Page 10

10

fréttaskýring

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 Siðfr æði ÓvíSt er hvenær frumvarp Sem heimilar StaðgÖngumæðrun verður lagt fr am

Réttindi staðgöngumóður þarf að tryggja Ljóst er að á meðan staðgöngumæðrun er óheimil á Íslandi verður alltaf fólk sem leitar út fyrir landsteinana og lendir í lagaflækjum þegar það kemur aftur til landsins með barnið. Undirbúningur að frumvarpi að lögum sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er í fullum gangi. Meðal álitaatriða sem þarf að taka afstöðu til er hvenær foreldraábyrgð verðandi foreldra verður virk og hver tekur ákvörðunina ef eyða á fóstrinu.

Ö

ll ríki Evrópu eru að skoða staðgöngumæðrun með einhverjum hætti. Með því að ákveða að semja frumvarp um staðgöngumæðrun höfum við tekið forystu á Norðurlöndunum,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Íslands. Hún situr í Norrænu lífsiðfræðinefndinni sem stóð fyrir ráðstefnu í vikunni um tæknifrjóvganir og staðgöngumæðrun frá alþjóðlegu sjónarhorni. Starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra vinnur að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út að óvíst sé hvort hægt verður að leggja frumvarpið fram á næsta þingi. Salvör segir þetta mikið hitamál enda stórar spurningar sem þurfi að taka afstöðu til hvort sem staðgöngumæðrun sé leyfð eða bönnuð. „Ef þetta er bannað þá fer fólk bara annað. Það hefur sýnt sig. Þá þarf að taka afstöðu til þess hvort skrá á það fólk sem foreldra. Það getur verið erfitt ef löggjafinn viðurkennir ekki staðgöngumæðrun. Löggjafinn gengur út frá því að móðir barnsins sé sú sem fæðir það,“ segir Salvör. Um tíma var engin löggjöf um staðgöngumæðrun í Finnlandi, það er hún var hvorki leyfð né bönnuð. Þá voru dæmi um að fólk frá hinum Norðurlöndunum færi þangað. Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi var við nám og vinnu í Svíþjóð þegar ekki var búið að banna staðgöngumæðrun í Finnlandi og segir að yfirleitt hafi málin fengið farsælan endi. Hún rifjar þó upp eitt mál sem hún segir alls ekki dæmigert, en fór afar illa. Þar var um að

LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST BYLGJAN SENDIR ÚT BEINT FRÁ MOSFELLSBÆ FRÁ KL.12.20-16.00

FRÍTT Í STRÆTÓ, leið 15 08.00-17.00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ AÐ VARMÁ OG VIÐ TUNGUBAKKA 08.00 Fótboltamót Aftureldingar og Intersport 6. 7. og 8. flokk karla og kvenna á Tungubökkum 10.00 7 Tinda hlaupið í Mosfellsbæ ræst. Sjá nánar á: http://www.mos.is/7tindahlaupid/ 14.00 Meistaraflokkur Aftureldingar tekur á móti Sindra frá Hornafirði 16.00 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ, markinu lokað 16.17 Ólympíuleikar vinnustaða

Ástríður Stefánsdóttir segir líklegt er að í fyrstu verði aðeins gagnkynhneigðum hjónum á frjósemisaldri með líkamleg frjósemisvandamál heimilt að nýta sér staðgöngumæður. Mynd NordicPhotos/Getty

ræða sænsk hjón sem nýttu sér þjónustu í Finnlandi til að láta systur eiginmannsins ganga með barn þeirra. „Hjónunum er síðan afhent barnið og faðirinn er einn skráður forsjáraðili. Í Svíþjóð tók afar langan tíma að móðirin, sem eggfruman kom frá, fengi að ættleiða barnið jafnvel þó systir mannsins hefði gefið sitt samþykki fyrir því. Málið var enn ófrágengið þegar barnið var komið á annað ár, vandamál komu upp í sambandinu og hjónin skildu. Þetta var ljótur skilnaður og maðurinn í hefndarhug en þetta endaði með því að systkinin voru áfram skráðir foreldrar barnsins. Þarna var staðgöngumæðrunin sjálf ekki vandamálið heldur sú staðreynd að kerfið var ekki í stakk búið til að takast á við stöðuna. Ef móðirin hefði fengið að ættleiða nýfætt barnið hefði þetta bara verið hefðbundinn skiln-

aður,“ segir Helga Sól. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur, var í fyrsta vinnuhópnum hjá heilbrigðisráðuneytinu sem skrifaði álitsgerð um staðgöngumæðrun frá lögfræðilegu, læknisfræðilegu og siðfræðilegu sjónarhorni. „Ég tel að við eigum ekki að gera þetta en í því ljósi að búið er að ákveða að vinna frumvarp þá þurfum við að koma með bestu lausnirnar. Að mínu mati þarf staðgöngumóðirin að koma inn í heilbrigðiskerfið eins og hver önnur þunguð kona. Hún verður að hafa fullan yfirráðarétt yfir þunguninni og hún tekur allar ákvarðanir á meðgöngunni en ekki verðandi foreldrar. Foreldrahlutverk þeirra verður þá ekki virkt fyrr en að ættleiðingarferli loknu,“ segir Ástríður. Hún bendir einnig á hversu erfitt og varasamt sé ef ætlunin er að fara framhjá

13.00 - 15.00 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ ELDRI BORGARA EIRHÖMRUM Vetrardagskráin kynnt fyrir eldri borgurum. Allir velkomnir og heitt á könnunni. 13.00 TÍVOLÍ Á KAUPFÉLAGSPLANINU 13.00 - 18.00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS ÁLAFOSSBÚÐIN – ÁSGARÐUR - KAFFIHÚSIÐ ÁLAFOSSI OG SUNDLAUGIN −13.15 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur −14.00 Þjóðdansafélagið með danssýningu barna og fullorðinna og að henni lokinni verður gömludansaball. −14.00 Handboltastrákarnir í Aftureldingu grilla kjúkling frá Ísfugli og bjóða gestum að smakka á meðan birgðir endast. −16.00 Kvennakórinn Heklurnar

11.00 - 18.00 OPNAR VINNUSTOFUR LISTAMANNA

13.00 - 15.00 ÞRAUTABRAUT FYRIR KRAKKA AÐ VARMÁ Hjalti Úrsus og Halla Heimis með þrautabraut fyrir krakka og aflraunir fyrir fullvaxna. við Íþróttamiðstöðina að Varmá.

11.00 - 16.00 HRAFNSHÖFÐI 14, OPIÐ HÚS Myndó ljósmyndastofa, Ólína Margeirsdóttir. Tilboð á passamyndatöku í opnu húsi.

14.00 BARNADAGSKRÁ Á MIÐBÆJARTORGI Lalli töframaður Sveppi og Villi

11.00 - 16.00 ÁSLAND 12, OPIÐ HÚS Helga Sigurðardóttir - Leðurvörur, veski o.fl.

14.00 DÝRAHJÁLP Í KJARNA ViÐ MIÐBÆJARTORG Ættleiðingardagur hjá Dýrahjálp Sætar kisur og kátir hundar sem leita að heimili. Varningur til sölu til styrktar hjálparstarfinu. Tekið á móti dóti og mat fyrir fósturdýrin.

11.00 - 16.00 FLUGUMÝRI 34, OPIÐ HÚS Asdesign, Alda Kristinsdóttir, Kvenfatnaður og fylgihlutir Herdís og Hjördís, Bath and Body works vörur 13.00 - 18.00 HELGALAND 9, OPIÐ HÚS Þórunn Símonardóttir, Gallerý hjá Tótu Ýmsar vörur úr ull, peysur, jakkar og fylgihlutir. 15.00 - 17.00 FELLSÁS 9A, OPIÐ HÚS Bryndís Brynjarsdóttir - Málverk 15.00 - 17.00 LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR Veisla í farangrinum Opnun myndlistarsýningar systranna Söru og Svanhildar Vilbergsdætra. Sýningin er afrakstur mánaðarlangrar vinnuferðar til Gammel Have á Fjóni 2012. Þær kalla athæfi sitt dúett-málun, þar sem þær vinna verk sín í sameiningu allt frá hugmynd til framkvæmdar. 12.00 - 17.00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl., 14.00 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur. 15.00 Úrslit í sultukeppni 11.00 - 17.00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL Heimalingar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr Börnin fá að fara á hestbak kl. 14.00-15.00 Https://www.facebook.com/husdyragardurinnhradastadir 12.00 - 17.00 FLUGVÖLLURINN Á TUNGUBÖKKUM Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, forn-dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Elsta flugvél landsins, sem smíðuð var af tveimur Íslendingum á árunum 1931-2 verður til sýnis og reynt verður að setja hana í gangi í fyrsta skipti í tæp 30 ár.

15.00 - 17.00 RITUHÖFÐI Íbúar verða með bílskúrssölu, þar verður hægt að finna handverk, fatnað, bakkelsi og fleira. 15.00 BÓKMENNTAKYNNIG Á HVIRFLI Í MOSFELLSDAL. Kynning á glænýrri bók: Sérðu harm minn, sumarnótt? eftir Bjarka Bjarnason. Sérðu harm minn, sumarnótt? er söguleg skáldsaga sem gerist á Austfjörðum á fyrri hluta síðustu aldar. Bókaútgáfa Óðinsauga í Mosfellsbæ gefur verkið út og bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku kynningarverði. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur kl 14:40. 15.00 AKURHOLT 21 Hljómsveitin Kynslóðabilið heldur tónleika út í garði. Söngvarar eru Nonni Maggi og Siggi Hansa. Hljómsveitina skipa Hans Þór Jensson, Páll Helgason, Arnór Sigurðarson og Jón Bjarni Jónsson. 16.00 ÁLMHOLT 10 Útitónleikar í garðinum heima: Davíð Ólafsson óperusöngvari og gestir skemmta. 16.30 SKÁLAHLÍÐ 46 Útitónleikar í garðinum heima hjá bæjarstjóranum: Hljómsveitin Kókos hitar upp fyrir götugrill. Safnast saman í brekkunni fyrir neðan húsið og ofan Hulduhlíðar. Gústi, Hrafnhildur og Öddi halda uppi fjörinu. Https://www.facebook.com/kokosband

Þetta endaði með því að systkinin voru áfram skráðir foreldrar barnsins. þeirri lagalegu skilgreiningu að móðir sé sú sem fæðir barn. „Ég tel líka að við þurfum að hafa einhvers konar val um hverjar fá að gerast staðgöngumæður, ekki bara líkamleg viðmið heldur þurfa félagslegar aðstæður þeirra að vera góðar, að konan hafi tekjur, sterka félagslega stöðu þannig að ekki þurfi að efast um að hún velur að gerast staðgöngumóðir af velgjörð,“ segir hún. Ástríður telur að Íslendingar séu að fara inn í erfitt tímabil sem ekki er vitað hvernig endar. „Um leið og við opnum fyrir þetta verður alltaf hópur sem er hafnað að fara þessa leið. Það verður erfitt að velja inn hverjir fá að fara þessa leið. Ég reikna með að við byrjum þröngt og heimilum staðgöngumæðrun eingöngu gagnkynhneigðum pörum á frjósemisaldri sem eiga við líkamleg frjósemisvandamál að eiga. Ég sé líka fyrir mér að hommar vilji nýta sér þessa þjónustu. Það væri í anda löggjafar okkar. Og einhleypar konur eiga börn, því þá ekki líka einhleypir karlmenn? Síðan þarf fólk að átta sig á að þó það sé komið með staðgöngumóður þá gengur ferlið í besta falli upp í helmingi tilfella. Það verða alltaf fósturlát sem leiða til vonbrigða og sorgar. Þó það verði gleði þá verður alltaf líka sorg,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

16.00 BÆJARLEIKHÚSIÐ Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr. Miðapantanir í síma 692 7408 16.30 KARAMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM 17.00 - 20.00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins. 20.00 - 23.00 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI − Hljómsveitin Solar − Hera Björk Þórhallsdóttir − Hljómsveitin Kaleo − Raggi Bjarna og gestir − Stormsveitin − Páll Óskar Hjálmtýsson − Kynnir: Steindi jr. 23.00 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ FLUGELDASÝNINGU. 23.30 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PÁLI ÓSKARI AÐ VARMÁ

SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 11.00 - 17.00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL Heimalingar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr Börnin fá að fara á hestbak kl. 14.00-15.00 13.00 - 18.00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS Álafossbúðin – Ásgarður - Kaffihúsið Álafossi og Sundlaugin 14.00 Handboltastrákarnir í Aftureldingu grilla kjúkling frá Ísfugli og bjóða gestum að smakka á meðan birgðir endast. 14.00 BÆJARLEIKHÚSIÐ Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr. Miðapantanir í síma 692 7408 16.00 STOFUTÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI Halldór Sveinsson píanóleikari og Sigrún Harðardóttir fiðluleikari Á tónleikunum verður hægt að ylja sér um hjartarrætur með því að hlusta á ljúfar íslenskar dægurlagaperlur, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Þórarin Guðmundsson og Jón Múla. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar á www.mos.is/ituninuheima

30 08 2013  

News, Newspaper, Iceland

30 08 2013  

News, Newspaper, Iceland

Advertisement