Page 1

Formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags segir slæman og lítinn svefn skýra að einhverju leyti brottfall úr framhaldsskólum.

Fréttaskýring 24

Fjallaskíðamennskan er vinsælt sport. íslendingar tóku við sér þegar erlent skíðafólk fór að hópast hingað til lands.

sérblað um fermingar tvíburasystur í grafarvogi fermast á sunnudaginn.

Femingar

Sterk og Sæt Súpa Yesmine Olsson bauð upp á gómsæta súpu þegar hún fermdi í fyrra.

 bls. 10 Helgin 21.-23. mars

Tvöföld ferming í Grafarvogi

Tvíburasysturnar Ásta og Heiða Kristinsdætur fermast á sunnudaginn í Grafarvog skirkju. Systurnar hafa tekið virkan þátt í undirbúni ngi fyrir stóra daginn, að finna sal fyrir veisluna og baka kökur. Mamma þeirra saumaði fermingar kjólana eftir þeirra óskum en hún missti það líka út úr sér að stelpurnar fengju Mac Book Air tölvu í fermingar gjöf.

2014

Gamalt í tísku

Strákar fermast með gamaldags herraklippingu og rakaraklippingu.

 bls. 4

 bls. 2

Fjölbreyttar gjafir

42 Frítíminn

Gjafir tengdar útivist vinsælar hjá fermingarbörnum

.

HelgarBlað

 bls. 6

21.—23. mars 2014 12. tölublað 5. árgangur Flott föt Strákar ganga í strigaskó m við fermingarfötin og stelpur í útvíðum pilsum og kjólum.

 bls. 20

ókeypiS  Viðtal Björn SteinBekk Varð fyrir andlegu og líkamlegu ofBeldi Stjúpföður SínS

Ofbeldi stjúpans var stöðug ógn stjúpfaðir björns steinbekk beitti hann andlegu og líkamlegu ofbeldi um fjögurra ára skeið. Hann segist hafa getað tekist á við líkamlega ofbeldið en andlega ofbeldið hafi verið stöðug ógn, hann hafi alltaf verið hræddur. oft flúði hann niður í geymslu til að þurfa ekki að vera einn með stjúpa sínum. björn

Vel hægt að ná bata eftir geðrof sérdeild fyrir ungt fólk með fyrsta geðrof.

bauð aldrei krökkum heim og eignaðist því enga vini. Hann faldi hins vegar ofbeldið fyrir móður sinni. björn leiddist út í neyslu en sneri við blaðinu fyrir fjórtán árum. í meðferðinni fyrirgaf hann manninum. Hann segir reynslu sína hafa kennt sér að ljúga og svíkja en vinnur nú statt og stöðugt að því að verða betri maður.

ÚttEkt 22

Ellert B. schram á áttræðisaldri á skólabekk

32 Viðtal

AFMÆLISTILBOÐ Batti long peysa

Nú 3990

ljósmynd/Hari

Fréttaskýringar í Fréttatímanum í dag: gjaldtaka á Ferðamannastöðum - nýr Formaður samtaka IðnaðarIns - geItastoFnInum bjargað?

Vill breyta klukkunni Fífldirfska á fjöllum

síða 26

Kringlunni og Smáralind

Facebook.com/veromodaiceland Instagram @veromodaiceland

ALMERÍA

HESPERIA SABINAL**** Verð frá

95.423

á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði. Verð frá 119.377 m.v. tvo fullorðna. Ferðatímabil: 1.-8. júlí

HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000


2

fréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

 Dýr avernD ný löG um velferð Dýr a

Geldingar leikmanna ólöglegar Samkvæmt nýjum lögum um velferð dýra er leikmönnum óheimilt að gelda dýr og gildir einu um hvaða dýrategund er að ræða. Hér eftir mega aðeins dýralæknar fremja geldingar en hingað til hefur það viðgengist að bændur geldi sjálfir svín, kálfa og lömb, þrátt fyrir að samkvæmt gömlum lögum máttu aðeins dýralæknar framkvæma geldingar. Þar að auki skulu allar sársaukafullar aðgerðir dýralækna á dýrum hér eftir vera framkvæmdar eftir deyfingu og geldingar grísa því ólöglegar nema dýralæknir framkvæmi verkið undir

deyfingu eða svæfingu. Svínabændur munu því þurfa að gera það upp við sig hvort þeir sleppi geldingu og slátri grísum fyrir kynþroskaaldurinn, eða fái dýralækni til að gelda eða bólusetja grísina, sem er önnur leið til að losna við bragð og lykt. Í nýju lögunum eru ákvæði um viðbrögð við brotum á lögunum. Komist Matvælastofnun til að mynda að því að dýr hafi verið gelt mun hún kalla eftir staðfestingu frá eiganda um að dýralæknir hafi framkvæmt aðgerðina, en ef svo er ekki og lög hafa verið brotin, getur Matvælastofnun aukið eftirlit

með tilteknu búi og beitt sektum allt að 1.000.000 kr. Það er mat dýraeigenda hvort nauðsynlegt teljist að gelda dýr, en geldingar eru oftast framkvæmdar á grísum, kálfum og lömbum. Kálfar eru geldir til að koma í veg fyrir slagsmál í hópum en grísir og lömb eru geldir til að koma í veg fyrir sterka lykt og bragð af kjöti kynþroska karldýra. Nú munu bændur þurfa að kalla á dýralækni kjósi þeir að gelda sín dýr og á það einnig við um geldingar með Burdizzo geldingartöngum sem hafa verið seldar í stórum stíl undanfarin misseri.- hh

Grísir eru geldir til að losna við tiltekna lykt af kjöti kynþroska karldýra.

 Stjórnmál létu Skipta út pC búnaði

Metþátttaka í forritunarkeppni framhaldsskólanna Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til þátttöku í forritunarkeppni framhaldsskólanna en nú þegar 44 lið keppa. Keppnin fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Þema keppninnar í ár er The Matrix og deildirnar þrjár sem keppt er í heita Neo-deildin, Trinity-deildin og Morpheus-deildin. Þrautir og viðfangsefni eru mismunandi eftir deildum. Í fyrri keppnum hafa liðin til dæmis þurft að skrifa forrit sem leysa verkefni á borð við hversu oft á næstu 10 þúsund árum 13. dagur mánaðar er föstudagur og finna leið til að færa riddara frá einum enda skákborðs yfir á hinn endann í sem

Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, er hrifinn af Apple búnaði og lét skipta út öllu á skrifstofu sinni og tveggja aðstoðarmanna sinna. Samsett mynd/Hari

fæstum skrefum. Það eru HR og Nýherji sem standa að keppninni og líkt og fyrri ár verða verðlaun fyrir besta lið hverrar deildar, fyrir frumlegustu lausnina og besta lógóið. Á myndinni eru þau Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir og Bjarki Ágúst Guðmundsson, nemendur í grunnámi við tölvunarfræði HR sem semja þrautir fyrir keppnina, og Hjalti Magnússon sem einnig kemur að þrautasmíð og svo dómgæslu en hann starfar sem kennari í grunnáminu. -eh

Söfnun fyrir bólusetningu gegn stífkrampa Á níundu hverri mínútu deyr nýbökuð móðir eða nýburi úr þessum kvalafulla sjúkdómi. Engu að síður má með bólusetningu koma í veg fyrir hvert einasta dauðsfall af hans völdum. Vegna þessa hafa UNICEF á Íslandi og Kiwanisumdæmið Ísland Færeyjar tekið höndum saman og hvetja fólk til að leggja alþjóðlegri baráttu gegn stífkrampa lið. Það kostar aðeins 210 krónur að bólusetja barnshafandi konu og ófætt barn hennar gegn þessari ömurlegu veiki. „Það er furðuleg tilhugsun að svo lág upphæð geti skilið á milli lífs og dauða,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með því að senda sms-skilaboðin STOPP í símanúmerið 1900 gefur fólk 630 krónur eða sem nægir fyrir bólusetningu fyrir þrjár mæður og ófædd börn þeirra. - eh

Smyglvarningurinn sem fannst í rækjutogara.

Ætlaði að smygla fíkniefnum frá Íslandi Tollverðir hafa lagt hald á 1,5 kíló af fíkniefnum um borð í dönskum rækjutogara. Um er að ræða 1,3 kíló af maríujúana og 200 gr. af hassi sem fundust á íslenskum sjómanni sem var skipverji á umræddum togara. Skipið hafði verið tollafgreitt þegar tollverðir höfðu afskipti af manninum, sem átti að sigla með togaranum til Grænlands nokkrum dögum síðar. Grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings frá Íslandi til Grænlands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins, sem er á lokastigi.

VORFRAKKARNIR KOMNIR

Skoðið laxdal.is/Yfirhafnir • facebook.com/bernhard laxdal

Utanríkisráðherra og aðstoðarmenn fengu Apple búnað fyrir 1,5 milljón G Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og aðstoðarmenn hans, Margrét Gísladóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, létu skipta út PC tölvum á skrifstofum sínum og létu þess í stað kaupa fyrir sig Apple tölvubúnað fyrir um eina og hálfa milljón.

unnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og aðstoðarmenn hans, Margrét Gísladóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, létu kaupa fyrir sig Apple tölvubúnað fyrir um eina og hálfa milljón. Þau fengu hvort um sig nýjan iPhone, iPad spjaldtölvu og Apple MacBook fartölvu. Þetta fékkst staðfest hjá utanríkisráðuneytinu. Athygli vakti, þegar Margrét og Sunna voru ráðnar í starf aðstoðarmanna utanríkisráðherra í vor og haust, hve litla reynslu og menntun þær hafa á sviði utanríkismála. Sunna er 29 ára og með BA gráðu í almannatengslum og hefur stundað nám í hagnýtri menningarmiðlun. Hún var skrifstofustjóri

þingflokks Framsóknarflokksins frá 2010 og aðstoðarmaður kosningastjóra. Þegar hún var ráðin var bent á fjölskyldutengsl hennar við forsætisráðherra, en hún er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í sambúð með bróður hans. Margrét er 26 ára og er ekki með háskólagráðu. Hún er hins vegar með diploma í almannatengslum frá Opna háskólanum í HR. Hún er fædd og uppalin í Skagafirði. Launakostnaður aðstoðarmannanna tveggja ásamt launatengdum gjöldum er rúmlega tvær milljónir á mánuði, um 25 milljónir á ári. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Það hefur aldrei verið auðveldara að telja fram Skilafrestur er til 21. mars Rafræn skilríki á korti

Rafræn skilríki á farsíma

Skilríki á debet- eða snjallkorti

Veflykill ríkisskattstjóra

Skilríki á farsíma

Skilyrtir reitir eru merktir með stjörnu (*)

Sláðu inn símanúmer:

Settu kortið í lesarann

Kennitala *

Innskráning

Veflykill *

Innskráning

Innskráning  Hvað eru rafræn skilríki?

Farsíminn þinn þarf að vera með rafræn skilríki

 Týndur veflykill

Skilafrestur

Auðkenning

Almennur skilafrestur fyrir launamenn og einstaklinga með eigin atvinnurekstur er til 21. mars.

Unnt er að auðkenna sig með þrenns konar hætti, þ.e. með rafrænum skilríkjum á debetkorti, rafrænum skilríkjum í gsm síma og með veflykli RSK.

Unnt er að sækja um lengri frest á skattur.is og getur hann lengstur orðið til 1. apríl. Framtal barns skal fylgja framtali framfæranda.

Veflykla má fá senda í heimabanka eða með bréfapósti.

Símaþjónusta í 442-1414

Upplýsingar á framtali Áríðandi er að framteljandi athugi hvort áritaðar fjárhæðir og aðrar upplýsingar séu í samræmi við gögn og upplýsingar sem hann hefur sjálfur undir höndum.

Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414 alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30. Dagana 21. mars, 31. mars og 1. apríl verður þjónustan í boði til kl. 19:00.

skattur.is 442 1000 rsk@rsk.is

Þjónustuver 9:30-15:30

Nánari upplýsingar á rsk.is


4

fréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

VEður

föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Enn vetur þrátt fyrir jafndægur að vori Óveðrið gengur niður seint í dag föstudag á vestfjörðum, og snemma á laugardeg austanlands. Þá verður væntanlega unnið við opnum vega í góðu og fallegu vetrarveðri sem haldast mun fram á sunnudag. frost verður um land allt og talsvert inn til landsins. Á sunnudag nálgast skil lægðar úr suðvestri og fer versnandi með snjókomu sunnan og vestanlands síðdegis eða jafnvel ekki fyrr en um kvöldið. Hlánar um nóttina. Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

-2

0

-6

0

2

-5

-11

-5

-4

1

-10

-8

-5

-3

-9

Hvasst oG HríðarvEður um N-vErt laNdIð.

skafrENNINGur oG éljaGaNGur a- oG Na-laNds framaN af dEGI, EN aNNars læGIr, bIrtIr oG kólNar.

frEkar kalt, EN bjart oG stIllt. vErsNar oG mEð sNjókomu s- oG v-laNds um kvöldIð.

HöfuðborGarsvæðIð: N-strEKKiNgur og úrKoMulaust.

HöfuðborGarsvæðIð: léttsKýjað og fost.

HöfuðborGarsvæðIð: sÓl fraM Eftir dEgi og Kalt, EN HvEssir sÍðdEgis og sNjÓar.

 Viðskipti Einstaklingar auk a hlutabréfak aup

– Ko m d u n ú n a –

TAXFREE

DAGAR 20,32% afsláttur af öllum vörum – F I m m T u daG T I L S u n n u daG S – að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.

Eftir hrun hurfu einstaklingar að mestu af hlutabréfamarkaði en eru farnir að sækja þangað á ný.

Ekki ráðlegt að setja sparifé í hlutabréfakaup Einstaklingar sækja í auknum mæli inn á hlutabréfamarkaðinn og eiga nú 5-6% af hlutafé í skráðum innlendum hlutafélögum í Kauphöllinni. Á bak við þá tölu eru 8.578 einstaklingar, að sögn Magnúsar Harðarsonar, forstöðumanns viðskiptasviðs Kauphallarinnar. Ólafur Margeirsson hagfræðingur mælir ekki með því að fólk setji sparnað sinn í hlutabréf á Íslandi í dag.

Á

B a raa r 4 dag núna komdu

Einstaklingar eiga nú 5-6% af öllu skráðu hlutafé á markaðnum.

hugi einstaklinga á hlutabréfum er að aukast á ný. Um það leyti sem hrunið varð áttu einstaklingar 11-12% af skráðu hlutafé en sú eign gufaði að mestu upp þegar bankarnir féllu og hlutabréfamarkaðurinn gufaði upp haustið 2008. Eftir hrun voru einstaklingar tregari en áður til að taka áhættuna á að fjárfesta í hlutabréfum. Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar annars vegar og aðrir lögaðilar voru orðnir nánast einir um hituna í byrjun ársins 2010. Þá áttu einstaklingar aðeins um 4,5% af skráðu hlutafé hér á landi. Nú segir Kauphöllin hins vegar að greinilegt sé að vilji einstaklinga til hlutabréfaviðskipta sé að aukast á ný eins og sést af því að einstaklingar eiga nú 5-6% af öllu skráðu hlutafé á markaðnum. Mest af aukningunni má rekja til aukinna viðskipta hlutabréfasjóða þar sem áhættu er dreift með mismunandi hætti milli skráðra félaga, segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar.

Innherjar og aðrir einstaklingar

– fyrir lifandi heimili –

Reykjavík og Akureyri

Eitt símanúmEr

558 1100

www.husgagnahollin.is Ólafur Margeirsson

Oftast eru það „heimilin í landinu“ sem fjárfesta sparnað sinn með hlutabréfakaupum en í hópi þessara einstaklinga er líka að finna allmarga stjórnendur, stjórnarmenn og aðra innherja og er hlutafjáreign viðkomandi þá iðulega tengd starfi eða starfskjörum og bundin í hlutabréfum viðkomandi fyrirtækis. Hópur stjórnenda og innherja á að jafnaði hærri fjárhæð í hlutabréfum en einstaklingar úr hópi venjulegra fjárfesta. Engar tölur liggja þó fyrir um það hve

margir eru í hópi stjórnenda og innherja og hve stóran hluta þeir eiga af þeim 5-6% hlutafjár, sem telst vera í eigu einstaklinga. Ekki er heldur vitað að hve miklu leyti stjórnendur og innherjar stóðu að baki þeim 4,5% sem voru í eigu allra einstaklinga árið 2010. En hversu góð hugmynd er það fyrir „heimilin í landinu“ að ávaxta sparifé sitt í hlutabréfum um þessar mundir? Við bárum þá spurningu undir Ólaf Margeirsson, hagfræðing við Exeter-háskóla í Englandi:

“Ekki mundi ég setja minn sparnað í hlutabréf”

„Ekki ætla ég að stjórna því hvað fólk gerir með peningana sína en ekki myndi ég setja minn sparnað í hlutabréf á Íslandi í dag,“ svarar Ólafur. Hann segir að verðlagning sé nú í hærra lagi. „Og miðað við slíkt má geta sér til um að hægt sé að finna betri ávöxtunarkosti annars staðar, sé a.m.k. tekið tillit til óvissu.“ „Vafalaust eru einhverjir sem hafa hagnast vel á hlutabréfakaupum síðustu misserin og þess vegna eru einhverjir sem freistast til þess ‘að hlaupa með’,“ segir Ólafur. „Eftir sem áður gildir hið fornkveðna að fólk ætti að vara sig á því að láta ekki stjórnast um of af hjarðhegðun þegar kemur að braski með ýmis konar eignir: þegar nágranni þinn segir þér hversu mikið hann hefur grætt á hlutabréfamarkaðinum er tími til kominn að selja en ekki kaupa.“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is


SJÁÐU HANN MEÐ EIGIN AUGUM

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 68228 03/14

FÁGUN OG GLÆSILEIKI Í LEXUS Í KAUPTÚNI Á MORGUN

KOMDU OG FINNDU KRAFTINN OG LIPURÐINA Við sýnum nýjan CT 200h og fleiri gerðir af Lexus í Kauptúni á morgun, laugardaginn 22. mars, kl. 12.00 – 16:00. Komdu, sjáðu og reynsluaktu hljóðlátum, kraftmiklum og ríkulega búnum lúxusbílum frá Lexus. RX 450h

GS 450h

IS 300h

Sjá nánar á lexus.is

STÓRSÝNING


6

fréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

 Hvalkjöt Hvalur Hf reynir að koma 2000 tonnum af langreyðarkjöti um borð í skip og til japan

Segja útflutninginn ögrun við Obama Um 2000 tonn af langreyðarkjöti úr birgðageymslum Hvals hf. Hafa verið flutt um borð í flutningaskipið Ölmu í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Talið er að flytja eigi kjötið til Japan. Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn(IFAW) segir í yfirlýsingu að vegna þess að kaupendur finnast ekki verði kjötinu komið fyrir í frystigeymslum í Japan. Sjóðurinn skorar á íslensk stjórnvöld að hindra útflutninginn og banna veiðarnarnar og segir að líklega muni Bandaríkjastjórn líta á útflutninginn sem ögrun. Um þessar mundir er Obama,

forseti Bandaríkjanna, að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til refsiaðgerða og viðskiptaþvingana vegna veiða Íslendinga á langreyði og útflutnings á langeyðarkjöti en langreyður er á alþjóðlegum válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Vefmiðillinn Eyjan sagði frá því í gær að síðustu daga hefði verið unnið öll kvöld við að koma langreyðarkjötinu um borð í skip í Hafnarfjarðarhöfn. Hvalur hf. hefur lengi átt í erfiðleikum með að koma kjöti af dýrunum sem skip fyrirtækisins skjóta á

markað. Kjötið er bannvara á flestum mörkuðum og erfitt er að flytja það milli landa eftir löglegum leiðum. Síðasta sumar stöðvuðu tollayfirvöld í Hamborg og Rotterdam útflutning á þremur gámum sem var snúið við til Íslands. Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) segist í yfirlýsingu hafa heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi Hvalur hf. einnig gert misheppnaða tilraun til að flytja hvalkjöt til Japan í gegnum Kanada en sú tilraun hafi vakið uppnám og andstöðu í Kanada. -pg

Hvalur hf reynir enn að koma langeyðarkjöti sem safnast hefur í frystigeymslum úr landi. Hingað til hafa þær tilraunir ekki borið árangur.

 verkfall ÓljÓs staða í verkfalli fr amHaldsskÓlakennar a

HELGARTILBOÐ

Havana leður hornsófi 2H2

Guðríður Arnardóttir tekur í dag við formennsku í Félagi framhaldsskólakennara, sem stendur í verkfallsbaráttu. Guðríður hefur verið kennari í Fjölbraut í Garðabæ en er þekktust sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og sem fyrrverandi veðurfréttakona á Stöð2. Ljósmynd/Hari

Erfitt að spá hve langt verkfallið verður

Basel leðursett 3+1+1

Verkfall kennara í framhaldsskólum hefur nú staðið í fimm daga. Guðríður Arnardóttir, nýr formaður Félags framhaldsskólakennara, kveðst harma að kjaramálin séu komin í þennan farveg. Hún segir það sérkennilegt að menntamálaráðherra skuli blanda sér í umræðu um kjaramál kennara með áformum um styttingu náms til stúdentsprófs.

Rín Lux Tungusófi

É Písa-Rín sófasett 3+1

Sjónvarpsskápur Salsa

Sjónvarpsskápur Cubic

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Það er sérkennilegt að menntamálaráðherra skuldi blanda sér í umræðuna með þessum styttingaráformum sínum. Það er varla hægt að segja að það hafi orðið til að auðvelda verkefnið.

g treysti mér ekki til að spá en ég ætla að leyfa mér að vona það besta.“ Þetta segir Guðríður Arnardóttir þegar hún er beðin að spá hve lengi verkfall kennara í framhaldsskólum, sem hófst á mánudag, eigi eftir að standa. „Ég harma það að málinu skuli vera svona háttað og að þetta skuli komið í þennan farveg.“ Guðríður tekur í dag við formennsku í Félagi framhaldsskólakennara. „Það er ekki óskastaða að taka við í miðju verkfalli,” segir hún en Aðalheiður Steingrímsdóttir, fráfarandi formaður, mun áfram leiða samningaviðræður uns nýr samningur við ríkið liggur fyrir og verkfallið verður blásið af. Á dögunum sagði Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, að til að réttlæta það að hækka laun framhaldsskólakennara um meira en 2,8% - en það er hækkunin sem launþegar á almennum vinnumarkaði sömdu um í byrjun ársins - þyrfti að gera kerfisbreytingar. „Menn eiga ekki að líta á þetta sem vandamál heldur tækifæri til þess að bæta og nútímavæða menntakerfið og um leið hækka laun kennara,“ sagði Illugi í viðtali við RÚV. Hann vill að það

verði meginregla að unglingar ljúki framhaldsskólanámi á þremur árum en ekki fjórum eins og nú tíðkast. „Það er sérkennilegt að menntamálaráðherra skuldi blanda sér í umræðuna með þessum styttingaráformum sínum,“ segir Guðríður. „Það er varla hægt að segja að það hafi orðið til að auðvelda verkefnið.“ Fram hefur komið að styttingarhugmyndir ráðherrans hafi verið ræddar á samningafundi en annars hafa engar fréttir borist af gangi viðræðna og því hvaða hugmyndir um endurskipulagningu framhaldsskólakerfisins var að finna í tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram nýlega. Guðríður vísar til þess að hún eigi ekki sæti í samninganefndinni sem eru innilokuð á fundum hjá Ríkissáttasemjara stóran hluta sólarhringsins þessa dagana: „Samningaviðræður af þessu tagi eru alltaf viðkvæmar og það fer best á því að það ríki mestur trúnaður um það sem menn eru að ræða, en viðræðurnar þokast í rétta átt,“ segir Guðríður. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 7 5 0

AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER UPPBYGGING

ÖFLUG OG SÉRSNIÐIN FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Verktakar hafa í mörg horn að líta og nauðsynlegt fyrir þá að hafa traustan samstarfsaðila þegar kemur að vátryggingum. Við hjá Sjóvá bjóðum jafnt stórum sem smáum verktakafyrirtækjum alhliða vátryggingalausnir og veitum ráðgjöf um áhættu og forvarnir.

Hafðu samband við ráðgjafa í síma 440 2000 eða á fyrirtaeki@sjova.is

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ


8

fréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

 ríflega fimm þúSund mannS tóku þátt í íbúakoSningu um fr amkvæmdir í hverfunum

Aðeins 5,7% kusu um Betri hverfi Aðeins á sjötta þúsund Reykvíkinga 16 ára og eldri tóku þátt í íbúakosninguni Betri hverfi 2014 en í þeim forgangsraða íbúar smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverfum borgarinnar. Í ár tóku 5.272 þátt eða 5,7% sem er fækkum frá fyrra ári þegar 6,3% tóku þátt. Vegna þess hversu fáir taka þátt hefur hvert atkvæði meira vægi. Í kosningunum völdu Reykvíkingar 78 verkefni í hverfum borgarinnar sem koma til framkvæmda á þessu ári og verður 300 milljónum varið til þeirra eins og síðustu tvö ár. Kosningarnar eru bindandi fyrir Reykjavíkurborg. Kosningaþátttaka var hæst í Hlíð-

unum, næstmest í Vesturbæ og GrafarholtiÚlfarsárdal. Konur eru alls staðar fleiri í hópi þátttakenda en karlar. Þau verkefni sem farið verður í er til að mynda að gróðursetja tré við Háaleitisbraut, setja upp hraðahindranir í Lönguhlíð sunnan Miklubrautar, fjölga ruslastömpum víða um borgina og setja upp frisbígolfvöll neðan við Fella- og Hólakirkju/Keilufell. Í kosningunni var valið á milli hugmynda sem bárust frá borgarbúum sjálfum um umbætur í hverfunum. Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að kynna sér öll þau verkefni sem koma til framkvæmda. -eh

D†NUR OG KODDAR

20,32% afsláttur af öllum vörum

Tax Free

Dagar aðeins í 3 daga – f immt u dag – fö st u dag – l augardag –

Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Betra Bak.

Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1 Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is

Færri tóku þátt í íbúakosningunni Betri hverfi í Reykjavík en í fyrra. Fleiri konur en karlar kusu um framkvæmdir. NordicPhotos/ Getty

 SlySavarnir r annSókn Sýnir fr am á fjölgun á SlySum

Eftir hrun varð talsverð aukning á slysum á börnum og öldruðum að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Herdís Storgaard segir að slysum á leikskólum hafi fjölgað en enginn hafi skýringu á því hvers vegna. Þá skorti verulega forvarnir gegn slysum aldraðra.

Fjölgun slysa barna áhyggjuefni S

lysum á börnum fjölgaði um tæp 20 prósent á milli áranna 2003 og 2011 og slysum á 75 ára og eldri fjölgaði um 10 prósent á tímabilinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Edda Björk Þórðardóttir hefur unnið að. Í skýrslunni má sjá að drengir, allt frá fyrsta æviári, eru drengir í meiri slysahættu en stúlkurnar. Slysum fjölgaði á tímabilinu í öllum aldurshópum en mest í þessum tveimur. Hún segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Það þarf að rýna nánar í þessar tölur og reyna að komast að því hvers vegna svona mikil aukning í tíðni slysa er frá hruni. Eftir að kreppan skall á hefur orðið mikil aukning í slysatíðni hjá öldruðum og yngsta aldurshópnum,“ bendir hún á. Spurð hvort hún hafi skýringar á aukningunni segist hún hafa spurt sig sjálf að því hvernig á þessu standi og hvort fjölgun á slysum aldraðra hafi eitthvað að gera með það að þeir séu frekar einir heima en áður og komist ef til vill síður á hjúkrunarheimili og

fái þá ekki næga þjónustu. „Þessi greining er aðeins fyrsta skrefið í áttina að því að greina þetta. Við sjáum raunverulega aukningu á slysatíðni á bráðasviði Landspítalans. Við þurfum í framhaldinu að skoða hvort sú aukning endurspegli slysaaukningu yfir allt landið og taka þá inn heilsugæsluna,“ segir Edda Björk. Herdís Storgaard, verkefnastjóri á Miðstöð slysavarna barna, segir þessar niðurstöður samhljóma hennar upplifun undanfarin ár. „Ég fæ tilkynningar frá foreldrum og leikskólum um slys á börnum og held um þær skrár sem gefa mér grófa mynd af ástandinu,“ segir Herdís. „Því miður virðist slysum í leikskólum hafa fjölgað. Ég hef rætt um það við skólastjórnendur sem hafa ekki á því skýringu. Hugsanlega spilar þar inn í niðurskurður og að færri fagmenntaðir starfsmenn eru starfandi á leikskólunum nú en fyrir fáeinum árum,“ segir Herdís. Hún bendir jafnframt á að með auknum niðurskurði í heilsugæslu minnki sá tími sem hægt er að nýta í ungbarnavernd til að

fræða foreldra um slysavarnir barna. Samkvæmt rannsókn Eddu hefur slysum á öldruðum einnig fjölgað og slasast konur í mun meira mæli en karlar. „Það er ekki vegna þess að fleiri konur eru á lífi en karlar, þessar tölur eru óháð því. Konur eru hugsanlega líklegri til að brotna vegna beinþynningar sem leggst á eldri konur og slasast þá ef til vill frekar en karlar við föll,“ segir Edda. „Ég tel hins vegar fulla ástæðu til að rannsaka þetta nánar,“ segir hún. Herdís segir að ekkert hafi verið gert í slysavörnum aldraðra hér á landi þrátt fyrir að skýrsla sem þáverandi landlæknir, Sigurður Guðmundsson, hafi látið gera fyrir rúmum áratug hafi sýnt fram á þessa þróun. „Við þurfum stöðugt að vera á tánum og vinna í forvörnum. Ef einhvern tímann hefur verið þörf á að fara í skipulagðar aðgerðir þá er það núna,“ segir Herdís. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


10

fréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

 ferðaþjónuSta enn mörgum Spurningum óSVar að að mati Landbúnaðarr áðherr a

Ríkisstjórnin ekki einhuga um náttúrupassa ræðum á Alþingi í gær. Það kom í ljós á Alþingi í gær Hann bætti því við að sú að ekki er einhugur í ríkisstjórninni um að styðja áform leið sem hefur verið kynnt Ragnheiðar Elínar Árnadóttútiloki ekki að landeigur, iðnaðar- og ferðamálaráðendur geti tekið upp eigin herra, um að leyfa gjaldtöku gjaldtöku líkt og gerst hefaf ferðamannastöðum með ur á Geysi og við Kerfið. svokölluðum náttúrupössum. „Ekki viljum við að gjald„Náttúrupassaleiðin í því tökuleiðin verði til þess formi sem hún hefur verið að skapa gjá og togstreitu Sigurður Ingi kynnt getur þrengt að réttá milli ferðaþjónustunnar Jóhannsson. indum almennings,“ sagði sem atvinnugreinar og Sigurður Ingi Jóhannsson, landbún- almennings í landinu,“ sagði ráðaðar- og sjávarútvegsráðherra, í um- herrann og minnti á að almenningur

ætti lögbundinn rétt til frjálsrar farar um landið. „Þann rétt hygg ég að flestir Íslendingar vilji standa að baki og verja,“ sagði Sigurður Ingi. „Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt að undanförnu og ferðamönnum fjölgað með tilheyrandi ágangi á landið og vaxtarverkjum. Því er brýnt að til sé stefnumótun og útfærsla á framkvæmdum og forgangsröðun fjármuna til einstakra verkefna. Enn er mörgum spurningum ósvarað þar að lútandi.“ -pg

 Landbúnaður ViLja endurSkoða máLefni íSLenSk a geitaStofnSinS

Starfshópur stofnaður um málefni íslensku geitarinnar

Mér finnst eðlilegt að það sé skoðað, þegar farið verður yfir búvörusamningana og þeir endurnýjaðir, hvort afurðir geitarinnar verði teknar þar inn.

Landbúnaðarráðuneytið og Bændasamtökin vilja endurskoða málefni íslenska geitastofnsins, en eins og fram kom í grein um málefni stofnsins sem birtist í Fréttatímanum í síðustu viku er stærsti geitaræktandi landsins kominn í gjaldþrot og í kjölfarið mun líklega 22% alls stofnsins fara í slátrun í haust. Unnið er að stofnun starfshóps innan landbúnaðarráðuneytisins sem mun fara yfir málefni íslensku geitarinnar og sé pólitískur vilji til staðar mun ríkið styðja við framleiðslu á afurðum.

Sumar 6

Íslenski geitastofninn, sem er lítill lokaður erfðahópur og telur um 850 dýr, er sá elsti í Evrópu. Talið er að stofninn hafi borist hingað með landnámsmönnum frá Noregi og verið án innblöndunar í 1100 ár. Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli, gleðst yfir því að stofnaður verði starfshópur um málefni íslensku geitarinnar.

14. - 24. júní

Dólómítar & Gardavatn

Ljósmynd/Hari

Í glæsilegri ferð um fjallasali Dólómítanna og Gardavatn, upplifum við einstaka fegurð og stórbrotið landslag á hinni fögru Ítalíu. Farið verður m.a. til Veróna, í siglingu á Gardavatni og í kláf upp á Pordoi fjall. Verð: 258.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Spör ehf.

Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.

S

amkvæmt upplýsingum sem borist hafa Fréttatímanum frá landbúnaðarráðuneytinu er nú unnið að því að stofna starfshóp sem mun fara yfir málefni íslensku geitarinnar. Eitt af þeim álitaefnum sem hópurinn mun taka afstöðu til er hvort eðlilegt og forsvaranlegt sé að geitin fái sömu stöðu og sauðfé þegar kemur að styrkveitingum. Þeir sem þekkja málefni geitastofnsins hvað best eru sammála um að nauðsynlegt sé að stækka stofninn og þar leiki afurðavinnsla lykilhlutverk. Mikilvægt sé að ræktun sé haldið áfram og að litið verði á geitur sem húsdýr en ekki gæludýr. Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nauðsynlegt að koma af stað virkri nýtingu til að tryggja framtíð stofnsins. Auk þess þurfi að styrkja bændur til framleiðslu og tryggja þannig að stofninn standi jafnfætis öðrum stofnum þegar kemur að afurðagreiðslum. „Sé ætlunin að vernda íslenska geitfjárstofninn með sjálfbærum hætti verður að byggja slíkt á nýtingu afurða en ekki gæludýrahaldi og til þess þarf stærri geitfjárbú en finnast í dag,“ segir Jón Hallsteinn. Samkvæmt Ríó-sáttmálanum ber stjórnvöldum að vernda íslensku geitina þar sem hún er stofn í útrýmingarhættu. Það hefur fallið í hlut Bændasamtakanna að fylgja vernduninni eftir með úthlutun stofnverndunarframlags sem nam 6.500 krónum fyrir 3 árum en er í dag 4.200 krónur, á hverja geit upp að 20 geitum, á ári. Ólafur Dýrmundsson hjá Bændasamtökunum sem hefur haldið utan um þessa vinnu síðastliðin 25 ár harmar það að framlagið hafi verið skert en segir samtökin einfaldlega ekki hafa úr meiru að spila. „Það sem ég tel vera lykilatriði fyrir framtíð geitarinnar og það sem myndi rétta stofninn við, er að nýta afurðir hennar til framleiðslu. Afurðirnar verða að komast á markað,“ segir Ólafur. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasam-

takanna, er opinn fyrir breyttum reglugerðum þegar kemur að geitastofninum. „Mér finnst eðlilegt að það sé skoðað, þegar farið verður yfir búvörusamningana og þeir endurnýjaðir, hvort afurðir geitarinnar verði teknar þar inn. Ég tek líka undir þau sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunni að það er mikilvægt að huga að markaðssetningu afurðanna.“ Hann telur eðlilegt að geitin fái sinn sess innan kerfisins en bendir jafnframt á að þeir fjármunir sem séu innan búvörusamninga í dag séu bundnir stífum reglum. „Ég hef rætt þetta við landbúnaðarráðherra og veit að málið er í skoðun þar. Við hér í Bændasamtökunum gerum okkur grein fyrir því að það þarf að tryggja vöxt og viðgang geitastofnsins og tökum það að sjálfsögðu alvarlega.“ Sindri telur það alvarlegt mál ef 22% geitastofnsins fer í slátrun en telur að það þurfi ekki að gerast. „Vonandi þarf ekki að koma til þess. Ég held við hljótum að geta fundið úrræði til að dreifa stofninum svo hann haldi áfram að vaxa." Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli, gleðst yfir því að stofnaður verði starfshópur. „Ég vona bara að þessi starfshópur týnist ekki í skúffum eins og flest um málefni geitanna hefur gert fram að þessu. Ég hlakka til að heyra niðurstöður því ég hef komist að því undanfarið að geitin á mikinn stuðning meðal landsmanna og mikill áhugi er fyrir afurðum þeirra,“ segir Jóhanna. Í fyrirspurn til landsbúnaðarráðherra fengust þau svör frá ráðuneytinu að það hyggist ekki beita sér sérstaklega fyrir stækkun stofnsins né fyrir því að koma afurðum geitarinnar í framleiðslu, heldur sé það hlutverk ræktenda í samstarfi við framleiðendur að taka ákvörðun um það. Hins vegar geti ríkið ákveðið að styðja við bakið á framleiðslunni sjálfri, sé pólitískur vilji til staðar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


12

fréttaviðtal

Helgin 21.-23. mars 2014

Krónan er ónýt Guðrún Hafsteinsdóttir var á dögunum kjörin nýr formaður Samtaka iðnaðarins. Hún er mannfræðingur að mennt og hefur alla tíð haft gaman að fólki og félagsstörfum. Hennar markmið er að virkja samtökin og fá í þau meiri breidd. Hún segir iðnað á Íslandi vera á nýjum upphafsreit og því sé mikilvægt að móta stefnu til framtíðar. Guðrún ólst upp í Hveragerði þar sem fjölskyldufyrirtækið Kjörís er staðsett. Er matvælaiðnaðurinn þér hugleikinn? „Já, mér finnst matvælaiðnaðurinn alltaf mjög spennandi og sjálf er ég alltaf svolítið hissa á því að fólk skuli ekki sækja meira í menntun og störf í matvælaiðnaði. Matvælaiðnaðurinn býður upp á svo mörg spennandi störf og þar er endalaus vöruþróun og nýsköpun í gangi. Matur er líka bara svo stór partur af lífi okkar, við hverfumst að mörgu leyti í kringum mat. Mér finnst þetta virkilega skemmtilegur iðnaður og verð ég til dæmis að nefna að Matís er vinna virkilega gott starf í þágu matvælaiðnaðar hér á landi. Mér finnst við mega vera stolt af okkar matvöru. Sjáðu bara skyrið, ég er alveg sannfærð um að það eigi eftir að komast á sama mælikvarða og gríska jógúrtin hefur gert. En það er auðvitað engin iðnaður hafinn yfir gagnrýni og ég er viss um að við getum gert marga hluti betur innan landbúnaðarkerfisins okkar en við erum að gera í dag. Við erum með búnaðarkerfi í gangi sem er gamalt og það er komin tími á að endurskoða það. Það eru t. d. of mörg bú á Íslandi. En hvað með litlu bændurna og lífrænan búskap? „Ég tel að það þurfi ekki að gera svo mikið til að ná mjög langt í lífrænum búskap því við erum hér með hreinar afurðir, lítið af dýrasjúkdómum og erum að nota minni áburð en Evrópa og minna af lyfjum í griparækt. Þetta er allt forskot og sóknarfæri fyrir íslenska bændur.“ En býður umhverfið hér upp á að stökkva á slík sóknartækifæri? „Auðvitað er það erfitt. Og kannski erfiðast því umbreytingin úr hefð-

bundum búskap yfir í lífrænan getur tekið mörg ár. En ég sakna þess oft á Íslandi hvað við erum stefnulaus. Við höfum ekki mótað okkur stefnu að þessu leyti. Það mætti vera skýrara hvert við viljum fara. Hver er stefna Samtaka iðnaðarins? Hafið þið t.d mótað umhverfisstefnu? „Já, við erum með sérstakt umhverfissvið innan samtakanna þar sem unnið er mikilvægt starf með fyrirtækjum að umhverfismálum. Við leggjum á það áherslu að fyrirtækin fylgi umhverfisstefnu og viljum auðvitað að okkar félagsmenn séu ábyrgir í sínum störfum. Samtök iðnaðarins vilja stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og að umhverfismál séu í hávegum höfð í rekstri fyrirtækja. Við viljum að þegar þú velur íslenskt þá sé það gott. Þegar það kemur upp sú staða að innihald vara sem gefa sig út fyrir að vera íslenskar og eru það ekki, hvort sem það eru matvæli eða annað, þá er það ekki íslenskum iðnaði til góðs. Við verðum að segja sannleikann og alls ekki að selja ferðamönnum eitthvað sem á að vera íslenskt en er svo framleitt einhver staðar annars staðar en hér á landi.“ Hvað er mest spennandi í íslenskum iðnaði núna? „Mér finnst ég skynja einhvern nýjan kraft. Við erum búin að vera í svo djúpu hjólfari lengi og velta okkur mikið upp úr hruninu, sem var nauðsynlegt, en sem betur fer erum við að komast út úr því. Og um leið og við getum sleppt takinu á því liðna þá getum við haldið áfram. Mér finnst við vera þar í dag, á nýjum upphafsreit og líka á krossgötum. En þá er einmitt svo mikil-

Guðrún Hafsteinsdóttir

„Nú er ég engin hagfræðingur en einhverjir hafa nefnt aðra kosti. Ég efast t.d um að Bandaríkjamenn væru á móti því að rúmlega 300.000 manns vildu taka upp dollar, ég held að það yrði ekki þeirra stærsta vandamál.“ Ljósmynd/Hari

vægt að taka réttar ákvarðanir og móta framtíðarsýn. Reyna að læra af fortíðinni og fara ekki þangað aftur.“

frá degi til dags og við getum bara ekki boðið erlendum fjárfestum upp á þetta.“

Og hvert eigum við ekki að fara? „Númer eitt, tvö og þrjú, sama hvort það er heima hjá þér eða í fyrirtækjarekstri, þá þarf maður alltaf að eiga fyrir útgjöldum sínum. Íslensk heimili og fyrirtæki skulda ennþá mjög mikið. Ríkissjóður er rosalega skuldsettur og ég er alin upp við það að ef maður skuldar þá er maður ekki frjáls. Svo ég tel það gríðarlega mikilvægt núna að byggja okkar hagvöxt á smáum en öruggum skrefum og að við róum okkar aðeins. Það sem okkur vantar helst núna er stöðugleiki, bæði heimilin, fyrirtæki og ríkisvaldið. Við þurfum erlenda fjárfestingu inn í landið en hún er ekkert svo æst í að koma hér inn ef það er ekki stöðugleiki fyrir hendi. Í dag geta fyrirtæki ekki gert plön fram í tímann. Eitt dæmi um það er skattaumhverfið sem breytist hér

Þetta er hvorki boðlegt umhverfi fyrir fyrirtæki né fólk, eða hvað? „Nei, ég hef horft upp á mjög marga fara úr landi vegna þessa. Ísland verður að vera staður sem við viljum vera á. Og ég vil trúa því að fólkið komi til baka en það koma ekki allir til baka. Núna er byggingarbransinn að taka við sér en iðnaðarmennirnir eru svo til allir fluttir burt. Svo við erum að flytja inn erlent vinnuafl og það er mjög sorgleg staða. Ég vil að Ísland sé fyrsta val unga fólksins okkar.“

Flottar fermingargjafir

PIPAR\TBWA • SÍA • 140629

- okkar hönnun og smíði

jonogoskar.is

Sími 5524910

Laugavegi 61

Guðrún er menntuð í mannfræði en hefur alla sína tíð unnið í fjölskyldufyrirtækinu í Hveragerð, Kjörís. Hún er gift Ólafi Ólafsyni, sölustjóra hjá HB Granda. Þau eiga saman þrjú börn, Hafstein, Dagnýju Lísu og Hauk. Fjölskyldan fluttist búferlum til Þýskalands árið 1998 þegar Ólafur tók til starfa fyrir fiskmarkaðinn í Bremerhaven og síðar fyrir SÍF, Samtök íslenskra fiskframleiðenda, og bjuggu þar í fimm ár. Í dag býr fjölskyldan í Hveragerði.

Kringlan

Smáralind

Og hvernig náum við í stöðugleikann? „Við þurfum að ná tökum á ríkisfjármálum, aflétta höftunum og fá betra vaxtastig. Um leið og við náum tökum á ríkisbúskapnum þá náum við kannski tökum á verðbólgunni sem ég tel vera okkar þjóðarmein.“ Og hvað með gjaldmiðilinn, getum við einhvertímann orðið samkeppnishæf með krónuna? „Það er nú varla hægt að segja já. Krónan er bara því miður ónýt. Hún er okkur rosalega dýr. Fyrirtæki í útflutningi hljóta að spyrja sig á hverjum einasta degi hvort þau eigi að vera hér. En staðan er samt þannig núna að við höfum krónuna og við verðum að lifa með henni í allavega einhver ár. Við höfum verið að horfa til Evrópu, og síðasta ríkisstjórn var að því með aðildarviðræðum við Evrópusambandið, og nú vitum við ekki hver þróunin verður. Ég dreg í efa að við tökum upp einhliða evru. Nú er ég engin hagfræðingur en einhverjir hafa nefnt aðra kosti. Ég efast t.d um að Bandaríkjamenn væru á móti því að rúmlega 300.000 manns vildu taka upp dollar, ég held að það yrði ekki þeirra stærsta vandamál. Kannski væri það einfaldast því meiri hlutinn af okkar viðskiptum er í dollar. Eitt er á hreinu og það er að við þurfum annan gjaldmiðil, en hver hann verður og hvenær, ég get ekki svarað því.“ Iðnaðarráðherra talaði á iðnþinginu um stöðugleika, samkeppnishæfni, hugvit, menntun og auðlindir sem drifkrafta samfélagins. En það ríkir hvorki

stöðugleiki né samkeppnishæfni og mikið af hugvitinu vill úr landi vegna þessa. Þar að auki ríkir ekki sátt um auðlindirnar okkar og það er kennaraverkfall.... „Það er mín persónulega skoðun að við eigum að nýta auðlindirnar á skynsamlegan hátt í sátt og samlyndi með þjóðinni. Við höfum verið að gera það og við eigum að gera það áfram. Ég er ekki á móti tilraunaborunum á Drekasvæðinu en það verður að vera sátt. Ég vil ekki virkja Dettifoss né Gullfoss en ég er þeirrar skoðunar að við eigum að taka neðri hluta Þjórsár því við erum nú þegar að virkja hana. Við eigum að taka út úr Þjórsá það sem Þjórsá getur gefið okkur. Sjálf hafði ég efasemdir gagnvart Kárahnjúkavirkjun en þegar framkvæmdir hófust fór ég og skoðaði svæðið því ég hafði aldrei komið þangað. Þarna gat ég keyrt inn á öræfi Íslands og skoðað framkvæmdir og landið sem hafði verið mér hulið áður. Svo núna upplifi ég þá gríðarlegu breytingu sem álverið á Reyðarfirði hefur haft á samfélagið á Austfjörðum. Þetta voru deyjandi samfélög sem voru að missa allt unga fólki sitt en núna finnst mér Austfirðingar vera mjög stoltir af þessu fyrirtæki. Kannski þess vegna hefur verið ákall frá íbúum í kringum Húsavík og á Norðausturlandi að fá sambærilega uppbyggingu. Það er grafalvarleg staða hvernig hefur verið hoggið af menntastofnunum hér á landi á síðustu misserum. Við verðum að fara að hlúa að þeim því það er óþrjótandi auðlind sem getur flætt á öllum stöðum. Við verðum að mennta hér gott fólk með góða menntun sem svo skilar sér margfalt inn í atvinnulífið. Við megum aldrei gleyma því að náttúruauðlind er takmörkuð á meðan auðlind hugans er ótakmörkuð.“

Afhverju ákvaðstu að bjóða þig fram? „Vegna þess að mig langar til að auka slagkraft samtakanna. Ég vil dínamískari samtök. Öll samtök eru jafn sterk og sú vinna sem félagsmenn leggja í þau, ef félagsmenn hafa ekki tíma til að sinna starfinu þá verður ekkert starf. Ég vil meiri breidd og meiri virkni í samtökin.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Við fjármögnum nýja fjölskyldubílinn Þegar fjölskyldan stækkar getur nýrri, sparneytnari og öruggari bíll gert gæfumuninn. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við þér að fjármagna það sem upp á vantar til að þú getir uppfært fjölskyldubílinn. Við aðstoðum með ánægju.

Suðurlandsbraut 14

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is


14

fréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

Gæti kostað tíu þúsund kall að skoða landið sitt Verði ákveðið að innheimta gjald á helstu ferðamannastöðum landsins gæti það kostað hjón með tvo stálpaða unglinga rúmlega fjörutíu þúsund krónur að fara hringinn í kringum landið, auk Vestfjarða og Snæfellsness, og heimsækja þá alla. Nýverið hófst gjaldDynjanDi taka á Geysissvæðinu og þurfa gestir selárDalur 350 kr. að reiða fram 600 krónur. Nú þegar 350 kr. er innheimt 350 króna gjald fyrir látraBjarG rauðisanDur 350 kr. að fá að skoða Kerið í Grímsnesi og 350 kr. einnig varð gerð tilraun á hverasvæðinu við Hveragerði með að innheimta 200 krónur fyrir heimsókn þangað. Fréttatíminn gerði lista yfir helstu ferðamannaperlur GráBrók landsins óháð eignarhaldi og reiknaði 350 kr. út hvað það myndi kosta að heimsækja Dritvík/lónDranGar Barnafossar 350 kr. þær allar - ef aðgangseyrir yrði líkt og í 350 kr. Kerinu, 350 krónur, sem er samt sem áður Glymur 250 krónum minna en aðgangur að Geysissvæðinu kostar. 350 kr. Frítt er á Geysi fyrir börn 15 ára og yngri og því þyrftu ÞinGvellir Gullfoss 350 kr. stálpaðir unglingar, 16 og 17 ára hins vegar að reiða 350 kr. hverasvæðið fram aðgangseyri. Hver og einn þyrfti að greiða hveraGerði Geysir rúmar tíu þúsund krónur fyrir að fá að skoða landið 200 kr. kerið 600 kr. lanDmannalauGar sitt. Velji landeigendur að rukka sama aðgangseyri krísuvík 350 kr. 350 kr. og eigendur Geysissvæðisins myndi það kosta 350 kr. Þórsmörk skóGafoss rúmar 17 þúsund krónur á mann. 350 kr. 350 kr.

ásByrGi 350 kr.

Dettifoss 350 kr.

mývatn 350 kr.

Goðafoss 350 kr.

DimmuBorGir námaskarð 350 kr. 350 kr.

SAMTALS 10.250 krónur

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

inGólfshöfði 350 kr. jökulsárlón 350 kr. skaftafell 350 kr.

seljalanDsfoss Dyrhólaey 350 kr. 350 kr. reynisfjara 350 kr.

sigridur@frettatiminn.is

Sjá fréttASkýringu á Síðu 30.

www.volkswagen.is

Aukabúnaður á mynd: álfelgur, svartir þakbogar og ljóskastarar í framstuðara.

Volkswagen Tiguan

Fullkominn ferðafélagi Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5 ,8l /100 km

Tiguan kostar aðeins frá

5.360.000 kr.


STÖNGIN INN!

RÝMINGARSALA Á PLASMA Rýmum fyrir nýjum módelum. Bjóðum nokkur stór og stórkostleg plasma sjónvörp á ótrúlegu verði. Gríptu tækifærið og skoraðu glæsilega! Samsung hefur verið stærsti framleiðandi á sjónvörpum í heiminum síðastliðin 10 ár. Fyrirtækið er þekkt fyrir gæði, framúrskarandi hönnun og nýjustu og flottustu eiginleika sem völ er á í sjónvörpum í dag. Með því að framleiða sjálfir yfir 90% af íhlutum í eigin sjónvörp getur Samsung stjórnað gæðum á sínum tækjum betur en nokkur annar framleiðandi og hefur því verið leiðandi í hönnun og gæðum á sjónvörpum síðastliðin ár.

Það er oft sagt um tækin frá Samsung: Ef þú vilt sjá hvernig sjónvörp keppinauta Samsung líta út á næsta ári, skoðaðu þá sjónvörpin frá Samsung í ár.

43 tommu 119.900 51 tommu 149.900 51 tommu 169.900 PS·43·F4505

KR.

PS·51·F4505

KR.

PS·51·F5005

KR.

Kynntu þér myndgæðin í plasma sjónvörpum. Bjóðum

30% afslátt

af völdum Samsung heimabíóstæðum við kaup á plasma sjónvarpi. samsungsetrid.is

OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 10-18 LAUGARDAGA FRÁ 12–16 SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900 ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333


GÆÐA STEINSKÍFA

16

viðhorf

Helgin 21.-23. mars 2014

Kjör kennara og stytting náms til stúdentsprófs

Sameiginleg vinna að átökum loknum

K

Graphite 30x60x1cm

Verð kr. 4.690 pr m

2

Hljóðeinangrandi undirlag, Weber flísalím og fúga.

Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Kemur næst út 11. apríl

Kreppt hefur að öllum á undanförnum árum, launamönnum á almennum vinnumarkaði, opinberum starfsmönnum, þorra fyrirtækja og ekki síst ríkissjóði. Nýverið var gengið frá hófsömum skammtímasamningi á almennum vinnumarkaði, undirbúningi í raun að samningi til lengri tíma. Á niðurskurðartímum hefur þrengt að flestu í ríkisrekstri. Heilbrigðiskerfið hefur fundið verulega fyrir því og var komið að þolmörkum þegar ákveðið var að veita meira fé til þess. Áfram verður væntanlega haldið á þeirri braut, að því gefnu að hagur ríkissjóðs batni, enda samstaða í samfélaginu að vernda heilbrigðiskerfið og forgangsraða með hagsmuni þess að leiðarljósi. Jónas Haraldsson Svipaða sögu má segja af jonas@frettatiminn.is öðru grunnkerfi samfélagsins, menntakerfinu. Dregið hefur úr framlögum til þess, ekki síður en heilbrigðiskerfisins. Það með öðru leiddi til verkfalls framhaldsskólakennara í vikubyrjun. Fimm ára menntunarkrafa er gerð til framhaldsskólakennara. Að vonum líta þeir til samanburðarstétta þegar bornar eru saman menntunarkröfur og störf að námi loknu. Kennaraforystan sagði, áður en til verkfallsins kom, að stéttin myndi ekki sætta sig við launahækkun á borð við þá sem náðist í skammtímasamningnum á almenna vinnumarkaðnum. Fram kom hjá formanni Félags framhaldsskólakennara að launakjörin væru orðin dragbítur í skólastarfi. Verkfall er lögleg aðgerð í vinnudeilu en strangar kröfur verður að gera til þeirra sem ábyrgð bera, beggja vegna borðs. Kennaraforystan berst fyrir kjarabótum en hefur um leið nefnt að hún sé opin fyrir útfærslum og hafi ekki einblínt á að fá launahækkanir í einu vetfangi. Sé samstaða um það í samfélaginu að bæta þurfi hag framhaldsskólakennara umfram aðra þarf að forgangsraða í ríkisrekstri svo hægt sé að mæta slíku en það verður að gerast í áföngum og ekki leiða til þess að almenn skriða fari af stað. Verðbólga og verðhækkanir fylgja þá í kjölfarið og allir tapa.

remst

– fyrst og f

remst

– fyrst og f

R U D N Ú D OÐ! TILB

57% 99 afsláttur

ódýr!

Það er eðlileg krafa framhaldsskólakennara að standa jafnfætis samanburðarstéttum en forysta þeirra gerir sér um leið grein fyrir því að leiðrétting verður varla nema í áföngum. Á viðsemjandanum hvílir að jafna muninn á gefnum tíma – en taka um leið tillit til annarra kjarasamninga og stöðu ríkissjóðs. Á þeim grunni lagði samninganefnd ríkisins fram tilboð þar sem reynt var að taka tillit til sjónarmiða kennara en um leið þess sem hún vill fá fram, meðal annars styttingu náms til stúdentsprófs. Til lengri tíma litið verður ekki hjá því komist að huga að þeim þætti þótt breyting í þá veru verði að fá að þróast í umræðu og rannsókn á skólakerfinu. Sú rannsókn á ekki einvörðungu að beinast að framhaldsskólanum heldur einnig efstu bekkjum grunnskóla sem eru að mörgu leyti vannýttir, að því er fram kom í máli starfandi rektors Menntaskólans í Reykjavík. Fjölbrautaskólar bjóða upp á mismunandi námslengd, Kvennaskólinn hefur að undanförnu boðið upp á þriggja ára nám og stefnt er að hinu sama hvað varðar Verzlunarskóla Íslands. Nám til stúdentsprófs tekur í meginatriðum lengri tíma hér á landi en í öðrum OECD-ríkjum. Íslendingar ljúka háskólaprófi seinna en þær þjóðir sem við miðum okkur við. Verkefnastjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld fram til ársins 2030 lagði áherslu á það í skýrslu í maí síðastliðnum að stytta nám í grunn- og framhaldsskóla, jafnframt því sem skólum yrði fækkað og þeir stækkaðir – og kjör kennara bætt. Þjóðhagslegur ávinningur væri af því að íslenskir nemendur útskrifuðust á sama tíma úr framhaldsskóla og jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum – að teknu tilliti til þess þó að sami námshraði hentar ekki öllum. Að loknum átökunum nú verður að gera þá kröfu til forystu kennara á grunn- og framhaldsskólastigi og yfirvalda menntamála að litið verði fram á veginn. Þar stilli menn saman strengi og nái ásættanlegri niðurstöðu um námslengd til stúdentsprófs – og að kennarar megi bærilega una við sín kjör. Óhjákvæmilega tekur sú vinna tíma.

Fram kom hjá formanni Félags framhaldsskólakennara að launakjörin væru orðin dragbítur í skólastarfi.

kr. stk.

35 kr.stok.g gróft 2 r u ð á ð r Ve brauð, stórt Krónu

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

SENDU

M

FRÍTT ALLAR VÖR TIL PÁ UR SKA

NR40

ISKSAEAGG R PÁ

R K VINU CEBOOSKAEGG A F N HEPPINUR 3KG PÁJU:) VINN RÁ FREY F

8 B BÆ LS

KLINGUR

NETBÆK WWW.TOLLVINGUR Á MEÐ GAGN UTEK.IS V KÖRFUHNAIRKUM PP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


Yfirlit um afkomu 2013

Efnahagsreikningur (í þús.kr.): Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Innlán og bankainnistæður Kröfur Aðrar eignir og rekstrarfjármunir Skuldir Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II Samtals

31.12.2013

31.12.2012

37.827.439 74.939.519 2.466.245 1.387.704 957.946 160.800 117.739.653 -231.816 2.327.805 119.835.642

33.556.693 68.705.041 2.429.817 857.781 912.908 179.055 106.641.295 -227.775 2.345.598 108.759.118

Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris: Iðgjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður Hækkun á hreinni eign á tímabilinu Sjóðir sameinaðir sjóðnum 2012 Hrein eign frá fyrra ári Samtals

3.148.010 -2.917.700 11.105.230 -181.143 -77.873 11.076.524 0 108.759.118 119.835.642

3.004.791 -2.594.721 11.892.386 -154.251 -120.839 12.027.366 8.328.083 88.403.669 108.759.118

Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings: Eignir umfram áfallnar skuldbindingar Í hlutfalli af áfföllnum skuldbindingum Eignir umfram heildarskuldbindingar Í hlutfalli af heildarskuldbindingum

-664.576 -0,6% -2.506.177 -1,5%

-1.620.670 -1,5% -3.838.235 -2,5%

Sjóðurinn hefur ekki þurft að skerða réttindi vegna falls bankanna haustið 2008 né nokkru sinni áður.

Ársfundur 2014

Kennitölur: Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal Fjöldi virkra sjóðfélaga Fjöldi lífeyrisþega Rekstrarkostnaður í % af eignum Eignir í íslenskum krónum Eignir í erlendum gjaldmiðlum

10,1% 6,2% 4,7% 4,1% 6.626 10.515 0,07% 81,0% 19,0%

12,1% 7,3% 0,8% 4,5% 6.925 9.427 0,11% 81,3% 18,7%

Ávöxtun séreignardeildar 2013: Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur var 5,5% eða 1,8% raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmiss verðbréf nam 7,3% eða 3,5% raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.327,8 milljónir króna í árslok 2013 og lækka um 0,8%.

Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl, kl. 17:00.

Í stjórn sjó›sins eru: Guðmundur Árnason formaður Hrafn Magnússon varaformaður Aðalbjörg Lúthersdóttir Einar Sveinbjörnsson Svana H. Björnsdóttir Þuríður Einarsdóttir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir

Sjóðfélagar: Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum.Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign.

Framkvæmdastjóri er: Sigurbjörn Sigurbjörnsson

Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · Fax 510 7401 · sl@sl.is · www.sl.is


18

viðhorf

Helgin 21.-23. mars 2014

 Vik aN sem Var bergi þar sem mannsandinn leggst í svaðið og veltir sér uppúr því. Þráinn Bertelsson lýsir reynslu sinni af þingmennsku í viðtali við Sigurlaugu M. Jónasdóttur á Rás 1.

En hvar er hann? Hann er lausnamiðaður og mikill hugsuður. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, talar um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins.

Enda lausnamiðaður, leiðtoginn Vel til fundið hjá forsætisráðherra að fara svo óhefðbundna leið í Mottumars! Helgi Seljan um fréttir af því að Sigmundur Davíð kallaði sendiherra ESB á teppið af því að sendiherrann sagði fjölmiðlum frá því að ESB væri ekkert að ýta á eftir Íslendingum að slíta aðildarviðræðum eins og forsætisráðherrann hafði haldið fram. Nýtt líf Ég hef aldrei áður upplifað vera skipað að vera í her-

Ég á þetta, ég má þetta Hvernig nennirðu að taka upp símann? Hver er fréttin? Hvað er fréttnæmt við þetta? Að húsgögn sem þurfa annars að vera í geymslu séu lánuð? ... Fyrirgefðu, eru félagar í Blaðamannafélaginu og Egill Helgason, búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu? Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna, þegar Vísir spurði hana út í húsgögn sem bændur lánuðu Heimssýn.

Ekki á minni vakt Ég mun standa vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði RÚV og mun aldrei á minni vakt ganga erinda nokkurs í þessum efnum. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri var spurður að því í Kastljósi hvort hann væri að reka Óðin Jónsson fréttastjóra vegna óánægju ákveðinna sjálfstæðismanna með fréttastofu RÚV.

Ég er ekki ómögulegt foreldri - barnið mitt er bara meira krefjandi en flest önnur börn

N

Nýjasta verkefnið: ADHD

ú er ég komin með nýtt verkefni í lífinu. Reyndar fékk ég verkefnið upp í hendurnar fyrir átta árum – en það hefur nú hins vegar verið endurskilgreint. Strax eftir fæðingu næstyngsta barnsins míns fann ég að hún myndi seint læðast með veggjum. Hún var sjóNarhóll farin að mjaka sér áfram á gólfinu þriggja mánaða og skríða á fjórum fótum fimm mánaða! Hin börnin í mömmuklúbbnum voru enn að rembast við að einbeita sér við að grípa í hluti þegar hún var komin Sigríður á fulla ferð um húsið. Hún Dögg hefur alltaf verið skapmikil Auðunsdóttir og dugleg en líka ótrúlega sigridur@ skapandi og sjarmerandi. frettatiminn.is Tveggja ára kunni hún alla stafina og fjögurra ára var hún farin að lesa stutt orð án þess að nokkur hafi kennt henni það. Hún bara spurði – og fékk svör – og lærði þannig að lesa. Reyndar krotaði hún ennþá á veggi þegar hún var fjögurra ára og neitaði að klæða sig í jólafötin á aðfangadag á sama aldri og setjast við jólaborðið – en það hlyti að eldast af henni. En þegar hún þurfti að fara að lesa heima fyrir skólann – og æfa sig á píanóið (því hún vildi endilega fá að fara í píanótíma eins og stóru systurnar) – þá fóru málin að flækjast allverulega. Eftir því

sem kröfurnar á heimilinu og í samfélaginu jukust – því meira krefjandi varð barnið. Oft á tíðum vorum við foreldrarnir algjörlega ráðþrota. Hvernig bregst maður við því þegar barnið manns segir bara: „Nei”! og fæst ekki haggað? Hvað er ég að gera svona rangt? Það vantar ekki ráðleggingarnar frá fólki með börn sem hægt er að tjónka við: „Þið verðið bara að gefa henni tvo valkosti“, segja vinkonurnar af góðum hug. Eins og ég hafi ekki reynt það. Það bara virkar ekki. „Þið verðið bara að beita refsingum – taka af henni eitthvað sem henni þykir skemmtilegt þegar hún verður svona ósamvinnuþýð.“ Það virkar heldur ekki. Henni er alveg sama. „Þið verðið bara að setja upp umbunarkerfi. Hún fær stjörnu þegar hún stendur sig vel og þegar hún er komin með tíu stjörnur fær hún verðlaun.” Neibbs... virkar ekki heldur. Við ákváðum að leita okkur hjálpar hjá sérfræðingum – því til þess eru þeir. Skólasálfræðingurinn tók málið í sínar hendur, setti barnið í greiningu og komst að því að hún er með ADHD röskun. Niðurstaðan kom engan veginn á óvart – og mikið var ég fegin að vera komin með pappíra í hendurnar sem sönnuðu það fyrir sjálfri mér að ég væri ekki ómögulegt foreldri. Og við fengum alls kyns leiðbeiningar

og tæki og tól til að hjálpa okkur að hjálpa barninu. Og við fórum á námskeið hjá ADHD samtökunum fyrir foreldra barna með ADHD. Og allt í einu voru hlutirnir komnir í samhengi. Ég veit núna af hverju hefðbundið umbunarkerfi virkar ekki fyrir hana. Af því að mörg börn með ADHD röskun eru ekki tilbúin að fórna skammtímahagsmunum fyrir langtímahagsmuni. Við þurftum að aðlaga uppeldisaðferðirnar að hennar þörfum og taka eitt atriði fyrir í einu. Erfiðastir voru morgnarnir og því byrjuðum við á þeim. Ráðleggingar og leiðbeiningar skólasálfræðingsins virkuðu eins og galdur. Í staðinn fyrir fimm sturlaða morgna í viku erum við nú með fjóra fyrirmyndarmorgna. Við stillum klukku sem hringir á ákveðnum tímum þegar hún á að gera ákveðin verkefni (klæða sig, borða morgunmat, bursta tennur, fara í útiföt) og ef hún gerir það sem hún á að gera fær hún að fara í spjaldtölvuna eða horfa á sjónvarpið. Umbunin kemur sem sagt strax, ekki seinna í dag eða seinna í vikunni. Þetta er fyrsta skrefið. Svo verður hægt að kenna henni smám saman að fá verðlaun seinna. En eins og er erum við hæstánægð með árangurinn og hlökkum til að taka á næsta máli af mörgum: kvöldmatartímanum.

Mikið var ég fegin að vera komin með pappíra í hendurnar sem sönnuðu það fyrir sjálfri mér að ég væri ekki ómögulegt foreldri. VikAn í tölum

Skafkorti› Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. 82 X 58 cm • Kr. 2.990

250

milljónir króna lögðu Bændasamtök Íslands Hótel Sögu til í nýtt eigið fé auk þess sem skuldir voru felldar niður í fjárhagslegri endurskipulagningu hótelsins.

20

Kraftaverk

ár eru liðin síðan Liverpoolklúbburinn á Íslandi var stofnaður. Goðsögnin Robbie Fowler mætir í afmælisveisluna um helgina.

600.000 Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

krónur og rétt rúmlega það er uppsett verð fyrir eina stöng á dýrasta deginum í Selá í Vopnafirði í sumar. Nánast er uppselt í Selá í sumar.


20

úttekt

Helgin 21.-23. mars 2014

Ítalir eru tilfinningaverur en Rússar brosa ekki

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Þjóðverjar eru skipulagðir og nákvæmir, Japanir kurteisir og hafa mikinn áhuga á norðurljósunum og Frakkar elska góðan mat. Danir gætu gleymt að líta á klukkuna en stundvísi er nánast trúarbrögð hjá Svíum. Margrét Reynisdóttir hefur gefið út bók sem lýsir einkennum þeirra þjóða sem heimsækja Ísland. Tilgangurinn er að veita innsýn í ólíkar þarfir ferðamanna svo efla megi þjónustu við þá. Hér eru helstu einkenni þjóðanna dregin upp.

balthasar tilboðsverð: 3ja sæta sófi 145.000 kr. 2ja sæta sófi 115.000 kr.

Habitat Er

50 ára

charleen tilboðsverð: 3ja sæta sófi 195.000 kr.

50

Norðurlandaþjóðir

Hollendingar

Ítalir

 Danir gætu gleymt að líta á klukkuna en Norðmenn eru yfirleitt á réttum tíma. Svíar eru þó stundvísir með eindæmum enda stundvísi sem trúarbrögð í Svíþjóð.  Svíar eru hrifnir af reglum og að hafa hlutina á hreinu  Norðmenn fara vel með peningana  Danir eru miklir sælkerar

 Þægilegir og óformlegir  Léttir í lund og skemmtilegir

     

þúsund króna afmælisafsláttur af öllum sófum frá Habitat*

Frakkar wilbo tilboðsverð: 3ja sæta sófi 145.000 kr. 2ja sæta sófi 125.000 kr.

Bretar    

Hæverskir og stundvísir Kurteisir Með góðan húmor Láta lítið fyrir sér fara og eru þægilegir í umgengni  Ekki allir þar sem þeir eru séðir – kvarta ekki augliti til auglitis ef þeir eru óánægðir, heldur senda frekar kvörtunarbréf að heiman eftir á.

Drake tilboðsverð:3ja sæta sófi 175.000 kr.

Þjóðverjar opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

    

Líflegar tilfinningaverur Óstundvísir Miklir matgæðingar Vilja helst tala frönsku Kurteisir

Rússar    

Kröfuharðir og vilja mikla þjónustu Brosa sjaldan Hreinskilnir Virðast kuldalegir í viðmóti því þeir nota líkamstjáningu lítið og sýna helst ekki svipbrigði  Ekki mjög umhverfissinnaðir eða næmir fyrir náttúrunni  Reykja mikið og vilja frekar vodka en léttvín

Spánverjar

*gildir Einnig af pöntunum

tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

Miklar tilfinningaverur Lífsglaðir Tala hátt og mikið Tískusinnaðir Sveigjanlegir Matgæðingar

   

Snyrtipinnar Meðvitaðir um peninga Afar stundvísir og skipulagðir Kurteisir

 Miklar félagsverur og opnir um skoðanir sínar og tilfinningar  Óstundvísir  Matgæðingar  Spænskar konur eru vanar því að karlmenn opni fyrir þær dyr og beri fyrir þær töskur  Mikið fyrir snertingu

Ísraelar  Ákveðnir  Hreinskiptir  Gera strangar kröfur um mat – stór hluti er grænmetisætur en aðrir borða aðeins það sem er Kosher, í samræmi við trú þeirra.


úttekt 21

Helgin 21.-23. mars 2014

Japanir

Indverjar

   

   

Formlegir Kurteisir Hógværir Skipulagðir

Óformlegir Vingjarnlegir Vilja léttleika og fjör Oft óstundvísir

Bandaríkjamenn     

Ófeimnir, opnir og vingjarnlegir Tala hátt og mikið Stundvísir Snyrtipinnar Ekki fyrir kaldhæðni eða gálgahúmor

Viltu losna við aukakílóin?

Kanadabúar  Hógværir  Evrópskari í lífsháttum en Bandaríkjamenn og með annan húmor

Þjónustuábyrgð Dell (DBS)

Hámarks árfesting

Þessari vél fylgir „Dell Branded Services“ sem tryggir betri og fljótari þjónustu.

Nýtir sömu tengikví og spennubreyta og áður.

1,6 kg 16 Fislé­ og fáguð, vegur ekki nema 1600 grömm.

2,1 2 1cm Ótrúlega ne­ og 33% þynnri en forveri sinn.

16 GB Sérlega öflug og hraðvirk, allt að 16GB vinnsluminni.

Hringdu í síma 440 9010 eða sendu póst á sala@advania.is og fáðu upplýsingar um þessa frábæru vél. Velkomin í verslanir okkar:

Kínverjar  Hafa óbeit á tölunni 4, sem hljómar eins og „dauði“ á þeirra tungumáli  Ekki endilega stundvísir  Fremur háværir  Hiklausir  Lítið gefnir fyrir líkamssnertingu

Guðrúnartún 10, Reykjavík

Tryggvabraut 10, Akureyri

Opið mán. til fös. frá 8 til 18 Lau. frá 12 til 16

Opið mán. til fös. frá 8 til 17

advania.is

13 klst. Ra…laðan endist í allt að 13 tíma. Fer m.a. eˆir stillingum.

Intel, merki Intel, Intel Core og Core inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.

Dell Latitude E7440 – Lé­ og öflug fartölva fyrir kröfuharða.


22

úttekt

Helgin 21.-23. mars 2014

 Ungt fólk og geðsjúkdómar geðrofssjúk dóm a r

1

Geðrofssjúkdómar eru geðsjúkdómar sem einkennast meðal annars af geðrofi. Geðrof er ástand þar sem tengslin við raunveruleikann rofna.

2

Í geðrofi koma fram ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsunin getur orðið ruglingsleg og oft breytast tilfinningar og hegðun.

3 af 100 3

Geðrof er algengara en flestir halda, en þrír af hverjum hundrað fara í geðrof einhverntímann á lífsleiðinni.

16-30 ára 4

Í langflestum tilfellum kemur fyrsta geðrof fram á aldrinum 16-30 ára.

Frá vinstri: Magnús Ólafsson deildarstjóri, Þorri Snæbjörnsson ráðgjafi/stuðningsfulltrúi, Jenný S. Níelsdóttir sjúkraliði, Rafn Haraldur Rafnsson íþróttafræðingur, Heiðrún Hafþórsdóttir ráðgjafi/stuðningsfulltrúi, Ólína G. Viðarsdóttir sálfræðingur, Gunnar Þór Andrésson íþróttafræðingur, Valur Bjarnason félagsráðgjafi og Halldóra F. Víðisdóttir aðstoðardeildarstjóri. Ljósmyndir/Hari

5

Hægt er að meðhöndla geðrof með góðum árangri en mjög mikilvægt er að greina það snemma og hefja meðferð til að draga úr framgangi sjúkdómsins.

Erum hrædd við það sem við þekkjum ekki Við Laugarásveginn stendur fallegt hús sem hýsir metnaðarfulla starfssemi. Þar vinnur starfsfólk sem leggur alla sína krafta í að veita ungu fólki með geðrofssjúkdóma þá allra bestu þjónustu sem völ er á. Laugarás, er deild innan geðsviðs Landspítalans fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára sem er með byrjandi geðrofssjúkdóma.

Á

ður fyrr voru fyrstu kynni ungs fólks sem var að veikjast í fyrsta sinn af blandaðari deild þar sem fólk var misveikt. Þar að auki var meðferðin sú sama fyrir alla en í dag er lögð áhersla á einstaklingsmiðaðan bata,” segir Magnús Ólafsson deildarstjóri Laugaráss, en hann hefur starfað við geðsvið Landsspítalans í 30 ár. „Það hefur alltaf verið minn draumur að sjá sérúrræði fyrir þennan hóp. Ef grunur leikur á um geðrof skiptir snemminngrip meðferðaraðila öllu máli og þá er alveg nauðsynlegt að viðeigandi endurhæfing sé í boði. Einkenni geðrofssjúklinga eru mjög margbreytileg. Þú getur verið með nokkra einstaklinga með geðrofssjúkdóm en þeir eru allir með mjög ólík einkenni,” segir Magnús. Halldóra Friðgerður Víðisdóttir aðstoðardeildarstjóri segir einstaklinginn alltaf fá að ráða ferðinni sjálfur og enginn sé nauðugur á Laugarási. „Forræðishyggjan sem ef til vill stýrði áður ferðinni er sem betur fer að líða undir lok. Það er mjög

Eins og náttúran hafði í hyggju

MagnesiumOil

Goodnight Spray

Sefurðu illa? • Magnesíumsprey sem virkar strax!

PRENTUN.IS

• Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland

Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu

gefandi að vinna svona einstaklingsmiðað starf því á þann hátt byggir maður upp traust og gott meðferðarsamband, og þannig næst árangur,” segir Halldóra.

Fíkniefni og glötuð sjálfsmynd algengir fylgikvillar

Þegar einstaklingur greinist með geðrof hefur oft verið mikið álag innan fjölskyldunnar. Skyndilega finnur svo nærumhverfið að hjálp er nauðsynleg. Oft á tíðum spila fíkniefni inn í ferlið því fólk með geðrofssjúkdóma á það til að leita að betri líðan í efnum sem auðvelt er að nálgast, eins og kannabis. Ein af afleiðingum geðrofssjúkdóma er að fólk tapar sjálfsmyndinni og missir trúna á eigin getu. Þar af leiðandi felst stór þáttur bataferilsins í að finna styrkleika hvers og eins, það er fyrsta skrefið út í daglega lífið. Þar spilar hreyfing stórt hlutverk en á Laugarási starfa 3 íþróttafræðingar. „Fólk þarf minna á meðferðarstofnunum að halda en áður því úrræðin eru fleiri í dag auk þess að nú er gríðarlega mikil ígrundun hvað varðar lyfjagjafir. Það er áhugavert að eftir að við fórum að vinna svona mikið með hreyfingu þá hefur dregið verulega úr notkun verkjalyfja, kviðastillandi lyfja og svefnlyfja. Nætursvefninn er betri og fólk blómstrar í líkamlegri tjáningu og fasi,“ segir Magnús, en Laugarásinn hefur sett íþróttir og hreyfingu í forgrunn í sínu starfi með stuðningi World Class.

Alltaf biðlisti

Þjónustan á Laugarási miðast við 3-5 ár sem þýðir að innan veggja hússins er fólk komið mislangt í sínum bata. „Sumir eru komnir í vinnu eða skóla og koma hér við kannski einu sinni í mánuði en svo eru aðrir sem þurfa á okkur að halda allan sólarhringinn,”segir Halldóra. „Það er alltaf biðlisti hjá okkur en við reynum að bregðast við öllum umsóknum. Við lítum á það sem okkar skyldu að taka einstaklinga með fyrsta geðrof inn til okkar. Það er bara of mikið í húfi. Batahorfur eru svo miklu betri ef grip-

Á Laugarási starfar 28 manna þverfaglegur hópur sem leggur allan sinn metnað í að hjálpa ungu fólki sem hefur upplifað geðrofssjúkdóma að stíga aftur út í samfélagið.

ið er inn í sem fyrst. Það er mjög sjaldgæft að fólk fari úr þjónustunni hjá okkur þegar það er komið inn. Þegar fólk er búið að átta sig á aðstæðum og komið hérna inn þá vill það vera hér. Hér eru allir á sínum forsendum og okkur hefur tekist að mynda góð tengsl og traust í nær öllum tilfellum við okkar þjónustuþega og fjölskyldur þeirra“ segir Halldóra en á Laugarási fer fram mikil fræðsla fyrir bæði þjónustuþega og aðstandendur þeirra.

Sunnudagar á miðvikudögum

Erum hrædd við geðsjúkdóma

„Starfsemin hér er skref út í lífið. Það er mjög mikill misskilningur að fólk með geðrofssjúkdóma þurfi að dvelja á meðferðarstofnun alla ævi,” segir Halldóra en þau Magnús eru sammála um það að umræðan um geðheilbrigðismál þurfi að vera jákvæðari og fela í sér góðar upplýsingar. „Meginástæða þess að það þrífast enn fordómar gagnvart geðsjúkdómum er þörf mannsins til að hafa skýringar á öllum hlutum og að við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki. Þegar um geðsjúkdóma er að ræða þá eru oft á tíðum engar skýringar, við vitum ekki orsakir sjúkdómsins. Áður fyrr einangruðust fjölskyldur því ekki var hægt að útskýra veikindin og fólk var oft hlaðið sektarkennd. Þetta má samt ekki trufla okkur í að þróa jákvæða umræðu,”segir Magnús. Það má segja að starfsfólkið á Laugarási vinni brautryðjendastarf. Þau hafa enga aðra starfssemi á Íslandi til að miða sig við en horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að því að afla sér þekkingar. Þau reyna stöðugt nýjar leiðir til að auka lífsgæði þjónustuþeganna og sækja t.d. ráðstefnur erlendis og flytja með sér nýja þekkingu heim. Í sameiningu hefur starfsfólkið á Laugarási skapað það sem þau kalla „íslenska módelið“ í bataferli ungs fólks með geðrofssjúkdóma. Magnús og Halldóra eru sammála um að galdurinn bak þetta kröftuga starf sé einstaklega gott og metnaðarfullt starfsfólk sem og húsið sjálft, sem búi yfir góðum anda sem næri alla sem að starfseminni koma.

Það er áhugavert að eftir að við fórum að vinna svona mikið með hreyfingu þá hefur dregið verulega úr notkun verkjalyfja, kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja.

Það er algengur misskilningur að ekki sé hægt að ná bata eftir geðrof. Á Laugarási er alltaf stefnt að bata, það er að uppf ylla og fullnægja lífsgæðum hvers og eins þrátt fyrir sjúkdóminn. „Margir losna við einkennin, sem eru oftast skerðing á tengslum við raunveruleikann, á meðan aðrir eru alltaf með væg einkenni sem þeir þó ná að lifa með. Sumir fá geðrofseinkenni aðeins einu sinni sem hægt er að vinna bug á með lyfjameðferð. Sjúkdómurinn er bara svo misjafn eftir einstaklingum og þess vegna er einstaklingsmiðuð meðferð svo mikilvæg,” segir Halldóra og bætir því við að auk hreyfingar séu heilbrigðir lífshættir eitt af lykilatriðunum þegar kemur að bata og gott mataræði sé þar af leiðandi mikilvægur þáttur í starfinu. Á Laugarási er lögð áhersla á að allir taki þátt og eldi saman. „Hér elda allir og borða saman, þjónustuþegar og starfsfólk. Það eru svo margir sem eyða sunnudögum með fjölskyldum sínum að við ákváðum að elda alltaf hátíðlega sunnudagsmatinn á miðvikudögum,” segir Magnús.

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT* AF ÖLLUM DÖMUFATNAÐI

OG DÖMUSKÓM 20.-24. MARS.

*Jafngildir 20,32% verðlækkun. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups. Tilboðin gilda út mánudaginn 24. mars.


24

fréttaskýring

Helgin 21.-23. mars 2014

 Svefn og heIlSa

NÝLEGIR OG LÍTIÐ EKNIR

GERÐU FRÁBÆR KAUP! Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR

TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP!

Ekinn aðeins 28 þús. km. KIA SPORTAGE III Nýskr. 02/13, ekinn 28 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 141977.

TILBOÐSBÍLL

Vilja breyta klukkunni og seinka skólabyrjun

Frábært verð

5.490 þús.

Góður svefn er lykill að góðri heilsu. Börn sem hrjóta glíma við einkenni athyglisbrests og ofvirkni og líffræðilegar orsakir valda því að unglingar komast ekki fram úr á morgnana. Erna Sif Arnardóttir formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags segir slæman og lítinn svefn skýra að einhverju leyti brottfall úr framhaldsskólum. Félagið vill breyta klukkunni og láta skólana byrja klukkan níu í stað átta.

TILBOÐSBÍLL

Rnr. 141914

Rnr. 281226

RENAULT MEGANE SPORT T. Nýskr. 05/13, ekinn 29 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.390.000

NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 03/12, ekinn 35 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.090.000

KIA CEED WAGON Nýskr. 05/12, ekinn 44 þús km. dísil, beinskiptur.

HYUNDAI SANTA FE III STYLE Nýskr. 12/12, ekinn 23 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

Rnr. 141972.

Rnr. 141986.

TILBOÐ kr. 2.990 þús.

VERÐ kr. 2.780 þús.

TILBOÐ kr. 1.890 þús.

VERÐ kr. 7.360 þús.

LAND ROVER FREELANDER 2S Nýskr. 05/13, ekinn 6 þús. km. dísil, sjalfskiptur.

SUBARU FORESTER X Nýskr. 06/09, ekinn 61 þús. km. bensín, sjálfskiptur.

Rnr. 191269.

Rnr. 142005.

VERÐ kr. 7.990 þús.

I

VERÐ kr. 2.880 þús.

Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is

www.facebook.com/bilaland.is

Við vitum að unglingar eru með seinkaða dægursveiflu þannig að við ættum ekki að vera að draga þau fram úr rúminu eldsnemma á morgnana

sem æfa íþróttir eru oft á tíðum nnan Hins íslenska svefnörvæntingarfull því þau fá hreinrannsóknafélags starfa lega ekki tíma til að sofa þar um 60 manns við rannsem æfingar eru oft eldsnemma sóknir sem tengjast svefniná morgnana eða langt fram á um að einhverju leyti. Kæfiskvöld. Þetta er ekki hollt og ætti vefn hjá fullorðnum er það í rauninni ekki að vera í boði sem mest hefur verið rannsakfyrir þennan aldurshóp. Börn og að og það sem helst hefur verErna Sif Arnar- unglingar ættu ekki að stunda ið í umræðunni. Það sem færri vita er að börn fá líka kæfisvefn. dóttir, formaður neinar íþróttir fyrir klukkan 8 á Hins íslenska morgnana og ættu að búin í allra Börn sem sofa illa vegna hrotna svefnrannsókna- síðast lagi klukkan 9 á kvöldin. eða kæfisvefns verða þreytt yfir félags. Ef við stundum líkamsrækt seint daginn en í stað þess að sofna á kvöldin, þá gerir það okkur fram á borðið líkt og unglingar mjög erfitt að sofna. Þar að auki er best og fullorðnir gera þá verða börnin yfirfyrir líkamann að stunda hreyfingu spennt. Erna Sif Arnardóttir, doktor um eftirmiðdaginn. Dægursveiflan í í líf- og læknavísindum, er formaður líkamanum hefur áhrif á svo margt og Hins íslenska svefnrannsóknafélags og um eftirmiðdaginn erum við með mesta forstöðumaður svefnmælinga á Landsvöðvastyrkinn og í raun best fyrirkölluð spítalanum. „Það er alvarlegt ef börn til að hreyfa okkur.“ hrjóta reglulega, þó að þau hætti ekki að anda, því það þýðir að öndunarvegurinn Líffræðilegar skýringar á svefnþörf er hálflokaður og að börnin eru að berjunglinga ast við að anda alla nóttina. Þessi börn anda oft með opinn munninn sem er Góður og langur svefn er að sjálfsögðu óeðlilegt. Ef börn anda með munninum mikilvægur öllum. Hann er okkur jafn en ekki með nefinu þá breytist þroskun mikilvægur og holl fæða. Það er talað andlitsins og líkur á kæfisvefni seinna um að börn á skólaaldri þurfi 9 til 11 meir aukast. Þessi börn þurfa að hafa klukkustunda svefn á nóttu en fullorðnir fyrir hverjum andardrætti og eru þar þurfi 7 til 8 klukkustundir. En það vill oft af leiðandi syfjaðari. Syfjuð börn sofna gleymast að unglingar þurfa meiri svefn ekki heldur berjast þau við að halda sér en fullorðnir, eða 9 til 10 klukkustundir. vakandi. Þau verða þá frekar yfirspennt „Börnin okkar og unglingarnir eru að og eru oft með einkenni athyglisbrests sofa of stutt. Margir unglingar sofa og ofvirkni. Einnig gengur þeim oft verr undir sjö klukkustundum og ég held að í skóla,“ segir Erna Sif. margir foreldrar geri sér ekki grein fyrir því að unglingar þurfi meiri svefn en fullGóður svefn er lykill að góðri heilsu orðnir. Unglingar eru frá náttúrunnar hendi kvöldfólk og það eru fullkomlega Annað sem svefnfræðingar hafa komist eðlilegar líffræðilegar orsakir sem valda að er að þeir sem sofa of lítið verða því. Melatónín framleiðslu, hormón sem svengri en aðrir. „Maður sækir í óhollan við seytum í myrkri og undirbýr okkur og kolvetnaríkan mat til að halda sér fyrir svefninn, seinkar hjá unglingum gangandi. Þú ert líklegri til að borða meira og þyngjast ef þú sefur lítið og illa. og veldur því að þau eiga erfiðara með Við vitum það líka að þeir unglingar sem að sofna á kvöldin og þess vegna er mjög erfitt að vekja þau á morgnanna.“ sofa lítið hugsa ekki jafn vel um sig. Þeir Erna Sif segir einnig mikilvægt að hreyfa sig minna og þyngjast auðveldpassa upp á að regla sé á svefntima lega auk þess að sækja oftar í áhættubarna og unglinga, líka um helgar, og hegðun eins og að reykja og drekka. sérstaklega núna í verkfallinu. MikilSvefn hefur áhrif á allt, hann er hornvægt sé að taka ekki eftirmiðdagsblunda steinn að heilsu rétt eins og næring og því þeir geri manni erfitt fyrir að sofna á hreyfing,“ segir Erna Sif. „Það er mikil kvöldin og skerða svefngæði yfir nóttina. keyrsla á unga fólkinu okkar. Unglingar


fréttaskýring 25

Helgin 21.-23. mars 2014

Erna Sif segir þá unglinga sem sofa of lítið ekki hugsa jafn vel um sig. Þeir hreyfi sig minna og þyngist auðveldar auk þess að sækja oftar í áhættuhegðun eins og að reykja og drekka. Mynd/Getty

þrátt fyrir að kominn sé háttatími, og unglingar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir því. Foreldrar ættu að gera eitthvað sem er örugglega mjög erfitt að framkvæma, að láta krakkana skilja þetta allt eftir frammi. Raftæki eiga í raun ekki að vera í svefnherbergjum,“ segir Erna Sif. Hún segir einnig mikið sjónvarpsáhorf á kvöldin trufla svefn. „Í rauninni ættum við að auka bókalestur barna og unglinga því hann hefur svo góð og róandi áhrif á líkamann. Best væri að slökkva á öllum raftækjum og bjóða börnum og unglingum að lesa í klukkutíma fyrir svefninn, og auka þar með læsi og svefn á sama tíma.“

Breytt klukka og seinkun skóla Erna Sif bendir á að við séum með innbyggða dægursveiflu í líkamanum sem í daglegu tali sé kölluð líkamsklukka. „Við erum í rauninni hönnuð til að gera ákveðna hluti á ákveðnum tíma dags. Hjartaáföll eru til dæmis algengust um miðja nótt því þá er starfsemi hjarta-og æðakerfisins í lágmarki. Eins erum við líklegust til að lenda í umferðaslysi um miðja nótt því öll kerfi miðast við að við séum sofandi á þessum tíma. Hún segir mikilvægt að samhæfa líkamsklukkuna sólarklukkunni, en á Íslandi sé hún skökk. „Þessi skakka klukka hefur mikil áhrif á okkur þar sem Íslendingar

fara almennt einni klukkustund seinna að sofa en nágrannaþjóðir okkar en við þurfum svo að vakna snemma á morgnanna og sofum því styttra. Þegar við vöknum kl. 7 á morgnana er sólarklukkan í raun bara 5:30 og líkami okkar stilltur eftir því.“ Erna Sif segir námsárangur og mætingu unglinga erlendis, þar sem skólastarfi hafi verið seinkað á morgnana, aukast mikið ásamt bættri líðan unglinganna. „Við vitum að unglingar eru með seinkaða dægursveiflu þannig að við ættum ekki að vera að draga þau fram úr rúminu eldsnemma á morgnana. Þau vilja sofa lengur og best væri að leyfa þeim að

gera það. Unglingar ættu í raun ekki að byrja skóla fyrr en klukkan 9 á morgnanna. Í íslenskum framhaldskólum er einnig mikið óútskýrt brottfall vegna mætingar og hjá Svefnrannsóknafélaginu teljum við að þau ættu auðveldara með mætingu ef við seinkuðum skólatímanum. Þetta er ekki bara menningarlegur munur heldur er þetta líka líffræðilegt. Við hjá Svefnrannsóknafélaginu mælum með því að klukkunni verði breytt og teljum að það myndi vera til hagsbóta fyrir allt samfélagið.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Kostir þess a ð br ey ta K luK Kunni

skv. Hinu íslenska svefnrannsóknarfélagi samhæfing sólarhringsklukku og líkamsklukku fólk færi fyrr að sofa og næði í kjölfarið betri nætursvefni aukin birta á morgnana í 6 vikur til viðbótar á árinu

HádEgi klukkan

13:28

í nóvember á síðasta ári lagði Björt framtíð fram þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að klukkunni yrði breytt þar sem hún væri rangt skráð. í tillögunni segir að klukkan á Íslandi hafi verið rangt skráð, stillt á sumartíma allt árið, síðan 1968. Með breytingunni vill Björt framtíð að við fáum bjartari morgna í 6 vikur til viðbótar á ári. í stað þess að sól sé hæst á lofti um hádegisbil yfir vetrartímann klukkan 12:00 þá er hún, skv. núverandi klukku, hæst á lofti klukkan 13:28 í reykjavik en hálftíma fyrr á Egilstöðum. væri klukkunni seinkað um klukkustund yfir vetrartímann, yrði sól hæst á lofti í reykjavík að jafnaði klukkan hálfeitt og á Egilstöðum í kringum tólf.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

yfir vEturinn í rEykjavík

bökuð sítrusostakaka

Einnig sé mikilvægt að passa upp á koffínneyslu unglinga en mikil neysla þeirra veldur seinkun á svefntíma, sérstaklega allt sem drukkið er eftir hádegi og fram á kvöld.

Þessi er virkilega fersk og skemmtileg. Hér er hugmynd: skiptu út 18% sýrðum rjóma fyrir nýja 36% sýrða rjómann og berðu hana fram með smá slettu af 36% rjómanum. Það verður enginn svikinn af því.

Raftækin trufla svefn

Flestir unglingar eru með raftæki í herbergjunum sínum en það hefur slæm áhrif á svefninn. „Oft eru unglingar í tölvu, spjaldtölvu eða símanum alveg þangað til þau slökkva ljósin. Ljósin í þessum tækjum valda því að melatónínframleiðsla sem gerist í myrkri stöðvast og við verðum ekki syfjuð

NÝTT Uppskriftir á gottimatinn.is


26

fréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

Fyrirgefur ofbeldismanninum Björn Steinbekk var ungur beittur ofbeldi af sambýlismanni móður sinnar. Hann segir andlega ofbeldið verst og enn í dag finni hann hvernig það hefur áhrif á líf hans. Björn hætti að drekka fyrir fjórtán árum, hefur síðan unnið markvisst að því að verða betri maður og þeirri vinnu er hvergi lokið. Hann skrifaði pistil um ofbeldið á Facebook og finnst það hjálpa sér að tala opinskátt um reynslu sína. Hann hefur einnig fyrirgefið ofbeldismanninum og er það liður í hans eigin bata.

Ég er ekki reiður og ég væri á mjög slæmum stað í lífinu ef ég væri það.

É

g tek ekki þátt í neinu tilfinningaklámi. Ég er ekki að biðja um vorkunn. Það þarf enginn að vorkenna mér,“ segir Björn Steinbekk, tónleikahaldari, þegar við setjumst niður til að ræða ofbeldið sem hann var beittur í æsku og hvernig hann hefur unnið úr því. Björn skrifaði pistil á Facebook í vikunni þar sem hann greindi í fyrsta skipti opinskátt frá ofbeldinu en áður vissu aðeins nánir vinir hans af því. Pistillinn vakti gríðarlega athygli, rataði á vefsíður fjölmiðla og kom það Birni nokkuð á óvart þegar margir bentu honum á að fáir karlmenn hefðu áður stigið fram með slíka reynslu. „Ég hafði ekki hugsað út í það. Ég skil ekki af hverju karlmenn ættu síður að tala um svona reynslu. Mér finnst það ekki gera mig veikari að segja frá þessu heldur þvert á móti. Mér finnst ég sterkari fyrir vikið.“ Björn er giftur þriggja barna faðir og starfar sem framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Fyrir fjórtán árum fór hann í meðferð og hætti að drekka, hann taldi sig hafa unnið sig frá erfiðri reynslu í æsku en komst að því að hún hefur enn áhrif á líf sitt. „Fyrir um ári varð ég mjög þunglyndur, ég hafði verið undir miklu álagi og bara missti tökin. Ég hafði verið vanur að vakna snemma á morgnana og koma börnunum í skólann en þarna bara nennti ég ekki fram úr rúminu. Ég fylltist svakalegri vanlíðan, fór að fara meira á A A-fundi en það var ekki nóg. Ég fór á endanum til sálfræðings sem las mig alveg og sagði mér að ofbeldið sem ég var beittur í æsku væri enn að hafa áhrif á líf mitt, þrátt fyrir að ég hafi haldið að ég væri búinn að afgreiða það. Ég fór þá aftur í algjöra endurskoðun og fór yfir hvernig ég hef hagað mér. Ég hef aldrei beitt fólk líkamlegu ofbeldi en ég hef sannarlega beitt fólk andlegu ofbeldi, bæði áður og eftir að ég hætti að drekka. Ég hef ekki alltaf viljað vera sá maður sem ég er en allt snýst þetta um að komast til botns í því hvernig ég get lifað í sátt og samlyndi við sjálfan mig og annað fólk. Ég bara upplifi svo sterkt hvað þessi lífsreynsla hefur stjórnað miklu í mínu lífi.“

Hótaði að drepa mig

Björn ólst upp á Eskifirði, foreldrar hans skildu þegar hann var um 7 ára og þremur árum síðar flutti hann ásamt móður sinni og systur til Reykjavíkur. Þau flutti í þriggja herbergja íbúð og móðir hans vann myrkranna á milli til að fjölskyldan hefði í sig og á. „Hann flytur inn

á heimilið þegar ég var 11 eða 12 ára,“ segir Björn um manninn sem beitt hann ofbeldi. „Hann á við líkamleg veikindi að stríða og var alltaf heima. Þetta varð strax mjög erfitt og fjölskylduaðstæður ekki eðlilegar. Það var aldrei nein hamingja á þessu heimili.“ Björn segir að maðurinn hafi fljótt byrjað að stríða sér og niðurlægja og að því kemur að þeim lendir alvarlega saman. „Ég sló til hans og sparkaði, og eftir það talaði hann aldrei við mig. Hann talaði ekki við mig í mörg ár. Við vorum saman í

80 fermetra íbúð og hann yrti ekki á mig nema til að hóta mér eða segjast ætla að drepa mig, og þá öskraði hann á mig. Það var aldrei þannig að hann bæði mig að rétta sér saltið eða smjörið. Það voru engin samskipti.“ Það kom ekki til þess að Björn leitaði læknis vegna ofbeldisins þó hann hefði tvisvar verið mjög marinn á hálsi eftir að maðurinn reyndi að kyrkja hann. „Í rauninni var líkamlega ofbeldið ekki það versta. Skítt með það . Auðvitað vill maður ekki láta beita sig

ofbeldi en andlega ofbeldið var það versta. Þar sem íbúðin var bara þriggja herbergja var systir mín í einu herbergi, hann og móðir mín í öðru og ég var á Ikea svefnsófa í holinu. Ef einhver var á ferli eftir að fólk var gengið til náða þurfti alltaf að ganga framhjá mér. Hann studdist um tíma við hækjur og þegar ég var nýsofnaður labbaði hann framhjá, lamdi hækjunum í sófann og sagði „Ég drep þig í nótt“ eða „Þú vaknar ekki í fyrramálið.“ Skítt með það þegar hann lagði hníf að mér og reyndi að

kyrkja mig. Ég komst undan því. Andlega ofbeldið var svakalegt, það var stöðug ógn og ég var alltaf skíthræddur. Mamma var oft að vinna lengi og til að ég þyrfti ekki að vera einn með honum í íbúðinni fór ég oft niður í geymslu í kjallaranum og bara var þar. Við vorum samt oft tveir einir saman, hann í eldhúsinu og ég í stofunni. En ef ég bað hann að færa sig frá í ísskápnum til að ég gæti náð í mjólk þá færði hann sig ekki og lét eins og hann heyrði ekki í mér.“


Graypants ljós Verð frá 39.900 kr.

Botanica vasi Verð 14.900 kr.

Nori borð, ótal stærðir Verð frá 319.900 kr.

Catifa 46 m/ viðarfótum Tilboðsverð 44.900 kr. Til á lager með tekk- og wengeáferð

Góð hönnun gerir heimilið betra Við leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst

Patchwork gólfmotta

tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

PIPAR \ TBWA

SÍA

Sniðin eftir máli. Verð frá 85.900 kr. pr. fm

Omaggio vasar / Verð frá 3.890 kr.

Lalinde sófaborð / Verð frá 44.900 kr.

Miho hreindýr / Verð frá 5.500 kr.

Elephant ruggustóll / Verð frá 129.900,-kr.

TILBOÐ

Nido hægindastóll / Verð með ullaráklæði 169.900 kr., með leðuráklæði 239.900 kr. Kynningarverð til 01.06.2014

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Kastehelmi skál / Verð 3.790 kr.


28

fréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

Hélt aldrei upp á afmælið

Þar sem maðurinn var stöðugt heima og fór ekki út nema örfáum sinnum á ári vildi Björn ekki bjóða krökkum úr skólanum heim. „Ég á enga vini úr grunnskóla. Ég hélt aldrei upp á afmælið mitt og bauð engum heim. Ég man eftir því að hafa einu sinni boðið vinkonum úr skólanum heim að horfa á vídeómynd en meira var það ekki á þessum þremur, fjórum árum sem ofbeldið stóð yfir. Ég kynntist reyndar strák í blokkinni, góðum dreng sem kom stundum inn þegar ég vissi að hann var inni í herbergi.“ Þegar Björn varð sextán ára flutti hann í stúdíóíbúð sem hafði verið útbúin í hjólageymslunni í kjallaranum en þá var hann þegar farinn að vinna á skemmtistöðum og byrjaði 15 ára á Tunglinu þar sem hann hafði umsjón með miðasölu og sá um að taka tóm glös af borðum. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt að gera það 15 ára en þetta var minn flótti. 16 ára var ég svo byrjaður að skipuleggja reifpartí.“ Maðurinn missti föður sinn á þessum tíma og þá studdi Björn hann að gröfinni. Þeir fóru að tala eilítið saman eftir það en brátt flutti maðurinn út af heimilinu og þeir hittust ekki aftur fyrr en síðar. Alla tíð faldi Björn ofbeldið fyrir móður sinni og hún gerði sér því ekki fyllilega grein fyrir hvað hafði gengið á fyrr en löngu seinna.

Gegndarlaus siðblinda

Björn telur sig ekki vera alkóhlólista út af ofbeldinu en það hafi hins vegar flýtt ferlinu. „Það var í raun ekki fyrr en eftir að ég hætti að drekka sem ég áttaði mig á því að líðan sem ég taldi vera eðlilega var það alls ekki. Ég tók betur

Björn Steinbekk segir það hafa verið mikilvægur þáttur í hans eigin bata að hætta að vera reiður og fyrirgefa manninum sem beitti hann ofbeldi. Ljósmynd/Hari

eftir þunglyndi, áráttuhegðun, þráhyggju og maníu sem ég hafði breytt yfir með áfengi. Ég segi oft að það besta sem kom fyrir mig eftir að ég hætti að drekka er að ég komst að því að ég er geðveikur. Það var mikið frelsi. Ég lærði líka að ég þarf ekki að skammast mín. Það er ekki val að vera alkhóhólisti, það er sjúkdómur. Þunglyndi og þráhyggja eru sjúkdómar og ég tek á þeim sem slíkum. Ég skammast mín ekki. “ Hann er líka þakklátur fyrri að hafa áttað sig á því hversu siðblindur hann var í neyslu. „Minn alkóhólismi var gegndarlaus siðblinda. Á bernsku-

heimilinu var ég sífellt að reyna að stjórna aðstæðum, búa til sögur til að fólk áttaði sig ekki á því hvað væri í gangi og fela áverka. Þegar ég seinna lenti í erfiðum aðstæðum leitaði ég í sama farið, fór að ljúga eða breyta aðstæðunum. Ég kunni ekki að takast á við erfiðleika með eðlilegum hætti. Sumir segja að það sé galið að einhver læri að ljúga og svíkja og fela en þetta var bara þannig. Það sem mér hefur þótt verst er að þetta hefur bitnað á þeim sem þetta átti ekki að bitna á. Ég hef áttað mig á brestum mínum og reyni bæði að lifa með þeim og breyta. Mistökin

sem ég hef gert hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag, og ég er þakklátur fyrir þau mistök sem ég hef gert því ég hef alltaf staðið upp og haldið áfram, reynt að bæta mig. Læra af mistökunum.“

Mamma er frábær kona

Björn er enn að vinna í sjálfum sér en telur að uppgjörið nú hjálpi honum að komast þangað sem hann ætlar sér. „Við móðir mín töluðum ekki um ofbeldið fyrr en ég hætti að drekka. Þegar ég átti tvær vikur eftir af meðferð á Staðarfelli og var búinn að átta mig á því hvert ég var að reyna að komast þá

hringdi ég í þennan mann og sagði honum að ég væri búinn að fyrirgefa honum. Ég fyrirgaf honum sannarlega, og ég varð að gera það til að ég færi svo ekki beint á barinn og færi að drekka út á hann. Ég sagði honum að ég fyrirgæfi honum allt sem hefði gerst og ég væri ekki reiður út í hann. Síðan ég stóð þarna á annarri hæð á Staðarfelli við tíkallasímann hef ég ekki fundið til reiði í hans garð. Ég hef hitt hann, hann hefur hitt elsta son minn. Ég og sonur hans eru mjög góðir vinir. Ég er ekki reiður og ég væri á mjög slæmum stað í lífinu ef ég væri það. Það sem gerðist hins vegar var að ég varð mjög reiður út í móður mína og það vildi ég laga. Mér fannst fáránlegt að einhver maður gæti framkallað að ég væri reiður í garð móður minnar í mörg ár. Ég bar það undir mömmu áður en ég birti pistilinn. Henni líður ekki vel yfir þessu en við höfum farið yfir málin og hún er frábær kona. Ég bar það undir systur mína að birta pistilinn og ég bar það undir son þessa manns. Kannski er undarlegt að ég hafi hitt hann og talað við hann en hvað á ég að gera? Ég er viss um að þetta eru hlutir sem honum líður ekki vel yfir en af hverju ætti ég að vera reiður út í hann? Af hverju á ég ekki að fyrirgefa honum? Fyrir mér er hann ekki vondur maður og ég vona að hann geti líka unnið úr þessu. Ég skrifaði pistilinn ekki til að velta honum upp úr fortíðinni. Ég er að gera þessi mál upp til að ég og mitt fólk eigi betra líf og samskipti mín við aðra verði betri. Mig langar að verða betri maður.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

{Skápar} {Skenkir} {Myndir}

{Styttur} {Postulín}

Antik

útsAlA

20 – 50 % Afsláttur

552-8222 / 867-5117

{Silfur} {Stólar} {Borð}

F 30 – 50 % A m húsgögnu

50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum


BETRA VERÐ Á GRÆNMETI OG ÁVÖXTUM! 28% Lægra verð

25%

31%

Lægra verð

Lægra verð

28% Lægra verð

169

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 245 kr/kg.*

Eggaldin

384

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 536 kr/kg.*

33%

197

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 294 kr/kg.*

Greipaldin

129

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 195 kr/kg.*

675

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 795 kr/kg.*

125

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 159 kr/kg.*

20%

159

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 198 kr/kg.*

207

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 259 kr/kg.*

195

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 259 kr/kg.*

Lægra verð

Bökunarkartöflur

139

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 185 kr/kg.*

21%

Lægra verð

Tómatar í lausu

291

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 339 kr/kg.*

Lægra verð

Kínakál

205

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 259 kr/kg.*

24%

23%

Lægra verð

Lægra verð

Sellerí

25%

14%

25%

Lægra verð

Appelsínur

Jöklasalat

Lægra verð

Rauðlaukur

129

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 179 kr/kg.*

Lægra verð

21%

Lægra verð

Blaðlaukur

20%

Lægra verð

15%

Rauð vínber

272

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 365 kr/kg.*

34%

Lægra verð

Blómkál

Rauð epli

Rauðkál

119

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 156 kr/kg.*

Lægra verð

Perur

198

Okkar verð kr/kg. Verð samkeppnisaðila 257 kr/kg.*

Við styðjum heilbrigða samkeppni!

Vegna milliliðalausra innkaupa getum við nú boðið enn betra verð á fjölda tegunda af ávöxtum og grænmeti. *Viðmiðunarverð samkeppnisaðila voru fengin með því að versla þessa vöruliði þann 19.03.2014 hjá samkeppnisaðila sem álitinn er leiðandi í lágu verði.

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is

Með fyrirvara um villur og á meðan birgðir endast. Athugið að verð geta breyst milli sendinga.

Kúrbítur


30

úttekt

Helgin 21.-23. mars 2014

 FerðaMennsk a Gjaldtak a aF FerðaMönnuM Gæti orðið Fyrsta skreFið í víðtækri eink avæðinGu Ljósmynd/Nordicphotos - Gettyimages

Farið er að krefja ferðamenn við Geysi um 600 króna aðgangseyri fyrir að skoða hverina. Ríkið á hverina en landeigendur eiga sameiginlega landið sem ferðamenn verða að ganga um til þess að komast að hverunum. Það eru meðeigendur ríkisins að því landi sem standa að gjaldtökunni í óþökk ríkisins.

Með einfalda leið til að miðla greiðslum án kostnaðar fyrir ríkið Katrín María Lehmann, viðskiptafræðingur og frumkvöðull í fyrirtækinu Nordic Payments, er sérhæfð í greiðslumiðlun. Hún sér viðskiptatækifæri í því að nýta sérstök greiðslukort til að innheimta gjöld ferðamönnum á vinsælum ferðamannastöðum. Katrín er búin að útfæra kerfi sem hún segir að gangi upp ríkinu að kostnaðarlausu. Fyrir erlendu ferðamennina þurfi þá að búa til sérstakt greiðslukort með fyrirframgreiddri inneign sem geti í leiðinni nýst sem öflugt markaðstól fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Rafeindabúnaður og sjálfvirkir teljarar verði nýttir við innheimtuna þannig að ekki myndist biðraðir og ekki þurfi að ráða fjölmennt starfslið á helstu ferðamannastaði til þess þess að stjórna innheimtunni. Ríkið mundi fá sitt gjald í gegnum greiðslumiðlunina án þess að þurfa að ráða starfslið til þess að halda utan um gjaldtökuna. Katrín Anna er búin að koma hugmynd sinni á framfæri við fjölmarga aðila innan ferðaþjónustunnar og í stjórnsýslunni og segist hafa fengið góðar

undirtektir. Óljóst er þó hvort hugmynd hennar verður ofan á enda er málið í pólitísku uppnámi og eftir er að svara ýmsum spurningum um málið á vettvangi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar áður en það skýrist hver pólitíski viljinn er varðandi gjaldtöku af ferðamönnum. En Katrín Anna staðhæfir að ef niðurstaðan verður sú að fara í að innheimta sérstakt gjald eigi hún til einfalt kerfi til þess að vinna það verk á mun skilvirkari og þægilegri hátt fyrir alla aðila en raunin er þessa dagana á Geysi. Eins og kunnugt er af fréttamyndum vinnur nú starfsfólk, klætt í kuldagalla og með posa á lofti, við það að búa til biðröð þar sem ferðamenn bíða eftir að greiða 600 króna aðgangseyri fyrir að ganga inn á Geysissvæðið. Ysti hluti svæðisins er í sameign ríkisins og einkaaðila, en hverirnir sjálfir og svæðið næst þeim er hins vegar allt í eigu ríkisins. Ríkið er andvígt því að sameigendur þess að landinu taki gjald af gestum en sýslumaðurinn á Selfossi neitaði ríkinu um að leggja lögbann á gjaldtökuna.

Held að þetta sé mikið óheillaspor Páll Ásgeir Ásgeirsson, útivistarmaður og rithöfundur, segir að gjaldtakan við Geysi brjóti almannarétt sem gilt hefur í landinu frá landnámi og varar við að áform ríkisstjórnarinnar geti opnað fyrir víðtæka einkavæðingu í íslenskri náttúru.

Heimilistæki

M

eð því að heimila landeigendum gjaldtöku á einstökum svæðum er verið að ganga gegn óskrifuðum reglum sem þjóðin hefur haft með sér um samband okkar við landið,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur, fjallaleiðsögumaður og kunnur áhugamaður um náttúruvernd og útivist. Hann er einn þeirra sem bregst harkalega við fréttum af gjaldtökunni við Geysi og áformum um gjaldtöku af ferðamannastöðum. Hann lýsir áhyggjum af þetta kunni að vera fyrsta skrefið í átt að hugsanlegri einkavæðingu náttúrunnar og telur eðlilegast að ríkið afli tekna til náttúruverndar og úrbóta á ferðamannastöðum með því að hækka gistináttagjaldið.

Skýlaust brot á lögunum

„Ég held að þetta sé mikið óheillaspor og ýtir undir þann átakakúltúr sem fer vaxandi í samfélagi okkar. Stjórnvöld virðast algjörleg vanbúin til að stöðva þetta framferði og þetta mun aðeins leiða til stjórnleysis og öngþveitis í ferðaþjónustunni,“ segir Páll Ásgeir. Náttúruverndarfólk, landverðir og útivistarfólk telji að gjaldtakan sé skýlaust brot á ákvæði í náttúruverndarlögunum um almannarétt. Það er réttur sem hefur verið í gildi frá upphafi Íslandsbyggðar. „Í lögunum er kveðið á um frjálsa för almennings um náttúru Íslands og þó að þar sé vissulega veitt heimild til landeigenda til að loka landi sínu ef það liggur undir skemmdum vegna ágangs þá er ekkert fjallað í náttúruverndarlögunum um gjaldtöku heldur er þar bara grein sem varðveitir almannaréttinn. Og teljum að þetta framferði við Geysi og hjá öðrum sem þetta ætla að stunda sé skýlaust brot á lögunum.”

Minnir á aðdraganda kvótakerfisins

fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420

Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is

„Mér finnst nokkuð augljóst að landeigendur sjá sér nú leik á borði,“ bætir Páll Ásgeir við. „Þeir eru búnir að átta sig á því að þessi ríkisstjórn er vanhæf til þess að leysa þessi mál og inn í þetta tómarúm vilja landeigendur stíga og hefja gjaldtöku til þess að geta skapað sér bótarétt á hendur hins opinbera þegar miðlæg gjaldheimta í þágu náttúrunnar hefst. Þetta er svipað og í aðdraganda kvótakerfisins þegar menn lögðu kapp á að afla sér veiðireynslu.“

Páll Ásgeir Ásgeirsson óttast að gjaldtakan við Geysi geti gefið fordæmi fyrir stórfelldri einkavæðingu í náttúru Íslands. Mynd/Hari

Hann segist telja að áform iðnaðarráðherra um að tekjur af náttúrupassanum renni inn í sjálfseignarstofnun og í sérstakan sjóð sem ekki er hluti af fjármálum ríkisins og lýtur eigin lögmálum sé trúlega liður í „ einhvers konar einkavæðingaráformum þessarar sömu ríkisstjórnar á íslenskri náttúru.“

Rétta leiðin er þekkt, gistináttagjald og virðisaukaskattur

„Það efast enginn um nauðsyn þess að afla fjár til náttúruverndar og uppbyggingar í ferðamannaþjónustu,“ segir Páll Ásgeir. „Leiðirnar til þess að ná í þann pening eru til, þær eru vel valdar og einfaldar í framkvæmd og rétta leiðin er hvorki gjaldtaka á einstaka stöðum né þær hugmyndir sem iðnaðarráðuneytið er með í undirbúningi um náttúrupassann. Einfaldasta leiðin væri að lagfæra innheimtu gistináttagjaldsins og hugsanlega láta ferðaþjónustu borga virðisaukaskatt eins og aðrar atvinnugreinar. Allt þras um amerísku leiðina, eða nýsjálensku leiðina eða þessa leið eða hina leið er bara til þess að drepa málinu á dreif.”


32

viðtal

Helgin 21.-23. mars 2014

Aftur á skólabekk eftir hálfrar aldar hlé

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, er sestur á skólabekk og nemur heimspeki við Háskóla Íslands. Hann fagnar 75 ára afmæli á þessu ári og segir að þrátt fyrir mikla lífsreynslu hafi opnast nýr heimur þegar kann kynntist heimspekinni, en það fag valdi Ellert því hann vill reyna að öðlast skilning á hegðun manneskjunnar. Ellert segir margt hafa breyst frá því hann var áður við nám í HÍ en hann var formaður Stúdentaráðs fyrir 50 árum.

Þ

maður les kenningar heimspekinga og vangaveltur þeirra um lífið og tilveruna“. Ellert sker sig vissulega úr hópi nemenda sem sitja að snæðingi í Hámu á Háskólatorgi. Til öryggis, svo ég myndi nú örugglega finna hann, tilkynnti hann mér fyrir fund okkar: „Ég er hávaxinn ungur maður.“ Og Ellert er sannarlega ungur í anda, fas hans og líkamsburðir minna á mann á miðjum aldri, og líklega gerir skólataskan hann enn unglegri. Ellert segist aldrei hafa

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

að opnast nýr heimur þegar maður kynnist heimspekinni og fer að skoða sjálfan sig upp á nýtt. Ég er öðrum þræði að athuga hvort heimspekin rími við lífsreynslu mína“ segir Ellert B. Schram sem er sestur aftur á skólabekk og nemur heimspeki við Háskóla Íslands, en Ellert fagnar 75 ára afmæli á þessu ári. „Þrátt fyrir alla mína lífsreynslu og allt sem ég hef starfað við, þá opnast nýjar víddir þegar

Fitul’til og pr—teinr’k ... … og passar með öllu

www.ms.is

Ég er hávaxinn ungur maður.

stefnt á að læra heimspeki í skóla enda hafi hann alltaf litið á sjálfan sig sem hálfgerðan heimspeking. „Ég hef verið þátttakandi í stjórnmálum, sat á Alþingi með hléum á tímabili sem spannaði næstum 40 ár, var í 15 ár ritstjóri á stóru og útbreiddu blaði – á DV á velmektardögum þess blaðs. Ég hef skrifað mikið í blöð og tímarit frá því ég man eftir mér, hef verið virkur í félagsmálum, stjórnað mannmörgum samtökum meira og minna alla mína æfi. Í öllum þessum störfum hefur reynt á samvinnu, skoðanaskipti og að jafna ágreining manna á milli. Ég hef með öðrum orðum upplifað ágreining um völd og markmið í mínum störfum og ekki síst þá viðloðandi „reglu“ hvernig menn tala saman með samanbitnar varir, hroka og illindum,


af EGF dagkremum í verslunum Lyfju dagana 20. - 23. mars EGF dagkrem fyrir venjulega húð er mest selda dagkremið í Lyfju í flokki lúxuskrema.


34

viðtal

og berjast nánast eins og dýrin í skóginum. Þetta hefur ekki breyst nema til hins verra ef eitthvað er. Ég er í heimspeki til að reyna að skilja þetta.“

Umræðan líkist oft kappleik

„Ég valdi heimspekina því hún reynir að leita svara um hegðun manneskjunnar og tengsl hennar við náttúrulögmál, hvatir og annað. Tilhneigingin er alltaf sú að einhverjir aðrir vilji stýra annarra manna lífi og troða sínum skoðunum upp á aðra. Kannski hef ég gert það sjálfur. Það er stöðugt áreiti og menn virðast ekki geta talað um hlutina með almannaheill í huga eða tekið þátt í rökræðum sem leiða mál til lykta heldur virðist umræðan helst líkjast kappleik þar sem stefnan er tekin á sigur, kappleik sem snýst um að hafa aðra undir. Nú þegar ég hef aðeins dregið mig í hlé er góður tími til að velta þessu fyrir sér. Hvað veldur þessu? Var ég svona líka? Það er ágætt að velta þessu öllu upp.“ Þetta er í annað sinn sem Ellert er við nám í Háskóla Íslands en þaðan útskrifaðist hann með lögfræðipróf 1966 og fékk héraðsdómsréttindi ári síðar. „Ég var að gantast með það í kosningunum til Stúdentaráðs í vetur að það eru 50 ár síðan ég var sjálfur formaður Stúdentaráðs, og tók svo þátt í kosningunum núna. Mig minnir að það hafi verið um 1300 nemendur í skólanum þegar ég var hér, mun færri greinar voru kenndar og þá voru ekki komnar allar þessar byggingar. Kennslan fór fram í Aðalbyggingunni og síðan höfðum við aðstöðu við Aragötu til að lesa. Það er gleðiefni hvað háskólasvæðið og háskólasamfélagið hefur stækkað enda er hér lagður grundvöllur að þekkingu og kunnáttu sem fólk hefur með sér út í lífið.“

Helgin 21.-23. mars 2014

Stundar ýmsa heilaleikfimi

Ellert segir háskólann vera dásamlegan vettvang. „Það er yndislegt að vera hér í heimspekideildinni, innan um ungt fólk, í akademísku umhverfi, og fá tækifæri til að hlusta á viti borna flotta kennara. Það eru mikil forréttindi því viti bornir menn eru sjaldgæfir,“ segir hann íbygginn. Þá hafa samnemendur tekið honum afar vel. „Þetta unga fólk er allt saman kurteist og glatt og spjallar þegar þannig stendur á. Það er gaman að vera innan um það og gaman að sjá hvað unga fólkið er greint og klárt.“ Ein af ástæðunum fyrir því að Ellert fór aftur í skóla er sú að hann hefur meiri tíma aflögu nú þegar hann er ekki lengur á vinnumarkaðnum. „Mér fannst eftirsóknarvert að komast í ögrandi og fræðandi umhverfi og reyna að skilja bæði mína tilveru og tilganginn með þessu öllu, fræðast um hegðun mannskepnunnar og fá að einhverju leyti sýn á mitt eigið lífshlaup. Það vakna upp spurningar hvort ég hafi breytt rétt eða rangt, hvort ég hafi gert gagn og út á hvað þetta hefur allt saman gengið. Ég er ekki að segja að það sé komið að leikslokum en það er allavega farið að halla í seinni hálfleik og þá er gott að líta yfir farinn veg. Ég held líka að pælingar af þessu tagi, hugsun og heilabrot geti komið sér vel þegar aldurinn færist yfir. Ekki svo að segja að ég sé orðinn mjög gamall. En á þessum aldri er mikilvægt að halda sér hugsandi, vakandi og lifandi, og nota heilann. Alls kyns vandamál fylgja elliárunum, hrörnun og gleymska. Það er bara lífsins gangur.“ Og Ellert hefur sannarlega nóg fyrir stafni. „Ég glími við krossgátur, spila bridds og les mikið. Ég á margs konar tómstundir, bæði þegar kemur að ræktun hugar og líkama og held

Ellert var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir 50 árum. Hann situr hér við enda borðsins.

að ég sé tiltölulega duglegur við það. Ég fer í ræktina og tek á þeim tækjum sem þar eru, lyfti og hoppa, og á sumrin spila ég golf. Síðan á ég börn og barnabörn og er nýbúinn að eignast mitt fyrsta barnabarnabarn. Ég er því orðinn langafi og ég vil alls ekki missa af því að sjá og sinna öllum þessum börnum. Ég á líka stórt áhugamál sem er Ágústa konan mín. Hún er heimspeki út af fyrir sig. Þetta er allt saman í takt við að lifa lífinu lifandi.“ Þegar við stöndum upp frá borðinu á Háskólatorgi kemur Ellert auga á tvo samnemendur sem ólmir vilja fá hann í næsta partí en Ellert gefur ekkert endanlegt svar. Þegar við höfum kvatt nemendurna spyr ég hann líka hvort hann mæti ekki örugglega í partíið. Ellert hugsar sig um í örskotsstund og svarar síðan hlæjandi: „Ef Ágústa leyfir mér það.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

VELDU GÆÐI, VELDU KJARNAFÆÐI

WWW.KJARNAFAEDI.IS

Mér fannst eftirsóknarvert að komast í ögrandi og fræðandi umhverfi og reyna að skilja bæði mína tilveru og tilganginn með þessu öllu.


Ferskir

í fiski

20

% afsláttur

% afsláttur

íslenskt

Laxaflök beinhreinsuð

1899 2398

15

Aðeins

rum ið ge

V

kr./kg

kr./kg

rir ira fy

me

kjöt

þig

í kjötborði

Bestir í kjöti

ín smar ó r g o

ri balæ Lam hvítlauk með

Lamba framhryggjarsneiðar

9 4 13

2099 2498

kr./kg

kr./kg

g kr./k

g

kr./k 8 9 5 1

17

% afsláttur

kjöt

% afsláttur

í kjötborði

ÍM heill kjúklingur, ferskur

799 969

15

Aðeins

íslenskt

kr./kg

Helgartilboð! 13 10 kr./kg

% afsláttur

Italpizza 2 tegundir

499

kr./pk.

Pizza ostur, 200 g

335

kr./pk.

Íslenskar kartöflur í lausu

199 229

kr./kg

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kr./kg

15

% afsláttur

Floridana appelsínusafi, 330 ml

109 129

kr./stk.

kr./stk.

15

% afsláttur

Myllu heimilisbrauð

187 220

kr./pk.

kr./pk.

Heilkorna flatkökur, 4 stk. í pk.

159 178

kr./pk.

kr./pk.

33

% afsláttur

NÝTT!

Lay‘s BBQ Deep Ridged, 147 g

329

% afsláttur

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Coca-Cola Zero, 2 lítrar

198 298

kr./stk.

kr./stk.


36

viðhorf

Hvað er svo glatt sem góðir endurfundir?

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 12.03.14 - 18.03.14

Þ

HELGARPISTILL

1

Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir

2

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker

Haraldur Jónasson

HHhH Laurent Binet

4

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

5

Kroppurinn er kraftaverk Sigrún Daníelsdóttir

6

5:2 Mataræðið Michael Mosley / Mimi Spencer

7

Marco áhrifin Jussi Adler Olsen

8

5:2 Mataræðið - með Lukku í Happ Unnur Guðrún Pálsdóttir

Teikning/Hari

hari@ frettatiminn.is

3

Helgin 21.-23. mars 2014

Það er ekki það að mér finnist ég endilega svo gamall. Það er bara þetta með alla afmælisdagana og brúðkaupsafmæli öll jólin. Börnin stækka á ógnarhraða og mér finnst talan 40 á afmæliskökunni nálgast full geist. - Jú, kannski finnst mér ég vera að verða pínu gamall. Ekki skánuðu aldurskomplexarnir þegar upp poppuðu hugmyndir á Facebook um að halda partí. Ekki að mér leiðist gleði á góðri stund í góðu partíi. Heldur var það um hvurskonar teiti var að ræða. Reunion! Já, það ku víst vera 22 ár síðan ég, að ég vonaði tiltölulega ungur maðurinn, kláraði grunnskóla. Nú er það svo, eins og ætla mætti með mann sem hefur áhyggjur af aldrinum og ekki orðinn fertugur, að ég er ekkert sérstaklega þroskaður. Í það minnsta með málefni sem skipta máli í stóra samhenginu. Staða í pólítík og þess háttar hugmyndir um hvað gerir fólk fullorðið eiga ekki endilega við mig. Ég vil helst ræða hárblástur og æðar á upphandleggsvöðvum. Borða helst bara kókópöffs og pítsur í öll mál. Auk þess sem mér finnast prumpubrandarar ennþá fyndnari en flest annað. Það var því skemmtilegt raunveruleikatékk að hitta þessa fyrrum samnemendur mína. Suma hafði ég ekki hitt frá útskriftinni sem var árið 1992. Til að setja í samhengi hversu langt er síðan þá fæddist vinsælasta poppstjarna Íslands, Ásgeir Trausti, það ár. Þessir gömlu vinir og kunningjar voru hins vegar öll orðin svona í meira lagi þroskuð. Orðin kennarar, skrif-

stofufólk, verslunarmenn og tölvufræðingar. Allt störf sem fólk gengur til þegar það verður stórt. Reyndar er einn slökkviliðsmaður, en það er önnur saga. Í upphaflega kurteisishjalinu var farið yfir listann: hversu mörg börn hver ætti og hversu gömul. Hvar híbýlin séu og allt þetta helsta. Hlutir sem venjulegt þroskað fólk gerir þegar það hittist eftir margra ára aðskilnað. Ég var hins vegar í losti. Hvernig gat fólk sem var með mér í grunnskóla verið svona þróað. Sumir áttu meira að segja börn sem voru búin með þetta fyrsta stig skólakerfisins. - Jafnvel langt komin með framhaldsnámið líka. Þar sem ekki var samfélagslega ásættanlegt að leggjast í fósturstellinguna úti í horni og sjúga á sér þumalinn lét ég meintan þroska samnemenda minna ekki mikið á mig fá. Kinkaði kolli á réttum stöðum milli þess sem ég barðist við þessa sömu fyrrum grunnskólanema úr Kópavogi um að stjórna tónlistinni í salnum. Eftir sem Bon Jovi og Guns ‘n’ Roses lögunum fjölgaði og málbeinið liðkaðist með hjálp áfengra drykkja kom náttúrlega á daginn að ekkert hafði í raun breyst. Ekkert okkar var deginum þroskaðra en þennan vordag sem við héldum út af skólalóðinni. Jafnvel þveröfugt því á þeim árum reyndu kannski nokkrir að sýnast fullorðnari en efni stóðu til. En þegar endurfundirnir stóðu hæst var sem ekkert hefði breyst. Fyrir mér, í það minnsta, hefur tíminn staðið kyrr. Kennslukonurnar og verslunarmennirnir sem voru þarna með mér í salnum voru bara stelpurnar og strákarnir í hverfinu. Fólk sem ég þekkti frá fyrsta deginum í 6 ára bekk fram að því þegar hópurinn tvístraðist á leið sinni upp menntaveginn. Þessi vitneskja róaði aldurskomplexana mína aðeins og þegar ég lagði hausinn á koddann fannst mér þetta jafn vel verða bara allt í lagi. Daginn eftir var mér þó kirfilega kippt niður úr draumalandinu. Því ég vaknaði með þá stærstu timburmenn sem ég man eftir lengi og ekki eru þeir merki um eilífa æsku.

Meðal söluaðila eru:

9

Skrifað í stjörnurnar John Green

10

Konungsmorðið Hanne-Vibeke Holst

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Betra hár Víkurbraut 62, Grindavík, 426-9800, Björt Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, 565-3065, Brúskur Höfðabakka 9, Reykjavík, 587-7900, Caró Miðvangi 6, Egilsstöðum, 471-2980, Classic Hárstofa Smiðjuvöllum 32, Akranesi, 431-4000, Fagfólk Fjarðargötu 9, Hafnarfirði, 565-3949, Grand Grandavegi 47, Reykjavík, 562-6162, Gresika Suðurgötu 7, Reykjavík, 552-2430, Hárfaktorý Hafnargötu 20, Reykjanesbæ, 421-3969, Hárhús Kötlu Stillholti 14, Akranesi, 431-3320, Hárið sf. Engihjalla 8, Kópavogi, 554-4645, Hárlínan Snorrabraut 22, Reykjavík, 551-3830, Hársmiðjan Smiðjuvegi 4 (græn), Kópavogi, 557-3232, Hárstofa Olgu Stórakrika 48, Mosfellsbæ, 696-8500, KlippArt Lóuhólum 2-6, Reykjavík, 557-2653, Króm Skipholti 70, Reykjavík, 553-9770, Lína Lokkafína Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, 565-4424, Madonna Garðaflöt 16-18, Garðabæ, 565-6620, Möggurnar í Mjódd ehf. Álfabakka 12, Reykjavík, 557-7080, Pílus ehf. Þverholti 2, Mosfellsbæ, 566-6090, Prímadonna Grensásvegi 50, Reykjavík, 588-5566, Yfir Höfuð Búðagerði 10, Reykjavík, 533-5050

Eingöngu selt á hársnyrtistofum


Helgin 21.-23. mars 2014

20. mars er Alþjóðlegi hamingjudagurinn

Hamingjan er hagkvæm

S

Gefðu þér tækifæri, álfræðingar eru þú getur þurft nokkrsérfræðingar í ar tilraunir, ekki hugsun, hegðgefast upp, launin un og líðan fólks, eða eru ríkuleg, þú getur með öðrum orðum, aukið eigin hamingju atferli, hugarstarfi á viðvarandi hátt. og geðheilbrigði. Nýjasta fræðigreinin Hamingjan er haginnan sálfræðinnar kvæm og mikiler jákvæð sálfræði. væg! Hún byggir á vísindaRannsóknir sýna legum rannsóknum að hamingjusamt á því sem einkennir fólk og þeir sem fólk sem er hamKristín Linda Jónsdóttir eru ekki hamingjuingjusamt. Á grunni sálfræðingur hjá Huglind samir lifa ólíku lífi. þeirrar þekkingar er Hamingjan bætir jákvæða sálfræðin heilsu, samskipti og lífslíkur og nýtt til að hjálpa fólki að auka eykur farsæld fólks og vellíðan eigin velsæld, blómstra og verða á afar víðu sviði. Hún snýst ekki heilbrigðara og hamingjusamara. eingöngu um daglega líðan Galdurinn er að nýta sálfræðiheldur líka þætti eins og hugræna lega þekkingu til að hjálpa fólki getu, heilsufar, lífslíkur, framlegð að tileinka sér ákveðið viðhorf, og samskipti. Þeir sem eru hamhugsun og hegðun sem þá verður ingjusamir eru farsælli en aðrir í að venju eða lífsstíl og hamingjan samskiptum hvort sem er við fólk eykst! Þetta snýst ekki um órauná förnum vegi, vinnufélagana eða hæfa jákvæðni og Pollýönnuleiki í ástarsamböndum. heldur að bæta sjálfan sig og líf Hamingjan færir fólki hugræna sitt um leið. Rannsóknir hafa sýnt getu, aukna eftirtekt, athygli, einað ákveðin atriði geta virkað eins beitingu, sveigjanleika og sköpunog gagnlegustu verkfæri til að arkraft. Rannsóknir hafa sýnt að auka hamingju. Í verkfærakistu þeir sem eru hamingjusamir eru jákvæðu sálfræðinnar má finna almennt virkari en aðrir, afkasta atriði eins og að ástunda þakklæti meiru í vinnu og uppskera hærri og fögnuð. Að finna og nýta styrkleika og bjargráð. Að læra að fyrir- laun. Þannig að hamingja er bókstaflega fjárhagslega hagkvæm gefa, tileinka sér æðruleysi, flæði bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og góðvild. Að velja sér markmið, og samfélög. að rækta sambönd og að tileinka sér opna hugsun.

Mikilvægt að nota hamingjuverkfæri sem sannarlega virka og passa þér

Til að auka eigin hamingju þarf bæði að velja verkfæri sem rannsóknir hafa sýnt að virka til verksins og passa fólki persónulega. Þetta snýst um gildi, viðhorf, styrkleika, persónuleika og núverandi aðstæður. Leyndarmál hamingjunnar er ekki eitt, við erum hvert með sínu móti og þurfum að velja hamingjuverkfæri sem okkur finnast skemmtileg, eðlileg og sjálfsögð og samræmast gildum okkar. Ekki verkfæri sem við teljum viðeigandi vegna þess að aðrir eða umhverfið hampar þeim, við höldum ekki út að nýta þau og þau gagnast okkur því ekki. Ekki reyna að tileinka þér öll verkfærin, kynntu þér málið og veldu þér fjögur verkfæri úr verkfærakistu jákvæðu sálfræðinnar og byrjaðu að nýta þér þau. Það krefst þrautseigju, dugnaðar og ástundunar að breyta sjálfum sér en það er sannarlega hægt.

Hamingjan hefur áhrif á heilsu og lífslíkur Hamingjan er heilbrigðismál. Þeir sem eru hamingjusamir ná frekar að gera heilsusamlega og örugga hegðun að lífsstíl, ónæmiskerfið verður virkara, minni líkur á sjúkdómum og lífslíkur aukast. Hamingjusamt fólk ræður betur við áföll, álag, sorg og erfiðleika. Það á auðveldara með að hugsa á hjálplegan hátt og grípa til bjargráða. Það býr yfir meiri seiglu og er fljótar að ná gleði sinni á ný. Gleymum ekki að hamingjan okkar hefur áhrif á aðra, bæði þá sem við mætum í hversdeginum og þá sem við elskum mest, fólkið okkar. Það er sannarlega verðugt viðfangsefnið að rækta eigin hamingju með verkfærum jákvæðu sálfræðinnar því hamingjan er eftirsóknarverð, mikilvæg og hagkvæm bæði fyrir einstaklinga og samfélög. Heimildir: Fredrickson, Baumgardner, Crothers, Lyubomirsky, Yapko.

Börn hjálpa börnum Hin árlega söfnun ABC barnahjálpar „Börn hjálpa börnum“ stendur yfir frá 21. mars til 13. apríl. Á því tímabili munu grunnskólabörn ganga í hús með bauka og safna fyrir byggingu heimavistar fyrir stúlkur í Pakistan.

Vinsamlegast takið vel á móti börnunum.

ABC Barnahjálp Síðumúla 29 • 108 Reykjavik Sími 414 0990 • Bréfsími 414 0999 abc@abc.is • www.abc.is


38

ferðalög

Helgin 21.-23. mars 2014  Ferðir Auk AkostnAður við skipulAgningu sumArFrísins

17. júní í Reykjavík

Í sumum tilvikum er ómögulegt að bóka þau fargjöld sem flugfélögin auglýsa eða birtast á heimasíðum þeirra því það bætast oft við alls kyns aukagjöld, t.d. kreditkortaþóknun.

Dagskráratriði óskast Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 9. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@reykjavik.is

Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Aukagjöld sumarsins Sautján flugfélög sjá um að ferja farþega frá Keflavík til útlanda í sumar. Mörg þeirra rukka sérstaklega fyrir farangur, frátekin sæti og kreditkortagreiðslur. Stundum er því ómögulegt að bóka það fargjald sem er auglýst.

s

tórar ferðatöskur eru þyrnir í augum forsvarsmanna Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu. Þeir ætla því að hækka töskugjaldið þangað til að aðeins fimmti hver farþegi tímir að borga undir meira en handfarangur. Afstaða stjórnenda flugfélaganna sem halda uppi Íslandsflugi er aðeins mildari og oftar en ekki er ein taska innifalin í fargjaldinu. Sum rukka hins vegar rúmar þrjú þúsund fyrir eina tösku, aðra leiðina. Það munar um minna fyrir vísitölufjölskyldu sem er á leið í langt sumarfrí.

Dýrt að borga

Töskugjaldið er ekki það eina sem þarf að taka með í reikninginn. Það kostar einnig að tryggja ferðafélögunum sæti hlið við hlið og þar sem

Gjöld sem eru ekki innifalin í fargjaldinu Flugfélag

Töskugj. (1 taska)

Sætisval

Kortaþóknun

Icelandair

Innifalið

Innifalið

Engin

Ekkert

Wow Air

3495 kr.

595 til 1995 kr.

Engin

995 kr.

Air Greenland

Innifalið

Innifalið

1,5%

Ekkert

Airberlin

Innifalið

1870 kr.

1480 kr.

Ekkert

Atlantic Airways Innifalið

Innifalið

Engin.

Ekkert

Austrian Holidays Innifalið

1560 til 3120 kr.

Engin

Ekkert

Delta

Innifalið

Innifalið

Engin

Ekkert

Easy Jet

3100 til 3900 kr.

620 til 3340 kr.

2,5%

Ekkert

FlyNiki

Innifalið.

1870 kr.

1480 kr.

Ekkert

German Wings

1950 kr.

1560 til 2810 kr.

1540 kr.

Ekkert

Lufthansa

Innifalið

Innifalið

Engin

Ekkert

Norwegian

1880 kr.

1880 kr.

750 kr

Ekkert

Primera Air

Innifalið

1000 til 2500 kr.

Engin

Ekkert

SAS

Innifalið

Innifalið

Engin

Ekkert

Thomas Cook

Innifalið

1560 kr.

1560 kr.

Transavia

3120 kr.

1170 til 2340 kr.

780 kr.

Ekkert

Vueling

3510 kr.

780 til 2180 kr.

1950 kr.

780 kr.

Gjöld erlendu flugfélaganna eru reiknuð út frá gengi 17. mars og námunduð að heilum tug.

TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.

www.odalsostar.is

Bókunargj.

2730 kr.


Helgin 21.-23. mars 2014

Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Hentar fyrir LKL mataræði

íslensk deberkort eru sjaldan gjaldgeng á netinu þá komumst við ekki hjá kreditkortaþóknuninni. Bókunargjald er heldur ekki alltaf innifalið og því engin leið að bóka tilboðsverð sumra flugfélaga því það að ganga frá pöntun kostar sitt. Eins furðulegt og það kann að hljóma. Hér fyrir neðan eru þau gjöld sem geta bæst við farmiðaverðið þegar

stuu u síðund Á st

flogið er til útlanda næstu misseri.

Kristján Sigurjónsson

3x15

kristjan@turisti.is Kristján heldur úti ferðavefnum Túristi. is þar sem finna má sértilboð á gistingu í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

DRAUMAHÓTEL – DRAUMABAÐSTRENDUR – LÚXUS- OG MENNINGAFERÐ

TYRKLAND TYRKNESKA RIVIERAN VEISLA FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT Vikulöng lúxusferð þar sem gist er á mismunandi stöðum á tyrknesku rivíerunni, Leiguflug til og frá Antalya, 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum, ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni .... Sérverð frá

59.900,á mann

Aðeins með afsláttarkóða: ISLK508

Innifalið í ferðinni eru:

Ferðatímabil og verð fyrir 2014 eru gefin upp í íslenskum krónum á mann í tveggja manna herbergjum

Flugvöllur

KEFLAVÍK (-KEF)

2014

25.03.

Verð á mann

59.900,-

3 Leiguflug með viðurkenndu flugfélagi til og frá Antalya 3 Akstur til og frá hóteli 3 Allar ferðir í loftkældum/-hituðum sérútbúnum langferðabílum 3 Gisting í 2 manna herbergjum með sturtu eða baði/ klósetti, loftkælingu og sjónvarpi 3 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum (stjörnur skv. stöðlum hvers lands) 3 Ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni 3 Upplýsingafundur og kynnisferð 3 Heilsdagsferð Kemer – Pamukkale 3 Heilsdagsferð Pamukkale – Tavas – Antalya 3 Heilsdagsferð Antalya (bæjarferð) og Perge 3 Sérhæfðir enskumælandi fararstjórar

Hugsanlegt eldsneytisálag og erlent álag sem fer eftir heimsmarkaðsstöðu eru ekki innifalin í verðinu. Álag, hvers eðlis sem er, verður aðgengilegt í bókunarferlinu. Aukalega fyrir eins manns herbergi 20.700,- kr. á mann/viku (ef fáanlegt).

OSKA Travel er skandinavískur ferðaaðili með skrifstofu í Noregi. OSKA Travel er meðlimur í norska ríkistryggingasjóðnum RGF og veitir því ferðatryggingu samkvæmt lögum. Þessi ferðatrygging gildir einnig fyrir ferðir frá Íslandi. www.rgf.no Ferðaaðili: OSKA AS | Postboks 4814 Nydalen | NO - 0422 Nydalen Org.nr. 995 944 588 MVA. Með fyrirvara um villur og breytingar.

www.oska-travel.is Sími 5 711 888


40

fjölskyldan

Helgin 21.-23. mars 2014

 menning barnakvikmyndahátíð í bíó Par adís

Fjölbreytt hátíð fyrir alla fjölskylduna Um þessar mundir stendur yfir alþjóðleg barnakvikmyndahátið í Bíó Paradís. Fram til 30. mars gefst því börnum og foreldrum einstakt tækifæri til að sjá og njóta barnaefnis í hæsta gæðaflokki sem hefur ferðast um samskonar hátíðir. Dagskráin er mjög metnaðarfull svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, ungir jafnt sem aldnir. Myndirnar eru fyrir börn á aldrinum 3 til 15 ára og margar hverjar eru talsettar

á íslensku. Á boðstólum eru leiknar og teiknaðar myndir, stuttmyndir, íslenskar og erlendar myndir ásamt gamalli klassík eins og hinni grátbroslegu „The Kid“ eftir meistarann Chaplin. Á hátíðinni er jafnframt sýnd heimildarmynd sem fjallar um börn sem þurfa að ferðast langar vegalengdir til þess eins að komast í skólann. Opnunarmynd hátíðarinnar er Antboy, talsett mynd fyrir 7 ára og eldri.

Hún fjallar um strák sem er bitinn af maur og öðlast í kjölfarið ofurhetjukrafta en þegar flóin svo stígur fram á sjónarsviðið hefst hin klassíska barátta milli góðs og ills. Blóðþyrstir unglingar ættu ekki að verða sviknir af Vampire Hunter, japanskri manga teiknimynd um vampírur, en hún er stranglega bönnuð börnum innan 15 ára. Kærkomin skemmtun fyrir alla fjölskylduna í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54. -hh

Betra blóðflæði Betri líðan - betri heilsa Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði, allt að 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna. Nitric Oxide hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru og ristil, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, heila, skapferli, þynnku, astma, lungnaþembu. Ríkt af andoxunarefnum. 700

Stingur keppinautana af. 1. Superbeets dós = 30 flöskur af rauðrófusafa

N-O Index

600 500 400 300 200 100 0

BEETELITE SUPERBEETS

SUPERBEETS

Rauðrófusafi

Nitric Oxide

Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992

500 ml

Rauðrófukristall

100% lífrænt og því fullkomlega öruggt 30 daga skammtur. 1 teskeið daglega (2 tsk. fyrir æfingar) blandað í 150 ml af vatni. Bætt blóðflæði 30 min eftir inntöku.

NO = 30 flöskur af rauðrófusafa 500 ml

Náttúruleg kynörvun fyrir karla og konur Hvað gerir SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection.

Fæst í apótekum, heilsubúðum og World Class

VERTU

Umboð: www.vitex.is

VAKANDI!

93% þolenda þekkja þann

Antboy er opnunarmynd alþjóðlegrar barnamyndahátíðar sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.

Námskeið Félags stjúpfjölskyldna

Sterkari stjúpfjölskyldur F

jölskyldur eru mismunandi – og það á líka við um stjúpfjölskyldur þar sem parið á börn úr öðrum samböndum. Það getur verið á framhaldsskólaaldri með ung börn eða á gamals aldri eins og afi minn sem flutti út af elliheimilinu og hóf sambúð að nýju við mismikla gleði aðstandenda. Fólk getur verið gagnkynhneigt eða samkynhneigt af íslenskum eða erlendum uppruna svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir margbreytileika þeirra benda rannsóknir til að þær eigi margt sameiginlegt og glími við svipaðar áskoranir. Að upplifa sig útundan er algeng tilfinning bæði hjá börnum og fullorðnum sem getur haft óheppileg áhrif á fjölskyldulífið sé ekki brugðist við á uppbyggilegan máta. Gegnir kynforeldri þar lykilhlutverki að tengja saman börn og maka, miðla upplýsingheimur barna um og tryggja góð samskipti við fyrrverandi maka eða barnsföður/móður. Algengt er að hlutverk stjúpforeldra vefjist fyrir fólki og upp komi óraunhæfar hugmyndir um að hægt sé að endurskapa kjarnafjölskylduna. Jafnvel að stjúpforeldrið geti alfarið komið í staðinn fyrir það foreldri sem ekki er búsett á heimilinu. Það býður hættunni heim, sérstaklega ef stjúpforeldri tekur að sér agamálin án þess að tengsl hafi náð að myndast við börnin. Óhjákvæmilega fylgja líka nýjar hefðir og venjur nýju fólki sem deilir saman heimili og á sér aðra sögu. Hvort á að gera ráð fyrir að börnin sjái sjálf um nestið eins og mín börn eða smyrja fyrir þau eins og hann/hún gerir fyrir sín börn? Er nauðsynlegt að samræma hlutina? Sætaskipan við eldhúsborðið breytist þegar börnin eru aðeins viku í senn á heimilinu og foreldrar reyna gjarnan að aðlaga vinnutíma sinn svo Valgerður þeir geti sinnt börnunum þann tíma sem þau eru hjá þeim. Hvað gerist þegar parið eignast síðan sameiginlegt barn? HalldórsFyrrverandi maki eða barnsfaðir/móðir getur líka haft sín áhrif á fjölskyldudóttir lífið, bæði viljandi og óviljandi með hegðun sinni og unnið gegn aðlögun barna félagsráðgjafi sinna að stjúpfjölskyldunni með sífelldum truflunum og inngripi í aðstæður á hinu heimilinu. Þegar tekist er á við missi og breyttar aðstæður hjálpar að hafa og kennari ríflegan skammt af þolinmæði og sveigjanleika sem virkar eins höggdeyfir. Líkt og brjóskið í líkamanum. Öll samskipti verða liprari og viðnám minna hjá fjölskyldumeðlimum sem eru kannski ekki eins spenntir fyrir stjúpfjölskyldulífinu í fyrstu og parið. Það eflir stjúpfjölskyldur að vita hvað eru klassísk verkefni fyrir þær í stað þess að reyna nota kjarnafjölskyldur sem fyrirmynd. Sé það reynt er það eins og að spila Matador með Lúdóreglum. Vænta má fleiri stórsigra í Matador, en einfaldar lúdóreglur duga ekki til. Félag stjúpfjölskyldna býður félagsmönnum sínum víða um land upp á stutt námskeið sem ber heitið „Sterkari stjúpfjölskyldur“. Skapast tilvalið tækifæri fyrir pör og ungmenni í stjúpfjölskyldum að læra og ræða um málefnið, sem og fyrir vini og aðstandendur að sýna stuðning í verki. Svo hentar það líka vel einhleypum foreldrum en margt af því sem stjúpfjölskyldur glíma við hefur lítið með stjúpfjölskyldur að gera sem slíkar, heldur aðlögun að lífi einhleyps foreldris. Það er gleðilegt að segja frá því að þó óróleiki sé oft í fyrstu hjá nýjum stjúpfjölskyldum þá er ákveðinn stöðugleiki í þessu unga félagi en félagsgjaldið hefur ekki breyst frá stofnun þess árið 2005 . Allar frekari upplýsingar er að finna á www.stjuptengsl.is - láttu sjá þig!

sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi!

blattafram.is

VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

ÓSKUM EFTIR STYRKJUM AHC samtökin óska eftir styrkjum til grunnrannsókna á Alternating Hemiplegia of Childhood. Rannsóknarvinnan er hafin en fjármagn þarf til að klára hana. Frekari upplýsingar um AHC eru að finna á www.ahc.is

SÖFNUNARREIKNINGUR AHC SAMTAKANA ER: BANKI: 0319-13-300200 KT: 590509-1590

„Fyrrverandi maki eða barnsfaðir/móðir getur líka haft sín áhrif á fjölskyldulífið, bæði viljandi og óviljandi með hegðun sinni og unnið gegn aðlögun barna sinna að stjúpfjölskyldunni,“ segir í pistli Valgerðar. Mynd/NordicPhotos/Getty


Komdu út að keyra… Berlín · Amsterdam · París Róm · Barcelóna?

FÆREYJAR

K DANMÖnR ir

2 fullorð með fólksbíl ann frá Netverð á m

2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á m ann frá

69.500*

34.500*

570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is

*Netverð á mann miðað við staðgreiðslu, lágannatímabil.

Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is

Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is


42

frítíminn

Helgin 21.-23. mars 2014

Bolvíkingurinn Hávarður Olgeirsson skíðar niður Veðrarárfjall í Önundarfirði.

Fífldirfska á fjöllum Þ

að er ennþá vetur og skítviðrið hér sunnan heiða sannar það. Svo ekki sé minnst á snjóþungann þegar yfir heiðarnar kemur nánast í allar áttir frá höfuðstaðnum. Það eru þó ekki allir sem kvarta yfir snjóþyngslum enda nú gósentíð fyrir skíðafólk og alla þá sem unun hafa af vetraríþróttum. Allir sem vettlingi geta valdið flykkjast nú í fjallið sem aldrei fyrr og þeir

hörðustu nota ekki lyftuna. Fjallaskíði hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi um nokkurt skeið. Iðkendur notast við eigið afl til þess að ganga upp fjöll og hlíðar. Sérstök skinn eru fest undir skíðin endilöng til þess að fólk renni ekki aftur á bak niður brekkuna. Skíðin eru líka mun breiðari en hefðbundin skíði sem gera aftur kleift að ganga upp merkilega brattar hlíðar og í djúpum

Mynd/Rúnar Karlsson

snjó. Bindingarnar eru lausar í hælinn á leiðinni upp og svo festar við skíðið aftur þegar kemur að niðurleiðinni. Eins og á venjulegum svígskíðum. Fjallaskíðamennskunni eru því engin takmörk sett nema sem nemur hugrekki og þreki þess sem ætlar sér að klífa fjöll að vetralagi. Takast á við möguleg snjóflóð og renna svo niður snarbratta hlíðina í leit að hinni fullkomnu ferð.

Fjallaskíði eru breiðari en venjuleg og kosta frá

Fjallaskíðaskór eru grófari en venjulegir og kosta frá

Hægt er að hafa hælinn lausan í fjallaskíðabindingum sem kosta frá

Það er nauðsynlegt að setja skinn undir skíðin til að renna ekki aftur á bak þegar gengið er

57.995 kr.*

79.995 kr.*

26.995 kr.*

upp fjöll. Kosta frá 33.995

kr.*

*Öll verð eru fengin frá fjallakofinn.is og tengjast ekki myndunum beint.

Lögmál fjallaskíðamennskunnar

GOLD PLATED THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS

KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

Fjallaskíðamennska hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum hér á landi. Ástæðurnar geta verið margar, meðal annars að skíðafólk hefur ekki notið tryggra snjóalaga víða um land síðustu ár og vill því í staðinn geta skíðað óháð lyftumannvirkjum. Eins spilar inn í að þetta er tíska og hver vill ekki tolla í tískunni? Helsti munurinn á hefðbundnum svigskíðum og fjallaskíðabúnaði, er að hægt er að losa hælinn á bindingunni til að auðvelda uppgöngu. Sett eru sjálflímandi skinn undir skíðin sem tryggja að skíðamaðurinn renni ekki afturábak. Síðan þegar fjallið er sigrað, er hælnum læst niður og hægt að renna sér á hefðbundin hátt. Það er óhætt að segja að það hafi orðið sprenging í komu erlends fjallaskíðafólks til landsins á undanförnum árum

Höfundur klífur hlíðina með búnaðinn á bakinu.

og nú er landinn að fylgja í kjölfarið. Eins og svo oft áður, þá eru fáir spámenn í eigin föðurlandi. Vinsælustu svæðin til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt eru Tröllaskaginn og

norðanverðir Vestfirðir auk fjalllendisins í kringum höfuðborgina þegar snjórinn lætur sjá sig. Við hjá Borea Adventures höfum síðan 2006 boðið upp á sex daga skíðaferðir í Jökulfirði á Hornströndum þar sem gist er um borð í seglskútunni Auroru og erum að bæta við fleiri tegundum fjallaskíðaferða. Það gilda aðeins önnur lögmál þegar skíðað er utanbrautar og fjarri mannabyggðum og því er nauðsynlegt að afla sér þekkingar á snjóflóðum og lágmarks þekkingar í fjallamennsku. Maður þarf ekki að vera nein fjallageit til að geta haft gaman af fjallaskíðaferðum, en nauðsynlegt er að kunna skil á helstu öryggisþáttum og vera alltaf með snjóflóðaýli á sér og skóflu og stöng í bakpokanum. Rúnar Karlsson, einn eigenda Borea Adventures á Ísafirði.


F U Ð Ö ST

4 R U D UN

M A S

6 1 5 1 . l k l l ö v r u t s u s r A a á m . m 2 u 2 n n n e n i m g l a ö j d r F a g u la

Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu. Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga. Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun á vefnum Þjóð.is þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans. Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.

www.þjóð.is


44

bílar

Helgin 21.-23. mars 2014

 ReynsluakstuR Dacia DusteR

Einfaldleikinn í fyrirrúmi Dacia Duster er stór jepplingur eða lítill jeppi eftir því hvernig á það er litið. Hann er ódýrasti jeppinn á markaðinum, ekki síst vegna þess að sparað er í hönnun og framleiðslu. Hann reynist hins vegar vel og vinnur á.

D

acia er ný bílategund hér á landi og því enn nokkuð óþekkt. Dacia fyrirtækið var stofnað í Rúmeníu árið 1966 þar sem það byggði á grunnhönnun frá Renault bílaframleiðandanum. Um aldamótin keypti Renault Dacia og hóf þróun og framleiðslu á bílum sem hafa notið vaxandi vinsælda í Evrópu. Markmiðið er að framleiða ódýra bíla sem byggja á margreyndri hönnun og framleiðslu Renault og Nissan samsteypunnar. Aukabúnaði skyldi haldið í lágmarki til að keyra niður verðið og tryggja þannig ákveðið samkeppnisforskot á markaðnum. Sú stefna virðist hafa heppnast því Dacia er meðal þeirra bílategunda sem njóta hvað mestar söluaukningar á milli ára í Evrópu og hefur meðal annars valdið því að hagnaður Renault meira en tvöfaldaðist á milli ára á síðasta ári. Á vef B&L, sem selur Dacia á Íslandi, kemur fram að á árinu 2012 keyptu meira en 350.000 viðskiptavinir nýjan Dacia í 35 löndum um heim allan. Í Frakklandi varð Dacia fimmti söluhæsti bíllinn árið 2011 og í júlí 2012 var Dacia Duster í sjöunda

Öruggur Fjórhjóladrifinn Rúmgóður Ódýr

Lítill aukabúnaður Fæst ekki sjálfskiptur Helstu upplýsingar Verð frá 3.990.000 kr Eldsneytisnotkun frá 5,3 l/100 km í blönduðum akstri CO2 í útblæstri frá 137 g/km á blönduðum akstri Farangursrými 475 lítrar

Dacia er meðal þeirra bílategunda sem njóta hvað mestar söluaukningar á milli ára í Evrópu. Mynd/Hari.

sæti yfir mest seldu bíla til einstaklinga í Þýskalandi. Dacia er einnig söluhæstur í löndum eins og Rúmeníu og Marokkó. Nýr Dacia Duster fær jafnframt ágætis dóma í erlendum bílablöðum. Taka verður tillit til þess að nýr Dacia Duster er í sama verðflokki og notaður bíll í sama stærðarflokki. Nýr Dacia Duster kostar rétt undir fjórum milljónum króna. Nissan Quashqai, annar bíll í svipuðum stærðarflokki, kostar um 4,5 milljónir og Hyundai Santa Fe um 7,5 milljónir. Öllum þessum upplýsingum þurfti ég að viða að mér til að geta myndað mér sjálfstæða skoðun á

Dacia Duster eftir að hafa reynsluekið honum á dögunum. Mér finnst það galli að geta ekki keypt hann sjálfskiptan því mér finnst ósegjanlega leiðinlegt að skipta um gír. Reyndar hef ég aldrei átt sjálfskiptan bíl, en öll þessi bílaprófun hefur komið mér á bragðið; ég mun aldrei aftur kaupa mér beinskiptan bíl. Og þá er Dacia Duster í raun um leið útilokaður því hann er einungis framleiddur beinskiptur. Ástæðan er sjálfsagt sú að reynt er að halda framleiðslukostnaðinum í lágmarki enda er aukabúnaður af skornum skammti.

Bíllinn reyndist ágætlega. Það er að sjálfsögðu mjög praktískt að keyra fjórhjóladrifinn bíl að vetrarlagi á Íslandi. Gírskiptingin fór pínu í taugarnar á mér því það var eitthvað svo auðvelt að ruglast á fyrsta og þriðja gír þegar ég var að skipta hratt niður úr fjórða eða fimmta. Ég var á dísilbíl og var þó nokkur hávaði í vélinni. Að öðru leyti var bíllinn ágætur fyrir sinn snúð. Auðvitað engin lúxuskerra, en allt í lagi fyrir peninginn á þessum síðustu og verstu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

www.peugeot.is

Frumsýnum á laugardag PEUGEOT 3

Peugeot

8 og 5

8

3008

PEUGEOT 5 kostar frá kr.

PEUGEOT 3 kostar frá kr.

8

8 - 7 manna

4.190.000

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 4,8L/100km CO2 útblástur frá 113g

3.990.000

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 4,7L/100km CO2 útblástur frá 110g

Peugeot 5008 - 7 manna.

PEUGEOT 3

8 og 5

8

OPIÐ LAUGARDAG MILLI KL. 11:00 OG 16:00

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Þú finnur okkur á facebook.com/PeugeotIceland


Hjartalag

Kährs bæklingurinn 2014 kominn út!

VÖNDUÐ & VISTVÆN VIÐARGÓLF SÆNSK HÖNNUN OG GÆÐI SAMEINING NÁTTÚRU OG HÖNNUNAR Burstað, fasað, mætt, matt eða háglansandi. Gólfin okkar eru fáanleg í miklu úrvali umhverfisvænna viðartegunda, allt frá náttúrulegri áferð og litbrigðum til kvista og hnúska. Við bjóðum einnig upp á látlaus en stílhrein gólf, úr einsleit­ um viðartegundum með litlum lita­ og mynsturbrigðum og sléttri áferð.

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


46

matur & vín

Helgin 21.-23. mars 2014

 vín vikunnar

Ávaxtaríkt og ferskt með föstudagspítsunni Mars er mánuður lífrænt ræktaðra vína hjá ÁTVR og úrvalið er sífellt að batna. Piccini-fjölskyldan er einn stærsti vínframleiðandi Toskanahéraðsins á Ítalíu og það sést vel í hillum okkar ágætu séríslensku vínbúða þar sem Piccini-úrvalið er ríkulegt. Þar finnur þú í hillunum rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín frá þessum ágæta framleiðanda. Piccinivínin eru svona ekta súpermarkaðsvín, fín vín en verðið er í aðalhlutverki. Það kemur því ekki á óvart að Piccini skuli blanda sér í baráttuna með lífrænt ræktuðu og bara ansi vel heppnuðu víni sem sómir sér vel innan um bræður sína og systur úr Piccini-fjölskyldunni. Þetta vín sver sig vel í ætt við önnur ávaxtarík og fersk Toskana-vín með sínum létt berjaða keim og frískleika sem kallar á pasta og pítsur og léttari rétti. En í guðanna bænum ekki para þetta vín með steikinni.

Piccini Chianti Organic Gerð: Rauðvín. Þrúga: Sangiovese.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Uppruni: Ítalía, 2011. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml)

ritstjorn@frettatiminn.is

Fréttatíminn mælir með lífrænum vínum

Glerfínar gluggafilmur

– aukin vellíðan á vinnustað glug

gafil

mur skrifs r skóla, s j tofu úkr aðra r, versla ahús, vinnu nir og staði – fyri

Montalto Organic Cataratto

Beronia Viticultura Ecologica Tempranillo

Bonterra Cabernet Sauvignon

Gerð: Hvítvín.

Gerð: Rauðvín.

Gerð: Rauðvín.

Þrúga: Catarratto.

Þrúga: Tempranillo.

Þrúga: Cabernet

Uppruni: Ítalía, 2013.

Uppruni: Spánn, 2010.

Sauvignon.

Styrkleiki: 12%

Styrkleiki: 13,5%

Uppruni: USA, 2009.

Verð í Vínbúðunum:

Verð í Vínbúðunum:

Styrkleiki: 13,5%

1.850 kr. (750 ml)

2.298 kr. (750 ml)

Verð í Vínbúðunum:

Umsögn: Eitt mest selda

Umsögn: Lífrænt

2.999 kr. (750 ml)

lífrænt ræktaða hvítvínið í Vínbúðunum kemur í beinu flugi frá mafíósunum á Sikiley. Létt og ferskt og ávaxtaríkt með sítrus. Eiginlega best eitt og sér sem fordrykkur eða söturvín en gengur líka með léttum pastaog fiskréttum.

ræktaði Spánverinn í hópnum kemur frá hinu eina sanna Rioja-héraði á Spáni. Hérað sem við Íslendingar elskum jafn mikið og Spánverjarnir saltfiskinn okkar. Þetta vín hefur hin spænsku Tempranillo einkenni auk þess að hafa skemmtilegan ferskleika og berjaðan keim. Rauðvín í léttari kantinum.

Umsögn: Þetta ágæta lífræna vín kemur frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið frá norðanverðri Kaliforníu. Það ber líka vel einkenni þess að vera Cabernet Sauvignon frá þessum heimshluta, þétt með eikarkeim og vanillu. Passar með steikinni, kjötréttum, mygluosti og öllu þessa helsta sem einkennir vín í þyngri kantinum.

Réttur vikunnar

Lífræn nautasteik Fagmenn RV sjá um uppsetningu!

Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Böðvar Sigurvin Björnsson er yfirmatreiðslumaður hjá Lifandi markaði og er sem slíkur ábyrgur fyrir þeim kræsingum sem þar bjóðast. Við fengum Böðvar til að töfra fram steik sem fólk ætti að spreyta sig á um helgina. Kartöflukaka 400 gr kartöflur soðnar 1 box kastaníusveppir 1 msk smjör Salt og pipar Byrja skal á að sjóða kartöflurnar og skræla þær, saxa svo sveppina smátt og steikja við miðlungs hita uns þeir eru brúnaðir. Setja smjörið á pönnuna og taka hana af hitanum, setja kartöflurnar saman við og blanda vel saman við þar til þær verða eins og þykk kartöflumús. Þá skal músin sett í form með bökunarpappír og slétta að ofan. Baka kartöflukökuna í ofni við 170°c í 15-20 mínútur. Svo skal hún tekin út og skorinn í 4 bita og borin fram með kjötinu. Blómkálsmauk. 1 haus blómkál 4 dl rjómi 2 msk smjör Salt Byrja skal á að hreinsa blómkálið og sjóða svo í

Morande Pionero Merlot Gerð: Rauðvín. Uppruni: Chile, 2010. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum:

1.799 kr. (750 ml) Passar vel með kjötinu en ekki síður með olíusósunni með tómötunum.

smjörinu og rjómanum uns blómkálið er mjúkt. Þá skal það tekið uppúr með fiskispaða og maukað í blandara uns áferðin er slétt, smökkuð svo til með salti. Nautalundin 800 gr af nautalund er hreinsuð og skorin í steikur, hver um sig um 200 gr. Salt og pipar eftir smekk. Einnig er gott að nota timian og smjörklípu. Steikja hana á báðum hliðum uns hún verður gullinbrún. Svo sett í ofn við 160-170°c í um 4-5 mínútur, tekin út og hvíld í um 6 mínútur. Sett svo aftur inni í ofn og elduð eftir smekk, allt frá 4 mínútum eða lengur eftir því hvernig hver vill hafa sína steik. Svo er hún hvíld í um 8-10 mínútur og borin fram. Grænolíu sósa, með kirsuberja tómötum 1 box kirsuberjatómatar ½ búnt steinselja ½ búnt oregano ½ búnt estragon 4 hvítlauksrif 1 dl ólífu olía Salt/ pipar/ sítróna eftir smekk Allt sett í blandara nema tómatarnir og maukað uns eiturgrænn litur kemur, þá skal smakka til með salti/ pipar og sítrónusafa. Tómatarnir skornir í tvennt og græni þurri kjarninn skorinn frá, setja tómatabitana í grænolíuna og bera fram. Brokkólíið, skal hreinsa og pönnusteikja við miðlungs hita uns það er mjúkt undir tönn, salta eftir smekk. Ljósmyndir/Hari


Við opnum nýja verslun í dag kl 10:00 - Laugavegi 32

Fylgist með okkur @hrimhonnunarhus

Opnunartími Virka daga 10:00-18:00 Lau 10:00-18:00


48

hönnun

Helgin 21.-23. mars 2014

 Hönnun Embla Vigfúsdóttir Er Vöru- og lEikjaHönnuður

Með gráðu í listrænni leikjahönnun Hugmyndafræðilegi veitingastaðurinn „Pantið áhrifin“ verður settur upp á HönnunarMars en þar pantar fólk rétti eftir áhrifum þeirra á líkamann. Embla Vigfúsdóttir er annar hönnuðurinn á bak við viðburðinn en hún er nýútkskrifuð sem leikjahönnuður frá Danmarks Designskole. Hún sá um sjónræna útfærslu á spili fyrir UNESCO sem verður notað til kennsku í grunnskólum þar ytra, og bindir vonir við að koma handklæðahempunni Móra á markað.

Þ

etta verður allt öðruvísi upplifun en að fara á hefðbundinn veitingastað. Gestir vita ekki hvað er í réttunum heldur panta forrétt sem er til dæmis góður fyrir húðina, aðalrétt fyrir heilann og eftirrétt fyrir augun,“ segir Embla Vigfúsdóttir, önnur tveggja hönnuða sem standa á bak við „Pantið áhrifin“ sem er hugmyndafræðilegur veitingastaður þar sem máltíð er valin eftir áhrifum hennar á líkamann. Veitingastaðurinn Satt fer í nýjan búning á Hönnunarmars og dagana 25. til 30. mars verður viðburðurinn „Pantið áhrifin“ þar í fyrirrúmi. Hugmyndin spratt upp í áfanga í Listaháskóla Íslands á sínum tíma og fékk verkefnið Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2011. Fram að þessu hefur veitingastaðurinn hins vegar aðeins verið hugmynd sem nú verður að veruleika, og undirbúningur stendur sem hæst. „Við erum að vinna með fullt af fólki, næringarfræðingum, prentsmiðum og auðvitað matreiðslumönnunum á Satt. Verkefnið er því unnið í mikilli þverfaglegri samvinnu“ segir Embla og tekur fram að þó fólk viti almennt ekki hvað sé í réttunum geti fólk með ofnæmi vitanlega fengið undanþágu. „Líkaminn

okkar er vél sem við þurfum að sýna umhyggju og allt sem við setjum ofan í hann hefur áhrif á hvernig hann starfar, en öll grafík staðarins er unnin út frá þessari hugmynd“ segir hún. Embla útskrifaðist sem vöruhönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2010 og flutti síðan til Danmerkur þar sem hún býr enn og útskrifaðist í ársbyrjun frá Danmarks Designskole í listrænni leikjahönnun. „Útskriftarverkefnið mitt var origami borðspil, innblásið af gíröffum og þróunarkenningu Darwins. Í spilinu er hálsinn á gíröffum hækkaður og lækkaður með origamibroti þannig að þeir verði í sömu hæð og trén og geti borðað af þeim. Sá sem getur best aðlagað sig að umhverfinu vinnur. Þetta er spil sem vinnur með snertiskynið,“ segir Embla sem stefnir á að hanna fleiri spil í framtíðinni en á námsárunum sá hún um sjónræna útfærslu á spili fyrir UNESCO, WonderWars, sem snýst um að vernda heimsminjar. „Það var mjög skemmtilegt að vinna það og gaman að vera valin í þetta verkefni. Ég var bara í kúrsi í skólanum og þangað kom leikjahönnuður sem skoðaði það sem við höfðum gert og hann hafði svo síðar samband og spurði hvort ég vildi taka þetta að mér,“ segir hún. WonderWars-spilið fer í framleiðslu á næstunni og verður notað til að kenna grunnskólanemum í Danmörku um verndum heimsminja. Þegar eru tvær afurðir Emblu fáanlegar í verslunum, barnabókin Loðmar sem hún vann ásamt Auði Ösp

Embla Vigfúsdóttir er annar hönnuðurinn á bak við hugmyndafræðilega veitingastaðinn „Pantið áhrifin“ sem settur verður upp á Satt á HönnunarMars. Ljósmynd/Hari

Guðmundsdóttur og kom út á degi íslenskrar tungu árið 2010, og sjálfvökvandi pottur til að rækta lífrænar kryddjurtir - GrowMe - sem Embla hannaði ásamt öðrum nemendum í Listaháskólanum og Háskóla Reykjavíkur og er handgerður af fötluðum á hæfingastöðinni Bjarkarási. Eitt af því sem Embla hefur hannað en er ekki komið á markað er handklæðahempan Móri en draumur Emblu er að hann fari í framleiðslu. „Mig langar mikið að fara lengra með Móra, sækja um styrki og jafnvel fara á KickStarter eða KarolinaFund og reyna að fjármagna verkefnið. Ég fékk hugmyndina að honum á fyrsta ári náminu þegar við vorum að vinna

með baðmenningu Íslands. Hann er með hettu og vettlingum og mér fannst hann tilvalinn til að umvefja sig með þegar maður stígur upp úr heitri náttúrulaug eða baði. Hugmyndin er að maður líti út eins og draugur úr fortíðinni þegar það klæðist honum í gufunni við laugarnar og þess vegna heitir hann Móri, eins og gömlu draugarnir. Það er meira að segja hægt að skipta um föt undir honum. Hann væri líka frábær þegar þú kemur út sturtu heima og getur kúrt í handklæðinu. Vonandi get ég látið framleiða hann,“ segir Embla. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

1. Embla vonast til að koma handklæðahempunni Móra í framleiðslu en Móri hentar jafnt þegar stigið er upp úr náttúrulaugum og þegar komið er úr baði heima. Ljósmynd/ Cole Roberts

1

2

2. Pantið áhrifin gengur út á hvaða áhrif maturinn hefur á líkamann. Fólk pantar þá ekki ákveðinn mat heldur áhrif hans, til dæmis aðalrétt sem er góður fyrir heilastarfsemina.

3

3. Embla sá um útlitshönnum á spilinu WonderWars fyrir UNESCO sem verður notað til að kenna dönskum grunnskólabörnum um verndun heimsminja.

Calvin Klein með fyrirlestur

Tilnefningar óskast!

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2014. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu. Hvatningarverðlaunin verða afhent á Rannsóknaþingi Rannís. Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15. apríl 2014. Tilnefningum ásamt ítarlegum upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Nánar á www.rannis.is

HönnunarMars fer fram í sjötta sinn dagana 27. - 30. mars 2014. HönnunarMarsinn spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar sem sýna hvað í þeim býr, til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu skref. Hönnuðirnir Friðrik Steinn Friðriksson og Laufey Jónsdóttir báru sigur úr býtum í samkeppni um einkenni HönnunarMars 2014. Sigurtillagan er innblásin af „thaumatrope” vinsælu leikfangi frá Viktoríutímanum og retro

Einkenni HönnunarMars 2014 er innblásið af vinsælu leikfangi frá Viktoríutímanum og retro raftækjum. raftækjum. Líkt og undanfarin ár markar fyrirlestradagurinn DesignTalks upphaf hátíðarinnar en

Opinbert sælgæti Hönnunarmars Á Hönnunarmars verður í þriðja skiptið á boðstólum HönnunarMarsipan, opinbert sælgæti hátíðarinnar. Lakkrískonfektkubbarnir eru stórir og litríkir nammikubbar hannaðir af Örnu Rut Þorleifsdóttur og Rán Flygenring, framleiddir í samstarfi við sælgætisgerðina Sambó. Tíu prósent af andvirði hvers selds kubbs renna til styrktar Krabbameinsfélaginu. HönnunarMarsipanið verður fáanlegt frá og með vikunni fyrir HönnunarMars, bæði í rafrænni sölu á kaupstadur.is og að auki í Spark galleríi við Klapparstíg, í Hrím og Vínberinu á Laugavegi auk Kraums í Aðalstræti, Epal í Hörpunni og Mýrinni í Kringlunni. -eh

þar flytur erindi einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta, á borð við Calvin Klein og Robert Wong hjá Google. -eh


esprit.com

BUSINESS WEEKEND 20% afslรกttur af jakkafรถtum, drรถgtum og Collection skyrtum dagana 21.-23. mars SMรRALIND


50

tíska

Helgin 21.-23. mars 2014

 Reykjavík Fashion Festival

ibuxin rapid 400 mg hraðvirkt ibuprofen 30 töflur

20% afsláttur til 14. mars

Sigga Maija sækir í brunn súrrealistanna í nýrri línu sem er hönnuð með þarfir nútímakonunnar í huga.

Ljósmynd/Hari

Horfir til súrrealistanna Leðurjakki 39.990 kr.

WE LOVE SHOES

Taska 9.490 kr.

Smáralind S: 511 2020

Sigga Maija útskrifaðist í fatahönnun frá Listaháskólanum eftir að hafa lært til klæðskera. Hún ber djúpstæða virðingu fyrir verkkunnáttu og fagmennsku.

É

g byrjaði snemma að nota fatnað sem tjáningarform og það hefur líklega leitt mig þangað sem ég er í dag,“ segir Sigga Maija sem leggur mikla áherslu á textíl, liti og munstur í sinni hönnun. Hún sækir innblástur í hversdagsleikann

og fólkið sitt en nýja línan hennar er innblásin af súrrealisma. „Ég hef verið að skoða mörkin á því sem er raunverulegt og óraunverulegt í samtíma okkar og hvernig þau mörk eru sífelt að verða óljósari. Þetta er viðfangsefni súrrealismans og ég er mjög innblásin af umhverfinu eins og það var í París árið 1920, einmitt þegar súrrealistarnir eru að móta sína hugmyndafræði. Ég fæst við þetta undir formerkjum nútíma konunnar og hennar þarfa,“ segir Sigga Maija. Framleiðsla varanna er henni líka hugleikin. „Það stendur ýmislegt til boða og ég er að velja

það sem hugnast mér best. Ég vil starfa með framleiðendum sem hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Þetta er vandasamt ferli og krefst mikillar rannskóknar og eftirfylgni.“ Sigga Maija segir RFF vera eina vettvanginn fyrir íslenska fatahönnuði til að koma verkum sínum vel á framfæri. „Þetta getur ekki leitt nema gott af sér. Þetta er vaxandi iðnaður og því mjög spennandi tímar framundan.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

 Reykjavík Fashion Festival

NÁTTÚRULEGT

BRÚNKUKREM

Línan innblásin af þýskum vinnufatnaði Magnea Einarsdóttir fatahönnuður útskrifaðist frá Central Saint Martins í London þar sem hún lærði fatahönnun með áherslu á prjónavöru.

M

ÁN AUKAEFNA Sölustaðir: Lyfja, Apótekið, Heilsuhúsin, Lifandi markaður, Heilsutorg Blómavals, Heimkaup.is, o.fl. verslanir

agnea segist fá innblástur frá ólíklegustu stöðum. „Ég er í rauninni alltaf með augun opin fyrir innblæstri. Síðasta lína var til dæmis innblásin af bandarískum körfuboltamönnum og egypskum múmíum en ég hafði fundið gamlan kassa frá því ég var lítil þar sem myndir af þessum ólíku hlutum leyndust og svo blandaði ég saman smáatriðum úr báðum áttum. Línan sem ég sýni á RFF í næstu viku er hinsvegar innblásin af byggingarsvæðum og vinnufatnaði en sú hugmynd kviknaði þegar ég heimsótti Berlín í haust.“ Magnea framleiðir fötin á Íslandi og segir það hafa gengið vel. „Það er ekki sama úrvalið hér og annars staðar en ég hef tekið því sem áskorun og notað hugmyndaflugið til að leysa vandamálin.“ Magnea segir RFF vera flott tækifæri fyrir hönnuði og íslenska fatahönnun og nauðsynlegan vettvang til að efla iðnaðinn og vekja athygli á tískusenunni hér. „Íslensk fatahönnun er ung og ennþá í mótun og er þess vegna mjög fersk og spennandi en það gefur henni sérstöðu og gerir hana eftirsóknarverða. RFF býr til glæsilegan ramma utan um okkur hönnuðina en við höfum öll mjög ólíkan stíl svo að gestir fá að sjá alla flóruna á einum degi. Þetta er fyrsta skiptið sem ég tek þátt en undirbúningurinn hefur verið mjög skemmtilegur. Það eru ótrúlega margir hlutir sem þarf að huga að svo að allt smelli saman í lokin en ásamt frábæru starfsfólki RFF er ég með gott fólk sem vinnur að þessu með mér.“

Magnea Einarsdóttir fatahönnuður selur fötin sín í versluninni JÖR við Laugarveg. Þá línu segir hún vera klæðilega útgáfu af útskriftarverki sínu frá London. Mynd/Hari

Magneu finnst gaman að blanda saman ólíkum efnum en fötin eru úr ull og gúmmíi.


tíska 51

Helgin 21.-23. mars 2014 KYNNING

Leggingsbuxur - Leggings Leggingsbuxur á 11.900 kr. Einn litur Stærð 36 - 46.

Nýtt kortatímabil

Sigga og Timo kynntust í Finnlandi þegar Sigga fór þangað í framhaldsnám í gullsmíði. Þau hafa starfað saman að hönnun og smíði skartgripa í yfir 20 ár. Ljósmynd/Ólafur Þórisson.

Íslensk og finnsk skartgripahefð hjá Siggu og Timo

Leggings á 5.900 kr. 3 litir: svart, beinhvítt, ljósgrátt Stærð S - XXL

Hjónin Sigga og Timo hafa rekið gullsmíðaverkstæði sitt í miðbæ Hafnarfjarðar í yfir tuttugu ár þar sem þau hanna og smíða saman fallegt skart. Sigga lærði gullsmíði á Íslandi en fór til Finnlands í framhaldsnám og nældi sér í eiginmann í leiðinni.

S

igga og Timo fögnuðu 20 ára afmæli verslunar og verkstæðis í nóvember síðastliðnum en þau hjónin hafa allan tímann starfað í miðbæ Hafnarfjarðar. „Við erum búin að vinna saman að gullsmíði allan þennan tíma en finnst það alltaf jafn skemmtilegt,“ segir Sigga. Stíll hönnunar þeirra hjóna er einfaldur og klassískur að sögn Siggu. „Demantsskartgripir og giftingahringar hafa verið okkar sérsvið en við smíðum úr hvítagulli, gulli, platínu og silfri. Við búum til einstaka gripi og hönnum líka skartseríur. Þá eru eyrnalokkar, hringir, hálsmen, armbönd og fleira unnið eftir sömu grunnhugmyndinni.“

Hönnun eftir óskum

Hjá Siggu og Timo gefst viðskiptavinum tækifæri til að koma með sínar óskir um hönnun og smíði skartgripa og segir Sigga alltaf eitthvað um þannig ferli í skartgripagerðinni. „Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að hanna með

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

viðskiptavinum. Fólk fær tölvuteiknaða mynd (rendering) svo ekki fari á milli mála hvernig skartið muni líta út. Þá eignast fólk líka hlutdeild í hönnun skartgripsins. Við smíði á trúlofunarhringjum er fólk oft með ákveðnar hugmyndir og það er einstaklega skemmtilegt. Þó fólk í trúlofunarhugleiðingum sé á öllum aldri fylgir því alltaf mikil gleði.“

Veist þú hvaða vísindamaður stendur á bak við þína húðlínu?

Nýjasta tækni

Sigga lærði gullsmíði á Íslandi en fór til Finnlands í framhaldsnám þar sem hún kynntist Timo, sem er finnskur gullsmíður. Það má því segja að hjá þeim hjónum sameinist finnsk og íslensk skartsmíðahefð. Þau fylgjast vel með nýjungum í hönnun og tileinka sér nýja tækni í smíði og fullkomnari verkfærum. „Að vera forvitin og viljug að læra nýja hluti er drifkrafturinn sem knýr okkur áfram. Grunnverkfæri gullsmiðsins eru hamar, sög og þjöl en þó er gott að geta nýtt sér tæknina með sem við höfum gert frá byrjun.

1 2

3 4

5 1. Demantsskartgripir eru sérsvið Siggu og Timo. 2. Fallegir demantshringir frá Siggu og Timo. 3. Sigga segir virkilega skemmtilegt að aðstoða fólk við valið á rétta trúlofunarhringnum. 4. Sigga og Timo fylgjast vel með nýjungum í hönnun og tækni þó grunnverkfærin séu alltaf hamar og sög. 5. Í miðbæ Hafnarfjarðar fer allt ferlið við skartgripasmíðina fram. Þar er hannað, smíðað og selt.

Viltu fallegri augnumgjörð Dr. Colletta Háskólaprófessor og doktor í vísindum. Fv. framkvæmdastjóri rannsóknastofu Kanebo.

Dr. D´Anna Doktor í lyfja- og frumulíffræði. Sérfræðingur á heimsmælikvarða í frumuoxun.

J. Leclere Fv. framkvæmdastjóri tæknisviðs Shiseido og og vísindasviðs Nuxe.

Viltu sólar ljóma allt árið?

Græðandi húðvörur gegn öldrun, hannaðar af frönskum vísindamönnum Vörurnar eru prófaðar undir eftirliti húðsjúkdómalækna. 100% náttúrulegar 0% rotvarnaefni 0% paraben 0% BHT-BHA

0% EDTA 0% phenoxyethanol 0% silicone 0% mineral oil 0% propylene glycool

Viltu ná samstundis árangri

Viltu unglegra yfirbragð? Dr. Lintner Doktor í vísindum. Fv. framkvæmdastjóri alþjóðavísindasviðs Sederma.

Dr. Colletta Háskólaprófessor og doktor í vísindum. Fv. framkvæmdastjóri rannsóknastofu Kanebo.

Viltu draga fram náttúrulega útgeislun húðarinnar með sérhæfðri meðferð?

Hagkaup Kringlunni • Hagkaup Smáralind • Árbæjarapótek • Ápótek Vesturlands og Lyfjur um land allt.


52

tíska

Helgin 21.-23. mars 2014  Herr atísk a skyrta reykjaVík Hefur fengið góðar Viðtökur

ibuxin rapid 400 mg hraðvirkt ibuprofen 30 töflur

20% afsláttur til 14. apríl

esprit.com

Frá vinstri: Leslie Dcunha framkvæmdastjóri, Ólafur Tómas Guðbjartsson markaðsstjóri, Sæþór Dagur Ívarsson sölustjóri og Íris Sigurðardóttir hönnuður. Á myndina vantar Terry Devos stílista. Ljósmynd/Hari

Klæðskerasniðnar skyrtur seldar á Klapparstígnum Skyrta Reykjavík framleiðir handgerðar klæðskerasniðnar skyrtur fyrir fólk sem veit hvað það vill. Ólafur Tómas Guðbjörnsson segir að 1.500 skyrtur hafi verið saumaðar síðan fyrirtækið hóf starfsemi í ágúst í fyrra.

20% afsláttur af völdum vörum SMÁRALIND

V MJÚKT OG FRÁBÆRT Bolur í stærðum S,M.L.XL á kr. 2.500,buxur á kr. 1.995,fæst líka í svörtu OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

...við erum með yfir 400 efni og mynstur til að velja úr og leggjum mikið upp úr því að vera einungis með hágæðaefni.

Taxfree dagar

ið komum úr líkri átt, erum hönnuðir, stílistar og framleiðendur, og höfum verið að vinna við að framleiða föt fyrir aðra hönnuði í mörg ár. Svo fórum við að rekast á þetta vandamál, að það væri erfitt að finna skyrtur á Íslandi sem passa almennilega,“ segir Ólafur Tómas Guðbjörnsson einn eigenda Skyrta Reykjavík. Fyrirtækið, sem er lítið og rekið af fimm vinum, framleiðir handgerðar klæðskerasniðnar skyrtur fyrir karla og konur. Fyrsta skyrtan var sniðin í ágúst í fyrra og síðan hafa 1500 skyrtur verið saumaðar. „Þetta virkar þannig að fólk kemur á Klapparstíg 16 þar sem skrifstofan okkar er, og er mælt svo hægt sé að sérsníða skyrtuna í framhaldinu. Svo er næsta skref að velja efnið en við erum með yfir 400 efni og mynstur til að velja úr og leggjum mikið upp úr því að vera einungis með hágæðaefni. Við skiptum skyrtunni niður í einingar svo það er hægt að velja mismunandi efni og mynstur eftir hluta skyrtunnar. Sumir vilja hanna sínar skyrtur alveg sjálfir en aðrir vilja aðstoð og handleiðslu stílista. Terry er með svakalega reynslu en hann vann til dæmis hjá Gucci og Burberry’s, segir Ólafur Tómas. „Það er mjög gaman að koma til okkar, við bjóðum upp á huggulegt umhverfi, gott nýmalað kaffi og einlæga og persónulega þjónustu.“ Þegar skyrtan hefur verið hönnuð er hún send í framleiðslu til Indlands þar sem hún er handgerð í lítilli verksmiðju sem sérhæfir sig í klæðskerasaumuðum fötum. „Leslie Dunghan, framkvæmdastjórinn okkar, er indverskur en hefur búið á Íslandi í sex ár. Hann er frá Banga-

lore í Indlandi og þekkir þar fjölskyldu sem rekur þessa verksmiðju sem var ein ástæða þess að við fórum út í þetta. Við byrjuðum á að prófa skyrtur þar fyrir okkur og útkoman var svo góð að við stukkum á tækifærið.“ Ef viðskiptavinurinn er ánægður með útkomuna er svo ekki flókið að ná sér í nýja skyrtu því Skyrta Reykjavík geymir öll málin svo hægt er að panta nýja hvenær sem er. „Þá sendir þú bara tölvupóst eða hringir og pantar nýja skyrtu í nýjum lit eða efni. Og svo færðu skyrtu heim til þín sem passar 100%. Nema þá að aðstæður hafi breyst og þú þurfir að stækka eða minnka skyrtuna, en þá kostar ekkert á fá nýja mælingu.“ Von er á standard línu frá þessu framsækna fyrirtæki sem mun byggja á meðaltali þeirra 1500 skyrtna sem framleiddar hafa verið nú þegar. Ólafur Tómas segir útkomuna hljóta að falla í kramið því „hún byggir eiginlega á íslenskri skyrtuerfðagreiningu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

KYNNING

Full búð af nýjum vörum

Laugavegur 58 · S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is

Nýtt frá Karl Lagerfeld

t

öffarinn Karl Lagerfeld er kominn með nýjan ilm bæði fyrir herra og dömur, fullkomna parið. Kvenilmurinn er andstæður af ferskum blómum, metalic rose, með eldfimri blöndu af lime og tærum kvenleika magnoliunnar. Upplýstur með Frangipani blómi, flauelsmjúkri ferskju, umvafin sensual musk, undirstrikað svörtum amber viðartóni. Herrailmurinn er tímalaus og öfgafullur, karlmannlegur fougere þar sem Lavender er beint í tóna af grænni Fjólu. Safaríkur, brakandi ávaxta tónum af eplum. Með ávanabindandi þægilegum þurrum tón af amber/ viðar köldum krydd tónum líflegum tindrandi karekter.


Hárlitaráðgjöf Fáðu aðstoð við val á réttum litatón og leiðbeiningar um réttu skrefin við heimahárlitun. Föstudagur 21. mars

kl. 12-17

Hagkaup Kringlunni

Laugardagur 22. mars

kl. 13-18

Hagkaup Smáralind

Heiðar Jónsson Förðunarfræðingur og Image designer kennari frá First Impressions í Bretlandi. Diplómagráða í litafræðum frá L’Oréal Paris.


54

heilsa

Helgin 21.-23. mars 2014

 Heilsa Kostur avóK adó fyrir Heilsuna eru ótvír æðir

Avókadó fyrir alla Avókadó bragðast ekki aðeins dásamlega heldur er það líka bráðhollt. Avókadó má borða sem álegg á brauð, skera það til helminga, fylla með rækjum og borða í forrétt, eða einfaldlega borða það með skeið eftir að krydda það lítillega með sjávarsalti og jafnvel setja á það smá skvettu af sítrónusafa. Ástæðurnar fyrir því að þú ættir að borða meira avókadó eru þrjár:

1. Góð fita.

2. Trefjar

3. Vítamín

Fitan í avókadó er einómettuð og því afar góð fyrir hjarta og blóðrás. Einmettuð fita minnkar LDL kólestról í líkamanum, einnig þekkt sem slæma kólestrólið, en eykur það góða, HDL kólestról.

Ávöxturinn er afar trefjaríkur. Um fjórðungur trefjanna eru vatnsleysanlegar en þær hafa mikil áhrif á matarlyst og fylla þig seddutilfynningu. Þrír fjórðu trefjanna eru óvatnsleysanlegar en þær eru mikilvægar fyrir starfsemi ristils, minnka líkur á hægðatregðu og reglubundin neysla þeirra minnkar líkur á ristilkrabbameini.

Avókadó er ríkur af B-vítamíni sem styður við efnaskipti líkamans og gefur húðinni ljóma, en hann inniheldur einnig K-vítamín sem skiptir höfuðmáli við beinvöxt og beinþéttni sem mikilvægt er að viðhalda þegar árin færast yfir. -eh

Avókadó er gómsætur ávöxtur og vegna hás fituinnihalds hefur hann einstaka áferð. NordicPhotos/Getty

KYNNING

Finnur þú fyrir breytingaskeiðseinkennum? 100% náttúruleg vara unnin úr macarót. Rannsóknir sýna að Femmenessence getur bætt líðan kvenna á breytingaskeiði. Femmenessence styður við hormónaframleiðslu líkamans.

Hair Volume fyrir líflegra hár Hair Volume töflurnar næra rætur hársins og hjálpa því að viðhalda eðlilegum lit. Eftir aðgerð var hár Margrétar Viðarsdóttur líflaust, auk þess sem hún var með mikið hárlos. Hair Volume töflurnar hafa gert hárið mun líflegra, neglurnar sterkari og húðina betri.

Hair Volume er nýjung á markaðnum og eina varan sem inniheldur náttúrulega vaxtarvakann procyanidin-B2 sem unnin eru úr eplum. Töflurnar næra rætur hársins með bíótini sem hvetur hárvöxt og umfang hársins og kopar sem viðheldur eðlilegum lit og hjálpar til við að koma í veg fyrir grá hár. Töflurnar innihalda líka þykkni úr hirsi, kísli og B-vítamínum.

M Við erum á facebook

www.facebook.com/Femmenessence.is www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is

Birna Gísladóttir er sölu- og markaðsstjóri IceCare.

– Lifið heil

20%

afsláttur – kynningarverð Gildir út mars

DermaSpray Intensive, DermaSpray Gentle og Zeoderm Byltingarkennd nýjung! Náttúrulegar húðvörur fyrir exem og sóríasis.

Hair Volume fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Frekari upplýsingar er að finna á www.icecare.is eða á www.newnordic.com.

www.lyfja.is

Lægra Fyrir þig í verð í Lyfju Lyfju

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 68247 03/14

Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna

argrét Viðarsdóttir fór í aðgerð og þurfti í kjölfarið að nota lyf sem urðu til þess að hár hennar varð líflaust og rytjulegt. „Ég var líka með töluvert hárlos vegna lyfjanna og þurfti til dæmis alltaf að tæma niðurfallið í sturtunni eftir hvert skipti í sturtu, svo mikið var hárlosið,“ segir hún. Frá því Margrét byrjaði að nota Hair Volume í ágúst síðastliðnum hefur hárgreiðslukonan hennar tekið eftir því hve miklu líflegra hárið er. „Það glansar meira og hárvöxturinn hefur líka aukist mikið. Samt hefur annar hárvöxtur á líkamanum ekki aukist og finnst mér það mikill kostur. Ég tók líka eftir því að neglurnar eru sterkari og húðin mun betri. Það er því margvíslegur ávinningur af því að taka Hair Volume töflurnar inn. Þetta eru frábærar töflur sem ég mæli hiklaust með.“


Einstök 160x200cm | Höfðagafl fylgir

NAPCO heilsurúm með rafmagni Tilboð: 299.900.

/ Fullt verð: 506.800.-

Lystadún - Vogue

AFSLÁ

hefur flutt verslun og verksmiðju sína í glæsilegt húsnæði að Síðumúla 30

AF VÖ

TTUR

LDUM

TIL 1. A

VÖRUM

PRÍL 2

Allir vita hvernig börnin verða til. Kíktu til okkar og sjáðu hvernig rúmin verða til.

014

Íslenskt hugvit, íslensk framleiðsla síðan 1952

Frábær í stofuna eða sjónvarpsherbergið

Mjög þægilegur og glæsilegur svefnsófi

MALTA Tungusófi

CAMA Svefnsófi

Gardínudeild

290x95/155cm.

198x100 - Stærð dýnu 140x185cm

Frí mæling og ráðgjöf.

Tilboð: 299.000.-

Tilboð: 217.425-

Tilboð: 0.-

Fullt verð: 374.900.-

Fullt verð: 289.900.-

Síðumúla 30 108 Reykjavík

Frábært úrval af gardínum og gardínuefnum

Fullt verð: 6.990.-

Sími 533 3500 www.vogue.is


Andri og Edda verða bestu vinir (Noregur 2013 / Aldur 3+ / íslenska / 78 mín)

Þegar Andri byrjar á leikskóla kynnist hann Eddu en þau verða bestu vinir. Kúrudýrin þeirra, ljónsunginn og fröken Kanína,verða einnig vinir og þegar annað þeirra týnist á slökkvistöðinni lenda þau Andri og Edda í ýmsum ævintýrum. Norska verðlaunamyndin ANDRI OG EDDA VERÐA BESTU VINIR hefur nú verið TALSETT Á ÍSLENSKU Við frumsýningu hennar mæta: FJALLHRAUSTIR SLÖKKVILIÐSMENN, KÚRUDÝRIN, FRÖKEN KANÍNA OG LJÓNSUNGINN Svali og popp fylgja öllum seldum miðum!

The Day of the Crows Dagur krákanna

FÖSTUDAGUR 21 MARS ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR OSTWIND

16.30 (7) 18.00

LAUGARDAGUR 22 MARS ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR BENJAMÍN DÚFA ALÞJÓÐLEGAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR 2

ANTBOY BELIEVE ON THE WAY TO SCHOOL ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR THE WEIGHT OF ELEPHANTS ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR GERÐAR AF UNGLINGUM FYRIR UNGLINGA

(L)

14.00, 16.00 14:00

(7)

14.00

(5) (7) (6) (12)

16.00 16.00 18.00 18.00 20.00

(12)

20.00

(3)

(10)

20. - 30 20

(Belgía – Frakkland – Lúxemborg – Kanada 2012 / Aldur 7+ / enskur texti / 96 mín)

Stórbrotin teiknimynd um dreng sem elst upp í hjarta skógarins. Drengurinn þróar með sér hæfileika til að sjá og fylgja leiðbeiningum andanna sem búa í skóginum. Þegar faðir hans verður fyrir slysi neyðist drengurinn til að leita út fyrir skóginn og þá hefjast ævintýrin fyrir alvöru.

On the Way to School Á leið í skólann (Frakkland 2013 / Aldur 6+ / íslenskur texti / 77 mín)

Þessi gríðarlega vinsæla heimildarmynd segir frá þeim Jackson frá Kenía, Carlito frá Argentínu, Zahira frá Marakkó og Samuel frá Indlandi sem eiga það eitt sameiginlegt að þurfa að ferðast hrikalega langar vegalengdir til þess eins að komast í skólann.

SUNNUDAGUR 23 MARS ANTBOY SKÝJAHÖLLIN

(5) (L)

14.00 14.00

LITLA LIRFAN LJÓTA OG ÞRJÁR STUTTMYNDIR

(L)

14.00

(10) (3)

16.00 16.00

(L)

16.00

GOONIES - SVEPPI OG VILLI ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR PÓLSKAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR THE KID

SVEPPI OG VILLI KÍKJA Í HEIMSÓKN Á SUNNUDAGINN OG TALSETJA UPPÁHALDS MYNDINA SÍNA –THE GOONIES– Á STAÐNUM.

(6)

18.30

ALÞJÓÐLEGAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR 3

(10)

18.00

CLARA AND THE SECRET OF THE BEARS

TILVALIÐ FYRIR FORELDRA AÐ MÆTA MEÐ BÖRNUNUM OG ENDURUPPLIFA ÞESSA FRÁBÆRU MYND

(8)

20.00

SUNNUDAGINN 23. MARS KL. 16.00

ANTBOY CLARA AND THE SECRET OF THE BEARS ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR GERÐAR AF UNGLINGUM FYRIR UNGLINGA THE WEIGHT OF ELEPHANTS

Ostwind – Austanvindur (Þýskaland 2013 / Aldur 7+ / enskur texti / 105 mín)

Þessi fallega saga gerist á þýskum hestabúgarði. Unglingsstúlkunni Mika, er komið fyrir á hesta búgarði hjá ömmu sinni. Þar kemst Mika í kynni við villtan hest sem enginn ræður við, þar til Mika kemur í sveitina.

MÁNUDAGUR 24 MARS ANTBOY OSTWIND

(5) 18.00 (7) 18.00

ALÞJÓÐLEGAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR 1

(5) 18.00

THE WEIGHT OF ELEPHANTS

(12) 20.00

(3)

14.00, 18.00 18.00

(7)

(10)

18.00

(5)

18.00

(8)

18.00

(12)

18.00

(12)

20.00

FIMMTUDAGUR 27 MARS

ÞRIÐJUDAGUR 25 MARS ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR DAY OF THE CROWS ALLIR VELKOMNIR & FRÍTT INN ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR

MIÐVIKUDAGUR 26 MARS

ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR (3) (6) ON THE WAY TO SCHOOL

18.00 18.00

ALÞJÓÐLEGAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR 2

20.00

(5)

FÖSTUDAGUR 28 MARS

z ANTBOY BELIEVE

(5) (7)

18.00 18.00

ALÞJÓÐLEGAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR 3

(10)

18.00

THE WEIGHT OF ELEPHANTS

(12)

20.00


The Weight of Elephants Þyngd fílanna

SUNNUDAGUR 30 MARS

(Nýja Sjáland – Danmörk – Svíþjóð 2013 / Aldur 12+ / enskt tal / 83 mín)

Adrian er viðkvæmur og einmana 10 ára drengur. Hann býr hjá ömmu sinni og veikum frænda. Þegar jafnaldra ha ns , Ni co l e, f lyt u r í götuna hefst merkilegur vinskapur þeirra á milli.

Heillandi heimur Manga hryllingsmynda opnast upp fyrir unglingunum í hinni sígildu

Vampire Hunter D: Bloodlust (2000) 29. mars kl. 20.00

0. MARS 014

LAUGARDAGUR 29 MARS (5) ANTBOY 14.00, 18.00 (6) ON THE WAY TO SCHOOL 14.00 Sendiráðið Lýðveldísins Póllands í Reykjavík

Clara and the Secret of the Bears

Klara og leyndarmál bjarndýranna (Sviss 2012 / Aldur 8+ / enskur texti / 93 mín)

Hin 13 ára Clara býr við rætur svissnesku Alpanna. Fljótlega áttar hún sig á að það liggur bölvun yfir sveitabænum. Til að aflétta henni þarf Clara að koma á sáttum á milli manna og náttúru.

LITLA LIRFAN LJÓTA OG ÞRJÁR STUTTMYNDIR

(L)

14.00

ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR

(3)

16.00

ALÞJÓÐLEGAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR 2

(5)

16.00

(L) (6)

(7)

16.00 18.00 18.00

(12)

20.00

(8)

20.00

(15)

20.00

SKÝJAHÖLLIN THE KID BELIEVE ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR GERÐAR AF UNGLINGUM FYRIR UNGLINGA CLARA AND THE SECRET OF THE BEARS MEMORIA OG VAMPIRE HUNTER D: BLOODLUST

Alþjóðlegar verðlaunastuttmyndir – 1 (Aldur 5+ / án tals/ 54 mín)

Í pakkanum fyrir yngstu börnin eru sjö myndir frá fjórum löndum. Á meðal þeirra er franska perlan Monsterbox sem segir frá lítilli stúlku sem leitar af þaki yfir höfuðið á skrímslunum sínum.

Alþjóðlegar

ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR DAY OF THE CROWS PÓLSKAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR ANTBOY BENJAMÍN DÚFA

(3)

14.00

(7)

14.00

(L)

14.00

(5) (L)

16.00 16:00

ALÞJÓÐLEGAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR 1

(5)

16.00

OSTWIND SAFETY LAST ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR

(7) (L) (10)

18.00 18.00 18.00

ALÞJÓÐLEGAR VERÐLAUNASTUTTMYNDIR 3

(10)

20.00

THE WEIGHT OF ELEPHANTS

(12)

20.10

Believe Fótboltadraumar (Bretland 2013 / Aldur 7+ / íslenskur texti / 94 mín)

Stórkostleg mynd um dreng í Manchester árið 1984 sem á sér draum að keppa á stórmóti í fótbolta. Hjálpin berst úr óvæntri átt þegar Manchester United þjálfarinn Matt Busby tekur það að sér að aðstoða liðið við að komast alla leið.

Antboy (Danmörk 2013 / Aldur 5+ / íslenska / 77 mín)

Hinn 12 ára gamli Palli er bitinn af maur og öðlast við það ofurhetjukrafta. Með hjálp vinar síns,Vilhjálms, lærir hann að beita þessum kröftum. Eins og í sannri ofurhetjumynd líður ekki á löngu þar til illmennið flóin stígur fram á sjónarsviðið og hefst þá barátta góðs og ills fyrir alvöru.

verðlaunastuttmyndir – 2 (Aldur 7+ / án tals / 50 mín)

Pólskar verðlaunastuttmyndir –

Hér er í boði sýnishorn frá öllum heimshornum. Þar á meðal er hollenski gullmolinn Granny Lane sem er heldur betur skemmtileg útgáfa af klassísku sögunnu um skjaldbökuna og hérann.

(Pólland/ klassískar teiknimyndir / allur aldur/ án tals)

Klassískar pólskar teiknimyndir frá sjöunda og áttunda áratugnum. Myndirnar eru án tals, hreyfimyndagerð frá Austantjaldslöndunum eins og hún gerist best.

Camera Obscura

Camera obscura er 2500 ára gömul myndavélatækni. Gestir og gangandi geta farið fjórir saman inn í rýmið og horft á fjögurra mínútna sýningu.

KL 15:30 LAUGARDAG 22. MARS & SUNNUDAG 23. MARS

Alþjóðlegar verðlaunastuttmyndir – 3 (Aldur 10+ / enska/franska/spænska / 46 mín)

Sex alþjóðlegar verðlauna- myndir frá fjórum löndum verða sýndar. Það ætti engin að láta framhjá sér fara tilvistarkreppu flamingófuglsins í þýsku perlunni Flamigo Pride sem er á meðal myndanna.

LITLA LIRFAN LJÓTA & ÞRJÁR STUTTMYNDIR – (Allur aldur/ án tals og íslenska)

Verðlaunastuttmyndir fyrir yngstu börnin. Ásamt Íslensku perlunni “Litlu lirfuna ljótu” gerum við góða skemmtun betri og bætum við þremur frábærum smábarnateiknimyndum.

Antboy hlaut nýlega RÓBERTS VERÐLAUN DÖNSKU KVIKMYNDAAKADEMÍUNNAR

2014 sem

BESTA BARNAMYNDIN


58

heilabrot

Helgin 21.-23. mars 2014

Spurningakeppni fólksins 1. Hvað heitir aðalpersóna bókarinnar „Vefarinn mikli frá Kasmír“ eftir Halldór Laxness? 2. Hvort liðið valdi Farid Zato, Tógómaðurinn sem hafði skrifað undir samning við tvö íslensk knattspyrnulið fyrir næsta leiktímabil? 3. Að hvaða líkamsparti leitaði breska lögreglan á þjóðvegi í síðustu viku sem grunur lék á að skorinn hefði verið af manni? 4. Í hvaða stöðuvatni á Íslandi eru flestar eyjar? 5. Hver er bæjarstjóri Garðabæjar? 6. Hver er síðasti skiladagur skattframtals ef ekki er sótt um frest? 7. Í hvaða haf rennur stórfljótið Volga? 8. Hvað heitir bragarháttur vísu sem má lesa afturábak jafnt sem áfram? 9. Hvað hét listakonan sem gerði höggmyndina Hafmeyjuna sem sat í Tjörninni áður en hún var sprengt í loft upp árið 1960? 10. Hvað var merkilegt við stúlkubarn eitt sem fæddist í Nýju Delhi á dögunum? 11. Hvaða tveir íslensku handboltamenn leika með Parísarliðinu PSG? 12. Hvað mælir einingin ljósár? 13. Hvað kostar núna að skoða Kerið í Grímsnesi? 14. Hvað heitir formaður Félags framhaldsskólakennara? 15. Hvaða breska ofurfyrirsæta var á landinu um helgina?

 Sudoku 1. Pass.

9. Nína Tryggvadóttir.

2. Valur.

10. Hún var með tvö höfuð.

3. Getnaðarlimur.

12. Vegalengd.

5. Gunnar Einarsson. 6. 21. mars.

11. Snorri Steinn og Guðjón Valur.

4. Mývatn.

7

5 7

14. Pass. 15. Delevinge.

7. Svartahaf.

9

6 9 4 3

6 8 3

13. 500 kr.

9 3

2 6

4 1 7 5

8. Jafnhenda.

fulltrúi sýslumanns á Selfossi.

1. Pass. 2. KR.

5 8 1 4

?

 7 Stig

Gunnar Örn Jónsson

9. Nína Sæmundsson.

 Sudoku fyrir lengr a komna

10. Pass.

3. Getnaðarlimur

Róbert Gunnarsson.

5. Gunnar Einarsson.

7

11. Ásgeir Örn Hallgrímsson og

4. Pass.

12. Vegalengd.

5 1

9

3 9 9 8 2

14. Aðalheiður Steingrímsdóttir.

7. Svartahaf. 8. Sléttubönd.

15. Pass.

4 8 5 1 3 1 6 3

 8 Stig

Kjartan Guðmundsson hjá morgunútvarpi RÚV.

?

 Svör

1. Steinn Elliði. 2. KR. 3. Typpi. 4. Mývatni. 5. Gunnar Einarsson. 6. 21. mars. 7. Kaspíahaf. 8. Sléttubönd. 9. Nína Sæmundsson. 10. Hún var með tvö höfuð. 11. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson. 12. Vegalengd. 13. 350 kr. 14. Aðalheiður Steingrímsdóttir. 15. Cara Delevingne.

Gunnar Örn skorar á Helga Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóra Biobús.

1 4 9

13. 600 kr.

6. 1. apríl.

2

4

6 5 1

6 5

8

 kroSSgátan 181

TÖFRAÞULA

UMHVERFIS

TVEIR EINS

FJÖTRA

VERÐSKULDUÐ

FÓTABÚNAÐUR SAMEINA

FRESTUR

GUSAST NÁLÆGT

 lauSn

KAUPUM

mynd: Andrew Bossi, Flickr (cc By-sA 2.0)

180

Gamlar Teiknimyndabækur {Hljómplötur} {Postulín} {Silfur} {Sjóminjar} {Gamla síma}…

HÁLFAPI

H E A R P S E I T S L A F A M A N I S N N I J Á A S R Á K L I A F L G A A H T E I

L E M Ú R

TVEIR EINS HANDA

MATJURT SETJA RÖNDUM

SPÍRUN TUÐA

Ú R Ö G A S N G U R

ÁSÝNDAR SÖNGLA

TAMNING

ÓLÆTI

BETLARI

HAFNARFIRÐI 552-8222 / 867-5117

VEIRUSÝKING

FÉFLETTA

UMSJÓN

SVAKA

TALA

HARMUR

Á T R E G T I

RAFMAGN

PÁFAGAUK MÁLMUR

T A U T A

Á L U N EGGJA HLAND

P I M S O S T T A A F A Á R N

FRAMKVÆMI FÓTÞURKA

RISPAN HARLA

TEMJA UTAN

FLEINN

KYRTLA

GANGÞÓFI

SJÓÐA SVARI

SVIK

LEIFÐ

KLINGJA GLÖSUM KOMAST

BRYNNING

MISMUNUR

GRAS

VÆTTA

FARFA

STEINTEGUND

VÍRUS Í RÖÐ

LEIKUR

ÚTUNGUN

K L A K HLUTAFÉLAG ÞEKKI

V E I T HRAÐAÐ VÖNTUN

V A N

Ö U N N A R R K I S R A S Á Á L H F Ö T F N B F L E I R K N

ANNRÍKI

EFTIRFARANDI RÖLT

SNÁÐA

TRÖLLA

BETLAR Í RÖÐ

AFHENDIR SVANUR

ÚTDRÁTTUR

SKIPSHÖFN

EINSKÆR LJÓMI

GLAMPI

Í RÖÐ

FJÖGUR

KÖLSKI

O R N F A R A Æ S T I Ð P A T T A A A Ð T Á R N Í K I R U M A Ý G A F S T G R I P A A A B A N G N U N A A L G E R G L I T D S V O Ý T T R R A I Ð P Ú Ð I S A T A N ÁKEFÐ

SIGAÐ

MATJURT

SKIPAÐ NIÐUR

SKRIFARI

STUNDIR

TIL

ÁFERGJA

LÍTILL SOPI

DÝRAHLJÓÐ

NÚA

HOPP mynd: mPF (CC By-SA 3.0)

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

GILDRA

FESTA

ÚT

GRÖM

UPPVAXANDI

AN

SEYTLAR

ÞVAÐUR

KJÁNI

Á FÆTI

SAMTÖK

BIT

MÆLIEINING

NÝJA

SKURÐBRÚN

VONDUR

TVEIR

HÁR

STRÍÐNI

SÁLARKVÖL

HVELLUR

ÆTT SPENDÝRA

SKAMMSTÖFUN

UMMÆLIN

EIND FLATFÓTUR

DANS

TIGNA

VIÐKVÆMNI

ÞVÆLA

SAMTÖK

EINGÖNGU

HNAPPUR ANDA

SÍÐAN

MISSA

SVELGUR

SPRIKL

STEFNA

LÍÐA VEL

HANGA

SÍGA

HANDA

VÖKNA

KODDI

TVÍHLJÓÐI

HREYFA

STORKUN

DÝRAHLJÓÐ

STEINTEGUND

LISTI MEST

MERKJA

ÓVILD

NÁÐHÚS

All fe t ve rmin fyr is g i 20 luna ar­ r 14

YFIRSTÉTT

GÆTA

URGA

FYRIRVAF

sjá www.noatun.is

Í RÖÐ

AÐRAKSTUR

STANDAST Á

ANGAÐI

HAFGOLA

SVARI

FÓSTRA

FLÝTIR

TUNNU

VOPN

BERJA

FISKA

POKA

STEINTEGUND

MÚTTA

GOGG

FLÍK

ÓHREINKA

TIKKA

SKYNFÆRI

KYRRÐ

RÚN INNILEIKUR

SEFAST Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

NÚMER

SLAGA

AÐ AUKI

HRATT

ÞREPA

FORMÓÐIR

ÓSKERTAR

Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna!

GAULA LEGGJA SLITLAG

LAND

KOMAST

STRITA

SVÍKJA

BARDAGI


MEISTARAVERK

„Þetta er flott bók.“ Egill Helgason, Kiljan, 12. febrúar 2014

„Það sem heillar mig við þessa bók er hvað hún er óskaplega fallega skrifuð og hvað þetta er sterk ástarsaga.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan, 12. febrúar 2014

„… þá er Bara börn einlæg og hrífandi frásögn sem allir áhugamenn um tónlist, myndlist og dægurmenningu liðinna áratuga hljóta að njóta að lesa.“

✶✶✶✶ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðið, 3. janúar 2014

„Þetta er bók sem enginn sem nýtur þess að lesa góða og áhrifamikla sögu á góðu máli ætti að missa af … Ein fallegasta og áhrifamesta ástarsaga síðustu aldar sett fram á ógleymanlegan hátt.“

✶✶✶✶ Friðrika Benónýsdóttir, Fréttablaðið, 6. janúar 2014

Metsölubókin Bara börn eftir Patti Smith Nú er tækifæri til að eignast áritað eintak. Fæst í Eymundsson Austurstræti, Suðurkringlu og Akureyri.

TAKMARKAÐ UPPLAG! salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík


60

stjörnufréttir

Helgin 21.-23. mars 2014

Bardagaumferðir hefjast í The Voice Blindprufurnar eru að baki í The Voice og nú er kominn tími fyrir keppendur að stíga í hringinn og berjast um pláss í næstu umferð. Í bardagaumferðunum þurfa þjálfararnir að fækka keppendum sínum úr tólf í sex með því að láta tvo og tvo berjast um áframhaldandi þátttöku. Sá sem tapar fer þó ekki endilega heim, því hinir þjálfararnir geta nappað honum yfir í sitt lið. The Voice er á dagskrá SkjásEins á föstudögum klukkan 20.30.

Allir vinirnir farnir úr skóginum Keppnisskapið hefur sprungið út hjá þeim þátttakendum sem eftir eru í The Biggest Loser Ísland og er óhætt að segja að keppendur séu farnir að sjá glitta í sigurinn. Í síðustu viku var Þór Viðar sendur heim og

Funheit morðgáta

núna eru aðeins fjórir keppendur eftir. Þau Siggi, Jóhanna, Hrönn og Anna Lísa berjast um þrjú laus sæti í tvöföldum lokaþætti sem sýndur verður í beinni útsendingu frá Ásbrú fimmtudagskvöldið 3. apríl.

Ice Cream Girls er bresk framhaldsþáttaröð í þremur hlutum sem fer í loftið á SkjáEinum í næstu viku. Þættirnir fjalla um tvær unglingsstelpur, Serenu og Poppy, sem árið 1995 eru ásakaðar um að myrða kennara sinn, Marcus Hansley. Leiðir þeirra

skilja og lifa þær mjög frábrugðnu lífi en 17 árum síðar hittast Serena og Poppy á ný og við fylgjumst með því þegar þær rifja upp hvað raunverulega gerðist, hvor með sínum hætti. Fyrsti þátturinn er á dagskrá miðvikudagskvöldið 26. mars klukkan 21.15.

Matarveisla í apríl HÁDEGISTILBOÐ

S

Aðeins 699-kr.

kjárEinn sýnir vandaða þætti um hina stórskemmtilegu Food and fun-matarhátíð þar sem herdeild erlendra matreiðslumeistara gerði innrás í íslenska veitingahúsaflóru. Hátíðin var haldin í lok febrúar og meðan á henni stóð tók fjöldi veitingahúsa í Reykjavík á móti erlendum gestakokkum í hæsta gæðaflokki sem sáu um fjögurra rétta matseðla í tæpa viku. Alþjóðleg dómnefnd stórkokka flakkaði svo á milli veitingastaða, bragðaði á kræsingunum og dæmdi alla réttina af djúpri þekkingu þar til að eftir stóð einn uppi sem sigurvegari. Eðalkokkurinn og matgæðingurinn Siggi Hall er áhorfendum SkjásEins að góðu kunnur en hann tók þátt í dómarastarfinu á hátíðinni. Við fylgjum Sigga eftir þar sem hann leiðir áhorfendur SkjásEins gegnum herlegheitin í tveimur þáttum sem sýndir verða sunnudaginn 9. apríl klukkan 19.55 og mánudaginn 10. apríl klukkan 20.00.

Lítill bátur eða salat m/kjúkling / roastbeef & gos/Kristall að eigin vali

Miðstærð af bát

Aðeins 999-kr.

12” pizza 2 álegg Aðeins 999-kr.

Nýbýlavegi 32 S:577 577 3 supersub.is

Börn hjálpa börnum Hin árlega söfnun ABC barnahjálpar „Börn hjálpa börnum“ stendur yfir frá 21. mars til 13. apríl. Á því tímabili munu grunnskólabörn ganga í hús með bauka og safna fyrir byggingu heimavistar fyrir stúlkur í Pakistan.

Vinsamlegast takið vel á móti börnunum.

ABC Barnahjálp Síðumúla 29 • 108 Reykjavik Sími 414 0990 • Bréfsími 414 0999 abc@abc.is • www.abc.is

Gravity í SkjáBíó og leikur á K100 Mynd vikunnar er Gravity með stórstjörnunum Söndru Bullock og George Clooney, en hún er nú komin inn í SkjáBíó. Gravity sló í gegn á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð og sópaði til sín sjö verðlaunum. Leikstjóri myndarinnar, Alfonso Cuarón, krækti sér í verðlaun fyrir bæði leikstjórn og

klippingu en auk þess hlaut myndin meðal annars verðlaun fyrir sjónrænar brellur. Í tilefni þessa stendur Þór Bæring hjá K100 fyrir keppni sem lýkur í dag, föstudag, þar sem hægt er að næla sér í skemmtilega vinninga tengda kvikmyndinni, ásamt aðalvinningi sem hljóðar upp á fimm frímyndir í SkjáBíó.

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS


. . . g a d í i l æ m f a nn á

Ha

1

árs afmæli

2 fyrir 1 á djús

Föstudag, laugardag og sunnudag

Takk fyrir

frábærar mótttökur Lemon

Suðurlandsbraut 4

DJ á staðnum

Hann á afmæli í dag ...

Suðurlandsbraut frá 11:00-13:00 Laugarvegi frá 15:00-17:00

árs 1afmæli Laugavegur 24

519 5555


62

sjónvarp

Helgin 21.-23. mars 2014

Föstudagur 21. mars

Föstudagur RÚV

20.05 Útsvar Reykjavík Seltjarnarnes. Spurningakeppni sveitarfélaga.

19:45 Hlustendaverðlaunin 2014 Bein útsending frá glæsilegum Hlustendaverðlaunum Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 í Háskólabíói. Kynnar Sverrir Þór Sverrisson og Saga allt fyrir áskrifendur Garðarsdóttir.

Laugardagur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:10 Crooked Arrows Kvikmynd frá 2012 með Brandon Routh í aðalhlutverki.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:10 The Tourist Bandarísk spennumynd með Johnny 4 Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum.

Sunnudagur

22.35 Ást og frelsi Óskarsverðlaunaleikstjórinn Luc Besson leikstýrir sannsögulegri mynd um Aung San Suu Kyi og eiginmann hennar rithöfundinn Mickael Aris.

21:15 Law & Order (7:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg.

15.40 Ástareldur 17.20 Litli prinsinn (13:25) 17.43 Hið mikla Bé (13:20)) 18.05 Nína Pataló (16:39) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Eldað með Ebbu (3:8) e. 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Njósnari (8:10) 20.05 Útsvar Reykjavík - Seltjarnarnes. 21.10 Tólf í pakka 2 Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með Steve Martin í aðalhlutverki. Stórfjölskyldan fer í frí og viðbúið er að það gangi ekki stórslysalaust fyrir sig. 22.45 Hamilton njósnari – Barnsránið Sænsk spennumynd um sérsveitarmanninn Carl Hamilton sem fær að reyna angistina á eigin skinni, þegar guðdóttur hans er rænt og enga hjálp 5 6 virðist vera að fá frá sænsku leyniþjónustunni. Aðalhlutverk: Mikael Persbrandt og Seba Mubarak. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.15 Baaria Sannsöguleg ítölsk verðlaunamynd byggð á minningum leikstjórans Giuseppe Tornatore og fylgst er með lífi fólks í þorpinu Bagheria á Sikiley frá 1920. Aðalhlutverk: Francesco Scianna. e. 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Sunnudagur

Laugardagur 22. mars RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.45 Landinn. e. 08:05 Malcolm In the Middle (2/22) 11.15 Útsvar e. 08:30 Ellen (165/170) 12.15 Brautryðjendur e. 09:10 Bold and the Beautiful 12.45 Djöflaeyjan e. 09:30 Doctors (20/175) 13.15 Kiljan e. 10:15 Fairly Legal (2/13) 13.55 Tony Robinson í Ástralíu (1:6) e. 11:00 Celebrity Apprentice (7/11) 14.50 Gyðingaljóðaflokkur e. Shjost. 12:35 Nágrannar 15.40 Nautnafíkn – Sykur (1:4) e. 13:00 Big Mommas allt fyrir áskrifendur 16.30 Fisk í dag e. 14:40 The Glee Project (6/12) 16.35 Skólaklíkur 15:25 Ærlslagangur Kalla kanínu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.20 Babar 15:45 Xiaolin Showdown 17.43 Grettir (20:52) 16:10 Waybuloo 17.55 Ég og fjölskyldan mín 16:30 Ellen (166/170) 18.10 Táknmálsfréttir 17:10 Bold and the Beautiful 18.20 Ævar vísindamaður (8:8) 17:32 Nágrannar 4 5 18.45 Gunnar 17:57 Simpson-fjölskyldan (5/21) 18.54 Lottó 18:23 Veður 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.25 Íþróttir 18:47 Íþróttir 19.40 Hraðfréttir e. 18:54 Ísland í dag 19.50 Grínistinn (3:4) 19:11 Veður 20.35 Árið eitt Gamanmynd með 19:20 The Simpsons Jack Black og Michael Cera. 19:45 Hlustendaverðlaunin 2014 22.10 Solomon Kane Ævintýraleg Bein útsending frá glæsimynd um hinn illskeytta legum Hlustendaverðlaunum Solomon Kane sem hefur engu Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 að tapa og þefar uppi átökin í Háskólabíói. Kynnar kvöldsins hvar sem þau er að finna. Atriði verða Sverrir Þór Sverrisson og í myndinni eru ekki við hæfi Saga Garðarsdóttir. barna. 21:40 Arbitrage 23.50 Reglur eplahússins e. 23:25 Charlie Wilson's War 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:05 Me, Myself and Irene 03:00 City of Men 04:50 Big Mommas

SkjárEinn

RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 11.00 Sunnudagsmorgunn 11:35 Big Time Rush 12.10 Grínistinn (3:4) e. 12:00 Bold and the Beautiful 12.55 Heimur orðanna – Babel (1:5) e. 13:45 Ísland Got Talent 13.55 Milli tveggja heima e. 14:35 Life's Too Short (4/7) 15.30 Skíðakappar á lyfjum e. 15:10 Stóru málin 16.30 Leiðin á HM í Brasilíu (3:16) e. 15:50 Sjálfstætt fólk (26/30) 17.00 Táknmálsfréttir 16:30 ET Weekend (27/52) 17.10 Fisk í dag e. 17:15 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur 17.20 Stella og Steinn (5:10) 17:45 Sjáðu 17.33 Friðþjófur forvitni (5:9) 18:15 Hókus Pókus (1/14) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.56 Skrípin (3:52) 18:23 Veður 18.00 Stundin okkar 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.25 Innlit til arkitekta í útlöndum 18:55 The Crazy Ones (12/22) 19.00 Fréttir 19:15 Lottó 19.20 Veðurfréttir 19:20 Two and a Half Men (10/22) 4 5 6 19.25 Íþróttir 19:45 Spaugstofan 19.40 Landinn 20:10 Crooked Arrows Kvikmynd 20.10 Brautryðjendur Sigrún frá 2012 með Brandon Routh í Svavarsdóttir aðalhlutverki. Myndin fjallar um 20.40 Stundin (2:6) ungan mann af indíánaættum 21.35 Afturgöngurnar (6:8) Ekki við sem snýr aftur á heimaslóðir en hæfi barna. er ekki vel tekið. Hann fær þó 22.35 Ást og frelsi Óskarsverðlaunatækifæri til að sanna sig sem leikstjórinn Luc Besson leikstýrir þjálfari skólaliðsins í lacrossesannsögulegri mynd um Aung íþróttinni. San Suu Kyi og eiginmann hennar 21:55 Broken City rithöfundinn Mickael Aris, en 23:40 Howl Aung sat í stofufangelsi í hartnær 01:05 Direct Contact 15 ár vegna aðkomu sinnar að 02:35 The Adjustment Bureau lýðræðisbaráttu Burma. Aðalhlut04:20 Basketball Diaries verk: Michelle Yeoh, David Thewlis 06:00 Spaugstofan og Jonathan Raggett. 00.45 Sunnudagsmorgunn e. 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 08:40 Chelsea - Galatasaray

6

06:00 Pepsi MAX tónlist 10:20 Benfica - Tottenham SkjárEinn 10:35 Dr. Phil 12:00 Skeiðgreinar - úti Beint 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:55 Top Chef (15:15) 14:55 Norwich - Sunderland Beint 12:05 Anzhi - AZ Alkmaar 12:10 Dr. Phil 12:40 Got to Dance (11:20) SkjárEinn 17:00 Meistaradeildin - meistaramörk 13:45 Napoli - Porto 14:10 Once Upon a Time (11:22) 13:30 Judging Amy (7:23) 06:00 Pepsi MAX tónlist 17:30 Þýsku mörkin 15:25 Benfica - Tottenham 14:55 Made in Jersey (8:8) 14:15 Sean Saves the World (11:18) 08:25 Dr. Phil 18:00 Indiana - Chicago allt fyrir áskrifendur 17:05 Snæfell 15:40 7th Heaven (11:22) 14:40 The Voice (7 & 8:28) 09:05 Pepsi MAX6 tónlist 19:50 Unstoppable: Bernard King 5 17:35 Grindavík - Þór Þ. 16:20 Family Guy (21:21) 16:55 Svali&Svavar (11:12) 14:30 Dogs in the City (2:6) 20:15 Grindavík - Þór Þ. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:05 Dominos deildin - Upphitun 16:45 90210 (11:22) 17:35 The Biggest Loser - Ísland (9:11) 15:20 Svali&Svavar (11:12) 21:45 Meistaradeild Evrópu 19:55 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 17:25 Parenthood (11:15) 18:35 Franklin & Bash (10:10) 16:00 The Biggest Loser - Ísland (9:11) 22:15 Evrópudeildarmörkin 2013/2014 20:25 Meistaradeild Evrópu 18:10 The Good Wife (6:22) 19:20 7th Heaven (11:22) 17:00 Minute To Win It 23:10 UFC Now 2014 20:55 Evrópudeildarmörkin 19:00 Friday Night Lights (10:13) 20:00 Once Upon a Time (11:22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:45 Dr. Phil 00:05 UFC 171 21:50 NBA - Dr. J - The Doctor 19:40 Judging Amy (8:23) 20:45 Made in Jersey - LOKAÞÁTTUR 18:25 The Millers (11:22) 4 Top Gear (2:6) 5 6 23:00 Indiana - Chicago Beint 20:25 21:30 90210 (11:22) 18:50 America's Funniest Home Vid. 02:00 Miami - Houston 21:15 Law & Order (7:22) 22:10 The Tourist 19:15 Family Guy (21:21) 22:00 The Walking Dead (12:16) 23:55 Trophy Wife (11:22) 10:20 Messan 19:40 Got to Dance (11:20) 22:45 The Biggest Loser - Ísland (9:11) 00:20 Blue Bloods (11:22) 4 5 12:056 Match Pack 20:30 The Voice (7 & 8:28) 23:45 Elementary (11:24) 01:05 Mad Dogs (1:2) 12:35 Chelsea Arsenal Beint 22:45 The Tonight Show 11:00 Hull - Man. City 00:35 Scandal (10:22) 01:55 Made in Jersey (8:8) 14:50 Cardiff Liverpool Beint 23:30 Friday Night Lights (10:13) allt fyrir áskrifendur 12:45 Aston Villa - Chelsea 01:20 The Bridge (12:13) 02:40 Friday Night Lights (10:13) 17:20 West Ham - Man. Utd. Beint 00:10 The Good Wife (6:22) 14:30 Sunderland - Crystal Palace 02:00 The Walking Dead (12:16) 03:20 The Tonight Show 19:30 Man. City - Fulham 01:00 The Tonight Show 16:15 Premier League World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 02:45 The Tonight Show 04:50 The Borgias (3:10) 21:10 Everton Swansea 02:30 Beauty and the Beast (22:22) 16:45 Messan 03:30 Pepsi MAX tónlist 05:35 Pepsi MAX tónlist 22:50 Hull WBA 03:10 Pepsi MAX tónlist 18:30 Man. Utd. - Liverpool 00:30 Norwich - Sunderland fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:10 Match Pack 02:10 Newcastle - Crystal Palace 20:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 09:10 & 15:35 Story Of Us 4 510:35 & 16:15 The River6 Why 21:10 Football League Show 2013/14 11:10 & 16:35 Honey SkjárSport 12:20 & 18:00 A League of Their Own 10:45 & 17:10 World's Greatest Dad 21:40 Fulham Newcastle 13:00 & 18:25 My Cousin Vinny 06:00 Motors TV allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 14:25 & 20:05 The Dilemma 12:20 & 18:45 The Bucket List 23:20 Everton Cardiff 15:00 & 20:25 Cheerful Weather ... 14:25 Hannover 96 - B. Dortmund 4 5 6 22:00 & 03:35 Road to Perdition 01:00 Goals of the Season 2008/2009 13:55 & 20:20 Wag the Dog 22:00 & 02:45 A Good Day To Die ... 17:40 FC Groningen - Vitesse fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:55 The Change-up fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 & 03:05 The Deep Blue Sea 23:40 13 19:40 PSV Eindh. - Roda JC Kerkade 01:45 The Dept 23:40 City of Men SkjárSport 01:10 Green Street Hooligans 2 21:40 Hannover 96 - B.Dortmund 01:25 My Bloody Valentine 06:00 Motors TV 23:40 Motors TV 4

5

6

4

5

6

Fáðu meira út úr Fríinu Bókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is

T Ú R I S T I

4


sjónvarp 63

Helgin 21.-23. mars 2014  Sjónvarp MiniSeríur eru hið fullkoMna forM

23. mars STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 12:15 60 mínútur (24/52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 14:00 Spaugstofan 14:25 Heimsókn 14:50 Modern Family (3/24) 15:15 How I Met Your Motherallt (22/24) fyrir áskrifendur 15:40 The Big Bang Theory (7/24) 16:05 Um land allt fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:40 Léttir sprettir 17:10 Geggjaðar græjur 17:30 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 18:55 Sportpakkinn (30/50) 19:10 Sjálfstætt fólk (27/30) 19:45 Ísland Got Talent 20:30 Mr. Selfridge (6/10) 21:15 The Following (9/15) 22:00 Shameless (1/12) 23:00 60 mínútur (25/52) 23:45 Mikael Torfason - mín skoðun 00:30 Daily Show: Global Edition 00:55 Nashville (11/22) 01:40 The Politician's Husband 03:25 American Horror Story: Asylum 04:10 Mad Men (12/13) 05:00 Mr. Selfridge (6/10) 05:45 Fréttir

Meira fyrir minna Míníseríur eru hið fullkomna sjónvarpsefni. Heilar þáttaraðir eru of langar til að halda utan um eina sögu og bíómyndir eru of stuttar. Míníseríur upp á 5 - 10 þætti eru einhvernvegin hin fullkomna lengd. Persónur og plott ná í gegn án of mikils flýtis og nógu fljótt til að enginn vill hengja sig úr leiðindum. Þegar framleiðendur ná að gera góða míníseríu, eins og True Detective sem Stöð tvö sýndi undanfarnar vikur, hverfist líf sjónvarpssjúklinga um þáttinn. Best er að geyma sér nokkra þætti og taka þá í beit á voddinu. Það versta við það plan er þó að þættirnir detta 5

6

· FERMINGARTILBOÐ · Fermingartilboð á Draumey og Draumfara einbreiðum heilsurúmum

09:45 Anzhi - AZ Alkmaar 11:25 Skeiðgreinar - úti 13:55 Dortmund - Zenit 15:35 Man. Utd. - Olympiakos 17:15 Meistaradeildin - meistaramörk 18:00 Kiel - Magdeburg 19:20 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 19:50 Real Madrid - Barcelona Beint 22:00 Dominos deildin - Upphitun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:50 Napoli - Porto 00:30 Real Madrid - Barcelona

4

SkjárSport

Verð frá

79.442

4

08:20 Hull - WBA 10:00 Chelsea - Arsenal 11:40 West Ham - Man. Utd. 13:20 Tottenham - Southampton Beint allt fyrir áskrifendur 15:50 Aston Villa - Stoke Beint 18:00 Cardiff - Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:40 Tottenham - Southampton 21:20 Aston Villa - Stoke 23:00 Man. City - Fulham 00:40 Everton - Swansea

5

2 AF

5

út eftir þrjár vikur þannig að eins gott er að passa upp á að telja rétt – til að missa örugglega ekkert úr. Þá getur verið sniðugt að nýta sér öpp eins og OZ-appið. Það passar að ekkert hverfi eftir þriðju vikuna og fyrir þá sem geta gengið með heyrnartól á kaffistofunni og passað að láta ekki asna á intervefnum ljóstra upp um plottið er náttúrlega best að bíða bara seríuna af sér. Poppa og kaupa ís senda krakkana í næturpössun og horfa svo á öll herlegheitin yfir helgi. Það er þó nóg til að æra óstöðugan ef upp kemur To be continued í lokin. Haraldur Jónasson

S

5 0

TT LÁ

UR

ÖL AF

0% 6

M LU

HE

ILS

ÚM UR

UM

6

06:00 Motors TV 12:00 PSV - Roda JC Kerkade 14:00 FC Groningen - Vitesse 16:00 Hannover 96 - B.Dortmund 18:00 PSV - Roda JC Kerkade 20:00 FC Groningen - Vitesse 22:00 Motors TV

FA G L E G R Á Ð G J Ö F O G

FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu

faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga!

VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM

Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is


64

menning

Helgin 21.-23. mars 2014  tónlist hátt í hundr að ungmenni á tvennum tónleikum

leikhusid.is

SVANIR SKILJA EKKI –„Bráðfyndin og skemmtileg sýning...“ Fréttablaðið

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 Aukas. Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/3 kl. 20:00 Lokas. Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar!

SPAMALOT (Stóra sviðið)

Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 16.sýn Fim 10/4 kl. 19:30 23. sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/4 kl. 19:30 24. sýn Fim 27/3 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/4 kl. 19:30 25. sýn Fös 28/3 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/4 kl. 19:30 22. sýn Sun 13/4 kl. 19:30 26. sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur!

Svanir skilja ekki (Kassinn)

Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 3/5 kl. 19:30 22. sýn Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn Fim 27/3 kl. 19:30 13.sýn Lau 12/4 kl. 19:30 aukas. Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 10/5 kl. 19:30 25. sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Fös 2/5 kl. 19:30 21. sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.

Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)

Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Fös 28/3 kl. 20:00 42.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fös 28/3 kl. 22:30 43.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 20:00 44.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 22:30 45.sýn Mið 26/3 kl. 20:00 40.sýn Fim 3/4 kl. 20:00 46.sýn Fim 27/3 kl. 20:00 41.sýn Fös 4/4 kl. 20:00 47.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

Litli prinsinn (Kúlan)

Lau 5/4 kl. 14:00 Frums. Lau 12/4 kl. 14:00 5.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 2.sýn Lau 12/4 kl. 16:00 6.sýn Sun 6/4 kl. 14:00 3.sýn Sun 13/4 kl. 14:00 7.sýn Sun 6/4 kl. 16:00 4.sýn Sun 13/4 kl. 16:00 8.sýn Eitt ástsælasta bókmenntaverk liðinnar aldar.

Flytja mansöng Jórunnar Viðar Hátt í hundrað ungmenni í Háskólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytja Mansöng fyrir Ólafs rímu Grænlendings eftir Jórunni Viðar á tvennum tónleikum um helgina. Jórunn Viðar varð 95 ára í desember síðastliðnum og eru tónleikarnir ekki síst haldnir til þess að heiðra þennan merka frumkvöðul í tónlistarlífi landsmanna. Man-

söngur Jórunnar hefur tvisvar áður verið fluttur með píanói en verður nú í fyrsta sinn fluttur í upprunalegri gerð með strengjasveit. Þá hljómar á tónleikunum fiðlukonsert eftir Mendelssohn en einleikari er Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir. Að lokum leikur hljómsveitin sinfóníu nr. 9 eftir Antonin Dvorak sem kölluð er Til nýja heimsins.

Einleikarinn Geirþrúður Ása stundaði ná m v ið Tónl ist a r skólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og síðan í Austurríki. Hún er nú við framhaldsnám í Bandaríkjunum. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Tónleikarnir í Reykholtskirkju verða í dag, föstudag, klukkan 20 en í Langholtskirkju á laugardag klukkan 17.

Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir leikur einleik á fiðlu á tvennum tónleikum um helgina.

 Ferjan nýtt íslenskt leikverk í Borgarleikhúsinu Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri Ferjunnar og nýráðinn leikhússtjóri.

Fös 4/4 kl. 22:30 48.sýn Lau 5/4 kl. 20:00 49.sýn Lau 5/4 kl. 22:30 50.sýn Fim 10/4 kl. 20:00 51.sýn Fös 11/4 kl. 20:00 52.sýn Fös 11/4 kl. 22:30 53.sýn

Mynd/Hari

Lau 26/4 kl. 14:00 9.sýn Lau 26/4 kl. 16:00 10.sýn

ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 23/3 kl. 13:00 Aukas. Allra síðasta sýning.

Aladdín (Brúðuloftið)

Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára.

551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS

Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn

MIDASALA@LEIKHUSID.IS

Stýrir stefnulausu skipi Óskasteinar – Alla síðustu sýningar! Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)

Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta

Mið 30/4 kl. 20:00 Lau 3/5 kl. 20:00 Sun 4/5 kl. 20:00 Fim 8/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00

Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið)

Fim 3/4 kl. 20:00 gen Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k Fös 4/4 kl. 20:00 frum Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 lokas Þungarokksleikhús sem drífur upp í ellefu! Aðeins þessar sýningar

Óskasteinar (Nýja sviðið; Hof)

Fös 21/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00 Lau 29/3 kl. 20:00 í Hofi Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Sýnt í Hofi 29/3. Síðustu sýningar!

Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið)

Fös 11/4 kl. 20:00 frums Lau 26/4 kl. 20:00 4.k Fim 8/5 kl. 20:00 Fös 2/5 kl. 20:00 5.k Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 12/4 kl. 20:00 2.k Lau 3/5 kl. 20:00 6.k Sun 13/4 kl. 20:00 3.k Fös 25/4 kl. 20:00 aukas Sun 4/5 kl. 20:00 aukas Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012

Ferjan (Litla sviðið)

Fös 21/3 kl. 20:00 frums Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Þri 25/3 kl. 20:00 aukas Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Mið 26/3 kl. 20:00 2.k Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Fim 27/3 kl. 20:00 aukas Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Fös 28/3 kl. 20:00 3.k Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Lau 29/3 kl. 20:00 aukas Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Þri 1/4 kl. 20:00 4.k Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Mið 2/4 kl. 20:00 aukas Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Fyrsta leikrit eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

Hamlet litli (Litla sviðið)

Lau 12/4 kl. 14:00 frums Sun 27/4 kl. 14:30 3.k Sun 27/4 kl. 13:00 2.k Sun 4/5 kl. 13:00 4.k Shakespeare fyrir alla fjölskylduna

Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k

Sun 4/5 kl. 14:30 5.k

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)

Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld Ferjuna, nýtt íslenskt leikverk eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikstjórn nýráðins Borgarleikhússtjóra, Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið fjallar um samskipti fólks um borð í gömlu stefnulausu skipi í skugga hamfara á Íslandi.

k

ristín Marja Baldursdóttir er leikritaskáld Borgarleikhússins þetta árið en hún er einn okkar ástsælustu rithöfunda og hafa bækur eins og Karítas án titils, Óreiða á striga og Mávahlátur notið gífurlegra vinsælda. Kristín Marja hefur átt í nánu samstarfi og samtali við starfsmenn leikhússins síðasta árið og Ferjan er afrakstur þeirrar vinnu.

Mannleg samskipti í stefnulausu skipi

Ferjan er samtímaverk sem fjallar um Íslendinga sem búa erlendis en þurfa að komast til Íslands. Flugsamgöngur liggja niðri vegna eldgoss á Íslandi svo þau neyðast til að ferðast heim saman á skipi. Skipið er gamall dallur sem er að sigla sína síðustu ferð og samskipti farþeganna taka óvænta stefnu í annars stefnulausu skipinu. „Það fara að gerast undarlegir hlutir um borð í skipinu og fólk þarf að takast á við sjálft sig. Kristín Marja er hér að skoða mannleg samskipti og samskipti kynjanna. Konunum er troðið saman í litla káetu á neðsta farrými á meðan karlarnir hafast við uppi á barnum að skemmta sér. Þær ákveða að fara upp og taka yfir barinn og þá fer allt af stað,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri verksins. „Vytautas Naubutas gerir leikmyndina og hún er alveg stórkostleg. Hún er eins og skip og er samsett úr flekum og gormum en undir því liggur svo vatn. Þannig að þegar þú stígur á flekunum þá veltur þú eins og á skipi. Þetta er svo raunverulegt að ég hef eiginlega verið hálfsjóveik á æfingunum. Svo hanga öll borð og sæti í keðjum svo maður fær virkilega skemmtilega tilfinningu fyrir skipinu sjálfu. Útkoman er mjög myndræn og skemmtileg.“

Kristín Eysteinsdottir segir leikmynd Vytautas Naubutas vera stórkostlega myndræna upplifun.

Vill vera í tengslum við frumkraft leikhússins Kristín hefur verið fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið síðan 2008 en mun taka við leikhússtjórastöðunni á mánudag, eftir að hafa siglt Ferjunni í höfn. „Ég fékk verkið í hendurnar frá Magnúsi Geir, fyrrverandi leikhússtjóra en eftir ráðninguna þá var samkomulag milli mín og stjórnarinnar um að ég tæki við nýju stöðunni eftir að hafa klárað þessa vinnu,“ segir Kristín sem finnst mikilvægt að hlúð sé vel að íslenskri leikritun. .„Það hefur verið gert gott starf í íslenskri leikritun en spurningin er kannski hvernig við hlúum að höfundum í því samhengi, t.d. hversu mikinn tíma verk fá í vinnslu.“ Hún hlakkar til að takast á við nýja starfið og hefur tekið þá ákvörðun að taka ekki að sér neina leikstjórn fyrsta árið. „Mig langar bara að ná fullum tökum á starfinu og setja mig vel inn í það. En í framhaldinu stefni ég á að leikstýra kannski einu verki á ári. Ég held það sé bara mjög ákjósanlegt fyrir mig sem leikhússtjóra að vera í tengslum við frumkraftinn í sköpuninni innan hússins.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Frumsýning í kvöld kl. 20

fös 21/3 kl. 20 UPPSELT þri 25/3 kl. 20 aukasýn. mið 26/ 3 kl. 20 UPPSELT fim 27/3 kl. 20 UPPSELT fös 28/3 kl. 20 UPPSELT lau 29/3 kl. 20 UPPSELT þri 1/4 kl. 20 UPPSELT mið 2/4 kl. 20 UPPSELT lau 5/4 kl. 20 UPPSELT sun 6/4 kl. 20 UPPSELT fös 11/4 kl. 20 UPPSELT

lau 12/4 sun 13/4 fös 25/4 lau 26/4 sun 27/4 þri 29/4 mið30/4 fös 2/5 lau 3/5 sun 4/5 þri 6/5

kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.

20 20 20 20 20 20 20 20 20 20 20

UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT aukasýn. UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT

mið 7/5 kl. 20 UPPSELT fim 8/5 kl. 20 aukasýn. fös 9/5 kl. 20 UPPSELT sun 11/5 kl. 20 UPPSELT mið 14/5 kl. 20 UPPSELT fim 15/5 kl. 20 UPPSELT fös 16/5 kl. 20 UPPSELT lau 17/5 kl. 20 UPPSELT sun 18/5 kl. 20 UPPSELT þri 20/5 kl. 20 UPPSELT mið 21/5 kl. 20 aukasýn.

fim 22/5 kl. 20 UPPSELT fös 23/5 kl. 20 UPPSELT lau 24/5 kl. 20 aukasýn. sun 25/5 kl. 20 UPPSELT þri 27/5 kl. 20 UPPSELT mið 28/5 kl. 20 UPPSELT fim 29/5 kl. 20 UPPSELT fös 30/5 kl. 20 aukasýn. lau 31/5 kl. 20 UPPSELT sun 1/6 kl. 20 UPPSELT þri 3/6 kl. 20 UPPSELT

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

mið 4/6 fim 5/6 fös 6/6 lau 7/6 mið 11/6 fim 12/6 fös 13/6 lau 14/6

UPPSELT kl. 20 UPPSELT kl. 20 aukasýn. kl. 20 UPPSELT kl. 20 UPPSELT kl. 20 UPPSELT kl. 20 aukasýn. kl. 20 aukasýn. kl. 20 aukasýn.


66

menning

Helgin 21.-23. mars 2014

 TónlisT safnplaTa með 75 lögum

SG hljómplötur á toppnum á ný Hálf öld er nú liðin frá því að Svavar Gests hóf plötuútgáfu undir merkjum SG-hljómplatna kom út. Af þessu tilefni hefur Sena gefið út veglegan safnpakka með 75 lögum sem Svavar gaf út. SG gaf út plötur í tuttugu ár, frá því í júní 1964 og fram í árslok 1984. Í ævisögu Svavars Gests, sem kom út árið 1992, kom fram að á þessum tíma hafi hann gefið út um 2.400 lög. Útgáfutíðnin samsvaraði því að hann hefði

gefið út eina plötu á mánuði að meðaltali. Svavar Gests lagði sig fram

um að gefa út góðar, áhugaverðar og vandaðar hljómplötur og skilaði miklum fjársjóði í hendur þjóðarinnar. Það má merkja á því að margar þeirra platna sem hann gaf út undir merkjum SG-hljómplatna njóta enn mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Nýja safnplatan hefur sömuleiðis fengið góðar viðtökur. Hún tyllti sér beint á topp Tónlistans þegar hún kom út. Á plötunni er að finna 75

vinsæl lög úr katalóg SG útgáfunnar, flutt af ástsælustu söngfuglum og hljómsveitum þjóðarinnar á borð við Fjórtán fóstbræður, Þorvald Halldórsson, Helenu Eyjólfsdóttur, Savanna tríóið, Þrjú á palli, Ómar Ragnarsson, Lúdó sextett, Sextett Ólafs Gauks og Svanhildi, Einar Júlíusson, Upplyftingu, Hauk Morthens, Elly og Vilhjálm Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Hljóma, Hörð Torfa og fleiri og fleiri.

Elly Vilhjálms er einn flytjenda á safnplötu með bestu lögum SG hljómplatna.

 TónlisT elsTi sTarfandi kammerkór landsins fagnar ferTugsafmæli

Óli G. Jóhannsson – In Memoriam – 13. mars - 5. apríl 2014 Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

Kemur næst út 11. apríl

Hljómeyki fagnar fertugsafmæli sínu í Hörpu um helgina.

Þriðja kynslóð söngvara í Hljómeyki

s

önghópurinn Hljómeyki fagnar fjörutíu ára afmæli sínu með veglegum tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á sunnudag klukkan 17. Þann dag eru nákvæmlega fjörutíu ár síðan hópurinn hélt fyrstu tónleika sína í Norræna húsinu. Hópurinn hefur starfað nær óslitið síðan og nú syngur þriðja kynslóð söngvara með hópnum. Hljómeyki var í upphafi fjölskyldukór og hefur haldist sem slíkur þótt margir sem bæst hafa í hópinn séu ekki skyldir stofnmeðlimunum. Á tónleikunum á sunnudag flyt-

ur sönghópurinn að nýju nokkur þeirra verka sem hljómað hafa á tónleikum Hljómeykis í gegnum tíðina. Auk Hljómeykis koma fram þau Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari og Hrönn Þráinsdóttir. Stjórnandi Hljómeykis er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sönghópurinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974. Hópurinn starfaði fyrstu árin undir stjórn Rutar L. Magnússon og flutti þá aðallega veraldlega tónlist frá ýmsum löndum. Árið 1986 var tekin upp samvinna við Sumartónleika í Skálholti og hefur kórinn

síðan þá lagt megináherslu á flutning nýrrar íslenskrar tónlistar. Hljómeyki hefur komið fram víða, hérlendis og erlendis, sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, á Myrkum músíkdögum, Kirkjulistahátíð, á Sumartónleikum í Skálholti, sungið með alls kyns poppgrúppum og tekist á við fjölbreytt verkefni með sveitum og listamönnum á borð við Todmobile, Skálmöld, Dúndurfréttir, Jóhann Jóhannsson og fleiri og fleiri. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 17 og miðaverð er frá 3.000 krónum.

 myndlisT sýning í sTudio safni

Tveir heimar Karls Kvaran Sýning á myndverkum eftir Karl Kvaran og hljómtækjum sem meðal annars voru í hans eigu verður opnuð í Studio Stafni á laugardag. Karl Kvaran hafði mikinn áhuga á tónlist og að geta notið hennar í sem fullkomnustu hljómgæðum. Með þessari sýningu er gefinn kostur á að sjá og heyra. Sýnd verða hljómtæki sem að áliti margra fagmanna hafa verið talin með þeim betri í heimi á hverjum tíma. Elstu hljómtæki sýningarinnar eru frá árinu 1954. Áhrif tónlistar má lesa úr mörgum verka Karls Kvaran, að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna sýningarinnar. Hann aðgreindi þó vinnu frá hlustun og vann ekki myndverk sín með hljómlist. Að hans mati voru þetta tveir heimar. Sýningin er í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6, og stendur til 30. mars. Hún er öllum opin endurgjaldslaust til skoðunar alla daga frá klukkan 14-17. Á meðan á sýningunni stendur verður boðið upp á sérstaka áheyrnartíma á tækjum frá klukkan 2021.30, alla virka daga. Tímapantanir eru í síma 552 4700 og aðgangseyrir er 2.500 krónur.


MYSTERY BOLUR ÁÐUR 3490

NÚ 1990

SCARLETT LEO PEYSA ÁÐUR 7990

NÚ 4500

VELKOMIN

AFMÆLIS TILBOÐ LULU PEYSA ÁÐUR 6990

NÚ 2990

Vero Moda á afmæli í mars og af því tilefni bjóðum við í afmælisveislu. Full búð af glæsilegum afmælistilboðum.

LULU BUXUR ÁÐUR 6990

NÚ 2990

AURA PANEL BUXUR ÁÐUR 5990

NÚ 1990

ANIMAL FAITH SAMFESTINGUR ÁÐUR 7990

NÚ 3490

KATEY 3/4 BOLUR ÁÐUR 3990

NÚ 1990

CHAMP DEST BUXUR ÁÐUR 6500

BATTI LONG PEYSA ÁÐUR 6990

NÚ 3990

NÚ 3990

KRINGLUNNI OG SMÁRALIND | VEROMODAICELAND


68

dægurmál

Helgin 21.-23. mars 2014

 Í takt við tÍmann Sar a SnædÍS ÓlafSdÓttir

Kláraði allar Breaking Bad-seríurnar á viku Hægindastóll úr Heimili og hugmyndir sem yndislegt er að fleygja sér í eftir daginn.

Sara Snædís Ólafsdóttir er 25 ára viðskiptafræðingur og jógakennari í Hreyfingu. Í byrjun ársins ferðaðist hún til Indlands þar sem hún lagði stund á jóga tvisvar á dag og „lærði gríðarlega mikið“ eins og hún orðar það. Sara er Pinterest-fíkill og elskar humar. Staðalbúnaður

Ég klæðist yfirleitt þröngum buxum og einhverju víðu að ofan. Ég reyni að hafa þetta þægilegt en samt töffaralegt og dömulegt á sama tíma. Ég kaupi ekki mikið á Íslandi en reyni að bæta vel í skápinn í útlöndum í búðum eins og Topshop, Zöru, H&M og Monki. Mér finnst afskaplega gaman að kaupa mér skó en þar sem ég er 1,76 á hæð kemst ég ekki upp með að vera á risahælum. Ég er skömmuð af bæði kærasta og vinkonum ef ég er á of háum hælum. Þegar ég er ekki í vinnu hoppa ég oftast í Nike, Converse eða New Balance skó.

Búddastytta sem keypt var á markaði í Kambódíu þegar ég fór í Asíureisu með fjölskyldunni í desember í fyrra.

Hugbúnaður

Þegar ég á lausa stund reyni ég að eyða tíma með kærastanum eða hitta vini og vandamenn. Ég bý í miðbænum og sest stundum inn á Te og kaffi. Svo er voða gott að hitta vinkonur mínar yfir rauðvínsglasi eða bjór og kíkja svo á bari bæjarins. Um helgina fór ég á Paloma bar í fyrsta sinn en ég fer líka á Kaffibarinn, b5, Danska og Næsti bar var mjög vinsæll. Það fer bara eftir stemninguna hvaða stað maður fer á. Ég horfi alltaf á eina sjónvarpsseríu í einu og nú er ég að horfa á

Michael Kors taskan mín sem ég næ yfirleitt að fylla af dóti.

iPhone 5s sem ég fer hvergi án og er mikið notaður.

Ljósmyndir/Hari

Scandal sem er alger snilld. Í fyrra var ég veik í viku og þá kláraði ég allar Breaking Bad seríurnar. Ég lá bara uppi í rúmi og leið eins og ég væri á eiturlyfjum. Þetta var mjög skrautleg vika. Svo er ég mjög veik fyrir dönskum sakamálaþáttum eins og Broen.

Vélbúnaður

Ég er eplisstelpa, er með iPhone 5s, iPad og Mac-tölvu. Í símanum nota ég WhatsApp, Facebook og Shazam. Svo er ég alger Pinterest-fíkill.

Aukabúnaður

Uppáhaldsmaturinn minn er humar, þó ég borði hann ekki oft þá slær ekkert honum við. Annars er ég hrifin af vel matreiddum fiski og djúsí grænmetisréttum. Það er hægt að gera ótrúlega margt spennandi með grænmetið. Ég er á leiðinni til Boston með kærastanum mínum og þar ætlum við á tónleika með London Grammar. Svo er ég strax farin að plana næstu Indlandsferð. London á stórt pláss í hjarta mínu af því ég bjó þar en svo finnst mér alltaf líka rosa þægilegt að fara norður í Laxárdalinn. Pabbi er þaðan og þarna get ég kúplað mig út frá öllu og slappað af.

 appafengur

ALLT A

Ð

70% T UR A F A FSL ÁT M AVÖRU H ÁG Æ Ð

LAGERSALA Borgartúni 31 19.-29. mars Allt að 70% afsláttur af nýlegum og notuðum búnaði frá Canon, Sony, Bose, Lenovo og fleiri heimsþekktum framleiðendum. Takmarkað magn er í boði. Opið virka daga kl. 12–18 og laugardaga kl. 11-15.

Planning with kids Það er víst af nægu að taka þegar kemur að öppum sem auðvelda fólki að skipuleggja máltíðir heimilisins. Planning with kids er eitt þeirra sem er sérstaklega ætlað barnafjölskyldum. Upphaflega byrjaði Planning with kids sem bók, var síðar að vefsíðu og loks komið appið. Því fylgir gagnagrunnur með gómsætum og næringarríkum uppskriftum – þeim vinsælustu af vefsíðunni – hægt er að velja uppskriftirnar og setja þannig saman matseðil fyrir vikuna. Það albesta er síðan að þegar búið er að velja uppskrift/ir verður til innkaupalisti með þeim vörum og magni sem til þarf. Auðvelt er að stroka út af listanum það sem þegar er til á heimilinu. Mjög einfalt er að senda innkaupalistann í tölvupósti til annarra fjölskyldumeðlima. Tilvalið er að leita í uppskriftasafninu að „chicken“ ef það er til kjúklingur í ísskápnum. Fjölskyldan kemur síðan saman og eldar, og nýtur saman afrakstursins. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


DS

DT

Mbl.

„Hlátursköst

húð og gæsa

„Alveg konunglega s

kemm

„Selma Björnsdóttir er stó „Stefán Karl Stefánsson er a „Hlutverkið er ein

ull.“ tilegt b

Mbl

.

n sýningarin a v í d m e s g rkostle

a r . “ Fbl.

l g e r l e g a f r á b æ r . “ RÚV

s og sniðið

tir engdu

bið

m

i

AN

fyrir Örn

st af hl

átri…

Árnason

“ Séð o

g hey

. “ RÚV

rt

Brandenburg

„Frumsýningarges

, ég

asta bar

iu k k e

me

“M ra.

551 1200 | HVERFISGATA 19 | LEIKHUSID.IS | MIDASALA@LEIKHUSID.IS


70

dægurmál

Helgin 21.-23. mars 2014

 Sjónvarp Sigmar kominn í fæðingarorlof

Gísli Marteinn leysir af í Útvari Sjónvarpsþátturinn Útvar snýr aftur á dagskrá Ríkissjónvarpsins á laugardagskvöld eftir að Gettu betur rann sitt skeið um liðna helgi. Sigmar Guðmundsson, sem alla jafna stjórnar Útvari með Þóru Arnórsdóttur, verður aftur á móti fjarri góðu gamni. Hann er kominn í fæðingarorlof. „Í stað þess að fá fastan afleysingarfélaga ákváðum við að finna Þóru nokkra vel valda karlmenn til að hlaupa í hið stóra skarð sem Simmi skilur eftir sig – einn í hvern þátt næstu fjóra þætti. Þetta verða innvígðir RÚVarar, góðkunningjar þjóðarinnar, sem þó eru sumir hverjir ekki beint hinir augljósu kandídatar í Útsvarið,“

segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri. Gísli Marteinn Baldursson ríður á vaðið og verður meðstjórnandi Þóru í fyrsta þætti eftir hlé, fyrstu viðureign 8-liða úrslita á milli Reykjavíkur og Seltjarnarness. Gísli Marteinn er sem kunnugt er annálaður aðdáandi spurningakeppna og tók tækifærinu fagnandi, að sögn Skarphéðins.

Gísli Marteinn Baldursson leysir Sigmar Guðmundsson af og stjórnar Útvari með Þóru Arnórsdóttur um helgina.

 Hönnun Sar a maría í forynju komin í Slorið

Mest sótta íslenska óperan frá upphafi

Sara María Júlíudóttir hefur verið hugfangin af sjónum og sjávarútvegi allt sitt líf. Hún hefur nú hannað boli fyrir áhöfn á togaranum Aðalsteini Jónssyni og kveðst reiðubúin að hanna fyrir fleiri sjómenn.

Þjóðin hefur tekið óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar opnum örmum og er Ragnheiður nú orðin önnur vinsælasta uppfærsla íslensku óperunnar í Hörpu. Aldrei fyrr hefur íslenskt óperuverk notið viðlíka vinsælda. Nú hafa yfir tíu þúsund miðar verið seldir á Ragnheiði. Óperan ragnheiður aðstandendur

Íslandshrollvekja frumsýnd

Þuríður í Salnum Söngkonan Þuríður Sigurðardóttir hefur fengið til liðs við sig unga tónlistarmenn sem útsett hafa lög hennar á nýstárlegan hátt fyrir tónleika hennar í Salnum í Kópavogi á laugardag. Hljómsveitina skipa: Steingrímur Teague hljómborðsleikari og Andri Ólafsson bassaleikari úr Moses Hightower og þeir Óskar Þormarsson trommari og Andrés Gunnlaugsson gítarleikari. Sérstakir gestir á tónleikunum verða þeir Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir og Ómar Ragnarsson.

Hrollvekjan Dead Snow: Red vs. Dead er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Íslendingar ættu að hafa sérstaklega gaman af myndinni því blóðinu er að mestu leyti úthellt á íslenskri grund. Myndin var að mestu leyti tekin hérlendis síðasta sumar. Tökur stóðu yfir í 40 daga og fóru meðal annars fram á Reykjanesi og Eyrarbakka. Um eitt hundrað íslenskir kvikmyndagerðarmenn unnu við gerð myndarinnar. Það var Sagafilm sem hafði umsjón með verkefninu.

Hannar akkerisboli fyrir sjómenn landsins É

Fatahönnuðurinn Sara María í Forynju rær á ný mið með hönnun sinni á akkerisbolum fyrir áhöfnina á togaranum Aðalsteini Jónssyni. Hún kveðst hafa verið hugfangin af hafinu alla sína ævi og er ánægð að geta sameinað þessar tvær stóru ástríður í lífi sínu.

UPPISTAND UM KYNLÍF Í BORGALEIKHÚSINU

Aðeins þessar sýningar! Sun 23/3 kl. 20 / Sun 30/3 kl. 20 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Borgarleikhúsið

g hef alltaf verið hugfangin af hafinu,“ segir Sara María Júlíudóttir, hönnuður og eigandi fatamerkjanna Forynju og Vargs. Sara María vinnur nú að nýrri fatalínu sem tengist sjávarútvegi og fyrsti hluti hennar er bolur sem hún vann fyrir áhöfn Aðalsteins Jónssonar frá Eskifirði. „Afi minn átti útgerð í Sandgerði og ég var alltaf með pabba á bryggjurúntinum. Mig dreymdi alltaf um um að komast á sjó en fékk aldrei að fara. Reyndar dreymir mig enn um það,“ segir Sara þegar hún er spurð nánar út í tilurð þessa nýjasta verkefnis. „Einu sinni lokaði ég Forynju og fór að vinna hjá Útvegsblaðinu. Þá fór ég til dæmis á stærstu sjávarútvegssýningu í heimi. Ég hef alltaf verið hrifin af togurum og sjónum og mig hefur lengi langað til að gera eitthvað svona sem tengist sjávarútveginum.“ Kærasti Söru Maríu, Björn Gunnar Rafnsson, er kokkur á Aðalsteini Jónssyni svo það lá beint við að prófa sig áfram með áhöfnina þar. „Daði skipstjóri var alltaf að rukka mig um flottan akkerisbol svo við ákváðum bara að gera boli fyrir alla áhöfnina,“ segir Sara. Hún segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Strákunum finnst þetta æði. Nú er ég byrjuð að gera samfellur á börnin og konurnar vilja fá bol með hjarta. Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sara sem hefur fullan hug á að gera boli fyrir fleiri útgerðir. Hún segir að ef fleiri útgerðir hafi áhuga verði hannaður nýr bolur fyrir þær. Sara María hefur sérhæft sig í silkiþrykki og þrykkir sjálf á efnið. Allar

Áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni getur nú klæðst þessum flottu bolum Söru. Og börn áhafnarmeðlima geta líka fengið þessar skemmtilegu samfellur.

vörurnar eru þannig handunnar og hver flík einstök. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


Sjóðheit réttur á ur aðeins

899 kr.

PIPAR \ TBWA

N U J A C ER T S A BOXMHOT, ER R, HEITUTUR! S A T I E H

SÍA •

140457

svooogott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  BaKhliðin Karin SveinSdóttir

Brilliant tónlistarmaður Aldur: 17 ára Maki: Enginn. Börn: Engin. Foreldrar: Arnhildur R. Árnadóttir og Sveinn Benediktsson. Menntun: Er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Starf: Afgreiðsla í Morrow/Noland í Kringlunni. Áhugamál: Tónlist, leiklist og tíska. Stjörnumerki: Ljón. Stjörnuspá: Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Fjölskylduviðburðir krefjast þess að þú breytir út af venjunni.

K

arin er yndisleg manneskja. Hún var óþolandi oft á tíðum heima því hún var ALLTAF syngjandi. En æfingin skapar meistarann og það heyra allir í dag,“ segir Gauti Þeyr Másson, bróðir Karinar sem er betur þekktur sem rapparinn Emmsjé Gauti. „Hún er brilliant tónlistarmaður og valdi rétta tækifærið til að láta í sér heyra. Hún er með rosalega þægilega nærveru og ég held að það séu allir sem hafa umgengist hana sammála um hversu hlý og góð manneskja hún er.“

Karin Sveinsdóttir skipar hljómsveitina Highlands ásamt Loga Pedro Stefánssyni. Highlands fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína á tónleikunum „Stopp - gætum garðsins.“ Það var í þriðja skipti sem hljómsveitin kom fram og lék hún á Björk en áður en Patti Smith steig á svið. Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í örfáa mánuði var Highlands tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin, auk þess sem fyrsta smáskífa þeirra hefur vakið athygli erlendis.

Fallegar fermingargjafir

Verð 59.900,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

fær Tómas J. Þorsteinsson, sonur Þorsteins J., sem í vikunni fékk millinafnið Joð samþykkt af mannanafnanefnd.


Femingar

Sterk og Sæt Súpa Yesmine Olsson bauð upp á gómsæta súpu þegar hún fermdi í fyrra.

 bls. 10 Helgin 21.-23. mars 2014

Tvöföld ferming í Grafarvogi

Tvíburasysturnar Ásta og Heiða Kristinsdætur fermast á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Systurnar hafa tekið virkan þátt í undirbúningi fyrir stóra daginn, að finna sal fyrir veisluna og baka kökur. Mamma þeirra saumaði fermingarkjólana eftir þeirra óskum en hún missti það líka út úr sér að stelpurnar fengju Mac Book Air tölvu í fermingargjöf.

Gamalt í tísku Strákar fermast með gamaldags herraklippingu og rakaraklippingu.

 bls. 4

 bls. 2

Fjölbreyttar gjafir Gjafir tengdar útivist vinsælar hjá fermingarbörnum.

 bls. 6

Flott föt Strákar ganga í strigaskóm við fermingarfötin og stelpur í útvíðum pilsum og kjólum.

 bls. 20


fermingar

2

Helgin 21.-23. mars 2014

Mamma saumaði fermingarkjólana Tvíburasysturnar Heiða og Ásta Kristinsdætur fermast núna um helgina í Grafarvogskirkju. Þær hafa tekið virkan þátt í undirbúningi veislunnar og bakað veitingar með mömmu sinni. Á undirbúningsnámskeiði fyrir ferminguna söfnuðu þær fyrir vatnsbrunni í Afríku með fermingarsystkinum sínum.

Ásta og Heiða Kristinsdætur fermast núna á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Fermingarbörnin þar verða um 230 talsins og fermd í 12 hópum. Systurnar völdu sér ritningargrein úr fyrsta sálminum sem þær lærðu þegar þær voru yngri. Ljósmynd/Hari.

Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt.

Óskalistinn minn:

PIPAR\TBWA • SÍA • 130691

Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér.

Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening.

www.gjofsemgefur.is

T

víburasysturnar Ásta og Heiða Kristinsdætur fermast núna á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Þær hafa undirbúið stóra daginn í allan vetur og sótt fermingarnámskeið hjá kirkjunni þar sem þær hafa fræðst um kristna trú og

Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra

Léttar ferðatöskur Sjá ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is

SkartgripaskrínLífstíðareign

Tru virtu ál kortahulstur.

Kr. 7200 Kemur í veg fyrir skönnun á kortaupplýsingum.

Kortaveski úr leðri

frá kr. 3900. Nafngylling kr. 1100.

· Töskur · Hanskar · Seðlaveski · Ferðatöskur · Tölvutöskur · Belti · Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta

lært ýmislegt tengt lífsleikni. Þær systur eru líka í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og skírast þar og fá blessun í apríl. Hópurinn sem Ásta og Heiða fermast með æfði sig fyrir fermingarathöfnina í kirkjunni í vikunni og fékk blaðamaður að fylgjast með. Greinilegt er að það er að mörgu að huga fyrir fermingarbörnin og eins gott að standa upp og setjast á réttum tíma. Stærsti höfuðverkurinn fyrir flesta er þó sennilega að muna ritningartextann sinn og bera hann fram skýrt og skorinort. Grafarvogssókn er stór og fermast þar um 230 börn í vor, í 12 hópum. Fyrstu hóparnir fermast næsta sunnudag. Hvert fermingarbarn velur hvaða ritningargrein það fer með í athöfninni og til hliðsjónar hafa prestarnir tekið saman lista af hugmyndum. Þær systur Ásta og Heiða ætla með sömu ritningargreinina og voru ekki nokkrum vafa þegar kom að valinu. „Ritningin okkar er úr fyrsta sálminum sem við lærðum svo við kunnum hana mjög vel,“ segja þær. Heiða bætir við að hún sé pínu kvíðin yfir því að gleyma textanum. Til allrar hamingju fá fermingarbörnin þó að hafa með sér miða til að kíkja á ef þau skyldu gleyma sínum texta. Eins og áður segir hafa Ásta og Heiða sótt fermingarnámskeið í vetur og undirbúið sig undir ferminguna. Hluti af undirbúningnum var að láta gott af sér leiða og söfnuðu ungmennin pening sem notaður verður til að byggja vatnsbrunn í Afríku. „Við fengum dósir og gengum með þær í hús og söfnuðum pening. Þetta var hluti af stærra verkefni og gert í öllum kirkjum í Reykjavík, held ég,“ segir Ásta. Ásta og Heiða eru líka í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og

skírast þar og fá blessun í apríl og ætla slá veislunum vegna þess og fermingarinnar í Grafarvogskirkju saman núna á sunnudaginn. Aðspurðar hvort ekki hafi verið strembið að læra fyrir báðar athafnirnar segja þær svo ekki vera. „Við notum sömu bókina, Con Dios, svo það var ekki svo flókið. Við erum að mestu leyti að læra það sama.“ Þær segja töluverðan mun á kirkjunum tveimur. „Í Hvítasunnukirkjunni er öðruvísi tónlist. Meira svona popp og allir syngja með lyfta upp höndum. Það getur verið svolítið skrítið fyrir fólk að upplifa það í fyrsta sinn.“ Systurnar hafa tekið virkan þátt í undirbúningi stóra dagsins í vetur. „Við erum búnar að vera að undirbúa og finna sal og svoleiðis. Svo höfum við líka hjálpað mömmu og vinkonu hennar að baka sumar kökurnar, sem var mjög skemmtilegt.“ Móðir þeirra saumaði kjólana eftir þeirra óskum og ætla þær að vera eins á fermingardaginn. „Við verðum í hvítum kjól með víðu pilsi og blúndu að ofan og á ermum. Yfir verðum við svo í svörtum blazer-jakka og í svörtum skóm við.“ Myndatakan er afstaðin en hana fóru þær í eftir prufuhárgreiðsluna. Þegar Ásta og Heiða eru spurðar hvers vegna þær hafi ákveðið að fermast stendur ekki á svari. „Til að staðfesta trúna á Guð fyrir fólki.“ Þær segja flesta í sínum bekk fermast, einhverjir þó í annarri kirkju. Systurnar fá Mac Book Air tölvu í fermingargjöf frá foreldrum sínum en áttu þó ekki að fá að vita það fyrir ferminguna. „Mamma sagði okkur það óvart. Það eiginlega datt út úr henni,“ segir Ásta og þær hlæja báðar dátt.


REKSTRARLAND FYRIR FERMINGAVEISLUNA

PIPAR\TBWA • SÍA • 140615

Við léttum þér undirbúninginn fyrir fermingarveisluna og bjóðum mikið úrval af borðbúnaði og veisluvörum, s.s. dúkum, servíettum, diskum, glösum og kertum.

Rekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100

www.rekstrarland.is


fermingar

4

Helgin 21.-23. mars 2014

Sífellt fleiri kjósa borgaralega fermingu legrar fermingar felst í því að börnin sæki námskeið þar sem þau eru undirbúin undir það að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Þar er til dæmis farið yfir samskipti unglinga og fullorðinna, fjölskylduna, siðfræði, gagnrýna hugsun, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði, sorg, samskipti, mannréttindi og réttindi unglinga, jafnrétti, siðfræði, efahyggju og trúarheimspeki, baráttu fyrir friði, samskipti kynjanna, umhverfismál, fordóma, sorgarviðbrögð og fleira.

Siðmennt hefur staðið fyrir borgaralegri fermingu í 25 ár og hafa vinsældirnar aukist ár frá ári. Nú í vor ætla um 304 ungmenni að fermast borgaralega hjá Siðmennt en í fyrra voru þau 209 svo aukningin á milli ára er 45 prósent. Þegar fyrsta athöfnin fór fram árið 1989 voru 16 ungmenni sem fermdust borgaralega. Nú í vor verða samtals 9 athafnir á 6 stöðum á landinu. Þrjár í Reykjavík, tvær í Kópavogi og ein á Akureyri, Flúðum, Fljótsdalshéraði og á Höfn í Hornafirði. Undirbúningur borgara-

Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, hafði frumkvæði að því að bjóða upp á borgarlegar fermingar á Íslandi og sagði frá því viðtali í Fréttatímanum september í fyrra að þegar börnin hennar tvö voru að komast á fermingaraldur skrifaði hún blaðagrein þess efnis að þau ætluðu að verða fyrst á Íslandi til að fermast borgaralega og bauð öðrum að vera með. „Síminn hjá mér byrjaði að hringja þá og hefur ekki stoppað síðan, í tuttugu og fimm ár,“ sagði hún. -dhe

Gamaldags rakaraklipping í tísku hjá strákum Í vor er hártískan hjá strákum undir áhrifum frá Mad Men þáttunum, snyrtilegt hjá eyrum og á hnakka og toppurinn greiddur til hliðar. Mjög sítt hár er í tísku hjá stelpum og vinsælt að setja í það liði eða fléttur.

É VERTU

VAKANDI!

36%

þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. blattafram.is

g mæli alltaf með því að krakkar fylgi ekki ýktum tískustraumum þegar verið er að greiða fyrir ferminguna, heldur hafi hlutina sígilda. Ég veit til dæmis um fólk sem fermdist í kringum 1987 og var í bermúda buxum, með risastóra axlapúða og brodda og þolir ekki fermingarmyndina sína,“ segir Nonni Quest, eigandi hársnyrtistofunnar Kristu/Quest og formaður meistarafélags hársnyrta. Hjá strákum er mikið í tísku núna að vera með gamaldags

VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

Hártískan hjá strákunum er undir áhrifum frá sjónvarpsþáttunum Mad Men.

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is

Sítt hár er mikið í tísku hjá stúlkunum og fléttur vinsælar.

herraklippingu og segir Nonni hártískuna minna á Mad Men sjónvarpsþættina. „Þetta eru þessar gömlu, virkilega vel útfærðu herraklippingar. Þá er hárið snyrtilegt í kringum eyrum og á hnakka. Svo er toppurinn greiddur til hliðar. Það má því segja að gömlu rakaraklippingarnar séu að ryðja sér aftur til rúms og svo sannarlega

kominn tími til,“ segir hann. Sítt hár er vinsælt hjá stelpum og segir Nonni það vissa áskorun fyrir hársnyrtifólk. „Þá er hárið þungt og erfiðara viðfangs. Nú er mjög vinsælt að vera með sígildar greiðslur, eins og liði eða fléttur en minna um uppsett hár.“ Sé sett skraut í hárið er tískan í vor að hafa það mjög smátt í sniðum. Liðir eru vinsæl fermingargreiðsla hjá stelpum í vor.

Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri.

Fáanleg í 12 litum

Nánar um sölustaði á facebook

Nonni Quest hársnyrtimeistari mælir með því að fermingarbörnin séu með klassíska hárgreiðslu.


FERÐAFÉLAGI FYRIR HEIMINN

FERÐATÖSKUR GABOL ARTIC Verð frá:

17.999 KR. Fáanlegir litir:

5%

Austurstræti 18

Smáralind

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Strandgötu 31, Hafnarfirði

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Kringlunni

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Álfabakka 14b, Mjódd

Akranesi - Dalbraut 1

Penninn - Hallarmúla 4

afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsi ngar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


fermingar

6

Helgin 21.-23. mars 2014

Gjöf sem gleður um ókomin ár Þegar velja á réttu fermingargjöfina er heillaráð að hafa samband við foreldra eða systkini fermingarbarnsins og spyrjast fyrir um hverju barnið hafi áhuga á og velja gjöfina í samræmi við það. Þau börn sem til dæmis eru í tónlistarnámi gætu viljað eitthvað tengt því og þau sem eru í íþróttum sömuleiðis. Fermingarbörnin eru misjöfn eins og þau eru mörg og því um að gera að verja nokkrum mínútum í undirbúning og gefa gjöf sem hittir beint í mark og gleður barnið á stóra deginum og um ókomin ár. Fréttatíminn gerði óformlega könnun meðal nokkurra fermingarbarna og sígildu gjafirnar - úr, orðabók og svefnpoki eru enn á óskalistunum, ásamt snjallsímum og fartölvum.

Slegið Saman í Stóra gjöf Gaman getur verið að stórfjölskyldan eða foreldrar með ömmum og öfum slái saman í veglega gjöf. Í slíkum tilfellum er til dæmis hægt að gefa dvöl í sumarbúðum, tungumálaeða íþróttaskóla erlendis, reiðhjól, hljóðfæri eða fartölvu.

Fermingartilboð 3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr

reiðhjól Specizalized rockhopper 29 frá kríu. Verð 124.990

fallegt í herbergið Um fjórtán ára aldurinn er oft kominn tími til að endurnýja rúm og er það því kjörin fermingargjöf. Sumir óska sér þess líka að fá skrifborðsstól, fallegan lampa, rúmföt eða spegil.

dádýrSlampi frá minju 13.300 kr.

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is

Fermingartilboð 30% afsláttur Ferðataska í millistærð + snyrtitaska

áSt og friður rúmföt frá lín deSign kr. 8.990.

fjallgönguSkór

Fyrir þau ungmenni sem hafa gaman að útiveru eru góðir fjallgönguskór dásamleg gjöf. Tjald, svefnpoki og annað tengt útiveru er líka sígilt fyrir útivistarfólkið.

Verð áður 16.000.- kr.

Verð nú 11.200.- kr.

Salomon kVengönguSkór á fermingartilboði hjá íSlenSku ölpunum. 27.196 kr.

Tösku og hanskabúðin

Skólavörðustíg 7

101 Reykjavík

S. 551 5814

www.th.is

Salomon karlagönguSkór á fermingartilboði hjá íSlenSku ölpunum. 29.596 kr.


fermingar

7

Helgin 21.-23. mars 2014

skarTgripir

Tækin

Mörg ungmenni óska sér einhverra tækja að gjöf, eins og til dæmis snjallsíma eða myndavélar. Hjá öðrum er heyrnartól, hátalarabox til að tengja við tölvu og síma eða lítið sjónvarp á óskalistanum.

Armbandsúr er alltaf sígild fermingargjöf. Núna eru ermahnappar vinsælir hjá strákum og sígilt að gefa stelpum fallegan skartgrip.

ermahnappar frá siggu og TÍmó. 24.500 kr.

Timber blueTooTh hárTalari hjá Tekk Company. 29.500 kr.

orðabækur

Orðabók er sígild nytsamleg gjöf. Einnig er hægt að gefa áskrift að rafrænni orðabók. Sígildar bókmenntir er gjöf sem aldrei fellur úr tísku.

TIL HAMINGJU MEÐ FERMINGUNA! Póstlistinn minn heldur utan um heimilisföng boðsgestanna á þægilegan hátt þegar þú þarft að bjóða í fermingu. Þú getur líka hannað skemmtilegt boðskort og sent það með persónulegu frímerki sem setur punktinn yfir i-ið.

Íslensk orðabók hjá eymundsson 14.999 kr.

Fyrir fjarstadda aðstandendur eru persónuleg skeyti með ljósmynd úr eigin myndasafni sniðug leið til að slá í gegn hjá fermingarbarninu.

www.postur.is

Íslensk/ensk orðabók hjá eymundsson 8.899 kr.

Íslensk ullarTeppi

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 – 0 5 8 8

Ullarteppi er hægt að nota um aldur og ævi og úrvalið af fallegum íslenskum teppum gott.

SKEYT

I

ginn. ingarda með ferm ir k s ó ju haming nilegar inni. m þér in ð u tí d n m e a s Við t vel í fr r farnas Megi þé kar

órdís ok

Elsku Þ

Dóri og

Teppi frá sveinbjörgu. algengT verslunarverð 21.900 kr.

Lauga

Ferming

Þér/ykkur er bo ðið í ferminguna mína þann 17 . apríl 2014. Athöfnin fer fra m í Digraneski rkju klukkan 11.00 . Að henni lok inni verður boðið til veislu í safnað arheimilinu. Hlakka til að sjá ykkur öll.


fermingar

8

Helgin 21.-23. mars 2014

KYNNING

Náttúruleg förðun með benecos Húðin er stærsta líffærið okkar og því mikilvægt að nota snyrtivörur án skaðlegra efna. Snyrtivörurnar frá benecos henta sérstaklega fyrir unga húð því þær eru lífrænt vottaðar og án allra tilbúinna ilm,- litar- og rotvarnarefna. Förðunarlínan samanstendur af fjölda glæsilegra lita.

F

æðan sem við neytum hefur áhrif á heilsuna okkar og það sama er að segja um snyrtivörur. Húðin er stærsta líffærið og allt sem við setjum á hana getur farið út í blóðrásina og haft áhrif á líkamsstarfsemina. „Með því að nota lífræn efni styðjum við húðina í sinni náttúrulegu virkni. Benecos eru frábærar lífrænar snyrtivörur á verði sem ekki hefur áður sést á Íslandi,“ segir Elísabet Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri snyrtivöru hjá Gengur vel. Elísabet segir mikilvægt að þær ungu stúlkur sem kjósa að farða sig, noti náttúrulegar snyrtivörur. Vörurnar frá benecos eru án allra tilbúinna ilm-, litar,- og rotvarnarefna (parabena). Í benecos vörunum er notast við náttúruleg hráefni sem hafa rotvarnareiginleika og því er endingartími þeirra jafngóður og annarra snyrtivara. „Í mörgum snyrtivörum er að finna mikið af alls kyns aukaefn-

um sem geta verið varasöm og ættu í raun alls ekki að vera í vörum sem við berum á húðina.“ Förðunarlínan frá benecos samanstendur af fjölda glæsilegra lita í augnskuggum, varalitum, augn- og varablýöntum, ásamt góðum möskurum, púðri og farða, auk naglalakks í fallegum litum. Vörurnar frá benecos eru á góðu verði og segir Elísabet það á allra færi að kaupa þær. „Margar af vörunum eru einnig vegan svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Snyrtivörurnar frá benecos fást í verslunum Heilsuhússins, Lifandi markaði, Fjarðarkaup, hjá Radísu í Hafnarfirði, Heilsuveri, Systrasamlaginu, Garðsapóteki, Valgerði Sæmundsdóttur, Þórshöfn, Snyrtistofunni Rán, Ólafsvík, Snyrtistofunni Öldu, Egilsstöðum og hjá Tófa.is vefverslun. Nánari upplýsingar má nálgast á síðunni www.gengurvel.is og á Facebook-síðunni benecos – náttúruleg fegurð.

Ljósir pastellitir og dökkbrún eyelinerlína fer alltaf vel við augun. Mikilvægt er að gera línuna með augnskugga en ekki blýanti. Ljósmynd/Silla Páls

Fyrir myndatökuna á fermingardaginn er gott að hressa förðunina við með léttu púðri og smá viðbót af glossi á varirnar. Ljósmynd/Silla Páls

Létt dagförðun á fermingardaginn Fyrir ferminguna er gott að nota smá farða og bronze púður á kinnarnar til að fá frísklegri blæ en varast að nota of dökka liti. Gloss í fallegum bleikbrúnum- eða ferskjulitum klæða flestar stúlkur og koma náttúrulega út á myndum. Kristín Stefánsdóttir hjá NN-Makeup studio gefur góð ráð fyrir förðun á fermingardaginn.

Þ

Vörur í náttúrulegri förðun

Mildur augnskuggi

Varir: benecos Natural Lipgloss Flamingo

Augu: benecos eyeshadow, so what? dreift á augnlok og aðeins upp á augnbeinið. benecos Maximum Volume Mascara, Smooth Brown á augnhárin.

Húð: benecos natural concealer, light settur undir augu. benecos compact powder, porcelain sett á allt andlitið.

Fermingargjöf fyrir framtíðarfólk

Kinnbein: benecos Powder Blush: Toasted Toffee til að skyggja kinnbein. Sassy Salmon sett á „eplin“ í kinnunum.

brún eyelinerlína og leggur Kristín áherslu á að hún sé gerð með augnskugga en ekki blýanti. „Gloss á varirnar í fallega bleikbrúnumeða ferskjulitum klæða flestar stúlkur og koma mjög náttúrulega út á myndum,“ segir hún. Kristín Stefánsdóttir hefur starfað við förðun í yfir 30 ár. Í fyrra sendi hún frá sér bókina Förðun skref fyrir skref þar sem konum á öllum aldri er kennt að farða sig á einfaldan og skemmtilegan hátt. Kristín rekur verslunina NN-Makeup studio í Hlíðasmára 8 og er hönnuður förðunarlínunnar NN-Cosmetics sem hefur verið á markaðnum í 30 ár.

Kristín segir fallegt að nota mildan augnskugga yfir allt augnlokið og létta umferð af maskara og mikilvægt að passa vel upp á að nota ekki of mikið af honum. „Síðast er léttur gloss settur á varirnar. Ég mæli með því að sleppa varablýanti því hann getur orðið of áberandi. Á fermingardaginn er viðeigandi að förðunin sé mild en ekki of áberandi.“ Flottir litir sem ganga alltaf við augun eru ljósir pastellitir og dökk-

Lítið frekar en mikið

Á fermingardaginn er mikilvægt að nota ekki of dökka liti og ekki svarta blýanta. „Það er ekki gott að nota blýant og dreifa úr honum. Sömuleiðis með maskarann, þá er mikilvægt að nota ekki of mikið því þá geta myndast klessur og förðunin orðið ónáttúruleg. Sama er að segja með sólarpúðrið, ef of mikið af því er notað, getur það orðið gervilegt.“ Sé ætlunin að fara í förðun hjá fagmanni á fermingardaginn er gott að panta tíma með góðum fyrirvara. Kristín mælir með því að förðuninni sé haldið við með léttu púðri. Fyrir myndatökuna er svo kjörið að bæta glossi á varirnar.

Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf

Leggðu fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning

Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við.

Þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 30.000 kr. eða meira, inn á Framtíðarreikning Íslandsbanka geta fengið 5.000 kr. í mótframlag inn á Framtíðarreikninginn sinn.*

Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka.

*Eitt framlag fyrir hvert fermingarbarn

Við bjóðum góða þjónustu

ENNEMM / SÍA / NM61841

egar farðað er fyrir fermingardaginn er lykilatriði að nota frekar of lítið en of mikið svo útkoman verði létt dagförðun,“ segir Kristín Stefánsdóttir, förðunarmeistari hjá NN Makeup studio. Sumir unglingar eru með erfiða húð og vilja hylja bólur eða roða og segir Kristín gott að setja smá farða og bronze púður á kinnarnar til að fá frísklegan blæ.


10

Helgin 21.-23. mars 2014 KYNNING

Fermingarförðun Lancôme

Standandi gleði!

Byrja á því að gefa húðinni góðan raka, hydra zen er mjög gott, það er til fyrir allar húðgerðir . Augabrúnir: Léttar strokur með blýantinum í sömu átt og hárin Augun: Við byrjum á því að setja augnskuggann á allt augnlokið, hann er léttur og gefur fallegan ljóma Maskari: Hann má ekki klessa, þess vegna er Hypnôse Doll eyes fullkominn. Vinna hann með zikk zakk hreyfingum bæði uppi og niðri. Farði: Léttur, púðurkenndur og gefur fallegan ljóma, Miracle Air De Teint . Hann er borinn á með farðabusta, byrja í miðju og vinna út til hliðar . (Vanda skal valið á litnum svo við endum ekki í því að mála alla bringuna líka ) Kinnar: Gott er að brosa til að finna út hvar við eigum að setja kinnalitinn en hann á að fara á eplið og mildast út á við (betra er að setja minna í einu og bæta frekar við heldur en að vera að reyna að draga úr ) Varir: Fallegur sumar gloss fullkomnar förðunina. Þá er bara að fara að æfa sig fyrir þennan frábæra dag. Gangi ykkur vel. Kristjana Guðný Rúnarsdóttir. Nba Lancôme.

Förðun: Kristjana Guðný Rúnarsdóttir. Módel: Andrea Þorvaldsdóttir.

Vörur sem ég notaði á Andreu: Miracle Air De Teint no 010

Hypnôse mono augnskuggi no p102 Hypnôse Doll eyes 01

Blush subtil kinnalitur no3 Le crayon sourcils no020 Gloss in love no 144

Sterk og sæt súpa í fermingarveisluna • 2 meðalstórar kartöflur, skornar í litla bita • 2 tsk. karrýkrydd • 2 epli, afhýdd og skorin í litla bita • 1 msk. ferskt timjan (bara laufin), fínt skorið eða 1 tsk. þurrkað timjan • 1 msk. hunang • 400 gr kókósmjólk • ferskt timjan til að skreyta með • salt og pipar eftir smekk

Yesmine Olsson bauð upp á þessa dásamlegu súpu í fermingarveislu stjúpsonar síns í fyrra. Í súpunni er grænmeti og ferskt timjan og hægt er að elda hana með eða án kjúklingakjöts.

Jansen +co diskarnir eru úr keramiki, fallegir og fást í mörgum litum. Þeir henta fyrir kökur, konfekt, ávexti eða hvað sem skipa skal í öndvegi. Fyrst og síðast eru diskarnir þó góðir staðir fyrir vini og vandamenn að safnast kringum, jafnt í salnum sem stofunni heima.

laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17

www.kokka.is

Mulligatawny súpa

kokka@kokka.is

• 8 dl kjúklingasoð • 2 kjúklingabringur (má sleppa) • 1 msk. ólífuolía • 2 gulir laukar, fínt skornir • 2 rauður chili, fínt skorinn (með fræjum) • 3 hvítlauksrif • 8 cm púrrulaukur, fínt skorinn • 3 meðalstórar gulrætur, skornar í litla bita • ½ rófa, skorin í litla bita

Setjið kjúklingasoðið í pott og fáið suðuna upp. Léttsteikið laukinn í öðrum súpupotti ásamt hvítlauk, chili, salti, gulrótum, rófu og púrrulauk. Bætið karrý út í, látið malla áfram á lágum hita í 3 til 5 mínútur, hrærið í á meðan. Hellið soðinu varlega út í ásamt kartöflunum. Hrærið vel og fáið suðuna upp. Lækkið hitann og látið malla í 30 mínútur. Notið töfrasprota til að mauka hráefnið í pottinum enn frekar. Bætið kjúklingnum saman við ásamt eplum, timjan og hunangi. Látið malla áfram í 15 til 20 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður. Bætið kókosmjólk og jógúrt út í og látið malla áfram í nokkrar mínútur. Saltið og piprið með nýmöluðum svörtum pipar. Hellið í súpuskál og skreytið með fersku kóríander eða steinselju. Súpan á að vera sterk en um leið sæt. Bætið huna n g i , kóko s mjólk eða kókos ef þið viljið fá sætara bragð.


Samsung Galaxy Tab 3 8" skjár, 4G, WiFi, 16GB

Fyrsti mánuður á 0 kr. hjá Nova!

Nova kynningarverð

64.990 kr. stgr. 3.990 kr. /18 mán. Fullt verð: 79.990 kr.

Sæktu Kjarnann á Google Play og fáðu fréttirnar beint í farsímann eða spjaldtölvuna. Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. með netþjónustu i áskrift en 1 GB fylgir í frelsi.


fermingar

12

Helgin 21.-23. mars 2014

KYNNING

Gotterí í fermingarveisluna Berglind Hreiðarsdóttir heldur úti heimasíðunni Gotterí og gersemar þar sem lesendur slefa yfir girnilegum kökupinnum, kökuskreytingum og fleiru. Berglind færir okkur hér forvitnilegar uppskriftir fyrir fermingarveisluna.

É

g eyði miklum tíma í eldhúsinu þegar ég er ekki að vinna. Á síðunni sérhæfi ég mig í öllu tengdu bakstri, kökuskreytingum og gotteríi,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir. Berglind heldur úti heimasíðunni Gotterí og gersemar, Gotterí.is. Á henni er að finna fjöldann allan af girnilegum uppskriftum af kökum og því sem þeim tilheyrir.

Kökupinnar eru mjög vinsælir núna. Þeir eru bæði alveg sjúklega góðir en líta líka rosalega fallega út á borði. Ég mæli með þeim á fermingarborðið.

Hugmyndir héðan og þaðan

„Ég byrjaði með síðuna um það leyti sem ég flutti heim frá Bandaríkjunum fyrir rúmu ári. Þá hafði ég verið að dúlla mér við að safna upplýsingum og efni fyrir síðuna,“ segir Berglind þegar hún er spurð um tilurð heimasíðunnar. Hvaðan færðu hugmyndirnar? „Ég fæ hugmyndir héðan og þaðan. Ég skoða mikið erlend matarblogg, Pinterest og Youtube. Svo býr maður til sitt eigið og blandar saman hugmyndum.“

Um að gera að nota góða nammið

Henta margar af uppskriftum þínum fyrir fermingarveislur? „Já. Kökupinnar eru mjög vinsælir núna. Þeir eru bæði alveg æðislega góðir en líta líka rosalega fallega út á borði. Ég mæli með þeim á fermingarborðið. Bollakökur og smáréttir eru líka mjög vinsælir. Mér hefur fundist að þetta litla hverfi fljótt af borðinu á meðan stóra kakan er kannski ekki mikið snert. Fólki finnst svo gaman að smakka margar tegundir.“ Auk þess að vera með uppskriftir á síðunni sinni býður Berglind upp á námskeið fyrir áhugasama. „Þetta eru þrenns konar námskeið fyrir utan barnanámskeið; bollakökunámskeið, kökupinnanámskeið og námskeið í sykurmassaskreytingum. Þetta gæti vel hentað þeim sem eru að fara að halda fermingarveislur.“ Í uppskriftunum þínum hér í blaðinu notastu við Daim og Toblerone. Er það vinsælt hráefni? „Já, það er hægt að gera rosalega mikið með Toblerone og Daim. Það er til dæmis hægt að víxla þeim í uppskriftunum hér, það má leika sér með þetta að vild. Það er um að gera að nota allt nammið sem manni þykir gott.“ Allar nánari upplýsingar um kökupinnagerð er að finna á www.gotteri.is

Toblerone bollakökur          

2 bollar hveiti 1 ½ bolli sykur 6 msk bökunarkakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 3 egg 2 tsk vanilludropar ¾ bolli olía 1 bolli kalt vatn 1 x 100 g stöng af Toblerone (saxað)

1. Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar. 2. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér. 3. Bætið þurrefnunum rólega saman við og skafið vel niður á milli. 4. Bætið Toblerone út í í lokin og hrærið saman við. 5. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur.

Toblerone krem     

500 g flórsykur 125 g smjör við stofuhita 3 msk bökunarkakó 2 stykki 100 g Toblerone (saxað) ½ bolli rjómi (hitaður)

1. Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði og blandið rólega saman við hitaðan rjómann – kælið örlítið. 2. Hrærið saman flórsykur og smjör á lágum hraða þar til slétt og fellt (skafið niður á milli). Bætið bökunarkakói útí og hrærið áfram. 3. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við flórsykursblönduna og hrærið í á meðan, skafið niður hliðarnar á milli. Aukið hraðann og hrærið á góðum krafti í um 5 mínútur eða þar til kremið verður létt og loftkennt. 4. Setjið í sprautupoka og notist við stóran stjörnustút við skreytinguna, stráið svo söxuðu Toblerone yfir og stingið MiniTobleronebita í hverja köku.

Dökkir Daimkökupinnar Ljósir Daimkökupinnar  30 kökukúlur (blanda af súkkulaðiköku og vanillukremi)  2 pokar smátt saxað Daimkurl sem er sett út í kökublönduna áður en henni er rúllað í kúlur.  Dökkt hjúpsúkkulaði/Candy Melts  Kökupinnaprik  Saxað Daim til skrauts.

 30 kökukúlur (blanda af vanilluköku og vanillukremi)  2 pokar smátt saxað Daimkurl sem er sett út í kökublönduna áður en henni er rúllað í kúlur.  Ljóst hjúpsúkkulaði/Candy Melts  Kökupinnaprik  Saxað Daim til skrauts.


ikur Fermingarle IKEA

á árinu Ef þú fermist taka þátt í býðst þér að etur IKEA og þú g ik e rl a g in rm fe rir allt að unnið vörur fy

100.000,Sjá nánar á www.IKEA.is


fermingar

14

Helgin 21.-23. mars 2014

KYNNING

Girnilegir réttir á fermingarhlaðborðið Dröfn Vilhjálmsdóttir heldur úti hinu vinsælu matarbloggi Eldhússögur þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum með lesendum sínum. Hér reiðir hún fram girnilegar uppskriftir að réttum sem henta vel í fermingarveislurnar.

U

því þau er hægt pphaflega að útbúa deginum hugsaði áður.“ ég bloggið mest fyrir sjálfa mig Fermingarbarnið til að halda utan ræður eftirréttum uppskriftirnar mínar. Eins vildi ég unum veita sjálfri mér aðhald og hvatningu Fermingarbarnið til þess að prófa hefur ekki mikla reglulega eitthvað skoðun á smáréttnýtt og spennandi í unum en veit hvað eldhúsinu og fannst hann vill þegar Dröfn Vilhjálmsdóttir bloggið góð leið til kemur að eftirréttþess,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir um. „Sonur minn gaf mér frjálsar sem heldur úti vinsælu bloggi á hendur með smáréttina en hann eldhussogur.com. var nokkuð ákveðinn í hvaða eftirrétti hann langaði að bjóða Fær 300 þúsund heimsóknir upp á. Í boði verður meðal annars á mánuði kransakaka, súkkulaðigosbrunnur fyrir ber og ávexti, sænsk Matarblogg Drafnar varð hins prinsessuterta og súkkulaðifrauð vegar mörgum öðrum hvatning með Dumle karamellum.“ í eldamennskunni því bloggið Dröfn segir súkkulaðifrauðið fær nú um það bil 300 þúsund upplagt á eftirréttahlaðborðið því heimsóknir á mánuði. „Ég held það sé auðvelt að útbúa með góðað þessi fjöldi heimsókna endurum fyrirvara. „Súkkulaðifrauðið spegli áhuga fólks á því að elda er hægt að byrja að útbúa tveimur einfaldan en jafnframt hollan og dögum fyrir fermingu og leggja góðan heimilismat,“ segir Dröfn. síðustu hönd á verkið daginn „Matarblogg eru almennt fyrir ferminguna. Það er borið frábær vettvangur til þess að fram í litlum glösum eða skálum deila góðum uppskriftum. Það sem gefa skemmtilegan svip á þarf hvorki að vera sérfræðingur hlaðborðið en síðast en ekki síst í matargerð eða bakstri til þess er það svo dæmalaust gott!“ að blogga um mat né til þess nýta sér uppskriftir á matarbloggum Litrík og einföld súpa bara hafa áhuga á góðum mat!“ Nú um mundir er afar vinsælt Undirbýr fermingu í apríl að bjóða upp á góðar súpur í fermingarveislum og Dröfn gefur Dröfn er farin að huga að veitingeinnig uppskrift að einni af sinni um fyrir fermingarveislu sonar uppáhalds kjúklingasúpu sem síns sem haldin verður í apríl. „Í hentar vel í fermingarveislur. fermingarveislunni ætlum við bjóða upp á smáréttahlaðborð og „Þessi kjúklingasúpa er ekki ég mun búa til hluta af þeim veitbara einstaklega bragðgóð ingum sjálf og kaupa hluta þeirra heldur jafnframt svo fallega litrík tilbúnar. Mér finnst mikilvægt að og einföld að útbúa. Sætu kartöflnjóta aðdraganda fermingarinnar urnar gefa henni að auki svo gott og dagsins sjálfs og langar því bragð og skemmtilega áferð. Mér ekki að binda mig alveg í eldfinnst best að nota Rose Poultry húsinu fram að fermingu.“ úrbeinuð kjúklingalæri í súpuna Eitt af því sem Dröfn ætlar að því kjötið er dekkra og bragðbúa til sjálf á smáréttahlaðborðið meira en kjúklingabringur og eru kjúklingaspjót sem hægt er mjög meyrt. Einn af kostunum að grilla á útigrilli eða elda í ofni. við að bjóða upp á þessa súpu „Ég hef verið að prófa mig áfram í fermingarveislu er að súpumeð kjúklingaspjót og góðar grunninn er hægt að gera daginn marineringar. Ég er komin niður fyrir veisluna og þá þarf fátt eitt á tvenns konar tegundir sem fjölannað en að bæta við kjúklingnskyldan öll féll fyrir. Kjúklingaum í súpuna á sjálfan fermingarspjót henta afar vel á hlaðborð daginn.“

Flott föt fyrir flottar konur Nýjar vörur í hverri viku stærðir 38-58

Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Asísk kjúklinga- og sætkartöflusúpa Dumle-súkkulaðifrauð með karamelli(fyrir 4-5) seruðum hnetum (passar í ca. 10 lítil glös)              

olía til steikingar 3 hvítlauksrif, söxuð smátt eða pressuð 1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður smátt 1 msk ferskt engifer, rifið 30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi 2 tsk rautt karrímauk (currypaste) frá Blue Dragon 800 ml kjúklingasoð (gert úr ½ dl af fljótandi Oscar kjúklingakrafti) 1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml) ca. 800 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita 700 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry 100 g Philadelphia rjómaostur með sweet chili safi af 1 límónu (lime) 2 tsk fiskisósa (fish sauce) hvítur pipar & salt

Olía hituð í stórum potti og hvítlauki, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur. Því næst er kjúklingasoði, kókosmjólk og sætu kartöflunum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru tilbúnar. Á meðan eru kjúklingalærin snyrt og skorin niður í hæfilega stóra bita, krydduð með pipar og salti og snöggsteikt á pönnu. Þegar sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar er súpan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til áferðin er mjúk og kekklaus. Því næst er kjúklingnum bætt út í súpuna ásamt Philadelphia ostinum og hún látin malla þar til kjúklingurinn er soðinn í gegn. Að lokum er söxuðu kóríanderblöðunum bætt út í ásamt limesafa.

 1 poki Dumle karamellur (120 g)  3 dl rjómi  1 dl hnetur (t.d. heslihnetur og kasjúhnetur)  2 msk sykur  ½ msk smjör  hindber til skreytingar Dagur 1: Hneturnar eru grófsaxaðar og settar á pönnu ásamt sykri og smöri við meðalhita, hrært stöðugt í blöndunni. Þegar sykurinn hefur brúnast og hneturnar karamelliserast er þeim hellt á bökunarpappír og leyft að kólna. Þegar hneturnar eru orðnar kaldar eru þær muldar niður og geymdar í góðu íláti. Karamellurnar eru klipptar í smærri bita. Rjómi hitaður í potti og þegar hann er kominn nálægt suðu er karamellunum bætt út rjómann og hrært þar til þær hafa bráðnað. Rjómablöndunni er því næst hellt í skál og sett í kæli þar til blandan er orðin alveg köld, best er að geyma hana í kælinum yfir nóttu. Dagur 2: Rjómablandan er þeytt í hrærivél þar til að hún hefur náð æskilegum stífleika. Þá er blandan sett í rjómasprautu og sprautað í um það bil tíu lítil glös eða skálar. Karamelliseruðu hnetunum dreift ofan í hvert glas og skreytt með hindberjum. Það er í lagi að setja plastfilmu yfir glösin og geyma þau í kæli fram á næsta dag.

Kjúklingaspjót í hnetusósu

Kjúklingaspjót í tælenskri grillsósu

(Um það bil 14 grillspjót)

(Um það bil 14 grillspjót)

          

1 dl gott hnetusmjör 1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml) 1,5 msk fljótandi kjúklingakraftur frá Oscar safi af 1 límónu (lime) 2 msk Blue Dragon sojasósa 1 msk rautt karrímauk (currypaste) frá Blue Dragon 2 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt 2 tsk saxað kóríander í krukku frá Blue Dragon 2 msk olía til steikingar 900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry grillspjót (tréspjót þarf að leggja í bleyti í 30 mínútur fyrir notkun)

Karrímauk og hvítlaukur er steikt í stutta stund upp úr olíunni í potti. Þá er restinni af hráefnunum bætt út í, fyrir utan kjúklinginn, og hrært þar til allt er vel blandað saman. Látið malla í ca. 25 mínútur. Sósan smökkuð til með til dæmis meiri sojasósu eða limesafa eftir smekk. Að lokum er sósunni leyft að kólna dálítið. Kjúklingabringurnar eru skornar niður í hæfilega stóra bita. Kjúklingabitunum er blandað saman við tæplega helminginn af sósunni og sett í kæli í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Kjúklingabitarnir eru því næst þræddir upp á grillspjót og þau grilluð við meðalháan hita í um það bil 10 - 12 mínútur eða þar til kjötið er grillað í gegn – tíminn er breytilegur eftir grillum. Það er líka hægt að grilla kjúklingaspjótin í bakarofni við 225 gráður. Spjótin eru borin fram heit eða köld með restinni af heitri sósunni.

         

4 msk Huntz tómatpúrra 4 msk púðursykur 4 msk Blue Dragon sojasósa 2 tsk cumin (krydd) 2 tsk saxað kóríander í krukku frá Blue Dragon 4 msk Blue Dragon sweet chilli sósa 5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt 1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml) 900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry grillspjót (tréspjót þarf að leggja í bleyti í 30 mínútur fyrir notkun)

Öllum hráefnunum í sósuna, fyrir utan hvítlauk og kókosmjólk, er blandað saman í pott. Á meðan suðan kemur upp er hrært stöðugt í blöndunni þar til púðursykurinn er búinn að leysast upp. Þá er hvítlauknum og kókosmjólkinni bætt út pottinn og sósan látin ná suðu. Því næst er potturinn tekinn af hellunni og sósan látin kólna. Kjúklingabringurnar eru skornar niður í hæfilega stóra bita. Kjúklingabitunum er blandað saman við tæplega helminginn af sósunni og sett í kæli í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Kjúklingabitarnir eru því næst þræddir upp á grillspjót og þau grilluð við meðalháan hita í um það bil 10 - 12 mínútur eða þar til kjötið er grillað í gegn – tíminn er breytilegur eftir grillum. Það er líka hægt að grilla kjúklingaspjótin í bakarofni við 225 gráður. Spjótin eru borin fram heit eða köld með restinni af heitri sósunni.


fermingar

16

KYNNING

Uppruni fermingar Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir viðfangsefnum hinna fullorðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og innbyggt sé í samfélög manna að þessi tímamót verði eftir-

Helgin 21.-23. mars 2014

Spennandi gjafir og borðbúnaður Húsgögn og skrautmunir endurspegla bæði smekk og áhugamál unglingsins, sem verða sífellt mikilvægari á mótunarárunum. Fermingin markar tímamót þar sem ungt fólk gerir oft auknar kröfur á herbergin sín. Í Tekk Company má finna úrval af vönduðum húsgögnum og fylgihlutum frá Habitat, House Doctor og Umbra ásamt fleirum. Í versluninni í Kauptúni má einnig finna fallegan borðbúnað og góð ráð fyrir sjálfa fermingarveisluna. minnileg. Alvaran sem fylgir vígslunum undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra en þeim fylgir einnig hátíð og samfagnaður sem fjölskyldan og samfélagið sem slíkt á aðild að. Upplýsingar af Vísindavef HÍ

Verð kr 7.500,- stk

www.siggaogtimo.is

V

örurnar frá Habitat hafa verið vinsælar fermingargjafir í mörg ár. Við erum með skrifborð, lampa og rúmföt sem dæmi,“ segir Elín María Sigurjónsdóttir hjá Tekk Kompaní. „Nýjung hjá Habitat í ár eru hátalarar til að tengja við iPhone, sem er mjög sniðug fermingargjöf. Línan er fallega litrík í ár; mintugrænt, kóralrautt, gult og túrkísblátt. Í Habitat línunni eru líka glös og stell sem henta fyrir sjálfa veisluna.“ Skartgripastandar og veggskraut frá Umbra hafa verið vinsælar fermingargjafir að sögn Elínar Maríu. „Þetta er kanadískt merki og þarna eru flottir myndarammar og textar með heilræðum sem hægt er að setja upp á vegg. Svo erum við með danskt merki sem heitir House Doctor. Þar er margt skemmtilegt fyrir veisluna. Kertastjakar, vasar og aðrir skrautmunir. Mjög fallegar pappakúlur sem eru hengdar upp eða látnar liggja á borði sem skraut.“ Elín María segir starfsfólkið í versluninni tilbúið að aðstoða viðskiptavini með góðum hugmyndum fyrir bæði veisluhöld og gjafir. „Við eigum sjálf börn á fermingaraldri og þekkjum þetta svo vel,“ segir Elín María og brosir. „Svo vinnur hún Katri Raakel Tauriaien hjá okkur, hún er finnskur stílisti sem var eitt sinn í innlit/útlit þáttunum. Við erum alltaf að laga til í búðinni og stilla upp hugmyndum fyrir fólk til að nýta sér sem innblástur.“ Hægt er að poppa upp fermingarveisluna með skemmtilegu meðlæti og fylgihlutum að sögn Elínar Maríu. „Við erum með allskyns gourmet mat frá Nicholas Wahe. Sultur, súkkulaði, pasta, paté, snakk og fleira sem hægt er að nota með. Það má skapa ýmsa stemningu sem passar við smekk fermingarbarnsins og þær veitingar sem verða í boði. Pastellitir eru áberandi núna.“ Tekk Company er staðsett í Kauptúni í Garða-

bænum á móti Ikea. „Við erum með allt undir einu þaki í Kauptúninu og tökum vel á móti ykkur þar. Við erum akkúrat núna að selja allt út í SIA línuni, kerti servíettur og skrautmuni. Það verður allt úr SIA á 30 - 40% afslætti þessa dagana,“ segir Elín María.

KYNNING

Gjafir sem hlýja!

Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52

My style

Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464

Glæsilegt fermingartilboð

Fermingin er stór þáttur í lífi flestra og markar ákveðin kaflaskil. Hefð er fyrir því að ættingjar og vinir heiðri fermingarbarnið með eftirminnilegum gjöfum. Helga María Bragadóttir hjá Lín Design segist taka eftir auknum áhuga á íslenskri hönnun og vönduðum sængurfatnaði í fermingargjöf, enda sé þar á ferðinni gömul hefð.

Þ

Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogfidur.is

að er oft svolítil íhaldssemi í gjöfunum frá nánustu ættingjunum. Hér áður fyrr vildu ömmur gjarnan gefa vandaðar dúnsængur og góð rúmföt og sauma út upphafsstafi fermingarbarnsins í sængurverið. Þá var gert ráð fyrir því að sængurföt myndu duga fram á fullorðins ár,“ segir Helga María hjá Lín Design. „Í dag er þetta orðin tískuvara í mörgum tilvikum. Fólk skiptir þessu svo fljótt út enda eru íslenskar konur ekki eins mikið að sýsla í höndunum og hér áður fyrr.“ Helga María segir rúmfötin frá Lín Design sérstaklega endingargóð og að íslensk hönnun falli vel í kramið hjá unga fólkinu sem vilji hafa herbergin sín sem flottust. „Það hefur ákveðin breyting átt sér stað í barna- og unglingsherbergjum. Það er verið að hittast meira heima í tölvuleikjaspil og spjall og þá eru rúmin oft undirlögð. Þá skiptir máli að vera með töff rúmföt, þar sem rúmábreiður eru að detta út,“ segir Helga María en hún segir rúmfötin frá Lín Design sérstaklega hönnuð til þess að njóta sín ábreiðulaust í rúmunum.

Bæði strákar og stelpur eru spennt fyrir smekklegum rúmfötum að sögn Helgu Maríu. „Strákarnir eru oft hrifnir af hönnun með hreindýrum eða íslenska ránfuglinum, svona dökkt og töff. Annars eru líka friðar- og ástarmerkin vinsæl fermingargjöf. Það er mjög skemmtilegt að hanna fyrir þennan hóp, það eru svo sterkar kröfur í gangi. Náttúran og menningin er það sem krakkarnir vilja í herbergin sín,“ segir Helga María og telur umhverfisvitund vera að aukast hjá ungu fólki í dag. Fyrirtækið Lín Design var stofnað árið 2007 og hefur eftispurn eftir íslenskri hönnun á rúmfatnaði aukist jafnt og þétt síðan. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á umhverfisvernd og endurnýtingu. „Fólk getur komið og skilað rúmfötum og fengið 15% afslátt upp í ný. Rauði Kross Íslands tekur á móti öllu líni hjá okkur og gefur það áfram,“ segir Helga María. Hún segir viðhorfsbreytingu hafa orðið á fermingargjöfum eftir hrun. „Það skiptir svo miklu máli að gefa hlýjar og endingargóðar gjafir.“


Allt fyrir ferminguna

Helgin 21.-23. mars 2014

Falleg hvít kaka í veisluborðið á fermingardaginn.

15% afsláttur af öllum fermingarkökum

Verið velkomin

www.sveinsbakari.is Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka. Sími: 557 2600

Vanillukaka með hvítu súkkulaði og Oreo Tinna Björg Friðþórsdóttir gefur góðar hugmyndir að kræsingum í fermingarveisluna.

S

mjörkremskökur skreyttar rósum eru afar vinsælar um þessar mundir enda dásamlega fallegar og skemmtilegt að gera þær. Kökurnar eru oftar en ekki gerðar úr súkkulaðibotnum og sprautaðar með hinu sígilda vanillusmjörkremi. Fyrir fermingarveisluna getur verið gaman að bregða út af vananum og gera þessa dýrlegu vanilluköku með hvítsúkkulaðikremi og Oreo kexi á milli. Best er kakan þegar vanillubotnarnir hafa verið frystir og afþíddir áður en kremið er sett á. Þannig verður hún rök og dúnmjúk. Tilvalið er að baka botnana nokkrum dögum eða vikum fyrir fermingarveisluna og eiga tilbúna í frysti fyrir fermingardaginn.

Vanillukaka • 420 gr hveiti • 400 gr sykur • 4 tsk. lyftiduft • 3/4 tsk salt • 170 gr brætt smjör • 370 ml mjólk • 3 tsk vanilludropar • 3 stór egg • 16 Oreo kexkökur

NÝTT ÚTLIT

Tinna Björg er lögfræðinemi með ástríðu fyrir matargerð og er byrjuð að skrifa sína fyrstu matreiðslubók. Uppskriftirnar hennar á lesa á síðunni tinnabjorg.com.

Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið mjólk saman við. Bætið eggjum við, einu í einu. Bræðið smjör og hrærið saman við ásamt vanilludropum. Hellið deiginu í tvö vel smurð 24 cm kökuform og bakið við 170 °C í 30 til 35 mínútur. Kælið botnana.

Hvítsúkkulaðikrem • 450 gr mjúkt smjör • 500 gr flórsykur • fræ úr 1 vanillustöng • 80 gr hvítt súkkulaði Þeytið smjör og flórsykur saman. Kjúfið vanillustöng í tvennt, skafið fræin úr henni og hrærið saman við. Bræðið hvítt súkkulaði, kælið og blandið saman við kremið. Athugið að gera þarf eina og hálfa kremuppskrift til að skreyta kökuna með rósum. Setjið annan kökubotninn á fallegan disk og smyrjið kremi ofan á. Myljið Oreo kex og sáldrið yfir botninn með kreminu. Leggið hinn botninn ofan á og þekið kökuna með þunnu lagi af kremi. Notið stút 1M eða 2D frá Wilton til að gera rósir, byrjið á miðjunni í rósinni og sprautið svo í hringi í kring um miðjuna.


fermingar

19

Helgin 21.-23. mars 2014

After Eight marengs Myntusúkkulaði og jarðarber eru himnesk blanda og passa afar vel við púðursykurmarengsinn. Ekki er úr vegi að skreyta tertuna með myntulaufum og fallegum berjum til að lífga upp á veisluborðið og minna okkur á að vorið er handan við hornið. Marengsbotnar geymast vel og því er tilvalið að baka þá viku fyrir veisluna.

Þeytið 475 ml af rjóma. Skerið afganginn af After Eight í smáa bita og blandið saman við þeytta rjómann. Setjið smá slettu af rjóma á kökudisk svo kakan festist við hann og renni ekki til. Hvolfið öðrum marengsbotninum á diskinn og smyrjið helmingi rjómans ofan á. Skerið jarðarberin í smáa bita og dreifið rúmlega helmingnum yfir tertuna. Leggið hinn botninn ofan á og smyrjið með restinni af

rjómanum. Bræðið 6 After Eight plötur í potti við vægan hita með 25 ml af rjóma. Kælið þar til blandan verður volg og hellið yfir tertuna í mjórri bunu með skeið þannig að kakan verði röndótt. Dreifið restinni af jarðarberjunum yfir kökuna og skreytið með myntulaufum. Einnig er hægt að nota Pipp með myntu í staðinn fyrir After Eight. ÍSLENSKA SIA.IS ICE 68328 03/14

• 3 eggjahvítur • 150 gr púðursykur • 80 gr strásykur • 4 bollar Rice Krispies • 200 gr After Eight • 500 ml rjómi • 250 gr jarðarber

Þeytið eggjahvítur í skál þar til þær verða stífar og ekki lengur froðukenndar. Bætið púðursykri og strásykri við og þeytið þar til blandan verður ljós og alveg stíf. Blandið Rice Krispies varlega saman við. Teiknið með blýanti hring á sitthvora bökunarpappírsörkina. Gott er að nota botninn úr 24 cm kökuformi til að teikna eftir. Skiptið marengsblöndunni jafnt á bökunarpappírsarkirnar og smyrjið þannig að blandan fylli upp í teiknuðu hringina. Bakið í ofni við 150 °C í 40 mínútur. Takið frá 6 plötur af After Eight og leggið til hliðar ásamt 25 ml af rjóma.

Réttinn má gera daginn áður og hita í ofni áður en hann er borinn fram.

Skinku- og aspasbrauðréttur Þegar við systkinin vorum börn gerði móðir okkar svo ofboðslega góðan brauðrétt fyrir öll afmæli og veislur, gamla og góða skinku- og aspasbrauðréttinn. Til að spara tíma á fermingardaginn má gera réttinn daginn áður og baka svo í ofni rétt áður en hann er borinn fram. • 3 msk. smjör • 4 msk hveiti • 700 ml nýmjólk • 1 askja sveppasmurostur • 1 dós aspas • 1 bréf skinka • 2 til 3 tsk grænmetiskraftur • 15 brauðsneiðar • 250 gr rifinn ostur Bræðið smjör í stórum potti, takið hann af hellunni og hrærið hveiti saman við með pískara - búið til svokallaða smjörbollu. Hrærið smá nýmjólk saman við smjörbolluna og setjið pottinn aftur á helluna. Eftir því sem jafningurinn þykknar, hrærið þá mjólk smátt og smátt saman við. Hveitið á það til að hlaupa í kekki þegar mjólkinni er bætt við og því er best að byrja á lítilli mjólk og hræra kekkina út á meðan jafningurinn er þykkur. Athugið að jafningurinn brennur auðveldlega við svo mikilvægt er að hræra hann stanslaust. Hellið soði úr aspasdósinni í jafninginn, skerið aspas og skinku í hæfilega stóra bita og blandið saman við. Smakkið til með grænmetiskrafti, byrjið á 1 tsk. því krafturinn er misjafnlega saltur. Ég nota grænmetiskraft frá Oscar í duftformi. Hitið jafninginn að suðu og látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur á meðan brauðið er skorið. Fjarlægið skorpu af brauðsneiðum og skerið þær í teninga. Setjið helming brauðteninganna í botninn á eldföstu móti og ausið helmingi jafningsins yfir. Dreifið afganginum af brauðinu yfir jafninginn í mótinu og hellið svo jafningi yfir. Sáldrið að lokum rifnum osti yfir brauðréttinn og bakið í ofni við 200° í 20 til 25 mínútur eða þar til osturinn verður fallega brúnn og svolítið stökkur.

BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina.

+ Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is

Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi.

Vertu með okkur


fermingar

20

Fermingartískan í ár er fjölbreytt og flott Með hækkandi sól styttist í fermingar og því gaman að kíkja á fermingartískuna í ár. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hjá Tiska.is segir tískuna í ár fela í sér notagildi því vinsælustu skórnir hjá strákunum séu svartir strigaskór og hjá stelpunum er vinsælt að klæðast pilsi og toppi við.

Þ

að er alltaf gaman að skoða fermingartískuna ár hvert og óhætt að segja að úrvalið sé mjög fjölbreytt og flott í ár. Það er gaman að sjá þennan aldur og hvað það eru breyttir tímar. Þegar ég fermdist voru allir einhvern veginn eins. Mér finnst krakkar á fermingaraldri í dag svo flottur hópur. Það þykir „kúl“ hjá þeim að lifa heilbrigðu lífi, standa sig og hafa gaman,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hjá Tiska.is. Hún segir oft hafa verið minna í boði fyrir strákana en stelpurnar en að í ár sé margt skemmtilegt í verslunum fyrir þá. „Hefðbundnu jakkafötin eru auðvitað áberandi og oft er tekið vesti með. Svo eru sumir sem sleppa jakkanum og taka bara buxur, vesti og flotta skyrtu.“

Þverslaufur vinsælar

Þverslaufur njóta mikilla vinsælda í ár og margir fá sér líka klút í vasann. „Þeir hjá Herragarðinum sögðu mér til dæmis að margir strákar tækju slaufu, klút og ermahnappa. Svo tíðkast líka að strákar fái sér dökkar, fínar gallabuxur og fallega skyrtu og jakka við sem auðvitað eykur notagildi fatanna mikið,“ segir Eva.

Strigaskór við fermingarfötin Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@frettatiminn.is

Það er af sem áður var og eru dökkir strigaskór vinsælustu fermingarskórnir í ár og segir Eva það mjög hagkvæmt því hægt sé að nota þá dagsdaglega um sumarið. „Fermingarnar eru heldur seint í ár svo

það er um að gera að vera í strigaskóm við fermingarfötin.“ Dökkblá jakkaföt eru ekki síður vinsæl en svört enda hefur dökkblátt verið vinsælt á tískupöllunum að undanförnu. Eva segir strákana hugrakka að velja sér ýmsa liti á skyrturnar og ófeimna við að vera öðruvísi sem sé mjög skemmtilegt.

Helgin 21.-23. mars 2014

Falleg fermingarföt frá Galleri Sautján. Dökkir strigaskór eru vinsælir hjá strákum í ár og sniðug kaup því þá er hægt að nota skóna áfram í sumar. Blúndur eru vinsælar hjá stelpum og á myndinni má sjá bleikan blúndutopp og léttan, fallegan jakka yfir. Fyrirsætur eru þau Sigurður Steinar Gunnarsson og Guðrún Diljá Agnarsdóttir. Ljósmynd/Hari

Útvítt pils hjá stelpunum

Blúnda er vinsæl hjá stelpunum og segir Eva helstu breytinguna í ár vera þá að sniðin á kjólum og pilsum eru núna útvíð. „Í dag eru bæði pils og kjólar í tísku en margar velja pilsin og þá er hægt að nota þau við ólíka jakka og toppa. Helstu litirnir eru auðvitað hvítur sem er sígildur en svo koma bleikur og kóralbleikur sterkir inn. Skater pilsin svokölluðu Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hjá Tiska.is.

Á myndinni klæðist Sigurður Steinar fötum frá versluninni Outfitters Nation í Kringlunni. Þverslaufur, klútar og ermahnappar eru vinsælir hjá strákunum í ár og er hann með doppótta slaufu. Guðrún Diljá klæðist fötum frá Topshop í Kringlunni, litríku pilsi og hvítum blúndutopp. Pils eru vinsæl fyrir fermingarnar í ár og hægt að nota þau áfram við ýmsa toppa og jakka. Ljósmynd/Hari


fermingar

21

Helgin 21.-23. mars 2014

Siðfestuathöfn hjá Ásatrúarfélaginu Siðfesta er athöfn hjá Ásatrúarfélaginu sem er bæði fyrir ungmenni og fullorðna sem vilja dýpka skilning sinn á heiðnum sið. Að sögn Jóhönnu Harðardóttur, staðgengils allsherjargoða, fara athafnirnar fram yfir allt árið en hjá ungmennum eru þær oftast á vorin og er þá haldin einkaathöfn fyrir hvern og einn. Siðfestuathöfnin getur farið fram á hefðbundnu blóti úti eða inni, að undangenginni fræðslu hjá einum eða fleiri goðanna þar sem farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar - ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér, heiðarleika, umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra og virðingu fyrir náttúrunni og

öllu lífi. Þar eru nemendur einnig fræddir um goðafræðina, heimsmyndina og helstu heiðin tákn, byggt á Eddukvæðum og Snorra-Eddu. Undirbúningi lýkur svo með því að fólk les og hugleiðir sérstaklega Hávamál. Nú í vor eru 11 skráðir í siðfestuathöfn hjá Ásatrúarfélaginu sunnanlands. „Flest ungmennin koma á vorin og annars kemur fólk er á öllum aldri yfir árið. Þeir yngstu eru þó aldrei yngri en 13 til 14 ára,“ segir Jóhanna. Athafnirnar eru oft haldnar úti í náttúrunni og er misjafnt hversu margir eru viðstaddir. „Stundum er aðeins sá sem tekur siðfestuna en þegar það eru unglingar eru oft fleiri viðstaddir og haldin veisla.“

Frá undirbúningi athafnar hjá Ásatrúarfélaginu. Ljósmynd/Brynhildur Inga

Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góður kostur fyrir þá sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 6.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum fjárhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.

eru mjög vinsæl hjá Galleri Sautján en pils bjóða upp á mikla möguleika og notagildið er mikið.“

Áberandi sokkabuxur

Ef kjóllinn er látlaus og einfaldur eða svartur segir Eva vinsælt að klæðast litríkum sokkabuxum við. Annars séu það þunnar og fínlegar sokkabuxur sem fari best við fallegan kjól eða pils við þetta tækifæri. „Sumar fá sér jakka yfir og eru einfaldir hvítir eða svartir vinsælir. Léttir jakkar eru mikið teknir við eða jafnvel blazer jakki. Margar fá sér kápur en kragalausar kápur eða frakkar eru áberandi í vor.“

Sérsaumaðir kjólar sígildir

Margar stelpur vilja láta sauma á sig fermingarkjólinn eftir eigin óskum og segir Eva einnig algengt að velja sér skemmtilega kjóla með karakter og jafnvel íslenska hönnun. „Af fylgihlutum eru hárspangir vinsælastar í ár, bæði með perlum eða glitrandi steinum.“

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


fermingar

22

Helgin 21.-23. mars 2014

Við erum öll einstök Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heldur fyrirlestra fyrir unglinga þar sem hann ræðir um mikilvægi þess að þau hafi trú á sjálfum sér. Skilaboð hans til krakkanna eru að þau láti ekki neinn segja sér að það sé eitthvað sem þau geti ekki. Mikið álag er á unglingum nú til dags og margir að keppast um athygli þeirra og því mikilvægt að foreldrar veiti þeim stuðning og aðhald.

R

ithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, hefur síðastliðin tvö skólaár ferðast um landið og haldið fyrirlestra fyrir unglinga og er líklegt að fyrirlestrarnir verði orðnir um 300 talsins í vor. Á fyrirlestrunum ræðir Þorgrímur um lífið og tilveruna og mikilvægi þess að láta drauma sína rætast, sama hverjir þeir eru. „Hvert og eitt okkar er einstakt og við getum alveg náð þeim árangri sem okkur langar til svo fremi sem við leggjum okkur fram og kennum ekki öðrum um og lítum á okkur sem minni máttar af því eitthvað í okkar vinahópi eða umhverfi segir að við séum ekki nógu klár eða flink,“ segir hann. Hagkaup og Bónus styrkja Þorgrím til að halda fyrirlestrana og líta þá það sem sitt framlag til samfélagsins. Viðbrögðin hafa verið góð og segir Þorgrímur það hljóta að vera góðs viti að unglingarnir sitji og hlusti í heilar 80 mínútur. „Á fyrirlestrunum ræði ég um það sem kalla má almenna skynsemi. Við vitum þetta flest en þurfum stundum að láta minna okkur á það hvað við erum æðisleg. Samfélagið á það til að setja alla í sama hólfið. Ef einhver skarar fram úr byrja hinir að reyna að draga viðkomandi niður. Skilaboð mín til krakkanna eru að láta ekki neinn segja við sig að það sé eitthvað sem þau geti ekki.“ Rannsóknir sýna að aðeins þrjú prósent fólks í heiminum setji sér markmið og skrifi þau niður, hugsi um þau og vinni markvisst að þeim. „Krakkarnir eru langflestir mjög metnaðargjarnir en ég bendi þeim á þessa staðreynd. 97 prósent fólks treystir á guð og lukkuna og ég spyr krakkana hvort þau viti hvor hópurinn það er sem nær árangri í lífinu og segi þeim sögur af fólki sem hefur náð

Þorgrímur Þráinsson hefur ferðast um landið og haldið fyrirlestra fyrir unglinga. Í fyrirlestrunum ræðir hann meðal annars um mikilvægi þess að setja sér markmið og vinna skipulega að þeim. Rannsóknir sýna að aðeins 3 prósent fólks skrifi markmið sín niður, hugsi um þau vinni markvisst að þeim. Ljósmynd/Hari.

langt á sínu sviði.“ Þorgrímur segir velgengni ekki endilega tengjast greindarvísitölu, heldur snúast meira um væntingar fjölskyldu og foreldra, tækifæri og dugnað krakkanna. „Öllum líður okkur stundum þannig, alveg sama á hvaða aldri við erum, að aðrir séu miklu klárari en við. Það er mikilvægt að hafa í huga að greindarvísitala er eitt en dugnaður það sem skiptir meira máli. Óttinn við að gera mistök og vera

gagnrýndur heldur aftur af flestum.“ Þorgrímur er þriggja barna faðir og á son á fermingaraldri. Hann segir mikið álag á þann aldurshóp. „Þau horfa á sjónvarpið, eru í símanum og tölvunni og margir að slást um athygli þeirra. Það er ekki auðvelt fyrir þau að halda einbeitingu heima, í íþróttum og í skólanum og því þurfa þau gríðarlega mikinn stuðning og aðhald,“ segir Þorgrímur en leggur þó áherslu á að hann sé ekki fullkominn

faðir. „Með aðhaldi á ég til dæmis við að þau komist ekki upp með að gera það sem þau langar til fyrr en þau eru búin að gera það sem skiptir meira máli, eins og að læra heima, hreyfa sig og borða. Börnin þurfa miklu meiri stuðning en við gerum okkur grein fyrir. Væntingar foreldra til barna sinna skipta gríðarlega miklu máli og yfirleitt er það þannig að þau sem fá minni stuðning gengur ekki eins vel.“

FERMINGARDAGAR KÚLUTJALD 2-3ja manna tjald

Trekking Kuldaþol: -20˚C þyngd: 1,65 kg.

13.995 kr. 11.196 kr.

SCOUT, 2500mm vatnsheld

24.995 kr. 19.996 kr.

Micra Kuldaþol: -14˚C þyngd: 0,95-1,0 kg.

16.995 kr. 13.596 kr. Aura Kitchen-to-go Ferðaeldhús

Góð gæði

16.995 kr. 13.596 kr.

Betra verð PINGUIN Explorer 75

24.995 kr. 19.996 kr. PINGUIN Activent 55

22.995 kr. 18.396 kr.

SALOMON snjóbrettapakkar með 35% afslætti

BLACK DRAGON snjóbrettapakkar með 30% afslætti Salomon snjóbrettapoki

16.995 kr. 13.596 kr.

Í s le n s k u

ALPARNIR

Kaupvangi 6 • 700 Egilsstaðir • Sími 471 2525 Faxafen 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727


// DALE CARNEGIE VERT

FYRIR 10-12 ÁRA OG 13-15 ÁRA.

VILT ÞÚ... // hafa meira sjálfstraust? // vera jákvæðari? // að þér líði betur? // eiga auðveldara með að kynnast fólki?

// KYNNINGARFUNDUR Sunnudaginn 23. mars. Fundurinn hefst kl.15:00, 45 mín. Ármúli 11, þriðja hæð. Foreldrar mæta með á fundinn. // NÆSTA NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA Mánudaginn 24. mars. Einu sinni í viku í átta vikur, kl. 17:00 - 20:30

// eiga auðveldara með að halda fyrirlestra?

// NÆSTA NÁMSKEIÐ FYRIR 10-12 ÁRA Þriðjudaginn 22. apríl. Einu sinni í viku í átta vikur, kl. 17:00 - 20:00

// hafa meiri trú á þér og þínum hæfileikum?

// Skráning í síma 555 7080

Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. WWW.NAESTAKYNSLOD.IS


MARIPOSA veggskraut Verð frá 2.400 kr.

25

BECK frá Habitat Verð 17.500 kr. BEACAN skrifborð frá Habitat Tilboðsverð 29.500 kr. Verð áður 39.500 kr. Mikið úrval af BOXUM/SKRÍNUM frá Housedoctor Verð frá 3.200 kr.

CLOVER teppi frá Habitat Verð frá 7.800 kr.

TIMBER hátalari Bluetooth - USB Verð 29.500 kr.

ALLSKONAR FÍNT OG FALLEGT FYRIR FERMINGUNA CLEO bókahilla Verð (askur) 85.000 kr. Verð (lakk) 69.500 kr.

BOBBY borðlampi Verð 5.900 kr.

TIMEOF MY LIFE veggskraut Verð 4.550 kr.

Úrval af fallegum púðum Verð frá 3.900 kr.

GRIDART myndarammi Verð 8.450 kr.

50

þúsund króna afmælisafsláttur af öllum sófum frá Habitat* CLAYTON Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 175.000 kr.

PRETTY LITTLE THINGS skartstandur Verð 5.900 kr.

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

MOTTO – I CAN veggskraut Verð 4.950 kr.

Vefverslun á www.tekk.is

MOTTO myndarammi Verð 9.800 kr.

21 03 2014 lr  

news, newspaper, iceland

Advertisement