Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 65. tölublað 7. árgangur

Fimmtudagur 20.10.2016 Ótrúlega lág tilboð vekja grunsemdir Verktakafyrirtækið Prima fær risaverkefni 2

Vinsælustu bragðarefirnir 30

Hvað ætla mótmælendurnir svo að kjósa? Fólkið sem 28 krafðist kosninga

Fylgismet Alberts Guðmundssonar í flokki nýrra flokka, met í fylgisaukningu Alþýðuflokksins á blómatíma Vilmundar Gylfasonar og metið sem Samfylking Árna Páls Árnasonar setti í fylgishrun eru öll í hættu í komandi kosningum.

Mörg met í hættu

Miðað við stöðu stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum má reikna með að mörg met muni fjúka í kosningunum eftir níu daga. Píratar hafa möguleika á slá met í fylgisaukningu, Viðreisn gæti orðið sá flokkur sem fengi mest fylgi í fyrstu kosningum sínum og það er enn möguleiki á að Framsókn slái út met Samfylkingarinnar frá 2013 í fylgishruni. Samfylkingin er líkleg til að fara undir sögulegt minnsta fylgi sitt, einnig Framsókn og sömuleiðis Sjálfstæðisflokkur. Samanlagt fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, þessara burðargrinda íslenskra stjórnmála hingað til, verður líklega minna en nokkru sinni. Þessi staða lýsir ágætlega þeirri deiglu sem íslensk stjórnmál eru í þessi misserin. Þar er allt upp í loft. Næsta víst er að eftir kosningar muni sjö þingflokkar setjast á þing, sem er met. Öruggt má telja að samanlagt fylgi fjórflokksins svokallaða, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Samfylkingar og VG, muni verða miklum mun minna en það hefur verið nokkru sinni verið. Það má síðan reikna með að eftir kosningar verði jafnvel fleiri met slegin. Miðað við kannanir eru engar líkur á tveggja flokka stjórn. Fjögurra og jafnvel fimm flokka stjórn er hins vegar ágætlega líklegur kostur. -gse

Þessar kosningar verða algjört met Kosningar 2016

12

Vingjarnlegur daðrari

Ingibjörg Ragnheiður segir frá kynnum sínum af Trump

Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir var handvalin af Donald Trump í úrslit Miss Universe árið 2009. Bls. 6

Þjóðin hunsuð í fjögur ár Í dag eru fjögur ár liðin síðan þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að drög Stjórnlagaráðs yrðu lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Síðan hefur margt gerst en ekkert breyst. Stjórnarskráin er óbreytt. Halla Harðardóttir htalla@frettatiminn.is Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Viðbrögð stjórnvalda við niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir fjórum árum eru einstök. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu, 66,9 prósent gildra atkvæða, var ekki lagt fram frumvarp byggt á drögum Stjórnlagaráðs á Alþingi í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Og það var heldur ekki gert í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Stjórnarskrárnefnd þingsins

bjó síðastliðinn vetur til frumvarp um takmarkaðar stjórnarskrárbreytingar. Þær voru langt í frá nógsamlega umfangsmiklar til að uppfylla afgerandi niðurstöðu fyrstu spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sum ákvæðin gengu mun skemur en drög Stjórnlagaráðs. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra lagði fram þingmannafrumvarp byggt á tillögum nefndarinnar en það dagaði uppi. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir að fjögur ár væru liðin frá skýrri niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu höfðu stjórnvöld og Alþingi staðið í vegi fyrir að vilji þjóðarinnar næði í gegn. Eftir kosningar um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, þjóðaratkvæði sem jafnframt var ráðgefandi, hvarflaði ekki að neinum breskum stjórnmálamanni að

hunsa niðurstöðuna. Ráðherrar, sem höfðu lýst sig fylgjandi áframhaldandi veru Bretlands í ESB, tóku að sér að skipuleggja brotthvarfið. Stjórnarskrárfélagið hefur fengið yfirlýsingu frá núverandi stjórnarandstöðuflokkum, Samfylkingu, VG, Pírötum og Bjartri framtíð, að þessir flokkar skuldbindi sig til að gera stjórnarskrárbreytingar á grunni tillagna Stjórnlagaráðs. Yfirlýsingin hljóðar svo: „Við, Björt framtíð, Píratar, Samfylking og Vinstri græn skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum Stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Síðan yfirlýsingin var undirrituð hefur Dögun bæst við. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðufylkingin neituðu að vera með í yfirlýsingunni en aðrir flokkar hafa ekki svarað enn. „Stjórnarskrárfélagið hitti for-

menn flokkanna og það kom strax í ljós að það var mikill áhugi á að setja þetta í forgang, sama hvað gerist í kosningum,“ segir Katrín Oddsdóttir, Stjórnlagaráðskona og formaður Stjórnlagafélagsins. „ Það þýðir í raun að það skiptir ekki máli hver myndar ríkisstjórn því það er þingræði á Íslandi. Alþingi á að ráða, þó það hafi snúist við og ríkisstjórnin ræður. Yfirlýsingin er tilraun til þess að koma aftur að þingræði og segja; „alveg óháð því hvaða stjórn við myndum þá er þetta mál svo stórt að við ætlum að vinna að því saman í þinginu og koma því í gegn.““

Þegar þingið hlustar ekki á þjóðina Fjögurra ára afmæli þjóðaratkvæðis

14


2|

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

3 × í viku

Sárt fyrir yngri kynslóð múslima Trúarbrögð Formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, segir könnun MMR um afstöðu Íslendinga til byggingar mosku sorglega. Þá sé erfitt fyrir yngri kynslóðir múslima hér á landi að sjá svona kannanir, enda margir fæddir og uppaldir hér á landi. „Að sjá svona lagað er sárt, sérstaklega fyrir yngri kynslóðir múslima sem eru fæddir og uppaldir hér á landi. Manni sárnar að sjá svona,“ segir Salmann. Um 42 prósent landsmanna eru á móti því að múslimar reisi mosku á Íslandi meðan um 32 prósent eru því hlynntir.

FLEIRI FRÉTTATÍMAR

F

réttatíminn kemur í dag út í fyrsta skipti á fimmtudegi. Fréttatíminn kemur næst út á morgun, föstudag, og síðan aftur á laugardaginn. Og síðan á ný á fimmtudaginn í næstu viku. Þetta verður útgáfutíðni blaðsins í framtíðinni. Fréttatíminn kemur út á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Ástæðan að baki útgáfudögunum er að þetta eru þeir dagar sem auglýsingamarkaðurinn á Íslandi ber fríblað. Það er kostnaðarsamt að prenta blöð í 80 þúsund eintökum og bera heim til fólks. Þörf fyrirtækja fyrir samskipti við viðskiptamenn sína ber slíka útgáfu þessa þrjá daga vikunnar. Aðra daga vikunnar er þörfin svo lítil að það er ekki hægt að fleyta blaðaútgáfu á henni. Þótt búið sé að koma útgáfuáætlun Fréttatímans í varanlegt horf er ekki þar með sagt að Fréttatíminn muni ekki breytast á komandi misserum. Það tekur langan tíma og móta blað og í raun er því aldrei lokið. Blöð, eins og aðrir fjölmiðlar, eru fyrst og fremst samskipti og stefnumót. Þau breytast því með samfélaginu og þroskast eftir því sem samskipti ritstjórnar og lesenda eflast. Þótt útgáfa Fréttatímans muni verða bundin þessum þremur dögum mun frettatiminn.is eflast á næstu misserum og starfsemi Fréttatímans ná til fleiri miðla. Lykill að vexti Fréttatímans á umliðnum mánuðum hefur verið góðar viðtökur lesenda og almennings. Starfsfólk blaðsins þakkar fyrir áhuga lesenda og mun reyna að standa undir væntingum þeirra í framtíðinni.

Gunnar Smári

„Þetta eru á margan hátt vanþekking, enda eru nokkrar moskur nú þegar á Íslandi,“ segir Salmann sem undrast andstöðuna við húsin sem slík. Hann hafnar því þó að Íslend­ingar séu fordómafullir. „Hinn venjulegi Jón Jónsson er ekki fordómafullur,“ segir Salmann Kjósendur Framsóknarflokksins eru helst andvígir byggingu mosku, eða 56,8%. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, keyrðu á andstöðu við byggingu mosku í síðustu sveitarstjórnarkosningum, og uppskáru ríflega, eða tvo borgar­ tfulltrúa.

Þá er rétt rúmlega helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins andvígur byggingu mosku. Spurður hvort honum finnist bilið á milli íslenskra múslima og Íslendinga vera að breikka, svarar Salmann neitandi. „Bilið er að breikka á milli fordómafullra og hinna venjulegu. Það sama er að gerast víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Heilu samfélögin eru að sundrast út af svona vitleysu,“ segir Salmann. | vg

Salmann Tamimi segir það sárt fyrir yngri múslima að sjá slíka andstöðu við byggingu moskunnar.

Ellilífeyrir hjá 4200 lækkar um tugi þúsunda um áramót Velferð „Mér finnst þetta vera svik,“ segir Guðrún Árnadóttir lífeyrisþegi og segir ekki stórmannlegt að skerða tekjur lífeyrisþega til að hækka grunnlífeyri þeirra sem mest þurfa á því að halda. Það sé rosa­legur skellur fyrir alla að fara á ­eftirlaun. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Allir fá grunnlífeyri í dag frá Tryggingastofnun en samkvæmt nýju lögunum sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir þinglok fá þeir sem hafa yfir 530 þús á mánuði ekki grunnlífeyrinn. „Mér finnst þetta vera svik,“ segir Guðrún Árnadóttir lífeindafræðingur hefur verið opinber starfsmaður allt sitt líf. „Ég hef verið opinber starfsmaður allt mitt líf og sætti mig við allt að 17% lægri laun en á almenna markaðnum, þar sem lífeyrisréttindi mín ættu að bæta mér það upp, þegar á efri ár væri komið. Ég var sem sagt að safna í sjóð til efri ára.“ Hún segir að vegna þessara lífeyrisréttinda hafi hún enga tekjutryggingu og hún geri ekki athugasemdir við það. Grunnlífeyririnn hafi hinsvegar haldið sér, skertur að vísu, en núna sé síðasta vígið fallið. Lífeyrir hækkar um áramót hjá þeim öldruðum sem hafa heimilisuppbót og fá því ekki greiðslur úr lífeyrissjóði. Um fjórðungur aldraðra er í þeim hópi. Guðrún segist vel meðvituð um að sá hópur sem hafi engar aðrar lífeyristekjur þurfi á hækkun að halda. Hún segir að þau hjónin muni þó um allt eins og flesta

Auglýsing frá yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður Laugardaginn 29. október nk. fara fram kosningar til Alþingis. Kjörstaðir í Reykjavík opna kl. 9 og eru opnir til kl. 22. Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru kjörstaðir eftirfarandi: Ráðhús Reykjavíkur Menntaskólinn við Sund Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, Dalhúsum Vættaskóli Borgir Klébergsskóli Kjarvalsstaðir Laugalækjarskóli Ingunnarskóli

Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru kjörstaðir eftirfarandi: Hagaskóli Hlíðaskóli Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin Austurbergi Árbæjarskóli Ölduselsskóli Ingunnarskóli Kjósendur geta kannað hvar þeir eiga að kjósa á www.kosning.is en kjörskrá liggur einnig frammi í afgreiðslu Ráðhúss Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið kosningar@reykjavik.is.

Grunnlífeyrir fellur niður hjá eldri borgurum sem hafa meira en hálfa milljón í tekjur. Mynd | Rut

eftirlaunaþega. „Það er rosalegur skellur fyrir alla að fara á eftirlaun. Margir þeirra þurfa að stokka verulega upp hjá sér, t.d. skipta um hús-

Í stuttu máli

Lífeyrir 4.200 ellilífeyrisþega hjá Tryggingastofnun lækkar eða fellur niður um næstu áramót. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem samþykktar voru á síðustu dögum þingsins, var afnumin sú regla að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki grunnlífeyri aldraðra sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði.

næði og fara í minna og ódýrara. „Það versta er, að íbúðir ætlaðar eldri borgurum, sem eru á þessari vegferð, eru oftast á uppsprengdu verði og bæti því lítið úr skák,“ segir hún. „Eru ekki til stórmannlegri aðferðir við að bæta ellilaunin hjá þeim sem sannarlega þurfa þess en að skerða á ellilaun annarra?“ Hún bendir á að nóg sé af skerðingum nú þegar og segist spyrja sig hvað yrði sagt ef slíkar aðferðir yrði teknar upp hjá öðrum hópum launþega? Guðrún segist vel meðvituð um, að sá hópur sem hafi engar lífeyristekjur þurfi á hækkun að halda, en

Guðrún Árnadóttir segist hafa unnið hjá ríkinu þrátt fyrir lægri laun í þeirri trú að hún væri að safna til efri ára.

í raun séu einnig margir sem hafa einhverjar lífeyristekjur í sömu þörf. „Hvað mig varðar, virðist ég einungis hafa safnað í lífeyrissjóð til að borga mér sjálfri ellilaun. Ég var því að safna fyrir almannatryggingarnar allan tímann.“

Saksóknari ekki áminntur Dómsmál Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að áminna saksóknarann sem ber ábyrgð á mistökum embættisins sem leiddi til þess að mál Hannesar Smárasonar, sem hefur verið ellefu ár í kerfinu, var fellt niður. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að þarna hafi verið gerð mistök, en hún hélt fund með starfsmönnum embættisins í gær til að fara yfir verkferla innan embættisins. Hún segir þó ekki ástæðu til að áminna saksóknarann sem átti í hlut. Fleiri en einn saksóknari hjá embættinu hefur komið að málinu hjá embættinu. Á fyrri stigum var það hjá Helga Magnúsi Gunnarssyni en það var Einar Tryggvason sem hafði málið með höndum nú. Helgi Magnús sagði við Fréttatímann í síðustu viku að álagið væri mikið og starfsmenn hefðu ekki undan. Samkvæmt heimildum Fréttatímans kom það mönnum í opna skjöldu að Hæstiréttur úrskurðaði með þessum hætti enda hefur það oft komið fyrir í gegnum árin að greinargerðir sækjenda og verjenda komi eftir að frestur er liðinn. Drátturinn nú varð hinsvegar óvanalega langur þar sem greinargerðin var sett í póst eftir að fresturinn var útrunninn. | þká

Ríkissaksóknari segir mistök hafa átt sér stað.


Við erum svo aldeilis gígabit! Ljósleiðari hjá Nova! 100

1.000

GB

Netið hjá Nova

3.990 kr.

GB

Netið hjá Nova

5.990 kr.

Aðgangsgjald 500 Mb/s Leiga á beini

2.680 kr. 690 kr.

Aðgangsgjald 500 Mb/s Leiga á beini

2.680 kr. 690 kr.

Samtals:

7.360 kr.

Samtals:

9.360 kr.

Hver 100 GB umfram

990 kr.

Ljósleiðari hjá Nova styður 1.000 Mb/s hraða sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi.

Hver 100 GB umfram

990 kr.

Við bjóðum 1.000 Mb/s hraða á sama verði og 500 Mb/s hraða út árið!

Fáðu ljósleiðara hjá Nova og lækkaðu netreikninginn.

Aðgangsgjald: 1.000 Mb/s hraði á 3.180 kr. en á sama verði og 500 Mb/s til 1. jan 2017.

Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri


4|

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Enginn samráðshópur um búvörusamninga Stjórnmál Frestur sem Alþingi gaf Gunnari Braga Sveinssyni landbúnaðarráðherra til að skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga, rann út í gær. Nefndin hefur ekki verið skipuð en samráðinu á að ljúka 2019. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Mér finnst þetta sorglegt. Ég kalla eftir því að ráðherrann útskýri í ljósi þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum samþykkt búvörusamninganna þar sem því var hampað að það ætti að setja á fót þennan hóp, til að sætta sjón-

armið og fá f leiri að borðinu,“ segir Óttar Proppé, formaður ­Bjartrar ­framtíðar. Ákvæðið um stofnun samráðshópsins kom inn í lögin að tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins og var af hálfu Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, kynnt sem viðleitni til að skapa „þjóðarsátt“ og „þjóðarsamtal“ um landbúnaðinn Í lögum um breytingar á búvörulögum og fleiri lögum vegna búvörusamninganna, sem Alþingi samþykkti 13. september síðastliðinn, segir í bráðabirgðaákvæði: „Eigi síðar en 18. október 2016 skal

Stutt kjörtímabil ekki endilega úrslitaatriði

Píratar buðu upp á samningaviðræður stjórnarandstöðunnar og Viðreisnar þar sem fundinn yrði samstarfsvettvangur flokkanna eftir kosningar. Þeir hafa þegar hitt Samfylkinguna en ræða við VG og Bjarta framtíð í dag. „Okkur finnst mikilvægt að klára þetta hratt svo h æg t sé að byggja á þessum grunni,“ segir Smári Mc Carthy. Hann segir að það liggi ekki f y rir

hvort Píratar geri það að úrslitaatriði að lokið verði hratt við stjórnarskrána. Við verðum að sjá til með það.“ Hann er vonsvikinn með afstöðu Viðreisnar sem vildi ekki taka þátt í viðræðunum. „Það er áhugavert að vera á hlaupum frá Sjálfstæðisflokknum, þar sem hann sé ekki frjálslyndur og boða umbætur en standa síðan ekki á sínu, heldur trúa því í blindni að flokkurinn breytist og neita að ræða við aðra.“ Smári segir að það sé ekkert forgangsatriði í slíkum viðræðum hver verði forsætisráðherra. „Forsætisráðherrastóllinn fer til þeirra sem fá umboðið eftir kosningar. Aðalatriðið er að ná fram raunverulegum breytingum, nýrri stjórnarskrá, gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu, þát t töku almennings í ákvarðanatöku og átaki gegn spillingu. Þá leggja Píratar mikla áherslu á að arðurinn af auðlindunum verði nýttur í almannaþágu.“ | þká „Aðalatriðið að ná fram raunverulegum breytingum,“ segir Smári Mc Carthy. H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 2 4 5 0

Stjórnmál Píratar gera kröfu um að lokið verði við stjórnarskrána á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs en gera ekki að úrslitaatriði að kjörtímabilið verði stutt. ­Niðurstöður ­viðræðnanna verða kynntar á blaðamannafundi daginn fyrir kosningarnar til að kjósendur viti að hverju þeir ganga.

Óttarr Proppé kallar eftir útskýringum ráðherra.

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Tryggja skal aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019.“ „Við vonum að þetta sé aðeins handvömm hjá ráðherra

Menn spyrja sig hvort þetta sé einungis handvömm hjá Gunnari Braga.

og að hópurinn verði skipaður á allra næstu dögum. Menn hljóta að vilja efna loforðin um þjóðarsátt og þjóðarsamtal ­fyrir kosn-

ingar,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags ­atvinnurekenda.

Lág tilboð Prima ehf vekja grunsemdir Verktakar Tilboð Prima ehf í nýtt Icelandair hótel á Landsímareit og skólabyggingu í Úlfarsárdal þykja grunsamlega lág. Samkeppnisaðilar saka fyrirtækið um óeðlileg undirboð. Fulltrúi Reykjavíkurborgar telur tilboð fyrirtækisins gefa ástæðu til athugunar. Tengsl Prima ehf við Brotafl eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Verktakinn Brotafl átti langlægsta boð í verkhluta nýs Icelandair hótels við Landssímareit. Verkfræðistofan Efla sá um útboðið í apríl og mat kostnaðinn 92 milljónir króna. Tilboð Brotafls var 59 milljónir eða 65% af kostnaðaráætlun. Sama dag og tilboðið barst var Sigurjón G. Halldórsson, forsprakki Brotafls, hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um stórfelld skattalagabrot. Á meðan hann var í haldi tók bróðir hans, Guðjón J. Halldórsson, við stjórnarformennsku í Prima ehf, og tók yfir verkefni Brotafls. Prima var gamalt fyrirtæki sem hafði ekki starfað í mörg ár. Starfsmenn Brotafls voru ráðnir til Prima og héldu áfram í sömu verkum. Verkstjóri Brotafls, Ómar Rafnsson, stýrði framkvæmdunum fyrir Prima. Dótturfyrirtæki Icelandair, Lindarvatn ehf, heldur utan um framkvæmdir á Landsímareit. Eftir handtöku Sigurjóns hafnaði Lindarvatn öllum tilboðum í verkið og samdi frekar við Prima ehf. Samkvæmt heimildum var samið um sömu upphæð og Brotafl bauð. Rannsókn á Brotafli stendur

Ámundi Brynjólfsson hjá Reykjavíkurborg segir tilboð Prima í skólabyggingu í Úlfarsárdal óvenjulega lágt. Mynd | Rut

enn hjá ­Héraðssaksóknara. „Ég hef aldrei heyrt um tengsl Brotaf ls og Prima,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. „Ég þekki ekki hverjir eru eigendur eða slíkt. En við erum einkaaðili, þeir eru einkaaðili og samningsverðið er trúnaðarmál. Við setjum ströng skilyrði til verktaka og óskuðum eftir staðfestingu á að fyrirtækið væri með skattamál í skilum.“ -Er ástæða til að skoða tengsl Brotafls og Prima? „Nei. Verki Prima er að ljúka og þeir stóðu við sitt.“ Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem tóku þátt í útboðinu, og Fréttatíminn ræddi við, voru ósáttir við málalok og saka Prima um óeðlileg undirboð. Prima ehf tók á dögunum þátt í útboði Reykjavíkur vegna skólabyggingar í Úlfarsárdal. Áætlaður kostnaður var 1,1 milljarður. Prima átti langlægsta boðið, 882 milljónir eða 79% af kostnaðaráætlun. Formgalli var hinsvegar á útboðinu svo umsóknarfrestur var framlengdur til 24. nóvember.

Davíð Þorláksson segist ekki hafa heyrt um tengsl Brotafls og Prima ehf.

Tilboð Prima ehf í Icelandair hótel

Tilboð Prima í Dalsskóla

af k­ ostnaðaráætlun

af k­ ostnaðaráætlun

59% 79%

Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs borgarinnar, segir tilboð Prima óvenjulegt. „Hin fyrirtækin sem tóku þátt eru stór og stöndug og þau eru nálægt hvort öðru í verði. Prima er áberandi lægst og það hefði gefið ástæðu til vandlegrar skoðunar hvað boðið er lágt. Það er sjaldgæft nú þegar markaðurinn er þaninn, að við fáum boð sem er þetta langt frá kostnaðaráætlun.“

Fyrirfram ákveðin skattsvik Undanskot Skattayfirvöld hafa áhyggjur af undirboðum í verktakabransanum og að þeir sem stunda þau ákveði fyrirfram að greiða ekki skatta af verkum sem þeir bjóða í. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Aðspurður um hvort lág tilboð Prima ehf veki eftirtekt, segist Sigurður Jensson hjá Ríkisskattstjóra ekki geta tjáð sig um einstök mál. „En það er þekkt að menn eru með undirboð í verktakastarfsemi á grundvelli fyrirfram ákveðinna vanskila á tryggingagjaldi, virðisaukaskatti og staðgreiðslu. Með því geta þeir gert óeðlilega lág tilboð og náð út hagnaði á kostnað hins opinbera og lífeyrissjóða.“ Hann segir háttsemina einkenna fyrirtæki sem einnig stundi kennitölumisnotkun. „Það er vinnuregla hjá okkur að fylgjast vel með þeim fyrirtækjum sem byggja á grunni fyrirtækja þar sem rekstur hefur verið stöðvður.“ Hver er ábyrgð verkkaupa í slíkum málum? „Þeir sem stjórna fjármagnsflæðinu þurfa að vanda valið á undirverktökum. Það getur ekki talist gott viðskiptasiðferði að eiga viðskipti við fyrirtæki sem skilar ekki sköttum og skyldum af umsvifum sem það stendur í,“ segir Sigurður. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir ástæðu til að skoða keðjuábyrgð verktaka af fullri

Bryndís K ­ ristjánsdóttir.

Ólafur Þór Hauksson .

Sigurður Jensson.

alvöru og telur hana brynju fyrir mörg þessara vandamála. „Við höfum lagt til að tekin verði upp keðjuábyrgð svo aðalverktakinn beri ábyrgð á undirverktökum. Margar þjóðir hafa gert það og talið árangursríkt.Finnar hafa verið mjög afgerandi í þessu. Ég tel rétt að skoða af fullri alvöru að taka upp þetta fyrirkomulag.Við sjáum fleiri og alvarlegri mál sem væri að stoppa með slíkri leið. Ásetningur til brota er skýrari en áður. Ásetningur um skattalagabrot, þar sem menn rúlla ábyrgðinni niður eftir keðjunni og skilja hana þar eftir. Það er athyglisvert hve háar fjárhæðir er um að ræða.“ „Fylgifiskur þessara skattaundanskotmála í verktakabransanum er að þessir aðilar verðleggi sig niður, því þeir standa öðruvísi að vígi en þeir sem borga full gjöld. Hættan er að þetta drepi af sér annars lögmæta starfsemi því skattalagabrot skekkja samkeppnisstöðuna verulega,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.


ENNEMM / SÍA / NM77732

Beinin eru lifandi vefur og þú styrkir þau með hverju skrefi sem þú tekur. Sparaðu ekki sporin, þannig standa þau lengur undir þér. Látum beinin ganga fyrir – fyrir framtíðina. Alþjóða beinverndardagurinn er í dag.

beinvernd.is


6|

Frá kr.

NÝTT 22. des.

133.965 m/morgunmat

í 10 nætur

Bannað að mismuna feitu fólk Mannréttindi Óheimilt verður að mismuna fólki vegna holdafars, útlits eða líkamsgerðar, samkvæmt nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Framlag hvers og eins skal metið að verðleikum án tillits til hæðar, þyngdar eða útlits. Óheimilt er að segja upp starfsfólki eða neita um ráðningu, stöðuhækkun, launahækkun eða umbun í starfi á grundvelli holdafars þess, útlits eða líkamsgerðar. Þá verður stríðni, aðkast og einelti í tengslum við holdafar meðal barna og unglinga hluti af slíku óréttlæti og ber skólum að vinna markvisst gegn slíku á frí-

Um jólin til

Kanaríeyjunnar

LA PALMA V

ið tökum forskot á fyrstu ferðina! Nú getur þú komið með okkur til La Palma yfir jólin. Jólaferðir til Kanaríeyjanna Gran Canaria og Tenerife hafa verið afar vinsælar síðustu ár enda frábært að njóta sólarinnar þar ytra yfir hátíðina og nú bjóðum við La Palma jólaferð með millilendingu á Gran Canaria. La Palma er einstaklega falleg eldfjallaeyja með hreint ótrúlega miklum gróðri, enda þýðir Isla La Palma „Pálmaeyjan“ og eyjan er stundum kölluð Isla Bonita sem þýðir „Fallega eyjan“. Vinsældir Kanaríeyjanna hafa farið vaxandi með hverju árinu en þangað sækja ferðalangar til að njóta notalegs loftslags, sólarinnar, afslöppunar og útivistar að ógleymdum góða matnum sem í boði er. La Palma er dásamleg eyja sem skartar fallegs útsýnis, ósnortinnar náttúru og frábærrar umgjarðar fyrir sólarunnandann. Á La Palma er að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring en þar er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn. Skelltu þér í sólina um jólin með fjölskyldunni, makanum eða vinum.

H10 Taburiente Playa Frá kr. 133.965

m/morgunm. innif. Netverð á mann frá kr. 133.965 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 164.895 m.v. 2 fullorðna í herb.

ENNEMM / SIA • NM77864

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Hotel Sol La Palma Frá kr. 146.965

m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 146.965 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 164.895 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Hotel La Palma Princess Frá kr. 140.785 m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 140.785 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 179.995 m.v. 2 fullorðna í herb.

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

stundaheimilum og í tómstunda- og menningarstarfi borgarinnar. Þá er nýbreytni í mannréttindastefnunni að í henni er ekki gengið út frá því að fólk kjósi að skilgreina sig sem annaðhvort karlkyn eða kvenkyn heldur getur það verið kynsegin. Þetta var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og formaður hópsins sem endurskoðaði mannréttindastefnu borgarinnar, segir skipta máli að það sé pólitísk samstaða um að virða mannréttindi í víðu samhengi. þarna sé verið að gera ýmsa jaðarhópa sýnilega. |þká

Óheimilt er að mismuna fólki vegna holdafars, samkvæmt mannréttindastefnu borgarinnar.

Handvalin af Trump í úrslit Miss Universe

Forsetakosningar Þrjár ­íslenskar fegurðar­drottningar tóku þátt í Miss Universe keppninni þegar hún var í eigu Donalds Trump. Ingibjörg R. Egilsdóttir var handvalin af Trump í úrslitin og kynntist honum lítillega. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Trump var eigandi Miss Universe frá 1996 til 2015. Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir var fulltrúi Íslands árið 2009 en fegurðarsamkeppnin var þá var haldin var á Bahamaeyjum. „Donald Trump kom til Bahamaeyja í fylgd lífvarða og dvaldi ásamt keppendum í þó nokkurn tíma. Það var svolítið eins og forsetinn væri mættur á svæðið og það var mikið látið með hann. Sumar stelpurnar höfðu áhuga á að ganga í augun á honum. Trump hafði mikil áhrif í keppninni og var þarna í kringum okkur, borðaði morgunmat með okkur. Ég spjallaði við hann nokkrum sinnum.“ Ingibjörg var meðal hundrað keppenda frá öllum heimshornum og dvaldi á Bahamaeyjum í mánuð. „Samskipti okkar Trump voru góð. Hann var vingjarnlegur við mig og ég upplifði enga fyrirlitningu, eins og aðrir hafa lýst í fjölmiðlum. Hann var svolítill daðrari í eðli sínu en reyndist mér vel. Ég upplifði hann ekki sem eitthvert „monster“.“ Daginn fyrir úrslitakvöldið voru allir keppendur kallaðir saman. „Við áttum að stilla okkur upp í beinni röð á sviði og svo gekk Trump um og virti okkur fyrir sér. Hann valdi úr fjórar stelpur sem honum leist best á en niðurstaðan

Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir keppti fyrir Íslandshönd í Miss Universe árið 2009. Donald Trump hjálpaði henni að komast á mála hjá umboðsskrifstofu keppninnar.

var ekki gerð opinber. Seinna kom í ljós að ég var á listanum hans.“ Ingibjörg segir álit hans ekki hafa skipt hana miklu. „Ég fór í keppnina til að vera sjálfri mér og landinu mínu til sóma. Ég hafði metnað fyrir því að ná langt en það var ekki markmið mitt að heilla hann persónulega. Mér brá þegar við áttum að standa fyrir framan hann og vera metnar af útlitinu einu. Keppnin var viðameiri og reyndi á frammistöðu í viðtölum og fleira.“ Ingibjörg ræddi við Trump um að hún hefði áhuga á að komast á mála hjá umboðsskrifstofu Miss Universe. „Hann aðstoðaði mig við það og ég fór til New York á fund hjá skrifstofunni. Þegar ég kom á staðinn rann glansinn af þessu því stelpurnar voru mun yngri en ég, allt niður í fimmtán ára og rosalega

grannar. Ég var 24 ára og fann að þetta hentaði mér ekki.“ Sif Aradóttir tók þátt í keppninni 2006. „Ég kynntist honum ekki, en við hittum hann í þrígang. Þetta var ævintýri og keppnin umfangsmikil. Mín upplifun af þátttökunni var bara góð en ég áttaði mig fljótt á því að þessi heimur var ekkert f­ yrir mig.“ Hún segir að þau Donald og Malania Trump hafi, sem eigendur keppninnar, verið kynnt fyrir þátttakendum. „Hann var þarna að dæma líka, hafði áhrif á úrslitin. Af stuttum kynnum mínum virkaði hann bara eins og hann er í fjölmiðlum, áberandi og dómínerandi. Það er hálfgerður skrípaleikur að hann hafi náð svona langt og sé forsetaefni í Bandaríkjunum,“ segir Sif.

Lífeyrissjóðurinn vill ekki upplýsa um kaup í Thorsil Viðskipti Fjármögnun á kísilmálmverksmiðju Thorsil hefur dregist til muna. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í Thorsil en fullyrt var í fjölmiðlum fyrir skömmu að sjóðurinn væri búinn að ákveða það. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, neitar að svara því játandi eða neitandi hvort lífeyrissjóðurinn ætli sér að fjárfesta í kísilmálmverksmiðju Thorsil á Reykjanesi. „Eins og áður hefur komið fram höfum við verið að skoða mögulega fjárfestingu í Thorsil. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin og er málið því enn til skoðunar hjá stjórn LSR,“ segir í skriflegu svari Hauks til Fréttatímans.

Thorsil er að hluta til í eigu fyrirtækisins P126 ehf. sem föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, Einar Sveinsson, á í gegnum fyrirtæki á Kýpur. Bjarni, í krafti þess að hann er fjármálaráðherra, skipar fjóra af átta stjórnarmönnum lífeyrisssjóðsins en það er stjórn sjóðsins sem meðal annars tekur ákvarðanir um fjárfestingar hans. Bjarni skipaði þau Gunnar Björnsson, Áslaugu Friðriksdóttur, Guðrúnu Ögmundsdóttir og Viðar Helgason í stjórn sjóðsins á sínum tíma. DV fullyrti fyrr í þessum mánuði að Lífeyrissjóður

starfsmanna ríkisins ætlaði að fjárfesta í Thorsil en fjármögnun verksmiðjunnar hefur dregist nokkuð á langinn. Haukur neitar hins vegar að staðfesta hvort frétt DV sé rétt eða þá að leiðrétta hana ef hún er röng. Ef frétt DV er rétt mun lífeyrissjóðurinn koma með hluta þeirra rúmlega 13 milljarða króna sem Thorsil ráðgerir að safna hjá ­fjárfestum. | ifv

Fjármögnun Thorsil á Reykjanesi hefur dregist á langinn og vill Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins ekki segja af eða á hvort hann fjárfesti í verkefninu.


EITT ÁR Ársbirgðir af eldsneyti fylgja nú kaupum á öllum nýjum bílum frá Opel*

OPEL VEISLA opel.is | benni.is

Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur

OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is


Lægra gengi =

MacBook Pro 15” Verð frá: 329.990

Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.

Verð áður frá: 369.990

AirPort Express Base Station Enn öflugra en fyrr, með tveimur loftnetum sem styðja bæði 2,4GHz og 5GHz á sama tíma (802.11a/b/g/n)

Verð: 19.990 Verð áður: 23.990

AirPort Extreme

Þráðlaus beinir frá Apple sem veitir þér mesta mögulega þráðlausan hraða á innraneti eða beintengt við ljósleiðara.

Verð: 37.990

AirPort Time Capsule 2TB

AirPort Time Capsule 3TB

Þráðlaus sendistöð frá Apple sem hefur að geyma harðan disk.

Þráðlaus sendistöð frá Apple sem hefur að geyma harðan disk.

Verð: 57.990

Verð: 74.990

Verð áður: 64.990

Verð áður: 84.990

Verð áður: 44.990

*Vaxtalaus greiðsludreifing Epli býður handhöfum VISA og Mastercard greiðslukorta vaxtalaus kortalán í verslunum Epli í allt að 6 mánuðum. Við kaupverð leggst 3,5% lántökugjald og færslugjald, nú 405 kr., við hvern gjalddaga.

1TB USB 3.0 flakkari Verð: 10.990 Verð áður: 12.990


betra verð

L AUS A T

AL

L Á N*

VA X

Allt að 15% lækkun

N LT AÐ 6 MÁ

iMac

21” verð frá: 199.990 Verð áður frá: 229.990

27” verð frá: 319.990 Verð áður frá: 349.990

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


10 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Óttarr Proppé gæti með góðum endaspretti komið Bjartri framtíð yfir fylgið frá síðustu kosningum, 8,2 prósent. Björt framtíð yrði þá í hópi fárra nýrra flokka sem hafa náð að auka fylgi sitt á milli kosninga. Kvennalistanum tókst það 1987, Frjálslynda flokknum 2003 en öðrum ekki. Nema náttúrlega Pírötum nú.

Birgitta Jónsdóttir gæti orðið meðal þeirra Pírata sem settu Íslandsmet í fylgisaukningu. Birgitta er þegar afrekskona í íslenskum stjórnmálum. Hún hefur verið í forystu tveggja nýrra flokka sem hafa komist á þing.

Benedikt Jóhannesson á nokkra möguleika á að slá met Albert Guðmundssonar í flokki stjórnmálaleiðtoga sem ná bestum árangri með nýjan flokk í kosningum. Það væri mikið afrek af Benedikt. Þau sem hafa náð lengst í þessari íþrótt eru flest allt þingmenn með langa þingreynslu, fólk sem var vel hert af átökum stjórnmálanna.

Samkvæmt skoðanakönnunum á Inga Sæland ekki mikla möguleika á að komast á þing. Hún á hins vegar góða möguleika á að ná yfir 2,5 prósent markið, en það færir Flokki fólksins vænan ríkisstyrk sem ætti að nýtast til undirbúnings næstu kosninga.

ÞESSAR KOSNINGAR VERÐA ALGJÖRT MET

Það má ganga að því sem vísu að komandi kosningar verði sögulegar. Það eru mörg Íslandsmet í hættu í þessum kosningum og mörg þeirra verða slegin. Met í fjölda þingflokka, met í fylgisaukningu, met í fylgi nýs flokks, met í fylgistapi, met í litlu fylgi fjórflokksins, met í lélegu fylgi einstakra flokka og svo framvegis. Þessi staða sýnir ágætlega það umrót og umbreytingu sem íslensk stjórnmál eru að ganga í gegnum. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Það eru miklar líkur á að eftir kosningar verði sjö þingflokkar á þingi, einum fleiri en eru nú. Þingflokkum hefur farið fjölgandi eftir því sem kjördæmaskipaninni hefur verið breytt þannig að fleiri þingmenn eru kjörnir úr færri og stærri kjördæmum. Þótt iðulega sé talað um fjórflokk þá hafa ekki svo fáir þingflokkar verið á þingi síðan á kjörtímabilinu 1979 til 1983, fyrir 33 árum. Síðan þá hafa fimm flokkar setið á þingi helming tímans en sex flokkar helminginn. Það ætti því enginn að undra sig á því að sjö flokkar settust á þing eftir kosningar. Og það er allt eins líklegt að þeir verði átta eftir næstu kosningar. Methafar í fylgisaukningu Það eru mörg met í hættu í komandi kosningum. Píratar hafa enn ágæta möguleika á að slá Íslandsmet í fylgisaukningu. Núgildandi met setti Alþýðuflokkurinn 1978 þegar fylgi hans stökk upp um 12,9 prósentustig eftir kröftuga kosningabaráttu þar sem Vilmundur Gylfason var einna mest áberandi. Til að slá það met þurfa Píratar að ná 18,0% atkvæða. Þeir voru vel yfir því hjá MMR (19,6%), rétt yfir hjá Gallup (18,3%) en undir metinu hjá Félagsvísindastofnun (17,5%). Annað sætið í fylgisaukningu á Framsóknarflokkurinn undir forystu Hermanns Jónassonar frá 1959. Þá hækkaði Framsókn um heil 11,6 prósentustig. Til að krækja í silfrið þurfa Píratar því að komast í 16,7% atkvæða. Þau eru enn yfir því marki í öllum könnunum. Annars er topp tíu listinn yfir fylgisaukningu eldri framboða þessi:

+12,9% Alþýðuflokkurinn 1978 (Vilmundur Gylfason & co)

+11,6% Framsóknarflokkurinn 1959 (Hermann Jónasson)

+11,4% Sjálfstæðisflokkurinn 1991 (Davíð Oddsson eftir sameiningu við Borgaraflokkinn)

+9,6% Framsóknarflokkurinn 2013 (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson)

+8,0% Framsóknarflokkurinn 1979 (Steingrímur Hermannsson)

+7,3% Vinstri græn 2009 (Steingrímur J. Sigfússon)

+6,5% Sjálfstæðisflokkurinn 1974 (Geir Hallgrímsson)

+5,6% Vinstri græn 2007 (Steingrímur J. Sigfússon)

+5,1% Sjálfstæðisflokkurinn 1956 (Ólafur Thors)

+4,6% Kvennalistinn 1987 (margar konur í forsvari)

-16,9% Samfylkingin 2013 (Árni Páll Árnason)

-12,9% Sjálfstæðisflokkurinn 2009 (Bjarni Benediktsson)

-11,4% Sjálfstæðisflokkurinn 1987 (Þorsteinn Pálsson)

-10,8% Vinstri græn 2013 (Katrín Jakobsdóttir)

-10,0% Sjálfstæðisflokkurinn 1978 (Geir Hallgrímsson)

-8,0% Framsóknarflokkurinn 1978 (Ólafur Jóhannesson)

-7,0% Sjálfstæðisflokkurinn 2003 (Davíð Oddsson)

-6,4% Framsóknarflokkurinn 1983 (Steingrímur Hermannsson)

-6,3% Framsóknarflokkurinn 1956 (Hermann Jónasson)

Vilmundur Gylfason var að öðrum ólöstuðum mest áberandi í kröftugri kosningabaráttu Alþýðuflokksins 1978, sem að mestu snerist um kröfuna um gagngerar kerfisbreytingar á Íslandi.

-6,0% Framsóknarflokkurinn 2009 (Jón Sigurðsson)

flokka. Gildandi Íslandsmet á Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar frá 1987, 10,9%. Sama ár fékk Kvennalistinn 10,1% atkvæða. Topp listi nýrra flokka er annars svona í dag. Hér eru ekki talin með sameiningar flokka og því teljast ekki með fyrstu framboð Samfylkingarinnar, Alþýðubandalagsins eða Sósíalistaflokksins. Þessir flokkar teljast til arftaka eldri flokka. Klofningsframboð teljast hins vegar með og þar á meðan Vinstrihreyfingin – grænt framboð.

10,9% Borgaraflokkurinn 1987 (Albert Guðmundsson)

9,1% Vinstri græn 1999 (Steingrímur J. Sigfússon)

8,9% Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 1971 (Hannibal Valdimarsson)

8,2% Björt framtíð 2013 (Guðmundur Steingrímsson)

7,3% Bandalag jafnaðarmanna 1983

Það kemur kannski mörgum á óvart hversu lítil hreyfing á fylgi fleytir flokkum inn á þennan lista. Meginreglan er að fylgi f lokka hreyfist lítið milli kosninga, það þarf mikið að ganga á svo flokkar bæti við sig mörgum prósentum. Íslandsmet í tapi Íslandsmet í fylgistapi liggur hjá Samfylkingunni 2013, nokkrum mánuðum eftir að Árni Páll Árnason tók við af Jóhönnu Sigurðardóttur sem formaður. Þá missti Samfylkingin 16,9 prósentustig. Næstum því sjötti hver Íslendingur var í þeim hópi sem kaus Samfylkinguna 2009 en ekki 2013. Miðað við skoðanakannanir eiga aðeins Framsóknarmenn möguleika á að slá þetta met. Til að ná því má Framsókn ekki fá meira en 7,5 prósent atkvæða. Flokkurinn þyrfti þá að tapa miklu á síðustu tveimur vikum því hann hefur fengið á bilinu 8,6 til 9,8% í síðustu könnunum. Það er því líklegra að Framsókn kræki í silfurverðlaun í fylgistapi. Til þess þarf hann að komast undir 11,5 prósent. Þá nær hann silfrinu af Sjálfstæðisflokknum í fyrstu kosningum eftir Hrun, en þá féll flokkurinn um 12,9 prósentustig. Sjálfstæðisf lokkurinn á líka bronsið, en eftir að Albert Guðmundsson klauf sig úr flokknum 1987 féll flokkurinn um 11,4 prósentustig í kosningum. Annars er listinn yfir mestu fylgistöp í kosningum svona:

(Vilmundur Gylfason)

7,2% Þjóðvaki 1995 (Jóhanna Sigurðardóttir)

7,2% Borgarahreyfingin 2009 (Birgitta Jónsdóttir o.fl.)

6,0% Þjóðvarnarflokkurinn 1953 (Ragnar Arnalds o.fl.)

5,5% Kvennalistinn 1983 (margar konur í forsvari)

5,1% Píratar 2013 (Birgitta Jónsdóttir o.fl.)

4,2% Frjálslyndi flokkurinn 1999 (Sverrir Hermannsson)

Árni Páll Árnason tók við Samfylkingunni í ársbyrjun 2013 eftir mikið fylgishrun flokksins allt kjörtímabilið og leiddi flokkinn til stærsta fylgistaps Íslandssögunnar.

Skiljanlega raða Framsókn og Sjálfstæðisf lokkur sér á þennan lista. Flokkar sem hafa haft mesta fylgið hafa mestu fylgi að tapa. Það vekur hins vegar athygli hversu mikið af forystufólki dagsins í dag hefur mátt þola mikið tap; Árni Páll, Bjarni og Katrín. Þau hafa hins vegar öll þá afsökun að hafa erft vonlitla stöðu frá forverum sínum; Jóhönnu Sigurðardóttur, Geir H. Haarde og Steingrími J. Sigfússyni. Íslandsmet nýliða Viðreisn gæti slegið metið í fylgisaukningu með góðum endaspretti. Flokkurinn mælist nú með á bilinu 10,2% (MMR) til 12,4% (Gallup). Þaðan er ekki svo langt í 12,9%. Þótt það náist ekki á Viðreisn möguleika á öðru Íslandsmeti, í flokki nýrra

Albert Guðmundsson er fremstur þeirra sem hafa haft forystu um stofnun nýrra flokka. Árið 1987 náði hann sjö manns inn á þing með klofningsframboði sínu úr Sjálfstæðisflokknum.

Ég veit ekki hvort raunhæft sé að Flokkur fólksins komist upp fyrir fylgi Frjálslynda flokksins frá 1999. Ári eftir þær kosningar var kosningalögum breytt svo að flokkar,

„Þótt iðulega sé talað um fjórflokk þá hafa ekki svo fáir þingflokkar verið á þingi síðan á kjörtímabilinu 1979 til 1983, fyrir 33 árum.“

sem ekki ná inn kjördæmakjörum þingmanni, þurfa að fá 5 prósent eða meira til að koma til greina við útdeilingu uppbótarmanna. Það kann því ekki að duga Flokki fólksins að komast yfir Sverri Hermannsson og félaga til að ná inn á þing. Þegar listinn er skoðaður verður að segjast að það er nokkurt afrek hjá Benedikt Jóhannessyni að vera kominn í þá stöðu að sigra á þessum lista. Þarna eru margir af helstu refum og baráttujöxlum íslenskra stjórnmála; Albert, Steingrímur J., Hannibal, Vilmundur, Jóhanna og Sverrir Hermannsson, auk Gvendar Steingríms og Birgittu. Benedikt yrði eini forystumaðurinn sem ekki hefur áður setið á þingi, fyrir utan Birgittu og aðra frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar. Sögulegur toppur Nokkrir flokkar eiga möguleika á að ná sögulegu hámarki í fylgi. Píratar eru líklegastir. Úr þessu má heita ómögulegt að þeir fari ekki yfir þau 5,1% sem þeir fengu 2013. Björt framtíð fékk 8,2% 2013 og eygir möguleika á að slá það met, hefur verið með á bilinu 7,7 til 8,2% í síðustu könnunum. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking eiga enga raunhæfa möguleika á að slá út sína bestu útkomu og VG þyrfti að eiga stórkostlegan endasprett í kosningabaráttunni til að komast yfir þau 21,7 prósent sem flokkurinn fékk 2009. Í könnunum undanfarið hefur flokkurinn mælst með 14,5 til 17,7 prósent. Sögulegur botn Nokkrir flokkar stefna að sögulegum botni. Hingað til hefur Samfylkingin ekki fengið lakari útkomu en í síðustu kosningum, 12,9%. Í síðustu skoðanakönnunum hefur flokkurinn mælst með 6,9 til 9,0 prósent. Frambjóðendur flokks-


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 1 1 4 0

Eldur inni í þér? Omeprazol Actavis

– Við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „StevensJohnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.


12 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Sigurður Ingi Jóhannsson er í líkri stöðu og Oddný Harðardóttir, nýr formaður sem virðist ekki geta forðað flokki sínum frá mjög vondum úrslitum. Síðustu ár hafa fært mörgum nýjum formanni fjórflokks þessa stöðu; Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni og Katrínu Jakobsdóttur. Jón Sigurðsson, annar formaður Framsóknar, á heima í þessum hópi.

ins þurfa að eiga stórkostlegan endasprett til að komast yfir sögulegan botn. Samfylkingin er líkleg til að fara undir sögulegan botn forvera sinna. Þetta er botnar Samfylkingarinnar.

4,9% Kvennalistinn 1995 (margar konur)

10,5% Alþýðuflokkurinn 1971 (Gylfi Þ. Gíslason)

12,9% Samfylkingin 2013 (Árni Páll Árnason)

13,3% Alþýðubandalagið 1987 (Ólafur Ragnar Grímsson)

Gylfi Þ. Gíslason leiddi Alþýðuflokkinn í gegnum Viðreisnarárin, sem enduðu með miklu fylgistapi í kosningunum 1971.

Allt stefnir í að Oddný Harðardóttir skipi sér í flokk með nýjum formönnum sem leiða flokka sína til fylgistaps í kosningum. Í raun þarf nánast kraftaverk á síðustu metrunum til að forða Samfylkingunni frá sögulegu lágmarki flokksins. Flest bendir til að flokkurinn fari meira að segja undir sögulegt lágmark Alþýðuflokksins.

Bjarni Benediktsson á hættu á að fara með Sjálfstæðisflokkinn undir sögulegt lágmarksfylgi sitt. Met sem hann sjálfur setti sem splunkunýr formaður 2009.

Sjálfstæðisflokkurinn er einnig líklegur til að fara undir sitt minnsta sögulega fylgi, sem er 23,7 prósent 2009, fáum mánuði eftir Hrun og aðeins mánuði eftir að Bjarni Benediktsson tók við af Geir H. Haarde sem formaður flokksins. Í síðustu könnunum hefur Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 21,4 til 22,6 prósent og þarf því góðan endasprett til að koma sér yfir fylgið frá 2009. Annars er listinn yfir slæma útreið Sjálfstæðismanna þessi:

23,7% 2009 (Bjarni Benediktsson yngri) 26,7% 2013 (Bjarni Benediktsson yngri) 27,2% 1987 (Þorsteinn Pálsson) 32,7% 1978 (Geir Hallgrímsson) 33,7% 2003 (Davíð Oddsson) 35,4% 1979 (Geir Hallgrímsson) 36,2% 1971 (Jóhann Hafstein) 36,6% 2007 (Geir H. Haarde) 37,1% 1995 (Davíð Oddsson) 37,1% 1953 (Ólafur Thors) Framsóknarflokkurinn fór lægst árið 2007 þegar Jón Sigurðsson leiddi flokkinn í kosningabaráttu eftir erfitt kjörtímabil. Halldór Ásgrímsson hafði þá tekið við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni en gefið það aftur frá sér og hætt í stjórnmálum. Jón tók þá við flokknum og leiddi kosningabaráttu sem skilað aðeins 11,7 prósent at-

Þorsteinn Pálsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn sem formaður aðeins í einum kosningum, þegar flokkurinn klofnaði með sérframboði Alberts Guðmundssonar 1987.

kvæða. Framsókn mælist nú með 8,6 til 9,8 prósent fylgi og því er líklegra en ekki að flokkurinn fari undir sína lélegustu útkomu. Versta útkoma Framsóknar hingað til:

11,7% 2007 (Jón Sigurðsson) 14,8% 2009 (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) 15,6% 1956 (Hermann Jónasson) 16,9% 1978 (Ólafur Jóhannesson) 17,7% 2003 (Halldór Ásgrímsson) 18,4% 1999 (Halldór Ásgrímsson) 18,9% 1987 (Steingrímur Hermannsson) 18,9% 1991 (Steingrímur Hermannsson) 19,0% 1983 (Steingrímur Hermannsson)

Jón Sigurðsson leiddi Framsóknarflokkinn til verstu útreiðar flokksins hingað til árið 2007. Á eftir fylgdi upplausn innan flokksins, tíð formannsskipti og síðan kjör Sigmundar Davíðs.

Katrín Jakobsdóttir virðist ekki eiga möguleika á að fara með sinn flokk upp í sögulegt hámark, 21,7 prósent, en hún ætti að koma honum yfir sinn næstbesta árangur, 14,4 prósent. Hún gæti líka orðið fyrst sinna flokkssystkina að vera fyrsti þingmaður Reykjavíkur norður.

Fjórflokkur slær smæðarmet Það þarf ekki að taka fram að þegar þrír af hinum svokallaða fjórflokki eru undir sínu lélegasta fylgi að þá er líklegt að samanlagt fylgi fjórflokksins sé það. Síðustu kannanir hafa sýnt samanlagt fylgi Sjálfstæðisf lokks, Framsóknar, Samfylkingar og VG í 54 prósent og rétt rúmlega það. Í síðustu kosningum fengu þessir flokkar 74,9 prósent atkvæða, eilítið meira en þeir og forverar þeirra fengu 1987 þegar Borgaraf lokkurinn og Kvennalistinn fengu góða kosningu. Þá fékk fjórflokkurinn 74,6 prósent atkvæða. Annars hafa þessir flokka alla tíð verið með um og yfir 90 prósent fylgi, að aðeins einum kosningum undanskildum; 1995 þegar bæði Þjóðvaki og Frjálslyndi flokkurinn náðu mönnum á þing. Þá fékk fjórflokkurinn 86,1 prósent atkvæða.

þessar kosningar, eins og síðast, ef marka má kannanir; í flokki flokka sem fá um og yfir hundrað atkvæði. Sá listi lítur þannig út:

91 atkvæði: Verkamannaflokkur Íslands 1991 (Eiríkur Björn Ragnarsson)

92 atkvæði: Sólskinsflokkurinn 1979 (Helgi Friðjónsson)

108 atkvæði: Hinn flokkurinn 1979 (Stefán Karl Guðjónsson)

118 atkvæði: Alþýðufylkingin 2013 (Þorvaldur Þorvaldsson)

121 atkvæði: Kommúnistaflokkur Íslands ml 1974 (Gunnar Andrésson)

126 atkvæði: Húmanistaflokkur Íslands 2013 (Júlíus Valdimarsson)

127 atkvæði: Lýðræðisflokkurinn 1974 (Jörmundur Ingi Hansen)

184 atkvæði: Fylkingin 1978 (Ragnar Stefánsson)

201 atkvæði: Fylkingin 1974 (Ragnar Stefánsson)

204 atkvæði: Anarkistar á Íslandi 1999 (Þórarinn Einarsson)

Sósíalisminn nálægt botni Samanlagt fylgi Samfylkingarinnar og VG í könnunum er nú 21,6 til 24,6 prósent. Það er nálægt sögulegum botni fánabera sósíalismans, helstu stjórnmálastefnu síðustu aldar. Í síðustu kosningum guldu flokkarnir afhroð og fengu samanlagt 23,8 prósent atkvæða. Þeir eru samkvæmt könnunum á svipuðum stað í dag og gætu jafnvel slegið metið frá því síðast. Leita þarf aftur til 1931 til að finna minna fylgi sósíalísku flokkanna en þá fengu Alþýðuflokkur og Kommúnistaflokkurinn samanlagt 18,7 prósent fylgi. Fyrst í kjördæmum Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Pírati eða Steingrímur J. Sigfússon í VG gætu orðið fyrstu þingmenn Norðausturkjördæmis. Það væri sögulegt ef Pírati yrði fyrsti þingmaður þessa kjördæmis en fyrir utan Steingrím J., eftir kosningarnar 2009, hafa aðeins Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn fengið flest atkvæði í þessum kjördæmi og forverum þess.. Pírati gæti líka orðið fyrsti þingmaður í Reykjavík norður fyrsti, Birgitta Jónsdóttir, eða þá Katrín Jakobsdóttir hjá VG. Samfylkingin náði þessum heiðurssessi 2003 og 2009. Samfylkingin var líka með fyrsta þingmann Reykjavíkur suður 2009. Annars hafa Sjálfstæðismenn ætíð verið fyrstu þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna og Reykjavíkurkjördæmis áður en borgin var klofin.

Þorvaldur Þorvaldsson á raunhæfa möguleika á því eftir kosningar að verða í tveimur sætum á topp tíu yfir þau framboð sem fæst atkvæði hafa fengið í kosningum á Íslandi.

Eins og sjá má eiga bæði Þorvaldur Þorvaldsson og Júlíus Valdimarsson ágæta möguleika á að ná að skrá nafn sitt öðru sinni á lista yfir þau framboð sem hafa fengið fæst atkvæði. Sturla Jónsson, sem nú er í framboði fyrir Dögun, fékk 222 atkvæði í kosningunum 2013 og vermir ellefta sætið á þessum lista.

Fæstu atkvæðin Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn keppa í sérdeild fyrir Helgi Helgason hefur leitt flokk sinn, Íslensku þjóðfylkinguna, til mikilla innanfélagsátaka í aðdraganda kosninganna sem leiddu til þess að flokkurinn náði ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Hægri grænir, sem fengu 1,7 prósent í síðustu kosningum, gengu inn í Íslensku þjóðfylkinguna, og flokkurinn nýtur mikils stuðnings Útvarps Sögu, sem studdi síðast Flokk heimilanna, sem fékk 3,1 prósent atkvæða og vænan ríkisstyrk (sem flokksmenn deildu um hver mætti ráðstafa). Fátt bendir til að Íslenska þjóðfylkingin nái að fara yfir sameiginlegt fylgi þessara flokka, eða 4,8 prósent.

Sturla Jónsson er stjörnuframbjóðandi Dögunar sem nú leggur til sinnar annarrar eða þriðju kosninga. Dögun er sproti út úr Borgarahreyfingunni, sem leystist upp eftir ágæta útkomu í kosningunum 2009 og fjóra þingmenn. Dögun náði 3,1 prósent atkvæða 2013 og nokkrum ríkisstyrk en kannanir benda ekki til að því marki verði aftur náð.


ALLT Á SÍNUM

FULLKOMNA STAÐ

Öruggur, fullkomið skipulag, nákvæmur frágangur og betri í alla staði. Honda HR-V er ekki bara fimm stjörnu bíll hvað varðar öryggi, í HR-V á hver hlutur sinn stað og hlutverk. Við hönnuðum nýjan Honda HR-V með þetta að leiðarljósi. Útkoman er fallegur borgarjeppi, með frábæra eiginleika innan sem utan. Nýr Honda HR-V, fullkominn fyrir þig.

Honda HR-V

kostar frá kr. 3.840.000 MEÐ SJÁLFSKIPTINGU

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

www.honda.is

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


14 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Þegar þingið hlustar

Afstaða flokkanna Vilja virða þjóðaratkvæðagreiðslu en telja nýja stjórnarskrá ganga of skammt: Húmanistaflokkurinn Alþýðufylkingin

Í dag eru fjögur síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá fór fram. Þar samþykkti meirihlutinn, tveir þriðju hlutar gildra atkvæða, að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Á þessum fjórum árum hefur stjórnvöldum og Alþingi mistekist, viljandi eða óviljandi, að fara að þessum skýra vilja þjóðarinnar. Þessi staða er einstök í hinum vestræna heimi. Það er fordæmalaust að ríkisstjórn og þing hunsi vilja þjóðarinnar eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vilja lögfestingu Stjórnarskrár frá 2011: Píratar Flokkur fólksins

Vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum Stjórnlagaráðs: Vinstri græn Björt framtíð Dögun Samfylkingin

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Vilja endurskoðun samkvæmt vinnu stjórnarskrárnefndar Alþingis: Framsóknarflokkur

Vilja fara varlega í heildarendurskoðun: Viðreisn Sjálfstæðisflokkur Íslenska þjóðfylkingin

Sem kunnugt er samþykkti meirihluti þeirra sem skiluðu gildum atkvæðum í þjóðaratkvæðagreiðslunni fimm af sex spurningum sem lagðar voru fyrir kjósendur. 83 prósent vildu að í nýrri stjórnarskrá yrðu náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, lýstar þjóðareign. 78 prósent vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 73 prósent vildu að í nýrri stjórnHeimasíður flokkanna fyrir komandi kosningar eru misjafnlega orðmargar og skýrar þegar kemur að afstöðu til stjórnarskrárbreytinga og tillagna Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem þjóðin tók afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Flokkarnir eru samt mis heitir fyrir því að ný stjórnarskrá verði sett eftir hugmyndunum frá 2011. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn hafa talað um að virða beri úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar en telja tillögurnar frá 2011 ganga of skammt í lýðræðisátt.

Ómar Ragnarsson tjáir sig í Stjórnlagaráði. Formenn ráðsins, Ari Teitsson varaformaður og Salvör Nordal formaður, hlýða á.

arskrá yrði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. 66 prósent vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt. Og 57 prósent vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Þetta síðasta var eina ákvæðið sem ekki var í tillögum Stjórnlagaráðs. Þar var lagður til aðskilnaður ríkis og kirkju. Vilji meirihlutans í hinum álitamálunum fór saman við tillögur Stjórnlagaráðs. Enda samþykkti meirihlutinn, 67 prósent gildra atkvæða, að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Niðurstaðan var sem sé skýr.

Málið var lagt fyrir þjóðina og hún kom með niðurstöðu. Málið þæft og kæft Stjórnmálaflokkunum og alþingismönnum mistókst hins vegar að fara eftir þessum tilmælum þjóðarinnar. Sumir gerðu það viljandi, voru á móti málinu þótt niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni væri skýr. Það á bæði við um forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta kjörtímabili og því sem nú er að líða. Mikil átök voru innan Samfylkingar í lok síðasta kjörtímabils. Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri vildu leggja fram frumvarp byggt á drögum Stjórnlagaráðs en aðrir þingmenn, undir forystu

Árna Páls Árnasonar, vildu gera samkomulag við þá þingmenn, sem vildi ekki fara eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Með öðrum orðum að búa til málamiðlun milli skýrs vilja þjóðarinnar og þeirra stjórnmálamanna sem vildu ekki hlíta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Slíkt samkomulag fór í gegn fyrir þinglok 2013. Það átti að verða forsenda áframhaldandi vinnu á síðasta kjörtímabili. Hún leiddi til tillagna stjórnlaganefndar þingsins, sem bauð upp á takmarkaðar og útvatnaðar breytingar miðað við niðurstöðu þjóðaratkvæðisins og tillögur Stjórnlagaráðs. Þegar þær birtust síðan á þinginu í formi þingmannafrum-

Fimm punktar um nýja stjórnarskrá Heilbrigðiskerfið

Nineteen Seventy-Six Konfúsíusarstofnunin Norðurljós kynnir fyrirlestur Ragnars Baldurssonar við Háskóla Íslands í Háskólatorgi 104, á morgun fimmtudaginn 20. október, kl. 12:00-13:10. Ragnar Baldursson kynnir bók sína Nineteen Seventy-Six og fjallar um endurreisn kínverska heimsveldisins í kjölfar eld-dreka ársins 1976, eftir mikil umskipti í Kína. Ragnar er einn helsti sérfræðingur Vesturlanda í málefnum Kína og hefur þýtt á íslensku úr kínversku tvö af helstu öndvegisritum kínverskrar heimspeki.

Nánar um erindið á konfusius.is

Allir eiga rétt á að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er, segir í nýrri stjórnarskrá og er sú setning tekin beint upp úr alþjóðlegum sáttmála sem Ísland hefur þegar undirgengist. Auk þess segir að öllum verði að vera tryggður með lögum réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Viðeigandi gæti hér átt við allt frá vinnutíma starfsfólks sjúkrahúsanna og til þess hvort sjúklingar þurfi að sofa á göngum, en þetta yrði útfært nánar í almennum lögum. Í gömlu stjórnarskránni segir að öllum þeim, sem þess þurfi, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Setningin „þeim sem þess þurfi“ gefur svigrúm til túlkunar sem ekki er til staðar í þeirri nýju.

Kosningakerfið

Í nýrri stjórnarskrá er gerð tilraun til að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Þar er til að mynda opnað á persónukjör og að hægt verði að greiða atkvæði þvert á flokka. Þar er líka tryggt að öll atkvæði vegi jafnt. Það má líka sjá tillögur um að setja á stjórnarskrárvarin réttindi fólks til að taka þátt í eigin ákvörðunum. Ein tillagan snýr að því að 10% kjósenda geti krafist þess að umdeild löggjöf verði send í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins geta 10% lagt fram frumvarp á Alþingi sem Alþingi getur þá annaðhvort samþykkt eða komið fram með gagntillögu og þá er valið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Framtíðin

Sjálfbærnihugsunin er fyrirferðarmikil í nýrri stjórnarskrá en kemur ekki fyrir í þeirri gömlu. Samkvæmt þeirri nýju höfum við sem búum hér í dag ekki leyfi til þess að ganga um landið og gert það sem okkur sýnist. Tekið er fram að nýtingu náttúrugæða skuli haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Komandi kynslóðir fá ekkert pláss í gömlu stjórnarskránni en í þeirri nýju er talað um rétt komandi kynslóða og tekið er á réttindum barna með mun meira afgerandi hætti.


FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

| 15

ekki á þjóðina varps Sigurðar Inga Jóhannessonar forsætisráðherra kom í ljós að enginn hafði áhuga á málinu. Þeir þingmenn sem vildu hlýða þjóðinni sáu að þessar tillögur voru varla skref í þá átt. Þeir sem engu vildu breyta sáu enga ástæðu til að beita sér fyrir breytingum. Niðurstaðan varð sú að eftir fjögur ár hafði Alþingi ekki enn tekist að setja saman frumvarp samkvæmt vilja þjóðarinnar, eins og hann birtist í niðurstöðu þjóðaratkvæðisins.

annað var talið jaðra við valdarán. Í ljósi þess sést hversu alvarlega staða er uppi á Íslandi. Hér hefur verið sú staða uppi í fjögur ár í dag, að Alþingi og stjórnvöld fara ekki eftir skýrum vilja þjóðarinnar. Nýr meirihluti Eins og fram kemur í Fréttatímanum í dag hafa fjórir flokkar undirritað yfirlýsingu um að fara eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni á næsta

kjörtímabili og leggja fram frumvarp sem byggir á drögum Stjórnlagaráðs að stjórnarskrá. Þetta eru stjórnarandstöðuflokkarnir Píratar, Vinstri græn, Samfylking og Björt framtíð. Dögun hefur einnig fallist á þessa stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðufylkingin hafa hafnað henni en svör hafa ekki borist frá Framsóknarflokknum og Viðreisn. Flokkarnir sem hafa skuld-

bundið sig að koma í gegn stjórnarskrárbreytingum eftir tillögu Stjórnlagaráðs hafa nálægt helmings fylgi, samkvæmt skoðanakönnunum, meira í sumum en minna í öðrum. Þar sem nokkuð af atkvæðum falla dauð, þar sem allir flokkar í framboði ná ekki á þing, má ætla að staðan í skoðanakönnunum nú bendi til að þessir fjórir flokkar nái meirihluta á þingi.

Þingið hlustar ekki Það er sláandi fyrir íslenska kjósendur að fylgjast með viðbrögðum breskra stjórnmálamanna við niðurstöðum þjóðaratkvæðis um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að meirihluti þingheims og meirihluti ríkisstjórnarinnar hafi barist fyrir áframhaldandi veru landsins í ESB beygðu allir sig undir niðurstöðuna. Þjóðin hafði talað og þá bar stjórnmálamönnum að hlusta. Engum í Bretlandi datt í hug að efast um það. Það var ekki vegna þess að í lýðræðið í Bretlandi sé í grundvallar atriðum ólíkt því sem er á Íslandi. Bæði lönd eru lýðræðisríki þar sem fullveldið liggur hjá þjóðinni, ekki þeim fulltrúum sem hún kýs. Breskir stjórnmálamenn mátu það algjörlega ómögulegt annað en að hlýða þegar niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar lá fyrir. Allt

ÖLD BARNSINS Stjórnkerfið

Í nýrri stjórnarskrá er lögð áhersla á að auka valddreifingu og auka gegnsæi og ábyrgð ráðamanna. Þar er til dæmis tekið fyrir að ráðherrar sitji á þingi og þannig skerpt á þrígreiningu ríkisvalds. Sannleiksskylda er auk þess lögð á ráðherra og þingmenn og gerð er krafa um að þingmenn gefi upp öll sín hagsmunatengsl. Wintris-málið hefði væntanlega þróast á annan veg hefði verið stjórnarskrárbundin skylda á herðum Sigmundar Davíðs um að gefa öll sín skattamál upp.

NORRÆN HÖNNUN FYRIR BÖRN FRÁ 1900 TIL DAGSINS Í DAG

Norræna húsið í haustfríinu. Við kynnum sýninguna Öld barnsins, nýuppgert barnabókasafn og ljúffengar veitingar á Aalto Bistro. Sýningin er opin alla daga frá kl 11–17.

Auðlindir

Í nýrri stjórnarskrá er tekið skýrt fram að auðlindir Íslands, s.s. fiskimiðin og nýtingarréttur þeirra, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Vinna Stjórnlagaráðs við auðlindaákvæðið fólst fyrst og fremst í að tryggja það að þjóðin fengi sanngjarnan arð af auðlindum og að þeim væri úthlutað til hóflegs tíma í senn til að koma í veg fyrir ofnýtingu. Sjálfbærnihugtakið var leiðarstef þeirrar vinnu. Í gömlu stjórnarskránni er ekkert minnst á hver eigi auðlindirnar og hvernig sé best að nýta þær.

Norræna húsið Sturlugata 5, 101 Reykjavík, +354 551 7090, www.nordichouse.is

Það er því líklegt að meirihluti sé að myndast á þingi fyrir að fara að vilja þjóðarinnar. Hann er reyndar naumur, eins og ótrúlegt og það hljómar. En að öllum líkindum ætti hann að duga til að koma nýrri stjórnarskrá í gegn. Það sem gæti hindrað það væri ef einn eða fleiri af þessum flokkum færi í ríkisstjórn og fórnaði þessu máli þrátt fyrir skuldbindandi yfirlýsingu nú.


798

498 kr. 250 g

179

259

Heima Möndlur með hýði 500 g

Bónus Tamari Möndlur Ristaðar, 250 g

TP Sweet Chilli Sósa 295 ml

Heima Mangó Chutney 340 g

kr. 500 g

kr. 295 ml

kr. 340 g

298 kr. 400 g

KW Pipardropar 400 g

Aðeins

598

50kr stykkið

kr. pk.

Plaisir Kattamatur 12x100 g

Ný sending

LÆGRA VERÐ

249 kr. 1 kg

Barilla Spaghetti 1 kg

Ný sending

LÆGRA VERÐ

298

898

Nicky Eldhúsrúllur 3 rúllur í pakka - Verð áður 359 kr.

Nicky Salernispappír 16 rúllur í pakka - Verð áður 998 kr.

kr. pk.

kr. pk.

Verð gilda til og með 23. október eða meðan birgðir endast


HALLOWEEN

1.279 kr. 900 g

259 kr. kg

ES Kjúklingabringur Frosnar, 900 g

Grasker

GOTT VERÐ Í BÓNUS 2

brauð í pakka

1.698 kr. kg Íslandsnaut Ungnautahakk Ferskt

r ka 5 í ppo akka

198 kr. pk.

Heima Basmati Hrísgrjón Í suðupokum, 5x100 g

1Ís0le 0% nskt

ungnautakjöt

69

159

kr. 400 g

kr. pk.

Tómatar 400 g, 2 tegundir

1.359 kr. pk.

Hvítlauksbrauð 2 stk. í pakka

Bónus Réttir 4 tegundir, fyrir 2-3.

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


18 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016 Fréttir af kynferðislegri áreitni Trump hafa orðið til þess að sumir af áreiðanlegustu kjósendahópum Repúblikanaflokksins eru byrjaðir að snúa baki við forsetaframbjóðanda hans. Það getur orðið erfitt fyrir flokk sem hefur til þessa gert tilkall til þess að vera brjóstvörn „hefðbundinna fjölskyldugilda“ og siðgæðis í stjórnmálum að endurheimta traust stuðningsmanna sinna eftir að hafa teflt fram forsetaframbjóðanda sem er algerlega laus við auðmýkt eða siðferðisstyrk. Myndir | Getty

Trump færir Demókrötum öldungadeildina Allt bendir nú til þess að Hillary Clinton muni vinna öruggan sigur í kosningunum 8. nóvember, og að Demókratar muni jafnframt endurheimta meirihluta í öldungadeildinni. Meirihluti í fulltrúadeildinni gæti jafnvel verið innan seilingar. Við slíkar aðstæður gæti virst eðlilegt að vænta þess að Demókratar boðuðu metnaðarfulla stefnuskrá, loforð um uppstokkun og endurgjöf efnahagslegra gæða. Vinsældir Bernie Sanders sýndu að það er eftirspurn eftir slíku í bandarískum stjórnmálum og margir hafa viljað meina að stuðningur við Trump spretti m.a. af kreppu bandarískrar verkalýðsstéttar. Það er því bæði eftirspurn og þörf á róttækum aðgerðum. Af hverju hefur Hillary ekki boðað von og breytingar eins og Obama gerði 2008? Að einhverju leyti er skýringarinnar að leita í því að Hillary er miðjumanneskja og varkár. Önnur skýring er sú að Hillary og Demókrataflokkurinn horfa lengra fram á veginn og kosningarnar í nóvember eru í raun aðeins biðleikur fyrir næstu forsetakosningar, árið 2020. Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Nú þegar þrjár vikur eru til kosninga í Bandaríkjunum snýst spennan ekki lengur um það hvort Trump eða Hillary verði næsti forseti Bandaríkjanna, heldur hversu stór ósigur Trump verði og hvaða áhrif hann hafi á bandarísk stjórnmál, og þá sérstaklega Repúblikanaflokkinn. Repúblikanar hafa sérstaklega áhyggjur af því að óvinsældir Trump smitist yfir á aðra frambjóðendur flokksins og muni þannig kosta flokkinn meirihlutann í öldungadeildinni eða jafnvel þinginu.

Stjórnmálaskýrendur telja hins vegar að skaðinn af Trump kunni að verða enn meiri til lengri tíma. Trump kunni að hafa eitrað ímynd flokksins svo rækilega að hann eigi sér í raun ekki framtíð nema sem farvegur fyrir reiði og gremju frekar fámenns minnihluta hvíts fólks sem stendur ógn af samfélagsbreytingum, samtímanum og framtíðinni. Sögulegur ósigur Donald Trump er tamt að tala um sjálfan sig og afrek sín í hæsta stigi.

Heimili & hönnun ALLT UM STOFUNA & BORÐSTOFUNA Þann 5. nóvember

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300

Allt sem hann tekur sér fyrir hendur og öll hans afrek eru alltaf stærri í sniðum en það sem aðrir hafa gert: „yuuuge!“ Og kosningaósigur Trump virðist ætla að verða risavaxinn, því netritið Politico bendir á að ef niðurstaða kosninganna verði í samræmi við síðustu kannanir verði munurinn á Hillary og Trump sá mesti í 20 ár. Samkvæmt meðaltali RealClearPolitics.com á fylgi frambjóðendanna er Hillary nú að meðaltali með 45,9% á landsvísu, Trump 39,1%, Gary Johnson, frambjóðanda Frjálshyggjuflokksins 6,4% og Jill Stein, frambjóðandi Græningja með 2,4%. Samkvæmt þessu er Hillary með 6,8% forskot á Trump, sem yrði mesti munur á frambjóðendum stóru flokkanna síðan 1996, þegar Bob Dole tapaði fyrir Bill Clinton með 8,5% mun. Munurinn gæti þó hæglega orðið meiri, því kannanir hafa sýnt Hillary með allt að 12% forskot á Trump. Þá þyrfti að fara allt aftur til 1984 til að finna stærri ósigur, en það ár tapaði Walter Mondale fyrir Ronald Reagan með 18,2%. Það er líka rétt að hafa í huga að það eru engin dæmi í sögu bandarískra stjórnmála um að frambjóðanda hafi tekist að vinna upp þetta stórt bil þegar svona stutt var til kosninga. Jakkalöf Trump Í bandarískum stjórnmálum er talað um að aðrir frambjóðendur geti siglt til sigurs á jakkalöfum for-

Einn af mörgum öldungardeildarþingmönnum Repúblikana sem Demókratar gerðu sér vonir um að geta fellt var John McCain. Nýjustu kannanir sýna hins vegar að McCain er með öruggt forskot á keppinaut sinn Ann Kirkpatrick. McCain hefur tryggt stöðu sína enn frekar með því að draga til baka stuðning sinn við Trump.

endur geta rutt veginn fyrir aðra flokksmenn geta óvinsælir frambjóðendur fælt frá. Og slík áhrif óttast Repúblikanar að Trump hafi á kjósendur Repúblikanaf lokkinn. Fólk sem hefði undir öðrum kringumstæðum mætt á kjörstað ákveði að sitja heima eða kjósi Hillary og Demókrata. Leiðtogar Repúblikana í þinginu, Paul Ryan og John McCain hafa á undanförnum vikum reynt að fjarlægja sig frá Trump, neitað að styðja hann eða snúið við honum baki. Það er ekki vegna þess að McCain

„Kosningaósigur Trump virðist ætla að verða risavaxinn, því netritið Politico bendir á að ef niðurstaða kosninganna verði í samræmi við síðustu kannanir verði munurinn á Hillary og Trump sá mesti í 20 ár.“ setaframbjóðenda flokksins, „the presidential coattails“. Vinsældir Barack Obama 2008 ruddu t.d. brautina fyrir stórsigur Demókrata í báðum deildum þingsins og svipaða sögu má segja um sigur George W. Bush árið 2004. Ástæðan er sú að forsetakosningar geta dregið fólk á kjörstað sem ella myndi sitja heima en mætir og kýs þá alla aðra frambjóðendur flokksins auk forsetans. En um leið og vinsælir frambjóð-

eða Ryan hafi skyndilega uppgötvað hvaða mann Trump hafi að geyma enda hefur það verið nokkuð ljóst öllum sem vildu sjá í marga mánuði, heldur vegna þess að þeir óttast að hann kunni að kosta þá völd og áhrif í þinginu. Trump kostar öldungadeildina Trump virðist þegar vera búinn að gera út um vonir Repúblikana til að halda meirihluta í öldunga-

deildinni. Samkvæmt kosningaspá Nate Silver hafa demókratar nú 74,6% líkur á að ná meirihlutanum í deildinni. Demókratar bæta við sig sex sætum í Wisconsin, Illinois, Missouri, Indíana, Pennsylvaníu og New Hampshire en tapa engu. Demókrötum dugar að vinna fjögur sæti til að ná 50 sætum og þar með meirihluta í öldungadeildinni, því varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef flokkarnir eru jafnir að atkvæðum. Takmörkuð jákvæð áhrif Hillary Áhrif Trump á fylgi Repúblikana í öldungadeildinni eru þó minni en búast hefði mátt við. Harry Enten á FiveThirtyEight.com bendir á að meðan mjög sterk fylgni hafi verið á milli líkinda Hillary á að vinna forsetakosningarnar og Demókrata á að vinna meirihluta í öldungadeildinni allt síðan í haust hafi þetta samband rofnað á síðustu vikum. Fylgi Hillary hefur aukist meira en fylgi við frambjóðendur flokksins til öldungadeildarinnar. Ástæðan er meðal annars sú að bandarískir kjósendur hafa sögulega haft tilhneigingu til að skipta þingi og öldungadeild milli flokkanna til að koma í veg fyrir að annar hvor þeirra hafi of mikil völd.


SMILE SÓFINN SÍVINSÆLI FÁANLEGUR SEM 3JA SÆTA, 2,5 SÆTA, 2JA SÆTA, STÓLL OG SKEMILL

SMILE 3JA SÆTA SÓFI 217 cm / NANCY ÁKLÆÐI / kr. 202.100 - SMILE STÓLL 97 cm / NANCY ÁKLÆÐI kr. 113.700

- SÉRPANTAÐU DRAUMASÓFANN NÚNA OG FÁÐU AFHENT FYRIR JÓL Frábært úrval af áklæðum og leðri - Vertu velkomin í verslun okkar ÆVINTÝRALEGT ÚRVAL AF PÚÐUM

SALMA SÓFI

ELMER SÓFI

BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16


20 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Þessi tilhneiging virðist vera sterkari í ár en oft áður. Clinton hefur í raun sjálf hvatt kjósendur til að gera þetta, því allt síðan á landsfundi Demókrataflokksins hefur Clinton sent þau skilaboð til kjósenda Repúblikana að þeir geti verið óhræddir við að greiða henni atkvæði sitt. Önnur skýring er sú að margir kjósendur Gary Johnson, frambjóðanda Frjálshyggjuf lokksins, eru í raun fylgismenn Repúblikanaf lokksins sem geta ekki hugsað sér að kjósa forsetaframbjóðanda flokksins þó þeir ætli sér að kjósa aðra frambjóðendur hans. Enn minni áhrif í þinginu Áhrifin af óvinsældum Trump virðast ekki mikil í kosningum til fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókrataflokkurinn mun líklega ekki bæta við sig nema fimm þingsætum. Demókratar eru nokkuð öruggir um 192 sæti, þar sem þeir vinna sjö sæti af Repúblikunum en tapa tveimur. Munurinn í ellefu kjördæmum til viðbótar er nógu lítill til að þau séu álitin samkeppnishæf, en þó Demókratar myndu vinna þau öll myndi það ekki duga þeim til að ná meirihluta í þinginu, því Repúblikanar eru næsta öruggir um 232 sæti af 435. Kannanir sýna að þegar kjósendur eru spurðir hvort þeir vilji að Demókratar eða Repúblikanar

þinginu dugar Repúblikönum hins vegar til stórsigra. Árið 2014 dugði t.d. tveggja stiga forskot í könnunum flokknum til að bæta við sig 13 þingsætum en Demókratar þurfa minnst sex til sjö stiga forskot til að eiga möguleika á að ná meirihluta í þinginu. Ástæðan er annars vegar sú að kjósendur demókrata eru ólíklegri til að mæta á kjörstað en Repúblikanar. Önnur, og ekki síðri ástæða er kjördæmahagræðing sem fjallað var um í síðustu viku. Jafnvel stórsigur dugar ekki Demókratar halda þó enn í vonina um að óvinsældir Trump eigi eftir að aukast enn frekar eftir því sem nær dregur kosningum, og að þær eigi eftir að smitast að fullu yfir á aðra frambjóðendur flokksins. En jafnvel þó Demókrötum tækist að vinna meirihluta í báðum þingdeildum yrðu þeir í miklum vandræðum með að koma málum í gegnum þingið. Þó reglur deildarinnar geri ráð fyrir að einfaldur meirihluti dugi til að samþykkja hvort heldur sem er lagafrumvörp, önnur þingmál eða embættisskipanir forseta, t.d. dómara, leyfa þær líka málþóf. Það þarf aukinn meirihluta 60 atkvæða til að binda endi á umræður og ganga til atkvæða, sem þýðir að Hillary þyrfti í raun 60 sæti í öldungadeildinni til að sigrast á einbeittri andstöðu Repúblikana. Líkurnar á því eru nánast engar.

„Að upplagi er Hillary ekki mjög innblásinn stjórnmálamaður en það er líka mikilvægt fyrir hana að vekja ekki of miklar vonir hjá kjósendum, því málþóf og andstaða Repúblikana í fulltrúadeildinni mun sjá til þess að hún kemur ekki neinum stórum breytingum í gegnum þingið.“ hafi meirihluta í fulltrúadeildinni er fjöldi þeirra sem vilja meirihluta Demókrata á bilinu 2-4% fleiri en þeir sem kjósa að Repúblikanar haldi meirihluta sínum. Könnun NBC og Wall Street Journal sem tekin var stuttu eftir aðrar kappræður frambjóðendanna sýndu t.d. að 46% kjósi meirihluta Demókrata en 44% Repúblikana. Sagan sýnir að tveggja prósentustiga forskot dugar Demókrötum ekki til að ná meirihluta í þingkosningum. Tveggja prósentustiga forskot á því hvor flokkanna kjósendur vildu að væri í meirihluta í

Demókratar þyrftu ekki aðeins að fella leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, Chuck Grassley í Iowa, John McCain í Arizona og Richard Shelby í Alabama, heldur líka að bæta við sig sætum í dimmrauðum fylkjum eins og Suður Karólínu. 4 ára plan Demókrata Repúblikanar hafa boðað að þeir muni nýta málþófsréttinn til hins ýtrasta og McCain lofaði því t.d. í byrjun vikunnar að f lokkurinn myndi stöðva allar tilnefningar Hillary á hæstaréttardómurum. Repúblikanar eru því í nokkuð

Harry Reid og Hillary Clinton. Ef Demókrötum tekst að endurheimta meirihlutann í öldungadeildinni, eins og nýjustu kannanir benda til, mun Harry Reid taka við sem valdamesti maður deildarinnar og hægri hönd Hillary í þinginu.

stöðu til að koma í veg fyrir að Hillary geti hrundið í framkvæmd þeirri róttæku byltingu sem margir bandarískir hægrimenn virðast óttast að hún boði komist hún til valda. Það yrði ekki fyrr en á öðru kjörtímabili Hillary sem hún gæti gert sér vonir um einhverjar stórfelldar aðgerðir eða róttækar breytingar. Ástæðan er sú að næsta manntal verður tekið í Bandaríkjunum árið 2020, og kjördæmamörk eru endurskoðuð eftir hvert manntal til að tryggja sem jafnastan atkvæðafjölda að baki hverjum þingmanni. Kjördæmamörk eru ákvörðuð af fylkisþingunum. Repúblikanar nýttu sér meirihlutann sem þeir unnu í kosningunum 2010 til hins ýtrasta og hagræddu kjördæmamörkum til að hámarka fjölda þingsæta flokksins. Í kosningunum 2014 vann flokkurinn 52% atkvæða í kosningum til þings, en fengu 57% þingsæta. Demókratar eru staðráðnir í að láta Repúblikana ekki komast upp með þann leik aftur 2020 og Barack Obama hefur lýst kjördæmahagræðingu sem einni alvarlegustu ógn sem steðji að lýðræði í Banda-

HÁGÆða DaNSKar

ELDHÚSINNRÉTTINGAR

ríkjunum. Obama hefur þegar sagt að hann muni beita sér gegn kjördæmahagræðingu eftir að hann lætur af embætti, og dómsmálaráðherra Obama, Eric Holder, fer fyrir samræmingaraðgerðum flokksins til að tryggja að kjördæmi sem verða teiknuð upp fyrir kosningarnar 2022 verði hliðhollari Demókrötum. Þangað til munu Repúblikanar hafa innbyggt forskot í þingkosningum, og líklega meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Varnarleikur fyrir 2020 Þetta skýrir að hluta hversu lítið hefur farið fyrir stórum loforðum í kosningabaráttu Hillary. Í stað þess að boða von og breytingar, líkt og Obama gerði 2008, hefur Hillary gert sitt besta til að komast hjá því að vekja of miklar væntingar hjá kjósendum flokksins. Að upplagi er Hillary ekki mjög innblásinn stjórnmálamaður en það er líka mikilvægt fyrir hana að vekja ekki of miklar vonir hjá kjósendum, því málþóf og andstaða Repúblikana í fulltrúadeildinni mun sjá til þess að hún kemur ekki neinum stórum breytingum í gegnum þingið. Róttækir vinstrimenn í Bandaríkjunum og stuðningsmenn Bernie Sanders halda því fram að Demókratar væru með meira fylgi ef Hillary hefði gert kosningastefnuskrá Bernie Sanders að sinni og lofað kjósendum róttækri uppstokkun og endurgjöf. Á móti segja stuðningmenn Hillary að það hefði aldrei dugað til að vinna aukinn meirihluta í öldungadeildinni, að fjórum árum liðnum myndu kjósendur Demókrata því upplifa sig svikna, og þeim mun erfiðara yrði fyrir Demókrata að vinna kosningarnar 2020. Mikilvægustu kosningar sögunnar Það bregst ekki að stjórnmála-

skýrendur jafnt sem frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra lýsi öllum forsetakosningum í Bandaríkjunum sem „mikilvægustu kosningum í manna minnum“. Kosningarnar í ár eru engin undantekning. Rudy Giuliani lýsti því yfir á landsfundi Repúblikanaflokksins í sumar að kosningarnar í ár myndu verða mikilvægustu kosningarnar í sögu Bandaríkjanna: „Það verða engar aðrar kosningar. Það er núna eða aldrei.“ Og auðvitað er mikið í húfi. Næsti forseti Bandaríkjanna mun líklega geta skipað þrjá eða fjóra hæstaréttardómara, þar með talið arftaka Antonin Scalia. Mikilvægasta afrek Hillary á fyrsta kjörtímabilinu, gæti því líklega orðið að tryggja frjálslyndan meirihluta í hæstarétti, sem skýrir af hverju Repúblikanar lofa að standa í vegi fyrir öllum tilnefningum hennar. En fyrir utan skipun hæstaréttardómara er erfitt að sjá hvaða stóru eða róttæku breytingum Hillary getur komið í gegn á næstu fjórum árum. Biðleikur Þegar þetta er haft í huga verður kosningabarátta Hillary og skortur á loforðum um róttækar aðgerðir til að auka jöfnuð eða hefja stórsókn til framtíðar skiljanlegri. Demókratar eru í raun að leika varnarleik í kosningunum í ár. Kosningabarátta Hillary hefur fyrst og fremst snúist um að sannfæra kjósendur um að Trump megi ekki komast í Hvíta húsið, en auk þess er flokkurinn að leggja grunn að sigri að fjórum árum liðnum. Bandarískir kjósendur þurfa því að bíða til 2020 eftir loforðum Demókrata um uppstokkun og endurgjöf efnahagslegra gæða, endurreisn millistéttarinnar eða stórsókn í uppbyggingu velferðarkerfisins.

styrkur - ending - gæði

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum

Þitt er valið

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Donald Trump stefnir í einn stærsta kosningaósigur síðustu áratuga. Bilið á milli hans og Hillary mælist nú að meðaltali nærri 7%, sem yrði stærsti ósigur sem frambjóðandi annars stóru flokkanna hefur beðið síðan 1996. Trump gæti þó enn átt eftir að bæta það met, því hann hefur verið að mælast með allt að 12% minna fylgi en Hillary. Þá þyrfti að fara aftur til 1984 til að finna stærri ósigur.


NEXT, KRINGLUNNI SÍMI 551 3200

Gallabuxur fyrir dömur

Verð kr. 6.490.-

Verð kr. 6.990.-

Verð kr. 3.990.-

Verð kr. 3.990.-

Gallabuxur fyrir herra

Verð kr. 5.990.-

next á íslandi

Verð kr. 4.990.-

Verð kr. 6.990.-

Verð kr. 7.490.-

Verð kr. 7.990.-


22 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Menntamál

Háleit markmið á bak við einföld dæmi Stærðfræði á að kenna okkur að hugsa en gerir hún það raunverulega, á þann hátt sem hún er kennd í dag? Guðbjörg Pálsdóttir, dósent og stærðfræðikennari á Menntavísindasviði, segir það fyrst og fremst fara eftir áherslum kennara.

F

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

ærni í reikningi er ekki lengur það sem skipt­ ir mestu máli í stærð­ f ræðimen nt u n enda leysa ­tækin okkur sífellt meira af hólmi. Guðbjörg Páls­dóttir, dósent í stærðfræði og kennari á Menntavísindasviði, segir megin­ markmið stærðfræðikennslu eiga að vera að kunna að greina vanda og öðlast hæfni til að leysa hann. Hún segir þennan fókus lengi hafa verið til staðar hjá fræðimönn­ um á sviði stærðfræðimenntun­ ar en að hann komi skýrt fram í aðal­námskrá grunnskóla alveg frá ­á rinu 1999. Áherslubreytingar í skólakerfinu gerast hægt því hug­ myndir fólks um hvað skipti máli í stærðfræðikennslu séu mjög fast­ mótaðar. „Það sem skiptir máli er ekki að geta reiknað einstaka þætti hratt eða að kunna utan að. Það að vera góður í stærðfræði er að geta spurt góðra spurninga, rökstutt, réttlætt hvaða leiðir eru notaðar og tengt saman hugmyndir. Í dag er námskránni skipt í sjö flokka og þrír þeirra snúa að vinnubrögðum, nálgun og hugsunarhætti greinar­ innar svo þessi áhersla hefur verið lengi til staðar í kennaranáminu en hún skilar sér ekki alltaf í skólana,“ segir ­Guðbjörg. Andstaða við breytingar Ætli stærðfræðikennarar fái ekki oftast allra kennara spurninguna Til hvers erum við að læra þetta? „Oftast þegar fólk spyr svona

„Það er ofboðslega sterk pressa frá öllu sam­ félaginu um að það séu ekki miklar breytingar því breytingar fela í sér ­fyrirhöfn og andstöðu.“

s­ purninga er það vegna þess að því leiðist og sér ekki tilganginn. Tilgangurinn er ekki að geta lagt tvær tölur saman heldur að átta sig á því hvað samlagning er. Með stærðfræðikennslu erum við að reyna að hafa áhrif á það h ­ vernig fólk hugsar og horfir á heiminn og skilur umhverfi sitt. Með því að læra samlagningu áttum við okkur á fjölda og samhengi og ­venjumst því að reyna að leita að reglum og mynstrum í samfélaginu, eða lífi okkar. Svo það eru ansi háleit markmið á bak við einföld dæmi,“ segir Guðbjörg og bendir á að til þess að verkefnin grípi nem­endur þurfi þau að vera einstaklings­ miðuð. „Við reynum að gera verk­ efnin þannig að þau hafi lágt og hátt þak, að það sé auðvelt að byrja á þeim en að þau feli í sér að hægt sé að halda áfram með rannsóknir og pælingar. En það sem við erum að vinna hér á ­Menntavísindasviði

Færni í reikningi er ekki lengur það sem skiptir mestu máli í stærðfræðimenntun enda leysa tækin okkur sífellt meira af hólmi. Að kunna að greina vanda og öðlast hæfni til að leysa hann á að vera meginmarkmið stærðfræðikennslu í dag, en skila þessi markmið sér í skólunum? Guðbjörg Pálsdóttir segir það hafa verið markmið með stærðfræðikennslu frá árinu 1999 en að það gangi hægt að breyta kerfi sem hafi verið eins frá upphafi. Mynd | Hari

er auðvitað ekki það sem gerist í öllum skólastofum. Það er ofboðs­ lega sterk pressa frá öllu samfé­ laginu um að það séu ekki mikl­ ar breytingar því breytingar fela í sér fyrirhöfn og andstöðu. Það er til ákveðin hugmynd um stærð­ fræðitíma, að barnið setjist niður og geri það sem kennarinn segi, og krakkarnir koma með þá hugmynd inn í skólastofuna. Hugmyndin er svo sterk að það er erfitt að ýta við henni, nemendur verða til dæmis hissa ef það eru mörg svör við einu dæmi. Þrátt fyrir að aðrar áherslur hafi verið í aðalnámskrá frá 1999 þá getur verið erfitt fyrir kennarana að breyta þessu.“

því að þylja hverja og eina upp held­ ur með því að skoða mynstrin og samhengið. Með því að vinna með margföldun og margföldunarstað­ reyndir hafa margir lært utanbókar en þá það sem þeir skilja.“

Ættum að hætta að spyrja um einkunnir En hvernig ætti kennslan þá að fara fram? „Barnið á ekki bara að sitja og finna allt upp sjálft heldur verður kenn­ arinn að velja verkefni sem ýta ­undir að börnin finni leiðirnar sjálf. Þetta snýst ekki um að finna eina tiltekna leið heldur líka samsettar leiðir og þá þarf barnið að átta sig á því hvaða reglur gilda í stærðfræði sem það getur nýtt sér.“

Veltur stærðfræðikennsla þá á því hvaða kennsluhætti kennarinn ­velur sér? „Já. Í námskránni er aukin áhersla á rökhugsun og vinnubrögð stærð­ fræðinnar en það fer á endanum eftir kennurum hverjar áherslurnar eru. Við erum með ákveðin hæfni­ viðmið sem eru farin að hafa meiri áhrif á kennsluna og nýtt námsmat í 10.bekk er líka til þess gert að horft sé meira á hæfni en færni og það er að skila sér. Margir kennarar eru að vinna mjög gott starf en það þarf meira til, það þarf stuðning frá öllu samfélaginu um það hvernig nám eigi að fara fram. Það þarf að vera meiri umræða um skólamál og hún á ekki að snúast um það hvað nem­ endur fái á prófum, því skólinn á að snúast um hæfni en ekki færni. Við ættum að hætta líka að spyrja börn hvað þau fá í einkunn á prófi og spyrja þau frekar hvernig verk­ efni þau séu að vinna.“

Ef við tökum klassískan páfagaukslærdóm sem dæmi, eins og margföldunartöfluna, hefur kennsla á henni breyst? „Það er ennþá víða ætlast til að nem­ endur læri margföldunar­töfluna en það er lögð meiri áhersla á skilning í dag og að börnin séu að vinna með margföldunartöflur, ekki bara með

Tæknin útrýmir vélrænni vinnu Tæknin spilar stórt hlutverk í að breyta gömlum kennsluháttum og segir Guðbjörg hana geta v ­ erið mikla hjálp í að umbylta stærð­ fræðikennslu. „Það að vera fljótur að reikna hefur miklu minna upp á sig en það hafði fyrir fimmtíu árum. Það eru allir með tæki á sér

2 + 2 = 4 Tilgangurinn er ekki að geta lagt tvær tölur saman heldur að átta sig á því hvað ­samlagning er.

sem sjá um reikning. Mikilvægara í dag er að kunna að slá réttar upp­ lýsingar inn í vélina og kunna að túlka niðurstöðurnar. Þannig geta tækin hjálpað okkur sem viljum að stærðfræðikennsla snúist fyrst og fremst um rökhugsun en ekki þessa vélrænu vinnu.“ Erum við með tækin til þess? „Já, krakkarnir eru með tækin í vasanum koma mjög sterkir inn í kennslustundir því það þarf ekkert að kenna þeim á tækin, þau kunna að nota þau. Ég sé mjög mörg dæmi um að krakkar sæki sér ýmis gögn eins og myndrit eða tölfræðileg atriði sjálf. Svo er verið að spjald­ tölvuvæða skólana og mikið verið að nota af allskyns forritum tengd­ um stærðfræði. Það mætti vel vera meira og öðruvísi en við erum á réttri leið.


-47 Memo - minnisspil

31.690 kr. 890 kr.

-62 Skósveinarnir - Leitið og finnið

2.590 kr. 990 kr.

-40 Belkin fartölvutaska sem passar allt að 17" fartölvu

7.990 kr. 4.794 kr.

-50 Toka Mix pakki

2.390 kr. 1.195 kr.

-43 Calamari Gold

3.490 kr. 1.990 kr.

-40

-40 Disney Jake: Shipwreck Treasure hunt

4.990 kr. 2.990 kr.

-67 Dóttir veðurguðsins

2.990 kr. 990 kr.

-68 Munaðarleysinginn

3.690 kr. 1.190 kr.

-40

-54

-70

-80

Tactic 1000 bita púsl Pétur kanína

Föndraðu armband

540 kr. 250 kr.

2.290 kr. 690 kr.

-48 Heiða - myndasaga

2.490 kr. 1.290 kr.

-61 Skindauði - kilja

990 kr. 390 kr.

-60

-70 Stór 6 bita púsl fyrir þau yngstu

2.490 kr. 490 kr.

-50

Hver man ekki eftir fjörugum bókum Richard Scarry úr Erilborg

2.290 kr. 690 kr.

-47

-75

Naghringir, froskur, trúður eða api

Lego Wear Alf 652 Húfa

1.490 kr. 745 kr.

2.990 kr. 748 kr.

-50

-45

Revlon Augnháralengingar án líms

Lego Wear Jessi 206 Regnjakki

1.990 kr. 1.190 kr.

5.590 kr. 2.990 kr.

-50

-50 Masterline Ylang Ylang Sturtusápa

1.990 kr. 990 kr.

-40 Ionik TP 7" Android 4.4 Spjaldtölva

14.990 kr. 8.990 kr.

-40 Vestfrost EW 5245 F 144cm A+ Frystiskápur

Ionik Global Phone i545

99.990 kr. 59.990 kr.

29.990 kr. 17.990 kr.

Lee Stafford Ubuntu Light Oil Repair Mist

2.790 kr. 1.110 kr.

-60 Urbanears Bagis heyrnartól með míkrófón

4.990 kr. 1.990 kr.

Under Armour Fly Fast 1/2 Zip hlaupabolur

4.990 kr. 2.495 kr.

29.990 kr. 16.990 kr.

-50 Ionik Global Tab L701

29.990 kr. 14.990kr.

Ionik aukahlutapakki

990 kr. 190 kr.

-59

3.990 kr. 1.995 kr.

-30

-81

-43 Koss SP540 heyrnartól

Under Armour No-Show sokkar 6 stk

Adidas HULK bolur

10.990 kr. 5.990 kr.

EICO 70 IQWF 70cm spanhelluborð

199.990 kr. 139.990 kr.

-40

Xqisit iVest Deluxe bumper fyrir iPhone 5/5s

2.390 kr. 990 kr.

Satzuma Robot USB hub

2.990 kr. 1.790 kr.

Stærsta íslenska vefverslunin Frí heimsending ef verslað er fyrir 4.000 eða meira Afhendum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu! Gildir á meðan birgðir endast.

www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700


24 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi skrifar um sýningu Þjóðleikhússins, Horft af brúnni, og gagnrýnir gagnrýni um sýninguna.

Fráleitir dómar um frábæra leiksýningu Túlkun Hilmis Snæs á Eddie Carbone er þaulunnin og útpæld, innlifuð og áhrifamikil, segir Jón Viðar í grein sinni.

Jón Viðar Jónsson skrifar um leikhús

Myndir | Hörður Sveinsson

F

á leikskáld hafa notið meiri hylli en Arthur Miller hér á landi. Fyrir því eru eflaust ýmsar ástæður. Fyrstu – og að flestra dómi – bestu leikrit hans, leikritin sem hann samdi á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, fengu strax feikigóðar viðtökur og hafa síðan verið fastagestir í leikhúsum um veröld víða, einnig hér á Íslandi. Miller kom í öllum meginatriðum fram sem raunsæishöfundur, sagði spennandi og áhugaverðar sögur með vel teiknuðum og sterkum mannlýsingum; það hlaut að fara vel í íslenska áhorfendur sem voru enn lítt vanir ýmiss konar framúrstefnu og formtilraunum sem þá voru móðins í evrópsku samtímaleikhúsi. Mestu skipti þó að Miller var skáld sem átti erindi, að sögur hans fjölluðu um eitthvað sammannlegt, siðferðileg og tilvistarleg álita- og átakamál sem flestir hugsandi menn gátu – og geta enn – tengt sig við. Þegar Miller bar hér fyrst að garði stóð vel á í íslensku leikhúsi. Fram var að koma dágóður leikendahópur sem undir viðeigandi leikstjórn hafði burði til að blása lífi í harmsögur hans – því að flest eru leikrit Millers með einhverjum hætti tragísk verk, eða stefna á að vera það. Og viti menn: nokkrir af bestu leikurum áranna nýttu listræn tækifæri þeirra svo vel að lengi var í minnum haft. Ég gæti hér nefnt ýmis nöfn, en læt eitt duga: Róberts Arnfinnssonar. Róbert vann frægan sigur árið 1957 í burðarhlutverkinu í Horft af brúnni (sem Sigurður Pálsson hefur af

&

Heilsa

lífsstíll Þann 28. október

gt@frettatiminn.is 531 3319

frettatiminn.is

mér óskiljanlegum ástæðum kosið að nefna Horft frá brúnni í annars vandaðri og lipurri nýþýðingu sinni). Sú sýning hlaut miklar vinsældir; um átján þúsund manns sáu hana bæði á sviði Þjóðleikhússins og í leikför þess um landið (þetta var á meðan leikhúsið sinnti enn landsbyggðinni). Löngu síðar sagði Róbert í viðtali að hann vildi frekar leika Miller en Shakespeare; ég veit ekki hvort margir kollegar hans voru sama sinnis, en þetta var hans skoðun sem hann hafði vitaskuld fullan rétt á að hafa. Tákn og tæknikúnstir? Nú hefur Þjóðleikhúsið enn á ný tekið Horft af brúnni til meðferðar – og ég finn mig knúinn til að drepa niður penna í tilefni þess. Ástæðan er fyrst og fremst sú að um sýninguna hafa birst harla undarlegir dómar í tveimur af öflugustu fjölmiðlum landsins, Fréttablaðinu og Ríkissjónvarpinu (báðir eru auðfundnir á Netinu, á visir.is og ruv.is). Dómar þessir eru báðir svo yfirborðslegir og – að mínu viti – rangir að ég fæ ekki orða bundist. Leikdómari Fréttablaðsins, Sigríður Jónsdóttir, er þannig ósátt við frammistöðu nær allra leikenda; þar er ég henni upp undir hundrað prósent ósammála. Ég nefni sem lítið dæmi ummæli hennar um framsögn annarrar leikkonunnar (þetta er mikið karlaverk) sem var í mjög góðu lagi í bæði skiptin sem ég sá sýninguna. Þá talar Sigríður um að persónurnar verði „tákn“ fremur en fólk af holdi og blóði; „tákn“ fyrir hvað, spyr ég, en er litlu nær af lestri greinarinnar. Annars er ljóst að hún lítur á sviðsetningu Stefans Metz sem estetíska stíltilraun án tengsla við verk Millers; þar fer hún, að mínum dómi, enn villur vegar og gæti ég skrifað um það langt mál sem rýmið leyfir mér ekki hér. „Melódrama“ i Kastljósi Í Kastljósi bunaði Hlín Agnarsdóttir venju samkvæmt ræðu sinni upp úr sér á slíkum methraða að maður varð nánast móður af því einu að leggja við hlustir. Ég hef þó lagt á mig að hlýða á þetta samtal, eða öllu heldur eintal, tvisvar sinnum og þykir næsta augljóst að hún víkur sér markvisst undan því að leggja nokkurt mat á túlkun leikenda. Þess í stað lætur hún móðan mása um sviðsetningu og ytri stílbrögð; það er bersýnilega hið eina sem vakið hefur

„Látið ekki aðra eins „dóma“ og þessa tvo fæla ykkur frá sýningunni! Hún er í fáum orðum sagt einstakur listviðburður og sigur, ekki aðeins leikstjórans og hans hjástoðarfólks, heldur ekki síður og umfram allt leikendanna.“ áhuga hennar og hún getur borið lof á. Slík vinnubrögð skil ég ekki. Ég skil ekki heldur hvað hún er að fara þegar hún segir að þetta leikrit sé „melódrama“. Hefði hún verið að tala um Í deiglunni sama höfundar (sem var sýnt hér fyrir fáeinum árum undir heitinu Eldraunin) hefði ég getað tekið undir með henni; Horft af brúnni fer hins vegar í mínum augum eins nærri því að vera klassískur harmleikur og hægt er að ætlast til af nútímaverki. Farið og sjáið sjálf! En gott og vel; erindi mitt með þessum greinarstubb er í rauninni aðeins eitt: í öllum bænum, þið sem hann sjáið og unnið leiklistinni, látið ekki aðra eins „dóma“ og þessa tvo fæla ykkur frá sýningunni! Hún er í fáum orðum sagt einstakur listviðburður og sigur, ekki aðeins leikstjórans og hans hjástoðarfólks, heldur ekki síður og umfram allt leikendanna. Túlkun Hilmis Snæs á Eddie Carbone er þaulunnin og útpæld, innlifuð og áhrifamikil, og aðrir leikendur fylgja fast á hæla honum; allir skila sínu með prýði í jöfnum og þéttum samleik sem á, ef vel er að verki staðið, að geta orðið enn betri, því lengur sem sýningin fær að lifa. Ég er alls ekki að segja að ekki megi finna að einu og öðru, ekki setja spurningarmerki hér og þar, en þegar svona vel tekst til, er það ekki höfuðatriði, alltént ekki í örstuttri blaðagrein. Maður óskar Þjóðleikhúsinu einfaldlega til hamingju og fagnar því að nokkrir af bestu leikurum okkar (og nokkrir af þeim efnilegri) fái tækifæri til að sýna hvers þeir eru megnugir, þegar þeir fá góða leikstjórn í góðum leikskáldskap.


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20%

AFSLÁTTUR

50%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

AF ÖLLUM „MORE“ OG „NORDIC“ EININGASÓFUM

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


26 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

GOTT Í DAG

Djöflaeyjan (Stóra sviðið)

Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!

Maður sem heitir Ove (Kassinn)

Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!

Horft frá brúnni (Stóra sviðið)

Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar

Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn

Opið hús um beinvernd

551 1200 | Hverfisgata 19(Brúðuloftið) | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Íslenski fíllinn Lau 22/10 kl. 13:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 29/10 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember!

Lau 5/11 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Lau 12/11 kl. 13:00 Lau 12/11 kl. 15:00

Lau 19/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 15:00

Í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi býður Beinvernd upp á fræðslu um beinþynningu og forvarnir gegn henni. Fræðslu­erindi og umræður um beinþynningu, auk þess sem boðið er upp á beinþéttnimælingar á hælbeini og kalkríkar veitingar. Hvar? Hallveigarstaðir Túngötu 14 Hvenær? Milli 14-17. Fyrirlestur fluttur kl. 14, 15 og 16. Hvað kostar? Ókeypis

Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (Kúlan) Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Frumlegt og ögrandi samtímaverk

Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)

Fös 21/10 kl. 20:00 Fös 28/10 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 2/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!

Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið)

Fös 21/10 kl. 19:30 28.sýn Lau 29/10 kl. 20:00 30.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan)

Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.

Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn

Lau 26/11 kl. 15:00

Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)

Tilraunauppistand

Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.

leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið)

Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Gleðisprengjan heldur áfram!

Margföld Látra-Björg

Nú fá nýir uppistandarar að spreyta sig á ný á tilraunauppistöndum á Bar 11. Þangað koma líka reyndari grínistar til að prófa nýtt efni og halda sér í formi. Glensið er af ýmsum tegundum. Hvar? Bar 11, Hverfisgötu 18 Hvenær? Í kvöld kl. 21.30 Hvað kostar? Ekki neitt

Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Sun 20/11 kl. 20:00 120.s M.G.121.s Fbl. Fim 24/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s

AUGLÝSING ÁRSINS – HHHH –

Kynjafræðin fullorðin

Blái hnötturinn (Stóra sviðið)

Sun 23/10 kl. 13:00 8. sýn Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn Sun 30/10 kl. 13:00 10.sýn Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 15.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar

Kynjafræðinám í Háskóla Íslands er orðið fullorðið, en 20 ár eru síðan það hófst. Afmælið er haldið í kvöld. Karen Ásta Kristjánsdóttir flytur erindi og fimm fyrr­verandi nemendur flytja örerindi um reynslu sína af náminu. Auð­v itað er boðið upp á köku og tónlist, en Lára Rúnars ætlar að flytja ­nokkur lög. Hvar? Háskólatorg í HÍ Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? Ókeypis

Sending (Nýja sviðið) Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn Allra síðasta sýning!

Njála (Stóra sviðið)

Mið 26/10 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur.

Hannes og Smári (Litla sviðið)

Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar

Extravaganza (Nýja svið )

Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur

Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)

Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Fös 11/11 kl. 20:00 aukas. Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman

Höfundakvöld í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, eru komin á fullan skrið. Eitt slíkt er helgað skáldkonunni Látra-Björgu (17161784) sem hefur skotið aftur upp kolli í íslenskum bókmenntum í kringum 300 ára afmælið. Höfundarnir Valgarður Egilsson, Sigurlín Bjarney og Hermann Stefánsson hafa öll verið með hugann við Látra-Björgu í verkum sínum. Þau lesa öll úr verkum sínum og Ragnheiður Ólafsdóttir kveður rímur við kvæði skáldkonunnar. Leynigestir kvöldsins eru tveir: Kött Grá Pje (Atli Sigþórsson) sem er fara að senda frá sér smásagnasafn, þar sem ein sagan fjallar um Látra-­ Björgu, og Arnar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður sem er að vinna að ­ átra-Björgu. gerð heimildamyndar um L Hvar? Gunnarshús Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? Ókeypis

Mið 23/11 kl. 20:00

Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn

Sick Llama og ­Sigtryggur Berg Bandaríski tónlistarmaðurinn Heath Moerland á sér nokkur hliðarsjálf, en eitt þeirra er Sick Llama. Hann gefur engann afslátt í leitinni að nýjum leiðum í tónlist og kemur nú fram með Sigtryggi Berg Sigmarssyni, myndlistar- og tónlistarmanni, sem á tónlistarsviðinu er þekktastur sem einn af meðlimum Stilluppsteypu. Hvar? Mengi, Óðinsgötu Hvenær? Í kvöld, hefjast kl. 21. Húsið opnar kl. 20. Hvað kostar? 2000 krónur.

Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 9.sýn

Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn

frettatiminn.is

Stórsöngkonur Íslands Saga stórsöngkvennanna Maríu Markan, Þuríðar Pálsdóttir og Sigurveigar Hjaltested verður rakin á tónleikum í Salnum. Þessar söngdívur voru meðal brautryðjenda í íslensku tónlistarlífi og í hópi fremstu íslenskra óperusöngvara fyrr á árum. Á tónleikunum er söngskrá þeirra túlkuð en hún samanstóð af íslenskum einsöngsperlum, óperuaríum og dúettum. Söngvararnir sem koma fram eru Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran, Egill Árni Pálsson tenór og Signý Sæmundsdóttir sópran. Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó og Ólafur Beinteinn Ólafsson á harmonikku. Hvar? Í Salnum Kópavogi Hvenær? Í kvöld kl. 20. Hvað kostar? 3900.

Góður rappgestur á Húrra Bandaríski rapparinn Sage Francis er kominn til landsins og heldur tónleika á Húrra í kvöld. Rappáhugamenn gleðjast, en Sage hefur komið nokkrum sinnum áður til Íslands og haldið tónleika við góðar undirtektir. Hvar? Húrra Hvenær? Í kvöld kl. 20. Hvað kostar? 2500 kr.


FJARÐARKAUP OG GÓA KYNNA MEÐ STOLTI

10. desember í höllinni

Hvað a

lag vilt þú heyra? Þú gætir unnið miða á tónleikana!

Veldu lögin á

Viðkomum með

jólin til þín! AFM R ÆL IKA ISTÓNLE

ÁGÚSTA EVA · EYÞÓR INGI · FRIÐRIK DÓR · GISSUR PÁLL · JÓHANNA GUÐRÚN Ragga GÍSLA · SVALA BJÖRGVINS · jólasTJARNAN 2016 SÉRSTAKUR GESTUR Thorsteinn Einarsson

MIÐASALA HEFST Í DAG KL. 10! www.jolagestir.is Jolagestir www.visir.is/jolastjarnan

Miðasala fer fram á Tix.is og í síma 551-3800 Nánar á www.sena.is/jolagestir


28 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Morgunstund: Vöfflur í morgunsárið

Vöfflur í skítaveðri. Mynd | Rut

Vöfflulykt umlykur húsnæði Kassagerðarinnar snemma morguns. Starfsmenn Kassagerðarinnar eru að funda með tveimur sérfræðingum frá Þýskalandi sem eru ekki svo hrifnir af veðrinu á Íslandi og gæða sér á nýbökuðum vöfflum. „Mjög góð hugmynd að fá sér vöfflur á morgnana, við borðum ekki svo mikið af vöfflum í Þýskalandi. Gott að byrja daginn með svona vel, samt ekki alla daga,“ segja Jurgen Schankin og Stefan Zieglmeier, þýsku gestir Kassagerðarinnar. Rætt er um veðrið á

Íslandi og finnst þeim vinum vera fremur erfitt að horfa upp á veðrið út um gluggann: „Það er mjög vindasamt hérna og kalt. Algert skítaveður. Við komum í gærkvöldi þannig við erum ekki búnir að sjá mikið en við fórum að borða í Perlunni í gær, það var voða áhugavert.“ Föstu starfsmenn Kassagerðarinnar eru ánægðir með þá morgna sem boðið er upp á vöfflur og finnst gaman að brjóta upp á vinnuvikuna með einhverju óvenjulegu og skemmtilegu: „Þess-

Hvað ætla mótmælendur að kjósa?

ar vöfflur eru bara góðar fyrir meltinguna. Fyrir suma væri það snemmt að fá sér vöfflur klukkan 10 á morgnana en það er ekkert of snemmt fyrir okkur að fá svona fínirí því við mætum klukkan 7 í vinnuna. Þetta er eiginlega bara eins og hádegismatur fyrir okkur. Við erum ekki með margar morgunhefðir aðrar en að fá okkur bara kaffi saman kallarnir þegar við mætum, það er gaman að brjóta daginn aðeins upp,“ segir Helgi Jónsson, verkstjóri Kassagerðarinnar. | hdó

Valur Gunnarsson

Ég ætla að kjósa Pírata. Ég vil fá nýja stjórnarskrá, þó ekki væri nema af fagurfræðilegum ástæðum. Það er þreytandi að hafa 91. grein sem flestar fjalla um forsetann þegar tekið er fram að í raun sé ekki verið að tala um hann. Plús, auðlindir eiga að vera í eigu þjóðarinnar. Mér finnst aðdáunarvert hjá þeim að reyna að stofna kosningabandalag, kannski fáum við í kjölfarið skýrari línur og málefnalegri stjórnmál. Það eru nýir tímar í íslenskum stjórnmálum og Píratar fanga þann anda best. Og svo eru þeir líka vinir Evu Joly!

Hallveig Kristín

Nú fer að líða að kosningum og margir íhuga hvern skuli kjósa. Fréttatíminn gróf upp mynd af Wintris mótmælunum frá því í apríl, fyrr á þessu ári, þar sem um 26.000 manns mættu og mótmæltu spillingu. Mótmælendur kröfðust kosninga, nú er komið að kosningum. Hvað ætla mótmælendur að kjósa? Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

Marta Sigríður ­Pétursdóttir

Ég ætla að kjósa Pírata vegna þess að þau berjast fyrir kerfisbreytingum og gegnsæi í stjórnmálum. Það breytist ekkert fyrr en við breytum því hvernig við stjórnum okkur. Valdið á að vera dreift og koma að neðan en ekki að ofan, ég vil stjórnvöld sem vinna fyrir hagsmuni fjöldans en ekki hina fáu útvöldu.

Jóhann Kristófer Stefánsson

Ég ætla að kjósa Pírata vegna þess að ég trúi því þeir hafi drifkraftinn til þess að koma með breyttar áherslur inn í stjórnmál á Íslandi. Ég hef tilfinningu fyrir því að þau muni geta upprætt spillingu og frændhygli sem einkenna stjórnmál á Íslandi.

Uppboð í 20 ár

Listmunauppboð í Gallerí Fold

Alfreð Flóki

Sigurbjörn Jónsson

þriðjudaginn 25. október, kl. 18

Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

Alma Mjöll ­Ólafsdóttir

Ég veit ekki hvort ég eigi að kjósa Pírata, Vinstri græn eða engan. Það er erfitt að kjósa þegar maður hatar pólitík og hefur ekki trú á henni. Þegar manni finnst meira að segja pólitíkusar firrtir um eyðileggingarmátt sinn. Kjósendur firrtir, einangraðir og ringlaðir. Maður trúir varla lengur á góðu gæjana.

Ég ætla að kjósa en er ennþá að ákveða hvaða flokk. Veit fyrir víst að ég mun ekki kjósa núverandi stjórnarflokka. Fyrir utan spillingu, nýfrjálshyggjurunk, Panama, þá þarf ég að borga hálfa milljón á ári í skólagjöld fyrir það að stunda nám í húsnæði þar sem mygla yfir löglegu hámarki hefur verið mæld í mörg ár, með ekkert aðgengi fyrir hjólastóla og kennara sem þurfa að sætta sig við umtalsvert lægri laun en aðrir háskólakennarar. Píratar, VG, Björt framtíð – hvað sem er annað en þá sem stuðla að lungnahrörnun listnema.

Ung Framsókn er byrjuð á Tinder Býður á stefnumót í kjörklefanum. Margir notendur snjallsímaforritsins Tinder ráku upp stór augu þegar ein þeirra sem sóttist eftir að fara á stefnumót var engin önnur en UngFramsókn. Fyrir þá sem ekki vita er Tinder einskonar stefnumótapp. Ung kona, sem setti sig í samband við Fréttatímann, tók skjáskot af því sem bar fyrir augu en í fyrstu kom upp mynd af teiknimyndafígúru þar sem stóð fyrir neðan: Sterkari millistétt? Líkt og sjá má af skjáskotunum, sem konan tók, telur UngFramsókn upp ástæður fyrir því að viðkomandi eigi að „deita sig“ og nefnir meðal annars að hún hafi fjölgað störfum um 15.000 á þremur árum, lækkað skuldir fjölda heimila og tekið á móti flóttamönnum. Í persónulegum skilaboðum sem unga konan fékk frá flokknum, eftir að hafa látið í ljós áhuga sinn, var henni boðið að koma á stefnumót í kjörklefa 29. október næstkomandi þegar kosið verður til Alþingis og hún hvött til að kynna sér stefnumál flokksins. Hnyttið svar konunnar má sjá á skáskotinu. | bg

Hnyttið svar við boði á stefnumót.


FERSKT FLJÓTANDI ORKUGEFANDI C VÍTAMÍNKREM SEM VEITIR SAMSTUNDIS OG VARANLEGA LJÓMANDI OG FYLLTA HÚÐ.

NÝTT

20%

A FS L Á TT U R A F ÖL L UM

HELENA RUBINSTEIN VÖRUM

NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HELENA RUBINSTEIN • FORCE C AUGNMASKI OG AUGNKREM sem þéttir húðina, vinnur á þrota og dökkum baugum, eykur ljóma og styrkir húðina. • WONDER BLACKS maskari sem gefur þéttari og lengri augnhár í einni stroku, einnig þau stystu. Maskarinn örvar einnig hárvöxt með serumi og hárin verða lengri og þéttari eftir 4. vikna notkun. • PURE RITUAL body lotion sem gefur góðan raka og næringu, styrkir og gefur aukinn teygjanleika.


30 |

FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016

Þrír vinsælustu bragðarefir Ísbúðar Vesturbæjar Losaðu þig við ískvíðahnútinn! Hindber Hockey pulver Mars

Jarðarber Oreo Snickers

Ferskur og bragðgóður refur. Gott að nýta nýjustu tískubylgju nammi heimsins, piparduft í ísinn enda fer 10 kg af duftinu á viku.

Erfitt getur verið að velja hvað á að fá sér í bragðarefinn sinn. Margt er í boði en bara um þrjár nammitegundir að velja í hvern ref. Til að komast hjá í kvíðakasti í röðinni eftir ísnum hefur Frétta­tíminn ákveðið að aðstoða valið með því að afhjúpa þrjá vinsælustu bragðarefina í Ísbúð vesturbæjar:

Hin klassíska og góða blanda sem fer aldrei úr tísku. Snilld fyrir þá ísskjúka sem þora aldrei að taka áhættu þegar kemur að bragðrefnum.

Bláber Piparbrjóstsykur Snickerskurl Uppáhald Fréttatímans. Ferska bragðið af bláberjunum blandast við sterka bragðið af brjóstsykrinum og endar í hinum fullkomna bragðref. Einnig mjög fallegur að horfa á.

Draumurinn að geta búið til fléttubrauð Af bakarameistaranum og lærlingi hans.

Kristján, Kolfinna og Lilja eru farin að tala saman á norsku. Mynd | Rut

Sigþór hnoðar linsudeig fyrir kanilsnúða og Óttar fylgist með. Mynd | Hari

„Ég er búinn að kenna þér að búa til fléttubrauð!“ segir Óttar bakari og lærimeistari Sigþórs Andra sem hefur verið lærlingur í bakaraiðn frá seinasta sumri. „Ég var í Tækniskólanum að læra vefsíðuhönnun og var mjög góður í því en það var ekki fyrir mig. Ákvað þess vegna að koma hingað,“ segir Sigþór. „Hann sá að það var ekki fyrir hann,“ segir Óttar. „Þegar maður er í læri er meira einblínt á mann sjálfan og kennslan er allt öðruvísi. Í vefsíðuhönnuninni var kennarinn að kalla yfir alla. Hérna sýnir Óttar mér flest allt ásamt öðrum bökurum. Garðar sýnir mér terturnar, Einar er með brauðið. Mér finnst miklu skemmtilegra að vera í verklegu námi en að stúdera félagsfræði eða ég veit ekki hvað. Það er þvaður,“ segir Sigþór. „Hann er að klára alla bóklegu

áfangana núna. Á svo bara eftir það verklega. Ég er að kenna honum allt. Hver lærimeistari er með 3 til 4 lærlinga hjá sér hverju sinni. Maður sinnir samt ekkert fleirum en þremur ef maður ætlar að gera eitthvað af viti,“ segir Óttar sem hefur verið meistari í bakaraiðn í 40 ár og á þeim tíma kennt rúmlega 20 manns að verða bakarar. Hvað er skemmtilegast að baka, Sigþór? Óttar skýtur inni í „Hann er búinn að kynnast flest öllu.“ „Það er alltaf gaman að föndra í tækniherberginu hjá honum Garðari en úff ég veit það ekki. Þetta er svo fjölbreytt að það er erfitt að velja. Draumurinn er samt að geta búið til fléttubrauð.“ „Ég er búinn að kenna þér það!“ segir Óttar. „Já, ég veit, en sexfaldar fléttur í einu brauði. Það er erfitt sko.“ | bg

Íslenskir unglingar elska að tala norsku Norska unglingadramað SKAM slær í gegn.

N

Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

orskan er það heitasta í dag,“ segir Lilja en hún og vinir hennar, Kristján og Kolfinna, sem eru á öðru ári í MR eru forfallnir aðdáendur norsku sjónvarpsseríunnar SKAM. Þættirnir hafa leitt til þess að krakkarnir grípa æ meira til norsku í samskiptum sín á milli, þegar þau kasta kveðju hvert á annað, tala í síma eða spjalla á Facebook. „Við byrjuðum að tala saman á norsku því við erum búin að vera að horfa á SKAM. Sem er „netdramaserie“. Norskt unglingadrama,“ segir Kristján. Kolfinna: „Den norske ­Gossip-girl.“

Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is

Nú einnig á Glerártorgi

Spjall vina á Facebook.

„Nema miklu nær okkur en það. Krakkarnir í þáttunum gætu verið vinir mínir. Við elskum þetta,“ segir Lilja. Talið þið mikla norsku saman? „Við sem erum að horfa á þáttinn erum oft að tala norsku þannig vinir okkar, sem eru ekki að fylgjast með, eru bara: Jesús, getið þið farið að tala á íslensku eða eitthvað. Notum stundum dritt sem þýðir skítur og allir eru bara nenniði að hætta að nota dritt?“ segir Kolfinna. Kristján: „Stundum sms-umst við á norsku.“ Kolfinna: „Eða tölum saman á facebook. Segjum þá til dæmis „natta“ sem þýðir góða nótt. Natta min skat. Góða nótt elskan!“ „Halla,“ æpir Lilja. „Það þýðir halló!“ „Það er ekkert mikið mál að tala norsku. Þegar maður heyrir mállýskuna, framburðinn og orðaforðann þá er þetta minna mál,“ segir Kristján. Kolfinna bætir við: „Oft þegar maður horfir á atriði sem maður tengir við hermir maður bara orðin eftir þeim upphátt.“ Lilja: „Allar setningar sem við skiptumst á eru bara nákvæmlega sagðar í þáttunum.“ Kolfinna: „Ef Norðmenn myndu hlusta á okkur myndu þeir samt kannski vera bara „what?“ Lilja: „En það skiptir engu máli. Þetta er orðið svona „thing“. Það heitasta í dag.“ „Bandarískt sjónvarpsefni er ógeðslega leiðinlegt í samanburði við SKAM,“ segir Kristján. „Það er svo „commercial“, stelpurnar vakna alltaf málaðar með krullað hár,“ segir Kolfinna.

Ég hef alltaf haldið að ég gæti ekki bjargað mér á Norðurlandamáli og allt í einu er maður bara kominn með einhvern orðaforða í norsku og slangur. Kolfinna

Lilja: „Já, allt sem gerist er eitthvað frændi minn tók einkaþotu til Bora Bora og maður tengir ekki beint við það.“ Kristján: „Maður tengir ekki jafn mikið við ameríska þvælu og maður gerir við krakka í Noregi.“ „Ég hugsa bara oft þegar ég horfi á SKAM: „Omg!“ Þetta hefur komið fyrir mig!“ segir Kolfinna. Þau segjast sjá tilganginn í því að læra norðurlandamál í framhaldsskóla. „Maður fattar bara hvað maður skilur mikið og hvað maður getur talað mikið,“ segir Kolfinna. „Já, það kom mér ótrúlega mikið á óvart því ég hélt ég gæti ekki s­ kilið þættina áður en ég byrjaði að horfa á þá. Þeir eru náttúrulega á norsku með norskum texta,“ bætir Kristján við. Kolfinna: „Ég hef alltaf haldið að ég gæti ekki bjargað mér á Norðurlandamáli og allt í einu er maður bara kominn með einhvern orðaforða í norsku og slangur. Við notum mikið slangur þegar við erum að mynda setningar og tala saman.“ „Ég veit ekki hvað við gerum þegar þættirnir klárast,“ segir Kristján „Viljum aldrei að þeir hætti.“ Myndband fylgir fréttinni á vefsíðu Fréttatímans.


Fylgdu okkur á facebook – Lindex Iceland

Peysa,

9595,-


GOTT Í KVÖLDMAT

Með eða á móti… …Ora grænar baunir

Sigríður Hulda Sigurðardóttir Ora baunir eru daprar, fölar og ljótar, áferðin einkennileg og bragðið eftir því. Mér finnst svo dapurlegt að borða dapurlegan mat. Hver vill daprar baunir þegar hægt er að borða bjartar baunir?

Hrafn Jónsson Stokkhólms-heilkenni er það eina sem útskýrir tilvist ofsoðinna Ora bauna á 21. öldinni. Þær eyðilögðu nánast baunir fyrir mér í æsku. Það var ekki fyrr en ég smakkaði frosnar baunir sem ég fattaði að þær væru ætar.

Júlíanna Ósk Hafberg Ora grænar baunir eru fyrir mér fallegar barnæskuminningar um ömmu. Ég get ekki haldið jólin án þeirra og hef flutt þær á milli landa í ferðatöskum fyrir hátíðarhöld, ásamt appelsíni.

Ódýrt Það er tilvalið að annað hvort elda eða kaupa tilbúinn grjónagraut ef þú vilt eyða litlum peningum í kvöldmáltíðina. Einn bolli af vatni og grjónum, teskeið af salti og einn lítri af mjólk. Málið leyst. Síðan geturðu líka bara skellt þér út í búð og keypt Heimilis Grjónagraut á fínu verði.

Grænmetis eða vegan Ef þú ert leið/ur á pasta eða lasagna er sniðugt að fá sér grænmetispítu. Það þarf ekki meira en pítubrauð, grænmeti, buff og góða sósu. Ef þú hefur tíma er líka gott að gera heimagerðan hummus. Mmm...

Árstíðabundið Þegar úti kólnar og daginn fer að stytta er fátt betra en heit súpa í kvöldmat. Hvernig væri að hafa íslenska kjötsúpu í matinn í kvöld? Skella kjöti, rófum, gulrótum og lauk í pott og láta malla. Knúsa fjölskylduna í lok máltíðar.

20 10 2016  

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you