Page 1

Verkefnisstjóri með áherslu á umhverfismál jarðvarma Landsvirkjun

Umsækjandi: Gerður Stefánsdóttir

Apríl 2014


テ《byrgi


Umsókn um starf verkefnisstjóra með áherslu á umhverfismál jarðvarma Starf verkefnisstjóra og áherslur þess hljómar sem áhugavert, skapandi og metnaðarfullt starf þar sem þekking mín og kraftar myndu nýtast vel. Síðustu ár hef ég unnið sem fagstjóri og verkefnastjóri umhverfisrannsókna á Veðurstofu Íslands. Áhersla hefur verið á verkefni Veðurstofunnar vegna innleiðingu laga um stjórn vatnamála (36/2011). Þar má nefna afmörkun vatnshlota, gerðargreiningu vatns og mögulega gæðaþætti er varða eðlisefna- og vatnsformfræðilega eiginleika vatns. Veðurstofan hefur einnig annast þróun og uppsetningu upplýsingakerfis stjórnar vatnamála, skipulag verkefna og samningagerð. Auk stjórnar vatnamála hefur áhersla verið lögð á styrkingu verkferla vegna efnavöktunar í andrúmslofti. Verkferlarnir fengu í framhaldinu gæðavottun árið 2013. Á tímabilinu hef ég unnið að umsögnum Veðurstofunnar vegna umhverfismats, skiplagsáætlana sem og laga og reglugerða á fagsviði stofnunarinnar. Menntun mín er B.S í líffræði frá HÍ og Cand. Scient. í örveruvistfræði frá háskólanum í Árósum. Námið hófst með tveimur misserum með námskeiðum og síðan rúmlega tveggja ára lokaverkefni. Lokaverkefni mitt varðaði rannsóknir á áhrifum baktería á efnaferli stöðuvatna, einkanlega brennisteinsbúskap vatnavistkerfa. Að námi loknu vann ég Í rúm tíu ár við rannsóknir í vistfræði, einkum vistkerfi Mývatns. Þar má m.a. nefna áhrif dýpkunar á efnabúskap, botngróður og setflutninga vatnsins. Rannsóknaverkefnin voru fjölbreytt og tilheyrðu fjölbreyttum fagsviðum. Í ljósi þess gáfu þau afar áhugaverða innsýn og yfirsýn yfir áherslur og vægi ólíkra þátta við mat á ástandi umhverfisins. Það þurfti að sýsla margt til þess að ná endum saman í vísindaumhverfi þessa tíma. Á þessum árum vann ég jafnframt við kennslu í líffræði, efnafræði og umhverfisfræði. Auk þess að skrifa skýrslur og greinar á viðkomandi fagsviði hef ég því einnig nokkuð góða reynslu af því að koma upplýsingum á mannamál og gera þær skýrar og áhugaverðar í augum annarra en fagaðila. Vinna við mat á umhverfisáhrifum hjá Skipulagsstofnun gaf mér yfirgripsmikla og áhugaverða reynslu. Á þeim tíma var mat á umhverfisáhrifum lögbundin úrskurður og hef ég því nokkuð góða reynslu af stjórnsýslulegum ferlum. Á árunum 2000 - 2010 vann ég hjá Íslenskri erfðargreiningu. Þar öðlaðist ég ómetanlega reynslu. Starfaði ég m.a. sem gæðastjóri arfgerðargreiningar og síðar deildarstjóri þeirrar deildar. Einnig vann ég við þróun og prófun hugbúnaðar. Samhliða vinnu tók ég diplóma í Verkefnastjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Ég hef þekkingu og innsýn í rekstur fyrirtækja og góðan skilning á þeirri faglegu og rekstrarlegu heildarsýn sem þarf til þess að reka fyrirtæki. Í rekstri og samningum er nauðsynlegt að tryggja skýra afmörkun verkefna og verkhluta, skilgreina verkskil og skilaþætti með raunhæfum hætti. Helstu kostir mínir sem starfsmanns er að ég er afar verkefnamiðuð, vinnusöm og ósérhlífin. Ég er lausnarmiðuð og á auðvelt með að sjá nýja möguleika og áhugaverðar hliðar á hverju verkefni. Ég á auðvelt með að vinna að framgangi mála þar sem tekið er tillit til margra ólíkra sjónarmið og hef þor til að fylgja þeim eftir.Ég hef unnið víða um land og hef skilning á ólíkum áherslum og viðmiðum. Ég hef góða ensku og dönsku kunnáttu. Einnig á ég auðvelt með að skilja bæði ritaða og talaða norsku og sænsku. Þekking mín og reynslu gæti verið fyrirtækinu mikill styrkur á vegferð næstu ára og áhugaverð viðbót við þann góða mannauð sem þegar er til staðar hjá Landsvirkjun og þann kraft sem þar býr. Ég vonast til þess að fá tækifæri til að heyra frekar um ykkar væntingar og hvernig ég get stuðlað að því að móta þeim markmiðum farveg. Einnig væri gaman að fá tækifæri til þess að gefa frekari upplýsingar um mig, fagþekkingu mína og reynslu sem myndi nýtast í starfi verkefnastjóra hjá Landsvirkjun. Virðingarfyllst Gerður Stefánsdóttir


Hofsjรถkull, รšlfar, Mirra og Jรถkull


Upplýsingar um umsækjanda Gerður Stefánsdóttir Hlíðarási 27 220 Hafnarfjörður Tölvupóstfang: gerdurogulfar@gmail.com Sími: 895-9521

Áherslur í starfi Ég er vinnusöm og nýt þess að hafa nóg fyrir stafni, læra, skapa og hugsa út fyrir ramman. Ég tel að ferskar hugmyndir spretti í frjóum jarðvegi þar sem fagsvið skarast. Ég er manneskja frumkvæðis og samstarfs og vil að sem flestir fái notið sín í starfi. Ég hef þá trú að virðing sé sá eiginleiki sem skiptir mestu um framgang verkefna.

Fjölskylda Maki minn er Úlfar Gíslason. Synir okkar eru Stefán Hrafn Sigfússon og Ævar Örn Úlfarsson, tvær tengdadætur og eitt barnabarn, Allann Sebastian Ævarsson.

Áhugamál Áhugamálin eru mörg og varða flest hver hálendi Íslands, náttúruna og dýr. Mestur tími fer fjallgöngur, hestamennsku, hundalífið og veiðar. Ég hef einnig mikinn áhuga á tónlist, myndlist og ljósmyndavinnslu en ekki nægan tíma til að sinna þessum þáttum enn sem komið er.

Herfell, Loðmundarfirði


Hornstrandir, Bl谩s贸ley / Bl谩gresi og Brennis贸ley.


Umsagnaraðilar og fylgiskjöl I. Umsagnaraðilar Sjálfsagt er að veita upplýsingar um umsagnaraðila sé þess óskað.

II. Fylgiskjöl 1. 2. 3. 4. 5.

Ferilskrá Ritaskrá Meðmælabréf Cand. Scient. Próf, Aarhus Universitet Diploma Verkefnastjórnun, Endurmenntun HÍ

Brennisteinsútfellingar


Af Öræfajökli

Verkefnisstjori LV  
Verkefnisstjori LV  
Advertisement