Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 83. tölublað 7. árgangur

Fimmtudagur 01.12.2016 Hataðasti pólitíkus Noregs Sylvi Listhaug

10

Skyrið

Neytendur vakna Láta ekki allt yfir sig ganga

orðið stærra en Ísland 8

24

Ungt fólk í erfiðleikum en lifir samt við lúxus Arngunnur Árnadóttir, klarínettuleikari hjá Sinfóníuhljómsveitinni, sendir frá sér skáldsögu Jólabókaflóðið fylgir Fréttatímanum

Steinþór hættir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er hættur störfum í kjölfar svartrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinþór var gagnrýndur harðlega í skýrslu um eignasölu bankans á árunum 2010 til 2016. Þar var meðal annars sala bankans á Borgun gagnrýnd harðlega. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra, hefur tekið við stjórn bankans. Staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt sem verða má. | vg

Deilt um réttinn til að vita og réttinn til að vilja ekki vita Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri erfðarannsókna hjá deCode Genetics, rannsakar erfðamengi mannsins og trúir því að þekkingin sé alltaf til

Mynd | Rut

góðs. Hún segist ekki halda að fólk sem eigi á hættu að fá alvarlega sjúkdóma vilji ekki vita það, ekki síst ef hægt er að gera eitthvað til að bregðast við. Bls. 14

1. Metsölulisti Eymundsson Allar bækur

★★★★ „MEÐ ALLRA BESTU SPENNUSÖGUM!“ BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR, FRÉTTABLAÐINU

BESTA GLÆPASAGAN Í BRETLANDI 2016! SUNDAY TIMES UM LYGI

Draga í efa að viðræður Bjarna Ben og Katrínar skili árangri „Mér finnst mjög ósennilegt að þetta samstarf verði að veruleika,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um viðræður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, um mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna. Viðræðurnar héldu áfram í gær en lítið er gefið upp um framvinduna. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Mér var kennt í gamla daga að hafa ekki fyrirfram áhyggjur,“ segir Birgitta Jónsdóttir. „Það er hinsvegar algerlega ljóst að Píratar hafa engan áhuga á því að koma að þessum viðræðum.“

Hún segist spennt að heyra hvað Bjarna Benediktssyni og Katrínu fari á milli, sérstaklega þegar kemur að fé til að endurreisa heilbrigðiskerfið. Flokkarnir tveir eru með 31 þingmann og þurfa því að fá einhverja til liðs við sig til að mynda meirihlutastjórn. Ekkert er enn gefið upp um mögulega samstarfsflokka ef formennirnir ná saman en því hefur þó verið slegið upp að fjórflokkastjórn, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Samfylkingar, sé raunhæfur möguleiki. Birgitta vill þó sem minnst ræða slíkar vangaveltur? „Ef þau fara með Framsóknarflokknum líka í samstarf væri það

Birgitta Jónsdóttir: Ég hef of mikla trú á skynsemi Katrínar Jakobsdóttur til að trúa því að þetta sé að fara að gerast.

auðvitað skandall, en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því. Ég hef of mikla trú á skynsemi Katrínar Jakobsdóttur til að trúa því að þetta sé að fara að gerast.“ „Mér líst ekkert á hugmyndir um fjórflokkastjórn,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir að engar formlegar viðræður hafi átt sér stað um aðkomu Samfylkingarinn-

Oddný Harðardóttir: Mér líst ekkert á hugmyndir um fjórflokkastjórn.

ar að þessum viðræðum Bjarna og Katrínar og hún sé ekki sérstaklega trúuð á að þær skili einhverjum árangri. „Þau verða auðvitað að hafa einhvern með sér og við förum aldrei í neitt slíkt samstarf nema fá fram eitthvað sem skiptir verulegu máli fyrir okkur, svo sem miklar breytingar á sjávarútvegsmálunum og verulegar umbætur í mennta- og heilbrigðismálum,“ segir hún.


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. desember 2016

Stóreinkennileg framkoma ráðuneytisins

3 × í viku

Neytendur „Það er stórkostulegt að ráðherra skuli draga mig upp úr hattinum til að vísa frá sér ábyrgð í málinu,“ segir Kristinn Hugason, búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, en ráðherra hefur sagt brotthvarf hans úr ráðuneytinu ástæðu þess, að mál Brúneggja sofnaði í ráðuneytinu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatimin.is

HÚRRA FYRIR ÍSLENDINGUM

Í

annað sinn á skömmum tíma hafa Íslendingar sýnt að þeir láta síður en svo allt yfir sig ganga. Þvert á móti. Þrátt fyrir landlæga trú á vesaldómi þjóðarinnar, þrælsótta og undirgefni hafa Íslendingar að undanförnu sýnt að þeir hafa lært af reynslunni. Í vor horfði þjóðin upp á forsætisráðherra ljúga í viðtali við Kastljós. Tæpum tveimur sólarhringum síðar hafði ráðherrann sagt af sér. Líklega sló þjóðin með þessu heimsmet. Og þá eina heimsmetið sem tengist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem er óumdeilt. Engin þjóð hefur náð því áður rísa upp úr stól sínum að loknum fréttaskýringaþætti og hrista af sér forsætisráðherra á fjörutíu klukkustundum sléttum. Umfjöllun Kastljóss um vörusvik Brúneggja fyrr í vikunni var varla búin þegar tilkynningum frá verslunum rigndi inn um að þær hefðu tekið þessi egg úr sölu. Líklega er ómögulegt að kaupa þess egg í dag. Mér er til efs að nokkur þjóð hafi áður brugðist jafnt hratt og ákveðið við dýraníði og vörusvikum. Fráfarandi ríkisstjórn hrökklaðist frá þegar almenningur hafnaði henni. Ríkisstjórnin þar á undan var í raun valdalaus eftir að almenningur hafnaði Icesave-samningunum sem hún gerði. Ríkisstjórnin þar á undan hrökklaðist frá völdum þegar almenningur rak hana út af. Þótt atkvæði kjósenda hafi dreifst víða í kosningunum í síðasta mánuði eru skilaboðin skýr. Ríkisstjórn kerfisflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, fékk aðeins 40 prósent fylgi og kolféll. Nýir flokkar sem voru ekki til fyrir fjórum árum fengu 38 prósent atkvæða. Eitthvað nýtt, bara eitthvað allt annað, er orðið álíka stórt afl á Íslandi og kerfið sjálft.

Gunnar Smári

Kristinn Hugason er búfjárkynbótaog stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins en ráðherra hefur sagt brotthvarf hans úr ráðuneytinu ástæðu þess að mál Brúneggja sofnaði í ráðuneytinu. Kristinn var rekinn mánuði eftir að erindið kom inn á borð til hans. „Ég á í málaferlum við ráðuneytið út af ólöglegri uppsögn og þessi ummæli ráðherrans eru ekki annað en óræk sönnun þess að ég var lykilstarfsmaður í ráðuneytinu,“ segir hann. „Ég hafði mikilvæg verkefni með höndum sem virðast ekki hafa borið sitt barr eftir að ég fór.“

Kristinn Hugason er í málaferlum við ráðuneytið en hann var rekinn mánuði eftir að mál Brúneggja kom inn á borð ráðuneytisins.

Hann segir málið allt fyrir neðan allar hellur og málsmeðferð Matvælastofnunar í þessu máli í gegnum árin sé mjög ámælisverð og viðbrögð ráðuneytisins stóreinkennileg. „Ill meðferð á varphænum hjá Brúneggjum kom aldrei inn á borð til mín í ráðuneytinu. Þetta mál sem barst þangað í desember

2013 snýst um vistvæna vottun.“ Kristinn var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarp um dýravelferð og var meðal annars ábyrgur fyrir innleiðingu reglugerðar um skráargatið sem þurfti að hafa mikið fyrir að fá innleidda. „Það er ákaflega miður að horfa upp á þetta klúður, það er til að mynda fráleitt að nema reglugerð um vistvænar merkingar úr gildi án þess að tryggja að slíkar merkingar séu ekki leyfðar á neytendaumbúðum. Það er algerlega ljóst að þar bar Matvælastofnun að grípa strax til aðgerða þar sem hún fylgist með löglegum merkingum matvæla.“

Rútufyrirtæki Engeyinga á bak við einkarekna heilbrigðisþjónustu Heilbrigðismál - Hlutafé næst stærsta hluthafa Klíníkurinnar kemur frá rútufyrirtækinu Kynnisferðum sem er í eigu Einars og Benedikts Sveinssona og fjölskyldna. Hrólfur Einarsson læknir, sonur Einars Sveinssonar, fjármagnar hlutabréf sín í Klíníkinni með arði úr Kynnisferðum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur verið mótfallinn því að leyfa Klíníkinni að gera brjóstaskurðaðgerðir sem kostaðar eru íslenska ríkinu en Sjúkratryggingar reyna að þrýsta á um að af því verði. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Einn af hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækisins Kynnisferða, Hrólfur Einarsson læknir, er næst stærsti hluthafi einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar í Ármúlanum og kemur hlutafé hans í Klíníkinni út úr rekstri Kynnisferða. Kynnisferðir er fjölskyldufyrirtæki bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona og niðja þeirra en Hrólfur, sem er sonur Einars, á hlutabréf í Kynnisferðum í gegnum félagið Hóvík ehf. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, er sonur Benedikts Sveinssonar. Náinn ættingi formanns stærsta stjórnmálaflokks Íslands á því verulegra hagsmuna að gæta í umræddu einkareknu heilbrigðisfyrirtæki. Hóvík hagnaðist um tæpar 135 milljónir króna árið 2015 vegna hlutafjáreignar sinnar í Kynnisferðum sem greiddi einn milljarð króna í arð til hluthafa sinna. Þetta félag Hrólfs fjármagnar svo annað fyrirtæki í hans eigu, Blunda ehf., sem er næst stærsti hluthafi Klíníkurinnar, með ríflega sjö milljóna króna láni sem

Djúsí Sushi SURF’N TURF RÚLLA Stökk humar tempura, gómsætt nauta-carpaccio, mjúkt avókadó, teriyaki, spricy mayo og brakandi chili crumble ... geggjað!

sushisamba.is

Stærstu hluthafar Klíníkurinnar: Rogvi AB (Rogvi Wintherreig Rasmussen)

18,39

Blunda ehf. (Hrólfur Einarsson)

18,10

Klíníkin hefur staðið í stappi við heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, til að fá að gera brjóstaskurðaðgerðir sem íslenska ríkið fjármagnar í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en ráðherrann hefur hingað til sagt nei. Myndin er tekin í höfuðstöðvum Klíníkurinnar. Mynd | Hari

lagt var inn í Klíníkina sem hlutafé í fyrra. Sérstaða Klíníkurinnar felst í því meðal annars að fyrirtækið er ekki bara í eigu lækna heldur líka fjárfesta eins og Ásdísar Höllu Bragadóttur og Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu en hingað til hafa einkarekin lækningafyrirtæki á Íslandi eingöngu verið eigu lækna eða annars heilbrigðisstarfsfólks en ekki fjárfesta. Talsvert hefur verið fjallað um Klíníkina í fjölmiðlum síðasta árið í tengslum við einkavæðingu og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Í ljósi þess að Klíníkin er nýtekin til starfa er ekki óskiljanlegt að fyrirtækið hafi skilað tapi í fyrra upp á rúmlega 73 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi þess. Félagið þarf hins vegar að skila tekjum til að vera starfhæft eins og segir í ábendingu endurskoðanda þess. „Við viljum vekja athygli á að samkvæmt ársreikningi er hreint veltufé neikvætt um 86,1 millj. kr. og eigið fé er neikvætt um 17,9 millj. kr. í árslok.

Nái félagið ekki að skapa tekjur til að mæta þessum halla eða tryggja fjármögnun til lengri tíma getur leikið vafi á rekstrarhæfi þess.“ Innan Klíníkurinnar starfar fjöldi lækna sem eiga hluti í fyrirtækinu ásamt fjárfestum. Fyrirtæki stærsta hluthafans, færeyska læknisins Rogva Rasmussens, og brjóstaskurðlæknisins Kristjáns Skúla Ásgeirssonar framkvæma meðal annars brjóstakrabbameinsaðgerðir á færeyskum konum sem kostaðar eru að hluta af yfirvöldum í Færeyjum og eins og á íslenskum konum sem eru reiðubúnar að greiða kostnaðinn við aðgerðina að fullu sjálfar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ekki viljað veita Klíníkinni heimild til að gera brjóstaskurðaðgerðir á íslenskum konum með fjármögnum frá Sjúkratryggingum Íslands og þar af leiðandi hefur tekjuflæði til þessarar einingar fyrirtækisins sem framkvæmir brjóstaskurðaðgerðir ekki verið eins mikið og það hefði getað verið. Um þetta hefur Kristján Þór

Eva Consortium ehf. (Ásdís Halla Bragadóttir, Ásta Þórarinsdóttir, Guðbjörg Matthíasdóttir, lífeyrissjóðir)

14,71

Ment2Move ehf. (Hjálmar Þorsteinsson/Boel Hjarta)

10,62

meðal annars sagt: „Við teljum að allar flóknari og þyngri aðgerðir eigi að vera í miðlægri stofnun.“ Sjúkratryggingar Íslands hafa reynt að fá Kristján Þór til að skipta um skoðun en án árangurs. Vilji og ákvarðanir heilbrigðisráðherra hafa því talsvert að segja um tekjustreymi til Klíníkurinnar þar sem framtíð fyrirtækisins veltur á því að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu verði sem mestur. Stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins, flokks Bjarna Benediktssonar og Kristjáns Þórs Júlíussonar, í heilbrigðismálum hefur hingað til skipt sköpum fyrir fyrirtækið og mun gera það áfram ef þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins leiðir næstu ríkisstjórn. Kristján Þór Júlíusson vildi ekki veita Fréttatímanum viðtal um Klíníkina og benti á upplýsingafulltrúa heilbrigðisráðuneytisins.

Vilja losna við ofurtollana Neytendur Eggjaframleiðendur njóta ekki niðurgreiðslna eða beinna styrkja úr ríkissjóði frekar en kjúklinga- og svínabændur. Opinber stuðningur við greinina fellst í tollvernd sem heldur erlendri samkeppni frá markaðnum. Af þeim sökum er verð á eggjum til íslenskra neytenda með því hæsta sem þekkist. Áætla má að opinber stuðningur í gegnum tollverndina til eggjaframleiðenda sé um 600 milljónir króna árlega. Af þeirri upphæð má eyrnamerkja um 105 milljónir króna Brúneggjum, miðað við markaðshlutdeild fyrirtækisins. Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin. Fyrirsjáanlegt sé að fram-

Félag atvinnurekenda hefur áhyggjur af eggjaskorti í desember.

boð á eggjum í verslunum dragist saman um allt að 20% í mestu baksturstíð ársins. Félagið bendir á að tollar á eggjum séu svo háir að innflutningur þeirra sé ekki raunhæfur nema niðurfelling tolla komi til. Á innflutt

egg er lagður 30% verðtollur, auk 208-390 króna magntolls á hvert kíló. Á kíló af ferskum eggjum, sem keypt væri til landsins á 400 krónur, myndi þannig, samkvæmt tollskrá, leggjast 120 króna verðtollur og 243 króna magntollur. | þká


Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland #LindexIceland

Kjóll,

3.695,-


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. desember 2016

Reyndi að nota tæplega 500 ára gamalt dómafordæmi Dómsmál Lögmaður eignar­ haldsfélagsins Fallorku hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann reyndi að nota tæplega 500 ára gamalt dómafordæmi þegar deilt var um það hvort landsvæði á Norðurlandi væri eignarland en ekki þjóðlenda. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is

Héraðsdómur Norðurlands eystri dæmdi í gær íslenska ríkinu í vil en Fallorka fór fram á að felldur yrði úr gildi úrskurður óbyggðarnefndar frá árinu 2009 er varðaði þjóðlendu sem er skilgreind frá ár-

mótum Djúpadalsár og Hraunár í Eyjafjarðarsveit. Í greinargerð lögmannsins segir að hið umdeilda svæði hafi verið hluti landnáms Helga hins magra og hafi það verið staðfest í úrskurði óbyggðanefndar. Samkvæmt Landnámu hafi Djúpadalslönd, á milli Skjálgdalsár og Háls, fylgt Þóru dóttur Helga, þegar hún hafi verið gefin Gunnari Úlfljótssyni. Þau hafi búið í Djúpadal. Svo segir í greinagerð að í tilfelli Leynings, sem er hluti af landinu sem um er deilt, sé til dómur frá 1571. Þar segir um Leyningsdal að „...þessi dalur sem hjá Leyningi

liggur og selið í stendur hafi verið haldinn lögleg eign jarðarinnar oft nefnds Leynings aðkallslaust og átölulaust meira en í sextíu ár, eður mun lengur, því allt í guðs nafni amen og eftir þessum vitnum svo og að öllu svo prófuðu máli og fyrir mig komnu þá úrskurða ég nú með ljósum lagaverknað þennan dal er selið frá Leynings jörðu í stendur, löglega eign oft nefndrar jarðar Leynings.“ Dómarinn var Ormur Sturluson, en ofangreint þýðir í fáum orðum að landið hafi verið eignarjörð. Kollegi Orms, dómari í héraðsdómi, telur dóminn ekki fordæmisgefandi, sérstaklega þar sem

Djúpadalsvirkjun. Mynd | Fallorka.is

hann stangast á við það sem segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem segir að jörðin eigi selstöðu með tilliggjandi landi

á dalnum, en hafi ekki verið notuð í mörg ár nema til beitar. Fallorka er orkufyrirtæki, sem er meðal annars með virkjun í Djúpadalsá,

Anníe Mist telur lyfjanotkun ekki vandamál í Crossfit Stóriðja

Fjárfesting LSR í Thorsil enn á huldu Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort sjóðurinn muni fjárfesta í kísilmálmverksmiðju Thorsil á Reykjanesi heldur bíður eftir því að verksmiðjan fái tilskilin leyfi fyrir starfsemina. Þetta segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, aðspurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin: „Nei, eins og áður þá bíðum við með ákvörðun þar til öll leyfi fyrir starfseminni eru uppfyllt og öðrum hindrunum rutt úr vegi. Þá fyrst verður tekin ákvörðun um þátttöku eða ekki.“ DV fullyrti í upphafi mánaðarins að LSR, auk þriggja annarra lífeyrissjóða, myndi fjárfesta í verksmiðjunni fyrir samtals fjóra milljarða króna og að samningar um viðskiptin væru langt komnir. Haukur staðfestir þetta hins vegar ekki. Fjármögnun á byggingu verksmiðjunnar hefur tafist talsvert og átti til dæmis að vera búið að ganga frá fjárfestingu lífeyrissjóðanna fyrir mánaðarlok. Á meðan gefur LSR ekki skýr svör um fjárfestinguna. | ifv

Anníe Mist er fyrir löngu landskunn sem af­ rekskona í Crossfit en hún stendur fyrir miðju.

Íþróttir Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í Crossfit, segir sína tilfinningu að steranotkun sé ekki mikil í íþróttinni þrátt fyrir að tveir hafi fallið í fyrsta lyfjapróf­ inu sem gerð var í íþróttinni að hálfu Íþróttasambands Íslands. Innflutningur á sterum er tals­ verður og hefur aukist undan­ farin ár, en tollstjóri hefur þegar lagt hald á meira magn af sterum í fljótandi formi en á öllu síðasta ári. Þá má gera ráð fyrir að það sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

„Ég er alltaf stolt af því þegar ég fer í lyfjapróf til þess að sýna fram á að ég sé hrein,“ segir Anníe Mist sem lítur á lyfjapróf sem tækifæri til þess að sýna eigið hreysti frekar en að henni sé vantreyst, en Anníe gengst reglulega undir lyfjapróf á hverju ári, þar á meðal lyfjaprófanir hjá lyfjaráði ÍSÍ vegna þess að hún keppir í ólympískum lyftingum. Hún gengst undir 2 til 4 lyfjapróf á hverju ári, að eigin sögn, þó oftast vegna þátttöku sinnar á Crossfit-mótum, enda orðin atvinnumaður í þessari vaxandi íþrótt. „Ég hef í alvörunni trú á því að það sé ekki mikið um þetta,

Tölur yfir haldlagða stera og lyf af tollgæslu fyrir árin 2014-2015 Sterar Ampúllur/glös stk. Duft Ml Töflur stk.

2015 2014 0. 161 209.gr 3.355 gr. 10.773 5.483 48.012 29.667

Djúsí Sushi VOLCANO RÚLLA Gómsæt ebi rækja, aspas, ferskur vorlaukur, masago og spicy mayo ... hrikalega góð!

sushisamba.is

þó það sé eflaust alltaf einhverjir sem reyna að stytta sér leið,“ segir Anníe sem telur lyfjanotkun ekki vandamál innan Crossfit. Hún segir umræðuna leiðinlega fyrir íþróttina, en tveir karlmenn voru sviptir verðlaunum sínum á Íslandsmóti Crossfit um síðustu helgi eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf ÍSÍ. Anníe tekur ekki afstöðu til þessa máls, og vill ekki tjá sig efnislega um lyktir málsins, en segir mikið um alhæfingar varðandi þátttakendur í íþróttinni. „Þeir sem keppa í þessu sporti eru undir stanslausu eftirliti, fyrir utan að hugmyndafræði íþróttarinnar snýst um að hugsa vel um heilsuna, borða rétt og hreyfa sig. Fyrir flest er þetta lífsstíll,“ segir Anníe. Innflutningur á ólöglegum sterum hefur aukist nokkuð, en nú

„Þeir sem keppa í þessu sporti eru undir stanslausu eftirliti, fyrir utan að hugmyndafræði íþróttarinnar snýst um að hugsa vel um heilsuna, borða rétt og hreyfa sig rétt og svo framvegis,“

þegar hefur tollstjóri lagt hald á meira magn af sterum í fljótandi formi en á öllu síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum sem ná til lok október. Þannig hefur tollstjórinn lagt hald á rétt tæplega 11 þúsund millilítra af sterum en lagt var hald á 10.700 millilítra á síðasta ári.

Það sem tollverðir hafa haldlagt af sterum til októberloka 2016 er eftirfarandi: Sterar Töflur, stykki

21.242 Duft, grömm

426

Vökvi, millilítrar

10.937

Vilja ekki bíða með brottflutning Hælisleitendur Kærunefnd útlendingamála vill ekki bíða með brottvísun fjölskyldu í Njarð­ vík þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi ákveðið að skoða málið með tilliti til lögmæti þess að skrá börn sem fæddust hér á landi, án lögheimilis í þjóðskrá. Fólkið bíður þess því að verða flutt úr landi. Elín Árnadóttir, lögmaður fólksins, sem er frá Ghana og Tógó, segir þetta í hæsta máta óeðlilega stjórnsýslu. „Hvað ef umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að brottvísunin sé ólögleg? Á þá að sækja fólkið aftur til útlanda? Það er lágmarkskrafa að það sé beðið með svona „drastískar“ aðgerðir meðan beðið er úrskurðar um lögmæti.“ Saad frá Tógó og Fadila frá Ghana hafa búið hér á þriðja ár ásamt

Elín Árnadóttir, lögmaður Saad og Fadilu, segir þetta óeðlilega stjórnsýslu.

börnum sínum, Jónínu og Hanif sem eru fædd hér á landi. Umboðsmaður Alþingis ákvað 24. nóvember að hefja athugun á því hvort lög hafi verið brotin með því að skrá börnin ekki með lögheimili á Íslandi, eins og önnur börn sem hér fæðast, þar sem þau eru börn hælisleitenda. Óskað hefur verið eftir skýringum frá kærunefnd útlendingamála og Þjóðskrá. Þá er umboðsmaður að skoða hvort veita hefði átt fólkinu dvalarleyfi af mannúðarástæðum, með tilliti til þess hversu lengi þau hafa dvalið í

Hætt var við brottflutning fjöl­ skyldunnar til ítalíu um miðjan mánuðinn.

landinu og tengsla þeirra við landið. Hætt var við brottflutning til Ítalíu með lögregluvaldi, eftir að Saad, lagði á flótta og konan fékk nánast taugaáfall. Hann hefur nú snúið aftur til konu sinnar og barna. Innanríkisráðherra hefur fengið yfir 5000 undirskriftir þar sem hvatt er til þess að þeim verði leyft að dvelja í landinu. | þká


JÓLASKRAUT

40%

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Kringlunni norður Skólavörðustíg 11 EFTIR MUNDU GJAFAKORTI Kringlunni suður Laugavegi 77 PENNANS EYMUNDSSON! Hallarmúla 4

Smáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Sólvallagötu 2

AFSLÁTTUR

Ísafirði - Hafnarstræti 2

5%

Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1

VILDAR

Vestmannaeyjum Bárustíg 2 afsláttur af -ÖLLUM

Húsavík - Garðarsbraut 9 VÖRUM einnig tilboðum Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími vildartilboða er 1. desember, til og með 4. desember, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. desember 2016

RÚV sýnir mynd sem leiddi til rannsóknar á Íslandi Heilbrigðismál Heimildarmyndin um plastbarkaaðgerðir Paulo Macchiarini verður sýnd hérlendis í janúar. Verðlaunamynd sem leitt hefur til rannsókna á eina stærstu hneyksli innan læknisfræðinnar í Evrópu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Sænska heimildarmyndin Experimenten, sem fjallar um plastbarkamálið, verður sýnd í Ríkisútvarpinu í janúar en myndin fjallar meðal annars um atburði sem áttu sér stað á Íslandi. Þetta segir dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins, Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort ákveðið hafi verið að sýna myndina. „Experimenten verður sýnd á RÚV í þremur hlutum á miðvikudögum í janúar og verður fyrsti hluti sýndur 4. janúar.“ Myndin fjallar um aðgerðir sem ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini gerði á árunum 2011 til 2013 þar sem hann græddi plastbarka í

nokkrar manneskjur án þess að aðgerðarformið hefði verið rannsakað og prófað á dýrum, eins og lög og reglur í vísindastarfi kveða á um. Gagnrýnar skýrslur hafa komið út um málið í Svíþjóð og rannsakar lögreglan aðgerðir Macchiarinis sem mögulega glæpi. Fyrsti maðurinn sem Macchiarini græddi í slíkan plastbarka var Erítreumaður, búsettur á Íslandi, sem hét Andemariam Beyene. Læknir Andemariams á Landspítalanum, Tómas Guðbjartsson, sendi hann til meðferðar í Svíþjóð þar sem ákveðið var að græða í hann plastbarka vegna illvígs krabbameinsæxl-

Heimildarmyndin um plastbarkaaðgerðir Paulo Macchiarins verður loksins sýnd á Íslandi eftir að leyst var úr réttindamálum vegna myndefnis frá Þýskalandi.

is í hálsi sumarið 2011. Bæði Tómas og Óskar Einarsson lungnalæknir komu að eftirmeðferð Andemariams á Íslandi og voru meðhöfundar að

Þyrfti að friða íbúa miðborgarinnar Skipulagsmál „Maður segir stundum í gríni að það þurfi að friða íbúana hérna,“ segir rithöfundurinn og stjórnarmaður í íbúasamtökum miðborgarinnar, Benóný Ægisson, en samtökin hvetja Reykjavíkurborg til þess að sporna hraustlega við þróun miðborgarinnar vegna „airbnb“ leigu. Þannig skora samtökin á borgaryfirvöld að setja reglur um fjölda íbúða og herbergja í skammtímaútleigu. Hugmyndin miðar við að hámarkið verði 15% íbúðarhúsnæðis. Og vandinn er alvarlegur að mati íbúasamtakanna, því ef fram heldur sem horfir er hætta á að fjölskyldugerðin, foreldrar með börn á leikog grunnskólaaldri, verði nánast í útrýmingarhættu í miðborginni, að sögn Benónýs, og aðrir sem búa

Mynd | Hari

í hverfinu verði eins konar sýniseintök um íbúa. Það er því kannski meiri alvara en grín í orðum Benónýs, sem vill friða íbúana. Hann segir vandann mikinn og að borgaryfirvöld hafi skilning á vandanum, meðal annars var haldið málþing í haust þar sem málið var rætt með öllum hagsmunaaðilum. „Við eru nú ekki að mæla með lögregluaðgerðum í þessum efnum, við viljum helst vitundarvakningu og að borgaryfirvöld standi í lappirnar,“ segir Benóný. | vg

Fann hænu í bakgarðinum um frjáls á meðan íbúar í hverfinu vöktu athygli á þessum skemmtilega gesti á samfélagsmiðlum. Eigandinn hafði þó ekki fundist enn þegar blaðamaður ræddi við Árna Pál. „Minni pólitísku ábyrgð er lokið gagnvart henni, en ég hef auga með henni og gæti þess að hún fari sér ekki að voða,“ sagði Árni Páll. | vg

Sérvalinn og bragðmeiri brauðostur H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Sjómaðurinn Steinþór Guðmundsson og forsvarsmaður Afríkuútgerðar Samherja, sem Þorsteinn Már Baldvinsson stýrir, eru missaga um það hvernig það gerðist að tugir sjómanna hjá Sjólaskipum og Samherja skráðu heimilisfang sitt í Máritaníu og greiddu enga skatta af launum sínum.

Benóný Ægisson er formaður íbúasamtaka miðborgarinnar.

Dýr

„Ég veit ekki hvaðan hún kemur,“ sagði Árni Páll Árnason, fyrrverandi þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, en hann greip eina hænu í bakgarðinum hjá sér á Túngötunni í miðborg Reykjavíkur. Hænur hafa ekki átt sjö dagana sæla undanfarið, en þessi fékk þó að spígspora

grein um aðgerðina á honum þar sem henni var hampað. Sérstakt málþing var haldið um aðgerðina í hátíðarsal Háskóla Íslands sumarið 2012 en Andemariam lést einu og hálfu ári síðar. Landspítalinn og Háskólinn láta nú gera eigin rannsókn á þætti þessara stofnana í málinu. Heimildarmyndin, sem er eftir sænska blaðamanninn Bosse Lindqvist, er helsta heimildin um plastbarkamálið og vakti þá umræðu sem hefur leitt af sér skýrslur og rannsóknir á því. Fyrr í mánuðinum fékk Lindqvist helstu blaðamannaverðlaun Svíþjóðar fyrir myndina.

Sjómaður: Samherji átti að borga skatt af laununum

Dómsmál Yfirskattanefnd og dómstólar hafa kveðið upp niðurstöður í málum nokkurra sjómanna sem sviku undan skatti. Stærstu mál sem komið hafa til kasta íslenskra skattayfirvalda í sögunni. Steinþór Guðmundsson sjómaður segir að Sjólaskip og Samherji hafi ráðlagt sér í skattamálum sínum. Forsvarsmaður Afríkuútgerðar Samherja neitar þessu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Útgerðirnar Sjólaskip og Samherji ráðlögðu tugum sjómanna sem unnu hjá þessum fyrirtækjum í Afríku að færa lögheimili sitt til Máritaníu í Vestur-Afríku sem gerði það að verkum að þeir voru ekki skattskyldir á Íslandi. Laun sjómannanna voru svo greidd af félögum á Tortólu, Belís og Kýpur og engir skattar af þeim runnu til Íslands eða til Máritáníu. Þetta segir einn af sjómönnunum. Sjómennirnir, einir 57 talsins í heildina, hafa svo lent í vandræðum hjá skattayfirvöldum á Íslandi vegna þessa þar sem enginn þeirra hefur getað sýnt fram á að þeir hafi greitt skatta af launum sínum meðan þeir störfuðu hjá íslensku útgerðunum í Afríku. Fréttatíminn fjallaði um mál sjómannanna í þarsíðustu viku en hefur nú fyllri upplýsingar um þau, meðal annars úrskurði frá yfirskattanefnd og tvo dóma í málum tveggja sjómanna. Samkvæmt heimildum Fréttatímans eru mál sjómannanna langstærsta mengi sambærilegra mála sem komið hefur inn á borð íslenskra skattayfirvalda. Þetta eru því umsvifamestu meintu skattalagabrot á Íslandi. Í dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. september

síðastliðinn var komist að þeirri niðurstöðu að sjómaðurinn Steinþór Guðmundsson frá Akureyri hefði sannarlega haft skattalega heimilisfesti á Íslandi en ekki í Máritaníu á meðan hann starfaði hjá Afríkuútgerð Sjólaskipa og Samherja á árunum 2006 til 2010. Þar af leiðandi hafi hann átt að greiða tekjuskatt á Íslandi, sem hann gerði ekki á þessum tíma. Steinþór sagðist hins vegar haldið að Samherji hefði greitt skatt af launum sínum í Máritaníu. Tekjur Steinþórs eru ekki teknar fram í dómi héraðsdóms en út frá öðrum upplýsingum er ljóst að um var að ræða samtals tugi milljóna króna en í tveimur úrskurðum yfirskattanefndar eru árstekjur sjómannanna sagðar hafa verið allt frá tæpum sjö milljónum og upp í rúmlega 15 milljónir. Álag upp á 25 prósent bætist við þær upphæðir sem sjómennirnir þurfa að greiða til skattsins í málunum auk þess sem þeir kunna að verða ákærðir fyrir skattalagabrot eftir rannsóknir héraðssaksóknara á málum þeirra. Í dómnum vekur sérstaka athygli að Steinþór og yfirmaðurinn hjá Samherja, sem sá um Afríkuútgerðina, eru missaga um hvernig það gerðist að sjómennirnir fluttu heimilisfang sitt til Máritáníu. Um þetta segir: „Stefndi [Ríkisskattstjóri] tekur fram að í skýrslu skattrannsóknarstjóra komi fram að ástæða þess að stefnandi [Steinþór] flutti lögheimili sitt til Máritaníu hafi verið að kröfu vinnuveitanda hans. Einnig komi fram að stefnandi telji sig vera launþega og að vinnuveitendur hans (Sjólaskip og síðar Katla Seafood) hafi staðið skil á skattgreiðslum hans. Stefnandi hafi upplýst að enginn skriflegur ráðningarsamningur hafi verið

Tekjur Steinþórs eru ekki teknar fram í dómi héraðsdóms en út frá öðrum upplýsingum er ljóst að um var að ræða samtals tugi milljóna króna. gerður og hann hafi hvorki fengið launaseðla né uppgjörsgögn.“ Í dómnum segir svo hins vegar að í skýrslutökum yfir eigendum Sjólaskipa og framkvæmdastjóra dótturfélags Samherja hafi þeir sagt að sjómennirnir hafi getað búið þar sem þeir vildu og að útgerðirnar hafi ekki litið svo á að þær ættu að greiða skatta af launum þeirra þar sem þeir hafi verið verktakar. „Í skýrslum sem teknar hafi verið af stjórnendum og eigendum Sjólaskipa hf. annars vegar og framkvæmdastjóra Axel ehf. (áður Katla Seafood ehf.) hins vegar komi fram að engin krafa hafi verið gerð um tiltekna búsetu sjómanna af hálfu íslensku félaganna. Einnig komi fram að sjómenn hafi verið verktakar fyrir erlend fyrirtæki og því ekki höfð milliganga um greiðslu skatta þeirra né þeim veitt slík aðstoð í samskiptum við Máritanísk yfirvöld.“ Ábyrgðin í málinu liggur því ekki fyllilega fyrir en það eru sjómennirnir, ekki útgerðirnar, sem þurfa að endurgreiða skattinum með álagi og eftir atvikum verða ákærðir. Fréttatíminn hefur síðastliðnar vikur ítrekað reynt að ná tali af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, með símtölum og sms-sendingum en án árangurs. Sjónarmið Þorsteins Máls í málum sjómannanna eru því ókunn.


DRE 24.

GIÐ

DES

30 JÓLA LEIKURINN 1 MILLJÓN HEPPNIR SPILARAR VINNA

10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT KOMA ÞÉR Í POTTINN - NÁNARI UPPLÝSINGAR Á LOTTO.IS

VINNINGINN HEIM! LEIKURINN OKKAR

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

Í tilefni af 30 ára afmæli Íslenskrar getspár vinna 30 heppnir spilarar eina milljón hver á aðfangadag 2016. Í hvert skipti sem þú kaupir 10 raða miða í Lottó, Víkingalottó eða EuroJackpot ferðu í pottinn. Allir áskrifendur eru sjálfkrafa með í pottinum.


8|

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Neytendur taka sér aukið vald Íslenskir neytendur hafa fengið nóg af því að geta ekki treyst því að kerfið virki sem skyldi. Og loksins erum við farin að láta í okkur heyra. Valdimar Sigurðsson hefur rannsakað hegðun neytenda í mörg ár og segir vald þeirra aldrei hafa verið jafn mikið og nú. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Íslenskir neytendur eru að verða sífellt meðvitaðri um hvaða matvörur þeir velja, hollustu hennar og umhverfisþætti,“ segir Valdimar Sigurðsson, doktor í markaðsfræðum með áherslu á neytendasálfræði. Valdimar er dósent við Háskólann í Reykjavík og hefur undanfarin ár rannsakað neysluhegðun hér á landi sem og erlendis. Hann segir íslenska neytendur mjög

vanabundnar verur sem oft leiðist um verslanir í hálfgerðum trans. Það sé þó að breytast. „Íslendingar eru að verða harðari neytendur og farnir að líkjast meira neytendum í Evrópu þar sem er hefð fyrir sterkum hagsmunahópum neytenda og vitund um vörur er almenn meiri en hefur verið hér á landi.“ Valdimar segir okkur þar til fyrir ekki svo löngu hafa verið frekar óupplýsta neytendur, ekki síst vegna smæðar þjóðarinnar. „Við erum lítil þjóð og boðleiðir eru stuttar og við höfum treyst markaðsaðilum of mikið. Í stórum samfélögum er meira um svik og breytileikinn á milli þess sem er gott og slæmt er meiri, þú þarft að passa þig meira í slíku samfélagi. Þetta á auðvitað ekki bara við um matvöru heldur líka aðra vöru og þjónustu,“ segir hann og bendir á

að það traust sem hafi verið til staðar í okkar litla samfélagi, til markaðsaðila, banka og eftirlitsstofnana, hafi dvínað. Nokkrum klukkustundum eftir að sannleikurinn um Brúegg kom í ljós byrjuðu kaupmenn að hreinsa eggin úr hillum búðanna. Sjaldan hafa sést jafn hröð viðbrögð og segir Valdimar samskiptamiðla spila þar stórt hlutverk. „Undanfarið höfum við orðið sérhæfðari neytendur. Það hafa komið sterkar bylgjur undanfarið, eins og kolvetniskúrar og veganismi, sem er merki um að neytendur séu að verða meðvitaðari um ákveðna þætti. Samskiptamiðlar gera neytendum og hagsmunahópum þeirra greiðara um vik að koma sínum málum á framfæri, upplýsingaflæðið er meira og það er auðveldara fyrir grasrótina að koma sínum mál-

„Ég held að það eigi ekki eftir að gleymast jafn fljótt og önnur mál.“ segir Valdimar Sigurðsson, neytendasálfræðingur.

um á framfæri og myndefni skiptir miklu máli í þessu samhengi, eins og fuglarnir sem við sáum í Kastljósi eru dæmi um. Neytendur geta séð á netinu hvernig matvæli og önnur neysluvara er framleidd sem gerir það oft að verkum að fólk sniðgengur ákveðnar vörur.“ Eru völdin að færast meira til neytenda? „Já, því áður fyrr var talað um samtakamátt neytenda, saman gátu neytendur verið svo sterkir. En í dag getur einn mjög pirraður neytandi haft svakaleg áhrif, sérstaklega ef það er eitthvað mikið að, bara með

því að upplýsa um það. Breytingin er sú að þessi neytandi þarf ekki að reiða sig á ljósvakamiðla heldur getur hann gert það sjálfur á samfélagsmiðlum. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta mál þróast en ég held að það eigi ekki eftir að gleymast jafn fljótt og önnur mál. Íslenskir neytendur eru ekki jafn tilbúnir til að fyrirgefa og áður, sem er mjög jákvætt. Við erum duglegri að mótmæla og láta í okkur heyra og vonandi verður niðurstaðan að þetta auki vitund fólks á því sem er verið að selja í verslunum.“ Laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík efnir til málstofu um blekkta neytendur, grænþvott, samfélagslega ábyrgð, bótarétt og upplýsingaskyldu stjórnvalda í Brúneggjamálinu þriðjudaginn 6. desember, kl. 12-13, í HR og verður Valdimar meðal fyrirlesara.

Eru allir að blekkja? „Ég var hneyksluð og sjokkeruð þegar ég frétti þetta. Ég keypti oft Brúnegg áður en mun aldrei gera það aftur,“ segir Hildur Steindórsdóttir. „Ég hélt að ég væri að kaupa betri vöru og finnst ég svikin. Ég keypti Stjörnuegg því ég tók þau ósjálfrátt, Bónuseggin eru víst vistvæn en þau eru í svo líkum umbúð-

um og Brúneggin svo ég tók bara hvítan bakka. Af hverju líka að kaupa eitthvað sem er dýrara því það á að vera betra …. Maður vill að komið sé vel fram við dýr en svo veit maður ekkert hverjum maður á að treysta, eru ekki bara allir að blekkja?“

Eftirlitsstofnanir sofnuðu á verðinum „Við erum eldri borgarar sem finnst brún egg ný og framandi, svo við höfum aldrei keypt þau,“ segir Grétar Björnsson. „Við höfum alltaf keypt stór og hvít egg svo ég mun ekki breyta mínum verslunarhefðum út af þessu en þetta var ljótt að sjá,“ segir Helga Friðbjarnardóttir. „Þetta sló okkur alveg út og maður er bara hryggur í dag. Ég álasa

ekki einum né neinum en ég hef séð pútur í betra ástandi en þessu og mér sýndist þetta vera hrikaleg meðferð á dýrum. Þetta var sjokkerandi,“ segir Grétar. Verður þetta til þess að þið kaupið hér eftir egg sem ekki eru framleidd í verksmiðjum, þ.e. lífræn? „Við vitum auðvitað ekkert hvernig farið er með hænurnar þaðan sem við kaupum eggin, kannski

Myndir | Hari

er það líka svona. En ég vona að þetta verði til þess að þessi búskapur breytist, það eru allt of margar hænur í þessum húsum. Mér finnst eftirlitsstofnanir hafa sofið á verðinum. Okkur vantar ekki egg í dag en það getur verið að við kaupum lífrænt hér eftir,“ segir Helga. „Þetta vekur mann svo sannarlega til umhugsunar,“segir Grétar.

Ljótt að hagnast á blekkingu

Njóttu fimmtudags, föstudags & laugardags með okkur

„Ég horfði ekki á umfjöllunina í Kastljósi en er búin að heyra af þessu síðan og var búin að ákveða að kaupa ekki Brúnegg,“ segir Sunna Rós Agnarsdóttir sem var bæði með Stjörnuegg og vistvæn Bónusegg í körfunni þegar Fréttatíminn náði af henni tali. „Ég er með tvo bakka í körfunni því ég er með áhyggjur af eggjaskorti út af þessari fjölmiðlaumfjöllun. Brúnegg voru með 20% af markaðinum svo kannski verður skortur í desember þegar allir byrja að baka. Stjörnueggin eru örugglega ekkert skárri því þau eru bara venjuleg verksmiðjuframleidd egg en það er allavega enginn að þykjast vera vistvænn þar. Það er engin blekking í gangi þar.“ „Ég er ekkert rosalega reið út í framleiðendur Brúneggja en mér

finnst þetta svakalegt óréttlæti, að selja ódýra framleiðslu sem betri

Hélt ég væri að velja rétt

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310

„Ég er ekki mikil eggjakona og kaupi sjaldan egg, en þegar ég geri það þá reyni ég að vanda valið og ég hélt ég væri að velja rétt. Ég hélt ég væri að kaupa góða framleiðslu og líður eins og ég hafi verið blekkt,“ segir Helga Magnúsdóttir. „Eftir þáttinn í gær get ég ekki hugsað mér að kaupa Brúnegg aft-

ur og þess vegna er ég með lífrænu eggin í körfunni núna. Ég mun kaupa þau hér eftir þrátt fyrir að þau séu dýrari en önnur egg. Þetta er svo ömurlegt og ég vona að málin eigi eftir að þróast á aðra vegu og verði skýrara fyrir neytendur. Maður verður að geta treyst því sem stendur á pakkanum.“

vöru og hagnast á því. Mér finnst það ljótt.“


Blóðberg

Baldursbrá

Áttablaðarós

Mynstruð án útsaums 140x200

Hvít með útsaum 140x200

Grá með svörtum útsaum 140x200

10.490 kr

15.790 kr

12.490 kr

Vinsælar jólagjafir

YFIR 50 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Hvít með útsaum TIL JÓLAGJAFA 140x200

Fífa

Hvít með útsaum 140x200

Hvönn

Íslensku stráin Stráin 140x200

13.490 kr

13.490 kr

360 þráða Pima bómull 140x200 14.990 kr 14.990 kr

Blóðberg

Hvít með útsaum

Mynstruð án útsaums 140x200

Hvít silkidamask 140x200

Frostrós

Geldingahnappur

10.490 kr

13.490 kr

15.790 kr

Hvít með útsaum 140x200

Skautbúninga-, og hátíðarsvunta YFIR 505.990 GERÐIR AF RÚMFÖTUM kr / Svuntur frá 2.990 kr TIL JÓLAGJAFA

Bókapúði / Fiður fylling 11.840 kr / Púðar frá 4.990 kr

Hnífaparaveski 1.690 kr

Jólagjöfn fæst hjá okkur

Dúnsæng 140x200/800g 39.990 kr LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


10 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Mannaveiðar norsku ríkisstjórnarinnar Þegar Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála Noregs, bauð fjölmiðlum með sér á veiðar eftir ólöglegum innflytjendum að næturlagi í síðustu viku, vekur það hugrenningatengsl við það þegar Gestapo barði að dyrum hjá íslenska námsmanninum Leifi Muller í Osló árið 1942, og spurði „býr Íslendingur hér?“ Þóra Tómasdóttir thora@frettaiminn.is

Norskir fjölmiðlar fengu óvenjulegt boð um síðustu helgi, þegar Sylvi Listhaug vildi hafa þá með sér á veiðar eftir ólöglegum innflytjendum sem hún hugðist vísa úr landinu. Hún vildi sýna norsku þjóðinni að sér væri dauðans alvara með fyrirheitum sínum um að reka 9000 ólöglega innf lytjendur úr landi á árinu. Nái hún markmiðum sínum, verður það sögulegur fjöldi brottvísana og margfalt fleiri en nokkru sinni hafa verið sendir úr landinu á einu ári. Sylvi hefur verið ráðherra innflytjendamála í tæpt ár í ríkisstjórn Framfaraflokksins og Hægri flokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra. Á þeim tíma hefur hún valdið meiri usla en nokkur stjórnmálamaður Noregs í seinni tíð, nema kannski f lokksbróðir hennar Carl I. Hagen á tíunda áratugnum. Fáir hafa fengið yfir sig annan eins fúkyrðaflaum, en hún á líka blóðheita stuðningsmenn sem verja hana með kjafti og klóm. „Að vera með storminn í fangið er orðinn hluti af sjálfsmynd minni, það er samofið því hver ég er,“ sagði hún við fjölmiðla á dögunum. Um leið og Sylvi settist á ráðherrastólinn kynnti hún 40 skrefa áætlun sína til að herða á stefnu landsins í málefnum hælisleitenda og loka landamærunum. Sjálf taldi hún að úrræðin myndu stórbæta

samfélagið. „Með þessum skrefum verður innflytjendastefna okkar ein sú harðasta í Evrópu,“ sagði Listhaug við TV2. Mýmörg hneyklsismál Útlendingaandúð hefur lengi loðað við norska Framfaraflokkinn þó skiptar skoðanir séu á innflytjendamálum innan flokksins. Flokkurinn var stofnaður 1973 og lýsir sér sem frjálslyndum borgaraflokki hægra megin við miðju. Formaðurinn, Siv Jensen, hefur ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að norskt samfélag standi galopið útlendingum með framandi menningu. Hún hefur lítinn áhuga á að fá fleiri innflytjendur til landsins og hefur áhyggjur af því að þeir taki störf frá Norðmönnum og mergsjúgi kerfið. Eitt helsta hneykslismál flokksins var líklega þegar forveri hennar, Carl I. Hagen, flaggaði hinu svokallaða Mustafa-bréfi, máli sínu til stuðnings í kosningabaráttu sveitarstjórnarkosninganna árið 1987. Bréfið var merkt Mohammad Mustafa, innflytjanda í Noregi, sem lýsti því hvernig íslam hefði í hyggju að taka landið yfir. Enginn kannaðist við að hafa skrifað bréfið. Flestum bar saman um að það væri falsað og marklaust plagg, til þess fallið að ala á útlendingaandúð og auka þannig fylgi Framfaraflokksins og fylgi við hertri útlendingalöggjöf. Áratug síðar reyndi hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik að hasla sér völl inn flokksins en þótti of blæbrigðalaus í framsetningu til að ná þar framgangi. Hann hvarf úr pólitíkinni eftir stutta viðveru og nokkra niðurlægjandi ósigra innan flokksins. Arne Leonhardsen, sem leiddi Framfaraflokkinn í sveitarfélaginu Verdal, hrökklaðist frá störfum í febrúar eftir rasísk ummæli, þar sem hann hvatti til þess á Face-

Sylvi Listhaug er umdeildasti stjórnmálamaður Noregs og vill gera norska innflytjendapólitík þá ströngustu í Evrópu.

„Ef það eru einhverjir ólöglegir hérna, þá vona ég auðvitað að við finnum þá,“- sagði Sylvi skellihlæjandi í aftursæti lögreglubílsins.

Uppboð í 20 ár

Jólauppboð í Gallerí Fold

mánudaginn 5. desember og þriðjudaginn 6. desember kl. 18

Jóhann Briem

Karólína Lárusdóttir

Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

book að múslimar yrðu skotnir á færi. Fleiri nýleg dæmi hafa valdið titringi. Þingmaður flokksins, Per-Willy Amundsen, fullyrti á Stórþinginu að múslimar væru með lökustu atvinnuþátttökuna í landinu, þvert á nýjar rannsóknir sem sýna múslima sérlega iðna í norsku atvinnulífi. Vill stöðva Stoltenberg-væðinguna Hörðust af öllum í málefnum útlendinga er samt Sylvi Listhaug sem spratt fram á sjónarsviðið á umrótstímum í norskum stjórnmálum. Sylvi markaði sér reyndar ung stöðu innan Framfaraflokksins og var því í ofarlega á lista þegar borgaraflokkarnir náðu völdunum af vinstri stjórninni eftir kosningar til norska Stórþingsins árið 2013. Þá komst Framfaraflokkurinn í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Ríkisstjórn Jens Stoltenberg, sem þá hrökklaðist frá völdum, hafði staðið fyrir opnara samfélagi og fagnað fjölmenningunni. Þess er skemmst að minnast, hvernig forsætisráðherrann Stoltenberg svaraði fyrir hryðjuverk Anders Berhing Breivik, 22. júlí 2011, þegar Breivik hafði orðið 69 manns að bana, knúinn áfram af fyrirlitningu og ótta við fjölmenninguna. „Við svörum með meira lýðræði, með meiri hreinskilni og meiri mannúð. En aldrei einfeldni,“ sagði Stoltenberg í sinni allra frægustu ræðu, við minningarathöfn sem haldin var í norsku dómkirkjunni tveimur sólarhringum eftir voðaverkin. Noregur var í hópi þeirra landa sem tóku á móti f lestum f lóttamönnum, miðað við höfðatölu, og hlutfall innflytjenda í landinu jókst á löngum valdatíma verkamannaflokksins. Norðmenn reyndust, árið 2014, vera fjórða besta þjóðin í móttöku og aðlögun innflytjenda, samkvæmt alþjóðlegri samanburðamælingu MIPEX. Í mælingunni var horft til þess hvernig pólitískar ákvarðanir þjóðanna hafa veitt innflytjendum gjaldgengi í samfélaginu. Mældir voru nærri 150 pólitískir áhrifaþættir og var horft til atvinnuþátttöku innflytjenda, menntunar, stjórnmálaþátttöku, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og ekki síst verndar gegn mismunun. Trúir ekki á loftslagsvísindi Sylvi Listhaug var ekki par hrifin af

þessari þróun og vakti mikla athygli fyrir ummæli sín um vána sem stafaði af útlendingum sem ekki gátu lagað sig að norsku samfélagi. Hún var elskuð og hötuð í senn og hafði sérstakt lag á að rata í fréttirnar. Til dæmis þegar hún gagnrýndi framvarðasveit kvennabaráttunnar eða talaði með niðrandi hætti um Gleðigönguna og baráttuaðferðir samkynhneigðra. Hún viðurkennir ekki loftslagsvísindin og talar oft á tíðum eins og nýkjörinn Bandaríkjaforseti, Donald Trump; um að hlýnun jarðar sé alls ekki af mannavöldum. Þvert á móti telur Sylvi að tal um umhverfisvernd og minnkun gróðurhúsalofttegunda séu dulbúnar tilraunir til frekari skattheimtu.

Kvikmyndaleikarinn Kristoffer Joner hóf herferð á Facebook gegn Sylvi í síðustu viku og safnaði tugum milljóna á einum degi fyrir NOAS, norsk samtök hælisleitenda. Upphæðin sem safnaðist, var hærri en upphæðin sem Sylvi hafði skorið niður til samtakanna um síðustu áramót.


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


12 |

Eftirminnileg ummæli Sylvi Listhaug: Um hlýnun jarðar: -Það er ekki sannað að losun koltvísýrings af mannavöldum leiði til loftslagsbreytinga. Það er fyrst og fremst afsökun fyrir innheimtu á sköttum og gjöldum. – Í samtali við Verdens Gang, 2011. „Þetta góðafólks-ofbeldi sem tröllríður þessu samfélagi stuðar mig,“ – sagði Sylvi í sjónvarpsþætti NRK í fyrra. „Við höfum borðað svínakjöt í Noregi alla tíð. Það er galið að fara að hætta því núna,“ – sagði Sylvi á NRK árið 2014 aðspurð um mat fyrir múslima í norskum fangelsum.

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Um síðustu áramót, þegar uppstokkun var gerð á ráðherrakapli Ernu Solberg, var Sylvi gefið sæti í ríkisstjórninni til að sinna sínu hjartans máli. Að fækka innflytjendum í landinu. Meðal hennar fyrstu verka var að draga verulega úr fjárstuðningi við NOAS, norsk samtök hælisleitenda, sem meðal annars veita flóttafólki lögfræðiaðstoð í landinu. Ákvarðanir Sylvi um áherslubreytingar í málaflokknum vöktu hörð viðbrögð og síðan hafa fáir borið jafn oft á góma í norskum fjölmiðlum og einmitt Sylvi. Tilfinningadauð og eitruð Orð hennar um að flóttamenn yrðu ekki bornir á gullstólum inn til Noregs féllu víðsvegar í grýttan jarðveg. Í leiðara norska dagblaðsins var Sylvi lýst sem tilfinningadauðri, af stjórnarandstöðuþingmönnum sem „gjörsamlega óhæfri“ og „ómannlegri“. Í umræðunni er hún sögð „popúlisti“. „Hættuleg“. „Eitruð“. „Rasisti“. Samflokksmaður Sylvi sagði: „Hún lætur Tatcher virka eins og mjúka konu.“ Svo virðist vaxandi hópur telja Sylvi vera náttúrutalent í stjórnmálum og lýsa henni sem stórstjörnu. Á Facebook-síðu hennar fór allt á hliðina í síðustu viku eftir að hún deildi frétt af New York Times um kúvendinguna í norskri innflytjendapólitík, og gortaði sig af því að þunginn sem settur hefur verið í þvingunarbrottvísanir úr landinu, vekji nú heimsathygli. „Tími fyrir blaður er liðinn, nú eru það verkin sem tala! Við keyrum áfram stranga innflytjendastefnu og það þýðir að þeir sem fá synjun eiga að fara út. Sjálfviljugir eða þvingaðir! Líkið og deilið ef þið eruð sammála!“ skrifaði Sylvi við hlekkinn. Frétt New York Times snerist um sjö ára afganskan strák sem eft-

ir fjögurra ára dvöl í landinu var þvingaður úr landi. Færslan hleypti öllu í bál og brand. Kristoffer Joner, einn þekktasti kvikmyndaleikari Noregs, skarst í leikinn og hóf herferð gegn ráðherranum. „Sylvi má finnast hvað sem er, en sem innflytjendaráðherra, sýnir hún óásættanlegt virðingarleysi. Hún notar skelfilegar aðstæður fólks til setja sig á háan hest og beitir „líkið-og deilið-taktíkinni“ til að breiða út hatursfullar skoðanir sínar sem víðast.“ Kristoffer hvatti fólk á Facebook til að láta hundrað norskar krónur af hendi rakna til NOAS, með því að senda sms „kveðja, Sylvi“ í tiltekið símanúmer. Fyrir hvert framlag fékk Sylvi sent sérstakt þakkarkort og vildi Kristoffer að þátttaka fólks leiddi til þess að Sylvi fengi heilt fjall af þakkarkortum.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á aðeins örfáum klukkutímum söfnuðust ríflega 3 milljónir norskra króna, eða um fjörutíu milljónir króna. Sem var meira en upphæðin sem Sylvi dró til baka frá samtökunum á upphafi ráðherraferils síns. Færsla Kristoffers fór eins og eldur í sinu um netheima og kveikti enn eina hatursfullu umræðuna um hvernig beri að halda á málum innflytjenda í Noregi. Minnir á handtöku Leifs Muller Er of langsótt að líkja mannaveiðum Sylvi við handtöku Gestapo á hinum íslenska námsmanni Leifi Muller, í Osló 1942? Þegar hann var sóttur heim til sín, í skjóli nætur, fyrir þær sakir að hafa ætlað að yfirgefa landið með ólöglegum hætti, eftir að það var hernumið af Þjóðverjum. Leifur Muller var 22 ára gamall námsmaður í Noregi þegar Gestapo bankaði upp á hjá honum í Bygdöy Allé í Osló og spurði „Býr Íslendingur hér?“ Í kjölfarið var hann sendur í útrýmingabúðir nasista. Rithöfundurinn Ingebrigt Steen Jensen sagði mannaveiðar Sylvi Listhaug líkjast handtökunni á afa hans árið 1942, en hann var sendur í útrýmingabúðir nasista í Þýskalandi.

Leifur sætti í kjölfarið einhverri hryllilegustu fangelsisvist sem Íslendingur hefur þurft að þola, fyrst í Grini-fangelsinu í Noregi og síðar í hinum alræmdu Sachsenhausen-fangabúðum í Þýskalandi. Í Sachsenhausen var hver dagur barátta upp á líf og dauða undir járnhæl nasista þar sem hungur, sjúkdómar, pyntingar og dauði voru daglegt brauð. Þessum raunum lýsti hann sjálfur bókinni „Í fangabúðum nasista“ sem kom út 1945 og síðar í bókinni „Býr Íslendingur hér?“ eftir Garðar Sverrisson sem kom út mörgum árum síðar. Eltingaleik Sylvi Listhaug við ólöglega innflytjendur í Noregi hefur af mörgum verið líkt við gyðingaveiðarnar í síðari heimstyrjöldinni. Einn þeirra er rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Ingebrigt Steen Jensen sem blöskraði að sjá fréttaflutning af mannaveiðum Listhaug í síðustu viku. „Norskur ráðherra býr ekki til föstudagsafþreyingu í sjónvarpi úr eltingaleik við fólk sem til stendur að senda út í óvissuna. Myndirnar úr sjónvarpsfréttunum minna á hluti sem sorglegt er að líkja þeim við. Dyrabank, leit eftir fólki, skelfing grípur um sig, sýna þarf alla réttu pappírana. Nákvæmlega það sem afi minn upplifði 1942 þegar hann var handtekinn af lögreglunni í Bergen og sendur í útrýmingabúðir til Þýskalands, þar sem hann lést.“ Útlendingarnir sem Sylvi hefur fyrirskipað að vísa úr landi, hafa margir búið í Noregi í fjölmörg ár. Börn sem eru fædd og uppalin, eiga nú að snúa aftur til upprunalanda foreldra sinna, svo sem Íran, Afganistan og Írak. Sylvi ætlar enga miskunn að sýna og uppsker fyrir vikið að vera einn umdeildasti stjórnmálamaður norskrar samtímasögu.

Vito. Vandaður dugnaðarforkur. Vito farþega– og sendibílar eru fjölhæfir, sparneytnir og sterkbyggðir starfskraftar sem fást í ótal útfærslum. Vetrardekk fylgja öllum Vito til áramóta, ásamt rúðusköfu, húfu og trefli. Komdu í atvinnubíladeild Öskju og kynntu þér þennan vandaða dugnaðarfork. Vito, millilangur sendibíll

Verð frá 3.750.000 kr. án vsk.

ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi


Salernisbursti

Ruslafata

Sápuskammtari

Hvítur/svartur

Deluxe, rúnuð, 4,5 l

Á borð, snertifrí

3.500 kr.

Sápuskammtari Á borð

2.250 kr.

Glerskafa

2.590 kr.

3.750 kr.

Einföld og snjöll hönnun Simplehuman er gæðamerki sem sérhæfir sig í hönnun á einföldum og notendavænum fylgihlutum á baðherbergið eða í eldhúsið. Kíktu í Tengi og kynntu þér snjalla og fallega hönnun.

5.850 kr.

Sápuskammtari Einfaldur, ryðfrír

4.450 kr.

Sápuskammtari

Sápuskammtari

Þrefaldur, ryðfrír

Tvöfaldur, ryðfrír

9.990 kr.

7.500 kr.

Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is


14 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Ég held að þekking sé af hinu góða Það hefur ævinlega gustað um Íslenska erfðagreiningu, frá því fyrirtækið kom fyrst fram á sjónarsviðið. Deilt er um hvort þekkingin á erfðamenginu sé alltaf til góðs og hvort sé mikilvægari, rétturinn til að vita eða rétturinn til að vita ekki. Unnur Þorsteinsdóttir er ekki mikið í sviðsljósinu en er þó ein áhrifamesta vísindakona landsins. Ekki bara það heldur er hún líka á heimsmælikvarða. Nafn hennar er til dæmis að finna á listanum Thompson Reuters yfir tvö hundruð áhrifamestu vísindamenn heims á sviði sameindalíffræði og erfðafræði en Íslensk erfðagreining á reyndar tíu vísindamenn á þessum lista. Hún segir að fordómar og bábiljur standi vísindunum oft fyrir þrifum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Kennaraverkföllin á níunda áratugnum voru ófá og höfðu slæm áhrif á skólastarf og ýttu undir brottfall. Unnur Þorsteinsdóttir, ein fremsta vísindakona Íslands, varð þó til í einu slíku, en hún hafði gerst kennslukona á Suðurnesjum en gafst upp í þriðja verkfallinu og ákvað að grafa stríðshanskann og skella sér í frekara nám til Kanada. „Mig langaði ekkert að fara að vinna á rannsóknarstofu þegar ég lauk námi í líffræði frá Háskólanum,“ segir Unnur Þorsteinsdóttir, sem starfar sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Ég skoðaði nokkrar en þær höfðuðu ekki til mín. Ég ákvað því að taka uppeldis- og kennslufræði og hella mér út í kennslu. Þáverandi maðurinn minn, Björn Örvar, gerði það líka og við settumst að á Suðurnesjum og kenndum þar frá 1984 til 1991. Það var gaman að kenna en það var hinsvegar ömurlegur mórall í samfélaginu út í kennara og stöðug átök og á endanum ákváðum við að fara út til Kanada í frekara nám, aðallega til að prófa eitthvað nýtt.“ Upphaflega ætluðu þau að dvelja eitt ár í Vancouver í Kanada og bæta við sig námi í líffræði. Það fór þó á annan veg, eftir hálft ár var Unnur komin í doktorsnám í sameindaerfðafræði og Björn Örvar í plöntuerfðafræði en hann átti síðar eftir að stofna líftæknifyrirtækið Orf ásamt fleirum. Unnur lauk doktorsprófi í sameindaerfðafræði krabbameina frá University

of British Colombia í Vancouver í Kanada árið 1996 og starfaði svo í þrjú ár við rannsóknir hjá, rannsóknarstofnuninni, Clinical Research Institute í Montreal. Veðjaði á deCode Það eru núna sextán ár síðan Unnur snéri heim og réði sig til starfa hjá fyrirtækinu deCODE Genetics eða Íslenskri erfðagreiningu. Þá logaði allt stafnanna á milli í þjóðfélaginu vegna fyrirætlana þess um miðlægan gagnagrunn með heilbrigðisupplýsingum allrar þjóðarinnar. Hlutabréf í fyrirtækinu gengu kaupum og sölum á gráa markaðnum og margir töpuðu háum fjárhæðum á viðskiptum með bréfin. Gagnagrunnurinn mætti mikilli andstöðu í samfélaginu og Kári Stefánsson og fyrirtækið voru mikið milli tannanna á fólki. „deCODE var raunverulega ástæða þess að ég gat snúið heim. Það höfðu orðið til raunveruleg tækifæri fyrir mannerfðafræðinga hérna heima og ég sló til, Kári Stefánsson hafði líka mjög sterka sýn og ég sá fyrir mér að þarna gætu hlutirnir farið að gerast og það höfðaði til mín,“ segir Unnur. „Mér fannst umræðan um gagnagrunn blásin upp og tekin úr öllu samhengi, það mál stóð því ekki í vegi fyrir þessari ákvörðun.“ Enginn miðlægur gagnagrunnur til Í þessu andrúmslofti tók deCode fyrstu skrefin en miðlægi gagnagrunnurinn, hann varð aldrei til. „Ekki bara vegna þeirrar miklu

Blaðauki um

jólaskraut þann 2. desember

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310

„deCODE var raunverulega ástæða þess að ég gat snúið heim. Það höfðu orðið til raunveruleg tækifæri fyrir mannerfðafræðinga hérna heima og ég sló til, Kári Stefánsson hafði líka mjög sterka sýn og ég sá fyrir mér að þarna gætu hlutirnir farið að gerast og það höfðaði til mín.“ Myndir | Rut

andstöðu sem hann mætti, heldur vegna þess að hann var einfaldlega of dýr í framkvæmd. Í staðinn höfum við farið þá leið að sækja um leyfi til Vísindasiðanefndar og Persónuverndar fyrir hverja einustu rannsókn, fá upplýst samþykki allra þátttakenda og vera í samstarfi við stofnanir í landinu sem geyma heilbrigðisupplýsingar eins og Landspítalann. Hugmyndin um miðlægan gagnagrunninn lifir hinsvegar góðu lífi enn þann dag í dag víða um heim og margir þeirra erlendu vísindamanna sem gagnrýndu okkur harkalega á sínum tíma hafa snúist í málinu. Við erum í góðu sambandi við vísindamenn um allan heim og hér heima, til að mynda á Landspítalanum og háskólana.“ En þrátt fyrir að miðlægi gagnagrunnurinn sé ekki til í þeirri mynd sem menn sáu fyrir í upphafi, liggur gríðarlega mikið af heilbrigðisupplýsingum inni í fyrirtækinu sem safnast hafa fyrir á síðustu 20 árum. „Engin þjóð í heiminum, önnur en sú íslenska, hefur aðgang að erfðaupplýsingum heillar þjóðar,“ segir Unnur. „deCODE er leiðandi í erfðarannsóknum í heiminum. Það væri rosalega flott ef við værum líka fyrsta landið til að nýta erfðaupplýsingar í heilbrigðisþjónustu öllum til hagsbóta,“ segir hún. Vísindasiðanefnd fjallar nú um erindi fyrirtækisins sem vill skoða allar útskriftarskýrslur sjúklinga af Landspítalanum með tilliti til þess hvort það hefði breytt einhverju að hafa aðgang að erfðaupplýsingum. „Við erum að leita eftir því hvort það hafi komið fram vísbendingar sem hefðu jafnvel flýtt fyrir greiningu sjúkdómsins og nýst í meðferðinni í framhaldinu,“ segir Unnur. „Erfðafræðin getur líka hjálpað til við að finna undirliggjandi stökkbreytingar hjá börnum sem fæðast með alvarlega sjúkdóma en á ári hverju fæðast nokkrir tugir slíkra barna á Íslandi. Það getur gefið betri innsýn í sjúkdóminn og í sumum tilfellum haft áhrif á meðferð. Til að mynda fundum við ákveðinn erfðabreytileika í tveimur systrum sem eru með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm og mikið fatlaðar. Stökkbreytingin sem fannst í þeim hefur áhrif á nýtingu þeirra á B2-vítamíninu. Eftir að stökkbreytingin fannst hafa þær verið á háskammta B2 vítamín meðferð sem hefur komið í veg fyrir að sjúkdómurinn hafi þróast frekar. Ekki er óhugsandi að það

hefði breytt lífi þeirra mikið ef þær hefðu verið greindar við fæðingu.“ Í eigu lyfjarisa Árið 2011 birtu vísindamenn ÍE og samstarfsmenn þeirra niðurstöður úr fjölþjóðarannsókn sem benti á nokkrar algengar breytingar á erfðaefni sem voru tengdar aukinni áhættu á Alzheimerssjúkdómnum. Árið 2012 skýrðu vísindamenn ÍE síðan frá rannsókn þar sem þeir fundu stökkbreytingu sem verndaði gegn sjúkdómnum. Einstaklingar sem bera hana eru fimm sinnum ólíklegri en einstaklingar úr viðmiðunarhópi til að greinast með Alzheimerssjúkdóm. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli lyfjafyrirtækja og vísindastofnana um allan heim. Unnur segir að þetta sé tvímælalaust merkasta uppgötvunin sem hún hafi átt þátt í ásamt því að sýna fram á erfðabreytileika sem tengjast hjarta og æðasjúkdómum og krabbameinum. Markmið slíkra rannsókna er ekki síst að stuðla að þróun nýrra lyfja. Árið 2012  keypti bandaríska lyfjafyrirtækið Amgen deCODE, fyrir fimmtíu milljarða. Unnur segir að eignaskiptin hafi orðið fyrirtækinu til gæfu og lyfjafyrirtækið hafi staðið vörð um sjálfstæði vísindamannanna og enn sem komið er hafi eignatengslin bara orðið til góðs. Erfðir og umhverfi Unnur segir að vísindarannsóknir séu skapandi starf og markmiðið sé alltaf að skilja meira. „Í erfðamenginu er að finna upplýsingar um hvernig manneskjur verða til og það er það sem gerir þetta svo spennandi. Marga þætti sem til að mynda tengjast heilastarfsemi hefur reynst erfiðast að finna. Við höfum til dæmis verið að skoða sköpunargáfu, greind og einhverfu.“ Sú ímynd loðir við vísindin að þar séu mun fleiri á einhverfurófi en annarsstaðar í samfélaginu. Unnur segir að það séu engar ýkjur. Það séu örugglega fleiri innan vísindanna á rófinu og því kannski viðeigandi að erfðavísindin sýni því sérstakan áhuga. Þá er verið að skoða hvort erfðaþættir tengist lengd skólagöngu. „Nú er að fara að birtast rannsókn frá okkur sem sýnir fram á að erfðabreytileikar sem áhrif hafa á lengd skólagöngu hafa einnig áhrif á barneignir,“ segir Unnur. „Þannig eru þeir sem bera erfðabreytileika sem tengjast langskólanám líklegri til að

Sú ímynd loðir við vísindin að þar séu mun fleiri á einhverfurófi en annarsstaðar í samfélaginu. Unnur segir að það séu engar ýkjur. Það séu örugglega fleiri innan vísindanna á rófinu og því kannski viðeigandi að erfðavísindin sýni því sérstakan áhuga. eignast færri börn en þeir sem bera þá ekki. Þetta eru ekki ný sannindi. Við höfum vitað lengi, til dæmis úr félagsfræðinni, að ef foreldrar eru langskólagengnir, eiga þeir færri börn og meiri líkur eru á því að afkomendurnir séu langskólagengnir. Það sem er hinsvegar nýtt við þetta er að þetta sé erfðafræðilegt en ekki bara vegna umhverfisáhrifa.“ Sjálf oft hikandi En hvaða gagn gera þessar upplýsingar. Gera þær okkur að betri manneskjum? „Svona upplýsingar eru auðvitað viðkvæmar og alveg óljóst hvort þær gagnast allar mannkyninu jafnmikið,“ segir Unnur. Hún segist sjálf oft hikandi gagnvart slíkum rannsóknum og þær séu ekki endilega í mestu uppáhaldi þótt niðurstöðurnar geti verið forvitnilegar. „Þetta eru þó ekki annað en staðreyndir.“ Hún segist ekki hrædd um að niðurstöður sem þessar geti verið misnotaðar eftir því sem tækninni fleygir fram og einhverskonar kynbótastefna verði ofan á. „Ég held að þekking verði okkur til góðs, ég trúi því.“ Ég spurði Unni í framhaldi af því hvort hún hafi trú á því að það sé hægt að finna erfðavísa sem tengist samkynhneigð en hún er sjálf samkynhneigð. „Já, er ekki bara sjálfsagt að skoða það eins og aðra eiginleika mannsins. Ég held að kynhneigð sé kannski meira eitthvert róf, og flestir séu einhversstaðar í kringum miðjuna. Ég veit fyrir sjálfa mig að ég get bæði orðið ástfangin af körlum og konum.“ Rétturinn til að vita ekki Íslensk erfðagreining hefur átt í miklum deilum við siðfræðinga vegna margra rannsókna.


NordicLine sófakerfi frá Hjellegjerde.

Verð á sófa á mynd 595.000 k r

20% pöntunarafsláttu á öllum vörum frá Hjellegjerde

Möguleikar í vali á útfærslum á sófum, litum og gerðum áklæða nær endalausir. 3 mismunandi útfærslur á örmum. 3 mismunadi breiddir á sætispúðum. 3 mismunandi útfærslur á fótum. Norsk hönnun, norsk gæði.

Baloostóllinn er hannaður Olav Eldøy og framleiddur af norska fyrirtækinu Hjellegjerde. Hannaður bæði fyrir líkama og auga. Fáanlegur með eða án skemils og nær endalausir möguleikar í áklæðum og litum. Norsk hönnun, norsk gæði.

Innlit Ármúla 27 Sími 544 8181 www.innlit.is •

l Verð á stó á mynd r 275.000 k m/skemli


16 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Núna hefur verið í umræðunni, deila fyrirtækisins við ýmsa í heilbrigðiskerfinu og Persónuvernd vegna upplýsinga um BRCA2 stökkbreytinguna sem veldur brjóstakrabbameini og krabbameini í eggjastokkum. „Við eigum dulkóðaðar upplýsingar, um 1250 konur, sem bera í sér stökkbreytinguna. Kári Stefánsson hefur talað fyrir því í tíu ár að heilbrigðisyfirvöld fái þessar upplýsingar en það hefur ekki verið vilji fyrir því,“ segir Unnur. Málið er eldfimt enda grafalvarlegt. Það eru meira en sjötíu prósent líkur á því að konur sem bera í sér stökkbreytinguna fái brjóstakrabbamein eða krabbamein í eggjastokkana. Þær lifa að meðaltali tólf árum skemur en aðrar konur og eru þrisvar sinnum líklegri til þess að deyja fyrir sjötugt. Þessar konur fá hinsvegar ekki að vita að þær eru í áhættuhópi vegna afstöðu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. „Siðfræðingar hafa ævinlega verið á þeirri skoðun að rétturinn til að vita ekki vegi þyngra,“ segir Unnur. „En ég gef ekki mikið fyrir það. Ég held að það sé ekki ein einasta kona sem vill ekki vita, ef hún er í svona mikilli hættu og getur gert eitthvað í því. Eða hvað heldur þú? Myndir þú ekki vilja vita það?“ Við erum alltaf að fá upplýsingar um okkur en við erum ekki alltaf spurð. Ef þú ferð til læknis biður hann ekki um leyfi þitt til að upplýsa þig um blóðþrýstinginn. Hann bara segir þér hver hann er. Enda gefur blóðþrýstingurinn mikilvægar vísbendingar um heilsufar þitt sem þú getur notað til að bregðast við til batnaðar.“ Og í tilfelli BRCA2 kvennanna er líka hægt að gera ýmislegt til að bregðast

við og þar liggur hundurinn kannski grafinn? „Já, ég held að heilbrigðisyfirvöld óttist ef til vill þann kostnað sem fylgir þessum greiningum. Það kostar að bregðast við, það er kannski helsta ástæða þess að það er ekki búið að leysa úr þessu máli.“ Kjarkurinn til að spyrja stórt Fyrr á árinu voru stofnuð samtök íslenskra kvenna í vísindum, SKVÍS, en konur eru áberandi færri í veigamestu stöðunum í vísindasamfélaginu, þrátt fyrir að sífellt

fleiri konur brautskráist með fyrstu gráðu og framhaldsgráðu í háskólum. „Ég mætti á stofnfundinn en mér fannst galli á félaginu að skilgreina öll rannsóknarstörf sem vísindastörf. Auðvitað eru öll störf við rannsóknir mikilvæg, en þau eru ekki öll vísindi. Fólk er ekki að setja fram tilgátur og leita svara. Ég held að ef svona félög eigi að ná árangri þurfi að skerpa fókusinn. Með þessu móti verður tilgangurinn óljósari.“ Í skýrslunni Konur í vísindum á Íslandi sem birtist þegar félagið var stofnað, stingur í augun að af 168

prófessorum við Háskóla Íslands eru 19 konur, og af 139 dósentum eru 37 konur. Einnig eru þær færri í rannsóknum og þróun og í stjórnkerfi rannsókna og vísinda. Unnur þarf þó ekki að kvarta sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna hjá vísindafyrirtæki á heimsmælikvarða og rannsóknarprófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Er hún undantekningin sem sannar regluna? „Það er greinilega mikil fyrirstaða, eða glerþak, eða hvað á að kalla það í vísindunum. Ég held

Íbúðarhúsnæði fyrir 60+

þó ekki að hún sé bara í stofnunum vísindasamfélagsins. Ég hef sjálf setið í Vísinda- og tækniráði og eins í stjórn Rannís við að úthluta styrkjum. Staðreyndin var sú að færri konur en karlar sóttu um og þær fengu hlutfallslega jafn marga styrki. Konur þurfa að sækja meira á og láta meira til sín taka. Í vísindum þarf líka að hafa mikinn kjark og það þarf að spyrja stórra spurninga.“ Unnur segir að konur dvelji oft lengur við smærri spurningar og rannsóknir sem fá litla athygli þótt þær séu mikilvægar í stóra samhenginu. „Þessu þurfa þær sjálfar að breyta,“ segir Unnur og tekur dæmi af sjálfri sér: „Þegar ég hóf doktorsverkefnið mitt ásamt öðrum nema, rákum við okkur fljótlega á að okkur hafði verið beint í átt að verkefni sem hefði kostað gríðarlega vinnu í fimm ár og á þeim tíma hefði ekki birst nema ein vísindagrein í mesta lagi. Við ákváðum að taka málin í okkar hendur og breyta þessu. Við fundum okkur sjálfar annað verkefni og stilltum leiðbeinandanum þannig upp við vegg. Þetta margborgaði sig.“

BAK

KI

ki

Engin lognmolla Unnur segist ánægð með Íslenska erfðagreiningu og hún sé ekki á förHugmynd skipulagsarkitekts um þaðan í bráð. Draumurinn sé - ekki bindandi fyrir endanlegt útlit að eiga þátt í uppgötvun sem leiði til nýs lyfs sem bjargi mannslífum. Það sé líka mikilvægt að erfðaupplýsingar verði nýttar í íslenska heilBæ brigðiskerfinu. „Ég á von á því að jarh áls það takist fyrr en seinna. Við þurfum bara að vinda ofan af þeirri neikvæðni sem stendur í vegi fyrir því. 44 Ég er bjartsýn.“ 32 Líkt og Kári Stefánsson, samstarfsmaður hennar, hefur hún 4.0 15.0 áhyggjur af íslensku heilbrigðiskerfi N Byggingarréttur á lóðinni Hraunbær 103A er til og vonar að næsta ríkisstjórn beri 103 A 6-9 gæfu til að fara að vilja þjóðarinnsölu með heimild fyrir allt að 60 íbúðir. h+k 16 j gk: 6 ar og reisa það við. „Það þarf að k: 6 5.50 2.60 setja miklu meiri peninga í heil1h ÍB. Væntanlegir íbúðaeigendur eða leigutakar skulu ELD L:35 RI B brigðiskerfið og sjúklingagjöld eru OR 105 24 N: 1 50m² G ARA ,7 gk: 5 64.5 vera sextíu ára eða eldri. orðin alltof há. En því miður er það 0 þannig að við setjum of litla peninga í innviði almennt, þannig eru 44 Skila skal skriflegu kauptilboði til Þjónustuvers öll b ílas menntamálin og samgöngumálin þjón tæði á jörð ustu , se Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14, fyrir kl. 15:00 ÍB. sel líka í fjársvelti. En heilbrigðismálmo ELD g fy L:74 RI B rir SP OR N: 0 00m² G inARbrenna mest á manni, ekki bara ,70 A miðvikudaginn 14. desember 2016. 103 vegna starfsins heldur er sárt að sjá Afmörkun lóðar fólk veikjast og fá ekki þá þjónustu sem það þarf.“ Hún segir að samstarfið við Kára Stefánsson hafi verið mjög gott. Úthlutunarskilmálar og tilboðseyðublað eru á vef „Hann er auðvitað mjög skapmikill www.reykjavik.is/hraunbaer-103a og við tökumst á en þrátt fyrir það er hann ákaflega hjartahlýr maður sem stendur með sínu fólki. En það Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11 er engin lognmolla i kringum okkur Kára, sem betur fer.“

Höfð abak

HLUTI AÐALSKIPUL

FÐA

Hraunbær 103A

4.0

DEILISKIPULAG ÞE MEÐFERÐ Í SAMRÆ SKIPULAGSLAGA N SAMÞYKKT Í _____ ÞANN ___________ _________________ ÞANN __________ 2

24

arstí

gur

35

TILLAGAN VAR AUG 20___ MEÐ ATHUG ________ 20___.

AUGLÝSING UM G LAGSINS VAR BIRT TÍÐINDA ÞANN ___

_________________

63

23

11

mög

ul. að

k. f.

12.5

A

borg

REYKJAVÍKURBORG

Byggingarréttur til sölu

„Nú er að fara að birtast rannsókn frá okkur sem sýnir fram á að erfðabreytileikar sem áhrif hafa á lengd skólagöngu hafa einnig áhrif á barneignir.“

bíla

inng

angi

áher sla í se lö m m gð á að est af trj halda ágró ðri

10

verkheiti.:

Hrau

verkhluti.:

Deilisk

mkv.: dags.: hannað.: teiknað.:

blaðstærð.:

dags. breytinga.:

br. (a).: 20.05.2015: T

br. (b).: 16.06.2015: Te br. (c).:

16.09.2015:Br. e

br. (d).: fylgiskjöl.:

Guðmundur Gunnla kt: 190554-3419 - g Teiknistofan Stórhö 110 Reykjavík. s: 56

samþ.:

te


BITASTÆÐAR BÆKUR! „Mögnuð matarbók sem allir ættu að geta nálgast

„Sniðug bók handa öllum sem vilja gera vel

á sínum eigin forsendum, lært af og notið.“

við gesti sína – eða sjálfa sig – á einfaldan hátt.“

Hildur Loftsdóttir / Morgunblaðið

Hildur Loftsdóttir / Morgunblaðið

„Þetta er hin besta heilsubiblía sem hvetur

„Tilvalin jólagjöf fyrir tilvonandi mömmur og pabba.“

mann til að setja heilsuna í fyrsta sæti.“

Hildur Loftsdóttir / Morgunblaðið

Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

1

Matreiðslubækur 1.11. – 21.11.2016

LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardagar 11–15 | www.forlagid.is


FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Myndir | Getty

18 |

François Hollande þykir ekki sigurstranglegur, en á ýmsu hefur gengið í valdatíð hans.

Christiane Taubira er líklega ekki sú sem allir myndu veðja á, en hún á sterkan aðdáendahóp.

François Fillon er orðvar maður, en engum dylst þó að hann hyggst ekki slaka á varðandi innflytjendamál.

Marine Le Pen hefur gengið vel að mýkja upp ímynd Front National.

Er svört kona helsta von sósíalista? Forsetakosningar verða í Frakklandi næsta vor og eru línur nú farnar að skýrast varðandi það hverjir verða í framboði. Sérstaklega hefur vandræðagangur verið á vinstri línunni og ekki er enn ljóst hver mun fara fram fyrir Sósíalista. Ein af þeim sem nefnd hefur verið sem mögulegur frambjóðandi er Christiane Taubira, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fædd í Frönsku Guyana árið 1952. Kristín Jónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is

Hún er lífseig, sagan sem segir að listir og sköpun njóti sín betur í ófremdarástandi en á tímum friðar og jafnaðar og er gauksklukkan frá Sviss þá nefnd sem dæmi um hnignun af völdum velmegunar. Það má vel vera að í þessu felist sannleikskorn en ekki má heldur gleyma því að það sem einum þykir hnignun getur fyrir öðrum verið til marks um uppgang og velgengni. Við erum þannig efalítið ekki öll á sömu línu varðandi áhrifin af úrslitum forsetakosninganna í BNA

AFSLÁTTARHELGI 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM TIL 4. DESEMBER

Faxafeni 14 l Sími 5516646 Opið frá kl. 10-19 fimmtudag og föstudag 11-17 laugardag 12-16 sunnudag

og örum vexti lýðskrumandi afla í Evrópu sem syngja í sama takti og herra Trump. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Í þó nokkurn tíma hefur Front National sótt á í Frakklandi án þess þó að vera nógu sterkur flokkur til að ógna jafnvæginu milli hinna tveggja hefðbundnu risaflokka, Les Républicains (LR) til hægri og Partie Socialiste (Sósíalistaflokkurinn) til vinstri. Það hefur þó fáum tekist að gleyma þeirri undarlegu stöðu sem kom upp í forsetakosningum árið 2002 þegar Jean-Marie Le Pen komst óvænt upp í 2. umferð gegn Jacques Chirac. Og undanfarinn áratug hafa verið blikur á lofti og sterkar líkur virðast á því að dóttir hans og arftaki, Marine Le Pen, gæti mögulega náð að sigra í forsetakosningunum í apríl og maí á næsta ári. Margir telja að minnsta kosti engan efa á því að hún komist upp í 2. umferð. Árið 2002 mættu vinstri menn á kjörstað og kusu Chirac sem sigraði með rúmlega 80 prósent atkvæða. Háværar raddir hafa hins vegar verið um það nú að vinstri menn muni ekki endurtaka leikinn og sinna því sem þá var talin þegnskylda, að kjósa gegn Front National, heldur ætli þeir að sitja hjá. Þetta var að minnsta kosti afstaða margra þegar útlit var fyrir að hinn maðurinn í 2. umferð yrði fyrrverandi forseti, Nicolas Sarkozy. En, forval hægri flokksins, LR, hefur nú farið fram og François Fillon bar sigur úr býtum eftir harða baráttu við Sarkozy, sem flestum að óvörum datt út í fyrri umferð, og Alain Juppé sem játaði sig sigraðan á sunnudagskvöld. Hjá Sósíalistum hafa línur framboðsins ekki enn skýrst, aðallega vegna þess að François Hollande situr sem fastast í sæti sínu sem hinn sjálfsagði kandídat í stað þess að viðurkenna vanmátt sinn, en óvinsældir hans eru í sögulegu hámarki. Hann mun þurfa að tilkynna fyrir miðjan desember, hvort hann hyggist bjóða sig fram aftur. En jafnvel þótt hann ákveði að bjóða

Hjá Sósíalistum hafa línur framboðsins ekki enn skýrst, aðallega vegna þess að François Hollande situr sem fastast í sæti sínu sem hinn sjálfsagði kandídat í stað þess að viðurkenna vanmátt sinn, en óvinsældir hans eru í sögulegu hámarki.

sig fram, er líklegt að forval muni fara fram, slík er óánægjan innan flokksins. „Alvöru vinstrimanneskja“ Meðal vinstri kjósenda hefur ýmsum nöfnum verið kastað fram í leitinni að frambærilegum fulltrúa sem ætti raunhæfa möguleika á því að komast áfram í 2. umferð. Nýlega var sett af stað undirskriftasöfnun til að hvetja fyrrverandi dómsmálaráðherra úr ríkisstjórn Hollande, Christiane Taubira, til þess að stíga fram. Hún er stuðningsmaður Hollande, en hrökklaðist úr stöðu sinni í kjölfar ódæðanna í París í nóvember 2015 og öllu því ölduróti sem þeim fylgdi. Christiane Taubira er ein af þeim sem „hugsjónavinstrið“ hefur haft trú á. Hún er sem sagt af mörgum talin vera „alvöru“ vinstrimanneskja, sem François Hollande þykir síður vera, hann sé of tengdur „pólitísku elítunni“ sem hefur einmitt verið gagnrýnd mikið undanfarið, í BNA og víðar. En auk þess fylgja ferskir vindar hugmyndinni um konu sem forseta og auðvitað enn ferskari þegar tekið er með í reikninginn að konan er þeldökk. Þessi tvö atriði eru því miður enn afar ólíklegur kostur í forsetavali ríkis sem er rækilega niðurnjörvað í afturhaldssemi. Þar að auki hafa andstæðingarnir í baráttunni úr afskaplega sterkum sjóðum að moða, en það hefur verið nokkuð ljóst undanfarin ár

að í Frakklandi sigrar ætíð sá sem mestu eyðir í baráttuna. En það er þó hægt að láta sig dreyma um öldu sem gæti mögulega risið í ríki eins og einmitt Frakklandi. Því þótt íhaldssemi og karlremba séu áberandi, slær að sjálfsögðu róttækt hjarta jafnaðarhugmynda í þessu blandaða og fjölmenna landi. Hvers vegna væri ekki hægt að ímynda sér, þó ekki væri nema í nokkra daga, að karlarnir í Sósíalistaflokknum tækju sig til og ákvæðu, allir sem einn, að tefla nú fram manneskju sem gæti mögulega vakið upp hópa sem hingað til hafa ekki séð ástæðu til að mæta á kjörstað, vegna skorts á rödd meðal frambjóðenda: fólkið í úthverfunum sem svo mikið er talað um, þar sem fátæka fólkið lifir í hálfgerðri vosbúð, litað jafnt sem ólitað, innflytjendur eða bara ofurvenjulegt franskt lágstéttarfólk. Gæti þessi hópur ekki mögulega eygt von í framboði Christiane Taubira? Sósíalistar þurfa að taka ákvörðun Christiane Taubira sagði af sér sem dómsmálaráðherra í janúar 2016 í kjölfar ódæðanna og ágreinings innan ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarskrá sem gerðu dómsvaldinu mögulegt að svipta hryðjuverkamenn ríkisborgararéttinum. Taubira hefur að sjálfsögðu mátt þola ýmsar árásir vegna litarháttar síns og hefur alltaf staðið keik gagnvart þeim. Hún taldi þessar lagabreytingar geta haft verulega slæmar afleiðingar fyrir innflytjendur í Frakklandi. Eina vonin til þess að Christiane Taubira gæti mögulega náð árangri í baráttunni gegn Fillon og Marine Le Pen, sem bæði eru óumdeilanlega óvinveitt innflytjendum, væri að flokkurinn tæki ákvörðun um stuðning og framboð fljótlega. Það þyrfti að tefla henni fram sem hinum eina sanna fulltrúa flokksins og baráttan þyrfti svo að vera heil og sterk. Væri Sósíalistaflokkurinn fær um að sýna slíkt skapandi áræði á þessum umbrotatímum? Þar er stóri efinn.


Bakaðu þér vinsældir MEÐ BÖKUNARVÖRUNUM FRÁ NÓA SÍRÍUS Bökunarvörurnar frá Nóa Síríus henta einstaklega vel í allan bakstur. Hjúpdroparnir eru þægilegir að bræða í krem eða í súkkulaðihjúp. Lakkrískurlið er einstaklega ljúffengt og frábært ýmist út í baksturinn eða til skrauts. Gæðauppskriftir eru á umbúðunum sem tilvalið er að prófa í jólabakstrinum. Hefurðu prófað karamellukurlið í baksturinn þinn? Það gerir góðar uppskriftir enn betri og silkimjúkt bragðið leikur við þakkláta bragðlauka.


20 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

Vinskapur á fjöllum

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Fjallafreyjur er félagsskapur sem er öllum opinn og hefur engar reglur eða félagsgjöld. Freyjurnar ­sameinast í löngunni til að ganga í náttúrunni og njóta samverunnar.

Fjallafreyjur eru félagsskapur vaskra kvenna sem hafa gengið saman á fjöll í yfir 20 ár. Auk þess að ganga saman hittast þessar hörkuduglegu og glöðu vinkonur við ýmis tækifæri, föndra saman og hlæja, en góða skapið er fyrst og fremst inngönguskilyrðið í klúbbinn.

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Dráttarbeisli

undir flestar tegundir bíla

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

S

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is

igríður Skúladóttir er forsprakki Fjallafreyja en hún er íþróttakennari og heilsunuddari og starfaði sem leikfimikennari í Hafnarfirði. Leikfimihópurinn hennar tók sér frí frá inniverunni á sumrin og hóf að ganga saman úti í náttúrunni í staðinn. Þær gengu saman í þrjú sumur áður en klúbburinn var formlega stofnaður í maí 1995 í Heiðmörk og var þar gefið nafnið Fjallafreyjur. „Fjallafreyjur eru óformlegur félagsskapur kvenna sem hefur að markmiði að ganga bæði á fjöll og á láglendi en alltaf með góða skapið með sér,“ segir Sigríður sem ítrekar að allar séu velkomnar sem hafa gaman af því að ganga og njóta náttúrunnar. „Við erum flestar úr Hafnarfirði en líka annars staðar frá, við erum allar miklir náttúruunnendur og höfum gaman af hreyfingu.“ Meðalaldur hópsins er í dag 60 – 70 ár, sú elsta verður áttræð á næsta ári. Kjarninn í Fjallafreyjum er konur sem telja á fjórða tug og svo eru ætíð konur sem byrja og hætta inn á milli. Hópurinn er opinn öllum og það eru engar reglur og engin félagsgjöld. „Þetta er fyrst og fremst vinskapur kvenna sem hefur gaman af því að hreyfa sig. Við erum vinkonur og klúbburinn hefur mikla þýðingu í lífi okkar. Þetta gefur okkur mikið, við höfum margar þekkst í

Við erum vinkonur og klúbburinn hefur mikla þýðingu í lífi okkar. Þetta gefur okkur mikið, við höfum margar þekkst í meira en 30 ár.

Sigríður ­ kúladóttir S er forsprakki Fjallafreyja og skipuleggur gönguferðir bæði á Íslandi og í útlöndum.

meira en 30 ár. Auk þess að ganga hittumst við líka við önnur tækifæri, til dæmis í síðustu viku til að föndra fyrir jólin og svo eru bæjarferðir reglulega og við hittumst á kaffihúsum.“ Fyrstu árin var þetta mest byggt á kvennaleikfiminni en síðari ár hefur eiginmönnum verið boðið með í stærri göngur. Makar Fjallafreyjanna kallast Fjallafákar. „Já, við erum duglegar að hittast og þótt maður mæti bara stundum er gaman að ganga og gleðjast. Fyrst sá ég um þetta og gerði plan fyrir sumarið. Svo vatt þetta upp á sig og við fórum að ganga allar helgar og oft í miðri viku. Nú sé ég ekki um þetta ein heldur eru nefndir og ­Valgerður Hróðmarsdóttir er mín hægri hönd við skipulagningu. Þær mæta í göngurnar sem vilja en það er farið í hvernig veðri sem er.“ Fjallafreyjurnar ganga mánaðarlega á Helgafellið yfir vor- og sumarmánuðina og eins í Heiðmörk og við Hvaleyrarvatn. Auk þess hafa þær farið reglulega í velheppnaðar gönguferðir til útlanda. „Við höfum gengið út um allt, nánast allt Reykjanesið og á öll fjöll hér í nágrenninu,“ segir Sigríður en nefnir að á veturna, frá október til apríl, séu þó göngur í lágmarki. Þá sé ávallt hist um helgar við Kænuna í Hafnarfirði, gengið í klukkutíma – og rúnstykki og kaffi á eftir. Fjallafreyjur eiga sínar hefðir og auk reglulegrar dagskrár þá borða þær ætíð saman úti við á þorranum. „Á þorranum göngum við á einhvern góðan stað í klukkutíma og borðum svo þorramat úti. Við gerum þetta á Víðistaðatúni og þótt að sé oft kalt höfum við samt sem betur fer hingað til verið heppnar með veður,“ segir Sigríður hlæjandi. „Öll hreyfing er til góðs og hún heldur okkur ungum og sprækum,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Fjallafreyjur má finna á www. fjallafreyjur.blogspot.com


Hirzlan kynnir Dondola® jafnvægistækni í skrifstofustólum frá Wagner

KYNNING Í DAG MILLI KL. 18 OG 21 SÍÐUMÚLA 37

Dondola® jafnvægistæknin frá Wagner í Þýskalandi Hirzlan Síðumúla 37 kynnir Dondola® jafnvægistækni í stólum frá Wagner í dag milli kl. 18. og 21 – léttar veitingar í boði. Helga Björg Þórólfsdóttir kírópraktor verður á staðnum og fer yfir mikilvægi þess að sitja og hreyfa sig rétt og minnka þannig álag á hryggjaliðina. Kynnt verða jákvæð áhrif jafnvægistækninnar frá Wagner, en með henni er unnið á móti fylgikvillum kyrrsetu, bakverkjum og einhæfri álagsstöðu mjóhryggs í venjubundinni setstöðu.

Síðumúla 37 564 5040 hirzlan.is Hirzlan

Dondola® jafnvægistæknin er hönnuð til að koma til móts við eðlilegar veltu- og jafnvægishreyfingar í sitjandi stöðu og hefur sýnt að bakverkir og eymsli minnka. Þýski Wagner stólaframleiðandinn hefur notað Dondola® jafnvægistæknina í flestar stólagerðir frá fyrirtækinu með frábærum árangri og aukið vellíðan og gæði starfsumhverfis hjá notendum.


Einfaldur og stílhreinn

22 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Lögfræðingurinn sem hana vantaði New York hefur eignast nýjan stjörnulögfræðing sem berst gegn stafrænu kynferðisofbeldi sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið. Carrie Goldberg er eldhugi sem tekur að sér að verja þá sem verða fyrir slíkum órétti. Hún talar einnig fyrir umbótum á þessu sviði, nú þegar myndefni getur dreifst eins og eldur í sinu á netinu. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Vönduð íslensk framleiðsla síðan 1959. Stáliðjan er gamalgróið íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vandaða vöru fyrir heimilið og vinnustaðinn.

Verð 27.900 kr.

Fjölbreytt litaúrval.

Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is

FE NIX

®

CHRONOS EITT LÍF. LIFÐU ÞVÍ TIL FULLS.

GLÆSILEGT GPS ÚR SEM SAMEINAR HEILSU- OG SNJALLÚR FYRIR KRÖFUHARÐA ÍÞRÓTTAMENN OG ÚTIVISTARFÓLK.

SIMONE MORO Fjallagarpur, þyrluflugmaður, Kaupsýslumaður

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s. 577 6000 | www.garmin.is

Það kann að vera eilítið ósmekklegt að segja að hún sé eins og klippt út úr þáttunum Sex in the City, bandaríski lögfræðingurinn Carrie Goldberg sem vakið hefur athygli í New York að undanförnu. Samt er samlíkingin, sem auðvitað er komin til vegna nöfnu hennar Carrie Bradshaw, ekki út í hött. Samlíf kynjanna í New York hefur breyst mikið frá því að þættirnir vinsælu voru gerðir á árunum 1998 til 2004. Og það eru ljótar hliðar þessara breytinga sem Carrie Goldberg berst gegn. Stóra breytingin er notkun samfélagsmiðla sem hefur sprungið út síðan frá tímum sjónvarpsþáttanna. Ein ljótasta birtingarmynd þess hvernig stafræn samskipti hafa komið inn í samskipti kynjanna er stafrænt kynferðisofbeldi sem einnig er stundum kallað hefndarklám, en umræða um það hefur verið mikil víða um lönd á síðustu árum. Carrie Goldberg, sem tímaritið New Yorker fjallar nú um í stórri grein, sérhæfir sig í stafrænu kynferðisofbeldi og hún hefur stofnað lögfræðistofu sem kemur til varnar

Lögfræðingurinn Carrie Goldberg berst fyrir aukinni meðvitund um stafrænt kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum og bættri réttarvernd fyrir fórnarlömb í slíkum málum. Mynd | Facebook –Carrie Goldberg.

þegar einkalíf og stjórnun á því er í hættu. Goldberg þekkir til þessara mála af eigin raun. Fyrir allmörgum árum hótaði fyrrverandi kærasti hennar að senda nektarmyndir af henni til samstarfsmanna hennar eftir að þau hættu saman. Þá fékk hún, eins og fleiri konur hafa fengið síðan, þau svör að slíkt væri ekki glæpsamlegt. Hún ákvað í framhaldi af því að öðlast sérhæfingu á þessu sviði og berjast með kjafti og klóm gegn þessum ömurlega fylgifiski samskiptatækninnar. Síðan hefur stafrænt kynferðisofbeldi fundið sér ótrúlega fjölbreyttar og svæsnar birtingarmyndir með nýrri tækni, enda myndatökur og mynddreifing aldrei verið auðveldari. Út á netið er myndefni skotið með ógnarhraða og myndir geta dúkkað upp í allt öðru samhengi en þær voru ætlaðar. Þannig getur mynd verið birt á stefnumóta- og vændissíðum án þess að sá sem á henni er geti nokkuð aðhafst. Í samgöngukerfum stórborga verða konur fyrir því að reynt er að mynda upp undir stutt pils þeirra og í ljótustu tilvikunum eru kynferðisárásir teknar upp og þeim dreift á netinu. Carrie Goldberg er hörkutól. Vinna hennar hefur náð mikilli athygli í fjölmiðlum vestanhafs og hún hefur hjálpað til við að auka vitund rekstraraðila á alls kyns vefsíðum um brotin sem eiga sér stað á friðhelgi einkalífsins. Hún hefur jafnvel starfað í starfshópi á vegum Bandaríkjaforseta um þessi mál. Athyglin sem Goldberg vekur á málstaðnum er mikilvæg en þjónustan sem hún veitir skjólstæðingum sínum er enn mikilvægari því að oft hafa þeir sem lenda í slíku misrétti (karlmenn líka, þó þeir séu sjaldgæfari) ekki átt sér marga málsvara. Í umfjöllun New Yorker kemur fram að hún sé þannig eins og stóra systir þeirra sem hún veitir málsvörn, standi þétt við bakið á þeim. Síðan eru öll lögfræðilegu álitamálin sem skipta miklu máli í landi „hinn frjálsu“ og snúast um það hvort núverandi löggjöf veiti nægilegt skjól fyrir slíkum árásum á einkalífið, eða hvort nýrrar, uppfærðrar löggjafar sé þörf. Um þetta er deilt. Þó að einn vefur samþykki að taka illa fengnar myndir niður eftir kvörtun, þýðir það ekki að næsti vefur geri það. Ein mynd getur líka farið víða og skilaboðin sem þeim fylgja eru oft ógeðsleg, samin af þeim sem vilja hefna sín á viðkomandi.


ats e r T d n a d o Natural Fo ts a C & s g o D for

A T S E B Ð ÞA N Í Þ N I R FY R I R DÝ ! N I L Ó J UM

Smáralind • Kringlunni • Krossmóa Reykjanesbæ • sími 511-2022 • www.dyrabaer.is


24 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Skyrið stærra en Ísland

Ekki er svo langt síðan að skyr var einungis til sölu í mjólkurbúðunum og þá vigtað og pakkað í smjörpappír, eða var einfaldlega búið til á heimilum landsins, aðallega þó til sveita. Mjólkurbúðirnar hurfu svo á áttunda áratug síðustu aldar. Skyr var þá selt í matvörubúðum og svo í stórmörkuðum, í plastdollum. Færri og færri heimili gerðu eigið skyr, það var aðgengilegra í næstu búð. Nú orðið finnst „íslenskt skyr“ nánast um heim allan, en um hvaða skyr er verið að tala? Dominique Plédel Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is

Mjólkin skemmist mjög fljótt eftir að búið er að mjólka og hagkvæmasta leiðin til að geyma hana er að búa til ost úr henni. Á Norðurlöndunum, sérstaklega í Noregi, var á landnámsöld algengt að herða ekki ostinn alla leið, heldur að halda ákveðnu magni af vökva. Var það vegna þess að sumrin voru styttri en sunnar í Evrópu og dvölin í seljunum styttri og ekki hægt að láta ostinn þroskast? Var það vegna þess að skyr gaf meiri magafylli? Eða vegna þess að það var líka notað til að geyma matvæli? Sennilega blanda af mörgum þáttum. Þessi tegund osta er reyndar ekki óþekkt annars staðar í Evrópu, hvort sem það er kallað kvarg, faisselle, eða fromage blanc. Landnámsmenn fluttu þessa ostahefð með sér frá Arla býður uppá mikinn fjölbreytileika í skyr-afurðum.

Noregi og skyr hefur alla tíð verið mikilvægt í fæðuöflun landsmanna þó ekki sé vitað nákvæmlega hvernig skyrið var á þeim tíma – líklega hefur hvert heimili haft sína tegund af skyri. Það er tiltölulega auðvelt að framleiða á heimilinu en kallar á nákvæmni: Skyr verður til í súrgerjun, notaður er skyrþéttir úr fyrri lögun til að gerja næstu framleiðslu. Þessi hefð hefur haldist frá örófi alda, mysan var notuð til að geyma kjötið – súrmatinn okkar – því ekki var saltið aðgengilegt öllum og viðurinn var af skornum skammti til að reykja. Er skyr íslenskt? Skyrframleiðsla er löngu hætt í Noregi eða í öðrum Norðurlöndum, en hefur haldið áfram á Íslandi. Einangrun og fátækt hafa sennilega átt sinn þátt í því. Sérstaða skyrsins er að það er búið til úr undanrennu, þó heimildir séu víða fyrir því að mjólk hafi verið notuð, og inniheldur það mikið af mjólkurpróteinum. Mjólk úr kúm eða oftar geitum og kindum (kvíafé var mjólkað) var notuð eftir því hvaða búfé var á bænum en í byrjun tuttugustu aldar tók landbúnaðarkerfið stakkaskiptum og kúamjólk varð nánast allsráðandi. Neysla skyrs hefur alla tíð fylgt þjóðinni, en átti eftir að stóraukast eftir að það varð verksmiðjuframleitt. Framleiðsla á skyrinu breyttist líka við þessa verksmiðjuvæðingu svo hægt væri að svara eft-

Matartíminn

Þann 17. desember

Skyr er fjölbreytilegt: hægra megin 2 tegundir af verksmiðjuskyri, vinstra megin 3 tegundir af hefðbundnu skyri frá Erpsstöðum og tveimum bæum fyrir austan.

irspurninni; pokasíun var allt of hæg í iðnaðarferlinu. Í staðinn kom trommusíun fyrst um sinn og síðan örsíun. Gerlar geta verið erfiðir viðureignar og stundum óútreiknanlegir þannig að mjólkin er gerilsneydd og gerlar (jógúrtgerlar, frostþurrkaðir) og ostahleypir notaðir. Ekki þarf lengur að nota skyrþétti í næstu lögun, heldur er nýr þéttir í hverju ferli, gerjunin á sér stað í umbúðunum. Uppskrift að skyrinu er sennilega ein af þeim örfáu sem lýtur reglugerð, nr 851 frá 2012, um mjólk og mjólkurvörur og hefur ekki breyst frá fyrri útgáfum. Þar er nákvæm uppskrift að því sem má kalla skyr: Skyr var framleitt í öllum mjólkurbúum landsins sem voru og hétu en smám saman var þeim fækkað og hagrætt í framleiðslu mjólkurvara. Í dag er allt MS-skyrið framleitt á Selfossi, undir nafni KEA einnig, sem lengst af framleiddi fyrir norðan hefðbundið íslenskt skyr. Skyrþéttinum hafði verið velt áfram frá 1932, var manni sagt. Algjör sprengja hefur orðið í innanlandsneyslu: Í skýrslunni „Skyr að fornu og nýju“ (2006), eftir Guðmund Guðmundsson og Kristberg Kristbergsson frá Háskóla Íslandi, segir „Skyr nýtur fádæma vinsælda á Íslandi. Frá 1995 hefur sala á skyri meira en tvöfaldast og var árið 2004 komin í 10,7 kg á hvert mannsbarn. Skyr virðist falla vel að hraða og ímynd nútímamannsins og henta þeim mikla fjölda neytenda sem sækjast eftir matvöru sem auðvelt er að grípa til.“ – Ekki hafa vinsældir minnkað eftir það, hér heima sem í Evrópu. Í dag fæst skyr frá fáum framleiðendum: MS er langstærsti framleiðandinn og er óhrært skyr frá KEA líklega enn „góða gamla skyrið“, en í aðrar skyrafurðir (og sérstaklega í skyr.is) eru notaðir jógúrtgerlar og skyrið örsíað („ultrafiltration“). Arna í Bolungarvík hefur sett á markað „pokaskyr“ sem er framleitt er eftir hefðbundnum aðferðum, laktósafrítt. Erpsstaðir framleiða

„sveitask y r“ sem fer nákvæmlega eftir lýsingunni af hefðbundnu skyri og hefur verið vinsælt – en magnið er takmarkað. Bióbú framleiðir svo lífrænt pokaskyr en veltir ekki skyrþéttinum. Útrás Fyrir rúmlega 10 árum var markaðurinn fyrir skyr í nágrannalöndum kannaður og sérstaklega möguleikarnir á því að semja um notkun uppskriftar MS gegn prósentu af sölunni („royalties“). Ástæðan fyrir því var að markaðurinn í ESB var lokaður fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir, sem voru útilokaðar frá EFTA samningnum. Þetta tókst með ágætum og samið var við mjólkurbú í Danmörku, Thiese Mejeri, sem í dag er lífrænt vottað, og fleiri fylgdu í kjölfarið. Sömuleiðis var samið við Q-meieri í Noregi og nú fæst MS-skyr einnig í Bretlandi (skyr er líka flutt út frá Íslandi til Finnlands og Sviss). Í Bandaríkjunum er Siggi‘s skyr vinsælt í heilsubúðum og Whole Food

Skyr frá Q-meieri "original Icelandic Skyr cultures".

Allt um hátíðamatinn

auglysingar@frettatiminn.is gt@frettatiminn.is | 531 3300

Matartíminn Slow Food Reykjavík kynnti hefðbundið íslenskt skyr frá Erpsstöðum á sýningu "Slow Cheese" í september 2015 sem var svo vinsælt að það seldist upp eftir 2 daga.

og MS er þegar byrjað að selja skyr í Bandaríkjunum, í samstarfsverkefni við Icelandic Provisions - í mörgum heilsubúðum. Erfitt er að finna nákvæmar tölur um stærð markaðarins fyrir íslenska skyrið, einfaldlega vegna þess að minnst er um beinan útflutning að ræða, en talað er um markað sem nemur um 70 milljónum evra (The Guardian). Vinsældirnar virðast fylgja vinsældum landsins hjá ferðamönnum. Það tók ekki langan tíma fyrir Adam að finna að hann var ekki einn í Paradís: Þar sem ekki hafði verið sótt um vernd vöruheita og þar sem heitið „skyr“ er almenns eðlis, ekki í eigu MS og ekki hægt að vernda (nema í Noregi og Finnlandi) voru dyrnar opnar fyrir risana í mjólkuriðnaðinum að framleiða „íslenskt skyr“ og auglýsa með sterkri tilvísun til Íslands. Sumarið 2015 tóku þeir Íslendinga í bólinu og dansk-sænska fyrirtækið Arla réðst inn í breska markaðinn með sitt „skyr“. Þá breiddist misskilningurinn út, því Arla skyrið er ekki frekar skyr en MS skyrið, sem flokkast undir jógúrt en ekki undir ost. „Gamla góða skyrið“ Árið 2011 gaf Matís út skýrslu um „Sérstöðu hefðbundins skyrs“ (Þóra Valsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson) og þar kemur fram að það hefur raunverulega sérstöðu, sérstaklega þegar örveruflóran er skoðuð. Þessi rannsókn var notuð af Slow Food hér á landi til að sækja um svokallað „Presidia“ hjá Slow Food Foundation for Biodiversity. Sérstaða skyrsins er þá viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi, og um leið viðurkennist að hefðbundið skyr hefur átt undir högg að sækja. Lýsing á hefðbundnu skyri hefur verið unnin af framleiðendunum, Matís og sérfræðingum Slow Food á grundvelli reglugerðarinnar og rannsókna. Þessari lýsingu svipar mjög til þeirrar sem þarf að vinna til að sækja um vernd vöruheita í Brussel, og fá þannig upprunavottun eins og PDO (Protected Designation of Origin) eða PGI (Protected Geographical Indication) eins og Champagne eða Gorgonzola. Skyr var tekið í Slow Food Presidia sumarið 2015. Ef litlar líkur eru á því að hægt verði að vernda alþjóðlega heitið „skyr“, því það samræmist ekki hagsmunum MS, er kannski ein leið til að varðveita okkar arfleið: Að vernda heitið „Traditional Icelandic skyr“ – hefðbundið íslenskt skyr, gamla góða skyrið.


mikið úrval fallegra legsteina á mjög góðu verði fylgihlutir fylgja ekki með

Getum enn afgreitt legsteina fyrir jól

NR. 116-5 VERÐ KR. 209.000

NR. 104 SHANXI BLACK VERÐ KR. 325.900

NR. 2042 VERÐ KR. 178.900

NR. 113 PARADISO VERÐ KR. 285.900

NR. 2021 VERÐ KR. 294.900

STÆRÐ H. 27 CM. BR. 30 CM.

NR. 118 PARADISO VERÐ KR. 305.900

NR. 2006 AURORA VERÐ KR. 245.900

NR. 2046 VERÐ KR. 251.900

GÆLUDÝR ASTEINAR

NR. GS-1002 VERÐ KR. 589.000

VERÐ KR . 79.900,INNIFALIN ÁLETRUN.

ÁLETRUN OG UPPSETNING ERU INNIFALIN Í OKKAR VERÐUM

ÞARF AÐ ENDURNÝJA LETRIÐ Á STEININUM?

FYR IR EFTIR

GR ANÍTHÖLLIN TEKUR AÐ SÉR AÐ HREINSA OG ENDURMÁLA LETUR Á LEGSTEINUM. EINNIG TÖKUM VIÐ AÐ OKKUR AÐ RÉTTA AF LEGSTEINA SEM ERU FARNIR AÐ HALLA.

BÆJARHR AUNI 26, HAFNARFIRÐI

SÍMI 555 3888 GR ANITHOLLIN.IS

Með fyrirvara um prentvillur og uppseldar vörur.

Akstursgjald bætist við utan höfuðborgarsvæðisins


26 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið)

Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Janúarsýningar komnar í sölu!

Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn

Lau 17/12 kl. 13:00 22.sýn Sun 18/12 kl. 13:00 23.sýn Mán 26/12 kl. 13:00 24.sýn

Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s

Lau 14/1 kl. 13:00 26. sýn Sun 15/1 kl. 13:00 27. sýn Lau 21/1 kl. 13:00 28. sýn

Sun 11/12 kl. 13:00 21.sýn Sun 8/1 kl. 13:00 25. sýn Sun 22/1 kl. 13:00 29. sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar

Njála (Stóra sviðið)

Mið 7/12 kl. 20:00 Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s. Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar.

Jólaflækja (Litli salur)

Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 4/12 kl. 15:00 Aukas. Lau 3/12 kl. 15:00 Aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Bráðfyndin jólasýning fyrir börn

Lau 17/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 18/12 kl. 13:00 Aukas. Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas.

Brot úr hjónabandi (Litli salur)

Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs.

Jesús litli (Litli salur) Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Margverðlaunuð jólasýning

Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn

GOTT UM HELGINA

„Social Iceland – gathering“ „Do you ever feel like it is hard to follow a conversation in Icelandic? Do you sometimes feel like you never get to speak Icelandic to anyone and when you have the chance you don´t know what to say? Everyone will be given the opportunity to talk in Icelandic providing a safe environment, where everyone can make mistakes and get help with their pronunciation, without everyone switching to English immediately.“ Where? JCI House, Hellusund 3 When? Today at 20 o’clock How much? 500 kr.“

Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn Mán 26/12 kl. 20:00 aukas.

Salka Valka (Stóra svið)

Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross

Berndsen og One Week Wonder á Húrra Nostalgíu tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen spilar ‘80 synthapop með hljómsveitinni One Week Wonder á Húrra í kvöld. Berndsen mun bjóða upp á grípandi melódíur og lofar stuði. Hljómsveitin One Week Wonder ætlar að gefa smakk af væntanlegri smáskífu sinni sem mun vera frumburður sveitarinnar. Gestir hvattir að mæta í dansskónum til að taka nokkur góð spor. Hvar? Húrra Hvenær? Í kvöld klukkan 20 Hvað kostar? 1500 krónur

Mávurinn (Stóra svið) Mið 4/1 kl. 20:00 Aðeins þessi eina sýning

Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum

Djöflaeyjan (Stóra sviðið)

Fös 2/12 kl. 19:30 28.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 29.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!

Maður sem heitir Ove (Kassinn)

Lau 3/12 kl. 19:30 30.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 31.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!

Horft frá brúnni (Stóra sviðið)

Líka fyrir feimna byrjendur

Jólin byrja með jólapub-quiz á Kaffihúsi Vesturbæjar

Ingólfssvell opnar

Salsakvöld fer fram á veitingastaðnum Sólon veitingastað í kvöld. Allir eru velkomnir, bæði þeir sem vilja dansa en einnig þeir sem vilja spjalla. Ekki er nauðsynlegt að hafa félaga með til að mæta né nokkra dansreynslu. Salsakvöldin eru rómuð fyrir afslappað og þægilegt andrúmsloft og tekið er sérlega vel á móti byrjendum. Hvar? Sólon veitingastaður Hvenær? Í kvöld kl. 19.30 Hvað kostar? 500 kr.

Kaffihús Vesturbæjar ætlar að byrja jólin snemma og bjóða upp á jólapupquiz-i í kvöld. Spurningarnar tengjast flestar jólunum, kaffihúsum og Vesturbænum. Dj-Berglind Jólafestival ætlar að sjá um að það sé stuð og gaman fyrir gesti kaffihúsins með ljúfum tónum. Piparkökur í boði. Hvar? Kaffihús Vesturbæjar Hvenær? Í kvöld klukkan 20.30 Hvað kostar? Ekkert nema góða skapið

Nú er jólamánuðurinn genginn í garð og þá er kominn tími á skautasvellið á Ingólfstorgi. Borgarbúar eru hvattir til að nýta tækifærið til að vera þeir fyrstu sem nýta sér svellið, fá sér kakó og hlusta á jólatónlist. Jafnvel besta leiðin til að byrja jólamánuðinn. Hvar? Ingólfstorg Hvenær? Opnar í kvöld klukkan 20 Hvað kostar? 990 krónur klukkutíminn

Sun 4/12 kl. 19:30 Lokasýn Sun 11/12 kl. 19:30 aukasýn Sýningum lýkur í desember

Óþelló (Stóra sviðið) Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Mán 26/12 kl. 19:30 Hátíðarsýning

Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn

Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn

Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) | midasala@leikhusid.is Lau 3/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 14:30 Lau 10/12 kl. 14:30 Lau 17/12 kl. 14:30 Sun 4/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 14:30 Sun 11/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.

Bylting á Þjóðminjasafninu

Fjarskaland (Stóra sviðið)

Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!

Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)

Pétur og úlfurinn á Borgó

Lau 3/12 kl. 15:00 Lau 14/1 kl. 15:00 Lau 14/1 kl. 13:00 Lau 21/1 kl. 13:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.

Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið) Fim 1/12 kl. 19:30 35.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)

Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember!

Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 15:00

leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

Hin sívinsæla brúðusýning Bernds Ogrodnik um Pétur og úlfinn verður í Borgarbókasafninu Sólheimum. Verkið byggir á tónlist og söguþræði rússneska tónskáldsins Sergei Prokofief en Bernd gerir brúðurnar og stýrir þeim af sinni alkunnu snilld. Enginn aðgangseyrir en vegna mikils áhuga er nauðsynlegt að tryggja sér miða á sýninguna. Þá má nálgast í Borgarbókasafninu Sólheimum. Hvar? Borgarbókasafnið, Sólheimum Hvenær? Í dag kl. 17 Hvað kostar? Enginn aðgangseyrir en tryggja þarf miða

Reykjavíkur Akademían býður í byltingu með dr. Aziz Choudry, vel þekktum aktífista og fræðimanni við McGill háskólann í Kanada sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á andspyrnuhreyfingum. Hann hefur skrifað og ritstýrt fjölda bóka um efnið. Samhliða fræðastörfunum er dr. Choudry öflugur aktífisti og situr til dæmis í stjórn samtaka verkamanna sem eru innflytjendur í Montreal. Fyrirlesturinn byggir á eigin reynslu dr. Choudry sem aktífista og rannsóknum hans á félagshreyfingum og félagssamtökum í grasrótinni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir! Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Hvar? Þjóðminjasafnið Hvenær? 16 - 17 Hvað kostar? Ókeypis


SE

HA

Imari vasar (3 stærðir) 990,- / 2.500,- / 2.900,-

Nýjar vörur frá Notre FLEX SKRIFBORÐSLAMPI TILBOÐSVERÐ Monde 10.000.-

LJÓS O Blyth borð 19.500,-

Valentina borðstofustóll (nokkur áklæði) Verð 39.000,Tilboð 29.900,-

A T

Mika borð 22.500,-

Drio stækkanlegt borðstofuborð (120/240x95cm) Verð 145.000,Tilboð 116.000,-

gerðu kósý fyrir jólin með fallegum ethnicraft húsgögnum

GUL

habitat 20% afsláttur Jólavörurnar komnar í hús Oris sófaborð 85.000,-

2016

Tripod Standlampi Verð 37.000,Tilboð 29.900,-

TRIPOD STANDLAMPI Kertalugtir OG SKERMUR TILBOÐSVERÐ Verð frá 1.390.39.600.TRIPOD GÓLFLAMPI 37.000.-

Kertaglös 1.300.-

HIVE TILB 1

CAGE LOFTLJÓ 9.500.-

Bobby borðlampi margir litir Verð 5.900,Tilboð 4.500,-

daborn leðurstóll 145.000,-

Tripod Borðlampi Verð 12.500,Tilboð 9.900,-

Bobby standlampi margir litir Verð 14.900,Tilboð 9.900,-

Icatu lugtir (2 stærðir) 2.900,- / 4.900,-

Leaf hilla (hnota) 119.000,-

Salatskál 5.900,-

YVES STANDLAMPI TILBOÐSVERÐ 19.500.UR:

2, TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGIND GI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

YVES BORÐLAM TILBOÐSVERÐ 9.500,-


28 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Stelpurnar sem bíða eftir réttu öldunni Virða sjóinn og virða sín eigin takmörk.

B

Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

rimbretta árstíðin er í fullum blóma hér á landi um þessar mundir og áhugafólk er byrjað að mæta á strendur landsins. Þrátt fyrir að nú séu öldur landsins í fullkominni hæð fyrir sportið eru margir þættir sem þarf að huga að áður en lagt er að stað. Fréttatíminn fylgdi eftir þremur konum hafa verið að spreyta sig á sporti sem er svo sannarlega ekki fyrir óþolinmóða. Ef það eru stelpur þarna úti sem langar að byrja, hverju mælið þið með fyrir þær? Vala: „Ég myndi segja þeim að tala við Ingó í Iceland Surf og fara út í með honum. Ég held að það sé lang best. Bóka sig í námskeið, hann er með bestu brettin og veit hvert á að fara með nýgræðinga.“ Maríanna: „Bara kaupa sér græjur og skella sér út í. Maður þarf bara að passa að kunna að synda og að vera ekki hræddur við sjóinn. Þá getur maður bara alveg eins verið upp í sófa.“

Keyrt á staðinn

„Þetta er algert púsluspil. Það þarf að púsla saman dagsbirtunni, vindáttinni, ölduáttinni og ölduhæðinni. Það er svolítið margt sem maður þarf að pæla í þegar maður er að ákveða hvert maður er að fara,“ segir Vala Dís Birgisdóttir

Elín: „Prófa fyrst áður en þær fara kaupa allan gírinn. Þetta er alls ekki fyrir alla.“

Gera sig til

„Ég byrja á því að skella mér í gallann, maður klöngrast í hann inni í bílnum sínum því það er svo kalt úti. Svo vaxar maður brettið sitt og gerir nokkrar upphitunaræfingar eða teygjur áður en maður hoppar síðan út í. Mér finnst gott að gera sólarhyllingu áður en ég fer út í sem er jógastaða. Sú hreyfing er mjög tengd hreyfingunum sem við notum í sjónum,“ segir Elín Kristjánsdóttir.

Farið út á strönd

„Ég leita að stöðum á ströndinni þar sem er best að fara í sjóinn. Stundum verð ég smá hrædd þegar ég sé stóru öldurnar og maður þarf stundum að finna kjarkinn til að fara út í. Maður þarf að vera slakur í þessu sporti,“ segir Elín Kristjánsdóttir

Beðið eftir öldunni

„Það er hluti af þessu að fara margar fýluferðir í Þorlákshöfn. Þetta er svo góður hópur að það er alltaf stemning sama hvað gerist. Maður fer og situr lengi í bílnum og bíður og bíður eftir að vindurinn snýst. Það eru alveg dagar sem maður getur ekki beðið eftir að komast í sjóinn,“ segir Vala Dís Birgisdóttir

Donna Cruz

Í sjónum

í viðtali á föstudaginn & margt fleira skemmtilegt...

alla föstudaga

Maríanna Þórðardóttir: „­Maður verður háður þessu. Þetta gefur þér svo mikla orku að fara út í náttúruna og sjóinn. Það er endurlífgandi að finna kraftinn.“ Elín: „Það þarf að virða sjóinn og virða sín eigin takmörk.“


Gjafakort

Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stund í jólagjöf! Sérstök jólatilboð Úti að aka Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir

9.950 kr.

Ljúffengt leikhúskvöld Gjafakort fyrir tvo ásamt leikhúsmáltíð fyrir sýningu eða í hléi 12.950 kr.

Blái hnötturinn Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisla– diskur með tónlistinni

10.600 kr.

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is


30 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 1. desember 2016

Eina sem getur gert Charles Dickens betri eru Prúðuleikararnir Uppáhalds jólamynd til að komast í rétta jólaskapið. „Áhugi minn á Prúðuleikurum hefur aukist til muna eftir ég las ævisögu Jim Henson. Allt sem kemur nálægt Prúðuleikurunum, eða Jim Henson, er frábært, maðurinn var algert séní. Viðhorf hans til lífsins eru mikill innblástur. Blanda af alúð við sköpunarverkið sitt og svo þráhyggja sem lýsir sér svo vel í viðhorfum hans til lífsins sem eru meðal annars að gleðja aðra. Atorkan hans og trú á sjálf-

Pöndu­ lakkrísinn líka.

um sér er innblástur fyrir vinnuna mína sem myndlistarmaður,“ segir Davíð Örn Halldórsson, myndlistarmaður, um uppáhalds jólamynd sína. Jólasaga eftir Charles Dickens með Prúðuleikurunum er uppáhalds jólamynd Davíðs og segir hann að sú saga hafi alltaf fylgt jólum sínum. „Þetta er frábær saga og eina sem getur gert Charles Dickens betri eru Prúðuleikararnir.“ Margar myndir komu í hugann hjá myndlistarmanninum þegar hann var að ákveða lokasvar sitt en engin mynd átti séns í Prúðuleikarana: „Það eru fleiri myndir sem

maður tengir við hátíðarnar, sem dæmi Trading places eða Die Hard sem hafa lauslegar tengingar um jólin en mitt sjónvarpsgláp er ekki oft þematengt eða árstíðarbundið. En Jólasaga eftir Dickens er stór hluti af jólahefðinni. Þetta var lesið fyrir mann sem barn og svo á ég mjög fallega myndskreytta bók sem ég fékk í jólagjöf einhvern tímann. Það eru til 100 útgáfur af þessari mynd og þessari sögu en Prúðuleikararnir og Jólasaga er uppáhalds jólamyndin mín.“ | hdó Myndlistarmaðurinn að íhuga jólin.

Mynd | Rut.

Ef þú varst að velta því fyrir þér þá er Skitles vegan.

Hrískökur Sollu með dökku súkkulaði inni­ halda engar mjólkur­ afurðir.

Nammi fyrir þá sem eru vegan Í Californiu rúsínunum frá Góu eru engar mjólkurafurðir.

Sirius konsum súkkulaðið. Bæði 56%, 70% og appelsínusúkkulaðið.

Tyrkisk Líklega eru flestir sammála um Peber að ákveðið vegan-æði hafi gripið brjóstsyk­ um sig meðal Íslendinga. Einurinn klass­ hverjir vilja meina að líf þess íski er sem er vegan geti verið dálítið vegan. snúið enda oft erfitt að sniðganga mat sem ekki inniheldur dýraafurðir. En hvernig er það með nammið? Fréttatíminn tók saman nammi sem er vegan.

Ben & Jerry’s ís, meðal annars framleiddir úr möndlumjólk, PB Cookies, Chunky Monky og Chocolate Fudge Brownie eru allir vegan.

SO Delicious ísinn er búinn til úr kókósmjólk.

Björg segir allt í lagi að upplifa alls konar tilfinningar í hugleiðslu, viðbrögð og hugsanir. Mynd | Hari

Við erum ekki hugsanirnar okkar

Björg Brjánsdóttir er 23 ára flautuleikari og hugleiðslukennari. Hún byrjaði að hugleiða því hana langaði að finna róna sem hún fann þegar hún var lítil og sat ein með sjálfri sér. Hún er viss um að áhugi fólks til að leita inn á við fari vaxandi samfara kröfum um að allir eigi að vera ofurútgáfur af sjálfum sér. Öfgar ýti fólki út í að leita að friði en friðurinn byrji innra með okkur.

Bonice Rice Milk ísinn smakkast stórvel og er búinn til úr hrísmjólk.

Valdís ísinn. Sumar tegundir eru vegan.

Blaðauki um

Blaðaukijólagjafir um

jólaskraut

þann 3. desember

þann 2. desember

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310

Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

H

ugleiðslan felst í að hvíla í núinu og læra að fylgjast með hreyfingum hugans, vera til staðar með þeim hugsunum og tilfinningum sem koma upp í líkamanum hversu sinni. Ég notast við Ascension hugleiðslu þar sem notaðar eru setningar byggðar á lofi, þakklæti og kærleika. Eru ekki neitt sem að hinn þenkjandi hugur þarf að skilja og mjög aðgengilegar fyrir alla,“ segir Björg sem byrjaði að hugleiða fyrir fjórum árum, þá nítján ára, þegar hún flutti til Oslóar í tónlistarnám. Hún segir margar ástæður geta verið fyrir því að fólk byrji í hugleiðslu. „Fyrir mig var þetta algjörlega mín löngun í að finna þessa innri ró sem ég vissi að væri þarna þó ég gæti ekki alltaf upplifað hana. Man eftir því þegar ég var lítil og gat setið með sjálfri mér og verið til staðar. Ég upplifði þessa tilfinningu við og við þegar ég varð eldri, til dæmis þegar ég

spilaði tónlist eða fylgdist með náttúrunni. Mig langaði að hafa betri aðgang að þessari ró og hugleiðslan virkaði fyrir mig til þess. Nú hef ég lært hvernig er hægt að vera í núinu. Hluti af því er að átta sig á því að það er allt í lagi að upplifa alls konar tilfinningar, viðbrögð og hugsanir. Hugleiðsla snýst ekki um að ýta óróanum burt heldur býr maður til nýtt samband við hugann. Áttar sig á að við erum ekki hugsanirnar okkar.“ „Eitt af því sem hugleiðslan gefur manni er að gera manni kleift að vera til staðar hvar sem maður er og minnkar eins ákveðinn kraft sem myndast þegar við upplifum tilfinningar sem við erum ósátt við. Það er það magnaða, við getum verið til staðar, sama hvað á dynur, og það er oftast mótþróinn sem gerir okkur erfiðast fyrir. Ég að streitast á móti sorginni þegar amma mín dó gerði það miklu óþægilegra og erfiðara, í staðinn fyrir að leyfa mér að vera sorgmædd. Það má upplifa sorg og reiði, engar tilfinningar eru neikvæðar þó við merkjum þær oft þannig.“

„Ég held að áhugi fólks til að leita inn á við sé vaxandi því það eru svo miklar öfgar í dag. Við þurfum að vera ofurútgáfur af okkur sjálfum. Afköstin þurfa að vera nánast ómannleg. Þetta er að gerast á heimsvísu. Meiri öfgar á mörgum sviðum og það ýtir fólki í að leita að friði og friðurinn byrjar innra með okkur. Einhvers staðar las ég grein um að ofbeldishegðun barna hefði minnkað þegar þau voru látin hugleiða í skólanum. Ég held að ef allir myndu forgangsraða innri frið og leyfa samkennd að vera ríkjandi, gæti það komið í veg fyrir stríð. Auðvitað er það útópísk hugsun en það gæti alveg gerst.“ Björg heldur hugleiðslunámskeið helgina 9. til 11. desember ásamt norskum kollega sínum og vonast til að sjá sem flesta. „Við hittumst í þrjá tíma á föstudeginum, fyrsti tíminn er frír þar sem fólk getur kynnt sér hvað við munum gera á námskeiðinu. Síðan verður það frá 11 - 17, laugardag og sunnudag.“


GOTT Í MATINN

Ódýrt Ef þú átt grænmeti og egg inni í ísskáp skaltu búa þér til bragðgóða ommilettu. Byrjaðu á því að steikja grænmetið og þegar það er tilbúið skaltu skella nokkrum þeyttum eggjum á pönnuna. Ekki skemmir fyrir að strá osti yfir ef vel liggur á þér.

Vegan Búðu þér til salat úr góðu grænmeti: Tómötum, gúrkum, basilíku og káli. Skelltu maísstönglum inn í ofn og rífðu niður sætar kartöflur með rifjárni og hitaðu í ofninum. Taktu út og sjá! Dýrindissalat sem er á leið í magann á þér.

Árstíðarbundið Nú er tími bláskeljarinnar sem hægt er að matreiða með einföldum hætti. Skelltu bláskeljunum í pott, settu lok á og eldaðu þær í eigin vökva. Ekki þarf að bæta við nema dálitlu af hvítlauk, smjöri eða olíu til að vera kominn með bragðgóðan rétt sem tilvalinn er með ristuðu brauði og kryddsmjöri.

Með eða á móti… Læra alla nóttina fyrir próf

Elín Björnsdóttir Ég hef engin ákveðin eða réttlætanleg svör fyrir því af hverju mér finnst svo gott að læra á þessum tíma en einhvern veginn hrekk ég alltaf í lærdómsgírinn upp úr kvölmatarleytinu og hugurinn þeysir áfram langt fram á rauða nótt.

Bjarni Lúðvíksson Ef ég á eftir að læra mikið kvöldið fyrir próf þá loka ég bókunum, teygi úr tásunum og sannfæri sjálfan mig um að ég eigi það skilið.

Ásdís Rósa Hafliðadóttir Þú ert væntanlega í námi til að læra og ég held að það sitji lítið sem ekkert eftir eftir „all nigther“ – það þarf að ná að melta allt það sem búið er að lesa og ég held að svefninn hjálpi til með það.

Sígildar flíkur úr sögunni. Ný föt sem sækja í arfleifðina. 90 ára afmælislína 66°Norður er komin í verslanir.

Á tökustað klæðist Heiðar Logi Kríu jakka og húfukollu. Afmælislínan er fáanleg í takmörkuðu upplagi í verslun okkar á Laugavegi, í Kringlunni og í vefverslun.

66north.is

Ft 01 12 2016  

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you