Page 1

Dansað í hádeginu Halla, Emma og Tinna fengu 81 árs konu til að stíga dans í Hörpu 22 Úttekt

Jórunn Jónsdóttir 250 kíló­ metra hlaup á einni viku viðtal 14

Siggi Þór

Ungstirnið í Borgarleikhúsinu: Kærastan er minn stílisti Dægurmál 56 24.-26. ágúst 2012 34. tölublað 3. árgangur

 viðtal Árni Sigurðarson

Fjögur heilaæxli á tveimur árum Árni Sigurðarson vaknaði dofinn öðrum megin í líkamanum fyrir tveimur árum. Hann greindist með krabbamein. Síðan hefur hann þurft að hætta í starfi sínu sem flugmaður hjá Icelandair og gangast undir fimm heilaskurðaðgerðir. Árni greindist nýlega með fjórða æxlið við heila og er í geislameðferð. Baráttan heldur áfram og hann nýtur ómetanlegs stuðnings fólksins í kringum sig; eiginkonunnar, sem heldur hlutunum gangandi, og pabba síns sem er krabbameinslæknir.

Ingibjörg Torfa Hjúkrunarfræðingur­ inn sem fann Guð og blómstraði sem kynvera Dægurmál 58

Sveppasýking svelt burt Birna Ásbjörnsdóttir ráðleggur fólki að hætta að borða sykur, ger og hvítt hveiti Úttekt 10

Sigríður Halldórs Fer úr Landanum til Barcelona

Dægurmál 58 Námskeið

Kynningarblað

Helgin 24.-26. ágúst

KraftmiKil eftir Íslendingar snemma gott sumar á ferðinni með heilsuátökin, segir Ágústa Johnson í Hreyfingu.

2012

 bls. 6

Láttu drauminn rætast Dale Carnegie virkjar fólk til að láta drauma sína rætast.

 bls. 2

Ástríða í dansi

Fjölbreytt námskeið hjá Dansstúdíói World Class í vetur.

 bls. 8

Foreldrar dansa Öllu skotið með börnunum á frest?

Námskeið Dansskóli Reykjavíkur býður upp í dans með börnunum foreldrum sínum í vetur.

 bls. 4

síða 24

Frelsið er í fluginu

Skráning fer fram

Flugumferðastjórn

LjósMynd/Hari

Góð ráð gegn frestunar­ áráttu.

 bls. 10

í miðju FrÉttatímans á heimasíðu skólans.

Atvinnuflugmannsnám

10 mánuðir. Kennt í bekkjarkerfi. Hefst 3.september. UPPSELT

www.flugskoli.is/skraning

Áhafnasamstarf

(MCC)

Einkaflugmannsnám Viku kvöldnámskeið. Að auki 20 klst í Haustnám 18:00 -22:00. þotuflughermi (Nýtt). Hefst 3.september. Hefst 24. september. Nokkur pláss

Flugvirkjun Kennt í dagskóla. Lánshæft hjá LÍN. 18 mánuðir. Kennt Hefst 12.september. á ensku. Umsóknarferli lokið. Hefst 3.september.

UPPSELT

Flugfreyju/flugþjónanám

10 vikna kvöldnámskeið. Hefst 8.október.

laus.

skeið

www.facebook.com/flugskoli www.flugskoli.is

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri


2

fréttir

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnir um nýjan fjármálar áðherr a

Katrín Júlíusdóttir hefur ekki fengið að vita hvort hún muni taka við fjármálaráðuneytinu af Oddnýju Harðardóttir þegar Katrín snýr aftur til starfa að loknu fæðingarorlofi.

Óvissa um fjármálaráðuneytið Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Hvorki Katrín Júlíusdóttir né Oddný Harðardóttir hafa fengið upplýsingar um það hvor þeirra muni sitja sem fjármálaráðherra þegar Katrín snýr til baka úr fæðingarorlofi nú í haust. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun tilkynna um þetta á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á laugardaginn. Oddný Harðardóttir var skipuð fjármálaráðherra um síðustu áramót og var haft eftir Jóhönnu að Katrín tæki við af henni þegar hún kæmi úr fæðingarorlofi en Katrín

fór í fæðingarorlof í byrjun árs. Hún hefur verið iðnaðarráðherra frá því 2009 en Steingrímur J. Sigfússon tók við iðnaðarráðuneytinu í fæðingarorlofi Katrínar. Hinn 4. september taka gildi breytingar á stjórnarráðinu og verður iðnaðarráðuneytið þá ekki lengur til þar sem það verður innlimað í nýtt umhverfis- og auðlindaráðuneyti annars vegar, sem Svandís Svavarsdóttir stýrir, og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, sem Steingrímur stýrir. Það er því ekki inni í myndinni að

Katrín snúi aftur í iðnaðarráðuneytið heldur er spurning um hvort hún fari í fjármálaráðuneytið í stað Oddnýjar sem mun þá einungis hafa stýrt því í átta mánuði. Hvorki Katrín né Oddný höfðu á fimmtudaginn vitneskju um það hvor þeirra myndi stýra fjármálaráðuneytinu og varðist Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu, allra frétta af málinu þegar Fréttatíminn leitaði til hans.

 Dómsmál Hæstiréttur verndar vitni í dómsmáli

Vitnin vernduð fyrir Annþóri og Berki Nýr liðsmaður Fréttatímans Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Mikael Torfason hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttatímans. Mikael mun ritstýra blaðinu ásamt Jónasi Haraldssyni ritstjóra. Mikael varð ungur ritstjóri vikuritsins Fókus og hefur yfir 16 ára reynslu af blaðamennsku. Hann var ritstjóri DV, fréttastjóri innblaðs Fréttablaðsins og aðalritstjóri Fróða og Birtíngs tímaritaútgáfu. Samhliða breytingunum á ritstjórn blaðsins lætur Teitur Jónasson af starfi framkvæmdastjóra útgáfufélags Fréttatímans og við tekur auglýsingastjóri blaðsins, Valdimar Birgisson, en Teitur mun áfram koma að rekstri útgáfufélagsins sem útgáfustjóri.

Lítið launaskrið

Hvorki gos né nammi í Versló Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Verslunarskóli Íslands Gulleplið – viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði heilsueflandi framhaldsskóla við athöfn í skólanum í gær, að því er fram kom á síðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Meðal þess, sem gert hefur verið til að bæta heilsu nemenda í skólanum er frumkvæði þeirra að breyttu vöruframboði í mötuneytinu, t.d. er hætt að selja gosdrykki og sælgæti og í þess stað boðið upp á hollan mat og drykki. „Markmiðið með verkefninu heilsueflandi framhaldsskólar er,“ að því er segir á síðunni, „að stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda.“- jh

Laun hækkuðu lítillega í júlímánuði samkvæmt launavísitölunni sem Hagstofa Íslands birti í gær. Laun hækkuðu um 0,1% í júlí frá fyrri mánuði. Í júní var launavísitalan óbreytt. „Þessi þróun undafarna mánuði virðist benda til þess að launaskrið sé lítið um þessar mundir,“ segir Greining Íslandsbanka. Undanfarna 12 mánuði hafa laun hækkað um 6,9% og er 12 mánaða takturinn óbreyttur frá fyrri mánuði. „Árstakturinn í launavísitölunni hefur komið hratt niður síðustu mánuði, en í marsmánuði nam árshækkun launa 12,1%. Núna yfir sumarmánuðina hefur árstakturinn hinsvegar lækkað skarpt enda eru nú að detta út úr 12 mánaða taktinum miklir hækkunarmánuðir frá því fyrir rúmu ári þegar ákvæði kjarasamninga tóku gildi.“ Í júlí lækkaði vísitala neysluverðs um 0,7% frá fyrri mánuði. Jókst kaupmáttur launa því um 0,8% í mánuðinum. Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og hefur kaupmáttur launa þar með aukist um 1,3% á þeim tíma. - jh

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Skólaostur i sneiðum og 1 kg stykkjum á tilboði

ms.is

Annþór Kristján Karlsson sagði í viðtali við Fréttatímann að hann ætlaði af afbrotabrautinni. Miðað við rannsóknir og ákærur á hendur honum virðist honum hafa snúist hugur. Mynd/Hari

Lögmaður ofbeldismannsins Barkar Birgissonar ætlar að skoða alla kosti í stöðunni eftir að Hæstiréttur staðfesti að vitni í máli gegn Berki og Annþóri Kristjáni Karlssyni fengju algjöra vitnavernd. Þeir fengu ekki að fylgjast með vitnum í gegnum gler eða af sjónvarpsskjá eins og reglur gera ráð fyrir. Hæstiréttur svipti nafnleynd af vitnum í axarmáli Barkar á A. Hansen fyrir átta árum.

N

afnlaus vitni í rannsókn á mannsláti á Litla-Hrauni verða ekki afhjúpuð. Hæstiréttur hefur staðfest að Héraðsdómur Reykjaness mátti meina ofbeldismönnunum Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni að fylgjast með vitnisburði yfir þeim. Þeir fengu ekki að vita nöfn eða fylgjast með þeim af skjá eða í gegnum gler, eins og lög heimila almennt þegar haldið er nafnleynd innan veggja dómstóla. Dómur Hæstaréttar verður ekki afhjúpaður fyrr en eftir hálft ár að beiðni lögregluyfirvalda sem telja rannsóknarhagsmuni í húfi. Þinghaldið er lokað. Í 5. grein reglna um samkvæmt 123. grein laga um meðferð sakamála segir að sjá verði til þess að þeir ákærðu „geti jafnóðum heyrt allt, sem fram fer, og jafnframt fylgst með því gegnum þar til gert gler eða á sjónvarpsskjá.“ Hæstiréttur taldi þrátt fyrir það að það ætti ekki við um Annþór og Börk. Þeir heyrðu en sáu ekkert. Lögmaður Barkar, Ingi Freyr Ágústsson, segir dóm Hæstaréttar „ákveðin vonbrigði.“ En mun hann fara með málið lengra?. „Við munum skoða alla kosti sem eru í stöðunni.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur kveður upp svona úrskurð en aðeins einu sinni áður hefur héraðsdómur leyft vitnavernd sem þessa. Það var fyrir átta árum og einnig í dómsmáli gegn Berki Birgissyni. Þá hjó hann mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Hann var ákærður og dæmdur fyrir hrottafengna líkamsárás.

DV sagði á þeim tíma frá því hvernig Börkur ógnaði vitni í réttarhöldunum og fékk af þeim sökum áminningu fyrir hegðun sína hjá dómara. Þrjú vitni sem notið höfðu nafnleyndar við skýrslutöku hjá lögreglu höfðu þá óskað eftir áframhaldandi nafnleynd við dómsmeðferð en Hæstarétti þótti ekki nægilega sýnt fram á raunverulega ógn við öryggi þeirra. Þeir Börkur og Annþór sitja báðir inni á Litla-Hrauni. Auk þess að hafa verið ákærðir fyrir ofbeldi ásamt tólf öðrum er nú rannsakað hvort þeir urðu samfanga sínum að bana. Verði þeir dæmdir getur fangavistin lengst um fjölmörg ár. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir almennu regluna þá að menn afpláni dóma í samfellu. Séu menn dæmdir áður en þeir klári afplánun haldi hún áfram þegar dómnum ljúki. „Það er ekki sjálfgefið að menn fái reynslulausn. En þó má velta fyrir sér hvort hún reynist betur. Því klári menn dóminn gera þeir það skilyrðislaust, en fái þeir reynslulausn er hægt að setja þeim skilyrði um að þeir til dæmis drekki ekki og undirgangist meðferð. Það getur verið betra fyrir samborgarana.“ Hann segir í höndum dómara hvort þeir dæmi afbrotamenn vægar vegna annarra brota eða ekki. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


Vertu

snjallari með Nova!

Magnað tilboð á iPhone 3GS hjá Nova! dagur & steini

1.000 kr. notkun á mán. í 12 mán. fylgir iPhone 3GS!

iPhone 3GS 8 GB

Frábært tækifæri til að eignast þinn fyrsta iPhone – félaga sem gerir lífið skemmtilegra.

skeið! m á n e n o nn iPh hone og e að eiga iP

er bært ámskeiðið Það er frá á hann. N a a n g n a u d k ð tu fimm gra a skemmtile va Lágmúla 9 alla o r frítt og N e í u ð ið g ld ö ha s ð sjálfs A . 7 1 e@nova.i g o kl. 12 ig á iphon þ u ð . á r m k u S um þín mnir. iPhone-in allir velko ira út úr e m u ð fá og

49.990 kr.

2.990 kr. á mán. í 18 mán. 1.000 kr. notkun á mánuði í 12 mánuði fylgir!

ærstitsitaður Setm m

sk Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla, áskrift og frelsi. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.

stgr.

í heimi!


4

fréttir

Helgin 24.-26. ágúst 2012

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Kólnar og haustlegra en verið hefur Heldur svalara verður um helgina en verið hefur og norðaustantil kólnar talsvert. Þar mun snjóa í hærri fjöll á laugardag og aðfararnótt sunnudags. Annars verður aðgerðarlítið veður, þó rigning, einkum á laugardag austantil á Norðurlandi. Í öðrum landshlutum að mestu þurrt og sólin nær í gegn. Á Vestfjörðum verður léttskýjað og fyrirtaks berjatínsluveður sem og almennt um vestanvert landið. Einar Sveinbjörnsson

11

9

9

13

13

10

vedurvaktin@vedurvaktin.is

8

12

9

11

6

11 12

7

11

Heldur kólnandi norðan- og austanlands. Skúrir S-til.

Væta norðaustantil og fremur kalt þar, en léttskýjað sunnnan og vestantil.

N-átt, að mestu þurrt og nokkuð bjart veður.

Höfuðborgarsvæðið: Skýjað að mestu og síðdegisskúrir.

Höfuðborgarsvæðið: Þurrt og sést til sólar.

Höfuðborgarsvæðið: Léttskýjað, en þykknar upp síðdegis.

OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER

 Viðskipti Ný crowd -funding leið fyrir íslensk fyrirtæki Michelsen_255x50_A_0612.indd 1

01.06.12 07:20

Samnorræn tónlistarhátíð í Reykjavík Samnorræna tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik eða UNM verður haldin í Reykjavík dagana 28. ágúst - 1. september 2012. UNM er hátíð ungra tónskálda á Norðurlöndunum og hefur verið starfrækt frá árinu 1946. Tónleikadagskrá hátíðarinnar samanstendur af tónverkum eftir ung tónskáld frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Tvö gestatónskáld munu heimsækja hátíðina, Klaus Lang frá Austurríki og Þuríður Jónsdóttir. Tónleikar verða haldnir víðsvegar um Reykjavík og í Skálholtskirkju en botninn verður sleginn í hátíðina með lokatónleikum í flutningi kammersveitarinnar CAPUT í Norðurljósasal Hörpu. Auk tónleika verða einnig á dagskrá fyrirlestrar, málþing og smiðjur undir yfirskriftinni Nýjungar í tónlistarflutningi í samstarfi við LornaLAB og Listaháskóla Íslands. Viðburðirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. - jh Ingi Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri, Arnar Sigurðsson forritari og Jónmundur Gíslason, grafískur hönnuður.

Jack Magnet í Hörpu Mikið verður um að vera á Jazzhátíð Reykjavíkur í Hörpu á laugardagskvöld því Jack Magnet Quintet stígur þar á stokk klukkan 20 og flytur tónlist af 7 sólóplötum Jack Magnet, JFM, Jakobs Magnússonar og Jobba Maggadon. Kvintettinn skipa valinkunnir meistrarar; Jóel Pálsson, Einar Scheving, Guðmundur Pétursson, Róbert Þórhallsson og Pétur Grétarsson auk sérstakra gesta. Fyrri hluti tónleikanna verður helgaður gítarleikurunum Paul Brown og Friðrik Karlssyni sem ásamt Moses Hightower flytja tónlist Paul Brown sem er þekktur jazzgítarleikari og upptökustjóri frá Bandaríkjunum. - jh

Fjórðu tónleikar Stuðmanna Allir miðar seldust upp á örfáum klukkustundum á þrenna stórtónleika Stuðmanna í Hörpunni, en tónleikarnir marka meðal annars 30 ára afmæli kvikmyndarinnar Með allt á hreinu. Fjórðu og síðustu tónleikar í þessari röð verða klukkan 23 laugardaginn 6. október og fara þeir í sölu í dag, föstudag, klukkan 12 í Hörpu og á midi.is. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem Stuðmenn koma saman í upprunalegri mynd. - jh

AFMÆLISTILBOÐ 69.900

Er frá Þýskalandi

www.grillbudin.is

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

40 GERÐIR GRILLA í SÝNINGARSAL

Fjármögnun fyrir pönkara Crowd-funding er nýlegt hugtak í viðskiptaheiminum og er nú að hasla sér völl á Íslandi með nýrri vefsíðu, KarolinaFund.com. Stofnandinn segir að þessi tegund fjármögnunar sé fyrir pönkara, en ekki fólk sem sé klætt eins og dyraverðir.

K

arolina Fund er nýtt íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í svokallaðri crowd-funding, sem felst í því að hjálpa fyrirtækjum að fjármagna sig með því að fjöldi fólks ýmist styrki verkefni eða gerist fjárfestir. Ekkert íslenskt fyrirtæki býður upp á þessa þjónustu í dag en þessi fjármögnunarleið hefur notið mikillar velgengni erlendis og fjallaði tímaritið Economist nýlega um crowd-funding og fyrirtækið Kickstarter sem er hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sagt var frá því að árið 2011 hafi Kickstarter safnað nálægt 100 milljónum dollara, nærri tólf milljörðum íslenskra króna, í alls 27 þúsund verkefni. Karolina Fund mun opna vefsíðu sína, karolinafund.com, í september og eru þegar tilbúnar 30 hugmyndir sem fólki verður boðið að styrkja eða kaupa hlutafé í, allt frá því að kaupa hluta í húsdýri eða fjármagna nýjustu, íslensku stórmyndina, að sögn Inga Rafns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Karolina Fund. „Vefurinn verður jafnframt nokkurs konar frílansera-kauphöll sem og hugmyndakauphöll,“ segir Ingi Rafn. „Fólk getur sett hugmyndir inn á vefinn og fundið þar fólk til að framkvæma þær með sér jafnframt því að finna þar fjármögnun fyrir

þau verkefni sem hugmyndirnar hafa leitt af sér,“ segir hann. Ingi Rafn segir þennan vettvang tilvalinn fyrir fólk í skapandi greinum og nefnir sem dæmi að þarna geti fólk sem er ef til vill algjörlega óvant, sett inn hugmyndir og fengið með sér í lið vant fólk sem það kæmist ef til vill ekki í samband við öðruvísi. „Og þarna getur fólk boðið í verkþætti, til að mynda kvikmyndatökumenn í kvikmyndatöku í bíómynd og svo framvegis,“ segir hann. Hann segir að eitt það áhugaverðasta við þessa leið sé að öll verkefnin eru fullkomlega gegnsæ og geta fjárfestar og styrktaraðilar fylgst með framgangi þeirra alla leið. „Það hefur verið gagnrýnt af mörgum öðrum crowd-funding síðum að upphæðin sem gert er ráð fyrir að verkefnið komi til með að kosta sé ekki endilega raunhæf en hjá okkur er hægt að sjá upplýsingar um hvern einasta verkþátt og þannig fá raunsanna mynd af kostnaðinum,“ bendir hann á. Eitt þekktasta dæmi vel heppnaðar crowd-funding er kvikmyndin Iron Sky sem gerð var af tiltölulega óþekktum, finnskum kvikmyndaleikstjóra og er sögð dýrasta Bmynd sögunnar. „Hann setti fram hugmynd að bíómynd sem náði

fljótt miklum vinsældum í netheimum og var hann kominn með þúsundir manna á póstlista hjá sér sem höfðu áhuga á hugmyndinni einni saman. Í kjölfarið safnaði hann saman fólki meðal þessa áhugafólks til að vinna að gerð og undirbúningi myndarinnar og því næst fjármagnaði hann stóran hluta myndarinnar á sama hátt,“ segir Ingi Rafn. „Við segjum að fjárfesting sem þessi sé fyrir pönkara – ekki fyrir fólk sem er klætt eins og dyraverðir,“ segir Ingi Rafn. Fólk getur fjárfest fyrir stórar sem litlar upphæðir, allt eftir verkefnum. „Það getur verið ómetanlegt fyrir ákveðin verkefni að hafa sem flesta styrktaraðila eða fjárfesta,“ bendir hann á. „Markaðsfræðingar hafa verið að leita að leiðum til að styrkja samband milli einstaklinga og vörumerkis og hefur crowd-funding reynst vera mjög öflug til þess. Það eru mikil verðmæti í því að tiltekin, ný vara eigi hugsanlega tíu þúsund vildarvini áður en hún kemur á markað, eins og gefur að skilja,“ segir hann. Síðan verður sett upp á ensku því markmiðið er að ná út fyrir landsteinana og vonast Ingi Rafn eftir 20.000 notendum fyrir áramót. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 6 4 2

Nýr og enn betri Mercedes-Benz GLK Þér er boðið á frumsýningu á morgun, laugardaginn 25. ágúst Nýr Mercedes-Benz GLK er einstaklega öflugur og ríkulega búinn sportjeppi. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,5 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs. Verð frá 6.890.000 kr. Við hlökkum til að sjá þig milli kl. 12 og 16.

www.mercedes-benz.is.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


6

fréttir

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Kópavogur Tvær tilkynningar um aðgangsharða máva við Salalaug

Stinga á eggin til að halda mávum í skefjum Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is

Starfsmenn Kópavogsbæjar ganga um varp­svæði máva á vorin og stinga á eggin. Bænum hafa í sumar borist tvær kvartanir um að mávar hafi verið aðgangsharðir í nágrenni Salalaugar. „Þetta virðast vera undantekningartilvik því lítið hefur borið á mávum á svæðinu í sumar,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins. Hún segir að fyrir um tveimur árum hafi verið ákveðið að starfsmenn laugarinnar gengju reglulega um svæðið og tíndu upp allt rusl og æti til að koma í veg fyrir ágang máva. „Það hefur borið góðan árangur.“ Arna segir að starfsmenn Salalaugar telji óvenju lítið um máva þetta sumar og að enginn þeirra kannist við að hafa orðið fyrir árásum fuglanna,

Arna Schram upplýsingafulltrúi.

Guðríður og Gunnar skylmast „Það er gömul saga og ný að ég og Gunnar Birgisson höfum ekki sömu skoðanir, sem betur fer,“ sagði Guðríður Arnardóttir, Samfylkingarbæjarfulltrúi í Kópavogi eftir að Gunnar I. Birgisson sagði á fundi framkvæmdaráðs „smáatriði“ að minnihlutanum þætti best að bíða með að afgreiða umsókn um lóð þar til fyrri lóðarhafi hefði undirritað afsal. Það lýsti best áherslum minnihlutans í bæjarstjórn. Ljóst var að fyrri lóðarhafi hafði fengið lóðina endurgreidda frá bænum og pappírsvinnan ein eftir. Lesa má úr svari Gunnars að hann verði seint sammála Guðríði: „Ef um slíkt væri að ræða myndi það leiða til mikils ófagnaðar.“ - gag

Þeir fátækustu ekki aðeins í fátækum ríkjum Aðeins fjórðungur fátækasta fólksins býr í fátækustu ríkjum heims. Fræðimaðurinn Andy Sumners hjá þróunarfræðigreinastofnun (e. Institute of Development Studies, IDS), segir að fjórir af hverjum fimm jarðarbúuum, sem hafi úr minna en tveimur Bandaríkjadölum úr að spila á hverjum degi búi í meðaltekjuríkjum. Tveir dollarar samsvara 240 krónum. Helmingur þeirra búi í Kína og Indlandi og svo í Pakistan, Nígeríu og Indónesíu. Sumners telur í nýútkominni fræðigrein að fram til ársins 2030 muni að minnsta kosti helmingur, eða allt að tveir þriðju hluta fátækra, búa í meðaltekjuríkjum. Þetta kemur fram í veftímariti Þróunarsamvinnustofnunar um þróunarmál. - gag

Söngskóla bjargað frá gjaldþroti „Blóðpeningar,“ sögðu aðstandendur Söngskólans um þá rúmu milljón sem borgin krafðist í dráttarvexti vegna vangoldinna fasteignaskatta. Skólastjórinn, Garðar Cortes, bað um styrk eða bankavexti í stað dráttarvaxta og fékk styrkinn. Skólinn hefur ekki greitt skattana frá 2009; í þrjú ár og skuldaði borginni nærri tíu milljónir króna. Styrkurinn sem borgin hyggst greiða með fé úr jöfnunarsjóði, nemur rúmum tíu milljónum. Með honum var skólanum bjargað af barmi gjaldþrots, en gera átti aðför að skólanum í byrjun ágústmánaðar. - gag

eins og nefnt var í Fréttatímanum á dögunum. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir óþekkt að mávar steypi sér eins og kríur að fólki. Hins vegar geti þeir verið mjög aðgangsharðir í ætisleit. „Þeir eru þekktir fyrir að nappa steikum af grillum.“ Kona á sjötugsaldri lýsti nýlega árás máva sem hún varð fyrir fyrr í sumar. Jóhann Óli segir varp sílamáva hafa verið mjög lélegt eins og annarra sjófugla. Hann er ekki hrifinn af því að stungið sé á eggin. „Einhvers staðir verða vondir að vera.“ Hann rekur óvinsældir síla- og hettumáva til þess hvað þeir búa í miklu nábýli við manninn. „En þeir eru alls ekki hættulegir. Langt í frá.“

 Sílikon Kvörtun til landlæknis vegna læknamistak a enn í skoðun

Engir sjúklingar á Leitarstöðinni – aðeins þátttakendur í kembileit Kona sem gengur með stuðningsbelti um rifbeinin í kjölfar þess að hún lét fjarlægja sílikon-púða sína í febrúar bíður enn niðurstöðu kvörtunar sinnar til landlæknis. Konan fékk ekki að vita eftir ómskoðun á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins fyrir fjórum árum að annar PIP-púði í brjósti hennar hefði lekið út í vöðva. Sérfræðingur segir Leitarstöðina fást við þátttakendur í kembileit, ekki sjúklinga.

Þ

100.000kr.

á mánuði í 15ár! egt Skemmtil að skafa!

Bærinn hefur fengið tvær kvartanir vegna ágangs máva í nágrenni Salalaugar. Kona flúði meðal annars fuglana sem hún sagði hafa steypt sér að henni eins og kríur gera.

Um 30 til 40 prósent af vöðvanum öðrum megin var fjarlægður. Ég er bólgin þar. Þegar ég labba þarf ég að vera í belti til að halda við rifbeinin.

Hundruðum íslenskra kvenna bauðst að láta fjarlægja sílikon úr brjóstum í byrjun árs eftir að ljóst var að franskur framleiðandi hafði notað iðnaðarsílikon í fyllingarnar í tugi ára án þess að upp um hann kæmist. Margar fóru einnig á einkastofur. Mynd/gettyimages

eir sem leita til Leitarstöðvar umsögn að allt sé eðlilegt átti hann sig ekki Krabbameinsfélagsins eru ekki sjúká að slík umsögn og sú ábyrgð sem aðilinn lingar stöðvarinnar, að mati hennar, hafi sem hann leitaði til snúi fyrst og fremst heldur þátttakendur í kembileit. Læknarnir að því að upplýsa hann um að hann hafi þar telja sig því ekki bera skyldu til að uppekki krabbamein. lýsa þá um önnur mein sem þar finnast en „Ég bíð spennt eftir úrskurði landlæknkrabbamein. Um þetta þarf að upplýsa fólk is,“ segir konan sem fékk ekki að vita að betur ef Leitarstöðin getur ekki vísað þeim PIP-sílikonígræðsla frá árinu 1995 læki. sem þangað leita til læknis til að lesa úr Hún fékk sílikonið í kjölfar misheppnaðrar niðurstöðum Leitarbrjóstaminnkunar stöðvarinnar. Þetta er fimm árum áður. Frá niðurstaða Ástríðar árinu 2004 hafði hún Stefánsdóttur, dósents ríflega þrjátíu sinnum við Háskóla Íslands. sótt til heimilislækna Landlæknisembvegna ýmissa verkja; í ættið leitaði álits hjá lungum, doða í höndÁstríði vegna kvörtunum, kláða, svima og ar konu sem árið 2008 stórra eitla, sem hún fékk ekki að vita að rekur nú til skaðlegra hún væri með sprungáhrifa sílikonsins. inn sílikon-púða í Tólf skiptin eru eftir Hér má sjá eitilinn bera við húðina. Svona var vinstra brjósti og leka staðan í febrúar og er enn. umrædda heimsókn á út í vöðva. Konan Leitarstöðina. Hún er komst að því að lækninum hafi verið ljóst enn að jafna sig nú, hálfu ári eftir aðgerðina að púðinn lak þegar hún sótti sjúkraskýrslu þar sem púðarnir voru fjarlægðir. sína til Leitarstöðvarinnar í lok janúar á „Um 30 til 40 prósent af vöðvanum öðrum þessu ári. Það var í kjölfar PIP-púða skandmegin voru fjarlægð. Ég er bólgin þar. alsins. Enginn grunur var um illkynja mein Þegar ég labba þarf ég að vera í belti til að og því sá læknirinn ekki ástæðu til frekari halda við rifbeinin. Mér er svo illt þegar ég aðgerða fyrir fjórum árum, en konan leitaði labba. Taugaendar virka ekki sem skyldi. til Leitarstöðvarinnar vegna verkja. Ég er allt í einu með sjúklega verki, en það Fréttatíminn sagði í febrúar frá því að gætu verið draugaverkir. Ég veit það ekki,“ vinnuregla Leitarstöðvarinnar hafi verið að lýsir hún. segja aðeins þeim sem sóttu sérstaklega „Ég er rosalega upp og niður. Mér finnst til stöðvarinnar vegna einkenna frá rofi í ég hress og fer í berjamó, en er að drepast sílikon-púðum. á eftir. Ég er ennþá með kúluna við hálsÍ umsögn Ástríðar frá 19. júní, sem inn,“ segir konan og vísar í tólf sentimetra Fréttatíminn hefur undir höndum, segir að langan eitilinn. þegar einstaklingur gangi inn á LeitarstöðGunnhildur Arna Gunnarsdóttir ina og telji sig vera sjúkling en ekki fyrst og fremst þátttakanda í kembileit og fái þá gag@frettatiminn.is


Alltaf lágt verð 10,8 V MULTISETT 4 HLUTIR

4 stk. 10,8 V tæki; bor/skrúfuvél 2-gírar, sverðsög, slagskrúfvél, lugt og 3 stk. 1,3 Ah rafhl. með hraðhleðslutæki fylgja í tösku.

VERKSTÆÐISVAGN Með 6 skúffum.

35.995.-

64.995.VERKSTÆÐISVAGN

HLEÐSLU/HÖGGBORVÉL

PSB 18 LI-2 0-1650 snún./mín. Hersla 48 Nm. 1,5 Ah rafhlaða og hleðslu tæki í tösku fylgir með.

24.995.-

FEIN MULTIMASTER START

Multimaster start FMM 250. Sagar, slípar og sker. Aukahlutir fylgja. Fyrir handlagna sem vilja gæði á góðu verði.

28.995.-

0,8 mm kröftugar svartlakkaðar stálplötur með 0,5 mm stömu vinnuborði. Skúffurnar eru þjálar. Stærð 67,6 x 45,9 x 84 cm

29.995.TIR U L H 7 12 „UNIVERSAL” VERKFÆRATASKA

SKRÚFUBOX Spónaplötu skrúfur með torx. 1700 stk.

MASTER VERKFÆRAKASSI

1.945.-

Svartur.

Krakkar, það verða andlitsmálarar í á laugardaginn frá kl 12-17 og maurinn mætir á svæðið.

VERKFÆRATASKA

2.995.-

Þrjár í einni.

4.995.-

Innih. m.a. hamar, skrúfbitasett, rennimál, sög, hallamál, fastlykla, skiptilykla, skrúfjárn, tangir ofl.

29.995.-

BAUHAUS er með eitt mesta úrval landsins af handverkærum og öðrum tækjum og tólum fyrir handlagna sem vilja gæði á góðu verði. Hjá okkur færðu fjöldan allan af alls kyns verkfærum sem eru til margra hluta nytsamleg og nauðsynleg á hverju heimili... skrúfjárn, hamra, sagir, skrúfbita, vinkla, málbönd, sporjárn, bítara, bora, stingsagarblöð, límbyssur, sandpappír, wisegriptangir, afeinangrunartangir, skiptilykla, topplyklasett, flísaskera, þjalir, verkfærakistur, járnsagir, hallamál, þvingur eða röratangir...og margt fleira og skoðaðu úrvalið sem er í boði... og þú ferð Komdu til okkar í ekki tómhentur heim.

Auglýst verð gildir frá fimmtudeginum 23. ágúst til og með sunnudagsins 26. ágúst 2012. Gildir á meðan birgðir endast.

GÆÐI

ÞJÓNUSTA

GJAFVERÐ

BAUHAUS REYKJAVIK - Lambhagavegur 2-4 - 113 Reykjavik - www.bauhaus.is

VÖRUÚRVAL


8

fréttir

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Vigdís opnar Laugalandsskóg Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, opnar Laugarlandsskóg í Hörgárdal á sunnudaginn. Í tilefni af vígslu skógarins sem „Opins skógar“ verður efnt til hátíðarog skemmtidagskrár fyrir alla fjölskylduna klukkan 16. Laugalandsskógur er í Hörgárdal, í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar er búið að leggja stíga og setja upp skilti og öll aðstaða til útivistar og náttúruskoðunar er til fyrirmyndar. Ávörp flytja Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgárbyggðar og Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra. Helgi og Hljóðfæraleikararnir leika í skóginum. Boðið verður upp ketilkaffi að hætti skógarmanna og meðlæti. - jh

skólavöruverslun

Komdu á rétta staðinn og gerðu

!

góð kaup

Ráðin framkvæmdastjóri Já Ísland Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Já Íslands. Já Ísland er vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka, samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi. Sigurlaug lauk BA gráðu í stjórnmálafræði árið 2008 en áður stundaði hún nám í iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands. Hún starfaði sem verkefnisstjóri rannsóknar á íbúalýðræði við stjórnmálafræðideild HÍ árin 2008-2011 ásamt því að stunda meistaranám við sömu deild í opinberri stjórnsýslu. Sigurlaug Anna hefur tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, einkum á sviði sveitarstjórnarmála. Hún er varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. - jh

 Verðbólga Ódýru búðirnar teljast ekki með

Bauhaus, Lindex, Sport Direct, Wow og Iceland ekki með Þrátt fyrir að stórar verslunarkeðjur hafi opnað hér á landi á árinu rata þær ekki inn í vísitölu­ útreikninga Hagstofunnar. Það hefur áhrif á verðtryggð húsnæðislán landsmanna því þau byggja á útreikningum. Iceland er ekki með, ekki Sport Direct, ekki Bauhaus eða Wow. Hagstofan hefur ekki séð ástæðu til að taka Lindex með þótt keðjan hafi verið hér frá því í fyrra.

vert eldhús

í sérh Grundvallarrit

: ð r e v s ð o b l i T 3.990 kr.

Lindex er ein þeirra verslana sem eru utan vísitölu útreikninga Hagstofunnar.

Hlemmur Lauga

Nó a

tú n

vegur

Brauta

Þve rho

lt

rholt

IÐNÚ

Sk

iph

olt

sími 517 7210 / www.idnu.is

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Milljónir af heimilum til bankanna vegna ónákvæmra mælinga (Gildir til 30. ágúst n.k.)

Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16

B

auhaus byggingavöruverslunin, matvaran í Iceland, íþróttafatnaðurinn í Sport Direct og lágu flugfargjöldin hjá Wow. Þrátt fyrir að stórar keðjur hafi opnað verslanir á landinu og selji oft ódýrari vörur en keppinautarnir hefur það ekki áhrif á verðlagsútreikninga Hagstofunnar. Fyrirtækin eru ekki í úrtakinu. Ódýrara vöruverð þar lækkar því ekki verðbólguna – nema að keppinautarnir lækki vöruverð sitt vegna samkeppninnar. Þetta þýðir að fjölskyldur með verðtryggð húsnæðislán greiða meira en þær gerðu væru þessar verslanir taldar með. Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir að svo virðist sem Bauhaus hafi ekki haft teljandi áhrif á verðlag keppinautanna. Vísitala byggingarkostnaðar hafi aðeins lækkað um 0,3 prósent frá fyrri mánuði. „Þá vakti athygli að greiningardeildir spáðu því að flugfargjöld myndu lækka í júní. Síðan mældist ellefu prósenta hækkun á flugfargjöldum. Okkur fannst það skjóta skökku við að flugfargjöld væru samkvæmt mælingum Hagstofunnar að hækka svo mikið á sama tíma og tilboðum rigndi yfir landsmenn.“ Auðbjörg gagnrýnir aðferðafræði Hagstofunnar. „Þetta skiptir máli fyrir öll verðtryggð

lán á landinu. Þess vegna er mikilvægt að vísitalan endurspegli neysluna sem allra best.“ Fréttatíminn fékk ekki að vita hvaða fyrirtæki mynda úrvalsvísitöluna. Hagstofan heldur hlífiskildi yfir verslunum í úrtaki sínu. „Það er hluti af verklagsreglum að halda trúnaði við þá aðila sem við eigum samskipti við,“ segir Lára Guðlaug Jónasdóttir hjá Hagstofunni. Hvorki mætti nefna þá á nafn né hver verðþróunin innan þeirra væri. Í mars á hverju ári sé skoðað hvort taka eigi fyrirtæki inn í úrtakið og á öðrum tímum hverfi fyrirtæki í úrtakinu af markaði. Þá sé nýtt tekið inn. Spurð um Iceland: „Fyrirtæki þurfa að hafa verið starfandi í ákveðinn tíma til þess að hægt sé að taka þau inn.“ Eigendur og stjórnendur Sport Direct, Lindex og Bauhaus staðfesta að þeir séu ekki í úrtaki Hagstofunnar. „Hagstofan hefur ekki haft samband við Sport Direct, ekki ennþá,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sport Direct, sem hefur rekið íþróttaverslunina í rúma þrjá mánuði. Hann segir keppinautana hafa brugðist harkalega við samkeppninni. Ekki aðeins Útilíf og Intersport heldur einnig Hagkaup. Sigurður fullyrðir að við opnun Sport Direct hafi verðmunurinn verið allt að 50 prósent en sé nú um 20 til 30 prósent á sömu og sambærilegri vöru. Albert Þór Magnússon, annar eigenda Lindex, segist hafa haft samband við Hagstofuna og spurst fyrir, en svörin verið loðin. „Nú höfum við starfað í tíu mánuði, erum að stækka og komin til að vera. Ég hef verið að furða mig á því að þeir hafi ekki haft samband.“ Verðið sé sambærilegt við það sem gerist erlendis, sem sé nýlunda hér á landi. „Okkur hefur verið vel tekið og það ætti að endurspeglast í vísitölunni,“ segir hann. „Maður veltir fyrir sér hvort tími sé kominn til að skora á Hagstofuna að skoða sinn gang. Ef við erum að nota vísitöluna verður hún að endurspegla verðið á markaðinum.“

Á sama tíma og landsmenn gátu keypt ódýra flugmiða úr landi, á mun hagstæðari kjörum en áður bauðst, hækkaði vísitalan og þar með verðtryggð húsnæðislán vegna flugfargjalda. Ástæðan var sú að Wow og þau erlendu flugfélög sem hingað komu í sumar voru ekki talin með í útreikningi vísitölunnar. Verðtryggð lán heimilanna í landinu voru 1.500 milljarðar króna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum

Hagstofunnar. Í hvert einasta sinn sem vísitala neysluverðs hækkar um 0,1 prósent bætast 1,5 milljarður við höfuðstól þessara lána. Hækkun á flugfargjöldum í júní bætti ein og sér 30 milljónum króna á höfuðstól verðtryggðra lána landsmanna. Það er ekki mikið eða 600 krónur á þrjátíu milljóna verðtryggt lán. En þegar einnig er litið til allra hinna liðanna sem gætu verið lægri tínast krónurnar af heimilunum til lánastofnana. - gag


BIG SALE!

ÚTSALA REKKJUNNAR 30-70% AFSLÁTTUR!

SKIPTI- OG M Ú R R A G N I N Ý S Á TILBOÐI!

SÉRSTAKT TILBOÐ

ALLmU(19R3xE203 cm)

King Size rú

FULLT VERÐ 264.200

á Quiet Dawn dual rúmdýnu sem hentar fólki sem þarf mismunandi stífleika. Dýnan er millistíf öðru megin og stíf hinum megin.

kr.

ÚTSÖLUVERÐ

132.100 kr.

50% AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR

ARGH!!! 240812 #4

50% AFSLÁTTUR

BALFOUR

King Size (193x203 cm

FULLT VERÐ 321.000

)

kr.

ÚTSÖLUVERÐ

160.500 kr. CORSICA203 cm)

King Size rúm

(193x

340.200 kr. FULLT VERÐ

ÚTSÖLUVERÐ

3AFS9LÁ% TTUR

QUQuIEeeTn SiDzeA(15W3xN203DcmU)AL FULLT VERÐ 340.458

kr.

ÚTSÖLUVERÐ

207.679 kr.

. r k 0 0 1 . 0 17

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


10

úttekt

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Sveltu sveppinn Finnurðu fyrir síþreytu, verkjum í liðum, ert með uppþembu og langar ekki að sofa hjá? Ástæðan gæti verið sveppasýking. Burt með sykur, ger og hvítt hveiti er svarið við svæsinni sýkingu. Sumir geta hætt tímabundið, aðrir verða alltaf viðkvæmir. Birna Ásbjörnsdóttir, næringarþerapisti og mastersnemi í næringarlæknisfræði, segir breyttan lífsstíl lausnina.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

T

ími sveppanna er kominn. Það haustar og hann breiðir úr sér. Hefur þú séð sveppina meðfram Miklubrautinni á hverju hausti? Getur verið að svona sveppabreiður séu innra með þér? Fjöldi fólks er þakið sveppum og sumir eru með mjög svæsnar sýkingar. „Fólk getur verið algjört flak: Með þokukennda hugsun, síþreytu, verki í liðum og vöðvum, húðvandamál, meltingartruflanir, uppþembu, niðurgang, harðlífi, vindgang og bakflæði,“ segir Birna Ásbjörnsdóttir, næringarráðgjafi og mastersnemi í næringarlæknisfræði. Fleiri einkenni; hæsi, eyrnaverkir, kyndeyfð, þunglyndi og ofnæmi.

Er sykurfíknin sveppafæða?

„Þeir sem eru með sveppasýkingu eða ofvöxt á sveppum sækja oft í sykur. Þeir eru í vítahring, borða oft meira og vitlaust og þeim líður oft ekki vel. Þeir eru alltaf að leita að orku og upplifa jafnvel ákveðna fíkn. Þeir leita í sætindi til að hífa sig upp og hressa sig við með sykruðum gosdrykk eða sykri. Það gefur orku í tuttugu mínútur en nærir jafnframt sveppinn og viðheldur vítahringnum.“ Hættulegt? „Nei, en getur valdið þessum óþægilegu einkennum,“ segir hún.

Karlar líka með sveppasýkingu

Er þetta frekar hjá konum en körlum? „Það tel ég ekki, en konur eru oft duglegri að leita að svörum og skoða mataræðið,“ segir hún. „Ég tel að það sé mjög algengt að fólk hafi sveppasýkingu. Hún getur komið og farið án þess að fólk geri neitt í því. En ef þetta verður svæsin sveppasýking verða lyf við henni óhjákvæmileg,“ segir Birna. Fótsveppir. Sár milli tánna, neglur sem gulna og þykkna. Geirvörtur mjólkandi mæðra springa og óstöðvandi kláði á kynfærum. Kláðinn hrjáir oftar konur en karla en „kónga“sveppurinn” lifir líka góðu lífi. Hvít tunga ungbarna – þruska. Sveppirnir leynast víða. „Sveppir elska myrkur og raka,“ segir Birna. Hlaup, krem, úðalausn eða duft. Hægt er að fá vægari sveppasýkingarlyf án lyfseðils: Daktacort, Lamisil og Pevaryl. En þótt þau slái á kláða ráðast þau ekki að rótum vandans. „Undirliggj-

Birna Ásbjörnsdóttir, næringarþerapisti og mastersnemi í næringarlæknisfræði.

andi orsök er alltaf ójafnvægi á þarmaflórunni,“ segir hún og áréttar að öll erum við með candida hvítsveppinn í okkur. „Vandinn er aldrei leystur utan frá. Þú getur linað óþægindin með kremum en lausnin kemur bara innan frá. Sveppurinn er í þörmunum og þaðan fer hann út um líkamann.“

„Ég man ekki eftir manneskju sem finnur ekki mun á sér þegar hún tekur út ger, sykur og hveiti.“

Góða þarmaflóran dauð

Birna segir að þeir sem þurfi oft að taka sýklalyf endi oftar með sveppasýkingu en aðrir. „Því þau drepa góðu flóruna í þörmunum. Þegar þú tapar góðu flórunni eða hún raskast ná sveppir að vaxa. Síðan nærir sykur, ger og hvítt hveiti sveppinn. Hann tekur yfir og borðar frá þér næringuna.“ Hún segir ekki alla lækna of upptekna af þessu. „Það er hægt að taka blóðprufur og sýni og lesa úr einkennum hjá hverjum og einum.“ Spurð hvort myglusveppir í húsum ýti undir sveppasýkingu í fólki svarar hún. „Ég þekki það ekki, en að búa í húsi með sveppum hefur áhrif á ónæmiskerfið. Það letur ónæmiskerfið og veldur heilsufarsvandamálum þar sem ónæmiskerfið er upptekið við að slást við eiturefnið sem sveppurinn sendir frá sér. En það kæmi mér ekkert á óvart að þetta hangi saman því ónæmiskerfið er stórum hluta staðsett í þörmunum og þarmaflóran hefur áhrif á það. Ef hún er ekki góð er kerfið það ekki og varnirnar síðri.“

fá svona sveppi. Þetta snýst allt um tiltekt og að halda uppi vörnum.“ Vakning. Síðustu fimmtán ár hefur athyglin beinst meira að sveppasýkingu. „Ég man ekki eftir manneskju sem finnur ekki mun á sér þegar hún tekur út ger, sykur og hveiti, það er að segja ef hún er með þannig einkenni,“ segir Birna. „En það getur vel verið að fólk finni fyrir fráhvarfseinkennum og verði slappt í þrjá, fjóra daga, kannski viku áður en því fer að líða betur, því þegar örverur og lífverur eru sveltar verða þær argar og vilja fá sitt. Svo drepast þær og fara út.“

Breyttur lífsstíll takk

Birna segir að þeir sem vilji losna við sveppasýkingar þurfi að takast á við algjöra lífstílsbreytingu. „Það þarf að breyta mataræði. Það þarf að taka út sykur ger og hveiti – alla vega í einhvern tíma. Og það þarf að byggja upp þarmaflóruna með góðum gerlum. Fólk þarf að borða mikið af grænmeti og trefjum. Drekka vel af vatni, hreyfa sig og stunda útiveru. Passa að ristillinn sé að hreinsa sig. Svo er hægt að nota jurtir eins og hvítlauk, GSE, ólívulauf til að hreinsa sveppinn út. Það er fullt af ráðum; sérblöndur og annað.“ Hún segir einstaklingsbundið hvort fólk geti hætt án fyrirvara að borða sykur, ger og hveiti. „En það þarf að hætta. Og á sama tíma og sumir geta leyft sér að hætta aðeins tímabundið verða aðrir alltaf viðkvæmir. Þetta er tilraunavinna með hvern og einn, en því minna af þessari fæðu því betra. Þó að þú takir hana aldrei alla út líður þér samt betur,“ segir hún.

Sveppurinn heimtar sitt

„En þú viðheldur ástandinu með því að fá þér sykur. Ef þú tekur þetta allt út er mjög líklegt að þú náir að hreinsa sveppinn úr kerfinu. Þetta snýst um tvennt. Annars vegar hreinsunina og hins vegar að byggja upp góða flóru. Hún er vörnin þín gegn sveppum. Hún ver líkamann fyrir því að

Jafnvægið fæst oft ekki nema að við breytum um lífsstíl; sleppum sykri, geri og hvítu hveiti og borðum mikið af grænmeti og trefjum.

Dúnmjúfikrar brúðargja

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

Innileiki sem hverfur í kvöl og pínu Stingandi sársauki sem leiðir frá brjósti að lungum. Seppasýking leikur nýbakaðar mæður oft grátt. Brjóstagjöf,

sem á að vera innileg og tími móður og barns, verður kvöl og pína. „Á meðgöngu og fyrst eftir fæðingu er ónæmiskerfið ekki jafn kröftugt. Það er mikið álag. Bæði getur barnið fengið sveppi í munn og smitað móður

og öfugt,“ segir Birna Ásbjörnsdóttir næringarráðgjafi. „En konur fá oft sveppasýkingu á meðgöngu og rétt eftir meðgöngu þar sem einhver röskun verður við barnsfæðinguna og kerfið er ekki eins sterkt og fyrr.“


EINN SMELLUR og þú tekur stöðuna

H V Í T A H Ú S I Ð / S Í A – 12 - 11 71

NÝJA ARION APPIÐ Við kynnum Arion appið, nýjung í bankaviðskiptum á Íslandi. Með Arion appinu getur þú tekið stöðuna á reikningunum þínum og kortum með einum smelli, án innskráningar. Þú sérð líka nýjustu færslur og ógreidda reikninga. Með því að skrá þig inn getur þú borgað reikninga, millifært og sótt PIN-númerin þín.

Þú finnur upplýsingar um appið á arionbanki.is.

Skannaðu QR kóðann og sæktu appið í símann þinn


12

úttekt

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Dánlódið að drepa vídeóleigurnar

Gullaldarárin að baki Árið 2010 leigði hver landsmaður að meðaltali fimm kvikmyndir. Það var mikil afturför frá árinu 2001 þegar hver landsmaður leigði ellefu myndir. Síðar á árinu eru væntanlegar tölur fyrir árið 2011 og gera má ráð fyrir að landsmenn hafi enn fækkað ferðunum á leiguna. Myndbandaleigur keyptu inn tæplega fjörutíu þúsund mynddiska árið 2010. Á gullaldarárunum voru innkaupin umtalsvert meiri; árið 2001 voru yfir hundrað þúsund myndbönd keypt inn til útleigu. Á sama tíma hefur sala á mynddiskum aukist mikið, enda hefur verðmunur milli leigðra mynda og keyptra minnkað. Árið 2001 seldust um 256 þúsund myndbönd en árið 2010 seldust ríflega 750 þúsund eintök.

Það er af sem áður var þegar vídeóleigur töldust til menningarstofnana í samfélaginu. Nú fækkar leigunum ár frá ári og úr grasi vex kynslóð sem finnst það fáránleg tilhugsun að greiða fyrir að horfa á mynd heima hjá sér. Hagsmunaaðilar kenna niðurhali um en aðrir tala um að myndbandaleigur séu hluti af fortíðinni.

Enn í i fullu fjör

Hvaða myndir eru inni? Aðeins eru fimmtíu vídeóleigur eftir á Íslandi og þeim fækkar hratt. Ljósmyndir/Hari

Á

p av o g i b o rg í Kó Í H amra h é t. o r ta v a g síð an B e

Víd e ó h ö

llin í L á g

G re n s á s

múla

víd e ó

S n æ lan d

L au g ará

s víd e ó

Að alvíd

rið 1990 voru 200 vídeóleigur á Íslandi, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Árið 2001 voru þær orðnar 206 en árið 2010 hafði hallað verulega undan fæti í bransanum, aðeins voru 95 vídeóleigur eftir á landinu. Leigunum hefur svo enn fækkað á síðustu tveimur árum. Í Myndum mánaðarins kemur fram að 51 vídeóleiga tilheyri nú Myndmarki. Að minnsta kosti ein þeirra hættir á næstu vikum. En hver er ástæða þess að sífellt fleiri vídeóleigur leggja upp laupana? „Stóra málið er að fólki finnst allt í lagi að stela myndum. Það eru þjófarnir sem eru að gera út af við leigurnar,“ segir Stefán Unnarsson hjá Myndmarki, samtökum útgefenda og leigna. Snæbjörn Steingrímsson hjá Smáís segir að í Capacent könnun sem félagið lét gera á síðasta ári hafi komið í ljós að 29,8 prósent 16 ára og eldri höfðu halað niður sjónvarpsþætti eða bíómyndir. 59,8 prósent af öllum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem horft er á á Íslandi er ólöglegt niðurhal, samkvæmt sömu könnun. Heildarverðmæti þessa stolna efnis er 7.600 milljónir króna, að sögn Snæbjörns. En það er fleira sem spilar inn í en niðurhalið. Flestir eru með myndbandaleigur heima í stofu hjá sér í gegnum Voddið hjá Símanum og Vodafone auk þess sem fólk getur streymt myndir

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Víd e ó h

e óle ig an

Má ekki kynna mig of mikið Gunnar Jósefsson opnaði Laugarásvídeó árið 1986. Hann segir að margir fastagestir sæki leiguna og margir þeirra hafi gert það í tuttugu ár. Eins og frægt varð var kveikt í Laugarásvídeói árið 2009. Gunnar neitaði að leggja árar í bát og opnaði leiguna aftur eftir nokkurra mánaða endurbætur. „Ég er með 27.000 titla og 70 prósent af myndunum eru klassískar,“ segir Gunnar. Gunnar sýnir útsendurum Fréttatímans stoltur að í tölvukerfi Laugarásvídeós eru 42.647 skráðir viðskiptavinir. Hann verður svo að gera hlé á máli sínu þegar einn nýr bætist við. „Það væri nú ekki slæmt ef þessir kúnnar væru allir virkir,“ segir Gunnar í léttum tón. Gunnar ber sig vel þegar spurt er hvernig leigan

í gegnum vefsíður á borð við Filma.is. „Leigunum á bara eftir að fækka en fólk er ekki hætt að horfa á kvikmyndir. Það er farið að kaupa meira af þeim enda er verð á eldri myndum svipað og útleiguverð,“ segir Stefán hjá Myndmarki. Þegar ekið er um Reykjavík og nágrenni er æ algengara að maður sjái húsnæði þar sem videóleigur voru áður annað hvort tómt eða að önnur starfH o r fn semi er komin í húsið. Þær vídeóleigur sem enn víd e óle ar lifa eru margar búnar að víkka út starfssviðið til i g ur að reyna að halda lífi; annað hvort með sælgætissölu eða að brasa skyndibitamat ofan í kúnnana. Eða bæði. Á landsbyggðinni hafa líka orðið miklar breytingar. Áður fyrr var hægt að finna vídeóleigur í fámennustu sveitum en nú eru oft mörg hundruð kílómetrar á milli þeirra. „Það er innan við mánuður að ég hætti H e ima b íó á N með þetta. Maður verður að koma sér inn í jáls g öt u nútímann,“ segir Guðrún Björnsdóttir sem rekur verslunina Urð á Raufarhöfn. Hátt í aldarfjórðungur er liðinn síðan Guðrún byrjaði með vídeóleigu í bílskúrnum heima hjá sér og síðustu 17 ár hefur hún rekið G e r p la við H o f Urð við góðan orðstír. „Ég hef verið að s v alla g ö tu kaupa notaðar myndir af Snælandsvídeói en undanfarið hef ég ekki verið að ná upp í kostnað með þessu. Það er bara leti að hafa ekki verið búin að segja þessu upp fyrr,“ segir hún. Ríkið á „Nú er komin góð nettenging hingað Snorra br aut og fólk er bara með flakkara. Mín börn ná í þætti fyrir mig – ég er ekkert betri en hinir,“ segir Guðrún.

Ánana

ust

Reksturinn hætt kominn í sumar

Gunnar Jósefsson í Laugarásvídeói við stærsta Blu-ray safn landsins. Ljósmynd/Hari

Reynir Guðmundsson hefur staðið vaktina á Aðalvídeóleigunni í næstum þrjátíu ár. Ljósmynd/Hari

gengur. Hann hefur til að mynda bryddað upp á því að vera með tilboð á mánudögum til að kveikja í kúnnunum. Síðasta mánudag var hægt að fá klassíska mynd og nýja mynd í kaupbæti auk lítra af ís á 501 krónu. Geri aðrir betur. „Markmiðið er að vera með lægsta

Reynir Guðmundsson hefur verið viðloðandi Aðalvídeóleiguna við Klapparstíg í hátt í þrjátíu ár. Hann seldi reksturinn fyrir átta árum en keypti hann svo aftur fyrir fjórum árum. Reynir segir að það sé ekkert grín að reka vídeóleigu í dag, fólk þurfi helst

verðið á öllu,“ segir Gunnar ákveðinn. Hann stærir sig af því að vera með stærsta Blu-ray safn landsins en er ekki mikið fyrir að kynna það eða aðra yfirburði sinnar leigu: „Ég má ekki kynna mig of mikið því ég verð að ná að afgreiða alla.“

öllin við

að vera í annarri vinnu með. „Reksturinn var hætt kominn í sumar þegar götunni var lokað vegna framkvæmda. Við vorum með helmingsveltu í þrjá mánuði,“ segir Reynir. Hann kveðst eiga fastan hóp af kúnnum sem stundi leiguna en erfiðara og erfið-

ara sé að keppa við alla þá afþreyingu sem sé í boði. „Ég er náttúrlega að keppa við niðurgreidda menningarstarfsemi hér í miðbænum, hvort sem það heitir Bíó Paradís, Harpa eða eitthvað annað. Það er meira að segja orðin stefna að bókasöfn kaupi myndir og láni út. En það sem við bjóðum er þjónusta og viðmót sem þú færð ekki annars staðar. Og auðvitað mikið úrval. Það er fólk sem hringir frá Selfossi og pantar hjá okkur myndir.“ Aðalvídeóleigan hefur jafnan vakið athygli vegfarenda fyrir skemmtilegar útstillingar í gluggum leigunnar. Önnur sérstaða fylgdi leigunni lengi vel: „Við þráuðumst lengi gegn því að selja nammi og gos hérna. Við vorum síðasta leigan til að gefa eftir í því.“


Íbúar Kópavogs og Mosfellsbæjar

Til hamingju með blátunnuna! Kópavogur, Mosfellsbær og SORPA stórauka endurvinnslu með öllum íbúum sem skila pappír í blátunnu. Blátunnan tekur öllum dagblöðum og tímaritum, fernum, auglýsingapósti, bylgjupappa og pítsukössum, eggjabökkum, morgunkornspökkum og öðrum pappírsumbúðum fagnandi! Blátunnan er því stórt skref í átt að aukinni sjálfbærni og náttúruvernd.Nánari upplýsingar er að finna á www.blatunna.is


14

viðtal

Helgin 24.-26. ágúst 2012

ÞÚ GETUR ENN VERIÐ MEÐ!

Jórunn Jónsdóttir: „Það er ýmislegt skemmtilegt sem fylgir undirbúningi svona hlaups. Þannig kynntist ég til dæmis kærastanum mínum fyrir tíu mánuðum þannig að ég er komin í mark sjálf.“ Ljósmynd Hari

Eitt maraþon á dag í sjö daga Jórunn Jónsdóttir er íslensk kona sem ásamt Brynhildi Sverrisdóttur rekur ferðaskrifstofuna „All Iceland“ í Bretlandi og nýverið var opnuð önnur slík skrifstofa í Bandaríkjunum. Þeim hefur gengið ótrúlega vel að kynna Ísland og Jórunn segir að kannski hafi gosið í Eyjafjallajökli hjálpað þeim mikið þar sem fáir komust í sýningarhöllina það árið til að kynna fyrirhugaðuð maraþonhlaup í sínum löndum. Jórunn er nú stödd hér á landi ásamt skipuleggjendum að undirbúa 250 kílómetra hlaup á sjö dögum sem hefst á sunnudaginn. En hver er þessi kona sem býr yfir slíkum drifkrafti að manni fallast nánast hendur?

É

g fædd í Reykjavík en uppalin í Kópavogi og er algjör Kópavogsbúi,“ segir Jórunn. „Ég gekk í Digranesskóla og á yndislega æskuvini þaðan sem eru ennþá bestu vinir mínir. Ég bjó í Kópavogi alla mína barnæsku með mömmu, pabba og tveimur systkinum mínum og svo flutti amma til okkar frá Hvammstanga þegar afi dó. Það var gaman að alast upp með ömmu líka, sem lifði til 95 ára aldurs. Ég var mikil ömmustelpa og hún hafði mikil áhrif á mig og mótaði mig mikið. Á sumrin passaði ég börn hjá frændfólki mínu á Skagaströnd og fannst Skagaströnd besti bærinn á Íslandi og ætlaði hvergi annars staðar að búa þegar ég yrði fullorðin. Ég á frábærar minningar frá Ströndinni og góða vini þaðan, en svo komst ég að því á að það væri ekki mikið um atvinnutækifæri á Ströndinni og því varð ekkert af flutningi þangað! Amma var rosalega mikil hannyrðakona og hún kenndi okkur vinkonunum. Einnig var hún alltaf að spila við okkur, svo við lærðum margt af henni.“

Lærði á hljóðfæri, spilaði handbolta og sótti sunnudagaskóla

Jórunn segir ferðalög alltaf hafa verið mikið áhugamál hjá sér og á tímabili hafi hún átt drauma um að gerast flugfreyja. En aðrir hlutir toguðu sterkara í hana. „Ég var uppi um allt og úti um alltaf, hafði alltaf of mikið að gera. Passaði hálfan Kópavog, lærði á blokkflautu og píanó, spilaði handbolta, söng í kór, var á fullu í KFUM og KFUK, mætti alltaf í sunnudagaskólann til að hjálpa. Á sumrin var ég á fullu í frjálsum íþróttum og hlaupandi út um allt. Svo vorum við vinkonurnar alveg spilasjúkar og spiluðum til dæmis „Marías“ út í eitt sem fáir kunnu, en amma kenndi mér. Svo var ég alltaf á flakka, fór í ferðalög með öllum þessum félagsskap og svo fékk ég að fara til Skagastrandar líka, til dæmis um

Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is

páska, því þá var Skagaströnd ennþá draumastaðurinn minn.“

Ævintýri í Bretlandi

En þar sem atvinnutækifærin voru ekki á Skagaströnd og Ströndin kannski ekki nógu stór fyrir Jórunni, vaknaði hjá henni draumur um að búa í útlöndum: „Ég átti alltaf þann draum að búa í útlöndum og ákvað árið 2003, þegar ég var að ljúka diplóma í mannauðsstjórn­un frá Endurmenntun Háskóla Íslands, að leggja það fag fyrir mig; klára BA námið mitt erlendis með áherslu á mannauð. Ég fór ung í sambúð – nýorðin sautján ára – og eftir skilnað varð úr að ég og krakkarnir mínir, Sólveig Helga og Björn Ari, þá fimmtán og tíu ára flyttum út til Englands og upplifðum ævintýri. Nú höfum við búið í Bretlandi í átta ár, alltaf á sama stað í SuðurEnglandi, rétt við Portsmouth þar sem ég hafði verið í námi. Ég var fyrst í háskólanum í Winchester og síðan í háskólanum í Portsmouth þar sem ég lauk mastersnámi í MBA og í verkefnastjórnun. Þetta ævintýri hefur gengið vel hjá okkur og Sólveig mín lauk BA prófi í hótel og veitingastjórnun og Björn Ari er að hefja nám í kvikmyndaframleiðslu nú í haust í háskólanum í Winchester. Við höfum á þessum árum staðið á krossgötum hvort við eigum að flytja heim, en þar sem krakkarnir vildu einnig fara í háskóla í Englandi þá erum við enn búsett þar. SólFramhald á næstu opnu

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á WWW.HHI.IS EÐA Í SÍMA 8OO 66 11


DRÖGUM

Í DAG

24. ÁGÚST Fáðu þér miða fyrir

kl. 16.OO

ER VESKIÐ LÉTT?

5O MILLJÓNIR Á EINN MIÐA Þann 24. ágúst drögum við út 5O milljónir á einn miða í Milljónaveltunni. Í hverri

PIPAR\TBWA • SÍA • 122246

Milljónaveltu drögum við að auki út 5 stakar milljónir, aðeins úr seldum miðum.

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11, 563 83OO eða hjá næsta umboðsmanni.


16

ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS

398 kr.

viðtal

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Hlaupið á sunnudaginn heitir „Fire and Ice“ og er risaverkefni.

Þeir eru vitlausir í norðurljósaferðir, maður hefði ekki trúað því að þetta væri svona vinsælt.

12 stk.

veig mín hefur verið að vinna sem fararstjóri í Grikklandi frá því í maí en kemur til baka í október.“

Bretar spenntir fyrir Íslandi

498 kr. 8 stk.

298 kr. 3 stk.

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI

En hvernig kom það til að tvær íslenskar konur opnuðu ferðaskrifstofu í London? „Við Brynhildur Sverrisdóttir kynntumst í gegnum Íslendingasamfélagið í London og eftir að hafa unnið saman í alls konar málum í samfélaginu, þá kviknaði sú hugmynd að stofna ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig eingöngu í ferðum til Íslands og hugmyndir að hlaupi á Íslandi komu vegna þess að ég hef nánast stundað hlaup alla ævi. Við höfðum báðar verið að ráðleggja og taka með okkur gesti heim til Íslands og fannst þetta báðum frábær hugmynd. Það var síðan í byrjun eldgoss í apríl 2010, þegar allar flugsamgöngur lágu niðri um allan heim sem við fengum ferðaskrifstofuleyfið og stóðum í bás á London á Maraþonsýningunni og kynntum Ísland og í kringum okkur voru tómir básar sýnenda sem ekki komust vegna eldgossins. Við fengum því eldskírn! Sumarið var rólegt en frá hausti 2010 hefur síminn ekki stoppað og á okkar vegum hafa ferðast eða bókað hjá okkur á annað þúsund farþega. Við kynnum okkur á netinu og tökum þátt í ferðasýningum og höfum einnig tekið þátt í London maraþonsýningunni þrisvar sinnum og kynnt Reykjavíkurmaraþonið fyrir hönd þeirra. Núna erum við einnig að fá gesti sem hafa ferðast með okkur áður og einnig margir sem koma í gegnum vini og ættingja sem hafa mælt með okkur.“ Hafa Bretar mikinn áhuga á Íslandi? „Já, svo sannarlega! Bretar eru mjög spenntir fyrir Íslandi og það skemmtilega við Breta er líka það að þeir skreppa mikið í stuttar helgarferðir, svona þrjár til fjórar nætur, sérstaklega yfir vetrartímann. Þeir eru vitlausir í norðurljósaferðir, maður hefði ekki trúað því að þetta væri svona vinsælt. Að ferðast um Ísland í snjó og frosti, lenda í brjáluðu veðri og upplifa dimmuna og norðurljósin er alveg einstakt, fólk kemur rosalega ánægt heim eftir slíka ferð. Slíkar ferðir eru númer eitt á lista yfir mest seldu ferðirnar okkar, veturinn er annatíminn hjá okkur

í All Iceland. Það varð mjög fljótt þannig að við Brynhildur önnuðum þessu ekki tvær og í vetur, þegar mest var, vorum við sjö starfsmenn. Þann 1. ágúst opnaði All Iceland annað útibú í Bandaríkjunum og stefnan er sett á enn fleiri lönd.“

Eitt maraþon á dag í sjö daga

En þessar sérstöku hlaupaferðir? Þú hefur komið til Íslands í sumar til að taka þátt í hlaupi og á sunnudaginn leggið þið í 250 kílómetra hlaup sem þið ætlið að hlaupa á einni viku! „Já, við höfum tengst alls konar hlaupasamtökum og staðið fyrir mörgum ferðum með ferðamenn sem vilja hlaupa á Íslandi. Einn umboðsmaður sem vinnur með okkur í hlaupaferðunum sagði okkur þegar hann kom fyrst inn á skrifstofuna, að hann hefði tekið þátt í Reykjavíkur-maraþoninu árið 1985 og þá kynnst Íslendingum. Við spurðum hann þá hverjir það væru, þar sem allir þekkja alla á Íslandi. Það skemmtilega við það var að Brynhildur þekkti þessa Íslandsvini vel – önnur var skólasystir hennar og hin var dóttir æskuvinkonu hennar. Svona er nú heimurinn lítill! En varðandi hlaupið sem hefst á sunnudaginn. Það heitir „Fire and Ice“ og er risa verkefni sem við erum búin að vinna að í nærri ár, en þar sem við erum búnar að tengjast hlaupasamtökum þá fréttist af okkur. Í fyrrahaust fórum við í kynnisferð með hóp af Bretum sem langaði að koma á lengsta hlaupi sem haldið hefur verið á Íslandi – það er að hlaupa yfir viku tímabil eða um eitt maraþon á dag! Ekki nóg með það, hlauparar hlaupa með allan sinn varning, eina sem þeir fá á þessari viku er vatn og það er tjaldað fyrir þá í lok dags. Þetta „pilot“ hlaup er því að bresta á núna, en hlaupararnir hlaupa frá Sigurðarskála í Kverkfjöllum að Ásbyrgi og hefst hlaupið 26. ágúst. Þar sem um

fyrsta atburðinn er að ræða, þá er allt kapp lagt á að þetta takist vel og enn fleiri taki þátt í þessum viðburði að ári. Margir ofurhlauparar á Íslandi hafa sagt við okkur að þeir geti þetta ekki, en enginn Íslendingur svo vitað sé hefur tekið þátt í hlaupi af þessari tegund. Ég hef hitt hlaupara, bæði konur og karla, sem hafa bara hlaupið tíu kílómetra og þótt gott! En þótt þetta sé alltaf kallað hlaup þá er algjör undantekning að hlauparar hlaupi alltaf alla dagana. Það er heldur ekki sá sem hleypur hraðast sem sigrar í slíku hlaupi, því undirbúningur og ákveðnin að ljúka hlaupinu er það sem kemur þeim í mark í lok sjöunda dags. – Það er ýmislegt skemmtilegt sem fylgir undirbúningi svona hlaups. Þannig kynntist ég til dæmis kærastanum mínum fyrir tíu mánuðum þannig að ég er komin í mark sjálf!“

Kanadíska sjónvarpið fylgir hlaupurunum eftir

Nú skilst mér að það séu eingöngu útlendingar sem leggi í þetta langa hlaup... „Það var þannig, en það er frábært að segja frá því að einn Íslendingur tekur þátt í að hlaupa alla vegalengdina og ein boðshlaupssveit frá Íslandi einnig, en síðan koma hlauparar frá Kanada, Bandaríkjunum, Wales, Englandi og Skotlandi. Það er líka gaman að segja frá því – og það geri ég sko stolt – að hópur kvikmyndagerðarmanna frá Kanada kemur einnig og þeir fylgja tveimur hlaupurum eftir, en þátturinn er einn af tíu í þáttaröð þar sem þessir tveir hlauparar taka þátt í alls kyns ofurþrautum sem þessari í tíu ólíkum löndum. Kvikmyndagerðarmennirnir verða hér á landi í tvær vikur í tengslum við hlaupið, hitta fjölda Íslendinga sem þeir ætla að kynnast og enda meira að segja í pönnukökum hjá mömmu og pabba!“


2.490,-


18

viðtal

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Andy Mckie, jarl Völsunganna í Jórvík steig inn í söguna þegar hann kom til Íslands í fyrsta skipti og fetaði í fullum herklæðum í fótspor þeirra víkinga sem hann hefur í mestum hávegum. Myndir Ingó

Förum aldrei með sverðin á barinn Andy Mckie er stofnandi The Volsung Vikings í Jórvík á Englandi. Félagsskapurinn hefur menningu forfeðra okkar í hávegum og leggur sig fram um að viðhalda minningunni bæði um daglegt líf og afrek víkinganna á vígvellinum. Andy hefur komið víða við á skrautlegri ævi. Hann gegndi herþjónustu á Norður-Írlandi, hefur ræktað marijúana á vegum breska ríkisins og var mótorhjólatöffari þangað til hann tók upp sverðið og gerðist víkingur á 21. öld.

V

ið erum mjög vingjarnlegur hópur sem klæðir sig upp eins og víkingar og lifum og hrærumst í fornri menningu þeirra,“ segir Andy sem hefur verið viðloðandi The Vikings-félagsskapinn í sautján ár en stofnaði eigin hóp innan vébanda heildarsamtakanna, The Volsung Vikings, fyrir sex árum. Völsungarnir eiga sitt varnarþing í Jórvík, hinum forna höfuðstað norrænna manna á Englandi, og þar lifir minningin um víkingana góðu lífi. „Við erum rúmlega þrjátíu í Völsungunum og erum á öllum aldri, frá rúmlega sjötugu allt niður í ungbörn. Við leggjum mikla áherslu á að allt, vopn, tjöld, klæðnaður, skart og aðrir gripir, séu sem líkastir því sem var á víkingatímanum.“ Markmið samtaka á borð við The Vikings og The Volsung Vikings er að endurskapa þekkta bardaga víkingatímans og veita fólki innsýn í daglegt líf og tíðarandann og þar sem víkingarnir tókust á við Saxa á Bretlandseyjum eru Andy og félagar hans jafnvígir á bæði lið og geta brugðið sér hvort sem er í hlutverk Saxa eða víkinga. „Ég er búinn að skapa mér tvær ólíkar persónur eftir því hvort ég leik víking eða Saxa,“ segir Andy og horfir dreyminn út í loftið þegar hann rifjar upp endursköpun orrustunnar við Hastings árið 1066 fyrir sex árum. „Þetta var magnað. Þarna vorum við mættir, um 3000 stríðsmenn með hesta og tilheyrandi og börðumst eins og brjálæðingar.“

Sverðið er hættulegt vopn

Andy kom til Íslands í fyrsta sinn fyrir síðustu helgi í boði Einherjanna, Víkingafélags Reykjavíkur, og segist hafa notið hverrar í mínútu í þessu fyrirheitna landi allra víkinga. Hann var með Einherjunum á Skólavörðu-

holti á Menningarnótt þar sem þeir ræddu við vegfarendur um víkingana og tilgang Völsunganna og Einherjanna. „Ég sýndi Einherjunum ýmsar bardagahreyfingar og þjálfaði þá eins og ég hef gert við minn eigin hóp í Jórvík. Enginn á að taka upp sverð án þess að hann viti hvað hann er með í höndunum. Sverð er árásarvopn og hjá okkur verður þú að hafa lokið þjálfun og staðist próf til þess að mega sveifla sverði og taka þátt í bardögum.“ Andy segir að hæfnin og vopnfimin komi síðar með æfingunni en grundvallaratriðin verði að vera á hreinu. „Síðan snýst þetta allt um heiðurinn á vígvellinum og þar verða menn að koma drengilega fram og þeir verða að geta barist án þess að meiða andstæðinginn. En auðvitað verður þetta að líta vel út fyrir áhorfendur og við látum höggin skella á skjöldunum en drögum annars úr þeim og gætum þess að snerta ekki óvininn. Með öskrum og miklum látum verður þetta samt allt mjög tilkomumikið í augum þeirra sem horfa á úr smá fjarlægð.“

Kneyfa mjöðinn í friði

Andy segir Völsungana vera atkvæðamikla í Jórvík auk þess sem þeir ferðist um Bretland og jafnvel út fyrir landsteinana með bardagasýningar og mæti þá oft víkingum úr öðrum hópum. „Við ferðumst og endursköpum orrustur víkinga, Saxa og Normana og erum mjög fagmannlegir í öllu sem við gerum. Sverðið er auðvitað banvænt vopn sem hæglega er hægt að drepa fólk með eða slasa alvarlega. Við þurfum ekki sérstök leyfi en erum með strangar umgengnisreglur við vopnin. Við sveiflum þeim ekki á almannafæri og við förum að sjálfsögðu ekki með þau á barinn vegna þess að sverðið er auðvitað það fyrsta sem maður grípur til þar sem við berjumst með þau nán-

ast daglega,“ segir Jórvíkingurinn og hlær digurbarkalega.

Lúta vilja konungs og Alþingis

„Fólk hefur mjög gaman af því að horfa á þessa endursköpuðu bardaga okkar og sýnir ekki síður öðrum og friðsamlegri þáttum víkingalífsins mikinn áhuga. Þetta er stór hluti lífs míns og ég nýt þess að lifa og hrærast í þessum gamla heimi,“ segir Andy og ljóst að hann og félagar hans taka hlutverk sín mjög hátíðlega. „Í röðum okkar eru söngvaskáld og sagnaþulir. Við erum líka með skýra virðingarröð, æðstaráð, goðorð, konung og höldum Alþingi einu sinni á ári,“ segir jarlinn af Jórvík og er mikið niðri fyrir. „Við erum með sérstaka menn sem sjá um vopnabúrin, þjálfara, féhirða, skyndihjálparlið og sérfræðinga sem ganga úr skugga um að allir hlutir sem við notum séu eins líkir því sem víkingarnir sjálfir voru með. Þau vopn sem ekki standast kröfur um nákvæmar eftirlíkingar eru til dæmis bönnuð á vígvellinum þar til búið er að færa þau í rétt horf. Næsta sýning sem við verðum með er síðasti víkingabardaginn við Stamford Bridge og síðan höldum við til Hastings þar sem við búumst við jafn miklum fjölda og 2006. Að standa í þessu er bara hluti af daglegu lífi 21. aldar víkings og ég nýt þess í botn.“

Reykvíkingar eiga að læra af Jórvík

Andy bendir á að heimaborg sín York, eða Jórvík, hafi verið höfuðstaður víkinganna á Englandi og í ljósi þess að rekja megi rætur víkinganna til Íslands finnst honum Íslendingar sýna arfleifð sinni undarlega lítinn áhuga miðað við í hversu miklum hávegum þeir séu hafðir í Jórvík þar sem margir íbúanna líta á sig sem Skandinava. „Við erum með víkingamiðstöð í

Völsungarnir í Jórvík Félagsskapurinn The Vikings var stofnaður í Bretlandi árið 1971 og er líklega einn stærsti félagsskapur fólks sem lifir og hrærist í menningarheimi hins horfna víkingatíma. Félagsskapurinn leggur sig fram um að kynna menningu og baráttuaðferðir víkinganna og leggur mikið upp úr því að allt sé eins líkt því og það var til forna. Rúmlega 700 manns eru innan vébanda The Vikings á Bretlandseyjum en félagið tengist einnig hópum í Póllandi, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum og á Norðurlöndum þannig að í það heila telur mannaflinn um 1200 manns. Andy Mckie hefur verið í hópi The Vikings í sautján ár en stofnaði hópinn sinn The Volsung Vikings í Jórvík fyrir sex árum. Andy leiðir hópinn, sem telur um þrjátíu manns, og er jarlinn í Jórvík. Hópurinn blæs í glæður víkingamenningarinnar í Jórvík af miklum krafti og leggur, eins og félagar þeirra annars staðar, mikið upp úr nákvæmni í klæða- og vopnaburði. Þau setja á svið þekkta bardaga og sérhæfa sig í árabilinu 790 til 1066 og kynna bæði viðhorf og hætti víkinganna og Saxanna sem víkingarnir herjuðu á í Bretlandi.

Jórvík, safn og merki um víkingana sjást um alla borgina. Borgin hefur verið hertekin nokkrum sinnum. Við fengum Rómverjana yfir okkur, Saxana, víkingana og svo Normanana þannig að borgin er full af sögu. Í febrúar á hverju ári erum við með stóra víkingahátíð þar sem ég skipulegg alla helstu viðburði. Þá segjum við sögur af víkingum, segjum frá lífi þeirra, hittum víkinga frá öðrum löndum, skemmtum okkur, borðum víkingamat, sýnum vopn og bardaga, kennum hjálma­ gerð, vefnað og annað handverk. Og svo endum við á skipsbrennu.“ Andy segist ekkert botna í því hversu lítið Íslendingar gera með víkingaarfinn og rennur blóðið svo til skyldunnar að hann notaði heimsókn sína til þess að hitta Jón Gnarr borgarstjóra til þess að leiða honum fyrir sjónir á hverslags gullnámu borgin liggur. „Mér finnst allt of lítið víkingatengt hérna í Reykjavík og borgaryfirvöld hérna þurfa greinilega spark í afturendann. Víkingarnir geta laðað þúsundir gesta til landsins vegna þess að hér er raunverulegur vettvangur atburða. Með góðri víkingahátíð í Reykjavík myndi allt fyllast af fólki hérna og allir græða, ekki síst verslanir og barirnir. Febrúar er utan ferðamannatímans í Jórvík en samt er ekki þverfótandi fyrir gestum í borginni á meðan hátíðin okkar er í gangi.“

Stígur inn í söguna á Íslandi

Þegar talið berst að Íslandi getur Andy ekki leynt hrifingu sinni. „Maður skynjar söguna svo sterkt hérna. Maður stígur beinlínis inn í hana og verður hluti af henni. Á Íslandi er maður ekki að endurskapa neitt maður er bara á staðnum! Það breytir engu hvort þúsund ár séu liðin síðan víkingarnir fóru hér um. Þið eruð enn hluti af þessari sögu á meðan okkur finnst við vera að endurskapa hana heima þannig að Framhald á næstu opnu


Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is

og VITA bjóða

Skíðaferðir til

Aspen og Vail Beint flug með Icelandair til Denver

Einar Sigfússon skíðafarastjóri

Aspen, Colorado 19. - 27. feb. Í rúma hálfa öld hefur lífið í Aspen snúist um skíði og menningu. Þessi litli námabær frá Viktoríutímanum varð til í kringum silfurnámur í lok 19. aldar, en er nú einn þekktasti

Vail, Colorado 28. feb. - 10. mars

ferðamannastaður veraldar og leikvöllur ríka og fræga fólksins. Skíðasvæðin eru fjögur og skíðabrautir eru samtals um 400 km.

Vail er í Klettafjöllunum í Colorado, stærsta samfellda skíðasvæðið í Bandaríkjunum — yfir 2.500 hektarar. Og þvílíkt skíðasvæði! Í fjallinu eru þrjú mismunandi skíðasvæði, öll samtengd

og því auðvelt að renna sér frá einu svæði yfir á annað. Í Vail eru 34 skíðalyftur, meðal annars hraðskreiðar stólalyftur.

Hótel Limelight

Hótel Vail Marriott

Limelight er nýlegt og einstaklega fallegt hótel í miðbæ Aspen. Frábær staðsetning og stutt í brekkurnar og kláfinn. Fyrirtaks aðstaða, veitingasalur, upphituð útisundlaug og bar.

Vail Marriott er glæsilegt hótel á frábærum stað. Aðeins 150 metrar eru frá hótelinu að hraðskreiðasta kláfnum. Veitingastaður, bar og heilsulind. Stór og rúmgóð herbergi.

Verð frá

Verð frá

og 15.000 Vildarpunktar

og 15.000 Vildarpunktar

249.800 kr.*

289.900 kr.*

á mann m.v. 2 í tvíbýli með morgunverði. Innifalið: Flug til Denver með Icelandair, gisting í 8 nætur og íslensk fararstjórn.

á mann m.v. 2 í tvíbýli með morgunverði. Innifalið: Flug til Denver með Icelandair, gisting í 10 nætur og íslensk fararstjórn.

* Verð án Vildarpunkta 259.800 kr.

* Verð án Vildarpunkta 299.900 kr.

ÍSLENSKA SIA.IS/ VIT 60605 08/12

Öll verð eru á mann í tvíbýli. Ef bókað er á skrifstofu bætist við 1.500 króna bókunargjald. Nánari upplýsingar um hvað er innifalið í hverri ferð eru á VITA.is

VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is


viðtal

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Sverð er árásarvopn og hjá okkur verður þú að hafa lokið þjálfun og staðist próf til þess að mega sveifla sverði og taka þátt í bardögum. okkur finnst mikilvægt að ýta við ykkur og vekja ykkur til meðvitundar um að þetta er hluti af menningu ykkar og arfleifð.“

Sagnaþulir segja Íslendingasögurnar

Íslendingasögurnar eru Andy að vonum ofarlega í huga og hann ber mikla virðingu fyrir Íslendingum fyrir að hafa varðveitt þær sögur sem hann og félagar hans byggja ekki síst víkingatilveru sína á. Og ljóst er að hann er vel að sér og þekkir þær betur en margur mörlandinn enda eru þeir Egill Skallagrímsson, Gunnar á Hlíðarenda og Grettir nánast sprelllifandi í samtölum víkinganna í Jórvík. En merkilegt nokk hefur Andy ekki lesið neina Íslendingasögu. „Ég læt lesa þær fyrir mig,“ segir hann og skellir upp úr. „Sagnaþulirnir okkar segja okkur þessar sögur,“ segir hann og slær síðan um sig með því að rekja söguna að baki þess að Egill orti konungi sína Höfuðlausn. Og aðdáunin á þessum mikla víkingi leynir sér ekki í augum hans. „Ég fór á fæðingarstað hans og tók myndir. Sagnaþulirnir mínir eiga eftir að verða ofboðslega afbrýðisamir.“

Grasræktun og borgarastríð á Írlandi En hvað varð til þess að Andy hvarf aftur í aldir og festist í heimi víkinganna? „Ég hef alltaf haft áhuga á sögunni og hún er áþreifanleg á heimaslóðum mínum. Ég var í breska hernum í þrjú ár og gegndi herþjónustu á ýmsum stöðum og hugsaði mikið á meðan. Þegar ég hætti í hernum var ég bara eitthvað að slæpast og hjóla um á mótorhjóli en fann alltaf fyrir þessari víkingataug í mér og fannst ég tengjast þessum tíma,“ segir Andy sem lagði síðan mótorhjólinu, setti upp fornari hjálm og gerðist víkingur. Andy þjónaði meðal annars á Norður-Írlandi þegar allt var þar í járnum og víkingurinn setur í brýrnar þegar talið berst þangað. „Maður upplifði margt þar,“ segir hann hugsi. „Sumt gott og sumt slæmt en við vorum þarna til þess að vernda borgarana og styðja við lögregluna. Það var okkar verkefni og þannig upplifðum við það. Núna er ég í góðu sambandi við víkingana á Írlandi og við förum þangað til þess að berjast og fáum okkur síðan í glas,“ segir hann og skellir upp úr. Andy er hálærður garðyrkusérfræðingur og vann lengi vel á til-

Vel fór á með Jóni Gnarr borgarstjóra og Andy sem útskýrði möguleikana sem Reykjavíkurborg hefur til þess að verða miðstöð víkingamenningar í heiminum.

raunastofu á vegum hins opinbera þar sem gerðar voru rannsóknir á byggi og öðrum uppskrerugróðri. „Ég ræktaði líka marijúana fyrir ríkið,“ segir hann og hlær. „Og meðal annars var gras sem ég bjó til notað í bíómyndinni Saving Grace.“ Myndi fjallar um ekkju á virðulegum aldri í smábæ sem tekur upp á því að drýgja tekjurnar með grasrækt sem verður að mjög umfangsmiklum ólöglegum landbúnaði. „Grasið mitt var notað í bakgrunninum og í öllum senum myndarinnar,“ segir Andy, greinilega ánægður með þetta sér-

kennilega dagsverk. „En núna er ég atvinnulaus vegna niðurskurðar þessarar undarlegu nýju ríkisstjórnar. Ég hef engar tekjur og sé fram á að missa húsið mitt á Englandi.“ Andy hefur unnið við nokkurn fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta, leikið og verið til ráðgjafar og komið fram sem víkingur og sjálft þrumugoðið Þór.

Flytur konungi bón frá Íslandi

Þegar Andy kemur næst fyrir konung sinn á Englandi mun hann flytja honum bón frá Einherjunum í Reykjavík um að þeir fái að ganga

Fáðu góð ráð við oFnæmi

neutral .is

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 60655 08.2012

s

20

Dönsku astma- og ofnæmissamtökin

Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral

til liðs við hið öfluga The Vikings félag. Einherjarnir gera sér vonir að með 1200 manna styrk The Vikings og öllu því sem þeir eiga í fórum sínum aukist líkurnar á því að hægt sé að halda stóra víkingahátíð í Reykjavík í júlí 2014. „Við erum að reyna að byggja brýr,“ segir Andy. „Öll erum við líka víkingar og viljum veg Íslands sem mestan. Enda er landið sláandi fagurt og hér mætir sagan manni ljóslifandi. Þetta er alveg frábært.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Beint frá

Bónda

ÍSlEnSKaR KaRTÖfluR Í lauSu

199

Við gerum meira fyrir þig

KR./KG

Beint frá

Bónda

ÍSlEnSKT SpERGIlKál, paKKað

598 Ú

F

ÐI ISKBOR

KR./STK.

RF

339

Ferskur fiskur í Nóatúni

fERSKIR Í fISKI

1890

HEIlSuBRauð

ISKBORÐ

Ú

Bakað á Num! Stað

laxaflÖK, BEInHREInSuð

RF

I

KR./KG

KR./KG

ÍSLENSKT KJÖT

100% akjöt! Naut

ÍSLENSKT KJÖT

HaTTInG pÍTuBRauð, fÍn, 6 STK. Í pK.

332

25%

Ú

BESTIR Í KJÖTI

I

Ú

B

KR./KG

KJÖTBORÐ

I

1199

KR./pK.

TB KJÖ ORÐ

R

Ú

R

KJÖTBORÐ

KR./KG

unGnauTaHaKK

R

BESTIR Í KJÖTI

afsláttur

I

B

Ú

628

TB KJÖ ORÐ

R

I

GRÍSaBóGuR, HRInGSKoRInn

MccaIn SupERfRIES, SléTTaR, 900 G

1598

ÍSLENSKT KJÖT

674

ÍSLENSKT KJÖT

KR./pK.

25%

20%

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Ú

1998

B

BESTIR Í KJÖTI

I

Ú

KJÖTBORÐ

4729

R

KR./KG

TB KJÖ ORÐ

KR./KG

Ú

I

BESTIR Í KJÖTI

R

I

B

unGnauTaGúllaS

KJÖTBORÐ

TB KJÖ ORÐ

Ú

3499

R

I

unGnauTa RIB EyE

afsláttur

R

afsláttur

2498

HlEðSla ÍþRóTTadRyKKuR, 4 TEGundIR, 250 Ml

178

KR./STK.

i! Sval aNd

20%

SpRITE zERo, 2l

afsláttur

2338

229

ÍSfuGl KalKúnaGRIllSnEIðaR

ÍM KJúKlInGaBRInGuR

KR./KG

1596 1995

KR./STK.

KR./KG

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt


22

dans

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Dans Kynslóðabilið brúað á R eykjavík dans festivali í Hörpunni

Yngsti dansarinn nýfæddur – elsti 81 árs

Í Norðurljósasal Hörpu á þriðjudag hafði enginn afsökun til að dansa ekki.

Manifesto Lunch Beat 1. regla: Ef þú ert að koma í fyrsta skipti á Lunch Beat, dansaðu. 2. regla: Ef þú ert að koma í annað, þriðja eða fjórða skipti á Lunch Beat, dansaðu. 3. regla: Ef þú ert of þreytt/ur til að dansa á Lunch Beat, borðaðu hádegismatinn annarsstaðar. 4. regla: Ekki tala um vinnuna á Lunch Beat. 5. regla: Það eru allir dansfélagar á Lunch Beat. 6. regla: Lunch Beat er aldrei lengra en 60 mínútur og fer fram í hádeginu. 7. regla: Lunc Beat útvegar alltaf Dj-syrpu og máltíð sem auðvelt er að taka með sér. 8. regla: Vatn er alltaf á boðstólunum án endurgjalds. 9. regla: Lunch Beat er helst vímulaust umhverfi. 10. regla: Lunch Beat má setja upp hvar sem er af hverjum sem er svo framarlega sem það er auglýst opið öllum, er ekki notað til fjáröflunar og þessum reglum er fylgt.

Reykjavík Dance festival er nú hafið í Reykjavík í 10 skipti frá 2002 og í Hörpunni á miðvikudag var boðað til svokallaðs Lunch Beat en samkvæmt manifesto viðburðarins er fyrsta regla Lunch Beat sú að ef þú ert að koma í fyrsta sinn á Lunch Beat: Dansaðu! Og það gerðu heilu kynslóðirnar saman í Norðurljósasal undir dynjandi tónum plötusnúðarins Atla Bollasonar.

Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara!

Þ

etta var hörkufjör,“ sagði Margrét Eggertsdóttir 81 árs dansari – sem telst hafa verið elsti dansarinn á Lunch Beat í Hörpunni á miðvikudag en sá yngsti var rétt nýfæddur. Margrét viðurkenndi samt að dans af þessu tagi sé nýr fyrir sér, hún „dansaði hér á árum áður eins og fólk dansaði þá.“ Lunch Beat er hluti af Reykjavík dans festival sem nú er haldið í tíunda sinn og stendur yfir fram í næstu viku. Næsta Lunch Beat er í hádeginu á þriðjudag en þá geta allir mætt á Dansverkstæðið Skúlagötu 30 og dansað – allir velkomnir og það kostar ekkert inn.

Ókeypis inn á alla viðburði

Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði Reykjavík dans festivals á heimasíðu hátíðarinnar, www. reykjavikdancefestival.is, en samkvæmt Tinnu Lind Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er ókeypis inn á alla atburði og sýningar. Hún segir það part að stefnu hátíðarinnar að færa dansinn til fólksins. Um 30 listamenn koma að hátíðinni auk sjálfboðaliða og eru flestar sýninganna á Dansverkstæðinu að Skúlagötu 30. „Vinir og vandamenn hafa verið einstaklega duglegir við að hjálpa okkur,“ útskýrir Tinna en það er mikið utanumhald sem fylgir ókeyp-

Næsta Lunch Beat er í hádeginu á þriðjudag en þá geta allir mætt á Dansverkstæðið Skúlagötu 30 og dansað – allir velkomnir og það kostar ekkert inn.

is danshátíð. „Stundum hefur þetta svolítið verið eins og að ganga í myrkri,“ heldur Tinna áfram en vinnuaðferðin er óhefðbundin því allir listamennirnir vinna að skipulagningu hátíðarinnar í sameiningu og í ofanálag vilja aðstandendurnir að áhorfendur séu meiri þáttakendur þannig að Reykjavík dans festival er fyrst og síðast grasrótarhreyfing.

Allir út á gólf

Lunch Beat var haldið í fyrsta skipti nú í Reykjavík en ævintýrið byrjaði sem lítil hugmynd hjá nokkrum krökkum í Stokkhólmi fyrir tveimur árum. Upprunalega hugmyndin var sú að nýta hádegið til þess að fá meiri orku fyrir daginn með því að dansa í klukkutíma við dúndrandi tónlist. Síðan þá hefur Lunch Beat verið haldið um allan heim og verður eins og fyrr segir aftur í Reykjavík á þriðjudag. Markmiðið er einfalt: Að allir geti tengst hver öðrum óháð þjóðerni eða aldri eða tungumáli í gegnum sameiginlegt tungumál dansins. Þessi markmið eru færð í orð í sérstöku manifesto sem birtist hér á síðunni en útgangspunkturinn í því er að þú hefur enga afsökun fyrir því að dansa ekki. Elma Stefanía Ágústsdóttir ristjorn@frettatiminn.is

Skipuleggjendur Reykjavík dans festival: Halla Ólafsdóttir og Emma Kim Hagdahl, liststrænir stjórnendur, og Tinna Lind Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hátíðarinnar.


ÓDÝRASTA BÓMULLIN Í BÓNUS

198 kr. 120 stk.

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI


24

viðtal

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Berst af elju gegn heilaæxlunum Árni Sigurðarson er 35 ára Vesturbæingur sem hafði fest sig í sessi sem flugmaður hjá Icelandair þegar honum var kippt niður á jörðina. Hann vaknaði dofinn öðrum megin í líkamanum fyrir tveimur árum. Eftir tveggja mánaða leit staðfestu læknar að blettur á heila hans væri æxli. Hann var kominn með krabbamein. Nú, fimm heilaskurðaðgerðum síðar, er Árni í geislameðferð vegna æxlis djúpt í heila hans. Orkan er lítil. „Ína er með tvo krakka og einn durg á heimilinu, sjálfa sig og vinnuna sína,“ segir hann um eiginkonuna sem heldur hlutunum gangandi. Árni gefst ekki upp og ætlar að stunda háskólanám í vetur. Hann segir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur frá baráttunni.

Framhald á næstu opnu


FORD FOCUS Trend frá 3.450.000 kr. FORD FOCUS Titanium frá 3.740.000 kr. Kauptu nýjan Ford Focus Trend eða Titanium í dag. Ford Focus er ríkulega útbúinn og fæst bæði bensín og dísil. Beinskiptur og sjálfskiptur. Lipur og sparneytinn. Með 1,0 lítra 125 hestafla EcoBoost vélinni færðu nýjustu spartækni Ford. Falleg hönnun. Fáanlegur sem skutbíll. Frábær í endursölu. Góð kaup. Kauptu Ford Focus frá 3.450.000 kr. Vertu í hópi þeirra bestu. Spyrðu um 5 ára verksmiðjuábyrgð. Veldu Ford, nýtt tákn um gæði. ford.is

D ORP! F R UP ÐI

ST TA NO SELJA notaðeatntu AÐ

ð s me og du okkar nýjan m í o l i p K rd t up Fo hann

FORD FOCUS TREND FRÁ

25.848 kr./mán.

*

* Ford Focus Trend 5 dyra 1,0 EcoBoost bensín, 125 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114 g/km. Miðað er við óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 1.900.000 kr. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,46%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is

cw120296_brimborg_fofocus_sumarsala2012_auglblada5x38_23082012_END.indd 1

23.8.2012 16:09:19


26

viðtal

Helgin 24.-26. ágúst 2012

A

fi dó vegna heilaæxlis. Ég hugsaði oft til þess; og það er engin lygi, ég sagði oft að ég ætti eftir að drepast úr heilaæxli þegar ég var yngri og í fýlu. Svo greindist ég með heilaæxli, en ég ætla ekki að deyja úr því,“ segir Árni Sigurðarson sem í tvö ár hefur barist gegn fjórum æxlum í höfði sínu, hverju á fætur öðru. „Þessi tegund krabbameins er ekki ættgeng heldur er þetta tilviljun. Afi hét líka Árni. Ég efast um að fleiri verði skírðir Árni í þessari ætt,“ segir hann og glottir af kaldhæðninni og af alvöru lífsins. „Ég er margbúinn að spyrja hvort ég gæti eignast barnabarn sem gæti verið í áhættuhópi. Mér hefur margoft verið sagt að svo sé ekki. Ég verð að trúa því.“ Árni er í blóma lífsins – eða ætti að vera það. Hann er 35 ára, tveggja barna faðir, er búinn að lifa lengur með konunni sinni en án og náði ungur að festa sig í sessi sem flugmaður hjá Icelandair. Hann er búsettur í Hafnarfirði og hefur tekið til veitingar og lagt á borðstofuborðið. Dóttir hans, Selma Lind níu ára, leikur við vinkonur sínar inni í herbergi sínu en Sigurður Bjarmi, fimm ára, er í leikskólanum. Ína Ólöf Sigurðardóttir, kona hans, er að undirbúa veturinn í Lækjarskóla. Þar kennir hún.

Gelgjuást sem þróaðist

Fimmtán ára kynntust þau Ína. „Hún var með besta vini mínum. Það er svona eitt stærsta drullusokkamóment lífs míns. En við vorum fimmtán og hann fyrirgaf mér. Fyrst var þetta gelgjuást. Svo kviknaði ástin aftur þegar við vorum sautján ára og við höfum verið saman síðan – með unglingapásum. En við fórum að búa um tvítugt og höfum verið á blússandi siglingu síðan,“ segir hann kíminn.

Áfram Árni. Undir þeim kjörorðum hljóp Ína Ólöf í Reykjavíkurmaraþoninu í síðustu viku og safnaði rúmum 1,2 milljónum króna fyrir Kraft, sem er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Árni líkir veikindunum við maraþon. „Já, þetta er maraþonhlaup – sem væri fínt ef maður væri ekki alltaf að byrja aftur og aftur á helvítis maraþoninu. Þetta er núna í fjórða skiptið sem ég greinist.“ Fjórða æxlið. „Ég bjóst ekki við nýju æxli. Mér leið betur. Ég var orðinn frískari. Ég fór inn til læknisins og sagði honum að loksins væri heilsan á uppleið. Hann gaf mér súran svip. Það kom flatt upp á mig að greinast aftur. Ég hélt loksins að leiðin lægi upp á við.“ Fjölskyldan hafði varið góðum tíma í sumar í Barcelóna á Spáni og þau voru nýkomin heim þegar Árni fékk fréttirnar. „Ég var í fanta góðum gír og í ágætu formi. Það nákvæmlega sama kom fyrir í fyrra. Þá fórum við í sumarfrí til Frakklands og ég greinist aftur þegar við komum heim. Þannig að ég ætla aldrei aftur í sumarfrí... Jú, jú, ég er að grínast,“ viðurkennir hann.

Í geislum á hverjum degi

„Núna er ég í geislameðferðum á hverjum einasta morgni. Dagurinn fer svolítið í að jafna mig eftir þær. Þessi þreyta og mæði sem ég finn fyrir núna hefur ágerst í geislameðferðinni.“ Hann segir æxlið djúpt í heilanum og hnífarnir nái því ekki til þess. „Svo þeir ætla að beita Fukushima-aðferðinni og „nuca“ það burt.“ Ha, beita kjarnorku? „Já, það er gott að hægt sé að nota hana til góðs,“ svarar Árni alvarlega. Í alvöru? „Nei. Svo má ég ekki keyra í augnablikinu. Búandi í Hafnarfirði er það eins og að vera á Kvíabryggju. En vinirnir eru duglegir að taka mig með. Maður þarf að plana ferð í kaupstaðinn.

 Árni með Selmu Lind, dóttur sinni, á Landspítalanum, þar sem hann hefur farið í tvær heilaskurðaðgerðir.  Árni í veiði, fjarri veikindunum.

 Selma Lind og Sigurður Bjarmi við sjúkrarúm pabba síns, sem er þakinn slöngum.

Ína er með tvo krakka og einn durg á heimilinu, sjálfa sig og vinnuna sína. Mér finnst ég auðvitað leggja miklar byrðar á hana. Þótt ég reyni að gera það sem minnst get ég voða lítið gert í heimilisstörfum. Ef ég reyni er ég dauður um kvöldið.

 Árni á sjúkrahúsi í Washington eftir aðgerð sem hann telur að hafi bjargað lífi hans. Pabbi hans, Sigurður Árnason krabbameinslæknir, heldur hér í hönd sonar síns.  Sigurður Bjarmi slakar á fangi föður síns á Landspítalanum.  Með „túrbaninn“ í Washing-

ÍSLENSKA SIA.IS MSA 60435 07/12

NÝTT

En núna fer ég að byrja í Háskólanum [í Reykjavík]. Í þjóðhagfræði. Ég verð með lítið þrek til þess að byrja með og líklegast fram að áramótum. En svo vona ég að uppbyggingin taki við og þetta helvíti skelli ekki aftur á.“ En hafa æxlin áhrif á heilastarfsemina? „Jú, það er dagamunur á mér. Í dag skrölti ég með staf. Æxlið er á stað í heilanum sem stjórnar hægri fætinum. Það stjórnar meira að segja hælnum á hægri fæti. Þetta er flókið. Ökklinn er stífur, en ég hef frábæran sjúkraþjálfara sem hjálpar mér í þessu.“ Hann segir það hafa bjargað geðheilsu sinni að fara til sjúkraþjálfara. „Þótt það sé ekki mikil hreyfing er hún þó smá. Svo fara geislarnir í gegnum önnur svæði í heilanum. Það truflar mig, því það myndast bjúgur en hann hjaðnar.“ Heilastöðvar séu þá hægari, virki illa og Árni verður klunnalegur í hreyfingum.

Sterarnir hafa áhrif á skapið

100% HÁGÆÐA PRÓTEIN

Ríkt af

mysupróteinum

HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT.

Lífið er æfing - taktu á því

„Það er út af bjúgnum. Ég þarf að éta stera á meðan. Guð hjálpi þeim sem þurfa að vera nálægt mér á þeim tímum! En það er eins og með annað. Ég hef þurft að læra inn á það. Ég finn blóðið sjóða inn í mér. Fyrst var ég eins og sturlaður maður. Ég grætti blásaklausa konu í Þjóðskrá, því hún vildi ekki láta mig fá passa. Ég fór inn daginn eftir með hausinn í poka og baðst afsökunar. Hún neitaði að taka við afsökunarbeiðninni. En nú held ég mig á mottunni,“ segir Árni og leggur sig fram um það. „Ég hef reynt eftir bestu getu að láta skapið ekki bitna á fjölskyldunni. Það hefur komið fyrir en það er langt síðan. Nú þegar ég finn pirringinn hellast yfir mig fer ég afsíðis. Þau sýna mér skilning og sonur minn spyr þegar ég er stuttur í spuna: Pabbi ertu að taka pirringslyfin þín.“ Árni hefur haft húmorinn að leiðarljósi í veikindunum og finnst hann hafa gefið sér kraft. „Þó sérstaklega svörtum húmor sem er mín aðferð til að halda geðheilsu á þessu glataða ferðalagi. Til að mynda þegar ég var sköllóttur vegna geislameðferðar fékk ég mér hvít- og bláröndótt náttföt og saumaði á þau Davíðsstjörnuna. Eins hafði ég alltaf sérstakar óskir um hver fjarlægði þvaglegginn minn. Oft ofbauð starfsmönnum. Eins og þegar ég fór í aðgerð í Stokkhólmi talaði ég ensku allan tímann við bæði lækna og hjúkkur, en eftir að ég vaknaði eftir aðgerðina talaði ég fullkomna sænsku. Þeim stökk ekki bros. Það má ekkert í Svíþjóð,“ segir Árni sem

ton. Læknarnir lögðu mónitor undir húð hans og mældu heilavirknina í viku áður en skorið var í æxlið. Það er nú horfið en nýtt komið í staðinn.

var svo „ólánssamur“ að búa þar sem barn! Áður en Árni veiktist hafði hann aldrei tekið önnur lyf en sýklalyf. „Ég var með lyfjafóbíu,“ segir hann. Nú dreymir hann um réttu lyfin svo hann komist út úr veikindum sínum sem fyrst. „Þróun tækni og lyfja við heilaæxlum er hröð. Í Boston eru til að mynda sérhönnuð lyf fyrir hvern og einn. Þótt ég sé ekki á þeim er ljóst að ef ekki væri fyrir tæknina stæði ég ekki hér.“

Lífinu bjargað í Washington

Árni er alinn upp í Vesturbænum. Hann er næstelstur fjögurra systkina sem fæddust á tuttugu ára tímabili. Skírður eftir föðurafa sínum, sonur Sigurðar Árnasonar krabbameinslæknis og Helgu Erlendsdóttur, sem er klínískur prófessor í lífefnafræði. „Þau hafa lagt ýmislegt til í leit að lækningu fyrir mig sem hefur verið tekið tillit til,“ segir Árni um foreldra sína. Meðal annars hafi það verið sameiginleg ákvörðun hans og foreldranna að sækjast eftir því að hann færi í aðgerð í Washington í Bandaríkjunum árið sem hann greindist. „Ég tel að önnur aðgerðin í Washington hafi bjargað lífi mínu,“ segir Árni. „Líf mitt var orðið þannig að ég gat ekki verið einn heima. Ég var alltaf að detta út. Meðvitundarleysið ágerðist og hálfgerðir spasmar, vöðvakrampar, hrjáðu mig. Það gat verið drullu sárt að slá til dæmis fætinum ósjálfrátt í vegg,“ segir hann. „Í Washington settu þeir net inn í höfuð mitt og mónitoruðu mig í viku. Það var versta vika sem ég hef lifað. Eftir vikuna var mér tilkynnt að þeir næðu aðeins hálfu æxlinu, því ef þeir tækju það allt myndi ég lamast hægra megin í líkamanum. Ég var ekki tilbúinn í það. Ég bað þá um að taka sem minnst en þeim gekk vel og skildu aðeins eftir hálft prósent þegar á reyndi. Og æxlið sést ekki lengur. Það er farið.“

Finnst sveltistefnan röng

Árni varði jólunum 2010 á sjúkrahúsi í Washington. Ína Ólöf fór með honum út en heim 22. desember til að halda jólin með börnunum. Skurðaðgerðirnar í Washington urðu tvær. Tvær hafa verið gerðar hér á landi og ein í Svíþjóð. Árni segir aðgerðirnar úti hafa verið gerðar annað hvort með tækni sem sé ekki í boði hér heima eða af þekkingu sem læknarnir ytra búi yfir. „Heilinn er flóknari en maður getur ímyndað sér. Það eru góðir heilaskurðlæknar hérna heima, en þeir gera aðeins brota


viðtal 27

Helgin 24.-26. ágúst 2012

brot af aðgerðunum sem gerðar eru úti. Maður vill að gæinn sem krukkar í hausnum á sér hafi gert það sem oftast,“ segir Árni. „Um daginn þegar ég kom inn á spítala var einn maður á heilaskurðvakt. Svo eru menn að væla yfir Vaðlaheiðargöngum. Steingrímur J. og Kristján Möller fá ekki jólakort frá mér. Mér finnst þetta skrýtin forgangsröðum. Ég hef ekki hitt lækni sem er sammála því að byggja nýjan spítala. Það er hægt að gera margt sniðugra fyrir 100 milljarða plús.“ Honum finnst sveltistefnan í garð Landspítalans vera glórulaus. „Oft er krónunni kastað fyrir eyrinn. Það er ekki boðlegt að tæki spítalans séu löguð með límbandi. Ég veit

ekki hversu oft Björn Zoëga hefur sagt að heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, en fyrir mitt leyti er kerfið löngu sprungið. Stjórnendur Landspítalans kalla úlfur, úlfur. Þeir verða að fara að læra að standa í fæturna gagnvart þessari vitlausu forgangsröðun stjórnvalda,“ segir hann. „Því á sama tíma og einstaklingar á leikskólanum við Austurvöll reyna að reisa sér minnisvarða hrynja stoðir heilbrigðiskerfisins. Fólk hefur val um hvort það fer til Húsavíkur eða ekki, en fólk hefur ekki val um hvort það veikist.“

Börnin settu hann í sokkana

Þótt Árni staulist um hefur ástandið verið verra. „Ég geng um eins og ég sé drukkinn. Ég vildi að það

 væri öfugt. Ég væri sem drukkinn en gengi eðlilega í gegnum þessa meðferð.“ Um tveggja mánaða skeið komst hann ekki sjálfur í fötin. Þá áttu börnin það til að klæða hann í sokkana. „Jú, á venjulegu heimili dreifir fólk verkefnum. En Ína er með tvo krakka og einn durg á heimilinu, sjálfa sig og vinnuna sína. Mér finnst ég auðvitað leggja miklar byrðar á hana. Þótt ég reyni að gera það sem minnst get ég voða lítið gert í heimilisstörfum. Ef ég reyni er ég dauður um kvöldið. Ég þarf því að vega og meta hvort ég eigi að setja í vélina og sópa gólfið eða eiga ánægjulega og góða kvöldstund með fjölskyldunni,“ segir Árni og að tengdaforeldrarnir séu þeim stoð

Líf mitt var orðið þannig að ég gat ekki verið einn heima. Ég var alltaf að detta út.

og stytta. „Þau eru yndisleg og hafa stutt rækilega við bakið á okkur.“ Haustið 2010, þegar hann greinist með fyrsta heilaæxlið, hætti hann að fljúga. „Ég fór strax í veikindarleyfi. Ég er flugmaður í leyfi. Það eru strangar heilbrigðiskröfur. Það kom ekki annað til greina.“ En Icelandair stendur við bakið á Árna og fyrir það þakkar hann þeim – sérstaklega Hilmari Baldurssyni og Þorgeiri Haraldssyni sem hafa, ásamt fleirum, hjálpað fjölskyldunni hvað þeir geta. Þá segist Árni heppinn í óheppni sinni, spurður um fjárhaginn. „Flugmenn eru vel tryggðir. Margir hafa það verra í veikindum sínum en ég. Ég fæ rosalegt samviskubit þegar ég hlusta á einstæðar mæður í hópi ungs fólks með krabbamein sem ég hitti. Sumar þeirra eiga Framhald á næstu opnu

SIMPLY CLEVER

ŠKODA Yeti - vertu viðbúinn hinu óvænta.

ŠKODA Yeti 2.0 TDI, 4x4 kostar aðeins frá kr:

4.490.000,Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Í ŠKODA Yeti er sérhver ökuferð einstök. Yeti er sterkur en samt nettur og tekst auðveldlega á við allar aðstæður. Undir vélarhlífinni er Yeti með aflmikla og sparneytna 2.0TDI dísilvél sem eyðir aðeins frá 6 lítrum á 100km.


28

viðtal

Helgin 24.-26. ágúst 2012

í því, og ég fermdist ekki. Ég trúi ekki á kirkjuna eða guð. Ég hef ekki fundið það sem hentar mér – ekki það að ég sé að leita. Ég hef ekki spáð í dauðann en auðvitað vill enginn faðir fara frá börnunum sínum 35 ára. Þannig að óttinn snýst aðallega um það hvernig fjölskyldan myndi höndla það frekar en ég. Ég færi hvort sem er ofan í kistu,“ segir hann blákalt. „Þegar maður er þungur leggst maður í hugsanir um tónlist í jarðarförinni. En ég hef ekki planað jarðarför mína. Mér finnst ekki kominn tími til þess. Ef mér fyndist það myndi ég örugglega plana hana og láta engum öðrum það eftir.“ Árni var í topp fomi þegar hann greindist fyrst með heilaæxli. „Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið. Ég var nýbúinn að rífa mig upp úr bumbubardaga. Það var rosalegt sjokk fyrir fjölskylduna að sjá mig með hjálpartæki – eins og stafinn. Ég reyni að nota þau sem minnst. Vil heldur skrölta. Það hefur hjálpað mér að vera þrjóskur í stað þess að leggja árar í bát.“ En er líklegt þegar æxlin eru orðin fjögur að það fimmta láti sjá sig? „Ég veit það ekki. Heppnin hefur ekki verið með mér í þessari baráttu sko. Æxlið dreifir sér með örfínum þráðum sem sjást ekki á myndum. Þess vegna geisla læknar stærra svæði en nemur æxlinu. Ég vona að þeim takist að drepa þetta núna. Annars drep ég þá!“ En eru þetta ekki vinir föður þíns? „Jú, reyndar. Og hann mun styðja mig í því.“

ekki rétt á sjúkrabótum, fá 80 prósent af atvinnuleysisbótum. Það slær mig.“

Klemmd taug varð að heilaæxli

Hann fann fyrir fyrstu einkennunum árið 2006. „Þá fór ég að finna fyrir máttleysi í hægri handleggnum. Ég hélt að það væri klemmd taug. Máttleysið kom og fór. Það liðu mánuðir á milli. Ég hugsaði ekki þá: Já ég er örugglega kominn með heilaæxli. Svo haustið 2010 sit ég í stól, dotta og vakna upp með náladofa hægra megin. Þá ákveð ég að láta kíkja á mig. Læknarnir finna blett í vinstra heilahvelinu. Það tók þá tvo mánuði að greina hann,“ segir hann. „Fyrst þegar bletturinn uppgötvaðist vildi ég meina að þetta væri undirliggjandi framsóknargen eða samviskan. Svo þegar þetta var orðið að æxli var ég viss um að það stafaði af því að ég bjó í Svíþjóð fyrstu ár ævi minnar. Þar tókst mér að brenna brýr að baki mér þrátt fyrir ungan aldur,“ segir hann. „Á meðan þetta var flokkað sem blettur mættu mér fordómar á spítalanum að hálfu sumra lækna. Ég var flokkaður sem dópisti og spurður hvort ég væri samkynhneigður eða hefði tekið þátt í hommaorgíum. Ég get ekki séð að það komi málinu við. Mér ofbauð framkoma sumra læknanna og það kom fyrir að ég rak þá á dyr. Ég kom kvörtunum á framfæri við yfirmenn spítalanna og ákvað þá hverjir væru velkomnir. Maður á fullan rétt á að komið sé fram við mann af virðingu og fólk á alls ekki að dæma aðra fyrirfram,“ segir hann. „Eftir að ljóst var að ég væri með heilaæxli breyttist viðmót starfsfólks til hins betra og ég hef ekki mætt fordómum. Enda segir Hippókratesareiðurinn ekkert um að heilbrigðisstarfsfólk hafi rétt á að draga sjúklinga í dilka.“ Árni hvetur sjúklinga til að bera virðingu fyrir heilbrigðisstarfsfólki. Það vinni oft óeigingjarnt starf. „En fólk á ekki að vera hrætt við að koma skoðunum sínum á framfæri.“ Árni lýsir greiningartímabilinu sem rússíbanareið, þar til ljóst var að æxlið var annars og þriðja stigs. Árni lýsir því að fjórða stigs æxli séu hættulegust og allt umfram annað stig illkynja.

Erfitt að melta krabbann

„Pabbi er krabbameinslæknir. Hann lokaði augunum fyrir því að þetta gæti verið heilaæxli. Ég held að hann hafi aðallega verið að verja mig – og sjálfan sig. Mér finnst eins og það hafi tekið fólk um hálft ár að melta þessi alvarlegu tíðindi. Þá var ég búinn að fara í geislameðferð og sást fyrst með sár á höfði. Það var ekkert hjá því komist að opna augun,“ segir Árni en skerpir svo á orðum sínum. „Ekki það að fólk hafi endilega lokað þeim, en það talaði ekki um krabbameinið. Svo hafði ég enga sérstaka þörf fyrir að tala um þetta.“ Innsti kjarni Árna hefur staðið með honum í blíðu og stríðu og stuðningur komið úr óvæntum áttum. „Núna erum við orðin langþreytt. Maður má ekki gleyma að leita sér hjálpar,“ segir hann. „Það hefur ekki vantað upp á að við höfum talað við einhvern, en kannski mættu aðrir í fjölskyldunni sækja sér sérfræðihjálp. Veikindin hafa áhrif á marga og eldri kynslóðin

Bíður eftir beinu brautinni

Árni í faðmi fjölskyldunnar. Sigurður Bjarmi í fangi hans, Ína kona hans, Selma Lind og systurdóttir hans Helga Ísold á heimili þeirra í Hafnarfirði. Mynd/Hari

Ég geng um eins og ég sé drukkinn. Ég vildi að það væri öfugt. Ég væri sem drukkinn en gengi eðlilega í gegnum meðferð.

er ekki vön að leita til sálfræðinga. Ekki svo ég viti.“ Og þessari fyrrum „djammrottu“, sem þótti gaman að skvetta úr klaufunum með vinum, hefur dembt sér á kaf í hugræna atferlismeðferð. „Hún hefur hjálpað mér. Sérstaklega þegar maður finnur að maður er að missa skapið frá sér. Ekki það að ég hafi orðið þunglyndur en veikindin taka á. Hugræn atferlismeðferð snýst um að virkja bæði heilahvelin. Ég er hjá fínum sálfræðingi sem hefur hjálpað mér mikið. Maður getur ekki lagt allt á herðar sinna nánustu. Svo þarf maður líka að baktala þá,“ segir Árni og glottir.

Óttast um afdrif fjölskyldunnar

Óttastu að deyja? „Auðvitað hef ég pælt

Árni ætlar að stýra flugvél aftur. „Um leið og ég get. Þótt mig hafi dreymt um að verða fleira en flugmaður vil ég klára það sem byrjaði á. Ég ætlaði að hætta sem flugmaður 45 ára. Maður vill hætta á eigin forsendum en ekki vera kippt út úr starfi einn, tveir og þrír eins og varð. Ég var búinn að skrá mig í háskóla um haustið þegar ég greinist og stefndi á að taka nám með vinnu. Ég varð að hætta. Þegar ég byrja í háskólanámi lendi ég í skurðaðgerð eða geislameðferð. En nú verður þetta að ganga.“ Veikindin hafa breytt Árna og honum finnst til hins betra. „Ég veit hverjir eru mínir nánustu vinir – sem eru allir þeir sem ég átti fyrir. Ég var snobbhani með yfirborðsmennsku í klæðaburði. Núna freta ég á slíkt. Og ég hef litla samúð með fíklum; tel vandann þeirra eigin sjálfsskaparvíti,“ segir Árni og að hann hafi forherðst gegn yfirborðmennskunni – og Svíum. Er hann þá að komast á beinu brautina að nýju? „Ég er hættur að gefa út tímasetningar. Fyrst þegar ég greindist gaf ég út að þetta yrðu erfið þrjú ár. Svo færi ég á fullt aftur. Reyndar eru þessi þrjú ár ekki búin, en mér finnst ég alltaf sendur aftur á byrjunarreit. Auðvitað vonar maður að þetta sé búið. Ég held að þetta sé að koma. Þetta er að koma. Þannig að pass!“

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Þvottavélar og þurrkarar í sérflokki

Allt verður tandurhreint

Þvottavélarnar

Íslenskt stjórnborð og íslenskir leiðarvísar.

Taka allt að 9 kg. Hljóðlátar. Geta þvegið á 15 mínútum. Snertihnappar. Sumar þeirra eru í orkuflokki A+++.

Eigið þjónustuverkstæði. Umboðsmenn um land allt.

Þurrkararnir

ATA R N A

Taka allt að 8 kg. Rafeindastýrð rakaskynjun. Stór tromla. Snertihnappar.

Nú má bæði þvo og þurrka á aðeins um klukkustund

Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum.

Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is


Alvöru bíópopp heima í stofu

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

Húðað með Cheddarosti

Gamla góða bíópoppið Næringargildi í 100 gr:

Orka 1900 kj / 460 kcal. Prótein 10 g. Kolvetni 52 g. Þar af: Sykur 1 g. Kókosolía (fita) 21 g. Þar af: Mettaðar fitusýrur 15 g. Trefjar 12 g. Natríum 1 g.

Poppaðu heima

Hágæða poppmaís frá Maxí í yfir 40 ár Ekta Bíó poppsalt, bíó stemmingin heim í stofu

- Gott milli mála

WWW.MAXI.IS

Ekta Bíó poppolía, kókosolía með smjörbragði


30

fréttir vikunnar

A4 - Office oftast með lægsta verðið á skólabókum Allt að 83 prósenta verðmunur er á skólabókum, samkvæmt verðkönnun ASÍ. A4 - Office 1 var oftast með lægsta verðið á nýjum bókum í könnuninni, 15 af 33 titlum voru ódýrastir þar.

388

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Vikan í tölum kílómetra ekur leið 57 hjá Strætó tvisvar á dag milli Reykjavíkur og Akureyrar. 7.700 krónur kostar að fara alla leið. Boðið er upp á þráðlaust net í vagninum á leiðinni.

Fatlaðir kjósi með eigin aðstoð

357.000

Líklegt er að fatlaðir og sjónskertir fái að greiða atkvæði með aðstoð eigin aðstoðarmanna í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs eftir tvo mánuði.

ferðamenn höfðu komið til landsins í lok síðasta mánaðar. Til samanburðar höfðu rúmlega 304 þúsund manns komið til landsins á sama tíma í fyrra.

Forsætisráðherra Danmerkur í opinbera heimsókn

14.000

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, kemur til landsins í opinbera heimsókn næstkomandi mánudag.

Langflestir hafa fengið framhaldsskólavist Langflestum sem sóttu um nám í framhaldsskóla á komandi skólaári hefur verið tryggð skólavist, að því er fram kom hjá Katrínu Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Skólar voru settir í vikunni og þurfa ökumenn að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart yngstu vegfarendunum. Krakkar úr 3. og 4. bekk Krikaskóla í Mosfellsbæ voru vel á nótunum. Ljósmynd/Hari

Vextir Seðlabankans óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda vöxtum óbreyttum. Daglánavextir verða áfram 6,75%, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,75%, hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 5,5% og innlánsvextir 4,75%.

Páll tekur við ritstjórn Skírnis Páll Valsson hefur verið ráðinn ritstjóri Skírnis - Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags. Hann tekur við af Halldóri Guðmundssyni sem tekið hefur við starfi framkvæmdastjóra Hörpu.

Nígerískar konur leita hælis hérlendis Sex konur frá Nígeríu hafa leitað hælis hér á landi það sem af er ári. Allar komu þær ýmist með börn sín með sér eða eru barnshafandi.

Nýrra leiða leitað við þyrlukaup Stjórnvöld leita nú nýrra leiða til að útvega þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna. Horfið hefur verið frá samstarfi við Norðmenn og í undirbúningi eru hugsanleg kaup á eldri þyrlum.

Smálán og lítilmenni Reiðialda skall á Facebook í vikunni í kjölfar frétta um að markhópur smálánafyrirtækja, sem lána peninga með hraði gegn svimandi vöxtum, virtust helst vera fíklar og ungt fólk sem ekki kann fótum sínum forráð í fjármálum.

Hildur Helga Sigurðardóttir Endurtek að það er skömm að þessum smánarlánafyrirtækjum, sama hverjir standa þarna að baki.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Blessaðir mennirnir!

Torfi Geirmundsson Já, hvernig væri að birta nöfn þeirra sem eiga og reka þessi fyrirtæki. Fjármagna þeir líka innflutning á fíkniefnum?

Heitustu kolin á

Var kosið meðan ég var á fjöllum í sumar?

Stefán Pálsson Halldor Bragason

Andri Sigurðsson

Hverjir eru eigendur þessara smálána fyrirtækja? Eru meira að segja búnir að stofna samtök smálánafyrirtækja og senda lögfræðing í viðtöl sem kemur með all svakalega röksemd fyrir okrinu þ.e. að flestir lántakendur séu yfir tvítugt.

Smálánafyrirtækið 1909 er með tvöfalt fleiri vini á Facebook en Dögun, Samstaða, Hreyfingin, Borgarahreyfingin, Píratapartýið og Björt framtíð til samans.

Óvænt útspil Lilju Mósesdóttur opnar leiðina fyrir skjótan frama varaformanns Samstöðu. Hann er reyndar ennþá ungur Framsóknarmaður á bloggsíðunni sinni, en setur þar ný viðmið í notkun á eftirhermum í pólitísku starfi...

Hver vill Lilju kveðið hafa?

Gunnar Lárus Hjálmarsson

Guðmundur Andri Thorsson Það var lögmaður með blátt bindi að tala máli Smálánafyrirtækjanna í sjónvarpinu áðan eins og verjandi í sakamáli, sem hann náttúrlega er. En ég sá bara fyrir mér auglýsingarnar þar sem væntanlegir viðskiptavinir eru sýndir sem vitgrannir smáhundar...

Ævar Örn Jósepsson Heitir þetta ekki smánarlánastarfsemi?

Linda Laufdal Þetta eru hrein og bein okurlán og ég hélt að það væri ólöglegt að vera okurlánari samkvæmt lögum. Hvernig getur þetta verið löglegt??

Lítil tíðindi eru fólgin í því að það blási um alþingiskonuna Lilju Mósesdóttur enda ekki langt síðan sá veðurglöggi Siggi stormur sagði skilið við stjórnmálaflokk hennar, Samstöðu. Valkyrjan Ásgerður Jóna Flosadóttir gekk síðan úr skaftinu í vikunni og nú vill Lilja ekki vera formaður í eigin flokki.

Heiða B Heiðars Lilja er hætt í Lilju af því að hún hefur misst fylgi við Lilju sem aldrei hefur verið á kjörseðli.

Páll Ásgeir Ásgeirsson Lilja Mósesdóttir stofnaði flokk 7. febrúar 2012. Hún ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns á fyrsta landsfundi flokksins til að axla ábyrgð á fylgistapi. Missti ég af einhverju? Hvaða fylgi var þetta sem vannst og tapaðist?

OK þá. Ég skal þá vera formaður Samstöðu.

Eiður Svanberg Guðnason Þetta er líklega í fyrsta skipti sem stjórnmálamaður axlar ábyrgð á niðurstöðum skoðanakannana!

Stefán Pálsson Síðasta sólarhringinn hefur enginn gengið úr flokki Lilju Mósesdóttur. Það er nú ekki svo slæmur árangur...

Ómar R. Valdimarsson Mig langar ekki heldur til þess að verða formaður þessa flokks. Held ég þekki ekki bara neinn sem langar til þess...

krónur fékk Rauði krossinn að gjöf frá ungum aukaleikurum í Hollywoodmyndinni Noah sem tekin var upp hérlendis. Peningarnir voru sektarsjóður fyrir blótsyrði Russells Crowe og kollega hans.

10

milljónir króna var verðmæti aflans hjá aflahæstu bátunum í strandveiðum við Íslandsstrendur sem lauk í vikunni. Alls skiluðu strandveiðar hátt í 2,7 milljörðum króna í aflaverðmæti.

12

manns voru ákærðir í kjölfar mótmæla vörubílstjóra árið 2008 og búsáhaldabyltingarinnar í byrjun árs 2009. Tveir þeirra í kjölfar mótmæla vörubílstjóra en tíu alls eftir búsáhaldabyltinguna.

100.000

manns sátu límdir við skjáinn þegar Dans, dans, dans var á dagskrá RÚV síðasta vetur. Önnur þáttaröð fer í loftið í lok október undir styrkri stjórn Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur.

Góð vika

Slæm vika

fyrir Aron Kristjánsson handboltaþjálfara

fyrir Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Tekur við „strákunum okkar“ Aron Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tekur við af Guðmundi Guðmundssyni sem náði frábærum árangri með liðið, silfri á ólympíuleikum og bronsi á EM. Aron er þjálfari Hauka í Hafnarfirði. Samningur hans við Hauka var til ársins 2014 en hann hefur verið styttur um eitt ár. Aron þjálfar því Haukaliðið samhliða íslenska landsliðinu í vetur. Aron hóf meistaraflokksþjálfun árið 2004 þegar hann tók við Skjern í Danmörku. Árið 2007 tók hann við þjálfun Hauka og gerði liðið að þreföldum Íslandsmeisturum, árin 2008, 2009 og 2011. Auk þess hefur liðið undir hans stjórn unnið deildarmistaraog bikarmeistaratitil.

Ákærður fyrir brot á þagnarskyldu Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur verið ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Stjórn Fjármálaeftirlitsins sagði Gunnari upp 1. mars síðastliðinn og kærði hann til lögreglu. Það gerðist eftir að stjórn­inni bárust upplýsingar um að Gunnar hefði látið taka saman gögn og koma þeim til DV. Áður höfðu stjórnin og Gunnar deilt opinberlega um framtíð hans í starfi. Stjórnin taldi að aðkoma Gunnars að aflandsfélögum Landsbankans í kringum aldamót og upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins væri þess efnis að Gunnari væri ekki lengur sætt í starfi.


Námskeið Kynningarblað

Kraftmikil eftir gott sumar Íslendingar snemma á ferðinni með heilsuátökin, segir Ágústa Johnson í Hreyfingu.

 bls. 6

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Láttu drauminn rætast Dale Carnegie virkjar fólk til að láta drauma sína rætast.

 bls. 2

Ástríða í dansi Fjölbreytt námskeið hjá Dansstúdíói World Class í vetur.

 bls. 8

Foreldrar dansa Öllu skotið með börnunum á frest? Dansskóli Reykjavíkur býður foreldrum upp í dans með börnunum sínum í vetur.

 bls. 4

Góð ráð gegn frestunar­ áráttu.

 bls. 10

Frelsið er í fluginu Skráning fer fram á heimasíðu skólans. www.flugskoli.is/skraning

Atvinnuflugmannsnám

Áhafnasamstarf (MCC)

Einkaflugmannsnám

Flugumferðastjórn

Flugvirkjun

Flugfreyju/flugþjónanámskeið

10 mánuðir. Kennt í bekkjarkerfi. Hefst 3.september. UPPSELT

Viku kvöldnámskeið. Að auki 20 klst í Haustnám 18:00 -22:00. þotuflughermi (Nýtt). Hefst 3.september. Nokkur pláss laus. Hefst 24. september.

Kennt í dagskóla. Lánshæft hjá LÍN. 18 mánuðir. Kennt á ensku. Hefst 12.september. Umsóknarferli lokið. Hefst 3.september. UPPSELT www.facebook.com/flugskoli

10 vikna kvöldnámskeið. Hefst 8.október.

www.flugskoli.is


2

námskeið kynningarblað

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Dale Carnegie 100 ár a afmæli

Sögur af velgengni í þúsundatali Dale Carnegie þjálfun fagnar 100 ára afmæli á þessu ári og eru aðferðirnar sem beitt er við þjálfunina nýttar í 86 löndum. Aðferðirnar sem eru margreyndar og byggðar á traustum grunni eru sífelldri endurskoðun og bættar með hverju árinu sem líður sem er sennilega ein ástæða þess að það hefur staðið traustum fótum í eina öld.

D Gildismat fólks breyttist og nú er fólk að fjárfesta í þekkingu og tíma.

ale Carnegie fyrirtækið var stofnað tveimur árum áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst og hefur því séð tímanna tvenna og segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi, að öll sú reynsla sem þarna býr að baki hafi nýst vel meðal annars við efnahagshrunið. „Dale Carnegie fyrirtækið hélt ró sinni við efnahagshrunið, enda kom í ljós að veltan tvöfaldaðist eftir hrun. Gildismat fólks breyttist og nú er fólk að fjárfesta í þekkingu og tíma. Þar að auki breyttust áskoranirnar á einni nóttu og allt í einu þurftu til dæmis sölumenn í fyrirtækjum sem áður höfðu setið við símann og gert lítið annað en að taka við pöntunum að fara út og sækja viðskiptin, og til að framkalla breytta hegðun þarf þjálfun. Einnig hefur umbreytingin í íslenskum fyrirtækjum verið mikil og erum við með ung stjórnendateymi sem þurfa þjálfun.“ Jafnframt segir hann að slakinn í atvinnulífinu gefi fólk tíma til að sækja námskeið og vitundarvakning sé hjá stéttarfélögum sem nú leggja aukið fé í menntun. Framakortið er skemmtileg nýjung í samsetningu námskeiða hjá Dale Carnegie á Íslandi. „Við höfðum velgengni leikhúskortanna til fyrirmyndar, þar sem gömlu formi var pakkað í nýjan búning fyrir nútímafólk. Og við hugsuðum hvort ekki væri hægt að gera slíkt hið sama með menntun eða símenntun. Með framakortinu er hægt að velja þrjár 90 mínútna vinnustofur af 20 á hverju hausti og vori fyrir 19.900 krónur. Vinnustofurnar geta tengst starfinu þínu, eða einhverju sem kemur sér vel í daglegum samskiptum fólks. Þetta er gullið tækifæri fyrir þá 20.000 manns sem útskrifast hafa af Dale Carnegie námskeiðum að bæta örlitlu við sig eða

Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie.

leið fyrir þá sem vilja kynna sér starfið án mikillar skuldbindingar.“ Annað forvitnilegt í starfi Dale Carnegie á Íslandi er rannsókn sem unnin var í samstarfi við rannsóknarfyrirtæki hérlendis um virkni og hollustu starfsmanna. „Dale Carnegie í Bretlandi kynnti skýrslu þar sem mæld voru áhrif kreppunar í Bretlandi. Niðurstaðan í fáum orðum var sú að fólk á vinnumarkaði hafði verið mjög virkt í starf, þ.e.a.s sýnt frumkvæði, tekið virkan þátt, sýnt hollustu og lagt sig fram við að skila góðu verki, hafði fækkað verulega. Ástæðan er talin vera sú að í kreppuástandi verður fólk hrætt um stöðu sína og lætur því minna fyrir sér fara og tekur ekki eins virkan þátt, meðal annars af ótta við

að gera mistök ef það lætur of mikið í sér heyra og ógni þannig stöðu sinni. Okkar niðurstaða er sú að 38% prósent af íslensku starfsfólki er virkt í starfi og 19% sýnir litla sem enga virkni. Þeir sem voru óvirkir voru yfirleitt fólkið sem svaraði því í könnunni að það væri óánægt í starfi og væri að hugsa um að hætta. Hinn hlutinn af fólkinu var fólk sem var hvorki virkt, né óvirkt, heldur gerði akkúrat það sem er ætlast til af því og ekkert meira en það,“ segir Jón Jósafat. Hann segir markmið Dale Carnegie er að virkja fólk, vegna þess að allir geta gert miklu meira. „Sögur af velgengni eru hér í þúsundatali af fólki sem er að láta draumana rætast. Dale Carnegie eru í raun æfingabúðir til að koma sér upp nýjum venjum.“

 Heimilisiðnaður spennandi námskeið í boði

Þjóðbúninganámskeiðin sívinsæl H

67% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

eimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á fjöldann allan af námskeiðum komandi vetur að vanda, jafnt vinsæl námskeið á borð við þjóðbúninganámskeið sem og spennandi nýjungar. Námskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri, börn sem fullorðna, byrjendur sem lengra komna. Meðal þeirra námskeiða sem standa börnum til boða eru námskeið í prjóni og tálgun. Solveig Theodórsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins, segir bæði námskeiðin mjög vinsæl hjá börnunum. „Á námskeiði í tálgun læra börn að fara með hnífa og grunnatriði í tálgun. Þau geta komið með hráefni sem þau hafa sjálf fundið í náttúrunni, sem þeim finnst mjög spennandi,“ segir Solveig. „Þjóðbúninganámskeiðin okkar eru sívinsæl sem og námskeið í faldbúningagerð og gerð barnabúninga. Þess má geta að á þjóðbúninganámskeiðunum fá nemendur búninginn klæðskerasniðinn fyrir hvern og einn og er það innifalið í námskeiðs-

Guðbjörg Hrafnsdóttir og Solveig Theodórsdóttir við gínur klæddar þjóðbúningum.

gjaldinu,“ segir Solveig. Einnig eru í boði námskeið fyrir þá sem þegar eiga þjóðbúning en langar að sauma nýja skyrtu eða svuntu, og einnig námskeið í faldbúningagerð. Að sögn Solveigar er námskeið í gerð skírnarkjóla mjög vinsælt og boðið verður upp á það í vetur. „Þetta eru oft sérstaklega fallegir kjólar sem eru jafnvel útbróderaðir,“ segir Solveig. Einnig verður boðið upp á stutt námskeið þar sem kennt verður

hvernig sauma má nöfn í skírnarkjóla. Þá verður nýtt námskeið í boði þar sem kenndur verður frjáls útsaumur. „Kenndar verða nokkrar útsaumsaðferðir og nemandinn vinnur úr þeim nálapúða eða nálabók.“ „Orkering er mjög vinsæl um þessar mundir og kennum við að orkera skyttur þar sem eru búnar til blúndur sem eru til dæmis mikið notaðar í skartgripi. Hægt er að setja á þær perlur og ýmislegt

annað fallegt,“ segir Solveig jafnframt. „Síðan munum við kynna nýja gerð af vefnaði, salúnsvefnaði og verðum með námskeið undir yfirskriftinni Salún á nýjan máta. Þar læra nemendur að setja salúnsvefnað upp í stól og fá einnig innsýn á notkun á tölvuforriti fyrir vefnað sem ekki hefur verið kennt áður hjá okkur. Með því geta nemendur séð í litum og formi hvernig tilbúinn vefurinn muni líta út,“ segir Solveig.


IÐ BER E K EM S M PT Á E N S TU 10. S FYR JAST F E H

N N

Ö T S U A H 12 0 2

TU

U G N

L

M A K Í

L Ö T

K

S R U

V

YW

LA E IC

símenntun

M F U A EG T L L I FUL MMT ÐUM I E E K K S S M Á N

L Á M

S F Í L

MÍMIR

L L Í T

G O I

O R U JEZ

IC D N

M Á N

L Á S

Æ T G

U K Y R O F FY H

I N K

L O P

IM K S

R O F

RIR

D N A

EIG

V T A R VE

I

R E N

U N N

KO

S ti i e l

Ð I F LÍ

Ö H G

N

M

N U N

D N Y M

T S I L

N N E

2

n a f O 0 í 0 n is 8 . u 1 r t i 0 ri m 8 n i 5 In .m a w m í í s á ww a eð

G N I

Kynningarbæklingi haustannar verður dreift í heimahús á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 1. september


4

námskeið kynningarblað

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Kvöldskóli FB Breiðum hópi nemenda þjónað

Reiðubúin að þjóna Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er eini kvöldskólinn á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á starfsnám í rafvirkjun og húsasmíði.

Þæfing - grunnnámskeið

Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.handidir.is Skráning á námskeið í síma 616 6973, eða sendið skráningarbeiðni á netfang: handidir@gmail.com Handíðir, Garðatorgi 7, Garðabæ

Í

kvöldskólanum koma oft til okkar menn sem hafa starfað við fagið í langan tíma, án þess nokkurn tímann hafa lokið formlegri menntun og vantar jafnvel lítið upp á til að klára prófið. Þetta er yfirleitt fólk sem útskrifast með hæstu einkunnir á sveinsprófi, enda kemur það inn með mikla reynslu úr atvinnulífinu þar sem stór hluti menntunar fer fram,“ segir Berglind Halla Jónsdóttir, áfangastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún segir jafnframt að starfsnámið í rafvirkjun, húsasmíði og sjúkraliðabraut séu þær greinar sem mest er sótt í af því námi sem kvöldskólinn býður upp á. Þrátt fyrir að starfstétt smiða hafa hlotið talsvert högg við efnahagshrunið, skynjar Berglind Halla ekki minni áhuga og segir marga hverja sem fara í gegnum námið komast á samning. „Mikil áhersla hefur verið lögð á starfsnámið í kvöldskólanum meðal annars með samstarfi við fræðslumiðstöð atvinnulífsins þar sem nemendur fara í raunfærnimat. Stærsti hlutinn af kvöldskólanemendum er í starfsnámi, en auðvitað erum við alltaf líka með þá nemendur sem eru komnir til að ljúka stúdentsprófi og töluvert af fólki kemur hingað í tómstundanám í tungumálum og jafnvel tölvum, íslensku og sögu.“

Nemar í rafvirkjun í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er stór skóli með 13 námsbrautir, 1430 dagskólanemendur, 700 kvöldskólanemendur og 1500 nemendur í sumarskóla. Það mætti ætla nemendurnir hverfi í fjöldann. En annað er upp á teningnum. „Hér er starfsfólk sem er reiðubúið að þjóna og við leggjum mikið upp úr því að sinna nemendum okkar vel og hjálpa hverjum og einum eftir fremsta megni. Við tökum vel á móti fólki og viljum allt fyrir það gera og veita því ráðgjöf, finna lausnir og fylgja því eftir í gegnum allt námið. Hrærð fellum við svo tár við útskrift þegar við sjáum á eftir nemendum

þó auðvitað séum við alltaf afskaplega stolt og glöð að sjá þá ná árangri,“ segir Berglind Halla. Skólinn þjónar mjög breiðum hópi nemenda og telur Berglind þá vera þversnið af þjóðfélaginu. „Við fáum bæði fólk sem hefur ekkert lært og fólk sem hefur lokið öðrum prófum, jafnvel háskólaprófum. Bæði er fólk að sækja sér símenntun, nýja menntun til að fá stærri tækifæri eða einfaldlega afla sér þekkingar sjálfum sér til ánægju. Allt þetta fólk finnur sig í áfangakerfinu, þar á meðal þeir sem hafa fallið úr menntaskóla. Hér er líf og fjör frá morgni til kvölds og stemningin í skólanum er alltaf góð,“segir Berglind Halla.

 Dansnám Dansskóli Reykjavíkur

Foreldar og börn dansa saman Foreldar sækja danstíma með tveggja og þriggja ára börnum.

D

ansskóli Reykjavíkur býður í vetur skemmtilega danstíma fyrir börn á aldrinum tveggja til þriggja ára ásamt foreldrum þeirra. Dansskóli Reykjavíkur er frumkvöðull í þessari tegund dansnámskeiða og þykir skólanum spennandi að geta boðið börnum upp í dans með foreldrunum. Samverustund foreldra og barna og tómstundastarf sameinast í þessu námskeið og um leið og mamma og pabbi stíga í dans með börnunum á dansgólfinu öðlast þau færni til að dansa saman heima í stofu oftast við mikla gleði barnanna. Helstu barnadansarnir og dansleikir eru kenndir á námskeiðinu og áhersla lögð á gleði og að hreyfa sig í takt við tónlist. Eldri börnum býðst að læra almenna sam-

kvæmisdansa, eins og vals og cha cha og verða vinsælu jólaböllin og grímutímarnir á sínum stað, auk þess sem nemendasýningin verður að sjálfsögðu haldin í vor. Dansskóli Reykjavíkur hét áður Dansskóli Ragnars, en með tilkomu Lindu Heiðarsdóttur sem meðeiganda var ákveðið að breyta nafninu. Linda hefur mikla reynslu að baki sem menntaður kennari og sem samkvæmisdansari. Aðalkennarar skólans eru Ragnar Sverrisson, Linda Heiðarsdóttir og Javier Fernancer Valion sem kemur frá Spáni og er nýjasti kennari skólans og mun að mestu leyti þjálfa keppnispör skólans og undirbúa sig fyrir dansmót bæði á Íslandi og erlendis.


kynningarblað

Helgin 24.-26. ágúst 2012

námskeið 5

 Endurmenntun Haustmisseri Endurmenntunar Háskóla Íslands

Leitað til þeirra bestu – kennara Harvard Haustmisserið er að hefjast hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og að vanda er margt spennandi í boði. Hæst ber koma þriggja sérfræðinga frá Harvard, einum virtasta háskóla heims, sem munu halda námskeið í stjórn­ un, samningafærni og upplýsingatækni. Þetta eru námskeið sem haldin hafa verið við endurmenntunardeild Harvard við góðan orðstír.

V

ið höfum ávallt verið með mikið framboð námskeiða fyrir stjórn­endur en í ár vildum við auka það enn frekar og það gerum við með að leita til þeirra bestu, kennara í Harvardháskóla. Háskólinn er þekktur víða um heim og er það því mikill fengur fyrir Endurmenntun Háskóla Íslands að fá þessa kennara til liðs við sig. Við hlökkum mikið til að fá þær til landsins,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Kennararnir sem um ræðir eru Margaret Andrews, aðstoðardeildarforseti á sviði stjórnunar við Harvard Extension, sem hefur að auki langa reynslu af kennslu og stjórnun við bestu háskóla Bandaríkjanna, Diana Buttu, lögfræðingur og Harvard­kennari, sem er jafnframt eftirsóttur álitsgjafi í bandarískum fjölmiðlum, og dr. Zoya Kinstler, sérfræðingur í upplýsingatæknilausnum og kennari við Harvard, sem situr jafnframt í deildarráði við skólann. Hún hefur einnig 20 ára reynslu í verkefnum á sviði upplýsingaog samskiptatækni í stórfyrirtækjum. „Mikill áhugi er á þessum námskeiðum og stefnir í að færri komast að en vilja. Við göngum þó út frá því að þetta samstarf eigi eftir að halda áfram og að fleiri námskeið verði í boði næstu misserin,“ segir Thelma. Skrautfjaðrirnar eru fleiri í námskeiðaframboði Endurmenntunar HÍ þar sem hátt í 200 námskeið eru á dagskrá og skiptast þau niður á 12 mismundandi fagsvið.

Samstarf við fagfélög og fyrirtæki skipta miklu máli þar sem okkar hlutverk er meðal annars að efla hæfni og þekkingu fólks í atvinnulífinu.

Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands.

„Okkur er fátt óviðkomandi og leggjum við netin víða og fylgjumst vel með. Samstarf við fagfélög og fyrirtæki skipta miklu máli þar sem okkar hlutverk er meðal annars að efla hæfni og þekkingu fólks í atvinnulífinu. Við erum til dæmis sífellt að auka námskeiðaframboð á uppeldisog kennslusviði og vinnum þá með fagfélögum á því sviði og greinum þarfir og áherslur. Á haustmisseri eru

t.a.m. fjölmörg námskeið á uppeldisog kennslusviði í boði á fjarfundi sem þjóna landsbyggðinni sérstaklega.“ Menningarnámskeið og Persónuleg færni eru námsflokkar sem njóta ætíð mikilla vinsælda hjá Endurmenntun HÍ. „Það er ákveðinn hópur fólks sem bíður þess á hverju misseri með eftirvæntingu að námsbæklingurinn okkar komi út og velur sér spennandi námskeið. Þetta eru námskeið

sem eru hugsuð til að auka fróðleik og skemmta. Meðal spennandi námskeiða í vetur verða Íslendingasögunámskeiðin sem hafa verið vinsæl í yfir 20 ár, Fótbolti, svikráð og pólítík sem Stefán Pálsson sagnfræðingur kennir, námskeið um Louis Armstrong sem Sigurður Flosason leiðir og mörg fleiri. Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá okkur,“ segir Thelma.

 Námskeið NLP

Sveigjanlegt fólk og fyrirtæki eru skrefi framar Bruen býður upp á NLP-Practitioner Coach og NLP Master Coach nám í haust undir handleiðslu Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur sem er alþjóðlega vottaður NLPEnneagram kennari, HR- Coach, meðhöndlari og starfsþróunarþjálfi.

N

LP Practitoner Coach nám er nám þar sem við verðum upplýstari um samskipti okkar og lærum ýmsar aðferðir til að breyta þeim og bæta. Við lærum jafnframt um eigin hugsunarhátt, um meðvituð og ómeðvituð mynstur og um hvað við getum gert til að jafnvægisstilla okkur þegar þörf er á. Við munum vinna með stefnumótun og markmiðasetningu og læra að nota grunn NLP-coaching verkfæri. Í stuttu máli munt þú fá möguleika til að taka stórt skref í persónulegri þróun, stjórna lífi þínu í þá átt sem þú óskar og tileinka þér nýja færni í samskiptum þínum. Náminu lýkur með stöðumati, skriflegu og verklegu og fá nemendur diplómu sem NLP Practitioner – Coach við staðið mat. NLP Practitioner diplóma veitir aðgang að næsta þrepi sem er: NLP-Master Practitioner Coach þar sem farið er enn dýpra í æfingarnar og þær tengdar við nýja tækni sem byggir á meiri þjálfun til að aðstoða og Coacha aðra. Fleiri verkefni og viðtalsþjálfun eru hluti af Master þrepinu og lýkur því námi eins og Practitoner með skriflegu og verklegu mati ásamt 30 þjálfunartímum og verkefni. Hvert nám fyrir sig tekur 120 kennslustundir og er kennt í 4 - 5 lotum, 3 - 4 daga í senn, tengt helgum. Námsefnið er upprunalega frá NLP- Húsinu í Kaupmannahöfn og er þýtt á íslensku með leyfi. Bruen stendur fyrir NLP námi sem fylgir þeim kröfum og stöðlum sem gerðar eru á alþjóða vettvangi. Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir sem er alþjóðlega viðurkenndur NLP-Enneagram kennari, HR-Coach, meðhöndlari og starfsþróunarþjálfi. Hún hefur áratuga reynslu af kennslu og námskeiðahaldi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hið opinbera í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Hún hefur kennt NLP nám síðan 2000 auk þess sem hún hefur sett upp fjölda námskeiða byggð á hugmyndafræði NLP og Coaching og má þar nefna hið skilvirka námskeið BTM/ Breytingar - Tæki-

færi - Markmið, en það hefur í 12 ár verið tilboð til atvinnuleitenda og fólks á krossgötum í þremur löndum. BTM mun frá nóvember einnig vera í boði fyrir almenning hér á landi og í Færeyjum. Hrefna segir um sín fyrstu kynni af NLP: Ég bjó í Noregi og stóð á krossgötum í lífinu þar sem ég hafði gengist undir tvær aðgerðir á baki og gat ekki lengur unnið við það sem ég var menntuð til. Ég var ráðvillt og vissi eiginlega ekki hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur úr því sem komið var... ég rakst þá á auglýsingu um NLP nám sem var að fara af stað í fyrsta skipti í Noregi. Ekki vissi ég neitt hvað þetta NLP var og varð litlu nær þegar ég talaði við kennarann, en ég fór af stað og var sú fyrsta sem útskrifaðist sem NLP Practitioner í norskum NLP skóla. Það er skemmst frá því að segja að ég var komin á rétta hillu... fór í framhaldsnám í NLP-húsið í Kaupmannahöfn, tók alþjóðleg kennsluréttindi, meðhöndlarapróf, HR- Coach, Enneagram kennsluréttindi og starfsþróunarráðgjöf... og enn mun ég vinna að því að bæta við mig þar sem NLP er í stöðugri þróun. NLP er upprunnið frá Bandaríkjunum þar sem upphafsmenn þess, Bandler og Grinder, hófu þróun þess í kringum 1972 og má segja að NLP hafi bara vaxið og þróast síðan þá. Þegar ég hóf mitt NLP nám hjá NLP-Húsinu, árið 1997, voru Danir komnir vel af stað með sína NLP þróun og margir af meðstúdentum mínum voru sendir í NLP nám af fyrirtækjunum sem þeir unnu hjá. Ég hef frá þeim tíma verið við nám í NLP-húsinu og það verður að segjast að það er mikið vatn runnið til sjávar á 15 árum. Í Noregi og Danmörku hefur NLP-Coaching, sem og annars staðar í heiminum, rutt sér til rúms sem eitt virkasta „verkfæri“ fyrir breytingaferli og stefnumótun hvers konar. Stjórnendur og fyrirtæki eru farin að nota í enn ríkari mæli stjórnendastíl þann sem hugmyndafræði NLP-Coaching fjallar um.

Hrefna Birgitta Bjarnadóttir.

Ég fluttist til Íslands á ný í september 2011 og er hugsjón mín nú að byggja upp og kenna NL-coaching fræðin á Íslandi þannig að enn fleiri fái að njóta þess að gera þær breytingar sem þeir óska á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Ég mun á næsta ári tengja starfsemi Bruen við erlenda aðila og bjóða þá styttri námskeið og ferðir til meðal annars Færeyja og Kýpur... NLP Practitoner Coach námið hefst 6. september 2012 og NLP Master námið 11. október. Kynningarfundur um NLP námið og starfsemi Bruen verður mánudaginn 3. september klukkan 17.30 í Bústaðakirkju (þar sem bókasafnið var, Bústaðavegsmegin) Á heimasíðu minni www.bruen.is <http:// www.bruen.is> má lesa enn meira um NLPCoaching og annað það sem Bruen býður upp á og einnig má hringja í mig í síma 899 1939 og fá upplýsingar eða skrá sig í námið. Hvað er NLP / Neuro Lingvistisk Programmering?

 Neuro... - Af því það fjallar um samhengi

milli taugabrauta, þau áhrif sem berast gegnum skynfærin 5 og það hvernig við vistum þessi áhrif í heilanum.  Lingvistisk... - Vegna þess að það fjallar um samhengi milli skynfæranna og málsins (tjáningar) og hvernig við með orðum og málnotkun höfum áhrif á hugsanir okkar og annarra.  Programmering... - Af því að við eiginlega „prógrammerum“ okkur sjálf til að vera annað hvort sterk og úrræðagóð eða orkulaus, glöð eða leið og svo framvegis. Og af því að við með einföldum aðferðum getum lært að „umprógrammera“ okkur sjálf til að ná óskaðri breytingu. Meira um NLP, Coaching, nám, námskeið og önnur tilboð er að finna á heimasíðu Bruen, www.bruen.is <http://www.bruen.is> eða í síma 899 1939, Hrefna Birgitta.


6

nĂĄmskeiĂ°

Helgin 24.-26. ĂĄgĂşst 2012

NĂĄmskeiĂ°iN okkar eru aĂ° hefjast. 'LERNšMSKEIĂ&#x2C6; LEIRMĂ&#x2039;TUNARNšMSKEIĂ&#x2C6; GlerbrĂŚĂ°sla, leirmĂłtun, OGĂ&#x2022;MISSKARTGRIPANšMSKEIĂ&#x2C6;

leirsteypa, GlerskartGripir -IKIĂ&#x2C6;Ă&#x2019;RVALAFSKARTGRIPAEFNI oG skartGripaGerĂ°.mikiĂ° GOTTVERĂ&#x2C6; Ăşrval af skartGripaefni. NĂĄmskeiĂ°in aĂ° hefjast. !LLTTILGLERVINNSLUOGLEIRVINNSLU

www.glit.is

ď&#x192;¨ LĂ­k amsr ĂŚkt NĂ˝ nĂĄmskeiĂ° Hreyfingar

Kraftmikil eftir gott sumar à gústa Johnson hÊlt til New York nýverið og kynnti sÊr allt Það nýjasta í heilsurÌkt.

H

austiĂ° fer af staĂ° meĂ° lĂĄtum. Ă&#x17E;aĂ° er einhver nĂ˝r kraftur og bjartsĂ˝ni Ă­ landanum eftir hina einstĂśku blĂ­Ă°u sem hefur rĂ­kt hĂŠr ĂĄ landi Ă­ sumar. Eftir verslunarmannahelgina fĂłr allt af staĂ° og mun fyrr en sĂ­Ă°ustu ĂĄr. Ă&#x17E;aĂ° er geysilega jĂĄkvĂŚtt og vonandi verĂ°ur ekkert lĂĄt ĂĄ aĂ° landsmenn verĂ°i duglegir aĂ° hreyfa sig Ă­ vetur,â&#x20AC;&#x153; segir Ă gĂşsta Johnson, eigandi Hreyfingar. Undanfarin ĂĄr hafa nĂ˝ nĂĄmskeiĂ° veriĂ° Ă­ boĂ°i hjĂĄ Hreyfingu Ă­ takt viĂ° ĂžaĂ° nĂ˝jasta og heitasta Ă­ lĂ­kamsrĂŚkt. â&#x20AC;&#x17E;5stjĂśrnu FIT er glĂŚnĂ˝tt nĂĄmskeiĂ° sem viĂ° Anna EirĂ­ks hĂśfum sett saman eftir aĂ° hafa kynnt okkur allt ĂžaĂ° nĂ˝jasta og vinsĂŚlasta Ă­ ferĂ° okkar til New York nĂ˝veriĂ°. Ă&#x2020;f­ ingarnar eru hannaĂ°ar til aĂ° umbreyta lĂ­kamanum ĂĄ kerfisbundinn hĂĄtt meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° tĂłna handleggi, ĂžjĂĄlfa flata sterka kviĂ°vÜðva og meĂ° krefjandi ĂŚfingum fyrir mjaĂ°mir, rass og lĂŚri sem styrkja, lyfta og mĂłta lĂ­kam­ ann. Ă&#x2020;fingarnar eru stundaĂ°ar ĂĄ hnitmiĂ°aĂ°an og rĂłlegan hĂĄtt en eru krefjandi og skila góðum ĂĄrangri. LĂśgĂ° er ĂĄhersla ĂĄ ÞÌgilega tĂłnlist. Ă&#x17E;etta nĂĄmskeiĂ° hentar sĂŠrlega Ăžeim sem vilja

Eftir verslunarmannahelgina fĂłr allt af staĂ° og mun fyrr en sĂ­Ă°ustu ĂĄr.

krefjandi ĂŚfingar en engan hamagang, hopp og slĂ­kt heldur afslappaĂ° andrĂşmsloft en Þó taka vel ĂĄ Ă­ mark­ vissri ĂžjĂĄlfun og endurmĂłta lĂ­nurnar,â&#x20AC;&#x153; segir Ă gĂşsta en bĂŚtir viĂ° aĂ° Ăžetta sĂŠ bara eitt af Ăžeim nĂ˝ju nĂĄmskeið­ um sem sĂŠu Ă­ boĂ°i. HĂşn nefnir lĂ­ka drauma ĂŚfinga­ kerfiĂ° CLUB FIT sem er hĂłpĂžjĂĄlfun ĂĄ hlaupabrettum og lyftingar meĂ° lóðum. Auk Ăžess verĂ°i Hot Yoga, Hot Fitness, Zumba, Fanta gott form og vinsĂŚla ĂĄtaks­ nĂĄmskeiĂ°iĂ° Ă rangur ĂĄfram ĂĄ sĂ­num staĂ°. â&#x20AC;&#x17E;Ă&#x17E;aĂ° sem er efst ĂĄ baugi Ă­ Hreyfingu er aĂ° nĂş standa yfir breytingar til aĂ° bĂŚta ĂžjĂłnustuna viĂ° viĂ°skiptavini. NĂ˝r hjĂłla­ salur var nĂ˝veriĂ° tekinn Ă­ notkun og mĂĄ fullyrĂ°a aĂ° hann er sĂĄ fullkomnasti hĂŠr ĂĄ landi. Salurinn er sĂŠrstaklega hann­ aĂ°ur meĂ° stemningu Ă­ huga. SĂŠrstakur ljĂłsabĂşnaĂ°ur hefur veriĂ° settur upp sem eykur til muna ĂĄ upplifun Þått­ takenda Ă­ hjĂłlatĂ­mum og skapar kraftmikla stemningu. En auk Ăžess er fullkomiĂ° hljóðkerfi og hiĂ° geysi­ vinsĂŚla Activio pĂşlsmĂŚlakerfi en flestir eru sammĂĄla um aĂ° Ăžegar fĂłlk byrjar aĂ° nota ĂžaĂ° er ekki aftur snĂşiĂ°. Hvatn­ ingin sem kerfiĂ° veitir er mikil og ĂžjĂĄlfunin verĂ°ur mun markvissari og skemmtilegri. Salur­ inn hefur einnig veriĂ° skreyttur skemmtilegu veggfóðri Ăžar sem lesa mĂĄ hafsjĂł af hvatn­ ingarorĂ°um sem getur komiĂ° sĂŠr vel Ăžegar fĂłlk er aĂ° vinna aĂ° markmiĂ°um sĂ­num,â&#x20AC;&#x153; segir Ă gĂşsta. Ă gĂşsta Johnson, eigandi Hreyfingar.

ď&#x192;¨ NĂĄmskeiĂ° Ă­ markĂžjĂĄlfun

Finndu Þínar eigin leiðir Ert Þú påfugl í landi mÜrgÌsa?

H

erdĂ­s PĂĄla PĂĄlsdĂłttir aĂ°stoĂ°ar fĂłlk og fyrir­ tĂŚki viĂ° aĂ° finna sĂ­nar eigin leiĂ°ir til aĂ° verĂ°a aĂ° ĂžvĂ­ besta sem ĂžaĂ° getur orĂ°iĂ° meĂ° markĂžjĂĄlfun og nĂĄmskeiĂ°um. HĂşn ĂĄ aĂ° baki viĂ°amikla reynslu af stĂśrfum viĂ° mannauĂ°sstjĂłrn­ un en hĂşn skipti nĂ˝lega um gĂ­r og settist hinum megin viĂ° borĂ°iĂ°, ef svo mĂĄ segja. â&#x20AC;&#x17E;Ă&#x2030;g hef lengi staĂ°iĂ° aĂ° kaupum ĂĄ frĂŚĂ°slu af Ă˝msum frĂŚĂ°sluaĂ°ilum inn til Ăžeirra fyrirtĂŚkja sem ĂŠg hef starfaĂ° fyrir og veit ĂžvĂ­ nokkuĂ° vel eftir hverju fyrirtĂŚki eru aĂ° sĂŚkjast Ă­ Ăžeim efnum,â&#x20AC;&#x153; segir HerdĂ­s PĂĄla PĂĄlsdĂłttir sem rekur frĂŚĂ°slu­ ĂžjĂłnustu, rĂĄĂ°gjĂśf og markĂžjĂĄlfun fyrir fyrirtĂŚki og einstaklinga. HĂşn er vel menntuĂ° ĂĄ sĂ­nu sviĂ°i, meĂ° MBA grĂĄĂ°u meĂ° ĂĄherslu ĂĄ mannauĂ°sstjĂłrnun, B.Ed frĂĄ KennarahĂĄskĂłla Ă?slands og hefur hĂşn jafnframt lokiĂ° nĂĄmi Ă­ markĂžjĂĄlfun frĂĄ HĂĄskĂłlanum Ă­ ReykjavĂ­k. Ă&#x17E;ar aĂ° auki hefur hĂşn starfaĂ° sem grunnskĂłlakennari, frĂŚĂ°slustjĂłri Ă?slandsbanka, mannauĂ°sstjĂłri og framkvĂŚmdastjĂłri rekstrar- og ĂžrĂłunarsviĂ°s Byrs. â&#x20AC;&#x17E;Sem markĂžjĂĄlfi get ĂŠg veitt einstaklingum og smĂĄum hĂłpum góða eftirfylgni ĂžvĂ­ Ă­ mĂśrgum til­ vikum er ĂžaĂ° svo aĂ° fĂłlk Ăžarf ekki ĂĄ fleiri nĂĄm­ skeiĂ°um aĂ° halda heldur frekar stuĂ°ning og hvatn­ ingu til aĂ° nĂ˝ta alla Þå Ăžekkingu sem viĂ°komandi hefur nĂĄĂ° sĂŠr Ă­. Ă&#x17E;aĂ° er auĂ°velt aĂ° sitja nĂĄmskeiĂ° og verĂ°a sĂŠr Ăşt um nĂ˝ja Ăžekkingu, en hana Ăžarf aĂ° nĂ˝ta aĂ° nĂĄmi loknu til aĂ° brjĂłta upp venjur og kom­ ast upp Ăşr gamla farinu. MĂ­n sĂ˝n er ĂžvĂ­ sĂş, ekki sĂ­st fyrir stjĂłrnendur og sĂŠrfrĂŚĂ°inga sem fariĂ° hafa ĂĄ Ăłtal nĂĄmskeiĂ°, rĂĄĂ°stefnur og fleira eftir aĂ° form­ legu nĂĄmi lauk, aĂ° markĂžjĂĄlfun sĂŠ mjĂśg ĂŚskilegur og ĂĄrangursrĂ­kur hluti frĂŚĂ°sluferlisins.â&#x20AC;&#x153; Hvernig nĂĄmskeiĂ° býður Þú upp ĂĄ? â&#x20AC;&#x17E;Ă&#x17E;aĂ° mĂĄ segja aĂ° Ăžau nĂĄmskeiĂ° sem ĂŠg er meĂ° sĂŠu af tvennum toga. Annars vegar eru ĂžaĂ° nĂĄmskeiĂ° sem snĂşa aĂ° allri mannauĂ°sstjĂłrnun, stjĂłrnun fyrir nĂ˝ja og reynda stjĂłrnendur, frammi­ stÜðumat, hvatningu og endurgjĂśf, samstarf og samskipti ĂłlĂ­kra einstaklinga, innri samskipti og fleira sem snĂ˝r aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° hafa fĂłlk Ă­ vinnu,â&#x20AC;&#x153; segir HerdĂ­s PĂĄla. â&#x20AC;&#x17E;Hins vegar eru ĂžaĂ° hvetjandi nĂĄmskeiĂ° sem eru jafnt fyrir stjĂłrnendur og almennt starfsfĂłlk,â&#x20AC;&#x153;

HerdĂ­s PĂĄla PĂĄlsdĂłttir.

segir HerdĂ­s PĂĄla og telur upp nokkur Ăžeirra sem bera jafnframt skemmtileg heiti, svo sem: Ert Þú pĂĄfugl Ă­ landi mĂśrgĂŚsa?, Ert Þú ĂžaĂ° besta sem Þú getur orĂ°iĂ°?â&#x20AC;&#x153; â&#x20AC;&#x17E;Ert Þú korktappi eĂ°a skipstjĂłri?, Er allt Üðrum aĂ° kenna?, Verum ĂĄnĂŚgĂ° ĂĄn ĂĄstĂŚĂ°u. â&#x20AC;&#x17E;Allt eru ĂžaĂ° nĂĄmskeiĂ° sem miĂ°a aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° vekja fĂłlk til umhugsunar um sjĂĄlft sig, og hvort ĂžaĂ° sĂŠ ĂĄ rĂŠttri leiĂ° Ă­ ĂĄtt markmiĂ°um sĂ­num, jafnt Ă­ starfi og einkalĂ­fi.â&#x20AC;&#x153; Jafnframt býður hĂşn upp ĂĄ sĂŠrsniĂ°in nĂĄmskeiĂ° ĂĄ hennar ĂžekkingarsviĂ°i. Frekari upplĂ˝singar um HerdĂ­si PĂĄlu og hennar ĂžjĂłnustu mĂĄ finna hĂŠr: www.herdispala.is og www.facebook.com/her­ dispala.is


Safnaðu þekkingu Fjölbreytt námskeið í upphafi haustmisseris

Skráningarfrestur er að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst

MENNING

STJÓRNUN OG FORYSTA

Baráttan um hvíta húsið: Gangverk bandarískrar stjórnmálabaráttu

Managing Yourself and Leading Others

skráningarfrestur til 10. september

Berlín: Hin nýja miðja Evrópu skráningarfrestur til 11. september

Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar – Sturlusaga – Þriðjudagskvöld - skráningarfrestur til 18. september Miðvikudagsmorgnar - skráningarfrestur til 19. september Fimmtudagskvöld - skráningarfrestur til 20. september

STARFSTENGD HÆFNI

skráningarfrestur til 6. september

Notkun sviðsmynda (scenarios) við gerð rekstraráætlana skráningarfrestur til 10. september

Stjórnun fyrir nýja stjórnendur skráningarfrestur til 15. september

FJÁRMÁL OG REKSTUR Lestur ársreikninga

skráningarfrestur til 17. september

Lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Skaðabóta og refsiréttur

UPPLÝSINGATÆKNI

Grunnatriði í verkefnastjórnun

skráningarfrestur til 22. ágúst

hefst 4. september

skráningarfrestur til 12. september

B2B markaðssetning

skráningarfrestur til 18. september

Listin að gera lista

skráningarfrestur til 21. september

Prófun hugbúnaðar (e. Software Testing Foundations)

Start Test Automation

skráningarfrestur til 7. september

Starf vefstjórans og stjórnun vefverkefna skráningarfrestur til 11. september

WordPress – Vinsælasta vefumsjónakerfi í heimi

HEILBRIGÐIS- OG FÉLAGSSVIÐ

skráningarfrestur til 14. september

Gegn ofbeldi: Fræðsla til fagfólks um ofbeldi, viðtalstækni og viðbrögð

skráningarfrestur til 19. september

skráningarfrestur til 6. september

Persónuleikaraskanir hefst 21. september

Agile hugbúnaðargerð og Scrum PERSÓNULEG HÆFNI Búddismi frá Tíbet

skráningarfrestur til 6. september

TUNGUMÁL Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum skráningarfrestur til 3. september

Þýska fyrir byrjendur I

skráningarfrestur til 3. september

Hagnýt norska fyrir heilbrigðisstarfsfólk skráningarfrestur 4. september

Enska - hagnýt talþjálfun

skráningarfrestur til 10. september

Ítalska fyrir byrjendur

skráningarfrestur til 10. september

Spænska I

skráningarfrestur til 10. september

NÁMSKEIÐ Í FJARFUNDI

Samskipti foreldra og barna skráningarfrestur til 10. september

Öflugt sjálfstraust

skráningarfrestur til 12. september

Ljósmyndun – Að taka betri myndir skráningarfrestur til 17. september

UPPELDI OG KENNSLA Grunnþættir menntunar í grunnskólastarfi skráningarfrestur til 12. september

Þögnin er aldrei hlutlaus - Kynja- og jafnréttisfræðsla á mið- og efsta stigi grunnskóla skráningarfrestur til 12. september

Þögnin er aldrei hlutlaus - Aðferðir við jafnréttismiðlun á leikskólum og yngri bekkjum grunnskóla skráningarfrestur til 14. september

Leikur að bókum

Jákvæð sálfræði og Realise2

skráningarfrestur til 27. ágúst

skráningarfrestur til 13. september

Kvíði barna og unglinga - fagnámskeið

Spuni í tónlistarkennslu

skráningarfrestur til 11. september

skráningarfrestur til 14. september

Vanræksla og ofbeldi gegn börnum – samstarf við barnaverndarnefndir skráningarfrestur til 14. september

sími 525 4444

Nánari upplýsingar og skráning:

endurmenntun.is


8

námskeið kynningarblað

Helgin 24.-26. ágúst 2012  Hr aðlestur Laga þarf lestr arvenjurnar

 Dansnámskeið Dansstúdíó World Class

Ástríðu fyrir danslistinni deilt

Í

haust bjóðum við upp á 21 Tricks, Contemporary, Hip námskeið fyrir alla sem Hop, House, Locking, Modern hafa náð 4. ára aldri og og samkvæmdisdans, svo eittupp úr. World Class stöðvarnar hvað sé nefnt. Kennarar munu eru nú tíu talsins á höfuðborgfara með nemendum í sögu dansstílsins, tækniæfingar arsvæðinu og er dansskólinn starfræktur í fimm þeirra, þ.e. og samsetningar á danssporLaugum, Mosfellsbæ, Seltjarnum í formi dansrútínu. Kennari í fyrsta tímanum er Ásgeir arnesi, Spöng í Grafarvogi og Helgi Magnússon úr Íslenska Ögurhvarfi í Kópavogi. Kennarar eru 13 talsins svo umdansflokknum, svo þetta er fangið er mikið,“ segir Stella mjög spennandi námskeið.“ Rósenkranz, deildarstjóri hjá Dansskóli World Class er starfræktur í fimm af tíu Aðspurð um hvert verði heitasta námskeiðið í vetur Dansstúdíói World Class. stöðvum World Class. segir Stella: „16 plús nám„Undanfarið hefur verið mikil uppbygging í grunnflokkum hjá okkur, þ.e. í ald- skeiðið er alltaf fjölmennur tími og stemningin í þeim ursflokkum frá 4-12 ára. Ekkert lát er heldur á áhuga tíma minnir mig alltaf á danstímana sem ég sæki erhjá grunn- og framhaldsskólanemum svo starfið í heild lendis. Mér líður oft eins og ég sé í danstímum úti í þeim sinni verður allt að teljast til þess að vera það helsta hjá tíma, ólýsanlega gaman! Það er ákveðin orka sem á sér okkur í vetur. Það er ýmislegt í boði og allir ættu að stað þegar dansarar hvetja hvern annan áfram, tónlistin finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Stella um helstu nám- er í botni, allir sveittir og einbeittir en samt svo ótrúlega skeiðin í vetur. glaðir. Þetta er það sem dansinn snýst um fyrir mig, Af helstu nýjungum í vetur nefnir Stella að í haust það er að deila danslistinni og þeirri ástríðu sem ég hef verður aftur boðið upp á 20 plús námskeið með einum fyrir þeirri list með öðrum. Ég hef einnig mikla trú á að af vinsælustu kennurunum stúdíósins, Helgu Björns- valtíminn fyllist strax enda tækifæri sem dansþyrstir dóttur. „Þetta er stelputími og ég hvet allar stelpur sem dansarar láta ekki fram hjá sér fara.“ hafa dansað áður eða langar til þess að dansa til þess að Námskeiðin hefjast 10. september og spanna 12 vikur. prófa. Þetta er tækifæri til þess að koma sér í form með Skráning er hafin rafrænt á heimasíðu World Class og í því að gera góða upphitun með styrktar- og teygjuæf- afgreiðslu þeirra stöðva þar sem dansstúdíóið er starfingum og dansa. Tímarnir eru byggðir upp sem hefð- rækt. Einnig er hægt að hringja í stöðvar World Class bundnir danstímar en eru ekki of erfiðir. Alltaf er dansað í síma 553 0000. við nýjustu tónlistina, það þykir nemendum okkar skipta „Það eru ýmsir viðburðir tengdir starfi skólans á máli. Ekki má gleyma því að líkamsræktarkort fylgir haustönn,“ segir Stella. „Dansbikarkeppnin fer fram í frítt við skráningu, gildir það í 12 vikur og veitir fullan Tjarnarbíói þann 3. nóvember, en þar gefst nemendum aðgang að öllum líkamsræktarstöðvum World Class á tækifæri til þess að semja sitt eigið dansatriði og nýta höfuðborgarsvæðinu.“ sér það sem þau hafa lært í túlkun, tjáningu og framVerða einhverjir gestakennarar hjá ykkur í vetur? komu. Jólasýningar í öllum hópum fyrir jólin og svo „Já, í fyrsta skipti í vetur gefst nemendum okkar framvegis. Ég hvet alla til þess að kynna sér uppfærðan möguleiki á að æfa þrisvar í viku með því að bæta við upplýsingavef dansskólans á heimasíðu World Class, þar sig valtíma. Valtímar eru kenndir af gestakennurum sem er allar upplýsingar að finna. Einnig er hægt að finna er sérhæfðir í ákveðnum dansstílum. Kennt verður Acro okkur á Facebook.“

Augun og hugurinn vilja fara hraðar yfir Með haustinu er von á fyrstu bókinni í nýrri ritröð um hraðlestur sem gefin er út af Hraðlestarskólanum. Höfundur bókanna, Jón Vigfús Bjarnason, er jafnframt skólastjóri og aðalkennari Hraðlestrarskólans sem hefur verið starfræktur á Íslandi í 34 ár.

É

g hef margsinnis verið spurður að því á námskeiðum hjá mér af hverju þessi hraðlestaraðferð sé ekki kennd í skólum. Ein ástæðan er sennilega sú að ekki hefur verið til námsefni á íslensku í hraðlestri en með þessari ritröð stendur til að bæta úr því,“ segir Jón Vigfús. Fyrsta bókin sem er væntanleg á haustdögum er hraðlestur fyrir 10 til 12 ára, en þar næst kemur út bókin Hraðlestur fyrir alla og í framhaldi af munu bækurnar taka á sértæku efni, til dæmis hraðlestur í námi, á vinnustað eða hraðlestur skáldsögu. „Upprunalega hugmyndin var sú að búa til kennsluefni fyrir skóla og er fyrsta bókin unnin í samstarfi við grunnskólakennara. En bækurnar eru þannig uppbyggðar að fólk getur nýtt sér þær utan skóla,“ segir Jón Vigfús en bætir við að bókunum fylgi kennarabók sem nýtt er við kennslu. Hraðlestur er aðferð sem notuð hefur verið í tugi ára með góðum árangri og kennd hérlendis á fjórða tug ára. En hvað er hraðlestur? „Verið er að uppfæra gömlu góðu lestrartæknina sem við lærðum í skóla. Við þurfum að uppfæra lestarvenjurnar, eins og aðrar venjur. Flestir lesa eins og þeir lærðu að lesa þegar þeir voru sex eða átta ára gamlir og hafa lítið sem ekkert uppfært tæknina. Það má líkja þessu við hlaupara sem ætlar sér að komast á ólympíuleikana en myndi enn beita sömu hlaupaaðferðum og þegar hann lærði að hlaupa, það segir sig sjálft að hann myndi aldrei ná neinum almennilegum hraða,“ segir Jón Vigfús. Með þjálfun og réttri tækni er hægt að þjálfa og auka lestarhraðann og bæta færni. „Þetta er ekki flókin tækni, nota þarf augun og hugann aðeins hraðar. Venjurnar sem við erum að laga eru þær að heyra öll orð upp-

hátt í huganum sem við lesum og er nauðsynlegt þegar við erum að læra að lesa. En smám saman förum við að þekkja orðin eins og þau koma fyrir og engin þörf á að lesa hvern staf fyrir sig, heldur er nóg að sjá orðin til að þekkja þau. Við getum lesið mikið hraðar, því bæði heilinn og augun ráða vel við aukin lestarhraða og það sem meira er, þau vilja lesa hraðar. Einbeitingarleysi má oft rekja til þess að við erum að draga úr hraðanum ef við höldum í gamlar venjur og þá vill hugurinn gera eitthvað annað og hann reikar,“ segir Jón Vigfús og nefnir að hluti af hraðlestarþjálfun felst í því að kenna augunum að renna í gegnum textann án þess að stökkva til baka til að lesa eitthvað sem við teljum okkur hafa misst af. „Þegar augun stökkva til baka, tefur það okkur gríðarlega í lestri. Ef við hins vegar leiðum augun áfram þá hefur það sýnt sig að þessi stökk hætta jafnvel alveg og hraðinn verður jafnari og auðveldara að keyra hann upp.“ Lestur er sívaxandi hluti af starfi fólks og finnur Jón Vigfús fyrir því. Hluti af hraðlestarnámskeiðum hjá Hraðlestarskólanum hafa að miklu leyti tengst námi og þeim fylgir kennsla í námstækni en atvinnulífið er ekki að sækjast eftir því. „Ein af þeim bókum sem von er á fjallar um hraðlestur á vinnustað og í kjölfarið verðum við með námskeið í samstarfi við Fyrirtækjaskólann. Mikið er um að fólk þurfi að lesa talsvert í starfi, tölvupóst, skýrslur, greinar og fleira. Stjórnendur á vinnustað þar sem starfsfólk hefur hlotið þjálfun í hraðlestri tala um að fundir verða markvissari þar sem allir hafa haft tök á að kynna sér lesefnið fyrir fundinn.“

Við þurfum að uppfæra lestarvenjurnar, eins og aðrar venjur. Flestir lesa eins og þeir lærðu að lesa þegar þeir voru sex eða átta ára gamlir og hafa lítið sem ekkert uppfært tæknina.

Flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðum okkar


SKRÁÐU ÞIG! Ný námskeið að hefjast

Komdu í hóp með þeim sem ná árangri. Þjálfun Dale Carnegie vísar þér leiðina til að njóta þín betur á meðal fólks, hafa góð áhrif á aðra og til að nýta hæfileika þína til fullnustu, hvort sem er í starfi eða í einkalífi. Á hverjum degi heyrir þú af fólki sem skarar fram úr í athafnalífinu, í stjórnsýslu, íþróttum, fjölmiðlum og á sviði menningar og lista. Þetta fólk er í hópi þeirra 20.000 Íslendinga sem hafa sótt þjálfun Dale Carnegie.

//KOMDU Í ÓKEYPIS KYNNINGARTÍMA MÁNUDAGINN 27. ÁGÚST FULLORÐNIR KL. 20:00

Hringdu núna eða skráðu þig á

UNGT FÓLK 16-25 ÁRA KL. 20:00 UNGT FÓLK 10-15 ÁRA KL. 19:00 Komdu í Ármúla 11 og upplifðu Dale Carnegie á 60 mínútum.

555 70 80

Skannaðu kóðann

og skráðu þig í hvelli

www.dale.is

Ég var alltaf með fordóma gagnvart Dale en þar sem Dale Carnegie hélt sitt fyrsta námskeið árið 1912 gat ekki verið um einhverja tískubólu, eins og fótanuddtæki, að ræða. Það er öllum hollt að bregða sér út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt, hugsaði ég í fyrsta tímanum. Fordómar eru að sjálfsögðu fáfræði og eftir námskeiðið varð Dale nýi besti vinur minn. Skóli er stundum ekki góður staður til að læra en námskeiðin afla þátttakendum verkfæra sem nýtast vel í leik og starfi. Mannbætandi ferðalag með mikilli sjálfskoðun og styrkingu á hinum ýmsu sviðum og ávinningurinn þess vegna þekking og færni í að tækla þetta hlaðborð sem lífið er. Þú lærir að njóta. Andrea Róberts forstöðumaður mannauðssviðs Tals

• Sjálfstraust • Hæfni í mannlegum samskiptum • Hæfni í tjáskiptum • Leiðtogahæfni • Stjórn á streitu

Taktu styrkleikaprófið á www.dale.is/styrkleikar

//FYRIR HVERJA ER DALE CARNEGIE? Fyrir alla sem vilja: • Ná fram því besta í fari sínu og verða sterkari leiðtogar • Takast á við flóknar áskoranir • Fleiri og betri hugmyndir • Byggja upp traust sambönd • Koma fyrir af fagmennsku • Vera virkir á fundum • Stjórna eigin lífi og taka ákvarðanir

Ármúla 11 l 108 Reykjavík l Sími: 555 7080 l www.dale.is

ÍSLENSKA SIA.IS DAL 60750 08/12

//HVERJIR ERU ÞÍNIR STYRKLEIKAR?


10

námskeið kynningarblað

Helgin 24.-26. ágúst 2012  Frestunar ár átta Birtingarmyndir hennar

Þegar öllu er skotið á frest Fresturnarárátta getur komið í veg fyrir góðan námsárangur. Hér eru nokkur góð ráð gegn þeirri áráttu.

F

DANS FYRIR ALLA!

yrsta skrefið er að koma auga á frestunaráráttuna og birtingarmyndir hennar. Hér eru nokkur dæmi um frestunaráráttu: Dagurinn er notaður til að ljúka auðveldustu verkefnunum en þau flóknari eru skilin eftir. Að setjast niður til að takast á við erfitt verkefni, en standa nánast samstundis upp til að ná sér í kaffibolla. Að skilja verkefni eftir á verkefnalistanum í langan tíma jafnvel þó að það sé mikilvægt að að sé klárað. Beðið eftir réttu aðstæðunum eða rétta skapinu til að takast á við verkefnið. Næsta skref er að átta sig á hvað veldur frestunaráráttunni. Ástæður fyrir því að verkefnum sé slegið á frest geta verið margvíslegar. Oft er það vegna þess að fólki finnst verkefnið of erfitt, eða það er óskipulagt eða því finnst verkefnið óþægilegt eða jafnvel leiðinlegt. Þriðja skrefið er að setja upp aðgerðaáætlun gegn frestunaráráttu. Hvatning er mikilvæg og því getur verið ágætt að gefa sjálfum sér hvatningarverðlaun að verkefni loknu. Hádegisverður með góðum vini eða vöfflur með kaffinu geta verið ágætis gulrót, en ekki má veita verðlaunin fyrr en verkinu er lokið.

Að fá einhvern til liðs við sig sem kemur og kannar hvernig verkefninu miðar áfram getur verið góð hvatning. Að koma skipulagi á vinnuna og verkefnin er mikilvægt. Það er hægt að gera með því að setja upp minnislista og raða verkefnunum upp eftir mikilvægi og klára þau í þeirri röð. Námskeið í hvernig megi skipuleggja vinnuna sína og verkefni getur komið að góðu gagni. Verkefnin má brjóta niður í smærri verkefni til að auðveldara sé að takast á við það. Sumir fresta því að takast á við verkefni því þeir óttast útkomuna eða halda að þeir geti ekki unnið verkið. Þá er málið að hefjast bara handa og sjá hvað setur. Biðja um hjálp. Ef verkefnið er of stórt, eða hluti af því er of flókinn er gott að leita hjálpar til að láta hlutina ganga.

 Mímir Meiri færni, fleiri möguleik ar

Að finna tilgang sinn Meiri færni, fleiri möguleikar er eitt af kjörorðum Mímis símenntunar sem hefur að baki áratuga reynslu í kennslu á tungumála-, menningar-, lífstíls-, handverks- og íslenskunámskeiðum, svo dæmi séu nefnd.

Barnadansar frá 2 ára Samkvæmisdansar Brúðarvals Sérhópar

Skráning hafin í síma 586 2600 eða á dansskoli@dansskolireykjavikur.is

Ragnar

Linda

Javier

T

ungumálin eru einn af hornsteinum Mímis símenntunar og hafa vinsældasveiflur áhrif á hvaða tungumálanámskeið eru mest sótt hverju sinni. „Nú er það norskan sem er vinsælust og hefur verið í nokkur ár,“ segir Vala S. Valdimarsdóttir, verkefnastjóri íslensku fyrir útlendinga hjá Mími símenntun. Hún segir það vera vegna þess að hluti Íslendinga sýnir Noregi áhuga og fari jafnvel þangað í atvinnuleit. En sérgrein Völu eru þeir sem koma til Íslands og sýna Íslandi áhuga. Mímir símenntun býður upp á 36 íslenskunámskeið fyrir útlendinga á þessari haustönn á sex stigum. Þar á meðal eru sérstakir ritunar- og talhópar og sérhópar fyrir fólk frá fjarlægjum landssvæðum. Flestir þeir sem nema íslenskuna koma frá Póllandi sem hefur orðið til þess að pólska er einnig kennd í skólanum. „Já það eru makar og vinir Pólverja hérlendis sem vilja kynna sér málið betur og jafnvel þeir sem starfa með Pólverjum,“ segir Vala. Flestir kennarar tala móðurmál nemenda sinna sem auðveldar námið auk þess sem þeir eru flestir menntaðir í fjölmenningarlegri kennslu því menningarsvæði eru ólík og mikilvægt að þekkja ýmsan menningarmun. „Það er ótrúlegt að sjá hvað fólk er duglegt að læra íslensku, en íslenskan er mjög erfitt tungumál og það kemur alveg fyrir að fólk þurfi að fara tvisvar sinnum á sama námskeið en markmiðið er fyrst og fremst að fólk geti bjargað sér í daglegu lífi,“ segir Vala. Leitast er við að hafa kennsluna skemmtilega og árangursríka og þó stuðst sé við kennslubækur séu jafnframt notuð spil í kennslu og aðaláhersla lögð á talmál. „Áður en fólk skráir sig á íslenskunámskeið getur það komið til okkar í námsmat, til að kanna á hvaða stigi það er statt og til að

Haustönn leggst vel í Aðalheiði, Völu og Ernu.

námskeiðið nýtist sem best.“ Öflug aðstoð við nemendur er eitthvað sem Mímir símenntun státar af. „Við aðstoðum nemendur okkar eftir fremsta megni og hér er starfrækt öflug námsog starfsráðgjöf sem stendur öllum til boða að kostnaðarlausu, jafnvel þeim sem eru ekki nemendur Mímis símenntunar,“ segir Aðalheiður Sigurjónsdóttir deildarstjóri. Við náms- og starfsráðgjöfina gefst fólki kostur á raunfærnimati og áhugasviðsgreiningu, getur fengið leiðsögn við gerð ferilskrár, er aðstoðað við að skipuleggja starfsleit og leiðsögn um góð vinnubrögð í námi, svo dæmi séu nefnd. Fyrir ári flutti skólinn í nýtt húsnæði við Oftanleiti 2, þar sem Háskólinn í Reykjavík var áður til húsa og býður nú nemendum upp á fullbúnar kennslustofur í rúmgóðu og þægilegu húsnæði. „Við sprengdum húsnæðið utan of okkur,“ segir Erna Björk Gestsdóttir hjá Mími símenntun og bætir við að nú sé skólinn í húsnæði sem henti starfseminni mun betur, sem er afar fjölbreytt. Stærstur hluti þeirra námskeiða sem Mímir símenntun býður upp hefur gengið árum saman en á hverju ári bætast þó ný námskeið við. „Á þessari haustönn verðum við til dæmis með nám í kórfærni,

fyrir fólk sem hefur sungið í kór en þekkir ekki nægilega vel til nótnalesturs, og námskeið í sniðteikningu þar sem nemendur vinna hugmyndaspjöld og sniðútfærslur út frá eigin hugmyndum,“ segir Erna. Hún bætir einnig við að myndlistarnámskeiðin séu alltaf vel sótt og prjónanámskeiðin hafi alltaf verið gríðarlega vinsæl. „Sérstaklega eftir hrun. Þá gripu allir til prjónanna.“ „Við verðum einnig að minnast á menningarnámskeiðin okkar,“ segir Aðalheiður. Það eru fjölbreytt námskeið um allt á milli himins og jarðar eins og segir í haustbæklingi Mímis símenntunar. „Smásagnagerðin undir leiðsögn Ágústs Borgþórs Sverrirssonar er eitt þeirra námskeiða sem hafa þótt áhugaverð og má þess geta að þeir sem hafa sótt þau hafa fengið birtar eftir sig smásögur og unnið til verðlauna,“ segir Aðalheiður. „Við fáum líka Þorvald Friðriksson til að kenna námskeið sem kallast Keltnesk áhrif á Íslandi og Jóhanna Kristjónsdóttir verður með námskeið um Miðausturlönd.“ Það er af nógu að taka hjá Mími símenntun og leggst haustönnin vel í þær Aðalheiði, Völu og Ernu. „Þetta er mjög gefandi starf og yndislegt að sjá fólk sem kemur til að mennta sig af fúsum og frjálsum vilja og finna tilgang sinn.“


kynningarblað

Helgin 24.-26. ágúst 2012

námskeið 11

 Kórfærni

Með tónkvísl í vasanum Ætlað fólki sem er ekki með tónlistarmenntun að baki en hefur áhuga á að ganga í kór, er nýbyrjað í kór eða vill bæta kórtækni sína. Kórfærni er nýtta námskeið hjá Mími símenntun ætlað fólki sem hefur sungið lengi í kór en skortir tæknileg atriði. Kenndur verður nótnalestur frá grunni og tónbil útskýrt með hjálp tónkvíslar. „Markmiðið er að útskýra þetta á skemmtilegan hátt og hafa gaman,“ segir Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld sem leiðir námskeiðið. „Það fá allir tónkvísl sem til að nota og stinga í vasann svo hægt sé að nota hana við hvaða tækifæri

sem er. Jafnvel á æfingum,“ segir Hreiðar Ingi. Farið verður yfir tónlistarsöguna og eingöngu farið inn á kórtónsmíðar. „Ég hlakka mest til þess,“ segir Hreiðar Ingi. Þó námskeiðið sé hugsað fyrir þá sem eru í kór, stendur það öllu áhugafólki opið. „Margir komast langt á eyrunum, en það eykur ánægjuna af starfinu og auðveldar alla vinnu að hafa tækniatriðin á hreinu.“

 Skriðsund

Sundnámskeið fyrir fullorðna Þeir sem hafa áhuga á að bæta við eða skerpa kunnáttu sína í sundi geta sótt ýmis námskeið í sundlaugum víða um land. Brynjólfur Bjarnason sundþjálfari hefur um árabil haldið námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna, auk þess sem hann kennir vatnsleikfimi og aðstoðar þá sem eru vatnshræddir eða ósyndir. „Líkamsrækt í laug er mjög góður kostur og kemur það fólki oft á óvart hvað hægt er að fá mikla þjálfun með því að nýta mótstöðu vatnsins, hvort sem er í vatnsleikfimi eða á sundæfingum,“ segir Brynjólfur á heimasíðu sinni Syndaselur.com. Þar er hægt að fá upplýsingar um öll þau námskeið sem hann heldur.

E N N E M M / S Í A / N M 5 3 74 1

Líkamsrækt í laug

Við bjóðum Námsvild

Við léttum þér lífið á meðan þú sinnir náminu. · 150 fríar færslur á ári (engin færslugjöld fyrir yngri en 18 ára) · Hagstæðari yfirdráttarvextir · Náms- og bókakaupastyrkir · Margvísleg önnur sérkjör, þjónusta og fríðindi með Stúdentakortinu

Heimavinnan skipulögð með smáforriti MyHomework er smáforrit sem notað er til að skipuleggja og fylgjast með heimavinnunni. Þegar komið er á efri skólastig er oft erfitt að henda reiður á allri heimavinnunni, og því mikilvægt að taka á henni með smá verkefnastjórnun. Með forritinu er hægt að slá inn heimavinnu fyrir hvert námskeið, eða fag og merkja við á dagatali hvenær á að skila verkefninu. Áminning birtist svo á skjánum þegar styttist í skil. Hægt er að sjá hvaða verkefnum er lokið, hver þeirra eru komin fram yfir skilatíma og hvað er á næstunni. Forritið er bæði fyrir iPad, iPhone og Android og frekari upplýsingar má finna á MyHomeWorkApp.com.

Sjáðu nánari upplýsingar um Námsvild á islandsbanki.is

Skannaðu kóðann til að ná í appið og hafðu bankann í vasanum.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Finndu okkur á Facebook. www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn


Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form. Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist.

5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson og Guðbjörgu Finns • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum í Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Verð 25.900 kr. Meðlimir Hreyfingar 16.900 kr. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is

5 stjörnu viðbótardekurpakki 40% afsláttur fyrir þátttakendur í 5 stjörnu FIT • Handklæði við hverja komu • Aðgangur að heitum potti, hvíldaraðstöðu og afnot af slopp í Blue Lagoon spa • Kísilleirmeðferð í Blue Lagoon spa Tilboðsverð 12.590 kr. (fullt verð 20.900 kr.)

Náðu 5 stjörnu formi


viðhorf 31

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Vik an sem var En þegar handrukkararnir koma? Látið ykkur ekki detta í hug að greiða. Aldrei. Þannig nærið þið nefnilega þetta ógeðfellda kerfi og hringurinn getur haldið áfram. Þetta á ekki síður við afa og ömmur! Það er aldrei í kot vísað hjá Pétri Blöndal, alþingismanni, þegar fjármál eru annars vegar. Hann kemur hér með krók á móti bragði smálánafyrirtækja. En eftir afskriftir? Þetta er hundrað prósent ósatt. Bjarni Ármannsson greip til prósentureiknings þegar hann sór af sér eignaraðild að hraðpeningafyrirtæki. Þú vilt fara þinn veg.... Ég að stofna annan flokk? Nei, nei, nei, það er ekkert svoleiðis, ég átti bara ekki samleið þarna... Ásgerður Jóna Flosadóttir eftir að hún áttaði sig á að hún ætti ekki samleið með Lilju Mósesdóttur og Samstöðu. Nornasveimur Það eru fleiri tugir manna sem hafa

komið að þessari björgun. Nornin Eva Hauksdóttir hefur ásamt fleirum barist fyrir frelsi flóttamannsins Mouhamed Lo síðustu misseri. Límband milli lífs og dauða Fleiri tæki hanga saman á eilífum viðgerðum. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hefur þungar áhyggjur af tækjastöðu spítalans en hann hefur haft spurnir af því að tækjum þar sé klastrað saman með límbandi. Áfengislaust ævikvöld Það þarf ekkert að halda víni frá þessu fólki. Þetta er fullorðið fólk sem kann sínum fótum forráð. Enn er þráttað um vínveitingar á elliheimilum. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara, kemur skjólstæðingum sínum til varnar. Enn ein vitleysan Vissulega óx N1 hratt á árunum 2006 til 2009, en það er lítil rekstrarsnilld að vaxa með skuldsetningu, sem lánardrottnar neyðast svo til að afskrifa. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, svarar Hermanni Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra N1, sem sagði að félag sitt hefði getað lækkað eldsneyti í krafti fjárhagslegra yfirburða á hin olíufélögin.

HEILSA Í Fréttatímanum á föstudaginn fjöllum við um matarræði og hreyfingu í sérkafla um heilsu. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að koma skilaboðum þínum á framfæri við markhópinn. Áhugasamir hafið samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma: 531 3310 eða auglysingar@frettatiminn.is Fréttatíminn - Góða helgi!

HELGAR BLAÐ

magazine.66north.is

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Í skólum landsins heita frímínútur nú „útivist“. Auðvitað.


32

viðhorf

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Vanskil ólögmætra lána

Óviðráðanleg bið eftir leiðréttingu

G Vasabrotsbækur/skáldverk 15.–21.08.2012

Sjóðheit á toppnum!

Geta ólögmæt lán verið í vanskilum? Þá grundvallarspurningu leggja lögmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson fram í nýlegri grein. Spurningin varðar marga enda er talið að fjöldi gengislánasamninga sé á bilinu 100 til 150 þúsund. Fram kemur hjá lögmönnunum að Hæstiréttur virtist með dómum sínum á árunum 2010 og 2011 taka af allan vafa um að gengislán bankanna stæðust ekki lög. Svo virtist sem bankarnir hefðu brugðið á það ráð að dulbúa lánveitingar sínar innanlands sem lán í erlendum myntum, þótt engar slíkar myntir færu á milli aðila, heldur eingöngu íslenskar krónur. Bann lá við slíkum lánum. Þyngsta byrði þessarar háttsemi bankanna féll á lántakendur þegar Jónas Haraldsson krónan féll enda fólu lánin í sér jonas@frettatiminn.is að öll gjaldeyrisáhættan var sett á herðar þeirra. Megintilgangur banns við slíkum lánveitingum var einmitt að koma í veg fyrir það. Nýlega hafa hins vegar fallið nokkrir dómar, benda lögmennirnir á, þar sem þessi tegund lánveitinga hefur verið talin lögmæt með vísan til þess hvernig lánssamningar hafa í einstaka tilfellum verið útfærðir af bönkunum, þrátt fyrir að tilgangur og framkvæmd lánanna hafi verið nákvæmlega sú sama og í lánum sem áður höfðu verið dæmd ólögmæt. „Sú staða er því komin upp að í dómsmálum um þessi lán ræður úrslitum það tilviljanakennda orðalag sem hver og einn banki valdi þegar hann „dulbjó“ samningana. Lögmennirnir benda á að þetta leiði til þeirrar óeðlilegu og ósanngjörnu stöðu að gengislán sem Glitnir bauð viðskiptavinum sínum standi nú í tvöföldum eða þreföldum höfuðstól en gengislán sem Landsbanki Íslands bauð hafi verið endurútreiknuð og leiðrétt að hluta. Munurinn á milli gjaldþrots og gjaldfærni geti því legið þarna. „Heildarniðurstaðan af uppgjöri Hæstaréttar um gengislán bankanna, sem þjóðin beið í ofvæni eftir, er því sú, því miður, að fyrir lántakendur er það tilviljun háð hvort gengislán

þeirra teljist lögmæt eða ólögmæt.“ Það ríkir óvissa um þessi lán þótt hæstaréttardómar hafi fallið þess efnis að lánveiting bankanna á íslenskum gengistryggðum lánum hafi verið ólögmæt. Fjölmargar spurningar hafa vaknað um hvernig fara beri með lánin. Hver er rétt afborgun þegar krafan er ekki réttmæt? Úr því þarf að fá skorið. Orsakir óvissunnar eru, segja fyrrgreindir lögmenn, að fjármálafyrirtækin hafa ekki skilið eða viljað skilja niðurstöður eða fordæmisgildi dóma sem falla þeim í óhag. Fordæmið virðist hins vegar, af einhverjum ástæðum, skýrt þegar dómar falla fjármálafyrirækjunum í hag. Við þetta ástand verður ekki unað. Vegna þess að bankarnir töldu málið óskiljanlegt voru höfðuð 11 mál til að fá skilning á dómi Hæstaréttar. Það þýðir, segja lögmennirnir, að taka mun að lágmarki eitt ár og líklega upp undir tvö ár að fá niðurstöður frá Hæstarétti vegna þeirra mála. Því er von að spurt sé, hvað á að gera með afborganir af ólöglegum lánum á meðan hið meinta „óvissutímabil“ varir? „Og hvað gerist svo,“ segja lögmennirnir, „ef fjármálafyrirtækin skilja ekki niðurstöður þeirra dóma?“ Við þessar undarlegu aðstæður er skylda stjórnvalda, að mati þeirra, að þau beiti sér fyrir gerð sérstakra samninga um ákveðnar afborganir af hinum ólögmætu lánum á meðan á „óvissutímabilinu“ stendur, til að mynda að greiddar verði 5 þúsund krónur mánaðarlega af hverri milljón sem upphaflega var tekin að láni þar til meintu „óvissutímabili“ lýkur. Ella sé fé haft af almenningi og fyrirtækjum í hverjum mánuði með ólögmætum hætti. Eðlilegt væri að fjármálafyrirtækin yrðu skylduð til að bjóða slíka samninga. Þarna er bent á sanngjarna leið. Af viðbrögðum stjórnvalda við má hins vegar ráða að lítið verði gert, ólíklegt sé að lagasetning eyði óvissunni. Því verði að bíða niðurstöðu dómstóla til að fá neildarniðurstöðu svo hægt sé að ljúka endurútreikningi gengistryggðra lána. Sú bið er ekki bara dýr, hún er mörgum óviðráðanleg.

Starf grunnskólanna í Reykjavík hafið

Forvitnileg bók fyrir helgina

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu

Galdurinn við eldhúsborðið

Í

vikunni hófu reykvískir grunnskólar göngu sína. 14.000 börn og unglingar í Reykjavík kveðja sumarið og taka til við verkefni vetrarins. Skólasetning markar merkileg tímamót einkum fyrir þann hluta barna sem hefja nú nám í 1. bekk. Eftirvæntingin er mikil, kvíðinn hugsanlega líka. Skólaskil reyna á litlar manneskjur og þær þroskast við þá reynslu. En þær mæta sannarlega ekki reynslulausar til leiks. Í leikskóla læra börn óhemju mikið, í leikskólanum er lagður grunnur að sterkri sjálfsmynd, félagsfærni, málþroska og læsi á allt undir sólinni. Ein stærsta áskorun grunnskólans er einmitt að virða þá reynslu og þekkingu sem barnið býr yfir í upphafi skólagöngu. Það er efni í aðra grein.

Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Grunnskólinn í dag

Grunnskólinn hefur breyst frá því foreldrar barna sem fædd eru árið 2006 fylltu skólastofurnar. Skólaþróun síðustu ára tekur æ meira mið af því að hver nemandi býr yfir styrkleikum, sem þarf að finna og virkja. Hver nemandi hefur sinn námsstíl og það hentar ekki það sama öllum. Skóli fjölbreyttra kennsluhátta virðir þá staðreynd að ekki eru öll börn eins. Slíkur skóli hólfar ekki börn niður eftir einkunnum og getu. Og víst er að enginn skóli nær þessum markmiðum á sama hátt. Símat og verkefnavinna sem reynir á sjálfstæði og samvinnu nemenda er ein leið. Uppbrot á hefðbundinni stundaskrá með smiðjum eftir áhugasviði nemenda er önnur leið. Samþætting námsgreina og notkun snjalltækja er ögrandi og spennandi leið. Umsjónarbekkir eru leystir upp í stór og smá teymi og fjölbreytt verkefni leysa próf af hólmi. Þróunarverkefni um bestu mögulegu kennsluhætti blómstra um alla borg og lestrarstefnur eru markaðar fyrir heilu hverfin í samvinnu skóla. Svona mætti lengi, lengi telja.

Blessuð togstreitan

Mörgum þykir skólaþróun of hæg, öðrum of hröð. Hug-

myndir foreldra um skólann fara ekki alltaf saman við hugmyndir skólans. Hugmyndir kennarans um hlutverk foreldra stangast stundum verulega á við hugmyndir foreldra – og öfugt! Slíka togstreitu verðum við að ræða, af virðingu hvert við annað. Sannarlega eigum við foreldrar að láta í ljós skoðun okkar á þörfum barnanna og eiga hlutdeild í námi þeirra og velferð. Kennarinn á að líta á foreldra sem bandamenn um nám og velferð barnsins. En foreldrar verða líka að virða fagmennsku kennarans og treysta honum. Báðum aðilum er þó hollast að hlýða á sjónarmið nemandans. Þau skipta öllu máli.

Ekki bara bingókvöld

Ein er sú breyta sem skákar öðrum breytum þegar kemur að jákvæðum áhrifum á líðan, velferð og árangur skólabarna. Það eru viðhorf foreldra í garð skólans. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á námi barna sinna, jákvæð viðhorf og virðing í garð skólans og kennarans geta margfaldað árangur barna í námi. Það skiptir máli hvernig við ræðum um menntun og skólastarf við börnin okkar og við aðra í fjölskyldunni. Það skiptir máli hver viðbrögð okkar eru þegar eitthvað kemur upp á – og það kemur alltaf eitthvað upp á. Þegar hvatt er til aukinnar þátttöku foreldra í námi barna sinna er ekki bara átt við bingókvöldin, heimanámið og aðalfundi foreldrafélagsins. Samræðurnar við eldhúsborðið eru mikilvægastar.

Áhrif grunnskólans

Þau eru mikil, um það verður ekki deilt. Og mikil eru áhrif kennarans á nemandann, að vera honum góð fyrirmynd, hvetja hann og vekja áhuga hans. Leita uppi styrkleika hans og virkja þá. En mest eru áhrifin heima fyrir, í orðum og gjörðum foreldra og stórfjölskyldu. Meðvitund okkar um mikilvægi náms, áhugi á viðfangsefnum barnanna okkar, viðhorf okkar til skólans og kennarans – slík áhrif vega þyngst. Þar ættum við ekki að tala um áhrif. Þar væri nær að tala um galdra.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


34

viðhorf

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Okku r van hönnaðstoð í tar u og hn, grafík tml.

ERUM ALVEG Á HAUS! Fullt af verkefnum hjá

Lillehammer 1994

J

HELGARPISTILL

Betri Stofunni:)

Jónas Haraldsson

Vantar:

GRAFÍSKAN HÖNNNUÐ

jonas@ frettatiminn.is

og html-ara! ErUM aÐ VInna GRAFÍK Í aDOBE VEFI Í JOOMLa OG WOrDPrESS OG FL. HtML - MSQL - DataBaSE - SÉrSMÍÐI OFL.

SKEMMtILEG OG FJÖLBREYTT VERKEFNI ÁHUGASAMIR SEnDI FYrrI VErKEFnI OG UMSÓKnIr Á

vinna@betristofan.is atH - UMSÓKnUM Er EKKI SVaraÐ Í SÍMa

Jafnaldrar mínir og skólafélagar hafa átt stórafmæli allt þetta ár, færst til um tug. Það hlaut því óhjákvæmilega að koma að mér. Öll eldumst við víst um eitt ár í senn og á tíu ára fresti breytist fremri aldurstalan, frá 10 ára aldri að aldarafmælinu. Fæstir ná þriggja stafa tölu þótt dæmi séu þar um, einkum meðal kvenna. Þær virðast betur af guði gerðar, lífslíkur þeirra eru lengri en karla. Íslenskir drengir geta vænst þess að ná að meðaltali 79,9 ára aldri en stúlkur 83,6 ára. Í stórum dráttum getum við miðað við tommustokk þar sem hver sentimetri á stokknum nálgast það að vera eitt lífár. Freistandi væri að miða við málband, sem yfirleitt er 150 sentimetar, en það er víst til of mikils mælst. Þó skal engu spáð um hver þróunin verður hvað varðar ævilengd mannfólksins. Framfarir í læknavísindum hafa verið það miklar að meðalævilengd Íslendinga, karla jafnt sem kvenna, lengdist um 15 ár á rúmlega 50 ára tímabili á nýliðinni öld. Þetta þýðir að vænta má mikillar fjölgunar eldri borgara þegar fjölmennustu árgangar Íslandssögunnar verða komnir á eftirlaun, á árunum milli 2020-2030. Því var spáð fyrir nokkrum árum að árið 2030 yrði tæplega fimmti hver Íslendingur eldri en 65 ára. Öldruðum fjölgar því hraðar en ungu fólki en hér á landi fækkaði lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu úr 4,1 á tímabilinu 1956-60 í 2,1 á árunum 1991-95. Það er dásamlegt að bæta árum í sarpinn, haldi fólk góðri heilsu. Það er ekki sjálfgefið. Enn finnst mér ég vera strákur og til í nánast hvað sem er. Aldurinn er því líka huglægt ástand. Maður er því ekki mikið eldri en maður vill vera sjálfur. Kannski ekki alveg

jafn sprettharður og á unga aldri og líti maður í spegil má sjá að hárið hefur breytt um lit. Inneignin í reynslubankanum hefur hins vegar aukist. Hægt er að grípa til hennar þegar þurfa þykir. Gott ef hún er ekki verðtryggð. Smáatriði skipta minna máli en áður. Það þarf að fara vel með kroppinn sem hýsir vitundina, sjálfið. Þetta veit ég, enda löngum verið betri í hinu bóklega en verklega. Þar verð ég að játa syndir. Ekki það að ég hafi beinlínis farið illa með belginn, drukkið í hófi og aldrei reykt, en beina líkamsrækt hef ég leitt hjá mér frá því á barna- og gagnfræðaskólaaldri og lengst af verið í starfi sem lýsa má sem taugatrekkjandi. Á árum áður reyktu starfsfélagar mínir meira en góðu hófi gegndi og það við borð sín. Ég kom því gjarnan eins og hangikjöt heim að kvöldi. Þótt ég reykti ekki sjálfur fékk ég minn skammt af nikótíni og tjöru. Það breyttist þegar reykingar voru bannaðar innan dyra og nikótínfíklarnir hröktust út á svalir. Á menntaskólaárum mínum var ekki leikfimisalur í skólanum og við kvörtuðum ekki undan því. Tíðarandinn var þannig. Anti-sportismi þótti fínn. Líkamsræktaræðið kom síðar. Það hafði ekki önnur áhrif á mig en þau að eitt sinn lét ég til leiðast og keypti árskort í líkamsræktarstöð. Að ári liðnu hafði ég notað það fjórum sinnum – og öll þau skipti í fyrstu viku átaksins. Það var ekki átak heldur átakanlega leiðinlegt að þvælast tæki úr tæki innan um rennandi sveitt fólk. Þetta voru vond kaup. Golf reyndi ég en gaf mér ekki tíma. Mér líkaði bærilega við sportið, það litla sem ég reyndi, en hætti samt. Stundum hef ég lagt á ráðin um göngutúra, þrisvar í viku eða svo, enda segja sérfræðingar að það sé hollt. Þau plön

ÓSKUM EFTIR DUGLEGU OG SKEMMTILEGU STARFSFÓLKI

67%

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Teikning/Hari

umsokn@vidir.is

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

387 kr.

ALLT FYRIR

AUSTURLENSKA MATARGERÐ

320 kr. 699 kr.

OG

1.350 kr 1.250 kr

550 kr.

Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

HOGLOLTTT

Opið:

mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21

Sími: 534 7268

PHO víetnamskur veitingastaður

1.250 kr Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868


viðhorf 35

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Fært til bókar

Léttölið þambað í gríð og erg í krafti auglýsinganna Bjórauglýsingar í ljósvakanum dynja á landsmönnum þrátt fyrir bann þar um. Þar hafa menn sett kíkinn fyrir blinda augað. Þetta fer í taugarnar á Eiði Guðnasyni, fyrrum sendiherra, þingmanni og ráðherra. Á síðu sinni segir hann: „Hér hefur oftlega verið vikið að því hvernig m.a. Ríkissjónvarpið fer á svig við landslög og auglýsir bjór og bjórþamb í tíma og ótíma. Það er gert undir því yfirskini að verið sé að auglýsa léttöl. Orðið léttöl birtist í eina sekúndu

hafa fallið um sjálf sig þótt fínar gönguleiðir séu allt í kringum heimilið. Mér datt í hug, daginn sem fyrri talan breyttist í aldri mínum, að taka upp nýja siði og hefja daglegar gönguferðir. Minn innri maður, sjálfið sem geymt er í kroppnum, sagði mér að þetta væri skynsamlegt. Ég hafði hins vegar svo mikið að gera afmælisdaginn að þetta fórst fyrir. Daginn eftir var ég að jafna mig og komst ekki. Svo hófst ný vinnuvika með löngum vinnudögum. Ástandið er því óbreytt hvað líkamsræktina varðar á nýja áratugnum. Áformin eru þó góðra gjalda verð og um að gera að reyna, þótt síðar verði. Golfsettið er á sínum stað, rykfallið í bílskúrnum en brúkhæft þegar ég nenni. Sama á við um gönguskóna. Þeir eru af vandaðri gerð og tilbúnir í slaginn. Gamansöm afkvæmi afmælisbarnsins settu saman myndband um íþróttafrek föður síns og sýndu gestum sem heiðruðu hann. Þar bar hæst stutt myndskeið undir heitinu Lillehammer 1994 og vísaði til afreka á vetrarólympíuleikunum það ár. Sjálfsagt hefur það verið um það leyti sem pistilskrifarinn ákvað, enn einn ganginn, að vinna bug á hreyfingarleysinu. Því var fjárfest í gönguskíðum. Eldri sonurinn var með vídeódellu á þeim tíma og kvikmyndaði fyrstu – og síðustu – skref föður síns á skíðum. Skíðaganga stirðra hefur ekki í annan tíma verið gengin af meiri einbeitni. Æfingum lauk samdægurs. Skíðin, og forláta skíðaskó, má finna við hliðina á golfsettinu í bílskúrnum. Vinahópur bætti um betur að lokinni sýningu hinnar ólympísku göngu og færði afmælisdrengnum gjöf, ef vera kynni að hann tæki sig saman í andlitinu og byrjaði loksins að hreyfa sig. Í fallega skreyttum pakka var hvorki að finna skíði, skauta né nýtt golfsett heldur tól sem hópurinn góði taldi hæfa virðulegum aldri viðkomandi – göngugrind!

eða svo með smásjárletri í skjáhorni. Það er í rauninni allt gert til að fela merkinguna og Ríkissjónvarpið lætur sér það vel lynda. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill setja undir þennan leka. Það á líka að vera alveg skýrt hvað verið er að auglýsa. Ef orðið léttöl birtist stórum stöfum skýrt og greinilega í bjórauglýsingum væri ekkert við þessu að segja. Orðið léttöl er falið. Þessvegna er hér siglt undir fölsku flaggi í skjóli Ríkisútvarpsins. Fyrirhuguð breyting á lögum miðar ekki því að banna framleiðendum að auglýsa léttöl. Alls ekki.

Tilgangurinn er að banna að auglýsa bjór (eins og bannað er skv. íslenskum lögum) undir því yfirskini að verið sé að auglýsa léttöl. Að minnsta kosti þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn, þar af tveir fyrrverandi menntamálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins, hafa lagst gegn því að þessu verði breytt. Gott væri ef hægt væri að taka höndum saman um að koma í veg fyrir lögbrot Ríkissjónvarpsins og vernda um leið börn og unglinga fyrir bjórauglýsingum sem Ríkissjónvarpið treður inn á heimilin í landinu.“ Svo mörg voru þau orð. Aug-

LEIÐIN TIL HOLLUSTU Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is.

67%

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

www.skyr.is

lýsingar þessarar gerðar hafa tíðkast um langt árabil. Hvernig væri nú að menn létu af afturhaldinu og leyfðu bjórauglýsingar í stað þess að amast við þeim. Þetta minnir á það þegar flugliðar og sjómenn einir máttu flytja inn bjór. Við það mátti allur almenningur búa í áratugi, þar til Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrekandi braut það á bak aftur með harðfylgi í Leifsstöð. Frá árinu 1989 hafa Íslendingar því haft frjálsan aðgang að bjór, eins og

aðrar þjóðir. Vaflaust geta einhverjir haldið því fram að bjórauglýsingar auki drykkju en líklegra er þó að þær hafi fremur áhrif á það hvaða bjórtegund menn kaupa, hvort þeir velja Carlsberg fram yfir Tuborg – eða einhverja aðra tegund. Allir vita jú að það fæst bjór í Ríkinu. Fróðlegt væri að sönnu að vita hvort allar þær tegundir sem auglýstar eru sem léttöl séu fáanlegar. Fæstir reka augun í annað léttöl í matvöruverslunum þessa lands en gamla góða Pilsnerinn frá Ölgerðinni.


36

bílar

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Ford Árgerð 2013 af C-Max tvinnbílnum

Sama eyðsla í langkeyrslu og borgarakstri Ford hefur sett ný viðmið þegar kemur að eldsneytisnotkun með 2013 árgerð af Ford C-tvinnbílnum. Í fyrsta skipti eru tölurnar um eldsneytisnotkun þær sömu hvort sem um er að ræða borgarakstur, blandaðan akstur eða langkeyrslu eða 5 lítrar á hundraðið en þessar tölur voru á dögunum staðfestar af bandarísku umhverfisstofnuninni, að því er fram kemur á síðu Brimborgar, umboðsaðila Ford. Þar kemur fram að Ford C-MAX hafi verið valinn bíll ársins 2011 í Danmörku. Þann árangur megi ekki síst þakka innleiðingu tækninýjunga í C-MAX en Ford hafi verið leiðandi þegar kemur að lágri eldsneytisnotkun og sparneytni. „Meðal þessara nýjunga er kerfi sem gerir ökumönnum viðvart þegar hámarksnýting er á eldsneytis-

notkun með ljósmerki í mælaborði bílsins og ECOCruise. Það er hraðastillir, líkt og þeir hefðbundnu, nema með honum sparar bíllinn orku með því að minnka hraðann við tilteknar aðstæður, eins og þegar ekið er upp brekku, og spara þannig dýrmæta orku,“ segir enn fremur. Hjá Brimborg fæst Ford C-MAX með 1,6 lítra og 2,0 lítra TDCi-dísilvélum, beinskiptur og sjálfskiptur. Tvinnbíllinn er væntanlegur seinni hluta næsta árs eða um þar næstu áramót.

Nýr Mercedes-Benz GLK frumsýndur Nýr Mercedes-Benz GLK verður frumsýndur í bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardaginn 25. ágúst. Nýja útfærslan af þessum vinsæla, fjórhjóladrifna sportjeppa er talsvert breytt í útliti og hönnun. Framhluti og innrétting GLK hafa verið endurhönnuð og eru nú enn glæsilegri en áður, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsaðilans. Meðal nýjunga í Meðal nýjunga í búnaði nýs Mercedes Benz búnaði eru LED-dagljósabúnaður GLK eru LED-dagljósabúnaður og sjálfskipting og sjálfskipting í stýri. í stýri. „Þá er nýr GLK sparneytnari, betur búinn og öflugri en nokkru sinni. Dráttargetan er nú 2.400 kg og alls 400 kg meiri en í eldri gerðinni. Meðaleyðsla GLK er 6,5 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri, sem er enn minni eyðsla en i eldri gerðinni sem lenti í verðlaunasæti bæði 2011 og 2012 í sínum flokki í sparaksturskeppni Atlantsolíu,“ segir enn fremur. Verð á nýjum GLK er frá 6.890.000 krónum. Fulltrúi frá Mercedes-Benz í Þýskalandi verður á staðnum ásamt starfsfólki Öskju og veitir góð ráð um aukabúnað, varahluti og viðhald. Þá gefst gestum færi á svara nokkrum laufléttum spurningum og í verðlaun verða helgarafnot af nýjum GLK. Frumsýningin er klukkan 12-16 á laugardag í Öskju að Krókhálsi 11.

Ford C-MAX. Hann fæst með dísilvélum en tvinnbíllinn er væntanlegur hingað til lands síðla næsta árs eða um áramótin 2013/2014.

 Daimler Fr amleiðslu ofurlúxusbíla hætt

Maybach lúxusbílamerkið lagt niður

Lúxusbílar Maybach seldust illa og tap var á framleiðslunni alla tíð frá því að Daimler (Merceces-Benz) endurvakti lúxusbílamerkið árið 1997.

Þ R I Ð JA O G S Í Ð A S TA U M F E R Ð

ÍSLANDSMÓTSINS Í GÖTUSPYRNU Laugardaginn 25. Ágúst á kvartmílubrautinni

DAGSKRÁ

14.00 Keppni hefst 16.45 Keppni lýkur 17.00 Verðlaunaafhending á pallinum

Tap var á framleiðslu Maybach sem keppa átti við Rolls Royce. Rúmlega aldargamalli en slitróttri sögu Maybach er lokið. Ofurlúxus S-línu Benzar eiga að fylla í það tómarúm sem skapast.

F LO K KA R Mótorhjólaflokkar • Hjól að 800cc • Hjól 800cc +

Fjórhjóladrifnir bílar keppa í einum flokki • 4x4 bílar

Bílar með drifi á einum öxli keppa í 4 flokkum

Fornbílar keppa í einum flokki

• • • •

• Fornbílar - Teppaflokkur

4. cyl bílar 6. cyl bílar 8. cyl + bílar 8. cyl. bílar 1983 og eldri

Jeppar, trukkar • Trukkaflokkur

w w w. kva r t m i l a . i s Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum

Best gekk salan árið 2004 en þá seldust alls 244 Maybach bílar.

M

aybach lúxusbílamerkið í eigu Daimler (Mercedes) hefur verið lagt niður og framleiðslu á þessum ofurlúxusvögnum hefur verið stöðvuð. Þar með lýkur 103 ára sögu bíltegundar sem hófst árið 1909 þegar Wilhelm Maybach stofnaði vélasmiðju sína. Sú saga er þó ekki samfelld því að starfsemi Maybach stöðvaðist í stríðslok, árið 1945, og hófst ekki á ný fyrr en árið 1997 þegar Daimler hóf framleiðslu á rándýrum ofur-lúxusbílum, að því er fram kemur á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. „Það varð sannarlega ekki ferð til fjár,“ segir á síðu FÍB, „því að tap var alla tíð á rekstrinum. Kaupendur reyndust allt of fáir og framleiðslan því hvergi nærri nóg til að rísa undir þróun og nýsköpun. En hjá Daimler skilur Maybach þó eftir sig tómarúm, sem ætlunin er að fylla með nýrri kynslóð ofurlúxus-Benz bíla af S-línunni. Þeir Maybach bílar af árgerð 2012 sem búið var að framleiða virðast allir vera gengnir út...“ Frá því er síðan greint að það hafi verið á bílasýningunni í Frankfurt árið 1997 sem fyrstu nútíma-Maybach bílarnir voru frumsýndir. Mikið var gert úr lúxusnum og dýrðinni í kringum bílinn þar og voru bílarnir sýndir í sérstöku horni sýningarsvæðis Mercedes. Þar stóðu þeir afgirtir og tröllvaxnir öryggisverðir gættu þess að enginn gæti nálgast þá, gæti snert þá og hvað þá sest inn í þá til að máta sig við sætin og innréttingarnar. „Tíðindamaður FÍB,“ segir enn fremur á síðu félagsins, „var á staðnum meðan sýningin var einungis opin blaða- og fréttamönnum og leitaði eins og fleiri eftir því að fá að skoða bílinn nánar en fékk ekki. Öllum slíkum beiðnum var svarað neitandi og litaðist umfjöllun fjölmiðla um þennan nýja bíl mjög af því og var ekki jákvæð. Þau 16 ár sem framleiðslan stóð náði salan aldrei neinu flugi þótt ýmislegt væri reynt. Síðasta tilraunin var gerð í

tengslum við 125 ára afmæli Mercedes Benz en þá var kynnt sérstakt afmælismódel; Maybach Edition 125 á bílasýningunni í Frankfurt. En það hafði engin áhrif. Afmælismódelið varð aðeins síðasta dauðateygjan. Stofnandinn; Wilhelm Maybach hóf feril sinn í bílaiðnaðinum hjá Daimler og stýrði þar tækniþróunarmálum um skeið. Hann hætti hjá Daimler árið 1907 og stofnaði eigin smiðju tveimur árum síðar ásamt syni sínum Karli. Feðgarnir voru hugfangnir af fluginu og einbeittu sér fyrstu árin að því að smíða flugvélamótora. Í lok fyrri heimsstyrjaldar árið 1918 hófu þeir svo að byggja bíla. Fyrsti raðframleiddi Maybach bíllinn kom svo fram árið 1921 og hét W3. Framleiðslan gekk vel og Maybach bílar þóttu traustir, öflugir og hraðskreiðir og urðu einskonar einkennisbílar valdamanna, auðmanna og frægðarfólks. Þegar seinna stríðið braust út árið 1939 lagðist bílaframleiðslan niður og við tók framleiðsla hergagna. Bílaframleiðsla hófst ekki á ný hjá Maybach eftir að stríðinu lauk árið 1945. Árið 1960 keypti Mercedes Maybach verksmiðjuna og vörumerkið með, en bílaframleiðsla hófst þó ekki fyrr en á 10. áratugnum sem fyrr segir. Þó þreifuðu menn fyrir sér og sýndu t.d. frumgerð bíls sem greinilega var settur til höfuðs Rolls Royce og Bentley árið 1997. Nokkrar fleiri frumgerðir voru svo sýndar á ýmsum stórum bílasýningum næstu árin uns framleiðslugerðin; Maybach 57 birtist og skömmu síðar Maybach 62. Í raun var þetta einn og sami bíllinn tæknilega séð, nema hvað annar var 5,7 metra langur en hinn 6,2 m. Kaupenda-markhópurinn var fyrst og fremst auðugir Bandaríkjamenn sem á 10. áratugnum sóttust mjög eftir evrópskum lúxusbílum. En það brást. Best gekk salan árið 2004 en þá seldust á heimsvísu alls 244 Maybach bílar en salan varð eftir það lengst af þetta 120-150 bílar árlega.“


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 1 7 2 5

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

KIA SORENTO

STÓRGÓÐUR 7 MANNA JEPPI • • • • • •

197 hestafla dísilvél, eyðir aðeins 7,4 l/100 km Sex þrepa sjálfskipting Útblástur með því minnsta sem þekkist í sambærilegum bílum 2 tonna dráttargeta 7 ára ábyrgð eins og á öllum nýjum Kia bílum Fáanlegur sjö sæta

Verð frá 7.190.777 kr.

Eigum bíla til afgreiðslu strax – komdu og reynsluaktu Kia Sorento

ki:

u Kaupa

sr á s l i He dekk ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

www.kia.is


38

bækur

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Prjónles og húfur

Funheitar Fantasíur

Guðrún S. Magnúsdóttir hefur tekið saman bók um húfuprjón í framhaldi af sinni vinsælu Sokkaprjónsbók sem kom út í fyrra. Eru bækurnar í samskonar broti, þessi geymir 57 uppskriftir að húfum. Bókinni fylgir spjald með stiku og táknaskrá, en inngangurinn geymir hollráð, ítrekun á skammstöfunum og táknum, stutta kafla um prjón og hekl, úrtökur og bönd, dúska og skúfa. Síðan er bókinni skipt niður í kafla eftir aldri húfubera, frá ungbörnum til fullorðinna, kvenna og karla. Jafna er tekið fram hvaða garn er brúkað með öðrum tæknilegum upplýsingum og hefði mátt fylgja birgjaskrá, þó mest sé unnið með kambgarn. Mynstur er fjölbreytileg og er bókin fallega upp sett og litskrúðug. Má ætla að prjónafólk fagni þessu úrvali því alls eru uppskriftirnar 57 svo úr nógu er að moða fyrir þá sem hafa eitthvað á prjónunum. Vaka Helgafell gefur bókina út en hún heitir Húfuprjón, 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla.

 Ritdómur tveir krimmar

Fantasíur íslenskra kvenna sem Hildur Sverrisdóttir tók saman hafa slegið í gegn í bókaverslunum. Bókin situr í efsta sæti kiljulista Eymundsson fyrir síðustu viku og er komin í þriðja sæti aðal sölulista verslunarinnar.

Samheitaorðabókin komin út í þriðju útgáfu Þriðja útgáfa Íslensku samheitaorðabókarinnar er komin út, aukin og endurbætt, eins og segir á kápu. Þar getur að líta nafn Styrktarsjóðs þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur sem kostaði í upphafi samantekt bókarinnar en vinna við hana hófst 1974 og hafa síðan ófáir komið að verkinu en ritstjóri hennar er Svavar Sigmundsson. Er þessi þriðja útgáfa hennar talsvert aukin og er Samheitaorðabókin nú orðin hálfdrættingur á við Íslensku orðabókina með 48 þúsund flettum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt gagn samheitaorðabók er öllum þeim sem vinna með íslenskt mál, sama á hvaða aldri þeir eru, því eftir því sem orðfæð herjar á landslýðinn minnkar geta hans til að fóta sig. Orðfáum eru margar leiðir torfærar. Brýnt er því að koma mönnum til að nota gagn sem hana. Nú er bara að óska þess að Rímorðabókin sem líka var kostuð af Styrktarsjóði Þórbergs og Margrétar verði gefin út öðru sinni endurbætt því löngu er hún ófáanleg og varla hægt að komast yfir eintak nema stela því.

 Ritdómur Svarfaðardalsfjöll / Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls

Risarnir Anna og Jussi

 Forsetinn er horfinn. Anne Holt Solveig Brynja Gretarsdóttir þýddi. Salka, 430 s. 2012.

 Frá Deild Q. Flöskuskeyti frá P. Jusse Adler-Olsen Jón St. Kristjánsson þýddi. Vaka-Helgafell, 524 s. 2012.

Anne og Jussi eru risar í norrænum sakamálaiðnaði: hún er að lenda með söguröð sína um Hanne Williamsen í bandarískri sjónvarpsframleiðslu, hans sögur um Deild Q eru í kvikmyndaframleiðslu, þau eru metsöluhöfundar víða um lönd, enda bæði hugvitssöm innan þess þrönga forms sem sakamálasagan er. Nú er komin út þriðja sagan í röðinni um Carl Mørck, Flöskuskeyti frá P, en þriðja saga hennar um hjónin Ingvar og Inger, Forsetinn er horfinn, er nýútkomin. Þetta eru langar og flóknar sögur. Olsen er að vanda með undirfléttu sem rennur saman við meginefni Flöskuskeytisins, en að vanda eru í forgrunni hinn fráskildi Mørck, fyrrum eiginkona, sonur og félagi hans sem liggur á heimili lögreglumannsins lamaður neðan við háls, aðstoðarkonan Rose og Persinn Assad. Þetta þríeyki er skemmtilegt frávik á hinu hefðbundna rannsóknarteymi. Olsen er mikill sögumaður og vefur söguþráðinn af list. Sögur hans eru afburða afþreying, þó enn þyki mér Alfabethuset hans besta saga. Hann stefnir öllu í mikið uppgjör að vanda og býr til mikla skaðvalda úr brotamönnum sínum. Holt stígur í Forsetanum horfna inn á nýjan og stærri vettvang hins alþjóðlega krimma: hún er lengi að koma lesandanum í spennukreppu í þessari sögu, dregur sem alvitur sögumaður fjölda aukapersóna inn í dæmið, bæði þátttakendur í hinum stóra glæp og vitni að hvarfi forseta Bandaríkjanna í opinberri heimsókn i Osló. Þegar á líður verður fléttan flókin en skref fyrir skref færist lesandinn nær lausn sem er fullbragðlítil eftir allan fyrirganginn. Sagan geldur þess hvað margar viðlíka sögur hafa fundið sér stað á skjám og hvíta tjaldinu, hún er á endanum fyrirsjáanleg. Anne hefur líka takmarkaðan áhuga þótt hér gefist tækifæri til að skoða geopolitíska stöðu að setja atburðina í stórt samhengi, eins og Mankell hefur reynt að gera, síðast í Kínverjanum. Hún freistast heldur ekki til að gera forsetann, konu, að viðfangi, skýra þann mikla pólitíska metnað sem hún er sögð búa yfir, greina hann og skýra. Keppikefli þeirra sem standa að baki hvarfi forsetans er heldur ekki nægilega skýrt, hið persónulega virðist vera meginatriði. Pólitískar hræringar sem glittir í eru ekki útskýrðar. Frumkvæði norrænna sakamálahöfunda er i mörgum tilvikum markað félagslegu erindi. Þeir eru bæði að segja sögu til afþreyingar en oftast með samfélagsleg grunnþemu sem þeir vilja vekja athygli á. Hvorug þessara sagna er þess eðlis. -pbb

Aukin gæði ö N d lu Ný meðh

ir N trygg

Leiðarbækur okkar daga T

 Svarfaðardalsfjöll

NÝTT á Íslandi!

Nóatún tekur í notkun nýja tækni sem tryggir bestu skilyrði fyrir ávexti og grænmeti

Úr bókinni Svarfaðardalsfjöll eftir Bjarna E. Guðleifsson.

Bjarni E. Guðleifsson Hólar, 192 s. 2011.

:

ði og æ g i r i e m iNgu d N e i r g r leN verði þé

að góðu

 Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls Sigurður Sigurðarson Kraftaverk, 56 s. 2012.

www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

vær leiðarbækur um fjalllendi Íslands, önnur um tignarlegan fjallakragann umhverfis Svarfaðardal nyrðra, fáfarnar, óþekktar leiðir sem hópur einbeittra fjallamanna fetaði með nokkurra ára bili; hin um löngu víðkunna gönguleið í umhverfi Eyjafjallajökuls þar sem landið er nýlega umbreytt. Báðar eru merkilegir og nauðsynlegir leiðarvísar um hvernig er best að fara um þessi svæði, stikaðar dagleiðir, helstu staðhættir – og hættur. Báðar lýsa ferð um landsvæði sem eru heillandi á fögrum og veðurblíðum dögum rétt eins og svæðin eru lífshættuleg yfirferðar þegar veður breytast, geta reynst mannskæð. Bókin um Svarfaðardalsfjöll er frá í fyrra, hin var endurútgefin endurbætt fyrir hálfum mánuði. Bjarni E. Guðleifsson fór fyrir hópi sem tók áskorun Hjartar heitins Þórarinssonar að ganga fjöllin sem umkringja Svarfaðardalinn. Verkefnið tók nær tíu ár, enda um tinda, eggar og skörð sem mörg hver höfðu ekki aður verið klifin. Að því loknu var birt á vef áfangasaga með myndum. Síðan sett á bók. Bjarni skrifar afar persónulega, náið um tilurð ferðarinnar, göngunnar miklu, greinir Tröllaskagann, sem er ungt nafn á því mikla landsvæði, rekur sögubrot, fer um staðfræði og örnefni, sum verður að smíða því tindar og hlíðar heita ekkert, rétt eins og fossarnir sumir á leiðinni á Fimmvörðuháls. Svo ónumið er land okkar enn að til eru staðir sem enn eru nafnlausir! Bæði í alfaraleið og á fásóttum fjallatindum! Mikið magn mynda rekur göngu Bjarna og félaga áfram, frábærar loftmyndir gefa okkur yfirsýn (fyrir bragðið saknar maður þeirra í leiðarbókinni um Fimmvörðuháls). Inn á þær eru færð heiti. Bók sína samdi Bjarni fyrir daga GPS-ins. Nú er það orðið þjálasta staðsetningartæki göngumanna.

Bók eins og þessi kallar á skipulagðar ferðir, ferðir fyrir þjálfaða og vana göngumenn sem vilja komast á fáfarna staði nærri himninum. Hún er grundvallarverk og litlir búmenn eru Svarfdælingar ef þeir hafa ekki einhver not af fjallgarðinum önnur en eigin aðdáun. Sigurður Sigurðarson er annars frumherji í íslenskri ferðamenningu, náttúruunnandi, leiðsögumaður, útgefandi tímarits um ferðamál sem braut um margt blað. Fyrsta útgáfa leiðarvísis hans um Fimmvörðuhálsinn kom út fyrir tíu árum en sú nýja tekur á þeim breytingum sem þar hafa orðið vegna síðustu gosa. Bókinni er skipt niður eftir áföngum, þar tengist saman ferðalýsing við merkingar á kortum. Höfundur bendir raunar á að hver ferð á sér tvenna ásjónu lands eftir því hvaðan er upp lagt. Rekja megi því hverja ferð frá enda til upphafs, rétt eins og frá upphafi til enda. Þegar fjögurra áfanga leið er rakin koma kaflar um jökulinn, vetrarferðir, veðurfar, um skálann þar sem reistur var 1940 og loks eru minnislistar fyrir áhugamenn um göngur þar eystra. GPS-merkingar eru ekki á kortum né í texta. Tvö mikilvæg rit fyrir ferðaiðnað ætluð innlendum mönnum, útgáfa sem vonandi virkjar áhuga forkólfa iðnaðaðarins um ný mið fyrir strauminn sem hingað leitar í einangrun öræfa en er sendur allur á sömu staðina í kös ferðalanga.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


TRYGGÐARPAKKINN FYLGIR FRÍTT MEÐ

Ekki Missa

AF NEINU

4.290

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT AÐ SKJÁEINUM FYRIR 5. SEPTEMBER OG FÁÐU RISAVAXINN TRYGGÐARPAKKA SKJÁSEINS FRÍTT MEÐ, AÐ ÓGLEYMDU SKJÁFRELSI, NETFRELSI OG SKJÁEINUM Í HÁSKERPU.* ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 4.290 KR. Á MÁNUÐI.

kr. á mán.

*SKJÁREINN FER Í HÁSKERPU Í SEPTEMBER.

TRYGGÐARPAKKI SKJÁSEINS Gildistími Tryggðarpakkans er frá 1. sept. –1. feb.

5 ERLENDAR STÖÐVAR BBC Entertainment, MGM, E!, JimJam og Baby TV.

HEimuR

HÁSKE

í

RPU

GiLDiR TiL

5. SEPT.

2 BÍÓMIÐAR 2 VOD-MYNDIR* 2 bíómyndir að eigin vali í SKJÁBÍÓ

*Aðeins fyrir notendur SKJÁSBÍÓS

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM TRYGGÐARPAKKANN Á SKJÁRINN.IS DRÖGUM ÚT STÓRGLÆSILEGA VINNINGA MÁNAÐARLEGA ÚR HÓPI ÁSKRIFENDA SKJÁSEINS. FLUGFERÐIR, SAMSUNG SNJALLSÍMAR OG PLAYSTATION-TÖLVUR DREGIÐ VERÐUR FYRSTA FÖSTUDAG Í MÁNUÐI Í BEINNI ÚTSENDINGU Á K100 – ÚT TRYGGÐARTÍMABILIÐ.

SKJÁRINN Í HÁSKERPU

PiPar\TBWa • SÍa

PSD #688e15 PSD #fa7000 PSD #c50b04 PSD #f6d72f fer í háskerpu í SKJÁREINN íslenskra í HD-væðingu leiðandi Skjárinn er AI #68903D AI #F37221 AI heimila. #C2202C AI #F6D731 CMYK 64 25 100 8 CMYK 0 69 100 0 CMYK 17 100 94 7 CMYK 5 11 91 0 RGB 104 142 21 RGB SKJÁRHEIMUR 250 112 0 RGB 197 11 4 RGB betri 246 215 47 myndgæða. Njóttu sömuleiðis. og SKJÁRGOLF september.

TRYGGÐu þéR ÁSKRifT í SímA 595 6000, INFO@SKJARINN.IS EÐA Á SKJARINN.IS


42

heilabrot

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Fréttagetr aun fréttatímans

Sudoku

1 1

5 2 9

8 7

6

3

7 1 8 6 9 1 7 5 3 1 4 7 8 3 2 

United er búið að kaupa 23 ára gamlan, hollenskan bakvörð. Hvað heitir hann? 2 Patti Smith tróð upp á Menningarnótt. Í hvaða íslenska skákfélagi er hún heiðursfélagi? 3 Hvað heitir flóttamaðurinn sem farið hefur huldu höfði á Íslandi í þrettán mánuði en getur nú um frjálst höfuð strokið?

4 Hvaða áberandi kona sagði skilið við Samstöðu, stjórnmálaflokk Lilju Mósesdóttur, í vikunni? 5 Hver er prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi? 6 Geir H. Haarde er að byrja með spjallþátt í sjónvarpi. Á hvaða stöð verður Geir með þáttinn?

7 Hvað heitir nýr ritstjóri Skírnis - Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags? 8 Hver er valdamesta kona heims samkvæmt tímaritinu Forbes? 9 Hver er meðalaldur þeirra sem taka smálán hjá hraðpeningafyrirtækjum? 10 Hver leikstýrir íslensku hryllingsmyndinni Frost sem verður frumsýnd í byrjun september?

11 Morðingi Johns

Lennon sækir um reynslulausn um þessar mundir. Hvað heitir maðurinn? 12 Við hvaða tækifæri handtóku rússneskir lögreglumenn stórmeistarann Gary Kasparov?

krossgátan

2 1 4 7

8

4 5

5

1 9

2 2 5 4

1. Alexander Büttner, 2. Hróknum, 3. Mouhamed Lo, 4. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, 5. Timur Zolotuskiy, 6. ÍNN, 7. Páll Valsson, 8. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, 9. Tæp 32 ár, 10. Reynir Lyngdal, 11. Mark David Chapman, 12. Í mótmælum vegna fangelsisdóms yfir Pussy Riot.

1 Manchester

Sudoku fyrir lengr a komna

6 3

6 2

9

5

9

6

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 100

HIKA

SKAMMSTÖFUN

mynd: woodleywonderworks (CC By 2.0)

ÁTT

LÆRIR

ERFIÐ

BLÆÐING

HLÝÐA

FLYTJA

PRÚÐUR

ÚRKOMA UTANHÚSS

RÚN VANDRÆÐI NÁLÆGT SÁL

GLÆSIBÍLL KLIFRA

HRAUSTUR

STÓLPI

ASKJA FLJÓTSBAKKA

ÁSTARATLOT

ANGRA

NASL

ÞREYTA

KVAÐ

VAÐA LAND

AFGJÖLD

FLOKKA ANGAN

GLUFA

KAÐALL

HEIMSÁLFA

STÖNG

BÖLV

TIL ÁKÆRA

KÆLA

AFLÝSA

VIÐSKIPTI

STÆKKA

KASTHJÓL

EINKAR

HVOLF

ÚTHLUTAÐIR KER

HREYSI ÆSINGUR AÐ

RÁNDÝRA

KISU

FLOTT

VARKÁRNI

ÖRLÁTUR

ÓVISSA

AUMA

ÖNDUNARFÆRI

KUNNÁTTA ALDUR SKAMMA

ÓHREINKA

KORR

FAG

NUDD VÍNANDI

RITLINGUR

STORKUN

GÓNA

H E LG A R BLA Ð

ÍÞRÓTTAFÉLAG

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

4 3 1

ÓP

BETRUN

HJÚPUR AÐSTOÐ

MAGI

GUNGA

FLATORMUR

SJÚKDÓMUR

ÍÞRÓTT

YSTU MÖRK

DÆLING MÁLMBLANDA

GLJÁI

Í RÖÐ

TVEIR EINS

KVENFLÍK

BARDAGI

NEFNA

VARSLA PIRRA

HLJÓMA

ROF


44

sjónvarp

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Föstudagur 24. ágúst

Föstudagur RÚV

20:30 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri.

19.35 Popppunktur (8:8) (Úrslitaþátturinn) Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna úrslitaþættinum. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson. Textað á síðu 888 í Textavarpi.

Laugardagur

20:40 Bridesmaids Fersk, frumleg og hárbeitt gamanmynd. Annie fær það hlutverk frá vinkonu sinni, Lillian, að skipuleggja brúðkaupið hennar. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:00 The Bachelorette NÝTT (1:12) Ung og einhleyp kona fær tækifæri til að finna draumaprinsinn.

Sunnudagur

allt fyrir áskrifendur

14:45 Liverpool - Man. City Bein útsending frá leik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

5

6

19.35 Harry og Charles (1:3) Harry & Charles) Margverðlaunuð norsk framhaldsmynd.

16.20 Í skugga hljóðnemans e. 17.20 Snillingarnir (56:67) 17.44 Bombubyrgið (2:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Gómsæta Ísland (2:6) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Popppunktur (8:8) 20.45 Frekjudósin mín (My Sassy Girl) Ljúfur drengur í Miðvesturríkjunum verður skotinn í stelpu sem fer illa með hann. 22.20 Hver myrti Rauðhettu? (1:2) (Who Killed Little Red Riding Hood?) Frönsk mynd í tveimur hlutum. Ung stúlka finnst stórslösuð í skurði við vegarkant í útjaðri smábæjar og við hlið hennar liggur vinur hennar látinn. Hann er með úlfsgrímu og hún með rauðhettugrímu. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Seinni hlutinn verður sýndur að viku liðinni. 23.55 Hitabeltisþruma (Tropic Thunder) Leikarar sem vinna að gerð dýrrar stríðsmyndar neyðast til að verða eins og hermennirnir sem þeir eiga að vera að leika. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

RÚV

ÍSLENSKA/SIA.IS VIT 60576 08/12

Alicante

RÚV

STÖÐ 2

08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir / kisukló / Herramenn / Franklín og Elías / Algjör Sveppi / Latibær / Fjör­ vinir hans / Stella og Steinn / Smælki ugi teiknimyndatíminn / Lukku láki / Disneystundin / Finnbogi og Felix / 10:45 M.I. High Sígildar teiknimyndir / Litli prinsinn 11:15 Glee (19/22) / Hérastöð 12:00 Bold and the Beautiful 10.30 Stundin okkar e. 13:45 So You Think You Can Dance 10.55 Ævintýri Merlíns e. 15:10 ET Weekend 11.40 Prinsinn og ég e. 16:00 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur 13.30 Golfið (5) 16:30 Sjáðu 14.00 Mótókross 17:05 Pepsi mörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.35 Kvikmyndatónlist e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 16.30 Grace Kelly e. 18:49 Íþróttir 17.20 Póstkort frá Gvatemala (7:10) 18:56 Lottó 17.30 Skellibær (41:52) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17.40 Teitur (44:52) 19:296 Veður 4 Krakkar á ferð og flugi 5 (17:20 e. 17.55 19:35 Total Wipeout (7/12) Hér er á 18.15 Táknmálsfréttir ferð ómenguð skemmtun, gamall 18.25 Innlit til arkitekta (6:8) og góður buslugangur með nýju 19.00 Fréttir tvisti sem ekki nokkur maður 19.30 Veðurfréttir getur staðist. 19.35 Harry og Charles (1:3) 20:40 Bridesmaids 20.30 Berlínarsaga (2:6) 22:40 The Mist Spennutryllir sem 21.25 Kviksjá - Börn náttúrunnar byggir á sögu Stephen King um 21.35 Börn náttúrunnar Kvikmynd hóp af blóðþyrstum verum sem eftir Friðrik Þór Friðriksson lenda óvænt í smábæ. frá 1992. Aðalhlutverk leika 00:50 Murder by Numbers Gísli Halldórsson og Sigríður 02:50 Rising Sun Hagalín.e. 04:55 Blue State 23.00 Wallander – Leyniskyttan (Wallander) Sænsk sakamálamynd frá 2006. e. 09:50 Stjarnan - KR 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 11:40 KF Nörd 12:20 Köbenhavn - Lille SkjárEinn 14:10 Meistaramörkin 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:30 Meistaradeild Evrópu 11:50 Rachael Ray (e) fréttaþáttur 14:05 One Tree Hill (6:13) (e) 15:00 Eimskipsmótaröðin 2012 allt fyrir áskrifendur 14:55 The Bachelorette (1:12) (e) 15:30 Stjarnan - Valur 16:25 From Russia With Love (e) 18:15 Einvígið á Nesinu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:20 30 Rock (1:22) (e) 19:05 Barcelona - Porto 18:45 Monroe (3:6) (e) 21:00 Atl. Mardrid - Real Madrid 19:35 Unforgettable (18:22) (e) 22:45 Stjarnan - Valur 20:25 Top Gear (3:6) (e)

08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:50 Malcolm in the Middle (23/25) prinsessa / Háværa ljónið Urri / Kioka / Snillingarnir / Spurt og sprellað / 09:15 Bold and the Beautiful For Teiknum dýrin / Grettir / Engilbert 09:35 Doctors (130/175) ræður / Kafteinn Karl / Nína Pataló 10:15 Sjálfstætt fólk (15/30) / Skoltur skipstjóri / Hið mikla Bé / 10:50 Sprettur (2/3) Geimverurnar 11:20 Cougar Town (10/22) 10.25 Hanna Montana 11:45 Jamie Oliver's Food Revolution 10.50 Popppunktur (5:8) e. 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 12.00 Dansskóli Marilyn Hotchkiss e. 13:00 Someone Like You 13.45 Ferð að miðju jarðar (2:2) e. 14:35 Sorry I've Got No Head fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.45 Komdu að sigla 15:05 Tricky TV (11/23) 15.35 Góð er gufan (Miesten vuoro) 15:30 Barnatími Stöðvar 2 17.00 2012 (2:6) e. 16:45 Bold and the Beautiful 17.30 Ástin grípur unglinginn (47:61) 17:10 Nágrannar 18.15 Táknmálsfréttir 17:35 Ellen 4 5 18.25 Með okkar augum e. 18:23 Veður 18.54 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir 18:47 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag 19.40 Ævintýri Merlíns (3:13) 19:11 Veður 20.30 Vatnsberinn (The Waterboy) 19:20 American Dad (11/19) Vatnsberi hjá ruðningsliði fær 19:45 Simpson-fjölskyldan (1/22) nýtt hlutverk þegar nýr þjálfari 20:10 So You Think You Can Dance tekur við liðinu en það er eins 21:35 Big Stan. gott að mamma hans komist ekki 23:20 Noise að því. 00:50 All Hat 22.00 Bláókunnugt fólk (Perfect 02:20 Jesse Stone: Thin Ice Stranger) Blaðakona bregður sér 03:45 The Day After Tomorrow í ritaragervi til að fletta ofan af 05:45 Fréttir og Ísland í dag manni sem hana grunar að hafi framið morð. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 07:00 Pepsi mörkin 23.50 Í heljargreipum e. SkjárEinn 07:45 Pepsi mörkin 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:30 Pepsi mörkin 08:00 Rachael Ray (e) 13:50 Stjarnan - Breiðablik 08:45 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 15:40 FH - KR 16:25 Pan Am (11:14) (e) 06:00 Pepsi MAX tónlist 17:30 Pepsi mörkin 17:15 One Tree Hill (6:13) (e) 12:40 Rachael Ray (e) 18:15 Hearts - Liverpool allt fyrir áskrifendur 518:05 Rachael Ray 6 13:25 Rachael Ray (e) 20:00 Meistaradeild Evrópu 18:50 America's Funniest Home Videos 14:10 Design Star (8:9) (e) fréttaþáttur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:15 Will & Grace (2:24) 15:00 Rookie Blue (6:13) (e) 20:30 La Liga Report 19:40 The Jonathan Ross Show (18:21) 15:50 Rules of Engagement (6:15) (e) 21:00 Rory Mcllroy á heimaslóðum 20:30 Minute To Win It 16:15 First Family (2:2) (e) 21:25 UFC Live Events 125 21:15 The Biggest Loser (16:20) 17:45 The Biggest Loser (16:20) (e) 22:45 Jimmy Kimmel 19:15 Minute To Win It (e) 4 5 6 23:30 CSI: New York (1:18) (e) 08:15 Chelsea - Reading 20:00 The Bachelorette - NÝTT (1:12) 00:20 Monroe (3:6) (e) 15:35 Sunnudagsmessan 10:05 Premier League Review Show 21:30 Teen Wolf (12:12) 01:10 CSI (15:22) (e) 16:50 WBA - Liverpool 11:00 Premier League Preview Show 22:20 Almost Famous (e) 02:00 Jimmy Kimmel (e) 18:40 Arsenal - Sunderland 11:30 Swansea - West Ham 00:25 Jimmy Kimmel (e) allt fyrir áskrifendur 02:45 Jimmy Kimmel (e) 20:30 Premier League Preview Show 13:45 Man. Utd. - Fulham 01:10 Jimmy Kimmel (e) allt fyrir áskrifendur 03:30 Pepsi MAX tónlist 21:00 Premier League World 2012/13 16:15 Chelsea - Newcastle 01:55 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:30 Football League Show 2012/13 18:30 Tottenham - WBA fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Premier League Preview Show 20:20 Aston Villa - Everton 22:30 West Ham - Aston Villa 22:10 Norwich - QPR 07:05 All About Steve 00:00 Sunderland - Reading 08:00 A Walk In the Clouds 08:40 You Again 10:00 Gulliver's Travels SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 4 allt fyrir áskrifendur 10:20 Three Amigos 06:00 ESPN America SkjárGolf 4 512:00 Tangled 6 12:00 Toy Story 3 14:00 A Walk In the Clouds 08:15 The Barclays (1:4) 06:00 ESPN America fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 You Again 16:00 Gulliver's Travels fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:15 Golfing World 07:45 The Barclays - PGA Tour 2012 16:00 Three Amigos 18:00 Tangled 13:05 The Barclays (1:4) 11:45 Inside the PGA Tour (34:45) 18:00 Toy Story 3 20:00 Shorts 17:05 Champions Tour - Highlights 12:10 The Barclays - PGA Tour 2012 20:00 All About Steve 22:00 Far and Away 18:00 The Barclays (2:4) 16:10 Golfing World 22:00 Bangkok Dangerous 00:15 Smokin' Aces 22:00 PGA Tour - Highlights (30:45) 17:00 The Barclays - PGA Tour 2012 4 5 6 4 5 00:00 The Chamber 02:00 Strangers With Candy 22:55 The Barclays (2:4) 22:00 Golfing World 02:00 A Number 04:00 Far and Away 01:55 ESPN America 22:50 The Barclays - PGA Tour 2012 04:00 Bangkok Dangerous 06:15 Little Trip to Heaven, A 02:00 ESPN America 06:00 Shorts

Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is

Sunnudagur

Laugardagur 25. ágúst

21:15 Law & Order: Special Victims Unit 4 22:00 The Borgias (2:10)5 22:50 Crash & Burn (5:13) 23:35 Teen Wolf (12:12) (e) 00:25 Psych (16:16) (e) 01:10 Crash & Burn (5:13) (e) 01:55 The Borgias (2:10) (e) 02:45 Pepsi MAX tónlist

6

6

06:15 Little Trip to Heaven 08:00 Love Happens allt fyrir áskrifendur 510:00 Amelia 6 12:00 Ástríkur á Ólympíuleikunum fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 Love Happens 16:00 Amelia 18:00 Ástríkur á Ólympíuleikunum 20:00 Little Trip to Heaven 22:00 Valkyrie 4 00:00 6 Speed 02:00 Stephanie Daley 04:00 Valkyrie 06:00 You Don't Know Jack

Flugsæti, 29. ágúst

Verð frá 19.900 kr. Innifalið: Flug til Alicante og flugvallarskattar.

Vikulegt flug út október 2012.

VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is


sjónvarp 45

Helgin 24.-26. ágúst 2012

26. ágúst

STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Mörgæsirnar frá Madagaskar / Svampur Sveins / Algjör Sveppi / Mamma Mu / Dóra könnuður / Ævintýraferðin / Algjör Sveppi / Maularinn / Krakkarnir í næsta húsi / Scooby-Doo! Leynifélagið / Algjör Sveppi 12:00 Nágrannar 13:45 2 Broke Girls (16/24) 14:10 Up All Night (4/24) allt fyrir áskrifendur 14:35 Drop Dead Diva (12/13) 15:20 How I Met Your Mother (20/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:50 Total Wipeout (7/12) 16:55 Masterchef USA (14/20) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (21/24) 4 19:40 Last Man Standing (9/24) 20:05 Harry's Law (6/12) 20:50 Rizzoli &amp; Isles (11/15) 21:35 Mad Men (3/13) 22:20 Treme (8/10) 23:20 60 mínútur 00:05 The Daily Show: Global Edition 00:30 Suits (11/12) 01:15 Pillars of the Earth (3/8) 02:10 Boardwalk Empire (9/12) 03:00 Nikita (8/22) 03:40 The Man With One Red Shoe 05:10 Harry's Law (6/12) 05:55 Fréttir

Í útvarpinu Simmi og jói á bylgjunni



Áfram Simmi og Jói og til hamingju með afmælið

Á sumrin víkur sjónvarpið oft fyrir skemmtilegri kvöldum með vinum í útilegum, á ferðalögum eða í sumarbústöðum en það er eitt sem víkur ekki, heldur fylgir manni hvert fótmál um landið. Það er þáttur Simma og Jóa á laugardagsmorgnum. Snilldardagskrá sem á fimm ára afmæli um þessar mundir. Til hamingju. Suss vinir, uss börn. Nú hlustum við á Simma og Jóa. Þessi þáttur þeirra er eins og Stubbarnir fyrir börnin. Aftur, aftur, segja Stubbarnir og börnin fá sína endurtekningu. 5

Aftur og aftur setjast þeir við hljóðnemana og fylgja föstum dagskrárliðum, sem hægt er að hafa gaman af. Vekja fólkið með furðulegu nöfnin. Giska á hvaða frétt er rétt og hver login. Hlusta á þá fara með textabrot úr lögum og velja svo milli laganna. Hlusta á vinsæl lög með nýjum textum sem þeir syngja misvel. Finna út hver er leynigesturinn og svo bara hlusta á þá þvaðra um hitt og þetta. Og auðvitað má ekki gleyma símtalinu austur við Gerði sem hressir landann.

Þetta er svo áreynslulaust hjá þeim og komið í svo fastar skorður að maður ímyndar sér að þeir gætu gert þetta blindandi. Enda er þátturinn ekkert miklu síðri þegar Valtýr Björn leysir annan hvorn þeirra af. En þeir félagar Simmi og Jói gjörþekkja hvorn annan og það skilar sér. Þrátt fyrir fimm ára aldurinn er þátturinn ekki þreyttur, bara flottur. Það sem er smartast við hann er að hann er undirbúinn. Margir mættu taka sér það til fyrirmyndar. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

6

ms.is

07:35 Hearts - Liverpool 09:25 Stjarnan - Valur 11:15 Malaga - Panathinaikos 13:05 Meistaramörkin 13:25 Þýski handboltinn 15:05 Stjarnan - KR 16:55 Pepsi mörkin allt fyrir áskrifendur 17:45 Stjarnan - ÍBV 20:00 Osasuna - Barcelonafréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:45 Getafe - Real Madrid 23:30 Þýski handboltinn

4

SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:15 The Barclays - PGA Tour 2012 10:40 Golfing World 11:30 The Barclays - PGA Tour 2012 16:00 The Barclays - PGA Tour 2012 22:00 Inside the PGA Tour (34:45) 22:25 The Barclays - PGA Tour 2012 02:00 ESPN America

4

5

5

6

6

Gráða & feta ostateningar í olíu Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöflusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

08:35 Chelsea - Newcastle 10:25 Tottenham - WBA 12:15 Stoke - Arsenal 14:45 Liverpool - Man. City allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:15 Man. Utd. - Fulham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 Sunnudagsmessan 21:20 Stoke - Arsenal 23:10 Sunnudagsmessan 00:25 Liverpool - Man. City 02:15 Sunnudagsmessan


46

bíó

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Andlát Meistari hasarmyndanna kveður

Anthony Scott (1944-2012) Kvikmyndaleikstjórinn Tony Scott stytti sér aldur á sunnudaginn með því að kasta sér fram af Vincent Thomas-brúnni í Los Angeles. Með honum hverfur litríkur og ástríðufullur leikstjóri sem hafði gríðarleg áhrif á þróun spennu- og hasarmynda með stíl sínum og hröðum klippingum. Kvikmyndaiðnaðurinn og aðdáendur hans syrgja hann þessa dagana en fráfall hans kom öllum og þá ekki síst hans nánustu í opna skjöldu. Hann var á kafi í spennandi verkefnum, þar á meðal Top

Gun 2, og allt virtist í góðu lagi hjá karlinum sem hafði nýlokið tökum á Out of the Furnance með Christian Bale í aðalhlutverkinu. Scott, sem var 68 ára þegar hann lést, var yngri bróðir hins frábæra leikstjóra Ridley Scott en þessir bresku bræður, sem hófu feril sinn í auglýsingum, hafa báðir sett varanlegt mark á kvikmyndagerð í Hollywood. Tony varð fyrri til en Ridley að gera stórgróðamynd þegar hann gerði Tom Cruise endanlega að stórstjörnu með Top Gun árið 1986. Hann mun þó ætíð standa í skugga

stóra bróður sem státar af meistaraverkunum Alien og Blade Runner. Scott hafa vissulega verið mislagðar hendur og stundum þegar honum hefur tekist vel upp hafa áhorfendur brugðist honum. Sú frábæra spennumynd, The Last Boyscout, með Bruce Willis, olli til dæmis vonbrigðum og ein allra besta mynd hans, True Romance, naut ekki sannmælis í miðasölunni. Hana gerði Scott eftir fyrsta handriti Quentins Tarantino og þessir meistarar voru ekki alveg sammála um endi myndarinnar. Aðalpersón-

an, Clarence Worley, dó í enda handritsins en Scott leyfði honum að lifa. Tarantino varð óður en Scott svaraði honum með því að sér hefði bara „þótt of vænt um þessa krakka.“ Og okkur sem lifum og hrærumst í kvikmyndum þykir vænt um Tony og kveðjum karlinn með trega og söknuði yfir því að fá ekki fleiri hraðklipptar hasarmyndir að hætti meistarans. Þórarinn Þórarinsson

Tony Scott ásamt eiginkonu sinni, Donnu, og tvíburasonum þeirra Max og Frank.

 The Expendables 2 Harðjaxlar sameinast

 Frumsýndar

Sylvester Stallone gengur lengra en í The Expendables fyrir tveimur árum. Schwarzenegger og Bruce Willis fá nú að grípa til vopna, Chuck Norris mætir og Jean Claude Van Damme hristir af sér slenið.

Paul Schneider og Olivia Munn leika hjón sem grípa til örþrifaráða þegar þeim gengur illa að eignast barn.

Örvæntingarfullt sæðisbankarán The Babymakers er gamanmynd um hamingjusöm hjón sem telja sig komin á þann stað í lífinu og sambandinu að rétt sé að fara að huga að fjölgun mannkyns. Sama hvað þau reyna gengur hvorki né rekur og að lokum kemur í ljós að sæðisfrumur eiginmannsins eru latar og nánast ósyndar. Karlinn hafði þó af rælni gefið sæði í sæðisbanka fimm árum áður og þar sem flest bendir til þess að sæðið sem lagt var inn sé öllu sprækara en það sem framleitt er núna freistar hann þess að endurheimta innlegg sitt.

Verður jafn eftirminnileg og Evil Dead Leikarinn Bruce Campell sem fór á sínum tíma á kostum í Evil Dead-myndum Sam Raimi er framleiðandi nýrrar endurgerðar þessarar sígildu splatter-myndar. Hann hefur nú stigið fram og reynt að róa æsta aðdáendur frummyndarinnar með því að lofa þeim að endurgerðin muni ekki gefa þeirri gömlu neitt eftir. „Við erum mjög spenntir og stöndum heilshugar að baki myndinni en það mun taka á að fá Evil Dead-aðdáendur til þess að gera slíkt hið sama. Við erum meðvitaðir um að við höfum móðgað marga þeirra og við sýnum reiði þeirra og ákafa skilning. En við viljum leggja áherslu á að við klúðruðum þessu ekki. Þessi mynd verður alveg jafn eftirminnileg og Evil

Illu heilli er aðeins einn skammtur af sæði mannsins eftir í bankanum og það sem verra er þá er sá skammtur pantaður þannig að góð ráð eru dýr. Félagi hans stingur upp á því að þeir ræði bankann en okkar maður er tvístígandi enda getur hann frekar hugsað sér barnleysi en að dvelja bak við lás og slá. Þegar indverskur mafíósi, sem kann ýmislegt fyrir sér í afbrotum, blandast í málið virðist ekkert vera því til fyrirstöðu að láta slag standa og ballið byrjar fyrir alvöru. Aðrir miðlar: Imdb:4.2, Rotten Tomatoes:10%, Metacritic:30% Dead án þess að um sömu mynd sé að ræða,“ segir Campell og bætir við að brellurnar núna séu miklu betri en þeir félagar höfðu yfir að ráða árið 1979 auk þess sem nýju leikararnir séu betri en hann og mótleikarar hans voru á sínum tíma.

Campell lék Ash í Evil Dead og missti höndina í viðureign sinni við þá djöflamergi sem herjuðu á hann og félaga hans í myndinni.

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! BLAÐAKONA RANNSAKAR UNGAR NÁMSMEYJAR SEM STUNDA VÆNDI. HVAÐ BÝR AÐ BAKI?

JULIETTE BINOCHE

ELLES (ÞÆR) Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

VERTU FASTAGESTUR!

Ódýrara í bíó með aðgangskortum!

Draumalið harðjaxlanna Sylvester Stallone hefur hnyklað vöðvana í ófáum harðhausamyndum. Á níunda áratugnum voru hann og Arnold Schawarzenegger höfuðpáfar ofbeldismynda þar sem ekki þótti annað boðlegt en að sálga í kringum tvö hundruð illmennum í hverri mynd. Árið 2010 smalaði Stallone saman harðjöxlum í hasarveisluna The Expendables. Svo vel tókst til að ekki kom annað til greina en að slá saman í annað partí og draga fleiri fortíðarkempur fram í The Expendables 2.

S

Hann er með frábært hlutverk. Eitt best skrifaða hlutverkið í myndinni vegna þess að Sly skrifar mjög góð illmenni.

ylvester Stallone kann allar helstu þumalputtareglur um framhaldsmyndir þannig að The Expendables 2 er öll stærri í sniðum en sú fyrri. Rambo drap til dæmis aðeins einn mann í First Blood en ekki er vinnandi vegur að hafa tölu á þeim sem hetjan slátraði í Rambo: First Blood Part II, Rambo III og sjálfsagt drap hann fleiri í fjórðu myndinni, John Rambo, en í öllum hinum til samans. Harðjaxlahersingin sem Stallone tefldi fram í The Expendables hefur nú verði stækkuð og þétt til muna. Allir snúa þeir aftur úr fyrstu myndinni nema Mickey Rourke og þáttur Bruce Willis og Arnolds Schwarzeneggers er mun meiri að þessu sinni og báðir blanda þeir sér í blóðuga bardaga. Mestu tíðindin og fagnaðarefnið fyrir gamalreynda harðhausaaðdáendur felast síðan að sjálfsögðu í því að guðfaðir mynda af þessu tagi, sjálfur Chuck Norris, mætir til leiks og sallar andstæðinga Expendables-gengisins eins og hann hafi rétt lagt frá sér vélbyssuna í Missing in Action 2 í gær en ekki árið 1985. Annar hálf útbrunninn slagsmálahundur, Jean Claude Van Damme, bætist einnig í hópinn. Að vísu hinum megin við víglínuna þar sem hann leikur höfuðandstæðing strákanna okkar. Hryðjuverkamanninn Jean Vilain (Stallone er ekkert að grínast með nöfnin á skúrkunum sínum). Vilain þessi drepur einn úr málaliðagenginu og er þar að auki að koma klónum í óhóflegt magn af plútóni. Stallone og félagar mega því til með að ganga milli bols og höfuðs á Vilain. Fyrst og fremst til þess að uppfylla hefndarskyldur sínar en þá munar að sjálfsögðu ekkert um að bjarga heiminum í leiðinni. Enda hafa þeir Sly, Arnold og Willis bjargað mannkyni svo oft, einir síns liðs, í gegnum áratugina að einn belgískur brjálæðingur getur varla verið of stór biti. Sænska vöðvatröllið og gáfnaljósið Dolph Lundgren hefur mesta reynslu þeirra úr Expendables-hópnum af því að kljást við Van Damme en þeir elduðu grátt silfur í Universal Soldier árið 1992. Þá var Van Damme að vísu góði gæinn en Dolph illmennið og var slíkt óféti að hann gerði sér hálsfesti úr afskornum eyrum fórnarlamba sinna.

Lundgren segir viðsnúninginn í The Expendables 2 áhugaverðan. „Hann er með frábært hlutverk. Eitt best skrifaða hlutverkið í myndinni vegna þess að Sly skrifar mjög góð illmenni,“ sagði Lundgren í viðtali við Empire nýlega. „Hann slær hvergi af og gerir þá mjög vonda. Sem er miklu betra en að gera einhverja hálfdrættings skúrka eins og gert er í sumum myndum.“ Lundren og Stallone eiga sér svo vitaskuld líka langa sögu en Stallone gerði Svíann heimsfrægan með Rocky IV 1985 þegar Lundgren lék Rússann Ivan Drago sem Rocky þurfti í nafni hins frjálsa heims að berja í gólfið í boxhringnum. Lundgren var óumdeildur senuþjófur The Expendables í hlutverki leyniskyttunnar Gunner Jensen (Stallone er alvara með þessi nöfn). Gunner reyndist fíkill og fyllibytta og sveik félaga sína eftirminnilega í fyrstu myndinni. Leikarinn er ekki alveg jafn hress með hversu lítil tilþrif hann fær að sýna að þessu sinni. „Þetta er öðruvísi fyrir mig núna vegna þess að persónan mín var mjög áhugaverð í fyrri myndinni,“ sagði Lundgren í vefvarpi Empire nýlega. „Hann fór frá því að vera góður gaur yfir í að vera skúrkur, yfir í að vera dauður og svo aftur lifandi. Í Expendables 2 er ég bara einn af hópnum. Að gera það sem The Expendables gera.“ Lundgren leist ekki vel á handrit The Expendables 2 í upphafi og féllst ekki á að vera með fyrr en Stallone var búinn að gera breytingar og gera Gunner dálítið bilaðan, líkt og í fyrri myndinni. En er þá hægt að treysta Gunner núna? „Svona meira eða minna. Í það minnsta þangað til hann kemst í áfengi, “ segir Lundgren og hlær. Aðrir miðlar: Imdb:7.7, Rotten Tomatoes:68%, Metacritic:51%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Þjóðleikhúsið kynnir í samvinnu við Hörpu

Stórtónleikar í Hörpu 2. september

Vesalingarnir voru sýndir á síðasta leikári í Þjóðleikhúsinu við magnaðar undirtektir. Nú gefst færi á að upplifa þetta einstaka meistaraverk í konsertuppfærslu í Eldborgarsal Hörpu í flutningi sömu listamanna, með stækkaðri hljómsveit og kór.

Miðasala er á harpa.is og midi.is Miðasala: 551 1200 | www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is


48

tíska

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Fyrsti ilmur Minaj væntanlegur

Hip-hop söngkonan Nicki Minaj bíður nú spennt eftir að hennar fyrsti ilmur líti dagsins ljós en hún frumsýndi hann á twitter síðu sinni fyrr í vikunni. Söngkonan nefndi ilminn eftir plötunni sinni, Pink Friday, sem mun höfða aðeins til kvenna. Ilmvatnsglasið er eins og hún í laginu. Þegar aðdáandi hennar spurði hana nánar út í lykt ilmsins svaraði hún að hann ilmaði alveg eins og engill.

Skrifar bók um leyndardómsfulla hönnuðinn

Aftur á byrjunarreit

Fyrrverandi kærasti hönnuðarins Calvin Klein, klámmyndaleikarinn Nick Gruber, hefur ákveðið að henda saman bók um stormasamt samband þeirra, sem endaði fyrir fullt og allt fyrr á þessu ári þegar Nick var tekinn fyrir vörslu á eiturlyfjum. Nick segir nauðsynlegt fyrir almenning að vita hvernig leyndardómsfulli hönnuðurinn er í raun og veru. Hann hefur fengið rithöfund í lið með sér enda lumar hann á alls konar áhugaverðum upplýsingum um hönnuðinn sjálfan. Bókin er væntanleg snemma á næsta ári, að sögn Nick, og hefur fengið nafnið „What Came Between Me and My Calvin“ eða Hvað gerðist milli mín og Calvin.

5

Mánudagur Skór: Gs skór Buxur: Sautján Bolur: Sautján Vesti: Sautján

Söngkonan 2000 2012 Jennifer Lopez skemmti sér í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hún valdi föt sem tóku okkur aftur til fortíðar. Mittisháu stuttbuxurnar og hvíti magabolurinn minna mikið á klæðnaðinn sem hún mætti í á MTV tónlistarhátíðina árið 2000. Þegar myndir frá báðum viðburðum eru bornar saman er eins og hún hafi ekki elst um eitt ár. Hárklútinn sem fyrrverandi kærastinn hennar, Sean John, gaf henni skildi hún þó eftir heima og valdi sér frekar flott sólgleraugu sem aukahlut við dressið í ár.

dagar dress

Litagleði allan ársins hring Gestapistlahöfundur vikunnar er

Erna Hrund Hermannsdóttir tískubloggari hjá trendnet.is

Ég er ekki tjald!

Þessa stundina er ég stödd í Svíþjóð og ég hef aldrei átt jafn erfitt með að eyða peningum í H&M og Monki. Um síðustu páska pissaði ég á prik og þremur mínútum seinna komumst við að því að það væri lítill bumbubúi á leiðinni. Ég er núna rúmlega hálfnuð á meðgöngunni svo kúlan er orðin ansi stór. Nú hef ég verið að taka eftir því að fötin mín fara mér ekki eins vel og áður. Fyrstu vikurnar snerist allt um að fela magann ég var heppin af því að ég nota mikið víðar flíkur. Mér fannst það fara mínum vexti betur. En undanfarið hef ég verið að fá komment frá mínum heittelskaða um að ég líti út eins og tjald – það vanti bara hælana. Ég vil njóta þess að vera ólétt, leyfa bumbunni að standa útí loftið en vera aðlaðandi um leið svo þessi ummæli fóru ekki vel í mig. Í kjölfarið fór ég í gegnum fataskápinn minn. Bómullarbolir og heklaðar stórar peysur fengu að fjúka – þessar flíkur laga sig nefnilega ekki að líkamanum heldur hafa þær sinn eigin vilja. Í staðin fá chiffon skyrtur, flíkur úr gerviefni og sokkabuxur að vera fremst á fataslánni. Ég mæli með því að þið hinar gerið það sama. Farið vel í gegnum skápinn ykkar og gefið þeim flíkum sem ykkur finnst ekki fara ykkur smá pásu. Reynið samt að nota það sem þið eigið til því sérstök óléttuföt notið þið bara í nokkrar vikur – það er miklu skemmtilegra að eyða í krúttleg barnaföt.

„Ætli ég myndi ekki lýsa honum sem þægilegum og nýtískulegum,“ svarar Dagný Eir Ámundadóttir, 21 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, þegar hún er spurð út í stílinn sinn. „Ég á endalaust mikið af þröngum buxum og við þær para ég yfirleitt víða boli og jakka. Fataskápurinn minn er gríðarlega marglitaður, þar sem litagleðin ríkir allan ársins hring. Fötin mín kaupi ég aðallega á Íslandi og þá mest í Sautján, Gs Skóm og Topshop og eru uppáhalds fatamerkin mín Diesel, Gestuz og Just Femail sem öll fást í versluninni Sautján.“

Miðvikudagur Skór: Gs Skór Sokkar: Sautján Sokkabuxur: Sautján Bolur: Sautján Jakki: Sautján

Föstudagur Skór: Gs Skór Buxur: Sautján Skyrta: Dúkkuhúsið Jakki: Sautján

LOKA – ÚTSÖLULOK

Útsala i n á útsölun

af merktu r u t t á l s f % aukaaerði við kassa útsöluv

50

Flott föt fyrir flottar konur Verslunin Belladonna á Facebook

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

st. 40 – 58

Þriðjudagur Skór: Gs Skór Buxur: Sautján Skyrta: H&M Peysa: Corner Hálsmnen: Orginal

Fimmtudagur Skór: Einvera Buxur: Sautján Svartur bolur: Sautján Bolur: Nasty Gal Jakki: Júnik


SÓL OG 9.900 Borgarferðir frá kr.

BORGIR Costa del Sol

Aðra leið, til eða frá áfangastað, með sköttum.

OSLO 9.900 frá

kr.

28. ágúst í 14 nætur

Kr. 99.900 – 14 nátta ferð

Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Sértilboð 28. ágúst.

Roc Flamingo Frá kr. 119.900 í 14 nætur með allt innifalið

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 154.900 á mann. Sértilboð 28. ágúst í 14 nætur.

Benidorm 28. ágúst í 14 nætur

Frá aðeins kr.

30. október og síðan í allan vetur.

Frá aðeins kr.

KÖBEN 9.900

99.900 89.900

frá

kr.

Kr. 89.900 – 14 nátta ferð

Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Sértilboð 28. ágúst.

Tenerife 29. ágúst eða 5. sept. í 1 eða 2 vikur

Frá aðeins kr.

78.900

Frá 78.900 með öllu inniföldu í viku

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

BILLUND 9.900 frá

Villa Adeje Beach Frá kr. 78.900 í viku með allt innifalið

ENNEMM / SIA • NM53865

í september og október

kr.

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 96.800 á mann. Sértilboð 29. ágúst eða 5. september í viku.

Tyrkland 4. september í 10 nætur Frá 105.900 með hálfu fæði. 3S Beach hotel Frá kr. 105.900 í 10 nætur með hálfu fæði

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 117.200 á mann. Sértilboð 4. september í 10 nætur.

í ágúst og september

Frá aðeins kr.

105.900

Alicante frá 14.900

28. ágúst til Alicante

Malaga frá 19.900 28. ágúst til Malaga

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is


50

tíska

Helgin 24.-26. ágúst 2012

Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið

Stjörnurnar elska öðruvísi fléttur

Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum

Alicia Keys

www.portfarma.is

Söngkonan Alicia Keys mætti á Billboard Music Awards með skemmtilega fléttu sem myndaði einhverskonar fléttukrans. Stór og þykk fléttan var fléttuð í hring, líklega flókin greiðsla sem hárgreiðslumeistarinn hennar gaf sér góðan tíma til að gera.

Candice Swanepoel

350 kr. skyrtan hreinsuð og pressuð

Victoria’s Secret fyrirsætan Candice Swanepoel skartaði tveimur þykkum fléttum fyrr í sumar, sem minna helst á hárspöng. Þær eru fléttaðar í hálfhring sem heldur restinni af hárinu í skefjum.

-ef komið er með fleiri en 3 í einu

Fullt verð 580 kr.

Það kostar líka að Þvo sjálfur! láttu okkur sjá um þínar skyrtur.

- nú á þremur stöðum Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur

Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is

Kristen Bell: Síðastliðna helgi mætti leikkonan Kristen Bell á Do Something verðlaunahátíðina með öðruvísi fléttu sem hún tók saman að aftan. Margar litlar fléttur voru fléttaðar í eina stærri og er þetta eflaust greiðsla sem auðveldlega er hægt að gera sjálfur heima.

Efnalaug - Þvottahús

Charlize Theron Leikkonan Charlize Theron skartaði flókinni en fallegri hárgreiðslu þar sem hún tók nokkrar fléttur saman í einn hliðarhnút. Greiðslan er flott á rauða dreglinum en mun jafnvel henta vel í hversdagslífið hér á Íslandi.

– Lifið heil

Lægra verð í Lyfju

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Voltaren Gel

15% verðlækkun. 100 g. Áður: 3.815 kr. Nú:

3.243 kr.

Gildir út ágúst.

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 60420 06/12

H E LG A R BLA Ð


tíska 51

Helgin 24.-26. júlí 2012

Heidi Klum með barnafatalínu Kynnir tískuþáttarins Project Runway, fyrrum Victoria's Secret fyrirsætan Heidi Klum, hefur frumsýnt sína fyrstu fatalínu sem unnin er í samstarfi við fatafyrirtækið Babies „R“ Us. Fatalínan hefur fengið nafnið Truly Scrumptions og er hönnuð á börn á öllum aldri, bæði stelpur og stráka. Ekki er þó eingöngu um fatalínu að ræða heldur ætlar hún einnig að framleiða aukahluti á börnin, húsgögn í barnaherbergin og skóladót. Innblástur línunnar segist Heidi fá frá börnunum sínum fjórum sem hafi gefið henni ímyndunarafl og hugmyndaflug. „Þau vita hvað þau vilja og einhvern veginn hef ég áttað mig á hvað hentar þeim best,“ segir Heidi í viðtali við tímaritið InStyle.

Þungunin loks viðurkennd

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen gat ekki lengur farið leynt með fréttirnar og viðurkenndi loks að hún væri ólétt að öðru barni sínu, eftir miklar vangaveltur fjölmiðla. Hin 32 ára gamla fyrirsæta mætti í viðtal hjá brasilísku sjónvarpstöðinni TV Globo fyrr í vikunni, þar sem hún sagðist vera komin fimm mánuði á leið og að það væri orðið ansi erfitt að reyna fela stækkandi bumbuna fyrir fjölmiðlum. Ekki ætlar hún sér að fá að vita kyn barnsins sem á að fæðast í byrjun næsta árs. Fyrir á hún tveggja ára soninn Benjamin með eiginmanninum og hafnarboltaleikmanninum Tom Brady.

Vorum að opna með fulla verslun af glæsilegri haustvöru!

www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141

Árekstur á tískuvikunni í New York

NÝJAR VÖRUR

Það verður hörð keppni milli fyrrum vinkvennanna, þeirra Katie Holmes og Victoriu Beckham, á tískuvikunni í New York þann 9. september. Tískusýning þeirra beggja á vorlínunni 2013 verður haldin þá, á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem Katie sýnir tískuhúsið sitt, Holmes & Yang, á tískuviku á meðan Victoria hefur mikla reynslu frá síðustu árum. Samkvæmt tískuvefsíðunni WWD veldur þessi árekstur miklum kvíða hjá Katie því hún hafði óskað sér að allur áhugi tískuáhugamanna myndi beinast að frumraun hennar.

KJÓLL

7990

Nýbýlavegi 32

Matur fyrir Peysa 6990

Þú getur valið um:

Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos

Peysa 5990


52

menning

Verkin fimm

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Norr ænir sviðslistadagar Lifandi leiklestur

Peter Asmussen: Enginn hittir engan. Danmörk Tuomas Timonen: Saga Megan. Finnland Bragi Ólafsson: Hænuungarnir. Ísland Arne Lygre: Ég hverf. Noregur Martina Montelius: Mira á leið hjá. Svíþjóð

Norræna leikskáldalestin fer í gang Mikið líf verður í leikhústuskunum í Reykjavík um helgina en þá verða Norrænir sviðslistadagar haldnir samhliða leiklistarhátíðinni Lókal og Reykjavik dance festival. Á þessa viðburði streymir listafólk og stjórn­ endur frá Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Norræna leikskáldalestin rúllar af stað um helgina en hún kemur í stað Norrænu leikskáldaverðlaunanna sem hafa til þessa verið veitt einu norrænu leikskáldi á tveggja ára fresti. Leikárið 2012 - 2013 munu fimm norræn leikskáld, eitt frá hverju landi, ferðast með leikskáldalestinni, með tilnefnt leikrit í farteskinu. Lestin fer af stað á Íslandi og Charlotte Böving leik­ stýrir leiklestri upp úr verkunum hér á landi. „Við verðum með sviðslestur með aðkomu fimmtán ís­

lenskra leikara sem koma á svið og lesa af blaði. Við erum búin að vinna í þessu í tvær vikur og erum kom­ in með dálítið skemmtilegar lausnir,“ segir Charlotte. „Þetta eru fimm vel skrifuð, spennandi en ólík verk og við ákváðum að fara þá leið að bjóða upp á hálftíma lestur úr hverju verki fyrir sig. Að þessum mikla lestri loknum stíga svo skáldin á svið, svara spurningum áheyrenda og ræða verkin. Þau verða öll lesin á ensku svo allir geti skilið.“ Lestin fer síðan um hin Norðurlöndin á leikárinu og leikarar í hverju landi um sig taka þau sínum tökum þar. Leiklestrarnir fara fram í Þjóðleikhúsinu, Kass­ anum á laugardaginn og sunnudaginn og hefjast klukkan 15 báða dagana. Aðgangur er ókeypis.

Leikkonan Charlotte Bövig leikstýrir íslensku útfærslunni á leiklestri fimm norrænna leikskálda.

 Friðgeir Einarsson Leikur heima í stofu á Lók al

Leit að rómantík í reglustrikuðu hverfi Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal hófst á miðvikudag og stendur yfir alla helgina. Fókusinn að þessu sinni er á sviðslist frá þremur borgum í Evrópu; Reykjavík, Dublin og Berlín. Við val á verkefnum á hátíðinni er horft til listafólks sem reynir á hefðbundin mörk sviðslista. Leikarinn Friðgeir Einarsson er einn þeirra sem treður upp á Lókal en hann býður áhorfendum á einleik sem hann flytur heima í stofu.

Friðgeir Einarsson setur sig í stellingar á þröngu leiksviðinu í stofunni heima.

HVAÐ ER Í MATINN? Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta

Svarið við spurningu dagsins

Það komast bara sárafáir að og þetta er bara svona eins og lítill fundur.

V

erkið sem ég ætla að flytja í stofunni heima hjá mér heitir Blokk. Þetta er einleikur fjallar um blokkahverfi við Háaleitisbraut,“ segir Friðgeir. „Ég bý þarna og er búinn að vera að rannsaka hverfið, svo að segja, í sumar og kynnt mér sögu þess og byggingu.“ Friðgeir flutti í Háaleitið fyrir nokkrum árum og segist því hafa sáralitla tengingu við hverfið. „Þetta er ekki mitt uppvaxtarhverfi og ég þekki fáa sem búa hér. Þannig að ég hef svona verið að leita að einhvers konar tengingu. Þetta er líka ekki hverfi sem fólk rómantíserar eins og til dæmis Vesturbæinn, Breiðholtið eða Vogana. Einhvern veginn er mjög sjaldan horft á Háaleitið í einhverju svona rómantísku ljósi og ég er einhvern veg­ inn að reyna að finna töfrana í þessu reglustrikaða hverfi.“ Friðgeir býður áhorfendum heim í stofu þar sem hann ætlar að „kynna fyrir þeim áform sem ég hef fyrir hverfið og hvernig megi auka verðmæti þess.“ Eins og gefur að skilja komast ekki margir áhorfendur á hverja sýningu. „Það komast bara sárafáir að og þetta er bara svona eins og lítill fundur.“ Og mörkin á milli leikarans og persónunnar sem hann túlkar eru óljós. „Í þessu blandast svolítið saman mín persóna og síðan kannski persóna verksins, þannig að munurinn er kannski ekki endilega alltaf ljós. Og ég átta mig ekki alltaf á muninum sjálfur. Síðan koma fleiri að þessu. Vinur minn verður sérstakur aðstoðarmaður minn og sambýliskonan mín kemur við sögu líka. Þetta er svona heimilisverkefni eða heimilisskemmt­ anaiðnaður. “ Friðgeir sýnir Blokk heima hjá sér á föstudag klukkan 21, á laugardaginn klukkan 15 og á sunnudag á sama tíma. Amy Comroy mætir einnig frá Dublin til leiks á Lókal. Hún er bæði höf­ undur og leikari í verkinu I <3 Alice <3 I sem fjallar um tvær fullorðnar konur sem koma út úr skápnum eftir að hafa búið hvor með annarri í 25 ár. Amy fékk Dublin Fringe Award verðlaunin 2010 fyrir verkið. Sýningin er í Hafnarhúsinu á föstudag klukkan 19 og á laugardaginn klukkan 17.

www.opera.is

Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is

FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is


Miðasalan er hafin Miðasala fyrir nýtt og spennandi tónleikaár er hafin á sinfonia.is og harpa.is. Kynntu þér fjölbreytta efnisskrá og tryggðu þér þitt sæti. Sala áskrifta og Regnbogakorta er enn í fullum gangi í miðasölu Hörpu.

Lifandi Tónlist

Bakhjarlar:

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


54

dægurmál

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Hátíð Gær an í þriðja sinn

 Björn Flóki Gerir heimildamyndina Dr ag Dad

Rokkað á Króknum Tónlistarhátíðin Gæran fer fram á Sauðárkróki um helgina. Tónleikar verða bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld í húsnæði Loðskinns, en verksmiðjunni hefur verið breytt í tónleikastað. 20 hljómsveitir koma fram á Gærunni í ár, jafn þekktar sveitir sem ungar og upprennandi. Markmið hátíðarinnar er einmitt að gefa ungum og upprennandi hljómsveitum tækifæri á að spila fyrir framan fullt af fólki í góðu hljóð-

kerfi og í bland við þekktari nöfn. Meðal þeirra sem koma fram eru Sverrir Bergmann og Munaðarleysingjarnir, Brother Grass, Eldar, Gildran, Eivör Pálsdóttir, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Nóra, Death by Toaster, Skytturnar, The Wicked Strangers, Dúkkulísurnar og Bee Bee and the Bluebirds. Miðasala fer fram á Miði.is og á Kaffi Krók á Sauðárkróki.

Strákarnir í hljómsveitinni Eldar troða upp á Gærunni um helgina.

Hann talaði oft um son sinn og hversu erfitt það væri að vera í burtu frá honum.

Björn Flóki leit ekki á sig sem heimildamyndagerðarmann fyrr en Drag Dad-verkefnið vatt upp á sig. Kvikmyndagerð snýst um að segja sögur og hreyfa við fólki og þá breytir engu hvort um er að ræða heimildarmyndir eða leiknar myndir,“ segir Björn sem stefnir að því að reyna fyrir sér á báðum sviðum til að byrja með.

Góður pabbi og dáð dragg-drottning James William Ross IV, sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum í draggi sem Tyra Sanchez, vinnur fyrir sér og sjö ára syni sínum með því að troða upp í kvenmannsgervi. Kvikmyndagerðarmaðurinn Björn Flóki ætlar að segja sögu þeirra feðga í heimildamyndinni Drag Dad. Björn Flóki er samkynhneigður og hefur ásamt manni sínum rekið sig á þá veggi sem mæta samkynhneigðum sem vilja ættleiða barn. Með myndinni vill hann ekki síst sýna fram á að fólk geti verið góðir foreldrar óháð kynhneigð og fleiri en karl og kona geti alið upp barn saman.

B 18. ÁGÚST – 1. SEPTEMBER

JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 24.ÁGÚST -

20:00 Harpa/Kaldalón THEO BLECKMAN OG HILMAR JENSSON Sigríður Thorlacius, Pétur Grétarsson, Shahzad Ismaily.

21:30 Kex Hostel // Gym og Tonic BRINK MAN SHIP - Borgarelektróník eins og hún gerist best

25.ÁGÚST -

11:30 Harpa/Kaldalón ÁRDEGISTÓNLEIKAR AGNARS MÁS MAGNÚSSONAR 20:00 Harpa/Silfurberg JACK MAGNET SExTETTINN/ GíTARSTEfNuMÓT PAuL BROwN OG fRIðRIK KARLSSON. Sérstakir gestir Móses Hightower.

26.ÁGÚST -

16:00 Iðnó TRISTANO PROJECT 20:00 Iðnó SIGuRðuR fLOSASON KvARTETT ÁSAMT NIKOLAJ HESS.

www.reykjavikjazz.is

A

J

Z

20 12

PORT hönnun

Z -

R E Y K J AV Í K

norrae na husid

jörn Flóki flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum til þess að ljúka mastersnámi í kvikmyndagerð og hefur búið í New York síðan. Hann útskrifaðist í maí og síðan þá hefur hann sökkt sér ofan í sögu föðurins og dragg-drottningarinnar James Ross. „Þetta var síðasta verkefnið mitt í skólanum og það hefur svo bara verið að vinda upp á sig og stækka. Þetta er mjög ánægjulegt allt saman og gaman að hafa eitthvað fyrir stafni svona strax eftir útskrift.“ Björn fjármagnaði Drag Dad með því að óska eftir frjálsum framlögum á vefnum kickstarter. com og undirtektirnar fóru fram úr björtustu vonum. „Takmarkið var 16.000 dollarar en við enduðum í 22.600 og héldum áfram að fá framlög eftir að söfnuninni lauk. Ég er hissa og himinlifandi og þetta eru miklu betri viðbrögð en ég átti von á.,“ segir Björn. Næsta skref er því að sækja James og son hans Jeremiah heim til Atlanta og taka upp efni. „Við erum að undirbúa tökur og förum til Atlanta í byrjun október. Við ætlum að vera þar í átta daga og metum svo, út frá því hversu mikið efni við framleiðum, hvort myndin verði stuttmynd eða í fullri lengd. Efnið og sagan munu ráða því.“ Björn uppgötvaði James, eða Tyru Sanchez, í raunveruleikaþættinum RuPaul´s Drag Race. „Ég hélt mikið upp á þennan þátt sem er ótrúlega fyndinn og skemmtilegur. Þarna kynntist maður litríkustu persónuleikum raunveruleikasjónvarpsins sem voru vissulega með mikla stæla en líka mjög einlægir. Mér fannst þessi náungi bara alltaf lang áhugaverðastur og mér fannst að það væri eitthvað meira á bak við hann en við fengum að sjá. Hann var svona „tíkin“ í þáttunum og var lagður í smá einelti af hinum kepp-

Jeremiah er sjö ára og elst upp hjá föður sínum sem lifir tvöföldu lífi og er einnig draggdrottningin Tyra Sanchez.

endunum. Hann var lang yngstur, tuttugu og eins árs og svolítið óþroskaður.“ Tyra upplýsti meðal annars í þáttunum að fæðing sonar hans hefði bjargað lífi hans. „Hann talaði oft um son sinn og hversu erfitt það væri að vera í burtu frá honum. Það tæki hann mjög sárt. Þetta vakti áhuga minn og mig langaði að vita meira um hann,“ segir Björn. Tyra/James sigraði í þættinum við mismikinn fögnuð. „Hann hefur eiginlega verið útskúfaður í dragg-heiminum síðan vegna þess að fólki fannst hann ekki eiga skilið að vinna. Vegna þess að það kunni ekki að meta persónuleikann. Mér fannst saga hans hins vegar svo áhugaverð að ég hafði bara samband við hann. Mig langar að kafa undir yfirborðið og fá að vita meira um líf hans og baráttu. Pabbi hans neitar til dæmis að horfast í augu við hvað hann gerir og neitar að styðja hann. Pabbi hans rak hann að heiman þegar hann var sautján ára þannig að þarna er tækifæri til að skoða tvöfalt feðgasamband. James og Jeremiah, annars vegar, og James og föður hans hins vegar.“

Þegar James var heimilislaus kom besta vinkona hans honum til bjargar. Þau urðu ástfangin og eignuðust Jeremiah saman. „Síðan fór hann að vinna fyrir sér og barninu á dragg-klúbbum, varð svona rosalega góður og sigraði stærstu dragg-keppni í heimi.“ Björn fagnar því ekki síst að fá tækifæri til þess að gera mynd um föður eins og James og vonast til þess að geta sýnt fram á að kynhlutverk ráði engu um hversu góðir foreldrar fólk geti orðið. Hann er sjálfur samkynhneigður og hefur, ásamt sambýlismanni sínum til níu ára, kannað möguleika á ættleiðingu og fengið að kynnast fordómum gegn samkynhneigðum í þeim málum. James vonast einnig til þess að Drag Dad muni opna augu fólks en í viðtali um verkefnið ytra sagðist hann gera sér vonir um að myndin muni auðvelda samkynhneigðum pörum að ættleiða. „Ég held að samkynhneigðir foreldrar séu alveg eins og allir aðrir foreldrar. Við elskum öll börn og öll þráum við að eignast börn.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


d l ö l l u G

r e l l i M n n e l eldBorG G 31. ágúst kl. 20:00

Galatónleikar Stórsveitar reykjavíkur Jazzhátíðar og Hörpu SérStakir GeStir:

Borgardætur r Þór Breiðfjörð kristjana Stefánsdóttir r Bjarni arason Söngkvartettinn nútímamenn Stjórnandi: Sigurður Flosason

miðasala á midi.is harpa.is og í Hörpu


56

dægurmál

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Í takt við tímann Sigurður Þór Ósk arsson leik ari

Tenerife-brúnkan hvarf á leiðinni heim Sigurður Þór Óskarsson er 24 ára nýútskrifaður leikari. Hann er kominn á samning í Borgarleikhúsinu og þreytir frumraun sína þar í Gulleyjunni í næsta mánuði. Sigurður er sjúkur í Apple-vörur og líður illa ef hann er ekki með úr á handleggnum. Staðalbúnaður

Ég er rosa „kasjúal“ í klæðaburði, ég er alltaf bara í gallabuxum og bol eða peysu. Ég kaupi mjög sjaldan föt hér heima en tek skorpur þegar ég fer til útlanda. Reyndar fór kærastan mín til Bandaríkjanna um daginn og endurnýjaði þá fataskápinn minn. Hún er hrikalega „fasjón“ og stíliserar mig ef með þarf. Annars er ég líka búinn að vera áskrifandi að GQ í tvö ár. Það er tímarit fyrir karlmenn sem vilja vera með puttann á púlsinum. Eitthvað verð ég að gera til að halda í við kærustuna, hún þarf ekkert að hafa fyrir þessu. Verst er að ég hef ekki efni á neinu af því sem er í GQ. Ég er mikill dellukarl þegar kemur að úrum og þoli eiginlega ekki að vera án úrs á handleggnum. Ég elska góðar eftirlíkingar en á líka nokkur alvöru.

Hugbúnaður

Ég drekk ekki kaffi svo ég fer sjaldan á kaffihús. Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég oftast á Næsta bar. Það er mjög hentugur staður því maður kemst alltaf fljótt inn úr kuldanum og þar er ró og næði – ekki þessi hávaði sem þetta unga fólk er að hlusta á. Á barnum panta ég mér bjór, oftast Tuborg Classic. Ég reyni að sjá flest af því sem er í gangi í leikhúsunum og er líka duglegur að fara í bíó. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn er Arrested Development en ég hef ekki fundið mér neinn þátt nýlega sem mig langar til að fylgjast með. Á sumrin stunda ég golf en ég hef reyndar verið voða latur við það þetta sumarið. Mér finnst gott að fara í sund – ekki til að synda samt því mér finnst það ógeðslega leiðinlegt. Það er voða kósí að fara bara í pottinn eða gufu.

Vélbúnaður

Ég er einn af þeim sem hef kolfallið fyrir Apple-vörunum. Ég á þrjár Apple-fartölvur heima, þrjá iPodda og er á mínum þriðja iPhone. Ætli ég verði ekki að stefna á þrjá iPadda í vetur til að fullkomna safnið. Ég á 959 vini og er virkur á Facebook. Ég er líka virkur á Instagram en hef ekki dottið inn í Twitter. Ég tvíta kannski á sex mánaða fresti en þegar ég fæ engin viðbrögð þá nenni ég þessu ekki. Mér finnst gaman að spila tölvuleiki en hef ekki mikinn tíma til þess. Mér finnst hins vegar mjög gaman að fara í Topp 25 í Apple Store og prófa alls konar leiki og öpp.

Aukabúnaður

Ég fer alltof mikið út að borða og eyði allt of miklum peningum í mat. Staðirnir sem ég fer oftast á eru Saffran, Vegamót og Búllan og Sushisamba og Tapasbarinn þegar maður gerir vel við sig. Það er því mjög gott að vera kominn á vinnustað með ljómandi góðu mötuneyti svo maður þurfi ekki alltaf að eyða morð fjár í hádegismat. Mér finnst reyndar gaman að elda og salsakjúlli er sérrétturinn minn. Ég er svo heppinn að ég bý í göngufæri við Borgarleikhúsið en annars ferðast ég um á 2000 módeli af Yaris. Mér finnst mjög gaman að ferðast, bæði hér heima með eldgamalt þríhyrningatjald sem ég á, og erlendis. Í sumar fór ég með kærustunni til Tenerife og tók stefnuna á að verða jafnbrúnn og Hersheys-súkkulaði. Það tókst en brúnkan hvarf einhvern veginn í flugvélinni á leið heim. Draumaáfangastaðurinn er Taíland. Kærastan mín fór í Asíureisu og hefur ekki talað um annað síðan.

Sigurður Þór nýtur leiðsagnar kærustu sinnar við val á fötum en sér um að elda á heimilinu í staðinn. Ljósmynd/Hari

 Plötudómar dr. gunna

HEILSA Í Fréttatímanum á föstudaginn fjöllum við um matarræði og hreyfingu í sérkafla um heilsu. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að koma skilaboðum þínum á framfæri við markhópinn. Áhugasamir hafið samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma: 531 3310 eða auglysingar@frettatiminn.is Fréttatíminn - Góða helgi!

HELGAR BLAÐ

Önnur Mósebók



30th Anniversary 1982 - 2012

Slowscope





Moses Hightower

The Heavy Experience

Allt gengur upp

Neðansjávarvaltari

Á annarri plötu Moses Hightower er listrænn poppþroski bandsins í blóma. Lögin tíu eru öll góð og sum algjörlega framúrskarandi. Hér er poppað og fönkað og menn taka áhættur í framvindu laga. Hin háa og silkimjúka söngrödd Steingríms minnir bæði á Curtis Mayfield og Sigurð Bjólu og þess vegna finnur maður stundum Curtis og Spilverks-keim í bland við smá dass af Radiohead. Blandan er þó alveg einstæð. Steingrímur og Andri, sem syngur líka, eiga frábæra spretti saman og sitt í hvoru lagi, hljóðfæraleikur er djúsí og pottþéttur, hversdagslegir textarnir fínir og barasta allt gengur upp í þrælskemmtilegri, léttri en stundum krefjandi poppplötu – bestu plötu ársins (til þessa).

Þetta er önnur útgáfa kvintettsins The Heavy Experience. Eins og sú fyrri (sem var 10” plata) kemur þessi bara á vinýl, hnausþykkri 180 gramma LP jómfrúarvínylblöndu. CD-diskur fylgir þó með. Meðlimirnir hafa látið til sín taka á öðrum vettvangi og spilað með í allskonar dæmum úr listrænu deildinni, en í Þungu tilrauninni setja þeir kúrsinn á þunglamalega instrúmental-tónlist, sem sækir í póstrokk og djass og hljómar oft eins og löturhægt brimbrettarokk – þ.e.a.s. ef brettakappar keyrðu um á völturum á hafsbotni. Gítarar spinna seigfljótandi eyrnaslím ofan á ákveðinn taktgrunn og oft brestur á með dreymnum saxófóni. Ansi glúrin og flott plata, þung en gefandi.

Bodies

67% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

Töff á krús kontról Bodies er hljómsveitin Utangarðsmenn án Bubba. Á þessari rafrænu safnútgáfu eru tíu lög, þau fjögur sem komu út á plötu 1982 og sex að auki, sem bandið tók upp í Tóntækni snemma árs 1980, skömmu eftir að Bubbi hafði klárað Ísbjarnarblús. Sum lögin breyttust stuttu síðar í Utangarðsmannalög svo þetta er merkilegt sagnfræðilegt efni. Gítar-bræðurnir Michael og Danny Pollock, með sitt andlega þel beint frá Ameríku, eru með hráan rokktöffaraskapinn á krús kontról og Magnús og Rúnar, riþmaparið góða frá Raufarhöfn, eru þéttir og öruggir. Hér eru glimrandi rokklög í Stones og Stooges fílingi og sum aðeins smituð af hljóðheimi snemm eitís-ins. Skemmtilegt eðalstöff!

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*


58

dægurmál

Helgin 24.-26. ágúst 2012

 Nám Sigríður Halldórsdóttir á leið í námsleyfi

Úr Landanum til Barcelona Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is

„Við höldum utan í byrjun september,“ segir Sigríður Halldórsdóttir, fréttakona í Landanum, en hún og maðurinn hennar, Jón Ragnar Ragnarsson, eru á leið til Barcelona í nám ásamt litlu tveggja ára dóttur þeirra, Urði Ásu (sem ætlar að „mastera katalónsku“ segir mamma hennar). Sigríður ætlar að taka masterinn í alþjóðasamskiptum en er ekki alveg horfin af sjónvarpsskjám landsmanna því námið er eitt ár og að því loknu snýr hún aftur á RÚV þar sem hún hefur starfað síðastliðin sjö ár sem skrifta, þula, fréttamaður á Austurlandi og auðvitað í Landanum, þaðan sem alþjóð þekkir hana.

En af hverju Barcolona? „Við fundum bæði nám við hæfi og ekki skemmir fyrir að Jón Ragnar er altalandi á spænsku eftir að hafa búið í Gvatemala,“ segir Sigríður en sjálf er hún með góðan grunn í spænskunni eftir að hafa búið í hálft ár í Perú en að auki hefur hún búið í Danmörku og Ítalíu svo komandi búflutningar valda henni engum sérstökum kvíða.

Didda og Sólveig á RIFF

RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn líflegasti og fjölsóttasti menningarviðburðurinn í borginni ár hvert. Hátíðin hefst í lok september og undirbúningurinn er kominn á fulla ferð. Stemningin á skrifstofu hátíðarinnar er vægast sagt alþjóðleg þessa dagana þar sem sjálfboðaliðar og starfsnemar frá einum sex löndum, samanlagt yfir tuttugu manns, vinna nú hörðum höndum að því að púsla hátíðinni saman. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár verður nýjasta mynd Sólveigar Anspach, Queen of Montreuil, en skáldið Didda og sonur hennar hafa fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni. Meðal annars í Hollywood Reporter. Þær vinkonur Didda og Sólveig hafa átt farsælt samstarf í kvikmyndum en Didda hefur áður leikið undir stjórn Sólveigar í Stormy Weather og Skrapp út.

Sigríður Halldórsdóttir fréttakona er flutt til Barcelona en lofar endurkomu á RÚV eftir ár.

 Ingibjörg Torfadóttir Fór í reykpásur með Jesús

Kynlífið aldrei betra eftir að ég fann Jesú

Leikarar með pókerfeis Leikarinn Gísli Örn Garðarsson og fleiri félagar hans úr Vesturporti hafa fyrir sið að hittast einu sinni á ári eða svo og slá upp litlu pókermóti ásamt öðrum vinum og kunningjum. Hópurinn ætlar að koma saman á föstudagskvöld og gera sér glaðan dag yfir spilum en Gísli Örn er sagður pókerspilari af guðs náð. Spennan við spilaborðin verður líklega rafmögnuð enda kann sviðslistafólk ýmislegt fyrir sér í andlitstjáningu og sjálfsagt verða þau all nokkur pókerfésin sem ekkert verður hægt að lesa úr.

Heilsuæði í Eyjum Berglind Sigmarsdóttir hefur slegið öðrum höfundum við í sölu það sem af er ári með bók sinni, Heilsuréttum fjölskyldunnar. Bókinni hefur verið sérstaklega vel tekið í Vestmannaeyjum, heimabæ höfundarins. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda bókarinnar hafa rétt tæplega 500 eintök selst í Eyjum sem verður að teljast nokkuð afrek því heimili í bænum eru um 1.100.

Segðu það með

Ingibjörg Torfadóttir komst í náið, persónulegt samband við Guð. Henni finnst hún meiri kynvera eftir þau kynni. Ljósmynd/Hari

Ingibjörg Torfadóttir er 29 ára gamall hjúkrunarfræðingur. Í bók sinni Ástarsamband við Guð segir hún frá því hvernig hún komst í náið og milliliðalaust samband við Jesús. Líf hennar breyttist til hins betra í framhaldinu. Hún sprakk út sem kynvera, er laus við þunglyndi og hefur öðlast innri ró.

Þegar Jesús birtist „Hver svo sem ástæðan var þá sá ég ekki framan í hann. En ég fann hversu sexí hann var. Það bylgjaðist um mig ótrúleg hamingja, ég hef aldrei fundið annað eins. Stundum hef ég óskað þess að deyja bara af því að mig langar að fara aftur á þennan stað. Æ, ég get varla útskýrt það. Það helltist yfir mig löngun til að vera í návist hans.“ (Ástarsamband við Guð. Bls. 91.)

I

ngibjörg segist ekki hafa verið í neinni sérstakri leit þegar hún fann Guð en kynni hennar af núverandi eiginmanni hennar fyrir nokkrum árum beindu henni á brautina til Jesú. „Ég held að það sé venjulega þannig að fólk sé ekkert endilega að leita þegar það finnur hann. Það er eins og hann biðli til manns og þá allt í einu smellur allt saman,“ segir Ingibjörg. „Hann kemur inn í líf manns þegar maður er tilbúinn. Það stendur meira að segja í Biblíunni að við elskum hann vegna þess að hann elskaði okkur fyrst. Hann sýnir okkur það og þá einhvern veginn förum við að elska hann.“ Lýsing Ingibjargar í bókinni á því þegar hún fann Jesú er nokkuð erótísk og hún segist ekki sjá neitt óeðlilegt við það. Síður en svo enda sé kynlífið Guðs gjöf. „Eftir að ég kynntist Jesú finnst mér kynlífið í fyrsta lagi hafa batnað og mér finnst ég einhvern veginn vera meiri kynvera. Þegar ég hef verið mikið í andanum og mikið að tala við Jesú þá er ég opnari fyrir kynlífi og í meira stuði til þess að stunda kynlíf,“ segir Ingibjörg og bætir við að kærleikurinn sé frá Guði kominn og að kynlíf sé hámark elskunnar. „Kynlífið er samt meira orðið þannig að ég vil gefa manninum mínum það að stunda kynlíf. Þetta er ekki bara einhver losti þótt hann sé svo sannarlega til staðar líka. Allir þurfa á kynlífi að halda og ég finn oft hvað sumt fólk er svelt. Kynlífið er gjöf sem Guð gaf okkur og fólk þarf rosalega mikið á því að halda. Ef við elskum fólk þá eigum við að sofa hjá því. Það er bara þannig. Hipparnir voru komnir áleiðis með að átta sig á vilja Guðs þegar þeir boðuðu frjálsar ástir. Ég ímynda mér himnaríki sem mjög skemmtilegan stað án þess að ég fari nánar út í það.“ Í bókinni lýsir Ingibjörg milliliða-

Kynlífið er gjöf sem Guð gaf okkur og fólk þarf rosalega mikið á því að halda.

lausu sambandi sínu við Jesú sem er svo náið að hún fór með honum í reykpásur áður en hann sagði henni að hætta að reykja. „Þetta er þannig. Jesús er mjög persónulegur og Guð er mjög persónulegur guð. Hann er ekki fjarlægur. Hann talar við mann hvort sem maður situr á klósettinu eða ekki. Maður er ekkert að loka klósetthurðinni á hann þegar hann talar. Þegar ég fór út að reykja var ég bara að hugsa og tala við hann. Þetta var eini tíminn sem ég hafði til að vera ein og fór að líta á hann sem reykfélaga minn. Þess vegna voru það viss vonbrigði þegar ég varð að hætta. En maður finnur alltaf tíma til að tala við hann ef mann langar. Maður fær eins mikið og maður vill.“ Ingibjörg segist hafa fengið góð viðbrögð við bókinni og fólk hafi tjáð sér að það hafi fundið lífsbjörg í henni. Aðspurð segist hún undir það búin að bókin verði umdeild en hún hafi ekki fengið neikvæð viðbrögð við erótískum þætti hennar. „Ég hef ekki ennþá verið sökuð um guðlast og vonandi verður það ekki.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Ingibjörg sat sjálf fyrir á kápumynd bókarinnar þar sem fyrirsætan mætti ekki og tíminn var að renna út. Líkamsmálverkið sem hún skartar er eftir manninn hennar, David Shea. Ástarsamband við Guð fæst í Eymundsson, Máli og Menningu og Bóksölu stúdenta.


1 2 - 1 6 5 5 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Vodafone segir takk og til hamingju Takk fyrir frábæra þátttöku í Instagram viðburði okkar á Menningarnótt. Nærri 1700 myndir voru birtar með #Menningarnótt og 440 tíst. Einn heppinn þátttakandi, @bragiw, hlýtur Samsung Galaxy SIII að launum. Takk fyrir okkur og til hamingju @bragiw.

Þín ánægja er okkar markmið


Hrósið...

HE LG A RB L A Ð

... fótboltamaðurinn Grétar Rafn Steinsson sem er óhræddur við nýjar áskoranir og ætlar nú að reyna fyrir sér hjá Kayserispor í Tyrklandi.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Vinsælar Fantasíur Bók Hildar Sverrisdóttur, Fantasíur, sem hefur að geyma 51 fantasíu sem íslenskar konur sendu inn, hefur vakið mikla athygli. Bóksalar hafa orðið varir við að viðskiptavinir gleyma sér yfir bókinni og misjafnt er hversu áberandi fólk er við þá iðju. Þannig lesa sumir óhræddir úti á miðju gólfi en aðrir finna sér næði til að kafa í fantasíurnar. Þá heyrist því fleygt að uppi hafi orðið fótur og fit á meðal barþjóna Ölstofunnar. Ein fantasían gerist nefnilega á barnum og spilar barþjónn stórt hlutverk í sögunni. Ekki hefur fengist úr skorið um hvaða barþjón ræðir en nær öruggt má telja að eigendurnir, Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, komi ekki til greina.

Sunna og Scott troða upp Trommuleikarinn Scott McLemore hefur slegið taktinn fyrir helstu djassleikara landsins undanfarin ár. Eftir það taldi hann að tími væri kominn til að stíga fram í sviðsljósið ásamt eiginkonunni, píanistanum Sunnu Gunnlaugs. Scott samdi tónlist fyrir kvintett sem skipaður er einvalaliði; Óskari Guðjóns, Andrési Þór, Róberti Þórhalls, auk Sunnu. Afraksturinn er kominn á disk og verða útgáfutónleikar í Norræna húsinu næsta þriðjudagskvöld, 28. ágúst, klukkan 19.30.

Rokk og rósir til sölu Eins og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku eru margir af þekktustu börum miðborgar Reykjavíkur nú til sölu, svo sem Prikið, Bakkus, Glaumbar og Gamli Gaukurinn. Nú er greinilegt að fleiri en eigendur þeirra vilja breyta til því tískuvöruveslunin Rokk og rósir á Laugavegi er komin á sölu hjá fasteignasölunni Híbýlum. Rokk og rósir selur bæði vintage-föt og ný föt auk skarts og hefur notið talsverðra vinsælda frá því hún var opnuð fyrir sjö árum. Uppsett verð er 8,5 milljónir króna.

T R Æ B Á FR

! Ð R E V

BOGAFÆTUR FYLGJA MEÐ

PLUS B12 JUBILÆUM Boxdýna Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2 í efra lagi. Innifalið í verði er 2 sm. þykk yfirdýna. Slitsterkt áklæði úr bómull/polyester. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri furu. Bogafætur fylgja með. Stærð: 120 x 200 sm.

DÝNA STÆRÐ: 120 X 200 SM.

49.950

Kári Steinn Karlsson Hlaupari og Ólympíufari

ALLT FYRIR SVEFNINN! K O M D UÐ U O G G E RÆ R FR Á B P! K AU

TILBOÐIN GILDA TIL 26.08

100% GÆÐABÓMULL

VERÐ FRÁ:

3.995

aVERY tEYgJULök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Fást í hvítu og kremuðu. Dýpt í öllum stærðum: 40 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 3.995 120 x 200 sm. 4.495 140 x 200 sm. 4.995 153 x 203 sm. 5.495 160 x 200 sm. 5.695 180 x 200 sm. 5.995 183 x 200 sm. 6.295 193 x 203 sm. 6.495 200 x 200 sm. 6.995

ÚTSALA

allt að 70 % afsláttur

90 x 200 sm. 140 x 200 sm.

4.995 6.995

PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

SÆNGUR VERÐ FRÁ:

1.000

www.rumfatalagerinn.is

PLUS t10 YfIRdýna Eggjabakkalöguð yfirdýna úr svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Þykkt: 5 sm.

90 X 200 SM.

4.995

24 ágúst 2012  
24 ágúst 2012  

frettatiminn, iceland, news

Advertisement