Issuu on Google+

60

dægurmál

Helgin 22.-24. júní 2012

 Athafnamaður Robbi Chronic opnar útibú Búllunnar í London

Borðaði 24 hamborgara á tveimur dögum Róbert Aron Magnússon hefur í nógu að snúast í London. Hann opnar útibú Búllunnar á næstu dögum en eyðir tímanum þess utan í að leita að hljómsveitum fyrir Airwaves og útvega fólki miða á tónleika og fótboltaleiki þar í borg.

Þ

að var hérna kaffihús sem var kallað The Greasy Spoon og við þurftum að skafa fitulag af veggjunum sem var frá tíunda áratugnum. En þegar við vorum búnir að ná burtu þykku lagi af veggfóðri komu flottir steinveggir í ljós og nú er þetta farið að taka á sig góða mynd,“ segir Róbert Aron Magnússon, athafnamaður í London. Róbert, eða Robbi eins og hann er alltaf kallaður, opnar útibú frá Hamborgarabúllu Tómasar í London á næstu dögum. Búllan mun kallast Tommi’s Burger Joint og er til húsa á Marlybone Lane, örskammt frá Oxfordstræti. Auk Robba standa að staðnum þeir Hallur Dan Johansen og Valgarð Sörensen, sem reka The Laundromat Café og Úrillu górilluna í Reykjavík. „Svo erum við auðvitað í nánu samstarfi við Tomma sem hefur séð til þess að við erum með alvöru hráefni í borgurunum og staðurinn sé eins og aðrar búllur hans, enda þekkir enginn hamborgara eins og Tommi sem býr að 40 ára reynslu á því sviði.“

um iðnaðarmönnum sem hafa lagt hönd á plóg við verkið. Robbi mun stýra Búllunni en við hlið hans verður kokkurinn Sigurður Gunnlaugsson sem hefur verið í þjálfun hjá Tomma núna síðustu tvo mánuði. Er ekki heilmikið mál að opna veitingastað í London? „Já og nei. Maður þarf svolítið að skilja Bretana til að þetta gangi. Ef maður skilur tempóið sem þeir vinna á þá er þetta hægt en það verður að viðurkennast að kerfið getur verið dálítið stíft. Íslendingar halda alltaf að hægt sé að fá allt gert á morgun og ég hef svolítið þurft að útskýra þetta fyrir strákunum.“ Er ekki nóg af hamborgarastöðum og öðru slíku í London, skyndibitastöðum? Eru einhverjir aumir Íslendingar að fara að leggja eitthvað til í þeim efnum? „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekki að finna upp hjólið. Við teljum samt að við séum að búa til eitthvað nýtt. Hér úti er fólk mikið á ferðinni, hvort sem það er í hádeginu eða yfir daginn, og hjá okkur getur fólk gengið upp að borðinu, pantað og labbað með matinn út ef það vill. Það er ekki algengt hér að fólk geti labbað upp að afgreiðsluborðinu og ráðið því hvort það sest eða tekur með sér nema það sé á McDonalds eða öðrum svipuðum skyndibitastöðum. Ég held að þetta konsept eigi eftir að ganga nokkuð vel,“ segir Robbi

sem segir að þeir félagar hafi kynnt sér samkeppnina í hverfinu í fyrrasumar. „Við borðuðum 24 hamborgara á tveimur dögum. Manni leið svolítið eins og gaurnum í Supersize Me eftir það. En niðurstaðan var að það eru kannski 1-2 staðir þarna af svipuðu kalíberi og okkar.“

Tónleikahald skiptir meira máli nú en var

Robbi var áberandi í skemmtanalífinu hér á landi á árum áður, bæði sem útvarpsmaður og plötusnúður. Hann var einn af helstu boðberum rapptónlistar og var gjarnan kallaður Robbi rapp eða Robbi Chronic ef t ir sam nefndum útvarpsþæt t i sínum. Meðfram tónlistinni vann Robbi hjá Varnarliðinu. Hann flutti svo út til London, lauk Nýr skyndibiti í meistaraprófi í skyndibitaborg Music Business Managemet frá Robbi segir að hugmyndin að opninum. Hann er Rób ert Aro n Mag nús son Universit y Of einn af þeim un Búllunnar í London hafi kviknað Ljósm ynd/ Katr ín Lilja Ólafs dótt ir sem kemur að fyrir um ári og síðan hafi verið unnWestminster og ið hörðum höndum að því að klára hefur nú búið framkvæmd snjóbrettahátíðdæmið. Undanfarnar vikur hefur þar ytra í um sjö ár. Auk Búllunnar verið stanslaus straumur af íslenskhefur Robbi ýmis önnur járn í eldarinnar AK Extreme á Akureyri, hefur verið duglegur í tónleikahaldi hér á landi sem og í London auk þess sem hann stofnaði á dögunum þjónustusíðuna 2 do in London í samstarfi við Heiðar Hauksson. Hugmyndin með henni er að aðstoða fólk við að verða sér úti um miða á tónleika, fótboltaleiki og fleira í London. Þá er ónefnt starf sem Robbi hefur innt af hendi fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. „Ég sé um flestar erlendu bókanÞú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds irnar fyrir Airwaves. Þetta er svona Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast 20 prósenta starf yfir allt árið og það

VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? glæsilegt grill.

hdm@frettatiminn.is

State of Mind

Sólheimar





múm

Arnar Ástráðsson

BistroBoy

Dúndur sprell!

Derrick á dansgólfinu

Dottað í pottinum

Heila- og taugaskurðlæknirinn Arnar lætur hér gamlan draum rætast og kýlir á plötugerð. Hann hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, en átti þó lag sem Erna Hrönn Ólafsdóttir söng í Söngvakeppninni í fyrra. Arnar býður upp á tölvutrommuknúið syntapopp sem hljómar eins og það sé 1989 í Mið-Evrópu. Hið drífandi ósungna lag One Day og hið angurværa Farwell myndu smellpassa í Derrick þátt. Við fáum tvær útgáfur af þremur lögum, meðal annars af besta lagi plötunnar, hinu grípandi My One and Only sem Erna Hrönn syngur. Í lögum Arnars má finna ágætar melódíur en lögin líða fyrir bitlausar útsetningarnar og heldur þunnt sánd.

Enn heldur Möller útgáfan áfram að færa nýsprottna raftónlistarmenn fram í sviðsljósið. Bistro Boy heitir í raun Frosti Jónsson. Þótt hann hafi verið að gera tónlist í mörg ár er þessi 6 laga plata hans fyrsta útgefna verk. Bistróinn er svakalega lágstemmdur. Lögin eru fljótandi, hlý og mjúk, dálítið úr fókus og tilvalin í bakgrunni – næstum því nógu tíðindalítil til að ganga sem svefnmeðal. Annað veifið brestur á með barnsröddum svo það er eins og að dotta í heita pottinum að hlusta á plötuna. Frosti gerir þetta vel og dregur oft upp fagrar hljóðmyndir, til að mynda í lokalaginu Afrika, þar sem örlar fyrir ákafa undir syntamottunum.



ER A SKÍF S G IN M VINN KKANU A ÍP M? ÞÍNU

Höskuldur Daði Magnússon

 Plötudómar dr. gunna

Early Birds

2 x Weber E310 kr. 132.990

er nóg að gera við að skoða böndin og hitta umboðsmenn,“ segir Robbi. Hann segir tónlistarbransann hafa breyst mikið á síðustu árum. „Plötusalan hefur minnkað svo gríðarlega þannig að tónleikahald skiptir enn meira máli en áður. Þar af leiðandi eru umboðsmenn tónlistarmanna mikið til við stjórnvölinn og þá er best að hafa þá góða. Það að maður sé kominn í persónuleg sambönd við þessa náunga hefur líka komið sér mjög vel. Við fáum alltaf ábendingar um flott bönd og listamenn áður en þau verða stór og gestir Airwaves hafa fengið að sjá margar stjörnur áður en þær springa út.“

28 x Weber Smokey Joe kr. 16.950

Hér er safnað saman á rúmlega klukkutíma langan disk 15 lögum sem múm bjó til á árunum 1998-2000 og komu út á ýmsum smáútgáfum áður en sveitin sló í gegn með plötunni Yesterday was dramatic, today is OK. Á þessum sokkabandsárum voru Gunnar og Örvar að fínstilla stefnuna og uppfullir af gáska og leikgleði. Platan er því ægihress og skemmtileg, tilraunapopptónlistin fersk og lifandi, jafnvel hrottalega æðisleg þegar Bústaðavegurinn er fáviti. Nokkrar grámyglulegar langlokur í enda plötunnar skyggja á litríkt sprellið, en svona í heildina litið er þetta frábær safnplata sem iðar af ákefð, grósku og stuði.


22. júní 2012