Brudkaup 04 2014

Page 6

brúðkaup

6

Helgin 17.-21. apríl 2014

Morgungjöf er skemmtileg hefð M

orgungjöf er gömul og skemmtilegt hefð. Í aldanna rás hefur tíðkast að brúðgumi gefi brúði sinni morgungjöf. Talið er að siðurinn sé upprunninn frá Grikkjum og Rómverjum. Áður fyrr var morgungjöfin séreign brúðarinnar og átti að tryggja framfærslu hennar ef brúðguminn félli frá og mátti hann sjálfur ekki ráðstafa henni. Nú eru tímarnir breyttir og algengt að makar gefi hver öðrum morgungjafir. Oft er gjöfin afhent morguninn eftir brúðkaupið en sumir geta einfaldlega ekki beðið og skiptast á gjöfum að kvöldi brúðkaupsdagsins. Það getur verið svolítið snúið að velja gjöfina, geyma hana og koma á næturstað þannig að makinn sjái ekki til og því um að gera að fá hjálp við laumuspilið svo gjöfin komi á óvart. Algengt er að konur fái skartgrip í morgungjöf og jafnvel demantshring sem passar við giftingarhringinn. Hér á landi er algengt að gefa körlum vandað armbandsúr. Mikilvægt er að hafa í huga að vanda valið og gefa gjöf sem makann virkilega langar í og getur átt alla ævi og jafnvel látið ganga til afkomenda eftir sinn dag.

Mikilvægt er að vanda valið á morgungjöfinni svo hún endist alla ævi.

KYNNING

www.gullsmidjan.is

Fallegt fyrir veisluna

Brúðarförðun Gott er að undirbúa húðina vel fyrir stóra daginn. Ég mæli með Visionnaire serumi, það gefur fallegan húðljóma og dregur saman opnar húðholur.

Bæjarlind 6, sími 554 7030

www.rita.is

Ríta tískuverslun

Ert þú búin að prófa ?

Keratin Oil sjampó og næring Styrkir náttúrulegt keratin prótín hársins. Eykur sveigjanleika og styrk hársins og minnkar líkur á sliti, klofnum endum og skemmdum vegna burstunnar og notkunar hitatækja.

Augu: Fyrst set ég augnskugga-primer á allt augnlokið, alveg upp undir augabrún, til að skugginn sitji betur (hann er væntanlegur í búðir innan skamms). Við þessa brúðarförðun nota ég fallega brúntóna Hypnôse pallettu, ST 7, með fimm augnskuggum. Nota lit nr. 2 sem er ljós mattur yfir allt augnlokið, svo fer litur nr. 1 mattur brúnn yfir neðra augnlokið. Gott er að byrja við ytri augnkrók og milda litinn niður að innri augnkrók. Til að fá meiri dýpt nota ég lit nr. 4 djúp brúnan í glóbuslínuna og blanda honum vel upp á við. Til að fá opnara og bjartara augnaráð nota ég lit nr. 5 fallegan gylltan á miðju augnloksins. Við neðri augnlínu nota ég lit nr. 3, þó ekki alveg inn í augnkrókinn. Ég lýsi upp innri augnkrók með lit nr. 2. Í eyeliner línuna nota ég

Artliner nr. 1, fullkominn í brúðarförðun. Að lokum Hypnôse Doll Eyes WP maskari sem þéttir og gefur fullkomna lyftingu. Gott að hreinsa núna ef eitthvað hefur hrunið niður af augnskuggum. Augabrúnir: Le crayon sourcils nr. 20 er frábær til að móta og fylla upp í. Farði: Nauðsynlegt er að nota góðan farðaprimer. Visonnari Blur er fullkominn í þessa förðun, ég ber hann á allt andlitið, því hann gefur fallegan ljóma og virkar eins og photoshop. Teint Miracle nr. 1 varð fyrir valinu því að hann hylur án þess að vera of mikill, gefur fullkominn ljóma og er hinn fullkomni farði. Ég ber farðann alltaf á með farðabursta nr. 2, farðinn verður svo miklu fallegri. Til að fá ljómann í kringum augun er Teint Miracle penninn frábær, hann er allt í einu; ljómi,

hyljari, augnkrem. Allt sem við þurfum til að fríska upp á augun. Frábært er að hafa hann í veskinu því tvær smellur af honum undir augun, sem dreift er með fingrinum upp á við, heldur þér ferskri allan daginn. Kinnar: Starbronzer nr. 3 mattsólarpúður létt yfir ennið og niður á kinnbein. Fallegt að setja niður á bringuna líka. Blush Subtil nr. 3 bleiktóna kinnalitur settur á eplin. Til að finna eplið er bara að brosa. Bleikir og ferskju tónaðir kinnalitir eru alltaf vinsælir fyrir brúðarförðun. Ég vel lit eftir hvaða varalitur verður fyrir valinu, ef hann er bleikur vel ég bleikan tón. Varir: Rouge in Love nr. 232 Rose mantic, mildur bleikur litur sem helst vel á allan daginn, bæti Lip Lover glossinum yfir til að fá fallegt endurkast á varirnar og næringu .

Förðun: Kristjana Guðný Rúnarsdóttir. Módel: Sólrún Reginsdóttir. Hár: Theódóra Mjöll Skúladóttir. Smá ráð til ykkar yndislegu brúðir, eigið þið yndislegan dag Kveðja Kristjana Guðný, Nma Lancôme.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.