Page 1

ÚT

Barnabókinn

m U

a l e M

Ó

g O M


Fia

si Ăş F

Gormur


Út um mela og móa Höfundar Höfundur Mynda: Logi Helgason Höfundar Texta: Þorsteinn og Lilja Atlabörn

2012


Einu sinni var strákur sem heitir Fúsi og stelpa sem heitir Fía að leika sér í feluleik. Á meðan að Fía var að telja faldi Fúsi sig og vonaði að Fía gæti ekki fundið hann. Gormur hundurinn þeirra hjálpaði Fíu að leita að Fúsa. Sérð þú Fúsa einhverstaðar?


Þegar að Fía var búin að finna Fúsa fóru þau í göngutúr. Allt í einu sáu þau gamlan bíl standa fyrir framan þau. Fía fór inní bílinn og sá þar eina geit og nokkrar hænur. Fúsi lokaði Fíu inni í bílnum og gægðist síðan á gluggann til að sjá hvað Fía væri að gera


Vinirnir tveir héldu áfram að skoða sig um í sveitinni og höfðu rosalega gaman að. Skyndilega sáu þau opna hurð með hænur í kring. Þau voru svo forvitin að fá að vita hvað var fyrir innan hurðina að þau gægðust inn.


Fyrir innan hurðina var geit. Geitin var mjög góð en hún var líka mjög svöng. Fía og Fúsi gáfu geitinni mat að borða.


Þegar Fúsi og Fía voru búin að gefa geitinni að borða fóru þau að finna sér eitthvað meira spennandi að gera. Þegar þau voru komin niður að sjó sáu þau bát sem var ekki ofaní sjónum. Þau fóru ofaní bátinn og þóttust vera að sigla. Greyið Gormur langaði líka ofaní bátinn en gat það ekki þar sem að hundar geta ekki klifrað.


Næst fóru vinirnir þrír niður í fjöruna og Fúsi hljóp ofaní sjóinn og byrjaði að busla, en Fía og Gormur þorðu ekki ofaní kaldan sjóinn.


Krakkarnir héldu áfram að skoða sig um í sveitinni og næst komu þau að kastala. Kastalinn leit út fyrir að vera tómur. Fúsi og Fía fóru inní kastalann að skoða sig um en Gormur beið fyrir utann. Hann þorði ekki inn.


Síðasti staðurinn sem vinirnir þrír fóru á var mjög fallegur. Fía og Fúsi stóðu ofaná brú og horfðu niður á tært og fallegt vatn. Fúsi stóðst ekki mátið og hoppaði ofaní vatnið en Fía stóð bara á brúnni og beið eftir að Fúsi væri búin að leika sér í vatninu.Eftir langan dag í sveitinni fóru Fúsi, Fía og Gormur heim úrvinda af þreytu og stein sofnuðu þegar þau lögðust uppí rúmið sitt


Logi Helgason Fæddur í vogum á vatnsleysuströnd 1981 og ólst upp þar. Þetta er mín fyrsta barnabók og aðstoð við texta fékk ég hjá systkina börnum mínum Þorsteinni og Lilju Atlabörn. Bókina gerði ég á námskeiði í Grafiskri hönnun.

utum mela og moa  
utum mela og moa  

min fyrsta barnabok

Advertisement