35
Helgin 26.-28. september 2014
heimili & hönnun
Handunnið gler hjá Heimahúsinu Hjá Heimahúsinu er boðið upp á hinar sígildu og fallegu glervörur frá LSA International. Munirnir eru handunnir og blásnir samkvæmt aldagamalli aðferð.
G
lervörurnar og postulínið frá LSA International hafa notið mikilla vinsælda víða um heim og hefur fyrirtækið verið leiðandi í Evrópu á sínu sviði. Verksmiðjur fyrirtækisins eru í vesturhluta London, þar sem fagmenn handsmíða og blása glös með aldagamalli tækni.
Hönnun glervaranna frá LSA er tímalaus og einstaklega falleg. Hjá Heimahúsinu er boðið upp á glæsilegt úrval borðbúnaðar sem hentar við hin ýmsu tækifæri.
Handunnin rauðvínskarafla frá LSA. Glæsileg rauðvínsglös frá LSA sem blásin eru samkvæmt aldagamalli hefð.
LSA er þekkt fyrir sinn einstaka sígilda stíl, fallega hönnun og gæði og eru vörurnar allar framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins. Monika Lubkowska-Jonas er yfirhönnuður LSA en faðir hennar var einn stofnenda fyrirtækisins fyrir nær hálfri öld. Vörurnar frá LSA eru
fáanlegar hjá Heimahúsinu við Ármúla 8. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.heimahusid.is og á Facebook-síðunni Heimahúsið. Unnið í samstarfi við Heimahúsið