Page 1

MATARTÍMINN Föstudagur 17.02.2017

Úr járninu í eldhúsið

Agnar Agnarsson hætti í járnabindingum til að fara að elda mexíkanskan mat – þó hann hafi aldrei eldað á veitingastað áður. Maturinn þykir hreint út sagt frábær.

BRUGGA MEÐ BLESSUN KIRKJUNNAR

Bjórinn Lúther í tilefni 500 ára afmælis siðbótar. 4

UNAÐSLEG SVÍNASÍÐA Að hætti matreiðslumanna Ísafoldar. 7

ROKKAÐUR VEITINGASTAÐUR Mynd | Hari

Found from website

Hard Rock hefur slegið í gegn frá opnun. PMS recrated

Af matarborði Miðjarðarhafsins

8


2 MATARTÍMINN

FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017

Eldar alvöru mexíkanskan götumat við Hverfisgötu Fyrir nokkrum vikum var Agnar Agnarsson að vinna við járnabindingar og hafði ekki stigið fæti inn í eldhús á veitingastað. Nú er hann yfirkokkur á El Santo, nýjum mexíkönskum veitingastað við Hverfisgötu, og býr til besta taco sem gert hefur verið á Íslandi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

M

exíkanski veitingastaðurinn El Santo við Hverfisgötu var opnaður um síðustu helgi og þegar er farið að heyrast suð á samfélagsmiðlunum um ágæti hans. Grínistinn Dóri DNA kallaði staðinn til að mynda þann besta mexíkanska sem opnaður hefur verið í Reykjavík. El Santo hefur reyndar verið óformlega opinn í nokkrar vikur og á þeim tíma hefur kokkurinn, Agnar Agnarsson, fengið eldskírn sína og vanist eldhúsinu. Það kemur nefnilega í ljós að hann hefur aldrei kokkað á veitingastað áður. Aggi, eins og hann er jafnan kallaður, er menntaður innanhússarkitekt og bjó í níu ár í New York. Þar kynntist hann vel götumatar-menningunni og hefur síðan fiktað við matseld heima við. „Ég hef aldrei gert þetta annars staðar en bara heima hjá mér fyrir vini og fjölskyldu,“ segir Aggi þegar við setjumst niður á El Santo skömmu eftir opnun á miðvikudaginn. „Það gerðist nú bara fyrir algera tilviljun að ég endaði hérna sem kokkur. Ég kom hingað inn því vinur minn var að mála staðinn. Svo var bara hringt í mig seinna um kvöldið og ég sló til. Ég var búinn að vera að járnabinda og var ekki alveg að meika að fara þriðja veturinn í járn-

„Ég var búinn að vera að járnabinda og var ekki alveg að meika að fara þriðja veturinn í járnin svo ég ákvað bara að prófa.“

in svo ég ákvað bara plokkað einhverjar leyniað prófa. Það hefur uppskriftir úr henni og reyndar blundað fengið ábendingar.“ lengi í mér að Hvernig hafa viðopna taco trukk tökurnar verið? eða eit t hvað „Þær hafa verið þess konar.“ alveg frábærar. Við Þú hefur væntvorum með konu hérna frá Mexíkó anlega verið ansi um daginn og hún duglegur við að sagði að þetta væri prófa þig áfram besta taco sem hún heima. Það er ekki hver sem er sem fær hefði fengið á ævinni. Ég svona tækifæri... trúði henni varla en þetta bjargaði deg„ Jájá. Það inum fyrir mér! spurðist út að Svo hafa fleiri frá ég gerði þetta ágætlega. Ég Mexíkó komið hingbjó úti í New að og verið ánægðYork í níu ár og ir og sömuleiðis Kaliforníubúar borðaði mikið sem kalla sig „taco af mexíkönskum mat þar. Ég connoisseurs“. Það myndi segja að hafa allir verið sjúklega Á þetta væri uppáhalds ánægðir.“ matseðlinum eru meðal annars maturinn minn, mexíkÞannig að eitthvað ertu taco og empanizados anskur. Og japanskur. að gera rétt... sem eru djúpsteiktir „Já, við erum að gera Það spilaði líka inn í jalapenos fylltir með mozzarella osti og þetta rétt. En við erum að ég er búinn að vera bornir fram með hávær gagnrýnisrödd líka að gera þetta allt chipotle kremi og á þá staði sem hafa verfrá grunni, allar sósur og kóríander. ið opnaðir hér. Þannig að allt. Og við erum að nota ég þurfti að „put my money maís í tortillurnar en hérna where my mouth is“.“ heima hefur oftast bara verið boðAggi segir að á matseðlinum á ið upp á hveititortillur. Það hefur El Santo sé aðallega hefðbundinn enginn kvartað enn yfir því og ekki mexíkanskur götumatur, „street ein einasta manneskja beðið um food“. hveititortillur. „Já, taco, gorditads og grillaðÞetta hefur verið mjög brött lærir maísstönglar á mexíkanska vísu. dómsbrú að þurfa að elda fyrir fullMatseðillinn er bara lítill og viðráðan sal af fólki. Og að vera með staff anlegur eins og er. Það var nú bara í kringum sig, læra að tjá sig rétt og halda öllum hressum. En það hefur til þess að ég næði tökum á þessu en í gengið glimrandi vel.“ næsta mánuði ætlum við að bæta við eftirréttum og fleiri réttum. Stærsti eigandi El Santo er Björgólfur Takefusa, fyrrum Við vorum rosa heppin því við knattspyrnumaður. Hann tók við fengum stelpu frá Mexíkóborg til húsnæðinu af Dóru, systur sinni, að elda með okkur. Ég stóð einn í eldhúsinu til að byrja með en svo sem áður rak veitingastaði þarna um fengum við Ivönu, hún er bara nýtíma, meðal annars taco-stað. Auk komin til landsins. Pabbi hennar á hans og Agga hefur rekstrarstjórinn, einhverja veitingastaði úti þannig að Ása Geirs, borið hitann og þungann af því að koma El Santo á koppinn. hún kann þetta. Ég get þá kannski

Að sögn Agga er ýmislegt framundan þegar El Santo kemst á fullan skrið. „Ég er lærður innanhússarkitekt þannig að ég er bara í startholunum með þennan stað. Hér er flottur grunnur fyrir mig til að fara að leika mér aðeins. Svo er stefnan að lengja opnunartímann. Núna er eldhúsið opið frá klukkan 17-22 og lokað á mánudögum. Við stefnum á að geta opnað í hádeginu fljótlega og í mars byrjum við með nýjan kokteilaseðil. Þar verða skemmtilegar nýjungar og kokteilar sem passa við matinn. Svo er það eitt og annað. Við ætlum að smíða tveggja hæða gróðurhús fyrir kryddjurtir fyrir ofan barinn og svo ætlum við að nýta þennan frábæra pall fyrir utan í sumar.“ Eins eru plön um að bæta hljóðkerfið á staðnum svo hægt sé að halda ýmiskonar viðburði, tónleika og leyfa helstu plötusnúðum bæjarins að koma fram. Þá kemur sér kannski vel að Aggi var þekktur plötusnúður innan raftónlistarsen-

Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300

Aggi Agzilla ræður ríkjum í eldhúsinu á mexíkanska veitingastaðnum El Santo sem er á frábærum stað á Hverfisgötu, beint á móti Þjóðleikhúsinu. Myndir | Hari

Á El Santo er boðið upp á mexíkanskan mat eins og hann á að vera. Aggi kynntist þessari matargerð í New York þar sem hann bjó í níu ár.

unnar hér í borg á árum áður og kallaði sig Agzilla. „Ég veit nú ekki hvort treð upp hérna, ég læt nú örugglega bara félagana um það. Æ, hver veit, kannski slæ ég til á einhverju fríkvöldi.“ Aggi segir að vel hafi gengið að verða sér út um hráefni, bæði innlent og að utan. „Hér er sjúklega gott hráefni. Sérstaklega íslensku tómatarnir, þeir eru alveg ótrúlegir. Ég hef neyðst til að taka erlenda tómata inn þegar þeir hafa ekki verið til og munurinn er svakalegur. Við fáum líka eitthvert hráefni frá Mexíkó eins og tomatillos, græna tómata sem við notum í salsa. Svo fáum við þurrkaða chili pipra, alls konar tegundir, sem við notum í sósur. Ég er einmitt með nokkrar tegundir af hot sauce sem við ætlum að markaðssetja,“ segir Aggi, maðurinn sem býr til besta taco í borginni. Jafnvel þó hann sé nýhættur að vinna við járnabindingar og hafi aðeins unnið í eldhúsi í nokkrar vikur.


Bragðgóðar bolluuppskriftir

KYNNING

eftir Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt

Krem og fyllingar fyrir ger- eða vatnsdeigsbollur

KARAMELLUBOLLA

BRAGÐAREFUR

Karamellusósa: 150 g Nóa Rjómakúlur • 1 dl rjómi

Fylling: 500 ml rjómi • 3 msk flórsykur • ½ dl kókosmjöl • 250 g jarðarber, maukuð • 100 g Nóa Kropp, mulið gróflega • 150 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi, saxað • Sulta að eigin vali

Karamellurjómi: 500 ml rjómi • 100 g Nóa karamellukurl • 5 msk karamellusósa, kæld Karamelluglassúr: 300 g Nóa Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti • 250 ml rjómi

Dökkt súkkulaðisíróp: 200 g Konsum 70% súkkulaði • 6 msk rjómi • 4 msk síróp

Skraut: Nóa karamellukurl • Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti

Skraut: Nóa Kropp • 200 g Konsum 70% súkkulaði, saxað

Aðferð: Karamellusósa: Bræðið rjómakúlur saman við 1 dl af rjóma. Kælið.

Aðferð: Fylling: Þeytið rjómann ásamt flórsykri og bætið kókosmjöli, maukuðum jarðarberjum, muldu Nóa Kroppi og söxuðu rjómasúkkulaði með kremkexi varlega saman við með sleif.

Karamellurjómi: Þeytið rjómann. Bætið síðan um 3-5 msk af karamellusósunni saman við ásamt karamellukurli og hrærið varlega með sleif. Karamelluglassúr: Bræðið súkkulaði og rjóma saman við vægan hita. Setjið glassúrinn á bollurnar og karamellurjóma í bollurnar.

Dökkt súkkulaðisíróp: Bræðið Konsum súkkulaði, rjóma og síróp saman við vægan hita og dýfið bollunum í. Setjið sultu að eigin vali, t.d. jarðarberjasultu, ásamt fyllingunni í bolluna.

Skraut Skreytið með karamellukurli og söxuðu súkkulaði.

Skraut: Skreytið með Nóa Kroppi og söxuðu súkkulaði.

GERBOLLUR

15-18 stk.

100 g smjör • 3 dl mjólk • 50 g þurrger • 1 egg • 75 g sykur 1 tsk salt • 500 g hveiti • 1 tsk kardimommudropar Aðferð: Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg, sykur, salt og kardimommudropa saman við blönduna og hrærið. Setjið hveiti í skál, gerblönduna saman við og hnoðið lítillega. Látið deigið hefa sig í um 30-40 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð. Mótið litlar bollur úr deiginu og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í um 15 mínútur. Penslið því næst bollurnar með eggi og bakið í 225°c heitum ofni í um 7-8 mínútur.

BOLLA MEÐ PIPARKROPPI OG LAKKRÍSSÓSU Fylling: 500 ml rjómi • 4 msk flórsykur • 1 msk lakkrísduft • 100 g Piparkropp, mulið gróflega • 100 g Nóa lakkrís súkkulaði, saxað Lakkríssósa: 300 g Nóa lakkrískurl • 6 msk rjómi Aðferð: Fylling: Þeytið rjómann ásamt flórsykri. Bætið muldu Piparkroppi og söxuðu Nóa lakkrís súkkulaði varlega saman við með sleif. Lakkríssósa: Bræðið lakkrískurl og rjóma saman við vægan hita í stutta stund. Setjið rjómafyllingu á milli og hellið lakkríssósu yfir bolluna.

VATNSDEIGSBOLLUR

10-12 stk.

80 g smjör • 2 dl vatn • 100 g hveiti • hnífsoddur salt • 2-3 egg Aðferð: Setjið smjör og vatn í pott og hitið þar til smjörið hefur bráðnað. Hrærið hveitinu saman við með sleif þar til það hefur blandast vel saman. Bætið saltinu út í. Takið af hellunni og látið standa í um 15 mínútur eða þar til það hefur kólnað. Setjið deigið í hrærivélaskál og bætið egg junum saman við einu í einu og hrærið saman. Varist að deigið verði of þunnt. Setjið á bökunarplötu klæddri bökunarpappír með tveimur skeiðum eða sprautað í toppa með rjómasprautu. Bakið við 200°c heitan ofn í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar. Varist að opna ofninn meðan bollurnar eru að bakast svo þær falli ekki saman.


4 MATARTÍMINN

FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017

Brugga með blessun þjóðkirkjunnar

Sturlaugur Jón Björnsson og félagar í Borg brugghúsi hafa b ­ ruggað páskabjórinn Lúther að undirlagi þjóðkirkjunnar. Tilefnið er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi. Lúther verður kynntur til leiks á ­laugardaginn. Baldur, annar frá vinstri, og félagar hjá Víking voru kátir á bjórhátíðinni á KEX Hostel í fyrra. Þeir mæta aftur til leiks í næstu viku.

Mikil veisla fyrir sífellt stækkandi hóp bjórnörda Þrjátíu bjórar frá Baldri Kárasyni á 24 árum hjá Víking ­brugghúsi. Bjórhátíðin The Annual Icelandic Beer Festival verður haldin í sjötta sinn á KEX Hostel í næstu viku, frá fimmtudegi til laugardags. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum. Fjöldi brugghúsanna í ár er samtals 23 talsins og hafa þau aldrei verið fleiri. Á hátíðinni boðið upp á úrvals handverksbjór, bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga. Uppselt er á hátíðina og hafa aldrei fleiri gestir sótt hana. Dagskráin hefst klukkan 17 á fimmtudaginn þegar Eliza Reid forsetafrú hellir fyrsta bjórnum í glas. Brugghúsin sem taka þátt í hátíðinni eru Alefarm, Dry & Bitter, Mikkeller og To Øl frá Danmörku, Omnipollo og Brewski frá Svíþjóð, Stone Berlin frá Þýskalandi, Pirate Life frá Ástralíu, Collective Arts frá Kanada og bandarísku brugghúsin Aslin Beer, Boneyard, Founders Brewing, Lord Hobo og Other Half. Íslensku brugghúsin sem taka þátt eru The Brothers Brewery frá Vestmannaeyjum, Borg brugghús, Kaldi, KEX Brewing, Plimmó, Segull 67, Víking, Ölgerðin og Ölvisholt.

Mikil gróska hefur verið í bjórmenningu á Íslandi undanfarin misseri og á hátíðinni á Kex mæta bæði til leiks nýgræðingar og reynsluboltar í bruggheiminum. Einn þeirra síðarnefndu er Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Víking brugghúsi. Baldur hefur verið aðalbruggari Víking brugghúss frá árinu 1993 og sett sinn svip á bjórmenningu Íslendinga síðan. Nýjasti bjórinn sem hann sendi frá sér er í Víking Craft Selection línunni og kallast Víking Red IPA. Hann er þrítugasti bjórinn úr smiðju Baldurs fyrir Víking brugghús, hvorki meira né minna. „Þróunin hefur verið svakaleg á undanförnum tíu árum og það hefur verið gaman að koma með nýjungar fyrir bjórþyrsta Íslendinga,“ segir Baldur sem er spenntur fyrir bjórhátíðinni á KEX. Þar verður nýi Red IPA-inn vitaskuld kynntur. Humlategundurnar sem Baldur notar í bjórinn eru Mosaic, Chinook og Cascade. Baldur hefur bruggað þrjá bjóra sérstaklega fyrir hátíðina. Þeir eru Friðþjófur sem er hvítöl með sætu negul- og bananabragði, Sviss Mokka sem er stout með kaffi og kakói og Lói sem er lífrænn pils. | hdm

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

V

ið lítum á það sem mikinn heiður að vera treyst fyrir bruggun á bjór í nafni Lúthers,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi, um páskabjórinn Lúther sem væntanlegur er á markað á næstunni. Bjór þessi er óvenjulegur fyrir þær sakir að hann er bruggaður í einhvers konar samstarfi við þjóðkirkjuna. Um þessar mundir er 500 ára afmæli siðbótarinnar hér á landi fagnað og setti sérstök nefnd um þetta siðbótarafmæli sig í samband við Sturlaug og félaga og stakk upp á því að þeir brugguðu bjór til heiðurs Marteini Lúther.

Lúther var sjálfur bjórmaður

„Við vorum einmitt að leita eftir nafni á páskabjórinn okkar þegar erindi barst frá kirkjunni þar sem við vorum beðin um að brugga bjór til heiðurs Marteini Lúther – þannig að þetta kom á besta tíma. Við höfum ávallt bruggað belgíska bjórstíla fyrir páskana og gefið þeim heiti sem vísa í persónur tengdri kristni en páskabjórar okkar til þessa hafa verið Benedikt, Júdas, Þorlákur, Jesús og Magðalena – Lúther fellur því einkar vel þarna inn í,“ segir Sturlaugur. „Þetta er sennilega það næsta sem við komumst því að vera klaustursbrugghús án stórkostlegra breytinga. Sjálfur var Marteinn Lúther partur af samfélagi þar sem bjór spilaði mikinn sess og eftir honum er haft margt skemmtilegt og uppbyggilegt um bjórdrykkju og meint ágæti hennar.“ Að sögn Sturlaugs er bjórinn Lúther 5,9% í styrkleika og í stíl sem

Valgeir Valgeirsson, Árni Long og Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistarar í Borg brugghúsi, eru stoltir af því að hafa verið treyst fyrir því að brugga bjór í nafni Marteins Lúthers. Mynd | Hari

þeir kjósi að nefna „Hoppy Blonde“. „Lúther er ljóst öl í belgískum stíl með góðan humlakarakter í forgrunni. Við ræktuðum upp sérstakan blautger sem við fengum í bjórinn frá Belgíu og gefur hann skemmtilega ávaxtatóna og létt krydd í lykt og bragði. Við humlum hann svo með þýsku humlunum Perle og Hellertauer Mittelfrueher sem bætir enn í kryddun og ferskleika með enn frekari ávaxtakarakter. Útkoman er í senn auðdrekkanlegt en margslungið öl sem fellur vonandi vel í landsmenn í aðdraganda páskanna.“ Páskabjórinn fer ekki í sölu í Vínbúðunum fyrr en 1. mars. Bjóráhugafólk getur þó tekið forskot á sæluna á laugardag þegar Lúther verður kynntur á Skúla Craft Bar. Opnað verður fyrir kranana klukkan 19 og segir Björn Árnason, vert á staðnum, að hægt sé að næla sér í frían Lúther til klukkan 20. Klukkan 19.45 munu Sturlaugur og kollegar hans í Borg segja frá bjórnum.

Upprisa Júdasar

Lúther er ekki eini páskabjórinn frá Borg þetta árið en brugghúsið sendir einnig frá sér eldri páskabjór í einskonar viðhafnarútgáfu. „Já, það er loks komið að upprisu Júdasar. Árið 2013 sendum við frá okkur páskabjórinn Júdas Nr. 16 sem var 10,5% Quadrupel og fékk hann almennt góðar móttökur. Við höfum svo margoft verið beðin um að brugga hann aftur en höfum ekki látið verða að því. Nú sendum við Júdas frá okkur í sérstakri viðhafnarútgáfu en hann fékk að þroskast í notuðum koníaks-tunnum í hálft ár og bætti þar við sig einu prósenti í áfengi, varð enn mýkri og margslungnari, og gengur að þessu sinni undir nafninu Júdas Nr.16.1. Upplagið verður verulega takmarkað hérlendis þar sem Áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget, hefur pantað til sín meirihlutann af upplaginu, en það verður þó einnig hægt að nálgast Júdas á helstu bjórbörum landsins á næstu vikum,“ segir Sturlaugur.


ÁRNASYNIR

MEÐ HANDBRAGÐI FAGMANNSINS Íslenska sveitin bregst aldrei. Þar er ferskleiki á hverjum hól og þar fær SS besta hráefni sem völ er á. Handbragð sterkra fagmanna SS gerir góða vöru enn betri og góð vara er lykillinn að góðum stundum. Veldu SS steikina með handbragði fagmannsins. Íslenska sveitin og SS – fyrir þig.


6 MATARTÍMINN

FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017

Bragðgóðir og hollir fiskréttir í Borgartúni

Í verslun Fylgifiska í Borgartúni er mikið úrval af ferskum fiski og tilbúnum fiskréttum. Þar er einnig hægt að fá allskonar meðlæti og sælkeravörur.

Mikið líf er í nýrri verslun Fylgifiska í Borgartúni þar sem hægt er að fá heitan mat í hádeginu og gómsæta fiskrétti á leiðinni heim á kvöldin. Unnið í samstarfi við Fylgifiska.

V

ið fengum strax rosalega góðar móttökur hér, þetta er verulega skemmtileg staðsetning. Hér er mikið líf og við höfum fengið mikið af nýju fólki til okkar. Gömlu kúnnarnir okkar af Suðurlandsbrautinni fylgdu okkur líka margir hingað og aðrir fóru í staðinn í verslun okkar í Kópavoginum,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir, einn eigenda Fylgifiska. Fylgifiskar opnuðu nýja verslun í Borgartúni 26, á milli Vínbúðarinnar og 10-11, síðasta sumar og hefur verslunin mælst mjög vel fyrir. Fylgifiskar höfðu um árabil verið til húsa við Suðurlandsbraut en Guðbjörg Glóð er ánægð með nýja staðinn. Þar er enda hlýleg stemning og frábær salur þar sem hægt er að borða í hádeginu. „Okkar mottó er eftir sem áður að létta fólki lífið með hollan mat. Við erum með mikið úrval af fiskréttum sem fólk getur tekið með sér heim. Þeir eru allir unnir frá grunni af fólkinu okkar og eru bæði fljótlegir að elda og bragðgóðir og hollir. Það veitir ekki af að fá smá ómega í kroppinn,“ segir Guðbjörg Glóð. Hver er vinsælasti rétturinn til að taka með sér heim? „Það er sesambleikjan. Hún er vinsælust ár eftir ár.“ Í Fylgifiskum er einnig hægt að kaupa hefðbundinn ferskan

fisk. Þá er þar að finna ýmiskonar meðlæti og sælkeravörur. „Við sjáum um alla máltíðina kjósi fólk það. Við erum með kartöflur og grænmeti og mikið af gúrmet-vörum eins og krydd, sultur, balsamic og fleira. Við flytjum inn megnið af þessum vörum sjálf og leggjum mikið upp úr því að þetta séu gæðavörur.“ Hádegisverðurinn á Fylgifiskum er rómaður og í Borgartúninu er jafnan þétt setið í salnum. „Við erum með fiskrétti dagsins og rjúkandi góðar fiskisúpur. Við

erum alltaf með eitthvað nýtt og spennandi á boðstólum,“ segir Guðbjörg Glóð. Auk verslananna í Borgartúni og Kópavogi reka Fylgifiskar líka fyrirtækjaþjónustu. „Þá panta fyrirtæki mat frá okkur sem annað hvort er heitur og tilbúinn á borðið eða kaldur og fólk eldar hann sjálft. Það eru margir sem vilja gera vel við starfsfólkið sitt og gefa þeim fisk í hádeginu. Svokallaðan „brain food“. Við höfum verið að þjónusta alls konar hópa, bæði stóra sem smáa.“

Íslenskur matur að hætti Ísafold Restaurant Veitingastaðurinn Ísafold Restaurant á Centerhotel Þingholti býður ekki aðeins upp á mat sem er einstaklega bragðgóður og borinn fallega fram, heldur einnig mat sem búinn er til úr íslensku gæða hráefni, beint frá býli. Unnið í samstarfi við Centerhotel Þingholt

Í

safold er einnig staður til að dreypa á ljúffengum kokteilum áður en haldið er út á lífið, smakka á nýjungum og njóta sín í fallegu umhverfi hvort sem það er í hádeginu eða að kvöldi til. Íslenska hráefnið er í fyrirrúmi á Ísafold og segir Björn Ágúst Hannesson, yfirmatreiðslumaður Ísafoldar að það skeri sig úr. „Grænmetið er bragðmeira því það fær að vaxa lengur á plöntunni og bragðið á íslenska lambinu er til komið af fjallaröltinu og kryddjurtunum sem það nærist á. Við notum sousvide eldunaraðferðina til að halda í sem mest af bragðinu af þessu einstaka hráefni.“ Ísafold býður upp á úrval rétta á hádegis-, og kvöldverðarseðlinum sínum sem einnig er á einstaklega góðu verði. „Við viljum að fólk geti notið þess að fá góðan íslenskan mat á viðráðanlegu verði,“ segi Jökull Alexander Egilsson, hótelstjóri Centerhotel Þingholt. „Við erum sífellt að gera eitthvað nýtt,“ segir Jökull. Í hverri viku er til dæmis nýr réttur á matseðli sem er kokkaréttur vikunnar. „Í eldhúsinu keppist fólk við að koma með nýja rétti og hljóta heiðurinn af því að eiga þennan rétt vikunnar. Bæði er þetta skemmtilegt fyrir kokkana að fá að spreyta sig á þennan máta og þá sem borða hjá okkur reglulega og fá þá sífellt eitthvað nýtt að

Jökull Alexander Egilsson, hótelstjóri Centerhotel Þ ­ ingholt, og Björn Ágúst Hannesson, yfirmatreiðslumaður ­veitingastaðarins Ísafoldar, bjóða góðan íslenskan mat á viðráðanlegu verði. Mynd | Hari

Svínasíða að hætti Ísafoldar 1/2 stk Svínasíða 2 stk gulrætur 1 stk blaðlaukur 2 stk laukur 2 msk svört piparkorn lárviðarlauf 1 stk 250 g rauðvín 1/2 l nautasoð salt pipar

smakka á,“ segir Jökull. Aukin eftirspurn er eftir veganréttum og glúten- og laktósfríum mat sem Ísafold mætir með aukinni fjölbreytni á matseðli. Má þar nefna spagettírétt þar sem spagettíið er ekki hið hefðbundna pasta heldur sætkartöflur rifnar í langa strimla. Útkoman er ferskur og bragðmikill réttur. Ef til stendur að drekka vín með matnum þá er hægt að stóla á starfsfólk Ísafoldar sem af einstakri fagmennsku mælir með hvaða vín fer best með hverjum rétti. Ísafold er þar að auki staðurinn til smakka og fræðast um viskí. „Við höfum sérhæft okkur í viskíi og á Ísafoldar

barnum er hægt að panta Whiskey-flight sem er smökkun á mismunandi viskítegundum sem eru bornar fram á sérhönnuðum viðarplöttum. Hvaða tegundir þetta eru fer eftir því hvaða tegund af smakki er valin. Til dæmis samanstendur alþjóðleg viskísmökkun af tegundum frá Bandaríkjunum, Íslandi og Írlandi,“ segir Jökull. Til viðbótar við veitingastaðinn er salur þar sem fólki stendur til boða að halda einkasamkvæmi, fundi eða ýmiskonar viðburði sem tilvalið er fyrir gesti sem vilja njóta gæða matseldar og góðra þjónustu en þó fjarri skarkalanum á sjálfum veitingastaðnum.

Aðferð • Hreinsið síðuna og skerið í fituna. • Kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu þar til gullin brún. • Skerið grænmetið í jafnar stærðir og setjið í steikarfat, svo síðuna ofan á grænmetið. • Hellið víninu og soðinu yfir síðuna og hyljið með álpappír. • Setjið í ofninn við 160°c í 2 ½ tíma. • Þegar hún er klár setjið hana á grunnan bakka með bökunarpappír undir og yfir og setjið þyngd á síðuna til að fletja hana út þangað til hún kólnar. • Skerið í skammta og steikið á pönnu með smjöri og kryddið til eftir óskum. • Við á Ísafold berum síðuna okkar fram með kartöflumús, grænkáli, sveppum og rauðvínssósu. Hægt er að nota soðið frá elduninni fyrir sósuna.


HEILSUNÝJUNGAR við

um k s el

Á ÍSLANDI!

elda f y rir þig.. ð a

AMY’S KITCHEN

RÉTTIRNIR

SÚPURNAR

Amy’s Kitchen er brautryðjandi í lífrænum matvælum. Í 25 ár hefur fjölskyldufyrirtækið eldað lífræna grænmetisrétti án allra aukaefna.

Lífrænu réttirnir frá Amy’s Kitchen eru hægeldaðir til að ná fram rétta bragðinu. Þeir eru ljúffengir og tilbúnir til upphitunar fyrir þig!

Lífrænu súpurnar frá Amy’s Kitchen eru eldaðar frá grunni úr ferskum hráefnum. Þær eru góðar og næringaríkar. Þú einfaldlega verður að smakka!

bjargaðu górillu hvað þeir eru góðir...

BOOJA BOOJA

LÍFRÆNIR ÍSAR

Booja Booja var Ísarnir eru lífrænir stofnað árið 1999 án glúteins, mjólkur, og hefur unnið til laktósa & soja. bjargaðu górillu hvað hann er góður! fjölda verðlauna.

einstök

matvara einstök matvara


8 MATARTÍMINN

FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017

„Auðvitað er það afrek út fyrir sig. Að ná að fylla þúsund fermetra stað og fara þannig úr núlli yfir í það að vera skyndilega orðinn stærsti veitingastaður Reykjavíkur,“ segir Styrmir Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Hard Rock Café Reykjavík, sem opnaði í nýuppgerðu húsnæði við Lækjargötu í fyrra.

Rokkaður veitingastaður slær í gegn

Fjöldi girnilegra rétta er á matseðli, þar á meðal grísasíðusamlokan góða. „Við erum eini Hard Rock staðurinn sem eldar hana í sinni upprunalegu mynd. Og ég vil meina að hún sé best hjá okkur,“ segir Styrmir.

Hard Rock opnaði aftur á Íslandi í vetur og er á örskömmum tíma orðinn ein af vinsælli veitingastöðum borgarinnar. Forsvarsmenn staðarins segja góðan mat og þjónustu vera lykilinn að velgengninni. Unnið í samstarfi við Hard Rock Reykjavík

V

ið erum sífellt að leita leiða til að koma til móts við viðskiptavinina og þeir kunna bara að meta það,“ segir Styrmir Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Hard Rock Reykjavík, spurður út í þessar góðu viðtökur. Ein þeirra nýjunga sem staðurinn býður upp á í febrúar og mars er girnilegur hádegisverðarmatseðill þar sem viðskiptavinir geta valið á milli hamborgara, samloku eða fisks dagsins ásamt súpu á tilboðsverði, 1.790 krónur. „Þetta er aðallega hugsað fyrir námsmenn, starfsmenn fyrirtækja og aðra sem eru í bænum á þessum tíma, það er að segja í hádeginu og til klukkan 15 á daginn,“ útskýrir Styrmir og bætir við að

staðurinn komi til með að bjóða upp á nýjan matseðil í hverri viku út febrúar og mars. Þú nefnir fisk dagsins, það er nú kannski ekki það fyrsta sem fólk hugsar þegar Hard Rock berst í tal. „Jú jú, við bjóðum upp á ofsalega góðan fisk og reyndar grænmetisborgara líka fyrir þá sem vilja. Það er auðvitað um að gera að bjóða upp á fisk í ljósi þess hversu gott aðgengi við Íslendingar höfum að ferskum fiski, og bara fersku hráefni yfirleitt. Þess vegna erum við ekkert að nota innflutt hráefni heldur búum allt til á staðnum. Það er einmitt ein sérstaða Hard Rock Reykjavík, þessi áhersla á allt íslenskt.“ Að sögn Styrmis gildir það ekki aðeins um matseldina því vikulega treður fjöldi íslenskra tónlistarmanna upp á staðnum. „Við höfum verið með svona „back

to back“ tónleika í ­samstarfi við ­nágranna okkar, Græna ­herbergið. Tilgangurinn er að búa til vettvang fyrir innlenda tónlist og innlenda tónlistarmenn til að koma sér á framfæri, en það hefur lengi vantað hérna í Reykjavík stað sem tekur 250 standandi tónlistargesti. Tónleikarnir fara fram í kjallaranum, en er sjónvarpað um allt hús og því óhætt að segja að listafólkið fái fína athygli. Auk þess þarf það ekki að leigja græjur því hér er allt fyrir hendi; flott svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum. Til dæmis voru Dimmu tónleikar hjá okkur í byrjun febrúar og þeir voru frábærir,“ bendir hann á. Veitingastaðurinn er þremur á hæðum og í töluvert bjartari litum en Hard Rock staðir yfirleitt. Óhætt er að fullyrða að kjallari

hússins gegni fjölþættu hlutverki því Styrmir segir hann líka hugsaðan sem „lounge“ þar sem gestir geta sest niður, slakað á og pantað drykk á meðan beðið er eftir borði og eins sem veislusal undir árshátíðir, afmæli og hvers kyns einkaviðburði. „Já það er hægt að leigja hann með þjónum og fullbúnu hljóðkerfi, en við rukkum ekki sérstaklega fyrir salinn, bara fyrir mat og drykk.“ Og hvað er þá í boði? „Afskaplega flottir hópmatseðlar (www. hardrock.com/cafes/reykjavik) sem hafa mælst vel fyrir, en við getum tekið á móti 30 til 150 gestum í einu niðri í Kjallaranum og haft opinn bar sé þess óskað.“ Eins og fyrr segir hafa landsmenn tekið Hard Rock Café opnum örmum og viðurkennir Styrmir að viðtökurnar hafi farið fram úr væntingum. „Það er búið að

Hard Rock Reykjavík tekur allt að 250 manns í sæti en yfir 40 stöðugildi eru á veitingastaðnum.

Veitingastaðurinn er í ljósari litum en Hard Rock Café staðir ­yfirleitt. Hann er á þremur hæðum og gegnir kjallarinn ýmist hlutverki „lounge“, tónleikastaðar eða veislusals undir alls kyns viðburði. Á miðhæðinni eru svo til sýnis búningar úr safni ­heimsþekktra tónlistarmanna og alls konar varningur til sölu.

vera brjálað að gera frá opnun í október, stundum 250 matargestir í einu. Samt höfum við nánast ekkert auglýst. Og auðvitað er það afrek út af fyrir sig. Að ná að fylla þúsund fermetra stað og fara þannig úr núlli yfir í það að vera skyndilega orðinn stærsti veitingastaður Reykjavíkur. Fólk er greinilega ánægt með að Hard Rock skuli hafa opnað aftur eftir 15 ár og margir hissa á þeim stakkaskiptum sem staðurinn hefur tekið undir stjórn nýrra eigenda vörumerkisins í ­Bandaríkjunum. Vörumerki þróast eins og hvað annað.“ Með því segist hann eiga við gæðastefnu staðarins. „Já, fólk kann augljóslega að meta hvað við leggjum mikla áherslu á ferskt hráefni, góðan mat, þjónustu og stemningu og það er bara virkilega ánægjulegt.“

Matar 17 02 2017  

Matartíminn, fréttatíminn, news, food, matur, Iceland

Advertisement