Akureyri

Page 1

ร rgangsmรกl og endurvinnsla รก Akureyri


Flokkun frá heimilum - vel gert Akureyringar!

Getum við gert enn betur?

Samkvæmt skífuritunum hér til hliðar þá er hlutfall almenns sorps annars vegar og lífræns úrgangs og endurvinnanlegra efna hins vegar nánast það sama árin 2011 og 2012. Meira en helmingur þess úrgangs sem berst í heild fer til lífrænnar meðhöndlunar eða í aðra endurvinnslu og telst það góður árangur. Akureyringar eiga miklar þakkir skildar fyrir það sem áunnist hefur við flokkun úrgangs í bænum. Vel hefur gengið um allt land að minnka urðun á lífrænum heimilis- og rekstrarúrgangi. Góður árangur við söfnun lífræns úrgangs á Akureyri skiptir þar máli og er til fyrirmyndar. Úrgangur til urðunar frá Akureyri er fluttur til Stekkjarvíkur í Húnavatnssýslu. Enn betri árangur við flokkun úrgangs mun minnka urðun og þar með spara bæði akstur og urðunargjöld. Urðun á endurvinnsluefnum er sóun á verðmætum. Urðun á hverju tonni af pappír krefst tveggja til þriggja rúmmetra rýmis á urðunarstað og myndar miklar gróðurhúsalofttegundir. Endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Þetta er álíka mikið og meðalheimili á Akureyri notar af rafmagni á hverju ári. 2

Skífuritin sýna skiptingu úrgangs árin 2011 og 2012 24.8

2011

29.3

45.9

2012

Endurvinnsla á 20 tveggja lítra gosdrykkjarflöskum úr plasti dugar til framleiðslu á einni meðal flíspeysu. Árið 1995 urðuðu Þjóðverjar úrgang sem samsvaraði 245 kg/íbúa en þrettán árum síðar árið 2008 urðuðu þeir aðeins 3 kg/íbúa. Á Íslandi var ennþá urðaður úrgangur sem samsvaraði 386 kg/íbúa árið 2011. Þetta var 68% af öllum úrgangi (Municipal waste). (Heimild Eurostat). Til samanburðar þá er þetta hlutfall mun lægra á Akureyri eða 44,7% árið 2012. Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel. (Aristóteles)


Flokkun til framtíðar Á Akureyri er löng hefð fyrir flokkun endurvinnsluefna. Áður fyrr fóru bæjarbúar með pappír og mjólkurfernur á grenndarstöðvar en járn, gler og plast var hægt að fara með á gámasvæði Akureyringa að Réttarhvammi. Haustið 2011 var ákveðið af bæjaryfirvöldum að stíga skrefið til fulls og hefja enn frekari flokkun á heimilissorpi, þ.e. að setja tvö ílát við hvert heimili þar sem lífrænum úrgangi var safnað annars vegar og hinum almenna úrgangi til urðunar hinsvegar. Grenndarstöðvum var jafnframt fjölgað fyrir endurvinnsluefnin. Árangurinn hefur verið frábær og eru Akureyringar í forustuhlutverki í flokkun úrgangs eins og sjá má nánar hér í bæklingnum. Til að vinna að sjálfbæru samfélagi þurfum við meðal annars að leggja okkar af mörkum í sorpmálum sveitarfélagsins. Fyrst og fremst þarf það að felast í aukinni vitund okkar fyrir úrgangs- og endurvinnslumálum og hvatningu og vilja til að minnka sorp. Með því getum við verið öðrum fyrirmynd. Þetta er langtímaverkefni þar sem við megum ekki slá slöku við. Við þurfum sífellt að minna á og fræða, það skiptir miklu máli. Verkefnið hefst hjá okkur sjálfum og með samstilltu átaki þar sem við öll tökum þátt setjum við sveitarfélagið okkar í forystu í málaflokknum. Það er skylda Akureyrarbæjar að leita leiða til að gera t.d. sorphirðu og orkunotkun bæjarbúa vistvæna og framsækna.

Okkur á að líða vel í því samfélagi sem við búum í og hluti af því er að skapa umhverfi sem okkur þykir fallegt og við berum virðingu fyrir. Því er mikilvægt að halda áfram þeirri góðu vinnu sem búið er að inna af hendi og skapa samfélag með sjálfbærri þróun að leiðarljósi „Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum“. Öllum þykir okkur gott að geta sest niður á fallegan grasbala eða bekk til að njóta þess sem náttúran hefur uppá að bjóða en ósjálfrátt hverfur sú notalega tilfinning sem því fylgir ef við sjáum rusl eftir síðasta gest. Kannski er þakklætið einmitt lykillinn. Við þurfum að muna, að ekkert er sjálfgefið. Muna að hreint loft og tært vatn er ekki sjálfgefið þaðan af síður hreint umhverfi. Munum að ekkert af þessu er sjálfsagt og við eigum ekki kröfu til eins né neins heldur ber að auðsýna þakklæti fyrir það sem við höfum. Með því móti er líklegt að við göngum betur um þær gjafir sem okkur eru gefnar. Berum virðingu fyrir náttúrunni, höldum jörðini okkar hreinni. Þannig getum við með stolti skilað henni afkomendum okkar til varðveislu. Hulda Stefánsdóttir, formaður Umhverfisnefndar Akureyrar. 3


Heimilissorphirða Tökum þátt í lífrænni söfnun!

Mál tunnu: Breidd: 61 cm • Dýpt: 71 cm • Hæð: 108 cm

Tilhögun sorphirðu frá heimilum á Akureyri er á þessa leið: Hvert heimili hefur tvenns konar ílát, annarsvegar fyrir óflokkaðan úrgang og hins vegar fyrir lífrænan eldhúsúrgang. Sérbýli eru með eina tunnu með sérstöku hólfi fyrir lífræna úrganginn. Fjölbýli eru með tvær gerðir sérmerktra íláta.

Umhverfisvænir pokar 4

Það er áríðandi að allur lífræni úrgangurinn fari í sérstaka poka, úr maís/kartöflusterkju, og bundið sé fyrir áður en þeir eru settir í hólfið í tunnunni sem ætlað er fyrir lífræna úrganginn eða í sérstakar tunnur. Þessir pokar eru umhverfisvænir og brotna niður í jarðgerðarferlinu ásamt innihaldinu. Hvert heimili fær allt að 150 poka á ári sem eingöngu á að nota undir lífrænan úrgang. Lítil handhæg karfa fyrir pokana fylgir til nota við söfnunina í eldhúsinu. Við viljum benda á að það er óæskilegt að setja fljótandi matarleifar t.d. súpur og þunna mjólkurafganga í pokana. Vekjum athygli á að íbúar sjá sjálfir um þrif á ílátum.

Það byrjar allt í eldhúsinu....

Myndband um lífræna söfnun. Skannaðu kóðann.


Í gráu tunnuna og hólfið má setja eftir­farandi: Í TUNNUNA

Í HÓLFIÐ

Óflokkað til urðunar

Lífrænt til moltugerðar

• Bleiur og dömubindi • Úrgangur frá gæludýrahaldi • Fataefni, léreft og sterkar þurrkur svo sem Tork • Áleggsbréf • Ostabox • Tannkrems- og áleggstúpur • Ryksugupokar • Sígarettustubbar • Sælgætis- og snakkumbúðir

• Ávextir og ávaxtahýði • Grænmeti og grænmetishýði • Egg og eggjaskurn • Kjöt- og fiskafgangar + bein • Mjöl, grjón, pizza og pasta • Brauðmeti, kex og kökur • Kaffikorgur og kaffipokar • Teblöð og tepokar • Mjólkurvörur og grautar • Pottaplöntur og blóm • Kámaðar pappírsþurrkur

Vinsamlegast komið tunnum fyrir sem næst lóðarmörkum við götu til að auðvelda aðgengi starfsmanna við losun. Miðað er við að ílát séu ekki lengra en 7 metra frá lóðarmörkum á sorphirðudegi, samanber samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað. Moka þarf snjó frá tunnum að vetrarlagi.

Sjá losunaráætlun á www.gþn.is og á www.akureyri.is Glerílátum er safnað á endurvinnslustöðvum. Fataefni og lérefti er safnað á Gámavelli í samstarfi við Plastiðjuna Bjarg. Mikilvægt er að flokkunin takist vel en með henni næst mikill umhverfislegur ávinningur. 5


Endurvinnslustöðvar Gert er ráð fyrir að íbúar fari með endurvinnsluefni á endurvinnslustöðvar á 12 stöðum á Akureyri, sjá nánar á www.akureyri.is og www.gamar.is/akureyri. Endurvinnslustöðar eru á eftirtöldum stöðum: ÞORPIÐ: Merkigil: Við spennistöð. Síðuskóli: Bílastæði við skólann. Sunnuhlíð: Sunnan verslunarmiðstöðvar. Bónus Langholti: Nyrst á bílastæði. EYRIN- BREKKAN: Glerártorg: Á bílastæði næst Þórunnarstræti. Hagkaup: Við Hjalteyrargötu. Ráðhús: Hólabraut sunnan Akureyrarvallar. Byggðavegur: Við Strax verslun. Hrísalundur: Vestan verslunarmiðstöðvar. INNBÆR: Skautahöll. NAUSTAHVERFI: Bónus: Að sunnanverðu. Naustaskóli: Austan leikskóla. 6


Endurvinnslustöðvar Þar má losa í sérmerkt ílát:

7


Gámavöllur Réttarhvammi (við Hlíðarfjallsveg)

Gert er ráð fyrir að íbúar fari með allan stærri og grófari úrgang sem fylgir heimilishaldi á gámavöll við Réttarhvamm. Það er allra hagur að íbúar vandi flokkun á svæðinu.

Sumaropnun Alla virka daga frá kl. 13–20 Laugard. og sunnud. frá kl. 13–17.

Vetraropnun Alla virka daga frá kl. 13–18. Laugard. og sunnud frá kl. 13–17. Verði breytingar á opnunartíma má sjá upplýsingar á www.gþn.is og á www.akureyri.is Starfsmaður á gámavelli leiðbeinir og aðstoðar fólk við flokkun á opnunar­tíma. Móttaka skilagjaldsumbúða: Endurvinnslan hf. Furuvöllum 11, 600 Akureyri.

8


Tekið er á móti eftirtöldum flokkum til förgunar og endurvinnslu. Bylgjupappi

Raftæki/rafeindatæki

Sléttur pappi

Kælitæki

Dagblöð og tímarit

Föt og klæði

Skrifstofupappír

Ómálað timbur

Fernur

Málað timbur

Plastílát

Nytjahlutir

Filmuplast

Óflokkað til urðunar

Rúllubaggaplast

Grófur úrgangur

Spilliefni

Gler, postulín og flísar

Rafgeymar

Grjót og jarðvegur

Rafhlöður

Garðaúrgangur

Hjólbarðar

Gras

Málmar

Lífrænt til moltugerðar

Kertaafgangar Önnur spilliefni en rafgeymar flokkist í sérmerkt ker á svæðinu. Lyfjaafgangar skilist til lyfjaverslana eða Gámaþjónustu Norðurlands Hlíðarvöllum. Rauði krossinn tekur við notuðum fötum og skóm að Viðjulundi 2.

Kertaafgöngum, fataefnum og lérefti er safnað á gámavelli í samstarfi við Plastiðjuna Bjarg. Tekið er á móti skilagjaldsumbúðum hjá Endurvinnslunni hf. Furuvöllum 11. 9


Skápalausnir • Söfnunarílát

Passar fyrir körfu

ÁSINN

TVISTURINN

ÞRISTURINN

2x10 l. á sleða + karfa Mál: 25 x 38/35 cm.

2x18 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.

2 x 14 l. + 1 x 8l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.

2 x 40 l. á vagni

2 x 60l. á vagni

2 x 90 l. á vagni

Mál: 38 x 66/66 cm.

Mál: 56 x 56/66 cm.

Mál: 84 x 56/56 cm.

Upplýsingar í síma 535

2510

KARFAN 1 x 8 l. fyrir lífræna söfnun. Passar með Ásnum og Fjarkanum Mál: 18 x 22/22

10

Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður Sími 535 2510 • soludeild@gamar.is • www.gamar.is


Hugsum til framtíðar og flokkum Ábyrg og örugg endurvinnsla eru einkunnarorð Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar um allt land. Við notum þau til að fullvissa viðskiptavini okkar um áreiðanleika við afsetningu endurvinnsluefna og ábyrgjumst að flokkað efni frá heimilum og fyrirtækjum fari í réttan farveg til endurvinnslu.

Löng hefð er á Akureyri fyrir flokkun endurvinnsluefna frá öðrum úrgangi. Akureyringar voru fyrstir manna á landinu til að safna pappír í grenndargáma. Ekki leikur nokkur vafi á því að kröfur um flokkun eiga enn eftir að aukast á næstu árum. Verum í fararbroddi með Gámaþjónustu Norðurlands í þeirri þróun.

BÆTT UMHVERFI - BETRI FRAMTÍ‹

Endurvinnslutunnan Fernur Pappi

Rafhlöður

7 flokkar í sömu tunnu!

Pappír

Málmar

Dagblöð/ tímarit

Plastumbúðir

Nokkrar GÓÐAR ástæður fyrir að fá sér Endurvinnslutunnuna: • Umhverfisvæn lausn • Góð ódýr þjónusta • Sparar þér sporin • 7 flokkar í sömu tunnu • Ábyrg, örugg endurvinnsla Kynnið ykkur allt um Endurvinnslutunnuna á endurvinnslutunnan.is

Hlíðarvöllum við Hlíðarfjallsveg • 603 Akureyri • Sími: 414 0200 • nordurland@gamar.is • www.gamar.is

11


Setjum umhverfið í fyrsta sæti

Framkvæmdamiðstöð Rangárvöllum 600 Akureyri • Sími: 460 1200 Framkvæmdadeild Geislagötu 9 600 Akureyri • Sími: 460 1000 www.akureyri.is

Hlíðarvöllum við Hlíðarfjallsveg • 603 Akureyri Sími: 414 0200 • nordurland@gamar.is www.gþn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.