Page 1

mágkonurnar rakel garðarsdóttir og nína dögg Filippusdóttir undirbúa nú gerð leikinnar kvikmyndar um fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims. Viðtal 20

mufeed Shami, nýskipaður sendiherra palestínu á íslandi, vill halda áfram að styrkja tengslin milli landanna en ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur staðið með palestínu án þess að gæta nokkurra hagsmuna. 34 Viðtal

Fylgir Fréttatímanum í dag Fréttatímanum í dag fylgir sérblað um viðhald húsa. Þar má meðal annars lesa um endurnýjun rúmlega 100 ára húss.

helgarblað

Viðhald húsa Unnið í samvin nu við Húseigendafé lagið

Helgin 23.-25. maí

Tökum því alva

2014

rlega að eiga ald

argamalt hús

Björn Þór Sigbjörnsso n og Ástríður Þórðardótt ir búa í rúmlega aldargömlu Töluvert viðhald húsi við Grandaveg fylgir svo gömlu húsi í Vesturbæ Reykjavíkur og þau hafa verið trú uppruna þess. . Ljósmynd/Hari

Gólfdúkur

Eldhúsi› hjarta heimilisin

s

skynsamleg, smek kleg og

Svefnherbergi›

þægilegt andrúmslo

ft

FLOORING SYSTEMS

Forstofan

 bls. 8

hagkvæm lausn

23.—25. maí 2014 21. tölublað 5. árgangur einfaldara ver›ur

Heimilisdúkur, sígild lausn: -léttur í þrifum -au›veldu -fæst í 2, 3 ogr4í lögn -glæsilegt úrval m rúllum.

þa› ekki

Stofan

Ba›herbergi›

alltaf jafn heimilisleg

t

Sérverslun me› gólfdúk og teppi

hl‡tt og mjúkt undir

SÍ‹UMÚLA 14 •

108 REYKJAVÍK

fæti

• SÍMI 510 5510

ókeypis  viðtal Jóhannes helgi helgason hefur lengst af verið einn með langveikan son sinn

Haga lífi mínu í kringum líf hans

Nú hefst nýr kafli Sölvi tryggva kveður sjónvarpið. dægurmál 74

golfsumarið að hefjast jóhannes helgi helgason á langveikan son, helga thor, sem hefur frá fæðingu glímt við alvarlegan meltingarsjúkdóm. jóhannes segir þá feðga stundum mæta skilningsleysi því sjúkdómurinn sést ekki utan á helga. líf jóhannesar snýst að mestu leyti um son sinn og veikindin. allar stundir sem hann hefur aflögu utan vinnu fara í að sinna því sem þarf að sinna og svo hvílast og safna orku. hann segist haga lífi sínu í kringum líf sonar síns. eitt af því sem hefur reynst jóhannesi hvað best er aðstoð sem hann hefur fengið frá leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma.

síða 26

Bestu kylfingar landsins hefja keppni um helgina.

golF 32

VAIA BUXUR ÁÐUR 4990

NÚ 2990 Ljósmynd/Hari

einnig í Fréttatímanum í dag: SérkaFli um útiviSt og hlaup: Spennandi hlaup í Sumar – góð ráð til að ForðaSt álagSmeiðSli – Fjöllin Forréttindi

gera kvikmynd um Vigdísi Þakklátur Íslendingum

Kringlunni og Smáralind

Facebook.com/veromodaiceland Instagram @veromodaiceland

Nýjustu Golf bílarnir á morgun í HEKLU. www.volkswagen.is


2 

fréttir

Helgin 23.-25. maí 2014

Dýr ahalD algengast að flytja inn blenDinga og heimilisketti

Fleiri hundar og kettir fara en koma Fleiri hundar og kettir voru fluttir frá landinu á síðasta ári en voru fluttir inn. 167 hundar og 36 kettir, mest blendingshundar og heimiliskettir, voru fluttir til Íslands í fyrra en gefin voru út útflutningsvottorð fyrir 184 hunda og 57 ketti. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Matís fyrir árið 2013. Ekki hafa fleiri hundar verið fluttir til landsins síðan 2008 en í fyrra

komu 150 hundar til landsins. Auk þess var flutt inn sæði úr einum hundi. Að jafnaði eru um 30 kettir fluttir til landsins árlega en í fyrra voru þeir þó 4. Innfluttir hundar og kettir eru haldnir í sértækum einangrunarstöðvum í 4 vikur þar sem tekin eru sýni til skimunar á snýkjudýrum bæði við komu og fyrir brottför. - eh

Kettir

Hundar

 Heimilisköttur

25

 Blendingar

18

 Main Coon

4

 Labrador

12

 Russian Blue

2

 Chihuahua

10

 Abbysinian

1

 Dverg Schnauzer

7

 Bengal

1

 Pug

7

 Cornish Rex

1

 Franskur bolabítur

6

 Persneskur

1

 Þýskur fjárhundur

5

 Síams

1

 Golden retriever

3

 Enskur Cocker Spaniel 3  Stóri Dani

2

 lýðheilsa Unglingar á r afmagnsvespUm í stað reiðhjóla

Ekki mikil gleði meðal flugfreyja Samningar í kjaradeilum flugmanna hjá Icelandair og félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands náðust í gær, fimmtudag. Kjaradeila Flugfreyjufélags Íslands stendur enn yfir en í gær fundaði félagið með Samtökum atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara. Kjarasamningur sjúkraliða nær til félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR sem vinna hjá SFV, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samningurinn felur í sér tæplega 8% launahækkun og bætur á réttindamálum sjúkraliða. Launahækkunin felst annars vegar í 2,8% hækkun í samræmi við almennar launahækkanir og 4,8% hækkun í samræmi við jafnlaunaátak ríkisstjórnarinnar á heilbrigðisstofnunum. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir sátt ríkja um niðurstöðuna. Icelandair Group og

Félag íslenskra atvinnuflugmanna skrifuðu einnig undir samning í gær sem gildir til 30. september 2014. Samningurinn, sem er í takt við aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði á árinu, er nú farinn í kynningu hjá flugmönnum Icelandair og rafræna kosningu sem tekur sjö daga. Fram til loka samningstímans munu Icelandair Group og FÍA vinna sameiginlega að langtímasamningi. Flugfreyjur Icelandair hafa boðað til vinnustöðvunar þriðjudaginn 27. maí á milli klukkan 06 og 24 náist samningar ekki fyrir þann tíma. Þar að auki hafa þær

boðað til vinnustöðvunar dagana 27. maí, 6. júní og 12. júní. Allsherjarverkfall flugfreyja hefst svo 19. júní náist samningar ekki fyrir þann tíma. Hljóðið í flugfreyjum er þungt. „Ég veit ekki nákvæmlega hver þróun mála hefur verið á fundinum en ég veit að hljóðið er ekki gott,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, sem er stödd erlendis á flugráðstefnu. Hún segist ekki vera mjög bjartsýn á framhaldið. „Nei, það virðast vera sett lög á alla. Það virðist búið að taka réttinn af fólki til að láta semja fyrir sig. Það ríkir ekki mikil gleði meðal okkar eins og er.“ -hh

Ákærð fyrir manndráp af gáleysi og brot á hjúkrunarlögum Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur sem þar starfar eru ákærð fyrir manndráp af gáleysi, og hjúkrunarfræðingurinn ennfremur ákærður fyrir brot á hjúkrunarlögum. Þetta kemur fram í ákæruskjalinu sem hefur verið birt á vef ríkissaksóknara. Þar segir að á kvöldvakt haustið 2012 hafi hjúkrunarfræðingnum láðst að tæma loft úr kraga í barkarraufarrennu þegar hún tók karlkyns sjúkling úr öndunarvél og

setti talventil á rennuna, en ákærðu hafi verið vel kunnugt um mikilvægi þess. Í ákæruskjalinu segir að vegna þessarar vanrækslu gat sjúklingurinn aðeins andað að sér en ekki frá sér, fall varð á súrefnismettun og blóðþrýstingi, og maðurinn lést skömmu síðar. Ekkja mannsins fer fram á 7,5 milljónir í miskabætur en fram hefur komið í fjölmiðlum að hún vildi ekki að hjúkrunarfræðingurinn yrði ákærður. -eh

Þessi mynd er tekin fyrir utan íþróttamiðstöðina Ásgarð í Garðabæ á skólatíma í vikunni en víða við grunnskóla og íþróttahús má sjá fjölda vespa. Ljósmynd/Hari

Aka á rafmagnsvespu í íþróttatíma Gríðarleg aukning er á því að unglingar komi á rafmagnsvespu í skólann og nota vespuna jafnvel til að fara yfir í íþróttahúsið í íþróttatíma. Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður íþrótta- og heilsufræðifélags Íslands, segir að í sumum skólum virðist reiðhjólin vera að víkja fyrir vespunum og börnin fái því minni hreyfingu en áður. Hún reiknar með því að staðan verði rædd á endurmenntunardegi íþróttakennara í haust.

Þ

Reiðhjólin virðast vera að víkja fyrir reiðhjólunum hjá mörgum unglingum.

að hefur verið gríðarleg aukning á því að unglingar komi á vespum í skólann. Mér finnst þetta ekki jákvæð þróun,“ segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþrótta- og heilsufræðifélags íslands, áður Íþróttakennarafélags Íslands. Víða við grunnskóla og íþróttahús á skólatíma má sjá fjöldann allan af rafmagnsvespum og þannig er það líka við Hörðuvallaskóla í Kópavogi þar sem Guðrún Valgerður er íþróttakennari. „Þetta virðist hafa verið fermingargjöfin í ár. Það eru mjög margir krakkar hér í 8. bekk komnir á vespur,“ segir hún. Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að foreldrar skutli börnum sínum í skólann í stað þess að þau gangi eða hjóli sem leiðir til þess að þau hreyfa sig minna. Nú er í flestum skólum á hverju ári sérstakt átak sem miðar að því að hvetja börn og unglinga til að ganga í skólann, og annað átak til að hvetja þau til að hjóla í skólann. „Reiðhjólin virðast vera að víkja fyrir vespunum hjá mörgum unglingum. Ég held að foreldrar geri sér ekki grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á börnin því þau þurfa á hreyfingu að halda,“ segir Guðrún Valgerður sem telur að ef til vill hafi foreldrar í einhverjum tilvikum hugsað með sér að þeir spari sér tíma við skutl með því að gefa börnunum rafmagnsvespu. Hún segir göngu og aðra hreyfingu mikilvæga fyrir börn og unglinga, eins og alla og best væri ef allir gætu byrjað daginn á því að ganga í skólann því regluleg

hreyfing veitir þeim meiri andlegan og líkamlegan styrk til að takast á við verkefnin í skólanum. „Þannig koma þau hressari inn í daginn. Við íþróttakennarar höfum talað um þessa aukningu á vespum og velt því fyrir okkur hvort grípa þurfi til einhverra ráðstafana,“ segir hún en fjölmörg dæmi eru um að krakkarnir noti vespurnar ekki aðeins til að fara í og úr skóla heldur einnig til að fara á milli skólabyggingar og íþróttahúss eða sundlauga sem oft er nánast næsta hús við. Ég hef kennt við marga skóla og alltaf er gefinn tími í stundaskránni til að komast á milli húsa svo þau hafa nægan tíma til að ganga á milli,“ segir hún. Rafmagnsvespurnar flokkast í umferðinni sem reiðhjól, á þær þarf ekkert próf og það er ekkert aldurstakmark ef hámarkshraðinn er 25 km/klst en samkvæmt leiðbeinandi viðmiðum Samgöngustofu um vespurnar er ekki mælt með því að börn undir 13 ára aki þeim. Offita barna og unglinga er vaxandi vandamál á Íslandi sem og annars staðar og telur Guðrún Valgerður að rafmagnsvespurnar muni geta ýtt undir þann vanda frekar en hitt. „Ég reikna með því að við íþróttafræðingar tökum þetta mál upp á endurmenntunardeginum okkar í haust og skoðum hvort þörf sé á samstilltu átaki,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Fyrirtæki ársins 2014

Við óskum Johan Rönning , Miracle og Vinnufötum innilega til hamingju með að vera fyrirtæki ársins. Árlega stendur VR fyrir kjöri á fyrirtæki ársins. Niðurstöður stærstu vinnumarkaðskönnunar á Íslandi liggja fyrir.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS

Stór fyrirtæki 1. Johan Rönning 2. Securitas 3. S4S 4. Wise 5. Borgun 6. Betware á Íslandi 7. Nova 8. TM Software 9. 1912 10. Vistor

Millistór fyrirtæki 1. Miracle 2. Plain Vanilla 3. Basis 4. Sensa 5. Sjónlag 6. Libra 7. Hreyfill svf. 8. Margt smátt 9. Hvíta húsið 10. Iðan fræðslusetur

Lítil fyrirtæki 1. Vinnuföt 2. Spölur 3. Kemi 4. Sigurborg 5. Birtingahúsið 6. Microsoft Ísland 7. S. Guðjónsson 8. Vélfang 9. Beiersdorf 10. Altis


4

fréttir

Helgin 23.-25. maí 2014

veðUr

föstUdagUr

laUgardagUr

sUnnUdagUr

Sólin skín á norðlendinga þessa helgi lægð kemur úr suðvestri og verður að dóla undan landinu yfir helgin. Það þýðir að vog sv-lands verður skýjað og rigning með köflum. eins einhver væta á suðurlandi. Heldur dregið þó úr úrkomunni miðað við fyrri spár. Norðanog norðaustanlands verður bjartara í s-áttinni, en þó ekkert sérlega hlýtt. næturfrost aðfararnótt sunnudags líklegt. Rigning eystra á sunnudag og raunveruleg hlýindi líkleg eftir helgi! einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

10

6

10

8

11

9

7

9

Fer Að rignA V-lAnDS, léttSkýjAð nog A-lAnDS. HöFuðborgArSVæðið: ÞykknaR UPP og smá Rign. sÍðdegis.

4

8

8

9

7

7

10

VætA með köFlum S- og V-lAnDS, en þurrt nA-til.

VíðASt þurrt, en Fer Að rignA A-lAnDS.

HöFuðborgArSVæðið: Rigning annað veifið, einkUm fRaman af.

HöFuðborgArSVæðið: að mestU ÞURRt, en sólaRlÍtið.

 Umhverfismál mikið plastrUsl Í friðlandi hornstr anda

Fjallaskíðahátíð á Austurlandi sannkölluð veisla fyrir fjallaskíðafólk verður á Austurlandi um aðra helgi, fyrstu helgina í júní, sem jafnframt er sjómannadagshelgin. nægur snjór er á skíðasvæðinu í Oddsskarði og nágrenni og er stefnt á að ganga á helstu fjöll og renna sér niður. Keppt verður um hver verður fyrstur að ganga upp Goðatind (912m) og renna sér niður, svokallað „freeride„ mót verður í svartafjalli (1088m) og gengið verður á Hólafjall. fjallaskíðamennska er í miklum uppgangi hér á landi enda hægt að stunda sportið langt fram eftir vori eins og sannast á þessu festivali. -sda

Ísland í 8. sæti Ísland er í 8. sæti evrópulanda þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, samkvæmt árlegri úttekt á stöðunni sem kallast Regnbogapakkinn og var kynnt á ráðstefnu á möltu í liðinni viku. Úttektin er unnin af ilga europe, evrópusamtökum hinsegin fólks, og einkennist af vaxandi andstæðum. á meðan sum ríki unnu að jöfnum rétti til hjónabands og viðurkenningar á kynvitund á árinu 2013 mátti í öðrum sjá tilvist hinsegin fólks glæpavædda með lögum gegn „áróðri“ fyrir samkynhneigð. Bretar standa sig best en Rússar lakast. Ísland nær 64% árangri og deilir áttunda sæti á listanum með frökkum. landið þokast upp á við milli ára og ráða. - eh

Viðskiptablaðið 20 ára viðskiptablaðið er 20 ára um þessar mundir og fagnaði áfanganum með móttöku í iðnó í gær, fimmtudag. Stofnandi blaðsins og fyrsti ritstjóri er óli Björn Kárason en auk hans hafa átta ritstjórar stýrt blaðinu. núverandi ritstjóri er Bjarni ólafsson en útgefandi er Pétur árni Jónsson. Megináhersla er sem fyrr á viðskipti og efnahagsmál, auk þjóðmála. fiskifréttir, sérblað um sjávarútvegsmál, fylgir með í hverri viku. einnig fylgir sérblaðið Hestar og Hestamenn með blaðinu mánaðarlega. Í tilefni afmælisins gaf Viðskiptablaðið út veglegt afmælisrit þar sem farið er yfir viðburðaríkt tímabil viðskiptaog atvinnulífsins undanfarna tvo áratugi, góðæri og fall – og rætt við ýmsa sem við sögu komu. - jh

Ógleymanleg útskriftargjöf

PIPAR\TBWA • SÍA • 141418

Úr gulli kr. 16.900 Úr silfri kr. 7.900

Okkar hönnun og smíði Sími 5524910

Laugavegi 61

Hyggjast hreinsa Hornstrandir Plastrusl frá fiskibátum hefur safnast upp í fjörum í friðlandi Hornstranda og munu Ísafjarðarbær og Umhverfisstofnun nú ráðast í hreinsunarátak. Ruslið er orðið heimsfrægt eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu með myndum sínum af ruslinu.

Í Vandamálið er ekki umgengni á svæðinu, en hún er til mikillar fyrirmyndar.

Útskriftarstjarnan

www.jonogoskar.is

Úr Hlöðuvík á Hornströndum. Aðallega er um að ræða alls kyns plastrusl, svo sem net, netakúlur og brot úr fiskikörum og -bökkum sem annað hvort hafa fallið útbyrðis af fiskibátum eða verið fleygt frá borði.

Kringlan

Smáralind

safjarðarbær og Umhverfisstofnun standa fyrir hreinsunarátaki í Hlöðuvík og Kjaransvík í friðlandi Hornstranda laugardaginn 7. júní. Mikið hefur safnast fyrir af rusli á fjörum friðlandsins á undanförnum árum sem rekið hefur af hafi, að sögn Hálfdáns Bjarka Hálfdánarsonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar. „Vandamálið er ekki umgengni á svæðinu, en hún er til mikillar fyrirmyndar. Vandinn stafar af legu friðlandsins en af sömu ástæðu og þar er mikið af rekavið að finna er einnig mikið af rusli í fjörunum. Aðallega er um að ræða alls kyns plastrusl, svo sem net, netakúlur og brot úr fiskikörum og -bökkum sem annað hvort hafa fallið útbyrðis af fiskibátum eða verið fleygt frá borði,“ segir Hálfdán. Hann segir að þótt

ástandið sé slæmt í nokkrum víkum friðlandsins sé það ekki nándar nærri eins slæmt og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, áður en íslenski fiskiflotinn tók sig saman og hætti að henda rusli frá borði í átaki undir slagorðinu „Hreint haf – hagur Íslands“. Aðspurður segir Hálfdán að þó nokkur ár séu síðan Ísafjarðarbær réðst síðast í hreinsunarátak sem þetta en vonast hann til að það verði að árlegum viðburði héðan í frá. Óskað er eftir sjálfboðaliðum í ferðina en þegar hefur nokkur fjöldi skráð sig. Franski ljósmyndarinn Julien Joly vakti heimsathygli á ruslinu í fjörum Hornstranda eftir heimsókn sína þangað og hélt um það sýningu í Frakklandi nú í mars. „Ég hélt að staðir á borð við Hornstrandir hefðu fengið að vera í friði fyrir eyðandi hönd mannsins og plastmengun,“ sagði Joly í viðtali við fréttabréf Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu. „Það kom ekki síður illa við mig að sjá plast í maga fugla og sjávardýra.“ Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin telur að plastrusl drepi um það bil hundrað þúsund sjávarspendýr á ári um allan heim, auk milljóna fugla og fiska. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Sirkus Ísland s Hátíðartilboð Veitingar Vörukynningar

Skólahreysti

otta L n n i r u p ó h Leik Kvartmílubílar

Fornbílar

Karnival í Kauptúni um helgina

laugardag og sunnudag kl. 12 – 17 Sirkus Íslands 3 sýningar báða dagana (kl. 12:30, 15:00 og 16:30). Andlitsmálun, blöðru- og fjöllistamenn. Skólahreystivöllur – þar fá ungir sem aldnir að spreyta sig. Leikhópurinn Lotta - Hrói höttur – sýning báða dagana kl. 13:30. Fornbílaklúbburinn og Kvartmíluklúbburinn sýna glæsibifreiðar. Nýr draumastaður - Urriðaholt – kynning á íbúðasvæðinu Urriðaholti. Fjölbreyttar veitingar í boði hjá fyrirtækjum í Kauptúni.

ÍSLENSKA SIA.IS TOY 69030 05/14

Freistandi sértilboð og húllumhæ, uppákomur, leikir og vörukynningar hjá verslunum og fyrirtækjum í Kauptúni.

Komum öll í karnivalstuði í Kauptún um helgina!


6

fréttir

Helgin 23.-25. maí 2014

 r áðgjaFi auglýstu eFtir k arlManni og barst Fjöldi uMsókna

Karlmaður ráðinn til Stígamóta Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is

UN Women. Aldrei hafa fleiri leitað til Stígamóta en á síðasta ári og aldrei hefur hlutfall karlmanna sem þangað leita verið hærra, eða 18%. „Hjálmar kemur til með að starfa sem ráðgjafi en einnig sinna fræðslu út á við. Það er táknrænt að karlmaður sé kominn í þennan hóp með okkur því kynferðisofbeldi skiptir alla máli og því nauðsynlegt að bæði konur og karlar séu í forsvari fyrir

Hjálmar M. Sigmarsson, sem er að ljúka meistaranámi í kynjafræði á Spáni, hefur störf hjá Stígamótum þann 1. ágúst. Fjöldi umsókna barst Stígamótum eftir að sérstaklega var auglýst eftir karlmanni til starfa. Hjálmar hefur í mörg ár beitt sér í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, meðal annars með NEI hópnum sem er hópur karlmanna sem segja nei við nauðgunum, hann hefur starfað hjá Jafnréttisstofu og

HeilsuRÚM á DoRMAveRði

umræðu um það,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. „Nú verður sá möguleiki fyrir hendi að karlar og konur sem hingað leita geta valið hvort þeir tala við kvenkyns eða karlkyns ráðgjafa,“ segir hún. Hjá Stígamótum eru vonir bundnar við að karlmaður í fræðslustarfi nái jafnvel betur til ungra karlmanna. „Okkur þykir mjög ánægjulegt að fá Hjálmar til starfa,“ segir Þóra.

Hjálmar M. Sigmarsson hefur um árabil barist gegn kynbundnu ofbeldi, meðal annars með NEIhópnum.

 VelFerð Margir haFt saMband í kjölFar Fréttar uM Fátækt

KoMDu í DoRMA. við aðstoðum þig við að finna draumarúmið þitt!

Synir einstæðu móðurinnar sem Fréttatíminn ræddi við í síðust viku munu getað stundað íþróttir áfram auk þess að hafa fengið áskrift að Stöð 2 Sport.

NAtuRe’s e’s Rest heilsurúm

VeRðDæMi

120x200 cM DoRMAveRð

79.900

Dýna, botn og lappir

NAtuRe’s coMfoRt

Synirnir fá að njóta sportsins Fréttatíminn ræddi í síðustu viku við einstæða móður, sem er öryrki, í tengslum við fréttaskýringu um börn og fátækt á Íslandi. Fjöldi fólks hefur sett sig í samband við blaðið vegna viðtalsins, sem hreyfði við mörgum, með það í huga að veita einhverskonar aðstoð, almennt eða þessari tilteknu móður. Skuld móðurinnar við íþróttafélag drengjanna hefur verið greidd og synir hennar hafa fengið nýjan fatnað og skó.

F

heilsurúm

VeRðDæMi

160x200 cM DoRMAveRð

149.900 Dýna, botn og lappir

DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100

Fréttatíminn bendir þeim sem vilja leggja sitt af mörkum og aðstoða fátækt fólk að hafa samband við Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpina eða Hjálparstofnun kirkjunnar.

ram kom að móðirin, sem er einstæð og öryrki, hefur 60.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði og að sú upphæð sé langt frá því að duga henni og tveimur sonum hennar til framfærslu. Auk þess kom fram að hún hefur ekki efni á nýjum skóm eða fötum fyrir drengina sína, né á að greiða félagsgjöld íþróttafélagsins, en drengirnir eru báðir mjög virkir í íþróttafélaginu og sá yngri talinn mjög efnilegur. Á heimili fjölskyldunnar er ekki rúm fyrr neinn munað, en eitt af því sem drengina dreymir um, er að hafa líkt og flestir félagarnir, Stöð 2 sport, meðal annars til að fylgjast með HM í sumar. „Ég er með um 60.000 í ráðstöfunartekjur á mán-

uði. Það þarf verulega mikið að hugsa um forgangsröðun. Auðvitað vill maður allt fyrir börnin sín gera. Núna er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að leyfa þeim að fá Stöð 2 sport í sumar. Ég hef bara alltaf áhyggjur af morgundeginum. Sem betur fer get ég farið í Mæðrastyrksnefnd, í Hjálparstofnun kirkjunnar og til Fjölskylduhjálparinnar. Ég veit ekki hvað ég gerði án þeirra,“ segir móðirin.

Margir vilja hjálpa

Einn þeirra aðila sem setti sig í samband við Fréttatímann og vildi aðstoða móðurina með beinum fjárframlögum hefur nú þegar greitt skuldir hennar við íþróttafélagið og mun þar að auki greiða næstu önn fyrir báða

drengina. Þar að auki mun annar aðili bjóða drengjunum hennar upp á áskrift að Stöð 2 sport. Annar aðili mun aðstoða hana með mánaðarlegu fjárframlag í eitt ár og enn annar aðili hefur fært drengjunum hennar föt og skó. Þar fyrir utan hefur fjöldi fólks hringt til að spyrjast fyrir um hvert sé best að fara með föt og skó, eða hvernig sé hægt að styðja einstæðar mæður fjárhagslega. Fréttatíminn bendir þeim sem vilja leggja sitt af mörkum og aðstoða fátækt fólk að hafa samband við Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpina eða Hjálparstofnun kirkjunnar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is.


Svona sparar þú fyrir útborgun í íbúðarhúsnæði Landsbankinn býður sparnaðarleiðir sem hvetja til frekari eigna­ uppbyggingar samhliða skuldaúrræði stjórnvalda, sem gefur fólki kost á að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir húsnæði.

Skattfrelsi og mótframlag

Brúaðu bilið

Lykill að þinni fasteign

Með séreignarsparnaðarúrræðinu nýturðu mótframlags frá vinnu­ veitanda og greiðir engan skatt.

Ef þú greiðir líka í reglubundinn sparnað færist þú nær markinu og færð góð kjör.

Útborgun er mikilvægur grunnur að húsnæðiseign. Landsbankinn lánar svo allt að 85% af kaupverði.

85% íbúðalán

Kynntu þér málið á landsbankinn.is eða fáðu ráðgjöf í næsta útibúi.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Sæktu um fyrir 1. júlí.

Úrræði stjórnvalda gilda í þrjú ár frá og með 1. júlí nk. Til að tryggja að þau nýtist að fullu þarf að sækja um viðbótarlífeyrissparnað fyrir þann tíma.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


áltíð fyrir

8

fréttir

Helgin 23.-25. maí 2014

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir hættu á að fólk tapi tengslum við íslenskuna ef við, í tækniveröld framtíðarinnar, getum ekki talað móðurmálið okkar við tölvur og tæki. Mynd/Hari

Vinur við veginn

11 kg 2 kg

5 kg

10 kg

Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið

4

PIPAR\TBWA-SÍA

Einfalt, öruggt og þægilegt!

Smellugas

+

1 flaska af 2L

Tækifæri íslensku í heimi tækninnar

Einróma samþykkt Alþingis um að gera aðgerðaráætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni markar tímamót á þessu sviði. Prófessor í íslenskri málfræði segir tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að nýta talgervla og talgreiningu, til að mynda við símsvörun í þjónustuverum. Viðamesta máltækniráðstefna heims verður haldin í Hörpu í næstu viku og bindur Eiríkur vonir við að eftir hana blómstri hugmyndirnar hér á landi.

A

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Verð aðeins Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

1990,-

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Go án glútens

Það er mjög mikilvægt að flýta þessu ferli þannig að sjúkraskýrslur verði tilbúnar eins fljótt og hægt er.

lþingi samþykkti einróma fyrr í þessum mánuði þingsályktunartillögu um að gera aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir samþykktina mikilvægan áfanga á þeirri leið að gera íslensku gjaldgenga á þessu sviði. „Ég hef líkt þessu við hnattræna hlýnun. Það gerist ekkert stóralvarlegt á morgun eða á næsta ári, en þegar og ef það gerist verður orðið of seint að bregðast við,“ segir Eiríkur. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í framhaldinu nefnd sem skilar aðgerðaáætluninni eigi síðar en 1. september. Meðal þeirra sem sendu inn umsögn um tillöguna var Pétur H. Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar Landspítalans. Hann bendir á að læknar röntgendeildar geri hljóðupptökur af niðurstöðum rannsókna sem síðan eru skrifaðar upp af læknariturum, en um er að ræða um 120 þúsund rannsóknir árlega. Í nágrannalöndum okkar fer ritun sjúkraskýrslna oftast fram á sjálfvirkan hátt með aðstoð talgreiningar. „Það er mjög mikilvægt að flýta þessu ferli þannig að sjúkraskýrslur verði tilbúnar eins fljótt og hægt er eftir að greiningu er lokið. Þannig tryggjum við öryggi sjúklinga okkar,“ segir Pétur í umsögninni en hann telur líkur á að ef ekki komi til talgreining fyrir íslensku muni læknar einfaldlega skipta yfir í ensku.

Tölva sem svarar í símann

Íslensk talgreining er þegar til staðar fyrir Android-stýrikerfið en sú greining er í eigu Google. Það veltur því á íslenskum stjórnvöldum og íslenskum fyrirtækjum að þróa nýja talgreiningu. Eiríkur segir það hafa gengið treglega að opna augu stjórnvalda fyrir nauðsyn þessa en þingsályktunartillagan gefur til kynna að loksins sé boltinn að fara að rúlla. Þá hafa fyrirtæki ekki séð sér hag í að þróa máltæknibúnað fyrir jafn lítið málsvæði og það íslenska en Eiríkur bendir á að bankar og símafyrirtæki sem reka stór þjónustuver gætu sparað stórar upphæðir með því að nýta sér slíkt. „Víða erlendis svarar tölva þegar fólk hringir inn og ber fram fyrirspurn. Talgreinir greinir fyrirspurnina, tölvan leitar í gagnabanka að svari og talgervill gefur svarið. Ef tölvan getur ekki svarað fyrirspurnina eða greint hana er hún sent áfram til þjónustufulltrúa. En þó ekki sé hægt að láta tölvu svara nema 10-20% allra símtala er hægt að spara mikið

og stór hluti af símtölum til þjónustuvera eru einfaldar fyrirspurnir sem auðvelt væri að leysa á þennan hátt,“ segir Eiríkur.

Varðveisla tungumálsins

Önnur ástæða til að þróa þessa tækni er verndun og varðveisla íslenskunnar. „Tölvur og tölvustýrð tæki eru allt í kring um okkur. Ef við viljum halda í íslenskuna og geta notað hana í framtíðinni í tölvustýrðum heimi þá verðum við að gera hana gjaldgenga á þessum sviðum,“ segir hann og tekur dæmi af því að nýir bílar séu margir hverjir með tölvustýrt kerfi sem hægt er að tala við en þó ekki á íslensku. Þá bendir Eiríkur á að það sé hluti af almennum mannréttindum að geta notað móðurmál sitt alls staðar. „Þetta snýr ekki síst að þeim sem eru hreyfihamlaðir eða blindir og þurfa að nota tungumálið til að eiga samskipti við tölvur og tæki. Almenningur á heldur ekki að vera undir það settur að þurfa að nota erlend mál í samskiptum við heimilistækin okkar,“ segir hann. Og jafnvel þó við sættum okkur við að tala ensku við tækin okkar er ekki víst að þau skilji okkur því þau eru þróuð fyrir ákveðinn framburð og bendir Eiríkur í því sambandi á grínmyndband á netinu sem sýnir þetta glöggt, en þar eru tveir Skotar fastir í lyftu því lyftan skilur ekki skoska hreiminn þeirra þegar þeir segja henni að fara á elleftu hæð. Viðamesta máltækniráðstefna heims, LREC – Language Resources and Evaluation Conference, verður haldin í Hörpu dagana 26. til 31. maí og bindur Eiríkur vonir við að íslensk fyrirtæki fái þar innblástur og hugmyndir hvað varðar íslensku í stafrænni upplýsingatækni. Alls verða hátt á áttunda hundrað rannsóknir og verkefni kynnt á ráðstefnunni en meðal þess sem verður til umfjöllunar eru vélrænar þýðingar, smíði greiningarforrita og gerð talgreina og talgervla. Eiríkur segir það mikla viðurkenningu fyrir íslensku og íslenska máltækni að ráðstefnan sé haldin hér. Rannsókn sem Eiríkur vann að, meðal annarra, sýnir að íslenska stendur verr að vígi innan tölvu- og upplýsingatækninnar en flest önnur Evrópumál og segir hann því brýnt að grípa til aðgerða. „Ég er sannfærður að eftir þessa ráðstefnu eigi hugmyndirnar eftir að blómstra,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Opnað hefur verið fyrir umsóknir um höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána Umsóknir skulu vera rafrænar og berast í gegnum vefsíðuna leidretting.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014 og munu niðurstöður liggja fyrir í haust. Ekki hefur áhrif á meðferð og afgreiðslu umsókna hvenær á umsóknartímabilinu þær berast. Aðstoð við umsóknir er veitt í síma 442-1900 milli kl. 09:30 og 15:30 alla virka daga. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið adstod@leidretting.is.

Niðurstöður útreikninga munu liggja fyrir að umsóknartímabili loknu.

442 1900 adstod@leidretting.is

leidretting.is

Þjónustuver 9:30-15:30


10

fréttaskýring

Helgin 23.­25. maí 2014

Google notar persónuupplýsingar notenda í auglýsingum Google auglýsti nýlega nýja þjónustuskilmála notenda sinna sem leyfa fyrirtækinu að nota nafn þitt, prófílmynd og tengslanetið þitt í auglýsingum, og bætist þar með í hóp fleiri fyrirtækja eins og Facebook og Twitter. Notendur Google þurfa sjálfir að bregðast við ef þeir vilja ekki láta nota sínar persónupplýsingar. Ólafur Kr. Ólafsson, framkvæmdastjóri leitarvélabestunar hjá Nordice­ Marketing, segir þetta minna okkur á að ekkert er ókeypis.

G

oogle þjónustuna er hægt að nýta sér á mismunandi vegu. Til að leita að og deila upplýsingum, til að eiga samskipti við aðra eða til að búa til nýtt efni. Þar að auki er hægt að stofna Google reikning, en þá færðu auglýsingar og leitarniðurstöður sem eiga að henta þínum prófíl og gera þér kleift að tengjast öðrum notendum. Ef þú ert með Google reikning þá getur vel verið að andlitið á þér sé að auglýsa hótelið sem þú fórst síðast á eða veitingastaðinn sem þú mældir síðast með. Því samkvæmt nýjum þjónustuskilmálum fyrirtækisins leyfir Google sér að nota nafnið þitt, prófílmynd og upplýsingar úr reikningnum þínum, til að auglýsa vörur og þjónustu. „Við söfnum upplýsingum til að geta veitt öllum notendum okkar betri þjónustu, allt frá því að finna út grundvallaratriði, svo sem hvaða tungumál þú notar, til flóknari atriða, svo sem hvaða auglýsingar gætu gagnast þér eða hvaða fólk skiptir þig mestu,“ segir Google undir stillingum. Yfirlýst markmið Google er því ekki að græða peninga heldur að auðvelda okkur lífið og hjálpa okkur að sjá hverjir í tengslaneti veraldarvefsins skipti okkur í raun máli.

„Orðið á götunni“ verður „orðið á netinu“

Eitt algengt dæmi eru auglýsingar fyrir hótel og veitingastaði, en ef not-

Nú hefur Google bæst í hóp annarra samskiptafyrir­ tækja á netinu sem nýta sér pers­ ónuupplýsingar notenda sinna í auglýsingum. Mynd Getty

endur vafra um netið í leit að réttum stöðum geta þeir auðveldað sér lífið með því að sjá hverjir úr tengslanetinu mæla með hverju. Þannig getur tengslanetið þitt séð prófílnafnið þitt og mynd og efni á borð við umsagnir sem þú deilir eða auglýsingar sem þú setur +1 við, en +1 á Google reikningi hefur svipaðan tilgang og „like“- takkinn á Facebook. Google kallar þetta „meðmæli frá tengslanetinu“. Þetta er í raun bara ný útgáfa af því sem hefur alltaf virkað vel í markaðsmálum, orðið á götunni, sem hér hefur breyst í orðið á netinu. Að auglýsa í gegnum tengslanet á netinu virðist vera aðalmálið í dag en aðferðin er umdeild þar sem hún veltir upp spurningum um persónuvernd. Alls ekki allir vilja láta nota andlit sitt til að auglýsa, t.d franskan veitingastað hinum megin á hnettinum. Þar að auki gerir

Google þetta án leyfist frá notendum sínum, en notendur þurfa sjálfir að bregðast við í stillingum ef þeir vilja ekki láta nýta prófílinn sinn í auglýsingaskyni. Notandinn getur þó haft nokkra stjórn á notkun persónuupplýsinga í gegnum stillingar. Ef slökkt er á stillingunni birtast þínar upplýsingar ekki í auglýsingum, en stillingin á aðeins við um notkun í auglýsingum og breytir því ekki hvort þær birtist á öðrum stöðum eins og t.d. á Google Play.

Ekkert er ókeypis

Ólafur Kr. Ólafsson, framkvæmdastjóri leitarvélabestunar hjá NordiceMarketing, segir þetta minna okkur á það að ekkert fæst ókeypis. „Þeir eru í raun bara að líkja eftir því sem Facebook gerir með „like“-takkanum, að líka við ákveðna þjónustu veldur því að notandinn er notaður í

www.volkswagen.is

Alls ekki allir vilja láta nota andlit sitt til að auglýsa, t.d franskan veitingastað hinum megin á hnettinum.

auglýsingaskyni. Þetta hefur mælst frekar illa fyrir, bæði vegna þess að þetta þykir ekki frumlegt en líka vegna þessa að Google er að gefa sér að allir notendur séu reiðubúnir til að mæla sérstaklega með þeim vörum eða fyrirbærum sem um ræðir hverju sinni. Þetta minnir okkur auðvitað bara á það að þegar við þiggjum „ókeypis“ þjónustu þá hangir alltaf eitthvað á spýtunni. Við gefum okkur að notkun á leitarvél sé frí en hún er það ekki. Eigendur þessara fyrirtækja spá auðvitað í það hvernig þeir geti aukið hag sinn sem mest og mokað inn sem mestum peningum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Volkswagen up!

Aukabúnaður á mynd: Samlit handföng, sólþak, þokuljós, listar á hurðum, króm á speglum.

Meistari í sparsemi Samkvæmt könnun breska bílablaðsins Autoexpress er enginn bíll ódýrari í rekstri en Volkswagen up! Með Volkswagen up! hafa jafnframt verið sett ný viðmið í hönnun því hann er einstaklega nettur að utan en afar rúmgóður að innan.

Volkswagen Take up! kostar

Eyðsla frá 4

,1 l/100 km

1.990.000 kr. Komdu og reynsluaktu Volkswagen up!

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


16.900,-

SPARAðu

25% Af öllum hAndklæðum 22. - 26. mAí

Summer eldstæði Eldstæði. Ø 75 cm 16.900,-

frá

1.436,-

SPARAðu

20%

Smoke reyklituð glös Hvítvínsglas 40 cl. 1.995,- NÚ 1.596,Rauðvínsglas 60 cl. 2.295,- NÚ 1.836,Vatnsglas 30 cl. 1.795,-NÚ 1.436,-

Base handklæði Ýmsir litir. 40x60 cm 895,- NÚ 671,- 50x100 cm 1.795,- NÚ 1.346,- 70x130 cm 3.495,- NÚ 2.621,- 100x150 cm 4.995,- NÚ 3.746

SPARAðu

25% Af öllum Rúmfötum 22. - 26. mAí

Fjer rúmföt 140x200/60x63 cm Bómull. 6.995,- NÚ 5.246,-

14.995,-

Happiness rúmföt

Nature rúmföt

140x200/60x63 cm Bómull. 6.995,- NÚ 5.246,-

140x200/60x63 cm Bómull. 6.995,- NÚ 5.246,-

1.695,-

5.995,-

9.900,-

SPARAðu

10.000,-

Summer bali Svartur eða hvítur bali með texta. 1.695,-

Moss púði og ábreiða

Summer stóll

Ýmsir litir. Ábreiða. 130 x 170 cm 11.995,Púði. 50 x 50 cm 5.995,-

Staflanlegur garðstóll. 9.900,-

lagersala

595,-

40-80% afsláttur Bamboo gerviplanta Bambus tré 180 cm 24.995,- NÚ 14.995,-

sýningareintök, lítið gölluð húsgögn og smávara Aðeins þessa helgi 24. og 25. maí

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Tilboð í maí - Laxabeygla Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda. 995,- NÚ 595,-


12

stjórnmál

Helgin 23.-25. maí 2014

Popúlistar streyma á Evrópuþingið Kannanir sýna að popúlískir stjórnmálaflokkar af ýmsum toga – fasískir hægri öfgaflokkar, innflytjendaandstæðingar og lýðskrumarar sem ástunda múgæsingsstjórnmál – muni streyma á Evrópuþingið í kosningunum sem fara fram í ríkjunum 28 núna um helgina. Sumir gera því skóna að samsetning þingsins og eðli starfseminnar verði orðin allt önnur eftir helgina. Eiginleg umbylting verði. Fari sem horfir.

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði

P

opúlískir stjórnmálaflokkar hafa lítið verið rannsakaðar þó svo að þjóðernishyggja og virkni hennar hafi löngum verið fræðimönnum hugleikin. Af nógu er hins vegar að taka í þeim efnum og nýlega var ýtt úr vör stóru rannsóknarverkefni fræðimanna við 26 evrópska háskóla þar sem ég er á meðal þátttakenda. Verkefninu er ætlað að greina popúlísk stjórnmál, popúlíska stjórnmálabaráttu og áhrif þess á lýðræðið. Nú, í aðdraganda Evrópuþingskosninganna, er kannski ekki úr vegi að stikla á stóru í þeim efnum. Í aðra röndina má segja að uppgangur popúlískra flokka sé til marks um að hefðbundnum verkalýðs- og félagshyggjuflokkum hafi mistekist að höfða til alþýðunnar. Á meðan evrópskir sósíaldemókratar voru uppteknir við nýrri málaflokka á borð við umhverfisvernd, jafnrétti kynja, æðri menntun og framþróun faglegra lýðræðislegra ferla, náðu popúlískir flokkar í auknum mæli til verkafólks og tóku jafnvel yfir orðræðu stéttabaráttunnar.

Aukið óþol

Popúlískar stjórnmálahreyfingar sem hafna pólitík hefðbundnu flokkana hafa á undanförnum áratugum risið út um álfuna og eiga núorðið fulltrúa víða í sveitarstjórnum og á þjóðþingum. Á Evrópuþinginu eru fyrir þónokkrir svoleiðis fulltrúar en nú er gert ráð fyrir snaraukningu þeirra. Skýringa á þeim skyndilega uppgangi er einkum að leita í auknu óþoli í kjölfar gríðarlegs niðurskurðar í ríkisfjármálum Evrópuríkja í kjölfar fjármálakrísunnar sem valdið hefur fjölda fólks verulegum búsifjum. Þá andstöðu höfum við einnig séð í svaðalegum mótmælum út um alla suður Evrópu. Í kjölfarið glötuðu hefðbundnir stjórnmálaflokkar, Evrópsambandið (og þar með Evrópuþingið), trúverðugleika í augum fjölmargra kjósenda sem hafa snúið sér að stjórnmálamönnum sem boða andstöðu við elítuna (jafnvel þótt þeir tilheyri henni sjálfir), Evrópusambandið og útlendinga en þess í stað endurupphafningu hins þjóðlega og vernd gegn erlendum áhrifum, svo sem með aukinni framleiðsluvernd. Mesti áberandi eru flokkar á borð við Breska sjálfstæðisflokkinn (UKIP), Frönsku þjóðarframvarðarsveitina (Front National) og Frelsisflokk Geert Wilders í Hollandi (PVV).

UKIP, Breski sjálfstæðisflokkurinn, er einn mest áberandi þeirra popúlísku stjórnmálaflokka sem berjast um sæti á Evrópuþinginu. Flokkurinn hefur hlotið mikla gagnrýni í Bretlandi þar sem hann þykir ala á rasisma og þjóðernishyggju.

Djúpstæð þjóðernishyggja Andstaða við útlendinga og upphafning hins þjóðlega er að vísu ekkert nýtt í Evrópu eins og við þekkjum alltof vel úr sögunni. Lýðræðisþróunin og þjóðríkjavæðingin fylgdust að allt þar til að fasisminn fór að ryðja sér til rúms á fyrri hluta tuttugustu aldar og lýðræðið lét undan. Eftir sat áframhaldandi áhersla á þjóðríkið. Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heimstyrjöld að Evrópumenn fóru að gera upp við skefjalausa þjóðernishyggju sem leikið hafði álfuna svo grátt. Álfan var í rúst og fólkið í sárum. Við uppbygginguna vantaði vinnufúsar hendur sem sóttar voru til nálægra svæða, svo sem til

Tyrklands og Norður Afríku. Með stríðum straumi verkafólks urðu samfélög Evrópu fjölbreyttari. Hugmyndin um fjölmenningarlegt samfélag fór þá að skjóta rótum. Enda engin leið að horfa framhjá hörmungum skipulagðra þjóðernishreinsana fyrri ára. Upp úr 1970 fóru flest Evrópuríki að reka virka samlögunarstefnu. Stefnunni var ætlað að vernda minnihlutahópa og vinna gegn fordómum auk þess sem fjölbreytnin var álitin æskileg í sjálfu sér. En andstaðan við fjölmenningarstefnuna er einnig víðtæk og hefur aukist verulega í allra síðustu tíð og meðal annars birst í þessum uppgangi popúlískra stjórnmálaflokka.

Víðfeðm kirkja

Popúlismi er annars flókið hugtak og flokkarnir innan mengisins ólíkir um margt. Allt frá fasískum hægri öfgaflokkum á borð við Jobbik-hreyfinguna í Ungverjalandi, Árás í Búlgaríu og Gyllta dögun í Grikklandi þar sem raftar ríða á rasískri retórík yfir í Breska sjálfstæðisflokkinn sem nú segist hafna kynþátttahyggju. Og svo norrænu útgáfuna þar sem megin áhersla er lögð á að vernda velferðarkerfið fyrir ásókn útlendinga. Þótt þetta sé æði víðfeðm kirkja eiga popúlískir flokkar það sammerkt að fleyta öldu vinsælla dægurmála fremur en í prinsippfestu að leitast við að sannfæra fólk um ágæti eigin stefnu. Flokkar af þessu tagi eiga til að mynda í litlum vandræðum með ýmsar þversagnir – svo sem þá að boða bæði aukna velferð og minni skatta. Jafnan er leikið á tilfinningar fremur en að höfða til kaldrar skynsemi og heldur alið á ótta en að rekjanlegum rökum sé teflt fram. Svona flokkar spruttu fram í andstöðu við innflytjendur strax á áttunda áratugnum, svo sem Þjóðarframvarðarflokkur Jean Marie Le Pens í Frakklandi og Framfaraflokkur Mogens Glistrups í Danmörku. Á níunda áratugnum gerði Frelsisflokkur Jörg Haiders usla í Austurríki og Flæmska blokkinn reis í Belgíu undir lok aldarinnar. Á fyrsta áratug nýrrar aldar náðu

hægri öfgaflokkar sterkri stöðu víða í Austur-Evrópu, til að mynda Jobbik-fylkingin sem marserar um Ungverjaland í einkennisbúningi fasista. Í Þýskalandi hafa nýnasistar meira að segja látið á sér kræla og á Ítalíu hafa Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin einnig sterka stöðu. Þá náði Breski þjóðernisflokkurinn (BNP) sterkri stöðu um skeið þó svo að hófstilltari útgáfan í UKIP, undir forystu Nigel Farage, eigi nú um stundir fremur upp á pallborðið. Á Norðurlöndunum færðust Danski Þjóðarflokkurinn undir forystu Píu Kærsgaard og Norski framfaraflokkurinn á liðnum árum með lítilli fyrirhöfn af jaðrinum og inn á svið viðurkenndra almennra stjórnmála. Sem er til marks um hve hratt umræðan hefur fæst til, svo mjög að skilaboð sem fyrir fáum árum þóttu óboðleg í siðuðu samfélagi þykja gjaldgeng nú. Í seinni tíð hafa svo Sannir Finnar og Svíþjóðardemókratarnir líka látið til sín taka. Öfugt við marga hægri öfgaflokkana, sem finna má víða í Evrópu, leggja norrænu popúlistarnir áherslu á að vernda velferðarkerfið og svo má líka í flórunni finna vinstri popúlista eins og Syriza-flokkinn á Grikklandi. Nýr þýskur popúlistaflokkur sem nefnist Valkostur fyrir Þýskaland slær á enn aðra strengi, einkum peningalegrar þjóðernisstefnu.

Ný átakalína

Fari sem horfir verður samsetning Evrópuþingsins semsé æði frábrugðin því sem nú er. Á þinginu skipta menn sér í fylkingar eftir málefnum en ekki eftir þjóðerni. Stærstu þingflokkarnir eru félagshyggjuflokkurinn (PES) og hægri þjóðarflokkurinn (EPP) þar sem kristilegir demókratar eru fyrirferðarmestir. Fyrir skömmu fór pólski hægri flokkurinn undir forystu Kaczynski bræðra og breski Íhaldsflokkurinn úr EPP ásamt fleirum og stofnuðu nýja enn hægri sinnaðri flokkagrúppu þar sem meiri efasemdir eru um framþróun Evrópusamrunans. Á þinginu nú starfar einnig lítil popúlísk flokkagrúppa þar sem UKIP er kjölfestan og nefnist Evrópa frelsis og lýðræðis.


stjórnmál 13

Helgin 23.-25. maí 2014 Þv er sögnin

Í Evrópuþingkosningunum er kosið um 751 sæti samkvæmt kosningakerfi hvers ríkis fyrir sig. Stærstu ríkin kjósa fleiri fulltrúa en þau minni sem þó hafa hlutfallslega margfalt vægi á við þau stærri. Löndin fá hvert að lágmarki sex fulltrúa, til að mynda Malta, en stærsta ríkið, Þýskaland, kýs 96 Evrópuþingmenn. Fyrst var kosið til Evrópuþingsins árið 1976 en þá var það aðeins ráðgefandi og áhrif þess smávægileg.

ekki farið varhluta af popúlískum stjórnmálum þó svo að andstaða við múslímska innflytjendur hafi ekki gosið upp hér með álíka hætti og víða annars staðar – enda er hér enginn múslímskur minnihlutahópur til að leggjast gegn. En flestalla aðra meginþætti í stefnu slíkra flokka er hér að finna; svo sem að stilla sér upp með því vinsæla í stað þess að berjast af prinsippfestu fyrir eigin afstöðu, andstöðu við elítu, upphafningu hins þjóðlega, viðspyrnu við erlendum framleiðsluvörum og sverar tálmanir við straumi innflytjenda. Og svo framvegis.

Hingað til hafa meginátökin verið á milli hægi og vinstri eins og hefðbundið er á þingum – svo sem um fjárhagsmál og þess háttar – en fari sem horfir má ráðgera að meiri átök verði á milli popúlista annars vegar og hefðbundnu flokkana hins vegar sem væntanlega munu stilla saman strengi í auknum mæli þvert yfir miðjuna. Því er óvíst að aukinn fjöldi popúlískra þingmanna og aukinn fjöldi andstæðinga frekari Evrópusamruna muni ná miklu fram. Rannsóknir sýna enn fremur að samheldni popúlísku flokkanna er minni og óvíst að þeir muni ná saman. Vísir að slíkri misklíð og deilum hefur raunar nú þegar orðið. Í stað þess að æskja aðildar að þeim þingflokki Evrópuþingsins þar sem UKIP og fleiri popúlískra flokkar eru fyrir hafa þau Marine Le Penn í Frönsku þjóðarframvarðarsveitinni og Geert Wilders í hollenska Frelsislfokknum tekið höndum saman og heitið því að stofna ásamt fleirum nýjan flokkahóp á Evrópuþinginu sem á að nefnast Evrópskt bandalag um frelsi – til þess þarf að lágmarki 25 fulltrúa frá sjö löndum. Í aðdraganda kosninganna hefur Nigel Farage, leiðtogi UKIP, kappkostað við að skilja sig frá Marine Le Penn, Geert Wilders og þeim hinum sem hann sakar um kynþáttahyggju – nokkuð sem hann þverneitar að vera haldinn sjálfur þó svo að fjölmörg ummæli hans gefi það samt sem áður sterklega til kynna.

Áhrifin á Íslandi

Sumum kann kannski að þykja sem þessi umræða um popúlista á Evrópuþinginu komi okkur á Íslandi lítið við. En staðreyndin er samt sem áður sú að þróunin þar skiptir okkur sköpum. Evrópuþingið hefur nú mjög aukið vægi í Evrópulöggjöfinni en samkvæmt nýlegri norskri rannsókn verða þrír þriðju hlutar Evrópuréttarins að lögum á Íslandi í gegnum aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Því skiptir það okkur næstum því jafn miklu og fólk í öðrum Evrópuríkjum hverjir sitja á Evrópuþinginu. Við Íslendingar höfum heldur

Þversögnin nú er sú að eftir því sem völd og áhrif Evrópuþingsins hafa snaraukist – orðið eiginlegt löggjafarþing sem ákveður lagareglur ESB nokkurn veginn til jafns við Ráðherraráðið – hefur áhugi almennings á störfum þess minnkað. Allavega ef mið er tekið af kosningaþátttökunni sem fallið hefur úr 62 prósentum í upphafi niður í 43 prósent árið 2009. Og fellur líkast til enn neðar nú. Gangi kannanir eftir.

Laugardaginn 24. maí kl. 11-17 í Háskólanum í Reykjavík Um 90 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynna vörur og þjónustu en að auki verða margvíslegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Pollapönk tekur lagið kl. 15:30 Tækifæri í tækni - kynningar fyrirtækja kl. 12:20-15:00 Kubbað með Mindstorm Spilað með Spilavinum Fjögur vinningslið GameCreator kynna nýja tölvuleiki Mælingar á ástandi húðarinnar í boði EGF húðvara Prófaðu að hjóla með heimsins léttasta hjólagaffli frá Lauf Forks Hvernig verður rafmagn til? Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda Ekta eða „fake“? - Falsaðar vörur til sýnis Taktu þátt í nýsköpun á orðavegg Ský Sýnishorn úr íslenskum kvikmyndum 2014 og margt fleira skemmtilegt...

Sýnendur: 3Z

Actavis

Sanus

Atfelrisgreining

DataMarket

Dohop

Iceland

Giro

Creator

Íslandsstofa

Forks

Hafrannsóknarstofnun Kauphöllin

Lífdísill

Mentis Cura

Set

Mentor

Tulipop

Risk Medical Solutions Sigurást

Skema

Tölvumiðlun

Ský

VAKI

Carbon Recycling International

Einkaleyfastofa

Hraðfrystihúsið Gunnvör Kazy

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda Electric

Bláa Lónið

EcoTrophelia Iceland

Lipid Pharmaceuticals

Menn og mýs

Belgingur

Kerecis

Lífeind

Kine

SagaMedica

Spilavinir Valka

Verkís

Samey

Staðlaráð

Stiki

HR

Fjarðanet

Fjölblendir

Flygildi

Kúla

Stjörnu-Oddi Ýlfur

Corpus Geosilica

Iceland Geothermal

Kvikna

Marel

Oxymap

IGI/Game

Landsbankinn

Marorka

Mjólkursamsalan

ORF Líftækni

Samtök iðnaðarins

Videntifier Technologies

Cooori

Mannvit

Mint Solutions Oculis

Controlant

Hugdetta

Klak Innovit

MainManager

MindStorm

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

RóRó

Handpoint

Kjörís

Lumenox

Microsoft

ErkiTónlist

CCP

MTT

Matís

Lauf Meniga

Nox Medical

Pólar togbúnaður

ReMake

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Svinna-verkfræði Zymetech

Össur

Tóngreinir

Trackwell


14

viðhorf

Helgin 23.-25. maí 2014

Sala ríkiseigna og hagræðing

Veisluþjónusta að hætti Jóa Fel –allt fyrir útskriftina!

Fylltar SúkkulaðiSkálar

Brauðtertur

H

Þjóðarsátt um spítalaframkvæmdir

Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst. Svo sagði meðal annars í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar sagði jafnframt, í kafla um velferðarmál, að íslenskt heilbrigðiskerfi verði að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Fullyrða má að í samfélaginu sé sátt um það að bæta þurfi aðstöðu sjúklinga og starfsfólks á Landspítalanum – hvort heldur menn kalla þær aðgerðir nýjan spítala eða nýbyggingar að hluta eða endurnýjun eldra húsnæðis – auk nauðsynlegra Jónas Haraldsson tækjakaupa, að sjálfsögðu. jonas@frettatiminn.is Bættur aðbúnaður eykur öryggi sjúklinga og rekstur verður hagkvæmari. Starfsemi spítalans er nú á 17 stöðum víða á höfuðborgarsvæðinu, í um 100 húsum. Samstaða er einnig um málið á Alþingi. Hún kom fram við þinglok er samþykkt var þingsályktunartillaga um byggingu nýs Landspítala. Gert er ráð fyrir að byggt verði við núverandi húsnæði Landspítalans, auk endurbóta. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Kristján L. Möller alþingismaður og var hún samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra þingmanna, 56 að tölu, en 7 voru fjarverandi. Línurnar hafa því verið lagðar, sem er vel. Vilji Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, hefur komið fram um það að framkvæmdum við endurnýjun Landspítalans verði lokið árið 2020. Forstjórinn segir að húsnæði Landspítalans í Fossvogi verði notað áfram, til dæmis sem legudeild. Bráðamóttaka og gjörgæsla verði hins vegar öll á einum stað, við Hringbraut. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að sá tímapunktur sem forstjórinn nefnir sé eins raunhæfur og hver annar en tekur það fram að hann hafi hvorki sett sér mörk á upphaf framkvæmda né lokapunkt. Framkvæmdir við verkið ráðist af því hvernig það verði fjármagnað. Ráðherrann segir að selja verði eignir ríkisins til þess að fjármagna þessa endurnýjun Landspítalans. Lántökur séu vart inni

í myndinni vegna mikillar skuldsetningar ríkissjóðs og þungra vaxtagreiðslna af þeim sökum. Kristján L. Möller fagnar einróma samþykkt þingsályktunartillögunnar. Með henni hafi orðið allsherjarsátt – þjóðarsátt – um að taka á brýnasta hagsmunamáli Íslendinga í heilbrigðisþjónustu. Í tillögunni segir að stærsta hindrunin í vegi framkvæmdanna sé að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun þeirra. Þar eru þrjár leiðir nefndar. Í fyrsta lagi að fara hefðbundna leið fjármögnunar ríkisframkvæmda. Sú leið væri tiltölulega einföld en hefði fyrirsjáanlega í niðurskurð í för með sér á öðrum sviðum ríkisrekstrar. Í öðru lagi gæti spítalinn eða ríkissjóður fjármagnað framkvæmdirnar með lántöku og í þriðja lagi væri hægt að fjármagna þær með sérstakri tekjuöflun, til dæmis því að tiltekinn hluti andvirðis af framtíðarsölu ríkiseigna rynni til þeirra. Kristján þingmaður hefur sagt, eftir samþykkt ályktunarinnar, að hann sjái fyrir sér blandaða leið. Sala ríkiseigna greiði hluta kostnaðar og þar lítur hann meðal annars til sölu banka – og „hinn hlutinn verði tekinn að láni hjá „sneisafullum lífeyrissjóðum“.“ Fulltrúar lífeyrissjóðanna undirrituðu raunar viljayfirlýsingu árið 2009, ásamt þáverandi ríkisstjórn, um að hefja samstarf við undirbúning að fjármögnun og framkvæmdum við nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Rétt er að stefna að sölu ríkiseigna í þessu skyni en hvað á að selja, hversu hratt það gengur fyrir sig og hversu auðvelt það verður er óljóst. Heilbrigðisráðherra segir, vegna orða Kristjáns L. Möller um bankasölu, að vel kunni að vera „að það skapist hér aðstæður til að gera einhvern pening úr því.“ Skuldastaða ríkissjóðs er þannig að frekari skuldsetning hans er lítt fýsileg. Því er ekki annað að sjá en hagræða verði annars staðar í ríkisrekstrinum, til viðbótar við það sem mögulegt er að ná með eignasölu, svo áætlun um nýjan og endurbættan Landspítala nái fram að ganga. Forgangsröðun ríkisfjármuna verður að taka mið af þeirri þörf sem er á endurbótum á húsakosti og aðstöðu Landspítalans – og þeirri samstöðu sem er meðal þings og þjóðar um framgang málsins.

 Vik an sem Var

tertur

Snittur

sími: 588 8998

Þetta verður að stöðva Þetta er svona alþjóðleg keðja yfir staði sem gera út á fáklæddar konur. Það er ekki í samræmi við okkar siði að „gúddera“ slíkt. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, um skemmtistaðinn Shooters – Coyote Club sem brátt verður opnaður í Austurstræti Og þrjú ár í kosningar Eftir fer tugt þarf maður að berjast fyrir hverjum 100 grömmum. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður greindi frá því á Smartlandi Mörtu Maríu að hann hafi grennst um 5-7 kíló að undanförnu.

Eigi skal höggva Þetta eru orðin hjaðningavíg ef þetta heldur svona áfram. Framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko í símtali við vörustjóra timburdeildar hjá Húsasmiðjunni þar sem þeir stilltu saman strengi sína til að halda verði á markaði uppi. Já, þetta er gleðidagur Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu. Vonir standa til þess að flest það öfluga starfsfólk sem hefur unnið að þessu verkefni bjóðist áframhaldandi starf við fjölmiðla, og skiptir það höfuðmáli. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Sigmar Vilhjálmsson virtist hæstánægður með að samkeppnisaðilinn, 365, tók yfir rekstur sjónvarpsstöða Konunglega kvikmyndafélagsins, skömmu eftir að þær fóru í loftið.

Allir upp úr Ég fór alltaf ein í sund og fór að spjalla við gamla fólkið því mér fannst svo gaman að heyra frá lífinu þeirra. Og ég spjallaði við þau alveg heillengi kannski klukkutíma. Og svo þegar þau spurðu mig hvað ég héti þá sagði ég Biljana Boloban. Og þá hættu þau bara að tala við mig og reyndu að fjarlægast mig eins og þau gátu. Íslensk kona af serbneskum uppruna kveðst mæta fordómum vegna nafns síns. En þeir eru svo góðir „Ég vil nú ekki halda því fram að prestar séu að svindla á kerfinu. Vonandi er það bara þannig að þeir gefa þetta allt upp til skatts, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Ég get ekki ímyndað mér annað. Agnes M. Sigurðardóttir biskup um presta sem nýta sér hlunnindi kirkjujarða.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


15.–24. maí 2014

ALLRA SÍÐUSTU FORVÖÐ! MISSTU EKKI AF ÞESSU FRÁBÆRA TÆKIFÆRI AÐ VERSLA GÆÐI Á GÓÐU VERÐI

AEG TILBOÐSDAGAR Um 800 AEG tæki í eldhús og þvottahús Íslendinga. Tilboð á AEG þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum – á völdum módelum. Úrval AEG kæliskápa og frystiskápa – lítið við og skoðið. AEG smá raftæki og AEG ryksugur – 25% afsláttur. Sölumenn okkar eru í samningsstuði. Þið komið og ræðið við sölufólkið okkar, sem er í góðu skapi eins og alltaf, og sérstaklega fúst til að láta þig njóta besta verðs, bestu greiðsluskilmála, jafnvel vaxtalaust. Þú færð nútíma AEG tæki og hagnast á samningsstuðinu.

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

SR · BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333

K V I K A

Opið virka daga kl.10-18 og laugardaga kl.11-15


SUMAR F

ERU BETRI E


SU N MA ÁN RF AR ER Á DI R. IS

FERÐIR

EN AÐRAR!

ALMERÍA Verð frá 99.900 kr. m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með tveimur svefnherbergjum á Pierre Vacances. Ferðatími: 24. júní - 1. júlí

Verð frá 119.800 kr.

á mann m.v. tvo fullorðna

TENERIFE Verð frá 115.500 kr. m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með einu svefnherbergi og morgunverði á Hobima Jardin Caleta. Ferðatími: 2. - 9. júlí

Verð frá 126.200 kr.

MARMARIS Verð frá 102.900 kr. m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með einu svefnherbergi á Alenz Suite. Ferðatími: 29. maí - 12. júní

Verð frá 99.800 kr.

á mann m.v. tvo fullorðna

á mann m.v. tvo fullorðna

COSTA DORADA Verð frá 152.700 kr. m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli

BENIDORM Verð frá 93.700 kr. m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með hálfu fæði á Regina Gran. Ferðatími: 18. - 30. júní

Verð frá 178.900 kr.

með einu svefnherbergi á Don Jorge Apartments. Ferðatími: 15. - 23. júlí

Verð frá 116.200 kr.

á mann m.v. tvo fullorðna

á mann m.v. tvo fullorðna

ALICANTE BORG Verð frá 116.400 kr. m.v. tvo fullorðna og tvö börn í herbergi

ALBÍR Verð frá 108.200 kr. m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli

með morgunverði á Melia Alicante Hotel. Ferðatími: 28.júní - 3. júlí

Verð frá 130.400 kr.

á mann m.v. tvo fullorðna

með einu svefnherbergi á Albir Playa. Ferðatími: 24. júní - 2. júlí

Verð frá 123.800 kr.

á mann m.v. tvo fullorðna

Hlíðasmári 19, 201 Kópavogur | Sími 514 1400 | sumarferdir.is


18

viðtal

Helgin 23.-25. maí 2014

Fyrirgefning er nauðsynleg Fyrir 11 árum fékk Björn Ófeigsson hjartaáfall, þá 37 ára gamall. Röð atvika og mistök starfsfólks Landspítalans leiddu til þess að óbætanlegur skaði varð á hjartavöðvanum. Við tóku málaferli við spítalann sem tóku tæp níu ár en enduðu með sigri Björns sem í dag er 75% öryrki. Þegar málaferlunum lauk var aðeins eitt eftir ógert til að ljúka málinu, að fyrirgefa mistökin.

D

aginn örlagaríka fór Björn upp á bráðamóttöku á Landspítalanum í Fossvogi þaðan sem hann var sendur með sjúkrabíl á Hjartagáttina, á Landspítalanum við Hringbraut. Röð atvika varð til þess að rétt greining dróst í 6 tíma en þá voru skemmdirnar á hjartavöðvanum orðnar óafturkræfar. Afleiðingarnar eru alvarleg hjartabilun og 75% örorka. Í kjölfar þessa óskaði Björn eftir því að spítalinn viðurkenndi bótaskyldu en því var hafnað af hálfu spítalans. Björn ákvað þá að fara í mál við spítalann sem tók tæp 9 ár. Á meðan málaferlunum stóð flutti Björn til Danmerkur þar sem hann treysti ekki íslenska heilbrigðiskerfinu. Björn hafði að lokum sigur í málaferlunum sem lauk árið 2011. Niðurstaðan var ótvíræð, greiningin var röng, meðferðin sem Björn fékk hjá Hjartagátt var röng og eftirliti með Birni var stórlega ábótavant. Dómurinn var afdráttarlaus að öllu leyti

Björn Ófeigsson er 75% öryrki eftir að hafa lent í læknamistökum. Eftir að hafa unnið mál gegn Landspítalanum og náð sáttum eru hann og læknirinn sammála um að þegar svona gerist þá eru fórnarlömbin tvö, sjúklingurinn og læknirinn.

og ákvað ríkislögmaður fyrir hönd LSH að una dómnum. Í seinni hluta dómsins voru ákvarðaðar bætur sem voru 23 milljónir.

Gátu ekki barist lengur

„Ég var feginn þegar málinu lauk en þó ekki alveg sáttur við bæturnar. 23 milljónir hafa ekki mikið vægi þegar maður hefur barist í 10 ár. Þær þýða í raun að ég fæ 65.000 kónur á mánuði til 67 ára aldurs. En þegar þessi bótafjárhæð lá fyrir þá vorum það við hjónin sem óskuðum eftir því við ríkislögmann að láta staðar numið því við vorum búin að fá nóg. Við gátum ekki haldið þessu áfram. Enda snerist þetta ekki bara um peninga heldur um réttlæti,“ segir Björn. Hann segir það hafa tekið langan tíma að ná áttum eftir að þessu erfiða ferli lauk. „Þegar þetta var allt búið þá stóðum við hjónin úti á miðjum vígvelli, blóðug upp að öxlum með brugðin sverð og engan til að berjast við. Það var erfitt tímabil og það tók okkur

langan tíma bara að ná andanum og hugsa í hvað kraftarnir ættu að fara næst.“ Hjónin settu hluta af sínum kröftum í að setja á fót heimasíðuna „Hjartalíf“ til að miðla upplýsingum til almennings um hjartatengd málefni. „Það er gaman að geta gert eitthvað, ég er hjartabilaður og fatlaður eftir þetta en það er gott að geta lagt eitthvað af mörkum.“

Reiðin verður drifkrafturinn

HUGSAÐU UM HEILSUNA 37 TE GU NDIR V ÍTA MÍN A O G FÆÐUB ÓTA RE FN A

Í yfir tuttugu og fimm ár, var einn miði, nú kynnum við hann, með nýju sniði.

Heilsa ehf Bæjarflöt 1, 112 Rvk www.gulimidinn.is

Björn var tiltölulega sáttur við málalok en náði þó ekki sáttum við kerfið sem hafði brugðist honum og var oft hugsað til læknisins sem hafði gert mistökin. „Reiðin er svo mikill drifkraftur og í raun krafturinn sem kemur manni í gegnum svona mál. Þegar maður sest niður og allt er búið þá fer maður að velta fyrir sér fyrirgefningunni og vægi hennar. Er það í mínum verkahring að fyrirgefa? Er það nauðsynlegt? Eftir því sem ég hugsaði meira um þetta þá vissi ég að málinu væri ekki lokið fyrr en ég gæti fyrirgefið,“ segir Björn. Ári eftir að málaferlunum lauk barst Birni tölvupóstur frá lækn-

inum. „Mér hafði alltaf líkað vel við persónu læknisins. Ég hafði stundum hitt hann á spítalanum eftir atvikið og við talað saman á kurteisum nótum en aldrei neitt um þetta. Allt sem hafði komið frá spítalanum í gegnum málaferlin fannst mér ekki samræmast þeim hugmyndum sem ég hafði um hann sem manneskju. En það kom mér samt mjög á óvart að fá þennan tölvupóst frá honum. Hann sagðist vilja hitta mig og þá fóru vangavelturnar um fyrirgefninguna aftur að láta á sér kræla.“ Eftir miklar vangaveltur ákvað Björn að hitta lækninn þegar hann flytti til Íslands nokkrum mánuðum síðar. „Þegar við hittumst þá fyrirgaf ég honum og ég fann ég það að ég gerði það af heilu hjarta og hversu gott það var. Við töluðum þarna saman um allt ferlið og ég fékk þarna í fyrsta sinn að heyra hans hlið og allt byrjaði að smella saman, ég fór að skilja allt betur. Það hlýtur að vera ótrúlega erfitt fyrir starfsmann að lenda í þessu og mér fannst hann hafa sýnt mikið hugrekki með því að


viðtal 19

Helgin 23.-25. maí 2014

Framfarir í öryggismálum Landspítalans „Þegar eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðiskerfinu þá verður það áberandi því vinnan í heilbrigðiskerfinu er svo mikilvæg. Við gerum mistök eins og aðrir, en í okkar umhverfi er gríðarlega brýnt að skapa svigrúm til þess að læra strax af mistökunum. Við erum samt ekki hrifin af því að tala um mistök, við tölum um frávik og atvik. Það er ekki bara einn læknir sem ber ábyrgð því það koma alltaf mjög margir að svona máli. Þetta er miklu breiðara mál en læknamistök,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Það komu fram mikilvægar skýrslur um öryggismál á árunum 1999-2000 sem

mörkuðu ákveðin tímamót og voru mikið í umræðunni á sínum tíma. Þessar skýrslur sögðu bara hreint út að spítalar, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum, væru ekki jafn öruggir og áður var talið. Það batnaði margt í kjölfarið en breytingarnar náðu ekki nógu hratt til Íslands,“ segir Ólafur en frá árinu 2008 hefur það verið skýr og yfirlýst stefna Landspítala að setja öryggi sjúklinga í forgang, „enda var mikilvægt að setja þau mál enn skýrar á dagskrá á þeim tíma þegar fjárveitingar til spítalans hrundu.“ Hann segir aðferðina sem notuð hefur verið, vera alþjóðlega og hvetja til eins opinna samskipta um öll frávik í meðferð, og unnt er. Starfsmenn eru nú hvattir til að

tilkynna atvik og frávik í meðferð í sérstakt skráningarkerfi sem stjórnendur vinna síðan úr. Úrvinnslunni er ætlað að tryggja umbætur en fjölmörg umbótarverkefni eru í gangi á Landspítalanum sem miða að því að auka öryggi. „Aðalatriðið hér er menning,“ segir Ólafur. „Menning sem reynir alltaf að fyrirbyggja, sjá fyrir og koma í veg fyrir að sjúklingar verði fyrir skaða. Menning sem einkennist af heiðarleika og stöðugum umbótum. Menning sem leyfir sjúkrahúsinu og starfsmönnum þess að bæta sig stöðugt í þjónustu við sjúklinga. Allt sem heftir slíka menningu er ógn við öryggi Ólafur Baldursson, framkvæmdasjúklinga.“ -hh stjóri lækninga á Landspítalanum.

Tónleik a r Til sT yr kTar HjarTagáTT

Eftir að hafa náð algjörri sátt við Landspítalann og lækninn sem gerði mistökin, hefur Björn átt góð samskipti við Hjartagátt og vill nú vekja athygli á deildinni en þangað á að leita beint ef grunur leikur á að um bráð hjartavandamál sé að ræða. „Rannsóknir hafa sýnt að tónlist er góð fyrir hjartað svo mér fannst liggja beint við að halda tónleika,“ segir Björn. Tónleikarnir verða í Gamla bíói þriðjudaginn 27. maí en fram koma meðal annars

 Ellen Kristjánsdóttir,

 Jakob Frímann Magnússon,

 Bubbi

Morthens,

 Andrea

Gylfadóttir,

 Geir Ólafsson  Helgi Björnsson.

hafa samband við mig. Við vorum sammála um að þegar svona gerist þá eru fórnarlömbin tvö, læknirinn og sjúklingurinn.“

Hringnum lokað

Það var svo fyrir mánuði sem Björn var boðaður á fund með einum yfirstjórnanda spítalans þar sem hann fékk loks formlega afsökunarbeiðni frá Landspítalanum og viðurkenningu á því að illa hafi verið staðið að hans málum og málaferli. „Ég átti nú ekki von á þessu svo þetta kom mér mjög þægilega á óvart. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þessi afsökunarbeiðni var komin hvað hún hafði skipt mig miklu máli. Fyrir mig voru þetta lokin á málinu. Ég er mjög sáttur í dag. Lífið mitt er minna í sniðum en ég hafði ætlað mér en eins undarlega og það kann að hljóma þá er ég viss um að ég eigi betra líf í dag en ég hefði átt hefði ég haldið áfram þar sem ég var áður. Þetta gerði mig að betri manneskju.“ Halla Harðardóttir halla@frettatimminn.is

Siemens bakstursofninn með sjálfhreinsun (pyrolysis) er sannkallaður sigurvegari. www.sminor.is Bakstursofninn HB 63AB512S fékk hæstu einkunn í prófun TÆNK á ofnum með sjálfhreinsun (pyrolysis). Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is NÓV. 2013

Siemens. Framtíðin flyst inn.


20

viðtal

Helgin 23.­25. maí 2014

Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims Mágkonurnar og Vesturportar­ arnir, Rakel Garðarsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir, undirbúa nú gerð leikinnar kvikmyndar um fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims, Vigdísi Finnbogadóttur. Þær funduðu með kvikmynda­ gerðarfólki á kvikmynda­ hátíðinni á Cannes og segja útkomuna framar öllum vonum.

Vigdís Finnbogadóttir, sem hér sést með Bretadrottningu og drottningarmanni, er fyrsti kvenkyns þjóðkjörni forseti heims. Nína Dögg FIlippusdóttir og Rakel Garðars­ dóttir ætla nú að gera leikna kvikmynd sem byggir á lífi Vigdísar. Ljósmynd að ofan/ NordicPhotos/GettyImages. Ljósmynd til vinstri/Hari

F

ramleiðandinn Rakel Garðarsdóttir heimsótti kvikmyndahátíðina í Cannes í fyrsta sinn ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttir fyrir skemmstu en hátíðinni lýkur nú um helgina. „Ég var valin í prógram sem kallast The Young

Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa margvíslegar viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman þannig að 2 eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu. Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemi fyrir „hands free“ símtöl. Hægt að fá í mörgum litum. TVÆR GERÐIR: PLATTAN kr. 10.900 HUMLAN kr. 9.700

Kraftaverk

HÁGÆÐA HÖNNUN, HLJÓMFYLLING & GÆÐI

Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www. minja.is • facebook: minja

Producers Club sem er fyrir unga framleiðendur í Skandinavíu en prógrammið er haldið af Danska kvikmyndaskólanum. Þar sem það stóð til boða að fara til Cannes ákváðum við Nína Dögg að nýta okkur tækifærið og fara að kynna verkefni sem við erum að vinna að, með í leiðinni,“ og á Rakel þar við leikna kvikmynd sem byggir á lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Rakel segir að tímanum hafi verið vel varið í fundi, að byggja upp tengslanet og skemmtanir á hátíðinni. „Ísold Uggadóttir, sem er leikstjóri þess verkefnis, slóst einnig með í för sem og Lilja Ósk í Pegasus, fyrir utan alla hina Íslendingana sem mættu til Cannes, hver öðrum skemmtilegri. Ur varð heljarinnar vinnu- og skemmtiferð. Ég var með miklar væntingar en upplifunin var mun betri, algjörlega meiriháttar í alla staði. Falleg borg, skemmtilegt fólk og gott veður. Helsta upplifunin var kannski sú að ég varð ekkert vör við raunveruleika né hversdagsleika allan tímann á meðan við vorum þarna. Þetta var mín fyrsta ferð á Cannes og það má alveg reikna með mér þangað aftur, ár efir ár.“ Það er augljóst að Rakel er sátt við ferðina enda er mynd um fyrsta kvenforseta í heimi dúndur efni til að kynna. „Útkoman er framar öllum vonum. Við sátum góða fundi sem allir enduðu á jákvæðum nótum. Við kynntumst mikið af skemmtilegu fólki, bæði íslensku og erlendu og náðum að dýfa tánum í heitan hvítan sand. Það má segja að sólin í Cannes hafi lýst upp framtíðarplön okkar.“ Þóra Karítas Árnadóttir ritstjorn@frettatiminn.is


22

íslenskar þjóðsögur

Helgin 23.-25. maí 2014

Taktu hár úr hala mínum – Búkolla snýr aftur Nú í vor kom út ný útgáfa af þjóðsögum Jóns Árnasonar, úrval sagna gefið út af Útgáfufélaginu Heimi. Bókin er fallegur gripur, ekki bara vegna vandaðs frágangs og skemmtilegra sagna heldur gefa nýjar myndir Freydísar Kristjánsdóttur henni líka mikið gildi. Freydís byggir á hefð vormanna íslenskrar myndlistar í myndum sínum. Af þessu tilefni skrifaði Goddur hugleiðingu um íslenskar þjóðsögur og hvernig allir helstu íslenskir teiknarar hafa gert þeim skil.

Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur – prófessor við hönnunarog arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

M

yndlýsingar á prentuðum texta eru í raun ekki svo algengar fyrr en á seinni hluta 19du aldar. Gutenberg gjörbreytti útbreiðslu á prentuðu efni með því að nota lausaletur og svo sannarlega voru margar bækur myndskreyttar allar aldir fyrir og eftir en það var engu að síður ekki algengt vegna þess hvað myndmótagerð var tímafrek og þar með dýr. Vélvæðing prentlistar á 19du öld breytti miklu og fljótlega verða til hraðvirkari aðferðir við myndmótagerð. Í kringum aldamótin 1900 fer að vora í íslenskri myndlist og myndlýsingar á íslensku prentefni verða algengari. Uppúr miðri 19du öld hófu fræðimenn að safna þjóðsögum af vörum alþýðu, innblásnir af rómantísku stefnunni sem var ríkjandi á 19du öld og langt fram eftir þeirri 20stu. Rómantíska stefnan var rekin áfram af lýðveldissinnum. Hún leitaði m.a. að hinu sérstaka við þjóðirnar. Fyrirmyndina að söfnun þjóðsagna má rekja til Grimmsbræðra sem söfnuðu munnmælasögum snemma á 19du öld. Nánast allir vormenn íslenskra myndlista voru helteknir af rómantíkinni. Nokkrir voru innblásnir af íslenskum þjóðsögum sem Jón Árnason og reyndar fleiri söfnuðu saman. Árið 1862 og 1864 koma út í Leipzig Íslenskar þjóðsögur og ævintýri í tveim bindum. Þær voru ekki myndskreyttar en í enskri þýðingu Eiríks Magnússonar „Icelandic Legends“ frá árinu 1866 eru þær myndskreyttar nokkrar af Johann Babtist Zwecker þeim sem fyrst myndgerði íslensku fjallkonuna. Þeir Íslendingar sem fyrstir sækja innblástur fyrir myndlýsingar í þjóðsögurnar eru Guðmundur Thorsteinsson betur þekktur sem Muggur, Tryggvi Magnússon og Ásgrímur Jónsson. Muggur er svolítið sérstakur. Hann var alinn upp á Bíldudal sem Bíldudalsprinsinn því faðir hans, Pétur Jens Thorsteinsson var auðugur maður á þeirra tíma mælikvarða og kallaður Bíldudalskóngurinn. Heima hjá Muggi var kona sem hafði þann eina starfa að segja börnunum sögur og ævintýri. Hún hét Þórunn Jónsdóttir kölluð Dauja og bjó á bakarísloftinu. Fyrstu myndirnar sem Muggur teiknaði voru tengdar sögunum sem hún sagði, þjóðsögum og ævintýrum en hann hlustaði hugfanginn á hana. Sögur af riddurum, tröllum og huldufólki. Seinna átti hann eftir að búa til myndir við ævintýrin, þar á meðal Búkollu, Gissur á Botnum og Sálina hans Jóns míns. Muggur nam við Konunglega Listaakademíið í Kaupmannahöfn. Verk hans einkennast af draumlyndi og leikandi tilraunum fremur en ögun og alvarlegri listsköpun. Muggur dó ungur aðeins 33 ára gamall. Ævintýrin voru honum alla tíð mjög hugleikin og kannski má segja að ævi hans hafi verið ævintýri útaf fyrir sig þar sem Muggur var prinsinn. Það má segja að Muggur hafi verið í beinu sambandi við munnmælin. Þjóðsögur og ævintýri höfðu mikið uppeldisgildi ekki bara eftir að þær voru prentaðar heldur auðvitað meðan munnmælin lifðu. Þær höfðu miklu meira uppeldisgildi en margar nútíma barnabókmenntir. Austurríski sálfræðingurinn Bruno Bettelheim benti á þetta og varaði jafn-

Freydís Kristjánsdóttir (2014): Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín?

Háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur - á sumartilboði

C130.1-6 X-tra háþrýstidæla Fyrir þá sem vilja góða háþrýstidælu. Vnr. 128470251

E140.3-9 X-tra háþrýstidæla

P150.2-10 X-tra háþrýstidæla

Öflug dæla fyrir þá kröfuhörðu. Á húsið, bílinn og stéttina.

Þessi er kraftmikil og hentar fyrir minni fyrirtæki, bændur, stóra bíla, vinnuvélar o.fl.

Vnr. 128470505

Vnr. 128470132

Tilbo

ð frá

Buddy 15

Lítil og nett ryk- og vatnssuga

Vnr. 302002316

11.988 k r

.

Poseidon 3-40 háþrýstidæla

Attix 30-01

Öflug ryk- og vatnssuga sem hentar vel í erfið verkefni.

Afkastamikil 3ja fasa háþrýstidæla. Þrýstingur 170 bör. Vatnsmagn allt að 830 l/klst Vnr. 301002221

Vnr. 02003405

Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

framt við því að breyta hugsunarlaust gömlum barnasögum. Hann hefur gagnrýnt ævintýri sjötta og sjöunda áratuganna fyrir að vera innihaldslítil, áróðurskennd og fyrir að sniðganga sálarlíf og geðræn lögmál barnsins. Hann leiddi í ljós með rannsóknum sínum að gömul barnaævintýri byggja á djúpstæðum goðsögulegum og sálfræðilegum lögmálum og að þau byggjast ekki á tilviljun eða sjálfhverfu höfundar heldur markvissri skipan. Börn hafa mjög auðugt ímyndunarafl, þar sem ótti og martraðamyndir skapa mikinn sess. Ævintýrin sýna þeim að það er hægt að finna leið út úr hinum skelfilegustu hættum. Bruno leit á ævintýrin sem eins konar stafrófskver þar sem börnin læra að skilja sínar eigin en enn ómeðvitaðar hugmyndir, ekki í orðum heldur myndum – Hin farsælu málalok í ævintýri skipta höfuðmáli. Þau gefa barninu von og trú á framtíðina. Ef minning er geymd í óskrifuðum orðum gleymist hún fljótt en ef hún er geymd sem mynd gleymist hún aldrei. Öll verðum við fyrir þeirri reynslu að upplifa ótta og lítil börn finna fyrir því í ríkum mæli. Ævintýrin skýra barninu frá því að það sé til leið undan þessum ótta. Því skipta ævintýrin börnin miklu máli – og þá þær skelfingar og þá mannvonsku sem í þeim má finna. Hið illa í sögunum, hinir skelfilegu viðburðir draga mjög skýrt fram boðskap sögunnar. Hin skýra greining á góðu og illu sem einkennir ævintýrin gerir barninu mjög auðvelt fyrir um að velja hverjum það vildi líkjast. Hin geysivinsæla saga af Búkollu er ágætis dæmi um þetta. Karlsson er einbirni og í sögunni er sagt hreint út að foreldrunum þyki ekkert vænt um hann. Svo virðist sem þeim þyki eiginlega vænna um Búkollu kannski vegna þess að hún var búbót sem þau sáu ekki í syninum. Í einmanaleik sínum virðist Karlsson vera í miklu og góðu sambandi við Búkollu. Þegar Búkolla týnist verða pabbi og mamma Karlssonar æði stygg í skapi, skipa honum að fara að leita að Búkollu og hann megi ekki koma heim eða fyrir þeirra augu fyrr en Búkolla sé fundin. Hann fær reyndar nesti og nýja skó. Aleinn með þetta mikla verkefni á herðunum kallar hann á Búkollu sem svarar honum eins og náinn vinur fyrst í fjarska. Hann færist nær og nær og finnur hana að lokum á hamri undir fótum sér. Hann klifrar niður hamarinn og finnur Búkollu í helli. Framhald á næstu opnu.


Nýjar vörur! Palmolive Uppþvottalögur

Tide

Pringles

Nýjar bragðtegundir

Kingsford viðarkol

Starbucks kaffi

Þvotta og mýkingarefni

Uppþvottalögur

Gain

Glade ilmspray Margar tegundir

Nýjar bragðtegundir

Resolve

Gain þvottaefni

TACO BELL

TACO BELL

Betty Croker

Hershey’s

Betty Crocker

Mamma Chia

Öflugur blettahreinsir

Smákökumix

2 stærðir

Súkkulaðikrem

Amerískir dagar alla daga! Ferskir ávextir og græmeti á frábæru verði.

Taco dinner kit

Bollakökumix

OREO kex

Sósur og salsa

Næringarbomba!

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is


24

íslenskar þjóðsögur

Helgin 23.-25. maí 2014

Tryggvi Magnússon (Óvíst ártal): Forsíða á barnabók um Búkollu.

Ásgrímur Jónsson (1949): ... sér hann hvar kemur ógnarstór tröllskessa á eftir sér og önnur minni með henni.

www.lyfja.is www.lyfja.is

Lægra verð í Lyfju

Nanogen Hárvörur

Auka hárvöxt, þykkja og gefa fyllingu. Trefjar hylja skallabletti. Aukin vellíðan og meira sjálfsöryggi með góðri hárumhirðu.

20% afsláttur Gildir út maí

Halldór Pétursson st (1949): Taktu hár rem f g o t s úr hala mínum og leggðu það á jörðina. r y f – Legg ég á og mæli um að það verði að svo stórri móðu að ekki komist yfir nema fuglinn fljúgandi.

remst

– fyrst og f

Hann frelsar Búkollu sem hafði verið í haldi ógnarstórrar tröllskessu. Þegar hann er kominn á veg kemur skessan æðandi á eftir en Búkolla er göldrótt og hjálpar Karlssyni að tefja fyrir henni með hjálp hinna miklu frumkrafta eða elementa, eldinum, loftinu, vatninu og loks jörðinni sjálfri sem steingerir tröllið að lokum. Lausnin er fundin. Engin ræður við náttúruöflin. Karlsson kemst heim með Búkollu sína og urðu karl og kerling því ósköp fegin. Allir helstu teiknarar á öndverðri 20stu öld glímdu við að myndlýsa Búkollu. Listamenn eins og Ásgrímur Jónsson taka til hendinni í myndlýsingum þjóðsagna. En Strandamaðurinn Tryggvi Magnússon var í raun stærsti íslenski sérhæfði teiknarinn. Hann er í raun aðalfrumherjinn í merkingunni að hann verður fyrsti atvinnuteiknarinn. Hann eins og Muggur kemst til meginlands Evrópu og Bandaríkjanna og smitast mjög af anda hinnar rómantísku stefnu sem er andstæðan við raunsæið og veruleikann. Rómantíkin fer innávið inn í lönd drauma okkar bæði þá háleitu og hinna myrku. Tryggvi myndskreytti mikið fyrir börn. Hann teiknaði til dæmis Gagn og gaman og Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum og festir ímynd hinna íslensku jólasveina í hugum okkar. Tryggvi lést árið 1960 sextíu ára gamall. Síðan fer hópur nýrrar kynslóðar til Kaupmannahafnar á millistríðsárunum til að læra hagnýta grafík eins og faggreinin var þá kölluð. Í þeim hópi var Halldór Pétursson ásamt systur sinni Ágústu Pétursdóttur Snæland. Þau voru börn Péturs Halldórssonar borgarstjóra og alþingismanns. Það má nefna að hann var í einkatímum hjá Guðmundi Thorsteinsson (Muggi) á unglingsárum sínum. Halldór fer líka til Bandaríkjanna eins og Tryggvi. Halldór tekur við sem aðalteiknari landsins næstu áratugi og sinnir myndskreytingu barnabóka á stórkostlegan hátt. Halldór lést líka fyrir aldur fram árið 1977, 61 eins árs gamall. Endurútgáfa á úrvali á íslenskum þjóðsögum úr safni Jóns Árnasonar nú á þessu herrans ári 2014 minnir um margt á þetta tímabil frá aldamótunum 1900 fram eftir 20stu öld. Það er Útgáfufélagið Heimur sem gefur út. Freydís Kristjánsdóttir var fengin til að myndlýsa. Það gerir hún sannarlega á sinn hátt en samt með sama blæ og vormenn íslenskrar myndlista. Þegar vel tekst til festast þessar ímyndir sérstaklega í hugarfylgsnum barna. Á margan hátt finnur samtíminn fyrir nýrri rómantískri bylgju. Við leitum innávið og vilji er fyrir hendi að yfirgefa efnishyggju og leita eftir skilningi á dýpri verðmætum.

ódýr!

0 9 8 31 %

afsláttur

kr. pk.

Verð áður 1299 kr.pk. Ísbland eitthvað fyrir alla, 16 stk.

Muggur (1914): Nautið drakk undir eins upp alla móðuna.


141245 •

SÍA •

PIPAR\TBWA

Velkomin slands í Háskóla íslands umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní

„kennararnir í Háskóla íslands hafa mikinn eldmóð og miðla þekkingu sinni ótrúlega vel til nemendanna. Ég hef kynnst hér nemendum alls staðar að úr heiminum sem er ómetanlegt. “ Saga Roman, japanskt mál og menning

YFiR 200 sPennandi námsleiÐiR í BoÐi í Háskóla í FRemsTU RÖÐ fjölbreytt félagslíf, sveigjanlegt nám og góð þjónusta. fyrsta flokks kennsla í alþjóðlegum háskóla og einstakir möguleikar í skiptinámi. Öflug tengsl við atvinnulíf og víðtæk áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum.

www.hi.is


26

viðtal

Helgin 23.-25. maí 2014

Helgi Thor Jóhannesson hefur frá fæðingu glímt við alvarlegan meltingarsjúkdóm. Faðir hans, Jóhannes Helgi Helgason, segir þá stundum mæta skilningsleysi því sjúkdómurinn sést ekki utan á Helga. Ljósmynd/Hari

Ber sjúkdóminn ekki utan á sér Helgi Thor Jóhannesson er aðeins níu ára gamall en hefur frá fæðingu glímt við óþekktan meltingarsjúkdóm. Faðir hans, Jóhannes Helgi Helgason, hefur að mestu séð einn um soninn og má segja að hann sofi með annað augað opið þegar drengurinn þarf að sofa með næringu í æð. Jóhannes segist oft mæta skilningsleysi á veikindum Helga því sjúkdómurinn sést ekki utan á honum. Hann hefur þó fengið ómetanlega aðstoð frá stuðningsmiðstöðinni Leiðarljósi sem leiðbeinir foreldrum langveikra barna í flóknu kerfi stofnana. SyStk ina hópur Leiða r LjóSS

Stuðningsmiðstöðin Leiðarljós var opnuð eftir að í átakinu „Á allra vörum“ haustið 2012 var safnað fyrir opnun og rekstri stöðvarinnar til þriggja ára. Systkinahópur Leiðarljóss var stofnaður þann 1. maí 2014. Um er að ræða söfnunarátak til að geta haldið rekstri Leiðarljóss áfram. Fólki gefst þar kostur á að gerast systir eða bróðir og styrkja þjónustumiðstöðina með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Nánari upplýsingar á Leidarljos.is

Verð kr 12.500.- stk

h

ann sefur með næringu í æð. Þegar hann var yngri svaf hann allar nætur með næringu í æð. Minnst hef ég um tíma gefið honum næringuna fjórar nætur í viku en það var of lítið. Núna fær hann því næringuna tvær nætur, og svo eina þar sem hann er laus við slönguna,“ segir Jóhannes Helgi Helgason, faðir hins níu ára gamla Helga sem hefur frá fæðingu glímt við óþekktan meltingarsjúkdóm. Fyrir tæpu ári fékk Helgi stómapoka og breyttist líf hans til muna eftir það. Engu að síður krefst sjúkdómurinn þess að tími hans sé skipulagður í þaula þannig að alltaf sé nálægur einhver sem getur aðstoðað hann við að tæma stómapokann eða þrífa og skipta um ef pokinn fer að leka. „Ef það kemur í ljós hvað amar að honum verður það að öllum líkindum einhver áður óþekktur sjúkdómur. Á meðan ekki er vitað hvað hrjáir hann eru engin úrræði í boði önnur en að berjast við afleiðingar sjúkdómsins,“ segir Jóhannes sem lengst af hefur einn séð um son sinn en hann og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar Helgi var tveggja ára gamall. „Helgi borðar mat eins og hvert annað barn, og jafnvel meira en flest börn en hann frásogar ekki nema lítinn hluta næringarinnar. Hann fer reglulega í blóðprufur til að hægt sé að stilla nákvæmlega hversu mikið hann fær í æðina, og svo hvað hann fær aukalega af vítamínum og fæðubótarefnum.“

Lék bara við einn vin www.siggaogtimo.is

Eftir að Helgi fæddist tóku foreldrar hans fljótt eftir því að ekki var allt með felldu. „Þann 9. maí 2005 kom í heiminn stór og sterkur strákur. Hann drakk og drakk

móðurmjólkina en hún fór öll bara beint í gegn. Fyrstu árin var hann bara með stanslausan niðurgang. Maður gat yfirleitt treyst því að upp úr fjögur á nóttunni og til morguns væri hann rólegur en annars voru það stöðug bleiuskipti. Tveggja og hálfs, til þriggja ára fer hann að geta haft stjórn á endaþarmsvöðvunum og með því að halda honum alltaf lokuðum myndaðist spasmi í vöðvanum og hætti hann að geta tæmt ristilinn. Hann byrjaði sjálfur á því að halda í sér en svo fór vöðvinn bara ósjálfrátt að vera lokaður. Frá þriggja ára aldri og þar til hann fékk stóma fyrir tæpu ári eyddi hann um 3-4 klukkustundum á hverjum degi á salerninu að reyna að tæma,“ segir Jóhannes. Ljóst er að meltingarvegur Helga hefur ekki þroskast sem skyldi og er yfirborð hans ekki eðlilegt. Jóhannes segir að það hafi verið ákveðin tregða hjá læknum til að setja á hann stóma því ekki hafi verið vitað hvort það myndi í raun leysa vandann og hvort Helgi yrði áfram með magaog ristilverkina. „Kannski var það líka þekkingarleysi hjá mér að ýta ekki á að það yrði gert fyrr. Ristillinn hjá honum er illa farinn, með bólgur og sár. Síðasta sumar lá hann veikur heima alla daga vegna verkja. Helgi talar ennþá um að hann hafi bara fengið að leika einn dag við vin síðasta sumar,“ segir hann.

Hver stund skipulögð

Það hefur sannarlega reynt á Jóhannes að sjá einn um son sinn. Fyrstu tvö árin kom heimahjúkrun og setti upp næringarslönguna hjá Helga fyrir nóttina og svo aftur næsta morgun til að aftengja en eftir það hefur Jóhannes séð um það. „Það þarf að tengja dæluna á

kvöldin og vakta hana á nóttunni. Ég sef því eiginlega með annað augað opið. Strákurinn auðvitað veltir sér og slangan sem liggur við brjóstið flækist utan um hann og getur lokast, eða strekkst á leggnum. Það þarf að passa að laga það svo hann fái næringuna. Á morgnana er þetta svo aftengt.“ Jóhannes er í krefjandi vaktavinnu hjá Icelandair en þar hefur honum verið mætt með skilningi með tilliti til vaktafyrirkomulags. „Ég hefði getað minnkað við mig í vinnu en það hefði ekki leyst neinn vanda og ég hefði haft minna til að standa undir kostnaði vegna veikindanna og ég held að sá kostnaður hefði fyrir löngu bugað flesta. Í gegnum tíðina hef ég því verið með konu í starfi við að sinna honum þegar ég er ekki til staðar. Þær hafa verið nokkrar en ein hefur verið lengst af og það hefur gengið mjög vel. Ef ég þarf að mæta mjög snemma til vinnu þá kemur hún heim, hefur hann til og fer með hann í skólann. Ef ég er að vinna seinnipartinn sækir hún hann í skólann, fer með hann á fótboltaæfingu og kemur honum í háttinn. Ef fólk bara horfir á Helga myndi það aldrei gruna að það væri að horfa á veikt barn. Hann æfir fótbolta af krafti, hleypur um og berst við andstæðingana. Streymið í stómapokann er hins vegar svo mikið að oft yfir daginn þarf að tæma hann og passa líka að pokinn losni ekki. Það krefst þess að það sé alltaf einhver hjá honum, að hann hafi alltaf aðgang að klósetti, og hægt sé að tæma pokann eða skipta um ef það fer að leka. Það sem kemur frá honum er mjög þunnt, nánast bara eins og vatn, og þess vegna fyllist pokinn fljótt. Það er útilokað fyrir mig að vera með einhverjar skammtímareddingar Framhald á næstu opnu


VERTU Í ÞÍNU FLOTTASTA FORMI Í SUMAR! Árangursrík 5-vikna námskeið fyrir karla og konur hefjast 26. maí.

CLUB FIT Fyrir konur og karla 3x í viku

5* FIT Fyrir konur 3x í viku

Lyftingar & þolþjálfun Stemning Árangur Breyttu línunum Mótaðu vöxtinn Rólegt en krefjandi Unnið m. eigin líkamsþyngd

Bikini áskorun 5:2 Fyrir konur 3x í viku

Topp form fyrir sumarið 5:2 mataræðið m. Lukku í Happ

Þrennan Fyrir konur og karla 3x í viku

Fjölbreyttar æfingar Árangur Hjól - hlaup - styrktarþj. (Hefst 22. maí)

Dans mótun Fyrir konur og karla 2x í viku

Fjör og stemning Einföld dansspor Styrktaræf. og fitubruni Hvetjandi tónlist

Hot Fitness 5:2 Fyrir konur 2x í viku

Heitur salur - Rólegt en krefjandi 5:2 mataræðið m. Lukku í Happ

Allar nánari upplýsingar um verð og tímasetningar á www.hreyfing.is - Pantaðu frían prufutíma á www.hreyfing.is


28

viðtal

Helgin 23.-25. maí 2014

og það er til dæmis aldrei einhver sem ekki þekkir vel til sem sækir hann í skólann. Það gæti gengið upp en ég veit það aldrei fyrirfram. Hver einasta stund sólarhringsins er skipulögð þannig að það sé alltaf einhver til staðar sem getur gripið inn í.“

sem voru í heimahjúkrunarteymi Helga fyrstu árin og hafa þær því aðstoðað feðgana um árabil þó stuðningsmiðstöðin sé frekar ný af nálinni. Leiðarljós eru grasrótardrifin samtök sem veita heilbrigðis- og félagsþjónustu út frá einum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við fjölskyldur út frá hennar þörfum.

Klippt á samskipti

Jóhannes segir eitt það erfiðasta við sjúkdóm Helga sé að það sést ekki utan á honum að hann er mjög veikur og því mætir hann stundum ákveðnu skilningsleysi. „Fótbolti er helsta áhugamálið hans og hann er duglegur í fótbolta. Ég skil alveg að aðrir foreldrar sem sjá Helga á vellinum átti sig ekki á því að ég þarf að skipuleggja allt vel til að dagurinn gangi upp. Við mætum kannski í barnaafmæli þar sem hann er hrókur alls fagnaðar en fólk gerir sér þá ekki grein fyrir að til þess að hann geti verið svona hress þá sé ég búinn að skipuleggja daginn þannig að hann sé í lagi einmitt þá og svo eftir afmælið þarf hann kannski að súpa seyðið af því að hafa borða eitthvað sem var ekki gott fyrir hann.“ Líf Jóhannesar snýst að mestu leyti um son hans og veikindin. „Oft er þetta erfitt en ég hef reynt að aðlagast aðstæðum. Allar stundir sem ég hef aflögu utan vinnu fara í að sinna því sem þarf að sinna og svo hvílast og safna orku. Það er hægt að halda svona út í nokkur ár en svo kemur að þeim tímapunkti að maður þarf að geyma alla orkuna sína til að eiga fyrir hann. Ég hef klippt á margt sem mörgum þykir eðlilegt, eins og samvistir með vinum og fjölskyldu. Það gerðist í raun ósjálfrátt því ég hafði aldrei tíma til að hitta fólk en svo áttaði ég mig á því að ef ég ætla að eyða orku í það þá hef ég ekki næga orku fyrir drenginn. Ég hef því hagað lífi mínu í kring um líf hans,“ segir Jóhannes. Eitt af því sem hefur reynst Jóhannesi hvað best er aðstoð sem hann hefur fengið frá Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Raunar voru það tveir af starfsmönnum Leiðarljóss, þær Bára Sigurjónsdóttir og Helga Einarsdóttir,

Helgi borðar mat eins og hvert annað barn, og jafnvel meira en flest börn en hann frásogar ekki nema lítinn hluta næringarinnar.

Óttast að gera athugasemdir

Jóhannes segir það hafa hjálpað sér mikið að geta leitað til Leiðarljóss. „Það hefði verið gott að hafa þennan stað á fyrstu árum veikinda Helga þegar maður vissi ekkert hvert maður átti að leita eftir aðstoð og hvaða réttindi maður hafði. Foreldrar í þessari aðstöðu hafa hvorki tíma né orku í það. Aðstoð frá Leiðarljósi er fyrst og fremst fólgin í því að greiða götu fólks og stundum eru starfskonurnar þar eins og framlenging af manni sjálfum. Eitt af því sem ég hef lagt til við þær er hvort fulltrúar frá Leiðarljósi geti tekið að sér að koma í skólann og íþróttafélagið, jafnvel fyrir stórfjölskylduna, og fræða um veikindi barnsins og aðstæður foreldra. Ég hef stundum upplifað að ég fæ mig ekki til að koma með vinsamlega ábendingar um umönnun barnsins því ég er stundum hræddur um að fólk upplifi það sem gagnrýni á sig og taki illa í ábendingarnar. Þá hef ég hugsað með mér að það sé jafnvel skárra að hafa þó það sem er til staðar í staðinn fyrir að eiga á hættu að missa það með því að gera athugasemdir. Þær hjá Leiðarljósi tóku mjög vel í þetta hjá mér. Oft þarf ekki mikið til að minnka áhyggjurnar og létta undir hjá manni.“ Hann segist stundum hafa hugsað með sér að það væri gott ef Leiðarljós myndi verða hluti af opinberu stuðningskerfi í stað þess að vera grasrótardrifið. „En svo átta ég mig á því að þá yrði Leiðarljós bara enn ein stofnunin og þá þyrftu foreldrar aðra þjónustumiðstöð til að leiðbeina sér inn í Leiðarljós. Þetta þarf bara að vera eins og það er.“

Hér er Helgi að vakna og nýbúið að skipta um næringarlegg.

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Sól og sumar

Já sumarið verður brasilískt með Kjarnafæði.

Veldu gæði - veldu Kjarnafæði


Kjúklingaspjót, foreldað

229

kr./stk.

er

Við g

ir þig

a fyr

eir um m

ill r! Grm a

su dir ÍM lingalun kjúk

Lambalærissneiðar, kryddaðar

2098 2398

kr./kg

kr./kg

8 9 4 2

g kr./k

g kr./k 8 9 7 2

Grísahnakki kryddaður að eigin vali

1298 1698

kr./kg

kr./kg

Helgartilboð! Þykkvabæjar kartöflugratín með beikoni, 600 g

589 689

kr./pk.

kr./pk.

MS hrísmjólk, 2 teg., 170 g

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

129

kr./stk.

MS smurostur Tex Mex og pizzakrydd 250 g

399

Myllu Eyrarbrauð m/ísl. byggi

288 339

kr./pk.

kr./pk.

kr./pk.

Helmingi færri hitaeiningar!

Tyrrell´s grænmetissnakk, 150 g

439 465

kr./pk.

kr./pk.

Fazer, Tyrkisk Peber og Skolekridt

369

kr./pk.

BB kleinur, 250 g

299 372

kr./pk.

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Don Simon Disfruta, epla- og multivit, 1 lítri

229

kr./stk.


30

fótbolti

Helgin 23.-25. maí 2014

GoðsöGnin GiGGs Fótboltaáhugafólki er tamt að tala um hetjur sínar sem goðsagnir í lifanda lífi. Margir virðast nefnilega halda að það eitt að vera sæmilega knattfær og endast eitthvað í boltanum réttlæti slíkar nafngiftir. Til þess að geta talist goðsögn hljóta leikmenn að þurfa að hafa unnið nokkuð af titlum, hafa sannarlega skarað fram úr. Og það gerði Ryan Giggs sem í vikunni tilkynnti að hann væri hættur að leika með Manchester United til þess að taka að sér starf aðstoðarframkvæmdastjóra liðsins. Giggs er goðsögn og tölurnar tala sínu máli.

963

13

64

168

2

12

632

4

0

522

3

1.

1

leikir fyrir Manchester United.

mörk í þeim leikjum.

leikir í ensku Úrvalsdeildinni.

af þeim var hann í byrjunarliði.

leikurinn var gegn Everton 2. mars árið 1991. Þá kom hann inn á sem varamaður fyrir Denis Irwin í 2-0 tapi.

Dýnudagar

109

mörk skoraði hann í deildinni.

162

stoðsendingar í Úrvalsdeildinni, flestar allra.

deildarmeistaratitla.

Meistaradeildartitla.

FA-bikara.

deildarbikara.

Ofurbikar Evrópu.

2

heimsmeistarakeppnir félagsliða.

9

landsleiki lék hann fyrir Wales.

mörk skoruð í þeim.

Giggs var aldrei rekinn af velli með Manchester United. Eina rauða spjaldið kom í landsleik gegn Noregi árið 2001.

4

síðustu leikir nýliðins tímabils Manchester United voru undir stjórn Giggs. Hann var spilandi framkvæmdastjóri og í síðasta heimaleiknum skipti hann sjálfum sér inn og lagði upp eitt mark. Slíkt gera bara goðsagnir.

góðgerða/samfélagsskildi. Enginn leikmaður í enska boltanum getur státað af verðlaunasafni í líkingu við safn Giggs.

406

sigurleikir í ensku Úrvalsdeildinni. Til samanburðar hefur Manchester City sigrað í 261 leik. Alls eiga 41 lið til viðbótar færri sigurleiki en hann að baki í deildinni.

24

tímabil lék Giggs með Manchester United.

23

þeirra voru undir stjórn Sir Alex Ferguson.

STARLUX OG MEDILINE HEILSURÚM

40

Stærðir:

34

120 x 200 cm 140 x 200 cm 160 x 200 cm 180 x 200 cm

20% afsláttur

30% afsláttur

titla vann Ryan Giggs með Manchester United.

20-40% afsláttur

Dýnur og púðar

Eggjabakkadýnur

sniðnir eftir máli eða sniðum. Með eða án áklæðis. Mikið úrval áklæða

mýkja og verma rúmið, þykktir 4-6 cm. Tilvaldar stöðluðum stærðum í sumarhúsið, ferðaeða skv. máli bílinn og tjaldvagninn

Yfirdýnur

20%

afsláttur Dýn

stan

uda

da ti

l lok

gar

júní.

Svampdýnur

20%

afsláttur

Mikið úrval af svefnstólum og sófum í

Starlux springdýnur

20%

afsláttur

Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

80 x 200 cm 90 x 200 cm 100 x 200 cm

ára og 172 daga var hann þegar hann hætti.


10 STAÐIR


32

golf

Helgin 23.-25. maí 2014

Golfsumarið

Eimskipsmótaröðin í golfi rúllar af stað um helgina með Nettómótinu. Þar mæta til leiks bestu kylfingar landsins sem á annað borð eiga heimangengt. Að venju verður keppt bæði í karla og kvennaflokki um helgina og spennandi að sjá hvernig íslenskir kylfingar koma undan vetri. Með betri völlum, betri æfingaaðstöðu og markvissu unglingastarfi eins og Íslandsbankamótaröðinni, þar sem ungu kylfingarnir fá dýrmæta keppnisreynslu, er golfið á Íslandi við að færast upp á næsta stig. Fjöldi úrvals kylfinga sem keppa mun á mótaröðunum íslensku verður því í hæstu hæðum í sumar og aðeins tímaspursmál hvenær Íslendingar láta kveða að sér fyrir alvöru utan landsteinanna. En hverjir koma til með að eiga sviðsljósið í ár, verða það góðkunningjarnir eða munu nýgræðingarnir ná að koma á óvart og skáka gömlu refunum? Fréttatíminn rýndi í golfsumarið. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

Birgir Leifur Hafþórsson

Ólafur Loftsson

verður að teljast sigurstranglegur þegar hann mætir til leiks. En hann er ólíklegur til að taka þátt í öllum stigamótunum og mun áreiðanlega leggja aðaláherslu á að verja Íslandsmeistaratitilinn sem hann endurheimti síðasta sumar. Hann er nú þegar með fimm titla undir beltinu og stefnir að því að jafna metin við Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson sem hafa báðir orðið Íslandsmeistarar sex sinnum. En ef hann kemur á óvart og tekur þátt í nokkrum stigamótum mun hann sennilega gera atlögu að báðum stóru titlunum í sumar.

er sá íslenski kylfingur sem er hvað harðastur í að koma sér að á atvinnumótaröðunum í Evrópu og í Norður Ameríku. Ætlar sér að komast inn á Web.com mótaröðina í gegnum þá kanadísku. Stefnir svo þaðan á aðal sviðið til að leika með þeim bestu á PGA mótaröðinni. Þess vegna er ólíklegt að sjá Ólaf í mörgum mótum í sumar en hann mun pottþétt reyna að halda Birgi Leifi áfram í fimm Íslandsmeistaratitlum.

Axel Bóasson, hafnfirðingur, er sjálfsagt á sínu síðasta tímabili sem áhugamaður og hann mun reyna að sækja stig á Eimskipamótaröðinni til að hækka á heimslistanum. Axel er búinn með háskólanám í Bandaríkjunum og mun koma sterkur inn í sumar eftir að hafa bætt sinn leik umtalsvert. Axel varð Íslandsmeistari í Leirunni árið 2011 og hungrar því sjálfsagt í annan titil. En til að það gerist þarf Axel að hætta pirra sig á því sem er að gerast í kringum hann og einbeita sé að sínum leik.

Haraldur Franklín Magnús

Guðmundur Ágúst Kristjánsson

átti frábært ár árið 2012 þegar hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari auk þess að vinna meistaramót GR. Haraldur hikstaði þó aðeins síðasta sumar þegar hann gaf eftir á lokaholunum í baráttunni við Birgi Leif um Íslandsmeistaratitilinn. Haraldur hefur æft af kappi í allan vetur í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og ef hann hefur náð að setja síðasta keppnistímabil upp í hillu er hann til alls líklegur þetta árið.

varð Íslandsmeistari í holukeppni síðasta keppnistímabil. Það hefur án efa vætt tennurnar blóði til að ná þeim stærsta í sumar. Guðmundur verður að öllum líkindum ofarlega í öllum þeim mótum sem hann tekur þátt í þetta sumarið. Reyndur kylfingur þrátt fyrir ungan aldur sem þekkir sigurtilfinninguna eftir að hafa unnið á öllum stigum unglingakeppninnar. Jafnt innan lands sem utan.

Fannar Ingi Steingrímsson

Valdís Þóra Jónsdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Sunna Víðisdóttir

Ragnhildur Kristinsdóttir

er sá kylfingur sem allir áhugamenn um golfíþróttina bíða eftir að sjá í sumar. Fannar er ekki nema 15 ára en er nú þegar búinn að skipa sér sess með þeim bestu á landinu. Fannar ku hafa verið duglegur við æfingar í vetur – meðal annars í golfhermi og ætlar sér stóra hluti á mótaröð þeirra bestu í ár. En eitthvað munu Íslandsbankamótaröðin, mótaröð unglinga og Eimskipamótaröðin stangast á þannig að fróðlegt verður að sjá hvað Hvergerðingurinn ungi mun gera þegar þarf að velja og hafna.

varð Íslandsmeistari árið 2012 en stefnir nú á atvinnumennsku og þykir líklegt að hún muni þess vegna ekki taka þátt í öllum stigamótum Eimskipamótaraðarinnar í ár. En hún mun þó pottþétt tía upp fyrir Íslandsmeistaratitlinum og hala með honum inn stig til að færast ofar á heimslistanum.

varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2012 og Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra. Hún var einnig í umspilinu um þann stóra á Korpúlfsstöðum í fyrra ásamt þeim stöllum, Sunnu Víðisdóttur og Guðrúnu Brá. Hún veit því bæði hvað það er gaman að vinna og hversu fúlt það er að tapa með minnsta mun. Nái Ólafía að nýta þessa inneign í reynslubankanum má búast við henni ofarlega í á

varð nokkuð óvænt Íslandsmeistari eftir brösuga byrjun í Korpunni síðasta sumar. Hún sýndi gríðar mikinn styrk eftir að hafa byrjað leik á 82 höggum og spilað sig hægt og rólega aftur inn í mótið. Hún veit því að það þarf þrautseigju til að spila á margra daga golfmóti og býr að því í sumar.

er ein sú efnilegasta kvennagolfinu á Íslandi og mun án efa blanda sér í baráttuna á stigamótunum í sumar. Hún er þó, eins og Fannar Ingi, ennþá gjaldgeng í unglingakeppnina á Íslandsbankamótaröðinni og áhugavert verður að fylgjast með hvernig Ragnhildi tekst að halda jafnvægi á þessum tveimur þrepum golfheimsins.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum eftir bráðabana á síðasta keppnistímabili og mun því mæta tvíefld til leiks í sumar. Hefur síðstu ár staðið svolítið í skugga þess að vera dóttir Björgvins Sigurbergssonar, eins af sigursælustu kylfingum Íslands fyrr og síðar, en mun nú leggja allt kapp á að stíga út úr þeim skugga og skipa sér á bekk með bestu kylfingum landsins.

stigalistanum.

TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.

www.odalsostar.is


34

viðtal

Helgin 23.-25. maí 2014

Palestína sættir sig ekki við óbreytt ástand Mufeed Shami er nýskipaður sendiherra Palestínu á Íslandi. Hann vill halda áfram að styrkja tengslin milli landanna en Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur staðið með Palestínu án þess að gæta nokkurra hagsmuna. Hann segir mikilvægasta verkefni Palestínu í dag vera að sameinast undir einni forystu. Ný stjórn verður mynduð í næstu viku sem hann segir vekja von meðal ungu kynslóðarinnar sem muni ekki sætta sig við óbreytt ástand.

S

íðan Yasser Arafat las upp sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínu árið 1988 hefur það verið yfirlýst markmið PLO, Frelsissamtaka Palestínu, að lönd heimsins taki undir þá yfirlýsingu og viðurkenni ríkið. Nú 26 árum síðar hafa 134 af 193 löndum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem ríki. Mufeed Shami, nýskipaður sendiherra Palestínu á Íslandi, hefur aðsetur í Osló en hans ósk er að með tímanum fái Ísland sitt eigið sendiráð í ljósi þess að sambandið milli landanna sé mjög sterkt og vegna þess að Ísland tók það mikilvæga skref að viðurkenna Palestínu árið 2011, eitt fárra landa í Evrópu. „En það er annað merkilegt við Ísland,“ segir Shami. „Nú hafa verið átök milli Palestínu og Ísraels í mjög langan tíma og vopnahlé að sjálfsögðu meira en löngu tímabært. Ég held að ein ástæða þess að friðarviðræður hafi dregist á langinn séu afskipti utanaðkomandi aðila. Það eiga allt of margir hagsmuna að gæta og þessir hagsmunaaðilar skipta sér stöðugt af friðarferlinu. Þessir aðilar hafa alltaf sett sína hagsmuni ofar því að leysa deiluna milli Palestínu og Ísraels. Það þýði ekkert endilega að þeir vilji ekki að deilan leysist, þeim finnst bara mikilvægara að hagnast aðeins fyrst. Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur staðið með Palestínu án þess að eiga nokkurra hagsmuna að gæta. Stuðningur ykkar byggist bara á tveimur undirstöðuatriðum; siðfræði og mannréttindum. Ísland tekur þá afstöðu að standa með þeirri þjóð sem hefur

Hér sést stöðugt minnkandi land Palestínu.

1947

1967

2000

2006

aldrei fengið uppreisn æru og lítur á það sem sjálfsagðan hlut.“

Friðarviðræður enda alltaf á byrjunarreit

Við undirritun Oslóarsáttmálans árið 1993 viðurkenndi Ísrael PLO sem eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, og PLO, fyrir hönd Palestínu, viðurkenndi tilvist Ísralesríkis, innan þeirra landamæra sem voru ákveðin árið 1967. Þessi sáttmáli átti að leiða til heildarlausnar á deilum ríkjanna innan fimm ára. „Þetta tókst ekki og í kjölfarið upphófst önnur uppreisn Palestínumanna gegn hernáminu, Intifada. Ofbeldið jókst þangað til 2004 þegar friðarviðræður upphófust aftur. En í hvert sinn sem við náum einhverskonar samkomulagi fer eitthvað úrskeiðis hjá stjórnvöldum í Ísrael. Annað hvort skipta þeir um stjórn, halda kosningar eða eitthvað því um líkt. Í kjölfarið þurfum við alltaf að fara á byrjunarreit. Friði er alltaf frestað og á sama tíma taka þeir af okkur meira og meira land og reyna af fremsta megni að koma okkur frá Jerúsalem. Nú er svo komið að hver einasta borg Palestínu hefur breyst í herkví, umkringd ólöglegum landránsbyggðum Ísraelsmanna.“

Hver einasta borg eins og herkví

Þegar Oslóarsáttmálinn var undirritaður taldi ísraelskt landtökufólk á palestínsku landi um 100.000 manns, en nú telur það næstum 600.000 manns. Þar að auki hefur 60% af landi Palestínu verið hertekið síðan þá. Shami segir það hafa verið hernaðarstefnu Ísraels frá upphafi að einangra palestínsku borgirnar. „Ísrael hefur alltaf viljað búa til einangraðar herkvíar og umkringja þær landtökufólki. Þannig stjórna þeir landinu umhverfis, himninum yfir þeim auk allra náttúruauðlinda. Þetta er í raun ekkert nema fangelsi. Landfræðilega séð sundrar Ísrael Palestínu því landið þeirra liggur milli Gaza og Vesturbakkans. Ísrael dró sig frá Gaza, sem þeir höfðu hernumið, en á sama tíma leyfa þeir engum að koma þangað, engum að fara þaðan, engum að fljúga yfir og þeir leyfa engin samskipti milli Gaza og Vesturbakkans, né heldur neinum þaðan að fara til Jerúsalem.“

HEIMILISTÆKJADAGAR Í

20% AFSLÁTTUR

fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420

Mufeed Shami, nýskipaður sendiherra Palestínu á Íslandi, hefur aðsetur í Osló en hans ósk er að með tímanum fái Ísland sitt eigið sendiráð í ljósi þess að sambandið milli landanna sé mjög sterkt og vegna þess að Ísland tók það mikilvæga skref að viðurkenna Palestínu árið 2011, eitt fárra ríkja í Evrópu. Ljósmynd/Hari

Utanaðkomandi öfl valda sundrung Það hefur verið rætt í alþjóðasamfélaginu að friðarferlinu hafi verið ógnað vegna stríðandi fylkinga innan Palestínu, milli Hamas, stjórnmálasamtaka Gaza svæðisins og Fatah, stjórnmálasamtaka Vesturbakkans. Mufeed er ekki á sama máli. „Eftir Íraksstríðið var utanríkisstefna Bandaríkjanna sú að öll ríki yrðu að verða lýðræðisríki. Og það voru settar kosningar í Palestínu. Kosningarnar voru löglegar, lýðræðislegar og mjög gegnsæjar og Hamas vann. Fólkið kaus Hamas til að mynda ríkisstjórn og vera við völd í fjögur ár og það var það sem átti að gerast. Þetta var árið 2006 en allur heimurinn, Evrópa, Bandaríkin og Arabaheimurinn skar á alla fjárhagsaðstoð til Palestínu. Í 18 mánuði fór ekki ein króna inn í Palestínu. Þar sem útkoman var ekki eftir þeirra höfði þótti hún ekki lýðræðisleg. Í kjölfarið horfði fólk í Palestínu upp á hungur og eymd og var mjög reitt. Hamas vildi stjórna því fólkið hafði valið Hamas, en forsetinn vildi ekki hafa Hamas og fólkið ekki lengur því það ríkti neyðarástand. Palestínu var refsað á þennan hátt af alþjóðasamfélaginu. Ég myndi því ekki segja að það séu innri átök í Palestínu sem valda sundrunginni milli fylkinga í Palestínu heldur séu það utanaðkomandi öfl.“ Eitt þessara utanaðkomandi afla er Ísrael. „Ísrael hefur alltaf unnið að því að sundra Palestínu en á sama tíma setjum við á Vesturbakkanum 58% af öllum okkar fjármunum til Gaza. Við höfum aldrei gefist upp á því og myndum aldrei gera það. Allir opinberir starfsmenn Gaza fá sín laun frá Vesturbakkanum en þar að auki útvegum við þeim eldsneyti, heilsugæslu og menntun. Hamas hefur aldrei

verið á móti sanngjarnri lausn, þeir bara fengu aldrei tækifæri til að vinna með okkur. Það sem hefur sundrað palestínsku þjóðinni eru landamæri og utanaðkomandi afskipti, ekki borgarastyrjöld. En nú er kominn tími til að standa saman. Við erum hætt að hlusta á aðra því það hefur ekki borið árangur. Vonandi munum við ná samkomulagi í næstu viku, mynda stjórn og undirbúa kosningar.

Þurfum að finna lausnina sjálf

Shami segir það augljóst mál að Ísrael hafi ekki áhuga á friðsamlegri lausn. „Nú hafa staðið yfir viðræður milli Ísraels og Palestínu með utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, í 9 mánuði, sem eiga undirbúa jarðveginn fyrir frið. Palestína hefur ekki fengið neitt út úr því. Á þessum tíma höfum við misst enn meira land og Bandaríkin setja enga pressu á Ísrael sem er algjörlega ósveigjanlegt í viðræðunum. Það er nokkuð augljóst að Ísrael hefur ekki áhuga á friði núna en ég hef ekki hugmynd um hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Hann segir palestínsku þjóðina verða að einbeita sér að innanríkismálum áður en lengra sé haldið í friðarviðræðum. Mikilvægasta verkefni Palestínu í dag sé að verða sameinuð undir einni forystu. „Að sjálfsögðu er palestínska þjóðin orðin mjög þreytt. En á sama tíma er komin á legg ný kynslóð sem er menntuð og mjög hæf til að takast á við nýtt tímabil. Þó að engin lausn sé í sjónmáli í deilunni við Ísrael þá mun þessi kynslóð ekki sætta sig við óbreytt ástand. En eitt vitum við af reynslu, að engin mun finna lausnina fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


1 4 - 0 9 6 9 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

MÆTTU FYRR Í FRÍIÐ Vegna framkvæmda eru farþegar hvattir til að mæta tímanlega Vegna endurbóta við farangursflokkunarkerfið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar má búast við miklu álagi við innritun til 1. júlí. Um leið og við biðjumst velvirðingar á óþægindunum hvetjum við farþega til að mæta tímanlega í flugstöðina fyrir brottför. Innritun í morgunflug hefst nú kl. 4.30.

Mætum snemma og styttum biðraðirnar – Góða ferð!


36

fótbolti

Helgin 23.-25. maí 2014

Magnaðir á miðjunni Þrjár vikur eru þangað til flautað verður til leiks í fyrsta leik á HM í knattspyrnu í Brasilíu. Fréttatíminn tekur hér forskot á sæluna og skoðar tíu miðjumenn sem eiga eftir að láta að sér kveða á mótinu. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty

Paul Pogba, Frakklandi Aldur: 21 árs. Félag: Juventus (Ítalíu) Leikir á þessu tímabili/mörk: 49/9 Landsleikir/mörk: 8/1 Hefur verið líkt við Patrick Vieira, landa sinn. Það er ekki leiðum að líkjast því Vieira þótti einn besti miðjumaður sinnar kynslóðar. Vieira segir að Pogba sé hæfileikaríkari leikmaður en hann hafi verið og það er kannski ekki fjarri lagi; Pogba er svipað byggður og hann, sterkur og með langa leggi, en er að auki mun sókndjarfari en Vieira var nokkurn tímann. Hann er líka hörku skotmaður.

Andrés Iniesta, Spáni

Mesut Özil, Þýskalandi Aldur: 25 ára. Félag: Arsenal (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 39/7 Landsleikir/mörk: 53/17 Það er vandfundinn hæfileikaríkari knattspyrnumaður. Hann fer framhjá varnarmönnum eins og svigmaður, sér leiðir fyrir sendingar í gegnum vörnina sem enginn sér, leggur upp aragrúa af mörkum og skorar eitt og eitt sjálfur. Stóra spurningin er hvort hann verði í réttum takti þegar mótið hefst eftir langt og erfitt tímabil á Englandi, þar sem Wenger keyrði hann út í stað þess að hvíla á réttum augnablikum.

Steven Gerrard, Englandi

Yaya Toure, Fílabeinsströndinni Aldur: 31 árs. Félag: Manchester City (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 49/24 Landsleikir/mörk: 82/16 Yaya Toure var langbesti miðjumaður ensku Úrvalsdeildarinnar í vetur og hefur verið einn af þeim bestu í sinni stöðu í heiminum um árabil. Ótrúleg líkamsbygging gerir það að verkum að hann geysist fram og aftur um völlinn eins og eimreið og tæknin er ótrúleg miðað við svo stóran mann. Í vetur kom svo í ljós að hann er frábær í aukaspyrnum í ofanálag.

Aldur: 33 ára. Félag: Liverpool (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 36/14 Landsleikir/mörk: 109/21 Gerrard átti frábært tímabil í nýrri stöðu sem aftasti miðjumaður hjá Liverpool. Eftir að hafa látið Englandsmeistaratitilinn renna sér úr greipum þarf hann að komast yfir vonbrigðin og leiða sína menn áfram. Nú er hann gamli maðurinn í liðinu en eigi liðið að eiga möguleika á skilja annað hvort Úrugvæ eða Ítalíu eftir í riðlinum þarf hann að leika eins og ungur Gerrard; vítateiganna á milli með tilheyrandi látum.

Eden Hazard, Belgíu

Aldur: 23 ára. Félag: Chelsea (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 49/17 Landsleikir/mörk: 43/5 Belgíska liðið er ótrúlega spennandi og ljóst að margra ára uppbyggingarstarf er farið að skila sér. Hazard er stjarnan í liðinu, hann er tían sem á að láta áhorfendur rísa úr sætum þegar hann fer af stað með boltann. Hazard hefur verið í hálfgerðu stríði við Mourinho hjá Chelsea sem vill að hann vinni meira fyrir liðið. Í þessu liði þarf Hazard ekki að hugsa eins mikið um varnarvinnuna. Nú þarf hann að skila mörkum og stoðsendingum.

Aldur: 30 ára. Félag: Barcelona (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 52/3 Landsleikir/mörk: 95/10 Það vantar ekki miðjumenn í lið Spánverja sem eiga titil að verja. Iniesta hefur stundum verið kallaður „vanmetnasti leikmaður heims“ vegna þess að hann fær ekki jafnmikla athygli og margir félaga hans í Barcelona og spænska landsliðinu. Hann er með afburða leikskilning, frábæra tækni og þótt hann skori ekki mikið þá hefur hann einstakt lag á að dúkka upp á réttum augnablikum.

Arturo Vidal, Chile Aldur: 27 ára. Félag: Juventus (Ítalíu) Leikir á þessu tímabili/mörk: 46/18 Landsleikir/mörk: 53/8 Þessi tikkar í öll boxin. Hann tengir saman vörn og sókn og þeysist markteiga á milli í 90 mínútur. Það er eitt að geta hlaupið en Vidal skilar einhverju á báðum endum vallarins. Hann er lunkinn spilari sem býr til sóknir og færi en hann er líka hörku tæklari og brýtur niður sóknir andstæðinganna á hinum enda vallarins.

Arjen Robben, Hollandi Aldur: 30 ára. Félag: Bayern München (Þýskalandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 45/21 Landsleikir/mörk: 73/22 Robben er kannski ekki allra en það getur enginn efast um hæfileika hans. Hann dansar framhjá varnarmönnunum og lætur svo vaða með sínum magnaða vinstri fæti. Til að strá salti í sár andstæðingana lætur hann þetta meira að segja virka auðvelt.

Oscar, Brasilíu Aldur: 22 ára. Félag: Chelsea (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 47/11 Landsleikir/mörk: 29/9 Brasilíumenn hafa ekki spilað alvöru landsleik í lengri tíma af því þeir tóku ekki þátt í undankeppni fyrir HM. Það er því erfiðara að spá nákvæmlega fyrir um byrjunarlið þeirra en margra annarra þjóða. Nær öruggt má þó telja að Oscar verði falið það hlutverk að tengja saman miðju og sóknarlínu liðsins. Hann hefur alla kosti sókndjarfs miðjumanns, hann er leikinn, snöggur og hefur auga fyrir sendingum.

Angel di Maria, Argentínu Aldur: 26 ára. Félag: Real Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 51/11 Landsleikir/mörk: 43/9 Hinn eldsnöggi og skemmtilegi kantmaður Angel di Maria verður í eldlínunni í Brasilíu. Í stað þess að vera ætlað að leggja upp mörk fyrir Ronaldo, eins og hann gerir hjá Real Madrid, á hann að búa til færi fyrir Messi og Agüero eða jafnvel Higuain eða Lavezzi ef þeim fyrrnefndu eru mislagðir fætur. Di Maria er athyglisverður leikmaður. Hann er ekki með neina stjörnustæla heldur setur bara undir sig hausinn og leikur leikinn.


BARA ÞÚ

OG NÁTTÚRAN

– ÓBYGGÐIRNAR KALLA – Blaðið TIVISTA

SUMARRaður

N.E.C

Nijme

gen

Allt fyrir útile guna útivistarfat naður

GURS ÁRAN GÓÐS NIKE MEÐ NGRA ÐU LE – NÁ

FJALLAFÉ LAGIÐ on, leikm Pálss Victor ússon ugur l: Guðla Kjartan Magn Móde i: yndar Ljósm

T, ÚTIVIS OLTI IRUNDÐA B T STA OG FÓ D T N R U S ERSPO T N I A Í NÝJ INU BLAÐ AÐU SKOÐ Á IÐ BLAÐ t.is por inters

GLEÐILEG T Ú

0 29.99

OR IX

11.990

2.290 2 PÖR Í

V FG

Al1l9t.99f0yrir fótboltann!

0 32.99

3.490

6.990

0 10.49

HUMMEL

PH ENOM rðir. HYPERVas astæ

NIKE GK JR MATC Markmannshans H ELON Stærðir:

kar. 4, 5, 6, 7, 8.

r. Barn

askó

Takk

PH ENOMrðir. astæ HYPERV r. Barn

FRÁBÆRT VERÐ!

NIKE MERC UIAL SHELL

Stærðir:

MEÐ NGRI U ÁRA NÁÐ

!

3.990

3.990

3.490

RAPID NEON

NIKE

NIKE

Í INTERSPORT

0 11.99

Takkask reimum.ór með frönskum Barnastærðir. rennilás /

8.490

HM

BOLTINN

UKEM UR Á FÖST MAÍ DAGI NN 23.

i og á gras a vel IER rðir. PREM r sem hent. Herrastæ rskó t útlit ir leðu klassísk Mjúk igrasi, gerv

NIKE um að fætin ugst vel fyrir stöð FG móta aðir fyri 7. RI III efni fni sem hannðir: 41-4 41 MAESTkanga-litesérstaklega ir. Stær CTR360 skór úr arnir eruLitur: Rauð NIKE er frábær ika.. Takk ingum. eika 360 i í snún CTR r stöðugle æmn og veitiog nákv leika

Y IV r góðan gefu VICTOR r sem URIAL ileðu tt gerv MERCargo gott

rðir. ngar og endi Barnastæ Létt ika. stöðugle

hluti nn. Efri taklega TOM miðjume r eins PHAN arsinnaðam sem fellu i í efnu ENOM eða sókn tækn er ný armenn HYPERV sem sókn r fyrirNIKE Skin rrðir. úr Herrastæ Hannaðu ins er skós fætinum. vel að

NIKE

0 12.49

Má Guðmu ndsson

Samstarf Intersport við Fjölni, NIKE Hauka og UMFA Fótboltaskó r

ngi. og a búni útím fætinum í nútím að rskórinn vel i leðu taklega klassískr sig eins O TIEMP gamli góðisem laga rðir. astæ NIKE Legend er úruleðri Herr keng po Tiem inn er úr þægindi. Skór r mýkt og eyku

D LEGEN

. num fisl ttu á velli úr fislé þinn nn er a þi hluti r hrað VAP eyku gripi. Efri rðir. arks . Herrastæ URIALltaskór sem MERC r fótbo ótbo t að ná hám sig vatn NIKE ga léttuþér kleyp ur ekki í gera sem dreg Einstakle arnir Takk gerviefni teijin

RT FRÁBÆ ! Ð R VE

9.990 2Fjöl nismann

0 34.99

NIKE

Örvar Þór Ólafsson gef ur góð ráð Haglöfs Viðtal við Jón Ólympíum Margeir ótsmeista ra í sundi Viðtal við Gunnar

Legghlífar. S, M, L.

HARD

HM LIÐAS

HM liðasett

ETT

. Barnast ærðir.

ADIDAS BRAZU

HM-fótboltinn.

ADE

CA

Stærðir:

3, 4 og 5.

igrasskó

Gerv

O RIOSvartir. t r: TIEMP ur: NIKEigrasskór. Litu rðir. Gerv astæ Barn

VÖRUR ALLAR DSHÖFÐA BÍL FÁST Á l á Akureyri minna

úrva ossi og Self

NG TSENDI FRÍ PÓS LAND! UM ALLT

10 - 18.

13 - 17. SUN.18. LAU. 10 - 16. 10 -

. - FÖS. LAU. eða - 18. OPIÐ: MÁN S. 10 480 4611 / maí - 16. júní 2014 20. N. - FÖ / SÍMI ins er tími blaðs IÐ: MÁ SELFOSSI / OP INTERSPORT abrengl. Gildis a mynd - 16. 7220 I 58510 - 18. LAU. 10 prentvillur og/eð / SÍM ra um FÐA MÁN. - FÖS. birt með fyrirva eru DSHÖ / OPIÐ: T BÍL 460 4890 Sævarsdóttir. Öll verð ís SPOR I / SÍMI INTER RT AKUREYR Ábyrgðarmaður: Brynd RSPO INTE

n og Hönnu

: EXPO yndun ljósm

-

t. r endas n birgði á meða

23.990

PAKKA

RT FRÁBÆ ! Ð R E V

TAFIR GÖNGUS VERÐ! T R Æ FRÁB

5.990

4.990

0) rð: 10.99 (Fullt ve

) rð: 5.990 (Fullt ve

MCKINLEY EVERYDAY FUNCTION THORN STAFIR P1

Göngusokkar, ullarblanda, 2 í pakka. Litir: Svartir og bleikir. Dömustærðir.

Stillanlegir göngustafir. Litur: Bláir, grænir, rauðir.

RT FRÁBÆ ! Ð VER

6.990

MCKINLEY CRXSS 15 L

PRIMUS KOK TWIN

Góður dagspoki. Litur: Blár. 15 L.

Með tveimur hellum.

9.990 18.990

SCARPA MOJITO

Góðir útivistarskór. Margir litir. Dömu- og herrastærðir.

S TILBOÐ ! Ð VER

46.990

) rð: 8.490 (Fullt ve

0) rð: 56.99 (Fullt ve

18.990 MCKINLEY MAGNE /MALIN

Kvartbuxur með góðri öndun úr EXODUS útivistarefni, 2 renndir hliðarvasar. Dömustærðir. Litur: Drapplitar. Herrastærðir: Litir: Svartar, drapplitar.

MCKINLEY RANDI

Dúnjakki með áfastri hettu vindheldur og vatnsvarinn. 90/10 dúnn. Litir: Svartur, rauður, grænn. Dömustærðir.

MCKINLEY MAGNE/MALIN

Útivistarbuxur með góðri öndun úr EXODUS útivistarefni. Hægt að renna skálmum af. Dömustærðir. Litir: Drapplitar, svartar. Herrastærðir. Litir: Svartar, drapplitar, bláar.

MCKINLEY RODERIK

Vindþéttur dúnjakki 90/10 dúnn. Litur: Dökkblár. Herrastærðir.

SCARPA HEKLA/LADAKH

Slitsterkir útivistarskór úr leðri. Stífur WIBRAM sóli gefur gott grip. GORETEX vatnsvörn. Litur: Brúnir. Dömu- og herrastærðir.

EXPO • www.expo.is

Borgaðu vaxtalaust innan 14 daga eða með raðgreiðslum í verslun Intersport á Bíldshöfda INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


38

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 13.05.14 - 20.05.14

viðhorf

Nú er það brúnt

Þ

HELGARPISTILL

1

Skuggi sólkonungs Ólafur Arnarson

2

20 tilefni til dagdrykkju Tobba Marinós

Jónas Haraldsson

Frosinn - Þrautir Walt Disney

4

Lost in Iceland mini Sigurgeir Sigurjónsson

5

Lífsmörk Ari Jóhannesson

6

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

7

Dægradvöl Benedikt Gröndal

8

9

Verum græn - Ferðalag í átt að

10

Eða deyja ella Lee Child

155 Ísland áfangastaðir.. Páll Ásgeir Ásgeirsson

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

3

Helgin 23.-25. maí 2014

Það er ekkert grín að vera stjórnmálamaður. Fyrir utan það að hafa atvinnu af því að rífast við sessunauta sína, yfirleitt hið geðslegasta fólk, og hitta viðkomandi síðan yfir kjötbollum í mötuneytinu og láta eins og ekkert hafi í skorist, þurfa þeir að vanda sig sérstaklega í klæðaburði – en kannski ekki eins svakalega og Lars Løkke Rasmussen, formaður danska stjórnmálaflokksins Venstre. Fjölmiðlar þar í landi greindu nýverið frá því að Lars Løkke hefði viljað hafa til skiptanna í þinginu og því hefði hann látið flokk sinn splæsa á sig sparifötum fyrir þrjár milljónir króna. Formaðurinn fær því varla athugasemdir þingforseta vegna klæðaburðar. Kjólakaup Guðrúnar Helgadóttur, sem fyrst kvenna gegndi embætti þingforseta, blikna í þessum samanburði. Karlar sem fram til ársins 1988 höfðu verið þingforsetar mættu alltaf í jakkafötum með bindi. Vandi Guðrúnar var hins vegar sá að meiri kröfur voru gerðar til klæðaburðar kvenna en karla í háum embættum. Því varð Guðrún að fá lán hjá launagreiðanda sínum svo hún gæti gegnt tignarstöðunni með sóma. Kjólakaupalánið var umtalað í samfélaginu á sínum tíma og ýmsir urðu til að gagnrýna þingforsetann – sem væntanlega vildi bara vera þingi og þjóð til sóma. Þessi tími er löngu liðinn og nú þurfa karlar í hópi þingmanna ekki lengur að hnýta bindi um háls sér áður en þeir mæta í vinnuna og konur geta mætt í buxum, þurfa ekki að leggja í dýr kjólakaup eins og Guðrún forðum. Enn gerir arftaki hennar á stóli þingforseta, Einar K. Guðfinnsson, þó athugasemdir við klæðaburð þingmanna, ekki síst kvenna. Frægt varð í jólamánuði ársins 2012, þegar hann rak sjálfan menntamálaráðherrann, Katrínu Jakobsdóttur úr lopapeysu sem hún klæddist. Það var svolítið sérstakt, miðað við árstíma að minnsta kosti. Vera kann að kyndingin í þinghúsinu sé bærileg en það er hráslagalegt í Reykjavík fimm dögum fyrir jól. Þá eiga menn að klæðast síðum nærbuxum innst og góðri lopapeysu, svo ekki sé minnst á flókainniskó. Fátt dugar síðan annað en gæruúlpa og ullarhúfa, hætti menn sér úr húsi. Forseta þótti þingið hins vegar setja niður við klæðaburð menntamálaráðherrans sem gegndi tilmælum hæstráðanda og fækkaði fötum. Hið sama höfðu þingmennirnir Oddný Harðardóttir og Árni Johnsen gert nokkru áður. Þau voru líka gómuð í lopapeysu. Öngvu virtist það skipta Vestfjarðajarlinn Einar K. þótt Katrín væri í „ægilega huggulegri peysu með vestfirsku lopapeysumunstri,“ eins og hún lýsti þessum hlýja fatnaði. Fátt er enda klæðilegra en vel prjónuð lopapeysa og væri sómi að því að þingmenn væru í slíkum peysum köldustu vetrarmánuðina. Gallabuxur eru ekki síður umdeildur klæðnaður þingmanna en lopapeysur. Það fékk Elín Hirst að reyna þegar henni var gert, á sumarþingi í fyrra, að

skipta um buxur en hún mætti til vinnu á Alþingi í bláum gallabuxum. Það mátti Einar Vestfirðingur samt eiga að hann leyfði þingkonunni að klára ræðuna í buxunum. Eftir að Elín hafði farið úr þeim (og í annað) kvaddi hún sér hljóðs, í miðri efnahagsumræðu, og flutti tölu til varnar gallabuxum. Líklegt er að hún hafi einkum mælt til þingforsetans, flokksbróður síns, þegar hún bað þingmenn vinsamlegast að passa sig á því að verða ekki of forpokaðir. Í þingræðu sinni skýrði Elín það fyrir þingheimi að þrátt fyrir það að gallabuxur væru hannaðar og seldar af öllum helstu tískuhúsum heims væru þær alltaf settar skör neðar í virðingarstiganum en aðrar buxur. Þær þættu ekki nógu fínar, og breytti þar engu þótt stífstraujaðar væru, vegna þess að gallabuxur hefðu löngum verið tákn kúreka og hafnarverkamanna. Elín lét ekki þar við sitja heldur andmælti því misrétti sem viðgengist á hinu háa Alþingi að þar mættu þingmenn vera í rauðum, grænum og jafnvel drapplituðum gallabuxum – en ekki bláum. Sá litur ætti, ef grannt er skoðað, heldur að gleðja þingforsetann – en það er önnur saga. Elínu var misboðið þótt hún hlýddi fyrirmælum forseta, rétt eins og Katrín, Oddný og Árni áður. Á það má líka benda að Alþingi á að endurspegla samfélagið og því ættu með réttu að vera þar, innan um lögfræðinga og ýmsa aðra fræðinga, hafnarverkamenn og kúrekar. Elín var fín í tauinu þegar hún var fréttastjóri á skjám landsmanna en þess utan hefur hún væntanlega verið í peysu og gallabuxum, rétt eins og flestir kollegar í fjölmiðlastétt. Auðvitað eiga menn að klæða sig eftir tilefni en ætli það sé ekki nokkuð langt gengið að banna þingkonu að klæðast tískubuxum, svo ekki sé minnst á lopapeysu með vestfirsku munstri. Svo flott peysa getur ekki talist neitt annað en viðhafnarbúningur. Gott er að minnsta kosti að vera í vinnu þar sem enginn gerir athugasemd við það þótt mætt sé í gallbuxum, hvort heldur eru bláar eða í öðrum litum. Þó verður maður að vanda sig þegar kemur að litavali. Að því komst ég í liðinni viku þegar ég mætti í vinnuna í bláum gallabuxum, svörtum sokkum og brúnum skóm. Yngri sonur minn og samstarfsmaður gerði alvarlega athugasemd við sokkavalið, sagði svarta alls ekki ganga við brúna skó. Best væri að vera í brúnum sokkum, ella í fjörugum lit – bara ekki svörtum. Hann nefndi ekki hvíta enda eru þeir víst útlægir. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ég hélt í einfeldni minni að svartir sokkar gengju við allt. Ég er því kominn í sömu stöðu og Lars Løkke og Guðrún Helgadóttir og þarf að endurnýja fataskápinn, starfs míns vegna. Það er samt huggun harmi gegn að þurfa aðeins að leggja út fyrir brúnu sokkapari en ekki fínum kjól – svo ekki sé minnst á jakkaföt fyrir þrjár milljónir.


menning 39

Helgin 23.-25. maí 2014  TónlisT Dagskr á byggð á sönglögum k arls OTTós runólfssOnar

Gekk ég aleinn Tónlistarhópurinn KÚBUS vakti athygli þegar hann lék Kvartett um endalok tímans fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói í haust. Nú er komið að öðrum viðburði hópsins í Iðnó næstkomandi sunnudag, klukkan 20, undir heitinu Gekk ég aleinn. Viðburðurinn nú er stærri að umfangi og hefur undirbúningur tekið um eitt ár. KÚBUS fékk til liðs við

sig Hjört Ingva Jóhannsson píanóleikara, tónskáld og meðlim í hljómsveitinni Hjaltalín til að útsetja og semja dagskrá byggða á sönglögum eftir Karl Ottó Runólfsson. Söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Jón Svavar Jósefsson baritón túlka lögin ásamt kammerhóp og Friðgeir Einarsson leikstjóri hefur umsjón með sviðsetningu.

KÚBUS langar, að því er fram kemur í tilkynningu, að varpa nýju ljósi á lög Karls Ottós sem eru samin í einstökum og persónulegum stíl og búa yfir sannri og djúpri rómantík þar sem dramað fer alla leið. Mörg þeirra eru þekkt og dáð en hópurinn lagðist yfir allt höfundarverk Karls og gróf einnig upp óþekkta og gleymda gimsteina. - jh

Dagskrá KÚBUS á sunnudaginn byggir á sönglögum eftir Karl Ottó Runólfsson.

Michel Butor.

Sýning helguð Michel Butor

Sýning á bókverkum Michels Butor og tólf listamanna verður opnuð í Þjóðarbókhlöðu á Listahátíð í Reykjavík á mánudaginn, 26. maí klukkan 16. Michel Butor er sagður einn af fremstu höfundum hóps sem umbylti skáldsögunni í Frakklandi um 1960 undir merkjum nýju skáldsögunnar („nouveau roman“). Butor hætti að skrifa skáldsögur á sjöunda áratugnum. Síðan hefur hann skrifað mjög mikið af ritgerðum, ljóðum, ferðasögum og alls kyns tilraunatextum. Áratugum saman hefur hann einbeitt sér að textum fyrir myndlistarbókverk, hefur gert fjölda slíkra verka með afar mörgum myndlistarmönnum og haldið fyrirlestra um bókverk víða. Sýningarstjóri er Bernard Alligand sem hefur valið á sýninguna bókverk tólf listamanna sem hafa unnið með Michel Butor. Frumkvæði að verkefninu á Sigurður Pálsson skáld sem hefur jafnframt unnið bókverk með Bernard Alligand. Þeir Sigurður og Alligand sýndu fyrsta sameiginlega bókverk sitt í Þjóðarbókhlöðunni árið 2007. Sýningin stendur til 29. ágúst. Við opnunina flytja ávörp Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands, Sigurður Pálsson og Michel Butor.

Stórsveitamaraþon í Hörpu

Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni á veitingastaðnum Munnhörpunni í tónlistarhúsinu Hörpu á sunnudaginn klukkan 13-16. Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í um það bil 30 mínútur. Að þessu sinni koma eftirfarandi stórsveitir fram: Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar, Stórsveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar og Stórsveit Öðlinga. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í 18. sinn en þessi skemmtilega uppákoma er þáttur í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Dagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 120. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir.

sumaríslendingar Upplifið sól og sumaryl með ekta rjómaís með kókos, ástaraldin, mangó og súkkUlaðidropum


40

útivist og hlaup

Helgin 23.-25. maí 2014

Þegar fólk byrjar að hlaupa eftir 35 ára aldur má búast við því að breytingar á sinum og vöðvum séu hægari en þegar við erum 16 ára og því mikilvægt að setja sér hófleg markmið, ætla sér að ná markmiðum á löngum tíma.

Aðalheiður St. Eiríksdóttir er í nokkrum gönguhópum og gengur reglulega á fjöll. Að hennar mati er allar gönguleiðir skemmtilegar, aðeins mis erfiðar og langar.

Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Góð ráð til að forðast álagsmeiðsli Mikilvægt er fyrir alla hlaupara að gefa sér góðan tíma til að ná árangri. Annars er voðinn vís og aukin hætta á meiðslum. Róbert Magnússon sjúkraþjálfari gefur góð ráð um hvernig á að æfa rétt og forðast álagsmeiðsli. Byrjum rólega

Allir sem byrja að hlaupa og hafa ekki samfelldan hreyfigrunn til einhverra ára eiga á hættu að byrja of hratt og setja sér of há markmið og hlaupa þar af leiðandi á vegg. Öll þjálfun byggir á því að betrumbæta vefi líkamans og byggja þá upp til að standast frekari álag. Ef álagið er of bratt hefur líkaminn ekki undan við að styrkja sinar og vöðva. Þreyta gerir þá vart við sig og hætta á meiðslum eykst. Þegar fólk byrjar að hlaupa eftir 35 ára aldur má búast við því að breytingar á sinum og vöðvum séu hægari en þegar við erum 16 ára og því mikilvægt að setja sér hófleg markmið, ætla sér að ná markmiðum á löngum tíma.

Stundum styrktarþjálfun

Styrktarþjálfun er mjög mikilvæg þeim sem stunda hlaup, sérstaklega þeim sem eru komnir yfir þrítugt og hafa ekki samfelldan hreyfigrunn en samfelldur hreyfigrunnur er þjálfun í einhverju öðru til margra ára.

ir 25 kílómetrar því líkaminn þarf reglulega hvíld þannig að hann nái að aðlagast aukningunni fyrri þrjár vikurnar. Þannig þarf að auka og minnka álag reglulega til að forðast einhæft og of mikið álag. Breytingar á milli vikna mega ekki vera meiri en 10 prósent.

Skokkum niður

Niðurskokk, eða rólegt skokk eftir hlaup, er góð leið til að draga úr álagi og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig rólega eftir æfingu. Hlaup í vatni er einnig góð leið til að æfa meira hlaup án þess að auka álag á liðamót líkamans.

Góðir skór gera gæfumuninn

Góðir skór eru nauðsynlegir og göngugreining getur verið góð til að velja réttu skóna.

Teygjum á Mikilvægt er að hita vel upp fyrir hlaup eða að byrja fyrstu mínúturnar rólega. Teygjur eftir hlaup eru mikilvægar og draga úr þreytu og stirðleika eftir langar og erfiðar æfingar.

Höfum æfingarnar fjölbreyttar

Þ repask ipt æf ingaálag er mikilvægt en þá eru hlaupnir til dæmis 30 kílómetrar eina vikuna, 33 þá næstu og síðan 35 í þriðju vikunni. Í fjórðu vikunni eru hlaupn-

Róbert Magnússon sjúkraþjálfari. Ljósmynd/Hari

Gönguferðin þín er á utivist.is

Skoðaðu ferðir á utivist.is

Fjöllin eru forréttindi Aðalheiður St. Eiríksdóttir stundar fjallgöngur af miklu kappi og segir þá tilfinningu að standa á fjallstoppi engu líka. Hún mælir með því að byrjendur skrái sig í gönguhóp. Árangurinn skilar sér strax á fyrstu tveimur vikunum og þolinmæði og þrautseigja eru eiginleikar sem borga sig margfalt því upphafsbaráttan þarf bara að fara fram einu sinni. Besta leiðin til þess að halda sér í góðu gönguformi er að detta aldrei úr því.

A

ðalheiður St. Eiríksdóttir, göngugarpur með meiru, gengur reglulega á fjöll og segir hvert skref fullkomlega þess virði til að komast á fjallstopp og virða fyrir sér fegurð landsins. „Útsýnið í silfurtæru fjallaloftinu er frábært, þvílík fegurð og tign. Ísland er náttúruperla og það að standa á fjallstoppi og virða hana fyrir sér er engu líkt. Þetta er tilfinning sem hægt er að upplifa en ekki að útskýra. Hressandi heilsurækt og frískandi upplifun í kyrrð, fegurð og góðum félagsskap.“ Fyrir mörgum árum síðan stofnaði Aðalheiður gönguhópinn Týndir hálsar og hafa þau gengið víða um landið. Hún hefur einnig verið fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands frá Emstrum inn í Þórsmörk. „Svo hef ég líka verið leiðsögumaður hópa, með fjölskyldunni, vinum, vinnufélögum og öðrum. Ég er líka í tveimur öðrum gönguhópum, Toppförum og Fjallavinum, og eru það stórkostlegir göngufélagar,“ segir hún.

Allar gönguleiðir skemmtilegar

Aðspurð hver sé uppáhalds gönguleiðin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins segir Aðalheiður að allar leiðir séu skemmtilegar en mis langar og erfiðar. „Ótal fallegar gönguleiðir eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fjöllin allt um kring eru forréttindi sem vert er að njóta til hins ítrasta.“ Af mörgum skemmtilegum gönguleiðum þá segir hún mjög fallegt og skemmtilegt að ganga Bláfjallahrygg. Þá er gengið upp Suðurgil og eftir öllum Bláfjallahryggnum og endað á Vífilsfelli. „Mögnuð fegurð er á þessari leið allan ársins hring. Einnig er spennandi að ganga Blikadalshringinn; Dýjadalshnúkinn (722 m) og taka stefnuna á Háubungu (912 m) og svo til vesturs með stefnu á Kerhólakambinn. Svo áfram um Kambshorn og eftir Smáþúfum

og lág-Esjunni. Þetta eru um 23 kílómetrar sem er dágóð dagleið og reikna má fastlega með átta til níu tíma göngu en fer eðlilega eftir aðstæðum.“

Snæfellsjökull í uppáhaldi Eins og göngugarpi sæmir hefur Aðalheiður ferðast víða um Ísland. Einu sinni til tvisvar á ári fer hún á Snæfellsjökul sem er henni einkar kær. „Leiðin á Snæfellsjökul er gríðarlega skemmtileg og falleg enda er hann eitt formfegursta og sögufrægasta fjall landsins. Á björtum dögum er mjög víðsýnt af jöklinum og Snæfellsnesið blasir við í allri sinni dýrð, Faxaflóinn í suðri, Breiðafjörðurinn í norðri og Vestfjarðakjálkinn handan hans. Að ganga á jökulinn í björtu og góðu veðri er eitthvað sem gleymist aldrei.“

Úlfarsfellið gott fyrir byrjendur

Aðalheiður segir fjallgöngur að sumarlagi á Íslandi, í lítilli hæð, á flestra færi. Með því að ganga á fjöll hér í nágrenninu sé sjóndeildarhringurinn víkkaður og það kemur flestum á óvart hve útsýnið er fallegt af saklausum

fjöllum í Reykjavík. „Úlfarsfellið er mjög gott fyrir byrjendur. Ég mæli einnig með því fyrir byrjendur að skrá sig í gönguhóp. Það er fyrsti árangur allrar þjálfunar til þess að halda út í nokkrar vikur þar til formið er raunverulegra orðið betra. Árangurinn skilar sér strax á fyrstu tveimur vikunum. Þolinmæði og þrautseigja eru eiginleikar sem borga sig margfalt því upphafsbaráttan þarf bara að fara fram einu sinni. Besta leiðin til þess að halda sér í góðu gönguformi er að detta aldrei úr göngufromi. Sjálf þekki ég nokkra göngugarpa sem eru komnir yfir 75 ára aldur og sumir yngri göngugarpar hafa ekki roð í þá. Þetta segir manni og kennir að best er að byrja strax.“

Virðing við náttúruna

Aðalheiður leggur áherslu á að göngufólk læri að umgangast náttúruna og beri virðingu fyrir henni og sínu nánasta umhverfi, klæði sig eftir veðri, hlusti á veðurfregnir áður en lagt er í ferðalög. „Þegar gengið er á stærri fjöll og jökla á Íslandi er nauðsynlegt að njóta leiðsagnar fagmanna þar sem veður getur breyst á svipstundu.

Hér fyrir neðan er listi til viðmiðunar yfir útbúnað og nesti. Slíkt fer þó eftir gönguþörfum hvers og eins en er ekki eitthvað sem keypt er strax.

LiSTi fyrir fjALLAferðir

NeSTið

 Góðir gönguskór.  Ullar- eða flíspeysa og aukapeysa þegar kalt er.  Vatns- og vindheldur jakki og buxur, helst öndunarfatnaður.  Legghlífar.  Góðir göngusokkar úr ull.  Góðir vettlingar, ullar vel vatns heldir með innri vettling úr flís.  Hlý húfa.  Bakpoki 30 til 50 lítra.  Göngustafir, sólgleraugu, helst skíðagleraugu og sólarvörn

 Vatn, gott er að blanda bragðefni eða enn frekar orkuefnum í vatnið.  Samlokur, sælgæti og orkuríkt fæði.  Nokkur súkkulaði eða orkustykki.  Heitt drykkjarvatn er góður val kostur á köldum dögum.


42

útivist og hlaup

Helgin 23.-25. maí 2014

Spennandi hlaup í sumar

O

ft getur verið hvetjandi að stefna að þátttöku í hlaupi og æfa sérstaklega með það í huga. Fjöldamörg hlaup af ýmsum gerðum verða haldin víða um land í sumar. Því er um að gera að skoða dagskrána og finna hlaup við hæfi. Á vefnum hlaup.is eru upplýsingar um hlaupin í sumar og ýmis annar fróðleikur fyrir hlaupara. Eftirfarandi eru nokkur af hlaupum sumarsins.

5. júní

25. júlí

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins. 3 og 10 km. Ræst klukkan 19 við Skógarhlíð 8 í Reykjavík.

Fáskrúðsfjarðarhlaupið. 10 km og 21 km. Hlaupið er frá Franska spítalanum og út með norðurströnd Fáskrúðsfjarðar.

7. júní

26. júlí

Mývatnsmaraþon. 3 km, 10 km, hálft og heilt maraþon. Hlaupið í kringum Mývatn. Ræst og endað við Jarðböðin. Skráningu lýkur föstudaginn 6. júní klukkan 18.

Botnsvatnshlaupið á Húsavík. 2,6 km og 7,6 km hlaup eða ganga. Hefst klukkan 12 við norðvestanvert Botnsvatn sem er einn af útivistarstöðum Húsvíkinga.

9. júní

28. ágúst

Hvítasunnuhlaup Hauka. 14 km og 17,5 km utanvegahlaup um uppland Hafnarfjarðar. Hefst klukkan 10 við Ásvelli.

Fossvogshlaupið. 5 km og 10 km. Hlaupagögn afhent í Víkinni frá klukkan 16 til 18.30. Þátttakendur eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima. KYNNING

H J Ó L AT Ö S K U R

Alveg ótrúlegt hvað Magnesíum Sport spreyið virkar hratt! Halldóra Matthíasdóttir þríþrautarkona er mjög ánægð með Magnesíum Sport spreyið frá Better You og notar það eftir allar æfingar. Sérstaklega finnur hún mikinn mun á endurheimt vöðva og bata eftir æfingar.

DOWNTOWN FARTÖLVUTASKA ULTIMATE 6 STÝRISTASKA

MESSENGER BAKPOKI

BACKROLLER CLASSIC

SÖLUAÐILAR Ellingsen, Fiskislóð 1 Kría Hjól, Grandagarði 7 Markið, Ármúla 40 Útilif, Glæsibæ og Smáralind heimkaup.is Skíðaþjónustan á Akureyri

Ég mæli eindregið með Magnesíum Sport spreyinu því það hefur hjálpað mér við endurheimt vöðva, þreytuverki og til að koma í veg fyrir krampa og harðsperrur.

í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, sími: 564 5040

Meira úthald BEETELITE örvar Nitric Oxide framleiðslu strax.

Bættir árangur íþróttafólks allt að 16-20%

Betra blóðflæði, 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar.

100% lífrænt Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur.

WE BEET THE COMPETITION Eitt skot = 6 rauðrófur Eitt skot = 6 rauðrófur

Fæst í apótekum, heilsubúðum og World Class. Til í tveimur bragðtegundum

Umboð: www.vitex.is

1 skot 30 mín. fyrir æfingar blandað í 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði 30 mín. eftir inntöku.

Halldóra Matthíasdóttir útibússtjóri breytti um lífsstíl árið 2008. Fyrst með því að breyta algjörlega um matarræði og tók því næst á hreyfingunni og byrjaði að hlaupa. Hún fór svo sitt fyrsta maraþon árið 2011 og tók einnig þátt í Laugavegshlaupinu og Jökulsárhlaupinu sama ár. Það var svo í upphafi árs 2012 að hún skráði sig í Ironman keppni í Cozumel í Mexíkó sem var haldin í lok nóvember. Í Ironman keppni synda þátttakendur 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa svo 42,2 km. Í kjölfarið fór hún því ei n n ig að æfa sund og hjólreiðar og lauk svo öðrum Ironman í Frankfurt í fyrra og er skráð í þann þriðja í Kalmar í Svíþjóð í ágúst.

Þríþrautarkonan Halldóra Matthíasdóttir æfir að meðaltali níu sinnum í viku notar alltaf Magnesíum Sport eftir æfingar.

Þreytan hvarf eins og dögg fyrir sólu! Halldóra æfir að meðaltali níu sinnum í viku, þrjár æfingar í hverri grein. „Eftir æfingar nota ég alltaf Magnesíum Sport spreyið því það hefur hjálpað mér verulega í „recovery“ eða endurheimt vöðva og minnkar líkur á krampa og harðsperrum. Ég hljóp um daginn með æfingafélögunum mínum frekar langt hlaup á laugardegi, eftir að hafa verið frá í nokkurn tíma vegna handleggs brots. Eftir hlaupið fékk ég mikla pirrings- og þreytuverki í sköflung og læri. Ég nuddaði vöðvana með Ma g nesíu m Sport spreyinu og fann þrey tuna og pirringinn strax líða hjá. Það var eiginlega alveg ótrúlegt hvað það virkaði hratt! Ég notaði líka Magnesíum Orginal spreyið á svæðið þar sem ég brotnaði á úlnliðnum og finnst það hafa hjálpað mér verulega í batanum,“ segir Halldóra.

Magnesíum Sport fæst á eftirtöldum stöðum: Lyfja, Lyf og heilsa, flest apótek, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Lifandi markaður, Tri, Systrasamlagið, valdar Hagkaupsverslanir, Þín verslun Seljabraut, Crossfit Reykjavík, Lyfjaver/Heilsuver og World Class, Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar má nálgast á www.gengurvel.is. Þegar magnesíum í olíuformi er borið á húðina er magnesíum upptakan allt að 100 prósent og því mun áhrifaríkari en þegar magnesíum er tekið inn í gegnum meltingarveginn. Þar af leiðandi er engin hætta á ónotum í meltingu. Þá er magnesíum í sprey formi er allt að fimm sinnum fljótara að skila sér út í líkamann. Líkaminn þarfnast magnesíum til að auka: Orku, jafna blóðflæði, auka upptöku kalks og hjálpa vöðvastarfsemi. Við nútíma matvælaframleiðslu og lifnaðarhætti hefur upptaka á magnesíum í gegnum fæðuna minnkað til muna.


44

útivist og hlaup

Helgin 23.-25. maí 2014 KYNNING

Miðnæturhlaup Suzuki – frábært sumarkvöld í Reykjavík

Betra að hreyfa sig úti en inni

M

argt bendir til þess að hollara sé að hreyfa sig úti en inni. Þegar sólin skín fáum við D-vítamín í kroppinn og svefninn verður betri sem hefur margvísleg góð áhrif á heilsuna. Þá mælist minna af streituhormóninu kortisól eftir hreyfingu utandyra en inni. Rannsókn sem gerð var fyrir þremur árum af vísindamönnum hjá Peninsula College of Medicine and Dentistry sýndi að andleg heilsa batnar til muna við það að stunda hreyfingu utandyra, sam-

anborið við innandyra. Æfingar úti gefa meiri orku og minnka reiði og þunglyndi. Þegar við hlaupum, göngum og hjólum úti á margs konar undirlagi er álagið á vöðvana fjölbreytt en ekki einhæft eins og þegar æft er á upphitunartækjum í líkamsræktarstöð. Það er líka hressandi að fá á sig vindinn og regnið ef þannig viðrar. Öll útivera gerir okkur gott svo þó við séum ekki nema nokkrar mínútur á dag úti að hreyfa okkur skipta þær máli og gera okkur hressari.

Það er að margra mati uppskrift að frábæru sumarkvöldi í Reykjavík að taka þátt í Miðnæturhlaupi Suzuki. Í fyrra tóku um 2.000 manns þátt í hlaupinu en samkvæmt viðhorfskönnun sem gerð var að hlaupi loknu myndu 96% þátttakenda mæla með hlaupinu við vini og ættingja. Erlendum þátttakendum hefur fjölgað ár frá ári og eru nú þegar á fjórða hundrað erlendra gesta skráðir. Hlaupið fer fram í 22. sinn kvöldið fyrir Jónsmessu, mánudaginn 23. júní. Miðnæturhlaup Suzuki hefst og endar í Laugardalnum og að því loknu er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þrjár vegalengdir eru í boði; hálfmaraþon, 10 km og 5 km. Leiðin í hálfu maraþoni liggur um Elliðaárdal

framvísun hlaupnúmers. Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum en það er mótaröð fimm hlaupa í Reykjavík þar sem hægt er að safna stigum og vinna til verðlauna. Nánari upplýsingar um mótaröðina má finna á www. marathon.is/powerade. Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki er í fullum gangi á vefnum www. marathon.is/midnaeturhlaup en þar má einnig finna allar nánari upplýsingar um hlaupið. Forskráningu á netinu lýkur sunnudaginn 22. júní, einnig er hægt að skrá sig á hlaupdag þar til hálftíma fyrir hlaup en þá er þátttökugjald hærra og eru því allir hvattir til að forskrá sig.

og Víðidal en einnig er hlaupið hjá Rauðavatni og gegnum golfvöllinn í Grafarholti. 10 km hlauparar fara hring í Elliðaárdalnum og 5 km hlaupa í Laugardalnum. Að mestu er hlaupið á stígum en allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt alþjóðlegum reglum. Fyrstu þrír hlauparar í hverri vegalengd fá verðlaun auk þess sem fyrsti hlaupari í mark í hverjum aldursflokki er verðlaunaður. Sigurvegarar í hverri vegalengd fá einnig glæsilegan Camelback drykkjarbakpoka og brúsa ásamt gjafabréfi í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Allir þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki fá auk þess vikupassa í líkamsrækt í Laugardalnum en bæði World Class og Hreyfing heilsulind bjóða þátttakendum frían aðgang gegn

Bætiefni og ofurfæða fyrir útivistina Mikið framboð er af alls kyns bætiefnum og ofurfæði sem sögð eru bæta líkama og sál.

Biotta rauðrófusafi nýtist betur í líkamanum

Gerður úr glænýjum lífrænum rauðrófum. Þessi safi er með sterku jarðarbragði en ískaldur verður hann sætur. Rauðrófusafi er einstaklega öflugur til að bæta heilsu og líðan fólks. Lækkar blóðþrýsting, eykur kraft og orku, virkar vel fyrir kynhvötina og getur hægt á elliglöpum. Rannsóknir sýna að keppnisfólk sem notar rauðrófusafa fyrir keppni eru oft dugmeiri og ná lengra, aukin súrefnisupptaka er oft ástæða þess.

Arctic Root kemur þér í gang

Ofurfæða í hylkum

Múltí sport orka í útivistina

Arctic root extra sterkt er fyrsta burnirótin á markaðinum og er framleidd í grænmetishylkjum svo að upptakan í líkamanum verði betri. Þegar það vantar viljann til að koma sér af stað í göngutúrinn, ræktina, sundið, golfið eða eitthvað sem þér þykir skemmtilegt, þá er Arctic Root extra sterkt rétta bætiefnið. Það virkar innan tveggja tíma frá inntöku, eykur einbeitingu, frumkvæði, lífsgleði og minnkar streitu.

100% náttúrulegt rauðrófu „extrakt“ fyrir alla sem vilja viðhalda góðri heilsu. Rauðrófan eykur blóðflæði, súrefnisupptöku, snerpu, orku, úthald og fitubrennslu og er því sérlega áhrifarík fyrir íþróttafólk. Notkun: 2 hylki á dag með mat. Beetroot fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar á: www.gengurvel.is

Múltí sport er blanda vítamína og steinefna fyrir alla sem njóta þess að hreyfa sig. Náttúrulegur orkugjafi, sem eykur orku og eflir súrefnisupptöku en það er eitt það mikilvægasta til að ná árangri og gefa okkur aukinn kraft. Skammturinn dugar í 1-2 mánuði. Múltí sport kemur okkur lengra.

Undirbúðu fæturna fyrir gönguna! Hvert sem leið þín liggur Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Heelen vörurnar má allar þvo og nota aftur og aftur, þær taka ekki óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar einfaldar í notkun og koma með góðum íslenskum leiðbeiningum.

Fæst í apótekum og Flexor stoðtækjaverslun.

Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.

Margnota hlífðarhúð Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga

Með sjálflímandi yfirborði. Hægt að sníða eftir þörfum, þvo og nota aftur og aftur.

Klædd tábergshlíf Mjúkur gelpúði hlífir táberginu gegn álagi og núningi.

Gelhettur fyrir tær Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að taka við álagi.

Gelhlíf fyrir hæl

Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur gelpúði hlífir hæl og hásin.

Liðhlíf fyrir litlutá Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi frá skófatnaði.


útivist og hlaup 45

Helgin 23.-25. maí 2014 KYNNING

Hlaup um öll hverfi New York borgar New York maraþonið er af mörgum talið skemmtilegasta maraþon í heimi. Hlaupið hefst á Staten Island og endar í Central Park. Þórey Gylfadóttir hefur tvisvar sinnum tekið þátt og segir það algjörlega frábært að upplifa stórborgina á hlaupum.

Þ

eir sem ætla sér að hlaupa maraþon ættu að stefna á New York maraþon því hlaupið er vægast sagt stórkostleg upplifun frá upphafi til enda,“ segir Þórey Gylfadóttir, hlaupari hjá hlaupahópi Fjölnis í Grafarvogi, sem tvisvar sinnum hefur hlaupið New York maraþon. Hlaupið fer fram 2. nóvember og í ár bjóða Bændaferðir í fyrsta sinn upp á hópferð í hlaupið. „New York maraþon er oft nefnt áhorfendamaraþon, enda eru mörg hundruð þúsund manns meðfram allri brautinni að fylgjast með og hvetja hlauparana áfram með hrópum og dynjandi tónlist. „You can do it“ eða „You are looking good“ heyrir maður gjarnan frá fólki sem horfir með gleði og aðdáun á okkur hlauparana,“ segir Þórey. Hlaupaleiðin, 42,2 km, liggur um öll fimm hverfi New York borgar. Frá Staten Island um Brooklyn, yfir í Queens, inn á Manhattan og þaðan yfir í Bronx og aftur inn á Manhattan, í Harlem áður en hlaupið endar í Central Park. „Það er ævintýri

líkast að hlaupa í New York og upplifa hversu ólík hverfin eru. Það var sérkennilegt að fara úr Brooklyn þar sem íbúar fagna hlaupurum með gleðilátum og hlaupa inn í hverfi strangtrúaðra gyðinga, þar sem allt féll skyndilega í dúnalogn því gyðingarnir stóðu hljóðir og horfðu á. Konurnar í kjólum með hárkollur og karlarnir í svörtum frökkum og virtist fátt um finnast þó gatan fylltist af rúmlega 50.000 hlaupurum. Það var einnig magnað að nálgast Manhattan og heyra óminn í áhorfendum sem voru meðfram First Avenue. Að enda svo í Central Park var topppurinn.“

Bæði fyrir byrjendur og lengra komna

Í New York maraþoninu er hlaupið heilt maraþon, 42,2 kílómetrar, og hentar það bæði þeim sem hlaupa hratt og ætla sér að slá persónuleg met, sem og þeim sem hlaupa eftir hjartanu og eru ekki með hugann við tímann en Þórey segir að byrjendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að vera stoppaðir af því brautin er

Þórey Gylfadóttir með hendur á lofti í New York maraþoninu. „Það er ævintýri líkast að hlaupa í New York og upplifa hversu ólík hverfin eru,“ segir hún.

opin í átta klukkustundir frá því hlaupið hefst.

Bændaferðir umboðsaðilar New York maraþons á Íslandi

Erfitt getur reynst fyrir almenning að komast að í svo vinsælu hlaupi eins og New York maraþonið er. Öruggasta leiðin er að bóka hjá umboðskrifstofum sem fá rásnúmerum úthlutað sem einungis eru ætluð til sölu í viðkomandi landi. Þannig er tryggt að til leiks komi hlauparar hvaðanæva að úr heiminum. Starfsfólk Bændaferða hefur

margra ára reynslu af skipulagningu hópferða í hlaup um allan heim. Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á hópferð í New York maraþonið. Hópurinn leggur af stað frá Keflavík föstudaginn 31. október og kemur til baka að morgni dags miðvikudaginn 5. nóvember. Gist verður á Comfort Inn Manhattan hótelinu en þaðan er aðeins nokkurra mínútna gangur að helstu kennileitum borgarinnar, eins og Times Square, Empire State Building, Madison Square Garden og Rockefeller Center. Fararstjóri verður Matt-

hildur Hermannsdóttir. Nánari upplýsingar um ferðina má nálgast á vefnum www. baendaferdir.is. Bændaferðir eru umboðsaðilar fyrir World Marathon Majors á Íslandi. New York maraþonið er eitt af þeim hlaupum. Hinar borgirnar eru  Tókýó  London  Berlín  Chicago  Boston Margir hlauparar hafa það að markmiði að safna þessum hlaupum.

Dýnudagar STARLUX OG MEDILINE HEILSURÚM Stærðir:

80 x 200 cm 90 x 200 cm 100 x 200 cm

20% afsláttur

30% afsláttur

120 x 200 cm 140 x 200 cm 160 x 200 cm 180 x 200 cm

20-40% afsláttur

Dýnur og púðar

Eggjabakkadýnur

sniðnir eftir máli eða sniðum. Með eða án áklæðis. Mikið úrval áklæða

mýkja og verma rúmið, þykktir og sófum í stöðluðum 4-6 cm. Tilvaldar í sumarhúsið, stærðum eða skv. máli ferðabílinn og tjaldvagninn

Yfirdýnur

Svampdýnur

Starlux springdýnur

20%

20%

20%

afsláttur

afsláttur

afsláttur

Mikið úrval af svefnstólum

Dýnud

standa

agar

til lok jú

ní.


46

ferðalög

Helgin 23.-25. maí 2014

 Sumarfrí VinSælar Sólarlandaferðir

Sólarstrendur sumarsins

Balos flói á Krít en annað árið í röð er boðið upp á sólarlandaferðir til þessarar fimmtu stærstu eyju Miðjarðarhafsins. Ljósmynd/Greek National Tourism Organisation

í

byrjun sumars fara fyrstu þotÞað fljúga urnar héðan í átt að baðströndrúmlega unum sem íslenskir ferðamenn hundrað þús- fjölmenna á þegar hlýna tekur í veðri. und íslenskir Sumarferðirnar hafa verið í sölu frá áramótum og forsvarsmenn stærstu farþegar ferðaskrifstofanna hafa sagt að fleiri út í heim sæti hafi selst núna en á sama tíma yfir sumarí fyrra. Það sést líka á heimasíðum fyrirtækjanna að nú þegar eru sumar mánuðina. brottfarir uppseldar. Framboð á klassLíklega eru ískum sólarlandaferðum hefur hins margir þeirra vegar aukist milli ára hjá Heimsferðum, Úrval-Útsýn og Vita og í ofan á lag er á leið á hóf norræna ferðaskrifstofan Nazar suðrænar starfsemi hér á landi í ár og býður upp slóðir því á rúmlega tvö þúsund sæti til Tyrksólarlandalands í sumar. ferðir eru Höldum tryggð við Spán stór hluti af Í gegnum tíðina hefur Spánn verið vinframboði sæll áfangastaður sólþyrstra Íslendferðaskrifinga. Á veturna er flogið að minnsta stofanna hér kosti vikulega héðan til Kanarí og Tenerife og á sumrin færist straumá landi. urinn yfir á meginlandið. Spænskir

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

strandbæir eru mjög áberandi á listum ferðaskrifstofanna og spilar þar inn í að flugsamgöngur milli Íslands og Spánar eru jafnan töluverðar frá vori og fram á haust. Þær takmarkast þó aðallega við Alicante og Barcelona en einnig er flogið til Madrídar. Í vélunum á leið til fyrrnefndu borganna verða því fjölmargir farþegar sem hafa keypt sér pakkaferð á sólarströnd í Katalóníu eða Costa Blanca. Að auki verður í boði leiguflug til suðurstrandar Spánar. Möguleikar íslenskra túrista á beinu flugi til suðurhluta Frakklands, Portúgals, Spánar og Ítalíu eru nánast engir en meðal frændþjóðanna er mikið úrval af ferðum þangað.

Nýjungar sumarsins Það tekur rúma sex tíma að fljúga á vinsælustu sólarstrendurnar í austurhluta álfunnar frá Keflavík. Flugið þangað kostar því meira en til Spánar og það er líklega ein helsta ástæða þess að íslensku ferðaskrifstofunnar hafa ekki boðið upp á margar ferðir til Grikklands, Tyrklands og Króatíu síðustu ár. En þó gerðist það í fyrra að gríska eyjan Krít komst á kortið á ný og hefur sú viðbót fengið góð viðbrögð hjá íslenskum ferðalöngum samkvæmt fréttum. Í ár bætast svo á ný við reglulega ferðir til Tyrklands. Úrvalið af sólarstrandaferðum er því nokkru betra nú en árin á undan og ekki má gleyma að einnig eru í boði alls kyns sérferðir til heitu landanna á vegum ferðaskrifstofa hér á landi. Á Túristi.is má sjá nánari upplýsingar hvert er hægt að halda í sólarlandaferð á næstu mánuðum.

Íslendingar fjölmenna á spænskar baðstrendur allt árið um kring. Ljósmynd/Islas Canarias

Rýmum fyrir nýjum vörum Reykjavík & Akureyri Föstudag & laugardag

20-50% afsláttur Öllum þykir vænt um náttúruna Í samstarfi við Rauða krossinn tökum við á móti notuðum rúmfötum. Föstudag & laugardag bjóðum við viðskiptavinum okkar auka 10% afslátt af rúmfötum á tilboði þegar komið er með notuð rúmföt.

Sendum frítt

úr vefverslun www.lindesign.is

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi


SENSEO

Nú í 36 púða pokum Takmarkað upplag

Nýjar glæsilegar Senseo vélar komnar


48 

fjölskyldan

Helgin 23.-25. maí 2014

LeikskóLadagur tugir LeikskóLa koma saman í r áðhÚsinu

Leikskólar kynna starfsemi sína Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is

Stóri leikskóladagurinn er haldinn í dag, föstudag, í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem á fjórða tug leikskóla sýna metnaðarfull þróunarverkefni og annað starf sem vert er að miðla til fagfólks og almennings. Leikskólar sveitarfélagsins Árborgar eru gestir Reykjavíkur á Stóra leikskóladeginum og munu fimm leikskólar þaðan sýna verkefni úr fagstarfinu.

Meðal leikskóla sem verða með kynningar er Heilsuleikskólinn Árbær í Árborg sem kynnir starfsemi sína, leikskólinn Klambrar vinnur með steinleir, Rofaborg kynnir verkefni um þjóðsögur og ævintýri, og Sælukot fræðir gesti um jóga fyrir börn og heldur hóphugleiðslu. Móðurmálssamtökin verða á staðnum og veita fræðslu um kennslu

tvítyngi, fjölmenningu og móðurmálskennslu tvítyngdra barna. Samhliða kynningum verða sex fagfyrirlestrar haldnir í Iðnó, meðal annars um lýðræði í leikskóla, leiklist og gæðastarf með ungum börnum. Sýningin í Ráðhúsinu opnar klukkan hálf tíu og þar verður sannarlega nóg við að vera þar til henni lýkur klukkan hálf fimm.

Frá Stóra leikskóladeginum í fyrra en hann er haldinn árlega í Ráðhúsinu.

Til hamingju með nýgerðan kjarasamning

Ú

Rafræn ráðgjöf er hafin á Stígamótum Stígamót bjóða nú upp á ókeypis rafræna ráðgjöf á heimasíðunni www.stigamot.is Hægt er að spjalla við ráðgjafa undir nafnleynd, sem vonandi auðveldar fólki að leita sér hjálpar. Aðeins þarf að smella á „Netspjall“ í hægra horni að ofanverðu á síðunni og komast þannig í samband við ráðgjafa. Ráðgjafar eru við alla virka daga kl. 10 - 16. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir nafn og netfang og ráðgjafi hefur samband næsta virka dag. Við hvetjum fólk eindregið til þess að nýta sér þessa nýju þjónustu.

Úr vörn í sókn

tbrunnin kennslukona eftir átta ár í kennslu. Aðeins 35 ára gömul, hætt störfum og farin að horfa í kringum sig eftir nýjum möguleikum. Lífsplanið frá bernsku sem sagt fokið út í veður og vind og hin mánaðarlega millifærsla upp á heil 250 þúsund í heimabankanum fyrir fullt kennslustarf endanlega að baki. Hún gaf mér góðfúslega leyfi til að vitna í reynslu sína sem hún trúði mér fyrir í búningsklefa í ræktinni. Erfiður unglingabekkur lagði hana endanlega að velli. Þessir ágætu einstaklingar höfðu náð að æfa hið fullkomna agaleysi þrátt fyrir markmið í öllum opinberum plöggum um hið gagnstæða í leik- og grunnskólum landsins og allar tilraunir til að ná tökum á hópnum voru dæmdar til að mistakast. Unglingspiltarnir glottu bara við tönn og gerðu nákvæmlega það sem þeim hentaði og þar á meðal var ekki að sýna ungri kennslukonu virðingu. Stelpurnar voru svosem þarna en gengu aðallega sjálfala, karlmennskan réði för. heimur barna Foreldrar skrifuðu æsingspósta yfir að einkunnir blessaðra ungmennanna væru hreinlega ekki nógu góðar. Námsbækurnar virkuðu ekki fyrir stóran hluta hópsins, sérlega ekki fyrir umrædda pilta og allar hugmyndir kennslukonunnar um að skipta óvinsælustu greinunum út fyrir verklegt fjör í smiðjum voru andvana fæddar. „Hvað með aðalnámskrána?,“ spurði skólastjórinn þreytulega. „Þú verður að kenna dönskuna til prófs.” Auðvitað gat hún ekki heldur hnikað til tímum í stundatöflunni því þá hefði kerfi hverfisskólans með einhver hundruð nemenda hvorki meira né minna en hrunið. Hún gafst upp fyrir páska. Efst í huga hennar var að hafa ekki haft frelsi til að fara eigin leiðir og síðan virðingarleysið sem hún skynjaði – daglega innan skólans og um hver mánaðarmót frá samfélaginu. Margrét Halló, íslenska þjóð. Við verðum að bretta upp ermar og breyta um hugsun. Kennarar á öllum skólastigum og allt annað starfsfólk skóla á eingöngu hið besta Pála skilið. Í harðri gagnrýni minni á öll „kerfi“ í skólamálum, gleymi ég alltof oft að tala Ólafsdóttir um fólkið sem vinnur þar innan, samherja mína sem ansi hreint margir vilja breyta ritstjórn@ einsleitum kerfum. Við skólafólk erum öll á okkar stað af þeirri einföldu ástæðu að við elskum börn og ungmenni. Af ástríðu viljum við sjá vellíðan og velgengni allra frettatiminn.is barna og hugsjónir okkar eru að skapa betri heim. Þetta hljómar mögulega einfeldningslega en svona er þetta nú bara. Ég get fullvissað alla um að launin voru EKKI ástæðan fyrir því að við völdum skóla sem starfsvettvang og launin fá okkur EKKI til að mæta í vinnu að morgni. Vinnutíminn er heldur ekki ástæðan því allir kennarar sem ég þekki, myndu þiggja með þökkum að vera lausir allra mála eftir klukkan fjögur á daginn eftir að hafa skroppið á kaffihús með vinunum í hádeginu eða lengt matartímann sinn til að ná ræktinni innan vinnutíma. Júní, júlí og ágúst eru heldur EKKI ástæðan því skólar standa langt fram í júní, þá er allur frágangur eftir og loks kalla skólar kennara inn snemma í ágúst á námskeið og undirbúning. Jóla- og páskafrí eru heldur EKKI ástæðan því fjölmargir kennarar vildu fremur geta tekið aukafrí á alvöru annatímum í vinnunni fremur en í kringum hátíðir þegar aðrir skjótast hvort sem er úr vinnunni í jólagjafakaup eða halda jólaveislu með vinnufélögunum. Úbbs, ég gleymdi að virðing fyrir kennurum og skólafólki eða lófatak samfélagsins er heldur EKKI ástæðan fyrir veru okkar í skólunum. Óekkí. Við skólafólk eigum hið besta skilið. Við eigum skilið frábær laun, virðingu samfélagsins og traust til að vinna vinnuna okkar, traust sem ég kalla frelsi frá ofstýrðum kerfum og fyrirmælum að ofan og aðalnámskrám og mínútutalningum. Við eigum skilinn stuðning foreldra þar sem við erum saman í liði, munum að börn foreldra búa líka í okkar hjörtum. Skólasamfélögin með stórum og smáum þola ekki átök og illindi og úlfúð. Þau eiga að snúast um gleði og jákvæðni og samstöðu. Þess vegna óska ég öllum til hamingju með nýgerðan kjarasamning. Launahækkunin er mikilvæg en mest er um vert að Kennarasambandið og Launanefnd sveitarfélaga setja núna skólaþróun og opnun á vinnuramma kennara í forgang. Nú er tækifæri fyrir okkur öll að sameinast um breytingar þar sem aukið frelsi, nýjar leiðir og ábyrgð allra eru grunnurinn. Hver veit nema kennslukonan í upphafi pistilsins eigi eftir að snúa til baka. Ég segi nú bara bravó og bravissimó fyrir okkur.

Skólasamfélögin með stórum og smáum þola ekki átök og illindi og úlfúð. Þau eiga að snúast um gleði og jákvæðni og samstöðu.

Nú er tækifæri fyrir okkur öll að sameinast um breytingar þar sem aukið frelsi, nýjar leiðir og ábyrgð allra eru grunnurinn.


Gleðilega Listahátíð

Mahler nr. 3 Fös. 23. maí » 19:30

Tryggið ykkur miða

Gustav Mahler Sinfónía nr. 3

„Þessi sinfónía verður ólík öllu öðru sem heimurinn hefur heyrt! Í henni finnur náttúran rödd sína,“ sagði Gustav Mahler um þriðju sinfóníuna sem er viðamesta tónsmíð hans.

Osmo Vänskä hljómsveitarstjóri Jamie Barton einsöngvari Kvennakórinn Vox feminae Stúlknakór Reykjavíkur Margrét Pálmadóttir kórstjóri

Þetta meistaraverk Mahlers hefur aðeins einu sinni áður hljómað á Íslandi. Því er það sannkallað fagnaðarefni að sinfónían heyrist nú í Eldborgarsal Hörpu undir stjórn hins frábæra hljómsveitarstjóra Osmo Vänskä sem einmitt hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir túlkun sína á Mahler. Flutningur á 3. sinfóníu Mahlers er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Látið ekki þetta einstaka tækifæri framhjá ykkur fara.

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » www.listahatid.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


50

matur & vín

Helgin 23.-25. maí 2014

 vín vikunnar

Bordeaux rauður Frakkland er vagga vínmenningarinnar og allir víngerðarmenn með sjálfsvirðingu miða vín sín við það besta þaðan. En það fer létt með að æra óstöðugan að ætla að skilja víngerð blessaðra Frakkanna. Það eru ótal héruð og undirhéruð, mismunandi uppskerur svo ekki sé talað um fjölda framleiðandanna sem langflestir eru með einhvern rosa flottan kastala á miðanum. Bordeaux er engin undantekning. Bordeaux býr að frábærum jarðvegi og afar heppilegu loftslagi og þar eru ræktuð mörg af bestu vínum veraldar en líka aragrúi af meðalvínum og örugglega fullt af ekkert sérstökum vínum. Þar er talað um vín ræktuð á „hægri bakkanum“ og „vinstri bakkanum“ en þó ekki á bakka sömu árinnar og svo er það svæðið á milli ánna tveggja, Dordogne and Garonne, auk svæðisins sem er eitt af aðalsvæðunum sunnan við Gironde sem er ós ánna tveggja. Einmitt á því svæði er Medoc héraðið þar sem framleidd eru mörg frábær vín eins og Château Margaux og Château Mouton Rothschild sem koma frá svæði sunnarlega í Medochéraðinu sem kallast Haut-Medoc. Sagt er að á þessum hluta Medochéraðsins séu framleidd fleiri frábær vín á hvern hektara en annars staðar í heiminum. Vín vikunnar er ágætis fulltrúi Haut-Medoc svæðisins þó það teljist ekki til dýrari og frægari vína svæðisins. Það hjálpar eflaust að 2010 var gott ár í Bordeaux. Bordeaux-blöndur eru yfirleitt bragðmikil vín með dökkum ávexti og sólberjum og frekar miklum tannínum sem þurfa tíma til að mildast. Það lýsir þessu víni ágætlega. Þó er það í léttari kantinum auk þess sem það er smá eik í því. Gott með fitumeira kjöti, sérstaklega ef það er grillað eins og lamba prime með fiturönd.

Chateau Hanteillan Gerð: Rauðvín Þrúga: Bordeaux blanda Uppruni: Frakkland, 2010 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.698

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Fréttatíminn mælir með

ritstjorn@frettatiminn.is

Föstudagspizzan Pizza sælkerans er bökuð úr Kornax brauðhveitinu

Cheddar ostar verða varla betri en þessir

Trivento Chardonnay Reserve

Ramon Roqueta Reserva

Appassimento Originale

Gerð: Hvítvín

Gerð: Rauðvín

Þrúga: Blanda af Merlot og Primitivo

Þrúga: Chardonnay

Þrúga: Blanda af

Uppruni: Ítalía

Uppruni: Argentína,

Styrkleiki: 14,5%

2013

Tempranillo og Cabernet Sauvignon

Styrkleiki: 13,5%

Uppruni: Spánn, 2008

Verð í Vínbúðunum:

Styrkleiki: 13,5%

Kr. 1.799 Ágætis Chardonnay frá Mendoza í Argentínu á góðu verði. Ferskt og sýruríkt með suðrænum ávöxtum. Ekta fínt á sólríku síðkvöldi og passar vel með fiskmeti hvers konar, t.d. laxi með vænum skammti af hollandaise-sósu.

Verð í Vínbúðunum:

Kr. 1.899 Spánverjarnir eru hrifnir af því að blanda saman hirðþrúgu sinni, Tempranillo, við hina erki frönsku Cabernet Sauvignon .Þetta vín hefur ágætis mýkt með ávexti og vanillu í bragði. Hér væri ekki úr vegi að fá sér góðan harðost eins og Primadonnu með.

Gerð: Rauðvín

Verð í Vínbúðunum: Kr. 6.599 3 lítrar Í þessu víni hefur hluti þrúgnanna fengið að þorna og þar með eykst áfengis- og sykurmagnið í víninu. Það er kröftugt og þétt og þú finnur fyrir tannínunum og gott að grilla heilmikið af rauðu kjöti og bjóða vinum í veislu þegar þú opnar kassann.

Uppskrift vikunnar

Klassískir kokteilar Það var fyrst á bannárunum í Bandaríkjunum, í kringum 1920-30, sem kokteillinn fór virkilega á flug. Þá neyddust barþjónar til að finna upp leiðir til að gera nánast ódrekkanlegt bruggið drykkjarhæft og helst ljúffengt til að halda viðskiptavinum ánægðum. Blöndur þessar reyndust svo vinsælar að þær lifa góðu lífi enn í dag og hafa borist um heim allan. Hér eru nokkrir klassískir og góðir sem vel þess virði er að prófa.

börum samkynhneigðra á áttunda áratugnum.

Mint Julep

Hálffyllið kokteilhristara með ísmolum og hellið vodkanu, líkjörnum, trönuberjasafanum og límónusafanum út í. Hristið og síið svo í kælt martiniglas og skreytið með límónusneið á glasbrúninni.

Drykkurinn á rætur sínar að rekja til suðurríkja Bandaríkjanna þar sem eigendur plantekranna sátu á veröndinni og sötruðu hann bróðurpart dagsins. 1-2 msk. af sykursírópi 15 myntulauf Mulinn ís eða ískurl 6 cl Bourbon viskí (Jack Daniel’s) Setjið myntulaufin í glasið og bætið sykursírópinu við. Merjið varlega, það er líka ágætt að nudda myntuna létt í höndunum áður en hún fer í glasið til að losa um olíurnar. Mikilvægt er að fara varlega með myntuna og alls ekki að merja hana mikið. Myntan er viðkvæm og verður bitur ef hún er of mikið marin. Kúffyllið glasið af ískurli og hellið vel af bourbon yfir ísinn. Gott er að hræra létt upp í drykknum, annað hvort með röri eða skeið. Þannig blandast sírópið og myntan saman við bourbonið svo úr verður frábær blanda.

Mojito Mojitoinn er með frægari útflutnings-

vörum Kúbu en dregur þó nafn sitt af afríska orðinu mojo sem þýðir eitthvað á þá leið að vera tekinn töfrataki. 4 mintulauf 1 teskeið sykursíróp Safi úr heilli ferskri límónu 6 cl ljóst romm Ísmolar Sódavatn Límónubátur til skreytingar Blandið saman myntulaufunum, sykursírópinu og límónusafanum í hátt glas. Merjið myntulaufin þannig að olían í þeim losnar úr læðingi og blandast við sírópið og límónusafann. Passið að merja ekki of mikið því þá verður myntan bitur á bragðið. Fyllið glasið af klaka og hellið síðan romminu yfir og hrærið vel. Fyllið svo upp með sódavatninu og skreytið með límónubáti og myntugrein.

Cosmopolitan Þessi kokteill á rætur sínar að rekja til San Francisco. Þar var hann vinsæll á

4,5 cl vodka 3 cl appelsínulíkjör 3 cl trönuberjasafi 3 cl ferskur límónusafi Ísmolar Límónusneið til skreytingar

Daiquiri Þessi er algjör klassík og á uppruna sinn á Kúbu, líkt og mojito. Hann dregur nafn sitt af strönd einni á sunnanverðri eyjunni. Það voru bandarískir námuverkfræðingar fluttu drykkinn yfir sundið til heimalandsins og sagan segir að drykkurinn hafi verið í miklu uppáhaldi hjá JFK sjálfum. 6 cl ljóst romm 2 msk. ferskur límónusafi 1 tsk. einfalt sykursíróp Ísmolar Límónusneið til skreytingar Setjið rommið, límónusafann og nóg af klaka í hristara og hristið vel og duglega. Síið svo í kælt glas (helst á fæti) og skreytið með límónusneiðinni.


52

Sumarfílingur 6.990 kr. Stelpuskór

tíska

Helgin 23.-25. maí 2014

 Laugavegur FataversLunin sturLa

Vönduð öðruvísi föt 6.990 kr. Strákaskór

Ingólfur Arnar Magnússon býður upp á vönduð föt, sólgleraugu, góða tónlist og gott andrúmsloft í verslun sinni Sturlu við Laugarveg. Hann ákvað að fara út í verslunarrekstur þar sem hann fann aldrei réttu fötin á sjálfan sig.

Við elskum skó Smáralind • Skoðið úrvalið á bata.is

NÝTT NÝTT Teg BIJOU alveg frábær fyrir stærri brjóst á kr. 11.990,buxur á kr. 5.990,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

L

augavegurinn er svo skemmtilegur staður,“ segir Ingólfur Arnar Magnússon eigandi Sturlu, fataverslunar við Laugaveg. „Hér er líf og fjör og mannlífið er svo fjölbreytt. Inn til mín koma allskonar týpur, bæði Íslendingar og útlendingar. Hér er ég líka með svo góða granna, íslenska hönnun, góða veitingastaði og kaffihús. Það kom aldrei til greina hjá mér að opna Sturlu í verslunarmiðstöð. Stemningin

Létt sumarkápa kr. 16.900

sem við viljum ná í búðinni virkar bara ekki þar. Mér finnst bara svo jákvæð og góð stemning hér. Túristum hefur snarfjölgað en ég vil bara minna Íslendinga á það hversu gaman það er að upplifa miðbæjarstemninguna hér. Svo er líka ódýrara að versla eða fara út að borða hér en í mörgum borgum erlendis. Leigubíll er allavega ódýrari en flugfar,“ segir Ingólfur sem er greinilega mjög sáttur við Laugaveginn.

Flottar buxur Nýtt kortatímabil

Bláu húsin Faxafeni· S. 588 4499

Gallabuxur á 14.900 kr. Stærð 34 - 48

Vertu einstök – eins og þú ert

Kakíbuxur á 7.900 kr.

Stærð 36 - 44 stærðir 38-52 my style

Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16


tíska 53

Helgin 23.-25. maí 2014

Gefðu fallega hönnun!

Laugavegi 32 - S:553-2002

MIÐJARÐARHAF Lúxus sigling 12.–22. september

Breiður kúnnahópur Ingólfur opnaði dyr Sturlu fyrir tæpu ári því hann fann aldrei réttu fötin á sjálfan sig. „Ég bara tók sénsinn og valdi merki í búðina sem ég hef alltaf verið hrifinn af sjálfur, en það eru til dæmis hágæðamerkin „Scotch and Soda“ og „Maison Scotch“. Í upphafi átti þetta bara að vera fyrir herrana en svo vatt þetta upp á sig og nú er ég komin með

dömulínuna líka,“ segir Ingólfur og bætir því við að viðbrögðin hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. „Það kemur svo sem ekki á óvart því þetta er svo vandað merki, en á líka á góðu verði. Merkið var stofnað á áttunda áratugnum í Amsterdam og leggur sérstaka áherslu á vönduð snið og efni en notar líka munstur og snið sem eru oft skemmtilega óvenjuleg. Þetta eru föt fyrir fólk á öllum aldri, kúnnahópurinn minn

er ótrúlega breiður.“ Auk þessa hollenska gæðamerkis býður Ingólfur upp á sólgleraugu og tónlist í Sturlu. „Stemningin sem við viljum hafa hér í búðinni er sú sem lætur fólki líða vel. Hér er alltaf skemmtileg tónlist og gott andrúmsloft í bland við flott föt. Mér sýnist viðskiptavinirnir bara kunna vel að meta þetta.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Kynntu þér siglingar á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is


54

heilsa

Helgin 23.-25. maí 2014 KYNNING

Femarelle er dásamlegt fyrir konur á breytingaskeiði Fermarelle er náttúruleg vara, unnin úr soja og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa. Virkni þess hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum. „Ég las um Femarelle og leist vel á að prófa hormónalausa meðferð og hef tekið það inn í nokkra mánuði og er búin að endurheimta mitt fyrra líf,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, 71 árs. „Mér hafði ekki liðið nógu vel og var farið að finnast óþægilegt að vera mikið innan um fólk. Mér fannst ekki gott að vera í hávaða og hafði því einangrast félagslega,“ segir hún. „Eftir að ég hafði tekið Fermarelle í sex mánuði hætti ég að svitna eins og áður og er núna í sama bolnum allan daginn og er hætt að finna fyrir verkjum. Það besta er að börnin mín og tengdabörn hafa orð á því hvað ég sé orðin hress. Að auki hef ég misst 11 kíló án þess að reyna það sérstaklega. Ástæðan er sú að mér líður betur og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylkin að ég mæli með þeim við allar vinkonur mínar.“

Eva Ólöf Hjaltadóttir.

„Ég ákvað að prófa Femarelle síðasta vetur eftir að hafa lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim tíma var að byrja á breytingaskeiðinu en vildi ekki nota hormóna. „Ég fann fyrir hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkamlegri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“ Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga hurfu öll einkenni breytingaskeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða fótaóeirð og líður mun betur á allan hátt og er í góðu jafnvægi. Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst þessu dásamlega undraefni.“

Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á Facebook-síðunni Femarelle.

Soffía Káradóttir.

KYNNING

Heilsan í fyrirrúmi í sumar – heil vika af dekri í Skálholti

A

ntrópósófískir þerapistar og listamenn standa fyrir viku námskeiði með öllu tilheyrandi í Skálholti dagana 6.12. júlí næstkomandi. „Við viljum bjóða þeim sem koma og dvelja hjá okkur í sumar upp á bæði tíma og rúm til endurnæringar fyrir líkama og sál hvort sem viðkomandi hefur nýlega stigið upp úr veikindum, erfiðum aðstæðum í lífinu eða hefur einfaldlega áhuga á heilsusamlegu og uppbyggjandi sumarfríi í fallegu og afslappandi umhverfi,“ segir Aðalheiður Jóhanna Ólafsdóttir, einn skipuleggjandi Heilsuvikunnar í Skálholti. „Við Heilsuvikuna starfa handaog tónþerapistar, list- og músíkþerapistar og eurythmyþerapistar. Það má meðal annars geta þess að frá Þýskalandi kemur Angelika Jaschke, formaður alþjóðasamtaka eurythmyþerapista (IKAM/ ForumHE). Hún kemur til með að bjóða upp á einkatíma í eurythmyþerapíu. Auk þess kemur Sibylle

Bürgel músíkþerapisti frá Sviss sem býður upp á bæði einkatíma og kórleiðslu,“ segir Aðalheiður enn fremur. Hugmyndin að Heilsuvikunni vaknaði fyrir rúmu ári í gegnum vinnu við stofnun fagfélags fyrir mannspekilækningar (e. anthroposophical medicine) á Íslandi. Ákveðið var að bjóða upp á vikudvöl byggða alfarið á antrópósófískum þerapíum og listum. Þó nokkrir einstaklingar á Íslandi hafa menntun í antrópósófískum þerapíum og listgreinum. Flestir þessara aðila starfa í dag við Waldorfskólana, í Skaftholti og á Sólheimum. Þessir einstaklingar ásamt

þerapistum frá Svíþjóð, Þýskalandi og Sviss hafa nú sett saman heila viku þar sem heildarramminn er ró, lífrænt fæði og hrynjandi. Daglega fá allir gestir einstaklingsþerapíu að eigin vali og mikið dekur. Dæmi um dekurmeðferðir eru fótaböð, bakstrar og vafningar. Einnig verður boðið upp á hrynlist (eurythmy) fyrir hópa og listrænt verkstæði verður opið síðdegis þar sem hægt verður að fá handleiðslu við leirmótun og málun. Að sjálfsögðu hefst hver dagur á ljúffengum morgunmat, göngu um fallegt umhverfið með fræðslu um jurtir og kennslu í að tálga í birki. Í lok hvers dags er svo boðið upp á samtöl og fyrirlestra um næringu hjá dr. Philipp Busche frá Þýskalandi. Síðast en ekki síst er gestum boðið á hina þekktu Skálholtstónleika. Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum er bent á heimasíðu Heilsuvikunnar www.healthweeks.is.

Fjöldi nýrra bekkja hafa verið settir upp í Hafnarfirði og aðrir hafa verið færðir til. Þetta er hluti af samfélagsverkefni sjúkraþjálfara til að hvetja eldri borgara og aðra sem eiga erfitt með gang til frekari hreyfingar.

Kortleggja gönguleiðir fyrir eldri borgara Félag sjúkraþjálfara hefur kortlagt gönguleiðir í nokkrum sveitarfélögum þar sem stutt er á milli bekkja. Þetta hentar eldri borgurum og öðrum sem eru lakir til gangs. Gönguleiðir milli bekkja hafa nú verið skráðar í Hafnarfirði.

F

élag sjúkraþjálfara hefur um ótaldir bekkir bæjarins sem hafa nokkurra ára skeið staðið að verið færðir til svo verkefnið verði sem glæsilegast,“ segir hann. samfélagsverkefni í ýmsum Áætlað er að þessum sérstöku sveitarfélögum sem felur í sér að gönguleiðum verði fjölgað með árkortleggja gönguleiðir þar sem unum. Leitað var til Iðnskólans í ekki er meira en 250–300 metrar á Hafnarfirði um samstarf við hönnmilli bekkja. Þannig er stuðlað að un bekkja sem hægt væri að nota frekari hreyfingu í nærumhverfi á svæðum eins og við Ástjörn og sem hentar eldri borgurum og Hvaleyrarvatn og tæki mið af umþeim sem lakir eru til gangs og þeim gert kleift að fara út að ganga hverfinu. Það hefur það verið sett inn í námskrá og verður áfram í og setjast niður á bekki með jöfnu vinnslu á næstu önn. millibili. Hafnarfjörður bætist Kristinn Magnússon nú í hóp sveitarfélaga sjúkraþjálfari segir að sem hafa tekið þátt í Hafnarfirði hafi verkí þessu verkefni en efnið verið unnið í samgönguleiðir af þessu vinnu sjúkraþjálfara tagi má einnig finna í Hafnarfirði, ásamt í Garðabæ, Kópavogi Öldrunarráði Hafnarog Mosfellsbæ. Fyrir fjarðar, Félagi eldri norðan eru leiðir á borgara í Hafnarfirði Akureyri, Húsavík og og Framkvæmdasviði Kópaskeri. Hafnarfjarðar. „HópurKristinn segir að inn hefur í samvinnu ráðgert sé að fjölga kortlagt gönguleiðir Kristinn Magnússon. leiðum smám saman í í nærumhverfi Hafnarsamvinnu við sveitarfélögin og fjarðar. Þessum gönguleiðum félög eldri borgara á hverjum verður veitt sérstök athygli stað. „Félag sjúkraþjálfara hvetur þegar kemur að snjóruðningi og fólk til að kynna sér leiðirnar hálkuvörnum auk þess að kannað sem eru í boði og hvetja fólk verður hvort bæta þurfi lýsingu á að drífa sig út að ganga sér til leiðunum. Með stuðningi félagaheilsubótar og láta það ekki aftra samtaka, fyrirtækja og Hafnarsér þótt göngugetan sé takmörkfjarðarbæjar hafa verið settir uð. Það er stutt í næsta bekk!“ niður 28 nýir bekkir og eru þá


56

heilsa

Helgin 23.-25. maí 2014

GönGur 155 áfanGastaðir Í alfar aleið við þjóðveGi landsins

50% meira Ísland

Í

sland er í okkur öllum og þá er átt við Ísland allt, hinar afskekktu slóðir á útnesjum og hinar fjölförnu rétt við þéttbýlið. Allt á þetta land streng í hjörtum okkar og með því að heimsækja það og allar þess grónu rústir þá vitum við enn betur en áður hver við erum,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson göngugarpur, leiðsögumaður og útivistarfrömuður sem var að senda frá sér bókina „155 Ísland: Áfangastaðir í alfaraleið.“ „Þessi bók á sér þá forsögu að sumarið 2008 kom út bók sem hét

101 Ísland-áfangastaðir í alfaraleið. Hún fékk góðar viðtökur og því var ráðist í það að stækka hana og endurbæta og fjölga viðkomustöðum um ríflega 50%. Þetta þýddi að við Rósa Sigrún, eiginkona mín og félagi til margra ára, þvældumst um gervallt Ísland í fyrrasumar í leit að heppilegum viðbótum. Eins og við fyrri bókina var það haft að leiðarljósi að benda fólki á staði sem væru minna þekktir en vinsælustu ferðamannastaðir,“ segir Páll Ásgeir. Páll Ásgeir hefur áður skrifað

allnokkrar bækur um ferðir og útivist, þar á meðal Útivistarbókina, Hálendishandbókina og Hornstrandir - gönguleiðir og áfangastaðir. Hann viðurkennir að í nýju bókinni séu býsna margir staðir á Vestfjörðum svona miðað við heildina „og skrifast það á æsku höfundar sem ungur bast þeim fjórðungi böndum sem slitna ekki,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir þvældust saman um allt land til að finna efni í bókina. Mynd/Hari

KYNNING

Myndlistarkonan Guðrún Helga Kristjánsdóttir fann mikinn mun á líðan sinni eftir dvöl á Heilsuhóteli Íslands. Þar er aðeins boðið upp á hollt grænmetisfæði, súpur og safa, vatn og te. „Ég fann strax hvað mataræðið var hreinsandi og gott. Það var virkilega gott að sleppa kaffinu,“ segir hún.

Litrík dvöl á Heilsuhóteli Íslands Eftir dvöl á Heilsuhóteli Íslands var Guðrún Helga Kristjánsdóttir, myndlistarkona úr Grindavík, endurnærð og margs vísari um mikilvægi góðs mataræðis og hvíldar. Hún segir mikilvægt að hafa orku til að vinna úr hugsunum sínum í listsköpun.

G Það eru margir sem fara aftur og aftur og koma til að baka fullir af orku og fróðari um mataræði og mikilvægi þess að fá góðan svefn. Eftir dvölina finnur maður hvað það virkar vel í dagsins amstri.

uðrún Helga Kristjánsdóttir, myndlistarkona úr Grindavík, hefur dvalið á Heilsuhóteli Íslands að Ásbrú í Reykjanesbæ og leiddi dvölin til ýmissa óvæntra ævintýra og síðast en ekki síst til betri heilsu. Færeyskur listamaður, sem er tíður gestur á hótelinu, hefur skipulagt ferð Helgu og níu annarra íslenskra listamanna til Færeyja í næstu viku. Þar er ætlunin að heimsækja listamenn og söfn, mála landslagið og halda óformlegar samsýningar með færeyskum listamönnum.

Streitan á bak og burt

Dvölin á Heilsuhóteli Íslands hefur verið Guðrúnu Helgu góð reynsla og segir hún streituna líða úr sér við að ganga inn á hótelið. „Það er virkilega þægilegt að dvelja á Heilsuhótelinu. Herbergin eru mjög notaleg og inni á þeim er eldhúskrókur og sjónvarp. Á morgnana er boðið upp á hollan morgunverð og þeir gestir sem vilja geta látið mæla blóðþrýsting og blóðsykurstuðul hjá hjúkrunarfræðingi sem þar starfar.” Boðið upp á hollt grænmetisfæði, súpur og safa. Ekki er neinn fiskur, kjöt eða kaffi á boð-

stólum. Gestir geta borðað eins og þeir vilja og boðið er upp á vatn og te að drekka. „Ég fann strax hvað mataræðið var hreinsandi og gott. Það var virkilega gott að sleppa kaffinu,” segir Guðrún Helga. Einn dag í viku er vatnsdagur á hótelinu og þá hreinsa gestir líkama sinn og borða ekkert, heldur drekka aðeins te og vatn. „Það er hugsað til að hreinsa líkamann af öllum óæskilegum efnum. Ég var orðin svöng um hádegi og velti því fyrir mér hvort ég myndi lifa daginn af. Þetta var svo í fínu lagi og greinilegt að hugarfarið skiptir miklu máli í slíkum hreinsunum.“

Án tölvunnar

Að dvölinni lokinni fann Guðrún Helga mikinn mun á líðan sinni og segir hún það ekki síst því að þakka hvað hún hvíldist vel á Heilsuhótelinu en hún ákvað að vera ekki með síma og tölvu með sér þar. „Þessi tæki eru svo miklir orkuþjófar að það var mjög gott að sleppa þeim og hvílast.“ Ýmis afþreying er í boði á kvöldin fyrir þá gesti sem það kjósa. Þegar Guðrún Helga dvaldi þar kom Sigríður Klingenberg í heimsókn sem og Ásdís

Einarsdóttir, grasalæknir úr Reykjanesbæ. Þá er gott safn bóka og kvikmynda fyrir gesti. Guðrún Helga þekkir marga sem dvalið hafa á Heilsuhótelinu og segir hún algengt að fyrstu vikuna sé fólk að ná streitunni úr sér. „Það eru svo margir sem fara aftur og aftur og koma til að baka fullir af orku og fróðari um mataræði og mikilvægi þess að fá góðan svefn. Eftir dvölina finnur maður hvað það virkar vel í dagsins amstri.“

Hollustan góð fyrir listina

Guðrún Helga er með vinnustofu í Grindavík þar sem hún sinnir starfi sínu og einbeitir sér að kraftmiklum og litaglöðum olíumálverkum og fær innblástur úr náttúrunni á Reykjanesi. Eftir dvölina á Heilsuhótelinu er hún betur meðvituð um það sem hún borðar og er miklu orkumeiri þegar mataræðið er valið vel. „Það er mikilvægt að hafa orku til að fá innblástur. Ef maður er vel hvíldur hefur maður meiri orku til að framkvæma og vinna úr hugsunum sínum.“ Nánari upplýsingar um verk Guðrúnar Helgu má nálgast á síðunni http://helgakristjans.com/.


Dale Carnegie námskeiðið kom mér virkilega á óvart. Ég átti von á að öðlast meira öryggi til að tala fyrir framan hóp af fólki og bæta færni mína í mannlegum samskiptum. En námskeiðið gaf mér svo miklu meira. Meðal annars lærði ég aðferðir til að draga úr streitu og að bæta minnið. Mikilvægast var þó að ég lærði að vera sanngjarnari við sjálfa mig og kynntist frábæru fólki. Næsta markmið er að koma eiginmanninum og unglingunum á námskeið.

ÍSLENSKA SIA.IS DAL 69268 05/14

// Kolbrún Björnsdóttir (Kolla), þáttastjórnandi á Stöð 2

skráðu þig núna

DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐ Meira sjálfstrau st

Betri sam skipti

Ö r ugg framkoma

Leiðtogah æfni

Komdu í hóp með þeim sem ná árangri. Njóttu þín betur í mannlegum samskiptum og lærðu að hafa góð áhrif á aðra. Á hverjum degi sérðu fólk sem skarar fram úr í athafnalífinu, í stjórnsýslu, íþróttum, fjölmiðlum eða menningu og listalífi. Þetta fólk er í hópi þeirra 20.000 Íslendinga sem notið hefur góðs af þjálfun Dale Carnegie. Skráðu þig núna og nýttu hæfileika þína til fulls.

// Ókeypis kynningartímar

// Vor- og sumarnámskeið

Fullorðnir Mánudaginn 2. júní, 20.00-21.00

Árangursrík framsögn

27. maí

3ja daga Dale Carnegie námskeið

10. júní

10-15 ára Mánudaginn 2. júní, 18.30-19.30

3ja daga Dale Carnegie námskeið

14. júlí

Dale Carnegie 16 til 20 ára

26. maí

16-25 ára Sunnudaginn 25. maí, 16.00-17.00

Dale Carnegie 13 til 15 ára

3. júní

Dale Carnegie 13 til 15 ára Dale Carnegie 10 til 12 ára

Skráðu þig á dale.is

Dale Carnegie 10 til 12 ára

6. ágúst 18. júní 6. ágúst

555 70 80 H R I N G D U N Ú N A E ÐA S K R Á Ð U Þ I G Á

w w w. d a l e . i s Ármúla 11, 108 Reykjavík ı Sími 555 7080 ı www.dale.is


58

heilabrot

Helgin 23.-25. maí 2014

Spurningakeppni fólksins

 sudoku

1. Hvaða ár var skipt yfir í hægri umferð á

1. 1968.

Íslandi?

2. Ásgeir Ásgeirsson.

2. Hver var annar í röðinni að gegna embætti forseta Íslands?

3. Jón Gunnar Kristinsson.

3. Hvað hét Jón Gnarr áður en hann

4. Belgrad.

breytti nafni sínu?

9. Danmörku.

5. Hver er varaformaður Sjálfstæðis-

6. 30 ára.

flokksins?

7. Michael Jackson.

6. Rubic Cube þrautateningurinn fagnar stórafmæli í ár. Hversu gamall er hann?

 12. Brasilíu.  13. Garðastræti.  11. Pollapönk.

5. Hanna Birna Kristjánsdóttir.

4. Hvað heitir höfuðborg Serbíu?

10. Valur.

byggja? 1. 1972.

9. Í hvaða landi gerist harmleikurinn Hamlet að mestu?

2. Ásgeir Ásgeirsson.

10. Hvaða lið varð Íslandsmeistari í hand-

3. Jón Gunnar Kristinsson.

knattleik kvenna um helgina? 11. Hvaða íslenska hljómsveit skipar 70.

4. Belgrad.

sæti á breska vinsældalistanum?

9. Danmörku.

 

5. Hanna Birna Kristjánsdóttir.

12. Í hvaða landi fer HM í knattspyrnu fram

6. 50 ára.

í sumar? 13. Við hvaða götu í Reykjavík stendur Unu-

8. 16.

14. Hver gaf út hljómplötuna Frískur og 15. Hvaða lið varð bikarmeistari í knattspyrnu á Englandi um helgina?

7

 

8

7

 8 stig

Magnea skorar á Karl Guðmundsson ráðgjafa.

2 6 1 5

4 5

?

Gaukur sigrar í þriðja sinn og skorar á Einar Örn Benediktsson, tónlistarmann og borgarfulltrúa.

3 5 4 8 6 7

4

arkitekt og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í Reykjavík.

 svör

4

6 8

9

15. Liverpool.

Magnea Guðmundsdóttir

7

7 3

11. FM Belfast.

13. Garðastræti.

3

 sudoku fyrir lengr a komna

10. Stjarnan.

12. Brasilíu.

5 9

14. Björn Blöndal með hljómsveitinni HAM.

7. John Lennon.

hús?

1 8

?

 12 stig

dagskrárgerðarmaður hjá 365 miðlum

4

4

á Höfðatorgi sem þegar er byrjað að

fjörugur árið 1984?

9 2

15. Arsenal.

7 8 4

2

8. 18.

Gaukur Úlfarsson

8. Hversu margar hæðir verður nýtt hótel

3

14. Laddi.

7. Hver söng á móti Paul McCartney í laginu Say, Say, Say?

9 4 3 1

2

9 1 7 1 6

2

 krossgátan

1. 1968. 2. Ásgeir Ásgeirsson. 3. Jón Gunnar Kristinsson. 4. Belgrad. 5. Hanna Birna Kristjánsdóttir. 6. 40 ára. 7. Michael Jackson. 8. 16. 9. Í Danmörku. 10. Valur. 11. Pollapönk. 12. Í Brasilíu. 13. Garðastræti. 14. Hemmi Gunn. 15. Arsenal.

190

STILLAST

189

HRÖKKVA VIÐ

B Á R E G A Ð U G A U N Ú T B I R A Ú R Í A I S N A L N A Á N Ö N D N S N A F A SJÁVARDÝR

TÍMABILS

SKAMMSTÖFUN TÓLF TYLFTIR

HÆNGUR

H S P A K Ú G G E Ð I R R S P A R I A R Í K K E T A A G A G U L H I M I N U N M A R A TÚN

YFIRSTÉTT

SPÚA

TVEIR EINS

GANTAST UNDIROKUN SKAPI

TVEIR EINS

LJÓS

HLÍFA

HUND

EINSÖNGUR

VELDIS

SKEMMTUN REIPI

LOFTTEGUND SIÐA

MILDA

FUGL

HÁLOFT

KLAUSTURBÚI ÓVÆTTUR

TAPA

TREYSTA

Á SJÓ

SLEGINN

ÁSÝND KÆLA

KORTABÓK RÍKIS

FÆÐA UTAN

ARFLEIÐA ANNRÍKI

HEYRNARBEIN FRÁ

ÁLAG

STARFSGREIN

S B O G K R A S E I N T V S K R O S S A L L S Á Æ T M I S S A I T A M T A S A T L I T L L A A T L A S L A N N L A G I A F N A R Á E T E Ð J I O K I G G R E I

SKELDÝR

DANGL

ATVIKAST

KROT

ÁRSGAMALL

KJÖKUR

GLINGUR

SLENGJAST

HÖKTA

ÁRÁS

ESPAST

Í MIÐJU

RÁÐGERA

MÁLMBLANDA ÓSKIPT

FRESTA SLÆMA

SKELFING HÓFDÝR

TVEIR EINS

LOKAORÐ

HEILA

ILMA

NÚMER TVÖ DÁÐ

FJALLASKARÐ SVEFN

HAMINGJA EKKI

SLÁ

TRÉ

TAUMUR

PÁFAGAUK

ESPA

KAUPSTAÐUR

BRALLA

ÚT

B B I Æ R N R A N S A Ó K N L A S B A K L T A Ó G N M E N I I A R L H L Á N S K I Ú T Á R A T A ÁTT

FÆDDI

BIRTA

SKURÐBRÚN

SAMTALS

HNOÐA

SNUÐ

GRILLA PÚKA MEÐ

HAMFLETTA

FYRR

FRÁRENNSLI

TRAÐK

ÍSHROÐI

VOPN

TVEIR EINS

SAMLÍF

GRAS

ÓSKERTA

BEIN

TREYSTA

ELFUR

TVÍHLJÓÐI

GUÐSÞJÓNUSTA

LESVÉL

RÓS

SKEL

FEIKN

FÆLAST

mynd: malcolmlidbury (cc by-Sa 3.0)

 lausn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

TÓLF

BERIST TIL SLÁ

YFIRRÁÐ STYRKJAST

KNÚSAST

VONDUR

RÍKI

FOR

DANGAST

HLJÓÐFALL

ÓÁKVEÐINN HVERFIILLGRESI HREYFING

ÁVÍTUR

EFNASAMBAND SVÖRÐ

BÆR

SPÝTA

FJANDI

FLATORMUR

STÍGANDI

2 0 1 4

Eitt kort 36 vötn 6.900 kr

SAFNA SAMAN

SNÁFA

STEFNA

BORÐAÐI

SLANGA

STROFF

FYRIR HÖND

ANDLITSMÁLNING

GÓNA

TVEIR

SPIK

SÚREFNI

GRANDI

KIRNA

KLIÐUR

TÚNGUMÁL

NÚMER

KÁL

HLJÓÐFÆRI

BLAÐRA

SÆÐISKIRTLAR

MÁLMUR

Á FLÍK

ULLARBAND

SKRAMBI

INNILEIKUR

ÖGN

DROPA

Á KVIÐI STEFNA

SKRIFA

SPYRJA

EGNA

FLEIRI VÖTNSVARÓBREYTT VERÐ

2 0 1 4

FLÝTIR

Í VIÐBÓT

TVEIR EINS

ÁTT

BÖGGULL

Í VAFA

ÁTT

NÚMER TVÖ

HVAÐ

MÁS

DAUÐI

00000

w w w. v e i d i k o r t i d . i s

GRIPUR

SKJÓLLAUS

NÚLL

DRYKKJARÍLÁT

NIÐURLÆGJA

KALDUR

SVELGUR

KLUKKA


EINFALT:)

KOMDU MEÐ GÖMLU HÆGVIRKU FARTÖLVUNA Ð A T L L A Ð ÞÚ FÆR

Er gamla fartölvan hægvirk og á erfitt með að keyra nýjustu forrit? Er jafnvel að frjósa á mikilvægum augnablikum? Hættu að pirra þig á þessu og kíktu með hana í næstu verslun Tölvutek.

0 0 0 . 100

UNA V L Ö T R A F LU FYRIR GÖM I MINNA EN OG ALDRE PPÍ NÝJA U 0 0 0 . 0 2 . R K LVU Ö T R A F R E AC

Við bjóðum uppá kaffi og súkkulaði á meðan þaulvanir tæknimenn Tölvuteks skoða gömlu fartölvuna þína og gefa þér svo flott uppítökuverð á glænýrri Acer fartölvu:)

Þá er bara eftir að velja sér nýja og glæsilega fartölvu í verslunum Tölvutek með allt að 100.000 kr. afslætti en aldrei minna en kr. 20.000 þó að gamla vélin kveiki ekki einu sinni á sér;)

OG SETTU HANA UPP Í EINA AF ÞESSUM EÐAL TÖLVUM 74506G

85558G1

V5-552

E1-572G

Ný kynslóð öflugri, þynnri og léttari fartölva með öflugri 4ra kjarna örgjörva ásamt einum öflugasta skjákjarna í heimi og ótrúlegu hljóðkerfi.

Ein öflugasta og glæsilegasta fartölvan í dag með ofur öflugum Intel Haswell i7 örgjörva og alvöru 2GB R7 M265 leikjaskjákorti.

• AMD A8-5557M Quad Core 3.1GHz Turbo • 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni • 1TB SATA3 Ultra Fast harðdiskur • 15.6’’ HD LED CineCrystal 1366x768 • 4GB ATI HD8550G DX11 öflugur skjákjarni • 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 • 4.0 Dolby Home Theater v4 hljóðkerfi • 720p HD CrystalEye vefmyndavél • Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

• • • • • • • • •

NÝJASTA KYNSLÓÐ FARTÖLVA

LÓÐ KYNS NN AÐEINS ÖRÞU 18mm OG FISLÉTT

KEMUR Í TVEIMUR LITUM

119.900 FÆST FÆSTÍ Í22LITUM LITUM

KRAFTMIKIL ACER FARTÖLVA

Intel Core i7-4500U 3.0GHz Turbo 4xHT 6GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 500GB SATA3 Ultra Fast harðdiskur 15.6’’ HD LED 1366x768 fjölsnertiskjár 2GB AMD R7 M265 leikjaskjákort 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 2.0 Dual Stereo öflugt hljóðkerfi 720p Crystal Eye HD vefmyndavél Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

144.900 ÖFLUG i7 FARTÖLVA!

54208

V5-573G

LÓINSÐ NSAÐE KYUNN ÖRÞ 18mm OG FISLÉTT

KRAFTMIKIL ACER FARTÖLVA

BAKLÝST

LYKLAB FULLRI STORÐ Í ÆRÐ

KEMUR Í TVEIMUR LITUM

Ein öflugasta og glæsilegasta fartölvan í dag með nýjasta Intel Haswell i5 örgjörvanum, ofur öflugu 4GB leikjaskjákorti og ótrúlegu hljóðkerfi. • Intel Core i5-4200U 2.6GHz Turbo 4xHT • 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni • 1TB SATA3 Ultra Fast harðdiskur • 15.6’’ HD LED CineCrystal 1366x768 • 4GB GeForce GT750M leikjaskjákort • 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 • 4.0 Dolby Home Theater v4 hljóðkerfi • 720p Crystal Eye HD vefmyndavél • Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

169.900 FÆST Í 2 LITUM

Tilboð þetta gildir aðeins dagana 23-28.maí 2014 og aðeins er tekið við einni fartölvu uppí hverja nýja fartölvu, fartölvan þarf að innihalda alla þá íhluti sem fylgdu fartölvunni og skjár hennar þarf helst að vera óbrotinn en ekki er gerð krafa um að hún ræsi upp í stýrikerfi eða virki. Verðmat á fartölvu er ákveðið af tæknimönnum Tölvutek og er viðmið okkar að bjóða sanngjarnt uppítökuverð allt að kr. 100.000 eftir ástandi og aldri tölvu en þó aldrei lægra en kr. 20.000.

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


60

stjörnufréttir

Helgin 23.-25. maí 2014

Allir leikir HM sýndir í SkjáHeimi! Það verður sannkallað fótboltafjör í sumar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2014 hefst í Brasilíu í júní. Allir 64 leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á stöðvum SkjásHeims og verða því aðgengilegir áskrifendum SkjásHeims í sumar. Hægt er

að horfa á leikina í háskerpu enda langflestir leikirnir sýndir á HD rásum norrænu stöðvanna og upplifunin því eins og þær gerast bestar! Þá verður ítarleg umfjöllun um keppnina á Eurosport sem einnig sendir út í HD. Hægt er að nálgast alla 64 leikina í Evrópupakka

SkjásHeims sem kostar einungis 3.790 krónur á mánuði og opnar aðgang að 34 hágæða sjónvarpsstöðvum. Alla leikina í SkjáHeimi má finna á www. skjarinn.is/hm. Ekki missa af leik og smelltu þér á HM í háskerpu fyrir einungis 3.790 krónur á mánuði!

Aðbúnaður betri í Svíþjóð en hér á landi Í næsta þætti af Málinu fjallar Sölvi um Hjartagátt Landspítalans. Farið verður til Svíþjóðar og allur aðbúnaður, þjónusta og starfsemi borin saman við íslenskt heilbrigðiskerfi. Mikið hefur verið rætt um slæman aðbúnað á Landspítalanum og ræddi Sölvi við heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi og Svíþjóð sem gefa innsýn í daglega starfsemi í löndunum tveimur. „Samanburðurinn er alls ekki góður. Vissulega er verið að reyna að laga ákveðna hluti

á Landspítalanum og eins er aðbúnaðurinn og öll aðstaða á spítölum í Svíþjóð sennilega ein sú albesta í heimi en það er ljóst að gera verður mikla bragarbót á þessum hlutum ef ekki á illa að fara,“ segir Sölvi um þáttinn en vill þó taka sérstaklega fram að starfsfólkið á Landspítalanum sé til fyrirmyndar. „Mikilvægasti hlutinn í þjónustu spítala er að sjálfsögðu mannauðurinn og þar stöndum við flestum snúning.“ Misstu ekki af næsta þætti af Málinu á mánudag klukkan 20.45!

Blair Underwood í nýjum lögregluþáttum! Hjartaknúsarinn Blair Underwood leikur grjótharða rannsóknarlögreglumanninn Robert T. Ironside, sem bundinn er við hjólastól, í nýjum þáttum sem hefjast á SkjáEinum í júní. „Hlutverkið reyndi mun meira á líkamlegt þrek en ég bjóst við, miðað við að ég leik mann í hjólastól,“ sagði Blair í viðtali um hlutverkið. Ironside er hörkutól en reynir að ná til glæpamanna með óhefðbundnum leiðum sem kalla oft á að reglurnar séu beygðar. Hann er alltaf á ferðinni og það koma fyrir atriði sem reyna verulega á líkamlegt þrek. „Ég held ég hafi sjaldan þurft að reyna jafn mikið á mig, líkamlega, eins og fyrir þetta hlutverk,“ segir Blair og vísar í hversu líkamlega krefjandi það er að leika aðeins með efri hluta líkamans. Ironside hefst miðvikudaginn 11. júní klukkan 22.00!

Þrautabraut í Smáralind um helgina!

Í

sumar hefjast tökur á íslensku útgáfunni af Minute To Win It sem sýnd verður í september á SkjáEinum. Stjórnandi þáttanna verður Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, og fetar hann í fótspor amerísku sjónvarpsstjörnunnar Guy Fieri sem hefur gert garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á Food Network og sem þáttastjórnandi bandarísku útgáfunnar af Minute To Win It.

„Starfið leggst mjög vel í mig og ég hlakka bæði til að kynna þáttinn en ekki síður til að spreyta mig á þrautunum,“ segir Ingó og sem er spenntur fyrir sumrinu en SkjárEinn og N1 munu ferðast um landið og bjóða landsmönnum að spreyta sig á þrautunum. „Ég er meistari með blýanta og kókdósir og hef trú á mér í flestar þrautirnar.“ Fyrsta þrautabrautin verður sett upp í Smáralind um helgina. Þá gefst fólki tækifæri til að spreyta

sig á æsispennandi þrautum og skrá sig til leiks í þættina. Keppnin í Smáralind er frá klukkan 15 til 19 í dag, föstudag og frá klukkan 11 til 17 á morgun, laugardag. „Þetta verður frábær fjölskylduskemmtun í Smáralind þar sem stórir sem smáir eru hvattir til að mæta og taka þátt í stórskemmtilegum þrautum sem reyna á snerpu, nákvæmni og einbeitingu,“ segir Ingó sem ætlar að mæta í Smáralind um helgina og láta ljós sitt skína. Skráning í þættina er hafin á skjarinn.is og er 18 ára aldurstakmark í þættina en allir eru þó velkomnir að spreyta sig í Smáralind.

Á LEIÐINNI Í SKÓLANN SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Hver verður nýjasta röddin? Spennan nær hámarki á föstudagskvöldið þegar lokaþátturinn í vinsælustu söngvakeppni Bandaríkjanna, The Voice, verður á sýndur á SkjáEinum. Nú standa eftir þrír keppendur sem berjast um sigurinn og munu þeir láta ljós sitt skína í síðasta sinn áður en nýr sigurvegari verður krýndur í lok þáttar. Eftir standa

söngfuglarnir Christina Grimmie, Josh Kaufman og Jake Worthington og munu þau flytja tvö lög hvert, eitt lag valið af þjálfara þeirra og annað valið af áhorfendum. Lokaþátturinn verður sannkölluð tónlistarsveisla, en auk keppenda munu heimsklassa tónlistastjörnur á borð við Ed Sheeran, Ryan Tedder og Coldplay taka lagið.

Það verður erfitt að sitja kyrr í sófanum þegar úrslitin nálgast í kvöld, föstudag, klukkan 20.30.

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS


.M 5 2 – . 9 1

A K I V U RN

Ö J T S 12 TOM

M & R U T MU BÁ

G F A Ð R IÐSTÆ

S N I E Ð A OSI Á

9 9 9


62

sjónvarp

Helgin 23.-25. maí 2014

Föstudagur 23. maí

Föstudagur RÚV

22.05 Ljón fyrir lömb Spennumynd með Tom Cruise, Meryl Streep og Robert Redford í aðalhlutverkum.

20:05 So Undercover Skemmtig gamanmynd með Jeremy Piven og Miley Cyrus í aðalhlutverki.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

19.55 Ísöld 3: Risaeðlurnar rokka Íslensk talsetning á RÚV en ensk hljóðsetning á RÚV-Íþróttum.

22:30 Kite Runner Verðlaunakvikmynd sem hlaut góða dóma um heim allan.

Sunnudagur

20:30 Íslenskir ástríðuglæpir (5/5) Fjallað er um íslenska ástríðuglæpi. Birt eru viðtöl við sérfræðinga, þolendur og aðstandendur. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:45 Málið (7:13) Hárbeittir fréttaskýringarþættir frá Sölva Tryggvasyni.

15.40 Ástareldur 17.20 Litli prinsinn (21:25) 17.43 Undraveröld Gúnda (2:11) 18.06 Nína Pataló (24:39) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Pricebræður bjóða til veislu e. 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 HM veislan (1:3) 20.10 Saga af strák (3:13) (About a Boy) Bandarísk gamanþáttaröð um áhyggjulausan piparsvein sem sér sér leik á borði þegar einstæð móðir flytur í næsta hús. Aðalhlutverk: Minnie Driver, David Walton og Benjamin Stockham. 20.35 Stóra klappstýrumálið (Fab Five: The Texas Cheerleader Scandal) Mynd byggð á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað í Texas árið 2006 þegar klappstýruhópur gerði uppreisn gegn þjálfara sínum og naut til þess stuðnings skólayfirvalda. Aðalhlutverk: 5 6Jenna DewanTatum, Ashley Benson og Aimee Spring. Leikstjóri: Tom McLoughlin. 22.05 Ljón fyrir lömb Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.35 Starfsmaður mánaðarins e. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

el Dual Core Frá Packard Bell með Int GB harðdisk, örgjörva, 4GB Minni, 500 u tækni ust nýj Windows 8.1 og

49.900 ERÐ:) SJÓÐHEITT SUMARV SU VERÐI!

3.0 I OG ARA TENG B2 10X HRAÐ I US VIÐ ELDR SAMHÆFT EIRI HRAÐA Á ENN M

RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 10.15 Vasaljós (2:10) e. 12:00 Bold and the Beautiful 10.40 Justin Bieber á tónleikum e. 13:40 Íslenskir ástríðuglæpir (4/5) 11.40 Mótorsystur e. 14:05 Britain's Got Talent (3/18) 11.55 HM veislan 15:05 Sælkeraferðin (3/8) 12.25 Nýsköpun - Íslensk vísindi III e. 15:25 How I Met Your Mother (5/24) 12.55 Í garðinum með Gurrý II (3:6) e. 15:45 Grey's Anatomy (24/24) 13.25 Martin Clunes e. 16:30 ET Weekend (36/52) 14.15 Inndjúpið (1:4) e. 17:15 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur 15.00 Villta Brasilía (1:3) e. 17:45 Sjáðu 15.55 Motocross 18:15 Hókus Pókus (10/14) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16.30 Leiðin á HM í Brasilíu e. 18:23 Veður 17.00 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.10 Fisk í dag e. 18:45 Íþróttir 17.20 Stella og Steinn (3:42) 18:55 Modern Family (21/24) 17.32 Friðþjófur forvitni (4:10) 19:156Lottó 4 5 17.56 Skrípin (13:52) 19:20 Two and a Half Men (18/22) 19:45 Cowgirls'N Angels Frábær fjöl- 18.00 Stundin okkar e. skyldumynd um unga stúlku sem 18.25 Camilla Plum - kruð og krydd 19.00 Fréttir og Veðurfréttir gengur til liðs við hóp sem sýnir 19.30 Íþróttir listir sínar á hestum og lætur 19.45 Ferðastiklur (7:8) draum sinn rætast. 20.25 Inndjúpið (2:4) 21:15 The Decoy Bride Dramatísk 21.05 Dansað á ystu nöf (3:5) gamanmynd frá 2011 með David 22.10 Alvöru fólk (5:10) Tennant og Kelly Macdonald í 23.10 Pappírstungl Aðalhlutverk: aðalhlutverkum. Ryan O'Neal, Tatum O'Neal og 22:45 Elysium Spennandi framMadeline Kahn. Leikstjóri: Peter tíðarmynd frá 2013 Bogdanovich. 00:30 The Girl 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02:00 Trouble With the Curve 05:20 Modern Family (21/24) 05:45 Fréttir

6

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 01:30 Wrecked 11:40 Dr. Phil SkjárEinn 03:00 The Green Mile 13:40 7th Heaven (20:22) 06:00 Pepsi MAX tónlist 06:00 How I Met Your Mother 08:55 Formula 1 2014 - Æfing 3 Beint 14:20 Once Upon a Time (20:22) 11:45 Dr. Phil SkjárEinn 10:00 Dortmund - Bayern 15:05 Gordon Ramsay Ultimate .... 12:25 Dr. Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:50 F1 2014 - Tímataka Beint 15:30 90210 (19:22) 13:05 Judging Amy (16:23) 08:25 Dr. Phil 07:00 Pepsímörkin 2014 13:50 Gummersb. - RN Löwen Beint 16:15 Design Star (5:9) 13:50 Top Gear Best of (4:4) 09:05 Pepsi MAX tónlist 12:00 Þýsku mörkin 15:25 Sevilla - Benfica 17:00 Unforgettable (13:13) 14:40 The Voice (25 og 26:26) 15:35 Necessary Roughness (5:16) 12:30 A-úrslit 17:45 Meistaradeildin - upphitun 17:45 The Good Wife (15:22) 17:40 Top Chef (8:15) 16:20 90210 (18:22) 14:00 Barcelona - Atletico Madrid 18:30 R. Madrid - A. Madrid Beint allt fyrir áskrifendur 18:30 Hawaii Five-0 (21:22) 18:25 Secret Street Crew (3:6) 17:05 Gordon Ramsay Ultimate H ... 15:40 Keflavík - FH 20:50 Meistaradeildin - meistaram. 19:15 Læknirinn í eldhúsinu (6:8) 19:10 Solsidan (7:10) 17:30 Læknirinn í eldhúsinu (6:8) 17:30 Pepsímörkin 2014 21:30 UFC Now 2014 19:40 Judging Amy (17:23) 19:35 7th Heaven (20:22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:55 Dr. Phil 18:45 Meistaradeild Evrópu allt fyrir áskrifendur20:15 Once Upon a Time (20:22) 22:20 Real Madrid - Atletico Madrid 20:25 Top Gear USA (1:16) 18:35 Minute To Win It 19:15 Ensku bikarmörkin 2014 00:20 Meistaradeildin - meistaram. 21:15 Law & Order (15:22) 21:00 Beauty and the Beast (8:22) 19:20 Secret Street Crew (3:6) 19:45 San Antonio - Oklahoma 01:10 UFC Now 2014 22:00 Leverage (4:15) 21:45 90210 (19:22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 America's Funniest Home Vid. 21:45 UFC 172 02:00 UFC 173 Beint 22:45 Málið (7:13) 22:30 Kite Runner 20:30 The Voice LOKAÞ. (25 & 26) 00:25 UFC Now 2014 23:15 00:35 Trophy Wife (19:22) 4 Elementary (20:24) 5 6 23:30 The Tonight Show 00:05 Agents of S.H.I.E.L.D. (6:22) 01:00 Blue Bloods (20:22) 00:15 Royal Pains (6:16) 00:50 Scandal (18:22) 01:45 Hawaii Five-0 (21:22) 01:00 The Good Wife (15:22) 09:20 Derby - Brighton 01:35 Beauty and the Beast (8:22) 02:30 The Tonight Show5 4 6 01:45 Leverage (3:15) 11:30 Goals of the Season 2013/2014 11:00 QPR - Wigan 03:05 The Tonight Show 04:00 Pepsi MAX tónlist 02:30 The Tonight Show 12:25 Man United - Middlesb. 1996 13:20 Tony Adams 03:50 Pepsi MAX tónlist 04:00 Pepsi MAX tónlist 12:55 WBA - Stoke 13:50 Derby - QPR Beint allt fyrir áskrifendur 14:35 Messan 16:00 Argentina and Nigeria allt fyrir áskrifendur 15:35 Man. City - West Ham 16:30 Liverpool - Newcastle 09:30 Parental Guidance fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 07:40 Fever Pitch 17:20 Argentina and Nigeria 18:10 Derby - QPR 11:15 Office Space fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:20 Wall Street 09:25 The Three Musketeers allt fyrir áskrifendur 17:50 Tony Adams 19:50 Man Utd - Derby County, 1996 12:45 Straight A's allt fyrir áskrifendur 13:25 Ruby Sparks 11:15 Spy Next Door 18:20 Man. City - Aston Villa 20:20 Season Highlights 2013/2014 14:10 Judy Moody and the Not ... allt fyrir áskrifendur 15:10 Butter 12:50 There's Something About Mary 20:00 Season Highlights 2013/2014 21:15 Man. City - Newcastle 15:45 Parental Guidance fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:40 Wall Street 14:50 Fever Pitch 20:55 Manstu 23:00 Sunderland - Swansea 17:30 Office Space 4 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:45 Ruby Sparks 5 6 16:35 The Three Musketeers 21:40 Man. City - QPR 00:40 Man. City - West Ham 4 519:00 Straight A's 6 20:30 Butter 18:25 Spy Next Door 23:55 Fulham - Crystal Palace 20:25 Judy Moody and the Not ... 22:00 Brubaker 20:00 There's Something About Mary SkjárSport 22:00 The Mask of Zorro 00:10 Underworld: Awakening 22:006 Friends With Benefits 06:00 Motors TV 4 5 SkjárSport 00:15 The Samaritan 4 01:40 Veronika Decides To Die 23:50 Hemingway & Gellhorn 12:00 Motors TV 06:00 Motors TV 01:456Me, Myself and Irene 4 5 03:20 Brubaker 02:25 Conviction 12:00 Motors TV 03:40 The Mask of Zorro 04:15 Friends With Benefits

FARTÖLVA

USB

RÚV

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.20 Landinn e. 08:00 Malcolm In The Middle (2/22) 10.50 Sinfóníutónleikar e. 08:25 Galapagos (3/3) 11.35 2012 (2:6) e. 09:15 Bold and the Beautiful 12.00 Að hugsa sér e. 09:35 Doctors (158/175) 13.45 Leikið á bragðlaukana e. 10:20 Fairly Legal (10/13) 14.35 Til fjandans með krabbann e. 11:10 Last Man Standing (4/24) 15.15 Gítarveisla Bjössa Thors e. 11:35 Hið blómlega bú 16.25 Skólaklíkur 12:15 Heimsókn allt fyrir áskrifendur 17.10 Táknmálsfréttir 12:35 Nágrannar 17.20 Leiðin til Ríó (4:6) 13:00 How To Make An American Quilt fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18.05 Violetta (8:26) 15:15 Young Justice 18.54 Lottó 15:40 Hundagengið 19.00 Fréttir 16:00 Frasier (16/24) 19.25 Veðurfréttir 16:25 Mike & Molly (14/23) Íþróttir 16:45 How I Met Your Mother (16/24) 19.30 4 5 19.45 Hraðfréttir 17:10 Bold and the Beautiful 19.55 Ísöld 3: Risaeðlurnar rokka 17:32 Nágrannar Fjölskyldu- og ævintýramynd um 17:57 Pepsímörkin 2014 fríska ísaldarfélaga sem lenda 18:23 Veður í endalausum svaðilförum. Nú 18:30 Fréttir Stöðvar 2 hefur einn þeirra ákveðið að 18:47 Íþróttir ættleiða risaeðluegg en eigandi 18:54 Ísland í dag eggjana reynist ekki sammála 19:11 Veður athæfinu. Íslensk talsetning á 19:20 The Simpsons RÚV en ensk hljóðsetning á RÚV19:40 Impractical Jokers (8/8) Íþróttum. 20:05 So Undercover 21.30 Ekki auðveldlega rofið 21:40 The Factory 23.10 Bernie Atriði í myndinni eru 23:25 Life Of Pi Tilnefnd var til 11 ekki við hæfi ungra barna. Óskarsverðlauna. Þetta er ein 00.45 Hjartaprýði e. allra besta mynd síðari ára. Leik02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok stjóri er Ang Lee.

15.6”

AÐEINS 100STK Á ÞES 00 ALGENGT VERÐ 69.9

Sunnudagur

Laugardagur 24. maí

4BLS

NÝR SJÓ SUMARB ÐHEITUR KLINGUR STÚTFUÆ LLU SNILLD :R AF ) HÁHRAÐA BLUETOOTH GAGNAFL UTNINGUR

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TO MEÐ GAGLNVUTEK.IS V KÖRFUHNAIRKUM PP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


sjónvarp 63

Helgin 23.-25. maí 2014  Í sjónvarpinu

25. maí

Þrjár vikur af Júróvisjón

STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:50 Nágrannar 12:40 Mr Selfridge (4/10) 13:30 Breathless (2/6) 14:20 Lífsstíll 14:40 Ástríður (2/10) 15:10 Á fullu gazi 15:30 Höfðingjar heim að sækja 15:50 Stóru málin allt fyrir áskrifendur 16:10 Stóru málin 16:45 60 mínútur (33/52) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:30 Eyjan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (39/50) 19:10 The Crazy Ones (14/22) 4 19:30 Britain's Got Talent (4/18) 20:30 Íslenskir ástríðuglæpir (5/5) 20:55 24: Live Another Day (4/12) 21:40 Shameless (9/12) 22:35 60 mínútur (34/52) 23:20 Daily Show: Global Edition Spjallþáttur með Jon Stewart þar sem engum er hlíft og allir eru tilbúnir að mæta í þáttinn. Ómissandi þáttur fyrir alla sem vilja vera með á nótunum og líka þá sem einfaldlega kunna að meta góðan og beinskeyttan húmor. 23:45 Suits (15/16) 00:30 Game Of Thrones (7/10) 01:25 The Americans (11/13) 02:15 Vice (6/12) 02:45 The Bourne Legacy 04:55 Modern Family (12/24) 05:20 Fréttir

jónkeppnina óma úr fína sjónvarpinu mínu. Ég horfði á golf á hörðum eldhússtól þegar keppnin var haldin og sá því ekki úrslitin. Hvað þá undankeppnirnar allar. En ég er samt sem áður gegnsýrður af evrópskri miðlungstónlist því börnum í dag er alveg sama um fyrirfram ákveðna dagskrár sjónvarpsstöðvanna. Það vaknar enginn lengur klukkan 9 og horfir á heilan teiknimyndatíma með Afa og finnst það æði. Nei, nú er bara spólað

Línuleg sjónvarpsdagskrá hlýtur að líða undir lok eftir örfá misseri. Það nennir enginn að muna lengur á hvaða dögum Derrick er í sjónvarpinu. Vod takkarnir á íslensku veitunum hafa staðið pliktina síðustu árin þótt oftast sé geymsluþolið full takmarkað. Þættirnir hverfa á um þremur vikum. Yfirleitt rétt áður en tími finnst til að horfa. En nú get ég ekki beðið eftir því að vikurnar líði því ég er kominn með upp í kok af því að heyra Júróvis5

6

5

6

fram og til baka í leit að hinu fullkomna efni og undanfarið hefur aðalefnið verið úrslitakvöld Júróvisjón. Ég mun því stíga stríðsdans fyrir framan sjónvarpið þegar Felix Bergsson, skeggjaða konan og grábölvaðir Pollapönkararnir hverfa loksins úr sjónvarpinu mínu og Svampur Sveinsson kemur sterkur inn aftur. Verst er þó að blessuð börnin kunna líka á Youtube. Haraldur Jónasson

08:10 Meistaradeildin - meistaramörk 08:50 Meistarad. - meistaramörk 09:30 Miami - Indiana 11:30 Formula 1 2014 Beint 14:30 Ferð til Toronto á NBA leik 15:00 Keflavík - FH 16:50 Real Madrid - Atletico allt Madrid fyrir áskrifendur 19:00 Meistarad.- meistaramörk 19:40 Gummersbach og R.N. Löwen fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:00 Alfreð Finnbogason 21:50 ì ski handboltinn 2013/2014. 23:10 Formula 1 2014

10:00 Leyton Orient - Peterborough 11:40 Rotherdam - Preston 13:20 Tottenham - Everton, 2002 13:50 Leyton Or. - Rotherdam Beint allt fyrir áskrifendur 16:00 Keane and Vieira 17:00 Man. Utd. - Swansea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:50 Man. City - West Ham 20:40 Leyton Orient - Rotherdam 22:20 Derby - QPR 00:00 Goals of the Season 2013/2014 4

SkjárSport 06:00 Motors TV 12:00 Motors TV

5

H VÍTA HÚ S IÐ / S ÍA

4

6

bökuð sítrusostakaka Þessi er virkilega fersk og skemmtileg. Hér er hugmynd: skiptu út 18% sýrðum rjóma fyrir nýja 36% sýrða rjómann og berðu hana fram með smá slettu af 36% rjómanum. Það verður enginn svikinn af því.

NÝTT Uppskriftir á gottimatinn.is


Khatia Buniatishvili — Einleikstónleikar í Hörpu @ Harpa, Eldborg — 29. maí, KL. 20:00 — frá Kr. 5.200

Der Klang der Offenbarung des Göttlichen Ragnar Kjartansson & Kjartan Sveinsson @ Borgarleikhúsið — 28., 29. & 30. maí, KL 20:00

RIVER OF FUNDAMENT @ Laugarásbíó — 27. maí, KL 17:00 — Kr. 6.500

Biðin — Heimild um leiklestur á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett @ Þjóðleikhúsið, stóra sviðið — 3. & 4. júní, KL 19:30 — Kr. 2.500

Fantastar — Leiksýning við höfnina @ Brimhúsið — 7 sýningar — Kr. 5.000

Bryn Terfel — Einsöngstónleikar í Eldborg @ Harpa, Eldborg — 24. maí — frá Kr. 5.200


N 28 2014

Listahátíð í Reykjavík

Lárusson Hönnunarstofa

Njótið Listahátíðar

Kynnið ykkur dagskrána og miðaverð á www.listahatid.is

20% afsláttur ef keyptir eru miðar á 3 viðburði eða fleiri. Nánar í síma 561 2444.

22. maí — 5. júní


66

menning

Helgin 23.-25. maí 2014  Listahátíð Nýtt tóNLeikhúsverk frumsýNt í tjarNarbíói

Dagbók Jazzsöngvarans – Síðustu sýningar Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 23/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Síðustu sýningar

Lau 31/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00

Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas

BLAM (Stóra sviðið)

Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!

Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið)

Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012

Ferjan (Litla sviðið)

Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fim 12/6 kl. 20:00 Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Fös 13/6 kl. 20:00 Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

VERTU

VAKANDI!

Góð

samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau gegn kynferðislegu ofbeldi! blattafram.is

VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

Melissa Whitaker, fiðrildafræðingur frá Harvard, er einn höfunda Wide Slumber sem frumsýnt verður á laugardag í Tjarnarbíói. Hún verður einnig með námskeið í innrömmun fiðrilda í Tjarnarbíói auk þess að flytja fyrirlestur um heillandi hamskiptaferli fiðrilda í Tjarnarbíói á sunnudag. Ljósmynd/Hari

Draumóramenn og brjálaðir vísindamenn geta bjargað heiminum Wide Slumber er nýtt tónleikhúsverk sem frumsýnt verður um helgina á Listahátíð í Reykjavík. Verkið kemur úr smiðju VaVaVoom leikhópsins og plötuútgáfunnar Bedroom Community. Að verkinu kemur fjöldi listamanna en þar að auki hefur hópurinn fengið til liðs við sig vísindamenn á sviði svefnrannsókna og fiðrildarannsókna. Melissa Whitaker, einn höfundanna og starfandi fiðrildafræðingur við Harvard háskóla er komin til Íslands til að vera viðstödd frumsýninguna í Tjarnarbíói á laugardag.

É

Á þeim tíma uppgötvaði ég eina fiðrildategund sem er alveg mögnuð en það eru „Lycaenid“ fiðrildin. Þessi fiðrildi eiga í samlífi við maura og þau eru alveg ótrúlega heillandi.

g byrjaði á því að læra líffræði og vann við líffræðirannsóknir í nokkur ár. En svo þegar ég var að vinna í doktornum rambaði ég inn á fiðrildarannsóknarstofu og varð algjörlega ástfangin,“ segir Melissa Whitaker, doktor í fiðrildafræðum við Harvard háskóla. Auk þess að rannsaka fiðrildi hefur Melissa hannað snjallsímaforritið „The Butterfly Guide“ til að gera fiðrildafræði aðgengilegri almenningi. „Margir sem vinna í þessu segjast hafa verið með fiðrildaháf í hendi síðan þeir voru litlir en ég uppgötvaði ekki töfraveröld fiðrildanna fyrr en ég var að nálgast þrítugt. Þá færði ég mig alveg yfir í fiðrildin og næstu ár fóru í að rannsaka þau. Á þeim tíma uppgötvaði ég eina fiðrildategund sem er alveg mögnuð en það eru „Lycaenid“ fiðrildin. Þessi fiðrildi eiga í samlífi við maura og þau eru alveg ótrúlega heillandi og á margan hátt mjög furðuleg.“

Hamskipti túlkuð með leik, söng og brúðum

Verkið er innblásið af ljóðabókinn „Wide Slumber for Lepidopterists“ eftir A. Rowlings en á sviðinu er heimur hamskiptanna skapaður með hjálp tónlistar, leikhúss og brúðuleikhúss. „VaVaVoom hafði samband við mig alveg út í bláinn því þau vildu fá innsýn í þennan heim umskiptanna frá sérfræðingi. En svo var ég bara svo ótrúlega spennt fyrir verkefninu að þetta þróaðist út í meira samstarf.“ Melissa hefur unnið mikið í kringum listamenn en aldrei tekið formlega þátt í jafn umfangsmiklu verkefni. „Þetta er svo áhugavert ferli því það eru engar reglur. Við vorum ekkert alveg viss um

það sem við vorum að gera því það var alveg nýtt fyrir okkur. En við horfðum á hvert annað með aðdáun og virðingu fyrir starfi hvers annars og reyndum svo að flétta reynsluheimana saman. Samtalið hófst í desember í gegnum tölvuna en svo hittumst við í New York í vor þar sem ég sá strax að þessi hópur listamanna er að gera eitthvað alveg nýtt. Ég hef aldrei séð hamskipti, ferli sem er mér kunnugt sem líffræðingur, túlkuð á þennan hátt. Þetta er önnur leið til að rannsaka, en leið sem ég trúi virkilega á,“ segir Melissa sem hefur mikla trú á samstarfi listamanna og vísindamanna.

Samruni lista og vísinda mikilvægur

„Ég hef óbifandi trú á samruna lista og vísinda og held að það sé áskorun nútímans að vinna að frekari samstarfi milli þessara annars aðskildu greina. Við erum að horfast í augu við svo mikið af vandamálum akkúrat núna í heiminum, hvort sem það eru gróðurhúsaáhrif, dýr í útrýmingu, fólksflutningar eða fæðuöryggi. Ég hef fulla trú á því að það séu til lausnir við þessu öllu þarna úti einhversstaðar, við þurfum bara að finna þær. Þær eru ekki ófundnar vegna skorts á tækni eða þekkingu, heldur vegna skorts á ímyndunarafli. Ég held að það sé ákveðið bakslag í gangi núna þegar kemur að því að virkja ímyndunaraflið og eina leiðin til að bjarga því er með hjálp draumóramanna og brjálaðra vísindamannanna. Þess vegna er svo mikilvægt listamenn og vísindamenn vinni saman.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


68

menning

Helgin 23.-25. maí 2014

spoR í sandi í Listasafni ísLands og Listasafni siguR jóns óLafssonaR

Æviverk Sigurjóns í tveimur söfnum

y

firlitssýningin á verkum Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð í tveimur söfnum um helgina. Í dag klukkan 18 verður opnun í Listasafni Íslands og á morgun, laugardag, verður opnun í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verða valin verk frá námsárum hans í Kaupmannahöfn 1928 -35, en í Listasafni Íslands verða lykilverk frá árunum 1936 til 1982. Sýningarstjórar eru

Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir. Sigurjón Ólafsson (1908 1982) lærði klassíska höggmyndagerð í Konunglega list aháskólanum í K aup mannahöfn. Á yfirlitssýningunni í söfnunum tveimur eru 90 verk Sigurjóns sem sýna hvernig hann samhæfði á mjög persónulegan hátt klassíska skólun sína við framúrstefnur 20. aldar. Jafnframt veita verkin innsýn inn í fjölþættar vinnuaðferðir

Ragnar Þórisson

listamannsins og sýna þekkingu hans á ólíkum birtingarformum höggmyndalistarinnar. Skömmu fyrir andlát sitt gerði Sigurjón skúlptur úr tré, sem hann nefndi Spor í sandinn. Í þessu verki má finna tilvistarlegar dýptir og ákveðna formræna niðurstöðu, en einnig endurtekin stef sem minna á heildarhugsun Sigurjóns – trúnaðinn við efnið – sem einkennir feril hans.

Spor í sandinn verður til sýnis á sýningu á ævi verki Sigurjóns Ólafssonar.

R jóminn af safnaeigin Listasafns ReykjavíkuR tiL sýnis

9. maí – 31. maí 2014 Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Ragnar Kjartansson, Guð, 2007. Eitt verka á sýningunni Þín samsetta sjón sem opnuð verður í Hafnarhúsinu á laugardag.

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

Legsteinar Mikið úrval af fylgihlutum Vönduð vinna

Steinsmiðjan Mosaik Stofnað 1952

Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is

Úrvalsverk sýnd í Hafnarhúsinu

Á

sýningunni Þín samsetta sjón, sem opnuð verður í Hafnarhúsinu á laugardag klukkan 16, gefur að líta úrvalsverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur frá árunum 19702010. Um fimmtíu listamenn eiga verk á sýningunni og margir þeirra eru meðal þekktustu starfandi listamanna landsins. Þar á

meðal er Ólafur Elíasson en titill sýningarinnar er sóttur í verk eftir hann, Ragnar Kjartansson, Gjörningaklúbburinn, Gabríela Friðriksdóttir og Hreinn Friðfinnsson. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt. Þarna er að finna staðbundnar innsetningar, minimalíska skúlptúra, hugmyndalist

í ýmsum miðlum, gjörningatengda vídeólist og verk byggð á rannsóknum. Viðfangsefnin eru allt frá sjálfhverfri íhugun um eðli listarinnar til þjóðfélagsádeilu og afbyggingu viðtekinna hugmynda um „Norðrið“ og íslenskan menningararf. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason.

ÞÚ ÁTT VALIÐ! Það er aldrei of seint að fara í háskóla. Háskólabrú Keilis, í samstarfi við

PIPAR\TBWA

SÍA

141298

#HASKOLABRU

Háskóla Íslands, er viðurkennt aðfaranám fyrir nám við alla háskóla

KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net

landsins. Keilir leggur áherslu á persónulega þjónustu og er leiðandi í speglaðri kennslu, en það þýðir m.a. að þú hefur aðgang að fyrirlestrum hvar og hvenær sem er. Námið er sérstaklega sniðið að þörfum nemenda sem hafa verið lengi frá námi og er lánshæft. Háskólabrú Keilis hjálpar þér að komast í draumaháskólanámið þitt! Boðið er upp á Háskólabrú í staðnámi á Ásbrú og á Akureyri í samstarfi við SÍMEY.

Umsóknarfrestur í Háskólabrú er til 10. júní.


Við kunnum listina að flytja!

TVG-ZIMSEN

Stoltur styrktaraðili Listahátíðar í Reykjavík 22. maí – 5. júní.

FLUTNINGSMIÐLUN


gegnheil eik gegnheilt tekk mikið úrval einstök gæði

Borðstofuborð Petterson 200x90cm 167.200 kr. 220x100cm 188.000 kr.

20

%

afsláttur

Naomi sófaborð 120x70cm 86.400 kr.

af öllum benOit sófinn ethnicraft húsgögnum kOminn aftur frá föstudegi tveir litir til sunnudags

m

Benoit-sófi 3ja sæta 176.000 kr. 2ja sæta 139.000 kr. Stóll 92.000 kr.

Shadow bókahilla 80x210cm 191.200 kr.

Ath. öll verð eru afsláttarverð

Gerum hús að heimili

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið fös. og lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13- 18.


kauptúnshátíð! 20% afsláttur af öllum ethnicraft-húsgögnum Og sumarvöru frá habitat BIRDY plastdiskar Verð frá 600 kr. stk. ZENO garðsett borð og fjórir stólar og yfirbreiðsla hægt að leggja saman 99.200 kr.

TICO garðborð 90x200cm 116.000 kr.

TICO garðbekkur 55.200 kr.

SUMMER plastáhöld Kanna m/loki 2.720 kr. Glas 600 kr. Vínglas 600 kr. Desertskál 600 kr.

HABITAT MAUI sólstóll með eikarbaki 19.200 kr. með taubaki 13.800 kr.

20

%

ELLIPSE púði 3.120 kr.

afsláttur

af öllum habitat sumarvörum frá föstudegi til sunnudags

BLANCHE garðhúsgagnalínan epoxylökkuð álgrind sólstóll m/höfuðpúða 38.400 kr. sólbekkur 63.200 kr. garðborð 119.200 kr. fellistóll 19.600kr. safaristóll 31.200 kr.

50.000 kr.

afmælisafsláttur af öllum habitat-sófum

Vefverslun á www.tekk.is


72

dægurmál

Helgin 23.-25. maí 2014

Í takt við tÍmann aldÍs k ar a lúðvÍksdóttir

Elska matinn hjá tengdó Aldís Kara Lúðvíksdóttir er tvítugur Hafnfirðingur sem ólst upp á Reyðarfirði. Hún spilar fótbolta með Breiðabliki og er að útskrifast úr Flensborg. Aldís Kara fílar stelpuþætti en finnst líka gaman að horfa á harðhausamyndir.

Staðalbúnaður

Ég fer varla út úr húsi án þess að vera í svörtu Dr. Denim buxunum sem ég á nokkur stykki af. Fatastílinn minn einkennist oftast af þeim eða gallabuxum, venjulegum bolum eða skyrtum, og svo kápu yfir, kimono eða gollu. Ég er frekar mikið fyrir svona síðar yfirhafnir. Þegar ég fer til útlanda á ég til í að missa mig svolítið í H&M, ég myndi segja að hún væri uppáhalds. Svo fíla ég Nike-skó mjög mikið, þeir eru flottir og þægilegir og þeir framleiða líka bestu takkaskóna. Svo standa Vagabondskórnir alltaf fyrir sínu. Þá nota ég mjög mikið loðhettuna mína sem ég fékk í Spakmannsspjörum en hún passar nánast við allt.

Hugbúnaður

Ljósmynd/Hari

Mér finnst mjög þægilegt að fara í sund eftir góðar æfingar og eins á frídögum en þá verður Suðurbæjarlaug yfirleitt fyrir valinu. Ég er að útskrifast núna úr Flensborgarskólanum og spila fótbolta með Breiðabliki. Oftast er ég bara með kærastanum eða vinkonum að gera

eitthvað skemmtilegt en þegar í bæinn er farið endum við oftast á hinum klassíska stað b5 eða Austur. Mér finnst gaman að fara í bíó, en ég horfi líka mikið á bíómyndir sem ég dánlóda í tölvunni,. Stelpurnar tala stundum um að þær geti ekki horft á myndir með mér því ég sé búin að sjá þær allar. Ég var að detta inn í Devious Maids núna á dögunum og er strax búin með fyrstu seríuna, en þegar ég byrja að horfa á nýja þætti verð ég „húkt“. Ég elska Desperate Housewives og Sex and the City, það er mest uppáhalds og get alltaf hent þeim í tækið og einnig Grey’s Anatomy. Þó ég fíli svokallaða stelpuþætti finnst mér líka gaman að horfa á harðhausamyndir.

Vélbúnaður

Ég nota tölvuna mína ekki svo mikið, oftast bara fyrir lærdóminn og þegar ég horfi og dánlóda þáttum og bíómyndum. Síminn hefur tekið yfir tölvuna. Ég á iPhone eins og margir Íslendingar en þar kíki ég reglulega á Facebook, Snapchat og er algjört

Instagram-frík. Ég er á Twitter en nota það lítið sem ekkert þó ég fylgist af og til með fótboltatwittum.

Aukabúnaður

Ég er mjög mikil matarmanneskja en aftur á móti kann ég ekki neitt að elda. Það er alltaf svakalegur hausverkur hvert á að fara út að borða en oft verður Sushi Samba fyrir valinu. Það er samt alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst naut og bernes mjög gott, laxinn hans pabba, humar og svo ég elska matinn heima hjá tengdó. Fótbolti er mitt áhugamál og hef ég ferðast mikið vegna hans í alls konar æfinga- og keppnisferðir. Ég hef komið til margra landa, en skemmtilegasta ferðin var í Toskana-héraðið á Ítalíu þar sem við stórfjölskyldan eyddum tveim vikum í stóru húsi lengst upp í fjalli með útsýni yfir Toskana. Þar sem ég ólst upp á Reyðarfirði finnst mér alltaf rosa gaman að fara þangað og heilsa upp á ömmu og afa og dvelja í kofanum úti í garði með öllum álfunum.

 appafengur

Frábærar McCain franskar á 5 mínútum

Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna!

Kayak Kayak er ferðaapp par exellance sem hjálpar þér að skipuleggja ferðalagið frá upphafi til enda. Þú einfaldlega velur brottfararflugvöll og staðinn sem þú ert að fara til, og appið sýnir þér laus flug. Þú getur síðan bókað flugið í gegn um appið. Kayak fylgist svo vel með og lætur þig vita ef breytingar verða á fluginu, já, og það sýnir þér líka tímamismuninn ef hann verður til staðar á ferðalaginu. Með appinu getur þú fundið og bókað bílaleigubíl sem þú sækir á flugvöllinn, það hjálpar þér að finna rétta hótelið og sýnir bæði verð og staðsetningu á korti Í appinu er meira að segja hægt að nálgast pökkunarlista yfir það sem pakka þarf í ferðatöskuna, og það flokkað eftir því hvernig ferðin er; viðskiptaferð, fjölskylduferð eða eitthvað rómó. Þá er auðvitað reiknivél til að umbreyta myntum. Og símanúmeralisti yfir öll helstu flugfélög ef eitthvað skyldi koma upp á. Ekki má heldur gleyma því að hægt er að fletta upp öllum helstu flugvöllum, sjá hvaða veitingastaðir og verslanir eru þar, ásamt því hvar á flugvellinum það er að finna. Ég er að segja ykkur það: Þetta er ferðaappIÐ. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


hledsla.is

Ekki lyfta úti

ÍSLENSKA/SIA.IS MSA 69249 05/14

Sama hvað gerist líkaminn þarf Hleðslu Hvort sem þú ert að klára góða æfingu eða gera nokkrar magaæfingar í sólstólnum þá þarftu góða orku til að byggja þig upp. Hleðsla er gerð úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum, inniheldur engan hvítan sykur og byggir upp vöðvana. Ekki vera í ruglinu – skelltu í þig Hleðslu og fáðu sem mest út úr æfingunni.


74

dægurmál

Helgin 23.-25. maí 2014

 Ferðalög Ævar vísindamaður Ferðast um landið í nýju bókinni

Ferðabók fyrir forvitna krakka „Mér finnst Ísland svo merkilegt og spennandi. Á sumrin langar marga að fara til útlanda en ég vildi minna krakka á hvað landið okkar er frábært,“ segir Ævar vísindamaður, eða Ævar Þór Benediktsson, sem var að senda frá sér bókina „Umhverfis Ísland í 30 tilraunum“ sem er ferðabók fyrir forvitna krakka. Á rið 2011 kom út bókin „Glósubók Ævars vísindamanns“ sem naut mikilla vinsælda og

í framhaldinu var ráðist í gerð þáttanna um Ævar vísindamann sem sýndir voru á RÚV í vetur. „Ég var kominn með hugmyndina að þessari bók en þegar ég fann hvað þáttunum var vel tekið ákvað ég að fara á fullt í að skrifa hana,“ segir hann. Bókin hentar vel í bílinn þegar ferðast er um landið, þar er fróðleikur um hina ýmsu staði auk vísana í Íslendingasögurnar og þjóðsögur, og ekki má gleyma tilraununum en á fjórða tug

vísindatilrauna eru útskýrðar þannig að ungviðið geti framkvæmt þær. Það er þó ekkert skilyrði að vera á ferðalagi til að lesa bókina. „Hún hentar líka vel fyrir þá sem eru að ferðast í huganum,“ segir Ævar. Vísindamaðurinn heldur vitanlega úti vefsíðunni Visindamadur.is þar sem hægt er að fylgjast með Ævari, horfa á þættina, fara í leiki og fræðast um tilraunir. - eh

Ævar vísindamaður fræðir börnin um landið okkar auk þess að kenna þeim að gera nýjar og spennandi vísindatilraunir. Mynd/Lalli Sig

Fólk sölvi tryggvason á 10 ár a Fjölmiðla aFmÆli í lok maí

Á tveimur sjónvarpsstöðvum í einu Magnús Trygvason Eliassen treður upp með Moses Hightower á Sumarmölinni.

Sölvi Tryggvason stendur á tímamótum, hann hefur starfað við fjölmiðla í 10 ár en óvíst er hvað tekur við. Hann var að ljúka við síðustu seríuna sem gerð verður af Málinu á SkjáEinum og er auk þess með heilsuþátt á ÍNN. Þannig vill til að á mánudagskvöldum eru báðir þættirnir í útsendingu og Sölvi því á tveimur sjónvarpsstöðvum.

Þ

Sumarmölin haldin öðru sinni Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í annað sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi laugardagskvöldið 14. júní. Sumarmölin er fjölskylduvæn tónlistarhátíð þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman við tónlistarflutning margra fremstu listamanna landsins. Á hátíðinni í ár koma fram Moses Hightower, Samaris, Púsl, Sin Fang, Prins Póló, Hermigervill auk þess sem Borko og Futuregrapher munu leiða saman hesta sína í glænýju samstarfsverkefni. Um 70 manns búa á Drangsnesi og því vekur athygli að ein sveitanna sem

treður upp, Púsl, er skipuð 12-16 ára Drangnesingum sem hafa komið fram við ýmis tækifæri á undanförnum tveimur árum. Að tónleikum loknum geta dans- og skemmtanaþyrstir gestir skemmt sér áfram á Malarkaffi þar sem Matthías Már Magnússon útvarpsmaður þeytir skífum fram eftir nóttu. 16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri gestir eru hjartanlega velkomnir í fylgd fullorðinna. Miðaverð er 4500 kr. á hátíðina og 2500 kr. fyrir 12 ára og yngri. Miðasala fer fram á midi.is.

Nú byrjar bara nýr kafli.

Erótík í Kunstschlager Sýningin Lostastundin / Lust Hour verður opnuð í Kunstschlager, Rauðarárstíg 1, á laugardagskvöld klukkan 20. Tólf valinkunnir myndlistarmenn sýna erótísk verk, sumir þekktir fyrir slíkt, aðrir ekki. Áhersla er á tvíðvíð verk á sýningunni og kennir þar ýmissa grasa, frá skúffuerótík til hugmyndafræðilegra verka. Sýnendur eru þjóðþekktir listamenn til annarra lítt þekktari. Erótískt myndrit verður gefið út í tengslum við sýninguna með verkum eftir sýnendur auk annarra og verður til sölu á Basarnum. Verkin á sýningunni

að eru komin 10 ár síðan ég byrjaði í fjölmiðlum og þar af hef ég starfað sjálfstætt í fimm ár. Nú byrjar bara nýr kafli,“ segir Sölvi Tryggvason sem hefur nýlokið við síðustu seríuna sem hann gerir af Málinu sem er sýnt á SkjáEinum. Á mánudag hófst fyrsti þátturinn í fjögurra þátta seríu af Málinu en Sölvi er einnig búinn að vinna aðra fjögurra þátta seríu sem verður sýnd á SkjáEinum í haust. Á mánudag hófst einnig sex þátta sería af heilsuþáttum sem Sölvi sér um á ÍNN, Heilsa og hollusta, og vill þannig til að í um fimmtán mínútur næstu mánudagskvöld verður Sölvi á sama tíma á báðum stöðvunum. Í fyrsta þættinum af Málinu var fjallað um framhjáhald og segir Sölvi að þau sem standa að þættinum hafi þar aðeins leikið sér með formið. „Þau sem vinna með mér að þáttunum er kvikmyndagerðarfólk og þessi fyrsti þáttur var að hluta eins og heimildamynd með miklu leiknu efni. Næsti þáttur veður ekta fréttaskýringarþáttur um L a ndspít a l ann. Við fórum til Svíþjóðar og erum að

gera samanburð á ákveðnum hluta heilbrigðiskerfisins hér og úti. Við fengum fullan aðgang að Hjartagátt Landspítalans og sams konar deild í Uppsala. Á Landspítalanum starfar gott og duglegt fólk en starfsemin kemur mjög illa út í samanburði við Svíþjóð. Þetta var eins og að koma inn í framtíðina eftir að hafa verið á Landspítalanum og fara áratugi fram í tímann,“ segir hann. Sölvi hóf störf við fjölmiðla í lok maí 2004 þegar hann var ráðinn í sumarafleysingar á fréttastofu Stöðvar 2 en hann ílengdist á stöðinni í fimm ár. „Ég prófaði ansi margt á þessum tíma. Ég var á tímabili í erlendum fréttum, eitt ár var ég að skrifa og lesa morgunfréttir þegar Bítið var í sjónvarpinu, ég tók meira að segja einhverjar íþróttafréttavaktir og var í Íslandi í dag,“ segir Sölvi sem veit ekki hvað tekur við. „Ég er verkefnastjóri yfir fræðsluefni hjá Blátt áfram en annars held ég öllum möguleikum opnum. Ég er bara að líta í kring um mig,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir

eru ekki við hæfi barna. Sýningarstjórar sýningarinnar eru Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir.

GOLD PLATED THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM

Sölvi Tryggvason hóf fjölmiðlaferilinn fyrir 10 árum þegar hann var ráðinn sem sumarstarfsmaður á fréttastofu Stöðvar 2. Síðustu 5 ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi.

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS

KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

Mynd/Hari

erla@frettatiminn.is


1.390 kr.

ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI

PÖNNUPIZZA: 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, VIKUNA 19.–25. MAÍ 2014

TÍ TAKTU ÞÁT ÍKTU GK FJÖRINU O A.IS Á MEGAVIK

www.dominos.is

domino’s app

sími 58 12345


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin AnnA ÞorvAldsdóttir

Mögnuð manneskja Aldur: 36 ára. Maki: Hrafn Ásgeirsson heimspekingur. Börn: Engin. Menntun: Doktor í tónsmíðum frá Kaliforníuháskóla í San Diego. Lærði í Listaháskóla Íslands áður. Starf: Tónskáld. Fyrri störf: Alltaf starfað við tónlist. Áhugamál: Heilbrigður lífsstíll og jóga, og að ganga úti í náttúrunni. Stjörnumerki: Krabbi. Stjörnuspá: Stundum skilur fólk ekkert í því að það stofnaði til sambands í upphafi, en það er engin tilviljun að þið séuð saman. Auður er þinn fæðingarréttur.

S

ko. Hún Anna er alveg ótrúlega næm og með mikið innsæi, sem gegnumsýrir allt sem hún gerir,“ segir Berglind María Tómasdóttir, vinkona Önnu. „Hún er ekki bara næm í tónlistinni heldur líka næm á allt sitt umhverfi og þar með talið vini. Hún er ótrúlegur vinur því hún les mann svo vel. Svo hefur hún svo mikinn andlegan styrk og er svo sterk. Hún er bara mögnuð manneskja og ég get ekki sagt neitt neikvætt um hana. Það sem er neikvætt er samt jákvætt. Hún er svo fylgin sér að þegar hún er að vinna tekur hún það alla leið og þá er ekki hægt að trufla hana.“ Anna Þorvaldsdóttir tónskáld heimsfrumsýnir verkið „In the light of air“ í tengslum við Listahátið í Hörpunni á laugardag. Það var hinn virti bandaríski tónlistarhópur International Contemporary Enseble sem pantaði verkið af Önnu, en verk Önnu eru flutt reglulega í Evrópu og Bandaríkjunum og hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar.

Fallegar Útskriftargjafir

Laugavegur 45 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99

fær Fanney Hauksdóttir sem í vikunni tryggði sér heimsmeistaratitil unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki er hún lyfti 135 kílóum.


Viðhald húsa Unnið í samvinnu við Húseigendafélagið

Helgin 23.-25. maí 2014

Tökum því alvarlega að eiga aldargamalt hús Björn Þór Sigbjörnsson og Ástríður Þórðardóttir búa í rúmlega aldargömlu húsi við Grandaveg í Vesturbæ Reykjavíkur. Töluvert viðhald fylgir svo gömlu húsi og þau hafa verið trú uppruna þess. Ljósmynd/Hari

 bls. 8

Gólfdúkur

Eldhúsi›

hjarta heimilisins

FLOORING SYSTEMS

skynsamleg, smekkleg og hagkvæm lausn

Svefnherbergi›

þægilegt andrúmsloft

Forstofan

einfaldara ver›ur þa› ekki

Heimilisdúkur, sígild lausn: -léttur í þrifum -au›veldur í lögn -glæsilegt úrval -fæst í 2, 3 og 4 m rúllum.

Stofan

alltaf jafn heimilislegt

Ba›herbergi›

hl‡tt og mjúkt undir fæti

Sérverslun me› gólfdúk og teppi SÍ‹UMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510


2

viðhald húsa Öflug hagsmunagæsla fyrir húseigendur

Húseigendafélagið var stofnað árið 1923 og hefur starfað óslitið síðan. Það er almennt hagsmunafélag húseigenda. Félagsmenn eru um 10 þúsund og fer jafnt og þétt fjölgandi. Mest hefur fjölgunin verið meðal húsfélaga í fjöleignarhúsum en í félaginu eru nú um 800 húsfélög.

Starfsemi Húseigenda­ félagsins er þríþætt: 1. Almenn hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigendur. 2. Almenn fræðslustarfsemi og upp lýsingamiðlun. 3. Ráðgjöf og þjónusta við félagsmenn, einkum lögfræðiaðstoð og ráðgjöf. Félagið nýtur engra styrkja og er sjálfstætt og óháð í einu og öllu. Það eru félagsgjöldin sem standa að langmestu leyti undir starfsemi félagsins. Árgjaldið hefur verið óbreytt í 6 ár. Hæst hefur borið í almennu hagsmunabaráttu félagsins að stuðla að réttarbótum fyrir fasteignaeigendur. Hefur félaginu orðið verulega ágengt í því efni öllum húseigendum til hags og heilla. Má nefna gildandi fjöleignarhúsalög og húsaleigulög og löggjöf um fasteignakaup og fasteignasala.

Lögræðiaðstoð Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Það eru aðallega eftirtaldir málaflokkar koma til kasta lögfræðiþjónustunnar:

1. Mál sem snerta fjöleignarhús og eigendur þeirra. 2. Mál vegna vanefnda í fasteignaviðskiptum, einkum gallamál. 3. Húsaleigumál. 4. Mál vegna vanefnda byggingaraðila og verktaka. 5. Mál gagnvart byggingaryfirvöldum og öðrum stjórnvöldum. 6. Grenndarmál af ýmsum toga. Í húsfundaþjónustu félagins felst alhliða lögfræðileg ráðgjöf og aðstoð við fundarboð, tillögur og gagnaöflun. Lögmaður með sérþekkingu annast fundarstjórn og ritun fundagerðar er í höndum laganema. Húseigendafélagið býður leigusölum upp á húsaleiguþjónustu, sem tryggir öryggi í leiguviðskiptum og dregur úr fjárhagslegri áhættu og armæðu vegna leiguvanskila og skemmda á leiguhúsnæði. Félagið gerir leigusamninga og gefur ráð og upplýsingar um réttindi og skyldur aðila, lagaatriði og ráðstafanir, s.s. tryggingar o.fl. Þá aðstoðar félagið leigusala þegar vandamál koma upp á leigutímanum eða við lok hans, t.d. við vanskil á húsaleigu, riftanir, uppsagnir o.fl. Skrifstofa Húseigendafélagsins er í Reykjavík að Síðumúla 29, Sími: 588-9567. Netfang: postur@huseigendafelagid.is. Þar eru veittar nánari upplýsingar um félagið, starfsemi þess og þjónustu. Á heimasíðu félagsins er m.a. yfirlit yfir fjölda greina sem lögfræðingar félagsins hafa ritað og félagsmenn geta fengi endurgjaldslaust. Slóðin er: www. huseigendafelagid.is.

3

Helgin 23.-25. maí 2014

Páll Hólm Sigurðsson húsasmíðameistari gefur góð um viðhald hússins. Mikilvægt er að hreinsa lauf og annað rusl úr rennum og niðurföllum og skola vel á eftir með köldu vatni svo ekki flæði upp úr í rigningunni. Ljósmynd/Hari

góð ráð fyrir húsið í vor

Vorið er rétti tíminn til að sinna viðhaldi húsa og um að gera að nýta sólina þessa dagana til að nauðsyn­ legra útiverka. Páll Hólm Sigurðsson húsasmíðameist­ ari gefur góð um árlegt viðhald.

VIFTUR Þessar hljóðlátu

Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Þvoið gler og glugga og notið tækifærið til að grannskoða ástand á timbri og málningu að innan og utan. Þetta er viss ástandsskoðun í framhaldinu er gott að gera áætlun um framkvæmdir. Ein besta leiðin til að viðhalda ytra byrði timburglugga er að rífa gömlu málninguna upp með vírbursta. Því næst er skafið létt yfir með karbítsköfu til að ná allri lausri málningu af. Þá er öllu ryki sópað af og málað. Þó svo að þetta sé ekki gert rétt að öllu leyti, eða ekki jafn vel og fagmaður myndi gera, er í langflestum tilfellum betra að gera þetta í stað þess að gera ekki neitt. Skoðið opnanleg fög og reynið að muna hvort það hafi lekið vatn eða loft inn með opnanlega faginu. Þetta er gert til að átta sig á því hvaða hlutir eru í ólagi. Það getur verið að einn búnaður sé að trufla annan. Ef fag lekur vatni er best að fá fagmann til verksins, þar sem það getur verið all flókið og tímafrekt að gera við fagið. Ef hinsvegar fagið lekur lofti þá má kaupa þéttiborða og líma inn í falsið á faginu. Til eru margar gerðir af krækjum og búnaði til að opna og loka fögum. Ef þessi búnaður er brotinn eða bilaður er best að skipta um hann svo glugginn virki rétt og skemmist síður.

30

1

reyns

l

a

ára

Hreinsið lauf og annað rusl úr rennum og niðurföllum og skolið vel á eftir með köldu vatni. Þetta er gert til að forðast að upp úr flæði í haustrigningu vegna stíflu í niðurfallsrörum eða niðurfalli á rennu. Til að kanna hvort niðurfallsrör séu stífluð er gott að banka í þau alveg við jörðu. Ef rennan lekur þarf að taka hana í sundur sem getur verið snúið mál ef hátt er í hana. Þá eru rennuböndin losuð af og rennan losuð. Því næst eru rennustykkin þrifin, skipt um gúmmíþéttingar á þeim og þetta svo sett saman aftur. Það er mun auðveldara að losa niðurfallsrör af veggjum. Byrjað er á að losa festinguna í sundur en ekki af veggnum. Algengasta gerð niðurfallsröra er með fleyg sem sleginn er upp eða niður til að losa festinguna. Önnur algeng tegund er með skrúfu og ró. Þegar búið er að losa festingar í sundur eru rörin toguð í sundur. Það getur reynst erfitt en þar þarf meiri lagni en kraft.

Gluggar

3 - 2013 98

íshúsið ALLUR PAKKINN!

Rennur

Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

S: 566 6000 | Smiðjuvegur 4a, 200 Kópavogur, græn gata

Átt þú gamalt hús sem þarf að gera við - hvar á að byrja? Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa. Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 15 - 17 og á sama tíma í síma 411 6333.

HÚSVERNDARSTOFA www.idan.is

Útidyr

Ljósmynd/Nordic­ Photo/GettyImages

Skoðið útihurðalamir og læsingar og smyrjið eftir þörfum með þunnri olíu. Það er líka gott að setja smá olíu inn í skráargatið. Þetta er gert til að auka liðleika þeirra hluta sem hreyfast.


PAXTON AÐGANGSKERFI SNJALLA AÐGANGSSTÝRINGIN SEM VEX MEÐ FYRIRTÆKINU Paxton er leiðandi framleiðandi aðgangskerfa fyrir allar stærðir fasteigna með áherslu á einfaldleika í uppsetningu og notkun. Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hefur náð miklum árangri í sölu víða um heim. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Bretlandi. Með Net2 tölvutengda aðgangskerfinu frá Paxton er hægt að stjórna hundruðum eða þúsundum hurða fyrir allt að 50.000 notendur. Hægt er að stjórna hurðum með fyrirliggjandi nettengingum TCP/IP og þar af leiðandi fjölda bygginga á mismunandi stöðum. Net2 er byggt fyrir framtíðina þar sem auðvelt er að bæta við hurðum á hagkvæman hátt (sérstaklega með þráðlausum lesurum (on-line) sbr. Paxton PaxLock og Assa Abloy aperio). Uppfærslur á hugbúnaði eru fríar. Hægt er að nota nándarlesara (hands free eða Mifare), kortalesara (segul), takkalása og flestar gerðir af lesurum frá öðrum framleiðendum sbr. HID iClass, Assa Abloy aperio iClass o.s.frv. Alhliða lausn á sanngjörnu verði.

Allar upplýsingar um aðgangskerfin eru fúslega veittar af ráðgjöfum Véla og verkfæra.

Paxton www.paxton.co.uk

SKÚTUVOGUR 1 C • 104 REYKJAVÍK • Sími: 550 8500 • FA X 5508510 • w w w.v v.is


4

viðhald húsa

Helgin 23.-25. maí 2014

Fjármögnun framkvæmda Lántaka Hyggist húsfélagið taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar verður jafnframt að geta tillögu þar að lútandi í fundarboði. Slík lántaka húsfélagsins getur verið með ýmsum útfærslum og blæbrigðum þannig að forsvarsmenn húsfélagsins ættu að kanna það hjá lánastofnunum hvaða möguleikar og útfærslur eru í boði. Húsfélagið sem slíkt getur verið lántakandi en þá er brýnt að vel sé að öllu staðið viðvíkjandi ákvörðunartökuna. Rétt er að geta þess að slík fjármögnun er talin afbrigðileg í þeim skilningi að enginn íbúðareigandi verður knúinn til að taka lán ef hann vill heldur greiða hlutdeild sína beint í peningum. Þegar sameiginleg framkvæmd er fjármögnuð með lántöku húsfélagsins til margra ára geta ýmsar flækjur orðið milli núverandi og fyrrverandi eiganda og húsfélagsins. Húsfélagið myndi alltaf og þar með taldir íbúðareigendur á hverjum tíma verða ábyrgir gagnvart lánastofnuninni. Hins vegar er það meginregla að endanleg ábyrgð hvílir á þeim, sem voru eigendurþegar framkvæmdin var ákveðin og gerð. Kaupsamningar og önnur gögn um kaup og sölu þ.á.m. gögn frá húsfélaginu geta leitt til annarra niðurstöðu. Þegar kaupandi kaupir íbúð í húsi sem nýmálað þá tekur hann það yfirleitt með í reikninginn og er væntanlega reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir íbúð í nýmáluðu húsi en ef húsið væri allt í niðurníðslu að því leyti. Almennt

eigandi fjármagni sína hlutdeild í sameiginlegum framkvæmdum af sjálfsdáðum og eftir atvikum með fulltingi síns viðskiptabanka. Með því verða línur einfaldar og réttarstaða eigenda og húsfélagsins skýr og án eftirmála. Hins vegar er það sjálfsagt og eðlilegt að húsfélag sem slíkt fái fyrirgreiðslu banka til að fjármagna framkvæmdina á sjálfum framkvæmdatímanum með yfirdráttarheimild eða á annan hátt. Þegar framkvæmdinni er lokið og öll kurl til grafar komin er affarasælast að hver eigandi geri upp viðhúsfélagið sem svo gerir upp við verktakann og bankann ef því er að skipta. Með því lyki hlutverki húsfélagsins í fjármögnuninni og rekstur þess og fjármál verða með því einfaldari og öruggari en ella.

Ábyrgð út á við

má kaupandi búast við því að sé búið sé að greiða fyrir þær framkvæmdir sem lokið nema seljandi upplýsi hann um annað og þeir semja um annað sín á milli.

Lögveð

Húsfélög eiga lögveð í íbúð þess sem ekki greiðir hlutdeild sína í

sameiginlegum kostnaði. Lögveðið stendur í eitt ár. Upphafstími þess miðist við gjalddaga greiðslna og uppgjör á verkinu í þröngum skilningi. Lögveðið er dýrmætur réttur sem gæta verður að og passa upp á að glatist ekki. Það er sérstakur réttur sem heyrir til undantekninga og skýtur öðrum veðhöfum ref fyrir

rass. Það sést ekki veðbókarvottorði og getur rýrt og raskað hagsmunum bæði veðhafa og skuldheimtumanna. Þess vegna eru því settar þröngar skorður.

Best að hver eigandi fjármagni sina hlutdeild

Best er og affarasælast að hver

Fram hjá því verður ekki litið að ábyrgð eigenda í fjöleignarhúsi út á við, gagnvart þriðja aðila, t.d. banka og verktaka, er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig getur kröfuhafi að vissum skilyrðum uppfylltum gengið að hverjum og einum eigenda ef vanskil verða af hálfu húsfélags og eða einhvers eigenda. Það getur því skiljanlega staðið skilvísum eigenda sem ekki má vamm sitt vita fyrir svefni að vera til margra ára spyrtur saman í fjárhagslega skuldbindingu með meira og minna óskilvísum sameigendum. og dragast nauðugur inn í deilur í kjölfar eigendaskipta. Hvoru tveggja getur leitt til leiðinda og fjárútláta í bráð a.m.k.

Viðhald fasteigna – okkar sérgrein • • • • • •

Ástandsskýrslur Útboðsgögn Teikningar / hönnun Verksamningar Umsjón og eftirlit Verkefnastjórnun

Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og endurnýjun fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt fjölda verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu í mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna. Síðumúla 1 | 108 Reykjavík | Sími 517-6300 | www.verksyn.is


TÖKUM AÐ OKKUR STÓR SEM OG SMÁ VERK


6

viðhald húsa

Helgin 23.-25. maí 2014 KYNNING

Sérhæfð ráðgjöf um viðhaldsframkvæmdir hjá Verksýn Hjá Verksýn er veitt ráðgjöf um viðhald og endurbætur á mannvirkjum. Sérfræðingar fyrirtækisins búa yfir áratuga reynslu af mannvirkjagerð. Framkvæmdin verður betri með góðum undirbúningi.

M

ikilvægt er að sinna viðhaldi og endurnýjun fasteigna, bæði fyrir eigendur þeirra og notendur. Sé ástand fasteigna slæmt eða notagildi þeirra óhentugt, hefur það áhrif verðmæti, ásýnd og fleira. Því er mikilvægt að fasteignum sé vel við haldið. Sérfræðingar hjá Verksýn ehf. sinna ráðgjöf á sviði viðhalds og endurbóta á mannvirkjum og búa yfir áratuga reynslu af störfum við mannvirkjagerð. Að sögn Andra Más Reynissonar byggingafræðings sinna sérfræðingar Verksýnar öllum þáttum ráðgjafar við framkvæmdir innanhúss jafnt sem utan; úttektum og ástandsgreiningum, útboðum, gerð teikninga, verksamninga og svo umsjón og eftirliti með verk-

legum framkvæmdum. „Húsfélög og fasteignafélög eru algengir viðskiptavinir, en einnig fyrirtæki og einstaklingar með fasteignir í sinni umsjá. Við höfum sérhæft okkur í viðhaldsmálum og viljum laga okkar starfsemi að þörfum viðskiptavina á þeim markaði,“ segir hann. Algengt er að stjórnendur húsfélaga leggi mikla vinnu í umsjón og jafnvel eftirlit með framkvæmdum. Framkvæmdirnar eru í mörgum tilvikum umfangsmiklar og flóknar. Þjónusta Verksýnar nær yfir flesta þætti sem annars myndu hafna á borðum stjórnarmanna í húsfélögum. Almennt er skynsamlegt og ekki síður hagkvæmt fyrir eigendur fasteigna að huga tímanlega

að undirbúningi framkvæmda, til dæmis á vetrarmánuðum fyrir komandi framkvæmdasumur. „Góður undirbúningur leiðir yfirleitt til vandaðri og betri framkvæmdar fyrir eigendur og notendur fasteigna,“ segir Andri. Ákveðnir þættir framkvæmda, eins og til dæmis málun og múrvinna, eru háðir veðri. Andri segir hins vegar hægt að sinna ýmis konar viðhaldsframkvæmdum yfir vetrartímann, eins og til dæmis klæðningum, glugga- og glerskiptum og fleiru. „Vetrarframkvæmdir kalla á ákveðnar ráðstafanir en vel er hægt að nýta annan tíma en hásumarið til framkvæmda. Það er einnig hagkvæmt fyrir eigendur og verktaka að lengja framkvæmdatímann ef kostur er á því.“

Teppi Teppi - á stigaganginn Hljóðeinangrandi Auðveld í þrifum Ofnæmisprófuð Slitsterk

Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888

www.parketoggolf.is

Hollráð til hús

N

ú eru ábyrgir og framsýnir húseigendur farnir að huga að eignum sínum og gaumgæfa hvað þurfi og megi fyrir þær gera í vor og sumar. Stöðugt og reglubundið viðhald er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt til að viðhalda og auka verðmæti fasteigna. Það borgar sig og er eigendum til mikilla hagsbóta að halda eignum sínum vel við og endurbæta þær í takt við tímann og nýjar og breyttar þarfir og kröfur. Viðhaldsfé er ekki á glæ kastað og það skilar sér oftast margfalt til baka. Um það er reynslan ólygin. Um þessar mundir er viðhaldsiðnaðurinn að vakna til lífsins og horfa til verka og þar er mikið undir. Hús eru forgengileg og ganga úr sér hvað sem tautar og raular óháð efnahagsástandi og fjárhag eigenda á hverjum tíma. Ef hús fá ekki það viðhald sem þarf og nauðsynlegar endurbætur í takt þá nagar tímans tönn þau miskunnarlaust og verðmæti þeirra og notagildi rýrnar. Það kemur eigendum í koll ef þeir sinna ekki brýnu viðhaldi. Þegar um einbýlishús er að ræða, er viðhald að mestu einkamál eiganda þess. Öðru máli gengir um fjöleignarhús. Þar eru eigendur sameiginlega ábyrgir. Viðhald húseigna er mikið þjóðþrifa- og almannaheillamál þar sem hagsmunir allra fara saman. Viðhald er nauðsynlegt til að verðmæti fasteigna haldist og aukist. Það er eigendum til hagsbóta og líka veðhöfum og tryggingarfélögum. Viðhald skapar vinnu, tækifæri og verðmæti. Þegar fé skortir til stórra hluta er einmitt ástæða og lag til að hlúa að því sem fólk á fyrir og búa í haginn. Á viðhaldsviðinu getur vel orðið mikil athafnasemi öllum til hags og heilla; húseigendum, viðhaldsgeiranum, iðnaðarmönnum, verktökum og samfélaginu öllu. Viðhalds- og byggingariðnaðurinn er risi í álögum, nú í dvergslíki, og má ekki sofa lengur og koðna niður og staðna. Með öllum ráðum og samstilltu átaki þarf að rjúfa þá stöðnun og þann doða sem ríkt hefur. Hér eru fín hjól sem liðka má og hafa burði og möguleika til að snúast og virka og það vel. Í rússíbanareiðinni og þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Grasið þótti grænna í nýbyggingum og viðhald húsa sat á hakanum. Nú er öldin önnur. Það er ljós í myrkrinu fyrir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samningum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstafanir til hvetja til viðhalds og að örva viðhaldsgeirann með endurgreiðslu virðisauka-

skatts (100% af vinnu á byggingarstað. Að því leyti árar vel til viðhalds. Verktakar eru því miður margir veikburða eftir áföll og hremmingar. Það skapar áhættu og óvissu fyrir viðsemjendur þeirra og kallar á vönduð vinnubrögð af hálfu húsfélaga. Þá fylgir sá böggull skammrifi að eigendur eiga yfirleitt ekki digra viðhaldssjóði né aðrar feitar fúlgur og allra síst á tímum kaldakols. Lánamöguleikar eru ekki samir og fyrrum þegar gullið flóði. Peninga skortir víða til viðhalds og á því stranda mörg góð áform. Ef þeir eru ekki fyrir hendi er tómt mál að tala um viðhald þótt þörf sé brýn og aðstæður að ýmsu öðru leyti ákjósanlegar. Þessu næst nokkur orð og ráð til eigenda og húsfélaga í framkvæmdaham. Hvernig skal að málum standa og hvað er til ráða og hvað er að varast. Góður undirbúningur viðhaldsframkvæmda í hvívetna er lykilatriði og mjög mikilvægur og einnig það að velja góðan og ábyrgan ráðgjafa og verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsframkvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og í flestum tilfellum er um að kenna slælegum undirbúningi og lélegri ráðgjöf og einnig röngu vali á verktökum. Það skammgóður vermir að spara á undirbúningsstiginu. Þar er grunnurinn lagður og ef hann er veikur þá er ekki við góðu að búast. Ekki er til nein einhlít regla um það. Verk eru mismunandi og aðstæður sömuleiðis. Í fjöleignarhúsum þarf að liggja fyrir lögleg ákvörðun. Þegar hún liggur fyrir, er rétt að fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand hússins og viðgerðarþörf. Í því ástandsmati felst yfirleitt gróf lýsing á ástandi ásamt sundurliðum verkliðum með áætluðum magntölum. Húseigendur eru hvattir til að snúa sér til tæknimanna og fyrirtækja sem framkvæma slíkt mat en framkvæma þau ekki sjálfir eða fá fúskara til þess. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka, byggðum á magntölum og verklýsingu samkvæmt ástandsmati. Við stærri verk eru úttektaraðilar jafnan fegnir til að fullgera útboðs- og verklýsingu og standa að útboði. Mikilvægt er fyrir eigendur að gæta þess að viðurkenndir meistarar standi fyrir viðhaldsverkum þar sem slík verk eru oft mjög vandasöm. Þá er líka mikilvægt að leitað sé til hæfra ráðgjafa. Húseigendur skulu forðast eins og heitan eldinn að eiga viðskipti


viðhald húsa 7

Helgin 23.-25. maí 2014

Hafi verið samið um fast verð í verksamningi getur verktaki almennt ekki við uppgjör krafist hærri fjárhæða en upphaflega var samið, nema hann hafi unnið fleiri verkliði en verksamningur hljóðaði um með samþykki viðsemjanda síns, enda verða verktakar eins og aðrir að standa og falla með því verði sem þeir bjóða í samningum. Í þessum geira eða bransa eru því miður margir svartir sauðir sem oft hafa enga eða takmarkaða fagþekkingu á viðgerðum. Þessir aðilar bjóða gjarnan töfralausnir, bæði í efnum og aðferðum. Húseigendur þurfa að varast þessa aðila. Yfirleitt stenst fátt og enginn verksamningur gerður og jafnvel um vinnu að ræða án reiknings, sem er ekki eingöngu ólöglegt heldur stórvarasamt. Án fullgilds reiknings hefur hús-

eigandi ekkert í höndunum sem sannar hvað var gert eða að viðeigandi verktaki hafi yfirleitt komið nálægt verki og húsinu. Svart er svart. Því miður eru töluverð brögð að reikningslausum viðskiptum og virðast sumir húseigendur telja sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt ofmetur verkkaupi hag sinn í þeim viðskiptum. Verkkaupi stendur eftir án nokkurs eða veikburða réttar gagnvart verktaka og ábyrgð á verki er engin. Einnig er mikilvægt að benda á að virðisaukaskattur fæst aðeins endurgreiddur af vinnu við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði, ef reikningar frá verktaka eru fullgildir. Sigurður Helgi Guðjónsson

Heilræði 1. Fáið hæfan og hlutlausan ráðgjafa, sérfræðing, til að meta ástand eignarinnar og viðgerðaþörf. 2. Við minni verk er hægt að óska eftir tilboðum, byggðum á magntölum og verklýsingu. Við stærri verk fer yfirleitt fram útboð. 3. Meta þarf tilboð í samhengi við útboðsgögnin, heildarverð, einingaverð, uppsetningu tilboðsins og verktíma. 4. Þegar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal taka, er gengið til samninga við

viðkomandi verktaka. Seint verður fullbrýnt mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. 5. Eftirlit með framkvæmd þarf að vera í vel skilgreint og föstum farvegi og oftast er ráðinn til þess hæfur og óháður aðili. 6. Lokauppgjör fer fram eftir að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram.

formaður Húseigendafélagsins

eigenda við fúskara og aðila sem ekki hafa fullnægjandi fagréttindi. Að velja verktaka er ekki auðvelt verk. Alls ekki er víst að sá sem býður lægst sé með hagstæðasta tilboðið þegar upp er staðið. Líta þarf til fleiri atriða svo sem hvort verktaki hafi fullnægjandi fagréttindi, hvort af honum fari gott orðspor. Er hann vandaður og traustur? Má treysta því að hann hafi fjárhagslegt bolmagn til að ljúka verkinu? Er hann engilbjartur í hvívetna eða með vafasama og flekkótta fortíð í fjármálum og skuldahala Afla þarf upplýsinga um þessi atriði og vega og meta heildstætt en ekki bara einblína á tilboðsfjárhæðina. Það er hægurinn fyrir ábyrgðarlausa fúskara að bjóða lágt og lofa miklu. Það er létt að lofa ef vilji og geta til efnda er ekki að flækjast fyrir mönnum. Um það vitna sorglega mörg dæmi. Vítin eru til að varast í þessu efni sem öðrum. Reyndir, færir og ábyrgir, ráðgjafar eru helsta trygging, skjöldur og slysavörn verkaupa gagnvart vafasömum verktökum. Þeir þekkja gjörla til fyrirtækja og manna í bransanum og verka þeirra og þá reynslu og það orðspor sem af þeim fer. Góður ráðgjafi er þannig gulls ígildi, ekki síður en góður verktaki Seint verður fullbrýnt mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. Allt of títt er að enginn skriflegur samningur er gerður eða að ekki sé vandað til samningsgerðar. Skapar það hættu á ágreiningi og deilum sem hefði mátt fyrirbyggja með skýrum samningsákvæðum. Mikilvægt er að í verksamningi séu skýr ákvæði um verklaun og greiðslu þeirra, verktímann og framvindu verksins og hvaða verkþætti sé um að ræða. Óljós verksamningur býður heim hættu á ágreiningi og að verktaki áskilji sér hærri greiðslur en upphaflega var samið um þar eð hann hafi unnið fleiri verkþætti en til stóð. Getur verkkaupi stundum lent í erfiðri stöðu eða klemmu í slíkum tilvikum. Ákvæði laga um þjónustukaup, sem gilda í samskiptum eigenda íbúðarhúsnæðis og verktaka geta þá komið til skoðunar. Þar er svo mælt fyrir að verktaki eigi ekki að vinna önnur verk en samningur kveður á um. Ef í ljós kemur þegar verk er unnið að eðlilegt sé að vinna önnur verk til viðbótar þeim sem samið var um ber verktaka að tilkynna fasteignareiganda þar um og óska eftir fyrirmælum hans. Geri hann það ekki getur hann ekki áskilið sér rétt til aukagreiðslna vegna þeirra verkþátta.

Hver ábyrgist þinn meistara?

Meistarar í Samtökum iðnaðarins eru með Ábyrgðasjóð sem tryggir þér vel unnið verk.

ert þú með skriflegan samning og tryggingu um fagleg vinnubrögð frá þínum meistara? Það er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum að skipta við meistara og fagmenn sem hafa tilskilin réttindi. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild sem hefur á að skipa löggiltum fagmönnum til hvers kyns framkvæmda.

Félag blikksmiðjueigenda www.blikksmidjur.is

meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði www.si.is/mih

Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara www.dukur.is

meistarafélag suðurlands www.mfs.is

Félag skrúðgarðyrkjumeistara www.meistari.is

múrarameistarafélag reykjavíkur www.murarameistarar.is

málarameistarafélagið www.malarar.is

sart - samtök rafverktaka www.sart.is

meistarafélag byggingarmanna á norðurlandi www.mbn.is

meistarafélag byggingarmanna suðurnesjum www.mb.is

meistarafélag húsasmiða www.mfh.is

Kynntu þér málið á www.si.is


8

viðhald húsa

Helgin 23.-25. maí 2014

Áður stóð húsið við Laugaveg 63 en var flutt á Grandaveg árið 1984. Þegar húsið stóð við Laugaveg voru þar reknar verslanir af ýmsu tagi, veitingastofa, blómaverslun og raftækjaverslun. Ljósmynd/Hari

Fékk ekki að lakka gluggana sjálfur Björn Þór Sigbjörnsson býr ásamt fjölskyldunni í yfir aldargömlu húsi við Grandaveg í Vesturbæ Reykjavíkur. Við endurbætur á húsinu hafa þau verið uppruna hússins trú en láta fagfólk um smíðarnar. Björn ætlaði sjálfur að lakka gluggana í sumar en smiður hvíslaði því að konunni hans að betra væri að fá faglærðan málara svo vel tækist til.

Í

fallegu rúmlega aldargömlu húsi við Grandaveg í Vesturbæ Reykjavíkur býr blaðamaðurinn og rithöfundurinn Björn Þór Sigbjörnsson ásamt fjölskyldu. Húsið stóð áður við Laugaveg 63, rétt ofar en Kjörgarður er nú. Árið 1984 var húsið flutt þaðan á Grandaveg. Húsið sem stóð við hliðina á Laugaveginum, númer 61, var einnig flutt þá á sama stað svo þrátt fyrir flutninginn hafa húsin tvö alla tíð staðið hlið við hlið. Töluvert viðhald fylgir svo gömlu húsi og kveðst Björn vera alveg ómögulegur þegar kemur að smíðum og fær því yfirleitt fagmenn til að sjá um endurbætur. Hann segir þó æskilegt að eigendur svo gam-

alla húsa kunni eitthvað fyrir sér með hamarinn. „Tengdapabbi er mikill hagleiksmaður og hefur aðstoðað okkur. Fyrri eigendur hússins voru mjög natnir og áhugasamir og gerðu sitt besta til að halda því fallegu svo við höfum notið góðs af því,“ segir hann. Skráð byggingarár hússins er 1984 og því telst það aðeins þrjátíu ára gamalt þrátt fyrir að vera í raun yfir hundrað ára. Húsið er því ekki friðað. Við endurbætur á húsinu hafa Björn og Ástríður Þórðardóttir, kona hans, verið trú uppruna þess. „Við tökum því mjög alvarlega að eiga svo gamalt hús og finnst við verða að hafa það eins nálægt upprunalegri mynd og hægt er. Allt

sem við höfum gert hefur fallið að húsinu og lögum um friðuð hús.“

Alla hjúskapartíð á Grandavegi

Nú í vetur var skipt um alla glugga í húsinu og á undanförnum árum einnig um tröppur og palla auk þess sem eitt og annað smálegt hefur verið gert. Smiður sem þau þekkja tók að sér að skipta um gluggana en Björn hafði hugsað sér að lakka þá sjálfur og bað smiðinn um ráðleggingar. „Ég fékk nokkur góð ráð, eins og til dæmis að ég þyrfti að spartla í þá og nota olíulakk. Svo ætlaði ég að dunda mér við þetta í vor og sumar.“ Þær fyrirætlanir urðu að engu því smiðurinn hvíslaði því að Ástríði að Björn væri

ekki rétti maðurinn í verkið; betra væri að fá faglærðan málara svo vel myndi takast til. Skemmst er frá að segja að Björn ætlar að hlýða því. Þau Ástríður eru þó liðtæk í garðræktinni og segir Björn í gamansömum tón að aldrei hafi þurft að kalla til sérfræðing í sláttinn eða snyrtingu beða. Björn og Ástríður keyptu húsið fyrir tíu árum en þau bjuggu áður í lítilli blokkaríbúð við Grandaveginn. „Við skoðuðum nokkur hús í hverfinu en þetta varð fyrir valinu. Það var mjög stutt á milli svo við gátum borið búslóðina þegar við fluttum.“ Þau hafa því alla sína hjúskapartíð búið við Grandaveginn og kunna því einstaklega vel. „Hérna

neðar í götunni eru svo þjónustuíbúðir fyrir aldraða þannig að við sjáum fyrir okkur að búa alla okkar tíð hérna við Grandaveginn,“ segir hann.

Valsmenn versli við KR-inga

Sonur þeirra hjóna, Sölvi, æfir fótbolta með KR og segir Björn að í seinni tíð sé nálægðin við Frostaskjól einn helsti kosturinn við að búa á Grandavegi. „Þangað geng ég oft til að fá loft í lungun. Mér finnst líka gott að vera nálægt sjónum og í göngufæri við miðbæinn.“ Þegar húsið stóð við Laugaveg voru þar reknar verslanir af ýmsu tagi og af auglýsingum að dæma voru það lágvöruverðsverslanir því orðin ódýrt og billegt koma þar oft fyrir. Síðar var veitingastofa í húsinu, úrsmiður, blómaverslun og raftækjaverslun sem eitt sinn auglýsti í Valsblaðinu: „Valsmenn verslið við KR-inga" og segir Björn gaman að því, enda séu þau fjölskyldan dyggir stuðningsmenn KR. Björn starfaði áður sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður hjá Fréttablaðinu. Frá árinu 2011 hefur hann starfað sjálfstætt við blaðamennsku og ritstörf. Hann vinnur yfirleitt við borðstofuborðið heima og þaðan er útsýni yfir Lýsisreitinn og á haf út. Á reitnum hafa undanfarna mánuði verið sprengingar vegna nýbyggingar sem þar á að rísa. Björn fann vel fyrir sprengingunum en segir ekkert hafa skemmst. Þegar blokkin rís nýtur sjávarútsýnisins ekki lengur við. „Til stóð að byggja blokkina fyrir hrun en það tafðist svo við höfum notið útsýnisins til hins ýtrasta í millitíðinni. Við munum sakna þess en fylgjumst í staðinn með mannlífinu sem eykst í götunni með öllum nýju íbúunum.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


viðhald húsa 9

Helgin 23.-25. maí 2014

Kostnaðarskipting í fjöleignarhúsum Sérkostnaður – Sameiginlegur kostnaður

Eigandi skal sjá um og kosta allt viðhald og allan rekstur á séreign sinni, þ.m.t. á búnaði, tækjum og lögnum hennar. Telst slíkur kostnaður, hverju nafni sem nefnist, sérkostnaður. Sameiginlegur kostnaður er kostnaður sem snertir sameign, sameiginlega lóð, búnað og lagnir, svo og vatns-, hita- og rafmagnskostnaður. Sameiginlegur kostnaður er fólginn i viðhaldi, viðgerðum, endurbótum, endurnýjunum, umhirðu og rekstri á sameign, úti og inni. Það er skilyrði þess að kostnaður teljist sameiginlegur að ákvörðun hafi verið tekin í samræmi við lagafyrirmæli.

Þröng túlkun Það ber að túlka þessar undantekningar þröngt og ef minnsti vafi er um það hvorum megin hryggjar tilvik á heima þá ber skilyrðislaust heimfæra það undir meginregluna um hlutfallsskiptingu en ekki undantekningarregluna. Jöfn kostnaðarskipting byggist á sanngirnissjónarmiðum. Það er hins vegar illmögulegt að komast hjá því að

kostnaðarskiptingarreglur virðist stundum óréttlátar og ósanngjarnar. Reglurnar byggja á því að skiptingin sé sanngjörn í fleiri tilvikum en hún er það ekki. Þessar reglur eru að mestu ófrávíkjanlegar þegar um íbúðarhúsnæði og blandað húsnæði er að tefla. Eigendum er almennt óheimilt að semja um aðra skiptingu kostnaðar en lögin segja.

Löglíkur að kostnaður sé sameiginlegur Það eru löglíkur á því að kostnaður í fjöleignarhúsi sér sameiginlegur en ekki sérkostnaður. Sömuleiðis eru líkur á því að kostnaður sameiginlegur öllum fremur en sumum. Gildir hér líka að þurfi menn að klóra sér í hausnum þá bregst það varla að um sameiginlegan kostnað allra sé að tefla.

25 %

Hlutfallsskipting er meginregla Það er meginregla að sameiginlegur kostnaður skiptist eftir hlutfallstölum. Jöfn kostnaðarskipting í ákveðnum tilvikum felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu. Ber að skýra megnregluna rúmt en undatekningarreglurnar þröngt. Eru alltaf yfirgnæfandi löglíkur fyrir því að tilvik beri að fella undir meginregluna en ekki undantekninguna. Segja lögin skýrt og skorinort að meginreglan gildi nema ótvírætt sé að tilvik falli undir undantekningarregluna um jafna skiptingu.

afS lÁt Í Ma tUR Í

ElDHúSDaGaR 25% afSlÁttUR af ÖllUM ElDHúSINNRÉttINGUM Í MaÍ

Jöfn skipting er undantekning Þessi kostnaður skiptist að jöfnu:

fjÖlbREytt úRval af HURðUM, fRaMHlIðUM, klæðNINGUM oG EININGUM, GEfa þÉR ENDalaUSa MÖGUlEIka Á að SEtja SaMaN þItt EIGIð RýMI.

1. Óskipt bílastæði og aðkeyrslur. 2. Sameiginlegt þvottahús. 3. Lyftur. Viðhald og rekstur. 4. Dyrasími, sjónvarps- og útvarpskerfi, póstkassar, nafnskilti o.fl. þ.h. (jöfn afnot). 5. Rekstur og umhirða sameignar og lóðar. 6. Hússtjórn og endurskoðun. 7. Afnotagjöld og félagagjöld. Baðherbergi

SANYL

ÞAKRENNUR

Sérsmíði

vIð HÖNNUM oG tEIkNUM fyRIR þIG

Þvottahús

Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

Pottaskápar

þItt ER valIð

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

RaftækjaúRval Raftækjaú

15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu.

• RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR

friform.is

Allar útfærslur

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15


10

viðhald húsa

Helgin 23.-25. maí 2014

Húsfélagið og þú S ameiginlegum málum verða eigendur fjöleignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Húsfélög eru til í krafti laga og félagsaðildin er órjúfanlega tengd eignarrétti að séreignum. Sá sem kaupir eign í fjöleignarhúsi verður óhjákvæmilega félagi í húsfélaginu og enginn getur sagt sig úr því nema með því að selja eign sína.

Þarf ekki að stofna

Húsfélag þarf ekki að stofna formlega; þau eru til í sérhverju

fjöleignarhúsi og ekki er þörf á eiginlegum stofnfundi. Eigendur bera sameiginlega og hver fyrir sig ábyrgð á því að húsfélag gegni hlutverki sínu og starfi lögum samkvæmt. Þess vegna er talið að sérhver eigandi geti gert nauðsynlegar ráðstafanir til að blása lífi í óvirkt húsfélag, þ.á m. að boða til húsfundar.

eignarinnar þannig að hún fái sem best þjónað þörfum eigenda og hagnýting bæði séreigna og sameignar, sé með þeim hætti að verðgildi eigna haldist. Vald húsfélagsins er fyrst og fremst bundið við sameignina og ákvarðanir sem varða hana. Húsfélag hefur þröngar heimildir til að taka ákvarðanir sem snerta séreignir.

Hlutverk og vald

Lýðræði og jafnræði

Hlutverk húsfélaga er fyrst og fremst að annast varðveislu, viðhald, endurbætur og rekstur sam-

Þýsk gæði

I Á MÚRBÚÐARVERÐ 3-6 lítra hnappur CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Þýsk gæðavara

41.990 Hæglokandi seta

Skál: „Scandinavia design“ LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN

Húsfélagið getur því aðeins gengt hlutverki sínu að í því ríki það skipulag sem boðið er í fjöleignarhúsalögum og að fundir fari fram samkvæmt fyrirmælum þeirra laga. Á því er byggt að allir eigendur séu með í ráðum og þeir hafi jafna aðstöðu til að setja fram sjónarmið sín og skoðanir en meirihlutinn ráði svo að meginstefnu til. Í húsfélögum hefur meirihlutinn mjög mikið vald sem honum ber að fara vel með og virða rétt minnihlutans. Það er forsenda fyrir því að húsfélag geti starfað með réttum hætti að gætt sé lýðræðislegra gilda og aðferða við ákvarðanatöku.

Húsfundir

Æðsta valdið í málefnum húsfélags er í höndum húsfunda sem eru tvenns konar: aðalfundir sem halda skal einu sinni á ári og almennir fundir. Það er grundvallarregla að ákvarðanir um sameiginleg málefni skuli taka á húsfundi eftir að öll sjónarmið og rök hafa komið fram. Að ganga milli eigenda með undirskriftarlista fer í bága við þessa grundvallarreglu. Enn síður duga munnleg samráð og ráðagerðir utan formlegra funda. Fundi verður að boða skriflega með lögákveðnum fyrirvara og fundarefni verður að tilgreina kirfilega. Sé þess ekki gætt getur fundur verið ólögmætur og ákvarðanir hans óskuldbindandi.

Einfaldur meirihluti Kletthálsi 7 Reykjavík

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Meginreglan er sú, að einfaldur meirihluti á húsfundi geti tekið ákvarðanir og það heyrir til undantekninga að aukinn meirihluti (2/3) eða allir eigendur þurfi

Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Eitt verð niðurkomið kr. 5.890 m 2

Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

að samþykkja ákvörðun. Túlka ber undantekningarnar þröngt þannig að jafnan eru líkur á því að til ákvarðana nægi samþykki einfalds meirihluta.

Mikið vald á þröngu sviði

Meginreglan er sem sagt sú að til ákvarðana nægi einfaldur meirihluti á fundi. Sem mótvægi við þetta mikla og vald er valdsvið húsfélags á hinn bóginn þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráðstafana, sem eru nauðsynlegar, venjulegar og eðlilegar til forsvaranlegs viðhalds og reksturs. Minnihlutinn getur ekki sett sig á móti slíkum ráðstöfunum jafnvel þótt þær séu mjög kostnaðarsamar. Það er eitt höfuðeinkennið á húsfélagi, að hægt er að þvinga minnihluta í ríkum mæli til að taka þátt í útgjöldum sem hann hefur greitt atkvæði á móti. En vald húsfélags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endurbætur og nýjungar. Það vill segja að einfaldur meirihluti getur ákveðið og ráðist í vissar framkvæmdir á allra kostnað, sem ekki eru nauðsynlegar eða venjulegar en meirihlutinn telur æskilegar.

Aukinn meirihluti – Samþykki allra

Einfaldur meirihluti m.v. hlutfallstölur getur sem sagt tekið ákvarðanir um venjulegar viðgerðir og viðhald og minniháttar endurnýjanir og endurbætur. Hins vegar er krafist aukins meirihluta, þ.e. 2/3 hluta bæði miðað við fjölda og eignarhluta, til að taka ákvarðanir um óvenjulegar og meiriháttar endurbætur. Vald húsfélags takmarkast svo af því, að einstakir íbúðareigendur verða ekki þvingaðir til að taka þátt í kostnaði við framkvæmdir, búnað og tilfæringar, sem fela í sér grundvallarbreytingar á sameign eða eru óvenjulegar, óhóflegar og dýrar. Þarf samþykki allra þegar um slíkt er að tefla. Mörkin milli þessara þriggja flokka eru ekki alltaf glögg og

verður til margs að líta, svo sem kostnaðar, húsagerðar, aldurs og ástands, umfangs, óþæginda, ábata, gagnsemi, verðmætaauka, útlitsbreytinga og hvað tíðkast í sambærilegum húsum. Húsfélag hefur talsvert svigrúm til að velja á milli mismunandi kosta, lausna eða leiða.

Húsfélagsdeildir – Sameign sumra

Þegar fjöleignarhús skiptist í einingar, t.d. stigahús, ráða viðkomandi eigendur sameiginlegum innri málefnum og bera einir kostnaðinn. Það byggist á því að hinir eigendurnir hafa þar hvorki afnot né aðgang. Þannig er húsrými og annað inni í einstökum stigahúsum fjöleignarhúsa í sameign eigenda þar og öðrum eigendum óviðkomandi Þá er um svonefnda „sameign sumra að ræða“. Þá ráða viðkomandi eigendur málum sínum innan vébanda húsfélagsdeildar sem getur ýmist verið sjálfstæð eða starfað innan heildarhúsfélagsins.

Stjórn og vald hennar

Í fjöleignarhúsum skal vera stjórn, kjörin á aðalfundi en þó ekki skylt að hafa sérstaka stjórn í smærri húsum. Stjórn getur tekið ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún má láta framkvæma minniháttar viðhald og viðgerðir og getur gert brýnar ráðstafanir. Sé hins vegar um að ræða ráðstafanir og framkvæmdir sem ganga lengra ber stjórn áður leggja þær fyrir húsfund. Á það við um allar framkvæmdir, sem eru verulegar hvað varðar kostnað, umfang og óþægindi. Gildir einu þótt um æskilegar og jafnvel nauðsynlegar ráðstafanir sé að ræða. Stjórn húsfélags hefur því afar þröngar heimildir, t.d. varðandi sameiginlegar framkvæmdir og þær eru því þrengri sem eigendur eru færri og húsið minna. Sigurður Helgi Guðjónsson formaður Húseigendafélagsins.

Átakið „Allir vinna“ framlengt til áramóta Átakið „Allir vinna“ hefur verið framlengt til næstu áramóta. Endurgreiðsla virðisaukaskatts verður því 100 prósent út árið. Átakinu er ætlað að hvetja til atvinnuskapandi framkvæmda og vekja athygli á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við viðhald og endurbætur á íbúðarhúsnæði og frístundahúsum. Með átakinu er jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að öll viðskipti almennings og fagmanna séu uppi á borðinu. Auka mætti skatttekjur ríkisins um 40 milljarða á ári með því að útrýma svartri vinnu, samkvæmt útreikningum Samtaka iðnaðarins.

Einfalt er að sækja um endurgreiðslu skattsins en fylla þarf út eyðublað á vefnum www.skattur.is. Mikilvægt er að halda öllum frumritum reikninga til haga og þurfa þeir að vera sundurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnukostnað hins vegar. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum allirvinna.is.


Jón Björnsson málarameistari

Erlendur Eiríksson málarameistari

Kjörvari á við Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss. Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Kjörvari er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður.

Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BAUHAUS Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Málningarbúðin Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • ORMSSON-VíK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun, Grindavík


Full búð af flottum flísum

Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Komdu og skoðaðu allt það nýjasta í flísum í dag. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570

23 05 2014  

News, newspaper, frettir, Frettatiminn, Iceland

Advertisement