Page 1

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Laugardagur 14. janúar 2017

Mynd | Shutterstock

Fyrirtæki axli ábyrgð

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki láta sig samfélagsábyrgð sína varða. Hugsunarhátturinn hefur breyst frá því að einblína á gróðann í að huga að því hvernig fyrirtæki skapa tekjur sínar.

auðveldar smásendingar Eimskip býður einfaldari verðlagningu og meðhöndlun fyrir smærri sendingar í innflutningi frá Evrópu og Bandaríkjunum. Nú fjölgar rúmmetrunum um 40%. Ef þú ert með sendingu undir 1.200 kg og 3,5 rúmmetrum þá er eBOX lausnin fyrir þig. Á ebox.is er hægt að að reikna út heildarverð fyrir flutninginn á einfaldan hátt. Kynntu þér málið á ebox.is

þyngd undir 1.200 kg

allt að 3,5 rúmmetrar

hratt og örugglega

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is


2 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Fyrirtækin axli ábyrgð á ­afleiðingum af ­rekstri sínum Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, ­segir að fyrirtæki séu farin að huga meira að því hvernig þau skapa tekjur í stað þess að ­einblína á gróðann.

Skinnfiskur ehf. | Hafnargata 4a | 245 Sandgerði | www.skinnfiskur.is

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, segir að íslensk fyrirtæki hafi að mörgu leyti staðið sig vel varðandi samfélagsábyrgð sína en alltaf sé hægt að gera betur. Mynd | Hari

S

amfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er málefni sem alltaf hefur verið til en hefur verið meira og meira í umræðunni á undanförnum árum,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill hefur verið framkvæmdastjóri Festu í fjögur ár en hann er jafnframt stundakennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík. Hann er fyrst spurður að því hvað samfélagsábyrgð fyrirtækja sé. „Með einföldum hætti má segja að samfélagsábyrgð fyrirtækja snúist um það að fyrirtækin axli ábyrgð á afleiðingum af rekstri sínum. Taki ábyrgð á afleiðingum af rekstrinum á umhverfið og náttúruna og samfélagið, það er að segja fólk,“ segir Ketill. Hann segir að öll fyrirtæki hafi áhrif. Þau áhrif eigi til að mynda við um hliðaráhrif eins og þau að nota vegi. „Í einhverjum tilvikum menga þau og skilja þannig eftir áhrif. Þetta snýst mikið um það að fyrirtæki hugsi ekki bara um að græða peninga fyrir eigendurna heldur líka um hvaða áhrif reksturinn hefur á samfélagið sem þau starfa í.“ Ketill segir að samfélagsábyrgð fyrirtækja sé í raun regnhlífarhugtak um marga þætti. Samfélagsábyrgðin snúi að umhverfismálum, samfélagsmálum – hvernig komið sé fram við starfsfólk og mannréttindamálum – að nærsamfélaginu og að vörum

Ísland er mjög framarlega þegar kemur að jafnfréttismálum kynjanna en við erum samt sammála um að þurfum að gera enn betur.

og þjónustu fyrirtækja – eru þau ábyrg og örugg og er nokkuð verið að svína eða svindla á neytendum? „Það sem er sérstakt við hugmyndafræðina á bak við samfélagsábyrgð fyrirtækja er að hún fjallar bæði um málefni sem tekið er á í lögum en líka málefni sem ekki er búið að setja lög og reglur um. Þetta er tengt umræðu um siðferði, hvernig er rétt að koma fram. Á Íslandi var umræðan á árunum fyrir hrun þannig að það fyrsta sem kom upp í hug þegar rætt var um samfélagsábyrgð fyrirtækja voru styrkir til góðgerðarmála. Menn létu sem þeir væru rosa góðir af því þeir gáfu til góðgerðarmála. Þá var ekki verið að huga að starfseminni sjálfri. Undanfarið hefur þetta snúist meira yfir í það að fyrirtækin huga að því hvernig þau skapa tekjurnar, ekki hvernig þau eyða peningunum sem þau afla. Heldur hvernig þau fara að því að starfa.

Það er verið að reyna að skilgreina árangur fyrirtækja upp á nýtt. Í stað þess að mæla bara í krónum og aurum er árangur fyrirtækja líka mældur í þeim áhrifum sem þau hafa á náttúru og samfélagið.“ Hvernig er staðan á Íslandi? „Íslensk fyrirtæki hafa að mörgu leyti staðið sig vel en það er að ýmsu að huga og alltaf hægt að gera betur. Til dæmis í umhverfismálum. Við búum við það að getað notað endurnýtanlega orku og erum með mikið af ómengandi starfsemi. En við erum samt sem áður alltaf að sjá það betur og betur að við þurfum að fara afar vel með þessar náttúruauðlindir. Þetta er ekki sjálfgefið. Svo kemur að þessum félagslegu þáttum. Ísland er mjög framarlega þegar kemur að jafnfréttismálum kynjanna en við erum samt sammála um að þurfum að gera enn betur. Dæmi um áhrifin eru að í vikunni fengum við nýja ríkisstjórn og það fyrsta sem nýr félagsmálaráðherra talar um er jafnlaunavottun. Það er gott dæmi um samfélagsábyrgð.“ Á þessu ári verður stór breyting hér á landi þegar í fyrsta skipti reynir á ný ársreikningalög sem skikkar fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri til að gefa út samfélagsskýrslu árlega. „Þá munu félög fjalla um áhrif sín á umhverfið og samfélagið í ársskýrslum sínum. Þetta verður í fyrsta skipti í ársskýrslunum sem koma á næstu mánuðum. Þetta verða miklar breytingar.“

Ferðaþjónusta til sóma Söguleg yfirlýsing 270 fyrirtækja um ábyrga ferðaþjónustu. Ferðamenn sem koma til Íslands eru að leita að óspilltri náttúru, öruggu umhverfi og jákvæðri upplifun. Langflestir eru ánægðir þegar þeir snúa aftur heim á leið, með stjörnur í augum yfir náttúrufegurð landsins og yfir sig hrifnir af gestrisni og vinsemd Íslendinga. Þó eru dæmi um að ferðaþjónustuaðilar beri ekki virðingu fyrir viðkvæmri náttúru, tefli öryggi ferðamanna í hættu, brjóti á starfsfólki eða noti ferðamannastaði heimamanna án þess að þar verði eftir neinn virðisauki. Þessi dæmi um óábyrgu svörtu sauðina koma óorði á Ísland sem ferðamannastað valda skaða. Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu var staðfest af forsvarsfólki yfir 270 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík þann 10. janúar að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem

er verndari verkefnisins. Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Áhersluþættirnir eru: 1. Ganga vel um og virða náttúruna. 2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi. 3. Virða réttindi starfsfólks. 4. Hafa jákvæði áhrif á nærsamfélagið.

Fyrirtækin þurfa að setja sér markmið um þessa þætti, mæla árangurinn og birta hann reglulega. Þeim býðst í kjölfarið að taka þátt í fræðsludagskrá allt þetta ár þar sem gefin eru hagnýt ráð til að setja fram markmið og aðgerðir um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Fyrirtæki af öllum stærðum geta tekið þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu. Lítið fjórhjólafyrirtæki getur sett sér markmið um að aka ekki utan slóða á viðkvæmum jarðvegi, fara ekki af stað með ferðamenn í norðurljósaferð ef veður er tvísýnt eða þungskýjað, greiða starfsfólki fyrir allt vinnuframlag þess og taka þátt í árlegum hreinsunardegi í fjörunni í nálægð þar sem ekið er með ferðamenn, eða styðja við stefnumótun í bæjarfélaginu og sýna þannig ábyrgð í nærsamfélaginu.


MINNA KOLEFNISSPOR Í ÁTT AÐ GRÆNNI FRAMTÍÐ Á nýliðnu ári varð fullgilding íslenska ríkisins á loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulaginu, að veruleika. Með því er stigið stórt skref í átt að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda en það markmið er sameiginlegt viðfangsefni ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Sem stærsti umbúðaframleiðandi landsins mun Oddi leggja sitt lóð á vogarskálarnar og við höfum þegar náð umtalsverðum árangri. Þannig skilja framleiðsluvörur Odda eftir sig talsvert minna kolefnisspor en vörur frá helstu samkeppnislöndum.* Þetta er meðal annars vegna þess að í okkar framleiðslu eru eingöngu notaðir endurnýjanlegir orkugjafar öfugt við innfluttar vörur sem auk þess eru fluttar um langan veg til landsins með tilheyrandi kolefnisspori. Við ætlum að halda ótrauð áfram og gera enn betur í umhverfismálum á komandi árum. Nú ríður á að allir hagsmunaaðilar standi saman og leggi sitt af mörkum. Saman getum við náð árangri og gert heiminn betri fyrir okkur öll.

ÁRNASYNIR

Oddi, pappakassar - 477 kg CO2 ígildi per tonn

Kína, pappakassar - 923 kg CO2 ígildi per tonn

*Skýrsla EFLU verkfræðistofu, okt. 2016

Hvernig getum við aðstoðað þig? Hafðu samband við viðskiptastjóra í síma 515 5000 og kynntu þér málið.

www.oddi.is


4 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Dettifoss í Sundahöfn.

Eimskip og samfélagið – órjúfanleg heild Samfélagsábyrgð spilar stóran þátt í starfsemi Eimskips og byggir á gildum félagsins. Unnið í samstarfi við Eimskip

Á

undanförnum árum hefur Eimskip tekið aukinn þátt í samfélags- og umhverfismálum og er í fararbroddi er varðar samfélagslega ábyrgð. Allt frá stofnun Eimskipafélagsins árið 1914 hefur félagið látið samfélagsmál til sín taka. Áherslur í samfélagsmálum hafa tekið breytingum í gegnum áratugina og tekið mið af þeim aðstæðum og þekkingu sem verið hefur til staðar á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að um það leyti sem félagið var stofnað var það mikilvægt samfélagslegt mál fyrir Íslendinga að öðlast sjálfstæði. Stofnendur Eimskipafélagsins og þjóðin öll vissu að án tryggra samgangna til og frá landinu væri borin von að eyland eins og Ísland gæti staðið á eigin fótum og landið yrði alltaf undir ákvörðunarvaldi annarra þjóða. Með stofnun Eimskips gátu Íslendingar loks valið þær þjóðir sem þeir vildu vera í viðskiptum við, sem leiddi af sér aukið frelsi og þróun samfélagsins. Eimskip skilgreinir samfélagið sem einn af haghöfum félagsins. Samfélagsábyrgð félagsins spilar stóran þátt í starfseminni og byggir á gildum félagsins, en umhverfismál eru þar mikilvægur þáttur. Samfélagsábyrgðin tekur bæði á siðferðilegum viðmiðum í viðskiptum og þeirri almennu ábyrgð sem félagið axlar í því samfélagi sem það starfar í hverju landi fyrir sig. Á undanförnum árum hefur

Eimskip tekið aukinn þátt í samfélags- og umhverfismálum, enda hafa rannsóknir sem liggja fyrir í þeim efnum bent til þess að mikilvægt sé að samfélög og fyrirtæki lyfti grettistaki til að spyrna við þeirri þróun sem orðið hefur í umhverfismálum á undanförnum áratugum. Eimskip var með fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að setja sér stefnu í umhverfismálum árið 1991 og gengur umhverfisstefnan út á það að bera virðingu fyrir umhverfinu og leitast við að lágmarka skaðsemi rekstrarins á umhverfið. Umhverfisvernd og -vitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins. Eimskip leggur áherslu á að vinna eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma, leggur sig fram um að kynna sér og innleiða allar þær reglur sem gilda í þeim 19 löndum þar sem félagið starfar og virðir alþjóðasamþykktir sem lúta að rekstri félagsins, hvort sem er á sjó eða landi. Í gildi eru til dæmis alþjóðareglur um brennslu svartolíu á vissum hafsvæðum við strendur þjóðríkja. Þar má ekki brenna svartolíu heldur verður að brenna olíu sem mengar minna og er umhverfisvænni. Eimskip hefur í mörg ár þar á undan unnið að verkefni með Marorku við að finna leiðir til að brenna minni olíu í skipum sínum. Í því samhengi hefur félagið látið koma fyrir sérstökum mælibúnaði frá Marorku í skipunum og hefur búnaðurinn, ásamt áherslu á að beita sem hagkvæmustu lagi við að sigla skipunum á hverjum tíma, leitt til þess að verulega

Eitt af LNG skipum sem líklega verða komin í notkun hjá félaginu á árinu.

hefur dregið úr olíunotkun þeirra. Eimskip hefur lagt áherslu að vera leiðandi í því að innleiða nýja tækni í þessum tilgangi og bíður ekki eftir því að reglur eða lög séu sett um innleiðingu á nýrri tækni. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi flokkar Eimskip úrgang og leggur áherslu að það sé gert á öllum starfsstöðvum félagsins. Unnið er að því að auka enn frekar magn endurvinnanlegs úrgangs hjá félaginu og auka ábyrgð starfsmanna á þeim úrgangi og sóun sem að þeim snýr. Eimskip undirritaði yfirlýsingu um markmið í loftslagsmál-

um í nóvember 2015 og hefur frá þeim tíma lagt áherslu á að setja fram markmið og mælingar í umhverfismálum. Félagið mun frá og með árinu 2017 birta mælingar á vistspori félagsins í samræmi við loftslagsyfirlýsinguna og sett verður upp reiknivél kolefnisspors fyrir viðskiptavini til að koma til móts við þarfir markaðarins. Nú í byrjun ársins var félagið eitt af fjölmörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem undirritaði sameiginlega yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Menn gætu spurt sig að því hvers vegna Eimskip tekur þátt í slíku verkefni

tengdu ferðaþjónustu, en Eimskip rekur í dag ferjurnar Herjólf og Baldur, ásamt því að reka skemmtisiglingaskipið Særúnu sem siglir um Breiðafjörð. Að auki sinnir Eimskip móttöku flestra skemmtiferðaskipa sem koma til landsins á ári hverju í gegnum dótturfélög sín hér á landi. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni sem hefur þann tilgang að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 5

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið, en boðið verður upp á stuðning og fræðslu um hagnýtar leiðir að ábyrgri ferðaþjónustu. Eimskip hefur í gegnum árin fylgst mjög náið með þróun nýrra orkugjafa til að knýja skipa- og bílaflota félagsins. Nú þegar hefur verið tekinn í notkun nokkur fjöldi rafmagnsbíla hjá félaginu til að sinna þörfum þess á höfuðborgarsvæðinu. Undir lok síðasta árs skrifaði Eimskip undir samning um kaup á norsku skipafélagi sem hefur yfir að ráða skipum sem eru knúin fljótandi gasi (LNG) og eru mun umhverfisvænni en olíuknúin skip. Ef kaupin á norska félaginu ganga eftir, að fengnu samþykki norskra samkeppnisyfirvalda, verða þetta umhverfisvænstu skip í flota íslenskt félags. Umferð á vegum mengar mikið og er slítandi fyrir vegi. Árið 2014 hóf Eimskip að sigla til fleiri hafna á Íslandi til að auka þjónustu við viðskiptavini, draga úr umferð á vegum og flytja þungavöru af vegum yfir á sjó. Þessi breyting hefur gefist vel. Þegar umhverfismál eru skoðuð út frá hagkvæmni kemur oftar en ekki í ljós að það er hagur allra að vinna á sem umhverfisvænstan hátt. Fyrirtækin og samfélagið hagnast á því. Forvarnarstarf verður að teljast eitthvað það mikilvægasta sem fyrirtæki geta tekið þátt í þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og hefur Eimskip í gegnum árin lagt áherslu á forvarnarstarf í sínum samfélagsverkefnum. Félagið hefur frá árinu 2004 átt í samstarfi við Kiwanis á Íslandi um að gefa öllum sex ára börnum reiðhjólahjálma til að auka öryggi þeirra. Þessi gjöf hefur á þeim tíma sem verkefnið hefur verið í gangi margsinnis sannað gildi sitt og mikilvægi þess að nota hjálm, hvort sem er á hjólum eða á hættulegum vinnusvæðum. Á hverju ári hefur reiðhjólahjálmur bjargað barni frá alvarlegum

Með tækni frá Marorku má draga úr útblæstri og brennslu olíu.

meiðslum. Eimskip og starfsmenn þess eru afar stoltir af því að taka þátt í verkefni sem ber svo ríkulegan ávöxt. Það lætur nærri að Eimskip og Kiwanis hafi fært um 60 þúsund börnum hjálma frá því verkefnið hóf göngu sína. Eimskip var heiðrað af alþjóðlegu Kiwanishreyfingunni fyrir þetta framtak sitt og hlaut alþjóðlegu nafnbótina Samfélagsfyrirtæki ársins árið 2013. Forvarnir eru einnig stór þáttur í starfsemi Eimskips. Á stórum vinnustað leynast oft hættur og því afar mikilvægt að starfsmenn séu upplýstir og meðvitaðir um þær og að þeir kunni rétt viðbrögð við slysum. Mikil-

vægur þáttur í þessari fræðslu er kennsla í notkun á öryggisbúnaði. Íþróttastarf er mikilvægur þáttur í forvörnum. Eimskip er einn stærsti einstaki stuðningsaðli íþrótta á Íslandi. Eimskip hefur með stuðningi sínum við íþróttastarf ávallt lagt á það ríka áherslu að stuðningur félagsins renni til uppbyggingar á barna- og unglingastarfi félaganna. Það er afar mikilvægt að börn og unglingar finni sig snemma í áhugamálum sínum og með því má koma í veg fyrir að þau leiðist út í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Fíkniefni eru einhver mesta ógn sem stafar að

s­ amfélagi ­okkar og með samstarfi við íþróttafélög, ásamt því að vinna náið með tollayfirvöldum og lögreglu til að koma í veg fyrir að fíkniefni berist sjóleiðina til landsins, vonast Eimskip til þess að það setji þunga sinn á vogarskálina í baráttunni. Svo fleiri dæmi séu tekin þá hefur Eimskip styrkt starfsemi Rauða krossins á Íslandi frá árinu 2009 með samstarfssamningi á sviði fatasöfnunar og flutninga á fatnaði til landa sem á þurfa að halda. Með fatasöfnuninni er endurnýting verðmæta höfð að leiðarljósi um leið og stutt er við gott málefni. Þá hefur Eimskip um

margra ára skeið styrkt Skógrækt ríkisins til að stuðla að frekari skógrækt í landinu og Slysavarnaskóla sjómanna til fræðslu til að draga úr slysum og auka öryggi á sjó. Á komandi árum verða æ fleiri verkefni og áskoranir sem takast þarf á við í samfélags- og umhverfismálum, en það er skylda fyrirtækja að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. Samfélags- og umhverfismálin eru langtíma­ verkefni sem unnið verður að um ókomna tíð hjá félaginu og mun Eimskip áfram leggja sig fram um að vera í fararbroddi er varðar samfélagslega ábyrgð.

Eimskip styður við starfsemi Rauða krossins. Forvarnir eru mikilvægar, 60.000 börn hafa fengið hjálma frá Kiwanis og Eimskip.


6 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

„Hjá okkur í Svartsengi og á Reykjanesi eru nýttir sjö auðlindastraumar sem falla til við framleiðslu rafmagns og heits vatns. Auðlindin er dýrmæt og því mikilvægt að við nýtum hana af ábyrgð, alúð og skynsemi og sóum engu,“ segir Kristín Vala. Mynd | Ozzo

Samfélag án sóunar – samfélaginu til heilla Auðlindagarðurinn hvetur til frekari nýtingar á jarðhita og er einstakur á heimsvísu. Unnið í samstarfi við HS Orku.

A

uðlindagarðurinn sem byggst hefur upp í grennd við jarðvarmaver HS Orku á Suðurnesjum er einstakur á heimsvísu og boðar nýja hugsun sem hvetur til enn frekari þróunar og bættrar nýtingar á því sem jarðhitaauðlindin gefur af sér. Með Auðlindagarðinum vill HS Orka vekja fólk til umhugsunar um þær verðmætu auðlindir sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir og því falið að tryggja að endist kynslóð fram af kynslóð. Fjölnýting auðlinda styður við ábyrga nýtingu þeirra og stuðlar að sjálfbærri þróun samfélagsins,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.

Auðlindagarðurinn er einstakur

Samstarfið sem skapast hefur milli starfsmanna HS Orku og fyrirtækjanna innan garðsins er einstakt og undirstrikar sérstöðu íslenskrar jarðvarmavinnslu. Í venjulegum jarðvarmaorkuverum eru einn eða tveir auðlindastraumar nýttir, þ.e. heitt vatn og rafmagn. „Hjá okkur í Svartsengi og á Reykjanesi eru nýttir sjö auðlindastraumar sem falla til við framleiðslu rafmagns og heits vatns. Auðlindin er dýrmæt og því mikilvægt að við nýtum hana af ábyrgð, alúð og skynsemi og sóum engu,“ segir Kristín Vala. Fyrirtæki Auðlindagarðsins eru ólík en það er margt sem sameinar þau. Þau hófu til að mynda flest

starfsemi sína sem hátæknisprotafyrirtæki og starfsemi þeirra byggir á öflugu þróunarstarfi og vísindum. „Þau nýta hvert um sig með beinum hætti tvo eða fleiri auðlindastrauma frá jarðvarmaverum HS Orku og verða því af augljósum ástæðum að vera staðsett á Suðurnesjum í grennd við jarðvarmaverin. Starfsemi Auðlindagarðsins byggist í raun upp á sameiginlegum hagsmunum fyrirtækjanna, þ.e. affall eins er hráefni fyrir annað, nálægðinni og nánu þverfaglegu samstarfi.“ Kristín bendir á að markmið Auðlindagarðsins sé „Samfélag án sóunar“, að nýta beri alla þá auðlindastrauma sem streyma inn í og frá fyrirtækjum garðsins til fulls og á sem ábyrgastan hátt, samfélaginu til framþróunar og heilla. Virkjun jarðhita á Suðurnesjum leggur því til hráefni í fjölþætta framleiðslu. Starfsemi Auðlindagarðsins einkennist af rannsóknum, þróun og nýsköpun og er öflugt verkfæri sem stuðlar að sjálfbærri þróun samfélagins. Hluti af starfsemi Auðlindagarðsins er að fylgjast með og skapa vettvang fyrir vísindi og tækniþróun svo að nýta megi betur auðlindastraumana og skapa þannig vettvang fyrir samvinnu fyrirtækja í ólíkum greinum og með ólíkan bakgrunn. Auðlindagarðurinn er öflugt og ört stækkandi frumkvöðlasetur. „Annað sérkenni Auðlindagarðsins er að hann er eina frumkvöðlaþyrpingin sem vitað er um að hafi byggst upp í kringum jarðvarma. Jákvæð áhrif

­ essarar þyrpingar má sjá víða þ í samfélaginu eins og efnahagsgreining Gamma hefur leitt í ljós. Einna helst ber að nefna að árið 2016 voru tæplega 900 heilsárs stöðugildi í Auðlindagarðinum og er rétt að geta þess í samhengi að starfsmenn HS Orku eru 60. Efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins eru því mikil á svæðinu. Flest fyrirtæki innan Auðlindagarðsins eiga það sameiginlegt að selja afurðir með einum eða öðrum hætti til erlendra aðila og því telst meirihluti tekna Auðlindagarðsins til gjaldeyristekna. Laun hjá fyrirtækjum Auðlindagarðsins eru að jafnaði 25% hærri en annarsstaðar á Suðurnesjunum sem líklega má rekja til framleiðni fyrirtækja Auðlindagarðsins,“ segir Kristín Vala. „Fyrirtækin í Auðlindagarðinum hafa á síðustu árum gegnt stóru hlutverki í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjunum og skapast hefur fjöldi vel launaðra starfa fyrir fólk með fjölbreytta menntun. Þá sækja fyrirtækin mikla þjónustu til sveitarfélaga á Suðurnesjum og afleidd störf tengd starfseminni eru áætluð á annað þúsund. Fjölþætt nýting auðlinda stuðlar því beint að uppbyggingu og þróun samfélagsins og við erum stolt af þessari uppbyggingu sem hefur orðið hér á Reykjanesi,“ segir hún.

Framtíðin er björt

Kristín Vala segir að þrátt fyrir mikinn vöxt í Auðlindagarðinum séu auðlindastraumar frá starfsemi HS Orku hvergi nærri fullnýttir. „Um þessar mundir er verið að þróa aðferð til að einangra

Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku, segir að markmið ­Auðlindagarðsins sé að nýta alla þá auðlindastrauma sem streyma inn í og frá fyrirtækjum garðsins til fulls og á sem ábyrgastan hátt. Mynd | Hari

hreinan koltvísýring úr gufunni sem kemur úr borholunum. Þennan koltvísýring má svo selja og um leið minnka innflutning.“ HS Orka vinnur markvisst að því að því að fá ný, sérhæfð fyrirtæki í garðinn sem geta nýtt þá auðlindastrauma sem í boði eru. Fleiri fjölbreytt og sérhæfð fyrirtæki sem grundvalla starfsemi sína á rannsóknum og þróun styrkja Auðlindagarðinn og þá hugsun sem starfsemi hans byggir á. Með aukinni tækni, vinnslunýtni og fjölgun fyrirtækja mun Auðlindagarðurinn vaxa og eflast á næstu

árum, Suðurnesjum og landinu öllu til hagsbóta. „Albert Albertsson hugmyndafræðingur Auðlindagarðsins hefur alla tíð kennt okkur að vera ábyrg í okkar framleiðslu og gagnvart samfélaginu, að við eigum að lifa með náttúrunni en ekki á henni. Oft er talað um að hugsa út fyrir boxið en í hugmyndafræði Alberts sem við reynum að tileinka okkur, er ekkert box, það eina sem hindrar þróun er hugmyndaflugið. Auðlindagarðurinn er afsprengi þessa hugsunarháttar“ segir Kristín Vala.


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 7

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Georg Kell, fyrrum framkvæmdarstjóri Global Compact, verður aðalræðumaður á ráðstefnu Festu í Hörpu síðar í mánuðinum.

Hröð þróun samfélagsábyrgðar Georg Kell, fyrrum framkvæmdarstjóri Global Compact Sameinuðu þjóðanna, verður aðalræðumaður á ráðstefnu Festu í Hörpu síðar í þessum mánuði.

Þ

ekking á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja hefur þróast mjög hratt á undanförnum árum út um allan heim. Segja má að sú þekkingarþróun hafi komist á verulegan skrið þegar menn fóru að reyna að mæla með tölulegum og heildstæðum hætti áhrifin sem rekstur fyrirtækja hefur á umhverfið annars vegar og hins vegar félagslega þætti. Fyrir um 25 árum síðan hófu danskir fræðimenn að reyna að mæla siðferði fyrirtækja og settu upp siðferðileg reikningsskil í þeim tilgangi. Banki á Jótlandi lenti í miklum álitshnekki vegna svika við viðskiptavini og í kjölfarið var reynt að setja honum rekstrarleg markmið um að auka traust viðskiptavina og tiltrú á að bankinn starfaði með sanngjörnum viðskiptaháttum.

ingu eða komast að sameiginlegri niðurstöðu. Á árunum upp úr aldamótum varð samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi síðan fyrst og fremst tengd því hversu dugleg þau voru til að gefa peninga til góðgerðamála. Fáum datt í hug að tengja samfélagsábyrgð við hvernig fyrirtækin sjálf voru rekin.

Gjafir mælikvarði ábyrgðar

Í tíð Kofi Annan settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar sáttmála sem kallaður er Global Compact, þar sem fyrirtæki skrifa undir og meta árlega starfsemi sína út frá 10 viðmiðum um samfélagsábyrgð. Nýlega settu Sameinuðu þjóðirnar svo fram 17 heimsmarkmið sem ætluð eru til að samræma viðmið fyrir þjóðir heims, fyrirtæki og einstak-

Á sama tíma á Íslandi var bankastjóri uppvís af því að hafa þegið boð um laxveiði frá viðskiptavini bankans og þegar gagnrýni heyrðist var viðkvæðið að siðferði væri eitthvað sem hver og einn lærði í frumbernsku, eða færi eftir tíðarandanum og ekki þýddi að ræða með rökum til að auka þekk-

Er kjarnastarfsemin ábyrgð?

Smám saman hefur þekking manna aukist á því hvernig meta má og mæla hvort fyrirtæki hafi skaðleg eða jákvæð áhrif með starfsemi sinni á náttúruna og þau samfélög sem þau starfa í. Alþjóðlegir staðlar og viðmið til að leggja mat á samfélagsábyrgð fyrirtækja hafa sprottið fram og taka nú örum breytingum eftir því sem þekkingunni og mæliaðferðum fleytir áfram.

Sameinuðu þjóðirnar

linga um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Á næstu árum má búast við að þjóðir og fyrirtæki reyni að bera saman mælingar sínar á Heimsmarkmiðunum. Það gæti haft veruleg áhrif á alþjóðavæðingu og samstarf milli landa.

Aukin þekking á Íslandi

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur undanfarin ár staðið fyrir Janúarráðstefnu í samvinnu við Samtök atvinnulífsins. Þar er nýjasta þekking á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja rædd og hagnýt dæmi frá fyrirtækjum er kynnt. Mikil og hröð þróun hefur átt sér stað í samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi á síðustu árum. Fleiri fyrirtæki en nokkru sinni áður eru að vinna með markvissum hætti í að setja sér mælanleg markmið um samfélagsábyrgð. Loftslagyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar er þar dæmi, og svo allur sá fjöldi fyrirtækja tengd ferðaþjónustu sem ætla að setja sér markmið um ábyrga ferðaþjónustu.

Frá Global Compact til Íslands

Aðalræðumaður Janúarráðstefnu Festu í ár verður Georg Kell, fyrrum framkvæmdarstjóri Global Compact Sameinuðu þjóðanna. Hann starfar

Sýna ábyrgð í verki

Hjá Endurvinnslunni hf. er horft til þess að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af rekstrinum. Unnið í samstarfi við Endurvinnsluna hf.

E

ndurvinnslan hf. var stofnuð 1989 og á þeim tíma var hlutverk hennar fyrst og fremst að losna við flöskur og dósir sem rusl í náttúrunni. Töluvert var þá um að það lægi á víð og dreif um landið. Leitast var við að endurvinna því sem var safnað. Á þessum tíma var lítið um endurvinnslu og því fékk fyrirtækið nafnið Endurvinnslan hf. Út frá þessari hugsun og nafni hefur fyrirtækið leitast við að ná árangri í umhverfismálum. Endurvinnslan hf. fékk umhverfisvottun ISO 14001 árið 2015 og þar er verið að horfa til þess að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af rekstrinum, meðal annars með því að lágmarka flutninga og endurvinna sem mest. Þannig eru allir plastpokar og pappír sem koma með efni til Endurvinnslunnar nú endurunnið. „Einnig viljum við kolefnisjafna reksturinn okkar og er það gert meðal annars með því að nota rafmagnsbíl, greiða samgöngustyrk sem gildir líka ef notaðir eru umhverfisvænir bílar, gróðursetja við Heklurætur og styðja almennt við verkefnið Hekluskóga. Starfsmenn geta einnig sótt um styrk til kolefnisbindingar. Þá verður að geta þess að umhverfisáhrif þess að endurvinna plast og ál í stað þess að til dæmis urða það eru veruleg. Miðað við alþjóðlegar mælingar er kolefnisbinding þess að endurvinna þær umbúðir samsvarandi kolefnisbindingu um 6 milljón trjáa á ári. Endurvinnslan hefur reynt að taka á samfélagslegri ábyrgð eins og önnur fyrirtæki. Árið 2013 var til

Jón Þórarinsson vinnur í Endurvinnslunni í Knarrarvogi þrjá daga í viku. Hann nýtur vinnunnar og er glaður að fá að taka til hendinni. Samstarfsmenn Jóns í Endurvinnslunni bera honum afar vel söguna og segja að hann sé mjög duglegur í vinnu. Mynd | Hari

að mynda tekin upp jafnlaunavottun VR og hugsunin með því hafi ekki einungis verið sú að greidd væru sömu laun óháð kyni, laun væri greidd án mismununar. Athygli hefur vakið að Endurvinnslan hefur nýtt sér krafta fólks sem ekki hefur getað gengið að störfum vísum á almennum vinnumarkaði. „Við höfum reynt að fá sem okkar umboðsaðila þá sem hlúa að fólki á vernduðum vinnustöðum. Sem dæmi um okkar umboðsaðila má nefna Þroskahjálp Suðurnesja, Fjöliðjuna, Plastiðjuna Bjarg og Vesturafl. Auk þeirra eru margir með starfsmenn frá vernduðum vinnustöðum eins og Skátarnir og Vestmannaeyjabær,“

en allir þessir staðir eiga það sameiginlegt að þeir einstaklingar sem þar vinna eru duglegir og samviskusamir, auk þess sem þeir eru mjög ánægðir með að vera í vinnu samfélaginu til gagns. „Þetta eru oft glöðustu starfsmenn sem þú færð í vinnu,“ segir Helgi. „Nýlega komu til vinnu tveir einstaklinga sem höfðu verið heima að spila tölvuleiki í mörg ár. Þeir voru svo spenntir að fá að mæta í vinnu að þeir sváfu ekki í margar nætur fyrir.“ Af öðrum aðilum sem nýta sér dósasöfnun í fjármögnun á sínum rekstri má nefna björgunarsveitir, íþróttafélög og RKÍ.

nú fyrir alþjóðlegan fjárfestingasjóð sem hefur þróað leiðir til að reikna saman ótal mælikvarða um samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja fyrir fjárfesta. Þeir hafa sýnt fram á að fjárfestingar í sjálfbærum verkefnum og fyrirtækjum skilar meiri ávöxtun og hefur minni áhættu í för með sér en aðrir fjárfestingakostir. Það verður spennandi að sjá hvaða

tækifæri Georg Kell telur að felist í því fyrir íslensk fyrirtæki í að innleiða samfélagsábyrgð í kjarnastarfsemi sína. Ketill Berg Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.


8 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Samstarf við kakóbændur á Fílabeinsströndinni Nói Siríus á í ábyrgu samstarfi við Cocoa Horizons, samtök sem styðja við kakóbændur með fræðslu og stuðla að betri framleiðsluháttum og bættri lífsafkomu þeirra. Unnið í samstarfi við Nóa Siríus

N

ói Siríus hefur í nærri 100 ár séð Íslendingum fyrir góðgæti á gleðistundum. Súkkulaði er aðalframleiðsla fyrirtækisins og hráefnið er að hluta innflutt frá suðrænum löndum. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa, segir að kakósmjörið sem notað er í súkkulaðið komi frá Fílabeinsströndinni. Þar á fyrirtækið í ábyrgu samstarfi við Cocoa Horizons, samtök sem hafa að markmiði að styðja við sjálfbæran kakólandbúnað og stuðla að fræðslu, framsæknum framleiðsluháttum og bættri lífsafkomu kakóbænda. En hvað þýðir slík samvinna um samfélagsábyrgð fyrir fyrirtæki eins og Nóa Siríus. „Nói Siríus er í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldna í nærri 100 ár. Það er byggt á þeim grunni að þetta snúist ekki bara um að stunda viðskipti heldur sé hluti af lífinu sem þýðir að fyrirtækið þurfi að sýna ábyrgð í verki og skila þeirri sýn áfram til næstu kynslóðar.“

Fullorðinsfræðsla og jákvæð áhrif á lífsafkomu

Auðjón segir að samstarfið við Cocoa Horizons hafi komið til í kjölfar langrar yfirlegu og heimsóknar til kakóbænda. „Við flytjum inn kakó og kakósmjör, sem er aðalhráefnið okkar, frá Fílabeinsströndinni. Við völdum að starfa með Cocoa Horizons eftir ítarlega skoðun þar sem teymi frá okkur fór til Fílabeinsstrandarinnar og fór vel

Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Nóa: „Hluti af loforði Nóa til neytandans er að neysla hans verði ekki öðrum til skaða.“

yfir það sem verið er að vinna að þar. Þetta samstarf hefur reynst ákaflega vel og við sjáum að hagur fyrirtækisins og framleiðendanna fer þar saman.“ Cocoa Horizons stendur meðal annars fyrir fullorðinsfræðslu til bænda. Auðjón segir að sú nálgun samtakanna sé stór hluti af því að Nói hafi valið að vinna með þeim. „Í dag er hægt að velja úr margs konar vottunum og samstarfsleiðum til að stuðla að samfélagslegri ábyrgð. En það sem sannfærði okkur um Cocoa Horizons var sú langtímahugsun sem birtist í starfinu. Þetta er ekki bara hefðbundin framleiðsluvottun heldur hefur það að markmiði að bændurnir hagnist á samstarfinu og að það sé ýtt undir sjálfbærni og þróun, bæði í kakóframleiðslunni sjálfri og í samfélaginu í heild. Það sem við sáum á staðnum var að þetta verkefni hefur mikil og jákvæð áhrif sem skila sér í betri lífsafkomu fyrir bændur, meiri uppskeru og betri afurðum.“

Markvisst unnið að því að bæta samfélagið allt

Auðjón segir að það hafi komið á óvart hvað starfsemi Cocoa Horizons sé víðtæk en að hún einskorðist ekki við kakóframleiðsluna sjálfa. „Það kom ánægjulega á óvart að sjá hversu langt þetta starf teygir sig. Það er unnið mjög markvisst að því að bæta samfélagið allt. Þar á ég til dæmis við að það er verið að leggja mikið í að bjóða upp á betri menntun og tryggja aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, tryggja aðgang að hreinu vatni með því að grafa brunna, kenna bændum að nýta landið betur og byggja upp inn-

Starfsmenn Nóa Síríus fóru til Fílabeinsstrandarinnar til að kynna sér starfsemi samstarfsfyrirækis síns, Cacao Horizons. „Þetta er ekki bara hefðbundin framleiðsluvottun heldur hefur það að markmiði að bændurnir hagnist á samstarfinu og að það sé ýtt undir sjálfbærni og þróun, bæði í kakóframleiðslunni sjálfri og í samfélaginu í heild.“

viði samfélaganna. Við erum mjög ánægð fyrir okkar leyti hjá Nóa að geta lagt okkar af mörkum til svona uppbyggingar. Það skiptir líka miklu máli að allt þetta ferli er mjög gagnsætt, þannig að það er

auðvelt að fylgjast með því í hvað fjármunirnir fara og hvað er verið að gera.“

Neytandinn á að geta keypt vörur með góðri samvisku

En hvaða máli skiptir áhersla á samfélagsábyrgð fyrir fyrirtækið sjálft og ekki síður neytendur á Íslandi? „Það skiptir tvímælalaust mjög miklu máli. Í fyrsta lagi skiptir það miklu máli fyrir fyrirtækið sjálft, eins og ég nefndi áðan, ekki bara út frá rekstri eða slíku heldur vegna þess að það er og hefur verið skýr sýn hjá eigendum fyrirtækisins í áratugi að leggja sitt af mörkum. Í öðru lagi eru neytendur í nútíma samfélagi orðnir meðvitaðari um ábyrgð fyrirtækja gagnvart svona hlutum og vilja að þær vörur sem þeir kaupa endurspegli þeirra vilja til að byggja upp en ekki skaða. Neytandinn á að geta keypt vörur með góðri samvisku, ef við getum orðað það svo, þá meina ég að hluti af loforði Nóa til neytandans er að neysla hans verði ekki öðrum til skaða. Þetta kemur líka inn á frjálst val neytandans á vöru. Samfélagsábyrgð virkar þess vegna í báðar áttir því að ábyrgð fyrirtækisins og neytandans liggja saman. Fyrirtækið gefur neytandanum val og neytandinn veitir fyrirtækinu aðhald. Hvort tveggja er mikilvægt. Í þriðja lagi þá er það einnig út frá persónulegum nótum góð tilfinning að vera starfsmaður hjá fyrirtæki sem lætur gott af sér leiða og vinnur að jákvæðum og uppbyggilegum hlutum sem varða samfélagið.“

Minnka sóun af umbúðum

Áhersla Nóa Siríus á samfélagsábyrgð kemur einnig fram í starfsemi fyrirtækisins hér á landi en á undanförnum árum hefur fyrirtækið styrkt fjölda verkefna með ýmsum hætti ásamt því að því að bæta aðra þætti varðandi vörur fyrirtækisins. „Við höfum til dæmis verið að vinna að því að minnka sóun sem verður af umbúðum, bæði innan fyrirtækisins og af vörunum sjálfum. Umhverfismál skipta okkur miklu máli og þau krefjast þess að við séum sífellt að horfa á það hvernig við getum gert betur. Við veljum vistvænni umbúðir umfram aðrar og veljum framleiðendur sem skilja eftir sig sem minnst kolefnisspor í umbúðaframleiðslunni.“ Auðjón segir að íslensk fyrirtæki séu almennt að standa sig vel þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð. „Í heildina tel ég að fyrirtæki séu orðin vel vakandi gagnvart þessu. Það er kannski í þessu eins og öðru að það kemst hratt í umræðuna þegar eitthvert sinnuleysi hjá fyrirtækjum kemur upp á yfirborðið. Mín upplifun er sú að flest fyrirtæki séu að sýna ábyrgð, en það eru hins vegar alltaf umbótatækifæri og möguleikar hjá öllum á að gera betur. Þetta er sífelld vinna sem að hættir aldrei, en það er það sem gerir þetta áhugavert og krefjandi og ýtir undir viljann til að gera betur. Og það er að sjálfsögðu mjög jákvætt.“


56% súkkulaði

ÁRNASYNIR

... svo gott

Einstakt súkkulaðibragð Síríus súkkulaði hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1933. Þannig hafa Íslendingar notið Síríus súkkulaðis á stórum sem hversdagslegri stundum lengur en þeir hafa notið sjálfstæðis. Síríus 56% súkkulaði er með háu kakóinnihaldi og gefur kröftugt súkkulaðibragð með silkimjúkri áferð og ljúffengu eftirbragði. Það hentar mjög vel í bakstur, auk þess að vera einstaklega gómsætt eitt og sér.


10 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

V

ísindamenn um allan heim eru sammála um að mengun af mannavöldum ógnar lífi á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar halda árlega loftslagsráðstefnu þar sem reynt er að finna leiðir til að minnka mengun. Á loftslagsráðstefnunni sem haldin var í París árið 2015 (kölluð COP21) var gert sögulegt samkomulag ríkja heims um að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda. Ísland var eitt þeirra ríkja og setti sér það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 (miðað við árið 2010). Á sama tíma voru fyrirtæki og borgir einnig hvött til að draga úr mengun.

Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar

Borgarstjórinn í Reykjavík stakk uppá því við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð að saman skyldu þau hvetja fyrirtæki til að setja sér markmið um að minnka mengun. Úr varð að forsvarsfólk samtals 104 íslenskra fyrirtækja og stofnanna kom saman í Höfða og skrifaði undir sögulega loftslagsyfirlýsingu. Þar lofuðu fyrirtækin að

• minnka losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni, og

• draga úr losun úrgangs.

Jafnframt hétu fyrirtækin því að setja sér markmið, mæla niðurstöðurnar og birta þær reglulega.

henda verðmætum afurðum eins og pappír, plasti og málmum sem hægt er að flokka og endurvinna á hagkvæman hátt. Með viðhorfsbreytingu og breyttum innkaupum geta fyrirtæki og heimili minnkað losun sorps og flokkað það svo að sem minnst hlutfall sorps verði urðað. Með hugkvæmni og nýsköpun getur flokkað sorp orðið verðmætt hráefni í hágæða vörur. Dæmi um það eru aukaafurðir af fiski, sem áður var hent, en eru núna notaðar til framleiðslu á eftirsóttum matvælum, heilsubótaefni, fatnaði og jafnvel sáraumbúðum.

Mótvægisaðgerðir Hjá flestum fyrirtækjum sem tóku þátt í Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar kom í ljós að samgöngur sem notast við jarðefnaeldsneyti eru stærsti mengunarvaldurinn. Mynd | Getty

Hreint loftslag

Ísland eitt þeirra ríkja og setti sér það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Samgöngur algengasti mengunarvaldurinn

Hjá flestum fyrirtækjum sem tóku þátt í Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar kom í ljós að samgöngur sem notast við jarðefnaeldsneyti eru stærsti mengunarvaldurinn. Minnka má mengun af

samgöngum með orkuskiptum, t.d. með því að skipta bensínbílum út fyrir rafbíla. Stóriðjan mengar mjög mikið og allur orkufrekur iðnaður þar sem notast er við jarðefnaeldsneyti. Einnig kemur í ljós að framræsing á votlendi með skurðum veldur mikilli losun koltvísýrings

úr jarðveginum sem annars hefði verið bundinn þar með vatninu.

Nýsköpun og verðmæti

Þegar sorp er grafið óf lokkað í jörðu fer óþarfa landsvæði til spillis, gróðurhúsalofttegundir myndast, auk þess sem oft er verið að

Á Íslandi, eins og víða annars staðar, er hægt að planta gróðri sem bindur koltvísýring í andrúmsloftinu. Það virkar því sem mótvægisaðgerð á móti mengun sem enn er ekki tæknilega mögulegt að losna við. Enn er t.d. ekki hægt að fljúga eða sigla milli landa nema með tækjum sem nota jarðefnaeldsneyti. Til að sporna við slíkri mengun hafa fleiri og fleiri fyrirtæki og einstaklingar farið þá leið að sjá til þess að tré séu gróðursett, eða land grætt upp, í samræmi við þá losun sem ferðalagið veldur. Þannig má minnka kolefnisfótspor af rekstrinum og jafnvel stefna að kolefnishlutlausum rekstri. Ketill Berg Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Grænþvottur

– þegar fyrirtæki beita blekkingum Nauðsynlegt að fyrirtæki sýni heilindi í markaðs- og kynningarstarfi sínu.

Þ

að kallast „grænþvottur“ þegar fyrirtæki beitir blekkingum í markaðseða kynningarstarfi sínu til þess að sýnast vera umhverfisvænna eða samfélagslega ábyrgara en það raunverulega er. Íslensk fyrirtæki hafa undanfarið í auknum mæli tekið upp hugmyndafræði um samfélagsábyrgð. Stundum vakna grunsemdir um að þetta eða hitt fyrirtækið sé eingöngu að fegra ímynd sína með orðalagi um samfélagsábyrgð, að fyrirtækið sé ekki að segja satt eða segi ekki alla söguna þegar það auglýsir umhverfisvænar vörur eða þjónustu sem það tengir við samfélagsábyrgð. Sú þarf þó ekki að vera raunin og því er nauðsynlegt að fyrirtækin sýni heilindi og almenningur kanni málið áður en dómar eru felldir.

Ábyrg upplýsingagjöf

Margir eru á þeirri skoðun að betra sé að segja minna og framkvæma meira. Það er vissulega rétt að lítil ábyrgð felst í að standa ekki við yfirlýsingar, en það má heldur ekki draga svo úr upplýsingagjöf um starf fyrirtækisins að enginn viti hvernig það starfar og fólk freistist til að geta í eyðurnar. Raunin er sú að bæði viðskiptavinir og starfsmenn vilja gjarnan vita af því ef fyrirtækið vinnur af ábyrgð gagnvart umhverfinu eða samfélaginu. Einhvers staðar þarf að byrja og þó svo endamarkinu

hafi ekki verið náð, þá felst ábyrgð í því að gefa raunsanna mynd af þeim áhrifum sem fyrirtækið hefur á hverjum tíma á umhverfið og samfélagið. Hver sem hin raunsanna mynd er þá byggir fyrirtækið upp traust við það að gefa upp rétta mynd af stöðu þess.

Ekki bara glansmynd

Fyrirtækjum, líkt og einstaklingum er annt um orðspor sitt og ímynd. Þau vilja að fólki líki við vörumerkið, tengi það við jákvæða eiginleika og treysti því. Stundum getur þó kynningarstarf fyrirtækisins einblínt of mikið á jákvæðu þættina í starfsemi þess að það verður ótrúverðugt. Fyrirtæki eru ekki fullkomin, frekar en mannfólkið, og þess vegna viljum við frekar fá heiðarlegt svar við erfiðum eða óundirbúnum spurningum heldur en að fá falska glansmynd. Viðskiptavinir vilja að stjórnendur stýri fyrirtækjum skynsamlega, að þeir bregðist við á réttan hátt ef vandamál koma upp, að tillit sé tekið til hagsmunaaðila, enn fremur að reynt sé að lágmarka þann skaða sem þau valda og hámarka jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið.

nefna hvort athyglinni sé beint frá aðalatriðinu, hvort sannanir fyrir staðhæfingum vanti, hvort rangar merkingar séu notaðar, hvort orðalag sé of loðið eða hvort hreinlega sé verið að segja ósatt.

Hvað einkennir grænþvott

Vistvænt varð grænþvottur

Það getur reynst flókið að meta hvort fyrirtæki stundi grænþvott. Bandarískt rannsóknarfyrirtæki hefur sett fram lista yfir atriði sem bent gætu til grænþvotts. Þar má

Algengt dæmi um grænþvott er þegar fyrirtæki notast við merki sem ætlað er að auka traust neytanda á vörunum sem seldar eru. Sum merki eru notuð til að votta

að vörur séu umhverfisvænar og þá eru einungis þeim leyft að nota merkið sem hafa fengið óháða aðila til að staðfesta að varan er umhverfisvæn. Ef ónógt eftirlit þriðja aðila er með merkinu þá er ekki hægt að treysta því að varan sé örugglega umhverfisvæn. Dæmi um slíkt er íslenska merkið Vistvæn landbúnaðarvara. Í upphafi voru það samtök framleiðendanna sjálfra, búnaðarsambanda, sem sáu um gæðaeftirlit og vott-

un, til að auka gæði í framleiðslu. Eftirlitið var hins vegar ekki nóg, svo reglugerðin var felld úr gildi, en framleiðendum áfram leyft að skreyta vörur sínar sem Vistvænar. Við það var framleiðendum leyft að blekkja neytendur, eða grænþvo vörur sínar, má segja í boði yfirvalda. Ketill Berg Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 11

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Samfélagsábyrgð OR Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir skýra samsvörun á milli samfélagsábyrgðar og sjálfbærni reksturs fyrirtækisins. Unnið í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur.

Þ

ær þarfir sem eigendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa falið fyrirtækinu að uppfylla eru tímalausar. Vatn er undirstaða lífs og hreint drykkjarvatn er nauðsynlegt fyrir margra hluta sakir, á Íslandi verðum við að hita upp híbýli okkar og rafmagn knýr nánast öll tæki sem við höfum tekið í þjónustu okkar. Samskipti okkar og tækjanna og þeirra á milli reiða sig svo í síauknum mæli á öflug fjarskiptakerfi. Rekstur OR og dótturfyrirtækjanna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – þarf því að standast tímans tönn, vera sjálfbær.

Umhverfismálin eru ­grundvallarmál

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir skýra samsvörun á milli samfélagsábyrgðar og sjálfbærni rekstursins. „Hlutverk okkar í samfélaginu er að sinna grunnþörfum fólks. Ef við gerum það þannig að reksturinn standist umhverfislega, fjárhagslega og samfélagslega getum við talist samfélagslega ábyrg,“ segir Bjarni. Hann leggur sérstaka áherslu á umhverfisþáttinn. „Okkur hefur verið falin umsjón með miklum náttúrugæðum í formi vatnsbóla, jarðhitasvæða og fallvatna, fyrir nú utan plássið sem veitukerfin taka í umhverfinu. Við ­leggjum

því mikla áherslu á að gera opinberlega grein fyrir áhrifum okkar á umhverfið í árlegri Umhverfisskýrslu, sem er líklega ein sú nákvæmasta sem gefin er út hér á landi,“ segir Bjarni. Hann segir að aðhald samfélagsins hafi miklu máli skipt, til dæmis þegar ráðin voru niðurlög brennisteinsvandans sem fyrirtækið glímdi við. „Nú eru það loftslagsmálin og við hjá OR og dótturfyrirtækjunum öllum höfum sett okkur metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofts um helming,“ segir Bjarni og segir að framvindan verði birt opinberlega.

Fjárhagurinn

Það hefur vakið athygli að undanfarin ár hefur OR birt nákvæmar upplýsingar um framvindu endurreisnar fyrirtækisins. „Planið, sem við unnum eftir á árunum 2011-2016, var mjög gegnsætt verkefni,“ bendir Bjarni á. „Heildarmarkmiðið lá fyrir í upphafi og við gerðum ítarlega grein fyrir framvindunni ársfjórðungslega. Fólk sá að það var talsvert fleira í Planinu en bara að hækka gjaldskrá. Það skipti miklu máli,“ segir Bjarni, „því við hjá OR getum ekki ákveðið einhliða hvað teljist sanngjarnt að borga fyrir þjónustu okkar; það hlýtur að vera einhverskonar samkomulagsatriði milli okkar og þess fólks sem við þjónum. Ef við viljum að fólk sýni því skilning

hvað kalda eða heita vatnið þarf að kosta, þá þurfum við að hafa bækurnar opnar,“ bætir hann við.“

Í sátt við samfélagið

OR hefur valið þá leið að gefa út samfélagsskýrslu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum GRI. Það var gert í fyrsta skipti vegna ársins 2015 og verður aftur gert nú í vor vegna nýliðins árs. „Gegnsæi og aðgangur að öllum þeim upplýsingum sem við á annað borð megum veita aðgang að er lykilatriði í mínum huga í samfélagslegri ábyrgð okkar,“ segir Bjarni. „Við hjá OR fullyrðum ekki að reksturinn sé samfélagslega ábyrgur á hverjum tíma. Samfélagið verður að hafa skoðun á því,“ segir hann og bætir við að birting upplýsinga um reksturinn sé því grundvallaratriði í samfélagslegri ábyrgð. „Við viljum að sem flestir myndi sér skoðun á þeim umhverfisupplýsingum, fjárhagsupplýsingum og samfélagsupplýsingum sem við birtum og meti frá eigin sjónarhorni hvort við stöndum undir eðlilegum kröfum sem til okkar eru gerðar,“ segir Bjarni að lokum og bendir á að árleg birting á upplýsingum um stöðu rúmlega 100 sjálfbærnivísa sem tilteknir eru í GRI-skapalóninu séu viðleitni OR og dótturfyrirtækjanna til þess.

Bjarni Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að birting upplýsinga um rekstur fyrirtækisins sé grundvallaratriði í samfélagslegri ábyrgð. OR gefur út samfélagsskýrslu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum GRI.

Umhverfismálin brenna á fólki

Andrými ráðgjöf aðstoðar ­fyrirtæki og stofnanir við að framfylgja ­umhverfismarkmiðum og búa til ­umhverfisstefnu. Unnið í samstarfi við Andrými ráðgjöf

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, eigandi Andrýmis ráðgjafar.

A

ndrými ráðgjöf var stofnað af dr. Snjólaugu Ólafsdóttur með það að markmiði að vinna að bættri umhverfismenningu innan fyrirtækja og stofnana og auka umhverfisvitund starfsfólks. Snjólaug, sem er umhverfisverkfræðingur, hóf að halda fyrirlestra í fyrirtækjum um hvernig umhverfismálin birtast okkur í daglegu lífi. „Ég fann hvað þetta brann á fólki, það vildi gera rétt en vissi ekki hvar átti að byrja. Það var greinilega grundvöllur fyrir því að draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækja og vinnustaða almennt með því að tala við starfsfólkið um þessi mál,“ segir Snjólaug. „Starfsfólkið sér vinnustaðinn út frá mismunandi sjónarhornum og þegar við fræðum og virkjum alla til að draga úr sínum umhverfisáhrifum, eins og hver og einn er fær um – fer allt fyrirtækið saman í átt að settu markmiði.“

Byrja á litlu skrefunum

Fólk er að verða meðvitaðra um mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og auðlindir, að mati Snjólaugar. „Áherslan á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja er vaxandi og því meiri þörf á því að fyrirtæki og stofnanir sjái tækifæri sín til að stíga skref í átt að bættum

en raunhæf markmið. Þetta er hugarfarsbreyting, um leið og við erum búin að fá fræðsluna og ræða málin fáum við aðeins öðruvísi sjónarhorn á hlutina,“ segir Snjólaug.

Fyrirtæki eru ólík

Þegar haft er samband við ­Andrými ráðgjöf er fyrsta skrefið að ræða saman um hver staðan er og hvert fyrirtækið/stofnunin vill stefna. „Allir geta tekið sitt næsta skref. Ég kem með þá fræðslu sem viðeigandi er hverju sinni og í framhaldinu eru settar fram spurningar og umræður til að skoða afstöðu starfsfólksins. Þá kemur í ljós hvað starfsfólk er tilbúið til þess að gera og hvar þeirra áherslur liggja. Það skemmtilega er að það er engin ein rétt leið eða hið fullkomna næsta skref. Fyrirtæki eru ólík og fólkið innan þeirra líka. Við getum öll tekið okkar næsta skref á eigin forsendum,“ segir Snjólaug.

umhverfismálum. Oft þarf að fara í gegnum ferla fyrirtækisins og fá yfirsýn og enginn er betri í að fara yfir ferlana en fólkið sem vinnur eftir þeim!“ Fyrirtækin sem Snjólaug aðstoðar eru komin mislangt í að draga úr umhverfisáhrifum sínum, sum eru alveg á byrjunarreit en önnur eru komin vel á veg og þurfa aðeins handleiðslu og

fræðslu til að fylgja stefnunni eftir. „Andrými ráðgjöf hefur til dæmis aðstoðað fyrirtæki sem eru að draga úr kolefnisspori rekstursins við að framfylgja markmiðum sem þau hafa sett sér. Meðal annars með því að kynna nýjar áherslur fyrir starfsfólki, mikilvægi þeirra og hvernig nýtt vinnulag mun verða til góðs fyrir umhverfi og samfélag.

Einnig hef ég aðstoðað vinnustaði við að setja sér umhverfisstefnu. Oft er einblínt um of á stóru erfiðu hjallana sem ekki er vitað hvernig á að komast yfir en á meðan er ekki tekið eftir þessu sem er nær og auðveldara að byrja á. Ég ráðlegg öllum að byrja á að taka litlu skrefin sem auðvelda svo stóru breytingarnar, setja sér bæði lítil og stór

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málefnið betur og þjónustu Andrýmis ráðgjafar er bent á heimasíðu fyrirtækisins www.andrymi.is.


12 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

BREEAM vistvottun fyrir Urriðaholt eykur lífsgæði íbúanna í hverfinu.

Verðmætasköpun með samfélagslegri ábyrgð Það er mikil ávinningur fólginn í því að huga að sjálfbærri þróun þegar kemur meðal annars að skipulagi, almennri verkfræðihönnun og samgöngum. Sandra Rán Ásgrímsdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir hjá Mannviti segja mikla verðmætasköpun fólgna í samfélagslegri ábyrgð.

Verðlaunatillaga um rammaskipulag fyrir Lyngássvæði og Hafnarfjarðarveg í Garðabæ.

Unnið í samstarfi við Mannvit

Á

vinningurinn er víðtækur en felst meðal annars í því að auka hagkvæmni og skila/skapa ábata fyrir u­ mhverfið. „Við hjá Mannviti áttum okkur á því að öll okkar vinna hefur bein eða óbein samfélagsleg áhrif, hvort sem það er hönnunarverkefni sem við vinnum að eða aðrar daglegar athafnir. Mannvit var sem dæmi fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem greiddi starfsfólki sínu samgöngustyrk til að hvetja til vistvænni ferðamáta, en síðan höfum við tekið mörg jákvæð skref til viðbótar,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti. Í dag er Mannvit hluti af Festa, samtökum íslenskra fyrirtækja um samfélagsábyrgð og einnig hluti af Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er eitt öflugasta framtak í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja og sjálfbærni. Fyrirtækið er einnig vottað samkvæmt alþjóðlegum gæða-, umhverfis- og öryggis- og vinnuverndarstjórnunarstöðlum og leitast við að hafa sjálfbærnisjónarmið í fyrirrúmi í öllum sínum verkum.“ „Við erum búin að taka stór skref í átt til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar innan Mannvits og teljum okkur geta lagt mikið til málanna meðal annars með ráðgjöf til annarra fyrirtækja og stofnana á þessu sviði,“ segir Ólöf Kristjánsdóttir, fagstjóri samgöngufaghóps hjá Mannviti. Ólöf er viðurkenndur matsaðili BREEAM vistvottunar skipulags og vann t.d. að vistvottun Urriðaholts í Garðabæ samkvæmt

BREEAM Communities matskerfinu. Vistvottunin mætir óskum íbúa og fyrirtækja um gæði, öryggi, fjölbreytni, náttúruvernd og aðgengi að útivistarsvæðum. „Urriðaholt er fyrsta vottaða skipulagið hérlendis og það mun skila sér til baka í auknum lífsgæðum og verðmæti fasteigna á svæðinu,“ segir Ólöf. Önnur dæmi um vistvæn verkefni á samgöngusviði sem Ólöf hefur unnið að er Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020 og vinningstillaga fyrir rammaskipulag Lyngássvæðisins í Garðabæ. „Við leggjum líka mikið upp úr því að hvetja starfsfólk Mannvits til að nota vistvænar samgöngur til og frá vinnu og gerum ferðavenjukönnun árlega til að fylgjast með og sjá hvað við megum bæta varðandi aðstöðu og hvatningu til starfsfólks,“ bætir Ólöf við. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja snýst um víðtæka vitundarvakningu og stefnumótun innan fyrirtækis varðandi þá þætti í umhverfi og samfélagi sem starf þeirra hefur áhrif á.“ „Raunveruleikinn í dag er að sinnuleysi í þessum málaflokki getur valdið miklum skaða á ímynd og orðspori fyrirtækja.“

Ávinningur umhverfisvottana og sjálfbærrar hönnunar

Til að tryggja sem bestan árangur þarf að vinna þverfaglega eftir sameiginlegri stefnu og nálgun. Hægt er að votta byggingar, skipulagsáætlanir, rekstur og uppbyggingu innviða eftir alþjóðlegum stöðlum en einnig er hægt að vinna að sérsniðinni sjálfbærnistefnu fyrir hvert verkefni fyrir sig. Það er mikill ávinningur fólginn í því að huga að sjálfbærri þróun við verkfræði-

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015-2020 er umhverfismál og lýðheilsumál.

hönnun, þar má sem dæmi nefna minni áhættu, aukna hagkvæmni og lægri rekstrarkostnað en einnig bætt lífsgæði notanda og ábata fyrir umhverfi og samfélag.

Skref í átt að samfélagslegri ábyrgð

„Við veitum fyrirtækjum m.a. ráðgjöf varðandi hagkvæma orku- og auðlindanýtingu, val á byggingarefnum, endurvinnslu og meðhöndlun úrgangs ásamt mörgum öðrum atriðum sem geta skilað aukinni sjálfbærni verkefna,“ segir Sandra. Það er margt sem fyrirtæki og stofnanir geta gert til að auka samfélagslega ábyrgð sína og verkefnin þurfa ekki endilega að vera stór. Fyrirtæki geta meðal

Eskja og Síldarvinnslan tóku jákvæð skref með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja sinna.

annars hvatt starfsmenn til vistvænni samgangna, gætt að aukinni endurvinnslu og bættri orkunotkun en einnig eru félagsleg atriði sem er hægt að huga að líkt og vinnuumhverfi starfsmanna og nærsamfélag vinnustaðarins. Gott dæmi um jákvæð skref fyrir nærsamfélagið og ábata fyrirtækis er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja Eskju og Síldarvinnslunnar sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið samhliða því að verja fyrirtækin gegn sveiflum í verði á olíu í framtíðinni. „Það er margt sem fyrirtæki og stofnanir geta gert til þess að auka samfélagslega ábyrgð sína og verkefnin þurfa ekki endilega að vera stór.“

Alþjóðleg þróun

Fyrirtæki um allan heim eru að átta sig betur á þeim atriðum sem þau geta breytt eða bætt til að hafa jákvæðari áhrif á samfélagið. „Sem dæmi má nefna að Apple, Amazon og Google leitast við að nota eingöngu græna orku í sín netþjónabú, fyrstu vistvottuðu gallabuxurnar eru komnar á markað og endurnýttur textíll er alltaf að verða vinsælli í fatnað. Svo ekki sé minnst á þau áhrif sem nauðungarvinna eða brot á mannréttindum hafa á fyrirtæki. Staðreyndin er sú að við þurfum að vinna saman að bættri heimsmynd. Sinnuleysi í þessum málaflokki getur valdið miklum skaða á ímynd og orðspori fyrirtækja,“ segir Sandra.


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 13

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Strandsiglingar lykillinn að ­umhverfisvænu flutningakerfi Samskipa

Skip Samskipa á strandsiglingu. „Með strandsiglingum nær félagið að þjónusta betur landsbyggðina auk þess sem þjónustan eflir samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson. Mynd | Hari Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa. „Með því að taka tugþúsundir tonna af vöru af þjóðvegum landsins á hverju ári, drógum við þar með úr olíunotkun og álagi á þjóðvegi landsins umtalsvert.“ Mynd | Hari

Tugþúsundir tonna færðar af vegunum út á sjó. Unnið í samstarfi við Samskip

S

amskip eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki með starfsemi í 26 löndum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu. Félagið starfrækir vikulegar strandsiglingar og býður upp á útflutning frá höfnum á landsbyggðinni beint á markaði erlendis og sem slíkt gegnir fyrirtækið mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Undanfarin ár hafa Samskip unnið markvisst að því að innleiða samfélagsábyrga stefnu sem snýr fyrst og fremst að umhverfismálum, vinnuvernd, öryggis- og mannauðsmálum. Meginmarkmiðið er að stuðla að aukinni sjálfbærni og draga sem frekast úr neikvæðum áhrifum af starfsemi fyrirtækisins á umhverfið. Samskip hafa lagt mikla áherslu á að lækka kolefnisfótspor fyrirtækisins með því að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis. „Það er markmið Samskipa að skipuleggja starfsemina markvisst á þann hátt að hún skaði ekki umhverfið og hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins. Ein helsta áskorun Samskipa hefur verið að innleiða umhverfisvæna flutningastefnu til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif flutninga og samþætta hana við starfsemi fyrirtækisins á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Eitt mikilvægasta skrefið í að lækka kolefnisfótsporið var að hefja

strandsiglingar árið 2013. Með því að taka tugþúsundir tonna af vöru af þjóðvegum landsins á hverju ári, drógum við þar með úr olíunotkun og álagi á þjóðvegi landsins umtalsvert. Þessar breytingar leiddu til umtalsverðs sparnaðar í rekstrinum,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs. „Nú siglum við með innflutningsvöru frá Reykjavík til valinna viðkomuhafna víða um land og með útflutningsvöru beint til Evrópu. Með strandsiglingum nær félagið að þjónusta betur landsbyggðina auk þess sem þjónustan eflir samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Þór. Áætlað er að árlegur ávinningur af strandsiglingum nemi um 2.000 tonnum af CO2 eða sem svarar tæplega 19 þúsund gróðursettum trjám á ári. Félagið hefur verið í fararbroddi í þróun og innleiðingu umhverfisvænna flutningalausna um alla Evrópu. Í upphafi setti félagið sér skýr markmið í þeim efnum sem

stuðlaði að aukinni nýsköpun á sviði umhverfisvænni flutninga. Úr varð flutningakerfi sem kallast Bláa leiðin sem felst í því að fullnýta fjölbreytta flutningsmáta til að lágmarka mengun. Kerfið byggist á því að nýta flutningapramma á ám og síkjum í Evrópu ásamt lestum á meginlandinu til gámaflutninga og draga þar með úr mengandi umferð þunglestaðra flutningabíla á vegum. Með því að nýta umhverfisvænni kosti til að flytja gáma er verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 107.500 kílóum fyrir hvern gám á ársgrundvelli. Það jafngildir brennslu á 46.000 lítrum af olíu eða árlegri orkunotkun 10 meðalheimila í Evrópu. Fyrirkomulagið dregur ekki aðeins úr olíunotkun heldur einnig úr álagi á vegakerfið og viðhald þess. Félagið hefur sett sér mælanleg markmið í umhverfismálum, sem felast í því að lækka kolefnisfótsporin í innanlands- og millilandaflutningum fram til 2020. Samskip hafa skrifað undir yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu

Markmið í umhverfismálum (kolefnisfótspor í millilanda- og innanlandsflutningum).

um markmið í loftslagsmálum, en yfirlýsingin endurspeglar áherslur fyrirtækisins í umhverfismálum sem felast í því að draga úr mengandi samgöngum og losun úrgangs. Félagið vill vera leiðandi á þessu sviði og hafa hvetjandi áhrif á aðra til eftirbreytni. Samskip munu birta árlega niðurstöður úr mælingum ennfremur mun það leita allra mögulegra leiða til að ná settum markmiðum. Samskip hafa sett sér eftirtalin þrjú meginmarkmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka neikvæð umhverfisáhrif flutninga með markvissum aðgerðum: •

Minnka kolefnisfótspor í flutningum til og frá Íslandi og Færeyjum um 10% á næstu fimm árum, mælt í grömmum af CO2 á flutt tonn á hvern fluttan kílómetra eða úr 42 g/tonn km 2015 í 38 g/ tonn km árið 2020. • Minnka kolefnisfótspor í innanlandsflutningum um 7% á næstu fimm árum, mælt í grömmum af CO2 á flutt tonn á hvern fluttan kílómetra eða úr 124 g/tonn km 2015 í 115 g/tonn km árið 2020. • Auka hlutfall endurnýtanlegs úrgangs frá starfseminni úr 46% 2015 í 60% árið 2020.

Til að ná ofangreindum markmiðum fylgir félagið eftir alþjóðlegum stöðlum og viðmiðum í umhverfismálum og leggur áherslu á að bæta nýtingu flutningakerfa, bæta eldsneytisnýtingu, minnka vægi jarðefnaeldsneytis í starfseminni og auka flokkun úrgangs á starfsstöðvum Samskipa. Ávinningur Samskipa af ábyrgum starfsháttum er mikill. Bæði draga þeir úr kostnaði og auka samkeppnishæfni félagsins. Samskip fengu nýverið hin virtu „Containerisation Award“ auk umhverfisverðlauna bresku flutningasamtakanna BIFA fyrir áherslur sínar í umhverfismálum. Félagið hefur einnig sett sér skýr markmið í mannauðsmálum hvað varðar öryggismál og vinnuréttindi en hjá fyrirtækinu starfa um 1.500 manns um allan heim. Félagið fylgir jafnréttisstefnu og hefur jafnframt fengið staðfesta jafnlaunaúttekt PWC. Samskip styðja við fjölbreytt málefni hérlendis sem snúa að góðgerðarmálum, menningu- og íþróttastarfi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja við verkefni á landsbyggðinni. Samskip eru auk þess þátttakandi í ýmsum félagasamtökum sem tengjast atvinnugreininni og vilja á þann hátt leggja sitt af mörkum til að auka veg og virðingu hennar.


14 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Stuðla að m ­ inni matarsóun og ­flokkun úrgangs

Tobba Marinós vaknaði til vitundar eftir að hún tók eftir afsláttarkerfi Nettó og kaupir nú frekar vörur þar sem fyrningardagur nálgast ef hún ætlar að nota þær strax.

Árið 2016 gáfu Samkaup viðskiptavinum sínum 125 milljónir í afslátt af vörum sem annars hefðu líklega lent í ruslinu. Unnið í samstarfi við Samkaup

S

amkaup eiga og reka verslunarkeðjurnar; Nettó, Kjörbúðina, Krambúð, Samkaup Strax og Samkaup Úrval. Frá árinu 2007 hefur starfsfólk Samkaupa stöðugt stigið ný skref í umhverfismálum. Allt frá sorpflokkun og endurnýtingu til orkusparnaðar og endurnýtingar orku. Í upphafi árs 2015 var umhverfisstefna fyrirtækisins uppfærð og um mitt ár 2015 tóku Samkaup upp átakið Minni Sóun – Allt nýtt, en tilgangur átaksins er að kynna fyrir viðskiptavinum og starfsfólki hvað unnt sé að gera til að stuðla að minni sóun, flokkun úrgangs og ýmiss konar orkusparnaði. „Því miður hendum við gríðarlega miklu magni af matvöru og sorpi í okkar nútímasamfélagi. Við ákváðum að sporna við þessu og höfum nú þegar unnið að því að minnka sorp í okkar fyrirtæki. Við höfum unnið að alls kyns orkusparnaði á síðustu árum með sérstökum lokum á allar frystikistur í verslunum

okkar. Nú bætist við Minni Sóun – Allt nýtt – átakið þar sem áherslan er á aukna flokkun og minni sóun matvæla,“ segir Gunna Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Nettó býður nú stigvaxandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag. Vöruverð lækkar eftir því sem líftími vöru styttist og stuðlar þetta að minni sóun matvöru. Allt þetta er undir slagorðinu Keyptu í dag – njóttu í dag! „Það felst mikill sparnaður í að nýta allt, minni sóun á sér stað og það er betra fyrir umhverfið. Einfalt er að temja sér innkaup þannig að þú kaupir matvöru til að nota hana samdægurs. Ef við leggjumst öll á eitt þá getum við hlúð betur að jörðinni – við eigum jú bara eina,“ segir Gunnar. Nettó selur mikið af umhverfisvænni og lífrænni matvöru og ýmis konar sérvöru en, það eru vöruflokkar sem hafa vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá nýtir fyrirtækið ýmis tækifæri til að vekja athygli á matarsóun á frumlegan og

skemmtilegan hátt. Á Menningarnótt árið 2016 stóð verslunarkeðjan Nettó, sem er í eigu Samkaupa, til að mynda fyrir súpueldhúsi í Hljómskálagarðinum til að vekja athygli á matarsóun og hvetja fólk til að sporna við henni. Súpan var elduð úr hráefni sem var annað hvort að renna út eða var útlitsgallað en samt vel ætilegt. Fjölmiðlakonan Tobba Marinós var ein þeirra sem stóð vaktina í súpueldhúsi Nettó, enda mikil baráttukona gegn matarsóun. „Sjálf þurfti ég að læra að versla upp á nýtt og hætta að kaupa vöru með sem lengstan fyrningardag ef ég ætlaði að nota vöruna samdægurs. Við þurfum að taka ábyrgð á umhverfi okkar. Eftir að ég tók eftir afsláttarkerfinu hjá Nettó fór ég að hugsa betur út í hvenær ég ætla að nota tiltekna vöru. Mér finnst frábært að Nettó taki þátt í þessu og sýni samfélagslega ábyrgð og gott fordæmi. Ég vona að þetta veki fólk til umhugsunar,“ segir Tobba.

Helstu staðreyndir um sorpmál Samkaupa: Árið 2015 hentum við 35 tonnum minna af sorpi en árið 2014 með tilstuðlan verkefnisins Minni sóun. • Með markvissri vinnu náði Nettó að minnka sorp sem annars hefði verið urðað og brennt um 50 tonn árið 2016 og stefnan er að minnka ­sorpið um 100 tonn árlegra. • Árið 2016 gaf Nettó v­ iðskiptavinum sínum 125 milljónir í afslátt af vörum sem annars hefðu líklega lent í ruslinu. • Árið 2014 björguðum við 10500 trjám með því einu að setja 620 tonn af pappa í endurvinnslu • Farið hefur verið yfir ­sorpflokkun allra verslana og er full flokkun (almennt sorp – lífrænt – pappi og plast) ­innleidd þar sem það er m ­ ögulegt. • Markmið í sorpflokkun eru: 40% pappi/plast, 50% almennt sorp & 10% lífrænt Skipting í öllu fyrirtækinu er: • 55% almennt sorp (800 tonn) • 5% lífræn flokkun (vantar Norðurland og þá væri þetta 10%) (75 tonn) • 40% pappi og plast til endurvinnslu (550 tonn)

Helstu staðreyndir í umhverfismálum:

Nýtum allt & spörum! Nettó stuðlar að minni sóun og býður stigvaxandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag. Vöruverð lækkar eftir því sem líftíminn styttist.

30% 20% 50% 2 20% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

TTUR5

AFSLÁ 5

694521

www.netto.is

605438

694521

AF A FS SLLÁ ÁT TT TU UR R

605438

5

694521

605438

20% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 30 daga og ferskvöru sem á 2 daga í síðasta söludag. 30% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 15 daga og ferskvöru sem á einn dag í síðasta söludag. 50% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 7 daga og ferskvara sem er komin á síðasta söludag.

| Mjódd · Grandi · Salavegur · Búðakór · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

• Samkaup skrifuðu ­undir ­yfirlýsingu árið 2015 um ­aðgerðir í loftlagsmálum. • Verið er að skoða LED lýsingu í verslanir sem sparar orku. • Allir frystar sem keyptir verða eru með lokum og verið er að loka eldri frystum í v­ erslunum sem leiðir til 40% minni ­orkunotkunar. • Tilraunarverkefni í lokuðum kælum verslana sem leiðir til 20% minni orkunotkunar. • Orka sem kemur frá ­ kælivélum er nýtt til húshitunar ef kostur er. • Remake orkumælingarkerfi er í innleiðingu sem getur leitt til 10% minni rafmagnsnotkunar. • Burðarpokar verslana innihalda minna plast en ­hefðbundnir pokar og ­fjölnotapokar hafa verið teknir í notkun. • Árleg þjálfun í ­umhverfismálum á sér stað í verslunum í samvinnu við þjónustuaðila Samkaupa. • Rafræn samskipti í b ­ ókhaldi og reikningshaldi, Edi ­samskipti eins og kostur er.


LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Skýr stefna í samfélagsog umhverfismálum

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 15 Mikið er lagt upp úr því hjá Íslandshótelum að skapa atvinnu og uppbyggingu hringinn í kringum landið, segir Salvör. Mynd | Hari

Íslandshótel hafa lagt töluverðar upphæðir til samfélags- og líknarmála og eru með sjóð sem reglulega er úthlutað úr. Unnið í samstarfi við Íslandshótel

Í

slandshótel er eitt af stærrri fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi. Íslandshótel eiga og reka 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Innan ­keðjunnar eru öll Fosshótelin, Grand H ­ ótel ­Reykjavík og Hótel Reykjavík ­Centrum auk fjölda veitingastaða tengdum hótelunum. „Stjórn Íslandshótela h­ efur ­markað skýra stefnu í s­ amfélags- og umhverfismálum og hefur ákveðið að fyrirtækið í heild taki virkan þátt í þeim verkefnum sem snúa að bættum hag umhverfis og ekki síður þjóðar í samfélagslegu tilliti. Þessari stefnu er staðfastlega fylgt,“ segir Salvör L. ­Brandsdóttir ráðstefnustjóri sem situr í stjórn ­Íslandshótela. Íslandshótel er aðili að Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð – og er stoltur bakhjarl hvatningarverkefnis um ábyrga ferðaþjónustu, í samstarfi við Festu og Íslenska ferðaklasann. Mörg hótela innan ­Íslandshótela eru komin með viðurkenningu Vakans, sem skiptir fyrirtækið miklu máli. „Vakinn er nýtt gæða- og umhverfiskerfi sem ferðaþjónustan fylgir. Mér finnst Vakinn veita aukið aðhald og hvetja til góðra verka. Það er mikilvægt að þriðji aðili komi og taki út stöðuna á hverjum stað. ­Annar kostur Vakans er gæðaþátturinn, en kerfið sér um stjörnu-

gjöf gististaða. Ef stjörnugjöfin er rétt, auðveldar hún að hægt sé að staðla gæðin, enda er mikilvægt ­fyrir gesti að vita hvaða vöru þeir eru að kaupa.“ Grand Hótel Reykjavík er eitt fremsta hótel landsins varðandi umhverfis- og samfélagsmál og hefur fengið hina eftirsóttu Svansvottun. Salvör segir það ekki bara hafa jákvæð áhrif á umhverfið að fylgja kröfum Svansins, heldur fylgi því einnig mikið r­ ekstrarhagræði. „Það eru mjög ströng skilyrði sem Svanurinn setur og ­Umhverfisstofnun fylgir þeim eftir af mikilli festu. Þegar við lögðum af stað í þetta verkefni þá vissum við í raun ekki hvað við vorum að fara út í, en fljótlega kom í ljós að innleiðing

nýrra aðferða í daglegu starfi var ekki bara skynsamleg fyrir umhverfið heldur líka reksturinn.“ Íslandshótel eru mjög ­meðvituð um umhverfið og áhrif vaxandi straum ferðamanna á landið. Salvör bendir á að hægt sé að hafa m ­ ikil áhrif meðal annars með því að flokka sorp og velja réttar vörur inn á hótelin. „Við viljum vera mjög framarlega í velja bestu l­ausnirnar. Við byggingu nýrra hótela hjá okkur er líka vel hugað að umhverfinu.“ Nýtt hótel var opnað síðasta sumar á Hnappavöllum, Fosshótel Glacier Lagoon, og annað er væntanlegt á Mývatni. „Það er mikið lagt upp úr því að allt sé eins og best verður á kosið, bæði varðandi byggingar, framkvæmdir og vörukaup á

Frumkvöðull í umhverfissinnaðri ferðamennsku

­hótelunum. Þegar hótel opna eru gestir og starfsmenn fræddir og þeim gert auðvelt að ganga vel um.“ „Það sem mér þykir mjög vænt um í stefnu þessa fyrirtækis er hvað er lagt mikið upp úr því að skapa atvinnu og uppbyggingu allan ­hringinn í kringum landið, ekki bara á gullreitnum í Reykjavík.“ Hótelreksturinn skipti til dæmis sköpum þegar Fosshótel Glacier Lagoon var opnað, en hætt var við að loka skóla á Hofi í Öræfasveit í kjölfarið. „Þetta er sönn saga af Suðurlandi. Þegar

hótelið opnaði þá fylgdu því ­nokkrar fjölskyldur, það breytti heilmiklu í sveitinni og á örugglega eftir að hafa áhrif til lengri tíma.“ Íslandshótel hafa lagt töluverðar upphæðir til samfélags- og líknarmála og eru með sjóð sem reglulega er úthlutað úr. Salvör segir fyrirtækið hafa trú á því að það sé hagur allra að hjálpast að og að þeir sem geti styrki verðug málefni. „Það ­skilar sér alltaf að láta gott af sér leiða og skapar gott karma.“

Fyrirtæki eiga hvert og eitt að skoða hvað þau geta gert til minnka sín fótspor í umhverfinu, segir Guðlaugur. Mynd | Hari

Minnkuðu klórnotkun úr 1,5 tonnum í 15 kíló á einu ári og flokka 75 prósent af öllu sorpi. Unnið í samstarfi við Íslandshótel

G

rand Hótel Reykjavík hefur verið eitt af fremstu hótelum landsins hvað varðar umhverfismál. Hótelið er eitt fárra sem hefur náð að uppfylla strangar umhverfis- og gæðareglur til að fá hið eftirsótta umhverfismerki Svansins. Því er óhætt að segja að um sé að ræða frumkvöðla í hreinni og umhverfissinnaðri ferðamennsku. „Við byrjuðum með umhverfisstefnuna okkar þegar Grand Hótel var Svansvottað árið 2012 og ­yfirfærðum hana á öll hótel Íslandshótela. Henni er svo fylgt eftir af stjórnendum hvers hótels. Á stærri hótelunum er stefnunni einnig fylgt eftir af innkaupastjóra, enda verkefnið mjög viðamikið,“ segir Guðlaugur Sæmundsson, innkaupastjóri Íslandshótela. Svansvottunin var endurnýjuð árið 2015 en þá voru gerðar enn meiri kröfur til hótelanna bæði varðandi þvottahúsin og rekstur veitingastaða. Á vef Umhverfisstofnunar má finna langan lista með þeim kröfum sem fyrirtæki þurfa að uppfylla, á öllum sviðum rekstursins, til að fá Svansvottun. Það þarf því mikinn metnað til að uppfylla allar þær kröfur. „Klór í þvottahúsi er til dæmis bannaður. Grand Hótel byrjaði í þessu aðlögunarferli árið 2011 til

Grand Hótel Reykjavík er eitt fremsta hótel landsins varðandi umhverfis- og ­samfélagsmál og hefur fengið hina eftirsóttu Svansvottun.

að fá vottunina 2012 og þá hættum við alfarið að nota klór, nema í heitu pottana í spa-inu okkar. Það er skylda samkvæmt heilbrigðisreglugerð að hafa blöndu sem inniheldur smá klór. En á þessu fyrsta ári fór klórnotkun okkar úr 1,5 tonni í 15 kíló.“ Að frumkvæði Íslandshótela hefur verið tekin upp sú stefna að nota eingöngu umhverfisvottaðan pappír og hreinlætisvörur. „Öll sápa, pappír og hreinsiefni sem notuð eru á hótelum Íslandshótela eru umhverfisvottuð þó ekki sé gerð krafa um það til að fá Svansvottun. Svanurinn gerir kröfu um að 90 prósent af öllum efnum sem notuð eru í þvotthúsi séu vottuð og við erum með rúmlega 90 prósent ­umhverfisvottun þar,“ segir Guðlaugur. Svanurinn gerir einnig ­ákveðnar kröfur um að draga úr notkun á

heitu vatni og rafmagni. „Það er ætlast til að við notum eins lítið magn vatns á hvern gest og unnt er. Þegar við byrjuðum á þessu þá voru settar þrengingar á heitavatnslagnirnar til að verða við þessari kröfu. Það fara því ekki meira en átta lítrar á mínútu í ­gegnum lagnirnar. En það finnur enginn fyrir því sem fer hér í sturtu. Til að minnka rafmagnsnotkun eru hreyfiskynjarar fyrir rafmagn á göngum og því er ekki kveikt nema það sé einhver á göngunum.“ Á Grand Hótel er boðið upp á lífrænt vottað morgunverðarhlaðborð, en það er vottunarstofan Tún sem vottar það. Þar er líka boðið upp á valkosti fyrir fólk með glútein- og mjólkuróþol. Á landsbyggðarhótelunum er ekki um vottað morgunverðarhlaðborð að ræða en fjölbreyttir valkostir í boði engu að síður.

„Það er enginn að leggja þessar skyldur á okkar herðar. Við förum í þessa vegferð alfarið að frumkvæði eigenda og ­rekstraraðila ­fyrirtækisins sem sýndu mikla framsýni og frumkvæði með þessari vinnu. Þeir hafa þá sýn á sinn rekstur að láta hann menga sem minnst og skilja eftir sig sem fæst neikvæð spor í umhverfinu,“ segir Guðlaugur. Að sögn hans felur það ekki í sér kostnaðarauka að standa í vistvænum hótelrekstri. Þvert á móti. „Ef við myndum ekki flokka sorp og senda óflokkuð frá okkur þau 190 tonn sem falla til á Grand Hótel þá myndum við greiða um 20 krónur fyrir kílóið. En með því að flokka sorpið niður í tuttugu flokka þá þurfum ekkert að greiða fyrir suma flokka og fáum greitt fyrir aðra.

Af þeim 190 tonnum af sorpi sem fóru frá okkur árið 2015 þá voru um 75 prósent flokkuð og við erum að ná enn betri árangri núna.“ Hann bendir á að samfélagslegt gildi flokkunar sé mikið. „Það sem er rusl hjá okkur getur verið hráefni fyrir aðra. Plastbrúsar eru ­spændir niður og notaðir í plaströr og ­allur bylgjupappi og blikkdósir eru ­notaðar í ýmiskonar framleiðslu. Mín skoðun er að fyrirtæki í ferðaþjónustu eigi hvert og eitt að skoða hvað þau geta gert til minnka sín fótspor í umhverfinu. Við eigum að taka höndum saman með stjórnvöldum, okkur öllum til velfarnaðar í framtíðinni. Við eigum ekki, og megum ekki, ganga þannig um okkar dýrmætustu eign, sem landið okkar er.“


16 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Fyrsta íslenska ilmkjarnaolían Framleidd á lífrænt vottuðu landi. Unnið í samstarfi við Hraundísi

Í

Borgarfirðinum býr Hraundís Guðmundsdóttir, skógfræðingur og ilmolíufræðingur. Hún vinnur hjá Skógræktinni en öðrum stundum eyðir hún í að eima plöntur í ilmolíur og er sú eina hér á landi sem fæst við þá iðju. „Ég lærði ilmolíufræði í skóla sem hét Lífsskólinn og er reyndar ekki lengur til. Ég rak nuddstofu uppi í sveit og notaði ilmkjarnaolíur sem hafa mjög mikla virkni. Þær geta verið ýmist bakteríudrepandi, sveppadrepandi, bólgueyðandi, blóðþrýstingslækkandi og margt fleira,“ segir Hraundís sem lengi hafði alið þann draum í brjósti að læra að búa til olíurnar. „Ég kunni að nota ilmkjarnaolíur en ekki að búa þær til þannig að árið 2015 fór ég að leita að stað til þess að læra að eima plöntur. Ég fann hjón í Arizona sem reka ilmkjarnaolíufyrirtæki þar, fór til þeirra og lærði verkferlana. Hjónin frá Arizona komu svo til mín til þess að hjálpa mér að starta þessu,“ segir Hraundís sem framleiðir núna 7 tegundir af ilmkjarnaolíum úr íslenskum barrtrjám. „Ég er búin að vera að gera ýmsar tilraunir með allar þær jurtir sem ég finn í náttúrunni sem eru með ilmkjarnaolíum en það eru ekki allar plöntum með olíu. Í eimingartækjunum er 100°C heit gufa leidd í gegnum plöntuna og við það losnar olían. Gufan er síðan leidd í gegnum kælirör og verður að vökva en þar sem olían er léttari en vatnið flýtur hún ofan á. Það þarf líka að huga að

Hraundís gerir 7 tegundir af barrolíum. Mynd | Arnþór Birkisson

veðurfari þegar verið er að sækja hráefni til eimingar, plöntur eru svolítið dyntóttar eftir veðri með tilliti til olíframleiðslu.“

Er með ilmandi stíga

Engin tré eru felld til þess að nálgast barrið heldur kvistar Hraundís þau sem er raunar afar gott fyrir skóginn. „Það er betra fyrir skóginn, neðstu greinarnar drepast alltaf þegar tréð stækkar, þær skyggjast út. Ég klippi neðstu greinarnar og nota barrið og minnstu greinarnar af því. Við fáum líka mikið betri við úr skóginum þegar við kvistum hann og öll umgengnin í skóginn verður auðveldari. Ég er í rauninni að taka til í skóginum,“ segir Hraundís sem er eins og áður sagði skógfræðingur og sú menntun nýtist virkilega vel við iðjuna. Hraundís notar því það sem náttúran gefur og gætir að því að

nýta það vel. „Þe gar barrið er eimað verður til hrein olía. Hratið sem kemur úr pottinum hjá mér, þegar ég er búin að eima barrið, nota ég í stígagerð þannig ég er með ilmandi stíga heima hjá mér,“ segir Hraundís hlæjandi og bætir við fyrir forvitna að erfitt sé að nota barrið í moltu því að það brotni svo hægt niður. Stígagerðin sé því fullkomin lausn til þess að nýta barrið.

Sitkagreniolían verkjastillandi

Ilmkjarnaolíur Hraundísar fást nú þegar í öllum verslunum Heilsuhússins og víða í Borgarfirði; Hótel Húsafelli, Ljómalind, Snorrastofu og Landnámssetrinu og einnig í Húsi handanna á Egilsstöðum og vitanlega vefsíðu Hraundísar, hraundis. is . „Síðan er farið að selja þær í Bandaríkjunum, stórt fyrirtæki er farið að kaupa af mér sitkagreniolíuna og ég er með aðra stóra pöntun

Skapandi samfélag

Hraundís kvistar tré.

sem ég á eftir að framleiða,“ segir Hraundís sem segir sitkagreniolíuna afar vinsæla, ekki síst sökum þess að hún er verkjastillandi og fáir eru að eima hana. „Ísland er skilgreint sem nánast skóglaust land en samt er ég að senda sitkagreniolíur til Bandaríkjanna þar sem mikið stærri skógar eru! Það er svolítið sérstakt,“ segir Hraundís og hlær.

Orðlaus yfir íslensku n­ áttúrunni

Barrolíurnar eiga það allar ­sameiginlegt að vera bakteríudrepandi og það er til að mynda mjög gott að setja dropa út í skúringarvatnið. Þær eru einnig góðar við lungnasjúkdómum og kvefi. Fyrir utan virknina þá ilma þær sérlega vel. „Það er svo frísk og fersk lyktin af barrtrjánum. Ég sendi alltaf allt nýtt sem ég eima til hjónanna í Arizona og þau eru alltaf orðlaus

og segjast finna ferskleikann frá Íslandi í ilmkjarnaolíunum frá mér. Ég er að eima úr mínum eigin brunni sem kemur beint ofan af fjalli en þau hafa ekki kost á öðru en að eima úr klórvatninu í Bandaríkjunum. Við gleymum því stundum hvað við höfum það gott. Erlendis, eins og til dæmis víða í Frakklandi, eru margir bændur að reyna að vera lífrænir en þeir eru allir hver ofan í öðrum. Á næstu skikum eru kannski bændur sem eru að rækta vínvið fyrir víngerð og þeir úða og úða þannig að það er voða erfitt að vera með lífrænt þar,“ segir Hraundís og bætir við að víðátturnar hérna á Íslandi geri okkur kleift að halda ákveðnum svæðum hreinum og lífrænum. Landið hennar Hraundísar í Borgarfirðinum hefur til að mynda verið með lífræna vottun síðan 2007 og Sóley Organics nýtir meðal annars vallhumal af landinu í snyrtivörur.

Guðmundur Tómas Axelsson, markaðsstjóri RB, segir að mikið sé lagt upp úr heilsuvernd hjá RB. Starfsfólki er boðið upp á heilsumælingar og 45% starfsmanna eru á vistvænum samgöngusamningi. Mynd | Hari

RB (Reiknistofa bankanna), hefur tekið á sig samfélagslega ábyrgð með ýmsum hætti. Unnið í samstarfi við RB

T

il viðbótar við þá grunnsamfélagsþjónustu sem felst í starfsemi fyrirtækisins er lögð áhersla á ýmsa samfélagslega þætti. Allt frá því að efla og styðja starfsfólk með heilsuvernd, jafnlaunastefnu og vistvænni samgöngustefnu, yfir í að efla forritunar- og tæknimenntun í skólum og jafnvel standa fyrir „off-venue“ tónleikum á Airwaves. „Meginstarfsemi RB hefur mikið samfélagslegt gildi í sjálfu sér þar sem fyrirtækið ber ábyrgð á grunnstoðum greiðslumiðlunar landsins og tryggir uppitíma og rekstur á fjölmörgum upplýsingatæknikerfum sem eru forsenda þess að fjármálastarfsemi landsins gangi vel fyrir sig. Bæði greiðslumiðlun og fjármálastarfsemi eru gríðarlega mikilvægir þættir í hagkerfum þjóða. Auk þess þarf RB að fara að lögum og fylgja sátt sem Samkeppniseftirlitið gerði við eigendur RB,“ segir Guðmundur Tómas Axelsson, markaðsstjóri RB. RB hefur ætíð styrkt góðgerðarmál og staðið fyrir ýmsum viðburðum en ákvörðun var tekin 2015 að gerast aðili að Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, og móta formlega stefnu byggða á þremur helstu stoðum sjálf-

bærni, sem eru fólk, umhverfið, og efnahagslegur ávinningur. „RB leggur til dæmis mikið upp úr heilsuvernd og ýmsu tengdu heilsufari starfsfólks. Þar á meðal eru heilsumælingar og vistvænn samgöngusamningur en 45% prósent starfsmanna RB eru á vistvænum samgöngusamningi sem telst nokkuð góður árangur. Við höfum einnig náð góðum árangri í að draga úr launamun kynjanna og á dögunum hlaut RB gullmerki jafnlaunaúttektar Pricewaterhouse Cooper þar sem ekki er marktækur munur á launum kynjanna í fyrirtækinu. Þar að auki gerum við ekki greinarmun á fólki eftir aldri, litarhætti, trúarbrögðum og fleira,“ segir Guðmundur. Meðal þess sem RB hefur gert til að efla starfsfólk sitt er að styðja með ýmsum hætti við tónlistarfólkið sem þar starfar, m.a. með því að skipuleggja „off-venue“ tónleika á Airwaves. „Það er mikið af tónlistarfólki sem starfar hjá okkur og þetta hefur verið skemmtileg leið til að leyfa hæfileikum þess að njóta sín.“ RB hefur ekki farið varhluta af þeim gríðarlega hjólreiðaáhuga sem gripið hefur landann og stendur árlega fyrir hjólamóti í samstarfi við Tind hjólreiðafélag, RB Classic, eitt stærsta götuhjólamót landsins. „Markmiðið er

að styðja við hjólaíþróttina sem hefur náð miklum vinsældum hér á landi.“ Meðal nýjunga hjá RB er verkefni sem heitir RB hjálpar, þar sem starfsmönnum býðst að vera í hjálparstarfi að eigin vali í einn dag á ári á fullum launum. „Þetta gerum við til að efla samkennd og styrkja enn frekar góðagerðarstarf.“ RB leggur ýmislegt til samfélagsins, meðal annars með því að vera stofnaðili og aðili að sjóðnum Forritarar framtíðarinnar sem hefur það markmið að efla forritun-

ar- og tæknimenntun í grunnog framhaldsskólum landsins. Hægt er að sækja um í sjóðinn sem þjálfar kennara til forritunarkennslu og gefur tölvubúnað. „Sjóðurinn er á þriðja ári og erum við á þeim tíma búin að þjálfa 200 kennara í forritunarkennslu og gefa hundruð tölva. Þetta eru tölvur sem eru 2 eða 3 ára gamlar og ekki lengur í notkun hjá okkur, en eru öflugar og góðar tölvur sem nýtast vel í skólunum. Það má segja að þetta sé nokkurskonar umhverfisstefna í leiðinni, þar

sem við endurnýtum tölvurnar á þennan máta,” segir Guðmundur. Aðspurður játar hann því að margir hafi orð á því að RB sé mun skemmtilegri vinnustaður en þá óraði fyrir. „Þegar fyrirtæki eru að keppa um starfsfólk skiptir máli hvernig fólki líður með að vinna hjá ákveðnu fyrirtæki, þar skiptir ímynd fyrirtækisins máli. Auk þess er samfélagsleg ábyrgð að verða mikilvægari í öllum fyrirtækjarekstri í dag. Þetta snýst fyrst og fremst um hvernig samfélag við viljum skapa og lifa í.“


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 17

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Guðný Camilla Aradóttir, markaðsog ­umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi.

Fyrirtækið er hluti af samfélaginu

Hleðslustæði fyrir rafbíla viðskiptavina.

Gagnkvæmur ávinningur markmiðið. Unnið í samstarfi við IKEA

H

já IKEA er lögð áhersla á að sinna samfélagslegri ábyrgð á fjölbreyttan hátt. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja snýst í huga margra eingöngu um að veita styrki en hún er svo miklu meira. Undir hattinn „samfélagið“ í starfsemi IKEA á Íslandi falla viðskiptavinir, starfsfólk, umhverfið – bæði nærumhverfi og í víðara samhengi,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, markaðs- og umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi. „Að sýna samfélagslega ábyrgð snýst um að vera í góðu sambandi við sveitarfélagið sem við störfum í, ganga vel um umhverfið og stuðla að því að aðrir geri það líka.“

Fríar barnamáltíðir í 6 ár

Að sögn Guðnýjar lítur IKEA svo á að fyrirtækið sé hluti af samfélaginu og þurfi þannig að hafa sínum rekstri þannig að það sé gagnkvæmur ávinningur samfélagsins

og fyrirtækisins af rekstrinum. „Við sinnum þessu nokkuð vel. Út á við veitum við styrki til ýmissa málefna og sú vinna er í gangi allt árið. Við höfum lagt áherslu á að styrkja sérstaklega málefni sem tengjast börnum, menningu og hönnun. Þetta eru málefni sem eru okkur kær, og börnin þá sérstaklega,“ segir Guðný og tiltekur sérstaklega starfsemi Slysavarnahússins sem IKEA hefur stutt dyggilega um árabil. „Þar hefur náðst gríðarlega góður árangur þannig að við erum afar stolt af því samstarfi.“ Eftir hrun, veturinn 2008, tók IKEA ákvörðun um að gefa barnamáltíðir á veitingastaðnum til að létta undir með barnafjölskyldum. „Þótt engin tímamörk hafi verið á tilboðinu, þá óraði engan fyrir að það myndi endast eins lengi og raun ber vitni, eða út ágúst 2014,“ segir Guðný.

Gera daglegt líf þægilegra

Vöruverði í IKEA er breytt einu sinni á ári, við upphaf nýs rekstrarárs. „Nú hefur allt verð verið

lækkað nokkur ár í röð. Reksturinn gengur vel og það hefur verið ­svigrúm til að taka þá afstöðu að sýna samfélagslega ábyrgð með því að lækka vöruverð. Við finnum það að fólk veit af þessu og kann að meta þetta, þótt alltaf séu þeir sem sjá bara það neikvæða í öllu, en þeir eru í miklum minnihluta. Grunnurinn að hugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta og það er í raun og veru unnið að því í allri starfseminni, til dæmis með því að standa á þennan hátt með neytendum.“

Fjölmörg námskeið í boði

Hjá IKEA starfa 350 manns frá 22 löndum í afar fjölbreyttum störfum og Guðný leggur áherslu á að stór hluti af því að sýna samfélagslega ábyrgð sé að vera góður vinnustaður. „Það hefur verið lögð áhersla á að taka vel á móti erlendum starfsmönnum og fá þeir til dæmis fría íslenskukennslu á vinnutíma. Það auðveldar þeim auðvitað að eiga samskipti við yfirmenn og samstarfsfólk, en ekki síður að vinna sig upp ef áhugi er fyrir því,“ segir Guðný en fjölmörg námskeið eru í boði fyrir allt starfsfólk IKEA og eru til dæmi um að fólk hafi umbylt lífi sínu með því að nýta sér það sem boðið er upp á gegnum fyrirtækið.

13. mánuðurinn borgaður

Störfin í IKEA eru afar fjölbreytt.

IKEA var fyrsta fyrirtækið sem hlaut jafnlaunavottun VR. „Hér er enginn á lágmarkslaunum. Starfsfólkið hefur fengið að njóta þegar vel gengur og það hafa verið veittar nokkrar launahækkanir til viðbótar við lögbundnar hækkanir undanfarin ár. Nýjasta dæmið er svo greiðsla á 13. mánuðinum á næsta ári en tilkynnt var síðla á síðasta ári að starfsfólk IKEA fengi þrettánda mánuðinn greiddan í lok rekstrarársins næsta haust ef viss markmið næðust. Það stefnir allt í það og því má búast við að starfsfólk njóti þess í haust,“ segir Guðný og bætir við að þess utan bjóði

fyrirtækið upp á árlega heilsufarsskoðun, fría ávexti og hollan mat í mötuneytinu, svo eitthvað sé nefnt.

Umhverfismálin skipta máli

IKEA á Íslandi starfar samkvæmt umhverfisstefnu IKEA á heimsvísu, en hefur einnig sínar áherslur. „Umhverfismálin eru auðvitað mikilvæg og markmiðið er alltaf að nýta vel hráefni og minnka sóun, hvort sem talað er um skrifstofupappír eða matvæli á veitingastaðnum. Við höfum einnig komið upp hleðslustæðum fyrir rafbíla, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk, og enn stendur til að fjölga þeim í vor. Það er líka svolítil yfirlýsing af okkar hálfu. Við bindum vonir við að bílafloti landsmanna sé að rafvæðast. Við setjum upp hleðslustæði til að segja að við teljum að rafbílar eigi að vera hluti af þessu daglega lífi sem er okkar ær og kýr – að þeir eigi að vera fyrir alla,“ segir Guðný og undirstrikar að viðskiptavinir IKEA séu almenningur þessa lands.


18 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Vandaðar vörur sem skapa störf Múlalundur er elsta og stærsta öryrkjavinnustofa landsins en þar fer fram sala og framleiðsla á almennum ­skrifstofuvörum, auk þess sem starfsmenn taka að sér ýmis sérverkefni. Framkvæmdastjóri Múlalundar segir stuðning viðskiptavina skipta öllu máli fyrir starfsemina. Unnið í samstarfi við Múlalund

E

itt af því sem mér finnst svo frábært við Múlalund er að hér fær fólk, sem er með skerta starfsorku í kjölfar til dæmis slyss eða veikinda, tækifæri til að sýna hvað í því býr með því að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum, skapa verðmæti og þannig að leggja sitt af mörkum til atvinnulífsins. Það er ekki bara gott fyrir einstaklinginn sjálfan heldur samfélagið í heild sinni,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson framkvæmdastjóri Múlalundar, vinnustofu SÍBS. „Viðskiptavinir panta hjá okkur vörur og við sendum þær til þeirra daginn eftir. Þetta er í raun einfaldasta samfélagsverkefni sem hægt er að hugsa sér því fyrirtækin eru að kaupa skrifstofuvörur hvort eð er,“ segir Sigurður.

Múlalundur var stofnaður árið 1959 og er því elsta vinnustofa sinnar tegundar á landinu. Frá upphafi hefur markmiðið verið skýrt: Að veita fólki með skerta starfsorku atvinnu, en þannig hafa þúsundir Íslendinga fengið annað tækifæri. Bæði er um að ræða störf til lengri tíma, auk þess sem boðið er upp á vinnuprufur fyrir fólk sem hefur verið án vinnu lengi, í þeim tilgangi að aðstoða það við að komast aftur af stað. Á síðasta ári fengu því alls um 80 einstaklingar tækifæri til að spreyta sig á Múlalundi. Sigurður segir stuðning viðskiptavina mikilvægan starfseminni. „Það er ekkert launungarmál að starfssemin stendur og fellur með viðskiptavinum okkar. Að hún er háð því að fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar kaupi af okkur.“ En hann

segir sífellt fleiri gera það, ekki síst vegna þess að þeir skilji hvaða jákvæðu áhrif það hefur. „Þeir gera sér einfaldlega grein fyrir því að meiri viðskipti skapa fleiri verkefni og störf hjá okkur. Að með því að versla við okkur eru þeir leggja sitt á vogarskálarnar í því að fólk fái vinnu. Hver króna skiptir máli. Margir standa sig vel í því að axla þessa samfélagslegu ábyrgð.“ En hvers konar vörur framleiðir Múlalundur? „Þegar stórt er spurt,“ svarar Sigurður og brosir. „Ja, í stuttu máli sagt seljum við allt fyrir skrifstofuna, allt frá möppum og plastvösum yfir í penna og ritföng; bæði eigin framleiðsluvörur og vörur sem við kaupum annars staðar frá. Þær eru Múlalundi mikilvægur fjárhagslegur styrkur. Almennt erum við samkeppnishæf í verðum, stundum ódýrari en gengur

Sigurður Viktor Úlfarsson segir tækifæri til vinnu mikilvægan enda markmiðið að koma sem flestum út á vinnumarkaðinn. Í því samhengi skiptir stuðningur viðskiptavina sköpum. „Fyrirtæki eru að versla þessa vöru hvort sem er, en með því að kaupa hana hjá okkur eru þeir að leggja mikilvægu samfélagsverkefni lið. Þetta er afskaplega einföld leið til að láta gott af sér leiða.“

og gerist, og vöruúrvalið það gott að hér eiga viðskiptavinir að finna allar almennar skrifstofuvörur.“ Verkefnin og viðskiptavinirnir eru af ýmsum toga og segir Sigurður innflytjendur, bílaumboð og ferðaþjónustu vera að koma sterkt inn. Þannig framleiði Múlalundur vandaðar kápur utan um prófskírteini útskriftarnema fyrir framhaldsskóla og háskóla, vörur fyrir flugfélög og hótel, svo sem upplýsingamöppur fyrir hótelherbergi, plastkápur utan um ferðabækur og ferðakort og líka kápur utan um matseðla svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess taki starfsmenn að sér ýmis önnur verkefni. „Við pökkum inn, plöstum og póstleggjum – í raun allt sem krefst mikillar handavinnu,“ segir hann. Þá skipti langtímaverkefni sköpum en í því samhengi bendir Sigurður á að árlega framleiði Múlalundur til dæmis sýnapoka

fyrir Landspítalann ásamt því raða fylgigögnum með greiðslukortum Landsbankans í umbúðir. Þessum verkefnum hafi vinnustofan sinnt um árabil og þau séu því starfseminni mikilvæg. Hann segir Múlalund ávallt opin fyrir nýjum verkefnum. „Við erum alltaf tilbúin að taka að verkefni sem kalla á handavinnu og jafn vel hluta úr framleiðslu fyrirtækja, bæði til lengri og skemmri tíma. Nýlega hófum við að líma íslenskar leiðbeiningar og strikamerki á vörur fyrir Stillingu og henta slík verk okkur vel. Við erum í raun alltaf að leita nýrra leiða til að styrkja starfsemina og ég vill taka það fram að við erum mjög þakklát þeim sem versla við okkur. Þeir gera okkar fólki kleift að leggja sitt af mörkum til atvinnulífsins.“ Nánar á www.mulalundur.is.

Múlalundur í 58 ár • SÍBS hefur rekið Múlalund frá árinu 1959 með dyggilegum stuðningi Happdrættis SÍBS. • Múlalundur á í samvinnu við Reykjalund, sem er einnig rekinn af SÍBS. • Múlalundur og Vinnumálastofnun vinna vel saman með hagsmuni starfsmanna að leiðarljósi. Vinnumálastofnun aðstoðar fyrirtæki við að taka í vinnu fólk með fötlun sem hefur lokið starfsendurhæfingu hjá Múlalundi, auk þess sem Múlalundur ræður fólk sem er á biðlistum hjá Vinnumálastofnun.


20 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Neyðarlínan sýnir samfélagsábyrgð í verki

Neyðarlínan hefur lagt sig fram um að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki allt frá stofnun 1995. Unnið í samstarfi við Neyðarlínuna

Hér er verið að setja upp fjarskiptastað á Finnbogastaðafjalli við Norðurfjörð á Ströndum í sumar.

Þ

órhallur Ólafsson framkvæmdastjóri segir það mikilvægan hluta af fyrirtæki í slíkri þjónustu að leggja sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð. „Samfélagsleg ábyrgð Neyðarlínunnar felst í því að vinna að auknum lífsgæðum almennings með því að bjarga mannslífum og verja umhverfi, eignir og mannvirki landsmanna. Vel þjálfað og hjálpsamt starfsfólk stuðlar ennfremur að því að draga úr afleiðingum slysa og náttúruhamfara. Með starfsemi sinni sem og markvissum forvörnum og fræðslu skilar fyrirtækið miklum arði til samfélagsins,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir samfélagslega ábyrgð vera samþætta stefnu og starfsháttum Neyðarlínunnar sem vill með stefnu sinni auka jákvæð áhrif af starfseminni til heilla fyrir samfélagið allt. Sem dæmi um annan vettvang þar sem fyrirtækið sýnir samfélagslega ábyrgð vill Þórhallur nefna græna samgöngustefnu fyrirtækisins. „Neyðarlínan hefur græna samgöngustefnu þar sem starfsfólki býðst að fá greitt sem nemur aðgangi að almenningssamgöngum gegn því að 60% ferða til og frá vinnu séu farnar með öðrum hætti en á einkabíl og lætur nærri að helmingur starfsmanna nýti sér þann möguleika. Stór hluti starfsemi Neyðarlínunnar felst í rekstri

Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hleypir vatni á eina af smávirkjunum fyrirtækisins.

Neyðarlínan sinnir neyðarútköllum allan sólarhringinn en er jafnframt meðvitað og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Mynd | sigosig

fjarskiptastaða fyrir neyðar- og öryggisfjarskipti. Rekur fyrirtækið þannig fjarskipti á um 200 stöðum, og þar af eru 70 á sumum helstu veðravítisstöðum landsins. Þessa staði þarf að knýja með rafmagni og þjónusta nokkuð reglulega. Vegna þessa rekur Neyðarlínan fjöldann allan af dísilrafstöðvum (flestum þó bara til þrautavara) og fjallatrukka. En í mótvægisskyni hefur fyrirtækið gert samning við Kolvið hf. um að kolefnisjafna alla olíubrennslu rafstöðva og bíla og ennfremur stefnir fyrirtækið

stöðugt í átt að minni dísilnotkun til framleiðslu rafmagns, með síaukinni notkun sólar- vinds- og vatnsafls smávirkjana. Þannig hefur á síðustu fjórum árum tekist að minnka notkun díselolíu til rafmagnsframleiðslu um nærri 80%,“ segir Þórhallur. „Svo má líka geta þess að Neyðarlínan er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, og í nóvember 2015 varð Neyðarlínan eitt af 103 fyrirtækjum og stofnunum til að skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál þar sem fyrirtæk-

ið skuldbindur sig til að setja sér markmið og grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs. Neyðarlínan hefur einnig tekið virkan þátt í að auka öruggt aðgengi alls almennings að símkerfum til að geta á öllum stundum hringt eftir aðstoð. Þar hefur fyrirtækið ítrekað beitt sér þannig að um munaði. Eins og t.d. að taka að sér að sjá um að ljúka hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum, uppsetningu fjarskiptastaðar á norðanverðum Ströndum, auk

fjölda annarra smærri ljósleiðara og rafvæðingarverkefna.“ Frá árinu 2004 hefur Neyðarlínan unnið ötult starf í samstarfi við Barnaverndarstofu við að kynna neyðarnúmerið 112 sem barnaverndarnúmer og nú koma um 6% allra barnaverndartilkynninga inn gegnum 112. Þá hefur Neyðarlínan fengið Jafnlaunavottun VR, staðist allar síðari úttektir, og hefur nú sótt um að fá gerða hjá sér jafnlaunaúttekt.

Fyllsta jafnræðis gætt hjá KPMG Mannauður, miðlun þekkingar, umhverfisvitund og samfélag. Unnið í samstarfi við KPMG

K

PMG er stórt alþjóðlegt félag en á heimsvísu starfa um 189.000 manns hjá félaginu í 152 löndum. Á Íslandi telst það einnig til stærri félaga en nú starfa um 280 manns á Íslandi á 17 stöðum á landinu. „Það hefur lengi verið stefna hjá KPMG að vera samfélagslega ábyrgt félag og má sem dæmi nefna að hið alþjóðlega KPMG hefur verið aðili að Global Compact Sameinuðu þjóðanna frá 2002. Með veganesti KPMG Global höfum við hér hjá KPMG á Íslandi unnið að samfélagsábyrgð félagsins með margvíslegum hætti,“ segir Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, markaðsstjóri KPMG á Íslandi.

Jafnréttisáætlun í fjölda ára

Stefna KPMG í samfélagsábyrgð byggist upp á fjórum meginstoðum; mannauði, miðlun þekkingar, umhverfisvitund og samfélagi. „Í mannauðsmálum horfum við t.d. til jafnréttis og fjölbreytileika meðal starfsmanna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Einnig að fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfsmanna félagsins,“ segir Jóhanna Kristín. KPMG fékk jafnlaunavottun VR árið 2013, var einn af fyrstu vinnustöðum sem öðluðust þá vottun. „Við erum afar stolt af

vottuninni en félagið hefur unnið eftir jafnréttisáætlun í fjölda ára. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og markvissa starfsþróun sem er mikilvægt í örri þróun á vinnumarkaði. Starfsmenn KPMG, bæði núverandi og fyrrverandi, eru boðberar þekkingar og atvinnulífið og samfélagið í heild nýtur góðs af þessari áherslu á fræðslu og starfsþróun hjá félaginu.“

Styður við sprotafyrirtæki

Miðlun þekkingar er stór hluti af samfélagsábyrgð KPMG, að sögn Jóhönnu Kristínar. „Enda byggir kjarnastarfsemi félagsins á þekkingu og reynslu starfsmanna og miðlun þeirrar þekkingar. Hér mætti nefna fróðleiksfundina okkar sem jafnan eru öllum opnir og fólki að kostnaðarlausu, útgáfu bæklinga, t.d. skattabæklings sem fólk getur nýtt bæði við gerð eigin skattframtala og við sína vinnu.“ KPMG leggur sig fram við að styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpun. „Við erum ásamt öðrum bakhjarlar Innovit um frumkvöðlakeppnina Gulleggið. Þar er framlag okkar þríþætt og felst í fjárframlagi, námskeiðshaldi og setu í dómnefnd Gulleggsins. Við eigum í góðu samstarfi við háskólana og erum um þessar mundir að taka á móti nemendum úr Háskólanum í Reykjavík í starfsnám, en

Nemar úr viðskiptafræðideild HR koma ár hvert í starfsnám og fá að kynnast starfsemi félagsins. F.h. Elva Pétursdóttir, Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, Sigrún Erla Jónsdóttir, Marteinn Gauti Kárason og Kristófer Ómarsson, verkefnastjóri hjá KPMG.

þannig náum við að miðla þekkingu okkar til ungs fólks á leið út í­atvinnulífið,“ segir Jóhanna Kristín.

Samgöngustyrkir og svansvottun

Umhverfismálin eru einnig ofarlega á baugi hjá KPMG. „Við erum stolt af því að hafa átt þátt í að skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna 15. nóvember 2015 enda skiptir það okkur máli að reyna að samþætta umhverfisvitund við starfsemi félagsins. Í því samhengi nefna að í höfuðstöðv-

um félagsins, að Borgartúni 27­, flokkum við ruslið og höfum gert frá maí 2012, við fórum í átak í febrúar 2013 til að minnka útprentun og í dag erum við með aðgangsstýrða prentara sem hafa minnkað pappírsnotkun félagsins mjög mikið,“ segir Jóhanna Kristín og bætir við að hreinsiefni sem notuð eru til þrifa í Borgartúninu séu svansvottuð. „Við erum einnig með samgöngustyrki fyrir starfsmenn sem að jafnaði nota strætó til að komast til vinnu og svo hafa starfsmenn góðan aðgang að rafmagni til að

hlaða rafmagnsbíla.“ KPMG hvetur starfsfólk sitt til að leggja samfélaginu lið og getur hver starfsmaður varið einum vinnudegi á ári í samfélagslegt verkefni að eigin vali. „Einnig veitir KPMG fjölmörgum samtökum og íþróttafélögum vítt og breytt um landið stuðning með einum eða öðrum hætti,“ segir Jóhanna Kristín. Hægt er að kynna sér starfsemi KPMG nánar á kpmg.is.

Saf 14 01 2017  

Fréttatíminn. News, Iceland, Sfélagsábyrgð