22. júní 2012

Page 30

30

fréttir vikunnar

Norðfjarðargöng taka þriðjunginn

Helgin 22.-24. júní 2012

Vikan í tölum

475

Listasafnið fær verk Sigurjóns

Norðfjarðargöng taka ríflega þriðjung alls fjármagns sem ætlað er til vegagerðar á árinu 2014, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. Gert er ráð fyrir að um 20 milljarðar fari í vegaframkvæmdir á næstu þremur árum.

Örmerkja hnakka á Selfossi Hestamenn á Selfossi örmerkja nú hnakka sína til að geta rakið þá og fundið ef þeim er stolið. Þetta eru viðbrögð við innbrotum og gripdeildum í hesthúsum á Suðurlandi síðustu mánuði.

Þýsk stríðsáravél í heimsókn Sjaldséðan gest bar að garði á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld á miðvikudag, þýska þriggja hreyfla flugvél af gerðinni Junckers Ju-52. Þær voru smíðaðar á tímum þriðja ríkisins og voru meðal annars nýttar af Hitler.

Staðfest var á fimmtudag gjöf Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á listaverkum Sigurjóns og öðrum eignum safnsins til Listasafns Íslands. Þar á meðal er hús Sigurjóns í Laugarnesi, en fasteignamat þess nemur tæpum 60 milljónum króna. Gjöfin felur meðal annars í sér að Listasafni Íslands verða færðar til eignar rúmlega 180 höggmyndir og 240 teikningar Sigurjóns.

milljónir króna hefur enska 1. deildarliðið Wolves samþykkt að greiða fyrir framherjann Björn Bergmann Sigurðarson frá Lilleström í Noregi.

Skriflegum málflutningi lokið Skriflegum málflutningi í Icesave-málinu er lokið fyrir EFTA dómstólnum. Íslensk stjórnvöld hafa svarað greinargerð framkvæmdastjórnar ESB í málinu og gagnrýndu málflutning hennar harðlega.

Tónlistarmaðurinn John Grant tróð upp á Hemma og Valda á dögunum og var kampakátur að þeim loknum ásamt hljómsveit sinni. Frá vinstri eru Pétur Hallgrímsson, John Grant, Arnar Geir Ómarsson og Jakob Smári Magnússon. Ljós-

Veiðigjald skili nær 13 milljörðum Frumvarp um sérstakt veiðigjald var samþykkt á Alþingi. Það á að skila tæpum 13 milljörðum króna til ríkisins á næsta fiskveiðiári. Sjálfstæðismenn hafa talið þetta gjald of hátt.

Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is

mynd/Hari

Heitustu kolin á

Bomba Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til að greiða miskabætur vegna yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, vegna brots forsætisráðherra á jafnréttislögum.

Guðmundur Andri Thorsson

00000

FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

55

Kona sækir um embætti, er raðað neðst í ráðningarmatinu en telur sig samt hæfasta til starfans. Eru jafnréttislög brotin ef það sjálfsmat hennar er ekki lagt til grundvallar og hún ráðin, hvað sem öðrum sjónarmiðum líður? Eða var svindlað á henni í ráðningarmatinu og dregið markvisst úr hæfni hennar til að hleypa karlinum að?

Eva Hauksdóttir Kærunefnd jafnréttismála kemst að þeirri niðurstöðu að það sé brot gegn jafnréttislögum að ráða ekki vanhæfasta umsækjandann. Héraðsdómur kemst svo að þeirri niðurstöðu að þegar sá vanhæfasti heldur því fram að hann sé bara víst hæfastur, þá megi ekki segja frá því hvernig staðan raunverulega var. Er það þetta sem kallað er feðraveldi?

Stór bomba Eiríkur Jónsson, blaðamaður, hefur aldrei fetað troðnar

slóðir í fréttamennsku sinni en í vikunni þótti mörgum hann fara langt út af sporinu þegar hann tók sjónvarpsviðtal við fyrrverandi eiginkonu Svavars Halldórssonar.

Hjúkkitt að Guðbergur er ekki forseti, hver veit hvað hann hefði skrifað undir Icesave?

Sjitt! Hvað er í gangi?

Lilja Þorkelsdóttir

Grímur Atlason

Þetta finnst mér fyrir neðan virðingu fjölmiðils. Sjálfsagt heldur Eiríkur að þetta hjálpi framboði Herdísar, náfrænku hans, - en því er þveröfugt farið, er ég hrædd um.

Heiða B Heiðars Það er niðurgangur í herbúðum athyglissjúlks fyrrverandi fjölmiðlamanns og illa innrættrar konu.

Torfi Geirmundsson Hér er fagmaður á ferð. Eir aftur í sjónvarp.

Stærri bomba Guðbergur Bergsson gerði allt brjálað á þjóðhátíðardaginn þegar hann birti grein um mál Egils Einarssonar á Eyjunni.

420

talsins urðu sýningar Gísla Arnar Garðarssonar og Vesturports á Rómeo og Júlíu. Þær áttu upphaflega að vera fimm.

Helgi Seljan Grein Guðbergs Bergssonar gerir álíka mikið fyrir málstað Egils Einarssonar og það ef leikskólakennarar myndu sprengja leikskóla til að mótmæla uppsögnum.

Ragnar Thor Petursson

prósent greiddra atkvæði í síðari umferð kjörs vígslubiskups á Hólum féllu sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur í skaut.

Ég vona að kallarnir 3300 sem fagna Guðbergi og skrifum hans þurfi aldrei að horfa upp á dætur sínar, systur, eiginkonur, mæður og/eða vinkonur fást við afleiðingar nauðgunar. Ekki viss um að kátína þeirra yfir ummælum eins og “stelpupussulátum” yrði jafn sönn...

86

þúsund krónur hafa bæst í launaumslag Jóhönnu Sigurðardóttur á hverju ári síðustu þrjú árin.

Þórarinn Leifsson Ætli Agli Guðbergi Gilzenegger sé ekki örugglega boðið í þessa göngu [Meinta druslugöngu]? Hefði gott af að skokka þetta blessaður karlinn. Skokka smá illsku úr krumpuðum rasskinnunum :)

Andri Þór Sturluson Ekki vissi ég að Guðbergur Bergson, rithöfundur, væri í eiturlyfjunum.

48

sekúndur tók það Reykvíking ársins, Theodóru Rafnsdóttur, að setja í fyrsta laxinn í Elliðaánum þetta sumarið. Laxinn reyndist sex punda þegar Theodóra og leiðsögumaður hennar lönduðu honum skömmu síðar.

Bragi Valdimar Skúlason

Góð vika

Slæm vika

fyrir Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjóra

fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra

Gullmoli í menningarlífinu Þorgerður var útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur þetta árið við hátíðlega athöfn í Höfða á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þorgerður er heiðruð fyrir ómetanlegt frumkvöðlastarf í tónlist og menningaruppeldi en eins og margir vita er hún stofnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórsins. Þorgerður hefur leiðbeint á þriðja þúsund ungmennum í kórunum tveimur og þeirra á meðal eru margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Þorgerður er sannkallaður gullmoli í menningarlífinu og óhætt er að fullyrða að hún er vel að þessari viðurkenningu komin.

Jafnréttissinni brýtur jafnréttislög Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni Önnu Kristínu Ólafsdóttur 500 þúsund krónur í miskabætur. Anna Kristín sótti um stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu en Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. Þetta er augljóslega áfall fyrir Jóhönnu sem hefur látið sig jafnréttismál varða og gagnrýndi, þegar hún var í stjórnarandstöðu, stöðuveitingar stjórn­valda á þeim forsendum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.