Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 84. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 02.12.2016 Heitur prestur bjargar ísköldum hjónaböndum Þórhallur Heimisson talar á milli hjóna 22

Gjafakort

Chili og gerjað kál Kórea í Reykjavík 30

Borgarleikhússins

Fáfræði ekki afsökun fyrir dónaskap Donna Cruz er ung baráttukona gegn fordómum

Gefðu töfrandi stund í jólagjöf!

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

amk fylgir Fréttatímanum

Kennarar að vakna upp

Gamma hagnast um 840 milljónir á húsaleigumarkaði Húsaleigufyrirtæki eflast í húsnæðisvandanum

Klíníkin vill verða sjúkrahús Vöxtur í einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Glæsilegar jólagjafir

Karl Sigtryggsson og Signý Gísladóttir, tvær kynslóðir kennara, lýsa ófremdarástandinu í

Mynd | Rut

skólakerfinu, ástandi sem kennarar láta ekki bjóða sér lengur. Bls. 14

Dómari vill að menn sem játa kynferðisbrot fái hjálp Sigríður Hjaltested héraðsdómari kallar eftir að þeim sé hjálpað sem gangast við því fyrir dómi að vera kynferðisbrotamenn og andlega veikir. Hún telur brýnt að maður sem hún dæmdi í 6 ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni, fái viðunandi aðstoð. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Sigríður Hjaltested segir brýnt að hjálpa þeim sem gangast við kynferðisbrotum.

Mynd | Rut

Sigríður Hjaltested hefur starfað sem saksóknari en er nú dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hún hefur því kynnst þörfinni fyrir að bæði þolendur og gerendur í kynferðisbrotamálum fái aðstoð. „Það vantar sárlega að fylgja því eftir þegar menn játa í svona alvarlegum málum. Að einhver komi og grípi þá og veiti þeim aðstoð til að takast á við bresti sína.“ Fyrir skömmu kvað Sigríður upp þungan dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir manni á þrítugsaldri. Hann var ákærður var fyrir hrottalegt ofbeldi og nauðganir á barnsmóður sinni. Meðal annars fyrir að veitast að henni á fæðingardeildinni

skömmu eftir að hún eignaðist tvíbura þeirra. Langur aðdragandi var að því að maðurinn var dæmdur og þurfti lögregla að beita mörgum úrræðum til að reyna að stöðva hann, nálgunarbönn og vöktun á konunni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og var honum til refsilækkunar. Sigríður segir sjaldgæft að menn gangist við svo alvarlegum vanda. „Maðurinn lýsti andlegum vandamálum sem hann hefur glímt við í mörg ár. Hann hefur aldrei fengið almennilega hjálp. Það segir sig sjálft að þegar menn eru komnir á þann stað að þeir játa, þá er lag að gera eitthvað í því. Mér finnst mikil synd að honum bjóðist ekkert til að takast á við sjálfan sig. Að ekkert taki við eftir dóminn. Það sama gildir auðvitað um þolendur. Nú fer

maðurinn í fangelsi og vonandi fær hann einhverja aðstoð þar, en maður veit ekki hversu lengi það endist. Það vantar upp á alla innviði sem viðkemur forvörnum. Menn hafa verið í ýmsum hornum að vinna að úrræðum fyrir gerendur. Velferðarráðuneytið á að hafa þetta á sínum snærum.“ Eins og fram kom á RÚV fyrir skömmu ætlar velferðarráðuneytið ekki að endurnýja samning við Heimilisfrið, sem leitar úrræða fyrir gerendur heimilisofbeldis. Samningurinn hefur verið endurnýjaður árlega síðan árið 2006. Í staðinn vill ráðuneytið bjóða verkefnið út. Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði, sagði að nú væru því engin meðferðarúrræði í boði fyrir gerendur heimilisofbeldis.

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

Inspire 2

Forpöntun á iStore.is

Frá 449.990 kr.

Phantom 4 Tilboð

169.990 kr. Sérverslun með Apple vörur

Phantom 4 Pro Forpöntun á iStore.is

Frá 219.990 kr.

8

KRINGLUNNI ISTORE.IS

2


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

Stjórnarkreppa staðreynd VG útilokar ekki þjóðstjórn Stjórnmál Prófessor í stjórnmálafræði segir stjórnarkreppu staðreynd, en formaður VG veltir fyrir sér hvort þjóðstjórn sé ekki orðinn raunverulegur möguleiki í stöðunni. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is

„Stutta svarið er já, það ríkir stjórnarkreppa á Íslandi, hinsvegar er ágætt að halda því til haga að það ríkir engin neyð í landinu þó það sé stjórnarkreppa,“ svarar Eiríkur Bergman, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort það sé óhætt að fara að tala um stjórnarkreppu á Íslandi. Viðræðum á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna var hætt í gær, fimmtudag, og ákveðið að halda ekki áfram í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Mánuður er liðinn frá kosningum og enn hefur ekki verði mynduð stjórn þrátt fyrir að hin ýmsu

stjórnarmynstur hafi verið mátuð í viðræðum undanfarnar vikur. Katrín sagði í fréttum í gær, eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni í Alþingishúsinu , að það mætti jafnvel fara að skoða hvort það væri ekki kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn, og þá líklega kjósa á ný næsta vor. Athygli vekur að Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin eru farin að tala aftur saman, en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra, ásamt VG fyrir skömmu, en það var Viðreisn sem treysti sér ekki í áframhaldandi viðræður. Eiríkur segir það athyglisverða

Stjórnarmyndun er orðin umtalsvert flóknari en oft áður.

tilraun. „Mér sýnist þau ætla að reyna aftur við fimm f lokka mynstur, enda VG að losna til viðræðna.“ Hann segist ekki hafa mikla trú á því að Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn geri þriðju atlöguna að óbreyttu, þá þyrfti að bæta flokki við til þess að styrkja samstarfið. „Og svo er það auðvitað minnihlutastjórn,“ segir Eiríkur sem vill ekki útiloka þann möguleika enn sem komið er, „slíkt mynstur er ekki partur af íslenskri stjórnmálamenningu, en kannski er kominn tími á slíka stjórn nú,“ segir hann.

Útlendingastofnun sendir stríðshrjáð börn aftur til talíbana Útlendingastofnun vill senda afgönsk systkini, sem urðu fyrir hættulegri árás í heimalandi sínu, úr landi. Stúlkan er varanlega lömuð í andliti og strákurinn hefur misst málið eftir áfallið. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Salbjörg ásamt fjölskyldu sinni. Mynd | Rut.

Salbjörg tapaði í Hæstarétti Mannréttindi Hæstiréttur Íslands staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Salbjörg Ósk Atladóttir krafðist ógildingar á ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni hennar um beingreiðslusamning sem gerir henni kleift að fá fulla þjónustu á eigin heimili vegna fötlunar. Niðurstaðan þýðir að Salbjörg, sem er fötluð og þarf þjónustu allan sólarhringinn, þarf að búa aðra hverja viku heima hjá sér, í íbúð í húsi foreldra sinna, en hina á skammtímavistun fyrir mikið fötluð börn. Þar er hún vistuð með börnum sem eru miklu yngri en hún. Salbjörg er tvítug og á því rétt á

að búa heima hjá sér, rétt eins og aðrir fullorðnir einstaklingar. Hæstiréttur Íslands komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að lögin legðu ekki ríkari skyldu á borgina til þess að veita henni þjónustu umfram það sem reglur borgarinnar um beingreiðslusamninga mæltu fyrir um. Faðir Salbjargar, Atli Lýðsson, var í viðtali við Fréttatímann fyrr á árinu. Þar sagði hann: „Þetta er í raun ekki spurning um peninga, heldur hvernig þeir peningar sem fara í þjónustu við Salbjörgu eru notaðir. Það kostar álíka mikið að láta henni líða illa og myndi kosta að láta henni líða vel. Þess vegna skiljum við ekki af hverju ekki er hægt að breyta þessum reglum.“ | vg

S Ý N

„Stúlkan er varanlega lömuð á hægri hluta andlits og yngri strákurinn, sem var tæplega tveggja ára þegar árásin var gerð, missti málið,“ segir Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður afganskrar fjölskyldu, sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli hér á landi. Kærunefnd hefur staðfest synjunina. Fjölskyldan verður bráðum send til Þýskalands vegna Dyflinarreglugerðarinnar. Fjölskyldan óttast að þaðan verði hún send aftur til Afganistan vegna nýs samnings Evrópusambandsins við Afganistan um að senda flóttamenn aftur heim, þar sem enn ríkir ófremdarástand eftir áratugalöng átök. „Talíbanar höfðu krafið föðurinn um að ganga til liðs við sig. Hann neitaði því og þá komu þeir inn á heimilið til að þvinga hann til þátttöku,“ segir Eva Dóra. „Í kjölfarið hljóp Mostaf, eldri drengur hjónanna, fimm ára og tók utan um fætur föður síns á meðan talíbanarnir börðu hann. Þeir tóku strákinn og hentu ofan í op í gólfinu svo hann handleggsbrotnaði illa. Þeir börðu stelpuna, Rokshar þá þriggja ára, í hausinn með byssuskefti svo hún varð meðvitundarlaus og blæddi úr nefi og eyrum. Saheh, yngri strákurinn, tveggja ára, varð vitni að árásinni og missti málið í kjölfarið.“ Stúlkan var í dái í rúman mánuð og hlaut heilablæðingu af árásinni.

Sölutímabil 2. – 16. desember S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G FAT L A Ð R A

„Þegar Rokshar vaknaði úr dái var hún lömuð hægra megin í líkamanum en fékk svo aðeins máttinn. Í dag er hún varanlega lömuð í andlitinu, með skerta heyrn og sjón.“ Fjölskyldan flúði til Íslands fyrir ári því þau höfðu heyrt að hér væri friðsamt og enginn her. Þau voru hins vegar stöðvuð í Þýskalandi og fengin til að gefa fingraför gegn vilja sínum, enda hugðust þau ekki sækja um hæli þar í landi. Sökum fingrafarsins verður fjölskyldan nú send til Þýskalands. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa og gjafsókn svo unnt sé að fara með málið fyrir dómstóla. Ekki hefur fengist niðurstaða í þeim efnum og er Eva

svartsýn. „Hagsmunir barnanna skipta meginmáli. Mér hefði fundist eðlilegt að veita þeim hæli, viðbótarvernd á grundvelli sérstakra aðstæðna eða að minnsta kosti dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum. Því var öllu synjað,“ segir Eva. „Vandinn er að ekki er horft á raunverulega stöðu fjölskyldunnar. Útlendingastofnun ber fyrir sig Dyflinnarreglugerðina. Því er ekki velt upp hvort tilefni sé til að beita undanþágureglu reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber engin lagaleg skylda til að styðjast við þessa reglugerð. Ef einhvern tímann er tækifæri til að veita undanþágu þá er það núna.“

Tíu kærur vegna KASS appsins Fjársvik Lögregla rannsakar minnst tíu fjársvikamál sem tengjast snjallsímaforritinu KASS. Íslandsbanki á appið.

Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA

Systkinin þrjú. Mostaf, eldri drengurinn, stúlkan Rokshar og Saheh, yngri drengurinn. Mynd | Rut

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist tíu kærur vegna fjársvikamála sem tengjast KASS-appinu, sem er í eigu Íslandsbanka. Að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, eru rannsóknir á brotunum skammt á veg komin. „Um er að ræða kærur sem okkur hafa borist frá bönkunum, á málum þar sem grunur leikur á að fólk hafi misnotað appið til að

stela peningum af annarra manna bankareikningum.“ Eitthvað virðast öryggismál appsins hafa misfarist í upphafi en forritin voru smíðuð til að auðvelda fólki að millifæra lægri upphæðir og deila kostaði. Að sögn Gríms eru þjónustuaðilar eru ekki grunaðir um svikin, heldur lítur út fyrir að óprúttnir aðilar standi að baki. Um er að ræða margar millifærslur á lágum upphæðum. „Bankinn hefur lagt fram þessar kærur og við lítum á þetta eins og hvert annað

kortasvikamál þar sem einhver kemst yfir kortaupplýsingar. Munurinn er samt sá að þetta eru mjög auðrekjanleg svik og því ætti ekki að vera vandasamt að upplýsa málin. Síðan þessi mál komu upp höfum við unnið að úrbótum á öryggismálum appsins,“ segir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. | þt Edda Hermannsdóttir hjá Íslandsbanka segir úrbætur hafa verið gerðar á öryggismálum appsins.


Jóla

PAKKADAGAR Á morgun, laugardag, frá kl. 12–16

Komdu í Öskju og kíktu strax í jólapakkann Gerðu þér glaðan dag með fjölskyldunni á Jólapakkadögum. Veglegur kaupauki fylgir völdum, nýjum Kia bílum. Malt og appelsín, heitt kakó, smákökur og mandarínur. Allir krakkar fá mynd af sér með jólasveininum frá kl. 12–14. Vinnur þú 50.000 kr. gjafabréf í Kringlunni? Taktu þátt í Lukkuleik Kia. Jólin eru byrjuð í Öskju. Hlökkum til að sjá ykkur. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

Ríkissaksóknari fær yfirheyrslur á VHS-spólum Dómstólar - Tæknimál íslenskra dómstóla eru í lamasessi. Við Héraðsdóm Norðurlands eystra er notast við gamaldags vídeóspólur til að taka upp yfirheyrslur. Ríkissaksóknari er með sérstakt VHS-tæki til að geta horft á upptökurnar.

„Við erum kannski klaufar,“ segir dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra sem ekki vill láta nafns síns getið. „Þegar þetta var sett upp á sínum tíma voru VHS fínustu tæki og við það situr enn. Þegar ég dæmi set ég vídeó-

Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Við Héraðsdóm Norðurlands eystra er gamla vídeótækið enn í notkun.

spóluna í tækið. Ríkissaksóknari geymir svo eitt eintak af VHS-spilara til að geta horft á spólurnar frá okkur.“ VHS-tæknin er notuð þegar skýrslur eru teknar af brotaþolum í kynferðisbrotamálum sem eru undir 15 ára. Fréttatíminn hefur einnig rætt við saksóknara sem segist þurfa að biðja tæknideildina um að yfirfæra efnið af vídeóspólunum frá Norðurlandi yfir á stafrænt format, svo hægt sé að horfa á það. „Það fer

að verða full ástæða til að breyta þessu,“ segir dómarinn. Starfsfólki við íslenska dómstóla, sem Fréttatíminn hefur rætt við, ber saman um að tæknimál dómstólanna séu í algjörum lamasessi. Við Héraðsdóm Reykjavíkur er ekki hægt að horfa á upptökur úr öryggismyndavélum eða spila hljóðupptökur, nema saksóknarar taki með sér fartölvur sínar við réttarhöld. Margsinnis hefur verið gagnrýnt að málaskrá dómstólanna sé stórlega ábótavant og bjóði ekki upp á að hægt sé að miðla upplýsingum milli dómstólanna. Í réttarkerfinu kvartar starfs-

fólk undan því að ekki sé notast við fjarfundarbúnað í einföldum málum. Svo sem við þingfestingar dómsmála, þegar sakborningar taka afstöðu til sakarefna, eða við ákvörðun gæsluvarðhalds. Slíkt kallar á mikil fjárútlát og umstang, svo sem að lögreglumenn skutlist með menn af Litla-Hrauni í bæinn eða jafnvel þvert yfir landið. „Það er ástæða til að endurskoða lögin um notkun á fjarfundarbúnaði,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.

Gamalt steinhús brann til kaldra kola og íbúi hússins missti allt sitt. Mynd | Getty

Kona missti aleiguna í húsbruna í Skagafirði Eldsvoði Grunur leikur á að mannleg mistök hafi komið af stað eldi í húsi við Geldingaholt í Skagafirði í fyrrakvöld. Talið er að kviknað hafi í torfeinangrun hússins þegar iðnaðarmenn voru að störfum með logsuðutæki. Íbúi hússins, kona á sextugsaldri, var ekki í húsinu

þegar eldurinn breiddist út en kom fljótlega á vettvang. Húsið er úr steini og brann til kaldra kola. Aðeins sóti ataður grunnur stendur eftir. Konan náði þó að bjarga örfáum persónulegum munum út úr húsinu áður en það fuðraði upp. Ljóst er að um mikið tjón er að ræða og sorglega byrjun á jólamánuðinum. | þt

Klíníkin, sem meðal annars er í eigu fjárfestingarfélagsins EVU Consortium sem Ásta Þórarinsdóttir, Ásdís Halla Bragadóttir, og nokkrir lífeyrissjóðir eiga, vill bjóða upp á mjaðmaskiptaaðgerðir og opna legudeild. Hér eru þær ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjárfestingafélags lífeyrissjóðanna.

Klíníkin vill hefja sjúkrahúsrekstur

GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST

Melabúðin skilaði 37 milljóna króna hagnaði Viðskipti Melabúðin er ein síðasta hverfisverslunin sem eftir er í Reykjavík og hefur þessi fjölskylduverslun lifað af samkeppnina við stórar matvörukeðjur. Hverfisverslunin Melabúðin á Hagamel skilaði rúmlega 37 milljóna króna hagnaði í fyrra. Verslunin er ein síðasta hverfisbúðin sem eftir er í Reykjavík og er rekin með hagnaði ár frá ári þar sem hún nýtur mikilla vinsælda íbúa í Vesturbænum og víðar í Reykjavík. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Melabúðin er fjölskyldufyrirtæki sem um áratugaskeið var rekið af hjónunum Guðmundi Júlíussyni og Katrínu Stellu Briem en synir

þeirra, Pétur og Friðrik, sjá nú um reksturinn. Þrátt fyrir mikla samkeppni frá stórum verslanakeðjum eins og Krónunni og Bónus, sem og minni smávöruverslunum, þá lifir Melabúðin góðu lífi og á mikið af peningum eftir góðan rekstur liðinna ára: Óráðstafað eigið fé búðarinnar nemur 186 milljónum króna. Þá hafa eigendurnir getað greitt sér út samtals 50 milljóna króna arð síðustu tvö árin, 2014 og 2015. | ifv

LED ljós fyrir grillið Nú er ekkert mál að grilla allt árið Öflugt ljós með 10 LED ljósum Festist á handfang grillsins 360 gráðu snúningur

3.990 FULLT VERÐ Frá Svíþjóð

4.990 Mikið úrval vandaðra LED útisería Er frá Þýskalandi fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimili

grillbudin.is Opið virka daga kl. 11-18 Opið laugardaga kl. 11-16

Grillbúðin

Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

Heilbrigðismál Einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Klíníkin vill gera mjaðmaskiptaaðgerðir og opna fimm daga legudeild fyrir viðskiptavini sína. Klíníkin vill staðfestingu á starfseminni frá heilbrigðisyfirvöldum og samning við Sjúkratryggingar Íslands um kostun ríksins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að beiðnin feli í sér að Klíníkin veiti „sérhæfða sjúkrahúsþjónustu“. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Klíníkin vill fá staðfestingu Landlæknisembættisins og leyfi heilbrigðisráðherra til að gera mjaðmaskipta- og hnjáaðgerðir og opna legudeild fyrir viðskiptavini fyrirtækisins í húsnæði sínu í Ármúlanum. Birgir Jakobsson landlæknir segir að umsókn fyrirtækisins um þessa þjónustu feli í sér að Klíníkin vilji veita „sérhæfða sjúkrahúsþjónustu“ og að heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, og ráðuneyti hans þurfi að ákveða hvort veita eigi leyfi fyrir starfseminni. Starfsemin yrði að mestu leyti kostuð af íslenska ríkinu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. „Við höfum beðið heilbrigðisráðuneytið að túlka lögin fyrir okkur þar sem lögfræðingar landlæknisembættisins telja að um sé að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu en ekki einkarekinn stofurekstur. Við teljum að við getum ekki staðfest beiðnina án leyfis ráðherra og við erum bara að bíða eftir því. Þarna stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Birgir. Klíníkin er einkarekið heilbrigðisfyrirtæki í eigu læknanna sem þar vinna og fjárfesta eins og Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarins-

dóttur, Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu og nokkurra lífeyrissjóða. Nýbreytnin í rekstri Klíníkurinnar felst meðal annars í því að það er í eigu fjárfesta að hluta til en ekki bara heilbrigðisstarfsfólks. Fyrirtækið hefur ítrekað reynt að fá leyfi heilbrigðisyfirvalda til að gera brjóstaskurðaðgerðir með kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands en Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur tvívegis hafnað þeirri beiðni. Fyrirtækið hefur því áður reynt að fá leyfi til að gera aðgerðir sem hingað til hafa aðeins verið framkvæmdar á sjúkratryggðum einstaklingum á ríkisreknum sjúkrahúsum. Ef Klíníkin fær leyfið mun það verða í fyrsta skipti í sögunni sem mjaðmaskiptaaðgerðir verða gerðar annars staðar en á ríkisreknum sjúkrahúsum á Íslandi. Birgir segir að hann viti ekki til þess að sambærileg beiðni um einkarekna sjúkrahúsþjónustu hafi borist til Landlæknisembættisins áður. „Þeir eru að fara fram á það að geta rekið sjúkradeild sem er opin fimm daga í viku þar sem veitt er sjúkrahúsþjónusta eða heilbrigðisþjónusta nótt sem dag eftir aðgerðir sem framkvæmdar eru á Klíníkinni. Beiðnin felur í sér breytingu á rekstri Klíníkurinnar.“ Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að í byrjun nóvember hafi Klíníkin óskað eftir formlegum viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um að veita þessa heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðuneytið segir í svari sínu að ekki sé hægt að veita heimildina nema landlæknir staðfesti að reksturinn uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislögum. „Í svarbréfi SÍ til Klíníkunnar (dags. 8. nóv. sl.) vegna þess erindis (afrit sent ráðuneytinu)

„Þeir eru að fara fram á það að geta rekið sjúkradeild sem er opin fimm daga í viku þar sem veitt er sjúkrahúsþjónusta eða heilbrigðisþjónusta nótt sem dag eftir aðgerðir sem framkvæmdar eru á Klíníkinni. Beiðnin felur í sér breytingu á rekstri Klíníkurinnar.“ Birgir Jakobsson landlæknir.

er Klíníkinni bent á að ekki sé unnt að taka efnislega afstöðu til slíks erindis nema Klíníkin „leggi fram staðfestingu landlæknis á því að rekstur eða fyrirhugaður rekstur Klíníkurinnar uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislögum, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu og lög um landlækni.“ Birgir Jakobsson segir að embættið muni gera úttekt á fyrirhuguðum rekstri Klíníkurinnar og hvort hann uppfylli faglegar kröfur en að á endanum sé það heilbrigðisráðherra sem þurfi að ákveða hvort heimila eigi þessi eðlisbreytingu á rekstri Klíníkurinnar með kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga. Landlæknisembættið getur því komist að því að rekstur Klíníkurinnar uppfylli faglegar kröfur en á endanum er það heilbrigðisráðuneytið sem hefur ákvörðunarvald í málinu. L a nd læk n i r f u ndaði með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins í gær, fimmtudag, um málið. Kristján Þór Júlíusson hefur ekki viljað veita Fréttatímanum viðtal vegna málsins.


Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland #LindexIceland

Kjóll,

3.695,-


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

Mesta steranotkunin innan líkamsræktarstöðvanna Íþróttir Ólögleg lyfjanotkun, svo sem sterar og önnur efni, virðist vera meiri hjá almenningi heldur en íþróttamönnum í keppnisgreinum, að sögn formanns Lyfjaráðs ÍSÍ. Tveir keppendur í Crossfit féllu sjálfkrafa á lyfjaprófi fyrr í vikunni eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf. Talið er að mesta neyslu ólögmætra lyfja sé í líkamsræktarstöðvunum.

„Það sem við erum hrædd við eru hlutir sem við sjáum og heyrum varðandi líkamsræktastöðvarnar,“ segir Davíð Rúrik Ólafsson, formaður Lyfjaráðs ÍSÍ, en ráðið framkvæmdi lyfjaprófið í Crossfit um síðustu helgi þegar þeir Hinrik Ingi

Óskarsson og Bergur Sverrisson neituðu að gangast undir skyndilegt lyfjapróf eftir að hafa sigrað á Íslandsmóti í Crossfit um helgina. Það var í annað skiptið sem slíkt próf var framkvæmt, en hið fyrra var árið 2009.

Davíð segir þó áhyggjur lyfjaráðsins vera bundnar við almennari notkun á sterum og öðrum ólögmætum efnum, þá ekki síst fæðubótarefnum sem eru oftar en ekki á mjög gráu svæði. „Og þau efni eru oft ekki bara á

gráu svæði, það er ekkert eftirlit með þeim og í raun engin leið að vita hvort innihaldslýsingin sé rétt,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs eru um 250 lyfjapróf framkvæmd á hverju ári, en þar af falla um einn til tveir. Davíð segir það sambærilegt hlutfall og í nágrannaríkjunum. Áhyggjur lyfjaráðsins eru aftur á móti bundnar við almenna notkun ólöglegra efna. Þannig hefur lyfjaráð brugðið á það ráð að halda sérstök námskeið fyrir þjálfara til þess að læra að þekkja einkennin og sporna við slíkri neyslu. „Notkunin er mikil, það hefur

legið lengi fyrir, en virðist meiri hjá almenningi en í hefðbundnum keppnisíþróttum,“ áréttar Davíð, en athygli vakti að hluti af keppnisbanni mannanna í Crossfit um helgina, er æfingabann á Crossfit-stöðvum á Íslandi. Það er meðal annars gert til þess að koma í veg fyrir hugsanlega notkun ólögmætra lyfja. Eins og Fréttatíminn greindi frá í gær þá hefur innflutningur á sterum í vökvaformi aukist í ár, og munaði nokkrum hundruðum millilítra samkvæmt bráðabirgðatölum tollstjóra frá því í lok október. -vg

HEILSURÚM

25% STILLANLEG HEILSURÚM

Rithöfundurinn Hermann Stefánsson og Ragnar Aðalsteinsson eru á öndverðum meiði varðandi umdeildar ákærur.

A F S L ÁT T U R

J Ó L AT I L B O Ð !

FRÁBÆR JÓLATILBOÐ

STILLANLEG HEILSURÚM STILL ANLEGU HEILSURÚMIN FRÁ C&J: · Inndraganlegur botn

· Þráðlaus fjarstýring með klukku,

· Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn

vekjara og vasaljósi

· Mótor þarfnast ekki viðhalds

· LED lýsing undir rúmi

· Tvíhert stálgrind undir botni

· Hliðar og endastopparar svo dýnur

· Tveir nuddmótorar með tímarofa

færist ekki í sundur

DÝPRI OG BETRI SVEFN Þ R Á Ð L A U S FJ A R S T Ý R I N G

Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og með öðrum færð þú nudd. Saman hjálpa rúmið og dýnan þér að ná há­

LED­vasaljós

marksslökun og dýpri og betri svefni.

Klukka

Svo vaknar þú endurnærð/ur og til­

Vekjaraklukka

búin/n í átök dagsins.

Upp/niður höfðalag Upp/niður fótasvæði Rúm í flata stöðu

STILLANLEGT RÚM – VERÐDÆMI

2 minni

Með tveimur Serta Therapist heilsudýnum,

Nudd

2 x 90 x 200 cm. Fullt verð: 589.800

Bylgjunudd

Tilboð 442.350 kr.

OKKAR KLASSÍSKI HEILSUINNISKÓR Vinsælasta jólagöfin í Betra Baki komin aftur. Inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt um allt fótsvæðið. Ný og endurbætt útgáfa!

3 .900 K R .

N ÝJ U N G Í B E T R A B A K I SLÖKUN OG VELLÍÐAN UNDRI heilsuinniskór með fimmsvæða nuddinnleggi. Draga úr spennu og örva blóðflæði. Skórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgráu eða ljósu flókaefni. Komdu og prófaðu!

7.90 0 K R . FAXAFEN I 5 Reykjavík 588 8477

DA L SBR AUT 1 Akureyri 588 1100

SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566

B Y LT I N G A K E N N T 5 S VÆ Ð A N U D D I N N L E G G

Munur á rökræðum og ofsóknarstíl Mannréttindi Rithöfundurinn Hermann Stefánsson segir sakfellingu í umdeildu sakamáli um hatursorðræðu geta haft skelfileg áhrif á umræðuna. Mannréttindalögmaður segir mun á skoðanaskiptum og ofsóknaraðferðum. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

„Þetta er dæmigerður árekstur tvennskonar réttinda og línan er frekar óljós stundum,“ segir einn reyndasti mannréttindarlögmaður Íslendinga, Ragnar Aðalsteinsson, um ákæru gegn átta einstaklingum, þar á meðal Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi Sögu, og Jóni Vali Jenssyni, guðfræðingi vegna hatursorðræðu. Ragnar bendir á að tjáningarfrelsið sé ekki ótakmarkað, en friðhelgi einkalífs og meiðyrðalöggjöfin takmarkar frelsi einstaklingsins til þess að tjá sig. Hann segir það auðvitað leyfilegt að vera fordómafullur „en þegar það bitnar á minnihlutahópum

sem eru berskjaldaðir, þá er þeim frjálst að bregðast við því,“ segir hann. Spurður hvort þarna sé um þöggun að ræða, telur Ragnar svo ekki vera. „Ef fólk talar málefnalega um bæði hælisleitendur, útlendinga, eða aðra minnihlutahópa, þá þarf ekki að gera það í æsinga- eða ofsóknarstíl,“ segir hann. „Það eru líka hiklaust þjáningar á bak við þessi orð,“ bætir hann við. Spurður hvort sakfelling eigi eftir að hafa betri áhrif á umræðuna, svarar Ragnar: „Ef það verður sakfellt, þá gæti það orðið til þess að draga úr háðinu og hatrinu. Það er enginn að beita skoðanakúgun, heldur verið að meina mönnum að beita ofsóknaraðferðum,“ segir Ragnar. Heimspekingurinn og rithöfundurinn Hermann Stefánsson er mótfallin ákærunum og segir í raun eðlilegri farveg í lýðræðislegu samfélagi að takast á við skoðanir sem þessar á vettvangi umræðunnar. „Aðferðin er röng, það er að banna

þessar skoðanir með þessum hætti. Þá einangrast umræðna og verður fyrst hættuleg, auk þess sem hún fær sjarma háskans,“ útskýrir Hermann. Spurður hverjar afleiðingarnar verða, ef áttmenningarnir verði dæmdir, svarar Hermann: „Það hefði skelfilegt áhrif á umræðuna. Ég held að það verði mjög vont, ekki bara vegna þess að þeir verða þjóðhetjur ákveðins hóps, heldur einnig vegna þess að það er hræsni að dæma fólk fyrir rangar skoðanir á sama tíma og við erum að kalla Pétur [Gunnlaugsson] nasista.“ Spurður hvort það sé hægt að segja að umfjöllun útvarps Sögu sé hatursáróður, svarar Hermann: „Þetta er ekki skipulagður hatursáróður, ekki eins og maður myndi skynja í auglýsingaherferð, þarna er bara fólk sem tjáir skoðanir sínar, þó það geri það með ósmekklegum hætti.“ Mál Péturs og Jóns Vals verða þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Sjálfstæðismenn vilja ekki rannsókn á einkavæðingu Sveitarstjórnarmál Eigendur skólabygginganna, FM-hús, byggðu húsin í valdatíð Sjálfstæðisflokksins á árunum 1998 og 2002 – og þykja samningarnir mjög óhagstæðir fyrir Hafnarfjörð. 90% tekja FM-húsa eru leigutekjur Hafnarfjarðar og Garðabæjar. „Það var ekki verið að fara fram á rannsóknarskýrslu Alþingis, bara fara yfir málið í ljósi liðinna atburða,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, en tillaga flokksins um óháða rannsókn á einkaframkvæmdum í byggingu og rekstri hafnfirskra leik- og grunnskóla var felld af meirihluta Sjálf-

stæðisflokks og Bjartrar framtíðar á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. FM-hús tóku hinsvegar þá ákvörðun fyrir skömmu að selja tryggingafélaginu VÍS og Regin rúmlega 60% hlutafé í félaginu fyrir tæpa fjóra milljarða, en viðskiptin eru nú í áreiðanleikakönnun. Gang i samningarnir í gegn verða skólabyggingarnar hluti af hlutabréfamarkaði á Íslandi. „Það eru á k ve ði n vonbrigði að þetta hafi verði fellt, við óskum eftir

þessari athugun til þess að sömu mistökin endurtaki sig ekki, enda arfaslakir samningar,“ segir Margrét. Í bókun Sjálfstæðisf lokks og Bjartrar framtíðar er lagt til að bæjarstjóri Hafnarfjarðar freistist til þess að semja við FM-hús með það að markmiði að eignast skólabyggingarnar auk þess sem honum er falið að endurskoða rekstrarsamningana, sem reynt hefur verið að semja um síðan á síðasta ári. | vg Margrét Gauja er vonsvikin yfir því að tillagan hafi verði felld.


ÖR EFTIR AUÐI ÖVU ÓLAFSDÓTTUR

HAMINGJUÓSKIR! Auður Ava Ólafsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

★★★★ ★ „Stór o g þros ská k

ldsaga uð … af best ótvírætt eitt u verk um Auðar Övu.“ MAGN ÚS G U FRÉTT ÐMUNDSSO ABLA N, ÐIÐ

„Ör er saga sem allir ættu að lesa.“ VERA

„Listilega

vel skrifuð , áferðarfall eg og djúpvitur.“

R KNÚTSDÓTTI VÍÐSJÁ

DYNAMO REYKJAVÍK

VÍÐSJÁ

★★★★★ MAGNÚS GUÐMUNDSSON, FRÉTTABLAÐIÐ

Jónas Ebeneser er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Auður Ava er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

GAMMA hagnaðist um 840 milljónir á leigumarkaði

Fjármálafyrirtækið GAMMA veðjaði á stórfellda hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu og keypti rúmlega þúsund íbúðir sem leigðar eru út til almennings. Hundraða milljóna króna hagnaður er af starfsemi fasteignafélaga GAMMA og er stefnt að því að skrá fyrirtækin á markað.

Þ

Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

rjú fyrirtæki fjárfest­ inga­félagsins GAMMA högnuðust um tæplega 840 milljónir króna á útleigu á íbúðarhúsnæði til almennings á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningum félag­ anna sem halda utan um íbúðar­ fjárfestingar GAMMA: Eclipse fjár­ festinga slhf., Centrum fjárfestinga slhf. og Upphafs fasteignafélags slhf. Þessi þrjú félög eru svo hlut­ hafar Almenna leigufélagsins sem er fyrirtækið sem sér um útleigu og rekstur íbúðanna. GAMMA er sjóðsstýringarfyrir­ tæki sem sér um fjárfestingar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins sem ekki liggur fyrir hverjir eru. Viðskipta­ vinir GAMMA, meðal annars ýmis konar fagfjárfestar, eru eigendur

hlutdeildarskírteina í sjóðum sem fyrirtækið rekur en upplýsingar um þetta eignarhald eru ekki op­ inberar. Þess vegna er ekki hægt að segja til um hvar hagnaðurinn af rekstri þeirra félaga sem GAMMA rekur lendir. Eignir upp á nærri fimm milljarða Eitt af fasteignafélögunum sem um ræðir, Eclipse, hagnaðist sem dæmi um 424 milljónir króna en fyrir fjár­ magnsliði var hagnaðurinn rúm­ lega 651 milljón króna. Auk hagn­ aðarins hækkaði bókfært verðmæti fasteigna félagsins um rúmlega 430 milljónir króna á árinu vegna þess hversu íbúðaverð á höfuðborgar­ svæðinu hefur hækkað mikið frá því GAMMA keypti sem mest af íbúðum. Auk þess keypti Eclipse íbúðir fyrir tæplega 550 milljónir króna á síðasta ári. Fyrir vikið fóru

eignir félagsins úr 3.7 milljörðum króna og upp í rúmlega 4.7 millj­ arða króna. Eigandi þessa félags, og hinna tveggja, Upphafs og Centrum, eru svo sjóðir sem GAMMA stýrir en ekki er hægt að sjá hverjir eiga sjóð­ ina á bak við þessi félög. Eignarhald allra þessara íbúða er því á huldu. Ekki var greiddur arður út úr fé­ lögunum þremur en staða þeirra styrktist mikið í fyrra, eins og árs­ reikningur Eclipse sýnir. Umdeild viðskipti með íbúðir Fyrirtækið GAMMA var stofnað árið 2008 og voru upphaflega bara fjórir starfsmenn hjá því. GAMMA hefur á síðustu árum stækkað jafnt og þétt og eru starfsmenn á Íslandi nú orðnir 33. Fyrr á árinu opnaði GAMMA skrifstofu í London. Fyr­ irtækið er nú með um 100 millj­

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, segir að stefnt sé að því að skrá Almenna leigufélagið á markað árið 2018.

arða króna í eignastýringu fyrir ýmsa fjárfesta, lífeyrissjóði jafnt sem einstaklinga. Sjóðurinn rekur marga sjóði sem fjárfesta í alls kyns verkefnum, meðal annars á sviði orkumála og ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Einna mest umræða hefur verið um fjárfestingar fyrirtækja á veg­ um GAMMA í íbúðarhúsnæði á Stór­

Wilma Borðlampi

Bosch Þvottavél

lega Ótrú up. ka góð

18308-20-01 Hæð: 31 sm.

WAB 28296SN 1400 sn./mín. Tekur mest 6 kg. Orkuflokkur A+++.

Jólaverð:

5.900 kr.

Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Sjá nánar á sminor.is.

A

kg

Fullt verð: 7.900 kr.

Jólaverð:

A

Bosch Þurrkari

Bosch Þvottavél

WTW 874B9SN

WAT 284B9SN

Tekur mest 9 kg. Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Orkuflokkur A++.

1400 sn./mín. Tekur mest 9 kg. Kolalaus mótor. Orkuflokkur A+++.

Jólaverð:

Jólaverð:

119.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr.

A

kg

89.900 kr. Fullt verð: 119.900 kr.

Reykjavíkusvæðinu síðastliðin ár en GAMMA hefur byggt upp leigufé­ lög sem eiga samtals meira en 1100 íbúðir eftir að félag í eigu GAMMA keypti Leigufélagið Klett af Íbúða­ lánasjóði fyrr á árinu. Þá hefur fyr­ irtækið einnig stofnað fyrirtæki sem byggja íbúðir frá grunni. Þáverandi formaður félags fast­ eignasala, Ingibjörg Þórðardótt­

kg

59.900 kr. Fullt verð: 79.900 kr.


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


10 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

Sólskin í vetur! Ársreikningar hluthafa Almenna leigufélagsins ehf. árið 2015

TENERIFE

frá

13.999 kr. frá

9.999 kr. Tímabil: febrúar - mars 2017

ALICANTE

frá

12.999 kr. Tímabil: desember 2016 - janúar 2017

BARCELONA

frá

7.999 kr. Tímabil: janúar - febrúar 2017

SAN FRANCISCO

Eignir

Skuldir

Eigið fé

4.727.439

3.128.048

1.599.390

356.437

4.736.872

3.211.648

1.525.208

56.626

10.067.004

7.208.024

261.169

837.171

19.531.315

13.547.720

3.385.767

424.108

Centrum fjárfestingar slhf. Upphaf fasteignafélag slhf. Samtals

ir, sagði meðal annars um þessar fjárfestingar GAMMA í íbúðarhúsnæði árið 2013, að hún hefði áhyggjur af því að innkoma fjárfestingarfélagsins á húsnæðismarkaðinn gæti ýtt fasteignaverði upp. Þá hafði einnig komið fram að GAMMA rukkaði leigu sem var hærri en gekk og gerðist á þeim tíma: „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu, við fasteignasalar, að þetta gæti haft veruleg áhrif á verðmyndun á markaði. Og hvernig mun almenningi ganga að standa undir slíku leiguverði?.“

Tímabil: desember 2016 - janúar 2017

KANARÍ

Hagnaður

Eclipse fjárfestinga slhf.

frá

19.999 kr.

Frá miðbænum til úthverfa Þegar GAMMA hóf uppkaup á íbúðum í miðbæ Reykjavíkur árið 2012 má segja að það hafi verið fyrsti stóri fjárfestirinn sem áttaði sig á því að mikil hagnaðartækifæri gætu legið í því að kaupa upp íbúðarhúsnæði og leigja út til almennings. Í viðtali við DV í mars árið 2013 sagði Gísli Hauksson, forstjóri og stofnandi GAMMA, að hann teldi fasteignamarkaðinn á Íslandi vera undirverðlagðan. GAMMA hafði þá mánuðina á undan keypt upp um 140 íbúðir fyrir fjóra milljarða króna og vöktu þessi kaup talsverða athygli á þeim tíma. „Við hefðum ekki farið út í þetta nema af því við töldum að markaðurinn væri hagstætt verðlagður. Ég hef mikla trúa á fasteignamarkaðnum. En þetta er samt aðallega hugsað sem öflugt leigufélag. Við höfum verið á þeirri skoðun að leiguverð hafi verið lágt á Íslandi þannig að það hefur ekki borgað sig fyrir eigendur íbúða að leigja þær út. Leiguverð hefur verið að þokast upp. Sjóðurinn er að horfa allavega fimm ár fram í ­tímann. Ég hef mikla trú á miðbænum, ég er mikill miðbæjar­maður,

Tímabil: desember 2016 - maí 2017

LOS ANGELES

frá

19.999 kr. Tímabil: desember 2016 - maí 2017

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Fyrirtækið GAMMA reið einna fyrst á vaðið í hópi fjárfestingarfélaga og byrjaði að kaupa upp íbúðir í stórum stíl í miðbæ Reykjavíkur og síðan í úthverfum og nærliggjandi sveitarfélögum. Íbúðirnar eru leigðar til almennings og skiluðu GAMMA tæplega 840 milljóna króna hagnaði í fyrra.

og við töldum að það væri gott að fókus­era á hann.“ Síðan þetta viðtal var tekið hefur GAMMA farið frá því að stýra fjárfestingum fyrir um 25 milljarða króna og upp í meira en 100 milljarða króna og félagið hefur fyrir löngu byrjað að kaupa upp íbúðir í öðrum hverfum Reykjavíkur en miðbænum, meðal annars í Breiðholtinu, eftir því sem íbúðaverð miðsvæðis hefur hækkað til muna. Hins vegar hægðist talsvert á fjárfestingum GAMMA í íbúðarhúsnæði árið 2015 og keypti fyrirtækið mest af þeim íbúðum sem fyrirtækið á í dag á árunum 2013 og 2014. Við skoðun á íbúðaeign Eclipse fjárfestinga slhf. og Centrum fjárfestigna slhf. er til að mynda ekki ein íbúð sem keypt hefur verið í ár en fyrirtækið keypti auðvitað 450 íbúðir á einu bretti af Íbúðalánasjóði þegar leigufélagið Klettur var keypt. Markmiðið að skrá félagið Gísli segir í skriflegu svari til Fréttatímans að hann sé ennþá sömu skoðunar um leigumarkaðinn á Íslandi og að markmiðið sé að skrá Almenna leigufélagið á markað árið 2018. „Ég er einmitt enn sömu skoðunar; við höfum tekið þátt í því að byggja upp öflugan leigumarkað á Íslandi með langtímaleigusamningum (allt að 3 ár, ætlum að lengja til 5 ára á næsta ári), sólarhringsþjónustu fyrir leigjendur og öðrum nýjungum sem við höfum innleitt. Planið frá 2013 er enn í gildi og það er að skrá Almenna leigufélagið í kauphöllina árið 2018.“ Fleiri leigufélög Eftir að GAMMA byrjaði að fjárfesta í íbúðahúsnæði byrjuðu fleiri fjárfestar að gera slíkt hið sama. Þannig byrjaði fyrirtækið Heimavellir að kaupa upp íbúðir árið 2013 og er það i dag orðið eitt stærsta leigufélag á Íslandi með tæplega 2000 íbúðir eftir að hafa eignast rúmlega 700 íbúðir á varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum fyrir skömmu. Áður höfðu Heimavellir eignast rúmlega 100 íbúðir á svæðinu þegar félagið Tjarnarverk var keypt. Stærstu eigendur Heimavalla eru útgerðarfélagið Stálskip, tryggingafélagið Sjóvá Almennar og fjölmargir lífeyrissjóðir. Stærri leigufélögin gleypa því þau smærri en þetta hefur bæði gerst í tilfelli fyrirtækja GAMMA sem og í tilfelli Heimavalla. Minni félög, eins og BK Eignir, eru svo einnig á þessum leigumarkaði. Samhliða því sem íbúðaverð hefur farið hækkandi á höfuðborgarsvæðinu og í nærliggjandi sveitarfélögum – vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 13,6 prósent síðustu tólf mánuðina – þá hefur leiguverð líka hækkað til muna síðastliðin ár. Þannig sagði Hagstofan frá því í fyrra að leiguverð hefði hækkað um

„Það sem hefur gerst á síðustu árum er að fleiri barnafjölskyldur eru komnar út á leigumarkaðinn eftir að þessi þróun hófst. Það hefur gerst í allt of miklum mæli að fólk sem lenti í erfiðleikum missti húsnæði sitt og þessar eignir eru að hluta til komnar í eigu þessara leigufélaga. Það er bara orðið mjög erfitt að fóta sig á fasteignamarkaði,“ Ingbjörg Þórðardóttir fasteignasali

40 prósent frá árinu 2011 og í lok nóvember sagði Þjóðskrá frá því að á síðustu 12 mánuðum hefði vísitala leiguverðs hækkað um 8,5 prósent. Þessi þróun þjónar hagsmunum fyrirtækja eins og GAMMA og Heimavalla sem byrjuðu að kaupa íbúðarhúsnæði fyrir þessa miklu hækkun og því hefur verðmæti fasteignanna sem þessi félög keypt hækkað sem og leiguverðið sem félögin geta innheimt hjá leigjendum fasteignanna. „Óheillavænleg þróun“ Áðurnefnd Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að hún telji ennþá að sú þróun að fjárfestar eigi svo mikið af íbúðarhúsnæði sé óheillavænleg. Fleiri fjölskyldur þurfa fyrir vikið að leigja íbúðir en eiga húsnæðið sem þær búa í þar sem það þjónar hagsmunum leigufélaganna að fólki sé ýtt út á leigumarkaðinn vegna hærra fasteignaverðs og baráttu við fjársterkari aðila um íbúðir. „Þeir eru búnir að sprengja upp verðið,“ segir Ingibjörg um leigufélögin. „Hvað heldurðu að þeir gætu grætt ef þeir myndu selja íbúðirnar núna?,“ spyr Ingibjörg og vísar til þessa að þegar GAMMA byrjaði að kaupa íbúðirnar var fasteignaverð miklu lægra en það er í dag. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúmlega helming frá árinu 2011. „Það sem hefur gerst á síðustu árum er að fleiri barnafjölskyldur eru komnar út á leigumarkaðinn eftir að þessi þróun hófst. Þessi tala var um 5 prósent en er nú komin upp í 15 prósent. Þetta er 10 prósent aukning hjá foreldrum barna á grunnskólaaldri. Það hefur gerst í allt of miklum mæli að fólk sem lenti í erfiðleikum missti húsnæði sitt og þessar eignir eru að hluta til komnar í eigu þessara leigufélaga. Það er bara orðið mjög erfitt að fóta sig á fasteignamarkaði,“ segir Ingibjörg.


Rafbraut um Ísland

Orkusalan gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð

Brandenburg / SÍA

fyrir rafbíla. Verkefnið er einstakt á heimsmælikvarða og risastórt skref í átt að rafbílavæddu Íslandi. Stuðið er hafið og áætlað er að afhenda allar hleðslustöðvarnar fyrir jól. 422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Finndu okkur á Facebook


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

„Umsjónarkennarinn er alltaf með í öllu sem snertir hans nemendur. Í því getur falist að fara inn á BUGL á fundi, hitta félagsráðgjafa í félagsþjónustunni eða sálfræðinga. Það er mjög mikið um greiningar og allskyns vandamál, það er eins og það hafi bara orðið sprenging í þessum málum.“

Mynd | Rut

r!

í ur

t

%

25

át fsl

a

Kennarar eru að vakna upp af meðvirkni

®

e mb

e es

d

Það sem þú þarft fyrir jólaþrifin!

FILA Cleaner

FILA NoDrops

Rétta hreinsiefnið í regluleg þrif fyrir flísar, náttúrustein, dúka og parket.

Komdu í veg fyrir kísil með NoDrops. Vatnsfráhrindandi efni fyrir flísar og gler.

FILA ViaBagno

FILA Fuganet

Hreinsar kalkútfellingar af flísum og blöndunartækjum. Þau verða eins og ný!

Njarðarnes 9 Akureyri

Einn virkasti fúguhreinsirinn. Tekur fitu og önnur erfið óhreinindi af fúgum og flísum.

Bæjarlind 4 Kópavogi

Sími 554 6800 www.vidd.is

Signý Gísladóttir og Karl Sigtryggsson eru kennarar í Hagaskóla. Signý hefur verið kennari í næstum þrjátíu ár en Karl er að kenna sitt annað ár. Þau eru ekki ánægð með nýjan kjarasamning og Karl íhugar að segja upp. Ekki síst til að styðja áratuga langa kjarabaráttu föður síns sem kenndi alla sína ævi og er nú kominn á eftirlaun. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Þegar við hittumst eru Signý og Karl nýkomin af fundi úr sal Hagaskóla þar sem farið var yfir nýjan samning. Þau segjast ennþá vera að melta stöðuna. Signý efast um að samningurinn verði til þess að kennarar dragi uppsagnir til baka og Karl segir kennara hálf vonsvikna. Þau segja það augljóslega ekki hafa verið launin sem drógu þau í þetta starf. Karl: „Ég ætlaði aldrei að verða kennari því ég er kennarabarn og því búinn að fylgjast með kjarabaráttu foreldra minna frá því ég var lítill og upplifa óréttlætið gagnvart stéttinni í gegnum þau. Þar að auki átti ég ekki ánægjulega skólagöngu og leið aldrei vel í skóla. Ég átti í miklum vandræðum með sjálfan mig og kerfið passaði mér alls ekki. Svo gerðist það óvart þegar ég fór að leiðbeina unglingum í Vinnuskólanum að ég fann hvað mér þótti gaman að vinna með unglingum, að það gæti verð eitthvað fyrir mig. Ég ákvað að fara í kennaranám og þar fór ég aftur að öðlast trú á menntun,

að menntun væri lykillinn að svo mörgum vandamálum. Og ég fékk stóra drauma um að geta kannski komið af stað breytingum í lífi unglinga, haft áhrif. Mig langar að hjálpa ungu fólki að sjá meira en það sem er beint fyrir framan það. Og mér finnst ótrúlega heillandi að vera til staðar fyrir mínar nemendur.“ Signý: „Mér fannst alltaf gaman í skóla og er ein af þeim sem hlakkaði alltaf til haustsins, að fá nýja blýanta og strokleður. Ég er samt ekki ein af þeim sem ætlaði alltaf að verða kennari. Ég var á leiðinni til útlanda í nám þegar ég varð allt í einu ólétt og það varð til þess að ég söðlaði um og ákvað að gerast praktísk. Ég fór í Kennó og var ofsalega sátt þar frá fyrsta degi. Ég fann hvað mér þótti sérstaklega gaman að vinna með unglingum og mér finnst það ennþá. Unglingar eru svo skemmtilegir, opnir og hugmyndaríkir. Það er svo merkilegt að sjá þau koma hér inn á fyrsta ári og útskrifast svo þremur árum síðar sem breyttir einstaklingar. Það gerist svo margt á þessum árum,“ segir Signý sem fer ennþá og kaupir sér nýja blýanta og strokleður á haustin. Hún hefur starfað í Hagaskóla alla sína starfsævi, í 29 ár. „Það hefur svo margt breyst frá því ég byrjaði að kenna hér og skóli án aðgreiningar fól í sér eina mestu breytinguna. Þá fórum við að fá nemendur sem sumir hverir höfðu aldrei verið í almennum skóla og því fylgdi álag á kennara, það gerðist ekkert annað. Ekkert. Menn bara reyndu að tækla þetta. Það komu hér inn þroskaþjálfar í einhvern tíma


Bjartur fostudagur Afslættir, birta og gleði, fimmtudag til laugardags í Ormsson X-HM21BT-K/S Bluetooth stæða Til í svörtu og silfur. Áður kr. 45.900,-

25%

KR: 36.900,Þvottavélar

25%

EQUIPT

Tvö módel verða afhent á miðvikudag nk.

KR: 9.999,-

Þurrkarar

25%

Ruslafötur

30% KR: 33.900,-

Hársnyrtitæki

30%

25% DIGFH151DVD

Digihome 22“ 12v./230v. TV m.DVD

Lyklaborð USB

Verð áður kr. 49.900,-

KR: 990,LEV65555

Stjörnusjónauki Áður: kr. 14.900,-

LED perur í úrvali

KR: 3.490,-

25%

KR: 9.900,-

Misfit skrefamælar Áður kr. 4.990,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


14 |

VW Caddy Maxi 1.4 TGI /

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

MetanBensín / Beinskiptur*

KJARAKAUP 2.750.000 kr. Fullt verð: 3.210.000 kr. Afsláttur

Vistvænn

460.000 kr.

Signý Gísladóttir og Karl Sigtryggsson, kennarar í Hagaskóla. Mynd | Rut

Nú er tækifærið að fá sér nýjan bíl! Skoda Rapid

en það er ekki núna. Kennarar eru bara sérfræðingar í kennslu en allt í einu erum við að starfa við allt annað. Sjálfri finnst mér lang skemmtilegast að kenna en það er alltaf að verða minni hluti starfsins.“

HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með fimm ára ábyrgð. Nýttu tækifærið og fáðu þér nýjan gæðabíl fyrir jólin!

Karl: „Það er miklu meira álag í þessu starfi en hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Fyrsta árið mitt hef ég aldrei verið jafn þreyttur alla mína ævi. Ég fór alltaf að sofa klukkan átta á kvöldin, alveg örmagna.“

Spaceback Ambition 1.2 TSI / Bensín / Beinsk.

KJARAKAUP 2.450.000 kr. Fullt verð: 2.890.000 kr. Afsláttur

440.000 kr. Audi A4 B9 Avant 4x4 Sport 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur KJARAKAUP 8.595.000 kr.

Afsláttur

955.000 kr. VW Passat Highline 1.4 TSI / Bensín / Sjálfskiptur KJARAKAUP 4.430.000 kr. Fullt verð: 5.330.000 kr. Afsláttur

900.000 kr. VW Cross Polo

1.2 TSI / Bensín / Sjálfskiptur

KJARAKAUP 3.190.000 kr. Fullt verð: 3.580.000 kr. Afsláttur

390.000 kr. MMC ASX

Intense / 4x4 / Dísil / Sjálfskiptur

KJARAKAUP 4.490.000 kr. Fullt verð: 4.990.000 kr. Afsláttur

500.000 kr.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is

Hér er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. *Fimm ára ábyrgð gildir ekki með atvinnubílum.

Fullt verð: 9.550.000 kr.

Signý: „Umsjónarkennarinn er alltaf með í öllu sem snertir hans nemendur. Í því getur falist að fara inn á BUGL á fundi, hitta félagsráðgjafa í félagsþjónustunni eða sálfræðinga. Það er mjög mikið um greiningar og allskyns vandamál, það er eins og það hafi bara orðið sprenging í þessum málum.“ „Samstarf við foreldra hefur líka aukist og það er jákvætt en það eru samt tvær hliðar á því. Og svo fer tími í innleiðingu nýrrar námsskrár og nýs umsjónarkerfis. Við þurfum að finna tíma fyrir allt þetta fyrir utan kennslu, undirbúning og úrvinnslu. Þetta er bara of mikið.“ Karl: „Ef þú ert umsjónarkennari þá getur þú verið með vandamál í bekknum sem þarfnast mikillar vinnu og stöðugrar athygli. En svo getur þú verið með bekk þar sem ekkert er að gerast. Það sem vantar inn í kjarasamninga er að þetta auka álag, sem er breytilegt á milli bekkja, verði tekið til greina.“ „Ég er heppinn því ég er ennþá einhleypur og barnlaus svo ég get lifað af laununum einn. En álagið minnkar ekki þó launin hækki, það þarf líka að endurskoða allt kerfið. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig sveitarfélögin ætla að díla við þetta, sérstaklega aðalnámskrána og skóla án aðgreiningar. Og ofan á allt annað þá bætast við hlutir eins og að húsið lekur og það eru ekki til peningar fyrir nýjum gardínum.“ Signý: „Maður keyrir sig bara út því það fer öll orkan í þetta. Ég kem heim og er örmagna og það er ekki vegna aldurs. Öll þessi aukavinna er bara að taka allt yfir allt annað. Mikið af þessari vinnu er skemmtileg og gefandi, það er ekki það, en maður hefur bara ekki orku í þetta allt. Og það er ekki eins og maður fái einhver laun fyrir þetta, þó að vinnan sé kannski unnin á kvöldin eða um helgar. Í síðasta kjarasamningi var starfið sett upp í nokkrum liðum. A hluti var kennsla og kennsluskylda, B hluti var það sem er utan kennslu; tiltekt í stofu, kennarafundir og fleira. Og svo var C hluti sem innihélt allt þróunarstarf. En svo ákvað Reykjavíkurborg að það færu engir peningar í C-hlutann. Og þrátt fyrir að við fengjum ekkert borgað þá héldum við samt áfram að vinna að þessum verkefnum, frítt.“

Skóli án aðgreiningar Stefnan um skóla án aðgreiningar gengur út á að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum heimaskóla, óháð líkamlegu og andlegu atgervi þeirra. Skóli án aðgreiningar gerir þannig kröfu á alla almenna grunnskóla, og þar með alla kennara, að þeir geti tekið við öllum nemendum og veitt þeim menntun við hæfi, óháð hvers konar fötlunum, skerðingum eða sérþörfum. Stefnan á upptök sín í réttindabaráttu fatlaðra og birtist fyrst í Salamanca-yfirlýsingunni árið 1994. Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 1999 byggir á stefnunni en hún var ekki lögfest fyrr en í lögum um grunnskóla árið 2008 og birtist ekki í Aðalnámskrá grunnskóla fyrr en árið 2006. Í maí 2015 skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytið skýrslu um mat á framkvæmd stefnunnar. Gögnin sem þar koma fram sýna að almennt sé hugmyndafræðin á bak við skóla án aðgreiningar litin jákvæðum augum en að talið sé erfitt að framfylgja henni. Stefnan er talin hafa breytt skólastarfi að verulegu leyti, en það þurfi m.a. aukið fjármagn, meiri sérfræðiþekkingu, meiri faglegan stuðning og aukið svigrúm í vinnutíma kennara til að framkvæma hana með fullnægjandi hætti. Hún hafi í raun hvorki verið skilgreind, kostnaðarmetin né innleidd með nægilega skipulögðum hætti hér á landi og því hafi verið erfiðleikum bundið að leggja mat á árangurinn. Karl: „Við sem kennarar getum ekki bara sagst ekki ætla að vinna þá vinnu sem þarf að vinna. Það kemur bara niður á börnunum. En nú erum við búin að fá nóg og það er ástæðan fyrir öllum þessum uppsögnum. Kennarar eru að vakna upp af meðvirkni sem hefur verið í gangi. Kennarar vilja bara fara að gera eitthvað annað. Ég er búinn að semja uppsagnarbréfið mitt og það er hending að ég hef ekki skilað því inn.“ „Að hluta til vill ég sýna samstöðu með samstarfsfélögunum en ég er líka að hugsa til föður míns sem er búinn að vera í þessum pakka öll þessi ár. Ég er búinn að fylgjast með honum fara í öll þessi verkföll, í gegnum alla þessa samstöðufundi og allan þennan sársauka, blóð, svita og tár. Það er alltaf borin minni og minni virðing fyrir starfi kennara og kannski er þetta enn eitt skrefið í átt að einkavæðingu skólanna, að losna við kennara og svo geta þeir sem hafa efni á því bara ráðið sér kennara. Þá verður menntun bara forréttindi fárra. Ég gæti alveg haldið áfram að kenna en ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta, ég ætla ekki að brenna út í starfi ef ég þarf þess ekki.“


r i f a j g Góðar jóla

Svigskíði

Fjallaskíði

Gönguskíði

Snjóbretti

Pakkatilboð 25% afsláttur

Pakkatilboð 25% afsláttur

Pakkatilboð 25% afsláttur

Pakkatilboð 25% afsláttur

Áfram ísland Skíðaúlpa herra Jólatilboð Verð 39.995 Mikið úrval af fatnaði

20%

100% merino ullarfatnaður

jólatilbo

ð

Fyrir skíðagöngugarpa Softshell buxur. Verð kr. 14.995 Shoftshell jakki, Verð kr. 24.995

Lúffur

Verð frá kr. 5.995

Mikið úrval af húfum, sokkum og vetlingum Verð frá kr. 1.495

Skíðabuxur í mörgum litum stærð 128 til 176. Verð kr. 9.995

Salomon Speedtrack Verð kr. 14.995

Salomon X-Ultra Mid Til bæði fyrir dömur og herra Verð kr. 25.995

Dömu úlpur, einnig til á herra Verð frá kr. 19.995

Hinir vinsælu MICROspikes keðjubroddar Verð kr. 9.995 með poka

Í s le n s k u Sjón er sögu ríkari, mikið úrval af flottum vörum í jólapakkann

ALPARNIR

Flutt í Ármúla 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is


16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

JÓLIN Á APOTEKINU FRÁ KL. 17

7 rétta jólaveisla

FORDRYKKUR – freyðivín TE GRAFINN LAX Skallottukrem, dillmæjó, hrogn, súrdeigs kex ANDABRINGA Gulrótarkrem, portvínssósa ÍSLENSKT LANDSLAG Nauta tartar, reyktur ostur, rúgbrauð, pikklaður laukur, ediksnjór LETURHUMAR Jólatré og beurre noisette SVÍNASÍÐA Reykt sellerí-purée, kirsuberjasósa, fersk epli, pikklaður skallottulaukur GRILLUÐ NAUTALUND Jarðskokka og hvítsúkkulaði-purée, steiktar næpur með sveskjum og heslihnetum, kaffi-hollandaise EFTIRRÉTTUR JÓLAKÚLA Kryddkex, karamelluseruð hvítsúkkulaðimús, epla og fáfnisgrasfylling

8.900 kr.

BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 0011 Aðeins framreitt fyrir allt borðið.

APOTEK KITCHEN+BAR

Austurstræti 16

apotek.is

V

ið erum að koma út úr tímabili sem einkennst hefur af upphafningu einstaklingsins, tilfinningum hans, væntingum og réttindum. Þetta má sjá af breytingum á sjálfsmynd okkar og hlutverkum. Við viljum styrkja okkur sem einstaklinga og standa með sjálfum okkur í samskiptum við aðra. Sem er gott. Í þrengri samfélögum fyrra alda skipuðu hagsmunir hópsins hverjum til hlutverks og stöðu. Eða hvernig ráðandi öfl skilgreindu hagsmuni hópsins hverju sinni. Upplausn þorpsins færði einstaklingum meiri rétt og meira vald yfir eigin lífi. Hann braut af sér gömul gildi, sem héldu honum niðri. Nútímamannréttindi eru að mörgu leyti réttur einstaklingsins gagnvart hópnum. Þetta er góða sagan. Undanfarin ár og áratugi hefur áherslan á einstaklinginn farið út yfir þjófabálk. Ekki bara vegna þess að við erum öll veik í sjálfinu. Um leið og það verður samfélagslega ásættanlegt að taka ljósmynd af sjálfum sér hættum við að taka myndir af öðru fólki. Við virðumst þurfa aðhald frá hópnum til sturlast ekki af sjálfhverfu. Og ekki bara vegna þess að við getum ekki læknað okkur sjálf með því að greina okkur og skilja. Við erum bara að hluta til einstaklingar. Að stóru leyti erum við hópdýr. Við getum ekki orðið heilbrigðir einstaklingar nema að lifa fullnægjandi lífi í samfélagi við aðra. Ekki með því

VERUM BETRI HÓPDÝR að hegða okkur þannig að við fáum sem mest út úr þessum samskiptum heldur með því að vinna fyrir hópinn. Þetta hafa margir reynt á sjálfum sér. Besta leiðin til að vinna á depurð er að hjálpa öðrum. Almennt vekur það miklu betri líðan að hugsa hlýlega til annarra en sjálfs sín. Og ekki heldur bara vegna þess að áherslur á einkahag umfram almannahag hafi skekkt samfélagið okkar. Við erum að koma út úr tímabili þar sem því var trúað að hlutafélagsformið væri óumræðilega betra en ríkisstofnunin vegna þess að hlutafélagið varð til sem farvegur svo beisla mætti einkahagsmuni í hópstarfi. Stofnunin, samvinnufélagið og samtökin þóttu ekki nógu skilvirk. Við trúðum að illt væri að koma nokkru í verk þar sem einkahagsmunirnir náðu ekki að knýja áfram vélina. Af þessum sökum var nokkrum gömlum stofnunum breytt í hlutafélag; Ríkisútvarpið, Íslandspóstur og Keflavíkurflugvöllur eru nú rekin eins og þessi fyrirbrigði væru hlutafélög á markaði. Og ekki heldur vegna þess að okkur hættir æ meir til að líta á okkur sem neytendur á markaði. Kosningar eru ekki farvegur okkar til samfélagsþátttöku heldur er okkur boðið upp á matseðil af flokkum og mætum ekki á veitingahúsið ef ekkert tilboð freistar okkar. Og ekki heldur vegna þess að æ stærri hluti samfélagsins er kominn undir valdsvið sérfræðinga og þátttöku okkar er ekki vænst í ákvörðun um veigamikil mál. Ekkert af þessu einvörðungu en

allt þetta saman og margt meira til hefur leitt til þess að við æfum of lítið í okkur hópdýrið. Erum orðin stirð í þeim hluta okkar sem er á millum okkar og annars fólks. Í Fréttatímanum í dag er viðtal við kennara sem lýsa hrörnun skólastarfs á undanförnum áratugum. Ástæðan er ekki sú að nemendur séu nú erfiðari eða kennarar illa undirbúnir undir breytingar á skólastarfi. Samfélagið breytist og fólkið með. Vandi skólakerfisins er sá að ákvarðanir um viðbrögð eru tekin langt frá starfinu sjálfu og án samráðs við þá sem starfa í skólunum, þá sem eru skólarnir. Mótun skólastarfs hefur verið of mikið á höndum þeirra sem líta á kennara sem hluta vandans, áunninnar efasemdar um heilindi opinberra starfsmanna. Fyrir utan langvarandi og þreytandi baráttu fyrir mannsæmandi launum hefur opinber stefna og stefnuleysi í skólamönnum myndað gjá milli kennara og atvinnurekenda þeirra; ríkisins, okkar. Kennarar upplifa vantraust yfirboðara sinna gagnvart stéttinni, óvirðingu í gegnum launagreiðslur og fyrirlitningu á reynslu og upplifun þeirra sem sinna verkunum. Hugmyndir þeirra sem móta stefnuna stangast á við raunveruleikann; eru oftar en ekki illa grundaðar delluhugmyndir. Þannig kemur skólakerfið út úr margra áratuga upphafningu einkahagsmuna. Það sama má segja um heilbrigðiskerfið og margra aðra þætti velferðarkerfisins sem byggt var upp síðast þegar hópdýrið í okkur fékk að móta samfélagið. Til að endurreisa velferðarkerfin þurfum við því að efla hópdýrið í okkur, ekki sveigja kerfin að upphafningu einkahagsmuna á kostnað almannahags. Stofnanir okkar eru ekki að hruni komnar vegna þess að það sé ómögulegt að halda uppi góðu starfi innan stofnunar. Þær eru að bresta vegna þess að við reyndum að reka þær eins og einkafyrirtæki.

Gunnar Smári


NÝR RENAULT MEGANE SPORT TOURER

*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri

E N N E M M / S Í A / N M 7 8 2 1 9 R e n a u l t M e g a n e s p To u r e r 5 x 3 8

SPARNEYTINN FJÖLSKYLDUBÍLL

RENAULT MEGANE SPORT TOURER DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR←DUAL CLUTCH, ELDSNEYTISNOTKUN FRÁ 3,7 L/100 KM*

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

Allir nýir Megane Sport Tourer eru búnir 16" álfelgum, regnskynjara fyrir rúðuþurrkur og akreinavara auk þess sem í öllum bílunum er R-Link búnaður með íslenskum leiðsögubúnaði, 7" snertiskjá og Bluetooth handfrjálsum símabúnaði.

VERÐ: 3.690.000 KR. GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

Kanslarinn Merkel – fyrir og eftir tíst Angela Dorothea Merkel beitti hamingjuóskaskeyti sínu til næsta forseta Bandaríkjanna til að leggja honum línurnar: „Þýskaland og Bandaríkin eru bundin sameiginlegum gildum,“ skrifaði hún: „Lýðræði, frelsi, virðingu fyrir réttarríkinu og reisn sérhverrar manneskju óháð uppruna, lit, trú, kyni, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum.“ Rétt eins og Guðni Th., en með áhrifameira hagkerfi sér að baki. Haukur Már Haraldsson ritstjorn@frettatiminn.is

K

anslarinn hefur nú tilkynnt að á næsta ári muni hún bjóða sig fram til kanslara í fjórða sinn. Hún á stuðning víða. Barack Obama lauk síðustu embættisheimsókn sinni til Evrópu með því að lýsa Merkel nánasta bandamann sinn. Time Magazine hefur kallað hana „kanslara hins frjálsa heims“. Innan Þýskalands, og innan flokksins hennar, er staðan flóknari. Tístið Fyrir rúmu ári síðan virtist Merkel, nýstigin úr átökunum við Tsipras og Varoufakis um skuldir Grikklands, áhugalítil um flótta fólks frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum. Í júlí 2015 útskýrði hún fyrir 14 ára þýskumælandi stúlku frá Palestínu, í sjónvarpsþætti fyrir ungt fólk,

að sér þætti það vissulega leitt, en „þið getið ekki öll komið“. Stúlkan, sem eftir fjögurra ára bið í kerfinu sá fram á brottvísun með fjölskyldu sinni, brast í grát. Merkel birtist áhorfendum sem verðugur arftaki uppnefnisins „járnfrúin“. Rúmum mánuði síðar tilkynnti – eða tvítaði – BAMF, Útlendingastofnun Þýskalands, um stefnubreytingu: „#Dublin-ferlum sýrlenskra ríkisborgara munum við héðan af ekki fylgja eftir“. #Dublin vísar til Dyflinnar-reglugerðarinnar: Sýrlendingum yrði ekki brottvísað í krafti hennar. Með öðrum orðum: Ef þú ert þaðan og ert kominn hingað, færðu líklega að vera. Allt í allt flúðu 890.000 manns sunnan að til Þýskalands það ár. Það eru ívið færri en búist var við, en jafngildir þó, miðað við íbúafjölda, því að 3.600 kæmu til Íslands. Á þessu ári bættust um 600.000 við – það gerir þá um 5.000

Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2016 Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn mánudaginn 19. desember kl 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins lagðir fram 3. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara 4. Önnur mál Allir með aðild að Markaðsstofu Kópavogs eru boðnir hjartanlega velkomnir. Léttar veitingar í boði.

Markaðsstofa Kópavogs · Fannborg 2, 200 Kópavogur · s. 570 1578

manns alls, umreiknað til Íslands. „Wir schaffen das,“ sagði Merkel frá byrjun: „Við reddum þessu.“ Hægrið Fram að tístinu afdrifaríka virtist Merkel, ef eitthvað var, íhaldssöm í málum innflytjenda. Árið 2010 lýsti hún því yfir að fjölmenning hefði „gjörsamlega brugðist“ og að þeir sem ekki samþykki kristinn mannskilning ættu ekki heima í Þýskalandi. Margir þeir sem fögnuðu henni þá hafa nú fundið sér samastað í nýjum flokki: Alternativ für Deutschland, eða AfD. Eins og UKIP í Bretlandi skilgreinir hann sig út frá andstöðu við Evrópusambandið, sem virðist orðið að hundaflautu öfga-hægrisins, skálkaskjóli fyrir fasista. Samkvæmt stefnuskrá vill AfD að ytri landamærum ESB verði lokað með öllu, hverjum flóttamanni verði haldið utan álfunnar þar til réttur hans til verndar hefur verið sannaður. Þá má finna þar kaflaheitin „Islam á ekki heima í Þýskalandi“, og „Fleiri börn í stað fjöldainnflutnings“ – um fjölskyldustefnu flokksins. Þegar úrslit urðu ljós í forsetakjöri Bandaríkjanna tvítaði Frauke Petry, formaður flokksins: „Hjartanlega til hamingju.“ AfD vann stóra sigra í kosningum nokkurra sambandsríkja síðasta vor – í Sachsen-Anhalt reyndist hann stærsti flokkurinn. Í könnunum fyrir sambandsþingskosningar mælist hann nú með 13% fylgi. Það myndi að óbreyttu gera hann að þriðja stærsta þingflokki sambandsþingsins að ári. Mótsagnirnar Komið hefur fram að í reynd beitti Þýskaland Dyflinnarreglugerðinni mjög sjaldan gegn sýrlensku flóttafólki, allt frá árinu 2011, þegar Evrópudómstóllinn úrskurðaði gegn brottsendingum til Grikklands. Það var með öðrum orðum ekki svo að hliðið hafi verið harðlæst þar til í fyrra. Né opnaðist það þá upp á gátt. Merkel andmælti aðgerðum þeirra Evrópulanda sem hertu um sama leyti landamæraeftirlit til að hindra ferðir flóttafólks – en vann á sama tíma að samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland, um að ferja þangað sýrlenska flóttamenn sem næðu ströndum Evrópu. Undirritun samkomulagsins síðasta vor

lokaði sjóleiðinni til Evrópu, á meðan Tístið afdrifaríka. landamæravarslan í austri lokaði landleiðinni. Eins og skrúfað væri fyrir: Komum flóttafólks til Þýskalands fækkaði úr 50.000 á viku, þegar mest var, í undir 5.000 á viku síðustu mánuði. Um leið vill stjórnin draga úr komum annarra innflytjenda. Síðastliðið ár hafa þýsk stjórnvöld hert skilyrði fyrir móttöku förufólks frá Afríkuríkjum og Balkanskaga og víðar – og tilkynnt um lagafrumvarp sem mun afnema bótaréttindi Evrópuborgara þar til þeir hafa unnið fimm ár í Þýskalandi. Merkel lét hins vegar ekki undan þrýstingi frá CSU, systurflokki

Þýska velferðarríkið Otto von Bismarck, hinum íhaldssama kanslara áranna 1871 til 1890, er eignaður heiðurinn af fyrsta velferðarríkinu, með lögfestingu sjúkratrygginga, atvinnuleysisbóta og fleira upp úr 1880. Í sáttmálanum um sameinað Þýskaland, árið 1990, er hagkerfi þess lýst sem „félagslegu markaðshagkerfi“. Rínarkapítalismi er það stundum kallað, rótgróinn hluti af sjálfsmynd sambandslýðveldisins og setur meginátökum í þýskum stjórnmálum ákveðin mörk. Þessi skilningur á hlutverki ríkisins í hagkerfinu veitir þó verulegt svigrúm fyrir ólík markmið og leiðir. Einkavæðingarhrina Íslands um aldamót bliknar í samanburði við einkavæðingu stórfyrirtækja á við Volkswagen, Lufthansa og Telekom, ferli sem hefur staðið frá 7. áratugnum. Fyrirliggjandi er einkavæðing lestarkerfisins, sem tafðist vegna kreppunnar 2008. Á sama tíma eru þýskir háskólar reknir án skólagjalda, heilbrigðiskerfið án komugjalda, og afskipti hins opinbera af mörkuðum veruleg, hvort sem er til að halda leiguverði viðráðanlegu eða gá hvað bændur eiga við ef þeir kalla eggin sín vistvæn.

Merkel, doktor í eðlisfræði, er fædd í Hamborg árið 1954. Hún gekk til liðs við CDU 1990, árið sem Austur- og Vestur-Þýskaland endursameinuðust. Ári síðar varð hún ráðherra kvenna- og æskulýðsmála í ríkisstjórn Helmuts Kohl. Árið 2002 var hún kosin formaður flokksins, og þremur árum síðar kanslari. Mynd | Getty

CDU í Bæjaralandi, um þak á þann fjölda flóttafólks sem Þýskaland tekur á móti árlega. Né segist hún, þráspurð, sjá eftir því: „Mergur málsins er þessi: Við erum land sem hefur í hávegum reisn hverrar einustu manneskju,“ sagði hún í nýlegu viðtali. „Frammi fyrir hörmungum á við þær í Sýrlandi verðurðu að taka afstöðu.“ CSU hefði viljað taka aðra afstöðu og bauð kanslaranum ekki í partíið sitt – bókstaflega: Merkel var ekki boðið á landsfund CSU í byrjun þessa mánaðar. Það er víst einsdæmi. Þar náðist þó samstaða um að leggja ágreininginn til hliðar og fylkja liði til kosninga. Valkostirnir Í ellefu ára valdatíð Merkel hefur atvinnuleysi lækkað úr tíu prósentum í fimm. Hagvöxtur gutlar, óspennandi en stöðugur, milli eins og tveggja prósenta. Erlendar skuldir nema sirka 70% af landsframleiðslu. Síðustu fjárlög skiluðu afgangi. Útflutningur hefur vaxið – hægt en örugglega. Annað sem hefur vaxið er ójöfnuður, hvort sem er mældur í tekjum eða eignum. Það er ekki sérþýsk þróun, en jafn tilfinnanleg fyrir því. Vinstriflokkurinn Die Linke, arftaki austur-þýska sósíalistaflokksins, mælist nú með stöðugt 10 prósenta fylgi. Flokkur Græningja sveiflast milli 10 og 15 prósenta. Síðasta vor mynduðu þessir tveir, ásamt jafnaðarmannaflokknum SPD, rauð-rauð-græna meirihlutastjórn innan sambandsríkisins Berlínar. Auki þeir samanlagt fylgi sitt um nokkur prósent er sama stjórnarmynstur, vinstri-græn ríkisstjórn, ekki út úr myndinni næsta haust. Væri kosið nú heldur Merkel-stjórnin hins vegar, samkvæmt könnunum, velli. Að óbreyttu virðist því líklegast að Merkel verði kanslari til ársins 2021. En margt sem þótti að óbreyttu líklegast hefur nýverið farið á annan veg. Og þess vegna hefur heimurinn augun á brosmilda fólkinu sem vill ekki láta kalla sig fasista. AfD er nú þriðji stærsti flokkur landsins, með 13% fylgi í könnunum – í landi sem á að búa yfir varanlegu ónæmi fyrir upprunahyggju og útlendingahatri.


20 |

Við erum

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

& þér er boðið

laugardaginn 3. des

Laugardaginn 3.des

Dagskrá á milli 13-17

ætlum við að slá til og vera með afmælisboð í verslun okkar á krókhálsi 6

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM, dróna flug, happdræti og léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur. S: 566-6666 dronefly@dronefly.is

KRÓNUDAGAR Ljósakrónur á

20–50% afslætti. „Stundum bið ég fólk um að haldast í hendur á meðan það talar saman. Ef það hefur verið að rífast og ekki snert hvort annað í langan tíma, kynlífið orðið alveg ískalt, og allt komið í frost, þá getur það að haldast í hendur verið stórmál,“ segir Þórhallur Heimisson prestur. Mynd | Hari

OPIÐ ALLA DAGA

-50%

Mán. til fös. kl. 9–18 Laugard. kl. 10–16 Sunnud. kl. 12–16

-50%

Máttur þess að heyra maka þinn segja að hann elski þig, og beri virðingu fyrir þér, getur verið ótrúlega mikill. Sérstaklega í löngu sambandi, þar sem þessi orð hafa ekki verið sögð í mörg ár. Þetta segir Þórhallur Heimisson prestur sem kennir fólki að hlúa að sambandi sínu við makann.

Áður: kr. 17.995

8.998 kr. 5 ARMA LJÓSAKRÓNA

Áður: kr. 14.995

Úr stáli

-30%

7.498 kr. 8 ARMA LJÓSAKRÓNA Úr stáli

-30% Áður: kr. 19.995

13.997 kr. 5 ARMA LJÓSAKRÓNA Krómuð

Leiðir til að bjarga ísköldu hjónabandi

Áður: kr. 11.995

8.397 kr. 5 ARMA LJÓSAKRÓNA Krómuð

-30% Áður: kr. 9.995

6.997 kr. LJÓSAKRÓNA Krómuð/svört

við Fellsmúla | 108 Reykjavík | rvm.is

M

Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

eginástæðan fyrir því að fólk sækir sér hjálp, er að það hefur gleymt eða látið vera að rækta samband sitt, og sett allt annað á oddinn. Það er krefjandi að takast á við og fólk þarf að horfa vel í spegil og spyrja sig hvað það getur sjálft gert til að bæta tengslin. Fólk þarf sjálft að vinna vinnuna en ég rétti þeim verkfæri til þess. Ég segi þeim ekki fyrir verkum heldur vinna pörin sjálf verkefni sem ég legg fyrir þau.“ Þórhallur býður upp á þriggja daga námskeið í Hörpu í janúar fyrir pör sem vilja bæta samband sitt. „Þetta er vinna sem hentar öllum, hvort sem fólk vill styrkja sambandið, er að byrja búa eða leita leiða í gegnum erfiðleika. Við fjöllum um algenga hluti sem ber á góma í samböndum, börn, peninga, kynlíf, vinnu og svo tökum við líka á algengum vandamálum eins og framhjáhaldi og áfengisneyslu. Stundum kemur upp framhjáhald og særindi og margir sem hafa lent í því, hafa fundið leið til baka með því að setja sambandið í forgang. Rauði þráðurinn er hvað hægt sé að gera til að efla sambandið.“ Þórhallur er orðinn nokkuð sjóaður í að vinna með pörum á þennan hátt en hann hefur haldið svokölluð hjónanámskeið í rúm tuttugu ár. Víða um landið og einnig á Norðurlöndum. „Þó námskeiðin hafi breyst og tíðarandinn líka, þá eru viðfangsefnin í raun alltaf þau sömu. Það sem kannski hefur breyst mest á þessum árum er þröskuldurinn hjá fólki fyrir því að leita sér hjálpar. Í dag þykir það sjálfsagt. Við búum í rosalegu fjölskyldusamfélagi og það er oft erfitt að lenda í vandræðum í sínu sambandi. Nú getur fólk komið fyrr, áður en allt er komið í óefni,

og tekist á við það. Þetta eru þrjú kvöld og eftir þau þá sendi ég fólk heim með sjö vikna heimavinnu. Til að koma sér upp nýjum hefðum eða venjum og losna við aðrar. Eftir sjö vikur mega pörin koma aftur til mín í viðtal en minnihlutinn gerir það. Einhvernveginn hefur þetta virkað fyrir marga, að gera þetta svona.“ –Hvað getur fólk gert til að bjarga þreyttu hjónabandi? „Samband er alltaf vinna og það er engin skyndilausn. Ég lofa engu um árangurinn. Þetta er ekki eins og að taka einhverja pillu en augu fólks opnast fyrir því að það er hægt að gera hlutina öðruvísi og eiga betra líf. Þegar fólk er komið í vítahring, þarf oft aðstoð frá þriðja aðila. Einhverjum sem stendur utan við deilurnar. En það mikilvægasta er að hafa vilja til að breyta, að báðir aðilar hafi vilja til að sækja námskeiðið og vilja til að skoða hlutina í nýju ljósi. Það er mýta að konurnar dragi karlana sína á námskeiðið. Þegar þau eru komin á staðinn þá hafa karlar jafnmikla þörf fyrir að tala og konurnar.“ –En hvað geta lesendur gert, sem þora ekki að koma á námskeið en vilja bæta sambandið sem þeir eru í? „Mikilvægast er að fólk muni eftir hvort öðru og gefi sér tíma fyrir hvort annað. Stundum þarf fólk hreinlega að bóka tíma til þess. Ákveða bara að næsta fimmtudagskvöld ætlum við að eiga stund fyrir hvort annað og vera búið að gera ráðstafanir til dæmis um barnapössun eða eitthvað slíkt. Það getur verið ágætt að setja upp næsta mánuðinn, nokkrum sinnum í viku, einhvern tíma til að gera eitthvað til að efla sambandið. Margir segja að þeir hafi ekki tíma eða komist ekki frá barnanna vegna. Þetta snýst ekki um að fara til New York eða

„Samband er alltaf vinna og það er engin skyndilausn. Ég lofa engu um árangurinn. Þetta er ekki eins og að taka einhverja pillu en augu fólks opnast fyrir því að það er hægt að gera hlutina öðruvísi og eiga betra líf.“ kaupa dýrar gjafir fyrir hvort annað heldur um að ákveða að gefa sig hvort að öðru. Við einblínum á litlu hlutina og hversdaginn. Allt gengur þetta út á að gera hlutina í núinu. Ég reyni að biðja fólk um að skera niður allt þetta ytra, allar kröfurnar og áreitið, og spyrja heldur hvað það geti gert ánægjulegt saman. Hvað þau geti gert til að finna aftur ástina sem kviknaði þegar þau kynntust. Ég aðstoða pörin við að gera áætlun um hvað þau geta gert til að fá meiri krydd í tilveruna. Fólkið kemur sjálft með hugmyndir sem því finnst skemmtilegar. Aðalatriðið er að horfa inn á við og skoða sjálfan sig; „Hvað get ég gert betur? Hvernig get ég hugsað betur um maka minn?“ Þetta með virðinguna skiptir mjög miklu máli. Stundum bið ég fólk um að haldast í hendur á meðan það talar saman. Ef það hefur verið að rífast og ekki snert hvort annað í langan tíma, kynlífið orðið alveg ískalt, og allt komið í frost, þá getur það að haldast í hendur verið stórmál. Það getur líka verið mjög sterk upplifun fyrir fólk að fá að heyra í fyrsta sinn í mörg ár: „Ég elska þig og ég ber mikla virðingu fyrir þér.“ Máttur þess að heyra þessi orð eftir langan tíma getur verið mjög mikill.“


Rjóminn í ísnum

Ísinn frá Emmessís inniheldur ekta íslenskan rjóma og er því sannarlega rjóminn í ísnum. Rjóminn okkar er íslensk landbúnaðarafurð eins og þær

PIPAR \ TBWA

SÍA

163528

gerast bestar.


Montréal Toronto Boston New York Pittsburgh San Francisco

Washington, D.C.

Los Angeles

Miami

Þú flýgur lengra með WOW air KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOW@WOW.IS


Reykjavík

Stokkhólmur

Edinborg Köben Dublin Cork

Berlín Varsjá Amsterdam Brussel Düsseldorf París Frankfurt Salzburg Mílanó

London

Bristol

Lyon Barcelona Alicante

Tenerife Gran Canaria


24 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

GASTROPUB

HREINDÝRABORGARI 175 G Brioch brauð, rauðlaukssulta, piparrótarmayo, Búri, romain salat, vöfflufranskar, trufflumayo

2.890 kr.

Arta Ghavami er pólitískur flóttamaður frá Íran sem lifir og starfar í Danmörku. Mynd | Nanna Kirstine Jakobsen

Norræni lofsöngurinn og tilvistarkreppa í Teheran

JÓLA JÓLA

JÓLABOX • Tvíreykt hangikjöt, epli, skallotlaukur, laufabrauð • Flatkaka, bleikja, klettasalat, rjómaostur, dill • Saltfiskur, sætmús, lotusrót, tómat-chutney • Andabringa, piparrótar-blómkálspurre, portvínssósa

3.590 kr.

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

Þegar norrænn lofsöngur var frumfluttur við veitingu verðlauna Norðurlandaráðs á dögunum hefur vafalaust fáa grunað að hugmyndina mætti hvorki rekja til Oslóar né Stokkhólms, eða annarra höfuðborga Norðurlanda, heldur alla leiðina austur til Teheran. Árni Snævarr ritstjorn@frettatiminn.is

V

íst er að parið Arta Ghava m i og A m i r Ghomi féllu illa að staðalímyndinni um ljóshærða og bláeyga Norðurlandabúa þegar þau hlýddu stoltust allra á frumflutning lofsöngs Norðurlanda í tónleikasal danska ríkisútvarpsins í byrjun nóvember. Flutningurinn var í höndum kórs danskra, íslenskra, færeyskra og grænlenskra söngvara við undirleik hljómsveitar að viðstöddum danska krónprinsinum og forsætisráðherrum Norðurlanda. Eins og nöfn Arta og Amirs bera með sér eru þau ekki af norrænu bergi brotin þó þau hafi alist upp í Kaupmannahöfn frá blautu barnsbeini, og séu að tungu, menningu og ríkisfangi Danir. Arta er klassískt menntaður píanóleikari og Amir er meðal annars rappari. Þau eru pólitískir flóttamenn frá Íran í Danmörku þar sem þau hafa dvalist mestalla sína ævi. Margir ráku upp stór augu þegar hugmyndin um norrænan söng var kynnt, og sumir létu í ljós efasemdir um að hægt væri að skilgreina hið samnorræna hvað þá að túlka það í tónum og orðum. Eins og dæmin sanna eru Norðurlandabúar uppteknari af því að tíunda það sem skilur þá að en það sem sameinar þá, þótt því sé öfugt farið þegar útlendingar eru annars vegar. Þannig er notast við skjátexta þegar rætt er við Dani í norskum sjónvarpsfréttum, þótt færa megi rök fyrir því að þá beri líka að texta marga norska mállýskuna. Norræni liturinn er blár Arta Ghavami, er fljót að benda á að menn séu á villigötum ef þeir einskorða kjarna norræns eðlis við uppruna og tungumálið, og óþarfi að leita langt yfir skammt þegar

finnska er annars vegar, grænlenska og tungumál Sama. En ef hið norræna er ekki bundið við tungumálið, hvað er það þá? Til að undirbúa verkefnið boðuðu Arta og Amir, með stuðningi Norðurlandaráðs og Icelandair, hóp Norðurlandabúa saman til fundar í Reykjavík fyrir tæpum þremur árum. Í þeim hópi voru tónlistarmenn, útgefendur, blaðamenn, skriffinnar úr menningargeiranum, og meira að segja fulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Fundarsalinn lánaði Hönnunarsafnið og þar með var minnt á að norræn hönnun er víðfræg um allan heim.

„Stjórnmálamenn tala stöðugt um sérstakt þjóðareðli í Danmörku og hinum Norðurlöndunum, en gleyma því að erum hluti af einstökum norrænum félagsskap sem byggir á trausti, jafnrétti og öryggi. Óðurinn er til heiðurs þessu,“ segir Arta Ghavami. Niðurstöður hópsins voru þær að margir ólíkir þættir væru Norðurlandabúum sameiginlegir og mætti nefna stolt og sæmd, sameiginlega sögu og gildi, þar á meðal hið svokallaða „norræna módel“, mannréttindi og tjáningarfrelsi, en líka sköpunargleði. „Við nálgumst hlutina á mismunandi hátt, en við byggjum á sama grunni. Og grunnurinn er sá að byggja á umræðu. Við köfum djúpt og brjótum til mergjar,“ segir Arta og bætir við að norræni liturinn sé blár! Textinn að norræna söngnum er verk dansk-norska höfundarins Kim Leine, höfundar Spámannanna í Botnleysufirði, sem vann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og gerist að verulega leyti í Grænlandi.

Lofsöngur Norðurlanda eftir Kim Leine í þýðingu Þórarins Eldjárn A Þú ástkæra, víðfeðma, ljósa land með löðrandi brim og jökultinda Þú ert mitt hjarta og mitt trausta tryggðaband sú tenging sem við jörð mig nær að binda.

B Er norðurljós blika í gullnum glans og glitra á himinboga svörtum þá æði ég með í þann álfadans en endurfæðist svo á morgni björtum.

B Þú ástkæra, niðdimma norðurslóð frá nunatak að jarðlestum í borgum frá örfoka melum í engi góð ég elska þig í gleði og í sorgum

A Þú ískalda land mitt við líðum þér að láta kalda vetrarstorma næða því sumarnóttin bjarta svo beint á eftir fer og byrjar okkar sálaryl að glæða

A Í þér á ég hof mitt og helgistað og hér á ég sól sem rís og hnígur í blíðu og í stríðu víst á ég þig að þinn andi býr í mér og víða flýgur

B Ég elska þig land mitt og þokka þinn á þessum grunni öll við saman stöndum því heilinn, sálin og hugurinn og hjartað eru bundin Norðurlöndum.


SPENNA & DRAMATÍK! TVÍSAGA EFTIR ÁSDÍSI HÖLLU BRAGADÓTTUR

★★★★ „FÆR LESANDANN TIL AÐ GRÍPA ANDANN Á LOFTI.“ Friðrika Benónýs, Fréttablaðinu

1. prentun uppseld 2. prentun komin í verslanir 3. prentun væntanleg

1. sæti

Bóksö

lulistin n Ævisö gur

DRUNGI EFTIR RAGNAR JÓNASSON

★★★★ „Flott flétta hjá Ragnari!“ STEINÞÓR GUÐBJARTSSON, MORGUNBLAÐINU

4. sæt

i

Bóksö lulistin n Skáldv erk


26 |

Tónlistin er svo eftir færeyska tónskáldið Suneif Rasmussen. Enginn er dómari í sinni sök og ef til vill þarf utanaðkomandi innherja eins og þau Amir og Arta til að greina hismið frá kjarnanum í norrænu þjóðarsálinni. Arta leynir því ekki að íranskur uppruni þeirra eigi stóran þátt í því að áhugi þeirra kviknaði. „Þegar ég var að alast upp var ég meðvituð um að eitt sinn hafi verið til Íran, þar sem samstaða ríkti á milli íbúanna, enda deildu þeir sameiginlegu gildismati. Þetta er annað Íran en við þekkjum í dag,“ segir Arta. Hún og Amir eru bæði alin upp við þá trú sem kennd er við spámanninn Zaraþústra, og eru ein elstu trúarbrögð heims. Arta var fjögurra mánaða gömul þegar fjölskylda hennar leitaði hælis i Danmörku en faðir hennar var þekktur fyrir leik í verkum sem höfðu pólítíska undirtóna. Hún var komin vel á þrítugsaldur þegar hún heimsótti Íran í fyrsta skipti fyrir sjö árum. Hún lýsir þeirri reynslu sem „tilvistarlegu uppgjöri.“ Þekking hennar á Íran kom ekki síst úr írönsku sjónvarpi sem hægt var að horfa á í Danmörku en lífshættir fjölskyldunnar voru danskir. Eðlið í hinu norræna „Það var í Íran sem ég varð fyrst fyrir alvöru meðvituðu um tvöfaldan uppruna minn. Hingað til hafði ég alltaf talið mig Dana, en að vísu upprunnin í Íran eins og aðrir sögðust vera frá Fjóni eða Jótlandi.“ Hún fór að velta vöngum yfir því hver hún væri í eðli sínu og hvað

Gefðu

armin

Fenix 3 HR Heilsu- og Snjallúr sem hreyfir við þér! Fenix 3 HR er úr fyrir kröfuharða íþróttamenn, útivistarfólk og alla sem líkar vandað og fallegt úr.

Verð frá 74.900

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

Þú ástkæra, víðfeðma, ljósa land með löðrandi brim og jökultinda syngja norrænir kórar við tónlist íranskra flóttamanna.

„Stjórnmálamenn tala stöðugt um sérstakt þjóðareðli í Danmörku og hinum Norðurlöndunum, en gleyma því að erum hluti af einstökum norrænum félagsskap sem byggir á trausti, jafnrétti og öryggi. Óðurinn er til heiðurs þessu.“ hún ætti og ætti ekki sameiginlegt með Dönum og Írönum. Þegar hér var komið við sögu hafði hún hitt Amir, sem var að vinna við norræna rapphátíð. Norræni söngurinn var sú lausn sem Amir bauð henni upp á í heilabrotum hennar. „Það er hið norræna, þú finnur eðli þitt í hinu norræna,“ sagði Amir. Leit hennar að sjálfri sér var þannig á sama tíma leit að norræna

kjarnanum og leiðin til hins norræna óðs. „Og frá þeim degi sem ég byrjaði að vinna í þessu norræna samstarfi hef ég hitt Færeyinga, Íslendinga, Finna og smám saman fundið fleiri púsl í púsluspilinu.“ Hún fann margt í fari hinna Norðurlandabúanna sem hún gat samsamað sig við. Hinir yfirveguðu Finnar minntu hana á föður hennar og íslenska kjötsúpan á sér systur-súpu í Íran! „Og ég hef tautað í barminn: „Kannski er ég bara norræn – fyrst ég er hvorki írönsk né dönsk,“ heldur Arta áfram. „Og á þessu mótunarskeiði datt úr úr mér: „Amir, ég held að Íran í mínum huga sé einhvers staðar á milli Finnlands og Noregs, Færeyja og Íslands. Það er á norðurslóðum míns eigin huga. Það er jafnstórt og hin löndin og ég held að ég sé í raun og veru fyrst og fremst ­norræn.“


Útsölumarkaður Útilífs í Glæsibæ

30-70% afsláttur

Íþróttafatnaður | Íþróttaskór | Barnafatnaður Barnaskór | Úlpur | Reiðhjól | Útivistarfatnaður

komdu og gerðu góð kaup! Opið mánudaga til föstudaga 12-18 og laugardaga 12-16


SNJALLAR

STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NSÝ LÓÐ

MAMBO DRONE

ÚRVAL

A DRÓN FRÁ Á VERÐI

6.990

360°

GUR SNÚNINFLI PPA HÆGT AÐ Á ALLA VEGU:)

• • • • • • • • •

Stórglæsilegur Mini Drone frá Parrot Drónanum er flogið með snjallsíma Kemur með gripkló og fallbyssu Skynjarar auka öryggi og stöðuleika Allt að 20m drægni með snjallsíma Hleðst að fullu á 30 mín, 9 mín flugtími Auka hleðsla, fjarstýring ofl. fáanleg App í boði fyrir iOS og Android

GW100

JTILÓBLOAÐ

FYLGIR MEÐ!

SMARTHOME SMARTHOME BYRJENDAPAKKI Glæný Snjallheimilis lína frá Trust Þrjár fjarstýranlegar innstungur Þráðlaus einföld fjarstýring Styður allt að 1000w tæki Allt að 30 metra drægni Barna öryggi í innstungum Hægt að stjórna allt að 16 tækjum Passar í allar innanhús innstungur

9.990

JÓLAPAKKINN Í ÁR:)

SOS

UR HNAPÐPÍ SÍM A SENDIR BO FORELDRA!

9.990

VA LENDA!

SILICON BUMPER VARNARHLÍF

FYLGJA

MYNDAVÉL Í BÍLINN

7” SPJALDTÖLVA

ENGAR ÁHYGGJUR MEÐ WONLEX!

Bráðsniðugt og vandað GPS krakkaúr með 1.22’’ LED lita snertiskjá, SOS takki fyrir neyðarsímtal og SMS sendingu með staðsetningu.

SIM

VIR SIM KORTUM:)

1.22’’ lita LED snertiskjár Allt að 10 símanúmer í símaskrá Hægt að velja 3 SOS símanúmer Með innbyggðri vekjaraklukku Viðvörun kemur í síma ef úr er tekið af Hægt að skoða ferðir barnsins yfir daginn GEOgirðing varar við ef úr fer út fyrir svæði Allar aðgerðir stjórnast úr síma foreldra App í boði fyrir IOS og Android

7.990 WONLEX GPS KRAKKAÚR

VERÐ FRÁ

GEAR4U

990

14.990 ROCK100 HEYRNARTÓL

GPSKRAKKAÚR

• • • • • • • MICRO • • KAR MEÐ ÖLLUM

TILVALIÐ FYRIR JÓLASERÍURNAR;)

DASHCAM

NÝRTAT Ð

49” 4K NETFLIX AÐEINS 79.990

VERÐ ÁÐUR 9.990

7.990

Hágæða 40’’ snjallara 4K snjallsjónvarp 1000Hz CMP 4K Ultra-HD 3840x2160 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn 300.000:1 Dynamic skerpa(4000:1 Native) Innbyggt Netflix, Youtube, Facebook o.fl. Fullkominn USB UHD Media spilari H.264 20W RMS Dolby Digital Plus hljóðkerfi 4xHDMI (2x2.0), 1xScart, 3xUSB, nettengi

59.990

NÝ KYNSLÓÐ FRÁ ACER!

NÝRTAÐT

• • • • • • • •

• • • • • • • •

29.990

ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING

Hágæða 7’’ LogiLink LCD litaskjár 4:3 Ljósmyndastærð með 800x600p Birtir allar JPEG myndir að 16 Megapixel Spilar myndir í sjálfvirkri myndsýningu Les af minniskortum og minnislyklum Handhæg fjarstýring fylgir með Stendur á borði eða festist á vegg USB tengi og minniskortalesari Einnig handhæg klukka og dagatal

SNJALLARA 4K SNJALLSJÓNVARP

10’’ HD IPS fjölsnertiskjár 1280x800 Quad Core 1.3GHz A53 64-bit örgjörvi Hexa Core Mali T720 DX11 3D skjákjarni 16GB flash og allt að 128GB microSD 300Mbps WiFi, BT4.0 og GPS Li-Polymer rafhlaða allt að 10 tímar 2.0 Premium DTS HD hljóðkerfi Tvær FHD vefmyndavélar 5MP og 2MP Android 6.0 Marshmallow og fjöldi forrita

VA LENDA!

7”RAMMI

40”SJÓNVARP

IconiaOne

ÚRVAL DRÓNA FRÁ 4.990

• • • • • • • • •

MEÐ INNBYGÓNVARP GÐ 4K NETFLIX U

10

19.990 LOGICLINK

4K

ULTRA HD 38 SNJALLAR 40x2160 A SJ

9.2mmgr 520

Glæsilegur dróni frá Parrot með útskiptanlegri fallbyssu með 6 kúlum og gripkló sem getur gripið og borið létta hluti. Ótrúlega stöðugur og frábær dróni fyrir byrjendur:) • • • • • • • •

VA LENDA!

N N AÐEINS KÖY RÞUN OG

HÁGÆÐA MINI DRONE FRÁ PARROT BYSSA OG GRIPKLÓ FYLGJA!

NÝRTAÐT

B3-A30

NÝRTAT Ð

34.990

JTIÓLBLOAÐ

VA LENDA!

ÚRVALLA

LEIKJASTÓ FRÁ

ÐUR VERÐ.9Á90 49

NÝTT FRÁ SATZUMA

Á VERÐI

26.990

HÁGÆÐA LEIKJASTÓLAR

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00

NDUM

HRAÐSE

500KR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

EIM ÖRUR H ALLAR V GURS* SAMDÆ

* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)


JÓLAGJAFIR

HEITUSTU TÖLVUGRÆJUNUM Í ÁR:)

0% LAR VÖR

MOD

HEYRNUARLTAR ÓL

VAXTALAU UR ST 12 MÁNUÐ Í I

GERÐ FY RIR ÚTSKIP PS4VR MEÐ TAN EININ LEGUM GUM!

t allar ber fás Í desem vaxtalausum eð % vörur m slum með 3.5 r k ið 5 e 0 r g4 raðg gjaldi o m lántöku jaldi af hverju g lu s greið ga gjaldda

AÐEIN S 200gr

PS4 RIG4 VR

Fislétt leikjaheyrnartól hönnuð fyrir PS4 VR frá Plantronics með hljóðnema og dúnmjúkum púðum.

14.990

SÉRHÖNNUÐ FYRIR PS4 VR

Ý N KYNSLÓÐ

PS4

NI STÝRIPIN FYLGIR

RI

ÖFLUGRI, ÞYNN OG LÉTTARI

aystation Upplifðu framtíðina með Pl um, einstök VR sýndarveruleikagleraug num eigin upplifun þar sem þú ert í þí sýndarveruleikaheimi.

69.990

0 9 9 . 49

1

ÐUR VERÐ Á

500GB PS4SLIM

Ný og endurhönnuð slim útgáfa af Playstation vélinni frá Sony. Vinsælasta leikjatölva í heimi!

0 179.99

48.990 1TB SLIM 58.990 | 1TB PRO 68.990

VERÐ ÁÐUR 79.990

XTÝBRIPOINXNI

S

129.990

FYLGIR

SÍMA SNJALL LESTA F IR R FY

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS*

GI R E ERBANUM:) H R MÚL ÓFA V T R R NÝTALLA AÐ P Í H MDU KO

FYLGIR

500GB XBOX ONE S

Ný og öflugri kynslóð Xbox One með stuðningi fyrir 4K UHD afspilun og einstaka HDR litadýpt.

54.990

ÓTRÚLEGT VERÐ!

0 9 9 . 9

FLIEFIKAUR1IN7N

1TB MEÐ GEARS OF WAR 4 64.990

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN NORÐURLANDS*

Hallarmúla 2 Reykjavík *Tölvutek er stærsta sérhæfða tölvuverslun landsins í fermetrum verslunarrýmis talið, samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016

Undirhlíð 2 Akureyri

2. DESEMBER 2016 - BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR, PRENTVILLUR OG MYNDABRENGL

VALEXTIR


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016 Ráðhústorgið í Seúl 4. nóvember 2016. Þúsundir sjálfboðaliða taka á hverju ári þátt í að gera vetrarforða af kimchi sem er svo úthlutað til fátækra.

Kóresk matarmenning

Chili og gerjað kál í öll mál

Arim segir ekki marga frá Kóreu búa á Íslandi. Hún er í sambandi við fimm ungar konur og ­hittast þær reglulega og grilla saman. Kóreskt grill er ólíkt því íslenska því í Kóreu er grillað inni, á litlu eldstæði á matarborðinu. Mynd | Rut

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

JÓLA

GJAFIR Leikföng Húsgögn Föndurvörur ofl. til 24. de s

Fylgjstu með á Facebook! www.facebook.com/krumma.is

krumma.is Gylfaflöt 7

112 Reykjavík

587 8700

Í Suður-Kóreu er enginn munur á morgunmat, hádegismat og kvöldmat og í næstum hverjum einasta rétti er chili. Arim Leum Kwon var lengi að venjast íslensku hefðinni að fá fólk heim í mat. Í Kóreu hittist fólk og borðar ódýrt á veitingastöðum eða fer með nesti á fallegan stað.

krumma@krumma.is

É

g eyddi dálitlum tíma í Seúl eftir að hafa klárað nám en mér fannst borgin aðeins of geggjuð, allt of mikið um að vera og allt oft mikið af fólki, þá kýs ég frekar að vera hér í Kópavoginum,“ segir Arim Leum Kwon sem hefur komið sér vel fyrir nálægt sjónum í vesturbæ Kópavogs. Arim er fædd og uppalin í Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu, og þar kynntist hún Árna, íslenskum flugmanni sem bað hennar eftir tveggja ára samband. „Ég fann mastersnám í miðaldafræðum í Háskóla Íslands sem heillaði mig og ákvað að slá til, en ég er hér fyrst og fremst því íslenskir karlmenn eru svo hættulegir,“ segir Arim og skellihlær. Sami matur í öll mál Aðspurð um kóreska matarmenningu og hvað einkenni hana frá annarri austur-asískri matarmenningu segir Arim það vera þurrkuðu chili-flögurnar og kimchi-ið. „Svo er reyndar eitt sem fólki finnst oftast skrítið og það er að við borðum það sama í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Það er ein hrísgrjónaskál, önnur súpuskál og svo fullt af litlum smáréttum sem þú deilir með fjölskyldunni. Súpurnar okkar eru oftast byggðar upp úr soði af ansjósum, tófu og kombu-þara en þær líkjast samt ekkert japönsku miso-súpunni. Okkar súpur eru þykkari og sterkari en þessar japönsku og þannig er líka almennt kóreskur matur, þéttur og sterkur. Ég held að fá asísk eldhús noti jafn mikið af chili og við. Einu sinni var ég að borða morgunmat hjá mömmu og tók eftir því að í hverjum einasta smárétti var hellingur af chili.“

„Fólk giftir sig seint og svo er alveg bannað að vera í sambúð nema þú sért giftur svo margir búa einir, sem er dálítið einmanalegt. Það er líka mjög erfitt að finna húsnæði í Kóreu en það unga fólk sem flytur að heiman býr í pínulitlum íbúðum sem ekki er hægt að bjóða fólki í svo maður hittist úti á götu til að borða saman.“

Engin hefð fyrir mjólkurvörum Uppistaðan í kimchi, þjóðarrétti Kóreu, er kál sem kallast nabu en hefur oft verið kallað kínakál á Íslandi. Kálið er gerjað með sérstakri chili sósu sem er breytileg eftir heimilum og héruðum. Hefð er fyrir því að kimchi sé gert í káluppskerunni í nóvember og markar hún upphafið að vetrinum í Kóreu. „Sumir kaupa kimchi úti í búð en langflestir gera það heima hjá sér. Fólk gerir það í mismiklu magni en mamma mín gerir það alltaf í mjög miklu magni til að eiga út veturinn. Þá sker hún niður helling af hausum og setur í risastóran bala með salti. Þegar saltið er búið að ná rakanum úr kálinu er chilisósan sett yfir. Aðaluppistaðan í hennar sósu eru chiliflögur, engifer, hvítlaukur, laukur, mangó, fiskisósa og smá hveiti. Svo er allt sett á krukkur og látið geymast þannig að kálið gerjast. Gerjunin í kálinu er meðal þess sem gerir sósuna svo góða og líka holla því það myndast í henni laktósabakteríur sem eru góðar fyrir meltinguna og þarmaflóruna. Það eru engar mjólkurvörur í kóreskri matarhefð en það er úr þessu gerjaða káli sem við höfum fengið þessar hollu bakteríur,“ segir Arim sem á alltaf til kimchi í ísskápnum sem hún gerir sjálf eftir uppskrift móður sinnar. Verkaskiptingin breytist hægt „Hefðirnar eru auðvitað að breytast hægt og rólega hjá okkur eins og annars staðar í heiminum en almennt lifa þessar matarvenjur enn. Fólk hefur minni tíma en áður svo margir borða á hlaupum og sumir fá sér kannski bara eitt djúsglas á morgnana, sérstaklega unga kynslóðin. Auðvitað er hægt að nálgast mjólkurvörur í dag en þær eru ekki jafn algengar og á Vesturlöndum. Verkaskiptingin í eldhúsinu er líka að breytast en það er samt ennþá þannig að konurnar gera flest allt. Foreldrar mínir eru á fimmtugsaldri og pabbi myndi aldrei elda eða þrífa. Hann myndi heldur aldrei fá sér morgunkorn með mjólk í morgunmat þó mamma yrði örugglega glöð ef hann gerði það. Hún væri örugglega alveg til í að sleppa því að gera heita súpu, hrísgrjón og meðlæti alla morgna. Þegar ég


„... áhrifamikil saga.“ Guðrún Baldvinsdóttir / Víðsjá

2.

Íslensk – skáldverk

01.11-21.11.2016

„Þessi skáldsaga Kristínar Marju er einstaklega falleg og oft á tíðum mjög spennandi ... Svartalogn er falleg og áhrifamikil saga …“

„Svartalogn er vel skrifuð og sannfærandi samtímasaga sem heldur lesandanum við efnið ...“

Guðrún Baldvinsdóttir / Víðsjá

Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

„Norrænn samtímahöfundur sem ekki verður litið fram hjá …“

„... hún er að gefa konum rödd ... rosalega margt sterkt þarna ...“ Sunna Dís Másdóttir / Kiljan

Berlingske

Politiken

LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardagar 11–15 | www.forlagid.is


32 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

segi ­foreldrum mínum frá því að maðurinn minn taki þátt í húsverkunum hér á Íslandi verða þau frekar hissa.“ Margir búa einir og borða úti „Ég er ein af fáum úr vinahópunum í Kóreu sem er gift,“ segir Arim sem er tuttugu og sex ára. „Fólk giftir sig seint og svo er alveg bannað að vera í sambúð nema þú sért giftur svo margir búa einir, sem er dálítið einmanalegt. Það er líka mjög erfitt að finna húsnæði í Kóreu en það unga fólk sem flytur að heiman býr í pínulitlum íbúðum sem ekki er hægt að bjóða fólki í svo maður hittist úti á götu til að borða saman. Það er rosalega ódýrt að fara út að borða í Kóreu og það er mjög vinsælt að fara á staði með grill. Það er líka algengt að stórfjölskylda hittist frekar á veitingastað en heima. Ég var svolítið lengi að venjast því hér á Íslandi að fólk hittist alltaf heima, fannst dálítið skrítið að fólk væri alltaf að mæta hingað,“ segir Arim og hlær. „Ein helsta hátíð okkar, svona jafn hátíðleg og jólin hér, er tunglhátiðin og þá elda flestir nokkra rétti heima en setja í körfu og taka með og borða úti. Í minni fjölskyldu byrjum við á að elda hefðbundna rétti heima og byrjum svo á að fara að leiði forfeðranna til að þakka þeim fyrir allt og leggja smá mat á leiðin, og svo förum við upp í sveit þaðan sem pabbi er ættaður og borðum saman. Þá er uppistaðan í matnum hrísgrjón og smáréttir, eins og alltaf, en svo gerum við súpu úr sérstökum þara sem við borðum bara á þessum degi.“

Kimchi-uppskrift móður Arim: 4.5 kg kínakál, um 5 kálhausar 1 bolli salt 10 ml hveiti 30 ml vatn 1 laukur 7 hvítlauksrif 1 tsk engiferduft eða ferskur engifer 1 bolli frosið mangó ½ bolli fiskisósa ( grænmetisætur geta sleppt fiskisósunni og sett meira salt í staðinn ) ½ bolli gochugaru (chili-flögur) 1. Skerðu kálið í bita, þrífðu það og settu í lítinn bala. Helltu bolla af salti yfir. 2. Nuddaðu kálið með saltinu og láttu standa í 2-3 tíma. 3. Skolaðu saltið af kálinu. 4. Sósan; Blandaðu 30 ml af köldu vatni við 10 ml af hveiti saman í litlum potti. Settu yfir hita og hrærðu þar til hveitiblandan verður eins og lím. Láttu kólna.

5. Settu lauk, hvítlauk, engifer, mangó og kælt hveitilímið í blandara og hrærðu vel saman. 6. Helltu blöndunni í skál og blandaðu fiskisósu og chili við með sleif. Hrærðu vel. 7. Nú er hægt að blanda chiliblöndunni við kálið, sem á núna að vera lint en ekki blautt. Settu kálið í krukkur en ekki fylla þær því kálið á eftir að gefa frá sér vatn sem verður að sósu. 8. Eftir 2—3 daga, fer eftir ­hitastigi, ætti sósan að bubbla aðeins í krukkunni og liturinn að byrja að dökkna. Á þriðja degi er hægt að byrja að gæða sér á kálinu en því lengur sem það bíður því bragðsterkara verður það.

Þjóðarréttur Suður-Kóreu Kimchi er á boðstólum á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Uppistaðan í kimchi er gerjað kál í sterkum kryddlegi og er það borðað sem meðlæti með öllu, auk þess að vera innihald í mörgum klassískum réttum. Kryddblandan í flestum uppskriftum af kimchi byggir á chili, hvítlauk, engifer og ansjósum, og er þessi blanda einkennandi fyrir kóreskt eldhús. Vinsælt er að blanda söltuðum rækjum, hörpudiski, ostrum, kolkrabbba, grænmeti eða hnetum í kryddsósuna, hvert hérað er með sitt bragð. Gerjað kálið er talið vera allra meina bót og segir Arim það hafa hjálpað við að halda lífinu í fólki yfir veturinn þegar lítið var um ferskmeti en auk þess myndist hollar laktósabakteríur í kálinu við gerjunina sem haldi þarmaflórunni heilbrigðri. Kimchi-ið er geymt á krukkum í nokkra daga, vikur eða jafnvel ár og því lengur sem það er geymt því sterkara verður bragðið.

Nýjar vörur frá

Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili : DanSport ehf.


Það eru girnileg jól framundan í Hafinu

Allt sjávarfangið sem þú þarft fyrir jólin, áramótin og skötuveisluna

Opnun y fir há ar tími t íðar n Alla vir ar: ka da

Aðfang ga frá 10-18 :30 ad Gamlá ag frá 09-12 rsdag frá 1014

Stútfullar búðir af stórum hátíðarhumri. Heimalagaður reyktur og grafinn lax, sósur og ómótstæðileg humarsúpa. Allir sem versla í Hafinu geta tekið þátt í jólaleiknum okkar, sett nafnið sitt í pott og unnið til veglegra verðlauna. Dregið verður 22. desember. VINNINGAR:

2016

150 þúsund króna inneign í verslunum Hafsins. Sansaire Sous Vide hitajafnari ásamt kennslu og fiskiveislu. Vegleg gjafakarfa frá Hafinu Fiskverslun að andvirði 50 þúsund króna.

Verið velkomin í dýrindis smakk í öllum verslunum okkar vikuna fyrir jól.

Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | hafid@hafid.is | www.hafid.is | við erum á


34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

GOTT UM HELGINA Djöflaeyjan (Stóra sviðið)

Fös 2/12 kl. 19:30 28.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 29.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!

Maður sem heitir Ove (Kassinn)

Lau 3/12 kl. 19:30 30.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 31.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!

Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Sun 4/12 kl. 19:30 Lokasýn

Sun 11/12 kl. 19:30 aukasýn

Sýningum lýkur í desember

Óþelló (Stóra sviðið) Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Mán 26/12 kl. 19:30 Hátíðarsýning

Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn

Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn

Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 3/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 14:30 Lau 10/12 kl. 14:30 Lau 17/12 kl. 14:30 Sun 4/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 14:30 Sun 11/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.

Fjarskaland (Stóra sviðið)

Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!

Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)

Lau 3/12 kl. 15:00 Lau 14/1 kl. 15:00 Lau 14/1 kl. 13:00 Lau 21/1 kl. 13:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.

Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)

Hugarfóstur listnemans

Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember!

Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 15:00

leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

Hluta af söluandvirði RE-SILICA varanna hér á landi lætur Saguna renna til Ljóssins. www.ljosid.is

Hljómsveitin „The Post Performance Blues“ er hugarfóstur hóps nemenda í alþjóðlegu meistaranámi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Verkefnið er að hluta til framhald af samstarfi við listamannateymið BoyleANDshaw og Adam Gibbons sem vann með hópnum í október og verður gjörningurinn fluttur í innsetningu listamannanna í Gerðarsafni innan sýningarinnar „Þá“, framlagi þeirra til Listahátíðarinnar Cycle Festival 2016. Post Performance Blues bandið æfir ekki, allir tónleikar þess eru jafnframt fyrsta æfingin Hvar? Gerðarsafni Hvenær? Í dag kl. 18

Jólalög sem ylja um hjartarætur Þær vinkonur og „Yljur“, Bjartey og Gígja, ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra og efna til jólatónleika á Café Rósenberg í kvöld. Ef þú ert einn af þeim sem byrjar ekki að hlusta á jólalög fyrr en desember er genginn í garð eru þessir tónleikar tilvaldir. Stelpurnar munu flytja nokkur af sínum uppáhalds jólalögum þar sem af nógu er af taka, enda báðar tvær mikil jólabörn. Jólafílingur beint í æð! Hvar? Café Rosenberg Hvenær? Kl. 22 Hvað kostar? 2500 kr.

HÁGÆða DaNSKar

ELDHÚSINNRÉTTINGAR

RE-SILICA BEAUTY styrkur - ending - gæði

Fullkomin samsetning fyrir heilbrigði húðar, hárs og nagla

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum

RE-SILICA BEAUTY-GEL inniheldur kísilsýru í hreinu, vatnskenndu gel formi sem og fegurðarvítamínið bíótín.

Fæst í næsta apóteki og á saguna.is

Þitt er valið

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. www.saguna.is

Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

| 35

Leppalúðar á Græna hattinum Leppalúðar og Létt jólatónlist er jólaskemmtikvöld þar sem þjóðþekktir grínistar og tónlistarmenn láta móðan mása í tali og tónum. Um er að ræða Rögnvald gáfaða, Val og Sumarliða úr Hvanndalsbræðrum sem hafa aldrei verði jólalegri og sjaldan skemmtilegri. Síðan ber að nefna Sólmund Hólm, grínista, útvarpsstjörnu og eftirhermu og síðast en ekki síst, Gísla Einarsson. „Bræðurnir frá Hvanndal munu flytja nokkur af sínum þekktari jólalögum í bland við annað efni og fjölmiðlafríkin Sólmundur og Gísli munu reita af sér brandara eins og fiður af nýskotinni gæs og ólíklegt er að Rögnvaldur gáfaði geti þagað heila kvöldstund.“ Hvar? Græna hattinum, Akureyri Hvenær? Í kvöld, kl. 22 Hvað kostar? 3500 kr.

Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

Silkiprentsnámskeið Forynju

RÚM

Jólagjafir í miklu úrvali

Helgarnámskeið þar sem þátttakendur læra að koma eigin hugmynd alla leið á flík eða hvað sem þeim dettur til hugar að prenta á. Úr tilkynningu viðburðar: „Hefur þig alltaf langað til að búa til þínar eigin jólagjafir ? LETS DO IT! Vinnum með teikningar og ljósmyndir þar sem þú lærir allt prentferlið frá A-Ö og vittu til, nýr prentheimur mun opnast fyrir þér.“ Þátttakendur þurfa ekki að hafa neina teiknikunnáttu. Hvar? Vinnustofu Forynju, Fiskislóð 53 Hvenær? Kl. 10-18 laugardag og 10-18 sunnudag Hvað kostar? 32.000 kr.

Opnunartími fram að jólum: Virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-16

Klassíska Love Acutally Hefð hefur skapast fyrir því að horfa á myndina Love Actually um jólin. Myndin fjallar um margar ótengdar persónur í jólaundirbúningi í London. Saman sýna þessar sögur ástina í öllum sínum myndum en um er að ræða geggjaða gamanmynd sem enginn vill missa af. Í aðalhlutverkum eru margir þekktir leikarar á borð við Hugh Grant, Billy-Bob Thorton, Emmu Thomson, Allan Rickman og Liam Neeson. Barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan verður stútfull af veitingum. Hvar? Bíó Paradís Hvenær? 2. og 9. desember, kl. 20 Hvað kostar? 1600 kr.

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Jólailmurinn í ár kemur frá MySenso

Zik Zak-stemmari ZikZak býður öllum að koma og upplifa sannkallaða jólastemningu á Litlu jólum ZikZak dagana 1.-4. desember. Fullt af jólatilboðum alla helgina, Elsa Lund skemmtir, Bylgjan verður í beinni, Nói Síríus og Coca Cola sjá um veitingarnar. Farið verður af stað með jólahappdrætti þar sem vinningarnir eru meðal annars flug fyrir tvo með WOW air, gjafabréf á Fosshótel, Laugar Spa, Hamborgarafabrikkuna, Trimform Berglindar, Eirberg, Húsasmiðjuna, Vera Design og margt fleira. Hvar? Kringlunni Hvenær? Fram til 4. desember

Mikið úrval af nýjum handklæðum frá Esprit RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á facebook


36 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

Eins og lottóvinningur að ná í gegn til Sirrýjar spákonu

Ég verð svo glöð þegar fólk er ánægt eftir þáttinn, þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Sirrý spákona. Mynd | Rut

Spákona spáir í spilin vikulega fyrir landsmenn á Útvarpi Sögu með hreinskilnina að vopni. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

É

g set mig alltaf í stellingar áður en ég fer í beina útsendingu. Ég er aldrei stressuð, ég er bara alveg örugg. Fólki finnst gaman að ná inn í þáttinn. Það er bara eins og lottóvinningur að komast í gegn, síminn logar alveg. Það eru alls ekkert allir sem ná inn á þessum klukkutíma. Eftir að þátturinn klárast þá hringja margir í mig sem eru leiðir yfir því að ná ekki inn og vilja þá fá spádóm í gegnum símann þegar ég er komin heim,“ segir Sirrý spákona sem er með vikulegan spádómsþátt á Útvarpi Sögu þar sem fólk allstaðar af landinu hringir inn og biður um spádóm í leit af réttu svörunum. Sirrý hefur starfað í útvarpi í kringum 40 ár og er því enginn nýgræðingur þegar kemur að þáttastjórnun. Spámennskan hefur alltaf fylgt henni og nú starfar hún ekki við neitt annað. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna uppi í útvarpi. Ég kem þarna og leyfi fólki

að hringja inn í þennan klukkutíma. Síðan er ég að vinna hérna heima hjá mér, þá tek ég einkatíma þar sem ég get farið dýpra í viðfangsefnið. Þetta fólk sem er að hringja inn í þáttinn er mikið fólk utan af landi og fólk sem ekki kemst ekki út úr húsi.“ Sirrý segir áhyggjur vera algengustu orsök þess að fólk taki upp tólið og hringi inn. „Það er algengast að fólk leiti til mín út af áhyggjum. Það er ýmislegt sem liggur á fólki. Það getur verið peningaleysi og stundum eru það veikindi sem liggja þungt á fólki og þá er fólk að leitast eftir svörum.“ „Alltaf þegar fólk hringir í mig þá spyr ég alltaf hvort ég megi vera eins hreinskilin og hægt er í beinni. Ég eys ekki úr mér persónulegum upplýsingum og ef það er viðkvæmt mál þá náttúrulega sleppi ég því. Ég reyni bara að fara fínt í hlutina. Fólk vill ekki að röddin þess þekkist, þú segir ekkert allt í gengum útvarpið,“ segir Sirrý um þá fínu línu sem þarf að hafa í huga þegar fólk hringir inn í þáttinn. Aðspurð um eftirminnilegan þátt þá gat spákonan ekki

sagt frá uppáhalds þætti sínum vegna þagnarskyldu. Fólk er ánægt með þjónustuna að mati Sirrýjar og hefur hún mjög gaman af vinnunni sinni. „Ég væri ekki að gera þetta nema mér þætti þetta gaman. Ég hef svo gaman af fólki og ég er svo forvitin um mannlega hegðun. Ég verð svo glöð þegar fólk er ánægt eftir þáttinn, þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt.“ Hvernig lestu fólk í gegnum símann? „Þetta er góð spurning. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé innsæi,“ segir Sirrý og hlær.

Belgískur bjór og kúbönsk rúmba skipta mannkynið máli, segja þeir hjá Sameinuðu þjóðunum.

Belgískur bjór rústaði ítalska pítsu Áfengi er ekki bara áfengi. Sumt áfengi er merkilegra en annað, svo merkilegt að það kemst á fína lista hjá Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Nú hefur bjórhefðin í Belgíu færst upp um deild. Í Belgíu, sem er einn þriðji af flatarmáli Íslands, eru bruggaðar fleiri en 1500 tegundir af bjór. Hefðin nær langt aftur í aldir og enn má finna tegundir sem ekki er hægt að treysta neinum fyrir nema guðsmönnum í munkaklaustrum. Landið er pílagrímastaður bjóráhugamanna. UNESCO, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, heldur utan um sameiginlegan menningararf mannkyns og þar á

­ eðal svokallaðan óáþreifanlegan m menningararf. Á þann lista hefur belgíski bjórinn verið settur en þar er að finna alls kyns hefðir, mat og drykk, leiki, hátíðir og menningarfyrirbæri sem þykja kalla á virðingu og vernd í alþjóðavæddum heimi dagsins í dag þar sem áhrif frá enskumælandi löndum flæða um allt. Á listanum má sjá hvað mannkynið tjáir sig með fjölbreyttum hætti gegnum alls konar tákn og athafnir. Þjóðríki keppast við að koma sínum atriðum á listann en þess má geta að pítsuhefð Napóli komst ekki á listann núna þrátt fyrir vilja ítalskra stjórnvalda. Nú skála menn í Belgíu, líklega í bjór sem hefur skolast til um aldir og borist milli kynslóða. Ásamt belgíska bjórnum má nefna að kúbanskur rúmba-dans, fornar kínverskar tímatalsaðferðir og kóreskar skelfiskveiðar, sem eru stundaðar af konum, voru meðal þess sem einnig náði inn á listann að þessu sinni. | gt


Uppboð í 20 ár

Jólauppboð í Gallerí Fold

mánudaginn 5. desember og þriðjudaginn 6. desember kl. 18

Eggert Pétursson

Jóhannes S. Kjarval

Jóhann Briem

Louisa Matthíasdóttir

Karólína Lárusdóttir

Gunnlaugur Blöndal

Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna ásamt fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Ásgrímur Jónsson

Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is


38 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

Britney Spears á afmæli í dag Náttfatapartí til heiðurs söngkonunni

segja að skipst hafi á skin og skúrir í lífi söngkonunnar sem bæði hefur verið farsæl tónlistarkona en stundum átt erfitt í einkalífinu. Britney gaf nýverið út plötuna Dýrð (e. Glory) sem er níunda platan sem kemur út á ferli hennar og fyrir skömmu kom út myndband með einu laga plötunnar, Náttfatapartíi (e. Slumber Party), sem hún vann í samstarfi við RnB söngkonuna Tinashe. Þegar hafa um þrjátíu milljónir manna horft á myndbandið á Youtube. Til að samgleðjast söng-

Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Prinsessa poppsins, Britney Spears, á afmæli í dag og er 35 ára gömul. Britney fæddist 2. desember árið 1981. Söngkonan skaust á stjörnuhimininn tólf ára gömul þegar hún lék í The Mickey Mouse Club og gaf hún út plötuna Baby One More Time árið 1999. Óhætt er að

Poppprinsessan á afmæli í dag.

Náttfatalagalisti Soda Pop ... Baby One More Time

The Hook Up In the Zone

Brave New Girl In the Zone

(I Can't Get No) Satisfaction Oops ... I Did it Again

Thinkin' About You ... Baby One More Time Anticipating Britney Make Me ...(ft. G-Eazy) Glory

Dear Diary Oops ... I Did it Again E-Mail my Heart ... Baby One More Time Slumber Party (ft. Tinashe) Glory

Britney ásamt Tinashe, úr nýjasta myndbandi þeirra, Náttfatapartí.

konunni góðkunnu og halda upp á daginn — en Britney er sjálf lítið afmælisbarn og heldur sjaldan veislu á afmæli sínu — er tilvalið að halda eitt gott náttfatapartí henni til heiðurs. Í myndbandi lagsins Slumber Party er unnið með pastelliti og því snjallt að hafa pastel-þema

í partíinu í kvöld. Ekki er síður vitlaust að hlusta bara á Britney lög og hefur Fréttatíminn því tekið saman lagalista, tíu ný sem gömul lög með Britney, til að láta rúlla í gegnum kvöldið. Til hamingju með afmælið Britney. Hipp, hipp, húrra!

angkor og víetnam FARARSTJÓRN:

PÉTUR HRAFN ÁRNASON

18 manns hámark KJARNI GAMLA FRANSKA INDÓKÍNA OPINBERAÐUR Á EINSTAKAN OG HNITMIÐAÐAN HÁTT Ferðin hefst við rústir Angkor. Bækistöðvarnar verða í bænum Siem Reap. Þar finnast skrautlegir næturmarkaðir, gamall miðbær í frönskum nýlendustíl og fjölbreytt flóra veitingastaða. Eftir fimm daga í Kambódíu verður flogið til Hanoí og stefnan sett á

hinn ægifagra Halongflóa þar sem þriggja daga sigling tekur við. Að henni lokinni er flogið til Mið-Víetnam að hinum draumkennda bæ Hoí An. Lokaáfangi ferðarinnar er Saígon sem státar af einstakri blöndu af hraðri uppbyggingu og rómantík nýlendutímans.

Ari Bragason tekur syngjandi á móti viðskiptavinum N1 á Bíldshöfða. Myndir | Rut

Nýtur lífsins á meðan hann getur

3.–17 FEBRÚAR, 15 DAGAR

585.000 KR.*

*Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel.

415 0770

farvel.is

farveltravel

farvel_travel

farvel@farvel.is

Í bensínafgreiðslu á Bíldshöfða tekur syngjandi glaður starfsmaður á móti viðskiptavinum og dælir bensíni á bíla með brosi á vör. Sá heitir Ari Bragason og hefur lifað af tvö lífshættuleg vinnuslys. Hann segir að mikilvægast sé að njóta lífsins á meðan maður getur. Allt sé hverfult.

É

frettatiminn.is

g er búin að vera hérna í tæp tvö ár en áður var ég í sama starfi á N1 í Skógarseli. Neðra Breiðholt er það víst kallað,“ segir Ari rólyndislega og brosir í kampinn. „Samtals hef ég unnið í bensínafgreiðslu í fjögur ár. Áður var ég öryrki. Ég lenti í tveimur mjög alvarlegum slysum, lifði af, og var frá vinnu í fimm ár. Svo byrjaði ég að vinna hér.“ „Þegar ég lenti í þessum slysum var ég að vinna hjá Landflutningum hjá Samskipum. Fyrst fékk ég svona járnprjón, sem er stungið inn í teppi eða dúkarúllur, í höfuðið. Þeim er stungið inn í vörubíla og teknir út með lyftara. Ég höfuðkúpubrotnaði og fór aðeins yfir um, hinu megin, skilurðu?“ „Í seinna skiptið keyrði sjö tonna lyftari framhjá mér með hurðina úti. Framhjá gámi. Hann klemmdi mig á milli hurðarinnar og gámsins, stoppaði, og sleit á mér bakvöðvana. Ég var allur lurkum laminn, kolsvartur um allan skrokkinn, en lifði þetta af og er búinn að ná mér. Ekki alveg samt. Er alltaf með verki en sæmilegur samt. Þess vegna er ég svo ánægður að geta þó unnið.“ „Hefðbundinn dagur er þannig að ég kem aðeins fyrir tímann, fæ

Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Ari segir mikilvægt að vera góður við aðra. Sýna tillitsemi og virðingu.

Býður góðan daginn og spyr: Viltu aðstoð?

mér kaffi, ber út dótið og byrja að afgreiða fólkið. Býð góðan daginn og spyr: Viltu aðstoð? Rúðuvökva eða eitthvað annað? Svo gengur allur Lifði af tvö vinnuslys og er dagurinn svona.“ ánægður að geta þó unnið. „Þetta er allt svo hverfult í tilverunni, allt svo hverfult. Foreldrar mínir dóu fyrir skömmu og þetta er allt svo hverfult. Ég nýt bara lífsins á meðan ég get. Er góður við aðra, sýni þeim tillitssemi og virðingu. Öllum.“


ALLT FYRIR

HEIMILIÐ

30% AFSLÁTTUR

RETRÓ SÓFI

Verð: 118.930 Verð áður: 169.900

SCANDINAVIAN DESIGN

Verð án höfðagafls

TVENNUTILBOÐ

25-30%

TILBOÐ 21.600.-

JÓLA AFSLÁTTUR

Verð frá: 328.725.-

Dúnsæng og koddi

SÆNGUVERASETT - Fussenegger

RÚMTEPPI

FATAEFNI

Rúmteppi - Mikið úrval HÁGÆÐA VÍNGLÖS NÝ VARA Í VOGUE

20%

20%

AFSLÁTTUR

Öll sængurverasett 20% afsláttur

KYNNINGARAFSLÁTTUR

Mikið úrval fataefna

RIEDEL vínglös

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar

RAFMAGNSRÚM


GOTT UM HELGINA

Tölum um … smákökur Sigrún K. Valsdóttir Ég er sérlega hrifin af smákökum og umstanginu í kringum þær. Jólahefð­ ir breyttu­ st talsvert hjá mér þegar ég varð grænmetisæta fyrir 12 árum, en smákökurnar eru alltaf eins. Snemma í desember bökum við alltaf nokkrar sortir, drekkum jólaöl og hlustum á jólatónlist. Nú erum við hins vegar búsett erlendis svo það verður ekki jólaöl að þessu sinni, þó smákökurnar verði að sjálfsögðu á sínum stað.

Erna Agnes Sigur­geirs­ dóttir Smákökur eru fyrir mér, ein af táknmynd­ um jólanna og barnæsk­ unnar. Ég fæ bara jólasmá­ kökur hjá afa mínum og ömmu sem eiga alltaf nokkra dunka fulla af þeim inn í búri á þessum árstíma. Í hvert skipti sem ég kem í heimsókn eru allir dunk­ arnir sóttir og svo tekur við um það bil tveggja klukkutíma smákökuát og kaffispjall. Það er ekkert nota­ legra! Smákökurnar eru svo sannar­ lega hinn fullkomni munnbiti!

Anna Jia Jólasmákökur eru ör­ ugglega eitt það besta við jólin. Ég meina, það að allir í kring­ um mann fari að töfra fram nýbakaðar súkkulaðibita­ kökur, dúnmjúka lakkrítoppa, sörur og döðlugott til að bjóða þér með jólakaffinu sem gerir lífið bara sætara á alla máta. Það er líka bara eitthvað svo hátíð­ legt við það að setjast niður með ungum sem öldnum og skreyta pip­ arkökur eða skera út einhver meist­ araverk á laufabrauðið.

Gott að fara í bíó Fátt er betra í byrjun desember en að fara í bíó á eina góða jólamynd. Bíó Paradís sýnir jólamyndina víðfrægu Love Actually í kvöld þar sem verður sannkallað jólabíópartí. Barinn er opinn og alls konar gúmmelaði í sjoppunni. Verður ekki jólalegra en þetta.

Gott að knúsa Þegar kalt er úti og dimmt verðum við stundum dálítið hnuggin. Þá er gott að hugsa um þá sem manni þykir vænt um og sýna þeim hlýju. Gefa þeim knús því þá líður manni svo vel. Svo knúsa Íslendingar svo lítið. Bætum úr því.

Gott að pæla í jólagjöfum Jú, sannarlega er nægur tími til jóla en þó er ágætt að huga að jólagjöfum. Hvað langar þig að gefa? Föndra eitthvað fallegt í gjöf handa vini? Því hugurinn gildir. Eða kaupa góða bók sem þú veist að slær í gegn? Drífðu þetta bara af. Vertu snemma í því í ár og slepptu þessu óþarfa stressi.

Ft 02 12 2016  

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you