25. februar 2011

Page 36

36

bækur

Helgin 25.-27. febrúar 2011

Borders að loka Næststærsta bóksölukeðja Bandaríkjanna er í vanda. Í allt eru 674 Borders-bókabúðir um Bandaríkin en fyrirtækið er nú í greiðslustöðvun og þriðjungi búðanna verður brátt lokað. Bókaverslun á vefslóðum er kennt um erfiðleikana. Þá eru stafrænar bækur í sókn vestanhafs og er sá markaður langt á undan Evrópu. Stærsta bókabúðakeðjan vestanhafs, Barnes & Noble, er líka í vanda og er komin á sölulista. Bókaverslunum fækkar ört vestanhafs: Á síðustu sjö árum hefur eitt þúsund bókaverslunum verið lokað í Bandaríkjunum. Ríflega ellefu þúsund bókaverslanir eru starfandi þar vestra. Fimmta hver bók sem keypt er þar í landi er á stafrænu formi, hljóðbókamarkaður er sterkur en hverfisbókabúðum fer ört fækkandi.-pbb

Gásagátan efst

Gásagátan eftir Brynhildi Þórarinsdóttur vermir efsta sæti barnabókalista Eymundsson þessa vikuna. Þetta er spennusaga sem gerist 1222 þegar Gásir voru fjölmennasti kaupstaður landsins um nokkurra vikna skeið á hverju sumri.

 bók adómur Fátækt fólk

Leyndardómsfullur dauðdagi Robert Ludlum græddi milljónir á sölu verka á borð við The Bourne Identity, The Holcroft Covenant og The Prometheus Deception. Hann lést saddur lífdaga í Flórída 2001 og var 73 ára gamall. Dánarorsök var talin hjartaáfall. Nú er væntanleg bók um líf hans og dauða sem þegar er tekin að valda umtali. Kenneth Kearns, systursonur Ludlums, hafði alltaf ætlað að skrifa sögu hans, lýsa ferli Ludlums sem sjóliða, leikara og leikhúsfrömuðar, en hann fór ekki að semja

þrillera fyrr en á miðjum fimmtugsaldri. Kearns tók að safna gögnum að ævisögunni með starfa sínum sem kennari við læknadeild Yale. Þá vöknuðu grunsemdir um dauðdaga Ludlums, sem var hjartveikur og drykkfelldur undir það síðasta. Hann gerði nýja erfðaskrá snemma árs 2001 og erfði Karen, seinni kona hans, meginhluta eigna hans. Þrettán dögum eftir undirskrift erfðaskrárinnar sat hann einn á svölum húss síns þegar hann stóð skyndilega í ljósum logum. Eftir að

slökkt hafði verið í fötum hans var kallað á sjúkrabíl. Engin rannsókn var gerð á vettvangi. Karen neitaði að fara með manni sínum á sjúkrahús, sagðist þurfa að fá sér einn gráan. Ludlum var læknaður af sárum sínum en mánuði síðar var hann allur. Líkið var ekki krufið. Karen lést fjórum árum síðar. Kearns telur að fyrir slysið hafi einu sinni verið reynt að ráða Ludlum af dögum. Þá sé undirskrift erfðaskrárinnar undarleg. Á bak við þessa sögu alla er sú staðreynd að verk Ludlums

Robert Ludlum sat við drykkju þegar kviknaði í honum. Ljósmynd/Nordicphotos-Getty

sópa að dánarbúi hans gríðarlegum tekjum. Kearns og félagar vona að afhjúpanir í bókinni kalli á nýja rannsókn á dauðdaga Ludlums. -pbb

 Bóksala Sk aðleg offr amleiðsla á prentefni

Meira af fátæku fólki K

Saga Tryggva er fádæma vel skrifuð og um hana alla leikur sterkur máttur væntumþykju og réttlætiskenndar.

 Tryggvi Emilsson Fátækt fólk 378 bls. Forlagið 2011

omin er út í kilju minningasaga Tryggva Emilssonar verkamanns sem upphaflega kom út 1976 og vakti þá mikla athygli. Hún var send í samkeppni Norðurlandaráðs og var nálægt því að fá þar verðlaun sem þótti nokkrum undrum sæta. Tryggvi var þá ókunnur af skrifum sínum, kunnari sem máttarstólpi í verkalýðsbaráttu, virtur og mikils metinn félagi í sósíalistahreyfingunni. Fyrsta bindi endurminninga Tryggva hét Fátækt fólk og rekur hann þar ævi sína frá upphafi til tvítugs og eru undir fyrstu tveir áratugir aldarinnar. Hér segir af fólkinu hans, foreldrum sem basla í koti við Akureyri, þar sem faðirinn er daglaunamaður, með nokkra gripi í kró og fulla baðstofu af börnum. Móðir Tryggva deyr af barnsförum þegar hann er sex ára og þá hefst þrautagangan þegar heimilinu er sundrað. Tryggva verður til lífs að hann fer suður til ættingja, en þar er sælan skammvinn: Honum er komið fyrir nyrðra og er í þeirri vist nærri dauður af svelti og illri meðferð. Um síðir fær faðirinn fréttir af barninu og tekur hann til sín aftur í hokurlíf í Öxnadalnum. Saga Tryggva er fádæma vel skrifuð og um hana alla leikur sterkur máttur væntumþykju og réttlætiskenndar. Hún bregður einstöku ljósi á líf þorra alþýðu við upphaf síðustu aldar og rímar við margar svipaðar frásagnir frá sama tíma sem eru þó rýrari að stíl og skáldþrótti. Hér fer höfundurinn ýmsar leiðir en allar eru jafn vel skrifaðar: Hér má finna upphafnar náttúrulýsingar sem eru nánast leiðslukenndar, ítarlegar lýsingar á staðháttum, húsakosti og vinnubrögðum. Þá er hann naskur í persónulýsingum og stillir sig líka um oflýsingar á þeim miklu þrautum sem hann mátti líða í vinnuþrælkun hjá vondu fólki – um þá kafla gildir að hann vill allt gera til að skilja kvalara sína. Vonandi verður áframhald á endurútgáfu þessa bálks. Fátækt fólk verða allir sæmilega uppfræddir menn að lesa, bæði sér til ánægju, því stíllinn og orðfærið er einstakt, og eins til að skilja betur þann tíma sem við, öld síðar, erum harla fákunnandi um. -pbb

Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 skellti í lás í síðustu viku. Ljósmynd/Hari

Lýst er eftir bókaverslun Í liðinni viku var Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 lokað og eigendur hennar óskuðu eftir gjaldþrotameðferð. Ljóst er að bókaútgefendur, og hugsanlega fleiri birgjar, eiga milljóna kröfur í búið. Gjaldþrotið sýnir glögglega veikleika á fyrirkomulagi bóksölu á Íslandi

Ý

msum hnykkti við þegar tíðindin bárust af gjaldþroti Bókabúðar Máls og menningar. Búðin bar nafn Máls og menningar en var þó ekki á neinn hátt tengd Útgáfufélaginu sem reisti húsið á sjötta áratug síðustu aldar og hélt þar úti starfsemi um áratuga skeið. Þeir aðilar sem ráku þar verslun þar til í síðustu viku höfðu reyndar staðið í ströngu. Aðstaðan var, þar til fyrir fáum misserum, í höndum Pennans en ekki samdist um leigu og því flutti Eymundsson sig um set upp í gamla SPRON-húsnæðið við Skólavörðustíg. Eldri verslunarmenn undruðust þau umskipti sem urðu þá á hinni vinsælu verslun á Laugavegi. Þótt nýr rekstraraðili opnaði þar bókabúð eftir smávægilegar lagfæringar gat hver maður séð að aðsókn gesta og viðskiptavina breyttist við eigendaskiptin. Ös var á Skólavörðustíg en fátt viðskiptavina hélt áfram að sækja Laugaveginn. Viðskiptavildin reyndist rýr.

Óskiljanlegt fyrirkomulag

Ljúffengir og hollir grænmetisréttir

Réttur dagsins kr.

NÝTT

dýrindis Kókos hrákaka sem þú verður að prófa!

Grænn kostur Skólavörðustíg 8 • S. 552 2028 www.graennkostur.is

Íslenskir bóksalar hafa, að því er virðist, tapað tölunni ef litið er til þess tíma þegar Ísafold og Eymundsson voru í Austurstræti, Norðri á Laugavegi, Snæbjörn og Penninn í Hafnarstræti, Bókabúð Braga við Lækjartorg. Þó munu smásalar með bækur vera hátt á annað hundrað á landinu. Þá eru ekki taldir með selstöðukaupmenn í stórmörkuðum sem henda á borð titlum upp úr miðjum nóvember. Bókaútgefendur hér á landi búa við þá sérkennilegu stöðu að vörur þeirra eru í umboðssölu nánast, bóksalar hafa fullan skilarétt á óseldum eintökum eftir jólahrinuna og gera upp sölu miðað við skannaða sölu. Engar bækur

sem eru seldar í búðum hér eru keyptar til endursölu, ólíkt annarri vöru sem er seld með tilteknum greiðslufresti. Einu bækurnar sem bóksalar kaupa og borga til endursölu eru innfluttar bækur. Þetta kerfi er fastara í sessi en svo að bókaútgefendur hafi hróflað við því, jafnvel þótt útgáfan sé að færast á færri hendur. Lagerinn sem lá eftir Bókabúð Máls og menningar var því ógreiddur, rétt eins og bækurnar sem Bókabúðin hafði selt fyrir áramót. Það fyrirkomulag sem er á íslenskri bóksölu er óskiljanlegt og reyndar gerólíkt því sem tíðkast í allri verslun, mun raunar vera einstætt. Það hefur líka haft það í för með sér að prentun í eintakafjölda heimtar stærri upplög: ekkert kallar á að bóksalar haldi pöntunum í skefjum. Bók kann að vera uppseld hjá útgefanda, en liggja í hundruðum óseldra eintaka í búðum og skilar sér svo einhvern tíma eftir hátíðar í stórum óseldum upplögum. Mun láta nærri að endurskil á bókum frá söluaðilum hlaupi á tugum prósentna, milli 30 og 70% af því sem fór til sölu. Og sá aukni prentunarkostnaður heldur síðan niðri útgáfum sem liggja með milljónir eintaka af bókum sem engin þörf var fyrir. Höfundar sjá ofsjónum yfir stöðu bókarinnar á markaði og á endanum verða útgefendur að færa kostnað af of stórum upplögum á nýjar útgáfur, halda niðri launum höfunda, halda sig í óvandaðra prenti og allir tapa á endanum.

stuðningurinn við bókmenningu í landinu) svo að þeir geti unnið sæmileg verk sem útgefendur fá til sölu – en þeir eru ofurseldir bóksölukerfi sem engin skynsemi er í. Og ef höfundurinn er svo heppinn að eitthvað selst af verkinu má hann bíða uppgjörs í nærri ár. Nema hann hafi verið svo óheppinn að bók hans seldist hjá aðilum sem standa svo höllum fæti að eftir jólasöluna láta þeir sig fara á hausinn. En veldur hver á heldur: Hvers vegna hafa bókaútgefendur ekki gert skurk í þessu söluferli þannig að bókamarkaðurinn fari að starfa eftir skynsamlegri reglum? Gjaldþrot Bókabúðar Máls og menningar, rétt eins og fyrri gjaldþrot eldri bókaverslana, kallar á að hagsmunaaðilar og yfirvöld menntamála ráðist í endurskoðun á fyrirkomulagi bókadreifingar í landinu. Það er hluti af menningarstefnu sem stjórnvöld á hverjum tíma þykjast hafa. Hér á landi skammta yfirvöld litlu fé til útgáfu og þykjast höfðingleg. Bókasöfn eru vanstyrkt og laun höfunda þaðan smávægileg, andstætt því sem tíðkast í öðrum löndum. Offramleiðsla er á prentefni til skaða fyrir alla, nýir möguleikar í dreifingu lesefnis eru vanþróaðir, bæði í hljóðfælum og nú í væntanlegum myndfælum. Hér er því þörf á róttækri endurskoðun.

Bækur

Endurskoðun brýn

Þessi staða verður himinhrópandi þegar nýlokið er starfslaunaskömmtun: Höfundar fá laun frá almenningi (það er raunar eini

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.