vorum 16 ára gamlir og rosalega þéttir því við höfðum æft svo mikið. Þórir samdi mest af efninu og þetta voru æðisleg lög hjá honum. Hann var talent alveg frá upphafi, hann þurfti rosalega lítið að þroskast, var bara með þetta strax. Hann var drifkrafturinn í bandinu. Ég á margar góðar minningar frá því að koma í bæinn sem unglingur og spila með þeim. Maður var náttúrulega bara unglingur og hafði ógeðslega gaman. Skemmtilegustu tónleikarnir? Það var ofboðslega gaman að spila í Eldborg með Sinfó og líka gaman að spila á Wacken, bæði með Skálmöld. Svo eru stök gigg með Hálfvitunum sem eru alveg æðisleg, það er jafnskylt góðu partýi og tónleikum. Það myndast bara einhver samhljómur og það eru allir á rassgatinu og ógeðslega gaman í 3 tíma. Þetta er bara yndislegt. Maður hefur spilað á svo mörgum ævintýralegum tónleikum sem er alltaf gaman, flestir tónleikar sem við spilum á eru svipaðir en Eldborg var eitthvað nýtt.

113


Hver finnst þér vera munurinn á því að spila á Íslandi og erlendis? Þegar ég fór í tónleikaferðalag með Skálmöld um Evrópu þá var enginn munur á okkur sem bandi og áhorfendunum. Okkur hefur gengið rosalega vel hérna heima. Við erum í tísku þannig það koma rosalega margir að horfa á okkur en það er ekki að gerast úti svo það er smærra. Það skemmtilegasta sem við gerum er að fara erlendis, spila fyrir einhvern sem hefur aldrei heyrt í okkur áður, ná tökum á einstaklingnum og landa honum á punktinum með þessum örfáu lögum sem við fáum að spila. Það er ótrúlega gaman. Þegar við höfðum samband við þig þá hafðir þú verið utan netsambands í Mexíkó í tvær vikur, ertu að ferðast mikið til framandi landa? Ég reyni ferðast eins og ég get. Ég fór núna í tvo mánuði og þrjár vikur til Suður-Ameríku, Bólivíu, Perú, Ekvador, Galápagos, Kólumbíu, Mexíkó og Bandaríkjanna. Það er algjört lykilatriði að sjá nýja staði og átta sig á því að Ísland er ekkert normið og víkka sjóndeildarhringinn. Jólin eru ekkert snjór, kuldi, myrkur og hangikjöt alls staðar. Það er þannig hérna heima en maður má ekki gleyma því að líf manns er ekki normal lífið, það er jafn mismunandi og staðirnir eru margir. Ég hef komið mér upp ágætis rútínu. Í fyrra var ég í Perú yfir jólin, hitt í fyrra var ég heima og á undan því var ég í Japan. Jólin þarna á milli voru skemmtilegustu jól í heimi. Þá var ég búinn að vera í Japan að borða alls konar skrítið, kem svo heim og held jól og þá var allt svo geðveikt því ég hafði sleppt einu ári svo ég held ég sleppi öðru hverju ári héðan í frá því þá verður allt svo frábært. Svo líka nær maður að gera einhvern djöfulinn eins og þegar ég var í Perú þá át ég naggrís á aðfangadagskvöld. Það er ekkert það sama og maður er að borða hérna heima en maturinn næstu jól verður fokking geðveikur.

Hver er áhugaverðasti staður sem þú hefur komið til? Japan var stærsta menningarsjokkið, þar er allt öðruvísi. Þau eru að reyna að vera rosalega vestræn með hörmulegum árangri. Grunnhugsunarhátturinn er svo langt frá því sem maður þekkir þannig fyrir mig að koma til Japan var algjört sjokk. En Galápagos var klikkun líka. Þetta er verndarsvæði og það komast bara ákveðið margir að, blessunarlega. Þetta er svo einangrað að það eru engin rándýr á meðal dýranna þarna þannig þau vita ekki að þau eiga að vera hrædd við okkur. Ég var bara að synda með sæljónum og ef ég labbaði upp að fugli þá fór hann ekkert því hann var ekkert hræddur við mig. Það eru nánast engin rándýr á Galápagos. Haukar og uglur eru rándýr fyrir minnstu fuglana en svona almennt eru engin rándýr. Þú labbar upp að risaskjaldbökum, sæljónum, bláfættum- og rauðfættum súlum og einhverju sem þú finnur ekki annars staðar og dýrin halda ró sinni, eru alveg sulturóleg enda þekkja ekkert annað. Galápagos mörgæsin er þarna líka. Dýralífið fyrir mér var rosalega mikil upplifun. Við köfuðum alltaf tvisvar á dag og í eitt skipti fór ég á undan hópnum og fann þrjú sæljón í einhverju lóni. Fyrst voru þau eitthvað að skoða mig og syntu í hringi. Ég beið og lagðist svo hálfur ofan í vatnið á einhverjum kletti fyrir ofan þau. Í því kom fullvaxið kvenkyns sæljón og leggst á bakið ofan á mig. Það var steikjandi hiti svo við lágum þarna í 10 mínútur. Þetta er villt dýr með stórar tennur þannig ef hún vildi fokka mér upp þá hefði hún getað gert það. Fyrir mér var þetta alveg svona móment að fá að liggja þarna með fullvöxnu sæljóni verandi þolandinn í þessu máli. En ég mátti ekki snerta dýrið. Það var ekkert sem ég gat gert þarna. Þetta er eitthvað sem ég á aldrei eftir að gleyma. Ég skoða dýralífið eins mikið og ég get þegar ég að ferðast. Í Mexíkó fór ég í tveggja vikna hvalaskoðun en síðasta sumar á Húsavík vann ég einmitt í hvalaskoðun og myndi ég segja að ég væri með hvala”fetish”. Sú í Mexíkó er ein flottasta hvalaskoðun í heimi. Hún var alveg sturluð. Ég fór til Galápagos með þetta í huga. Svo fór ég í Amazon skóginn og var þar í tæpa viku til að fá þetta allt saman eins mikið í æð og ég gat. Við erum ekki með nein skordýr af neinu viti hérna heima svo það var ofboðslega gaman að komast í kynni við allar þessar köngulær, eðlur og snáka. Ég geri mitt allra besta til að vera innan um dýr eins mikið og ég get án þess að trufla þau.

114


Átt þú þér eitthvað svona „Creative Process“? Yfirleitt er þetta þannig að einhver kemur með hugmynd, misþróaðar þó, stundum er það bara einn kafli, stundum er það hugmynd að heilu lagi og svo þróum við það allir saman á æfingu. Við púslum því saman, komum með hugmyndir og breytum köflum sem að einhver er búinn að gera og tætum hann niður og aðlögum hann þannig hann sé betri. Svo eru textarnir samdir ofan á það. Og út frá þeim kórútsetningar, raddútsetningar og svo í rauninni allra síðasta eru háu öskrin mín bakvið, við gerum þau bara í stúdíóinu. Það er bara svona eitthvað svona heyrðu ég geri þetta hérna og svo þarf ég að hlusta betur og læra það þegar við erum að spila live. Hvernig er lagasmíðaferlið hjá ykkur? Yfirleitt er þetta þannig að einhver kemur með hugmynd, þó misþróaðar og stundum er það annað hvort einn kafli eða hugmynd að heilu lagi og út frá því þróum við það allir í sameiningu á æfingu. Við púslum laginu saman, komum með hugmyndir og breytum köflum sem einhver er búinn að gera og tætum þá svo niður og aðlögum þá þannig að þeir séu betri. Svo eru textarnir samdir ofan á það og út frá þeim kórútsetningar, raddútsetningar og svo í rauninni allra síðasta eru háu öskrin mín bak við. Við gerum þau bara í stúdíóinu. Það er bara eitthvað svona: ,,Heyrðu, ég geri þetta hérna og svo þarf ég að hlusta betur og læra það þegar við erum að spila live.“ Hvað er það hellaðasta sem þú hefur gert? Ég fór í Amazon skóginn í Ekvador, Cuyabeno svæðið sem er verndað Amazon svæði. Þú þarft að koma þér í smábæ, þaðan tekur þú tveggja tíma rútu og svo er tveggja tíma bátsferð á löngum Amazon bátum. Við komum þangað og erum búnir að vera þar í nokkra daga að skoða skordýrin og leita að anakondu sem ég fann ekki...helvítis anakondan...skoða apana og hitt og þetta. Þarna er ættbálkur, einn af sjö native ættbálkum í Amazon skóginum í Ekvador. Við fórum og hittum þau í þorpinu þeirra, bjuggum til brauð með þeim úr rótum, spiluðum fótbolta í 40° hita og ég var góður í svona 20 sekúndur og svo var ég alveg búinn á því en eftir það fórum við að hitta töfralækninn sem er yfir þessum ættbálki. Hann býr stuttan spöl frá ættbálknum. Við fórum til hans og hann segir okkur frá hinum og þessum athöfnum og sýnir okkur jurtirnar sem hann notar við lækningar og hitt og þetta. Rosalega almennilegur náungi og mjög skemmtilegt að tala við hann. Ég talaði við hann um ayahuasca sem er ofskynjunarlyf sem þeir nota og ayahuasca athafnir þar sem fólk kemur og drekkur ayahuasca og verður fyrir andlegri upplifun sem á að hjálpa þér að takast á við þinn innri mann og fá sterkari tengingu við alheiminn en er rosalega miserfitt fyrir fólk. Sumir æla, sumir skíta á sig og þetta er rosalega agressívt. Það eru líka krakkar að gera þetta því þeir hugsa um þetta sem lyf en ekki eiturlyf. Því næst förum við inn í herbergi hjá honum og hann spyr hvort að einhver sé með einhver ónot og ég var búinn að vera eitthvað hellaður í mjóbakinu svo ég segi honum það og hann bara: “Já ókei, ekkert mál”, fer út í garð og nær í einhverjar plöntur. Svo segir hann mér að fara úr að ofan og leggjast á einhvern stein sem er þarna inni í stofunni. Ég geri það og hann byrjar sem sagt að hýða mig með þessum plöntum og þá kemur í ljós að þessar plöntur eru brenninetlur sinnum fjórir. Allt bakið á mér byrjar að loga en eftir um það bil fimm mínútur þá byrja ég að hugsa að það sé töfralæknir að hýða mig hérna. Í því lít ég til vinstri og sé gæluskjaldbökuna hans koma röltandi alveg upp að hausnum á mér sem tekur hana alveg mínútu. Síðan horfir hún á mig og ælir geðveikt mikið á gólfið við hliðina á mér. Það var þá sem ég fattaði að þetta var eitt langskrítnasta móment sem ég hef upplifað. Hann að hýða mig, ég að drepast í bakinu og skjaldbaka ælandi fyrir framan mig. Einn dag eftir þetta var ég allur rauður útataður í útbrotum. Bakið var ekkert mikið betra en ekkert verra heldur, þetta var bara svo mikil snilld. Hann var svo næs þessi náungi að ég var alveg til í þetta. Ég fékk meira að segja að taka mynd af mér með honum. Þeir eru mismeðtækilegir fyrir því. Sumir vilja alls ekki láta taka mynd af sér því þeir eru með gamla indíána hugsunarháttinn, að ljósmynd stelur hluta af sálinni þinni, en hann var alveg slakur yfir því. Þetta var stórkostleg upplifun.

115


Þráinn Árni

„Þegar maður er að skapa eitthvað þá taka hlutirnir bara af stað og maður ræður ekkert við þetta.“

Hvaða framhaldsskóla varstu í?

Hvenær gafstu út þína fyrstu plötu?

Ég byrjaði á því að fara í framhaldskólann á Laugum og var þar í heimavist. Þar voru ég og Mugison og við vorum bara á æfingum þar. Við mættum eitthvað í skólann en við vorum aðallega mestan hluta sólarhringsins á æfingum. Svo fórum við saman suður bara strax eftir fyrsta ár. Fórum báðir í MH og hættum síðan báðir, vegna athyglisbrests og lesblindu. Ég var eiginlega ekkert í MH, ég var bara í kvöldskóla og svo hætti ég. Tók samt þátt í öllum söngkeppnum þar. Síðan voru vinir mínir í skólanum en ég var í FÍH tónlistarskólanum og ég spilaði á gítarinn í svona 7-11 tíma á dag. Ég er ekki að segja að þið eigið að hætta í MR en það var mín leið.

Það var með hljómsveitinni KLAMEDÍA X. Þetta var svona pönk progressivt rokk popp skringilegheit. Bragi Valdimar var í KLAMEDÍU X sem nú er í Baggalút og með Orðbragð þáttinn, Ölli vinur minn og svo hann Jón sem er í Skálmöld. Gaman að segja frá því að söngkonan er mjög trúuð í dag og þarna var hún að syngja lög sem heita sem dæmi Ríða. En þetta var s.s. fyrsta platan sem ég gaf út.

Hvenær byrjaðir þú fyrst að spila á gítar? Ég man bara að mamma átti gítar, hann var alltaf úti í horni. Ég var alltaf eitthvað að fikta í honum. Ég varð mjög einbeittur í þessu svona 10-12 ára. Kannski pínu einhverfur. Ég man þegar ég var nýfermdur og kem heim í veisluna og þá var allt í einu rafmagnsgítar í rúminu mínu. Shit, ég ætlaði ekki að trúa því! Þá hafði ég verið það mikið í gítarnum hennar mömmu að hún ákvað að ég yrði að fá rafmagnsgítar. Hver var fyrsta hljómsveitin sem þú spilaðir í? Við stofnuðum hljómsveit ég og Ölli vinur minn sem er klassískt tónskáld í dag, lærði í Pétursborg í Rússlandi. Ég man nú ekki hvað þessi hljómsveit okkar hét. Næst var það unglingahljómsveitin Pain sem ég spilaði í. Það var mjög góð hljómsveit, mikið rokk. Allt svolítið lélegt í raun og veru en allt mjög skemmtilegt samt sem áður. En það var bara þungarokk strax. Tóku þið upp einhverja plötur? Nei nei, en ég á fullt af upptökum með bandinu Pain. Það er mjög gaman að hlusta á það. Við tókum þátt í músíktilraunum á sínum tíma.

Nú hefur þú verið í mörgum hljómsveitum en hver myndir þú segja að væri sú minnistæðasta? Ég elskaði KLAMEDÍU X. Seinna þá breyttum við nafninu í Kalk. Þetta var sami hópur sem sagt sama geðveikin. Þetta var mjög skemmtilegt popp. Við vorum mjög þétt og spiluðum mjög vel. Þótt að við vorum að djamma á laugardagskvöldi þá mættum við samt snemma á sunnudagsmorgnum á æfingar. Við tókum þessu virkilega alvarlega. Það er erfitt að segja, en ég var einu sinni í Þorrablótsárshátíða hljómsveit. Það er besti skóli sem ég hef verið í. Þar vorum við að spila rosalega mikið, allir að dansa og drekka á þorrablótum. Ég gerði alltaf sama hlutinn aftur og aftur á þessum giggum og þannig lærði ég. Þetta voru að auki mjög vel borguð gigg. En hvað eru þínir minnistæðustu tónleikar sem þú hefur spilað á? Þegar við spiluðum á Wacken, sem er stærsta þungarokks hátíð í heimi. Þar eru um 80.000 manns, ekki bara að horfa á okkur en á svæðinu. Það var svakalegt. Þar voru að spila tónlistarmenn á við Ozzy Ozbourne. Það hlýtur að vera uppáhalds giggið. Hvað með uppáhalds tónleika sem þú hefur farið á? Þegar ég var ásamt 34 öðrum einstaklingum á kassagítar tónleikum með Kiss í fyrra. Það var magnað. Þar sat ég í stofu beint á móti Paul Stanley og hann spurði mann hvaða lag hann ætti að spila. Það er samt leyndó hvernig þessir tónleikar komu til með að vera. Hvernig kynntist þú Bruce Kulick, fyrrum gítarleikara Kiss? Fyrir tólf árum þá sendi ég honum tölvupóst, hann var þá nýkominn með heimasíðu. Þá voru alls ekki allir með heimasíður. Þess vegna tók ég eftir því að hann væri með heimasíðu. Ég fór bara að spurja hver uppáhalds gítarinn hans væri. Ég var bara einhver aðdáandi að böggast í honum. En hann svaraði og þannig byrjaði það. Þegar hann gefur út nýja plötu hef ég alltaf keypt plötuna beint af honum og hann áritar hana alltaf. Stundum sendir hann mér gítarneglur og álíka. Hann hefur verið mjög almennilegur. Annað leiddi af öðru og ég sendi honum póst núna um áramótin og sagði að það væri kominn tími til að hann kæmi til Íslands. Það gekk illa að fá hann til að koma í fyrstu svo ég fékk promoter til þess að hjálpa mér í þessu. Einhver sem getur reddað hóteli og reddað öllu fyrir Bruce. Þá sagði Bruce bara að hann myndi koma. Hann er rosalega nice og vinalegur, á einum tímapunkti krafðist hann meira að segja að koma heim til mín og hitta fjölskylduna mína. Það endaði á því að hann kom og greip í gítar í stofunni minni. Hann skrifaði á allar Kiss plöturnar mínar og ég sat hérna eins og krakki á jólunum. Þetta var bara draumur allra raunverulegra Kiss aðdáanda. Svo hringdi hann í mig í fyrradag, mjög súrrealískt. Ég hef hitt þá alla í Kiss og átt samskipti við þá. Verulega undarlegt allt saman. 116


Hver eru þínar helstu fyrirmyndir í tónlist?

Hvernig var nafnið Skálmöld ákveðið?

Alltaf þegar það er melodia í tónlistinni þá heillar það mig. Alveg sama hvort það er Queen, Iron Maiden eða Beethoven. En fyrsta gítarhetjan sem ég ætlaði að verða eins og var Richie Blackmore. Ég gæti nefnt milljón aðra en hann er sá helsti. Hann spilar alltaf eins og hann sé alveg á ysta jaðri, ögrar manni. Það er svo frábært hvað hann er snarklikkaður líka.

Það var nefnilega frændi bassaleikarans sem fann upp á nafninu. Við vorum að velta fyrir okkur nöfnum eins og Blóðörn eða Sturlungar. Eitthvað voðalega dramatískt. En svo var það Bibbi sem kom á æfingu og sagði að frændi sinn hefði komið með þessa hugmynd og spurði okkur álits. Þá fannst okkur öllum nafnið vera komið.

Hefur séð átrúnaðargoð þitt, Richie Blackmore, spila?

Heyrst hefur að þið í Skálmöld séuð byrjaðir að æfa og taka upp fyrir nýja plötu. Eru þið komnir eitthvað áleiðis með þema eða slíkt?

Nei, ég hef séð Deep Purple hljómsveitina sem hann var í live fjórum sinnum en aldrei með honum. Blackmore er núna einn í kastalanum sínum einhverstaðar. En hann tourar reyndar með miðaldahljómsveit núna, mjög skrítin tónlist svona Barock. Það er mjög flott. Ef maður mætir í miðaldabúning á tónleikana þá fær maður að sitja á fremstabekk. Hann er bara kexaður en æðislegur Hvernig tók Bruce Kulick þér þegar þú byrjaðir að tala við hann? Hann áleit mig alltaf sem brjálaðan aðdáanda þar til hann sá síðan myndbönd af Skálmöld. Þá áttaði hann sig á því að ég kynni að spila á gítarinn og væri í almenninlegri hljómsveit. Hann er mjög hrifinn af Skálmöld og finnst alveg frábært að hún sé svona vinsæl hér. Þegar maður er í hljómsveit sem er umtöluð og þekkt, í hljómsveit eins og Skálmöld, þá opnast fleiri dyr. Ég meina þegar ég segist vera fyrrum meðlimur í KLAMEDÍU X þá er öllum alveg sama en um leið og ég lýsi því yfir að ég sé í Skálmöld þá er miklu meira af fólki sem vilja hjálpa manni. Það er meira að segja auðveldara fyrir mig að fara í hljóðfæraverslanir og versla því ég er styrktur af svo mörgum merkjum svo ég fæ afslætti af gítörum og svona. Það er margt miklu auðveldara en áður.

117

Já, það er einmitt það sem við erum að gera. En ég get ekki sagt mikið. Við erum a.m.k komnir með þema, en það gæti alltaf breyst. Ég man einmitt fyrir síðust plötu þá vorum við byrjaðir að semja og komnir mjög langt á leið með hana þegar allt í einu allt breyttist. Öllu snúið á hvolf. Við erum samt komnir með hugmynd, sem að okkur finnst vera æðisleg. Vonandi náum við að vinna með þá hugmynd, það veltur allt á því hvernig lögin okkar þróast. Þetta þema fer fram á það að lögin þurfa að vera í styttri kanntinum. En við sömdum lag í gærkvöldi sem var frekar langt svo þetta hefur strax flækst. Svo við erum í örlitlum vandræðum með þetta. En það er líka það sem er skemmtilegt við þetta. Maður er að semja, búa eitthvað til og svo allt í einu tekur þetta nýja stefnu. Til dæmis fyrir þremur vikum þá hélt ég að þetta yrði einhver Black metal plata en núna er þetta allt í einu orðið voða melódískt. Já, svo tekur maður hugmyndir og hendir einhverju út og blandar öllu saman og allt í einu er þetta bara orðin plata. Þegar maður er að skapa þá taka hlutirnir bara af stað og maður ræður ekkert við þetta. Alveg ótrúlega fyndið. Ég segi oft að það að vera í Skálmöld sé eins og það að hanga á skipi og það fer á fullri ferð og maður heldur í og skipið er fer bara hvert sem því sýnist.


Hefurðu alltaf stefnt á að vera í þungarokks hljómsveit? Já alveg síðan að ég var lítill. Margir sögðu „Hvað ætlar þú að vera í þungarokk hljómsveit þegar þú verður stór? Nei það er ekki hægt á Íslandi. Vertu lögga, eitthvað raunsætt“ Það var alltaf þannig að ég gæti ekki orðið það sem ég vildi verða. Ég hugsa alltaf um þetta lið þegar ég er að túra um Evrópu og ég er allt í einu að spila í Madríd á tónleikum. Ég veit að þetta hljómar rosalega væmið og klisjukennt en það má alveg ef maður hefur einhvern draum. Ég hef alltaf æft mig ótrúlega mikið á gítarinn, alltaf elskað karlana í Kiss og alltaf viljað vera í þungarokkshljómsveit. Ég hef afrekað miklu með því að dreyma. Nú hafið þið í Skálmöld farið í Evrópu-túr. Finnur þú mikinn mun á því að spila á Íslandi en annarstaðar? Nei, ég held að þungarokkstónleikar á Íslandi eru eins og tónleikar allstaðar annarstaðar. En Íslendingar á tónleikum er yfirleitt mjög skrítnir miða við fólk á tónleikum annarstaðar. Á þungarokkstónleikum missa sig allir, eru að slamma og öskra. Eru þeir sjálfir. Það er munur á því og á öðrum tónleikum þar sem fólk passar sig að missa sig ekki í innlifun. Það eru aldrei læti í kringum þessa þungarokksmenningu, lítum á Eistnaflug þar koma 2000 þungarokkarar saman engin vandræði. 7, 9, 13. Man eftir

því þegar það voru einu sinni slagsmál og það endaði á því að þeir sátu á spítalabekk leiðandi hver annan, bara að hlusta á þungarokk og hafa gaman af lífinu. Tók eftir því að í Suður-Evrópu er allt alveg brjálað í kringum þungarokkið allir þurfa mynd með manni, hitta mann og þakka manni fyrir. Eins og í Rúmeníu er mun klikkaðari stemming á tónleikum en t.d. í Þýskalandi. Íslendingar eru miklu feimnari við að koma upp að manni og þakka manni fyrir tónleikana, þora ekki. Hefur þú fundið fyrir mikilli athygli svona út á götu vegna vinsælda Skálmaldar? Fólk kemur oft og spjallar, spyr mann um plöturnar okkar eða segist hlusta alltaf á þær. Manni finnst það bara frábært og fallegt. Það getur stundum verið skrítið þegar maður fer í kringluna því að fólk starir stundum en segir ekkert. Það getur verið óþægilegt. En ekkert að því að horfa bara. Ég er ekkert að kvarta. Þar liggur munurinn. Frá því að einhver komi og spjalli til þess að það sé bara fylgst með manni. Ég meina mér finnst alltaf gaman að hitta fólk sem er gott í því sem það gerir alveg sama hvað það er. Sem dæmi þá er Jóhanna Guðrún virkilega góð söngkona alveg sama hvort maður fíli lögin hennar eða ekki. Hún hefur æft sig meira í því að syngja en flestir og það verðskuldar ákveðna virðingu.

118


119


120


121


Londonferรฐ mรกlabrautar 2013

122


Þann 16. nóvember héldu málabrautarnemendur í 5. og 6. bekk í menningarferð til London. Reglurnar voru skýrar og dagskráin pökkuð, það færi ekki ein mínúta til spillis.Við lentum í London og héldum á hótelið. Anddyrið kom ágætlega út og staðsetningin var ekki af verri endanum, bara korters labb niður á Oxford Street! Eftir of langan tíma af bið í þremur röðum í anddyrinu vorum við loks komin með lyklana að herbergjunum. Við héldum upp á þriðju hæð og inn í lítil herbergi. Vægast sagt lítill lúxus í boði og lítil ánægja með hótelið var í hópnum, fengum samt að heyra ,,þið hefðuð átt að sjá Krít” svo við sættum okkur við þetta.Því miður þurfti að hætta við dagskrána fyrsta daginn svo förinni var heitið á Oxford St. nánar tiltekið í Primark. (Ef þið hafið ekki farið í Primark skal ég segja ykkur að þessi búð er skrímsli. Það er ekkert hægt að útskýra það nánar.)Eftir að hafa eytt allt of miklum pening var fyrsta kvöldinu fagnað með ítölskum mat og gleðin náði hámarki þegar WiFi á matsölustaðnum Shakespeares Head var uppgötvað, þangað héldu MR-ingar hvert einasta kvöld í ferðinni, netið var svo gott.Fimmtudagurinn byrjaði á British Museum klukkan 10 þar sem misþreyttir nemendur fengu frjálsar hendur og skoðuðu safnið.Ýmsir menningarkimar voru grandskoðaðir, sumir betur en aðrir, og eftir 3 tíma var komið að matartíma. Við þurftum að vera mætt klukkan 15:00 í Tower of London og ég og mínir ferðafélagar tókum langt rölt framhjá London Eye og skoðuðum okkur um í borginni, tíminn leið hratt og við fórum að skoða Tower of London. Það var svolítið öðruvísi safn. Safnið er virki og innniheldur alls konar fróðleik um lífið í London á fyrri tímum. Það áhugaverðasta á safninu var án nokkurs vafa krúnudjásnin, en þau eru geymd þarna til sýnis milli þess sem konungsfjölskyldan notar þau. Oxford St. er opin til 9 á fimmtudögum svo ferðalangarnir flýttu sér í verslunarleiðangur.Um kvöldið flykktust svo allir á Shakespeares Head og nýttu sér netmöguleikann en hann var vissulega ekki fyrir hendi alls staðar.Klukkan 8 morguninn eftir voru allir mættir, dauðþreyttir, í rútur fyrir utan hótelið.

Ferðinni var heitið til Stratford upon Avon, heimabæ Shakespeares. Þar fórum við á 2 söfn, annars vegar í æskuheimili Shakespeares og hins vegar í heimili dóttur hans, bæði mjöög (vil hafa tvö Ö hér) skemmtileg.Það sem stóð upp úr þeirri skoðunarferð var annað hvort dansinn hennar Andreu eða ljóðalestur tveggja leikara sem léku heilu verkin fyrir ferðalanganna. Söfnin voru líka með frítt WiFi og glöddust allir yfir því.Smá frjáls tími var til staðar og var hann nýttur í að borða og versla, því jú mikið rétt, það er H&M í Stratford!“Pünktlich” klukkan 15:00 fór svo rútan með okkur í Anne Hathaway’s Cottage, en vert er að taka fram að Anne Hathaway sem um ræðir var eiginkona Shakespeare, ekki bandarísk leikkona. Það var svona ágætlega áhugavert, falleg blóm og hópmyndataka. Leiðsögumaðurinn var mjög fyndinn og var mikil kátína í hópnum.Rútuferðin heim var nýtt í svefn og við heimkomu var haldið út að borða og á Shakespeares Head, að venju, til þess að fagna föstudeginum.Laugardagurinn byrjaði vel, klukkan 10 var ferðinni heitið í Tate Modern, fallegt listasafn, með ennþá fallegra útsýni. Globe Theater var næst á dagskrá, en ferðin hafði verið færð frá miðvikudeginum vegna tímaskorts. Globe Theater var enn eitt Shakespeare safnið, en leikhúsið er byggt, að öllum líkindum, alveg eins og leikhúsið þar sem Shakespeare, og samtímaskáld hans, settu upp sínar leiksýningar. Byggingin er alveg fjármögnuð af framlögum og eru nöfn þeirra sem gáfu framlögin rituð í steinhellurnar fyrir utan húsið. Við sáum m.a. eitt íslenskt nafn og eitt nafn sem var stafsett vitlaust.Eftir þessa hreint út sagt frábæru skoðunarferð var ferðinni heitið á Oxford og verslanirnar þræddar eins og enginn væri morgundagurinn.En það var svo sannarlega morgundagur. Sunnudagurinn var frír safnadagur, við áttum að fara á safn að eigin vali, taka mynd af okkur þar og skrifa svo smá lýsingu þegar við kæmum heim, enda í skólaferð.Ég fór persónulega á Museum of Natural history, mjög áhugavert og mæli með því. Sumir fóru á Winston Churchill safnið og margir á National Gallery. Hópurinn skiptist upp en það var alveg á hreinu að seinasta kvöldið yrði gleðikvöld og allir voru meira en lítið tilbúnir að hittast eftir dag í sundur. Mánudagurinn byrjaði hratt, við þurftum að vera komin út af hótelherbergjunum klukkan 11 og töskurnar voru settar í geymslu yfir daginn. Deginum var svo eytt í verslunum þar til komin var tími til að fara út á flugvöll. Ferðin gekk að mestu leyti vel, þrátt fyrir nokkur vandræði.Það var alveg frábært að fá tækifæri til þess að komast aðeins burt og kynnast málabrautarnemendum aðeins betur. Takk allir fyrir frábæra ferð. Sandra Smáradóttir 5.B

123


Júbílantaball 2013 Það er þekkt vandamál meðal nýstúdenta að eiga erfitt með að koma sér á fætur og upplifa mikið þunglyndi daginn eftir útskrift. Þynnkan er yfirgengileg. Og þá er ég ekki að tala um þynnku af völdum áfengisdrykkju kvöldið áður heldur hina svokölluðu menntaskólaþynnku. Þó það sé mikill áfangi að útskrifast úr Menntaskólanum í Reykjavík þá fylgir því söknuður – engir fleiri latínustílar, aldrei fær maður aftur að heyra ávítanir frá Hannesi Portner þegar maður vogar sér að tylla litlu tánni upp á borð og aldrei aftur er manni sagt að gjöra svo vel að þegja (þarna aftast) af Gumma sögukennara. Einmitt af þessum ástæðum er Júbílantaballið frábær hugmynd. Þá fær maður að eiga háakademískt kvöld með kennurunum í hinsta sinn. Tækifæri gefst til að ræða við Kolbrúnu um það sem fór úrskeiðis á stúdentsprófinu í latínu (enda mun latínukunnátta gagnast manni mikið í hinu daglega lífi) og maður getur spjallað við Má Björgvinsson um títrun móla. Útskriftarárgangur síðasta árs komst hins vegar fljótt að því að draumurinn um síðasta akademíska kvöldið með kennurunum myndi ekki rætast á júbílantaballinu. Eina latneska hugtakið sem heyrðist um kvöldið var “bibiamus, moriendum est” og eina efnafræði kvöldsins fólst í því að kanna mun á efnahvörfum sem eiga sér stað þegar einföldu eða tvöföldu (aðallega tvöföldu) magni af tilteknum vökva er blandað saman við tónik. Það var einnig augljóst að kennurum í MR hefur þótt danskennslu skólans ábótavant frá því að Haukur frænka hvarf af sjónarsviðinu í miðju góðærinu 2007 til að þvo föt fyrir útrásarvíkinga. Það var því brugðið á það ráð að nota þessa síðustu samverustund með nemendunum til að bæta úr því og kenna þeim nokkur dansspor. Eftir því sem leið á kvöldið urðu dansarnir reyndar sífellt meira krefjandi og Jón Áskell átti erfitt með að dilla rassinum í takt við lærimeistara sína undir það síðasta. Eftir að fjölmargir gestir á Hilton Reykjavik Nordica höfðu kvartað yfir röskun á svefnfriði var ballið loks búið og hófst keppni um það hver gæti safnað flestum kennurum með sér í leigubíl í miðbæ Reykjavíkur. Allir fóru svo heim jafnfallegir og þegar þeir fóru út fyrr um kvöldið. Ég vil þakka samnemendum mínum, afmælisstúdentum og kennurum fyrir frábæra samverustund á Júbílantaballinu 2013. Hver hefði trúað að þetta gæti verið svona skemmtilegt? Katrín Dögg Óðinsdóttir

124


125


140164 •

SÍA •

PIPAR\TBWA

VelKomin

í hásKóla íslanDs

yfir 400 námsleiðir í boði

Spennandi nám og öflugt félagslíf í háskóla í fremstu röð.

www.hi.is

126

www.hi.is


Rík af auðlindum Ísland er ríkt af auðlindum. Við Háskólann á Akureyri er boðið upp á á hagnýtt viðskipta- og raunvísindatengt nám í líſtækni, sjávarútvegsfræði og náttúruog auðlindafræði með áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda. Við hlökkum til að sjá þig. Og já. Taktu skíðin með þér.

unak.is 127


5. október 2012. Ræðumaður kvöldsins: Auðunn. Stigamunur: 283 stig. Ég hélt að dómarinn væri að grínast. Það er aldrei svona mikill munur á MR-ví. Sigurvegari: MR. Spólum aðeins til baka. Jóhann Páll Jóhannsson. Stefán Óli Jónsson. Líklega bestu morfísræðumenn menntaskólagöngu minnar – annar úr MR, hinn úr Versló. Sameinaðir. Þetta var þjálfarateymið okkar í fyrra. Samningaviðræðurnar voru strembnar (eins og alltaf) en þegar annar dagur viðræðnanna var að kvöldi kominn náðist samkomulag (reyndar drógum við um umræðuefni á einkar furðulegan hátt en það er efni í eina eða tvær greinar í viðbót). Ísland er ómerkilegt, MR á móti. Undirbúningsvikan var frábær. Ekki bara effektíf – ótrúlega skemmtileg líka. Jói og Stóli, Eygló og Óli, Auddi og Nóli – í húsnæði ríkissáttasemjara undirbjuggum við okkur í tæpa viku og gerðum ítrekað grín að Sigmundi Davíð sem á þessum tíma var hlægilegur leiðtogi skrípaflokks með ekkert fylgi. Hver hlær núna? :/ Þegar kom að MORFÍs sjálfu drógumst við á móti ML í 16-liða úrslitum. Eftir óvenjulegar samningaviðræður drógum við um umræðuefni og niðurstaðan var dauði, MR á móti. Jón Áskell kom inn í liðið (í stað Auðuns sem þurfti að hnerra ótt) og átti þrusugóða viku. Á keppninni kom lið ML-inga mörgum á óvart með flottri frammistöðu en við enduðum með pálmann í höndunum. Ef ég man rétt var um 60 þrepa munur (hehe þið vitið stiga, þrepa hehe). Óli var ræðumaður kvöldsins. Því næst mættum við Borgó en þau státuðu af því að tefla fram liði sem eingöngu var skipað stelpum – sem því miður er einsdæmi í MORFÍs. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að langar samningaviðræðurnar enduðu með drætti – ameríski draumurinn, MR með. Aðra keppnina í röð átti MR heimavöll (ML-keppnin fór fram í ráðhúsinu) og í þetta sinn fór keppnin fram í skólastofu í Háskóla Íslands. Mjótt var á munum en aftur bar MR sigur úr býtum og aftur var Óli ræðumaður kvöldsins.

Mynstrinu samkvæmt mættum við Versló í undanúrslitum (2010 Versló í 8-liða, 2011 Versló í undanúrslitum, 2012 Versló í 8-liða, 2013 Versló í undanúrslitum já og 2014 Versló í 8-liða) og mynstrinu samkvæmt töpuðum við keppninni (sigurskólinn á MR-ví = tapskólinn í MORFÍs (2010, 2011, 2012, 2013), hin svokallaða MR-ví-bölvun). Það var reyndar ansi mjótt á munum, 19 stig ef ég man rétt. Það ætti að koma fáum á óvart að við drógum um umræðuefni – kapítalismi kom upp úr pottinum og við mæltum með. Í undirbúningsvikunni fylgdumst við spennt með beinni útsendingu af reyknum hvíta og öskubuskuævintýrinu hans Bergoglio. Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í reglum MORFÍs um heimavöll en einhverra hluta vegna var hann okkar og fór keppnin fram í ráðhúsinu. Þótt við séum stolt af frammistöðu okkar á keppninni snýst MORFÍs alltaf um álit þriggja ákveðinna manneskja – og þannig er þetta. Svo var Óli líka ræðumaður kvöldsins. Eftir á er ekki hægt að gera neitt – nema að minnast skemmtunarinnar, vinanna og (já, aftur) frábærrar skemmtunar - og gefa frá sér lítið andvarp sem er samt jákvætt og hljómar meira eins og maður sé hissa, þið vitið – svona vellíðunarstunu, akkúrat já. Við nutum þess að keppa og undirbúa okkur og gerðum okkar besta á sviðinu – og vonum að komandi morfísliðum MR gangi betur að skreyta Amtmannsstíg með gulldollunni góðu. Arnór Gunnar Gunnarsson

128


129


Gullkorn Sigríður spænska í tíma hjá 4.A: „Þið verðið að segja að hann hafi brotið fótinn á sér, annars gæti það verið fótleggur á einhverjum öðrum.“ Salóme: „Af hverju myndi hann brjóta fótinn á einhverjum öðrum?“ Sigríður spænska: „Kannski ef þú ert handrukkari.“ Þorfinnur 4.A: *Svarar spurningu vitlaust um kyn lýsingarorða í stíl* Þyrí Kap: „Nei, þú skalt ekki skipta um kyn í miðjum klíðum!“ Hilmar enska um desperation í tíma hjá 4.A: „Já, það er ekki aðlaðandi þegar strákur sms-ar mann kl.3 um nótt: “Koddað ríða.“ ‘’ Arnbjörn í tíma hjá 4.A: „Hvaða merkismaður fæddist á Hrafnseyri?“ Karó: „Jónas Hallgrímsson?“ Arnbjörn: „Þú ert heit en…“ Karó: „Takk.“ „Mér finnst krúttlegt að þið haldið áfram að tala og haldið að mér sé ekki sama um hvað ykkur finnst.“ - Steinunn eftir stærðfræðipróf hjá 3.B Ingólfur í 6.B: „Ég var að pæla, ef einhver gerir Kellogs gjaldþrota, væri hann þá kallaður cereal killer?“ Ónefndur aðili í 6.B: „Ring the fucking bell you fucking elf.“ Ísarr í líffræðitíma hjá 6.U: „Ó mæ god!“ Vilhelmína: „Þetta er allt í lagi, þú mátt alveg kalla mig Vilhelmínu.“ Kolbrún latína í tíma hjá 6.A: „Ingibjörg, láttu niður make-up kittið, við erum ekki á nýmálabraut…“ *nokkrum vikum síðar skipti Ingibjörg yfir á nýmálabraut.* Nemandi í 6.A: „Er prófdómarinn í munnlega prófinu ógnvekjandi?“ Kolbrún latína: „Já, hann er Caesar endurrisinn.“ Nemandi í 6.A: „Viltu plís ekki hafa próf í sömu viku og Sónar.“ Guðjón: „Ekki ætlið þið að fórna náminu á altari Bakkusar?“ *Izabela þegar hún las þetta*: „Hver er óléttur?!“

130


Ólöf Helga í tíma hjá 6.A: „Ingibjörg, what is a template?“ Ingibjörg: „A model.“ Fríða: „I am a template.“ „Ólafur Kári mættur?? Eru þá allir mættir?“ - Guðjón íslenska í tíma hjá 4.X *Hilmar að lesa upp hjá 4.Y* Hilmar: „Aðalbjörg?“ Aðalbjörg: „Já.“ Hilmar: „Helvítis.“ „Já, þú ert bara ljót.“ - Hilmar við Sigrúnu í 5.A „Hafið þið séð Lion King? Já þið eruð svona eins og híenurnar.“ - Hilmar um nemendur sína í 5.A Andrea í latínu í 5.A: „Bíddu Kleópatra var þá sluut?“ Kolbrún latína: „Já, það er spurning hvort hún hafi verið pólitísk klók eða bara sluut.“ „Ég fer aldrei að hlæja, bara gráta.“ - Hilmar í tíma hjá 5.A „Ég kaus Framsókn!“ - Hilmar í tíma hjá 5.A Auðun í lok tímans hjá 5.A: „Hólmfríður, er guð karl eða kona? Svaraðu mér í næsta tíma bless bless.“ Kolbeinn latína í þýðingu hjá 5.A: „Þeir fóru í verjurnar. Ekki misskilja…“ Hilmar í tíma hjá 5.A: „I constantly have a new woman every night aaalveg bara.“ Sigrún í 5.A við Auðun stæ: „Auðun, hvaða kynjavera ert þú?“ Auðun: „Ég er svona skógarálfur, sest upp í tré á nóttunni og horfi inn um gluggann ykkar og fylgist með hvort þið séuð að læra.“ „Repulsive tengist nú viðhorfi mínu gagnvart ykkur.“ - Hilmar um nemendur sína í 5.A

131


MENN.IS

132


Opnunartími: Opnunartími: 10-21 daga og 10-20virka virka daga 11-18 á laugardögum 11-18 laugardaga Bankastræti Bankastræti 14, 14, önnur önnur hæð hæð s. 511 511 1221 s. 1121 133


ORRINN+listavika

Orrinn, eins og flestir vita, er stærsta verkefni Listafélagsins. Því var það okkur hið mesta hjartans mál. Við lögðum okkur öll í þetta og beittum okkur af krafti til að gera keppnina að hinni bestu. Fyrsta mál á dagskrá var að finna húsnæði. Það gekk nokkuð brösulega þar sem hver staður þverneitaði okkur. Von var við það að bresta þegar Gamla bíó tók loks við okkur og bauð okkur góðan díl. Dómaramál voru flöktandi þar sem margir neituðu á síðustu stundu. Maður veit ekkert hvar maður hefur þessa atvinnutónlistarmenn! En lokadómaraþríeykið samanstóð af þeim Jakobi Frímanni Magnússyni úr Stuðmönnum, Agnesi Björt Andradóttur úr Sykri og Alexöndru Baldursdóttur, tommuleikaranum úr Mammút. Svo leitaði Listafélagið rækilega að vinningum. Stærsta vinninginn fengum við frá Tónastöðinni en það var glænýtt hljóðkort fyrir fagmenn. Ekki leið á löngu þar til komið var að Listavikunni. Við hófum hana með ruglandi gjörningi til þess að minna fólk á tilvist þeirra. Sannkallað mindfuck. Hann var fluttur af Sigurði Ámundasyni og félaga hans. Þeim verður seint gleymt. Við fengum heita tónlistarmenn til að spila í Cösu, þar á meðal pönkþríeykið Kæluna Miklu og undrabarnið dj. flugvél og geimskip. Einnig var haldið bíókvöld í Bíó Paradís þar sem sænska myndin Vi Är Best eftir Lukas Moodyson var sýnd. Fimmtudagurinn gekk í garð sem við í Listafélaginu höfðum beðið lengi eftir. Dagur Orrans. Orrinn hófst á fjörugu nótunum þegar Georg Gylfason, Ioger Scholae, steig á svið. Á eftir honum kom kynnir kvöldsins, sprelligosinn og fyrrum sigurvegari keppninnar, Auðunn Lútherson og ræddi við áhorfendur um hinn margrómaða sæstreng. Þetta var heitasta umræða kvöldsins. Fyrst á svið var tvíeyki sem samanstóð af Hermanni Ólafssyni (bassi) og Herdísi Hergeirsdóttur (hljómborð). Þau tóku óhefðbundið en að sama skapi fallegt lag sem minnti á ekkert sem maður áður hafði heyrt. Sombreróhattarnir settu líka punktinn yfir i-ið. Næstir á svið voru þeir Hannes Arason taktsmiður og Oddur Snorrason rímnaflóðhestur og léku þeir listir sínar á lúppu málaðir eins og trylltir töfralæknar. Á eftir þeim fylgdi annað lúppuatriði þar sem Kjartan (undirritaður) og Daníel Ágúst spiluðu lagið Orri undir trommuslætti Guðjóns Trausta. Guðjón var sannkallaður trommuleikari keppninnar þar sem hann spilaði einnig í atriðinu sem fylgdi sem var jafnframt sigurlagið! Það var lagið One last time (I’m sorry) sem María söng og spilaði ásamt Páli Sólmundi (gítar) og Jóhannesi Bjarka (bassi). Lagið var vel samið og María verðskuldaði fyrsta sætið vafalaust. Guðjón sat enn hjá því næst kom Hermann aftur á svið og spiluðu þeir saman lagið Drum&Bass (get it? Trommur og bassi?) sem entist í rúmar 5 mínútur. Fengu þeir án efa mikið kick út úr því. Parið Ingibjörg og Palli flutti svo lagið Tjarnarhringurinn sem endaði í öðru sæti. Lagið var krúttlegt, fjölbreytt og vel spilað. Hæfileikaríkt par í alla staði. Hundsgelt og sírenur tóku við þegar Guðmundur Magnússon og listamaðurinn Loftur Xiu stigu á svið. Gummi tók áhorfendur í sýrukennt ferðalag á meðan Loftur heillaði þá með pensli og striga. Lokaatriðið var ekki af verri endanum. Þá stigu Bingóstrákarnir (við vitum öll hverjir þeir eru) og bingóstelpan Hulda á stokk og tóku seiðandi og kynþokkafullt lag með austurlensku ívafi. Að vísu er engin leið að lýsa því sem við sáum en aftur á móti vann þetta óskilgreinda atriði þriðja sætið! Jakob steig svo á svið og var sannkallaður hrókur alls fagnaðar. Hann mælti afar hjartnæm orð um æsku sína, var opinskár um álit sitt á keppninni og játaði sína plátónsku ást á Auðunni. Afar vafasamt mál. Dómarar tilkynntu úrslitin og fengu í stað fallega blómvendi. Einnig fengu sigurvegarar blóm og María hampaði nýja hljóðkortinu sínu. Allt gekk eins og í sögu og allir fóru glaðir heim. Daginn eftir var haldinn stórfenglegur fögnuður sem margir mættu á. Keppnin kom líka vel út fjárhagslega þar sem við vorum aðeins 30.000 í mínus. Hann var fljótlega bættur upp með pizzumadnessi sem við héldum vikuna eftir. Þetta hefði ekki getað farið betur og við í Listafélaginu þökkum kærlega fyrir okkur. Kjartan Almar Kárason, 6. A

134


135


Gettu Betur Brighton er eflaust ekki draumabær allra. En, treystið mér, þar er alvöru menning. Höldum afturábak eitt ár þegar við Grétar Guðmundur lentum á Keflavíkurflugvelli eftir menningarferð Gettu betur liðs MR 2012. Vel sjóaðir í fræðum þeirra Frederic Chopin og Marie Skłodowska-Curie héldum við inn í hið gríðarmikilvæga forpróf Gettu betur liðs MR með þeirri vitneskju að Jón Áskell yrði fyrirliðinn okkar. Höldum áfram eina viku og sá veruleiki er breyttur. Grétar Þór Sigurðsson. Eins og fönixinn úr hausnum á Aþenu, örninn hans Seifs eða geitin hans Guðs kom hann Grétar heldur betur meira en fullskapaður inn í fjölskyldu viskubrunnanna sem áður hafa skipað Gettu betur lið MR. Þrotlausar, daglegar, vikulegar æfingar. Grétar Þór fékk sviðsljósið sem þeir Jón Kristinn og Atli Freyr, hæstvirtir liðsstjórar, þráðu. Eurovisionheilinn Elías Karl og sigurvegarinn Stefán sáu um þjálfun Gettu betur liðs MR 2013. Gettu betur lið MR hefur lengi verið hugsaður sem einhver útópískur heimur hins undarlega nölla, en síðsumars 2012 ákváðum við vinirnir að breyta þeirri ímynd. Gefnar höfðu verið skipanir snemma hausts 2013 um að þeir Atli Freyr og Jón Kristinn skyldu semja eitt hundrað hip-hop spurningar vikulega til að koma Gettu betur liði MR úr fortíðinni og í takt við nútímann. Eins og flestir vita er Taio Cruz lífs en Wolfgang Amadeus Mozart liðinn. Hvort það hafi tekist dæmist aðeins á Hljóðnemanum einstaka sem var reyndar brotinn síðast þegar ég sá hann. Að keppa samhliða MORFÍS-liðinu á móti Verzló í sömu viku er eitthvað sem festist inni í kollinum alla ævi. Og að vinna? Ekkert smá fokkin’ stykki. En að sigra Verzló í Gettu betur er það sem alvöru nöllinn kallar GB103. MR hefur ALDREI tapað á móti Verzló í Gettu betur. Og þau úrslit eru ekki væntanleg. Einar skemmtilegustu stundirnar í þessum bransa (hahha einar?) eru sjónvarpskeppnirnar. Hver einasti hraðapakki fer í #beentheredonethat pakkann og úrslitin á móti MH eru það skemmtilegasta sem ég hef gert. Á einhverjum tímapunkti þegar við vorum búnir að vinna hefði hausinn minn getað sprungið. Öll þessi vinna og allur þessi undirbúningur leiðir til einhverrar bestu sigurlínu sem finnst á klakanum. Og svo auðvitað burt af klakanum til listasafnanna æðislegu í London. Þorsteinn Gunnar Jónsson

136


137


138


Sparibaukur 5.590,-

Bjórglas 2.990,-

Snafsaglas 1.990,-

Sparibaukur 4.990,-

Útskriftargjöfin fæst hjá okkur

Kaffibolli 3.990,-

Vatnskarafla 7.890,Vatnsglas 2.490,-

Bjórglas 2.990,-

Kaffikrús 2.990,Mokkabolli 2.990,-

Skeifunni 8 og Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is

Sundlaugar Garðabæjar Frábær afþreying, fjör, líkamsrækt og slökun. Fjörið er í Álftaneslaug s: 550 2350 Rólegheitin ríkja í Ásgarðslaug s: 565 8066

139


TÍTUS 140


“Ég á ekkert eftir af tárum.” -Títus

“Gerðu það, vertu mildur morðingi.” -Lavinía

“Eyðing býr mér í hjarta, dauði í hnefa og blóðug hefnd hamrar í brjósti mér.” -Aron

“Ég drep þá alla þegar viðrar vel.” -Tamóra

141

Í ár setti Herranótt upp Títus, tragedíu Vilhjálms Hristispjóts, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði undir leikstjórn Orra Hugins. Leikritið er blóði drifin ádeila á hefndarþorsta mannsins og snýst um ofbeldisfulla baráttu herforingjans Títusar Andrónikusar við keisaraynjuna Tamóru, drottningu Gota, og fjölskyldu hennar. Herranæturferlið er jafnstórkostlega skemmtilegt og það er langt og strangt. Ferlið hófst á Herranæturnámskeiðunum á haustmisserinu. Þar er manni bombað í hóp með fullt af krökkum sem maður þekkti lítið sem ekkert en sem vikurnar liðu kynntumst við betur og námskeiðin urðu skemmtilegri. Við fórum í alls konar spuna, leiki og æfingar og hláturinn bókstaflega ómaði um íþróttahúsið. Eftir að námskeiðunum lauk var komið að því að leikhópurinn yrði tilkynntur. Ég var himinlifandi þegar ég komst að því að ég hefði verið valin í hann. Nokkrum vikum síðar, þegar hlutverkin voru tilkynnt, trúði ég vart mínum eigin eyrum þegar Orri sagði að ég fengi að leika hlutverk Tamóru en það var einmitt hlutverkið sem ég vonaðist eftir. Þegar hlutverkin höfðu verið tilkynnt tóku við langar æfingar á nánast hverjum einasta degi í íþróttahúsinu og síðar í Gaflaraleikhúsinu. Í fyrstu þekktumst við í leikhópnum misvel (flest nánast ekkert) en við tókum meðvitaða ákvörðun að halda teiti hverja einustu helgi til að þjappa hópnum saman. Eftir að hafa eytt allt of miklum tíma saman urðum við smám saman nánari og nánari og um það leyti er við byrjuðum að sýna vorum við orðin ein, stór, hamingjusöm djammfjölskylda. Við frumsýndum þann 28. febrúar og gekk sú sýning ótrúlega vel að allra mati (nema Laufeyjar í Kakólandi sadface). Eftir að hafa knúsað og kvatt ættmenni okkar og vini hópuðumst við upp í rútu með adrenalín í stað blóðs pumpandi um æðarnar. Við brunuðum á Brún í Borgarfirði þar sem við dvöldum yfir nóttina, dansandi, syndandi og/eða hlæjandi. Rútuferðin heim var aðeins rólegri en rútuferðin kvöldið á undan, svo mikið er víst. Þegar þessi grein er skrifuð eru sýningar enn í fullum gangi (2 down 3 to go) og það er fátt sem ég hlakka jafnmikið til og næstu sýningar. Það jafnast ekkert á við að vera í sminki og hári og klæða sig í búninga baksviðs með fullt af uppáhalds fólkinu manns þar sem andrúmsloftið er svo spennuþrungið og rafmagnað að maður fær straum í lungun við það eitt að anda. Hátindurinn er samt alltaf sýningin sjálf, að standa á sviðinu og uppskera það sem við sáðum saman allar þessar erfiðu vikur. Orð fá ekki lýst hversu vænt mér þykir um Herranótt. Í Herranótt hef ég öðlast reynslu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir, upplifað hluti sem ég mun aldrei gleyma og kynnst fólki sem ég veit að munu vera vinir mínir löngu eftir að ég útskrifast úr MR (ég er væmin og dramatísk en mér er sama). Ég hef gert margt í félagslífi MR en ég lýg því ekki þegar ég segi að ekkert kemst með tærnar þar sem Herranótt hefur hælana. Ég mæli eindregið með að allir sem hafa snefil af áhuga á leiklist, leikhúsi eða bara að kynnas frábæru fólki taki þátt í Herranótt. Ég ábyrgist að þið munið ekki sjá eftir því.


ATH. Að gefnu tilefni vil ég benda lesendum á þá staðreynd að sjálf útskrifaðist ég af eðlisfræðideild II. Ég áskil mér því allan rétt til þess að gera grín að mínum líkum. Fimm dúndrandi (og almenn) Fiðluballsráð sérfræðings í Fiðluballinu (þ.e. mín, Kristínar Ólafsdóttur): 1. Margir strákavinir mínir (aðallega einn samt, Jakob Gunnarsson) lentu í vandræðum með danskortin sín, þ.e. þau voru tóm degi fyrir ballið. Þeir gerðu ráð fyrir því að forsjálar vinkonur byðu þeim upp í hrönnum og ekkert þyrfti að gera. WRONG. Þið strákar (á eðlisfræðibraut) sem hafið takmarkaðan aðgang að stelpum athugið: bara lúðar mæta á Fiðluball með tómt danskort og Casiovasareikni innan á kjólfötunum. Eignist vinkonur. Bjóðið þeim upp. Hafið örlítið fyrir þessu. 2. Margir vilja telja ykkur trú um að hinir og þessir dansar hafi einhverja „þýðingu“. Að „Rósadansinn“ dansi maður bara við þann sem maður er ástfanginn af eða að „Spaðadansinn“ verði maður að dansa við frænku sína eða Ólöfu Ernu. Flest af þessu er algjört bull og skiptir engu máli. Dansið bara við þann sem þið viljið. 3. Þrátt fyrir ráð númer tvö er Fiðluballið dálítið eins og lífið - kleinan sem ykkur langar að maula á er ekki alltaf í boði. Á sama hátt gæti stressaður eðlisfræðistrákur með tómt danskort boðið ykkur upp. Við svoleiðis tilefni segið þið einfaldlega „já“. Heimurinn er ekki á barmi glötunar þó að þið hafið lofað að dansa síðasta dansinn við Berg í 6.Y, mann sem þið hafið aldrei talað við á ævinni. Verið bara hugguleg og hafið gaman. 4. Mætið í tip-top-condition. Með þessu meina ég bæði andlega og líkamlega, þ.e. annars vegar allsgáð og hins vegar sexy. 5. Byrjið rannsóknarvinnu í 3. bekk. Æskilegt er að sigta út glæsilega dansara frá þeim síðri í danstímum í árshátíðarvikum, þið hafið þrjú og hálft ár til þess. ULTIMATE-skimun fer svo fram á dansæfingunni fyrir fiðluballið sjálft. Þá ættuð þið að geta spottað þá sem þegar hafa sannað sig, auk þeirra sem nýlega hafa öðlast viðunandi samhæfingu útlima og almennan elegans.

Það besta í MR

Fyrrnefnda grein skrifa ég sem einhvers konar leiðarvísi að ýmsum þáttum Fiðluballsins. Hér er að finna góð ráð og almennar leiðbeiningar um hvernig skuli bera sig að á þessum helsta viðburði skólaársins. Á Fiðluballinu koma nefnilega elstu nemendur skólans saman, lausir við gerpin í yngri bekkjum, og dansa. Tónlistin er skör ofar manísku harmonikku-músík Láru íþróttakennara og umhverfið öllu íburðarmeira. Hin fullkomna kvöldstund.

Fiðluballið

Ég heiti Stína og útskrifaðist úr MR árið 2013. Ég er sérlegur aðdáandi hefða, samkvæmisdansa og alls sem er glæsilegt. Einnig er ég höfundur þessarar greinar.


Fiðluballs-element sem koma meirihluta MR-inga á óvart: 1. Hitinn. Hinn geipilegi og þrúgandi hiti. Í Iðnó er ekki gert ráð fyrir heilum árgangi dansandi ungmenna, nýskriðnum af kynþroskaskeiði. Í salnum verður því heitt og, enn fremur, rakt. Upphandleggsháir satínhanskar, síðkjólar, kjólföt og sviti verða að ólystugum graut í danssalnum. Þið verðið ógeðslega sveitt. Gott ráð er að fara út á veröndina ef þið eruð á barmi yfirliðs. 2. Plássleysið. Aftur, í Iðnó er ekki gert ráð fyrir heilum árgangi dansandi ungmenna. Salurinn er lítill og þið eruð mörg. Þið munuð ítrekað stíga á tær Bergs í 6. Y. Það er óumflýjanlegt og í lagi, hann mun einnig stíga á flestar aðrar tær og sparka í ótal hásinar – þar á meðal ykkar. 3. Að verða ástfangin/n af öllum vinum sínum. Á Fiðluballinu eru allir eins sexy og mögulegt er. Meira að segja Bergur í 6.Y mætir eins og Sean Connery á Óskarnum 1966. Búið ykkur því undir mikinn tilfinningarússíbana. 4. Hvað það er tryllingslega gaman. Fiðluballið er það skemmtilegasta sem ég gerði í MR. Þetta er ekki lygi. Það sem æskilegt er að mæta með á Fiðluballið: 1. Hreint hár, svo ástríðufullur dansfélagi grípi ekki í klepraðan fituklump í hita leiksins. 2. Góðan fíling 3. Útfyllt danskort 4. Handarkrika sem hlotið hafa nokkrar strokur af svitalyktareyði. 5. Passlega fullan maga, þið viljið hvorki vera of södd né svöng í svona dansmaraþoni. Það sem ekki er æskilegt að mæta með á Fiðluballið: 1. Húfu 2. Tómt danskort 3. Móral 4. Targetlista 5. Kærastann þinn úr öðrum skóla sem hatar allt „gamalt og hallærislegt“. Hann máttu skilja eftir heima. Það er ómetanlegt að upplifa svona glæsistund – þið eruð kóngar og drottningar þetta tiltekna kvöld í mars. Skemmtið ykkur því vel, hagið ykkur vel og (mikilvægast af öllu) hösslið vel. Kristín Ólafsdóttir, Fiðluballsaðdáandi og brautskráður nemandi úr 6.X (ekki málabraut).

143


144


145


146


147


Efnilegir

Elín Metta

Hannes Arason

Elín Metta Jensen er upprennandi fótboltastjarna og leikmaður Vals. Hún hefur spilað fótbolta frá unga aldri og er talin einn efnilegasti framherji landsins. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik eftir fyrsta árið sitt í MR og hefur verið í landsliðshópnum síðan. Alls hefur hún spilað 37 leiki bæði með A-landsliði kvenna og unglingalandsliðunum og samanlagt hefur hún skorað hvorki meira né minna en 26 mörk fyrir landsliðin. Hún hlaut gullskóinn árið 2012 fyrir að vera markahæst í Pepsi-deild kvenna. Síðasta sumar vann hún silfurskóinn og var önnur markahæst með 17 mörk. Þrátt fyrir að vera einungis 18 ára gömul hefur hún verið einn skæðasti markaskorari deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Elín þjálfar 6. flokk kvenna í fótbolta. Skemmtilegt verður að fylgjast með þessari efnilegu íþróttakonu á næstu árum. Við óskum Elínu Mettu góðs gengis á næsta tímabili.

Hannes er einn af þeim MR-ingum sem vert er að fylgjast með en honum er margt til lista lagt. Hann spilar á trompet, en kann einnig sitthvað fyrir sér á gítar, píanó og bassa. Hannes samdi lag fyrir Orrann þar sem hann og Oddur, félagi hans, hlutu sérstaka viðurkenningu frá Jakobi Frímanni fyrir frumleika. Hann hefur mikinn áhuga á tungumálum og listum, en tónlistin skipar þó stærstan sess hjá honum. Hannes er í tveimur hljómsveitum, Macaya og Amaba Dama. Macaya er fönk hljómsveit sem skipar fimm meðliðmi. Hún er þó ekki eins virk og Amaba Dama, sem er reggae hljómsveit. Níu meðlimir skipa Amaba Dama þar af sex hljóðfæraleikarar og þrír söngvarar. Amaba Dama spilaði á Airwaves í fyrra og mun spila aftur núna í ár. Hljómsveitin hefur í hyggju að gefa út plötu sem áætluð er að komi út í haust en ásamt því skipuleggur hljómsveitin reggae hátíð í Hvalfirðinum sem verður um Verslunarmannahelgina. Einnig er Amaba Dama að fara að spila á Secret Solstice Festival sem er ný tónlistarhátíð í Laugardalnum, en hún fer fram í júní. Nú í ár lék Hannes stórt hlutverk í Herranótt en hann lék skúrkinn Kíron. Það verður vægast sagt spennandi að fylgjast með Hannesi Arasyni á næstu árum, hvort sem það verður í leiklistinni, tónlistinni eða skrifunum.

148


MR-ingar

Valtýr Örn Kjartansson

Aníta Hinriksdóttir

Valtýr Örn Kjartansson er einn efnilegasti businn í MR en hann fæddist á Hrekkjavöku 1997. Valtýr er mikill þúsundþjalasmiður og segir að mottóið hans (samt ekki mottó) sé að láta sér ekki leiðast. Hann hefur almennan áhuga á fjölmiðlun og forritun og vann við útvarpsþáttinn Hvað Er Málið á Rás 1. Valtýr spilar á gítar, mandólín og bassa og finnst fátt skemmtilegra en að leggjast upp í rúm með kettinum sínum og hlusta á góða tónlist. Eflaust muna margir eftir plakatinu fyrir stelpukvöldið sem sló rækilega í gegn fyrir einfalda en áhrifaríka grafíska hönnun en það var Valtýr sem hannaði það. Að eigin sögn leiddist hann út í grafíska hönnun vegna þess að það fór í taugarnar á honum hvað margir hlutir væru illa hannaðir og vildi uppgötva hvað gerði hluti fallega. Valtýr segist vera að vinna í háleynilegu verkefni sem tengist MR en getur því miður ekki sagt okkur hvað það er að svo stöddu. Aðspurður hvað hann langi að gera eftir MR segist hann ekki vera viss en hefur áhuga á heimspeki, pólitík og listnámi. Valtýr hefur mörg járn í eldinum eins og stendur og við hlökkum til að sjá hvað framtíð hans ber í skauti sér.

Hin goðsagnakennda Aníta Hinriksdóttir hefur eflaust ekki farið framhjá neinum. Hún hefur hlaupið sem eldur um sinu út um víðan völl sem og um fréttamiðla landsins. Aníta er á sínu öðru ári í MR og byrjaði að æfa frjálsar íþróttir 10 ára gömul. Hún hafði alltaf mestan áhuga á hlaupinu en fór að sérhæfa sig í því um 14 ára aldurinn. Á tímabili prufaði hún meðal annars kúluvarp og fleiri frjálsar íþróttir en segist reyndar ekki hafa prufað sleggjuna. Aníta hefur ferðast mikið um Norðurlöndin í keppnisferðum en af þeim löndum sem hún hefur farið til segir hún Ítalíu hafa staðið upp úr. Hún fór á Heimsmeistaramót í Úkraínu 2013 en þar vann hún til gullverðlauna í 800 metra hlaupi. Lyfjaprófin eru í miklu uppáhaldi hjá Anítu en þar þarf hún að pissa í glas á meðan kona starir á hana. Aníta á ekki einungis met á hlaupabrautinni heldur einnig í lyfjaprófi þar sem hún tók 6 klukkustundir í að reyna að pissa. Uppáhaldsverðlaun Anítu eru gullverðlaunin á Heimsmeistaramótinu í Úkraínu en hún hafði stefnt að þeim lengi vel. Í sumar fer Aníta á Heimsmeistaramót unglinga á nýjan leik sem haldið verður í Oregon í Bandaríkjunum. Einnig mun hún fara á Evrópumeistaramót fullorðinna í Sviss nú í sumar. Markmið Anítu er að halda áfram að bæta sig svo lengi sem hún getur hlaupið. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni og munum fylgjast náið með henni. Mjög náið.

149


Jóhanna Preethi Hvenær byrjaðiru að hafa áhuga á tísku?

Ég byrjaði líklega að hafa áhuga á tísku í grunnskóla. Mér fannst ég rosa nett þá en ég var það klárlega ekki. Á þeim tíma hélt ég að ég væri grjóthörð gella með framtíð fyrir mér í „street dance“. Það segir líklegast allt sem segja þarf.

Hvar verslarðu helst?

Kaupi frekar mikið á netinu, Nasty Gal t.d. og líka í búðum eins og Tophsop og Zara. Annars fer það svolítið eftir skapinu mínu hvar ég versla. Monki og Anthropology eru líka ofarlega á listanum.

Áttu þér einhver uppáhalds merki eða hönnuði?

Stella McCartney er alltaf með frekar flott föt og Givenchy er grjóthart. Kenzo er náttúrulega nett og The Ragged Priest er með eitthvað flott líka. Samt alveg líka fullt ljótt.

Lestu eitthvað tísku blogg?

Ég les eiginlega ekki tísku blogg. Mér finnst þau oftast vera svo tilgerðarleg og asnaleg. Skoða samt einhverjar myndir á instagram, sem fatalínur og fyrirtæki post-a.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í tískuheiminum?

Hver önnur en Beyoncé auðvitað!! Rihanna er líka mjög flott, þegar hún er í fötum þ.e.a.s. Reyndar líka þegar hún er ekki í fötum.

Hvaða flík eða hlut helduru mest upp á?

Held mikið upp á gamalt hálsmen frá ömmu minni sem er ótrúlega fallegt. Flíkin sem ég nota of mikið er samt örugglega pelsinn minn. Ég myndi aldrei fara úr honum ef ég gæti. En það hefur allur fjandinn hellst á hann þannig að hann er að eyðileggjast greyið.

Hvaða litur finnst þér klæða þig best?

Var nýlega að uppgötva hvítann. Hann er soldið flottur. Held að eini liturinn sem ég fíla ekki sé svona skjaldböku grænn. Og reyndar brúnn líka, held að hann fari mér bara alls ekki.

Hvaða trend finnst þér flottust?

Mér finnst geggjað að blanda mismunandi efnum saman. Líka að blanda saman gulli og silfri, fullt af fólki sem niðurpeppar það en mér finnst það bara geta komið vel út. Ekki samt í sama iteminu, það er hörmung. Er líka mikill aðdáandi leðurs og gadda. Svo er líka bara frekar mikið vit í að stærra=betra. Stórar töskur og stórir skartgripir eru lúxus.

Hvaða trend finnst þér verst?

Mér líst ekkert á munstur eins og doppur og eitthvað blómótt rugl. Er líka ekkert að vinna með útvíðar buxur, ekki mitt thing.

Hvaða trend helduru að munu koma sterk inn á næstunni?

Held að þetta klassíska crop top og hátt pils haldi bara áfram í sumar með sterkri innkomu frá stiletto deildinni. Held að hælarnir haldi áfram að fitna. Feitir hælar gera flotta skó. Það verða allir svo hamingjusamir á sumrin, ég vona að fólk fari að föndra við bjarta liti. Damn, stelpan er bara droppin some knowledge hérna.

150


Kíkt í fataskáp

Siggi Darri Hvenær byrjaðiru að hafa áhuga á tísku?

Ég hef ekkert það mikinn áhuga á tísku en byrjaði eitthvað smá að spá í fötunum mínum í kringum 7. eða 8. Bekk.

Áttu þér einhver uppáhalds merki eða hönnuði?

Á mér engan uppáhalds hönnuð en held mikið upp á nokkur merki eins og t.d Fred Perry og Adidas Originals

Lestu eitthvað tísku blogg?

Nei hef ekki bombað í það enn þá.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í tískuheiminum?

Get ekki sagt að hann sé fyrirmynd en mér finnst Mos Def virkilega svalur.

Hvaða flík eða hlut helduru mest upp á?

Mér þykir óhemju vænt um hvítu vans skóna mína sem ég fekk í skiptum við Helga vin minn.

Hvaða litur finnst þér klæða þig best?

Blár er alltaf frekar solid.

Hvaða trend finnst þér verst?

Svona það sem mér fettur í hug eru diskó- buxurnar, skelfilegar á sínum tíma.

Hver er best klæddi MR-ingurinn að þínu mati?

Mér finnst Snorri Sigurðsson svalur.

151


Berlínarferð 5. Bekkjar “Pünktlich” klukkan 4:30 að morgni þann 20. febrúar voru komnir saman 40 skynsamir MR-ingar, sem völdu nytsamlegt þriðjatungumál, á Keflavíkurflugvelli. Þótt ótrúlegt megi virðast voru það kennararnir sjálfir, sem höfðu skipað okkur að mæta stundvíslega, sem mættu síðast. En smá yfirsvefn getur komið fyrir á bestu bæjum og við fyrirgáfum þeim auðvitað. Töskurnar voru ekki þungar, annað hvort vegna þess að ferðin var aðeins fjórir dagar eða vegna þess að fólk ætlaði að gera góð kaup úti með evrunni sem er einmitt svo hagstæð fyrir okkur Íslendinga (kannski bæði). Það helsta sem fólk tók með sér frá Íslandi var nóg af sólarvörn og bjór sem reyndist svo vera mistök því þýskaland er þekkt fyrir góða framleiðslu á eðal “Lichtschutzmittel” (sólarvörn). Við rúlluðum áfallalaust í gegnum Leifsstöð og sumir voru óneitanlega með eitt stykki fiðrildi eða öllu heldur “Schmetterling” í maganum. Flugvélin lagði af stað á áætluðum tíma og WOW var virkilega búið að hysja upp um sig buxurnar eftir heiftarlegt gangrýni í áramótakaupinu (ekki lengur þessi geðveikt ýktu og óviðeigandi leiðbeiningar um hvað skal gera ef/þegar flugvélin hrapar). Við lentum reyndar í því að flugfreyjurnar byrjuðu að reyna óþægilega við okkur nemendurna en svo seinna föttuðum við að þetta voru bara kennararnir Svava og Ísabella í búningum haha flipparar :-). Áður en við vissum af vorum við komin inn í tveggja hæða rútu í Berlin sem þræddi í gegnum borgina og að hótelinu okkar. Hótelið leit vel út, sérstaklega miðað við verð og voru tveir og tveir saman í herbergi. Þetta passaði vel því nemendurnir voru slétt tala en kennararnir oddatala og því var Ísabella ein í herbergi allar næturnar, eða svo höldum við *blikk* *blikk* *hósthóstjóhannhóst*. Þetta hótel var miðsvæðis í Berlín en hinsvegar var það í frekar tæpu hverfi (það voru a.m.k. 5 Tyrkir sem bjuggu í hverfinu). Á meðan við biðum eftir því að fá herbergin vorum við því dottin í spjall við einn mann sem hneykslaðist á því að enginn í hópnum væri að reykja og bauð okkur að lokum að kaupa efni sem er a.m.k. ekki sjálfgefið að fá á Íslandi. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir var mikið eftir af deginum og fórum við öll með kennurunum að skoða hinn tignarlega Berliner Dom sem er ein merkasta kirkja í Þýskalandi. Ég varð samt fyrir hálfgerðum vonbrigðum þar sem ég misskildi að þetta væru höfuðstöðvar Dominos í Þýskalandi en ekki bara hús fyrir einhverja barnaperra. Síðan lá leiðin að Brandenburgarhliðinu en fyrirmynd þess er Propylaea, inngangahofið mikla að Akrópólishæðinni í Aþenu. Fyrir áhugasama stendur hliðið á 12 dórískum súlum og efst trónir rómverska sigurgyðjan Viktoría á vagni sem dreginn er af fjórum hestum. Eftir þetta vorum við síðan frjáls þangað til morguninn eftir. Sumir týndust, aðrir fengu sér Bratwurst, eitthvað gott til að svala þorstanum eða kíktu í búðir og sumir fóru bara að gera eitthvað alþýskt eins og að klæðast ljótum fötum og vera leiðinleg. Fyrsta kvöldið var rólegra en seinni tvö en mjög gott engu að síður og fólk var með “opið hús” í herbergjum sínum. Það er skemmst frá því að segja að nokkrar kvartanir frá bárust frá hótelgestum til hótelstarfsfólksins vegna peppaðra Íslendinga (held samt að þau hafi meint Ítala).

Morguninn eftir voru flestir mættir á réttum tíma í morgunmat og allir tilbúnir í komandi átök. Fyrst á dagskrá var að skoða leifar af Berlínarmúrnum. Það er stór veggur. Eftir það var þjóðernisjafnaðarstefnusafn eða Nationalsozialismus safn skoðað. Þar fræddumst við um Hitler hans menn, hvernig þeir ruddust til valda og trúðu á yfirburði hvíta kynstofnsins. Heldur átakanlegt. Enn átakanlegra var að skoða Das Jüdische Museum þar á eftir. Það er safn um hvernig nasistar fóru með gyðinga. Það var frekar “jew-sy” ef þið afsakið frönskuna mína. Við vorum öll frekar döpur og allavega mér var óglatt eftir þessi söfn. Við vildum samt ekki láta þetta of mikið á okkur fá og jöfnuðum okkur og kennararnir slepptu af okkur taumunum eftir þetta nema af honum Jóhanni en Kristjana kennari gekk um með hann í ól, svona til niðurlæginar. Fólk var farið að kannast við sig í borginni og ég fann lítinn heimsborgara vera að ryðja sér til rúms inní mér. Á leiðinni á veitingastað sem við borðuðum öll saman á um kvöldið fundum við heimili Angelu Merkel kanslara. Við ætluðum að kíkja í kaffi en vorum hinsvegar hrakin í burtu af öguðum og ákveðnum lögreglum. Schnitzelið sem við fengum á veitingastaðnum var a.m.k. ætt. Um kvöldið fór hópur af “við” að hitta gamlan MR-ing og kakólandsstrág Jóhannes Hilmarsson sem býr nú í Berlín. Hann bjó við einfaldar aðstæður en það var eitt herbergi þar sem hann svaf, át og spilaði Fifa á meðan hann drakk bjór, við vildum kalla þetta drauminn. Það var mikið stuð heima hjá Jóa áður en hann með sína miklu reynslu sýndi okkur það besta af mögnuðu næturlífi í Berlín. Við skemmtum okkur konunglega fram undir morgun og mættum nánast beint í morgunmat þegar við komum aftur á hótelið. Svo nýttum við okkur það að bjór læknar þynku. Næsti dagur var ekki síðri. Þá skoðuðum safn um Austur-Þýskalnd sem sýndi hvernig daglegt líf var þar og við komumst að því að við vorum ekki að missa af miklu, fyrir utan auðvitað öllum villtu orgíunum sem voru austan megin við múrinn. Því næst skoðuðum við Der Berliner Reichstag sem er ríkisþinghúsið í Berlín og ein merkilegasta bygging í Þýskalandi. Þar var dásamlegt útsýni yfir borgina. Eftir þetta leigðu sumir sér hjól en aðrir ekki. Veðrið var ljúft og ég hataði ekki tanið og svægið sem ég fékk. Við borðuðum saman síðustu kvöldmáltíðina á veitingastað þar sem purusteik var á boðstólum. Eftir það var klúbbað hart (að klúbba í merkingunni að fara á skemmtistaði ekki að lemja fólk með kylfu) og einu takmörkin voru að vera mætt í flugvélina daginn eftir. Við kynntumst skemmtilegum local krökkum í bænum og erum nú nokkrum þýskum feibúkkvinum ríkari, þú veist hver þú ert :-))))) Ég hef ekkert um næsta dag að segja nema: Þreyta, smá seinkun á vélinni, lúnar lappir, ljúft að komast heim og við komumst í fréttirnar, fengum aids og erum nú fræg. The end. Takk fyrir mjög góða ferð krakkar, takk fyrir frábæra leiðsögn kennarar, shout out á Jóhannes H og bis bald Berlin! Með fullri virðingu fyrir gyðingum, kirkjunni, Þjóðverjum, Tyrkjum, nemendum og kennurum,

152

Páll Ársæll Hafstað 5.S


153


Bekkjarmyndir


3.A

Aníta Eir Sævarsdóttir

Anton Emil Albertsson

Ari Guðjónsson

Bryndís Pálsdóttir

Dagmar Óladóttir

Egill Ástráðsson

Einar Guðjohnsen

Emilía Björt Ásgeirsdóttir

Hrafnhildur Vera Rodgers

Inga Katrín Guðmundsdóttir

Ingibjörg Rún Jóhannsdóttir

Kolbrún Brynja Róbertsdóttir

Matthildur María Rafnsdóttir

Melkorka Davíðsdóttir Pitt

Ragnheiður Björk Aradóttir

Snorri Fannar Gylfason

Soffía Sóley Helgadóttir

Thea Líf Alexandersdóttir

Theódór Árnason

Vilborg Edda Kristjánsdóttir

Þórður Ingi Oddgeirsson

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson

Þórunn María Gizurardóttir

3.B

Ása Bergný Tómasdóttir

Björn Ingi Jónsson

Breki Þórðarson

Elín Arna Kristjánsdóttir

Guðrún Kolbeinsdóttir

Halla Hauksdóttir

Haraldur Matej Runólfsson

Indíana Óskarsdóttir

Ívar Már Arthursson

Jón Bragi Hannesson

Kári Þór Arnarsson

Kristín Magnúsdóttir

Kristín Andrea Pálsdóttir

Kristján Geir Sigurgeirsson

Leon Arnar Heitmann

María Cristina Kristmanns

Martha Guðrún Guðmundsdóttir

155


Matthildur Edda Pétursdóttir

Matthías Már Kristjánsson

Ólafur Hreiðar Ólafsson

Vilborg Harðardóttir

Þórdís Kara Valsdóttir

3.C

Andrea Rán Magnúsdóttir

Arna Bjarnadóttir

Jóhanna Guðrún Bergþórsdóttir

Rannveig Jóhannsson

Sóley Anna Benónýsdóttir

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

Unnur Birna Jónsdóttir

Alexandra Ásgeirsdóttir

Alexandra Diljá Garðarsdóttir

Alrún Irene A. Stephensdóttir

Andrea Ósk Sigurðardóttir

Arngunnur Einarsdóttir

Elsa Jónsdóttir

Elvý Rut Búadóttir

Hera Björg Jörgensen

Hildur Sigurðardóttir

Júlíana Lind Guðlaugsdóttir

Kristín Lilja Jónsdóttir

Manon Anna Victoria Robertet

Rebekka Rán Einarsdóttir

Rósa Björk Pétursdóttir

Sara Dögg Gunnarsdóttir

Signý Sjöfn Rúnarsdóttir

Ugla Evudóttir Collins

Þórdís Rafnsdóttir

3.D

Álfsól Lind Benjamínsdóttir

Bára Guðmundsdóttir

Bjarni Ólafsson

Daníel Þór Wilcox

Eiríkur Egill Gíslason

Elín María Árnadóttir

Gabríela Ósk Víðisdóttir

Guðmundur Ásgeir Guðmundsson

Guðrún Sólveig Sigríðardóttir

Hjördís Lára Baldvinsdóttir

156


Hrafnkell Þráinsson

Iðunn Hafsteinsdóttir

Jón Sigurðsson Nordal

Katla Kristín Guðmundsdóttir

Marín Rún Einarsdóttir

Sara Margrét Ragnarsdóttir

Signý Kristín Sigurjónsdóttir

Sigríður Elín Jónsdóttir

Sigríður María S Sigurðardóttir

Sigríður Ruth Th. Barker

Særún Þorbergsdóttir

Viggó Einar Maack Jónsson

Þorri Harðarson

Þóra Óskarsdóttir

Þórhildur Margrét Þórðardóttir

3.E

Anna Bjarnsteinsdóttir

Ari Sigþór Eiríksson

Arna María Ormsdóttir

Aron Fannar Sindrason

Ásta Gígja Elfarsdóttir

Bergmundur Bolli H Thoroddsen

Bragi Arnarson

Eiríkur Ari Sigríðarson

Gunnar Trausti Eyjólfsson

Hugrún Hannesdóttir

Hörður Tryggvi Bragason

Jóhannes Helgason

Kristjana Ósk Kristinsdóttir

Magnús Jochum Pálsson

Nikulás Yamamoto Barkarson

Ólafur Óskar Ómarsson

Saga Ólafsdóttir

Sara Líf Sigsteinsdóttir

Sara Ósk Þorsteinsdóttir

Sara Þrastardóttir

Snorri Másson

Snædís Sunna Thorlacius

Sveinn Þráinn Guðmundsson

Tara Ósk Ólafsdóttir

Theodór Árni Mathiesen

Tinna Reynisdóttir

157


Valdimar Friðrik Jónatansson

Þorri Elís Halldóruson

3.F

Alba Indíana Ásgeirsdóttir

Alexander Leonard Vidal

Andreas Máni Helgason

Aron Freyr Kristjánsson

Ágúst Aron Ómarsson

Ásdís Dröfn Guðmundsdóttir

Bjarni Ívar Rúnarsson

Brimrún Óskarsdóttir

Donika Kolica

Eydís Oddsdóttir Stenersen

Guðmundur Gauti Jóhannsson

Guðmundur Gunnarsson

Gunnar Þór Dagsson

Hákon Örn Grímsson

Hrafnhildur M Ingólfsdóttir

Kristín Fjóla Jónsdóttir

Magdalena Ósk Bjarnþórsdóttir

Margrét Andrésdóttir

Rannveig Aspardóttir

Sindri Snær Árnason

Sveinn Sigurðarson

Thelma Ólafsdóttir

Viðar Vignisson

Yrja Dögg Ægisdóttir

Þóra Lóa Pálsdóttir

Þóranna Dís Bender

Þórdís Danielsdóttir v der Lint

Þórunn Jóhannesdóttir

3.G

Anouk Maríanna Michéle Jouanne

Ásdís Hrund Skaftadóttir

Drífa Atladóttir

Elsa Margrét Jónasdóttir

Embla Þorfinnsdóttir

Finndís Diljá Jónsdóttir

Hjálmfríður Bríet Rúnarsdóttir

Hlynur Hólm Hauksson

Hrund Hilmisdóttir

Hildur Sveinsdóttir

158


India Bríet Böðvarsdóttir

Jóhann Örn Thorarensen

Kara Hlynsdóttir

Karitas Marý Bjarnadóttir

Kristófer Bjarmi Schram

Liina Björg Laas Sigurðardóttir

Melkorka María Brynjarsdóttir

Melkorka Rán Hafliðadóttir

Ófeigur Geir Barðdal

Ólafur Engilbert Árnason

Ólöf Rún Guttormsdóttir

Sesar Hersisson

Teitur Hinrichsen

Valdimar Björnsson

Valtýr Örn Kjartansson

Þór Blöndahl Arngrímsson

3.H

Agnes Anna Garðarsdóttir

Anna Rún Arnfríðardóttir

Bergþór Snær Jónasson

Birta Mar Johnsdóttir

Bjargey Þóra Þórarinsdóttir

Bjartur Örn Bachmann

Elínrós Birta Jónsdóttir

Elísabet Unnur Gísladóttir

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir

Gunnar Kristinn Óskarsson

Hanna Lind Sigurjónsdóttir

Harpa Helgadóttir

Jakob Jónsson

Kinga Sofia Demény

Lilja Benediktsdóttir

Marta María Halldórsdóttir

Ólafur Bjarni Rafnar Karlsson

Salvör Ísberg

Sigurbjörg Ásta Ólafsdóttir

Silja Björk Axelsdóttir

Sonja Orradóttir

Sóley Sif Helgadóttir

Unnur Lilja Þórðardóttir

Védís Helgadóttir

159


3.I

Aðalheiður Rut Einvarðsdóttir

Agnes Davíðsdóttir

Andri Elvar Sturluson

Berglind Elva Sigvaldadóttir

Bergmann Óli Aðalsteinsson

Bergrós Fríða Jónasdóttir

Bjarni Máni Jónsson

Dagur Fannar Jóhannesson

Daníel Hákon Friðgeirsson

Davíð Hringur Ágústsson

Embla Rún Björnsdóttir

Friðrik Njálsson

Gísli Freyr Sæmundsson

Guðjón Helgi Auðunsson

Guðjón Máni Blöndal

Gunnar Jökull Ágústsson

Helga Hlín Stefánsdóttir

Helgi Ólafsson

Hrafnhildur S Sigurjónsdóttir

Inga Guðrún Eiríksdóttir

Margrét Ósk Gunnarsdóttir

Ólafur Ólafsson

Rebekka K Björgvinsdóttir

Róbert Fjölnir Birkisson

Róbert Ingi Huldarsson

Sindri Magnússon

Valdís Bæringsdóttir

3.J

Alfreð Hrafn Magnússon

Anton Óli Richter

Árni Freyr Magnússon

Axel Magnússon

Birkir Örn Hafsteinsson

Davíð Phuong Xuan Nguyen

Einar Helgi Jóhannsson

Ester Elísabet Gunnarsdóttir

Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir

Garðar Sigurðarson

Hafdís Erla Gunnarsdóttir

Haraldur Orri Hauksson

Hlynur Snær Andrason

160


Hugrún Lind Hafsteinsdóttir

Indíana Rut Tynes Jónsdóttir

Inga Lára Stefánsdóttir

Jóhannes Kári Sólmundarson

Magnús Aron Sigurðsson

Sif Björnsdóttir

Snorri Egholm Þórsson

Snorri Vignisson

Þórður Ágústsson

Þórður Friðriksson

4.A

Ari Hörður Friðbjarnarson

Benjamín Jóhann Johnsen

Bjarni Páll Runólfsson

Björg Catherine Blöndal

Brynja Liv Bragadóttir

Daníel Ágúst Ágústsson

Edda Hulda Ólafardóttir

Emil Ísleifur Sumarliðason

Eyjólfur Björgvinsson

Hallfríður Hera Gísladóttir

Hrafnkatla Ingólfsdóttir

Inga Borg

Ísak Henningsson

Jón Kristinn Einarsson

Karólína Jóhannsdóttir

Maríanna Björk Ásmundsdóttir

Ragnheiður Davíðsdóttir

Róbert Ingi Ragnarsson

Salome Lilja Sigurðardóttir

Sandra Lilja Björnsdóttir

Sara Messíana M Sveinsdóttir

Soffía Gunnarsdóttir

Tumi Kjartansson

Þorfinnur Pétursson

4.B

Aníta Hinriksdóttir

Axel Haukur Jóhannsson

Brynja Steinþórsdóttir

Daníel Magnús Hafliðason

161

Rafnar Friðriksson

Sara Húnfjörð Jósepsdóttir


Fanney Pálsdóttir

Garðar Kristjánsson

Guðlaugur Vignir Stefánsson

Guðrún Friðriksdóttir

Gunnar Hrafn Sveinsson

Gunnhildur Gunnarsdóttir

Ingeborg Andersen

Íris Arnarsdóttir

Íris Hafþórsdóttir

Jóhanna Vigdís Pétursdóttir

Jara Sól Jakobsdóttir

Jónas Ingi Th. Kristjánsson

Kristín Björg Björnsdóttir

Kristrún Ósk Óskarsdóttir

Oddur Atlason

Ólafur Jens Pétursson

Salka Hauksdóttir

Tinna Dís Hafsteinsdóttir

Vera R Jónsdóttir

Þorsteinn Björnsson

Þórarinn Árnason

Alma Kristín Ólafsdóttir

Andri Magnús Eysteinsson

Benedikt Guðmundsson

Björg Þorláksdóttir

Guðmundur Einar Hannesson

Harpa Guðrún Hreinsdóttir

Julia R Castner

Kristborg Sóley Þráinsdóttir

Kristín Sól Ólafsdóttir

Martha Guðrún Bjarnadóttir

Nína Sigrún Kristjánsdóttir

Sandra Karlsdóttir Andreassen

Sigrún Harpa Stefánsdóttir

Sigurbjörn Markússon

Sigurður Bjartmar Magnússon

Sigurður Jóhann Jóhannsson

Sindri Ingólfsson

Stefán Már Jónsson

Thelma Kristinsdóttir

Tómas Viðar Sverrisson

4.M

162


4.R

Andrea Urður Hafsteinsdóttir

Benjamín Þorlákur Eiríksson

Elín Gunnarsdóttir

Emil Örn Kristjánsson

Guðlaug Anna Gunnarsdóttir

Guðrún Ýr Eyfj. Jóhannesdóttir

María Karítas Stefánsdóttir

Marín Elvarsdóttir

Skúli Gunnarsson

Svanhvít Ásta Jónsdóttir

4.S

Baldur Benjamín Sveinsson

Bergljót Vala Sveinsdóttir

Brynjar Orri Briem

Edda Þórunn Þórarinsdóttir

Egill Fannar Andrésson

Elina María Jónsdóttir

Hafsteinn Örn Guðjónsson

Hafsteinn Atli Stefánsson

Hans Adolf Linnet

Hildigunnur Hermannsdóttir

Hjalti Þór Ísleifsson

Hrafnhildur Jóna Daníelsdóttir

Iðunn Valgerður Pétursdóttir

Katrín Unnur Ólafsdóttir

Kári Jóhannesson

Kristófer Óttar Úlfarsson

María Ísabella Arnardóttir

Matthias Baldursson Harksen

Natalia Lopez Peralta

Páll Jökull Þorsteinsson

Úlfur Ágúst Atlason

Þorsteinn Geirsson

Þorsteinn Hálfdánarson

Þórður Jónsson

Birgir Hauksson

Davíð Hafsteinsson

Diljá Kristjánsdóttir

Hulda Herborg Rúnarsdóttir

Lilja Sigurrós Davíðsdóttir

Ásgeir Marteinsson

163


Ragnheiður Birgisdóttir

Snærós Axelsdóttir

Soffía Rún Gunnarsdóttir

Sonja Jóhannsdóttir

Sólon Guðmundsson

Stefanía Katrín J Finnsdóttir

Stefán Rafn Gunnarsson

4.T

Anne Katrin Lemke

Ari Brynjarsson

Atli Þór Helgason

Ágúst Benóný Helgason

Álfheiður Edda Sigurðardóttir

Ásta Pétursdóttir

Elín Þóra Helgadóttir

Elísabet Tara Guðmundsdóttir

Emil Snorri Árnason

Friðrik Þjálfi Stefánsson

Helgi Elías Almarsson

Kristín Gyða Hrafnkelsdótti

Kristín Viktoría Magnúsdóttir

Margrét Dagmar Loftsdóttir

Matthías Guðmundsson

Ólafur Baldvin Thors

Sigurður Egilsson

Sigurður Finnbogi Sæmundsson

Teitur Ari Theodórsson

Tristan Freyr Jónsson

Þorsteinn Sæmundsson

4.U

Agnes Ýr Helgadóttir

Anna Kristín Kristinsdóttir

Arnaldur Orri Gunnarsson

Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir

Elena Arngrímsdóttir

Erla Diljá Sæmundsdóttir

Guðrún Svanhildur Rúnarsdóttir

Helga Katrín Jónsdóttir

Hermann Ólafsson

Hrafnhildur Erla Eiríksdóttir

Hrefna Óskarsdóttir

Inga Rán Ármann

164


Perla Jóhannsdóttir

Rebekka Lísa Þórhallsdóttir

Sara Björk Sverrisdóttir

4.X

Antonio Caingcoy Sambajon

Dagný Ásgeirsdóttir

Emilía Tinna Sigurðardóttir

Guðrún Harpa Pálsdóttir

Guðrún Karlsdóttir

Halldór Karlsson

Hannes Kristinn Árnason

Helen Xinwei Chen

Laufey Guðnadóttir

Margrét Ásta Bjarnadóttir

Marín Lilja Ágústsdóttir

Nanna Óttarsdóttir

Ólafur Kári Ragnarsson

Óskar Helgi Þorleifsson

Páll Ragnar Eggertsson

Rósa Karen Ólafsdóttir

Sif Snorradóttir

Snædís Ólafsdóttir

Stefán Eggertsson

Steinar Sigurðsson

Tumi Torfason

Unnur Sólveig Guðnadóttir

Victor Karl Magnússon

Viktor Örn Lundgrenn

Þorsteinn Markússon

4.Y

Aðalbjörg Egilsdóttir

Aðalsteinn Dalmann Gylfason

Jón Gunnar Björnsson

Jónas Már Torfason

Kolbeinn Ari Arnórsson

Ólafur Rafn Gíslason

Sara Hildur Tómasdóttir

Sigrún E. Urbancic Tómasdóttir

Svanhildur T. Bryngeirsdóttir

Francisco N. M. Fernandes Silva

Guðbjörg Eva Pálsdóttir

Hólmfríður Í Steinþórsdóttir

165


Antonio Kristófer Salvador

Benedikt Karlsson

Bjarni Svanur Birgisson

Daníel Andri Jansson Fredriksen

Daníel Ágústsson

Eiríkur Andri Þormar

Erla Liu Ting Gunnarsdóttir

Eyþór Ingi Guðmundsson

Heiðrún Ósk Reynisdóttir

Hilmir Gestsson

Inga Rún Snorradóttir

Jón Sveinbjörn Halldórsson

Júlía Ingadóttir

Kristín Margrét Kristjánsdóttir

Kristján Veigar Kristjánsson

Líney Ragna Ólafsdóttir

Lúðvík Már Matthíasson

Marinó Örn Ólafsson

Rebekka Rán Magnúsdóttir

Snæfríður Sól Árnadóttir

Sóley Ólafsdóttir

Unnur Andrea Ásgeirsdóttir

4.Z

Alexander Gunnar Kristjánsson

Aníta Gunnarsdóttir

Arnar Snæland

Arnór Jóhannsson

Brynja Rún Sævarsdóttir

Dagur Tómas Ásgeirsson

Dóra Sóldís Ásmundardóttir

Elín Birta Pálsdóttir

Embla Ósk Þórðardóttir

Erla Gestsdóttir

Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir

Eva Hauksdóttir

Fannar Guðlaugsson

Guðjón Bergmann Ágústsson

Gunnar Reynir Einarsson

Hanna María Geirdal

Hrefna Namfa Finnsdóttir

Ívar Skeggjason Þormar

Leifur Þorbjarnarson

166


Teitur Helgi Skúlason

Viðar Þór Sigurðsson

Adda Guðrún Gylfadóttir

Andrea Gestsdóttir

Hólmfríður Sveinsdóttir

Vilhjálmur Kári Jensson

Guðrún Brjánsdóttir

Ingibjörg H Steingrímsdóttir

Sigrún Hannesdóttir

Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir

5.B

Fríða Þorkelsdóttir

Guðberg Sumarliðason

Gunnhildur Gunnarsdóttir

Jenna Björk Guðmundsdóttir

Jóhanna Embla O Þorsteinsdóttir

Karl Ólafur Hallbjörnsson

Kristrún Lóa Guðmundsdóttir

Kristrún Ragnarsdóttir

Sigurður Þráinsson

Unnur Helgadóttir

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir

Andrea Dögg Gylfadóttir

Áslaug Ragna Stefánsdóttir

Baldvin Lárus Sigurbjartsson

Hannes Arason

Kjartan Magnússon

167

Nýmáladeild II

Freyja Ingadóttir

Kolfinna Álfdís Traustadóttir

Þórður Líndal Þórsson

Anna Steinunn Ingólfsdóttir

Nýmáladeild I

Steinunn Helgadóttir

Fornmáladeild II

5.A

Sóley Rut Purkhús

Fornmáladeild I

Magdalena Anna Torfadóttir

Kristinn Logi Auðunsson

Alexía Margrét Jakobsdóttir

Lísbet Sigurðardóttir


5.M

Anna Margrét Ólafsd. Johnson

Hlíf Samúelsdóttir

Hulda Hrund Björnsdóttir

Ingvar Þór Björnsson

Lea Plesec Jerman

Mikael Jóhann Karlsson

Ólöf Ása Guðjónsdóttir

Rakel Hekla Sigurðardóttir

Sigurður Þór Thorstensen

Tómas Þórir Tómasson

Þórdís Tryggvadóttir

5.R

Agnar Davíð Halldórsson

Aníta Jóhannesardóttir

Anna Elísabet Jóhannsdóttir

Arndís Embla Jónsdóttir

Berglind Jónsdóttir

Birkir Fannar Snævarsson

Björn Tómasson

Hildur Helga Jónsdóttir

Huginn Gunnarsson

Ísabella Eiríksdóttir

Kjartan Elvar Baldvinsson

Kolbrún Dóra Magnúsdóttir

Magnús Óli Guðmundsson

Oddur Snorrason

Sandra Smáradóttir

Sigrún Líf Erlingsdóttir

Svanhildur Ólöf Sigurðardóttir

Þorgerður Brá Traustadóttir

Arnór Kristmundsson

Atli Freyr Þorvaldsson

Bjarndís Sjöfn Blandon

Guðmundur Orri Pálsson

Ingvi Steinn Jónsson

Karólína Rut Lárusdóttir

Kristófer Kristinsson

Sara Margrét Daðadóttir

Sigríður Óladóttir

Alexander Ísak Sigurðsson

Haraldur Björnsson

168


María Soffía Júlíusdóttir

Orri Matthías Haraldsson

Pjetur Stefánsson

Valgerður Helgadóttir

Þórey Ásgeirsdóttir

Þórhallur Sigurjónsson

Benedikt Baldur Tryggvason

Bergdís Elsa Hjaltadóttir

Bríet Ósk Magnúsdóttir

Herdís Hergeirsdóttir

Jóhann Ragnarsson

Sindri Freyr Gunnarsson

Atli Pálsson

Ragnhildur Arna Kristinsdóttir

Sara Fönn Einarsdóttir

Sigurþór Andri Sigurðsson

Styrkár Þóroddsson

5.S

Alexander Jóhannsson

Andrea Sif Sigurðardóttir

Auður Gunnarsdóttir

Daníel Snævarsson

Egill Þorri Arnarsson

Elva Kristín Valdimarsdóttir

Embla Jóhannesdóttir

Jón Hlöðver Friðriksson

Margrét Björg Arnardóttir

María Rún Þrándardóttir

Páll Ársæll Hafstað

Pétur Gunnarsson

Snædís Inga Rúnarsdóttir

Teitur Tómas Þorláksson

Ægir Benediktsson

5.U

Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir

Aldís Lilja Örnólfsdóttir

Benedikt Traustason

Dagný Björk Jóhannesdóttir

Daníel Guðlaugsson

Elín Metta Jensen

Emil Sölvi Ágústsson

Eyvindur Árni Sigurðarson

169


Gissur Atli Sigurðarson

Guðmundur Kristinn Lee

Helena Gunnarsdóttir

Hjálmar Arnar Hjálmarsson

Ingunn Sara Ívarsdóttir

Jóhanna Elísa Skúladóttir

Jón Tómas Jónsson

Katrín Líf Þórðardóttir

Krister Blær Jónsson

Kristín Gyða Guðmundsdóttir

Kristín Kara Ragnarsdóttir

Lukasz Serwatko

Ólöf Hafþórsdóttir

Rakel Björk Björnsdóttir

Rannveig Dóra Baldursdóttir

Rúnar Geir Guðjónsson

Valdís Ósk Magnúsdóttir

Þorbjörg Ólafsdóttir

5.X

Árni Beinteinn Árnason

Bryndís María Ragnarsdóttir

Elínborg Steinunn Pálsdóttir

Eyleifur Ingþór Bjarkason

Garðar Andri Sigurðsson

Gunnlaugur Helgi Stefánsson

Hafþór Hákonarson

Helgi Freyr Ásgeirsson

Jónatan Sólon Magnússon

Kolbeinn Logi Ægisson

Kristín Björg Bergþórsdóttir

Kristófer Ásgeirsson

Páll Ágúst Þórarinsson

Sigurður Jens Albertsson

Sóley Benediktsdóttir

Sólveig Bjarnadóttir

Vífill Sverrisson

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir

5.Y

Anders Rafn Sigþórsson

Ágúst Páll Haraldsson

Bergdís Arnardóttir

Bjarki Viðar Kristjánsson

170


Ketill Antoníus Ágústsson

Brynjar Geir Sigurðsson

Elín Fríða Óttarsdóttir

Haraldur Jón Hannesson

Hugi Hólm Guðbjörnsson

Ísak Arnarson

Ívar Loftsson

Kristín Káradóttir

Margrét Halla Valdimarsdóttir

Sigurður Jónsson

Valdimar Þór Ragnarsson

Þórir Már Ingólfsson

5.Z

Aðalbjörg Guðmundsdóttir

Alex Kári Ívarsson

Anna Lilja Ægisdóttir

Arngrímur Einarsson

Björgvin Brynjarsson

Brynjar Ísak Arnarsson

Brynjar Már Björnsson

Elín Edda Þorsteinsdóttir

Eva Lín Vilhjálmsdóttir

Eyþór Gísli Óskarsson

Friðrik Árni Halldórsson

Guðmundur Garðar Árnason

Guðrún Snorra Þórsdóttir

Halldór Kári Sigurðarson

Hjalti Hilmarsson

Jóhann Kári Ívarsson

Oddný Huld Halldórsdóttir

Ómar Páll Axelsson

Sara Högnadóttir

Sigmar Aron Ómarsson

Stefán Gunnlaugur Jónsson

Stefán Páll Sturluson

Þorsteinn Hjörleifsson

6.A

Birgitta Guðmundsdóttir

Birna Ketilsdóttir

Björk Þórðardóttir

Edda Lárusdóttir

Georg Gylfason

171


Ingibjörg Kjartansdóttir

Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir

Jóhannes Tómasson

Kjartan Almar Kárason

Lilja Rós Guðjónsdóttir

Matthías Tryggvi Haraldsson

Nína Kristín Guðmundsdóttir

Ólöf Björk Ingólfsdóttir

Sólrún Hedda Hermannsdóttir

Steinunn Ólafsdóttir

Þórunn Arnardóttir

6.B

Ari Guðni Hauksson

Daníel Birgir Björgvinsson

Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir

Ingólfur Eiríksson

Ingunn Elísabet Markúsdóttir

Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Ragnar Auðun Árnason

Tanja Teresa Leifsdóttir

Viktoría Vasylyna Alfreðsdóttir

Baldvin Orri Kristjánsson

Bryndís Thelma Jónasdóttir

Elín Rósa Guðlaugsdóttir

Elísa Schram

Fríða Halldórsdóttir

Júlíana Amalía E Sveinsdóttir

Katrín Laufey Ragnarsdóttir

Kristín Steinunn Þórarinsdóttir

Sigrún Jonný Óskarsdóttir

6.M

Anna Margrét Benediktsdóttir

Árný Jóhannesdóttir

Bjartur Máni Sigurðarson

Egill Ian Guðmundsson

Egill Sigurður Friðbjarnarson

Fjóla Ósk Þórarinsdóttir

Nýmáladeild II

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Fornmáladeild I

Heiður Lára Bjarnadóttir

172

Harpa Þrastardóttir


Katrín Júníana Lárusdóttir

Lilja Dögg Gísladóttir

Oddný Rún Karlsdóttir

Ólafur Jóhann Briem

Sigurrós Halldórsdóttir

Surya Mjöll Agha Khan

Særós Stefánsdóttir

Valgeir Steinn Runólfsson

6.R

Aldís Mjöll Geirsdóttir

Anna María Baldursdóttir

Anna Rósa Ásgeirsdóttir

Arnar Sveinn Harðarson

Auður Sandra Árnadóttir

Brynja Matthíasardóttir

Brynjólfur Sigurðsson

Drífa Sóley Heimisdóttir

Eiríkur Erlingsson

Freyja Sigurgísladóttir

Grétar Guðmundur Sæmundsson

Guðrún Özurardóttir

Gunnar Birnir Ólafsson

Harpa Snorradóttir

Helena Rut Örvarsdóttir

Hera Sólveig Ívarsdóttir

Hulda Sigurðardóttir

Jóel Pétursson

Kamilla Guðnadóttir

Kolbeinn Stefánsson

Kristín Rut Stefánsdóttir

Nils A Nowenstein Mathey

Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir

Salóme Rós Guðmundsdóttir

Snorri Þór Sigurðsson

Sólbjört Sigurðardóttir

Agnes Engilráð Scheving

Alda Kristín Guðbjörnsdóttir

Alexandra Ýr van Erven

Andrea Jóna Eggertsdóttir

Arnar Óli Björnsson

Ásdís Kristjánsdóttir

6.S

173


6.S

Birna Brynjarsdóttir

Daníel Kristinn Hilmarsson

Edda Rún Gunnarsdóttir

Emma Rún Antonsdóttir

Guðbjartur Þráinsson

Gunnlaugur Geirsson

Hrefna Björk Jónsdóttir

Jóhannes Davíð Purkhús

Jóhannes Gauti Óttarsson

Lovísa Rós Jóhannsdóttir

Ólafur Orri Sturluson

Rósa Guðný Arnardóttir

Stefán Orri Ragnarsson

Stella Rún Guðmundsdóttir

Valgerður Sigtryggsdóttir

Vigdís Ólafsdóttir

6.T

Ásta María Ásgrímsdóttir

Birta Marsilía Össurardóttir

Bjarni Þór Bryde

Bryndís Björnsdóttir

Brynja Rut Blöndal

Daníel Eggertsson

Eva Björk Davíðsdóttir

Eyþór Arnar Ingason

Gunnar Jökull Johns

Gyða Katrín Guðnadóttir

Hekla Sigurðardóttir

Hólmfríður Þórarinsdóttir

Hulda Margrét Erlingsdóttir

Margrét Jóhannsdóttir

Nadia Margrét Jamchi

Ólafur Þórisson

Páll Sólmundur H. Eydal

Pétur Björnsson

Rúna Halldórsdóttir

Saga Ýr Ívarsdóttir

Salbjörg Kristín Sverrisdóttir

Snorri Sigurðsson

Stefanía Thorarensen

174


6.U

Birta Dögg Skaftadóttir

Eiríkur Örn Pétursson

Eygerður Jónasardóttir

Guðjón Trausti Skúlason

Guðný Hannesdóttir

Gunnlaugur Garðarsson

Hanna Björt Kristjánsdóttir

Harpa Methúsalemsdóttir

Hákon Ellertsson

Helga Björk Kristinsdóttir

Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir

Ingibjörg Ásta Tómasdóttir

Ísar Nikulás Gunnarsson

Jón Birgir Kristjánsson

Katinka Ýr Björnsdóttir

Kristín Hálfdánardóttir

Lilja María Einarsdóttir

María Viktoría Einarsdóttir

Pálmi Rúnarsson

Ríkarður Einarsson

Stefán Þór Þorgeirsson

Völundur Hafstað

6.X

Álfur Birkir Bjarnason

Birgir Örn Höskuldsson

Greipur Garðarsson

Guðmundur Hermann Bjarnason

Gunnar Arthúr Helgason

Hringur Ásgeir Sigurðarson

Kristinn Ingi Guðmundsson

Kristján Andri Gunnarsson

Tryggvi Kalman Jónsson

175

Eðlisfræðideild I

Árni Freyr Helgason

Eðlisfræðideild II

Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir

Agnes Jóhannesdóttir

Gunnar Thor Örnólfsson

Hlynur Jökull Skúlason

Axel Örn Jansson

Elísa Guðrún Agnarsdóttir


Steinn Elliði Pétursson

Þórhanna Inga Ómarsdóttir

Freydís Halla Einarsdóttir

Harpa Ósk Björnsdóttir

Sigurbjörn Már Aðalsteinsson

Skúli Ingvarsson

Þorbjörn Þórarinsson

Þórhildur Þorleiksdóttir

Halla Björk Ragnarsdóttir

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir

Ólöf Embla Kristinsdóttir

Ragnheiður Benónísdóttir

Auður Ásta Baldursdóttir

Bessí Þóra Jónsdóttir

Björgvin Andri Björgvinsson

Erla Ylfa Óskarsdóttir

Henrý Þór Jónsson

Jón Ingvar Þorgeirsson

Nanna Katrín Hannesdóttir

Ómar Svan Ómarsson

Rósa Bestouh

Sólveig Ásta Einarsdóttir

Steindór Bragason

Sunna Halldórsdóttir

Tinna Hallgrímsdóttir

Tryggvi Skarphéðinsson

Guðný Árnadóttir

6.Y

Einar Ingþór Einarsson Elvar Örn Erlingsson Grímur Bjarndal Jónsson Guðný Ingibjörg Einarsdóttir Gunnar Örn Angantýsson Kristófer Sæmundarsson Lárus Wöhler Magnús V Magnússon Pétur Þórðarsson Sigurður Þorsteinsson Steindór Tryggvason Sverrir H. Björnsson Valur Örn Arnarson Ævar Friðriksson

176

-

847 897 820 892 660 894 777 896 892 898 663 892 616 863

1900 2806 0090 9490 4950 9404 5200 3085 7480 2768 3456 4449 8599 7493

Styrktaraðilar:

Gísli Tómas Guðjónsson

Ökukennarar:

Gísli Ingólfsson

Berglind Fjóla Steingrímsdóttir Hamborgarabúllan ÍTR Kaffi sólon Kólus


Takk! Aníta Hinriksdóttir Anna Lilja Ægisdóttir Anna Lotta Michaelsdóttir Anna Rún Arnfríðardóttir Anna Steinunn Ingólfsdóttir Anney Ýr Geirsdóttir Arnór Gunnar Gunnarsson Árný Jóhannesdóttir Aron Freyr Kristjánsdóttir Auður Sandra Árnadóttir Baldur Ragnarsson Birgir Marteinsson Bjarni Páll Linnet Runólfsson Bragi Arnarsson Breki Þórðarson Bryndís Thelma Jónasdóttir Brynja Steinþórsdóttir Dagur Tómas Ásgeirsson Edda Lárusdóttir Einarsbrunnur Elín Metta Jensen Elísa Schram Emil Örn Kristjánsson Emil Sölvi Ágústsson Ester Elísabet Gunnarsdóttir Extreme Chill Festival Eydís Oddsdóttir Stenersen Fatamarkaðurinn Spútnik Framtíðarstjórn Freyja Ingadóttir Fríða Þorkelsdóttir Gísli Tómas Guðjónsson Guðberg Sumarliðason Guðjón Bergmann Guðrún Brjánsdóttir Guðrún Harpa Pálsdóttir Gunnar Arthúr Helgason Gunnar Reynir Einarsson Gunnar Thor Örnólfsson Gunnar Þór Dagsson Gyða Katrín Guðnadóttir Hafdís Erla Gunnarsdóttir Hamborgarabúlla Tómasar Hanna Björt Kristjánsdóttir Hannes Arason Hannes Portner Harpa Guðrún Hreinsdóttir Harpa Methúsalemsdóttir Harpa Ósk Björnsdóttir

Harpa Þrastardóttir Hermann Ólafsson Hildur Lilliendahl Hilmar Guðlaugsson Hlynur Snær Andrason Hókus Pókus Hólmfríður Sveinsdóttir Hrefna Namfa Finnsdóttir Hringur Ásgeir Sigurðarson Hugi Hólm Guðbjörnsson Hugleikur Dagsson Iceland Airwaves Ingeborg Andersen Ingibjörg Helga Steingrímsdóttir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir Ingólfur Eiríksson Jenna Björk Guðmundsdóttir Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir Jón Kristinn Einarsson Jónas Atli Gunnarsson Julia Castner Karl Ólafur Hallbjörnsson Karólína Jóhannsdóttir Katrín Anna Herbertsdóttir Katrín Dögg Óðinsdóttir Kjartan Almar Kárason Kjartan Magnússon Kolbrún Dóra Magnúsdóttir Krister Blær Jónsson Kristín Björg Bergþórsdóttir Kristín Björg Björnsdóttir Kristín Kara Ragnarsdóttir Kristín Magnúsdóttir Kristín Margrét Kristjánsdóttir Kristín Ólafsdóttir Kristinn Logi Auðunsson Kristófer Bjarmi Schram Lára Sveinsdóttir Linda Rós Michaelsdóttir Lísbet Sigurðardóttir Lóa Björk Björnsdóttir M.A.C. fyrir förðun á Topshop módelum Margrét Jóhannsdóttir Margrét Odd Gunnarsdóttir María Björk Kristjánsdóttir Margrét Hvannberg Markús Kjartansson Martha Guðrún Guðmundsdóttir

177

Matthías Már Kristjánsson Matthías Tryggvi Haraldsson Nils A Nowenstein Mathey Nostalgía Oddur Snorrason Ólafur Jóhann Briem Ólöf Björk Ingólfsdóttir Ólöf Erna Leifsdóttir Páll Ársæll Hafstað Ragnar Auðun Árnason Rannveig Dóra Baldursdóttir Sandra Lilja Björnsdóttir Sandra Smáradóttir Sara Messíana Sveinsdóttir Sara Ragnarsdóttir Sara Þrastardóttir Sigrún Jonný Óskarsdóttir Sigurður Darri Björnsson Sigurður Páll Guðbjartsson Sigurður Þráinn Geirsson Sindri Engilbertsson Skólafélagsstjórn Smekkleysa Soffía Gunnarsdóttir Sólbjört Sigurðardóttir Sólon Sónar Steinunn Helgadóttir Stella Rún Guðmundsdóttir Theódór Árnason Tinna Hallgrímsdóttir Tinna Reynisdóttir Tómas Viðar Sverrisson Tryggvi Skarphéðinsson Úlfur Bæringur Magnússon Unnur Birna Backman Unnur Lilja Þórðardóttir Vala Jóhannsdóttir Roff Valtýr Örn Kjartansson Vera Jónsdóttir Yngvi rektor Þóra Lóa Pálsdóttir Þórdís Tryggvadóttir Þórður Ingi Jónsson Þórður Ingi Oddgeirsson Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Þorsteinn Gunnar Jónsson Þórunn Jóhannesdóttir


178


179


Skรณlablaรฐiรฐ Skinfaxi 4. รrgangur, 2013 - 2014

180

Skólablaðið Skinfaxi 2013 - 2014  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you