Page 1

DONNA CRUZ

FÁFRÆÐI EKKI AFSÖKUN FYRIR FORDÓMUM

FÖSTUDAGUR

02.12.16

KLASSÍSKT JÓLASKRAUT Í KÓPAVOGI

TRYGGVI AÐAL­BJÖRNS SLÓ Í GEGN Í BRÚNEGGJAMÁLINU

BERGLIND OG SIGGI Á GOTT ELDA ÞORSKHNAKKA Mynd | Rut

GYÐA DRÖFN ER MEÐ HEILT HERBERGI UNDIRLAGT AF SNYRTIVÖRUM


…fjörið

2 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

Hildur Knútsdóttir með tvær tilnefningar Tilnefningar Fræðirit og ­bækur almenns efnis:

Jón lærði og náttúrur náttúrunnar Viðar Hreinsson, Lesstofan

Saga tónlistarinnar Árni Heimir Ingólfsson, Forlagið

Dómnefnd: Aðalsteinn Ingólfsson, formaður nefndar, Hulda Proppé og Þórunn Sigurðardóttir.

Leitin að svarta víkingnum Bergsveinn Birgisson, Bjartur Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar Guðrún Ingólfsdóttir, Háskólaútgáfan Andlit norðursins Ragnar Axelsson, Crymogea

Barna- og ungmennabæk : Vetrarhörkur Hildur Knútsdóttir, JPV útgáfa Doddi : bók ­sannleikans! Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir, Bókabeitan

Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir, Iðunn Vargöld : fyrsta bók Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson, Iðunn Vélmennaárásin Ævar Þór Benediktsson, Mál og menning Dómnefnd: Árni Árnason, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Sigurjón Kjartansson.

Fagurbók­ menntir:

Ég er sofandi hurð (Co Dex 1962) Sjón, JPV útgáfa Skegg Raspútíns Guðrún Eva Mínervudóttir, Bjartur Ör Auður Ava Ólafsdóttir, Benedikt bókaútgáfa Ljóð muna rödd Sigurður Pálsson, JPV útgáfa Dómnefnd: Knútur Hafsteinsson, formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir.

Allt fer Steinar Bragi, Mál og menning

Dánardagur móður erfiður

Líkt og fram hefur komið var Kanye West lagður inn á sjúkrahús í síðustu viku eftir að hafa fengið taugaáfall, en hann hafði þá aflýst tónleikaferðalagi sínu. Talið er að uppsafnað svefnleysi, streita og álag hafi stuðlað að veikindum West, en hann og Kim Kardashian hafa átt erfitt síðan hún var rænd í París í sumar. Þeir sem þekkja hann segja þó að dánardagur móður hans í nóvember hafi gert útslagið. Hún lést árið 2007, en hann gaf sér aldrei almennilega tíma til að syrgja og hefur átt erfitt í nóvember allar götur síðan. Geðlæknar sem hafa annast West vonast til þess að hægt verði að útskrifa hann fyrr en síðar, en hann hefur enn ekki náð að komast í jafnvægi.

Lengi lifir í gömlum glæðum

Svo virðist sem lífi hafi verið blásið í gamlar glæður þegar Marc ­Anthony og Jennifer Lopez kysstust á sviðinu eftir að hafa tekið lagið saman á Latin Grammy Awards fyrr í þessum mánuði. En sögu­sagnir herma að Anthony gangi nú með grasið í skónum á eftir Lopez sem nýlega er orðin einhleyp. Sjálfur á Anthony að hafa slitið sambandi sínu við fyrirsætuna Shannon De Lima strax daginn eftir kossinn góða. Hvort Lopez er jafn spennt fyrir hugmyndinni um endurnýjuð kynni á svo eftir að koma í ljós, en saman eiga þau tvö börn.

æst öfin f Jólagj okkur hjá

Fimmtán verk í þremur flokkum tilnefnd til Íslensku bókmennta­ verðlaunanna Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016 voru kynntar á Kjarvalsstöðum í gær, fimmtudag. Um er að ræða þrjá flokka, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki.

Tvær tilnefningarHildur Knútsdóttir fær tvær tilnefningar í ár í flokki barna- og ungmennabókmennta. Mynd | Hari

Vopnafjörður og New York toga í ­ ryggva Aðalbjörns T Fréttamaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson hefur að undanförnu vakið athygli fyrir umfjöllun um dýraverndunarmál, nú síðast um málefni Brúneggja í Kastljósi. Tryggvi fékk áhuga á málaflokknum þegar hann lærði í Los Angeles. Utan vinnunnar leitar hugur hans til Vopnafjarðar, þar sem fjölskylda hans býr, og til New York, þar sem kærastan býr.

T

ryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður var maðurinn á bak við umfjöllun Kastljóssins um Brúnegg sem vakti mikla athygli í vikunni. Aðeins nokkrum klukkutímum ­eftir að þátturinn fór í loftið höfðu stærstu verslanakeðjur landsins tilkynnt að þær væru hættar að selja Brúnegg sökum uppljóstrana sem rekja má til rannsóknarvinnu Tryggva og Kastljóssins. En hver er þessi maður? Tryggvi hóf störf á fréttastofu RÚV í janúar 2012 og hefur því starfað þar í tæp fimm ár. Fram að því hafði hann verið við nám í Los Angeles í þrjú ár. „Ég var að læra handritagerð þar og kláraði grunnnám árið 2011. Svo kom ég beint hingað á fréttastofuna en ég hafði reyndar verið að vinna sem fréttaklippari á RÚV áður en ég fór út í nám,“ segir Tryggvi sem er þrítugur.

Þetta passar ekki endilega saman, fréttamennska og kvikmynda­ handrit. Eða hvað? „Þetta tvennt hefur alltaf blundað í mér, alveg frá því ég var unglingur. Annars vegar kvikmyndagerð og hins vegar fréttamennska. Það má segja að ég hafi farið út í námið og þar með prófað annað en þegar ég kom heim þá var tími til kominn að prófa hitt. En þetta togast alltaf á í mér.“ Tryggvi gengur í öll störf á fréttastofunni eins og tíðkast en hefur síðustu misseri vakið athygli fyrir umfjöllun sína um dýraverndunarmál. Áður en kom að Brúneggjum í þessari viku hafði hann í tvígang vakið máls á stórum málum. Vorið 2014 fjallaði Tryggvi um ólöglegar geldingar á grísum án deyfingar og í fyrra fjallaði hann um gyltur sem voru hafðar á of þröngum básum á íslenskum búum.

GLERÁRTORGI | LAUGAVEGI 176 | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

­ erðlaunin sjálf verða afhent um V mánaðamótin janúar-febrúar á næsta ári eftir að formenn dómnefndanna þriggja, ásamt forsetaskipuðum formanni, hafa valið einn verðlauna hafa úr hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Þetta því í 28. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna.

Hvað vakti áhuga þinn á dýravel­ ferðarmálum? „Ég fór að kynna mér þetta í byrjun árs 2014 og hef verið tiltölulega meðvitaður um þessi mál síðan. Ég kynntist þessu að einhverju leyti þegar ég var í Kaliforníu enda var umræðan þar kannski aðeins

Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður fékk áhuga á dýravelferðarmálum þegar hann var í námi í Los Angeles. Mynd | Rut

Umræðan hefur verið á þá leið að aðstæður hér á landi séu betri en erlendis. En svo þegar maður skoðar þetta betur er myndin aðeins öðruvísi en bæði maður sjálfur og aðrir hafa viljað trúa.

á undan umræðunni hér á Íslandi. Þetta varð til þess að maður fór að velta þessum málum fyrir sér.“ Áhuginn kemur sem sagt ekki frá því þú varst ungur strákur í sveit? „Nei, ég er bara úr sjávarþorpi. Ég hef að vísu verið í sveit og umgengist til að mynda sauðfé. Svo hef ég átt tvo ketti. Nei, mér fannst þetta nú bara vera efni sem mætti skoða betur. Umræðan hefur verið á þá leið að aðstæður hér á landi séu betri en erlendis. En svo þegar maður skoðar þetta betur er myndin aðeins öðruvísi en bæði maður sjálfur og aðrir hafa viljað trúa.“ Hvað með tímann utan vinnunnar, hvað gerirðu þá? „Ja, ég er alla vega ekkert í golfi eða fótbolta. Ég reyni að fara austur á æskuslóðirnar á Vopnafirði þar sem fjölskylda mín býr. Ég er í sambandi en kærastan er í námi í New York. Þannig að það eru bæði austur og vestur sem toga.“


SE

SÓFADAGAR

HA

2 0 % A F S L ÁT T U R A F Ö L L U M S ÓNýjar FUM

Imari vasar (3 stærðir) 990,- / 2.500,- / 2.900,-

LJÓS O

vörur frá Notre FLEX SKRIFBORÐSLAMPI TILBOÐSVERÐ Monde 10.000.Blyth borð 19.500,-

Tilboðsverð Valentina borðstofustóll (nokkur áklæði) Verð 39.000,220.000.Tilboð 29.900,-

A T

Lengd 277 cm

Mika borð 22.500,-

Drio stækkanlegt borðstofuborð (120/240x95cm) Verð 145.000,Tilboð 116.000,-

GUL

habitat Jólavörurnar komnar í hús Oris sófaborð 85.000,-

2016

Tripod Borðlampi Verð 12.500,Tilboð 9.900,Tripod Standlampi Verð 37.000,Tilboð 29.900,-

TRIPOD STANDLAMPI Kertalugtir OG SKERMUR TILBOÐSVERÐ Verð frá 1.390.39.600.TRIPOD GÓLFLAMPI 37.000.-

Kertaglös 1.300.-

Tilboðsverð 176.000.-

CAGE LOFTLJÓ 9.500.-

Lengd

Bobby borðlampi 190 litir cm margir Verð 5.900,Tilboð 4.500,-

daborn leðurstóll 145.000,-

Bobby standlampi margir litir Verð 14.900,Tilboð 9.900,-

HIVE TILB 1

Icatu lugtir (2 stærðir) 2.900,- / 4.900,-

Leaf hilla (hnota) 119.000,-

Salatskál 5.900,-

YVES STANDLAMPI TILBOÐSVERÐ 19.500.UR:

2, TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGIND GI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

YVES BORÐLAM TILBOÐSVERÐ 9.500,-


…viðtal

4 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

Vill ekki sóa tímanum í leiðindi Donna Cruz hefur vakið athygli á snapchat upp á síðkastið en þar í gegn hefur hún fengið hatursfull og rasísk skilaboð. Henni finnst fáfræði ekki vera afsökun og er þreytt á for­ dómum. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland til að sanna að Íslendingar af erlendum uppruna gætu alveg unnið titil, sem tókst. Þegar hún rífst við mömmu sína þarf hún oft að þýða orð sín yfir á filippseysku svo þær geti haldið áfram að rífast. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

D

onna Cruz hefur slegið í gegn á snapchat síðustu mánuði með gamansamri framkomu, en hún vakti fyrst athygli á snapchat-reikningi Ungfrú Ísland keppninnar sem hún tók þátt í fyrr á þessu ári. Hún er nú orðin hluti af samfélagsmiðlahópnum Áttunni, þar sem hún tekur þátt í allskonar fíflagangi, sem á vel við hana, því hún elskar að fíflast. Donna er 22 ára, fædd á Filippseyjum, en fluttist til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára. Hún man lítið sem ekkert eftir sér fyrir þann tíma og lítur á sig sem Íslending.

Amma kynntist Íslendingi

„Ég er reyndar mjög dugleg að fara til Filippseyja og síðustu fimm, sex árin hef ég farið einu sinni á ári og dvalið í mánuð, þannig ég þekki Filippseyjar mjög vel,“ segir Donna sem á ennþá ættingja úti þó öll hennar nánasta fjölskylda búi á Íslandi. En sagan af því hvernig það kom til að fjölskyldan fluttist til Íslands, er mjög krúttleg, að hennar sögn. „Besta vinkona ömmu minnar kom til Íslands og giftist íslenskum manni. Hann átti besta vin, afa Egil, sem vinkonan kynnti fyrir ömmu. Þau skrifuðust á í tvö ár en þá ákvað afi Egill að fljúga ömmu til Íslands og þau giftu sig. Þetta var miklu meira vinátta en rómantík á milli þeirra samt. Hann var mjög einmana, var alkóhólisti og átti í erfiðleikum í fyrra hjónabandi sínu, en amma, sem var mjög trúuð, hjálpaði honum mikið. Hann hjálpaði svo ömmu að koma allri fjölskyldu sinni til Íslands. Þannig að öll börnin hennar ömmu og barnabörn eiga heima hérna,“ útskýrir Donna og á þar að sjálfsögðu við frænkur sínar og frændur.

Rífast á tveimur tungumálum

Hún segist mjög þakklát fyrir að hafa fengið að koma til Íslands. „Ég held að ég ætti ekki lífið sem ég á í

dag ef ég hefði alist upp á Filippseyjum. Ég get varla ímyndað mér hvernig það hefði verið. Miðað við það sem amma hefur sagt mér þá held ég að það hafi verið jákvætt fyrir okkur öll að koma til Íslands.“ Donna viðurkennir að hún reyni stundum að sjá fyrir sér hvernig lífið hefði orðið ef málin hefðu ekki þróast eins og þau gerðu. Hún vill þó ekki staldra of mikið við það. „Þetta er eitthvað sem ég spái stundum í klukkan þrjú á nóttunni þegar ég get ekki sofnað.“ Hún hefur leitt hugann að því að fara í nám til Filippseyja en segist eiga erfitt með að slíta sig frá Íslandi í lengri tíma. „Það er bara eitthvað við Ísland. Það er allt svo þægilegt hérna.“ Það væri þó lítið mál fyrir Donnu að stunda nám í Filippseyjum, enda talar hún tvær mállýskur af filippseysku, ásamt íslensku og ensku. „Það eru svo mörg tungumál í gangi í hausnum á mér að stundum rugla ég þeim saman. Heima hjá mér er öllum þessum fjórum tungumálum blandað saman. Þrátt fyrir að íslenskan mín sé mjög góð þá heyrist stundum að ég tala önnur tungumál. Ég tala íslensku við mömmu en hún talar filippseysku við mig. Þetta getur verið mjög fyndið þegar við erum að rífast. Þá segi ég við hana hvað mér finnst á íslensku og oft skilur hún mig ekki, þannig ég þarf að þýða það sem ég segi yfir á filppseysku og byrja aftur að rífast,“ segir Donna og hlær. Þetta verður reyndar oft til þess að hún nennir ekki að rífast við mömmu sína, enda missir það aðeins marks þegar hún þarf að stoppa og þýða þegar henni er mikið niðri fyrir.

Uppnefnd grjón

Líkt og margir Íslendingar af erlendum uppruna þá hefur Donna upplifað fordóma í sinn garð. Hún segir fordómana ekki alltaf snúast um hvað fólk segi við hana, heldur hvernig það segi hlutina. „Eins og þegar fólk spyr hvort ég tali íslensku og notar neikvæðan tón, líkt og það sé að tala niður til mín. Þetta gerist

Hefur gaman af lífinuDonna veit fátt skemmtilegra en að fíflast og gerir mikið af því á snapchat. Mynd | Rut

alls ekki á hverjum degi, en þegar þetta gerist þá er það mjög leiðinlegt.“ Eftir að Donna opnaði snapchat-ið sitt fyrir almenningi og fylgjendunum fjölgaði hefur skilaboðunum sem hún fær einnig fjölgað. Flestir eru jákvæðir og hrósa henni fyrir að vera skemmtileg og lífsglöð en einstaka sinnum fær hún dónaleg skilaboð, uppfull af fordómum, sem send eru til þess að særa. Hún tók einmitt ákvörðun um að birta ein slík skilaboð opinberlega og tjáði sig um málið í fréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Í skilaboðunum var hún meðal annars uppnefnd sem grjón, sögð hræðilega ljót, ekkert fyndin og að best væri fyrir hana að eyða snapchat-reikningum sínum.

Fáfræði ekki afsökun

„Mig langaði svo að vekja athygli á þessu til að fólkið sem hugsar svona sjái viðbrögð annarra og átti sig á því að þetta er ekki allt í lagi,“ segir Donna um þá ákvörðun sína að geyma skilaboðin og segja frá í stað þess að eyða þeim. Hún telur reyndar að sumir segi eitthvað óviðeigandi án þess að ætla sér að særa, á meðan öðrum virðist ganga það eitt til að vera með leiðindi. „Þegar þetta er orðin bein árás þá fer ég í mikla vörn og svara fyrir mig. Ég er orðin svo þreytt á þessu og skil ekki af hverju fólk hagar sér svona. Eftir að ég fór að tjá mig um þessi mál þá hef ég fengið skilaboð frá fólki sem segir svona framkomu hljóta af stafa af fáfræði, en mér finnst það ekki vera afsökun. Það er ekki hægt að afsaka sig með fáfræði á Íslandi í dag. Aðrir segja að ég eigi ekki að taka mark á þessu,

en mér finnst frekar að fólk eigi að hætta að vera dónalegt, heldur en að ég þurfi að reyna að leiða dónaskapinn hjá mér.“

Sýndi sig og sannaði

Líkt og áður sagði tók Donna þátt í keppninni Ungfrú Ísland í sumar og landaði titlinum vinsælasta stúlkan, sem þykir mikill heiður. En þegar hún er spurð að því af hverju hún hafi ákveðið að taka þátt í keppninni fer hún að hlæja. „Ég er sko engin fegurðardrottning. Ég er algjör klaufi og auli. En besta vinkona mín vildi taka þátt, og við erum báðar mjög hvatvísar, þannig ég ákvað að taka þátt með henni. Ég var samt mjög efins með þá ákvörðun. Ég hélt að ég myndi ekki upplifa mig sem hluta af hópnum út af ímyndinni sem ég hafði af keppendum, en allar stelpurnar voru svo bara sjúklega ólíkar. Ég átti því alveg heima þarna,“ segir Donna sem sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa slegið til. „Ég sagði vinum mínum og fjölskyldu frá þessu og mamma spurði mig af hverju ég ætlaði að taka þátt, því það væri enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland. Það var samt ekki illa meint hjá henni. En ég er svo þrjósk að þetta sannfærði mig endanlega um að taka þátt. „Sjáiði mig vinna þessa keppni þó ég sé af erlendum uppruna,“ hugsaði ég með mér. Ég vann reyndar ekki Ungfrú Ísland en ég tók kórónu með mér heim. Ég var rosalega ánægð með það. Svo voru þrjár stelpur af fimm sem unnu titla af erlendum uppruna. Mér finnst mjög gaman að geta bent fólki á það,“ segir Donna og það hlakkar í henni. Eðlilega.

Hún sýndi sig og sannaði og setti ofan í við efasemdafólk. Þá vakti hún athygli langt út fyrir hópinn.

Varð óvart opinber

„Ég vildi vinna titil. Það fara allir í keppni til að vinna. Þessi titill, vinsælasta stúlkan, var eitthvað sem ég gat lagt mig fram um að reyna að vinna. Það er erfiðara með Ungfrú Ísland titilinn sjálfan, því þar eru það dómarar sem dæma og maður veit ekki að hverju þeir eru að leita eftir. Það gerðist eiginlega alveg óvart að ég varð svona opinber manneskja. Ég fékk bara svo góðar viðtökur þegar ég var með Ungfrú Ísland snappið og eftir það fór boltinn að rúlla. Mér finnst mjög gaman að fíflast og ég geri mikið af því.“ Í kjölfarið komst Donna í samband við stofnanda samfélagsmiðlahópsins Áttunnar og málin þróuðust þannig að hún varð hluti af hópnum. „Við erum bara að skemmta okkur og öðrum, og reyna að koma ungu fólki á framfæri. Það er svo mikil neikvæðni í heiminum að maður þarf að gera hlegið mjög reglulega,“ segir Donna og hlær. Það er augljóslega alltaf stutt í hláturinn hjá þessari stúlku sem tekur sig ekki of hátíðlega. Aðspurð um framtíðina segist hún hafa mikinn áhuga á því að ferðast meira, en hún skipuleggi sig reyndar sjaldan langt fram í tímann. „Ég pæli aldrei í hlutum fyrr en þeir gerast og reyni bara að gera það sem mér finnst skemmtilegt. Ég lærði það fyrir ekki fyrir svo löngu að maður á ekki sóa tíma í eitthvað sem manni finnst leiðinlegt. Og mér finnst allt sem ég er að gera núna mjög skemmtilegt.“

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims Skeifan 6 / Harpa / Laugarvegi 70 / Kringlan / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is


…tíska

6 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

Með heilt ­herbergi ­undirlagt af snyrtivörum

Gyða Dröfn segir frá fimm snyrtivörum sem eru í uppáhaldi þessa stundina.

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

G

AFSLÁTTARHELGI

yða Dröfn Sveinbjörnsdóttir er 24 ára háskólanemi, flugfreyja, förðunarfræðingur, lífsstílsbloggari og síðast en ekki síst, forfallinn snyrtivöruaðdáandi, en heilt herbergi heima hjá henni er undirlagt af snyrtivörum. Hún deilir ýmsu skemmtilegu úr lífi sínu á snapchat undir nafninu gydadrofn og heldur úti bloggsíðunni gydadrofn. com. Við fengum Gyðu Dröfn til að segja okkur frá þeim fimm snyrtivörum sem eru í uppáhaldi hjá henni þessa stundina:

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM TIL 4. DESEMBER

500.

Þessi primer er frekar nýr í safninu hjá mér en ég er algjörlega að missa mig yfir honum! Hann minnkar glans í húðinni án þess að gera hana of matta, en ég er miklu meira fyrir að vera með ljómandi húð en alveg matta. Hann fyllir einnig upp í svitaholurnar og gerir áferð húðarinnar sléttari — svolítið eins og Instagram filter fyrir húðina.

NARS Radiant ­Creamy Concealer Ég er virkilega hrifin af þessum hyljara og hann hefur verið hvað mest notaður hjá mér undanfarna mánuði. Formúlan er þykk og kremuð og hylur ótrúlega vel, og ég nota hann bæði dagsdaglega og meira spari. Ég elska hvað hann gefur mér góða þekju án þess að vera of mattur eða þurrkandi, þar sem svæðið undir augunum er viðkvæmt fyrir þurrki hjá mér. Þessi er æði.

Loksins Loksins komnar aftur komnar aftur Faxafeni 14 l Sími 5516646

*leggings háar í 20% afsláttur Loksins Loksins *leggings háar í 20% afsláttur mittinu sins Loksins 30% afsláttur af öllum vörum mittinu af öllum vörum komnar aftur komnar aftur af öllum vörum komnar aftur r aftur 17. júníháar í fram til að jólum *leggings *leggings háar í 17. júníháar í s háar til í *leggings

nu

InstaBlur primer frá The Body Shop

Opið frá kl. 10-19 fimmtudag og föstudag 11-17 laugardag 12-16 sunnudag

KJÓLL STÆRÐIR 44-56-58 ÁÐUR KR 10900 NÚNA KR 7630

kr. 5500 . kr. 5500. Túnika mittinu

mittinu mittinu

GEÐVEIKUR PELS ÁÐUR KR 16900 NÚNA KR 11830 ST.SM-LXL.

kr. 5500 kr. 5500

Túnika kr. 3000 Frábær verð, smart vörur,

kr. 5500

kr. 3000 . . Gerið Frábær verð, smart vörur, verð góð þjónusta . og gæða góð þjónusta Frábær verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur,

samanburð góð þjónusta verð,þjónusta smart vörur, mart vörur, Frábærgóð góð þjónusta usta 280cm

98cm

Giorgio Armani Luminous Silk Foundation

Þetta er búið að vera minn „go to“ farði síðan ég eignaðist hann í sumar. Að kaupa mér nýja farða er örugglega uppáhalds áhugamálið mitt svo að í þessum flokki hef ég úr miklu að velja. Ástæðan fyrir því að þessi farði er á toppnum er að hann gefur mér miðlungs þekju, fullkomið magn af ljóma, og dásamlega áferð. Hann er fullkominn bæði spari og dagsdaglega, því þekjan í honum er uppbyggjanleg.

L'oreal Volume Million Lashes So Couture maskari Þennan maskara hef ég notað síðan hann kom á markað hér á Íslandi, og sama hvað ég prófa margar mismunandi tegundir verður þessi alltaf uppáhalds. Hann er með gúmmíbursta sem er mjög lítill og nettur og með mjúkum hárum, sem að aðgreinir augnhárin fullkomlega. Ég er algjört „control freak“ þegar kemur að maskara, en ég vil geta stjórnað útkomunni mjög nákvæmlega, og þessi maskari leyfir mér það. Ein umferð af honum gefur mjög náttúrulega útkomu, en ég set reyndar aldrei minna en þrjár. Þessi maskari er líka smitfrír svo að hann fellur ekki og þó maður lendi í rigningu, eða leki úr augunum, lekur hann ekki út um allt.

Kat Von D ­Tattoo Liner

Þennan eyeliner hef ég notað í um 2 ár, en ég er með vængjaðan eyeliner á hverjum degi. Hann er svolítið eins og tússpenni, en formúlan í honum er vatnsheld sem er algjörlega frábært fyrir mig. Ég er nefnilega með mjög viðkvæm augu og við minnsta vind fer að leka úr augunum á mér, þannig ég hef alltaf verið að berjast við gat í eyelinernum hjá ytri augnkróki. Þessi hefur virkað hvað best fyrir mig upp á að leka ekki til, og svo finnst mér oddurinn ótrúlega þægilegur, og auðvelt að nota hann til að móta eyelinerinn.

Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin · S. 588 4499 ∙ Opið mán.Tökum upp nýjar vörur daglegafös. Tökum upp nýjarFaxafeni vörur daglega

12-18 ∙ laug. 11-16

Bláu húsin Faxafeni · S.4499 588 4499 ∙ Faxafeni Opið mán.fös. 12-18 laug.fös. 11-16 most.tiskufataverslun Tökum uppmán.nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin · S. 588 4499 ∙ Opið∙mán.12-18 ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 ∙ Opið fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

most.c_tiska húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 S. 588 4499Bláu ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16


…tíska kynningar

7 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

Silkimjúkir fætur með Scholl Velvet Smooth™ Wet & Dry Einstakir kostir Scholl Velvet Smooth™ Wet & Dry Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson

• Má nota á vota og þurra harða húð • Tækið er vatnshelt og er því mögulegt að fjarlægja harða húð þegar maður er í sturtunni eða baðkarinu. • Endurhlaðanlegt og þráðlaust • Tækið krefst ekki ­hefðbundinna rafhlaðna þannig að það er auðvelt og þægilegt í notkun og skilar ávallt fullkomnum árangri • Öruggt og auðvelt í ­notkun Smekkleg og notendavæn hönnun tryggir að tækið fer vel í hendi. Scholl Velvet Smooth Wet & Dry er ekki með neinum skörpum hnífum og er útbúið með öryggisstoppi.

Silkimjúkir fætur og sérsniðin umhirða

Sérhönnuð rúllan gefur fullkominn árangur á bæði votri og þurri húð. Tvær mismunandi hraðastillingar gefa möguleika á ­sérsniðinni umhirðu. Hörð húð er fjarlægð varlega og auðveldlega.

Svona auðvelt er þetta! Þú byrjar með þessum hætti: • Áður en þú notar tækið í fyrsta sinn skaltu hlaða það að fullu • Vertu viss um að rúllan sé föst áður en þú hefur notkun. • Þú smellir á hnappinn til að kveikja og slökkva á tækinu. • Þú smellir á hnappinn til að skipta á milli tveggja hraðastillinga. Að skipta um rúllu: Fjarlægðu rúlluna með því að smella á hnappinn á hlið tækisins og taka ­rúlluna varlega úr því. Settu í nýja rúllu og smelltu henni fastri.

Notkunarleiðbeiningar:

• Þú getur notað Velvet Smooth Wet & Dry á bæði vota og þurra húð. • Færðu tækið varlega yfir hörðu húðina þar til þú hefur náð æskilegri mýkt. • Það slokknar sjálfkrafa á tækinu ef því er haldið of fast að húðinni. Umhirða eftir notkun: Fjarlægðu lausu húðagnirnar með tusku eða vatni og þurrkaðu ­fæturna. Til að ná sem bestum árangri mælum við með notkun sérhönnuðu Velvet Smooth ­umhirðuvaranna. Ábending: Þú getur keypt nýjar rúllur fyrir Scholl Velvet Smooth

NÝ SENDING MEÐ JÓLAKJÓLUM OG TOPPUM Mikið úrval í stærðum14-28 eða 42-56

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is


…heilsa

8 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

Geta hætt að skrifa ­uppskriftir á servéttur Berglind og Sigurður, eigendur veitingastaðarins GOTT, hafa sent frá sér samnefnda matreiðslubók sem inniheldur uppskriftir að réttum staðarins. Berglind segir þau ekkert feimin við að ljóstra upp uppskriftunum, enda engin leyndarmál í gangi hjá þeim.

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

V

ið erum rosa ánægð með bókina, hún sýnir stemninguna á staðnum í Eyjum. Það er búið að vera alveg brjálað að gera og margir hafa viljað kaupa af okkur bækur. Nú er gaman að geta boðið upp á GOTT bók sem snýst um staðinn,“ segir Berglind Sigmarsdóttir sem rekur veitingastaðinn GOTT í Vest-

Virkar lausnir frá OptiBac

„One Week Flat“ Minnkar þembu og vindgang

mannaeyjum, ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Gíslasyni. Þau hafa nú sent frá sér matreiðslubókina Gott þar sem hægt er að finna girnilegar og heilnæmar uppskriftir af réttum staðarins. En áður höfðu þau hjónin sent frá sér tvær bækur með Heilsuréttum fjölskyldunnar sem hafa notið mikill vinsælda.

Á að líða vel eftir matinn

„Það eru engin leyndarmál hjá okkur. Ég held að við höfum skrifað uppskriftina að brauðinu og súpunni á svona hundrað servéttur síðan við opnuðum. Nú getum við hætt því og boðið bókina í staðinn. Við erum svo að hugsa um að láta þýða hana yfir á ensku fyrir vorið.“ Þrátt fyrir að nýja bókin sé ekki heilsuréttabók sem slík, þá leggja þau hjónin áherslu á maturinn sé bæði bragðgóður og næringarríkur, unninn úr fersku hráefni. En þau gera til dæmis allar sínar sósur frá grunni og vita nákvæmlega hvað er í matnum sem þau bera fram. Það finnast engin rotvarn-

PRENTUN.IS

Þorskhnakki með villi­sveppa­ skel og sæt­ kartöflu­mauki Fæst í apótekum og heilsubúðum

arefni í eldhúsinu hjá þeim. Þá er lögð mikil áhersla á ferskan fisk, enda sjórinn allt um kring. „Fólk hefur almennt ekki tök á því að eyða miklum tíma í eldhúsinu en vill samt borða heilnæman mat. Maður vill að manni líði vel eftir matinn, ekki bara borða til að vera saddur. Og maturinn þarf bæði að vera bragðgóður og næringarríkur. Margir halda oft að maturinn sé óspennandi af því þetta er hollustustaður, en svo eru allir mjög ánægðir með matinn.“

Áskorun að gera góða rétti

Eftir að Berglind og Sigurður höfðu gefið út tvær bækur með heilsuréttum fjölskyldunnar þá langaði þau að opna veitingastað byggðan á sömu hugmyndafræði og úr varð veitingastaðurinn GOTT á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum. „Þetta var sameining okkar hjóna. Ég var komin út í þessa hollusturétti og hann er mjög fær kokkur, hann vildi því hafa bragðið meira spennandi en það sem var í gangi í þessum heilsubransa.

Innihald 800 g þorskhnakki 150 g hreint smjör, við stofuhita 40 g þurrkaðir villisveppir (gjarnan blandaðar tegundir) 1 sítróna, safinn 4-5 dl brauðrasp 4 bökunarkartöflur 100 g hreint smjör 100 ml rjómi 1 msk sjávarsalt

1

Skrælið kartöflur og skerið í grófa bita

2 Sjóðið í um 25 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar og hellið vatni af. 3 Maukið kartöflurnar með því að stappa þær vel. Blandið smjörinu saman við og síðan rjómanum og saltinu.

Villisveppaskel 1

Þeytið smjörið upp í hrærivél í 10 mínútur eða þar til það er orðið loftkennt.

2 Setjið þurrkuðu villisveppina í matvinnsluvél og búið til duft úr þeim. 3 Setjið villisveppaduftið saman við smjörið ásamt sítrónusafa.

Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins.

Honum fannst allt mjög dauft og óspennandi. Það var því áskorun að finna bragðgóða rétti,“ segir Berglind um hvernig hugmyndin þróaðist.

Öll fjölskyldan hjálpast að

Gott er sannkallaður fjölskyldustaður, en þau hjónin eiga fjögur börn sem öll hjálpa til með sínum hætti. „Svo endar pabbi stundum í uppvaskinu og tengdpabbi að mála fyrir utan á meðan ömmurnar passa börnin. Þannig þetta er

Þorshnakkinn eldaður

Kartöflumauk:

Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp

Samhent hjónBerglind og Sigurður leggja áherslu á bragðgóða og næringarríka rétti.

4 Bætið brauðraspinu út í og setjið um 100 g af maukinu ofan á smjörpappír og annan smjörpappír yfir og fletjið út þunnt lag. Kælið. 5 Þegar smjörplatan er orðin hörð, takið þá út og skerið í hæfilega stærð sem passar ofan á fiskinn.

1

Hitið ofninn í 170 gráður.

2 Setjið smá ólífuolíu yfir fiskinn og kryddið með salti og pipar. 3 Setjið sveppaskelina ofan á fiskinn.

fjölskyldufyrirtæki alla leið.“ Enda var það hugmyndin með að opna staðinn í Eyjum. „Við vorum að flytja aftur heim til að sameina fjölskylduna og vera meira saman. Þegar við bjuggum á höfuðborgarsvæðinu þá fannst okkur við eyða dýrmætum tíma í bílum á milli staða. Við eigum bæði foreldra í Eyjum og nú erum við búin að tengjast þeim betur og börnin geta labbað á milli, fengið sér pönnsur og komið niður í vinnu og hjálpað til. Þetta er alveg æðislegt.“

4 Bakið fiskinn í ofni í 12-15 mínútur, fer eftir þykktinni á fisknum. 5 Berið fram með kartöflumaukinu.


…heilsa kynningar

9 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

Njóttu þess að borða á aðventunni

Nú er genginn í garð sá árstími sem er ein mesta og lengsta matarveisla okkar Íslendinga. Við njótum aðventunnar til að vera saman, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir eða vinnufélagarnir og við borðum góðan mat og gleðjumst. Unnið í samstarfi við Artasan

V

ið leggjum ýmislegt á meltinguna á þessum árstíma umfram það sem við gerum vanalega því við erum að borða meira og oft tormeltari mat en venjulega. Það er oft mikið af kjöti, reyktum mat, brauðmeti, ostum og rjóma og stundum er allt svo girnilegt að við verðum að smakka allt. Dásamlegur tími samveru sem gefur okkur svo mikið af góðum minningum en allar þessar krásir sem fylgja reynast mörgum tormeltanlegar. Meltingarkerfið okkar er nefnilega ekki hannað fyrir svona átveislur og hvað þá margar.

Uppþemba og magaónot

Í munninum byrjum við að melta matinn, við tyggjum hann og ákveðin ensím byrja að brjóta niður kolvetnin. Í maganum heldur þessi vinna svo áfram, margar tegundir ensíma brjóta niður mismunandi mat og gera hann kláran fyrir smáþarmana þar sem næringarupptakan fer fram. Þegar það er allt yfirfullt af öllum tegundum matar er líkaminn stundum ekki að lesa skilaboðin rétt og virkja réttu ensímin. Einnig hafa sumir óþol fyrir ákveðnum fæðutegundum og er orsökin þá stundum skortur á meltingarensímum. Laktósaóþol er gott dæmi því þá vantar ensímið laktasa til að brjóta niður mjólkursykurinn.

Betri melting og minni vindgangur

Ef maturinn er vel meltur minnka líkurnar á uppþembu, ónotum og vindgangi. Til þess að hjálpa til við að halda meltingarfærunum í góðu standi þurfum við að passa vel að tyggja matinn vel og borða hægt. Einnig er gott að taka meltingarensím og mjólkursýrugerla til að hjálpa líkamanum við erfiðið.

Laktósaóþol

Digestive Enzyme Complex frá Natures Aid eru blanda meltingarensíma sem hjálpa til við niðurbrot á öllum helstu fæðutegundunum. Þar á meðal er laktasi sem brýtur niður laktósa (mjólkursykur) og hefur það hjálpað fólki sem þjáist af laktósaóþoli mikið. Digestive Enzyme er tekið inn með mat og er einfaldlega frábær liðsauki í maganum við að brjóta matinn niður og forða okkur frá óþægindum. Einnig auðveldar það eftirvinnuna sem fer fram í þörmunum.

Upptaka á næringu og hægðir

Í þörmunum er heill her að störfum. Þessi her kallast í daglegu tali þarmaflóra og hefur hún bein áhrif á heilsufar okkar, andlega og

líkamlega. Bakteríurnar í þarmaveg fyrir hægðatregðu og ýmis flórunni telja yfir 1000 ólíkar heilsufarsvandamál. tegundir en þær hjálpa til við niðurbrot og meltingu ásamt því Öflugur asídófílus að framleiða ákveðin vítamín Prógastró mjólkurog önnur nauðsynleg sýrugerlarnir eru efni. Þegar við borðum afar öflugir en of mikið, þarna eru fjórar ím Ens of oft og tegundir galla auðveld erum að og sýruþolinna blanda gerlastofna. ltingu og e m saman Einn af þeim er . ið g la minnka á öllu möguL. acidophilus legu eins DDS®-1 en og oft vill þetta er nafn verða á aðá mjög áhrifaríkventunni er herinn um gerlastofni þar sem okkar oft ofurliði ­„ DDS®-1 viðbótin“ er afar mikilborinn og þarfnast væg. Það þýðir ekki bara að þeir aðstoðar. Trefjaþola hátt sýrustig í maganum, ríkt fæði, gerjaðar heldur margfalda þeir sig í þörmafurðir og innunum. L. acidophilus DDS®-1 er taka á öflugum talinn gagnlegur fyrir alla aldursmjólkursýrugerlum hópa og benda rannsóknir einnig geta örvað vöxt til þess að þessi gerill bæti alhagstæðra örvera mennt heilsufar fólks. í meltingarveginum en þannig Sölustaðir: Apótek, heilsuhús getum við komið í og heilsuhillur verslana.

Hefur mikil áhrif á síðdegisþreytuna

B12 boost – Bragðgóður munnúði sem tryggir upptöku Unnið í samstarf við Artasan

Í

ljósi þess að B12 skortur tengist oft vandamálum í meltingarvegi er best að taka það í formi munnúða. Upptaka á B12 gegnum slímhúð í munni er örugg og áhrifarík leið til að tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12 vítamíni eða til að verja okkur fyrir B12 skorti. B12 Boost munnúðinn frá Better You inniheldur methylcobalamin sem er náttúrulegt

form þessa vítamíns og einmitt það sem er best fyrir okkur að taka. Úðinn er bragðgóður og tryggir að líkaminn fái allt það B12 sem hann þarf á afar auðveldan og einfaldan máta. Hann inniheldur einnig steinefnið Chromium Chloride (króm) sem nýtist öllum og er sérstaklega hjálplegt fólki með efnaskiptavillu og/eða blóðsykurvandamál og svo er grænt te í blöndunni sem eykur orku. Sólrún Lilja Diego er mömmubloggari á Mamie.is og er einnig með afar vinsælt Snappchat sem þúsundir Í Íslendinga fylgjast með daglega. „Eftir að ég byrjaði að taka B12 Boost vítamínið frá Better You hef ég fundið gríðarlegan mun á sjálfri mér. Ég á auðveldara með að vakna, sef betur og ég er ekki frá því að þetta hafi mikil

Einkenni B12 skorts geta verið eftirfarandi: • Orkuleysi og slen. • Þreyta, ör hjartsláttur, ­ andþyngsli og svimi. • Náladofi í hand- og ­­fótleggjum. • Hægðatregða, uppþemba. • Þyngdartap. • Erfiðleikar með gang. • Skapsveiflur. • Minnisleysi, þunglyndi og ­vitglöp (Dementia).

40 daga skammtur áhrif á síðdegisþreytuna mína. Vítamín í úðaformi hentar mér einstaklega vel enda mæli ég með því við alla í kring um mig.“ Sölustaðir: apótek, heilsuhús og heilsuhillur verslana.

Sólrún Lilja Diego og Maísól

„Eftir að ég byrjaði að taka B12 Boost vítamínið frá Better You hef ég fundið gríðarlegan mun á sjálfri mér.“ Sólrún Lilja Diego


…heilsa kynningar

10 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

Í desember renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Bio Kult (öllum tegundum) til Styrktarfélags krabbameinsjúkra barna

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna- SKB www.skb.is Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu.

Styrkir ónæmiskerfið og meltinguna Hreysti og betri einbeiting fyrir tilstuðlan Bio-Kult. Unnið í samstarfi við Icecare

ið tíma bæði í Steps on ­Broadway og í London. Til þess að geta stundað þetta allt saman af fullum krafti tek ég Bio-Kult á hverjum degi til að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir að ég fái allskonar umgangspestir sem ég má ekkert vera að því að eyða tímanum í,“ segir Íris. Henni finnst Bio-Kult gera sér gott samhliða heilsusamlegu mataræði. „Ég er allavega mjög hraust, sjaldan þreytt, með góða einbeitingu og hlakka nær undantekningarlaust að takast á við verkefni dagsins.“

Í

ris Ásmundardóttir æfir ballett í rúmlega tuttugu klukkustundir á viku ásamt því að vinna sem aðstoðarkennari í ballett fyrir þau sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar ég lærði að stærsti hluti ónæmiskerfisins væri í meltingarfærunum ákvað ég að gera eins vel og ég gæti til að styðja við og halda þeim í sem bestu standi. Ég ætla mér langt í ballettinum „Ég og mér hefur er allavega undanfar, in tvö ár mjög hraust , tt hlotnast sjaldan þrey sá heiða með góð ur að fá að stunda einbeitingu“

Margrét Alice heilsumarkþjálfi mælir heilshugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult.

nám við sumarskóla Boston ­Ballet ásamt því að hafa tek-

Bio-Kult fyrir alla

Innihald Bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed extract.

Írisi finnst Bio-Kult gera sér gott samhliða heilsusamlegu mataræði.

Átti erfitt með að trúa virkninni af Amínó liðum

Júlíus Jóhannsson nýtur þess að ganga á fjöll og hjóla eftir að hann fór að nota Amínó liði. Unnið í samstarfi við Icecare.

J

úlíus Jóhannsson er mikill fjallgöngugarpur og hjólari, rétt rúmlega fertugur og var farinn að finna fyrir slæmum verkjum og óþægindum í liðum, sérstaklega í hnjánum. „Það var helst sem ég fann fyrir miklum óþægindum daginn eftir fjallgöngu eða hjólatúr, sem hömluðu mér því ég varð stirður strax að morgni. Ég var farinn að finna fyrir því að ég væri ekki eins ferskur og ég hafði verið og var farinn að átta mig á að einhverjar breytingar væru að eiga sér stað í líkamanum. Fjallgöngurnar reyndu sérstaklega á hnén og var þetta orðið hvimleitt vandamál hjá mér. Ég hef ekki haft mikla trú á fæðubótarefnum í gegnum tíðina, en ákvað að prófa Amínó liði, þar sem ég sá að þetta er framleitt úr íslenskum sæbjúgum og íslensku fiskpróteini, það fannst mér áhugavert. Ég trúði því ekki þegar ég fór að finna fyrir áhrifum af Amínó liðum, því að aðeins eftir fimm daga

Ég hef ekki haft mikla trú á fæðubótarefnum í gegnum tíðina, en ákvað að prófa Amínó liði, þar sem ég sá að þetta er framleitt úr íslenskum sæbjúgum og íslensku fiskpróteini, það fannst mér áhugavert.

i „ég trúði ekk ð þegar ég fór a m fu ri finna fyrir áh “ m af Amino liðu

Júlíus Jóhannsson mikill fjallgöngugarpur og hjólari

fann ég ótrúlega góð áhrif. Ég átti erfitt með að trúa þessu, því að ég var alltaf að bíða eftir því að verða slæmur eftir fjallgöngur eða hjólatúra. Ég ætla klárlega að halda áfram að nota Amínó liði, því það virkar mjög vel fyrir mig.“

Allt annað lífJúlíus Jóhannsson fann ótrúlega góð áhrif eftir að hafa notað Amínó Liði í fimm daga. Mynd | Rut


…jólaskraut

12 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM MIÐBORGARHJARTAÐ SLÆR!

Allt fyrir jólin í miðborginni

Vel falin perla í Kópavoginum Ef prýða skal fyrir jólin er Portið staðurinn.

Í

Kópavoginum leynist gimsteinn þar sem grúskarar, áhugafólk um antík og allir sem eru annað hvort haldnir fortíðarþrá eða bara elska fallega muni geta fengið sitthvað fyrir sinn snúð. Við erum að tala um Portið við Nýbýlaveg, vel falda perlu í hafsjó veitingahúsa og verslana. Þar úir nú og grúir af forkunnarfögru jólaskrauti sem margir ganga í barndóm við að berja augum. Hér er brot af úrvalinu en með Portinu sannast hið fornkveðna; sjón er sögu ríkari.

Jólastellið fæst í Portinu.

OPI Ð TI L K L . 22 Í V E R SLU N U M FR Á 15. DE SE M B E R N ÆG BÍ L A S TÆ ÐI OG M U NI Ð BÍ L A S TÆ ÐA H ÚSIN

Jólagjafirnar, skrautið og hátíðarmatinn finnur þú í verslunum miðborgarinnar. Gerðu jólainnkaupin í skemmtilegu umhverfi og kynntu þér jólamatseðla veitingahúsanna. Hátíðlegar uppákomur víða um miðborgina frá kl. 14 alla laugardaga, auk fjölda jólaviðburða aðra daga. Kórar, lúðrasveitir, jólasveinar og margt fleira. Þá er skautasvellið á Ingólfstorgi öllum opið, Jólatorgið verður á sínum stað á Hljómalindarreit frá 15. desember og að lokum viljum við minna á nýtt Gjafakort Miðborgarinnar.

Gamaldags jólakúlur sem fara eflaust með marga aftur í tímann.

Jesúbarnið ásamt móður sinni og stjúpa.

Tindátar.

Sjáumst í jólaskapi í miðborginni.

FI N N U R ÞÚ A ÐV E NT UA PA N N? Þessi græni og glæsilegi api felur sig reglulega í einhverri af verslunum miðborgarinnar. Láttu okkur vita ef þú rekst á hann. Þú gætir unnið Gjafakort Miðborgarinnar.

MIDBORGIN.IS FACEBOOK.IS/MIDBORGIN

Fallegir jólabaukar undir smákökurnar.

Yndislegur engill og vegleg súputarína í baksýn.


…jólaskraut

13 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

Nostrað við og nartað í

Grænt á hátíðarborðið

Greinar eru ótrúlega mikil prýði um jólin, ekki bara greni heldur hvers kyns greinar sem finna má annað hvort í verslunum eða úti í náttúrunni. Þær eru notaðar í allra handa jólaskraut, ekki síst kransa. Ein dásamlega falleg leið til þess að nýta greinar er að nota þær sem skraut á hátíðarborðið. Þá er hægt að hnýta litla kransa, binda slaufu og leggja á hvern disk. Einfaldleikinn er líka alltaf góður og það getur gert fallegt borð enn fallegra að leggja litla grein við hlið hvers disks.

Helgimyndir af öllum gerðum.

Útsaumaður klukkustrengur.

Öðruvísi og retro jólatrésfótur.

Því ekki að slá tvær flugur í einu höggi og gera jólaskraut sem er ætt? Bæði er það ákaflega fallegt og gefur skrautinu æðri tilgang. Svo er líka minna að ganga frá eftir jólin, skrautið hefur runnið ljúflega ofan í sátta maga. Raða má stjörnulaga kökum upp í strýtu og skreyta með glassúr og kökuskrauti. Einnig eru fallega skreyttar og gómsætar piparkökur dásamlega fallegt skraut sem má narta í.


…jólaskraut

14 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016

EinfaltFallegir hlutir úr norrænu birki. Myndir | Hari

Hreinar línur og ­skandínavískur einfaldleiki Söstrene Grene 11 ára í dag Unnið í samstarfi við ­ Söstrene Grene

S

östrene Grene á Íslandi fagnar í dag, 2. desember, 11 ára afmæli. Kristín Reynisdóttir er einn eigenda Söstrene Grene á Íslandi og hefur verið frá upphafi en í dag rekur hún verslanirnar tvær ásamt Brynju Scheving og Aðalsteini Þórarinssyni. Fyrsta verslun stofnendanna var opnuð árið 1973 í Árósum í Danmörku af systrunum Önnu og Clöru. Verslunin var á 3. hæð í gömlu verslunarhúsi en það kom ekki í veg fyrir að kúnnahópurinn stækkaði ört enda höfðu systurnar einstakt auga fyrir fegurðinni í því smáa og buðu upp á sanngjarnt verð.

Mikil væntumþykja

Verslunin á Íslandi var sú fyrsta sem opnaði utan Danmerkur. „Þetta var prófraun í því að reka Söstrene Grene erlendis. Danirnir hafa alltaf verið mjög ánægðir með íslensku verslunina. Við höfum notið ýmissa forréttinda í auknu vörumagni á vinsælum vörum því á milli okkar ríkir gagnkvæm væntumþykja,“ segir Kristín. Verslanir Söstrene Grene eru nú yfir 100 að tölu og 3-4 nýjar verslanir opna í hverjum mánuði um víða veröld.

Vonandi verður gott í sjóinn

Rekstur verslunarinnar hefur ætíð gengið vel þrátt fyrir venjubundnar séríslenskar efnahagssveiflur. „Strax í byrjun höfðu oft myndast langar raðir þegar við mættum til

Allskonar kassar Gaman er að gefa gjafir í kassa sem síðan nýtist áfram. Myndir | Hari

vinnu og enn kemur fyrir að hleypa þurfi inn í hollum þannig að öllum líði vel í búðinni.“ Í jólabæklingnum fyrir þessi jólin má finna vörur sem koma í verslanir fram að jólum og væntanlega vikudaga. „Við vonumst til að standast tímasetningar og gott verði í sjóinn í desember allra vegna – líka sjómannanna,“ segir Kristín.

Einfaldleiki og notagildi

Mikið er í boði af hvers kyns jólavarningi þessi jól sem endranær. „Skandínavískri hönnun er ávallt gert hátt undir höfði í Söstrene Grene. Það á við um jólavörur sem og annað. Hjá höfuðstöðvum Söstrene Grene eru starfandi áhugasamir hönnuðir sem fara ýmsar leiðir í hönnun Grene-jólavara. Bæði

er leitað fanga í gamla norræna jólastemningu en eins eru þeir afar hrifnir af ljósum einfaldleika, hreinum línum, notagildi og þá síðast en ekki síst skiptir verðið höfuðmáli,“ segir Kristín. „Ein vinsælasta línan þessi jól er afar skemmtileg, klassísk og náttúruleg. Einfaldir hlutir búnir til úr norrænu birki. Svona hluti er gaman að eiga og taka upp jól eftir jól ásamt norræna bústna jólasveininum.“

Brúni umbúðapappírinn fallegastur

Einnig berast árlega nýjar jólatískulínur í Söstrene Grene þar sem tískustraumar og stefnur eru ríkjandi hverju sinni með áberandi í munstri og litum. „Þá er rauði liturinn ríkjandi en með honum eru jafn-

vel settir óvenjulegir sterkir litir eða mynstur sem gerir t.d. jólapappírinn, pokana og fleira sérstaklega Grene-lega. Hvað sem öðru líður þá er mínímalíski skandínavíski stíllinn þó alltaf gegnumgangandi. Okkur finnst margt fallegt en fallegastur finnst mér þó brúni umbúðapappírinn, með snærum eða fallegum ofnum borðum og rauðum hjörtum,“ segir Kristín. Fram að jólum er von á margvíslegri gjafavöru og bíða kúnnarnir okkar spenntir eftir þeim. „Í fyrstu viku í desember tökum við upp eina stærstu og fallegustu gjafa- og heimlissendingu ársins. Hún á eftir að gleðja marga. Við óskum öllum Grene-legrar aðventu!“


Nýtt VINTER 2016 skrautepli 1.690,-

Skrautleg heimili eru skemmtilegri

2.690,Nýtt VINTER 2016 skrautkrans

Nýtt VINTER 2016 skrautkúlur 2.290,-/35 í setti

Þá er jólamánuðurinn genginn í garð, kassarnir eru sóttir í geymsluna og jólaskrautið fær loks að njóta sín eftir langa bið. Til viðbótar við kæra hluti sem hafa jafnvel fylgt manni frá barnæsku, er alltaf gaman að bæta í safnið og endurnýja. Hátíðleg lýsing, skraut af ýmsu tagi og jólaplöntur skapa notalegt andrúmsloft og gefa jólatóninn á heimilinu.

Nýtt VINTER 2016 skrautuglur 395,-/3 í pk.

Nýtt VINTER 2016 skrautkúlur 695,-/3 í pk.

© Inter IKEA Systems B.V. 2016

STRÅLA LED skrautlýsing 2.990,-

Nýtt VINTER 2016 skraut 695,-/2 í setti

Nýtt VINTER 2016 skrautkrans 1.290,-

1.490,-

Nýtt VINTER 2016 skrautkúlur 895,-/2 í pk.

Nýtt STRÅLA LED innisería með 12 ljósum Rafhlöður seldar sér

Nýtt VINTER 2016 skrautblóm 695,-/3 í setti

Nýtt VINTER 2016 skraut 695,-/4 í setti

690,-

Nýtt VINTER 2016 skraut 995,-/6 í setti

Nýtt STRÅLA skermur fyrir loftljós. Ø70cm Rafmagnssnúra og ljósapera seldar sér.

1.990,STRÅLA loftljós Ljósapera seld sér

Nýtt FEJKA gervipottablóm 595,-

Verslun opin

11-21

Nýtt VINTER 2016 skraut. H33cm 1.990,-

Nýtt VINTER 2016 skrautkúlur 385,-/12 í pk.

alla daga - Veitingastaður opinn 9:30-20:30 - www.IKEA.is


Jólin í gamla daga alla föstudaga

Hvernig var jólaundirbúningur í gamla daga? Komist að því á sunnudaginn milli klukkan 13 og 17 í Árbæjarsafni.

Rihanna heillar Harry Prinsinn ferðast fyrir hönd drottningar. Vel fór á með Rihönnu og Harry prins þegar þau hittust í heimalandi Röhönnu, Barbados, í vikunni. Prinsinn ferðast nú um karabíska ­hafið og sótti

­ eðal annars tónleika á eyjunni m sem haldnir voru í tilefni af 50 ára sjálfstæði hennar en fram til ársins 1966 var Barbados bresk nýlenda. Harry var augljóslega afar upp með sér að hitta hina hæfileikaríku Röhönnu. Harry, sem ferðast fyrir hönd ömmu Á BarbadosPrinsinn, sem er sá 5. í röðinni í erfðaröðinni að krúnunni, var heillaður af tónlistarkonunni ­hæfileikaríku.

föður síns. Þættirnir þykja afar vel gerðir og aldrei hefur verið ráðist í eins dýra þáttagerð hjá Netflix. Þættirnir þykja ennfremur varpa ljósi á vanda Elísabetar í upphafi drottningarára sinna og talað hefur verið um að hún hafi aldrei verið sýnd í eins mennsku ljósi. Samband hennar við móður sína, eiginmanninn Philip og systurina Margréti er sýnt í nýju samhengi en þrátt fyrir að gefið hafi verið út að þættirnir hafi verið gerðir með upplýstu samþykki krúnunnar er víst kurr innan Buckinghamhallar vegna sumra atriðanna sem þykja full afhjúpandi.

sinnar, hélt ræðu á sérstakri hátíð sem var tileinkuð sjálfstæðinu og bar þar fyrir kveðju frá drottningunni og Philip prins. „Þjóðir okkar eiga sameiginlega sögu, sameiginleg gildi og á milli okkar er gagnkvæm væntumþykja sem heldur áfram að tengja okkur,“ sagði prinsinn meðal annars í orðsendingu frá ömmu sinni. Áhuginn á bresku konungsfjölskyldunni hefur sjaldan verið meiri. Aukinn áhuga má rekja til þáttanna The Crown á Netflix sem rekja sögu Elísabetar drottningar frá því að hún þurfti skyndilega að taka við krúnunni eftir fráfall

Nýtur sín í ­Washington Anna Lára Orlowska, sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland 2016, er nú stödd í Washington í Bandaríkjunum þar sem hún tekur þátt í Miss World, en lokakvöldið er þann 18. desember næstkomandi. Hún deilir herbergi með Ungfrú Belgíu og virðast þær vera orðnar mestu mátar og borða saman súkkulaði uppi í rúmi. Anna Lára er dugleg að spjalla við fylgjendur sína á snapchat og deila því sem á daga hennar drífur í Ameríku. Þrátt fyrir að stúlkurnar þurfi að taka þátt ýmis konar æfingum fyrir keppnina fá þær líka góðan tíma til að skoða sig um og hvílast, en á döfinni er ferðalag til New York þar sem þær fara meðal annars á sýningu á Broadway.

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir...

www.versdagsins.is

STAFRÆNT kaffitá r

frá bý

kaf fitá r í bolla býli frá

kaffitár frá bý li í b

oll

áR fit

la bol

hátíð í bæ

a

a í boll ýli áb fr

í li

r frá býli í bolla fitá kaf

ka f

Þarftu skjóta afgreiðslu á einblöðungum, bæklingum, veggspjöldum, skýrslum, eða nafnspjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð.

Amk 02 12 2016  

AMK, Fréttatíminn, Iceland

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you