Page 1

6. tölublað 2. árgangur

13. júní 2014

Helmingi meiri líkur eru á að flugfreyjur fái brjóstakrabbamein en aðrar konur.

Tvöfalt meiri líkur eru á að karlkyns flugmenn fái sortuæxli en karlar í öðrum stéttum.

Flugfreyjur fá frekar krabbamein Brjóstakrabbamein eru algengari meðal flugfreyja en annarra kvenna og líklegra er að karlkyns flugmenn fái sortuæxli en karlar í öðrum stéttum. Geislun úr geimnum hefur áhrif en óreglulegur vinnutími og aðrir lífsstílstengdir þættir spila líka inn í. Ísland er á mesta geimgeislasvæðinu og íslenskt flugfólk gæti því verið í meiri hættu en kollegar þess úti í heimi.

Síða 8 Endurskoða lyfjaskammta

nota óhEfð­ bundndar aðfErðir

miklar framfarir

Þunglyndi á brEytingaskEiði

Rannsaka þarf á ný ýmis lyf því prófanir hafa nær alfarið verið gerðar á körlum.

Rannsókn á læknum sem beita óhefðbundnum lækningaaðferðum hér á landi.

Lág tíðni andvana fæðinga hér á landi og framfarir í rannsóknum á orsökum.

Líffræðileg breyting í heila kvenna rétt fyrir breytingaskeiðið uppgötvuð.

Síða 2

Síða 4

Síða 5

Síða 6


—2—

13. júní 2014

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur nú minnkað ráðlagðan skammt af svefnlyfinu Ambien um helming fyrir konur. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Minnka sýklalyfjanotkun á Norðurlöndum Gangi tillögur sænska stjórnmálamannsins Bo Könberg eftir mun sýklalyfjanotkun á Norðurlöndunum vera sú minnsta í Evrópu að fimm árum liðnum. Í vikunni afhenti hann Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra skýrslu sína með tillögum til norrænna félags- og heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn og brýnustu verkefni norræns samstarfs á sviði heilbrigðismála. Kristján Þór tók við skýrslunni fyrir hönd Íslands sem gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Tillögurnar fjalla um uppáskriftir sýklalyfja, mjög sérhæfðar meðferðir, sjaldgæfa sjúkdóma, rannsóknir byggðar á gögnum úr sjúkraskrám, lýðheilsu, misrétti í heilbrigðismálum, hreyfanleika sjúklinga, rafræna heilbrigðisþjónustu og tæknimál, geðlækningar, viðbúnað í heilbrigðismálum, lyf, starfsmannaskipti og sérfræðinga í löndum ESB. Við afhendinguna sagði Bo Könberg að brýnasta verkefnið væri að bregðast á kröftugan hátt við sýklalyfjanotkun og koma þannig í veg fyrir að þau tapi virkni sinni. „Því miður er sú þróun þegar hafin. Þó að notkun sýklalyfja sé ekki mikil á Norðurlöndum er ástæða til að við tökum ákvörðun um að draga úr uppáskriftum fyrir sýklalyfjum þannig að þær verði fæstar miðað við önnur Evrópulönd að fimm árum liðnum.“ Könberg lagði til að Norðurlöndin myndu beita sér í þessum efnum á alþjóðavísu og að auðugustu löndin verji 75 milljörðum sænskra króna á næstu 5 árum til þróunar á nýjum sýklalyfjum. 

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is . Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is . Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

Endurskoða skammtastærðir lyfja eftir kynjum Lyf hafa ekki sömu áhrif á karla og konur og því er þörf að rannsaka á ný lyf sem lengi hafa verið á markaðnum. Hingað til hafa rannsóknir á lyfjum að mestu leyti verið gerðar á körlum eða karlkyns tilraunadýrum því hormónar kvenna trufla niðurstöður. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum 60 Minutes og í framhaldinu tilkynnti Bandaríska matvælaog lyfjaeftirlitið að búið væri að minnka ráðlagða skammta til kvenna af algengasta svefnlyfinu þar í landi.

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

S

amkvæmt niðurstöðum nýrra bandarískra rannsókna þarf að endurskoða skammtastærðir lyfja því áhrif þeirra eru ekki þau sömu á konur og karla. Hingað til hafa lyfjarannsóknir að mestu verið gerðar á körlum eða karlkyns tilraunadýrum því það var talið hentugra því prófanir truflast vegna hormónaflæðis kvenna og kvenkyns tilraunadýra. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum 60 Minutes í febrúar síðastliðnum. Í þættinum kom fram að í lyfjarannsóknum sé munurinn á milli kynjanna stórlega vanmetinn og að lyf geti haft gjörólík áhrif á konur og karla. Í framhaldi af umfjöllun 60 Minutes tilkynnti Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið að búið væri að minnka ráðlagða skammta af Ambien, algengasta svefnlyfinu þar í landi, um helming fyrir konur. Lyfið er þekktast undir heitinu Zolpidem. Rannsóknir höfðu sýnt að karlar og konur vinna á ólíkan hátt úr lyfinu. Að morgni dags er því meira eftir af lyfinu í líkama kvenna. Afleiðingarnar geta verið hættulegar og meðal annars þær að hættulegt getur verið fyrir konur að aka bifreið. Búist er við því að í ágúst á þessu ári muni Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið senda frá sér aðgerðaáætlun um hvernig betur megi standa að lyfjaprófunum með tilliti til þessa munar á kynjunum. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að fyrirséð sé að aðgerðaáætlunin muni hafa veruleg áhrif. Í þættinum kom fram að afleiðingin gæti orðið sú að framkvæma þurfi á ný rannsóknir á mörgum lyfjum sem lengi hafa verið á markaðnum. Lesley Stahl fjallaði um mismunandi áhrif lyfja á kynin í sjónvarpsþættinum

60 Minutes fyrr á árinu. í þættinum kom fram að mismunandi áhrif lyfja á kynin hafi verið stórlega vanmetin. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Farsímar geta minnkað frjósemi Karlar sem geyma farsímann í buxnavasanum gætu með minnkað líkur á að eignast barn, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar hjá Exeter háskóla og birtar voru í tímaritinu Environment International. Eldri rannsóknir einnig hafa sýnt fram á að tíðni rafsegulgeislunar frá slíkum tækjum geti haft skaðleg áhrif á frjósemi karla. Fyrir rannsókninni fór dr. Fiona

Mathews og að hennar sögn benda niðurstöðurnar sterklega til þess að geislar frá farsíma hafi neikvæð áhrif á gæði sæðis. „Niðurstöðurnar eru sérstaklega mikilvægar fyrir karla sem eru þegar í áhættu að glíma við ófrjósemi,“ segir hún. Flestir karlar í heiminum eiga farsíma og er talið að um 14 prósent para í hinum vestræna heimi glími við ófrjósemi.


—3—

16. júní 2014

Nýtt ofnæmislyf í lausasölu Desloratadine ratiopharm Lyfis heldur áfram að auka úrval lausasölulyfja á Íslandi. Nýjasta lyfið í lausasölu er ofnæmislyfið Desloratadine ratiopharm og er það eina ofnæmislyfið sinnar tegundar á Íslandi sem selt er án lyfseðils. Desloratadine ratiopharm er of­ næmislyf sem veldur ekki syfju. Það hjálpar við að hafa hemil á ofnæmis­ viðbrögðum og einkennum þeirra með því að hindra verkun ofnæmisvakans hista míns. Desloratadine ratiopharm er fljótt að virka og verkun þess varir allan sólarhringinn, svo eingöngu er þörf á að taka það einu sinni á dag. Lyf sem innihalda virka efnið des­ loratadin, eins og Desloratadine ratiopharm, hafa eingöngu verið fáan­ leg gegn framvísun lyfseðlis hingað til. Mismunandi er hvaða ofnæmislyf henta og því getur fólk þurft að prófa sig áfram til að finna rétta lyfið. Des­ loratadine ratiopharm er nýr valkostur í lausasölu fyrir fólk sem hingað til hefur þurft að fá lyfið eftir ávísun frá lækni.

Eins og nafnið gefur til kynna er virka efnið desloratadin talsvert skylt efninu loratadini (sem meðal annars er innihaldsefni í Loratadin Lyfis), en loratadin er óvirkt efni sem umbreytist í líkamanum í virka efnið desloratadin. Með desloratadini er búið að taka út umbreytingarskrefið úr óvirku efni í virka efnið. Desloratadine ratiopharm munn­ dreifitöflur leysast hratt upp í munni eða maga. Lyfið er fáanlegt án lyfseð­ ils í tíu og þrjátíu stykkja pakkningum og er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára. Mikilvægt er að lesa fylgiseðil lyfsins fyrir notkun og kynna sér helstu varúðarreglur. Stutta samantekt um lyfið má lesa hér á eftir.

2virk4 ni

klst.

Ofnæmiskvef Ofsakláði Desloratadine ratiopharm er ætlað til að draga úr einkennum ofnæmiskvefs og einkennum ofsakláða

Ofnæmiskvef, einkenni:  Hnerri  Nefrennsli og kláði í nefi  Kláði í efri gómi  Kláði i augum  Rauð og tárvot augu Ofsakláði, einkenni:  Kláði  Ofsakláði Léttir þessara einkenna varir allan sólarhringinn.

Desloratadine ratipharm eru litlar munndreifitöflur sem leysast hratt upp í munni eða maga og má taka inn án þess að drekka með vökva, þó það henti engu að síður líka. Munndreifitöflurnar eru með tutti frutti bragði og innihalda ekki laktósa.

Unnið í samvinnU við LYFIS

Nasofan nefúði við ofnæmisbólgum

Einkenni frá nefi vegna ofnæmis geta verið nefstífla, nefrennsli, kláði í nefi og hnerri. Með því að gefa barkstera staðbundið í nef er hægt að hafa áhrif á þessi algengu ofnæmiseinkenni frá nefi.

Í fyrsta sinn á Íslandi fæst nú nefúði í lausasölu í apótekum sem inniheldur barkstera og notaður er við árstíðabundnum ofnæmisbólgum í nefi. Sambærileg lyf hafa hingað til eingöngu verið fáanleg gegn ávísun læknis.

√ Nefstífla √ Nefrennsli Nasofan nefúðinn inniheldur bark­ sterann fluticason própíónat. Bark­ sterar eru mjög virk bólgueyðandi efni sem hindra myndun ýmissa boðefna í ónæmiskerfinu, meðal annars í ofnæmi. Einkenni frá nefi vegna ofnæmis geta verið nefstífla, nefrennsli, kláði í nefi og hnerri. Með því að gefa barkstera stað­ bundið í nef er hægt að hafa áhrif á þessi algengu ofnæmiseinkenni frá nefi.

Ráðlagður skammtur fyrir full­ orðna, 18 ára og eldri, er einn til tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag, helst að morgni. Auka má skammt í mest tvö úðaskammta í hvora nös tvisvar á dag þar til einkenni minnka og halda þá áfram að nota venjulegan skammt. Það getur tekið nokkra daga fyrir lyfið að virka þrátt fyrir reglulega notkun. Þegar bati hefur náðst á að halda áfram að nota minnsta

√ Kláði í nefi √ Hnerri

skammt sem þarf til að hafa stjórn á einkennum. Ráðlagt er að hefja meðferð við frjókornaofnæmi eins fljótt og hægt er, jafnvel áður en frjókornatímabilið hefst. Nasofan nefúðinn fæst án lyfseð­ ils á góðu verði í öllum apótekum. Án ávísunar frá lækni er Nasofan eingöngu ætlaður einstaklingum 18 ára og eldri. Mikilvægt er að lesa fylgiseðil lyfsins fyrir notkun og kynna sér notkunarleiðbein­

Nasofan nefúðinn inniheldur barksterann fluticason própíónat og er fyrsta og eina lyfið sinnar tegundar sem fæst nú án lyfseðils á Íslandi.

ingar og helstu varúðarreglur. Stutta samantekt um lyfið má sjá hér á eftir. Unnið í samvinnU við LYFIS


—4—

13. júní 2014

Góður árangur með

Hundar finna blöðruhálskirtilskrabbamein

Meiri líkur eru á að fólki takist að hætta að reykja noti það rafrettur en aðrar aðferðir, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í University College í London. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í tímaritinu Addiction og sýndu að 20 prósent þátttakenda tókst að hætta að reykja með því að nota rafrettur í stað

Hægt er að þjálfa hunda til að þefa af þvagi og komast að því hvort fólk sé með blöðruhálskirtilskrabbamein, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var á Humanitas Research spítalanum í Mílanó á Ítalíu. Við rannsóknina voru tveir hundar sérstaklega þjálfaðir til að þefa uppi blöðruhálskirtilskrabbamein og höfðu þeir rétt fyrir sér í 98 prósent tilfella. Notuð voru þvagsýni úr 677 manns. Þar af voru 320 með blöðruhálskirtilskrabbamein á mismunandi stigum en 357 ekki. Meinið gefur frá sér efni og nema hundar lyktina af því. Að sögn vísindamanna sem að rannsókninni stóðu sýna niðurstöðurnar að þefskyn hunda geti komið að góðum notum við greiningu á blöðruhálskirtilskrabbameini. Aðferðin kosti lítið og feli ekki í sér nein inngrip fyrir sjúklinginn.

rafrettum

hefðbundinna sígarettna. 10,1 prósent þeirra sem notuðu nikótín-vörur eins og plástra, tókst að hætta en 15,4 prósent tókst að hætta með viljastyrkinn einan að vopni. Í rannsókninni var fylgst með tæplega 6000 reykingamönnum á árunum 2009 til 2014 og reyndu allir þátttakendur að hætta án faglegrar hjálpar eða

lyfseðilsskyldra lyfja. Að sögn vísindamanna benda niðurstöðurnar til þess að rafrettur séu hentug lausn til hjálpa fólki að hætta að reykja. Þær innihalda nikótín sem fólk andar að sér í gegnum vatnsgufu en ekki reyk.

Legsteinar Mikið úrval af fylgihlutum Vönduð vinna

Steinsmiðjan Mosaik Stofnað 1952

Einn læknirinn ráðleggur lestur á ákveðnum sjálfshjálparbókum til að ná stjórn á lífinu og breyta hegðunarmynstri.

Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is

AHC samtökin óska eftir styrkjum til að vinna að grunnrannsóknum á Alternating Hemiplegia of Childhood auk þess að stuðla að kynningu á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Reikningsnúmer samtakanna er 0319-13-300200 kt. 5905091590 Upplýsingar um AHC er að finna á heimasíðu AHC samtakanna www.ahc.is

Sveinn Guðmundsson, doktorsnemi í mannfræði, hefur tekið viðtöl við sextán lækna og sextán hjúkrunarfræðinga sem einnig beita óhefðbundnum lækningaaðferðum í störfum sínum. Ljósmynd/Hari

Rannsakar óhefðbundnar lækningaaðferðir Doktorsnemi í mannfræði rannsakar hjúkrunarfræðinga og lækna sem einnig beita óhefðbundnum lækningaaðferðum. Læknarnir óttast frekar en hjúkrunarfræðingarnir að vera álitnir óvísindalegir og halda sig því innan ákveðins ramma.

Finnur þú fyrir breytingaskeiðseinkennum? 100% náttúruleg vara unnin úr macarót. Rannsóknir sýna að Femmenessence getur bætt líðan kvenna á breytingaskeiði. Femmenessence styður við hormónaframleiðslu líkamans.

Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna Við erum á facebook

www.facebook.com/Femmenessence.is www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

S

veinn Guðmundsson, doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands, leggur nú lokahönd á rannsókn sína á læknum og hjúkrunarfræðingum sem einnig beita óhefðbundnum lækningaaðferðum við störf sín. Niðurstöðurnar gefa til kynna að hluti hjúkrunarfræðinga og lækna á Íslandi hafi opinn huga gagnvart sambandi hugar og líkama. Í BA-verkefni sínu í mannfræði skrifaði Sveinn um nýaldarfræði og í MAverkefninu tók hann viðtöl við fólk sem vinnur við óhefðbundnar lækningar. „Það vakti athygli mína að meðal fólks sem starfaði við óhefðbundnar lækningar voru nokkrir hjúkrunarfræðingar og því ákvað ég að doktorsverkefnið yrði rannsókn á læknum og hjúkrunarfræðingum sem nota einnig óhefðbundnar aðferðir,“ segir hann. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hjúkrunarfræðingar eru óhræddari við gagnrýni á aðferðir sínar en læknarnir. Árið 2010 var til að mynda stofnuð fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun sem stuðlar að notkun annars konar meðferða sem rannsóknir hafa sýnt fram á að geta gagnast til viðbótar við hefðbundnar, til dæmis fyrir krabbameinssjúklinga. „Margir læknanna óttast að fá á sig þann stimpil að vera óvísindalegir og halda sig því

alltaf innan ákveðins ramma. Þeir studdust því frekar við niðurstöður vísindalegra rannsókna í viðtölunum.“ Sveinn segir að fólkið í geirunum tveimur, óhefðbundnum og hefðbundnum lækningum, sé oft að ræða um sömu hlutina þó það noti sitt hvort tungumálið. Það sé hluti af ágreiningnum þó til staðar sé sameiginlegur grunnur. „Mig langar að skilja báða hópana. Það er ekki þannig að annar hafi rétt fyrir sér en hinn rangt. Þetta er miklu flóknara en svo.“ Læknarnir sem Sveinn ræddi við voru óviljugir að ávísa sjúklingum lyfjum þegar þeir vissu fyrir víst að aðrar aðferðir væru betri til langframa, eins og til dæmis lífsstílsbreytingar. „Til að koma óhefðbundnu aðferðunum að þurfa læknarnir að ná góðum tengslum við skjólstæðinga sína og það getur tekið tíma. Þeir þurfa að fá fólk til að skynja að þeir séu með þeim í þessu. Oft er mannekla á heilbrigðisstofnunum og frammi bíða margir svo ekki er alltaf tími til að mynda þessi tengsl.“ Stefna á vinnustaðnum, yfirmenn og viðhorf ræður því hvernig læknum og hjúkrunarfræðingum gengur að innleiða óhefðbundnar lækningaaðferðir. Margir hjúkrunarfræðinganna vinna við óhefðbundnar lækningar í hlutastarfi og eru með sína eigin stofu. Óhefðbundnu aðferðirnar sem læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir beita

eru af ýmsum toga, til dæmis nálarstungur, dáleiðsla, slökunarnudd og samtal um lífssöguna. „Sumir viðmælendanna ræddu einnig um að streita hafi áhrif á vöðvabólgu og öllum var þeim samband hugar og líkama hugleikið. Nokkrir þeirra ráðleggja fólki að kynna sér jóga og hugleiðslu. Einn læknirinn ráðleggur stundum að lesa ákveðnar sjálfshjálparbækur til að ná stjórn á lífinu og breyta hegðunarmynstri.“ Sveinn segir breyttar áherslur þeirra lækna og hjúkrunarfræðinga sem hann ræddi við í takti við viðhorfsbreytingar almennt hér á Íslandi. „Með aukinni áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jóga og hugleiðslu eru óhefðbundnar lækningar ekki eins langt úti á jaðrinum og áður. Það talar enginn lengur um fólk sem stundar jóga sem nýaldarhippa. Það er almennt talið hið eðlilegasta mál.“ Yfirleitt er orðið óhefðbundnar lækningar notað yfir hugtakið sem Sveinn rannsakar en hann segir marga ósátta við það heiti því það sé mjög ónákvæmt og nái yfir margar mjög ólíkar meðferðir. „Aðferðirnar eru óhefðbundnar miðað við það sem viðurkennt er í dag. Þó komu jurtalækningar fram á undan læknavísindunum. Það er því skilgreiningaratriði hvað er óhefðbundið og hvað ekki. Í Gíneu-Bissá er þetta til dæmis öfugt. Grasa- og andalækningar eru álitnar hefðbundnar en hitt óhefðbundið.“


—5—

13. júní 2014

Mikilvægt fyrir foreldra að fá svar Þegar börn deyja á meðgöngu eða í fæðingu er boðið upp á nákvæmar rannsóknir svo foreldrar fá í flestum tilvikum svör við ástæðu andlátsins. Sýni eru send til íslensks meinafræðins í Flórída sem hefur sérhæfingu í rannsóknum á andvana fæddum börnum og fóstrum. Árið 1995 fékkst svar í helmingi tilfella en núna í tveimur þriðju hluta.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir andvana fæðingu. Undirliggjandi ástæður geta verið hjá barninu, móðurinni eða í umhverfinu en oft eru það ýmsir samverkandi þættir. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

Þ

egar börn deyja burðarmálsdauða er hægt að fá svör við orsökinni í tveimur þriðju tilfella og segir Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Kvenna- og barnasviði Landspítalans, það miklu skipta fyrir foreldra. „Árið 1995 fékkst svar í helmingi tilfella en núna í tveimur þriðju hluta. Við leggjum mikla áherslu á að komast að ástæðunum, sérstaklega fyrir næstu meðgöngu,“ segir hún. Helstu rannsóknirnar eru sýklaræktanir, blóðprufur, fylgjurannsókn og krufning en sýni eru send til íslensks meinafræðings í Flórída, Þóru Steffensen, sem er með sérhæfða menntun á sínu sviði og rannsakar andvana fædd börn og fóstur. „Við fáum oft mjög nákvæm svör við ástæðu dauðsfallsins frá henni,“ segir Ragnheiður. Þegar börn deyja í móðurkviði fyrir tuttugustu og aðra viku meðgöngu er talað um fósturlát en þegar börn fæðast andvana eftir þann tíma eða deyja á fyrstu viku er talað um burðarmálsdauða. Hér á landi deyja um fimmtán til tuttugu börn á ári eða þrjú til fjögur af hverjum þúsund fæddum börn sem er með því lægsta sem gerist í heiminum. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að barn deyr. Undirliggjandi ástæður geta verið hjá barninu, móðurinni eða umhverfinu en oft eru það ýmsir samverkandi þættir. Með fósturgreiningum hefur börnum sem deyja vegna meðfæddra galla fækkað en Ragnheiður segir þá ákvörðun að rjúfa meðgöngu vegna fósturgalla líka vera mikinn missi og sorg. Móðir getur verið með undirliggjandi alvarlega sjúkdóma sem geta leitt til andvana fæðingar eða með leghálsbilun sem veldur því að fæðingin fer að stað löngu fyrir tímann og barnið deyr þá vegna mikils vanþroska. Ýmsir sjúkdómar sem geta komið upp hjá áður hraustri konu svo sem meðgöngueitrun geta leitt til andvana fæðingar og auk þess geta vandamál með fylgju eða naflastreng orðið til þess að barnið deyr án fyrirboða. Einstaka sinnum verða ófyrirséð áföll í fæðingunni sem valda því að barn deyr, eins og rof á legi, naflastrengsframfall eða axlarklemma en Ragnheiður segir það sem betur fer afar fátítt. Þegar börn látast í móðurkviði er yfirleitt mælt með fæðingu um leggöng en algengt er að fyrstu viðbrögð foreldra séu að þeir vilji að barnið sé tekið með keisaraskurði. Ragnheiður segir að í flestum tilfellum sé eðlileg fæðing betri kostur. „Því fylgir minni áhætta fyrir móðurina, hún verður fljótari að jafna sig líkamlega og kemst fyrr heim. Hún fær góðan stuðning í fæðingunni og eftir hana. Í næstu meðgöngu er líka betra að vera ekki með ör í leginu eftir keisaraskurð. Eftir á eru flestir foreldrar sáttir við eðlilega fæðingu. Þetta er barnið þeirra og fæðingin er hluti af sorgarferlinu.“ Lögð er áhersla á að fylgja foreldrum eftir og fylgjast með líkamlegri og andlegri heilsu og veita ráðgjöf fyrir næstu þungun. „Annað barn kemur aldrei í staðinn fyrir það sem lést en það er samt mikilvægt að finna að lífið heldur áfram.“ Andvana fæðing er líka áfall fyrir heilbrigðisstarfsfólk og segir Ragnheiður lækna og ljósmæður vinna þétt saman og styðja hvert annað. Þá er djákni og sálfræðingur á deildinni sem starfsfólki stendur til boða að ræða við. „Við sækjumst sérstaklega eftir því að fá að fylgja þessum foreldrum eftir á næstu meðgöngu. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá líka að gleðjast með þessum fjölskyldum.“

Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga

Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Kvenna- og barnasviði Landspítalans.

Þetta er barnið þeirra og fæðingin er hluti af sorgarferlinu.

Prófaðu ALTA frá Oticon Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift

Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma

Sími 568 6880

að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum.

| www.heyrnartækni.is |

Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880


—6—

13. júní 2014

Hljómgæði með hæstu einkunn Dönsku heyrnartækin LiNX frá ReSound tengjast þráðlaust við iPhone, iPad og iPod. Í óháðri rannsókn gaf hópur heyrnartækjanotenda þeim hæstu einkunn. Heyrnartól fyrir snjalltækin og hægt er að tengja þau við iPhone, iPad og iPod. Tækin eru svo fíngerð að þau sjást varla þegar þau eru komin á bak við eyrun. Heyrnartækin frá ReSound eru fáanleg hjá Heyrn og þar eru einnig allar gerðir af heyrnartækjum sem henta mismunandi heyrnartapi og lífsstíl. Ellisif Katrín Björnsdóttir er löggiltur heyrnarfræðingur og starfar hjá Heyrn sem er einkarekin heyrnarþjónusta, stofnuð árið 2007. Að hennar sögn minnkar heyrnarskerðing lífsgæði og getu til að sinna vinnu og námi. „Þegar möguleikinn á því að eiga snurðulaus samskipti er skertur getur það valdið félagslegri einangrun. Algengt er að fólk hætti að vinna og að taka þátt í öðru sem það hefur gaman að þegar heyrnin tapast,“ segir hún. Margir halda að allir aðrir séu farnir að tala hratt og óskýrt, en í raun og veru er það visst tíðnisvið sem tapast úr heyrninni og því greinir fólk tal illa. „Það getur gerst að fólk viti ekki af því að það sé farið að tapa heyrn. Þegar sagt er við okkur að við séum farin að hvá, er rétt að bregðast við og fara í heyrnargreiningu. Ekki þarf tilvísun til að koma til okkar.“ Þegar nýr Apple búnaður kemur á markað stendur fólk í löngum röðum til að tryggja sér eintak en þegar kemur að því að kaupa heyrnartæki

Heyrnartækin frá ReSound er svo fíngerð að þau sjást varla þegar þau eru komin á bak við eyrun. Tækin eru fáanleg hjá Heyrn sem er einkarekin heyrnarþjónusta.

dregur fólk það árum saman, jafnvel þó það viti að slík tæki geti aukið lífsgæðin til muna. „Rannsóknir sýna að fólk bíður í um sjö ár að meðaltali frá því það grunar að það sé farið að heyra illa þangað til það gerir eitthvað í málunum og fær sér heyrnartæki. Það er einhver feimni ríkjandi gagnvart því að fá sér heyrnartæki,“ segir Ellisif.

LiNX heyrnartækin er búin Surround Sound by ReSound sem er einstök kringnæm hljóðvinnsla sem hermir eftir vinnslu mannseyrans. Með ReSound heyrnartækjum verður heyrnin notaleg og áreynslulaus og öll hljóð eru mjög greinileg og eðlileg. Þess vegna er talmál ætíð skýrt með góðum styrk sem auðvelt er að skilja. „Tilfinn-

ing fyrir umhverfinu breytist þegar maður tekur betur eftir og heyrir eðlilega á ný.“ Ef LiNX heyrnartæki týnist er hægt að nota tenginguna við iPhone til að finna það. Síminn getur staðsett tækin með GPS tækni. Ljós á símanum verður skærara eftir því sem hann er nær tækinu.

Hjá Heyrn getur fólk komið í greiningu og fengið lánuð tæki til reynslu. Nánari upplýsingar má nálgast á síðunni www.heyrn.is og á Facebooksíðunni Heyrn. UNNið Í SamviNNU við Heyrn

Þunglyndi algengt rétt fyrir

breytingaskeiðið Spírandi ofurfæði

Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði Sölustaðir Höfuðborgarsvæðið: Fjarðarkaup, Grænium Hlekkurinn, Hagkaup, Lifandi Markaður Útsölustaðir: Bónus allt land. og Melabúðin. Um land allt: Bónus, Krónan, Nóatún, Kaskó, Nettó, Samkaup Úrval og Strax.

Aðrir: Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, www.ecospira.is Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.

Hrotu-Baninn heldur efri öndunarvegi opnum og þannig eiga hroturnar að minnka eða hverfa alveg. Þú ættir að finna mun strax eftir fyrstu nóttina. Leiðbeiningar fylgja bæði á íslensku og ensku. Þú getur skilað Hrotu-Bananum innan 45 daga frá afhendingu ef þér finnst hann ekki standa undir væntingum og fengið endurgreitt. (Að frádregnum pökkunar- og sendingarkostnaði).

Eftirtalin apótek og www.heilsubudin.is selja Hrotu-Banann: Akureyrarapótek, Kaupangi Lyfjaver, Suðurlandsbraut 22 - Borgarapótek, Borgartúni 28 - Garðsapótek, Sogavegi 108 Urðarapótek, Grafarholti - Árbæjarapótek, Hraunbæ 115 - Apótek Garðabæjar, Litlatúni 3 Reykjavíkurapótek, Seljavegi 2 - Apótek Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11.

Konur sem eru að komast á breytingaskeiðið hafa meira magn en aðrar af ákveðnu próteini í heila sem tengt hefur verið við þunglyndi, að því er kemur fram á vefnum Science Daily. Rannsókn sem gerð var af vísindamönnum hjá Centre for Addiction and Mental Health leiddi þetta í ljós og voru niðurstöðurnar birtar í tímaritinu JAMA Psychiatry. Niðurstöðurnar þykja skýra hvers vegna hátt hlutfall kvenna fær í fyrsta sinn á ævinni þunglyndi rétt fyrir breytingaskeiðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem uppgötvuð hefur verið líffræðileg breyting, tengd

þunglyndi, í heila kvenna rétt fyrir breytingaskeiðið,“ segir dr. Jeffrey Meyer, vísindamaður hjá teyminu sem að rannsókninni vann. Hjá konum á aldrinum 41 til 51 árs fannst mun meira magn af efninu mónóamín oxidasa-A, sem skammstafað er MAO-A. Rétt fyrir breytingaskeiðið er algengt að konur finni fyrir skapsveiflum og gráti oftar en vanalega. Þá er þekkt að hjá konum á þessum aldri fái 16 til 17 prósent alvarlegt þunglyndi í fyrsta sinn á ævinni. Svipað hlutfall fær vægt þunglyndi. MAO-A er ensím sem brýtur niður efni eins og sero-

tónín, norepinephrine og dópamín sem stuðla að jafnvægi í skapi. Þegar verið var að rannsaka hvort mikið magn MAO-A gæti útskýrt skapsveiflur rétt fyrir breytingaskeiðið voru teknar sneiðmyndir af heila þátttakenda í þremur hópum. Einn hópurinn var á barneignaraldri, annar rétt undir aldri breytingaskeiðsins og sá þriðji á breytingaskeiðinu. Að meðaltali var 34 prósent meira af MAO-A í konum rétt fyrir breytingaskeiðið en hjá konum á barneignaraldri. Um 16 prósent meira af MAO-A var hjá konum rétt fyrir breytingaskeiðið en hjá konum á breytingaskeiðinu.


Geratherm Family line infection control Þvagsýkingarpróf 3 strimlar í pakka GER-102030

1.750 kr.

early detect Þungunarpróf Greinir þungun með 99% öryggi fjórum dögum fyrir áætlaðar blæðingar GER-102020

750 kr.

ovu control Frjósemispróf - margnota Nákvæmt og einfalt í notkun GER-102010

8.950 kr.

Íslenskar leiðbeiningar

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • eirberg@eirberg.is • Sími 569 3100 • eirberg.is


—8—

13. júní 2014

Flugáhafnir líklegri til að fá krabbamein Ákveðin krabbamein eru algengari meðal flugáhafna en fólks almennt. Rannsóknir hafa snúist um hvort geislun úr geimnum hafi þar áhrif en talið er að önnur atriði eins og óreglulegur vinnutími og aðrir lífsstílstengdir þættir geti haft þýðingu. Flug til og frá Íslandi fer yfir pólsgeislasvæði þar sem er meiri jónandi geislun en annars staðar á hnettinum og því hugsanlega meiri krabbameinshætta.

Undirhópar flugáhafna, sem greinast tíðar með krabbamein er fólk með langan starfsaldur og fólk sem hefur unnið á þeim gerðum af flugvélum sem fljúga mjög hátt. Máli skiptir hvort fólk hafi flogið með þotum eða eldri gerðum flugvéla. Þær eldri flugu ekki eins hátt og því var minni hætta á geimgeislun. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Dagný HulDa ErlEnDsDóttir

F

ólk í flugáhöfnum er líklegra en annað til að fá ákveðin krabbamein. Athyglin hefur beinst að sortuæxlum í húð og brjóstakrabbameini. Niðurstöður rannsókna benda til að hættan geti jafnvel verið meiri hjá íslenskum flugáhöfnum en öðrum, ef til vill vegna þess að nær allt flug til og frá Íslandi er yfir pólsgeislasvæði en á því svæði er meiri jónandi geislun en á öðrum flugleiðum. „Hjá flugmönnum er nýgengi sortuæxla um tvisvar sinnum tíðara en hjá körlum almennt. Hlutföllin hjá okkur hér á Íslandi eru ansi há og í sumum undirflokkum er hættan tíföld,“ segir Vilhjálmur Rafnsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hjá flugfreyjum er brjóstakrabbamein fimmtíu prósent tíðara en hjá konum almennt en hjá þeim komu einnig fram sortuæxli í húð. Þetta voru niðurstöður samnorrænnar rannsóknar, sem birtar voru fyrir einu og hálfu ári. Langan fylgitíma og stóra hópa þarf til að fylgjast með hvort eitthvað í starfsumhverfi leiði til krabbameina og því liggja ekki fyrir niðurstöður um krabbameinsáhættu kvenna sem eru flugmenn. Á árum áður voru flugþjónar ekki marktækur rannsóknarhópur, vegna ytri aðstæðna. Til stendur að rannsaka nýgengi

krabbameina hjá flugáhöfnum nánar á næstunni og hefur Háskóli Íslands auglýst launaða stöðu doktorsnema til að vinna að þeirri rannsókn undir stjórn Vilhjálms.

Er orsakir að finna í geimgeislun?

Undirhópar flugáhafna, sem greinast tíðar með krabbamein er fólk með langan starfsaldur og fólk sem hefur unnið á þeim gerðum af flugvélum sem fljúga mjög hátt. „Það skiptir máli hvort fólk hafi flogið með þotum eða eldri gerðum af flugvélum. Þær eldri flugu ekki eins hátt og því var hættan á geimgeislun minni,“ segir Vilhjálmur. Geimgeislun kemur utan úr geimnum en það dregur mikið úr henni þegar hún fer í gegnum þéttari hluta gufuhvolfsins. Við sjávarmál er mikil vörn af þéttu gufuhvolfinu fyrir geimgeisluninni. Algeng flughæð nú til dags er 30.000 fet eða tíu kílómetrar og er geimgeislunin þar öðruvísi og meiri en jónandi geislun af þessum uppruna nær jörðu eða við sjávarmál. Stundum er jafnvel flogið í 40.000 feta hæð og segir Vilhjálmur muna um það, með tilliti til geislunar. Í svo mikilli hæð nýtur varnar gufuhvolfsins síður við. „Geislar og partar úr atómum eru á ferð þarna uppi og eru þeir hluti af geisluninni. Geim-

geislarnir rekast til dæmis á efni í flugvélinni og það gefur annars stigs geislun. Atómin geta vegna þessa brotnað og sundrast í árekstrum þannig kjarnahlutar og smærri einingar atómanna geta komið fram og þannig orðið hluti af þessari jónandi geislun.“ Jónandi geislun sem flugáhafnir verða fyrir er ekki mikil að magni til en fylgir stöðugt vinnunni. Samt sem áður er farið að líta á flugáhafnir sem hópa sem eru útsettir fyrir jónandi geislun á sama hátt og starfsfólk í kjarnorkuverum eða á röntgen-deildum sjúkrahúsa. Vilhjálmur segir jónandi geislun notaða víða í samfélaginu, til dæmis við rannsóknir í iðnaði. „Með árunum hefur þekking á skaðlegum áhrifum jónandi geislunar aukist. Það hefur tekið áratugi að komast nær því hversu hættuleg hún er. Flugfélögin eiga að fylgjast með þessari útsetningu sinna starfsmanna og upplýsa þá um hættuna. Það þarf að fylgjast með og það gera flugfélögin fyrir sínar áhafnir. Það var ekki þannig áður fyrr en er orðið þannig núna.“

Pólsgeislun nálægt Íslandi

Svæðin í kringum norður- og suðurskautin eru í meiri geimgeislun en svæðin nær miðbaug á hnettinum. „Þetta þýðir að flug til og frá Íslandi er mikið til í mesta geimgeislasvæðinu á

jörðinni,“ segir Vilhjálmur. Segulpólarnir eru ekki nákvæmlega undir pólunum og á norðurhveli er segulpóllinn hliðraður í áttina að meginlandi Ameríku. „Það að fljúga með þotu frá Íslandi til New York þýðir að maður verður fyrir þeim skammti af jónandi geislum sem svarar til þess skammts sem menn verða fyrir þegar teknar eru af þeim tvær röntgenmyndir af lungunum.“ Vilhjálmur segir að pólsgeislasvæðið nái því talsvert niður í meginland Ameríku. „Nánast alla leiðina frá Íslandi til New York er flogið um pólsgeislasvæði. Þegar flogið er frá Íslandi austur til Evrópu er flogið út úr pólssvæðinu síðasta klukkutímann til Kaupmannahafnar. Þannig að pólsgeislasvæðið nær ekki eins langt niður þeim megin og það gerir að vestanverðu.“ Af þessum sökum verða flugáhafnir á flugleiðum til og frá Íslandi fyrir stærri geislaskammti en fólk sem flýgur innan Evrópu eða Bandaríkjanna þó flogið sé í sömu hæð og sömu vegalengd. Búið er að kortleggja geislunina nokkuð nákvæmlega og breytist hún eftir virkni sólar og því hvort sólgos eiga sér stað.

Lífsstíllinn skiptir máli

Ýmislegt er vitað um krabbamein hjá flugáhöfnum en ekki er hægt að slá því föstu að geimgeisluninni sé um

Revolution Macalibrium Macarót fyrir karlmenn

Revolution Macalibrium

®

Orku og úthald Beinþéttni Þyngdarstjórnun Frjósemi og grundvallarheilbrigði

Umboðsaðili: Vistor hf.

Hefur góð áhrif á:

Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu

Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is

Vilhjálmur Rafnsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Ljósmynd/Hari

að kenna því að í eldri rannsóknum er ekki hægt að sjá að flugáhafnameðlimir sem verða fyrir meiri geimgeislun en aðrir séu líklegri til að fá krabbamein. „Við vitum ekki í dag hvort á að skrifa krabbameinin á vinnuaðstæður þessa fólks eða hvort það eru aðrar ástæður en gengur og gerist hjá almenningi. Í nýju rannsókninni, sem nú er fyrirhuguð á íslenskum flugáhöfnum, verður mögulegt að taka tillit til ýmissa lífsstílsþátta og barneigna kvenna en þær hafa mikið að segja í sambandi við brjóstakrabbamein. „Því fyrr á ævinni sem konur eignast sitt fyrsta barn, því minni líkur eru á að þær fái brjóstakrabbamein síðar á lífsleiðinni. Það er mikill munur á konum sem eignast fyrsta barn fyrir tvítugt og þeim sem eignast það eftir 35 ára aldur. Þessi munur kemur fólki mjög á óvart. Brjóstakrabbameinshættan er helmingi meiri hjá konum sem eignast fyrsta barn svona seint á ævinni.“ Fyrir um fjórtán árum síðan voru sólbaðsvenjur hjá íslenskum flugáhöfnum kannaðar og segir Vilhjálmur að munurinn á þeim og öðrum Íslendingum hafi ekki verið áberandi, þó flugfólk hafi vissulega haft fleiri tækifæri til að ferðast til sólarlanda en almenningur. „Hins vegar notaði flugfólkið meira af sólarvörn en gengur og gerist. Þá


—9—

13. júní 2014

Flugmenn eru tvöfalt líklegri til að fá sortuæxli í húð en karlar almennt.

Óljós áhrif vaktavinnu

Á undanförnum árum hafa vísindamenn velt vöngum yfir því hvort krabbameinshætta geti hugsanlega fylgt vaktavinnu. „Flugáhafnir eru vegna þessa áhugaverður hópur því ekki aðeins vinna þær á undarlegum tímum sólarhringsins miðað við heimabyggðina, heldur fljúga þær yfir tímabelti. Þetta er ekki venjuleg vaktavinna. Það er því sérstakur ruglingur sem getur komið á hina líffræðilegu tímaklukku líkamans. Okkur hefur ekki verið unnt, í fyrri rannsóknum, að taka fullt tillit til þessa.“ Allt upp undir helmingur af flugi frá Íslandi vestur um haf fer yfir fimm eða fleiri tímabelti, en flug til Evrópu fer yfirleitt ekki yfir fleiri en tvö tímabelti. Vilhjálmur segir því erfitt að greina á milli hvort vélar hafi verið að fljúga austur eða vestur því þær fari sitt og hvað og flugfólkið sömuleiðis.

Góðar aðstæður á Íslandi

Hér á Íslandi eru góðar aðstæður til að rannsaka tíðni krabbameina hjá flug-

Stuðningshlífar

áhöfnum því krabbameinsskráin er mjög nákvæm og góð. Í sameiningu gera Norðurlöndin rannsóknir á starfsstéttum. Í hverju landi er tiltölulega fátt flugfólk en ef fjöldinn er lagður saman verður úr nokkuð stór hópur. Á Norðurlöndunum eru til samans um 10.000 flugmenn og 20.000 til 30.000 flugfreyjur og flugþjónar. Á Norðurlöndunum eru öll krabbamein skráð, hvort sem unnt er að lækna þau eða ekki og gerir það rannsóknir enn nákvæmari. Í sumum löndum er aðeins hægt að skoða tíðni krabbameins eftir dánarmeinaskrám og verða rannsóknirnar þá ekki eins nákvæmar því þá fara ekki inn mein sem tekist hefur að lækna. Brjóstakrabbamein og húðkrabbamein, sem eru tíðari meðal flugfólks, eru í flestum tilvikum læknanleg. Um 90 prósent kvenna hér á landi sem fá brjóstakrabbamein lifa í fimm ár eða lengur eftir greiningu en oft er miðað við þau tímamörk. „Því er ekki síst að þakka að greiningin er yfirleitt fyrr á ferðinni núna en áður var og meðferðin árangursríkari. Sama á við um húðkrabbameinin og gildir það einnig um illkynja mein eins og sortuæxli,“ segir Vilhjálmur.

Frekari rannsóknir á næstu árum

Háskóli Íslands hefur auglýst launaða stöðu doktorsnema til að rannsaka hættu á krabbameini hjá flugáhöfnum enn frekar og er umsóknarfrestur til

Stuðningshlífar fást einnig í Lyfju, Reykjavíkurapóteki og Apóteki Vesturlands

20. júní næstkomandi. Doktorsverkefnið mun byggja á hópsafni atvinnuflugmanna, flugfreyja og flugþjóna sem byrjað var að vinna með hér á landi árið 1996 og hefur verið tengt dánarmeinaskrá og krabbameinskrá. Fyrirhugaðar rannsóknir á íslenskum flugáhöfnum verða betri en fyrri rannsóknir, einkum vegna þess að unnt verður að meta betur starfstíma og geislaálag, og eftirfylgnin verður lengri, sem eykur tölfræðilegan styrk. Það sem einkum munar um er að hægt verður að meta þýðingu ákveðinna lífsstílsþátta. Í fyrri rannsóknum var ekki að fullu hægt að taka tillit til frjósemisþátta kvennanna en þeir tengjast brjóstakrabbameinshættu og verða upplýsingar um frjósemiþættina fengnar úr barneignaskrá. Með upplýsingum um sólbaðsvenjur og sólarlandaferðir flugáhafna, sem var aflað með spurningalistum árið 2001, verður hægt að ákvarða og taka tillit til útsetningar fyrir útfjólubláu ljósi sem er áhættuþáttur húðkrabbameina. Verkefnið er fjármagnað af styrk frá sjóðum ISAVIA undir umsjón Rannsóknarsjóðs Háskóla Íslands. „Við viljum rannsaka hvort flugáhafnirnar eru sambærilegar við aðra hvað varðar barneignir, sólböð og fleiri þætti sem skipta máli fyrir tilurð krabbameina þegar við erum að skoða þýðingu starfstíma, geislaálags og vaktavinnu í þessari flóknu spurningu,“ segir Vilhjálmur.

Hrotu-Baninn heldur efri öndunarvegi opnum og þannig eiga hroturnar að minnka eða hverfa alveg. Þú ættir að finna mun strax eftir fyrstu nóttina. Leiðbeiningar fylgja bæði á íslensku og ensku. Þú getur skilað Hrotu-Bananum innan 45 daga frá afhendingu ef þér finnst hann ekki standa undir væntingum og fengið endurgreitt. (Að frádregnum pökkunar- og sendingarkostnaði).

Eftirtalin apótek og www.heilsubudin.is selja Hrotu-Banann: Akureyrarapótek, Kaupangi Lyfjaver, Suðurlandsbraut 22 - Borgarapótek, Borgartúni 28 - Garðsapótek, Sogavegi 108 Urðarapótek, Grafarholti - Árbæjarapótek, Hraunbæ 115 - Apótek Garðabæjar, Litlatúni 3 Reykjavíkurapótek, Seljavegi 2 - Apótek Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11.

Hnakkastólar

Stuðningspúðar í stóla

Við léttum þér lífið Fastus ehf. býður upp á mikið úrval af stuðningshlífum, vinnustólum og hjálpartækjum fyrir þá sem eru með stoðkerfisvandamál.

FASTUS_H_30.06.14

var sólbruni í æsku ekki tíðari meðal flugfólks en annarra. Það hefur verið nánast gengið út frá því sem vísu að flugfólk fari oftar í sólbað en aðrir en sólargeislun, það er að segja útsetning fyrir útfjólubláu ljósi, er beintengd hættunni á að fá húðkrabbamein. Þetta verður hægt að skoða nákvæmar í nýju rannsókninni.“

Hjá flugfreyjum er brjóstakrabbamein helmingi algengara en hjá konum almennt.

Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á réttu lausninni fyrir þig.

Veit á vandaða lausn

Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is


— 10 —

13. júní 2014

Bætt aðstaða fyrir barnafjölskyldur á nýju sjúkrahóteli

Meira en bara blandari! • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með

Stefnt er að því að hönnun sjúkrahótels við Landspítala ljúki í mars á næsta ári. Sjúkrahótelið verður staðsett vestan við elstu byggingu spítalans. Sérstök áhersla verður lögð á að bæta aðbúnað barnafjölskyldna.

Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765

Sjúkrahótel Forsendur Stærðir:

G

angi fyrirætlanir eftir mun hönnun sjúkrahótels við Landspítala ljúka í mars á næsta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við bygginguna kosti um einn og hálfan milljarð en séu hönnun og lóðarframkvæmdir taldar með er kostnaðurinn tæpir tveir milljarðar. Sjúkrahótelið verður tæplega 4.000 fermetrar. Nýja sjúkrahótelið mun standa vestan megin við elstu byggingu Landspítala, nálægt fæðingardeild, barnaspítala og krabbameinsdeild. Að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra bráðasviðs Landspítala, mun skipta miklu fyrir öryggi sjúklinga að sjúkrahótelið sé staðsett í næsta nágrenni við spítalann. „Flestir gestir hótelsins þiggja þjónustu Landspítala. Náin tengsl sjúkrahússins og sjúkrahótelsins eru því forsenda þess að hótelið styðji við flæði og ferla

Sjúkrahótelið verður staðsett nálægt barnaspítala, fæðingardeild og krabbameinsdeild. Að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra bráðasviðs Landspítala, skiptir miklu fyrir öryggi sjúklinga að sjúkrahótelið sé í næsta nágrenni spítalans. Nú er sjúkrahótel Landspítala við Ármúla.

1. Áfangi – 77 herbergi (jafnvel færri) 44 einstaklingherbergi 23 fjölskylduherbergi 10 tveggja manna herbergi 3.990 m²

Sjúkrahótel

Gestir:

R a u ð a g e rð i 2 5 · 1 0 8 R

eykjav

ík · S

Nýútskrifaðir sjúklingar

Sjúklingar í læknismeðferð – göngudeildar

Aðstandendur sjúklinga

 Almennir gestir ími 4 40 18 00 · ww w.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér

Gamli spítali Meðferðarkjarni

Rannsóknastofur

2

sjúkrahússins og stuðli þannig að öryggi og hagkvæmni í rekstri. Á nýju sjúkrahóteli Landspítala verður hugað sérstaklega að því að bæta aðstöðu fyrir barnafjölskyldur.“ Þeir sem nýta sér þjónustu sjúkrahótels falla einkum í tvo hópa, að sögn Guðlaugar. Í fyrsta lagi er um að ræða einstaklinga sem hafa dvalið á sjúkrahúsi en geta ekki snúið til síns heima fyrr en þeir hafa náð frekari bata og endurhæfingu. „Í öðru lagi einstaklingar sem heilsu sinnar eða aðstandenda vegna geta ekki verið heima eða eru fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar.“ Auk almennrar hótelþjónustu er gestum veittur aðgangur að ráðgjöf, eftirliti og þjónustu hjúkrunarfræðinga vegna heilsufarsvanda. „Þannig er sjúkrahótelið mikilvægt fyrir þá sem þurfa tímabundið frekari hjúkrunarþjónustu,“ segir hún. Áður var sjúkrahótel Landspítala við Rauðarárstíg en í kjölfar útboðs á vegum Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands var gerður samningur um hótelrekstur við Sinnum ehf. og tók hann gildi í mars 2011 og fluttist rekstur sjúkrahótelsins þá í Ármúla 9, á Park Inn hótel. Samningurinn tekur ekki til hjúkrunarþjónustu sem er á ábyrgð Landspítala. Nú í júní verður opnað fyrir tilboð þeirra fimm aðila sem metnir voru hæfir til að bjóða í fullnaðarhönnun sjúkrahótelsins. Útborðsgögnin voru afhent í maí síðastliðnum. Að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítala, verður væntanlega gerður samningur um hönnunina í fyrri hluta júlímánaðar. Hönnuninni verður svo skilað um miðjan mars á næsta ári og í framhaldinu verður byggingarframkvæmdin boðin út. Aðspurður um fjármögnun byggingarinnar segir Ingólfur að nú sé til fjármagn til hönnunarinnar. „Við gerum okkur vonir um að með fjárlögum í haust verði ákveðið að fara í byggingarframkvæmdina af fullum krafti.“


13. júní 2014

Ekki þrífa of vel Börn sem fá að umgangast dýr og alast upp á heimilum þar sem finna má ýmsar almennar heimilisbakteríur á fyrsta aldursári sínu fá síður ofnæmi og astma, að því niðurstöður rannsókna vísindamanna við John Hopkins Children´s Center sýna. Það sem hvað merkast þykir við niðurstöðurnar er að jákvæðu áhrifin finnast ekki ef barnið kemst fyrst í kynni við dýr og bakteríur eftir að eins árs aldri er náð. Eldri rannsóknir höfðu sýnt að börn sem alast upp í sveit fá síður ofnæmi og astma og var það tengt örverum úr jarðvegi.

Tómatatafla við hjartasjúkdómum Með því að taka daglega inn töflu sem inniheldur lycopene, litarefni tómata, er mögulega hægt að draga úr líkum á hjartasjúkdómum, samkvæmt niðurstöðum breskra vísindamanna. Sagt er frá rannsókninni á vef BBC. Vísindamenn hafði áður grunað að lycopene hefði fyrirbyggjandi áhrif gegn ýmsum sjúkdómum, eins og ákveðnum tegundum krabbameins og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig eru taldar líkur á að Miðjarðarhafsmataræðið sé gott fyrir heilsuna en samkvæmt því á að borða mikið af tómötum og öðru grænmeti, ávöxtum og ólífuolíu.


Liftiminn 13 06 2014  

Líftíminn, iceland

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you