Page 1

Leikskólinn Garðaborg, Bústaðavegi 81,

Unnið af börnum fædd 2004

108 Reykjavík

3. árg. maí 2010

Sími:553-9680

Leikskólinn Garðaborg Leikskólinn okkar Leikskólinn Garðaborg er Grænfána leikskóli. Við lærum um náttúruna. Katrín Inga, 5 ára

Þetta erum við að gera á Garðaborg Stóru kubbar: Þar sem börnin byggja byggingar úr stóru kubbunum, t.d. hús, mótorhjól, hest, rennibraut og margt fleira. Litlu kubbar: Krakkarnir eru að byggja með einingakubbum, þá geta þau fengið allskonar aukadót t.d. skeljar,tappa, bönd og efni til að skreyta byggingarnar Listasmiðja: Í listasmiðjunni er verið að lita, mála, klippa, líma og allskonar aukaefni. Sull: Krakkarnir fá að sulla í vaskinum. Leikið er með vatnskönnur, báta og stundum er málning sett útí vatnið. Afmælissamvera: Sá sem á afmæli fær að

koma með ávexti þegar hann á afmæli og bjóða hinum. Sunginn er afmælisöngurinn. Matartími: Nokkrir þjónar eru valdir, þeir leggja á borðið og bjóða krökkunum að borða. Krakkarnir borða matinn, sitja stillt og ganga síðan frá diskum, glösum og hnífapörunum sínum. Klósettferðir: Þau fara á klósettið og þvo sér um hendur. Úti: Krökkunum finnst mjög gaman að róla, renna sér í rennibrautinni , drullumalla, kubba úti, kríta og blása sápukúlur


2

Leikskólinn Garðaborg

Það sem er merkilegast á Garðaborg. Andrea Svandís, 6 ára:

Ásmundur Bessi, 6 ára: Veðurfræðingurinn og taflan hans, því hann er svo skemmtilegur

Græni fáninn, því hann er svo flottur

Bartek, 5 ára: Uppþvottavélin hans Mikka, af því hún er flott Ásthildur Helga, 6 ára: Skrifstofan hennar Kristínar, það er skemmtilegt að koma þangað inn og það er svo flott dót þar.

Alexander Ársæll, 5 ára: Ofninn hans Mikka, hann er svo flottur

Kristófer Snær, 5 ára: Eldavélin hans Mikka, af því mér finnst hún svo flott.


3

Leikskólinn Garðaborg

Eygló Margrét, 5 ára: Kastalinn sem er úti, af því hann er flottur og það er hægt að klifra í honum Katrín Inga, 5 ára:

Gísli, 5 ára:

Púðarnir hjá litlu krökkunum, því þeir eru skemmtilegastir

Þvottavélin og þurrkarinn, því það er flott

Guðrún Gígja, 5 ára: Ísskápurinn hans Mikka, því hann er svo stór og flottur og hann er ekki hvítur eins og allir aðrir ísskápar

Litadagar Allir mæta í rauðum fötum á rauðum degi. Gullkorn: Drengur: Ég er með ofnæmi fyrir eggjum. Stúlka: Þá er hann með eggsem.


44

Leikskólinn Garðaborg

Krakkarnir tóku viðtöl við tvo starfsmenn á Garðaborg. Fyrir valinu urðu leikskólastjórinn, Kristín, og kokkurinn okkar, hann Mikki.. Börnin ákváðu sjálf hvaða spurningar þau vildu leggja fyrir viðmælendur sína. Börnunum var skipt í tvo hópa sem skiptu viðtölunum á milli sín.

Viðtal við Kristínu leikskólastjóra Í fyrri hópnum voru Andrea Svandís, Ásmundur Bessi, Ásthildur Helga, Bartek, Katrín Inga og Sindri Björn. Þau fengu það hlutverk að semja spurningar sem þau svo lögðu fyrir Kristínu. Andrea: Af hverju ertu leikskólastjóri? Einu sinni var ég leikskólakennari inn á Vesturdeild. Svo var leikskólastjórinn, sem þá var, að hætta, svo ég ákvað að sækja um starfið. Það sóttu mjög margir um starfið um leið og ég en ég var valin til að vera nýi leikskólastjórinn á Garðaborg. Þess vegna er ég leikskólastjóri á Garðaborg. Og á ég að segja ykkur hvað ég er búinn að vera lengi leikskólastjóri? Já. Ég er búin að vera leikskólastjóri á Garðaborg í sextán ár. Sindri: Hvað gerir leikskólastjórinn? Ég þarf m.a. að sjá um að leikskólakennararnir fái launin sín. Síðan þarf ég að sjá um að það séu börn í leikskólanum, af því að ef að það væru engin börn þá væri ekkert gaman fyrir kennarana. Það eiga nefnilega að vera 54 börn á Garðaborg. Svo þarf ég að skrifa skýrslur og ég þarf líka að fylgjast með því að kennararnir séu að gera það sem þeir eiga að vera að gera. Kennararnir geta ekki bara verið alltaf í kaffi og legið í sófanum á kaffistofunni. Ásthildur: Ræður þú yfir öllum krökkunum á Garðaborg? Gera foreldrarnir það ekki? Nei, ég hef fjölmörg hlutverk en ég ræð ekki yfir ykkur. Ég get ekki sagt: Ásthildur, nú verður þú bara að leika í litlu kubbunum. Börnin nefnilega ráða dálítið miklu á Garðaborg. En ég þarf til dæmis að passa upp á að það séu kubbar hérna og að það séu keyptir litir handa krökkunum. En ég þarf ekki að ráða öllu. Bartek: Ræður þú leikskólanum alveg ein? Nei, ég ræð ekki alveg ein. Kennararnir, foreldrarnir og þið ráðið líka. En ég ræð samt ýmsu hér á leikskólanum. Katrín Inga: Af hverju þurfa krakkarnir alltaf að fara út? Af því að við, kennararnir og ég, höfum ákveðið að það sé gott fyrir börn að fara út. Þess vegna fara krakkarnir svona oft út. Svo er það líka þannig að þegar að það er ekki útivera þá verða krakkarnir stundum svolítið pirraðir, þannig að ég held að það sé mjög hollt og gott fyrir börn að fara út að leika sér.


Leikskólinn Garðaborg

5 5

Ásmundur: Af hverju ertu alltaf í pilsi? Er ég alltaf í pilsi? Jááá. (sumir kíkja undir borðið) Já, ég er í pilsi núna. Vitið þið? Mér finnst bara gaman að vera í pilsi. Það er eiginlega bara þess vegna, en leikskólastjórar þurfa samt ekkert alltaf að vera í pilsi. En þú ert oft í pilsi. Já, ég er mjög oft í pilsi. Kannski finnst þér það bara vera flott? Já, svo finnst mér það líka flott. Alveg eins og ykkur finnst flott að vera í stuttbuxum þegar að það er gott veður á sumrin.. En finnst ykkur að Böbbi ætti að vera í pilsi? Neeeiiii. Alls ekki. Hann er sko ekki stelpa.

Viðtal við Mikka kokk Í seinni hópnum voru Alexander Ársæll, Eygló Margrét, Gísli, Guðrún Gígja, Kristófer Snær og Uggi Jóhann. Þau fengu það hlutverk að tala við Mikka. Kristófer: Hvað er í matinn Mikki? Í dag er þriðjudagur og þá er soðinn fiskur. Það er alltaf soðinn fiskur á þriðjudögum. Guðrún Gígja: Hvenær verður eiginlega pizza? Gaman að því að þú skildir spyrja að þessu. Það er nefnilega pizza núna á föstudaginn (innsk. Þetta vakti gríðarlega lukku meðal krakkanna). Uggi: Ræður þú hvað er í matinn á Garðaborg? Já, ég ræð hvað er í matinn. Og jú krakkarnir fá stundum að ráða. Ég spyr stundum krakkana hvað þeir vilja að sé í matinn. Þá ráða þau. Gísli: Hver kaupir í matinn á Garðaborg? Ég kaupi allan matinn á Garðaborg. Alexander Á.: Kanntu á öll tækin eldhúsinu? Já, ég kann á öll tækin í eldhúsinu. Og ef ég kann ekki á tækin þá læri ég bara á þau. Eygló: Hvernig setur þú mjólk í kassana? Ég set mjólkina ekki í kassana heldur kaupi ég hana svona. Við þökkum Kristínu og Mikka kærlega fyrir spjallið.


66

Leikskólinn Garðaborg

Jakob bangsi fer í heimsókn til barnanna Jakob er bangsi sem við eigum öll saman. Við förum eftir stafrófsröð hver fer með hann heim. Honum fylgir bók þar sem er skrifað hvað við gerum með honum. Hann gistir 2 nætur yfir helgi. Hann fer heim með elstu börnunum. Pössum hann vel. Við gerum ýmislegt skemmtilegt með honum t.d. horfum á barnatímann, lesum fyrir hann, förum í göngutúr, förum í sund, hann fer með okkur í sumarbústað. Þegar hann kemur með okkur á mánudögum er bókin lesin fyrir alla á deildinni um það sem Jakob var að gera yfir helgina.

Útikennsla og útideild Útikennsla Við förum í ferðir. Við lærum pínulítið svona og fáum ávexti. Við förum í Hákonarlund, leikum okkur og förum í leiki. Við lærum um náttúruna. Við förum stundum í sveitaferð.

“Börnin á næsta ári mega ekki missa af strætó” “Gaman að fara í tréhúsið, hringekjuna, Ítalíu og upp á Esju.” “Það var gaman í ferðum því við fengum ávexti”


Leikskólinn Garðaborg

Öskudagur og búningagerð

Hvað gerum við á öskudaginn? Við leikum leikrit. Síðast lékum við Kardimommubæinn og það voru 13 ljón í leikritinu. Litlu börnin horfa á leikritið. Við búum til búninga úr efnum. Við klippum og mátum búningana. Mikki býr til sérstaka ávaxtahressingu í ávaxtastund.Við borðum pylsur í hádegismat.

Hvernig er að búa til búninga? Það er gaman að búa til búninga, þeir eru flottir. Svo fáum við að eiga búningana. Það er gaman að leika leikritið.

Viljið þið breyta einhverju og hafa öskudaginn öðruvísi? Við viljum hafa öskudaginn eins og hann var seinast. Það er allt skemmtilegt á öskudaginn. Okkur langar að hafa svið.

77


8

Börnin

Leikskólinn Garðaborg Bústaðavegi 81, 108 Reykjavík Sími: 553-9680 tölvupóstur: gardaborg@gardaborg.is heimasíða: gardaborg.is

Gullkorn: Börnin í elsta hóp eru á ferð um alla borg þessa dagana. Meðal annars eru þau búin að fara í Árbæjarsafn og fræðast um gömlu dagana. Þegar þau voru á ferð um Laugardalinn og komu að Þvottalaugunum spurði eitt barnið hvort þetta væri „Litla Árbæjarsafn”

sem u nnu að gerð bæklin gsins eru:

Andrea Svand ís, Alex ander Á Ásthild rsæll, ur Helg a, Ásm undur Bartek Bessi, , Eygló Margré t, Gísli Guðrún , Gígja, Katrín Inga, Kristóf er Snæ r, Sind ri Björn Uggi J , óhann

Kenna

rar sem

stoðuð Alla, G u: unna, G uðrún Rut, Bö Kristján bbi, , Róbe rt.

Maður verður að vera þægur í leikskólanum svo að kennararnir skammi mann ekki. Gullkorn: Gunna var að tala við börnin í elsta hóp sem voru að koma úr ferð og segir að það gangi ekki að fara ekki eftir því sem kennararnir segja. Þá kemur stúlka úr miðhóp, setur hendur á mjaðmir og segir: Gunna, þú varst ekki í þessari ferð!

Á alþjóðlega bangsadeginum koma börnin með bangsann sinn að heiman í leikskólann.

Leikskólinn okkar  
Leikskólinn okkar  

verkefni elstu barna