Page 1

JÓLABÓKAFLÓÐIÐ Fimmtudagur 1. desember 2016

ÍSLANDSMET Í ÚTGÁFU SKÁLDVERKA

Fjölbreytt bóka­útgáfa fyrir jólin 2

KRISTÍN STEINS Í SLÓVENÍU

Rithöfundur á ­faraldsfæti

Skriftir og sinfóníur

8

HVAÐ Á AÐ LESA?

Þekktir Íslendingar skoða jólabækurnar 10

Arngunnur Árnadóttir, fyrsti klarínettuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu. Mynd | Rut

Frábærar bækur í jólapakkana! Hér stígur hver snillingurinn á fætur öðrum fram í sviðsljósið og útkoman er sprenghlægileg!

Flugsaga mannkyns frá upphafi með ágripi af flugsögu Íslands. Áhugaverð bók eftir Örnólf Thorlacius fv. rektor og sjónvarpsmann.

Einstakar endurminningar, sneisafullar af skemmtilegum atburðum, m.a. óborganlegri frásögn af hinum eina og sanna Gústa guðsmanni.

Allt um feril Lars, hugmyndafræði hans, starfsaðferðir, samstarfið við Heimi, landsleikina undir þeirra stjórn fram að EM og margt fleira.

Sagnameistarinn Sigurður Sigurðarson segir hér gamansögur af prestum, stjórnmálamönnum, læknum, sjúklingum og skepnum.

Bráðskemmtilegar sögur af uppátækjum Héraðsmanna sem Jón Kristjánsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson hafa matreitt á snilldarlegan hátt. Sannkallaðir gullmolar að austan!

Tvímælalaust barnabókin í ár, stútfull af skemmtilegum leikjum og þrautum. Svo leynast í henni stansaðar grímur og því geta börnin leikið atriðin úr bíómyndinni!

www.holabok.is


2 JÓLABÓKAFLÓÐIÐ

Ragnar til ­Portúgals Portúgalska forlagið 20/20 (Top­ seller) hefur tryggt sér réttinn á Snjóblindu og Náttblindu eftir Ragnar Jónasson. Hann bætist þar í fríðan flokk höfunda á borð við James Patterson, Paulu Hawkins, Söru Blædel og fleiri. Það er skammt stórra högga á milli hjá Ragnari en Fréttatíminn greindi frá því fyrir skemmstu að japanska risaútgáfan Shogakukan hefði tryggt sér réttinn á tveimur glæpasögum Ragnars Jónasson­ ar til viðbótar við Snjóblindu sem kemur út nú í janúar þar í landi. Þá var hann að senda frá sér nýja glæpasögu hér á landi, Drunga, sem hlotið hefur afar góðar við­ tökur lesenda og gagnrýnenda. Þá má geta þess að hann var í vikunni í London að funda með fram­ leiðendunum On the Corer Film sem hafa tryggt sér sjónvarps­ réttinn að Siglufjarðarser­ íunni hans. Á uppleiðRagnar Jónasson nýtur sívaxandi vinsælda sem spennusagnahöfundur úti í heimi. Mynd | Hari

FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016

Íslandsmet í útgáfu íslenskra ­skáldverka Færri titlar eru gefnir út fyrir þessi jól en síðustu ár, að sögn Bryndísar Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is

Þ

etta eru áberandi mikil skáldverkajól. Það eru 65 frumútgefin íslensk skáldverk í Bókatíð­ indum, sem er nýtt Íslandsmet. Það er líka fjölbreytt úrval af fræðibókum og það ættu allir að finna eitthvað innan síns áhugasviðs. Þetta tvennt einkennir jólabókaflóðið í ár,“ segir Bryn­ dís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Þá er aukning í útgáfu mat­ reiðslubóka í ár eftir að þeim hafði fækkað verulega síðustu ár, að sögn Bryndísar. Það voru til dæmis frekar fáar slíkar í jólabóka­ flóðinu í fyrra. Nú má hins vegar finna töluvert af matreiðslubókum í Bókatíðindum, og grænmetis- og heilsuréttir koma þar sterkir inn. „Í heildina eru færri titlar í Bókatíðindum í ár heldur en í fyrra en það er enginn sjáanlegur stór samdráttur neins staðar. Þetta bara tínist til, færri eintök hér og þar. Það er ekki hægt að segja að ljóðið sé að hverfa eða neitt slíkt.“

Ungmennabók verðlaunuð

Bryndís segir það hafa gætt misskilnings í umræðunni að fáar unglingabækur komi út fyrir þessi jól. „Við erum með tvo flokka í Bókatíðindum, annars vegar barnabækur og hins vegar ung­ mennabækur. Það er okkar tilraun til að finna íslenska þýðingu á því sem heitir „young adult“ á ensku og er í raun efsti bekkur grunn­ skóla og framhaldsskólaaldurinn, en auðvitað eru þetta bækur sem allir geta lesið sem vel eru læsir. Erlendis hefur þessi flokkur verið í töluverðum vexti, hann er tiltölu­ lega nýr hjá okkur og er að fara af stað. Þetta er þriðja árið sem við tökum þetta saman sem flokk og við vonumst til að sjá vöxt, þrátt fyrir að þetta sé fámennur hópur. Það var einmitt slík bók, Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngríms­ son, sem fékk barna- og unglinga­ bókmenntaverðlaun Norðurlanda­ ráðs í ár.“ Bryndís segir frábært að íslenskur höfundur hafi fengið þessi verðlaun og vonast til þess að fleiri íslenskir höfundar feti í fót­ spor Arnars og skrifi áhugaverðar bækur fyrir þennan aldur.

2016

Geym i d Bók askr á n a. Hún gæti ko m i d s é r ve l þeg a r ve lja á bók.

Bókatíðindi ættu nú að hafa ratað inn á hvert heimili

Tilnefningar kynntar

Í dag, fimmtudag, verður svo kynnt hvaða bækur hljóta tilnefn­ ingar til Íslensku bókmenntaverð­ launanna. Um er að ræða þrjá flokka; barna- og ungmennabæk­ ur, fagurbókmenntir og fræðiritog bækur almenns eðlis, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. „Þetta eru því fimmtán

Bryndís segir alla eiga að geta fundið bók innan síns áhugasviðs í jólabókaflóðinu í ár.

bækur sem dómnefndir hafa leg­ ið yfir síðustu vikur, til tilnefn­ inga. Þannig það er mikil spenna hjá útgefendum og höfundum núna. Þessi tilnefningarmiði sem bækurnar fá skiptir miklu í sölu. Hann hjálpar til að vekja athygli á bókum sem kannski fara ekki hátt fram að tilnefningu, en stundum er auðvitað um að ræða augljósa kandídata,“ segir Bryndís.

Jólabækur barnanna Nýjasta bókin í ævintýrasafni Val Biro Ævintýrin í þessari bók hafa heillað hverja kynslóð barna á fætur annarri frá því þau birtust fyrst í bókinni Sögur frá liðnum tíma sem Charles Perrault gaf út árið 1697. Sögurnar eru: Þyrnirós, Stígvélaði kötturinn, Rauðhetta, Froskar og gimsteinar, Öskubuska, Sjömílnaskórnir, Óskirnar þrjár.

Fjórða sagan í bókaflokknum um Arngrím apaskott og vini hans. Fyrri bækurnar hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is


R B ÓK I N U N N I F A Ú Þ SK I SLÓ

I F Á

Allar nýjustu bækurn ar

AFGREIÐSLUTÍMAR Í DESEMBER Fimmtudagur

1. des.

10–18

Föstudagur

2. des.

10–18

Laugardagur

3. des.

11–17

Sunnudagur

4. des.

11–17

Mánudagur

5. des.

10–18

Þriðjudagur

6. des.

10–18

Miðvikudagur

7. des.

10–18

Fimmtudagur

8. des.

10–18

Föstudagur

9. des.

10–18

Laugardagur

10. des.

11–17

Sunnudagur

11. des.

11–17

Mánudagur

12. des.

10–18

Þriðjudagur

13. des.

10–18

Miðvikudagur

14. des.

10–18

Fimmtudagur

15. des.

10–19

Föstudagur

16. des.

10–19

Laugardagur

17. des.

11–19

Sunnudagur

18. des.

11–19

Mánudagur

19. des.

10–19

Þriðjudagur

20. des.

10–19

Miðvikudagur

21. des.

10–19

Fimmtudagur

22. des.

10–19

Föstudagur

23. des.

10–19

Laugardagur

24. des.

lokað

Sunnudagur

25. des.

lokað

Mánudagur

26. des.

lokað

Ð

Gleðileg bókajól

JÓL A DAGA TA

L:

EIN N HEPP IN N V IÐSK IP TAV IN U R Á DAG FÆR GJÖF I N N PÖ KKUN A R BO RÐ

ÓK E Y P F Y LG IS M ER K I M IR HV E R R I I ÐI B ÓK

NÆG BÍL A STÆÐI OG HEI T T Á K ÖN N U N N I

ÞÚSUNDIR TITLA FRÁ ÖLLUM HELSTU ÚTGEFENDUM LANDSINS – Á FORLAGSVERÐI

Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | 101 Reykjavík | Sími: 575-5636


4 JÓLABÓKAFLÓÐIÐ

FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016

Aldrei betri bækur! Norðurlandameistari hjá Sögum útgáfu Unnið í samstarfi við Sögur útgáfu

Þ

Ingvi Þór ­Kormáksson

Arnar Már ­Arngrímsson

að er sannarlega engan bilbug á okkur að finna,“ segir Tómas Hermannsson, útgefandi hjá Sögum útgáfu, fyrir þessi jól. „Fólk er að tala um að bókin eigi undir högg að sækja, en leiðin til að verjast er auðvitað bara ein: Að gefa út betri bækur. Og það er okkar leið, eins og sjá má af því að einn okkar höfunda, Arnar Már Arngrímsson, fékk á dögunum Norðurlandaráðsverðlaun í flokki barna- og unglingabóka. Þau verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir hann, en líka hvatning fyrir okkur að gefa út enn betri bækur og það höfum við gert. Ég get fullyrt að útgáfan hjá okkur hefur aldrei verið öflugri!“

Níunda sporið

Sölvasaga ­unglings

Atburðir sem hendir tvo drengi í friðsælu sjávarþorpi á Vesturlandi hefur óhugnanlegar afleiðingar áratugum síðar. Mögnuð og spennandi saga um hefnd, fyrirgefningu og dularfull dauðsföll.

Handhafi unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Sagan segir frá unglingnum Sölva sem hefur nýlokið við skólaskylduna. Hann á í erfiðleikum með samskipti við aðra og flýr gjarnan inn í heim internetsins. En hann hefur áhuga á orðum og hið taktfasta form rappsins verður honum tæki til að nota þessi orð til að tjá sig.

Stefán Máni

Ólafur Haukur ­Símonarson

Svartigaldur

Orri Harðarson Endurfundir

Þegar harðnar á dalnum stíga harðjaxlar fram. Hörður Grímsson lögreglumaður í miklum darraðardansi við ill öfl. Þegar alþingismaður er stunginn til bana á Austurvelli snýst tilveran á haus. Það sem í upphafi virðist vera einfalt morðmál breytist smám saman í óreiðukennda martröð sem engan endi ætlar að taka. Stefán Máni hefur aldrei verið betri, spennan aldrei grimmari.

Orri sló í gegn með bók sinni Stundarfró fyrir tveim árum. Nú fylgir hann bókinni eftir með stórfínni sögu um ungan mann sem rennur til á hálum brautum ástarinnar í New York og leitar þá heim til Akraness, þar sem ástríðurnar eru engu síðri en í stórborginni. Næmi, hlýja og húmor einkenna sögu Orra sem er sannarlega kominn framarlega á skáldabekk með þessari bók.

Guðrún ­Guðlaugsdóttir

Í hörðum slag Íslenskir blaðamenn II Blaðamennskan var aldrei meira spennandi en á síðari hluta 20. aldar áður en tæknin tók allt yfir. Hér greina 15 þjóðþekktir blaðamenn frá reynslu sinni af blaðamennsku í áhugaverðum viðtölum Guðrúnar. Viðtölunum fylgja nýjar glæsilegar portrettmyndir Kristins Ingvarssonar af viðmælendum. Í bókinni er líka einstakur ljósmyndakafli með fréttaljósmyndum Gunnars V. Andréssonar.

Illugi Jökulsson Háski í hafi: Pourquoi ­Pas?Manndrápsveður á Mýrunum Sjóslysa- og styrjaldarsögur Illuga Jökulssonar eru að verða þjóðþekktar, enda um magnaðar frásagnir að ræða um æsilega atburði þar sem alltaf er spurning um líf eða dauða. Hér fer Illugi á kostum í magnþrunginni bók um sjóskaða á hinum viðsjálu Mýrum og einkum hinn dramatíska atburð þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi Pas? fórst og aðeins einn maður komst af.

Aukaverkanir

Spennandi og hugljúf skáldsaga um íslenskan heimilslækni sem neyðist til að endurskoða líf sitt einmitt þegar hann er að læra á snjallsíma.

Bjartmar

Þannig týnist tíminn Hinn óviðjafnanlegi Bjartmar Guðlaugsson segir sögur úr æsku sinni, að mestu sannar, segir hann sjálfur. Sprenghlægilegar sögur, kryddaðar einlægni og hlýju og næmu auga listamannsins. Bókin er prýdd fjölda skemmtilegra mynda Bjartmars, auk ljóða og söngtexta. Þessi tími týnist ekki!

Davíð Logi­ ­Sigurðsson

Ljósin á Dettifossi Örlagasaga Stríðinu var alveg að ljúka þegar þýskur kafbátur réðist af algjörri grimmd að Dettifossi á heimleið. Mögnuð og spennandi saga um mannlíf, stríð og hörmungar en einnig hetjuskap og sigra. Davíð Logi hefur unnið afrek með þessari ógleymanlegu frásögn af miklum örlögum

Ásgeir Berg ­Matthíasson og ­ Siggeir Ævarsson

Fánýtur þjóðlegur fróðleikur Bók sem bætir, hressir, kætir. Hér er kominn vænn skammtur staðreynda af því tagi sem þér datt aldrei í hug að þig langaði að þekkja – en munt síðan aldrei framar vilja vera án. Þeir Ásgeir Berg og Siggeir hafa leitað fanga á öllum sviðum íslensks samfélags og afraksturinn er þessi leiftrandi bók prýdd einstæðum teikningum eftir Bjarneyju Hinriksdóttir og José Vásquez.


JÓLABÓKAFLÓÐIÐ 5

FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016

Vögguvísurnar okkar

Ráð handa kvíðnum krökkum. Fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða

Undirleikur: Jón Ólafsson Myndskreyting: Úlfur Logason Bók sem mun kveikja ógleymanlegar stundir með börnum eða barnabörnum. Hvernig er nú aftur textinn? Og erum við örugglega að syngja rétt lag? Jón Ólafsson tónlistarmaður hefur leikið fegurstu vögguvísurnar inn á hljómfagran spilara. Yndislegar vögguvísur, gamlar og nýjar, allt frá þjóðlegum kvæðum og þulum til Megasar og Braga Valdimars. Veljið eitt af þessum fallegu lögum, ýtið á takkann og syngið með börnunum.

Íslensk þýðing: Örnólfur Thorlacius sálfræðingur og Sigrún Gunnarsdóttir Öll börn verða einhvern tíma kvíðin en hjá tíunda hverju barni fer kvíðinn úr hófi. Þetta er bók fyrir fjölskyldur þeirra barna og unglinga. Farið er yfir úrræði og leiðir til sjálfshjálpar, en allt á fræðilegum grunni. Bókin hlaut viðurkenningu félags um hugræna atferlismeðferð í Bandaríkjunum (ACBT) í flokki sjálfshjálparbóka.

Sandra B. Clausen Hjartablóð Fjötrar

Hér er komin spennandi og blóðrík saga um ástir og örlög. Fyrsta bókin í bókaflokki sem á eftir að slá í gegn. Á 16. öld fær ung sænsk stúlka ekki að eiga eina manninn sem hún elskar. Mun ástin geta brotist úr þeim fjötrum sem grimmt samfélag leggur á hana? Að lokum liggur leiðin til Íslands þar sem ný ævintýri taka við. Æsileg og sannarlega ástríðufull saga.

Júlía Magnúsdóttir

Lifðu til fulls Uppskriftir fyrir orku og ljóma Bók fyrir upptekið fólk sem vill halda í heilsuna. Henni er ætlað að einfalda leiðina að betri lífsstíl sem eykur ljóma og hamingju með hverjum bita. Mataræðið hentar allri fjölskyldunni. Allar uppskriftir eru lausar við sykur, glútein og henta vel þeim sem eru vegan, en einnig er sérkafli með kjötréttum. Bók fyrir nútímafólk.

Ragnar Freyr Ingvarsson

Læknirinn í eldhúsinu: Grillveislan Matreiðslubækur Læknisins í eldhúsinu hafa slegið rækilega í gegn. Nú kveikir hann á grillinu og ilmur af snarkandi kolum, safaríku kjöti, seiðandi sjávarfangi og glóðarsteiktu grænmeti breiðist um. Bók er bæði fyrir byrjendur og lengra komna við grillið. Frábært úrval spennandi grillrétta og ógrynni hugmynda. Bók fyrir næsta sumar en margir munu samt ekki geta stillt sig um að kveikja á grillinu þegar Læknirinn í eldhúsinu fer sínum flinku höndum um efnið.

Justin Bieber Konungur poppsins

Hann er vinsælasti söngvari heimsins á 21. öldinni. Með frábærri rödd flytur hann spennandi og skemmtilega tónlist. Enginn er eins kúl og Bieberinn. Bieber hefur heillast af Íslandi og Ísland hefur heillast af Bieber. Með frábærum myndum og líflegum texta segir þessi bók sögu Biebers frá æskuárunum í Kanada og til þessa dags. Ástin, skandalarnir, tónlistin og sigrarnir.

Illugi Jökulsson

Stjörnurnar á EM Helstu hetjurnar sumarið 2016

Camilla Läckberg Ofur Kalli

Camilla er vinsælasti reyfarahöfundur Svía. Þessi ískrandi káta barnabók hennar gefur reyfurunum ekkert eftir. Kalli virðist vera venjulegt smábarn en hann á svo sannarlega óvenjulegt leyndarmál. Frábærlega fyndin og spennandi saga um mjög óvænta ofurhetju.

Ísland sló í gegn á EM 2016. Hér er skemmtileg bók um helstu keppinauta Íslendinga, allt frá frá Ronaldo og Müller, Pogba og Harry Kane, Zlatan, Neuer o.fl.

Illugi Jökulsson

Bestu fótboltamenn allra tíma Hvor er betri, Messi eða Cristiano Ronaldo? Pelé eða Maradona? Cruyff eða Beckenbauer? Fótboltastrákar og -stelpur á öllum aldri verða að kunna skil á þessum hetjum. Bráðfjörug bók þar sem goðsagnir fyrri tíma birtast ljóslifandi og bornar saman við fótboltahetjur nútímans. Illugi Jökulsson er sérfræðingur í að skrifa lipran texta um fótbolta fyrir alla. Hér birtist saga fótboltans í öllum sínum glæsileika.

Stefán Máni og Bergrún Íris

Daprasta litla stúlka í öllum heiminum Hin ærðuverðuga og ættgöfuga hefðarprinsessa fröken Lovísa Perlufesti Bergrún Íris gerði myndirnar Stefán Máni sýnir heldur betur á sér nýja hlið í þessari lifandi og glaðlegu barnabók um dapra prinsessu. Eða er hún ekki örugglega prinsessa? Bók sem kemur sannarlega á óvart.


6 JÓLABÓKAFLÓÐIÐ

FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016

Spaugsamur Álftagerðisbróðir syngur í jarðarförum Gamansögur af Héraði, úr Skagafirði og víðar að meðal bóka í ­jólabókaflóðinu.

EM-ævintýrið gert upp Nokkrar bækur sem koma út fyrir jólin fjalla um ótrúlegan árangur íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar. Íþróttafréttamaðurinn Víðir ­Sigurðsson skrifar bókina HÚH: Ísland á EM 2016 sem skreytt er myndum frá Fótbolta.net og ­fleirum. Huginn Þór Grétarsson hjá Óðinsauga gefur út tvær bækur tengdar afrekinu mikla. Annars vegar hraðsoðna spurningabók þar sem knattspyrnuáhugafólk getur spreytt sig á hversu vel það er að sér í fræðunum. Hins vegar er um að ræða myndabók þar sem EM-ævintýrinu eru gerð afar góð skil. Myndabókin er bæði með íslenskum og enskum texta og getur því náð víðar en til hérlendra aðdáenda. Að síðustu ber að geta bókar-

innar Aldrei vekja mig: Sagan um íslenska EM-drauminn sem sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason skrifar. Sölvi hefur, sem kunnugt er, lengi fylgt landsliðinu eftir og frumsýndi fyrr á árinu heimildarmyndina Jökullinn logar þar sem undankeppninni voru gerð skil. Nú fjallar hann um lokakeppnina og sína upplifun af henni. Þá má einnig minnast á barnabókina Henri og hetjurnar eftir Þorgrím Þráinsson þar sem sögusviðið er EM í Frakklandi og íslenska landsliðið. Þorgrímur var, sem kunnugt er, innsti koppur í búri hjá liðinu og skilar stemningunni eflaust beint til ungu kynslóðarinnar.

G

amansögur hafa jafnan notið mikilla vinsælda hér á landi og ár hvert má finna ófáar slíkar í jólabókaflóðinu. Til að mynda kemur út fyrir þessi jól fimmta bókin úr röðinni Skagfirskar skemmtisögur sem Björn Jóhann Björnsson tekur saman. Það er bókaútgáfan Hólar sem gefur út en þar á bæ koma jafnframt út bækurnar Sigurðar sögur dýralæknis og Héraðsmannasögur. Hér grípum við stuttlega niður í tvær þeirra og byrjun á einni úr Skagafirði.

Óskar Pétursson frá Álftagerði er ekki bara góður söngvari heldur einnig maður spaugsamur, eins og öllum er kunnugt. Einu sinni var hann spurður um söng sinn. Sagðist hann syngja mest við jarðarfarir, enda væri hann kallaður „hell singer“. Aðspurður hvort mikið væri að gera í söngnum svaraði Óskar: „Ja, það er reytingur og verður áfram. Ég var uppi á elliheimili um daginn að kanna lagerstöðuna!“

Svo kemur hér ein úr Héraðsmannasögum sem þeir Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, og Ragnar Ingi Aðalsteinsson tóku saman:

Eiríkur Eiríksson frá Dagvarðargerði í Tunguhreppi var í mörg ár bókavörður á Alþingi. Hann þótti passasamur á peninga og ekki græddu tískubúðirnar mikið á honum. Eitt sinn fór Eiríkur með vini sínum, Sverri Hermannssyni, lengi þingmanni Austurlands og ráðherra um tíma, út á Reykjavíkurflugvöll að ná í móður bókavarðarins. Þannig háttaði til að móðir hans var að koma í

fyrsta skipti á ævinni til Reykjavíkur, því hún þurfti að fara í uppskurð á Landspítalanum við alvarlegum sjúkdómi. Eiríkur átti ekki bíl og sá Sverrir um aksturinn. Ók hann meðal annars fram hjá verslun Hagkaups og hefur þá á orði við móður vinar síns að þarna fáist allt milli himins og jarðar; matvörur, bækur og kjólar svo eitthvað sé nefnt. „Kjólar!“ segir gamla konan. „Ég hef ekki eignast nýjan kjól í marga áratugi.“ „Hvaða, hvaða,“ segir Sverrir, „við tökum kóssinn á búðina og kaupum kjól eins og skot.“ Þá baðaði Eiríkur út höndunum í aftursætinu og stundi svo upp: „Mamma, mamma, eigum við ekki að láta það bíða og sjá til hvernig uppskurðurinn gengur.“

Ótrúlegt lífshlaup Jóns lærða Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, ævisaga Jóns lærða eftir Viðar Hreinsson er nú komin út.

Þ

Unnið í samstarfi við Lesstofuna

etta er mikið verk og hefur hlotið frábærar viðtökur. Fólk er mjög áhugasamt um bókina, enda er efnið spennandi og textinn skýr og lipurlega skrifaður,“ segir Þorsteinn Surmeli hjá Lesstofunni sem gefur verkið út. Að sögn Þorsteins hefur Viðar lagt markvisst stund á rannsóknir og skrif fyrir bókina síðastliðin fimm ár. „Viðar hefur þó verið með Jón á heilanum í nærri 30 ár!“ Þorsteinn segir að Jón lærði sé stór og víðfeðmur og að fleiri hliðar á honum þurfi að koma í ljós, „og svo er 17. öldin auðvitað stórmerkilegur tími í íslenskri menningarsögu,“ bætir hann við. Enda segir hann það hafa verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að vinna að bókinni. „Til að mæta metnaði Viðars fengum við svo til liðs við okkur hæfileikafólk á borð við Ragnar Helga Ólafsson sem hannaði bókverkið, sem okkur þykir gullfallegt.“

Hraktist um landið

Jón lærði var uppi á 17. öld og var sjálfmenntaður andófsmaður og fræðimaður, náttúrufræðingur, málari, tannsmiður, læknir, bóndi, sjómaður og skáld svo eitthvað sé nefnt. Jón er meðal annars þekktur fyrir að kveða niður Snjáfjalladrauginn og skrifa fyrsta náttúrufræðiritið á íslensku. Hann var sakaður um að halda galdraskóla, hraktist um allt land og

ferðaðist til Kaupmannahafnar til að fá útlegðardómi hnekkt. Verkið rekur lífshlaup Jóns ítarlega og skýrir samtíma hans, hugmyndaheim og samfélagsmynd. Hann naut virðingar framan af, en var ofsóttur fyrir skrif sín um Baskavígin 1615 og flúði þá á Snæfellsnes.

Dæmdur fyrir galdra

Óhætt er að kalla Baskavígin smánarblett á Íslandssögunni. „Ari í Ögri, sýslumaður fyrir vestan, gaf út þá tilskipun að Spánverjarnir sem voru við veiðar við strendur Vestfjarða væru réttdræpir því það var uppi orðróm-

ur um að þeir væru að ræna og rupla; væru válegir menn. Þá voru einhver tengsl á milli Ara í Ögri og Jóns en eins og Viðar bendir á í bókinni er líklegt að leiðir þeirra hafi legið saman árin á undan. Í kjölfar Baskavíganna skrifar Jón lærði hina sönnu frásögu, lítið handrit þar sem hann tekur upp hanskann fyrir Baskana sem var hans framlag til þessa atburðar,“ segir Þorsteinn. Árið 1631 var hann dæmdur útlægur fyrir galdra og nokkrum árum síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar í von um að fá útlegðardóminum hnekkt.

Stutt milli kukls og læknisstarfa

Í bókinni leitast Viðar við að draga fram náttúrusýn og heimsmynd 17. aldar sem var gjörólík þeirri sem við búum við í samtímanum. „Þarna var raunar lítill greinarmunur gerður á göldrum og náttúrufræði. Jón sýslaði með galdra en var líka læknir. Það var sem sagt mjög stutt á milli kukls og læknisstarfa. „Í gegnum náttúrusýn 17. aldar manna minnir Viðar einnig á þá náttúruvá sem steðjar að okkur nú á dögum,“ segir Þorsteinn.

Svavar Steinarr Guðmundsson, Þorsteinn Surmeli, Viðar Hreinsson og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir. Útgefendur og höfundur ræða málin á skrifstofu Viðars.


Nýjar bækur í

BÓKAHILLUNA

Tvær frábærar bækur fyrir alla áhugamenn um fótbolta! Önnur þeirra er 190 blaðsíðna ljósmyndabók og hin bókin er troðfull af skemmtilegum spurningum frá EM 2016.

Njótið þess að skoða dýr af öllum stærðum og gerðum. Græn, gul, blá og grá, eða jafnvel allt í senn, í bókinni Litadýrð dýraríkisins. Hundruð litríkar dýramyndir prýða þessa bók sem er 80 blaðsíður í stóru broti. Vegleg jólagjöf fyrir krakka sem hafa gaman af dýrum.

Huginn Þór Grétarsson endursegir söguna um hamar Þórs, Mjölni, út frá Þrymskviðu. Sagan hefst á því að Þór reiðist heiftarlega þegar hamri hans er stolið. Loki ferðast til Jötunheima og hittir þar Þrym þursadrottin sem hefur tekið hamarinn og falið hann djúpt í iðrum jarðar. En tekst Þór að ná Mjölni aftur?

Tvær bækur í nýjum léttlestrarflokki eru komnar út. Huginn Þór leitast við að skrifa grípandi sögur sem eru jafnframt viðráðanlegar fyrir byrjendur í lestri.

Jólasveinar! Þessar eru flottar í skóinn.

Hahahaha! Híhíhí ... Stútfull bók af frábærum bröndurum. Gamlir og góðir í bland við splunkunýja. Þetta er bók fyrir þá sem vilja veltast um af hlátri yfir jólahátíðirnar ... og kannski eitthvað fram á nýtt ár! (vonandi með einhverjum hléum samt).

Þessi saga af Heiðu er byggð á bókinni eftir Johanna Spyri, í hæfilega langri útgáfu svo börn geti kynnst þessu sígilda ævintýri. Dásamlegar myndir prýða bókina. Hér er sannkölluð bókmenntaperla á ferð fyrir nýja kynslóð barna.


8 JÓLABÓKAFLÓÐIÐ

FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016

Arngunnur Árnadóttir er 29 ára Reykvíkingur sem sendi á dögunum frá sér sína fyrstu skáldsögu Að heiman. Hún starfar auk þess sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og viðurkennir að það hafi verið talsverð keyrsla að samræma þessa tvo heima við það að skrifa bókina.

Maður lifir stundum tvöföldu lífi Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

M

ér skilst að þetta sé metár í útgáfu á íslenskum skáldsögum og maður finnur fyrir því. Það eru til dæmis margar bækur sem ég er sjálf spennt fyrir. En þetta er gífurlega áhugavert þetta jólabókaflóð. Stemningin er rafmögnuð. Þetta er bæði gaman en líka svolítið mikill hasar, virðist manni,“ segir Arngunnur Árnadóttir rithöfundur.

Eftirtektarverð frumraun

Arngunnur blandar sér í jólabókaflóðið í ár með sinni fyrstu skáldsögu, Að heiman. Talsvert hefur verið látið með bók Arngunnar síðustu vikur enda lýsir útgefandinn henni sem „einni eftirtektarverðustu frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld“. Sjálf er Arngunnur spar á yfirlýsingar og talar í staðinn um hversu gaman var að taka þátt í Bókamessunni í Hörpu á dögunum. „Það var mjög ánægjulegt. Ég var í hópi með öðrum ungum höf-

Blaðauki um

netverslanir þann 8. desember

Arngunnur Árnadóttir sendi á dögunum frá sér sína fyrstu skáldsögu. Hún er auk þess fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Mynd | Rut

undum og spjallaði við fólk. Það var mikil stemning,“ segir hún.

• Arngunnur Árnadóttir er fædd

Stefnulaus eftir heimkomu

• Hún lauk stúdentsprófi frá

Að heiman fjallar um Unni sem flytur heim eftir að hafa dvalið í Berlín og finnst eins og hún hafi verið svipt frelsinu. „Þægileg en andlítil rútína á heimili foreldranna minnir aðeins á hve gott var að vera að heiman. En það er sumar og því fer Unnur með vinkonu sinni og kunningja hennar í ferð um landið – landið sem leikur sjálft sig til að ganga í augun á erlendum gestum,“ segir í kynningu útgefanda. „Bókin fjallar um þetta ástand sem aðalsöguhetjan er í. Hún er eiginlega í lausu lofti og er ekki að stefna neitt sérstakt í lífinu,“ segir Arngunnur. „Um leið bregður bókin upp mynd af ákveðinni kynslóð. Þetta stefnuleysi er að mörgu leyti einkennandi fyrir ungt fólk í dag. Kannski er það af því við lifum við ýmisskonar lúxus, ungu fólki standa margar dyr opnar en það á kannski erfitt með að finna sér einn ákveðinn tilgang. Mér finnst tíðarandinn kristallast í þessu ástandi Unnar. Hún flytur heim og rifjar upp kynni við gamla vinkonu og endar á að fara með henni hringferð um landið. Þetta er því í leiðinni ferðasaga og snýst um hennar upplifanir á umhverfinu. Hún er viðkvæm manneskja og næm fyrir umhverfinu. Við fylgjumst með hennar upplifun, hvort sem það er Reykjavík og skemmtanalífið eða landsbyggðin. Alls staðar hefur umhverfið svolítið fælandi áhrif á hana.

árið 1987.

Menntaskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í klarínettuleik við Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín. Haustið 2012 hóf Arngunnur störf sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

• Fyrsta ljóðabók Arngunnar,

Unglingar, kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2013.

• Fyrsta skáldsaga Arngunnar,

Að heiman, kom út í lok október hjá bókaforlaginu Partus.

Þannig að þetta er ferðasaga og kynslóðasaga en fyrst og fremst hennar þroskasaga. Í lokin finnur Unnur mögulega einhvern áfangastað. Ekki samastað heldur áfangastað í geimnum.“

Kosningaþátttaka vonbrigði

Þú talar þessa kynslóð fólks ungs fólks. Vantar hana rödd? „Það er erfitt að fullyrða. Að mörgu leyti er auðvelt fyrir ungt fólk að vekja til dæmis athygli á ákveðnum málstað. Við höfum séð það á internetinu. Margir gera það og eru mjög virkir. Kosningaþátttaka ungs fólk veldur mér hins vegar miklum vonbrigðum. Kannski hafa samfélagsmiðlarnir bara breytt heiminum á þann hátt að við erum of upptekin við það

að útvarpa sjálfinu og bera það saman við aðra. Önnur mótsögn við þessa kynslóð ungs fólks er að það kemst ekki að heiman úr foreldrahúsum en samt lifum við annan lúxus eins og að vera með snjallsíma í vasanum, rándýr og háþróuð tæki. Það er pínu mótsagnakenndur veruleiki að hafa ekki aðgang að grunnlífsskilyrðum eins og að eiga þak yfir höfuðið en að búa við lúxus á öðrum sviðum.“

Skrifar í sumarfríinu

Þú sendir frá sér ljóðabókina Unglinga árið 2013. Hefurðu alltaf skrifað? „Já, alla vega fyrir sjálfa mig. Svo vann ég reyndar til verðlauna í ljóðasamkeppni Æskunnar þegar ég var ellefu eða tólf ára. Ljóðið hét Hafið og var innblásið náttúruljóð. En ég fór ekki að gera þetta af alvöru fyrr en með fyrstu ljóðabókinni minni.“ Arngunnur er 29 ára gömul og er fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur verið fastráðin þar síðan 2012. „Ég hef alltaf haft nóg fyrir stafni,“ segir hún af hógværð þegar hún er spurð hvernig henni gangi að samræma skrifin og tónlistina. „Þetta hefur verið svolítil keyrsla, jú. Ég hef alltaf notað fríin mín til að skrifa, sumarfrí og jólafrí. Það hefur komið mér hingað. Það er óneitanlega gott að vera komin yfir þennan hjall, að hafa gefið út fyrstu skáldsöguna, og geta pústað aðeins. Maður lifir stundum tvöföldu lífi sem rithöfundur og tónlistarmaður.“

Kristín Steins í Slóveníu

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310

Rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir er nýkomin aftur heim til Íslands eftir frægðarför til Slóveníu þar sem hún tók þátt í Evrópuverkefninu European Bibliodiversity for Young Readers. Það var útgefandi Kristínar, Malinc útgáfan, sem bauð henni út og hélt utan um heimsóknina sem var tengd útgáfu bókarinnar Engill í Vesturbænum á slóvensku. Kristín heimsótti borgirnar Celje, Ljubljana, Kranjska Gora, Mirna Pec, Brežice, Crnomelj og Dragatuš þar sem hún hitti yfir 700 unga lesendur úr átta grunnskólum og nemendur í kennslufræði í Háskólanum í Ljubljana. Hún tók einnig þátt í tveimur upplestrum sem voru opnir almenningi og voru afar vel sóttir, samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu.

Kristín Steinsdóttir gerði góðan túr til Slóveníu á dögunum. Mynd | Hari

Tilgangur ferðarinnar var að fræða börn og fullorðna um Ísland, menningu landsins og mikilvægi bókmenntanna. Þetta féll augljóslega vel í kramið hjá

krökkunum sem höfðu undirbúið skemmtiatriði tengd Íslandi fyrir hópinn og þegar Kristín fór frá Slóveníu voru þeir farnir að heilsa og kveðja á íslensku.


Allt um Elliðaárdal í nýrri og ríkulega myndskreyttri bók

• Gróðurinn • Jarðfræðin • Fuglarnir

• Fiskarnir • Sagan • Minjarnar

• Smádýrin • Göngu- og hjólaleiðirnar

Allt þetta og svo miklu fleira er að finna í þessari nýju og falleguu bók.

Aðalhöfundar bókarinnar eru Árni Hjartarson jarðfræðingur og Helgi Máni Sigurðsson sagnfræðingur. Að auki skrifa Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur og Ívar Gissurarson ritstjóri hvor sinn kafla.


10 JÓLABÓKAFLÓÐIÐ

Hvað ­ætlarðu að lesa um ­jólin?

FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016

Alltaf gaman að lesa Þórdísi „Eftir að hafa verið ólétt í fullu námi seinustu mánuði sé ég jólafríið í hillingum, þar sem ég ætla að gæða mér á því örfáa sem líkaminn leyfir mér að borða og lesa þær bækur sem hafa staflast upp á óskalistanum. Ég er spennt fyrir nýjustu ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, Óvissustig, en Þórdís er það skáld sem mér þykir alltaf gaman að lesa. Veit ekki hvort það sé af því að ljóðin hennar aðlagast skapgerð minni hverju sinni, eða öfugt. Mig langar líka að lesa Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur, en bókin er bæði fyrsta skáldsaga höfundar og fyrsta skáldsagan sem forlagið Partus Press gefur út, sem mér þykir mjög spennandi! Svo finnst mér líklegt að ég gluggi í smásagnabókina hans Andra Snæs, Sofðu ást mín. Annars þykist ég ætla að vera skynsöm og lesa námsefni fyrir næsta misseri, en við skulum sjá hvernig það fer.“ Eydís Blöndal háskólanemi og ljóðskáld.

Spenntur að lesa heimspekibækur ársins „Ég er alltaf spenntur að lesa og er þegar búinn með Skuggasögu II – Undirheimar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, Óttaslegna trompetleikarann eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, Sofðu ást mín eftir Andra Snæ Magnason, Samskiptaboðorðin eftir Aðalheiði Stefaníu Helgadóttur og Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson og mæli loflega með þeim öllum. Heimilið hefur þegar keypt Jón lærða eftir Viðar Hreinsson og Skegg Raspútíns eftir Evu Guðrúnu Mínervudóttur sem konan mín er heilluð af. Það er ekki ólíklegt að Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur verði í pakkanum til hennar. Leitin að Svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson stendur yfir og loks er ég einnig spenntur að lesa heimspekibækur ársins.“ Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur

Feit hrúga af ­smásögum

„Allt fer eftir Steinar Braga. Ég hef mjög gaman af flestu eftir Steinar Braga. Hann nær alltaf að búa til sterkar stemningar og sæluhrollvekjandi lestrarstundir. Ég held að þessi feita hrúga af allskonar smásögum sé eitthvað sem ég muni tyggja í mig með jóla-­ ofgnóttinni. Bjartmar – Þannig týnist tíminn. Það er ekki mikið af popp- eða rokkbókum í ár og ég held bara að þessi sé sú eina. Bjartmar segir frá æsku sinni og uppvexti. Hef fulla trú á að þessi sé skemmtileg enda Bjartmar frábær gaur.“ Dr. Gunni poppfræðingur

Sigurður með undir sæng á ­aðfangadagskvöld „Þrír nýliðar komast á óskalistann; Sigríður Hagalín með Eyland, Kött Grá Pjé með Perurnar í íbúðinni minni og Ásdís Halla með Tvísaga. Ég var of spennt fyrir Elsku Drauma mín, reif hana í mig og naut vel. Lestur er svo hafinn á Sofðu ást mín og Skegg Raspútíns. Ég hlakka til að lesa Óttaslegna trompetleikarann, Sigurbjörg Þrastardóttir er svo skemmtileg. Sama á við um Codex 1962 evftir Sjón sem er byggð á verulega spennandi hugmynd. Ör eftir Auði Övu verður sannarlega lesin og það er löngu ákveðið að Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson fer með mér undir sæng á aðfangadag.“ Björg Magnúsdóttir rithöfundur og dagskrárgerðarkona

Ævintýri frá miðöldum

Fljótsdæla

Í þessari nýju bók Helga Hallgrímssonar fjallar hann um Fljótsdalshrepp, náttúru og sögu. Rakin er saga allra býla í hreppnum og gerð er grein fyrir ábúendum allt aftur til 18. aldar. Glæsilegt verk með um 700 myndum.

SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is

Einstakur fjársjóður ævintýra frá seinni hluta miðalda. Þessar gleymdu perlur miðaldabókmenntanna koma nú í fyrsta sinn fyrir augu íslenskra nútímalesenda í aðgengilegri, myndskreyttri útgáfu í ritstjórn Braga Halldórssonar.


HEIÐA EFTIR STEINUNNI SIGURÐARDÓTTUR

FYRIRSÆTA OG FJALLDALABÓNDI!

„... kvenlýsing og samfélagsmynd í víddum sem maður sér ekki oft svo vel gerða … eiginlega bara fullkomið.“ Stefán Jón Hafstein, Kjarninn.is

Mögnuð ævisaga fyrirsætunnar Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu sem gerðist sauðfjárbóndi á afskekktum bæ og baráttukona fyrir náttúru Íslands. Í þessari stórmerkilegu bók njóta sín allir helstu kostir Steinunnar sem höfundar; ísmeygileg kímni, leiftrandi stílgáfa, djúpt innsæi – og ást á landinu.

1. Metsölulisti Eymundsson Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur


12 JÓLABÓKAFLÓÐIÐ

FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016

Lesið fyrir hunda í Grófinni Uppboð á verki Sigrúnar Eldjárn Á Bókamessunni sem fór fram í Hörpu á dögunum vakti athygli að á bási Forlagsins stóð rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Sigrún Eldjárn allan laugardaginn og málaði mynd. Myndin er af söguhetju nýrrar bókar hennar, Sigurfljóð hjálpar öllum. Verkið hangir nú í verslun Forlagsins á Fiskislóð og verður þar boðið upp til styrktar góðu málefni. Á morgun, föstudaginn 2. desember, hefst þögult uppboð á verkinu en uppboðið stendur til 16. desember. Allur ágóði uppboðsins fer óskiptur til Umhyggju – félag langveikra barna.

Alla sunnudaga í vetur hefur Borgarbókasafnið í samstarfi við félagið Vigdísi – vini gæludýra á Íslandi, boðið börnum að heimsækja safnið og lesa fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Hverju barni býðst að lesa í 20 mínútur, tveir hundar hlusta og komast átta börn að á einum sunnudegi. Félagið Vigdís er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs sem starfar um allan heim með um 4 þúsund sjálf boðaliðum. Markmið félagsins er að efla læsi barna með því að hvetja þau til yndislesturs. Lestrarstundir með hundi hafa reynst börn-

um vel, einkum þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn gagnrýnir ekki barnið meðan á lestrinum stendur, heldur hjálpar því að slaka á og liggur rólegur á meðan lesið er. Sjálfboðaliðinn sem á hundinn ræðir síðan við barnið um innihald sögunnar til að aðstoða og tryggja betri lesskilning. Síðasta lesstund ársins verður sunnudaginn 4. desember í menningarhúsinu Grófinni, kl. 13.20. Góður hlustandi Lestrarstundir með hundi hafa reynst afar vel.

Heiða í endurprentun Heiða - fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur er mest selda bókin í flokki almennra bóka á metsölulistanum í Eymundsson þessa Heiða á Ljótarvikuna og í þriðja stöðum. Mynd sæti á eftir Yrsu og | Rut Arnaldi. Bókin hefur vakið mikla athygli og tala sumir um hana sem spútnikbók vertíðarinnar. Hjá Bjarti kætast menn mjög yfir þessum tíðindum og hafa nú þegar beðið Oddaverja um að ræsa prentvélarnar fyrir endurprentun. Heiða á Ljótarstöðum sagði skilið við fyrirsætuheiminn í New York og gerðist sauðfjárbóndi úr alfaraleið í Skaftártungu. Hún hefur keppt í rúningi, telur fóstur í kindum um allt land og hefur barist fyrir tilveru sinni og sveitarinnar fyrir austan. Steinunn Sigurðardóttir er að sjálfsögðu þekktari sem skáldsagnahöfundur og ljóðskáld en hefur líka áður skrifað bók af þessu tagi en það var Ein á forsetavakt um Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, árið 1988, sem einmitt varð líka mikil metsölubók.

„Skemmtileg bók um óróleikann og sársaukann í hjartanu í byrjun 21. aldar.“ Jórunn Sigurðardóttir / Orð um bækur

Yrsa komin á toppinn Yrsa Sigurðardóttir skaust á toppinn á metsölulistanum í Eymundsson í fyrstu heilu vikunni sem Aflausn var í sölu. Sölulistinn fyrir dagana 23.-29. nóvember bar birtur í gær og þar kom í ljós að hún hafði velt Arnaldi Indriðasyni af toppnum. Bók Arnaldar, Petsamo, hafði setið á toppnum allt frá því hún kom út hinn 1. nóvember. Það eru viðburðaríkir dagar hjá Yrsu núna. Á laugardaginn sagði The Times að glæpasaga hennar, Lygi, væri grípandi og staðfesti að hún væri einn fremsti rithöfundur Norðurlanda. Á sunnudaginn útnefndi Sunday Times Lygi bestu glæpasögu ársins í Bretlandi og á miðvikudaginn skaust hún á toppinn í Eymundsson. Um helgina flýgur hún síðan til London að kynna Lygi fyrir breskum lesendum. Yrsa Sigurðardóttir á mest seldu bókina í Eymundsson um þessar mundir.

Að heiman er einstök kynslóðarsaga frá Íslandi ferðmennsku og eftirhruns. Yfirvegaður, meitlaður og ísmeygilega ljóðrænn stíll Arngunnar Árnadóttur gerir þessa skáldsögu að einni eftirtektar­ verðustu frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld.

partuspress.com | Bókaforlagið Partus

Baekur 01 12 2016  

Jólabókaflóðið, bækur, jól 2016, Fréttatíminn, Iceland