Page 1

VEGANÚAR Föstudagur 13. janúar 2017

Engar dýraafurðir í veganúar

E-EFNI SEM GRÆNKERAR ÆTTU AÐ FORÐAST

DÝRAAFURÐIR Í SNYRTIVÖRUM

Veganúar er nú í fullum gangi hér á landi annað árið í röð. Fjöldi fólks tekur þátt í þessu átaki með því að neyta ekki dýraafurða og fylgja jafnvel alveg vegan lífsstíl þennan fyrsta mánuð ársins. Sumir halda lífsstílnum áfram meðan aðrir hverfa aftur til fyrir neysluvenja í upphafi febrúar, meðvitaðri um uppruna fæðu sinnar. Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti ­vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Mynd | Getty

TÖFRANDI TABOULEH

AQUAFABA ER MÁLIÐ

Vegan marens og vegan mæjónes


2 VEGANÚAR

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

Töfrandi tabbouleh

Í Bike Cave færðu úrval vegan-borgara og Bike Cave vegan-sósur af ýmsu tagi. Alltaf góður matur á frábæru verði.

Tabbouleh er klassískur réttur frá Mið-Austurlöndum. Svo skemmtilega vill til að hann er vegan og ákaflega gómsætur. Klassískt tabbouleh inniheldur tómata, steinselju, bulgur, myntu og lauk auk ólívuolíu og sítrónusafa. En það má leika sér með hráefnið eftir því hvað finnst í eldhúsinu hverju sinni en myntunni, tómötunum og sítrónusafanum verður eiginlega að halda inni til þess að rétturinn haldi einkennum sínum. Stundum er kús kús eða kínóa notað í stað bulgur og er það vel. Hér er uppskrift að ljómandi góðu og fljótlegu tabbouleh.

Tabbouleh fyrir 4 100 g bulgur 150 g þroskaðir tómatar, smátt saxaðir ½ paprika, skorin í litla bita 1 rauðlaukur, skorinn smátt 4 msk. sítrónusafi 2 msk. ólívuolía handfylli steinselja, helst flatlaufa, söxuð handfylli fersk mynta, söxuð salt og pipar eftir smekk

• Skolið bulgurið og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum. • Kælið það lítið eitt áður en þið blandið því saman við restina af hráefninu. • Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti.

Einarsnes 36, 101 Rvk. - Hafnarborg, Strandgötu 24 í Hafnarfirði, 220 Hfj.

Dýraafurðir í ­snyrtivörum Vegan snyrtivörur innihalda engin efni úr dýrum eða afurðum þeirra og langsamlega flestir telja einnig innan flokksins vörur sem ekki hafa verið prófaðar á dýrum. Þær þurfa þó vitaskuld að uppfylla fyrrnefndu skilyrðin líka. Efni sem gjarnan eru notuð í snyrtivörur og eru ekki vegan eru til dæmis:

Lanólín Ein algengasta dýraafurðin í snyrtivörum, kemur úr fitukirtlum kinda og unnið úr ­ullinni.

VEGAN-

PAKKINN ER MÆTTUR www.eldumrett.is

Kollagen Mjög algengt í hrukkukremum, vanalega unnið úr brjóski. Kólesteról Oft notað í augnkrem til dæmis, unnið úr fitu spendýra. Keratin Algengt efni í hárvörum, er unnið úr húð og hári spendýra,

til dæmis. Gelatín Notað í sólarvarnir, margar hárvörur og freyðiböð og baðsölt. Hunang Notað í fjölmargar húðog snyrtivörur. Býflugnavax Notað í marga varasalva og handáburði. Estrogen Unnið úr þvagi fylfullra mera og er notað í getnaðar­ varnarpillur og ýmis krem og ­ilmvötn. Guanine (CI 75170) Búið til úr hreistri af fiskum og er gjarnan notað í vörur sem glitra, t.d. augnskugga, kinnaliti og naglalökk. Listinn er ekki tæmandi. Lanólín er ein algengasta dýraafurðin í snyrtivörum.


VEGANÚAR VEGAN DAIYA PIZZUR

Stökkur glútenlaus botn, bragðgóð pizzasósa og álegg sem gerir þessar pizzur að veislu fyrir bragðlaukana.

VEGAN

Gildir til 22. janúar á meðan birgðir endast.

VEGAN

OUMPH!

ASTRID OCH APORNA

Spennandi áferð og ljúffengar kryddblöndur gera Oumph! að ljúffengri máltíð.

Álegg og ostar.

VEGAN

VEGAN

VEGAN

VEGAN

TOFUTTI

DAIYA „GRÍSK JÓGÚRT“

LÍFRÆNN KÓKOSÍS

BEN & JERRY´S

„Rjómaostur, sýrður rjómi og ricotta“.

Mjólkurlaus og án soya. Ferskju, jarðarberja og bláberja.

Mjólkurlaus, glúteinlaus og án soya. 12 bragðtegundir.

P.B & Cookies, . Coffee Caramel Fudge, Chocolate Fudge Brownie og Chunkey Monkey


6 VEGANÚAR

Grænkeragóðgæti frá Hälsans Kök Fljótlegir og bragðgóðir réttir fyrir alla.

MATARMIKIL SKÁL FYRIR GRÆNKERA

Hýðishrísgrjónasalat með Hälsans Kök grænmetisbollum, pistasíum, sveppum og sætum kartöflum

Fyrir tvo 1 Pakki Hälsans Kök grænmetisbollur 3 dl Hýðishrísgrjón 1 Sæt kartafla 10 Shiitake sveppir (eða Flúðasveppir ef hinir eru ekki til) 1-2 msk. Ólífuolía 1/2 dl Pistasíur Salt og pipar eftir smekk

Sósa 1/2 dl 1 msk 2 msk 1 msk

Ólífuolía Eplaedik Smátt skorin steinselja Sojasósa

Salt og pipar eftir smekk • Eldið hýðishrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka. • Stillið bakaraofn á 200°C. • Skerið sætu kartöfluna í litla teninga og dreifið í ofnskúffu, sáldrið yfir ólífuolíu, salti og pipar. • Hitið í ofni í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar. • Skolið og skerið sveppina, hitið olíu á steikarpönnu og steikið sveppina þar til þeir eru léttsteiktir. • Bætið þá við Hälsans Kök grænmetisbollunum og steikið þær jafnlengi og pakkinn segir til um. • Útbúið sósuna með því að blanda saman öllum innihaldsefnum og smakka til með salti og pipar eftir smekk. Blandið svo saman í skálar: hrísgrjónunum, kartöflunum, ­grænmetisbollunum og sveppunum og dreifið svo sósunni yfir allt. Verði ykkur að góðu!

Unnið í samstarfi við Ölgerðina

H

älsans Kök hefur verið til frá árinu 1986 og ávallt framleitt fjölbreytta og bragðgóða grænmetisrétti. Markmið Hälsans Kök hefur alltaf verið það sama, að búa til hollan og bragðgóðan mat fyrir neytendur sem hafa hollustu að leiðarljósi og vilja fljótlega rétti.

Vörur Hälsans Kök fást víðast í Evrópu og njóta stöðugra ­vinsælda.

Átta vörutegundir frá Hälsans Kök fást hér á landi. Öll ­vörulínan hentar grænkerum að tveimur vörum undanskildum. Hinar sex eru merktar Vegan efst í vinstra horninu á pakkningum en þær tvær sem henta ekki eru pylsurnar og papriku & ostabuffin.

Vörurnar sem Hälsans Kök býður upp á eru: Soja grillborgarar, sojasnitzel, sesam sojanaggar, ítalskar grænmetisbollur, falafel bollur, sojahakk, sojapylsur og osta & paprikubuff. Hälsans Kök hentar vel fyrir grænkera, grænmetisætur og alla þá sem vilja neyta hollrar og fljótlegrar fæðu. Réttirnir eru bragðgóðir, einfaldir í matreiðslu og

v­ insælir hjá börnum, þá sérstaklega sesam naggarnir.

Hvar fæst Hälsans Kök:

Hälsans Kök fæst í öllum helstu verslunum eins og Krónunni, ­Bónus, Hagkaup, Fjarðarkaup, ­ Víði, Nóatúni og Þinni verslun.

Nánari upplýsingar um Hälsans Kök réttina má finna á sænsku á heimasíðu þeirra:­ www.halsanskok.se


GRÆNT OG GOTT FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Grænmetisréttirnir frá Hälsans Kök eru ljúffengur og hollur valkostur sem innihalda ekki kjöt. Vörurnar hafa allar verið foreldaðar og því er bæði einfalt og fljótlegt að matreiða þær.

PIPAR\TBWA • SÍA

Taktu veganúar með trompi með Hälsans kök!

próteinríkt og Fitulítið Úrval ljúffengra rétta Hälsans Kök hefur framleitt bragðgóða og holla grænmetisrétti í yfir 46 ár. Þú færð vörurnar frá Hälsans Kök í öllum helstu verslunum.

Vörur sem innihalda egg og mjólkurvörur.


4 VEGANÚAR

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

Vandaðir og gómsætir veganvalkostir Metnaðarfullir veganborgarar á Fabrikkunni. Unnið í samstarfi við­ Hamborgarafabrikkuna

V

ið höfum alltaf verið með fjölmarga kosti fyrir grænmetisætur sem hafa til að mynda getað skipt út kjötinu á öllum borgurunum fyrir heilan Portobellosvepp sem hefur verið mjög vinsælt,“ segir ­Jóhannes Ásbjörnsson, Jói, markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar. Í haust kynnti hamborgarastaðurinn frómi síðan nýja veganvalkosti á ­matseðlinum sem hafa vakið mikla lukku enda höndum ekki kastað til við þróun þeirra. „Við tókum okkur góðan tíma í þetta, fengum til okkar flokk af fólki sem er vegan og hefur tekið mikinn þátt í þessari ­grasrótarstarfsemi sem veganisminn vissulega er. Þetta er ört stækkandi hópur sem er mjög samheldinn og vill koma því til leiðar að það séu fleiri v­ eganvalkostir á veitingastöðum. Við viljum vera hamborgarastaður allra landsmanna og viljum veita góða þjónustu. Við viljum hugsa fyrir fólk þannig að þegar fólk aðhyllist ákveðna stefnu í mat þá þarf ekki að vera viðskiptavinurinn sem er með vesenið, fólki finnst það flestu mjög leiðinlegt,“ segir Jói og leggur áherslu á að vandað hafi verið til verka þegar veganborgararnir voru hannaðir. „Við ákváðum að henda ekki bara einhverju út í skyndi eða útbúa eitthvað úr því hráefni sem við vorum með fyrir sem yrði ekkert spes, bara til að leysa málin.“

Fylgst með veganborgaranum í bígerð.

Jói segir veganborgarann ekki gefa ­upprunalega borgaranum neitt eftir. Myndir | Hari

Halda bragðpallettunni

Niðurstaðan varð sú að fjóra af vinsælustu borgurunum er hægt að panta í veganútgáfu. „Um er að ræða Ungfrú Reykjavík sem er kjúklingaborgarinn okkar, upprunalega útgáfan er með kjúklingabringu í Brioche brauði með reyktri chilisósu, sólþurrkuðu tómatmauki, osti og mangójógurtsósu. Þá tökum við út kjúklingabringuna, ostinn, mangójógúrtsósuna og brioche brauðið og setjum inn Oumph, veganost og veganmæjó og ­gerum hann þannig vegan. Svo er það Barbíkjú þar sem við tökum út nautakjötið, ostinn og Brioche brauðið og setjum inn veganost, sesambrauð og Oumph, ­sveppirnir

og barbíkjúsósan á borgaranum eru vegan,“ segir Jói en hinir tveir borgararnir sem hafa fengið veganbúning eru Aríba Salsason og Neyðarlínan. Bæði er hægt að fá veganmæjó og ­veganchilimæjó á borgarana og auðvitað er hægt að raða saman borgara eftir smekk. „Við erum auðvitað að gera það á hverjum degi en ástæðan fyrir því að við völdum þessa ­hamborgara er að okkur fannst þeir halda ­sínum karaktereinkennum best þegar búið var að skipta út ­hráefnunum fyrir veganhráefni. Þarna færðu borgara sem halda sinni ­upprunalegu bragðpallettu þrátt fyrir að vera orðnir vegan.“

Þau sem eru vegan fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð á Fabrikkunni.

Gott úrval af vegan snyrtivörum í Alenu Mattir varalitir, hárlitir og andlitsmaskar. Unnið í samstarfi við Alenu

V

egansnyrtivöruúrvalið í Alenu við Dalbraut er með því mesta hér á landi. Merkin eru þrjú og úrvalið eykst stöðugt, að sögn Heru Rúnar Ragnarsdóttur, eiganda Alenu. „Við erum með merki sem heitir Velvet 59 sem eru varalitir, augnskuggapallettur, skyggingapalletta og mattir varalitir. Sú sem er með það merki er frekar ný í bransanum þannig að vöruúrvalið er ekki mikið en það bætist reglulega í,“ segir Hera en þess má geta að Paris Manning, stofnandi Velvet 59, er aðeins 23 ára gömul og hefur frá barnæsku haft ástríðu fyrir bæði dýravernd og snyrtivörum. Manning er einnig aðdáandi kvenna á borð við Marilyn Monroe og Audrey Hepburn þannig að hún hefur lagt áherslu á að þróa

­klassískar snyrtivörur sem töfra fram hughrif klassísku stjarnanna.

Fallegt og klassískt frá Velvet 59. Mynd | Hari

Vegan hárlitir

Annað merki sem er afar vinsælt er Brite Organix en í því merki eru mattir varalitir og hárvörur, ­meðal annars ­hárlitir en veganhárlitir eru ekki á hverju strái. „Þetta eru mjög góðar vörur líka og eru lausar við öll skaðleg aukaefni. Það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum vörum enda fleiri og fleiri sem kjósa vegan lífsstíl,“ segir Hera. Brite Organix er mjög vinsælt í upprunalandinu Ástralíu þar sem það hefur mjög mikla dreifingu og fleiri og fleiri kjósa að nota vegan og „cruelty free“ hárliti. Auk tveggja fyrrnefndu ­merkjanna eru Facetox ­andlitsmaskarnir mjög vinsælir og að sögn þeirra sem

Hera Rún Ragnarsdóttir, eigandi Alenu. Mynd | Rut

Mattir varalitir eru til í ­mörgum litum frá Velvet 59. Mynd | Hari

hafa prófað a­ lger bomba ­fyrir ­húðina. „Maskinn er alveg ­lífrænn, ­cruelty-free, vegan og án parabena. Hann er fyrir allar húðtýpur og hreinsar bólur og fílapensla, jafnar út húðtóninn og minnkar svitaholur,“ segir Hera.

Facetox maskinn er cruelty-free. Mynd | Rut

Hárlitirnir frá Brite Organix eru í öllum litum. Mynd | Hari


VEGANÚAR 5

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

Nánast allt sælgæti inniheldur einhverjar dýraafurðir.

E-efni sem henta ekki grænkerum Dýraafurðir leynast víða. E-efni geta verið litarefni, rotvarnarefni eða bragðefni eða hvers kyns aukaefni í matvöru og þau eru að finna afar víða. En margir vita eflaust ekki er að sum þeirra eru búin til úr dýraafurðum og henta því ekki þeim sem eru vegan eða grænmetisætum. Sum númer eru alltaf búin til úr dýraafurðum á meðan önnur eru það í sumum tilfellum. Best er að kynna sér málið og læra að lesa innihaldslýsingar. Þau E-efni sem hægt er að ganga út frá því sem vísu að búin séu til úr dýraafurðum eru: E-120 - Efni í rauðum matarlit. Finnst í sultum, sælgæti, drykkjum og jafnvel osti. Rauði liturinn kemur úr skel skordýrs.

E-441 - Gelatín. Unnið úr húð og hófum spendýra. Sjaldnast merkt með E- númerinu lengur heldur stendur vanalega gelatín í innihaldslýsingu. Finnst í flestu hlaupi, jógúrt, sýrðum rjóma (og hentar því ekki heldur grænmetisætum), sultum og ýmsu sælgæti. E-542 - Unnið úr beinum, notað í salt og fleira til þess að það hlaupi ekki í kekki. E-631 - Bragðaukandi efni sem er nánast alltaf búið til úr fiskafurðum. E-635 - Bragðaukandi efni sem er nánast alltaf búið til úr dýraafurðum. Auk þessara efna er fjöldi E-efna sem stundum eru búin til úr dýraafurðum. Og munum – google er besti vinur grænkerans.

nÝ Hárlína frá laVera sjampó fyrir allar hárgerðir og næringar. Vegan* og lífrænt vottað

betra VerÐ

Hugsum betur um Hendurnar

með nýju Lavera handáburðunum *Ekki Gloss & Bounce sjampó og næring.

nÝtt

SOS fyrir þurra húð

nÝtt

2-in-1 fyrir hendur og naglabönd

Sölustaðir: Hagkaup Skeifunni - Hagkaup Kringlunni 1. Hæð Heilsuhúsin - Heimkaup.is

nÝtt

Anti Ageing fyrir enn meiri næringu

Vegan og lífrænt vottaðir

Fylgdu okkur á Fésbókinni Lavera – hollt fyrir húðina


8 VEGANÚAR

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

Markmið Krúsku er:

Guðrún Helga Magnúsdóttir eigandi Krúsku ásamt manni sínum, Steinari Þór Þorfinnssyni. Mynd | Hari

Heilnæmt, gott og vegan á Krúsku

Að bjóða upp á hollan og heilsusamlegan mat sem gerður er frá grunni, úr besta fáanlega hráefninu og er án allra aukaefna. Að bjóða upp á mat sem öllum líður vel af að borða og allir fá eitthvað við sitt hæfi – ekki síst grænmetisætur og þau sem eru vegan. Að minnka matarsóun. kruska.is

Veganskálin fyrir líkama og sál. Unnið í samstarfi við Krúsku

V

ið erum bara með hollan og hreinan mat og hér er allt gert frá grunni,“ segir Guðrún Helga Magnúsdóttir sem rekur veitingastaðinn Krúsku ásamt manni sínum, Steinari Þór Þorfinnssyni. Þau leggja áherslu á að bjóða upp á mat fyrir alla hópa – líka grænmetisætur og þau sem eru vegan. Starfsfólk Krúsku leggur sig fram við að koma til móts við þarfir fólks. „Á Krúsku starfar frábært starfsfólk sem auðvitað skiptir miklu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, það er alltaf til í allt og heldur staðnum gangandi af miklum krafti.“

Gómsæt Veganúar skál

Á Krúsku er alltaf nóg í boði fyrir þau sem eru vegan og nú í janúar, eða Veganúar, hefur verið bætt í. Steinar hefur þróað veganskálar sem innihalda sterkju dagsins (kartöflur eða korn) og grænmetisrétt dagsins sem er alltaf vegan. Skammturinn er hæfilega stór og á góðu verði þannig að þau sem eru að prófa sig áfram í veganismanum geta gripið sér skál og smakkað. Steinar útbjó salat að þessu þar sem fennel er ríkjandi og sýnir okkur:

VEGAN VETRARSALAT með fennel og appelsínum Salat t.d. spínat og klettasalat ferskur fennel radísur appelsínulauf koríander grænertur ristuð brauðmylsna sítrónu- og appelsínu vinaigretta

Veganskál með fennel. Mynd | Hari

VEGANGOTT með súkkulaði

Vegan döðlugott. Mynd | Hari

Fallegur staður þar sem ríkir góður andi. Mynd | Hari

Á Krúsku er allt hráefnið eins ferskt og völ er á hverju sinni og allur maturinn laus við aukaefni. Mynd | Hari

Smjörlíki eða kókosolía hrásykur kornflex döðlur dökkt súkkulaði

Brauð og hummus, dásamlega gott. Mynd | Hari


FRÁBÆR MORGUNMATUR EÐA MILLIMÁL

. TILVALIÐ Í NESTIÐ . FYRIR OG EFTIR ÆFINGU . HENTAR ÖLLUM INNIHELDUR CHIA FRÆ, ÁVEXTI OG GRÆNMETI. 1200 MG AF OMEGA 3. TREFJAOG PRÓTEINRÍKT. GLÚTEINLAUST OG VEGAN. LÍFRÆNT VOTTAÐ OG ÓERFÐABREYTT.


10 VEGANÚAR

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Vegan hárlitun á Grænu stofunni Grænkerar þurfa að hugsa út í afar margt þegar kemur að daglegu lífi. Hvort maturinn þeirra innihaldi dýraafurðir eða hvort einhver dýr hafi verið hagnýtt í fatnað eða aðra hluti sem þeir nota að staðaldri. Hárvörur er nokkuð sem flestir nota og fjölmargir lita á sér hárið en í þessar vörur eru gjarnan notuð efni sem unnin eru úr dýraafurðum. Græna stofan er hárgreiðslustofa við Óðinsgötu sem notar og selur einungis vegan hárvörur. Stofan, sem áður hét Feima, vinnur eftir græna kerfinu Grön salon sem miðar að því að vinna með efni

sem skaðlaus eru mönnum, dýrum og umhverfinu. Þess má geta að í opnunarteiti Grænu stofunnar fyrir jól var boðið upp á sódavatn sem blandað var með litum sem notaðir eru í hár – til þess að sýna fram á að það sem þú notar á líkama þinn ættirðu líka að geta innbyrt!

Eigendur Grænu ­stofunnar, Heiðrún Birna Rúnarsdóttir og Sigríður Kristjáns­dóttir.

Með aquafaba saknar enginn eggja Veganmæjó og marens.

Galdurinn við ferskt hráefni Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk!

Hverjum hefði dottið í hug að safinn af kjúklingabaunum væri dýrmætur sem gull fyrir grænkera og aðra sælkera? Hann er það nefnilega og vegan fólki hrýs hugur yfir öllum þeim lítrum af þessum stórkostlega safa sem

fer og hefur farið ofan í vaskinn gegnum tíðina. Aquafaba kallast þessi vökvi sem getur umbreyst í dásamlegt góðgæti með smávegis fyrirhöfn. Hægt er að gera ís, nota í staðinn fyrir egg í bakstur, gera majónes og marens, svo fátt

eitt sé nefnt. Tvennt síðarnefnda er líklega það sem oftast er gert úr aquafaba, hér eru ljómandi góðar uppskriftir að hvoru tveggja. Sannarlega þess virði að prófa.

Majónes úr aquafaba Uppskrift úr Eldhúsi ­grænkerans 3½ dl 3 msk. kjúklingabaunasafi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. eplaedik 1 tsk. dökkt síróp ½ tsk. salt ½ tsk. sinnepsduft 200 ml sólblómaolía • Setjið allt nema olíuna í þröngt ílát og blandið vel saman með töfrasprota, á hæsta hraða. Einnig má nota matvinnsluvél. • Hellið olíunni saman við í mjórri bunu, hægt og rólega þar til blandan er orðin að ljósri og þykkri sósu.

Tilboðsverð kr. 149.639,-

Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta á meðan birgðir endast

Marens úr aquafaba Uppskrift úr Eldhúsi ­grænkerans 12—14 toppar 180 ml kjúklingabaunasafi, u.þ.b. vökvinn úr 1 dós af kjúklingabaunum 200 g flórsykur eða sykur 1 tsk. vanilludropar

Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is

• Hitið ofninn í 120°C. • Hellið kjúklingabaunasafanum í hrærivélarskál og hrærið á hæstu stillingu í 3-5 mín. eða þar til vökvinn fer að þykkna. • Þegar hann er orðinn nokkuð stífur, slökkvið og bætið sykri og vanillu við. • Hrærið áfram á miklum hraða þar til blandan er orðin þykk. • Færið deigið á bökunarpappír með matskeið og bakið í 1 klst.


Glóandi Veganúar Fjöldi veganvara á frábæru tilboði. Unnið í samstarfi við Gló

G

ló er einn af stoltum styrktaraðilum Veganúar annað árið í röð. Í tilefni mánaðarins er ómótstæðilegt tilboð á vegan mat á öllum Gló stöðunum. Á Laugavegi og í Kópavogi eru grænmetisréttir dagsins á aðeins 1.499 kr. út mánuðinn en í Fákafeni og á Engjateigi er hægt að fá sérsniðna vegan skál á sama tilboðsverðinu.

Veganskálarnar aldrei vinsælli Vegan skálarnar innihalda grænmeti, staðgóðan grunn á borð við kínóa eða léttar og frískandi chili kelpnúðlur, salöt að eigin vali og ýmist grænmetisbollur, sojakjöt eða hráfæðisbollur sem próteingjafa. Í lokin er punkturinn settur yfir i-ið með dásamlegri sósu og brakandi hnetum eða fræjum.

Allir réttirnir verið veganvæddir

Grænmetisréttir dagsins geta verið af ýmsum toga en sá allra vinsælasti er spínatlasagna með pestó

og margir fastagestir bíða venjulega óþreyjufullir eftir að röðin komi að þeirri dýrð á matseðlinum. Í Veganúar er spínatlasagna mun oftar á boðstólum en aðra mánuði og auðvelt er að komast að því á www.glo.is hvaða freistingar bíða á Laugavegi og í Kópavogi. Marga daga er val um tvo grænmetisrétti dagsins og Veganúar þátttakendur geta því upplifað gamla góða valkvíðann þrátt fyrir breyttan lífsstíl! Allir grænmetisréttir á Gló hafa verið veganvæddir og það sama á við um flestar kökur og eftirrétti.

Fjöldi vegantilboða kominn í gang

Verslun Gló í Fákafeni lætur sitt ekki eftir liggja og þar standa nú sem hæst Veganúar tilboðsdagar. Fjöldi vegan nauðsynja og freistinga er þar nú á 10-50% afslætti, allt frá bætiefnum til súkkulaðis auk mikils úrvals snyrtiog hreinlætisvara. Mikið úrval er af vegan vörum í versluninni og er

Eftirfarandi VEGAN vörur verða á afslætti í Gló í Fákafeni til 20. janúar: Allar vörur frá Kiki-health, 25% afsláttur Kiki-health eru fæðubótarefni sem eru öll vegan að undanskildu Krill oil. Lífræn fæðubótaefni sem eru stútfull af náttúrulegum vítamínum og steinefnum. Í boði frá frá Kiki-health er Superfood, Chlorella, Wheatgrass, Hemp protein, Camu camu, Spirulina og MSM. Frábært úrval nauðsynlegra vítamína á afslætti B-12 spray frá Dr. Mercola og B-12 töflur frá Terra Nova, D vítamín frá Terra Nova og omega 3 frá Nuique. Simple mills kex, 30% afsláttur Möndlukex í þremur bragðtegundum; Sólþurrkaðir tómatar og basil, sjávarsalt og rósmarín og sjávarsalt. Bauch Hof pizzadeig og mjölblanda á 50% afslætti Tilboð á pítsuþurrdeigi og Mehl mix frá Bauch hof á 50% afslætti. Mehl mix er glútenfrítt hveitilíki og hentar vel til baksturs hvort sem það er á brauði eða kökum. Dr. Mercola próteinduft, 40% afsláttur af stökum skömmtum Einn til tveir skammtur eru í hverjum poka. Vegan próteinið frá Dr. Mercola er ríkt af trefjum, omega 3 og hentar vel fyrir þá sem vilja ná árangri við æfingar eða bæta próteini í mataræðið sitt.

oftar en ekki hægt að leita ráða hjá vegan starfsfólki með frábæra reynslu og þekkingu á bæði lífsstílnum og vöruvalinu. Meðal vinsælustu vegan varanna eru Pacifica húð- og förðunarvörurnar sem bæði eru vottaðar vegan og „cruelty-free“. Þær eru einstaklega vel samsettar, án skaðlegra auka- og fylliefna en eru bæði áhrifaríkar og áferðarfallegar. Maskarinn þykir einstaklega vel heppnaður og keyra margir aðdáendur hans langar leiðir til að endurnýja með reglulegu millibili. Endilega fylgist með á snapchat, sett verða inn aukatilboð og fleira skemmtilegt Gloiceland allan janúar.

Veganskálarnar innihalda -kelpnúðlur, salöt að eigin vali og ýmist grænmetisbollur, sojakjöt eða hráfæðisbollur sem próteingjafa.

Aðrar vörur sem verða meðal annars á tilboði eru: • So Delicious kókosmjólk með súkkulaðibragði -20% • Califa kaffidrykkir -15% • Purely Elizabeth múslí og morgunkorn -20% • Kombucha, allar tegundir -15% • Beanitos tortillaflögur -25% • Endagered Species súkkulaði -30% • McDougalls tilbúnar súpur -20% • Fig Food Co tilbúnar súpur -25% • Vegan Worcestershire sósa -15% • Sky Valley sósur, allar tegundir -25% • Miyoko's Double Cream Cheese -20% • Justin's Peanutbutter Cups 2 stk í pakka -15% • Complete Cookie allar tegundir -20%

Í Veganúar er spínatlasagna mun oftar á boðstólum en aðra mánuði.

Úrval veganvara í Gló er með því mesta sem gerist.

Vegan 13 01 2017  

News, iceland, Fréttatíminn, Vegan

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you