Dalvikurbyggd

Page 1

FLOKKUN TIL FRAMTÍÐAR Í Dalvíkurbyggð


Til íhugunar • Árið 2004 voru skráð hjá Sorpeyðingu Eyjafjarðar um 1.161 kg af úrgangi á íbúa í Dalvíkurbyggð. Langmest af því fór til urðunar. • 91% Íslendinga flokka úrgang til endurvinnslu: 19% gera það alltaf. 37% gera það oft. 35% gera það stundum eða sjaldan. (Úr könnun Capacent Gallup fyrir úrvinnslusjóð í sept 2008) • Endurnýting umbúða skal vera 60% til 85% á árunum 2012-2020. (Úr landsáætlun Umhverfisstofnunar) • Jólapappír Breta um síðustu jól hefði þakið alla Guernsey (Ermasundseyja) sem er 82 km2 að stærð! Hve stóra eyju skyldi jólapappír Íslendinga geta þakið? • Endurvinnsla á 20 tveggja lítra gos-

drykkjarflöskum úr plasti dugar til framleiðslu á einni meðalflíspeysu. • Urðun á hverju tonni af pappír krefst þriggja rúmmetra rýmis á urðunarstað og veldur myndun á miklum gróðurhúsalofttegundum. • Endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Þetta er álíka mikið og meðalheimili á Dalvík notar af rafmagni á hverju ári. • Það er umhverfisvænna að safna pappa og plasti frá íbúðarhúsnæði en að láta fólk skila því á grenndarstöðvar. (Vistferilsgreining fyrir plast- og pappaumbúðir í heimilissorpi á vegum Úrvinnslusjóðs, apríl 2006) • Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel. (Aristóteles)


Ávarp Bæjarstjóra

Ágætu íbúar Dalvíkurbyggðar Það er okkur væntanlega flestum ánægjuefni að nú tekur við breytt og umhverfisvænni tilhögun sorp­hirðu í Dalvíkurbyggð. Breytingarnar eru einkum þær að íbúar fá nú endurvinnslutunnu auk tunnu fyrir óflokkað heimilissorp. Sama fyrir­komulag verður í öllu sveitarfélaginu, dreifbýli og þéttbýli. Margvísleg fræðsla um flokkun og endurvinnslu verður í boði um leið og þessi nýja tilhögun tekur gildi, en margir íbúar hafa nú þegar tekið upp flokkun á sínu heimilissorpi og kunna vel til þeirra verka. Þeir hljóta að fagna tilkomu endurvinnslutunnunnar sérstaklega. Í stað núverandi vikulegrar sorphirðu í þéttbýli er gert ráð fyrir að hvert heimili verði með tvær tunnur. Endurvinnslutunnan verður losuð einu sinni í mánuði

en hin tvisvar. Breytingin felur ekki í sér kostnaðarauka fyrir íbúana. Næsta vor verður tekin ákvörðun um það hvort þriðju tunnunni verður bætt við, tunnu fyrir lífrænan úrgang, en ætla má að lífrænn úrgangur sé u.þ.b. þriðjungur þess úrgangs sem kemur frá heimilum. Þessi tilhögun er unnin og þróuð í samvinnu við Gámaþjónustu Norðurlands og er viðaukasamningur við gildandi samning og við Sorp ehf. vegna dreifbýlis. Hér er um mikilvægt framfaraskref að ræða fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar. Til hamingju með umhverfisvænni tilhögun sorphirðu.

Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.


Endurvinnslu­ tunnan Í Endurvinnslutunnuna með græna lokinu má setja eftir­ farandi flokka: Sett laust og beint í tunnuna Dagblöð og tímarit.

Skrifstofupappír, bæklingar, um­ slög og ruslpóstur. Sléttur pappi/bylgjupappi s.s. hreinir pizzukassar og morgun­ kornspakkar.

Sett í poka (helst glæra), hver flokkur fyrir sig Málmar s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum.

Fernur.

Plastumbúðir s.s. sjampóbrúsar, plastdósir og plastpokar.

Rafhlöður í sérmerktum bláum plastpokum.

Endurvinnslutunnan er losuð einu sinni í mánuði. Losunardaga má finna á „endurvinnslutunnan.is“.

Eftirfarandi fylgir Endur­vinnslu­tunnunni: Með Endurvinnslutunnunni fylgir kassi til söfnunar á pappír innanhúss, kassi og bláir pokar fyrir rafhlöður.


Almennt heimilissorp Í almennu tunnuna með gráa lokinu má setja: Allan almennan heimilisúrgang, matarleifar, kaffikorg, matarsmitaðan pappír og plast, samsettar umbúðir (áleggsbréf, ostabox, tannkremstúpur og fleira). Einnig glerílát, ryksugupoka, bleiur og dömubindi, úrgang frá gæludýrahaldi. Almenna tunnan verður losuð á tveggja vikna fresti. Sjá losunaráætlun á www.gamar.is/dalvik Mjög mikilvægt er að tunnunum verði komið fyrir sem næst lóðarmörkum við götu til að auðvelda losun.

www.ga 0200 • 4 1 4 i: Sím

mar.is

Enn fremur er nauðsynlegt að rétt sé flokkað í tunnurnar því mistök við flokkun geta skemmt heilu farmana af endurvinnsluefnum. Moka þarf snjó frá tunnum að vetrarlagi.

Sími: 41 4 0200 • www.g ama

r.is


Endurvinnslustöð Dalvíkur­byggðar Gert er ráð fyrir að heimilisfólk fari með allan stærri og grófari úrgang á endurvinnslustöð við Sandskeið. Starfsmaður á gámasvæði leiðbeinir og aðstoðar fólk við flokkun á opnunar­tíma gámasvæðis.

Til förgunar og endurvinnslu er flokkað í: Timbur. Málmar og brotajárn þ.m.t. bif­ reiðar. Garðaúrgangur. Dagblöð, tímarit og auglýsinga­ pésar.

Pappi.

Fernur.

Opnunartími er eftirfarandi: Alla virka daga frá kl: 15:00 – 19:00 Laugardaga frá 11:00 – 14:00 Sunnudaga er lokað. Áhaldahúsið tekur við afskráðum bifreiðum og gefur út skilavottorð. Skilagjald kr. 15.000.- greiðist fyrir bifreiðar skráðar eftir 1980. Önnur spilliefni en rafgeymar flokkist í sérmerkt ker á svæðinu. Lyfjaafgangar skilist til lyfjaverslana.

Kælitæki.

Hjólbarðar.

Rafgeymar. Fatnaður skilist til Rauða krossins, Gunnarsbraut 4a, Dalvík. Móttaka drykkjarvöruumbúða með skila­gjaldi: Þorsteinn Hólm, Sandskeiði 22, Dalvík.


Flokkum til framtíðar! Ábyrg, örugg endurvinnsla eru einkunnar­ orð Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar um allt land. Við notum þau til að fullvissa viðskiptavini okkar um áreiðanleika við afsetningu endurvinnsluefna og ábyrgjumst að flokkað efni frá heimilum og fyrirtækjum fari í réttan farveg til endurvinnslu. Til dæmis er innihald Endurvinnslutunnunnar handflokkað á færi­bandi og hver flokkur fyrir sig síðan

pressaður í bagga og settur í gám til útflutnings. Þaðan fara efnin síðan til endurvinnslufyrirtækja sem nýta þau í ýmiss konar framleiðslu. Ekki leikur nokkur vafi á því að kröfur um flokkun eiga enn eftir að aukast á næstu árum. Verum í fararbroddi með Gámaþjónustu Norðurlands í þeirri þróun.

Bætt umhverfi - Betri framtíð!


HÖNNUN: EINN, TVEIR OG ÞRÍR 21.538 • LJÓSMYNDIR: Hjörleifur Hjartarson • PRENTUN: LITLAPRENT

Umhverfis - og tæknisvið • Ráðhúsi • 620 Dalvík Sími: 460 4900 • Fax: 460 4901 dalvik@dalvik.is • www.dalvik.is

Fjölnisgötu 4a • 603 Akureyri Sími: 414 0200 • nordurland@gamar.is www.gamar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.